Lágafell og Úlfarsfell – óskráðar minjar
Nafn fellsins, Úlfarsfell, kemur fyrst fram í fornu skjali, Hítardalsbók frá 1367 og svo í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Líklegast má telja að nafnið sé komið frá mannanafninu Úlfar. Fellið er 296 metra hátt og er afar vinsælt til gönguferða en einnig nýtir svifdrekafólk sér fellið í sína iðju.
Grímur Norðdahl segir frá örnefnum í landi Úlfarsfells árið 2002: „Um jörðina Úlfarsfell: Ein elsta heimild um Úlfarsfell er Vilkinsmáldagi, en þar segir: „Þollaks kirkia ad Reykiumm a land ad Wlfarsfelli.“
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir m.a. að Úlfarsfell hafi verið kirkjueign bóndajarðar Suður-Reykja, taldist hún 10 hundraða jörð og kostarýr.
Ein elsta heimild um Úlfarsfell er Vilkinsmáldagi, en þar segir: „Þollaks kirkia ad Reykiumm a land ad Wlfarsfelli.“
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir m.a. að Úlfarsfell hafi verið kirkjueign bóndajarðar Suður-Reykja, taldist hún 10 hundraða jörð og kostarýr.
Í Örnefnalýsingu Ara Gíslaonar fyrir Lágafell sgeir m.a.: „Ofar eru Hvammar meðfram Úlfarsfelli, og Lágafellshamrar heita utan í því. Undir hömrunum er fjárhús eða beitarhús frá Lágafelli…
Langholt er holtið nefnt, sem er norður af Hulduhólum. Mýrin, þar sem nú er risin byggð, heitir Sauðhúsmýri. Innar eru Lágafellsmýrar, og Norðurmýri er norðanvert við túnið á Lágafelli. Börð aðskilja Sauðhólsmýri frá Skarhólamýrinni. Ofar eru Hvammar meðfram Úlfarsfelli, og Lágafellshamrar heita utan í því. Beint á móti bæ og uppi eru tveir hnúkar, sem heita Litlihnúkur og Stórihnúkur.
Byrgið er steinhlaðið úr grjóti sem er um 20-30 cm á lengd og 10-15 cm á breidd. Hæð veggja er um 60-65 cm, op í norðvestur, aðeins er hrunið í opið en samt vel greinilegt. Byrgið er hlaðið norðvestan í lítinn grjóthól ofan á klöpp, lítill gróður er á svæðinu. Austur og uppaf um 3 m frá er varða (258-63).
Í lýsingu Freyju Jónsdóttur í Dagur/Tíminn 1996 lýsir hún Úlfarsfelli. Þar getur hún um fjárhús frá bænum í Myrdal á Úlfarsfelli: „Neðan við Mýrdalsmýri er lítið fjárhús með heytóft“.
Hvergi í Fornleifaskráningum vegna framkvæmda á og við Úlfarsfell, Fornleifaskráningum fyrir Mosfellsbæ eða Fornleifaskráningu fyrir Úlfarsfell er minnst á fjárhústóftina undir Lágafellshömrum, fjárhústóftina í Myrdal á Úlfarsfelli eða fjárborg á bökkum Úlfarsár í landi Úlfarsfells.
FERLIRsfélagar leituðu uppi og skoðu minjarnar árið 2025.
Fjárhústóftin frá Lágafelli undir Hömrunum er óvenju stór, hlaðin að hluta og að hluta til grafinn inn í brekku. Hún er nánast orðin jarðlæg en er samt sem áður vel greinileg.
Fjárhústóftin í Mýrdal á grónu svæði syðst í dalnum. Hún er vel greinanleg, snýr dyrum mót suðri og að baki hennar er hlaðin heytóft.
Fjárborgin suðaustan bæjarins að Úlfarsfelli er ofan bakka Úlfarsár. Hún er hringlaga og að mestu byggð úr torfi. Í fjarlægð lítur hún út fyrir að vera gróinn hóll, en þegar nánar er að gáð fer ekki á milli mála að um fjárborg hefur þar verið um að ræða.
Heimild:
-Dagur/Tíminn, 195. tbl. 12.10.1996, Úlfarsfell, Freyja Jónsdóttir, bls. 11.
-Úlfarsfell. Grímur Norðdahl, Magnús Guðmundsson 2002 (2002).
-Ari Gíslason – Örnefnalýsing fyrir Lágafell.
















