Landamerkjaþrætur

Grindavík

Þrætur um landamerki eru alþekktar hér á landi. Reykjanesskaginn er þar alls ekki undanskilinn.
FERLIR forvitnaðist nýlega [2010] um eina slíka, þ.e. þrætur Vatnsleysustrandarmanna Trolladyngja-2gagnvart ómeðvituðum Krýsvíkingum (ríkinu) og Grindavík. Þessar tilbúnu deilur, settar fram af ein-drægnum ásetningi, virðast hafa þann eina tilgang að reyna að hnyka til áður staðfestum og viðurkenndum landamerkjum milli jarða með það fyrir augum að fá þeim breytt þannig að land viðkomandi aukist á kostnað annars. Tilgangurinn virðist við fyrstu sýn frekar léttvægur ef ekki kæmu til mögulegur gróðaávinningur. Vitað er að undir yfirborði svæðisins kraumar jarðhiti sem ætlunin er að reyna að nýta til raforkuframleiðslu. Reyndar er gjörningurinn sem slíkur alls ekki nýr af nálinni því Vatnsleysustrandarbændur hafa um aldir ásælst hluta af Grindavíkurlandi, að þessu sinni Hrauns, þrátt fyrir fyrirliggjandi skýr samþykkt jarða- og hreppamörk er jafnan hafa ráðið úrslitum í deilum sem þessum.
Í þessari tilbúnu „deilu“ virtist öllu máli skipta að staðsetja örnefnið „Selsvallafjall“, sem á löngum að hafa verið á Dagonreiki og langt frá því að hafa verið verið staðfest í seinni tíð. Á kortum má hins vegar sjá að örnefnið nær yfir hæsta hrygginn á Núpshlíðarhálsi næst Sogadal, auk þess sem augljóslega viðurkennd landamerkjavarða stendur enn í minni Sogadals gegnt Sogagíg til marks við Trölladyngjurætur. Þrætan sem slík er þó allrar athygli verð og er bara skemmtileg, ekki síst í ljósi annarra slíkra tilgangslausra þrætna í gegnum tíðina.
Landamerki Hrauns samkvæmt landamerkjabréfi dagsettu 17.06.1890 og þinglýstu hinn 20.06.1890 er sem hér segir: „… úr miðjum ,,markabás” (punktur nr. 1) í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell (punktur nr. 3) og yfir Vatnsheiðin (/punktur nr. 4), þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum (punktur nr. 5) fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selvallafjall (punktur 6) upp af Sogaselsdal, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum jarðarinnar Krýsuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett (punktur nr. 7) við götuna á Móklettum (punktur nr. 8) .

Festarfjall-23

Skal sú sjónhending ráða merkjum frá landi jarðarinnar Ísólfsskála, þaðan til suðurs fram yfir festargnípu (punktur 9) í fjöru … “ Landamerkjabréfið er áritað fyrirvaralaust um samþykki m.a. af Kálfatjarnar-prestinum Árna Þorsteinssyni fyrir Kálfatjarnar-kirkjuland. Samþykki hans bendir eindregið til að Strandarmenn hafi almennt talið merkjum Hrauns rétt lýst í landamerkjabréfinu.
Punktur nr. 2 á landakorti er ekki nefndur í landamerkjabréfinu 1890, en við hann hefur verið miðað svo lengi sem elstu menn muna og er hann í svokölluðum Leitishól, en merki milli Hrauns og Þórkötlustaða hafa svo lengi sem elstu menn muna og lengur verið miðuð við hól þennan. Þetta álitaefni skiptir þó ekki máli hér. enda ljóst hvar hóll þessi er á Efra-Leiti.

Hreppamork-1

Í úrskurði óbyggðanefndar er tilvísun í greinargerð í fasteignamati Gullbringusýslu 1916, að finna lýsingu á merkjum Hrauns. Þar segir: „Landamerki að vestanverðu, svonefndur markabás á Slokatá þaðan beina línu vestan í Vatnsheiði í Kálffell, þaðan í Vatnskatla (steinker) fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan að Sogaseli fyrir norðan Selsvelli í Selsvallafjalli, þaðan til suðurs eftir háfjallinu í göngumannaskarð á Núp[s]hlíð, þaðan í götuna hjá móklettum, þaðan yfir há-Festarfjall á sjó út.“ Höfundur þessarar lýsingar hefur ekki haft landamerkjabréf  jarðarinnar við höndina en lýsingunum ber að mestu saman.
Landamerkjabréf Hrauns á sér stuðning í eldri gögnum. Á manntalsþingi Gullbringusýslu 31. maí 1920 mótmælti bóndinn á Hrauni, Hafliði Magnússon, landamerkjalýsingu fyrir Auðnahverfi 12. júní 1886 og þinglesinni yfirlýsingu um landamerki fyrir Knarrarnes, Breiðagerði, Auðna, Landakot, Þórustaði, og Kálaftjörn frá maí 1920, en það eru einkum eigendur þessara jarða, sem gera tilkall til eignarréttinda yfir landi innan þinglesinna merkja jarðarinnar Hrauns, þ.e. norðurhluta landsins.

Sveitarfelagsmork

Og þá að landamerkjum Krýsuvíkur. Í landamerkjaskrá fyrir Krýsuvík dags. 14. maí 1890 lesinni á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum hinn 20. júní 1890 segir: „Landamerki Krýsuvíkur eru: „1. að vestan: sjónhending úr Dágon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði. 2) að norðan: Úr Markhelluhól sjónhending norðanvert við Fjallið Eina, í Melrakkagil (=Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu. 3) að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur: sjónhending úr Kóngsfelli sem er lág mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram. 4) að sunnan nær landið allt að sjó.“ Landamerkjabréfið er samþykkt  af  Hvassahraunshverfi með einni athugasemd um Markhellu-/Markhelluhól.

Reykjanesskagi-kort

Merkin eru samþykkt m.a. af eigendum  Vatnsleysulands, Þórustaða, Auðnarhverfis, Knarrarness, Ásláksstaða, Hlöðunestorfunnar, Kálfatjarnarkirkju-lands og Brunnastaða-torfunnar.“
Á þessum tíma hefur því ekki neinn vafi á því leikið, að land Krýsuvíkur næði í  Trölladyngjurætur að vestan og er lýsingin afar skýr og ótvíræð að þessu leyti og engin hætta á að Strandarmenn hafi misskilið merkjalýsinguna. Hafa ber í huga að örnefnið „Markhelluhóll“ við Búðarvatnsstæði og „Markhella“ eru sitthvað. Skeikar þar tæplega kílómetra til vesturs m.v. núverandi línu. Merki jarðarinnar eru nú einnig samkvæmt lögbundnum gerðardómi uppkveðnum 4. nóvember 1936 og afsali íslenska ríkisins á landi Krýsuvíkurtorfunnar til sýslunefndar Gullbringusýslu  dags. 29. september 1941 og þinglýstu 18. nóvember 1941, svo og samkvæmt dómi landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar í málinu nr. 329/1964 uppkveðnum 14. desember 1971, sem hér segir: „Að vestan eru landamerkin sjónhending úr Dágon, (punktur 1) sem er klettur við sjó á Selatöngum, og í rætur Trölladyngju (punktur 2) að vestan og  þaðan í Markhelluhól (punktur 3) svonefndan við Búðarvatnsstæði.

Kongsfell-2

Þaðan að norðan sjónhending norðanvert við Fjallið eina í Melrakkagil í Undirhlíðum (punktur 4) og þaðan sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur í punkt, sem ákveðinn er í dómi landamerkjadóms 14. desember 1971 (punktur 5).  En að austan vesturmörk Herdísarvíkur, og eru þau sjónhending úr Kóngsfelli í Seljabótarnef (punktur 7), sem er klettur við í sjó fram. Að sunnan nær landið að sjó. [Síðastgreind lína er nú á korti dregin frá punkti 5 í svonefndan Sýslustein (punktur 6) og þaðan í Seljabótarnef (punktur 7).“

Sogadalur

Samkvæmt fyrrgreindu afsali er undanskilið land, sem íslenska ríkið afsalaði Hafnarfjarðarkaupstað með afsalsbréfi dags. 20. febrúar 1941 og er þannig afmarkað: „Að vestan, beina stefnu í norður úr Hælsvík (punktur 8)  í Borgarhól (punktur 9), þar sem hann er hæstur, úr Borgarhóli eftir Sveifluhálsi í vestustu vík Kleifarvatns (punktur 10), að bera í ysta odda Hvammholtstanga. Að norðan  ræður Kleifarvatn, í syðsta odda víkur þeirrar, er gengur úr vatninu vestan við Geithöfða (punktur 11) og að austan þaðan beina stefnu í réttvísandi suður til sjávar, í Keflavík (punktur 12). Að sunnan ræður sjór þó þannig, að óhindraður umferðarréttur áskilst Gullbringusýslu fyrir búpening og til annarrar umferðar, um svæði upp frá sjó, er sé a.m.k. 60 metrar á breidd, enda séu engar girðingar eða umferðarhindranir á þeirri leið.“

Selsvallafjall

Landamerki þessi voru ákveðin af matsnefnd skv. lögum nr. 11/1936, sem skipuð var til að meta jarðirnar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ. Ríkisstjórnin, sýslunefnd Gullbringusýslu og bæjarstjórinn í Hafnarfirði óskuðu eftir því að nefndin ákvæði merki milli lands þess í Krýsuvík, sem féll til Hafnarfjarðar og þess sem féll til sýslunnar. Var það gert á fundi nefndarinnar 1. nóvember 1939. Merkjunum er lýst með orðum nákvæmlega eins og í fyrrgreindu afsali. Jafnframt afmarkaði nefndin merkin á kort, sem fylgir fundargerð fundarins. Eins og kort þetta ber með sér ber að draga beina línu úr Borgarhóli í vestustu vík Kleifarvatns (punktur 10). Merki lands sýslunefndarinnar  gagnvart landi Hafnarfjarðar er því ranglega dregið að þessu leyti og leiðréttist þar með.
Landamerki Krýsuvíkur til vesturs eru skýr og ótvíræð og ókleift að draga legu þeirra í efa. Krýsuvíkurlandið hefur því verið talið víðlendara og um það verið heimildir, en presturinn hefur talið affarasælast að fara sáttaleið í stað þess að gæta ýtrustu réttinda jarðarinnar.
Sveitarfélögin Vatnsleysu-strandahreppur og Grindavík eiga sér sameiginleg mörk og eru Krýsuvík og Hraun austan merkjanna. Mörkin eru á landamerkjum jarða Hrauns og Vatnsleysu, en svo sem alkunna er eru hreppamörk dregin þannig að hver jörð um sig eigi einungis land innan eins sveitarfélags. Hreppamörk eru því ekki dregin um lönd jarða heldur um ytri merki jarða og falla því saman sveitarfélagamörk og landamerki aðliggjandi jarða.
Hraun-220Kröfur Strandarmanna um land í Krýsuvík og Hraunslandi eru afar ósannfærandi því vitað er hvar mörk sveitarfélaganna liggja. Í landamerkjabréfum jarða Strandarmanna eru iðulega sagt að land þeirra nái svo langt sem land Vatnsleysustrandahrepps nær eða að land jarðanna nái að landi Krýsuvíkur í Grindavíkurhreppi. Hreppamörk ráða því merkjum Strandarjarðanna gagnvart jörðum Grindvíkinga og Krýsvíkinga. Óþarfi er því að leita staðfestingar á sveitamörkum.
Sveitarfélagamörk eru mikilsvert sönnunargagn um landamerki jarða. Þegar svo stendur á að gögn um hreppamörk og landamerki jarða falla  saman er því sem næst útilokað að hnekkja landamerkjabréfum jarðanna. Minnt er á að merkjum jarða Krýsuvíkur og Hrauns til austurs er ekki lýst í landamerkjabréfum jarðanna, heldur er látið nægja að treysta á merki jarða sem við taka. Merki Hrauns og Krýsuvíkur og sveitarmörk ráða því merkjum jarðanna.
Um  eignarrétt héraðsnefndar Suðurnesja að jörðinni Krýsuvík má segja þetta: Íslenska ríkið tók jarðirnar Kýsuvík og Stóra-Nýjabæ eignarnámi skv. heimild í l. nr. 11/1936.
Skipuð var matsnefnd til að ákveða bætur og er mat hennar dagsett 4. nóvember 1936. Segir þar mSelsvellir.a. að afhenda skuli Gullbringusýslu beitiland jarðarinnar (þ.e. lítt ræktanlegt land jarðarinnar) sem afréttaland. Matsnefndin mat það land sértaklega til kaupverðs kr. 5.000. Hinn 20. febrúar 1941 seldi ríkið Hafnarfjarðarbæ úrskiptan hluta jarðarinnar ofl.  Hinn 29. september 1941 afsalaði ríkið sýslunefnd Gullbringusýslu öllu beitilandi Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar að undanskildu landi sem afsalað hafði verið Hafnarfirði. Tekið er fram að afsalað sé landi. Sýslunefndin greiddi fullt verð fyrir landið skv. mati matsnefndar. Um heimild til sölunnar er vísað til l. nr. 101/1940, sbr. l. nr. 11/1936. Tekið er fram í afsali að sýslan ,,greiði alla skatta og skyldur af landinu sem falla í gjalddaga eftir 1. janúar 1941.“ Undanskilin sölunni til sýslunnar voru ítök og ýmis hlunnindi. Stefndi, Héraðsnefnd Suðurnesja, hefur tekið við réttindum og skyldum sýslunefndar Gullbringusýslu, þar á meðal eignarráðum yfir Krýsuvíkurjörðinni.

Krysuvik

Afsalinu var þinglýst 18. nóvember 1941 og hlaut það sömu meðferð og önnur afsöl fyrir landareignum og greidd voru þinglýsingar- og stimpilgjöld í samræmi við það.  Héraðsnefndin er talin eigandi landsins skv. veðmálabókum. Hið afsalaða land er talið eign sýslunnar í Fasteignabók 1942-43.
Í landamerkja-dóminum frá 1971 fara bæði Jarðeignadeild ríkisins og sýslusjóður Gullbringusýslu með fyrirsvar fyrir Krýsuvíkurjörðina. Íslenska ríki hafði mikilsverðara hagsmuna að gæta sem eigandi hlunninda innan marka jarðarinnar og sýslunefndin sem handhafi grunneignarréttarins. Í landamerkjabréfi frá 16. febrúar 1980, og undirritaða af íslenska ríkinu er skýrt tekið fram að sýslunefndin er eigandi Krýsuvíkurlandsins, en íslenska ríkið er eigandi ýmissa réttinda í Krýsuvíkurlandinu. Því er ljóst að íslenska ríkið fer ekki með hlutdeild í grunneignarréttinum að Krýsuvíkurlandinu.

Hraunssel

Um sönnunargildi landamerkjabréfa og landakort má geta þess að  eigendur jarða í Vatnsleysustrandar-hreppi búa ekki yfir landamerkjabréfum fyrir jarðir sínar né öðrum sönnunargögnum,  sem styðja kröfur um aukið land á kostnað Krýsvíkinga og Grindvíkinga. Þeir eiga því ekkert eignartilkall til lands innan þinglesinna landamerkja jarðanna Hrauns og Krýsuvíkur. Austurmörk jarðanna eru í engu tilviki staðsett t.d. með tilvísun í þekkt örnefni. Ýmist er vísað til þess að jarðirnar nái jafnt langt og land hreppsins er talið eða að landi Krýsuvíkur. Meðal sönnunargagna sem vitnað hefur verið til eru landakort af þrætusvæðinu frá ýmsum tímum, en þó öll yngri en landamerkjabréfin fyrir Hraun og Krýsuvík.  Sönnunargildi þeirra er lítið sem ekkert í þeim tilvikum, þar sem þau eru í andstöðu við viðtekin og lögbundin sönnunargögn eins og þinglesin landamerkjabréf, sem gerð eru skv. fyrirmælum laga undir eftirliti sýslumanns. Sjaldnast er vitað eftir hvaða heimildum mörk milli sveitarfélaga eru dregin á landakort. Sönnunargildi þeirra um slík mörk eru því afar takmörkuð. Þrátt fyrir það er rétt að vekja athygli á því að á fjölmörgum þeirra landabréfa, sem vitnað hefur  verið til eru vesturmörk Grindavíkur og Krýsuvíkur dregin fyrir vestan Trölladyngju, svo sem landamerkjum Krýsuvíkur er lýst í landamerkjabréfinu  frá 14. maí 1890.
Yngri landakort geta Selsvellir-21ekki hrundið þinglýstum landamerkjabréfum. Hæstiréttur hefur fjallað um sönnunargildi landamerkjabréfa með þessum hætti í málinu nr. 48/2004: „Við mat á gildi landamerkjabréfa og því hvert sé inntak eignarréttar á svæði, sem þar er lýst, skiptir almennt máli hvort um er að ræða jörð eða annað landsvæði, en þekkt er að landamerkjabréf hafa ekki eingöngu verið gerð fyrir jarðir, heldur einnig til dæmis afrétti, sem ekki tengjast sérstaklega tiltekinni jörð. Felur landamerkjabréf fyrir jörð í sér ríkari sönnun fyrir því að um eignarland sé að ræða þótt jafnframt verði að meta gildi hvers bréfs sérstaklega.“ Samkvæmt þessu sjónarmiði Hæstaréttar er þarf mikið til að koma til að landamerkjabréfi um jörð verði hnekkt sem sönnun um merki jarðar. Að því er best er vitað hafa dómstólar ekki vikið landmerkjabréfi til hliðar á grundvelli upplýsinga á landabréfum. Hafna verður t.d. með öllu niðurstöðum Ágústs Guðmundssonar, sem eru beinlínis rangar. Síðari tíma landmerkjabréf eru ekki samþykkt af eigendum og umráðamönnum Hrauns og Krýsuvíkur. Þau eru einunngis þinglesin á manntalsþingi Vatnsleysustranda-hrepps.
Fram hefur komið að málsástæður séu að mestu sóttar í skrif Sesselja Guðmundsdóttur. Sjónarmið hennar voru og borin fram í óbyggðanefndarmáli nr. 1/2004. Sesselja telur að Grindvíkingar hafi verið að eigna sér hluta hreppslands Vatnsleysustrandarhrepps. Hún segir m.a. um Selsvelli ,,… þar með ein fegursta náttúruperla Reykjanesskagans, Selsvellir.“  Gengur  Sesselja út frá því, að líklegt sé, að Krýsuvíkurbréfið sé fullgilt ,,… því allir aðilar skrifuðu undir það“.

Sogin

Á bls. 5-6 vísar Sesselja til þess að umráðamenn tiltekinna jarða stefnenda láti í ljósi álit (,,teljum vjer“) sitt á merkjum gagnvart Krýsuvík. Þar er því ranglega haldið fram að landamerkjabréf greindra jarða hafi verið þinglesin í Grindavíkurhreppi og að séra Árni Gíslason í Krýsuvík hafi staðfest þessi merki. Þetta er allt rangt. Ennfremur því að Knarrarnes sé fyrsti bærinn á Ströndinni sem eigi land að Krýsuvíkurlandi en ekki Hraunslandi. Hugleiðingar hennar ganga í berhögg við landamerkjabréf Hrauns og Krýsuvíkur.  Þær eru því bæði rangar og þýðingarlausar hvað varðar merki Strandarmanna að landi Krýsuvíkur og Hrauns (Grindavíkur). Sama er að segja um aðrar framlagðar greinargerðir hennar hvað þetta varðar.
Ekki verður heldur byggt á seinni tíma landamerkjabréfum Strandarmanna þar sem í þeim er endimörkum jarðana ekki lýst sjálfstætt. Þá er á því byggt að þinglesin landamerkjabréf Hrauns og Krýsuvíkur séu einhliða yfirlýsingar eigenda jarðanna, sem hafi ekki hlotNupshliðarhalsið samþykki allra eigenda jarða stefndu. Krýsuvíkurbréfið er samþykkt af  öllum eða flestum umráðamönnum jarða í Vatnsleysustrandar-hreppi. Hraunsbréfið er staðfest af sóknarpresti Strandarmanna og hefur upphaflega verið litið svo á af Hraunsmönnum, að hann væri í fyrirsvari fyrir þá að þessu leyti og því ekki talin ástæða til að afla fleiri áritana. Sú kenning að landamerkjabréfin fyrir Hraun og Krýsuvík séu óskuldbindandi á sér ekki stoð í réttarreglum. Því betur sem bréfin eru úr garði gerð því meira verður sönnunargildi þeirra. Sönnunargildi landamerkjabréfa Strandarmanna er hins vegar nánast ekkert samkvæmt þessu þar sem þau eru ekki samþykkt af nokkrum manni í Grindavíkurhreppi. Landeigendur geta ekki aukið við land sitt með einhliða landamerkjabréfum, sem fari í bága við eldri heimildir. Landmerkin eru ekki einhliða ákveðin heldur með samþykki Strandarmanna og þau eru ekki í andstöðu við eldri heimildir sem sönnunargildi hafa.
Bent hefur verið á að taka þurfu tillit til eldri heimilda og landfræðilegra aðstæðna og örnefna. Ekki hefur verið sýnt framá að merki jarða Krýsuvíkur og Hrauns styðjist ekki við eldri heimildir og örnefni. Og þar sem réttindin styðjast við þinglesin og samþykkt merki hafa Strandarmenn sönnunarbyrðina um að þau lýsi ekki réttilega merkjum milli jarðanna.

Keilir-220

Gildi vitnisburða þeirra sem sönnunargagna er ekkert þegar ekki er tekið fram hverjir hagsmunir þeirra eru eða hversu kunnugir þeir eru (voru) staðháttum. Þannig eru t.d. afrit af vitnisburðum frá 1603/4 og 1790 eru með öllu ólæsileg. Þannig má auðveldlega mótmæla hugleiðingu um Dyngju sem Grænudyngju. Sama er að segja um túlkanir á öðrum örnefnum og staðsetningu þeirra i því skyni að færa merki Krýsuvíkur til austurs og auka þannig land Strandarmanna.
Sú röksemd að miða beri landamerkin við hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum skv. landmerkjabréfi Þórustaða er ekki á rökum reist. Orðrétt segir: ,,… þaðan beina stefnu alla leið að landi Krýsuvíkur í Grindavíkurhreppi, eftir sjónhendingu úr Hrafnafelli í hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum.“ Hér er lýst stefnu merkjalínu en tekið fram að hún endi þar sem land Krýsuvíkur tekur við. Hnjúkurinn er ekki landamerkjapunktur.

Spakonuvatn

Upplýsingar um selstöðu breytir engu um landamerki milli jarða, enda geta menn átt rétt til selstöðu í annars manns landi t.d skv. samningi. Jarðabókin hefur ekki sönnunargildi um að Sogasel hafi verið í landi Stóru-Vatnsleysu, enda var hún upphaflega í Krýsuvíkurlandi.
Rétt er að vekja athygli á að landamerkjabréf Hrauns er lesið á manntalsþingi Grindavíkurhrepps, en ekki á manntalsþingi Vatnsleysustrandar-hrepps. Sama á við um landamerkjabréf fyrir Krýsuvík. Landamerkjabréf fyrir jarðirnar í Vatnsleysustrandarhreppi eru þinglesin á manntalsþingi fyrir hreppinn að Brunnastöðum. Almennt var látið nægja að þinglýsa landamerkjum á manntalsþingi þess hrepps, sem jörð tilheyrði. Ekki var algengt að afla samþykkis á merkjum hjá eigendum í öðrum hreppum, enda þótt jarðir lægju saman á hreppsmörkum. það var þó gert í tilviki Krýsuvíkur og að hluta í tilviki Hrauns.  Strandarmenn öfluðu ekki samþykkis eigenda jarða í Grindavíkurhreppi, enda þótt jarðir lægju saman. Veikir þetta mjög sönnunargildi landamerkjabréfa Strandarmanna, en styrkir að sama skapi sönnunargildi bréfa Hrauns og Krýsuvíkur.

Vordubrot

Dregið er í efa réttmæti þeirra orða í landamerkjabréfi Hrauns þar sem segir: „… þaðan til austurs á Selsvallafjall, upp af Sogaselsdal“. Stefnendur gera ágreining um hvaða fjall beri heitið Selsvallafjall. Vilja þeir flytja fjallið til suðurs og auka þannig verulega við land sitt úr landi Hrauns. Strandarmenn hafa jafnan ásælst Selsvelli og með staðhæfingum um legu fjallsins sunnar falla Selsvellir utan merkja Hrauns. Á Selsvallafjalli eru landamerkin klöppuð í stein. Ekki er ágreiningur um hvar Sogaselsdalur eða Sogin eru. Eina fjallið upp af Sogunum sem til greina kemur er Selsvallafjall. Annað fjall kemur ekki til greina. Útilokað er með öllu að lýsa stað fjalls þess, sem Strandarmenn telja vera Selsvallafjall, sem ,,upp af  Sogaselsdal“. Engin tengsl eru milli fjallsins sem Strandarmenn nefna til sögunnar og Sogaselsdal. Það fjall er langt suður af Sogaselsdal.  Af landamerkjabréfi Hrauns er ljóst við hvaða fjall landamerkin miðast. Sogaselsdalur stendur mun lægra en Selsvallafjall og því er eðlilegt að segja að fjallið sé upp af dalnum. Ekki er um áttatilvísun að ræða.
Með öllu er útilokað að minnst hefði verið á Sogaselsdal í Selsvallafjall-3merkjalýsingunni, ef verið var að lýsa Selsvallafjalli á þeim stað. Þar sem þeir telja Selsvallafjall vera er ekkert fjall, heldur Núpshlíðarháls, sem nefnist Selsvallaháls þegar norðar dregur.
Með öllu er óljóst hvar Framfell er réttilega. Þó er ljóst að Vesturfell frá Vigdísarvöllum er eitt og hið sama fellið.
Staðhæfingar um að það, að Hraunsmenn hafi haft í seli í Hraunsseli en ekki á Selsvöllum bendi til að Selsvellir hafi ekki verið innan merkja Hrauns eru ekki réttar og val á selstöðu Hrauns getur átt sér búskaparlegar skýringar.
Merki Krýsuvíkur liggja ekki um Trölladyngju helur í rótum hennar vestan til. Landssvæði Hrauni og Krýsuvík hafa verið nýtt frá jörðunum svo lengi sem vitað er og lengur en hefðartíma fullan. Ekkert hefur verið gert til að slíta hefðartímann með málssókn og er það nú of seint.
Landamerki nefndra jarða er rétt lýst í 120 ára gömlum landaSelsvallafjall-4merkjabréfum. Hafi einhver haft einhvern tíma réttmæta ástæðu og þar með rétt til að véfengja merkin, þá hafi aðgerðarleysis þeirra þau réttaráhrif, að hafna beri kröfum þeirra til landvinninga af þeirri ástæðu. Merkjum jarðanna er skýrlega lýst í þinglesnum landamerkjabréfum og öðrum gögnum og leikur því ekki vafi á legu merkjanna. Þá hafi merkin verið samþykkt af öllum eða  a.m.k. flestum forverum gagnvart Krýsuvík og sóknarprestinum á Ströndinni að því er merki Hrauns varðar. Engum hefur hingað til tekist að sanna að landamerkjabréfin um Krýsuvík og Hraun  séu röng og að þeir hafi óyggjandi betri rétt til annarrar rökfærslu. Öðrum hefur a.m.k. ekki tekist að framvísa landamerkjabréfum til sönnunar um austurmerki jarða þeirra gagnvart Hrauni og Krýsuvík séu annars staðar en landamerkjabréf þeirra jarða segja til um, enda séu ekki sjálfstæðar lýsingar á austurmerkjum jarðanna í landamerkjabréfum þeim, sem gerðar voru fyrir jarðirnar skv. landamerkjalögum.

Hrutar

Ekki nægir að hugleiða um óljósar líkur þess að landmerkin kunni að liggja annars staðar en greint er frá í landamerkjabréfum og þeim uppdráttum sem vísað er til og lýsa legu merkjanna. Sönnunarkröfur á hendur þeim sem vill véfengja landamerkjabréf jarða gagnvart nágrannajörðum er afar ströng. Auk þess er erfitt að draga í efa hefð á landi innan merkja með útilokandi afnotum landsins.
Hér að framan er hvorki tekin afstaða til eignarhalds landsins né tekin afstaða til réttmætis fyrirliggjandi krafna, enda óþarfi. Hins vegar verður ekki hjá því komist, í umfjöllun um landamerki, að geta um augljós kennileiti sem enn eru til staðar með hliðsjón af fyrri umfjöllun og tilvísun til fyrirliggjandi gagna er áður hafa verið lögð til grundvallar staðfestum landamerkjum.

Heimildir m.a.:
-Dómsmál.
-Þjóðlendur.is
-Örnefnalýsingar fyrir Vatnsleysu, Hraun og Krýsuvík.
-Landamerkjabréf.
-Vitnisburður SG, ÁG og fleiri.
-Vettvangsathuganir.

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.