Landnám – Reykjavík; skilti

Aðalstræti

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Landnám – Reykjavík„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

„Staðsetning elstu minja sem fundist hafa við fornleifarannsóknir í vesturhluta Kvosarinnar.

Reykjavík - skilti

Landnám – Reykjavík; skilti.

1. Veggjarbrot frá því fyrir 871 +/-2, elsta mannvirkið sem fundist hefur í Reykjavík.
2. Aflöng bygging, sennilega skáli, frá því eftir 871 +/-2.
3. Skáli frá því um 930-1000.
4. Skáli, viðbygging við nr. 3, frá því um 950-1000.
5. Skáli frá því eftir 871 +/-2.
6. Smiðja, sambyggð skálanum nr. 5.
7. Eldstæði og fleiri minjar, líklega frá 9.-10. öld.
8. Bygging frá 10. öld.
9. Túngarður úr torfi með landnámsgjósku í (971 +/-2).
10. Vinnusvæði frá 9.-10. öld þar sem timbur var unnið, dýrum slátrað og skinn sútað.
11. Tvær smiðjur frá 9. og 10. öld.
12. Járnvinnsluofnar og eldstæði frá 9.-10. öld.
13. Kolagröf frá 9.-10. öld.
14. Bygging frá 9.-10 öld.
15. Túngarður frá 9.-10. öld.
16. Brunnur og grjótgarður frá 9.-10. öld.
17. Byggingar frá 9.-10. öld.

Reykjavík - skilti

Landnám – Reykjavík; skilti. Staðsetningar minjastaða.

Elsta byggðin í Reykjavík var á svæðinu milli Tjarnarinnar og sjávar. Talið er að fyrstu húsin hafi risið þar á seinni hluta 9. aldar. Við Aðalstræti hafa fundist merkar minjar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þar fannst meðal annars veggjarbrot frá því fyrir 871 +/-2 og rústir skála, sem nú má sjá á Landnámssýningunni handan götunnar.
Fyrstu landnemarnir komu frá Noregi og Bretlandseyjum á 9. öld. Minjarnar í miðbænum gefa góð mynd af því samfélagi sem hér var fyrstu aldirnar. Fólk bjó í skálum, en það var algeng gerð torfhúsa í Skandinavíu á þeim tíma. Í nágrenni skálanna voru smiðjur þar sem málmur var unninn og svæði þar sem járn var unnið úr mýrarrauða.
Dýrabein sem fundist hafa við fornleifauppgröft sýna að landnámsmenn hafa veitt sér fugl og fisk til matar. Þeir stunduðu landbúnað og ræktuðu nautgripi og svín. Rostungur var veiddur vegna tannanna, sem voru verðmæt útflutningsvara, og skinnið af þeim var notað í reipi.“

Landnámssýning

Landnámsýningin í Aðalstræti. Langeldur í miðju skálans.