Leirdalur – Breiðdalur – Slysadalir – Fagridalur

Fagridalur

Gengið var suður og vestur með Leirdalshöfða. Svæðið e rmjög gróið á köflum, en þess á milli hefur orðið þarna mikil jarðvegseyðing. Suðvestan í höfðanum er dalverpi, Leirdalur syðri. Sunnan hans er Leirdalsvatnsstæðið. Nokkurt vatn var í því. Ekki er að sjá að þarna gætu verið tóftir, en þó má, ef vel er að gáð, gefa sér hugsanlegar tóftir (mög gamlar) á einum stað í brekku þar sem gróðurinn er hvað mestur mót suðri nokkru norðan vatnsstæðisins.

Fagridalur

Hrútur við Leirdalstjörn.

Gengið var á móbergsholt, en frá því er ágætt útsýni inn í Fargradal og um Fagradalsmúla autan dalsins. Vestan hans er Vatnshlíðarhornið. Áður hefur verið gengið þarna með Lönguhlíðunum og var þá komið niður í Fagradal. Í fyrstu var engin ummerki að sjá er bent gætu til mannvista, en þegar betur var að gáð mátti greina tóft á grasi grónum hól undir Múlanum, ekki fjarri vatnsstæðinu. Umhverfi hólsins er mikið gróið. Hlíðin er nú einnig nokkuð gróin, en áður hefur þarna verið ber skriðan, kjörinn efniviður í húsbyggingu. Hóllinn er forvitnilegur og því fróðlegt að skoða hann betur við tækifæri.

Breiðdalur

Strýtur í Breiðdal.

Gengið var áfram til vestur sunnan Breiðdals. Þar var að sjá nokkra pýramídalagaða kassa í röð og voru þeir forskallaðir. Erfitt að sjá í fljótu bragði hvað þarna gæti verið á ferðinni. Gengið var ofan Breiðdals, niður í sunnanverðan dalinn og áfram til vesturs sunnan Breiðdalshnúka. Vestan þeirra var beygt upp holtin norðan höfðans. Í miðjum dalnum norðanverðum, skammt innan við Markrakagil, gætu verið gamlar tóftir. Þarna er dalurinn hvað mest gróinn og tiltölulega sléttur. Svo var að sjá sem garðhleðslur væru þar á köflum, jarðlægar.

Fagridalur

Tóftir í Fagradal.

Gengið var upp hálsinn, sem aðskilur Breiðdal og Leirdal nyrðri, nú nefndur Slysadalir. Efst á hálsinum norðanverðum trjónir klettur mikill líkt og hann hafi tekið sig til og aðskilist. Þegar staðið er autan við klettinn sést í honum greinilegt andlit. Svo virðist sem kletturinn hafi ákveðið að ganga þarna framar en fjallið – og tekist það. Ekki er vitað til þess að hann hafi fengið nafn og var því skírður Ing-var, í höfuðið á hinum fyrrum ástsæla góðkratabæjarstjóra Hafnfirðinga, sem varð sextugur um þessar mundir.

Slysadalur

Leirdalur/Slysadalur.

Gengið var niður í Slysadali. Nyrst á grónu svæði er upphækkun. Gæti þar verið um að ræða dys hestanna, sem urðu tilefni nafngiftarinnar. Útlendur ferðamaður var að koma frá Krýsuvík á 19. öldinni, hafði farið um Hvammahraun og FagradaL að vetrarlagi. Hin leiði var um Helluna þarna vestan af, í austanverðum hlíðum Sveifluhálsins ofan við Kleifarvatn, en það mun hafa verið óvegur og ekki fyrir hesta. Vilpur voru í dalnum og voru þær ísi lagðar. Fór svo að maðurinn missti tvo hesta sinna niður um ísinn, en mannskaði varð enginn.

Slysadalur

Slysadalur.

Gengið var áfram upp úr dalnum, í átt að Skúlatúni. Að sumra áliti gæti þar hafa verið landnámsbær, en þó er það talið ólíklegt. Skúlatún er þúfóttur óbrennishólmi í Tvíbollahrauni. Ekki skyldi þó efast fullkomlega eða útiloka með öllu að þar undir kynnu að leynast einhverjar minjar.
Frábært veður – Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.