Litla- og Stóraklöpp á Hólmsheiði

Litla-Klöpp

Sesselja Guðmundsdóttir gerði sér ferð upp í ofanverða Hólmsheiði ofan Reykjavíkur, á slóðir fyrrum bústaðanna Litlu- og Stóru-Klöpp í landi Egilsdals (Vilborgarkots).

Klöpp

Litla- og Stóra-Klöpp; loftmynd.

Guðjón Jensson skrifaði umsögn um ferðina: „Mjög skemmtilegt að sjá en dapurlegt að flest allt er í mikillri niðurníðslu. Á þessum slóðum í Vilborgarkoti fæddist einn merkasti prentari og menningarfrömuður landsins Hallbjörn Halldórsson (1888-1959). Hann hafði mjög mikil áhrif á nóbelsskáldið okkar. – Nokkru innar er Elliðakot mjög áhugavert fyrir ýmsar sakir. Það varð stórbýli um miðja 19.öld en bæjarhúsin þar brunnu rétt fyrir miðja síðustu öld. Þar má m.a. sjá nokkuð óvenjulegt sem er mjög sjaldgæft orðið á Íslandi: Traðir en þær týndu mjög tölunni um nánast allt land eftir að landsmenn kynntust jarðýtunni.

Egilsdalur

Egilsdalur – Dalakofinn.

Þá voru jarðýturnar látnar hreinsa þessi aldagömlu mannvirki sem bændur og búalið reisti m.a. til að beina umferðinni frá túnum og slægjum. Líklega þekkja sumir traðirnar við Keldur á Rangárvöllum sem eru mjög vel varðveittar. Það var auðvitað áður en gaddavírinn kom til sögunnar um aldamótin 1900. Fram að því voru börn látin vaka yfir heimatúnum um nætur yfir sumartímann víðast hvar um land og áttu börnin að gæta þess að búsmalinn leitaði ekki í heimaslægjurnar. Með innflutningi gaddavírs gátu börnin á Íslandi fyrst sofið yfir nóttina í sveitum landsins. Þetta var löngu áður en farið var að huga að velferð barna. Þetta þótti sjálfsagt og má margt furðulegt reka sig í í gömlum heimildum.“

Heimild:
-Sesselja Guðmundsdóttir og Guðjón Jensson.

Dalakofinn

Dalakofinn.