Reykjavík - Grasagarðut

Á vefsíðu Grasagarðsins í Laugardal segir m.a.:

Grasagarðurinn

Grasagarðurinn í Laugardal.

“Grasagarðurinn í Laugardal var stofnaður 1961 þegar Reykjavíkurborg fékk að gjöf 200 íslenskar plöntur frá þeim hjónum Jóni Sigurðssyni og Katrínu Viðar. Plöntunum var komið fyrir við Ræktunarstöð borgarinnar í Laugardal.
Sigurður Albert Jónsson var fyrsti forstöðumaður garðsins frá 1961 allt til 1999 og byggði garðinn upp frá grunni. Hann hóf einnig strax skráningu og merkingu plantna, fræskipti við útlönd og ýmsar ræktunartilraunir.”
Bærinn Laugatunga féll garðinum í skaut árið 1970.

Grasagarðurinn

Grasagarðurinn í Laugardal – kort.

Garðurinn hefur stækkað í áföngum, hægt og rólega frá upphafi fram til 1990, þegar trjásafnið opnaði, og aftur 2011 þegar garðurinn stækkaði um 2,4 ha og er nú um 5,5 ha.
Lystihús var flutt í garðinn árið 1980 og gróðurhúsið reis nokkrum árum síðar en þar er kaffihúsið Café Flóra til húsa.”Upplýsingarnar stemma ekki við aðrar heimildir.
Jafnframt segir: “Grasagarðurinn er lifandi safn undir berum himni. Hlutverk garðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Hann stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu fyrir almenning og skólahópa.

Grasagarðurinn

Grasagarðurinn – skilti.

Markmið fræðslunnar er að nýta hin margvíslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, dýralíf, garðmenningu og grasnytjar sem og til eflingar útiveru og lýðheilsu.”
Í garðinum sumarið 2023 hafa verið sett upp nokkur áhugaverð fræðsluskilti, án þess, að því er virðist, að nokkur tilraun hafi verið gerð til að vekja sérstaka athygli á þeim merkilegheitum.
FERLIR fór á vettvang og birtir hér með myndir af skiltunum og meðfylgjandi fróðleik: