Loftskeytastöðin

Í Morgunblaðinu, hátíðarblaði 26.06.1930, er grein eftir Gísla J. Ólafsson, landssímastjóra, um upphaf “Landsíma Íslands“:

Gísli J. Ólafsson“Árið 1906 gerðust þau stórtíðindi, sem áreiðanlega hafa valdið aldahvörfum í sögu Íslendinga. Það ár komst Ísland í ritsímasamband við önnur lönd, þá komu hingað tveir fyrstu íslensku togararnir (Jón forseti og Mars) og þá var stofnuð hin fyrsta al-innlenda heildverslun (Ó. Johnson & Kaaber). Það er einkennilegt, að þessir þrír viðburðir fóru saman, því að fátt er vissara en aldrei hefði botvörpungaútgerðin og þó ennþá síður hin innlenda heildverslun getað þrifist svo, sem raun hefir á orðið, ef ritsímans hefði ekki notið við. Þetta sama ár kom líka fyrsta fullkomna talsímalínan innanlands. Að vísu voru hjer fyrir 2 eða 3 talsímaspottar, sem voru eign einstakra manna, t. d. símalínan milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, sem lögð var 1890, aðallega fyrir forgöngu Jóns Þórarinssonar, sem þá var skólastjóri í Flensborg.
Það var að sjálfsögðu miklum vandkvæðum bundið að finna heppilega leið fyrir símann frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. —
LandsíminnÞurfti margs að gæta og þó einkum þess, að kostnaðurinn yrði sem allra minstur. Sumarið 1905 ferðuðust þeir hjer um landið F. Hansen mælingamaður og O. Forberg, til þess að athuga línustæðið. Ráku þeir sig fljótt á það, að ekki var landakortunum treystandi. Vegalengdum yfir fjallvegi, hlíðar og dali gat skakkað um marga kílómetra á tiltölulega stuttu svæði. En þeir komu sjer saman um það hvaða leið skyldi valin og þá um haustið og veturinn eftir voru símastaurar fluttir á línuna og sumarið eftir var síminn lagður. Gerðu það útlendingar, aðallega Norðmenn, undir yfirumsjá O. Forbergs. Þótti þetta hið mesta þrekvirki, en síðan hafa þó Íslendingar sjálfir lagt síma yfir miklu verri leiðir. —
LandsíminnFramsókninni á fyrstu símaleiðinni var að vísu í mörgu ábótavant og kom það fljótt í ljós, en tvennt var það þó, sem menn vöruðu sig ekki á í upphafi.
Annað var það, að staurar standa illa; þótt þeir sjeu grafnir 1.5 m. í jörð niður, lyftir frostið þeim upp og þegar klaka leysir úr jörð á vorin, taka staurarnir að hallast. Hitt var ísingin. Hefir hún verið versti vágestur símans öll þessi ár og valdið mestu tjóni á símalínunum. — Stundum hefir ísingin orðið svo n ikil, að vírarnir hafa orðið álíka gildir og sjálfir símastaurarnir og hefir þá þungi þeirra (venjulega samfara veðurhæð) brotið staurana hrönnum saman, eða þá að vírarnir sjálfir hafa kubbast sundur. Hefir ísingin valdið flestum og mestum símabilunum á landi, og hleypt þannig gríðarlegum viðhaldskostnaði.

Landsíminn

Stækkun kerfisins.

Á hverju ári hefir talsímanetið verið stækkað stórum eins og sjá má á eftirfarandi línuriti. En aldrei hafa þó á einu ári verið eins miklar framkvæmdir um það, síðan 1906, eins og í fyrra. Þá var t.d. unnið það þrekvirki, að tengja saman símalínurnar sunnanlands — lögð ný lína milli Víkur í Mýrdal og Hornafjarðar. Er það 260 kílómetra vegur og afar erfiður, yfir sanda og jökulár þar sem árlega eru jökulhlaup, meiri og minni. Á 10—15 km. kafla varð að hafa símalínuna fast uppi undir Skeiðarárjökli, til þess að henni væri minni hætta búin af jökulhlaupum, og mun síminn hvergi hjer á landi hafa verið lagður yfir jafnvondan veg. Miklum erfiðleikum var það einnig bundið að kema honum yfir jökulvötnin, t.d. Skeiðará. En síminn komst þó alla leið á þessu sumri og þar með var komið talsímasamband hringinn í kring um landið. Er símanetið nú orðið svo víðfeðma, að talsími er í hverju þorpi, og svo að segja í hvérri einustu sókn á landinu. Þess verður þó sjálfsagt alllangt að bíða, að sími verði kominn heim á hvern bæ, en hver veit nema það verði eftir svo sem 25 ár, eða þegar Landsíminn er fimmtugur.
Í öllum kaupstöðum landsins og flestum þorpum eru bæjarsímar og langstærstur er auðvitað bæjarsíminn í Reykjavík. En hann mundi vera miklu miklu stærri en hann er, ef alt að hefði verið hægt að fullnægja þörfinni og eftirspurn að talsíma. Í miðstöðinni eru ekki nema 2400 númer, og eru þau öll fyrir löngu leigð. En þrátt fyrir það, að menn vita, að fleiri geta ekki að komist, liggja þó fyrir hjá símanum 400 talsímapantanir, sem menn hafa sent í þeirri von, að einhver númer kunni að losna. Þegar litið er á símafjölda hjer á landi, í samanburði við fólksfjölda, og það aftur borið saman við samskonar skýrslur frá öðrum löndum, verður að taka tillit til þessa hörguls á símum, því að ef hann hefði ekki verið, mundum vjer áreiðanlega hafa verið framar í röðinni. Þrátt fyrir það skipum vjer á þessu sviði allveglegan sess meðal menningarþjóða.

Landsíminn
Að ári komanda verður bætt úr símaskortinum, því að þá verður komin upp hin nýja landsímabygging, sem nú er verið að reisa við Austurvöll (Thorvaldsenstræti). Þar verður sett upp hin nýja sjálfvirka miðstöð, sem keypt hefir verið af A/B L. M. Ericsson í Stokkhólmi. Er hún gerð fyrir 4000 símanotendur, en þó má fjölga númerum smám saman, eftir því sem þörf krefur, og um meira en helming. —
LandsíminnÖnnur sjálfvirk miðstöð verður einnig sett í Hafnarfirði og nægir hún fyrir 900 símanotendur ef vill. Þegar þessar miðstöðvar eru komnar mun símanotendum brátt fjölga stórkostlega. Nú sem stendur eru 344 talsímastöðvar í landinu, og 4500 einkasímar, eða 4.3 símar á hverja 100 íbúa.
Af endurbótum sem gerðar voru á símanum síðastliðið ár, má nefna, að ritsímastöðin í Reykjavík, hefir fengið sjer Creed-móttökuvjelar. Munurinn á þeim og móttökuvjelum þeim, sem til þessa hafa verið notaðar, er sá, að í staðinn fyrir að skrifa á pappírsband hvern staf með punktum og strykum (Morse-stafróf), skrifa þessar nýju vjelar venjulega bókstafi og skipa þeim í orð. Þarf því ekki annað en klippa pappírslengjuna sundur og líma bútana á skeytaeyðublöð. Áður þurfti að afskrifa hvert skeyti til þess að viðtakendur, sem ekki kunna Morse-stafróf, gæti lesið það.
Önnur endurbót er það, að fjölsímatæki hafa verið fengin og með þeirra hjálp er hægt að hafa tvö sambönd samtímis á einni símalínu, í stað þess að ekki var hægt að hafa nema eitt samband áður.
RauðaráFyrstu 3 árin var dálítill halli á rekstri hans, en síðan hefir altaf verið beinn ágóði af honum, minstur 5% árið 1909, en mestur 14.6% árið 1924. Seinustu 3 árin hefir hinn beini ágóði orðið um 10%. En þessar tölur eru enginn mælikvarði á það stórkostlega gagn sem síminn gerir öllum atvinnugreinum landsmanna óbeinlínis, því að það verður aldrei tölum talið.
Hitt er víst, að síminn hefir orðið lyftistöng allra framfara hér á landi seinasta aldarfjórðunginn.
Á eftirfarandi línuriti má sjá samanburð á tekjum og gjöldum Landsímans frá upphafi. Sýnir það betur en mörg orð vöxt og viðgang símans.
Landsíminn er nú orðinn stærsta ríkisfyrirtæki á Íslandi. Þar eru nú 180 fastir starfsmenn, auk 327 stöðvarstjóra á smástöðvum út um land.

Loftskeytastöðvar
LandsíminnÞegar það hafði verið afráðið, að koma Íslandi í skeytasamband við umheiminn, risu þegar deilur um það hvort heldur skyldi velja síma eða loftskeyti. Og sumarið 1905 kom hingað verkfræðingur frá Marconifjelaginu í London, W. Densham að nafni, og reisti bráðabirgða loftskeytastöð innan við Rauðará, þar sem nú er Hjeðinshöfði. Og 26. júní bárust fyrstu loftskeytin hingað frá Englandi. Ljetu blöðin „Ísafold” og „Fjallkonan” prenta þau á fregnmiða og dreifa út um allan bæ. „Og ös var liðlangan daginn í afgreiðslustofum blaðanna af fólki, utan bæjar og innan, sem þurfti að ná í fregnmiðana. Allir fundu að hjer hafði gerst hinn sögulegasti atburður, sem dæmi eru til á þessu landi margar aldir.
Hólmanum alt í einu kipt fast að hlið heimsins höfuðbóli, hinni frægustu bygð og blómlegustu á öllum hnettinum. Fagnandi kvöddust þeir, sem hittust á strætum og gatnamótum, ókunnugir sem kunnugir” (Ísafold, 1. júlí 1905).
Stjórnarblöðin gerðu fremur lítið úr skeytunum og loftsambandinu og komust hinar fáránlegustu sögur á loft um það. Til dæmis var sagt, að einu loftskeytinu, sem fara átti til stöðvarinnar hjá Rauðará, hefði slegið niður upp á Mýrum og legið við að það dræpi þar mann.
LandsíminnDeilurnar um ritsíma og loftskeytastöðvar urðu afar svæsnar, en þeim lauk svo að Hannes Hafstein hafði sitt fram og Stóra norræna tók að sjer að leggja sæsíma til Íslands. Loftskeytastöðin hjá Rauðará starfaði þó fram á haust 1906, en þá var hún tekin niður. Síðan var ekki minst á loftskeyti fyr en á Alþingi 1911, að rætt var um að koma á loftskeytasambandi milli Vestmannaeyja og lands, en það fjell um sjálft sig. Seinna fór franska stjórnin eða franskt fjelag fram á það að fá að reisa hjer loftskeytastöð vegna þess,að margir franskir togarar, sem veiddu hjer við land, væri útbúnir loftskeytatækjum. — Sú málaleitun strandaði. Árið 1915 lætur Eimskipafjelagið setja loft skeytatæki í ,Goðafoss’ og ,Gullfoss’ og það mun mikið hafa ýtt undir að loftskeytastöðin á Melunum var reist. Hún tók til starfa hinn 17. júní 1918. Er það 5 kw. Marconistöð. Var hún fyrst aðallega ætluð til þess, að taka við skeytum frá skipum, og koma skeytum til skipa, en í hvert skifti sem sæsíminn hefir bilað, hefir hún hlaupið undir bagga og haldið uppi sambandi við umheiminn. Tveimur árum eftir að loftskeytastöðin í Reykjavík tók til starfa, var byrjað að reisa loftskeytastöðvar í Ísafirði og á Hesteyri; stöðin í Ísafirði var svo síðar flutt að Kirkjubæjarklaustri, en á síðastliðnu sumri, þegar Skaftafellslínan var bygð, var loftskeytastöðin á Klaustri lögð niður, og nú eru loftskeytastöðvarnar hjer á landi orðnar sjö, að þessum tveimur meðtöldum. —

Landsíminn

Loftskeytahúsið á Melunm.

Hinar stöðvarnar eru í Vestmannaeyjum, Flatey á Breiðafirði, Flatey á Skjálfanda, Grímsey nyrðra og Húsavík. Fyrstu stöðvarnar voru gneistastöðvar, en þeim hefir öllum verið breytt í lampastöðvar, og mun Ísland vera fyrsta ríki í heimi að segja algjörlega skilið við gneista stöðvar.
Loftskeytastöðvarnar í Vestmannaeyjum og Reykjavík, eru aðallega ætlaðar til þess að halda uppi sambandi við skip í hafi, og hinar loftskeytastöðvarnar, sem vinna sín á milli. Árið sem leið afgreiddi loftskeytastöðin í Reykjavík 30 þúsund skeyti (um V2 miljón orða) og fer starf hennar stöðugt vaxandi, vegna þess að altaf fjölgar þeim skip um, sem loftskeytatæki hafa. Af 70 íslenskum skipum hafa nú 50 móttökutæki og senditæki, hin hafa móttökutæki, og eins margir vjelbátar.
Tilraunir voru gerðar þegar haustið 1920, að talast við þráðlaust milli loftskeytastöðvanna, og gengu þær ágætlega, og hafa gengið vel síðan.

Útvarp

Vatnsendahæð

Hús langbylgjunnar á Vatnsendahæð.

Nú er verið að reisa hina margumtöluðu útvarpsstöð á Vatnsendahlíð í Mosfellssveit. Verður hún hálfu kraftmeiri heldur en útvarpsstöð Dana í Kalundborg, eða 15 kw. Hún á að senda á 1200 metra bylgjulengd. Það er Marconifjelagið í London, sama fjelagið, sem reisti fyrstu loftskeytastöðina hjer á landi, er hefir tekið að sjer að koma upp vjelum stöðvarinnar.
Var í fyrstu ætlast til þess, að stöðin gæti tekið til starfa fyrir Alþingishátíðina, en vegna þess hvað veðrátta var óhagstæð í vetur sem leið, verður hún því miður ekki tilbúin fyr en seinna á sumrinu.”

Í Tímariti Verkfræðingafélags Íslands fjallar Guðmundur J. Hlíðdal einnig um “Landssíma Íslands” árið 1930:
Landsíminn
“Hér á landi voru nálega engir símar fyr en Ísland komst í símasamband við umheiminn, en það var árið 1906. Áður var til sími milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar (lagður 1889), og árið 1905 hóf innanbæjarsíminn í Reykjavík starfsemi sina. Var það einkafyrirtæki fram til ársloka 1911, að Landssíminn tók við honum.
Saga Landssímans hefst með sæsímalagningunni 1905 og lagningu landlínunnar milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur, það sama ár. Sú lína var um 615 km. Er þeim, sem þá lifðu, enn í fersku minni sú harða og mikla barátta, sem háð var á Alþingi árinu áður, til þess að fá málinu hrundið áfram. Hefir Landssíminn síðan stöðugt fært út kvíarnar, þótt ekki tækist að girða hólmann fyr cn 23 árum seinna, eða seint á árinu 1929. Er nú svo komið, að síminn er kominn i nálega alla sveitir landsins, jafnvel sumar þær allra afskektustu. Öll kauptún hafa fengið síma og allmargir sveitabæir hafa á síðari árum fengið einkasíma. Í árslok 1929 var lengd landlínanna (stauraraðir) um 3600 km., lengd víra 11000 km. og tala landssímastöðvanna um 344. Alls hefir verið varið til landssímalagninga um 5% milj. króna.

Rjúpnahæð

Loftskeytastöðin á Rjúpnahæð rifin. Svo virðist sem takmarkaður áhugi sé að varðveita söguna alla, en þakka ber þó fyrir það litla sem gert er…

Símalagningar hér á landi eru fremur auðveldar á láglendi til sveita, en örðugar víða á fjallvegum. Hefir á allmörgum stöðum reynst ómögulegt að fá ofanjarðarlínur til að standast, og því orðið að leggja þar jarðsíma. Lengd jarðsímanna er nú alls um 26 km., og er lengsti jarðsíminn (um 7,5 km.) á fjallgarðinum milli Vopnafjarðar og Hálsfjalla.
Altítt er að símalínurnar hverfa alveg í snjó sumstaðar á fjallvegum á vetrum og koma stundum ekki upp úr snjónum fyr en komið er fram á vor eða sumar. Oft granda snjóflóð símanum og sópa þá stundum öllu á burt með sér, bæði staurum og vírum. En versti vágestur símans er ísingin. Er hún miklu tíðari og meiri hér á landi en nokkursstaðar annarsstaðar sem mér er kunnugt um, og símar eru starfræktir. Hefir hún stundum valdið mjög miklum truflunum og tjóni. Mest hefir hún verið mæld á Tunguheiði veturinn 1927—28; þar varð ummál víranna 103 cm. eða 33 cm. í þvermál.
Fjárhagslega hefir Landssíminn yfirhöfuð borið sig vel, betur en flestar aðrar ríkisstofnanir. Hefir tekjuafgangurinn oft nægt fyrir því, sem lagt hefir verið í nýlagningar og stundum langt fram yfir það. En betur má ef duga skal. Mikið er enn ólagt af nauðsynlegum símalínum, og takmarkið verður að vera það, að koma símanum heim á hvern bæ í landinu, enda virðist það sem betur fer alls ekki ógerningur.” – Guðm. J. Hlíðdal.

Heimildir:
-Morgunblaðið, hátíðarblað 26.06.1930, Landsími Íslands eftir Gísla J. Ólafsson, landssímastjóra, bls. 17, 18 og 23.
-Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 1.-3. tbl. 01.06.1930, Landssími Íslands, Guðm. J. Hlíðdal, bls. 21-24.
-https://www.visir.is/g/20151623024d

Landsíminn

Árið 1015 undirrituðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, samning um að Þjóðminjasafn Íslands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynjólfsgötu 5 til afnota.
Með gjafasamningi og afsali gaf Landssími Íslands ríkissjóði Loftskeytastöðina. Húsið var síðan afhent Þjóðminjasafni Íslands 1. mars 2005 til umráða og umsýslu og skyldi safnið frá þeim tíma sjá um rekstur og ráðstöfun þess samkvæmt nánara samkomulagi við Háskóla Íslands. 
Að tillögu Þjóðminjasafns Íslands féllst forsætisráðherra á að Háskóli Íslands tæki við ábyrgð Loftskeytastöðvarinnar til afnota í þágu starfsemi skólans. Við undirritun samningsins tekur Háskóli Íslands við ábyrgð hússins, viðhaldi og viðgerðum auk þess að velja húsinu viðeigandi hlutverk sem hæfir sögu þess og byggingarsögulegu gildi, s.s. á sviði skipulags-, umhverfis- og menningarfræða og tæknigreina.
Loftskeytastöðin var byggð árið 1915 og er með árinu 2015 friðuð á grundvelli laga um menningarminjar. Samkvæmt samningnum mun Háskóli Íslands sjá til þess að saga hússins á sviði fjarskipta verði þar sýnileg.