Ölfusleiðir
Í „Lýsingu Ölveshrepps 1703“ eftir Hálfdan Jónsson er m.a. getið um nokkrar leiðir í hreppnum:
„[Lýsing Ölveshrepps, sem hér fer á eftir, er prenfuð eftir AM. 767 4fo. Er það lítið kver, 52 blöð í ekki stóru broti. Í kveri þessu eru tvö handrit af lýsingunni, og er hið síðara afrit af hinu fyrra. Ber þar ekki á milli, enda er hér ekkert tillit tekið til afrits þessa. Um handrit það, sem hér er farið eftir, er það að segja, að um það hefir Árni Magnússon gert svo fellda athugasemd á smámiða, er nú fylgir kverinu: „Fva Haldane Jonssyne á Reykium i Olvese og er hn author þessa ut puto“. Þykist sá, sem þetta ritar, hafa gengið úr skugga um það, að handritið sé með eiginhendi Hálfdanar Jónssonar. Hitt er vafalaust, að lýsingin er samin af Hálfdani, þótt Arni Magnússon kveði ekki fastara að orði en þetta, að hann ætli, að Hálfdan sé höfundurinn].
Þegar áður greindar sanda auðnur (með sjávarsíðunni kringum Þorlákshöfn og undir Selvogsheiði sig útstrekkjandi) minnka, tekur til megin byggðin með fjallgarðshlíðunum í röð austur eftir sveitinni, allt til Þurrárhrauns. Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hverir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðar lönd taka til Suðurnesja jarða.
Fyrir austan Valhnúk er strax Gnúpahnúkur, með miklum hömrum, nær því allt að Gnúpastíg, hver eð liggur fyrir ofan Gnúpatún upp á fjallið, brattur yfirferðar, og samtengist við almenningsveginn á sunnanverðri Hellisheiði, þar Hurðarásvötn heita.
Fyrir austan áðurnefndar Bæjaþorpsjarðir, en vestan Varmá, liggur almennings vegur yfir fjallgarðinn á Suðurnes og í Kjalarnesþing, fyrst upp á Kamba áðurnefnda, síðan vestur yfir Hellisheiði, hver að austanverðu hefur mikla mosa, með mjög litlu grasi, allt þar til Þrívörður heita og heiðin sjálf meinast mið vera, en hennar vestri partur er víða með sléttum hellum af hraungrjóti, án gatna, nema þær hestanna járn hafa gjört og auðsjáanlegt er þeim athuga. Þessar sléttu hellur ná allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri vörður eru og við veginn hlaðnar til leiðarvísis. — Fyrir sunnan heiðarhraunið liggur áðurnefnd Hverahlíð með mosum og grasi. Upp á hlíðinni er hátt fell, mjög blásið, þó án hamra, er Skálafell nefnist, með vatnsstæði. Á þessu felli var skáli Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnáma manns, hvar af þetta fell hefur sitt nafn dregið, sem Landnáma ávíkur.
Af þessu téðu felli er víðsýnt um Árnessýslu, Rangárþing item Vestmannaeyja og Gullbringusýslu. Vestur af Hellisheiði liggur almennings vegurinn ofan Hellisskarð, vestur yfir Hvannavelli, um endilangt Svínahraun og á Bolavelli, þaðan fyrir sunnan Lyklafell og vestan til í Fóelluvötnum, síðan með þeirri á, er úr vötnunum rennur, allt á Fossvelli og að Tröllbörnum etc.
Upp í hnúknum fyrir norðan fyrrnefnt Hellisskarð er sá stóri steinn einstakur, er Búasteinn kallast, við hvern stein varðist Búi Esjufóstri, sem saga hans tilvísar. Sama saga nefnir Hellisskarð Öxnaskarð, og mun þá hafa sitt nafn öðlast af nautarekstrum Ölves innbyggara vestur yfir heiðina. — Á norðanverðum Hvannavöllum, er strax taka til fyrir neðan skarðið, stendur sælhús (ei langt frá veginum) so kallað, hverju allt til þessa tíma Ölves innbyggjarar hafa uppi haldið vegfarandi fólki harla nauðsynleg á vetrartímanum tii innvistar. Er og lofsvert, að þetta sælhús ei niður falli. Fyrir sunnan Húsmúlann, er liggur í útsuður undan Hengilsfjallinu, en fyrir norðan Hellisskarð, liggja Sleggjubeinsdalir. Þar er náttstaður vesturleitarmanna úr Ölvesi, þá afréttinn á haustin leita. I vestur og útnorður frá sælhúsi og með Húsmúlanum liggja miklir grasvellir, nefndir Norðurvellir, og strekkja sig út allt suður undir Svínahraun, nær því undir Bolavelli, en endast þó þar Uxabrekkur heita. Inn með Hengilsfjallinu liggur dalur og fyrir norðan Húsmúlann, er Engidalur kallast. Úr honum rennur lítil á vestur eftir Norðurvöllunum, fyrir norðan Bolavelli en austan Lyklafell, og fellur síðan í Fóelluvötn.
Þessi eru haldin sýslumót milli Árnessýslu og Kjalarnesþings, fyrst er Vilborgarkelda, er liggur á Mosfellsheiði, fyrir vestan Heiðarbæ. Þaðan ræður Laufdælingastígur í vestur liggjandi eftir heiðinni allt í nyrðri Lyklafellsenda. Síðan í þann einstaka stein, er stendur við Hellisheiðarveginn á melnum fyrir sunnan Lyklafell, er kallast Sýslusteinn.“
Heimild:
-Andvari, 61. árg. 1936, 1. tbl., bls. 57-78.