Ölkelduháls – Reykjadalur – Kattartjarnir – Þverárdalur

Kattartjarnir

Gengið var af Ölkelduhálsi niður í og um Klambragil í Reykjadal (Reykjadali), upp að Álftatjörn og Kattartjörnum (Katlatjörnum) austan Hrómundartinda annars vegar og Kyllisfells og Kattartjarnahryggjar hins vegar, niður að Djáknapolli og Lakastíg síðan fylgt upp Kattatjarnir (Álftatjörn neðst) - loftmyndÞverárdal að upphafsstað. Rétt er að setja öftustu setninguna hér fremst – áður en lengra er lesið; „Umhverfið á Ölkelduhálsinum, náttúran, útsýnið, fjölbreytileikinn og litadýrðin eru í einu orði stórkostlegt.“ Synd að svæðið skuli nú vera að hluta til útborað, þakið háspennulínumöstrum og mun væntanlega verða undirlagt heitavatns- og gufuleiðslum í framtíðinni.
Á vettvangi er skilti og á því tilgreint það helsta, s.s. fuglar, dýr, plöntur o.fl. Nokkrar gönguleiðir eru stikaðar með bláum og rauðum stikum. Hægt er að nálgast kort af svæðinu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og öllum betri bókabúðum. Leiðirnar eru merktar inn á það ásamt ýmsum fróðleik. Um jarðfræðina sagði skiltið: „Hengilssvæðið er á miðju vestra gosbelti landsins, frá Reykjanesi að Langjökli. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur í Hverasvæði utan í Ölkelduhálsigosum undir jökli á síðustu jökulskeiðum ísaldar. Grafningsmegin á svæðinu er röð móbergshryggja sem fylgja ríkjandi sprungustefnu NA-SV og ganga út í Þingvallavatn. Á Hengilssvæðinu eru 3 eldstöðvakerfi. Þetta er Hveragerðiseldstöð, Hrómundartindskerfi og Hengilskerfi sem er yngst og virkast. Eftir ísöld eru þekkt 4-5 sprungugos á svæðinu. Síaðst gaus fyrir um 2000 árum á 30m km langri sprungu sem nánði frá Þrengslum. um Hellisheiði, Innstadal og í Sandey í Þingvallavatni. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu frá 1994 en síðast voru umtalsverð umbrot í Hengilskerfinu árið 1789. Þá gliðnaði og seig land um 1-2 m á sprungubelti sem, liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og norður yfir Þingvallavatn milli Almannagjár og Hrafnagjár. Hverir og laugar finnast í öllum eldstöðvakerfunum, en þó mest í Hengilskerfinu. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal, á Ölkelduhálsi, ofan við Nesjavelli og í Innstadal.“
ÖlkelduhálsréttÁ Ölkelduhálsi er gömul hlaðin fjárrétt, sem er rétt að verða friðuð. Á upplýsingaskilti við réttina segir: „Rétt þessi var byggð vorið 1908 og stendur hún við markalínu Grafningshrepps og Ölfushrepps. Hún var eingöngu notuð til vorsmölunnar. Þrisvar var smalað í fjöllunum í kring vor hvert. Fyrstu helgina í júní eða eftir fardaga var smalað geldfé, það er að segja öllu fé öðru en lembdum ám. Nokkru seinna var svo smalað til mörkunar en síðast til rúninga. Réttin var ekki lengi í notkun, hún var lögð niður um og upp úr 1930. Ölkelduháls dregur nafn sitt af nokkrum ölkeldum sem á honum eru. Löngum hefur vatn úr slíkum uppsprettum, sem inniheldur kolsýru og ýmis málmsölt, verið talin hafa sérstakan lækningamátt og notað til heilsubótar.“
Jafnframt segir: „Þegar Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson gerðu víðreist um landið á árunum 1752-1757, sýndu þeir ölkeldum mikinn áhuga og gerðu ýmsar rannsóknir á vatninu. Um hollustu þess höfðu þeir þetta að segja: „Óræk sönnun fyrir ósaknæmi og krafti þessa vatns Efri-Kattartjörner það, að ferðamenn og aðrir, sem af því drekka, annaðhvort til að svala þorsta sínum eða sér til gamans, kenna sér aldrei nokkurs meins af því, en svala sé rvel og verða léttir í skapi af að neyta þess.“ Ekki er vitað hversu mikil not fólk hafði áður af ölkeldunni hér ern ætla má að þau hafi verið nokkur þar sem hálsinn dregur nafn sitt af henni en ekki til dæmis hverunum sem þó eru mun sýnilegra einkenni. Einn hveranna er sýnu stærstur og er talið að hann hafi myndast í jarðskjálfum árið 1339.
Neðri-KattartjarnirForðum gengu sögur af svonefndum hverafuglum sem héldu sig á slíkum háhitasvæðum og eiga nokkrar þeirra að hafa átt sér stað hér á hálsinum. Sáust hverafuglar oft synda á sjóðandi hverum en hurfu jafnharðan þegar menn gengu í átt til þeirra. Fuglarnir líktust öndum að vexti og sumir töldu jafnvel að hér væru komnar sálir framliðinna manna. Vorið 1887 var Gísli Magnússon á Króki í Grafningi á ferð hé rá hálsinum. Sá hann nokkra hverafugla og lýsti þeim svo: „Liturinn var dökkmógrár, lítið ljósari á bringunni og undir kverkinni. Nefið sýndist mér frammjótt og hvasst. Þeir höfðu nokkuð hratt sund. Ekki sá ég þá hreyfa vængina. Þegar ég færðist nær, stungu þeir sér báðir þar nálægt, sem suðan bungaði mest upp úr hvernum. Ég sá þá ekki aftur, enda stanzaði ég ekki við hverinn.“ Síðasta skjalfesta frásögnin um hverafugla í Henglinum er frá 1940, þar sást einn fugl svamla á sjóðandi hver. Eftir það hefur ekkert spurst til fuglanna svo vitað sé.“
DjáknapollurGengið var til austurs með sunnanverðum hálsinum, niður í ofanverðan útanga Reykjadals. Gatan liggur utan í malarskriðuhlíð, en útsýnið er eitt hið fallegasta á Reykjanesskaganum. Efst í dalnum eru heitir hverir og einnig í læk, sem úr þeim renna. Ef einhvers staðar ættu að vera hverafuglar á leiðinni þá ætti það að vera þarna.
Þegar gengið er undir háa hamra kviknar óneitanlega hugsunin um verðmæti landslagsins. Í skýrslu um Hengilssvæðið segir m.a. um þetta: „Mat á landslagi er á flestan hátt erfiðara viðfangs en mat á öðrum þáttum náttúrufars, s.s. gróðri eða dýralífi. Verðmæti landslags eru í eðli sínu huglægari: landslagi má lýsa sem stórri, samsettri mynd náttúrufyrirbæra, forma, lita, mynstra, áferðar og útlína. Upplifun af landslagi er persónubundin og samofin ýmsum breytilegum þáttum s.s. veðri eða birtu. Þorvarður Árnason (1992) segir um náttúrusýn að hún verði “til við samruna þess sem raunverulega ber fyrir augu og þess sem sjáandinn telur sig hafa greint”. Það gefur því auga leið að gildi landslags er hugtak sem erfitt er að höndla og meta.
LakastígurSamt sem áður er það almennt viðtekið að það að upplifa landslag sé manninum mikils virði. Í nýlegum sáttmála Evrópuráðsins um landslag (European Landscape Convention 1999) er vikið að menningarlegu, vistfræðilegu, félagslegu og umhverfislegu mikilvægi landslags. Í sáttmálanum segir m.a. að landslag sé einn hornsteinn náttúru- og menningararfleifðar Evrópu og það er talið mikilvægur þáttur af lífsgæðum Evrópubúa, og upplifun þess lykilatriði fyrir velferð einstaklinga og samfélags.
Íslenskt landslag er samofið menningu og þjóðarvitun Íslendinga (ÞorvarðurÁrnason 1992). Landslag hefur alltaf verið áberandi í íslenskum sagnaheimi, í íslenskri ljóðagerð og nú síðast í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtæki hafa gjarnan tengt ímynd sína landslagi og landslag er mikið notað til að auglýsa Ísland og íslenskar vörur erlendis. Ýmislegt bendir jafnvel til að landslag sé mikilvægara Íslendingum en öðrum þjóðum: nýleg skoðanakönnun sýndi að landslag var það sem Íslendingar töldu öðru framar vera tákn sinnar þjóðar (Þorvarður Árnason 2002, í undirbúningi). Landslag lenti þar ofar en saga, tunga eða menningarlíf. Þetta er athyglisvert, m.a. í ljósi þess að í sömu könnun lenti landslag ofarlega, en ekki efst, hjá Svíum og Dönum.
Lækjarlitir í ÖlkelduhálsiÍ íslenskum lögum er að finna ákvæði um verndun landslags en þau eru fá og um sumt óskýr. Við endurskoðun laga um náttúruvernd (nr. 44 1999) var bætt inn kafla um landslagsvernd (V. kafli). Í honum er m.a. fjallað um framkvæmdir sem breyta ásýnd lands og segir (35. gr.) að við hönnun mannvirkja skuli þess gætt að þau falli sem best að svipmóti lands. Í 37. gr. eru taldar upp landslagsgerðir sem njóta skulu sérstakrar verndar. Það sem talið er upp undir landslagsgerðum er á hinn bóginn ekki það sem almennt myndi flokkast sem landslag. Upptalningin felur annars vegar í sér það sem kalla má einstök og afmörkuð fyrirbæri í landi (eldvörp, gervigígar og eldhraun, fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur) en hins vegar fyrirbæri sem fyrst og fremst hafa verndargildi vegna lífríkis (stöðuvötn og tjarnir, mýrar og flóar, sjávarfitjar og leirur). Á 127. löggjafarþing 2001–2002 var samþykkt breyting á 37. gr. laganna (Lög nr. 140 21. desember 2001), þannig að þar sem vísað var til “landslagsgerða” í lögunum frá 1999, stendur nú “jarðmyndanir og vistkerfi”, eða eins og sagði í athugasemdum með frumvarpinu: “Ekki þykir rétt að skilgreina þessi náttúrufyrirbæri sem landslagsgerðir þar sem landslag hefur verið skilgreint sem form og útlit náttúrunnar og tekur þannig til útlits og ásýndar lands, þ.m.t. lögunar þess, áferðar og lita”. Engir hverafuglar hérEkki er að öðru leyti vikið að landslagi í náttúruverndarlögum.
Vísan til landslags er einnig nokkuð óskýr í lögum um mat á umhverfisáhrifum (nr. 106, 2000). Í 3. gr. kemur fram að landslag er talið hluti umhverfis en landslag sem hugtak er ekki frekar skilgreint. Í III kafla, 6. gr., er fjallað um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum og eru slíkar framkvæmdir taldar upp í 2. viðauka. Í 3. viðauka er fjallað um það sem Skipulagsstofnun ríkisins skuli leggja til grund vallar þegar hún sker úr um hvort framkvæmd skv. 2. viðauka skuli fara í mat. Undir 2. lið eru talin upp þau atriði sem snerta staðsetningu framkvæmdar sem líta þarf til og undir lið iv) álagsþol náttúrunnar er tilvísun til landslagsheilda (e). Ekki er frekar skilgreint hvað átt er við með landslagsheildum.
Af ofangreindu má vera ljóst að verndun landslags hefur litla beina stoð í íslenskum lögum. Reyndin hefur einnig verið sú að landslag hefur ekki verið tekið með beinum hætti inn í mat á umhverfisáhrifum. Fyrir utan óskýran og veikan lagaramma, hefur sjálfsagt einnig skipt máli hversu erfitt er Og ekki heldur hér að meta landslag á hlutlægan hátt. Þó hafa ýmsar aðferðir verið þróaðar erlendis en þær hafa, enn sem komið er, lítt verið reyndar hér á landi. Sumar aðferðanna munu ekki henta íslensku landslagi vegna þess hver sérstætt það er. Erlendar aðferðir eru flestar þróaðar fyrir algróið land þar sem gróður ræður mestu um liti, mynstur og áferð í landi. Flestar eru líka miðaðar við einhvers konar menningarlandslag þar sem byggingar og önnur mannvirki eru oft mikilvægir fókuspunktar í landi og mismunandi nýting lands ræður mestu um mynstrið sem myndast, þ.e. form í landi, skala mynsturs og litbrigði. Hér á landi eru jarðfræðileg fyrirbæri óvenju mörg, fjölbreytt og sýnileg og það mynstur sem oftast sést í íslensku landslagi er býsna frábrugðið hvað varðar stærð, eðli, og lögun og endurtekningu en það sem einkennir menningarlandslag Evrópu.
Sérstaða íslensks landslags orsakast af mörgum þáttum. Einn sá mikilvægasti er skógleysið en opin ásýnd og víðsýni eru eitt helsta einkenni íslensks landslags.
Gengið er sumsstaðar í hlíðumAnnað sem gefur íslensku landslagi sérstakt gildi er að það er sem opin bók í landmótunarfræðum; óvíða annars staðar í heiminum er hægt að sjá svo skýrt hvernig öll fjögur meginöfl jarðar; vindur, vatn, eldar og ís, móta land. Á Íslandi er ekki hægt að fela mannvirki með skógi og þau verða oft mjög áberandi, falla gjarnan illa að formum landsins, og sjást langt að. Hér á landi skiptir því meira máli en víða erlendis að fella þau eins vel að landi og kostur er.
Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar fyrir mat á landslagi. Stundum er markmiðið að greina megindrætti eða eiginleika landslags (landscape character), stundum að greina eða flokka svæði eftir landslags fegurð (scenic attractiveness), stundum að skilgreina eða flokka svæði eftir mati á því hvort þau séu heil eða röskuð (scenic integrity) eða skilgreina eða finna mikilvæga staði, gjarnan útsýnisstaði (focal points, place attachment). Við mat á upplifun manna af landslagi eru einnig farnar nokkrar leiðir sem ýmist leggja áherslu á eiginleika landslagsins sjálfs eða þau hughrif sem upplifunin framkallar. Þá má nefna að ýmist er notast við mat sérfræðinga (expert based) eða almennings sem þá er fengið með skoðanakönnunum og/eða viðtölum
(constituent based).
Hengilssvæðið er eitt þeirra lítt snortnu útivistarsvæða sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga kost á að njóta í dagsferðum. Það er á náttúruminjaskrá og þar er náttúruverndargildi þess skilgreint svo “Stórbrotið landslag og fjölbreytt að jarðfræðilegri gerð, m.a. jarðhiti”. Mörk náttúruminjasvæðisins eru dregin eftir vatnasviði Grændals, Reykjadals og Hengladölum, “ásamt Marardal og Engidal norðan Húsmúla. Að sunnan liggja mörk um Skarðsmýrarfjall, Orrustuhól og Hengladalsá að Varmá” (Náttúruminjaskrá, 7. útgáfa 1996, bls. 48).
DalaselHengilssvæðið býður upp á fjölbreytta útivistariðkun bæði sumar og vetur. Ekki liggja fyrir neinar tölur um fjölda gesta en viðmikið kerfi göngustíga hefur verið lagt um svæðið (125 km alls skv. Gísla Gíslasyni og Yngva Þór Loftssyni 1997).
Einnig hefur verið gefin út ágætis lýsing á svæðinu fyrir göngufólk (Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson 1996). Þá er stutt lýsing á svæðinu í Árbók Ferðafélags Íslands 1936 og í undirbúningi er árbók helguð svæðinu.“
Reykjadal var fylgt til norðurs, eftir stíg að húsi, sem þar er ofarlega í dalnum. Skálinn nefnist Dalasel og er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. En hann er á sléttri flöt við Dalskarðhnjúk. Aftan hans er myndarleg hverasvæði. Þessi skáli er opinn allann ársins hring fyrir alla, göngu og ferðafólk, endurgjaldslaust. Í skálanum eru kojur, dýnur, borð og stólar. Teppi til að nota í neyð. Gestabók er í skálanum sem ferðalangar geta skráð í.
Hamramyndanir efst í ReykjadalHaldið var áfram upp úr Reykjadal um sneiðinga í brattri hlíð. Ákjósanlegra hefði verið að hafa götuna niðri í myndarlegu grónu gili skammt vestar. Þegar upp var komið blasti Álftatjörnin við suðvestan undir Kyllisfelli. Þetta er grunn tjörn, en nokkuð stór, í gróinni dæld. Skammt norðaustar er Efri-Kattartjörn (eða Kattartjörnin efri), djúpt vatn í gömlum gíg. Gengið var niður að henni og með henni austanverðri, upp á malarhrygg skammt norðar. Þar birtist hið ágætasta útsýni yfir Neðri-Kattartjörn, mun stærri og lengri en nafna hennar. Einnig var gengið niður að henni og með henni vestanverðri.
Þegar komið var upp á brúnir norðan Kattartjarnanna blöstu Þingvallafjöllin við sem og Þórisjökull, Langjökull og útsýni var allt yfir að Bláfelli. Gengið var niður að Djáknapolli, um Tindagil norðan Laka og Lakastíg fylgt upp Þverárdal að upphafsstað.
Gamla þjóðleiðin, Lakastígur, lá um Lakaskörð vestan Laka um Þverárdal og ofan Djáknapolls. Þá lá Lákastígur (Lágaskarðsvegur) austan þeirra, milli Kyllisfells og Tröllaháls um Seldal. Hér gæti hafa orðið nafnabrengl, þ.e. Horft að Nýjaseli í Seltungum undir MælifelliLakastígur og Lákastígur hafi verið ein og sama gatan, en Lágaskarðsvegur sú austari um Seldalinn.
„Yfir Lágaskarðsveginn liggur Lákastígur.“ segir í einni örnefnalýsingu.  Nafnið Lákastígur virðist í seinni tíð hafa færst yfir á Lágaskarðsveginn. „Aðalvegurinn yfir Lagaskarð liggur, eins og áður segir, norður í Sanddalinn, upp Lákastíg og síðan sléttar götur og greiðfærar meðfram Nyrðri-Meitlinum …“ (Jón Pálsson: Austantórur II, 134).  Af þessu má ráða að Lákastígur sé hluti af Lágaskarðsleið, neðan (sunnan) við skarðið.
Gatan er enn vel greinileg á köflum. Frá henni liggur gata niður í Nýjasel (Ölvusvatnssel) í Seltungum sunnan við Mælifell. Selflatirnar sáust vel frá Lakastíg. Ekki var gerð heimsókn þangað að þessu sinni.
Háspennulínur setja nú bældan blett á Ölkelduhálsinn. Þær eru táknrænar fyrir hina hliðina á svæðinu. Sú hlið er bæði móðgun og hin mesta þversögn við það sem hið stórkostlega svæði hefur upp á að bjóða. Hér er r
étt að setja fremstu setninguna aftast; „Umhverfið á Ölkelduhálsinum, náttúran, útsýnið, fjölbreytileikinn og litadýrðin eru í einu orði stórkostlegt.“ Synd að svæðið skuli nú vera að hluta til útborað, þakið háspennulínumöstrum og mun væntanlega verða undirlagt heitavatns- og gufuleiðslum í framtíðinni.
Í upphafi skal endinn skoða - gamalt íslenskt máltækiFERLIR hefur áður bæði gengið og lýst Grafnings- og Hengilssvæðinu, allt frá Húsmúla að Grafningsrétt þar sem tilteknar eru allflestar forn- og söguminjar þess. Á næstunni verður gengið í góðviðri um Ölkelduháls og Reykjadal niður í Hveragerði þar sem áð verður á einstaklega eftirminnilegum stað (sjá FERLIR-1172).
Ölkelduhálssvæðið er dæmigert fyrir svæði þar sem nýtingaráhugasvið skarast; annars vegar til útivistar og hins vegar til orkuvinnslu. Hið fyrrnefnda krefst óraskaðrar náttúru og umhverfis, en hið síðarnefnda verulegrar röskunar á hvorutveggja. Í rauninni er hægt að sætta þessi svið. Orkuvinnsla er nauðsynleg nútímamanninum (hann vill aðgengi og þægindi). Óröskuð náttúruáhrif eru honum engu að síður nauðsynleg. Frumþörfin og undirmeðvitundin krefst þess. Stökkbreyting nútímaþarfanna tekst á við vitundina um virðinguna fyrir því sem skiptir máli til lengri tíma litið. Með því að gaumgæfa vel hvernig hægt er að framkvæma krefjandi framkvæmdir með lágmarks röskun má minnka skemmdarverkaáhrifin og auka líkur að endurkræfni. Allir menntaðir menn vita að orkuvinnslusvæði nýtast einungis í takmarkaðan tíma, eða í u.þ.b. 60 ár. Eftir það verða mannvirkin ónýt og daga uppi líkt og síldarverksmiðjurnar á Vestfjörðum fyrrum. Hvers vegna ætti því ekki í upphafi að gera ráð fyrir endalokunum?
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. Að baki voru lagðir 15.1 km.

Reykjadalur