Reykjanesskaginn – Jarðhiti og jarðskjálftar

Jarðfræði

Úrkoma, sem fellur á Reykjanesskagann, hripar niður um lek berglög, safnast fyrir neðanjarðar og sytrar svo hægt í átt til sjávar. Þetta vatn kallast grunnvatn. Við ströndina mætir ferska grunnvatnið söltum sjónum. Sjórinn er eðlisþyngri, svo að grunnvatnið myndar 30 – 100 m þykka ferskvatnslinsu sem flýtur ofan á honum. Neðst í grunnvatnslinsunni er lag af ísöltu vatni og er það þykkast úti við ströndina þar sem berggrunnur er afar lekur og sjávarfalla gætir mest.

JarðfræðiÁ Reykjanesskaga eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku (heit innskot). Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi. Í Svartsengi er t.d. heitur jarðsjórinn notaður til að hita upp kalt vatn fyrir hitaveitu á Suðurnesjum auk þess sem hann er nýttur fyrir gufuaflstöð til raforkuframleiðslu. Hluta af söltu afrennslisvatninu er veitt í Bláa Lónið en afganginum er dælt aftur niður um borholu.

Jarðskjálftar eru tíðir á Reykjanesskaganum. Upptök þeirra eru einkum á örmjóu belti sem sker eldstöðvakerfin og stefnir nærri í austur. Líta má á þetta belti sem flekaskilin sjálf. Á Reykjanesskaganum eru þrjú eldstöðvakerfi og þar sem beltið sker þau eru eitt eða fleiri háhitasvæði á yfirborði jarðar: Reykjanes, Eldvörp, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöll.

Reykjaneskagi - jarðfræði

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Vestast á jarðskjálftabeltinu er gliðnunarhreyfing ráðandi og mikið um væga jarðskjálfta sem verða ekki stærri en 4-4,5 stig á Richter. Eftir því sem austar dregur verður aftur á móti víxlgengishreyfingin, sem einkennir Suðurlandsundirlendið, greinilegri. Þar geta jarðskjálftar orðið sterkari eða allt upp í 6-6,5 stig á Richter. Um miðhluta Reykjanesskagans fara jarðskjálftar aftur á móti ekki upp fyrir 5-5,5 stig á Richter.

Á Reykjanesskaga eru átta jarðskjálftamælar sem veita hagnýtar upplýsingar um upptök og eðli skjálftavirkninnar auk þess að auðvelda Almannavörnum eftirlit með svæðinu. Hitaveita Suðurnesja kostar þrjá þessara mæla. Á Reykjanesskaga virðast skiptast á róleg og óróleg jarðskjálftatímabil. Sögulegar heimildir eru mismiklar en um og fyrir aldamótin virðist hafa verið mikil ókyrrð á og við Reykjanes. Ennfremur voru miklar skjálftahrinur á tímabilunum 1929-1935 og 1967-1973. Svo virðist sem slík óróleikatímabil geti gengið yfir Reykjanesskaga á 30-40 ára fresti.

Heimild m.a.:
-http://www.bluelagoon.is/Gjain/Almenn_jardfraedi/Island/

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.