Ljósker

Fyrsta ljóskerið í Reykjavík var tendrað þann 2. september 1876.
Bæjarstjórnin hafði keypt sjö ljósker og var því fyrsta valinn staður hjá Lækjarbrúnni við Bankastræti. Kveikt var á því þennan dag Bakarabrekkanog þá um haustið var hinum ljóskerunum komið fyrir á þeim stöðum þar sem mest þótti þörf fyrir þau. Bankastræti (sem hét eitt sinn Bakarabrekka) er stræti sem liggur frá Laugaveginum og Skólavörðustíg og á gatnamót við Lækjartorg.
Landsbankinn var fyrst opnaður þar árið 1. júlí 1886 og þann 2. september 1876 var kveikt var á götuljósi í Reykjavík í fyrsta sinn hjá Lækjarbrúnni við Bankastræti, og var það steinolíulugt.
Núllið, elsta almenningssalernið í Reykjavík sem enn er í notkun, er svo kallað vegna staðsetningar sinnar neðst í Bankastrætinu, neðan við fyrstu númeruðu lóðirnar.
LækurinnMenningarnótt var endursköpuð þann 12. október 2003 í Reykjavík þar sem Skólavörðustígur mætir Laugavegi og Bankastræti til að geta tekið upp atriði fyrir myndina Dís.
Fyrir endanum á Austurstræti var byggð fyrsta brúin yfir Lækinn árið 1828 og hafði sú framkvæmd mikil áhrif á framtíðargatnakerfi Reykjavíkur. Með tilkomu brúarinnar urðu Bankastræti/Laugavegur og Austurstræti með mikilvægustu götum bæjarins Lækjargata dregur nafn sitt af Læknum sem rann úr Tjörninni til norðurs í sjó fram. Samþykkt var á borgarafundi árið 1839 að ljúka við veg til suðurs frá Austurstræti að Skálholtsbrú, sem var yfir lækinn á móts við þann stað þar sem Bókhlöðustígur er nú.
LækjargataÁrið 1848 er þeim vegarspotta, sem þá er kominn, gefið nafnið Lækjargata. Læknum var lokað árið 1911 og hurfu þá þær brýr sem áður höfðu prýtt götuna. Þessari götu hefur einna mest verið breytt í Reykjavík en húsakostur hefur þó haldist þar betur en víðast hvar annars staðar.
Lækjargata dregur nafn sitt af Læknum sem rann úr Tjörninni til norðurs í sjó fram. Rosenören stiftamtmaður gaf henni nafnið. Samþykkt var á borgarafundi árið 1839 að ljúka við veg til suðurs frá Austurstræti að Skálholtsbrú, sem var yfir lækinn á móts við þann stað þar sem Bókhlöðustígur er nú. Árið 1848 er þeim vegarspotta, sem þá er kominn, gefið nafnið Lækjargata. Læknum var lokað árið 1913 og hurfu þá þær brýr sem áður höfðu prýtt götuna. Þessari götu hefur einna mest verið breytt af öllum í Reykjavík.
BrúinLækurinn hefur frá fornu fari verið afrennsli Tjarnarinnar en talið er að Víkurbændur hafi jafnvel dregið skip sín upp eftir læknum og notað Tjörnina sem skipalægi um vetur.
„Lækurinn kemur úr Tjörninni, en vatnið síast í hann úr vatnsmýrinni, og rennur hann (eða fremur “liggur”, því enginn straumur er í honum) út í sjó fyrir neðan Arnarhóls-kletta. Lækjarbakkarnir hafa fyrrum verið hlaðnir upp með grjóti, en nú er það alt mjög fallið og ljótt útlits, þar sem ekkert hefur verið um það hirt, þótt altaf sé verið að tala um að “prýða bæinn” og stórfé fleygt út í ýmislegt annað; einungis fyrir framan landshöfðingja-hússblettinn er lækjarbakkinn bæjarmegin hlaðinn upp með tegldu grjóti, hefur kannske þótt skömm að, að láta hið sama vera ávalt fyrir augum landshöfðingjans, sem aðrir verða að þola.
Brúarstæðið 2003Áður voru grindur fram með læknum bæjarmegin, en nú eru þær horfnar fyrir löngu, líklega til þess að auka frelsið, svo að hver geti drepið sig sem vill, eða eigi hægra með það.“
„Með götuskipaninni, sem gerð var 1848, var svo ákveðið að gata skyldi koma suður með læknum og heita Lækjargata. Næstu tvö árin var svo unnið að því í skylduvinnu að þrengja lækinn suður frá Bakarabrunni, hlaða vesturbakkann úr grjóti og hækka hann talsvert, til þess að síður væri hætta á að lækurinn flæddi þar yfir og inn á Austurvöll.“
„En ekkert skáld hefur þó kveðið um lækinn í höfuðborginni. Hann var þess víst eigi verður, því að þetta var ekki almennilegur lækur. Hann kom ekki tær og hvítfyssandi niður brekku. Hann var gruggugur og seinlátur, og hafði þann leiða sið að renna sitt á hvað. Með hverju flóði snerist straumurinn við og þá var hann saltur og bar með sér þang og þaradræsur, er síðan úldnuðu í farveginum, þar sem þær festust, og þaðan lagði illan daun, en enga blómaangan. …

Brúarstæðið 2009

Þessi lækur var ekki neinum að gagni. Engum veitti hann svölun í þessari vatnssnauðu borg, því að vatnið í honum var ódrekkandi. … Hann gerði mikið ógagn. Hann átti það til að stíflast og hlaupa yfir allan Austurvöll, svo að þar varð eins og hafsjór. Og þetta kom sér illa, þegar mennirnir voru farnir að byggja hús sín á Austurvelli. Þá kom vatnið inn í þau, valdandi skemmdum og tortímingu, en ekki varð komizt þverfóta nema í klofháum skinnsokkum. Mennirnir áttu því í sífelldu stríði við lækinn, og það kostaði peninga, og því varð hann öllum hvimleiður.“
Ljósið við Lækjarbrúna mun hafa verið nokkurn veginn á miðjum núverandi gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Ekkert er á vettvangi er gefur staðsetningu eða sögu þess til kynna.

Heimildir:
Árni Óla: „Nafngiftir gatna í Reykjavík“. Skuggsjá Reykjavíkur. Sögukaflar. Reykjavík 1961, bls. 328-344.
Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma. Sögukaflar. Annað og þriðja bindi. Reykjavík 1985 og 1986.
Benedikt Gröndal: Reykjavík um aldamótin 1900. Kaupmannahöfn 1900.
Bæjarstjórn í mótun 1836-1972. Reykjavík 1971.
Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870–1940. Fyrri hluti. Reykjavík 1991.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson: Kvosin. Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Reykjavík 1987.
Knud Zimsens: Úr bæ í borg. Reykjavík 1952.
Páll Líndal: Reykjavík. Sögustaður við Sund. Saga og sérkenni höfuðborgarinnar í máli og myndum, 1.-3. bindi. Reykjavík 1988.
Tjörnin Saga og lífríki. Ólafur Karl Nielsen ritstjóri. Reykjavík 1992.

Reykjavík

Reykjavík 1836 – Gaimard.