Kerlingarskarð

Gengið var suður Selvogsgötu frá Bláfjallavegi með stefnu á Kerlingarskarðið. Á leiðinni eru nokkrir smáhellar, sem gaman var að kíkja í. Í einum þeirra er t.d. fallegt rósaloft. Austan við götuna er mikil hrauntröð er myndast hefur í hraunstraumum úr Miðbolla (Tvíbollum).

Brennisteinsfjöll

Horft niður í Námuhvamm.

Á brúninni var staldrað við drykkjarsteininn áður en gatan var rakin áfram niður með Draugahlíðum. Við suðurenda þeirra var beygt að námusvæðinu í Brennisteinsfjöllum. Eftir stutta göngu blasti svæðið við, neðarlega í hlíðum fjallana. Ljósleitur liturinn sker sig úr umhverfinu. Ofan þess stígur enn gufa upp úr jörðinni. Í hvammi ofan og undir grónum hlíðum eru tóftir af búðum brennisteinsmámumanna, á einu afskekktasta svæði Reykjanessins.

Gengið var upp úr hlíðunum og til norðurs ofan Draugahlíða. Þá sést hinn fallegi Draugahlíðagígur vel. Stórborið útsýni er þaðan að Kistufelli og yfir að Hvirfli. Dalurinn ofan hlíðanna er sléttur og auðveldur göngu. Gamla gatan liggur norðan með dalnum. Áður en komið var að Kerlingarskarði var beygt vestan við vestasta hnúkinn og haldið niður með honum að norðanverðu. Um er að ræða stórbrotið skarð. Gömul gata liggur niður eftir því. Skömmu síðar var komið á Selvogsgötuna á ný.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Námuhvammur

Tóft í Námuhvammi.