Sjávarþorpið sem ekki átti að fá rafmagn – Svavar Árnason

Grindavík

Í hefti Sveitarstjórnarmála árið 1974 er viðtal við Svavar Árnason, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur undir fyrirsögninni „Sjávarþorpið sem ekki átti að fá rafmagn orðið 1600 íbúa kaupstaður„:

Svavar Árnason

Svavar Árnason – fyrsti heiðursborgari Grindavíkur 1994 (1913-1995).

„Svavar Árnason er einn þeirra manna, sem unnið hefur þögult en þrotlaust starf í þágu byggðarlags síns. Hann er fæddur Grindvíkingur, var kosinn í hreppsnefndina fyrir 32 árum, hefur verið oddviti í 28 ár og átti sæti í fyrstu hafnarnefndinni.
— Er það ekki rétt, Svavar, að þú hafir setið í hreppsnefnd Grindavíkurhrepps samfellt nær þriðjung aldar og verið oddviti í 28 ár?
„Já það er rétt, ég var fyrst kosinn í hreppsnefndina árið 1942 og hef átt þar sæti síðan. Þá var oddviti hreppsnefndarinnar Guðsteinn Einarsson, hreppstjóri frá Húsatóftum. Ég tók svo við oddvitastörfum af honum árið 1946, en hann var þá orðinn framkvæmdastjóri fyrir Hraðfrystihúsi Grindavíkur h/f, sem stofnað var árið 1941 með almennri þátttöku hreppsbúa og Grindavíkurhrepps til atvinnuuppbyggingar og stuðnings við útgerðina í hreppnum. Guðsteinn var sérstaklega farsæll í öllum störfum sínum og auðnaðist að skila af sér velmegandi og traustu atvinnufyrirtæki, þegar hann kaus að láta af framkvæmdastjórn sakir heilsubrests. Hann andaðist skömmu síðar á öndverðu ári 1973.
GrindarvíkÁ þessum árum var Grindavík lítt þekkt og umkomulítið sjávarþorp. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar fór íbúunum fækkandi, útgerð dróst saman og fólkið leitaði þangað, sem  afkomuskilyrðin voru betri. Grindavík var og er að vísu gömul verstöð, en aðstaða til útgerðar var aðeins fyrir litla báta, árabáta fyrst og síðar trillur. Bátana varð að setja á land að loknum róðri, því að höfnina vantaði. Hafnleysið var þannig meginorsökin fyrir fólksflóttanum og hefði leitt til algerrar auðnar, ef ekki hefði verið hafizt handa um úrbætur. Þeir, sem eftir sátu og hopuðu hvergi, hófu varnarbaráttu og alhliða sókn í þeirri trú, að takast mætti að snúa þessari óheillaþróun við“.

Grindavík

Grindavík 1945.

— Hvað er þér minnisstæðast frá fyrstu árum þínum sem oddviti?
„Það er að sjálfsögðu margs að minnast frá liðnum árum. Ég skal til gamans rifja það upp sem dæmi um það, hve lítils metið þetta litla þorp var, að þegar unnið var að því að koma Sogsrafmagninu til Keflavíkur, var eftir því leitað af hreppsnefndinni að fá Grindavík tengda við kerfið, helzt um leið og línan væri lögð til Keflavíkur. Á því voru margir annmarkar og þó einkum þeir, að sérfræðingar ríkisstjórnarinnar töldu, að rafveita í Grindavík hefði ekki rekstrargrundvöll, nema því aðeins, að orkan til neytenda væri seld á 22% hærra verði en aðrir neytendur á þessu orkuveitusvæði þurftu að greiða.

GrindavíkSamgöngumálaráðuneytið gaf þó hreppsnefndinni kost á að fá rafmagnið, ef hún treysti sér til þess að gefa yfirlýsingu um, að hún mundi tryggja hallalausan rekstur rafveitunnar, þ. e. greiða rafmagnið hærra verði en allir aðrir. Og til þess að fá rafmagnið samþykkti hreppsnefndin þessa skilmála einróma. Það var árið 1945, sem þessi ákvörðun var tekin, og sýnir, hversu þýðingarmikið það var að áliti hreppsnefndarinnar fyrir framtíð staðarins að fá rafmagnið hingað.
En það, sem hlaut þó að hafa úrslitaþýðingu fyrir áframhaldandi útgerð og búsetu í Grindavík, var að ráða bót á aðstöðunni til sjávarins.

Grindavík

Grindavík – grafið inn í Hópið 1939.

Árið 1939 tel ég ávallt tímamótaár í sögu Grindavíkur, því að þá var fyrsta tilraun gerð til að skapa hafnaraðstöðu með því að grafa ósinn í Hópið, þar sem nú er orðin örugg bátahöfn, hvernig sem viðrar. bessi fyrsta framkvæmd var gerð með hinum frumstæðustu verkfærurn, haka og skóflu. Þetta verk var unnið undir forystu Einars G. Einarssonar, kaupmanns í Garðhúsum, en hann var formaður bryggjunefndar, sem svo var kölluð. Á þeim tíma voru lendingarbætur ekki unnar á vegum hreppsins, heldur að frumkvæði frjálsra samtaka útgerðarmanna og sjómanna, og var hálfur hlutur af bát látinn ganga til að standa undir kostnaði við lendingarbæturnar.
GrindavíkÞegar hér var komið sögu, var framhaldið ráðið og augljóst, að nú þyrfti að koma til aðild hreppsins að frekari framkvæmdum.
Með tilkomu laga frá 10. des. 1943 um lendingarbætur að Járngerðarstöðum skilar bryggjunefnd af sér störfum til hreppsnefndar, skuldlausum framkvæmdum og nokkurri sjóðseign.
Á fundi hreppsnefndar 5. febr. 1944 er svo fyrsta hafnarnefndin kosin, skipuð 3 mönnum, þeim Sigurði Þorleifssyni, Svavari Árnasyni og Rafni A. Sigurðssyni, skipstjóra, sem jafnframt var fornraður nefndarinnar. Var þá strax unt haustið hafizt handa um fyrstu bryggjugerð í Hópinu.
GrindavíkRafn reyndist ákaflega traustur maður í öllum framkvæmdum, og tókst honum að ná samningum við hafnarstjórn Reykjavíkurhafnar um leigu á grafvél til að breikka og dýpka ósinn frá 1939. Á árinu 1945 var svo unnið að dýpkunarframkvæmdum undir verkstjórn harðduglegs manns, Kristins Jóhannssonar. Tókst honum að ná undraverðum árangri. Síðan má segja, að hafnargerðin hafi haft forgang um allar framkvæmdir hér um aldarfjórðungsskeið með þeim árangri, að Grindavík er nú orðin ein af stærstu verstöðvum landsins, verstöð, sem á sínurn tíma var ekki talin þess virði að fá rafmagn með eðlilegum hætti. Og í stað fólksflóttans, sem var, liefur íbúatalan ríflega þrefaldazt á þessu tímabili.
GrindavíkÉg vil láta það koma fram, að þegar Rafn A. Sigurðsson fluttist burt úr Grindavík, tók Sigurður Þorleifsson við formennsku í hafnarnefnd og gegndi því starfi til dauðadags. Það er ekki ofrnælt, að enginn hefur unnið höfninni lengur af meiri skyklurækni og fórnfýsi en hann. Höfnin var honum hugsjónamál.“
— Í hverju eru fólgar þær umbætur, sent nú er verið að gera á höfninni í Grindavík?
„Eftir að eldgosið hófst í Vestmannaeyjum í janúarmánuði árið 1973, hófust fljótlega þær miklu hafnarframkvæmdir í Grindavík, sem látlaust hefur verið unnið að síðan.
GrindavíkVið í hreppsnefndinni áttum ekki frumkvæði að þessum stórfelldu framkvæmdum, heldur stjórnvöld, sem töldu, að í Grindavík væri aðstaða til að veita Vestmannaeyjabátum viðunandi skilyrði til útgerðar á vetrarvertíðinni með nauðsynlegum endurbótum á þeim mannvirkjum, sent þar voru fyrir. Framkvæmdir gátu hafizt hálfum mánuði eftir gosið, og var þá áætlað að vinna fyrir 75 millj. króna. Átti þá að lengja bryggju um 75 metra og síðan byggja 156 m langa nýja bryggju með tvöföldum viðlegukanti ásamt nauðsynlegri dýpkun.
GrindavíkEftir að fyrir lá, að Alþjóðabankinn myndi veita lán til enn frekari framkvæmda, var gerð kostnaðaráætlun urn framkvæntdir fyrir allt að 375 millj. króna og hefur síðan verið unnið lálaust eftir þeirri áætlun. Skv. upplýsingum Helga Jónssonar verkfræðings hjá Hafnamálastofnuninni, hafa verið grafnir úr höfninni 179 þús. m3 af lausu efni, 36 þús. m3 af hörðu efni, og úr rásinni hafa verið grafnir upp 22.500 m3 af föstu efni, sem orðið hefur að sprengja. Auk þess hefur 100 m löng trébryggja verið endurbyggð, sett 70 m langt stálþil á ytri garðinn, steyptar þekjur á alla stálþilsbakka og allt hafnarsvæðið malbikað eða lögð á það olíumöl. Einnig hefur verið endurbætt lýsing á hafnarsvæðinu og lögð ný vatnslögn á allar bryggjur.
GrindavíkNú um áramótin verður búið að vinna við þessar framkvæmdir fyrir nær 400 milljónir króna. Eftir er að dýpka ósinn (rásina) og grafa upp úr honum 3-4000 m3 af klöpp, einnig er ráðgert að reisa hafnarhús ásamt bílvog, og mundi þá heildarkostnaður við allar þessar umbætur á þremur árum 1973-1975 vera urn 460 milljónir króna.
Þótt frumkvæðið að þessum miklu framkvæmdum sé ekki hreppsnefndarinnar, eins og ég áður sagði, þá ber afdráttarlaust að þakka öllum þeim, sem hlut eiga að rnáli, því að vissulega leysa þær mikinn vanda, ekki aðeins útgerðarinnar hér, heldur einnig nærliggjandi verstöðva, sem framkvæmdanna njóta. Það, sem áunnizt hefur, er fyrst og fremst mjög verulega aukið athafnasvæði og viðlegupláss fyrir bátaflotann, auk þess sem nú eru fyrir hendi möguleikar á að afskipa útflutningsafurðum Grindvíkinga í höfninni, því að nú geta með góðu móti allt að 2000 rúml. skip athafnað sig þar.

Grindavík

Grindavík 1974.

Þetta munu vera mestu hafnarframkvæmdir, sem unnar hafa verið samfellt á einum stað á landinu til þessa.“
— Hefur þessi mikla orka, sem farið hefur í hafnargerðina, bitnað á öðrum framkvæmdum sveitarfélagsins?
„Já, vissulega má segja það. Höfnin er að okkar áliti undirstaða allra annarra framkvæmda í byggðarlaginu. Þess vegna hlaut hún að hafa forgang. Af því hefur að sjálfsögðu leitt, að ýmis önnur verkefni hafa orðið að bíða síðari tíma, til dærnis holræsagerð. Á árinu 1970, þegar við töldum, að höfnin væri komin í sæmilegt horf, þá ákváðum við að snúa okkur að holræsaframkvæmdum ásamt varanlegri gatnagerð. Réðum við þá Verkfræðistofuna Hnit sf. í Reykjavík til þess að hanna þær framkvæmdir.
GrindavíkSíðan hefur verið unnið að þessum málum sleitulaust undir yfirumsjón verkfræðinga frá Hnit sf. Allar lagnir varð bókstaflega að hanna frá grunni.“
— Var ekki vatnsveita komin áður?
„Hér áður fyrr var neyzluvatn Grindvíkinga regnvatn, senr safnað var í þrær af þökum húsa. Það þraut stundum í langvarandi þurrkum.
Árið 1951 var svo hafizt handa um borun eftir neyzluvatni nokkru innan við þorpið og vatnsveita lögð um hreppinn. Sú framkvæmd var unnin undir öruggri stjórn Tómasar Þorvaldssonar, sem þá var í hreppsnefndinni. Markaði vatnsveitan einnig tímamót varðandi alla aðstöðu til hreiniætis í hreppnum.“
Grindavík— Er ekki land í Grindavík erfitt sem byggingarland?
„Landið er fyrst og fremst hraun og klappir. Og það út af fyrir sig gerir sveitarfélaginu ákaflega erfitt og kostnaðarsamt að veita þá þjónustu, sem fylgir aukinni byggð. Þar á ég bæði við holræsi og vatnslagnir svo og rafmagn, sem lagt er í jörð. Fyrir þá, sem byggja, verða húsgrunnar á hinn bóginn tiltölulega ódýrir. Á tímum, þegar rnikið er byggt og allir byggja einbýlishús, er það miklurn fjárhagslegum örðugleikum bundið fyrir sveitarfélagið að fylgja eftir nýrri byggð með þjónustu sína. Á næsta ári er ákveðið að hefja smíði leiguíbúða samkvæmt lögum um það efni.“

Bláa lónið

Hitaveitan í Svartsengi.

— Hvenær kemur hitaveitan í bæinn?
„Hitaveitan er mál málanna í dag. Grindavíkurhreppur hafði forgöngu um borun eftir heitu vatni við Svartsengi og leysti þannig úr læðingi hina miklu orku, sem þar er í jörðu, og vonir standa til, að á næstunni verði nýtt til húsahitunar fyrir íbúa allra Suðurnesja. Ég vona, að við verðum búnir að fá hitaveituna til Grindavíkur innan tveggja ára.“
— Er hugsanlegt, að eignarréttarmál tefji fyrir hitaveituframkvæmdum?
„Nei, það vona ég ekki. Samningaviðræður við landeigendur eru hafnar, og auk þess er heimild til eignarnáms í nýsettum lögum um Hitaveitu Suðurnesja, ef samkomulag tekst ekki.“
— Á bæjarfélagið landsvæði það, sem nú er að byggjast?
„Já, árið 1964 gekk fram eignarnám á rúmlega 300 ha landi, sem Grindavíkurhreppur keypti. Það land er umhverfis höfnina og á því svæði, sem kaupstaðurinn nú byggist á. Þetta er alveg ómetanlegt og hefur sannfært mig um nauðsyn þess, að sveitarfélögin hafi fullan umráðarétt yfir landi því, sem byggt er á.“

— Af hverju er ekki „menning“ í Grindavík, Svavar?
„Það fer trúlega bezt á því, að ég segi sem fæst um þá hluti, enda hefur Sjónvarpið sem kunnugt er fundið hjá sér köllun til að gera úttekt á menningarástandi Grindvíkinga með töku kvikmyndarinnar „Fiskur undir steini“, sem landsfrægt er orðið. En grunur minn er sá, að höfundarnir hafi hlotið sinn dóm hjá þjóðinni fyrir framtakið, og víst er um það, að ekki ber myndin raunveruleikanum vitni. Að mínu áliti er kvikmyndin gerð í ákveðnum pólitískum tilgangi og þjónar aðeins hinum gerska átrúnaði. Eini kostur myndarinnar, að mínu áliti, er sá, að hún leynir ekki tilganginum.“
Grindavík— Í hverju er fólginn stuðningur sveitarfélagsins við menningarmál?
„Þú ert áleitinn, en þessu vil ég ekki svara hér beinlínis. Þess má þó geta, að í Grindavík er risið af grunni eitt glæsilegasta félagsheimili landsins, sem sveitarfélagið hefur fjármagnað að verulegu leyti. Enginn dómur skal lagður á þá menningarstarfsemi, sem þar fer fram, en ég geri þó ekki ráð fyrir, að hún sé lakari en almennt gerist. Við erum að vísu ekki búnir að ljúka þessari byggingu, því að eftir er að reisa þann hlutann, sem á að þjóna leiklistar- og tónlistarstarfsemi ásamt kvikmyndasýningum. Annars er það mín skoðun, að fólkið sjálft skapi menninguna, en ekki opinber forsjá.“
Grindavík— Nú hafa Alþýðuflokksmenn lengst af ráðið í Grindavík. Eru þeir ekki hlynntir opinberum afskiptum af flestum málefnum?
„Vissulega, en innan skynsamlegra takmarka þó. Við viljum til dæmis ekki gefa fólki „menninguna“ inn í skömmtum, heldur á fólkið að hafa frjálsræði til að velja og hafna. Við höfum enga opinbera „línu“, sem allir eiga að viðurkenna og dýrka sem hina einu réttu í þessum efnum sent öðrum.“
— Er pólitíkin í Grindavík hörð?
Grindavík„Nei, það get ég ekki sagt. Enda væri það undarlegt, ef velferðarmálum eins sveitarfélags væri unnt að stjórna eftir ímyndaðri pólitískri línu. Allir, sem vilja sínu sveitarfélagi vel, hljóta að leggja sig fram um að finna sem farsælasta lausn á hverju málefni, sem til heilla horfir, hvað sem allri flokkspólitík líður. Þegar við fórum fram á það við Alþingi að fá kaupstaðarréttindi, var um það alger samstaða í hreppsnefndinni. Mestur áhuginn fyrir því máli virtist þó vera meðal Sjálfstæðismanna, enda ekki óeðlilegt, þar sem þeir áttu aðeins einn hreppsnefndarmann af fimm, en sýnt var, að fjölgun fulltrúa með tilkom bæjarréttinda myndi strax auka fulltrúatölu þeirra í bæjarstjórn.

Grindavík

Grindavík – Einarsbúð og nágrenni.

Eftir bæjarstjórnarkosningarnar eiga Sjálfstæðismenn nú þrjá fulltrúa af sjö í bæjarstjórninni. Kosningasigur Sjálfstæðismanna var því eftirminnilegur eins og víðar að þessu sinni. Þó nýttist þeim ekki sigurinn til að brjóta niður „náttúrulögmálið“ um „oddvitann alræmda“, er setið hafði á valdastóli allt frá árinu 1946.
Þannig fer stundum öðru vísi en ætlað er, því oddvitinn gekk aftur sem fyrsti forseti nýkjörinnar bæjarstjórnar, en meirihlutann skipa tveir bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins og tveir fulltrúar af lista Framsóknar- og vinstri manna.“
Grindavík— Nú komst þú fyrst inn í hreppsnefndina sem formaður verkalýðsfélags og ert það síðan samfellt til 1962 samhliða oddvitastarfinu.
Hvaða áhrif hafði þetta á stjórn hreppsmála?
„Ég tel, að það fari ekki milli mála, að staða mín í verkalýðsfélaginu hafi stuðlað að því, að ég var á sínum tíma kosinn í hreppsnefndina og að ég hafi átt þar sæti svo lengi, sem raun ber vitni. Verkalýðsfélag Grindavíkur var stofnað á árinu 1937. Fyrsti formaður þess var Erlendur Gíslason, sem nú er bóndi að Dalsmynni í Biskupstungum. Ég kom í stjórn félagsins sem ritari árið 1938, og var kosinn formaður þess árið 1939, en á fundum þess frá fyrstu tíð voru málefni sveitarfélagsins rædd. Ég held ég megi segja, að sanrkomulagið milli formanns verkalýðsfélagsins og oddvitans hafi jafnan verið gott.“
Grindavík— Þú hefur verið ungur á þessum árum?
„Ég er fæddur árið 1913, svo að ég hefi verið 26 ára er ég varð formaður verkalýðsfélagsins og tæplega 29 ára, er ég kom í hreppsnefndina. Á þessum árum þótti það ekki eftirsóknarvert að taka að sér oddvitastarf, enda illa launað. Ég var orðinn 22 ára, þegar ég fór í Samvinnuskólann, og útskrifaðist þaðan vorið 1937. Sem fomraður verkalýðsfélagsins fann ég til skyldu til að vinna að framfaramálum byggðarlagsins, og hafði áhuga á því að lyfta Grindavík og gat því ekki skorazt undan oddvitastarfinu.“
— Hvernig finnst þér að vera orðinn forseti bæjarstjórnar í stað þess að vera oddviti?
„Ég verð að viðurkenna það, að ég er hálffeiminn við titilinn forseti bæjarstjórnar. Mér finnst raunar, að forseti ætti ekki að vera nema einn í landinu, það er þjóðhöfðinginn. Oddvitatitilinn kunni ég miklu betur við og fannst jafnvel meiri sæmd að bera hann heldur en heitið forseti bæjarstjórnar.“ – U. Stef.

Heimild:
-Sveitarstjórnarmál, 6. hefti, 01.12.1974, Sjávarþorpið sem ekki átti að fá rafmagn orðið 1600 íbúa kaupstaður, Svavar Árnason, bls. 269-275.

Grindavík

Grindavík – „sveitarstjórnarkosningar“ 1942.