Skjaldbreið – hlaða og fjós

Kálfatjörn

Byggingin Skjaldbreið, eða Skjalda, á Kálfatjörn er steinhlaðin, upphaflega byggð sem fjós með sambyggðri hlöðu. Minja- og sögufélag Vatnsleystrandarhrepps hefur látið gera bygginguna upp, en hún var nánast komin að fótum fram. Við uppbygginguna var hún stækkuð til vesturs.

Skjaldbreið

Skjaldbreið 2025.

Í glugga Skjaldbreiðar er A4 blað. Á því má lesa eftirfarandi:
„Skjaldbreið var byggð á árunum 1883-1884 í tíð Stefáns Thorarensen sóknarprests og sálmaskálds á Kálfatjörn. Stefán var stórtækur og byggði fjögur hús á Kálfatjörn með sama lagi. Þetta staðfestir úttekt sem gerð var á jörðinni þegar Stefán lét af störfum árið 1886. Í úttektinni er talað um að 2500 kr. lán hafi verið veitt til byggingarinnar. Þar á finna greiðargóða lýsingu á Skjaldbreið þar sem talað er um heyhlöðu fyrir 400 hesta heys og fjós fyrir t til 8 nautgripi í sama húsi.
Stefán hafði mikil áform um uppbyggingu á Kálfatjörn og sóttist meðal annars eftir því að byggja þar steinkirkju. Þau áforn runnu út í sandinn.

Skjaldbreið

Skjaldbreið innanhúss 2025.

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur staðið fyrir endurbótum á Skjaldbreið. Hleðslumeistari var Guðjún Kristinsson og um smíði burðarvirkis og þaks sá Jón Ragnar Daðason. Verkefnið hefur verið styrkt af Húsfriðunarsjóði, Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Sveitarfélaginu Vogum.

Myndir og frásögn má finna á facebokk/minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar og Instagram/Vogaminjar.“

Sjá meira um grjóthleðsluendurgerðina HÉR.

Skjaldbreið

Skjaldbreið innanhúss 2025.