Tag Archive for: Álftanes

Bessastaðir

Þann 19. september árið 1761 gaf Magnús Gíslason, amtmaður í Viðey, út eftirfarandi fyrirskipun: “Bændur þeir, 36 að tölu, sem eiga dagsverk að vinna um sláttinn á kóngsins garði, Bessastöðum, skulu hver sum sig hálfa dagsláttu eða svokallað fimm álna tún, að viðlagðri hæfilegri refsingu, sem sýslumaðurinn ber að annast.”

Bessastaðir

Gengið að Bessastöðum.

Í Öldinni okkar segir árið 1761: “Bygging stórhýsa úr höggnum steini er að hefjast á Bessastöðum og í Nesi við Seltjörn. Á Bessastöðum verður reistur embættisbústaður handa stiftamtmanninum, en í Nesi verður setur landlæknis og lyfjabúð.
Í hitteðfyrra var þegar tekið að losa grjót í Fossvogi í bygginguna á Bessastöðum, og var það flutt á gömlum sexæringi að lendingu þar, og í fyrra var byrjað að aka því heim á vagni, er hesti var beitt fyrir. Í sumar hefur fjöldi manna verið í efnisflutningum til Bessastaða, og tekið era ð grafa fyrir grunni hins nýja húss. Er það mikil vinna, því að grafið er átta eða níu álnir niður. Duggan Friðriksvon kom í vor með kalk í byggingarnar, og tveir múrar eru komnir til þess að vinna að steinsmíði og veggjagerð. Annar þeirra heitir Jóhann Georg Berger, en hinn Þorgrímur Þorláksson, íslenskur maður, er lært hefur iðn sína erlendis. Þeir eiga jöfnum höndum að vinna að báðum byggingunum, eftir því sem áfram miðar.

Bessastaðir

Bessastaðir – FERLIRsfélagar í heimsókn.

Næsta ár er von trésmiða. Nú í sumar lét Magnús Gíslason, amtmaður, einnig hefjast handa um undirbúning að byggingu typtunarhúss á Arnarhóli, enda þótt stjórnarvöldin í Kaupmannahöfn hafi ekki formlega samþykkt, aðþað skuli byggt hér.. Til þessarar vinnu hafa verið setter fangar, en Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli, hefur með höndum umsjón og verkstjórn alla.”

Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum sló Noregskonungur eign sinni á staðinn, sem varð fyrsta jörðin á Íslandi í konungseign. Þar varð brátt höfuðsetur æðstu valdamanna konungs hér á landi og var svo til loka 18. aldar.

Bessastaðir

Bessastaðir 1722.

Frá 1867 voru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum þess tíma, Gríms Thomsens (1820-1896), en hann fæddist þar. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (1826-1907) fæddist á Bessastöðum. Hann var eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á s.hl. 19. aldar. Eftir lát Gríms Tomsens voru Bessastaðir lengst af í eigu einstaklinga unz Sigurður Jónsson (1896-1965), forstjóri í Rvík. gaf íslenzka ríkinu staðinn til búsetu fyrir ríkisstjóra vorið 1941. Síðan hafa forsetar landsins haft aðsetur þar.
Kirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins. Byggingu turnsins lauk ekki fyrr en árið 1823 eftir að hætt var við að hafa þar útsýnisaðstöðu. Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu og heilögum Nikulási. Um miðja 14. öld átti kirkjan þriðjung Bessastaðalands.

Bessastaðir

Frederick W.W. Howell, Bessastadakirkja 1900.

Þegar erlendir landstjórar settust þar að, áttu bændur kirkjuna, sló konungsvaldið eign sinni á hana. Afleiðingar þess voru síður en svo ásættanlegar og árið 1616 var hún komin í slíka niðurníðslu, að það varð að endurbyggja hana. Allar aðrar kirkjur landsins voru skattlagðar til að afla fjár til verksins. Nýja kirkjan var mjög falleg bygging en það hafði láðst að setja trébita í hana, svo að hún fauk í stormi tveimum árum síðar. Viðirnir voru notaðir til byggingar nýrrar kirkju með torfveggjum til að hún stæði af sér fárviðri.

Bessastaðir

Bessastaðir 1720.

Árið 1773 ákvað Kristján 7., Danakonungur, að reisa skyldi steinkirkju á Bessastöðum, þar sem hin gamla var úr sér gengin. Það er ekki að fullu ljóst hver hannaði hana, en líklega var það G.D. Anthon. Steinveggirnir voru byggðir utan um gömlu trékirkjuna, sem var síðan rifin. Veggirnir eru rúmlega 1m þykkir, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni, sem sést austan kirkjunnar. Steinarnir voru fluttir á flatbytnum eftir skurði að Lambhúsatjörn og yfir hana að byggingarstaðnum. Þetta var seinlegur byggingarmáti, svo að kirkjan var ekki vígð fyrr en árið 1796. Eitt fyrstu embættisverka í kirkjunni var gifting ungs pars frá Reykjavík. Athöfnin fór fram í júlí 1796 að viðstöddum öllum fremstu mönnum þjóðarinnar.

Bessastaðir 1720

Bessastaðir 1720.

Skömmu eftir aldamótin 1700 þarfnaðist kirkjan þegar viðhalds og þá var ákveðið að ljúka byggingu hennar, því að turninn vantaði. Því verki var lokið árið 1823. Árið 1841 eignaðist Bessastaðaskóli Bessastaði. Skólabókasafnið var á efri hæð kirkjunnar allan tímann, sem skólinn starfaði þar. Kirkjan varð aftur að bændakirkju árið 1867.
Fyrsti bóndinn, sem keypti Bessastaði 1768, var Grímur Thomsen. Kirkjan þjónaði þessu hlutverki til 1941, þegar Sigurður Jónsson gaf þjóðinni staðinn með því skilyrði, að þar yrði aðsetur þjóðhöfðingja landsins. Við þessar breyttu aðstæður var innviðum kirkjunni líka breytt talsvert á árunum 1945-47 og þannig sjáum við hana nú á dögum. Trégólf kom í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja – gluggi.

Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956 í tilefni sextugsafmælis Ásgeirs Ásgeirssonar, annars forseta lýðveldisins, sem átti reyndar þetta merkisafmæli tveim árum áður. Gluggarnir eru 8 talsins og listamennirnir voru Finnur Jónsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Fyrsti glugginn til vinstri sýnir komu papa (Finnur).
Á grátunum, sem eru úr smíðajárni, eru myndir postulanna. Þessar myndir minna líka á verndarvættir landsins, drekann, fálkann, nautið og risann, sem er að finna í skjaldarmerki landsins. Guðmundur og Finnur gerðu þær líka.

Bessastaðakirkja

Í Bessastaðakirkju.

Stóri, útskorni krossinn á norðurveggnum (vinstri) er eftir Ríkarð Jónsson. Hann var áður altaristafla kirkjunnar, en var fyrst færður þaðan á vesturvegginn. Altaristaflan, sem kom í staðinn, kom af Þjóðminjasafninu 1921. Hún er máluð mynd af Kristi að lækna sjúka eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson).

Grafsteinn Magnúss Gíslasonar varalandstjóra (†1766) er í norðurveggnum í kórnum. Minningarskildir um látna forseta og eiginkonur þeirra eru á veggnum beggja vegna altaristöflunnar. Bak við skjöld Ásgeirs og Dóru eru duftker þeirra. Gagnger viðgerð á kirkjunni fór fram árið 1998.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja 2023.

FERLIR hefur nokkrum sinnum fengið að líta fornleifar þær, sem varðveittar eru undir Bessastaðastofu, augum. Þær lýsa á áhrifaríkan hátt aðstæðum og aðbúnaði fólksins á Bessastöðum fyrr á öldum. Forsetaembættinu eru þakkaðar góðar móttökur.

Heimildir m.a.:
-nat.is
-alftanes.is
-Öldin okkar 1761-1800

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Bessastaðanes

Á vef Umhverfisstofnunar 30. júní 2023 mátti lesa eftirfarandi:

Bessastaðanes

Pótintátar hinna ýmsu stofnana voru viðstaddir friðlýsingar Bessastaðarness.

 „Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti í dag Bessastaðanes sem friðland við hátíðlega athöfn að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garðabæjar.

Á Bessastaðanesi eru fjölbreyttar fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki sem eru mikilvæg fæðusvæði fugla. Í Lambhúsatjörn er m.a. vistgerðin marhálmsgræður sem er mikilvæg fæða fyrir ýmsar andfuglategundir s.s. margæsir.

Bessastaðir

Bessastaðir og Lambhús – uppdráttur danskra frá 1903.

Svæðið er viðkomustaður margæsar og rauðbrystings en auk þess er þar æðarfugl, sendlingur og tildra sem hafa alþjóðlegt verndargildi. Stórir máfar og hávella eru algengir vetrargestir og hundruð tjalda, stelka og lóuþræla koma þar við á fartíma. Fuglalíf er fjölbreytt allt árið og er mikilvægur viðkomustaður farfugla og sjaldgæfra fuglategunda.

Á Bessastaðanesi eru tún og akurlendi en einnig votlendi sem einkennist af vistgerðunum starungsmýravist, gulstaraflóavist og grasengjavist. Língresi- og vingulsvist er á allstórum flákum inni á miðju nesinu og á svokölluðum Rana.

Verndargildi vistgerðanna er miðlungs til mjög hás og eru votlendisvistgerðirnar og marhálmsgræður á lista Bernarsamningsins yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.
Friðlandið er 4,45 km2 að stærð.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Friðlýsing svæðisins miðar að því að vernda og varðveita til framtíðar náttúrulegt ástand svæðisins sem búsvæði fugla og mikilvægt viðkomusvæði farfugla. Markmiðið er einnig að vernda líffræðilega fjölbreytni svæðisins, lífríki í fjöru, grunnsævi, hafsbotni og vatnsbol, einkum með tilliti til fuglalífs. Jafnframt er markmiðið að vernda fræðslu- og útivistargildi svæðisins sem felst m.a. í líffræðilegri fjölbreytni, auðugu lífríki og tækifærum til útivistar.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með friðlandinu og ber ábyrgð á gerð stjórnunar- og verndaráætlunar í samvinnu við embætti forseta Íslands, Garðabæ, Minjastofnun Íslands og fleiri hagsmunaaðila.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – örnefni og minjar.

Bessastaðanes er hluti af alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði Skerjafjarðar. Fuglalíf er fjölbreytt allt árið og svæðið er mikilvægur viðkomustaður farfugla og sjaldgæfra fuglategunda.
Á svæðinu eru jafnframt fjölbreyttar fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki sem eru mikilvæg fæðusvæði fugla. Í Lambhúsatjörn er m.a. vistgerðin marhálmsgræður sem einkennist af fínkornóttu seti með beðum af marhálmi sem hefur takmarkaða útbreiðslu og er mikilvæg fæða fyrir ýmsar andfuglategundir s.s. margæsir.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Á Bessastaðanesi eru tún og akurlendi en einnig votlendi. Verndargildi vistgerðanna á svæðinu er frá því að vera miðlungs hátt og upp í mjög hátt og eru votlendisvistgerðirnar starungsmýravist, gulstaraflóavist og marhálmsgræður á lista Bernarsamningsins yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Fræðslugildi svæðisins er hátt með tilliti til lífríkis og menningarminja en þar er fjöldi menningarminja.

Skansinn

Skansinn á Bessastaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.

Á Bessastaðanesi er þjóðhöfðingjasetur.

Markmið friðlýsingarinnar
Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita til framtíðar náttúrulegt ástand svæðisins sem búsvæði fugla og mikilvægt viðkomusvæði farfugla.

Markmiðið er einnig að vernda líffræðilega fjölbreytni svæðisins, lífríki í fjöru, grunnsævi, hafsbotni og vatnsbol, einkum með tilliti til fugla. Jafnframt er markmiðið að vernda fræðslu- og útivistargildi svæðisins sem felst m.a. í líffræðilegri fjölbreytni, auðugu lífríki, tækifærum til útivistar innan þéttbýlis og nýtingar sem samrýmist verndun búsvæða fugla.
Svæðið er 4,45km2 að stærð.“

HÉR má sjá texta „Friðlýsingunnar“.

Heimild:
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/bessastadanes/

Bessastaðanes

Bessastaðanes – friðlýsing; kort.

Bessastaðanes

Bessastaðanes er bæði opið og aðgengilegt. Engar hömlur eru á umferð gangandi fólks um Nesið svo framarlega að hófsemi sé gætt. Útsýni er þarna tilkomumikið og auk þess má sjá, ef vel er að gáð, ýmsar minjar frá fyrri tíð. Við skoðun á svæðinu nú komu t.a.m. í ljós nokkrar áður óskráðar minjar, s.s. athvarf, byrgi og garðar. Og til fróðleiks má geta þess að skófir á jökulsorfnum klöppunum eru ekki hvítar eða gular (húsaglæða), líkt og annars staðar, heldur kóngabláar.
Bessastaðanes - örnefniÍ örnefnalýsingu Kristjáns Eldjárns um Bessastaði frá árinu 1973 segir m.a.: „Örnefnalýsing þessi er þannig gerð, að fyrst var athuguð nýleg skrá Örnefnastofnunar eftir Gísla Sigurðsson í Hafnarfirði, þar sem þó er ekki getið heimilda og sitthvað er talið með, sem í raun réttri eru ekki örnefni. Tekin var upp gömul landamerkjaskrá Bessastaða og farið gegnum Dægradvöl Benedikts Gröndals og hliðsjón höfð af uppdrætti af Álftanesi í Sjósókn, endurminningum Erlends Björnssonar, Breiðabólsstöðum, skráðri af Jóni Thorarensen, Reykjavík 1945, bls. 35. (Kortið er þó ekki rétt í öllum greinum og er reyndar varhugavert.)
GrastFleiri rit voru ekki könnuð, en allt var að lokum vandlega borið undir Björn Erlendsson á Breiðabólstöðum, sem fæddur er þar 1898 og hefur átt þar heima alla tíð. Fórum við tvisvar yfir allt efnið, haustið 1972 og 7. júní 1973. Sjálfur hef ég svo skoðað staðhætti og ummerki eftir föngum.
Örnefnin eru fá og strjál, enda er landið ekki sérlega stórt, fremur kennileitasnautt og mjög búið að breyta því með framræslu, sléttun og ræktun og vegagerð, einkum hið næsta húsunum. Á þetta síðasta verður að leggja mikla áherzlu, og á slíkt auðvitað við um marga aðra bæi, jafnvel flesta. Gömul ummerki kringum húsin á Bessastöðum eru lítil sem engin, og er þar orðin mikil breyting á síðan Benedikt Gröndal þekkti þar bezt til um miðja síðastliðna öld. Gömul verksummerki í landi Bessastaða eru yfirleitt fá, jafnvel inni í nesinu, þar sem land er þó mjög ósnert.
LambhúsÞað sem ég hef einkum tekið eftir er það sem nú skal greina: Tæpum 300 m fyrir innan hliðið milli túns og ness, hægra megin við veginn inn í nesið, er grunnur undan einhvers konar húsi, um 7×8 m, allstórir steinar í, og svipur fornlegur. Ekki er þetta kallað neitt sérstakt. Rétt austan við sjómerki sem mikið ber á lengra inni í nesinu (þetta er nýlegt siglingamerki), er mikil upphækkun, sem tekur sig út sem talsverður þúfnaklasi, 15–25 m í þvermál, en bersýnilega virðist þetta vera af manna völdum. Þótt ekki sé kringlótt, get ég varla ímyndað mér annað sennilegra en að hér hafi verið stór fjárborg eða fjárskjól. Og sú skýring á áreiðanlega við aðra svipaða upphækkun, en minni og reglulegri, um 125 m suðvestur frá sjómerkinu, 10–12 m í þvm.

Langivöllur

Hvort tveggja hefur þetta verið gert úr torfi eingöngu, og virðist allgamalt. Þá er það Skothúsið, sem seinna getur, og niðri í Rana eru á einum eða tveimur stöðum lítt forvitnilegar minjar eftir einhvers konar kofa. Og má þó ekki gleyma Skansinum, sem er vitanlega mesta mannvirkið frá fyrri tíð. Ég læt þessa getið um rústir eða ummerki mannabyggðar, af því að ég hef lengi reynt að hafa augun opin fyrir slíku og undrazt, hve fátæklegt þetta er. Ég hefði búizt við fleiri merkjum eftir búskaparumstang inni í nesinu en raun ber vitni. Á túninu sunnan við staðinn er brunnur, sem notaður var fyrir ekki alls löngu.
Tóft á VestÍ afsals- og veðmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu er svohljóðandi landamerkjaskrá Bessastaða með Lambhúsum, dagsett á Bessastöðum 31. maí 1890, undirskrifuð af Grími Thomsen og samþykkt af fyrirsvarsmönnum Eyvindarstaða og Brekku: „Þessi eru landamerki Bessastaða með Lambhúsum eftir fornum skjölum og brúkun frá ómunatíð: Bessastaðir eiga að austan, norðan og sunnan allt að sjó (Skerjafirði og Lambhúsatjörn), en milli Lambhúsa og Eyvindarstaða eru landamerki að norðan og norðaustan bein lína úr Grásteini á Brekkugranda eftir vörðum, sem þar eru hlaðnar fyrir utan Lambhúsaveitu og í miðjan Bessahólma, sem og heyri undir Bessastaði. Að sunnanverðu eiga Bessastaðir (Lambhús) að Grásteini á fyrrtéðum granda.“

Garður á VestariHefst nú hin eiginlega örnefnalýsing.Þegar ekið er Álftanesveg af Hafnarfjarðarvegi, sést hvernig Álftanes í þrengri merkingu takmarkast af Lambhúsatjörn að austan og Skógtjörn að vestan, en milli þeirra er tiltölulega mjótt eiði, sem vegurinn liggur eftir,þó miklu nær Lambhúsatjörn. Farið er fram hjá eyðibýlinu Selskarði (eða Selsgarði) á hægri hönd, við endann á Lambhúsatjörn, en fyrir vestan Lambhúsatjörn er mýri, sem heitir Álamýri og nær að Skógtjörn. Vegurinn sem um hana liggur áleiðis til Garðahverfis er kallaður Álamýrarvegur. Öll þessi nöfn eru óviðkomandi Bessastöðum.
Jökulleirinn

Þegar komið er um 65 m fram hjá Selskarði, liggur vegurinn upp á hrygg, sem stundum er á þessum stað kallaður Brekkugrandi oftar þó Bessastaðagrandi en líklega oftast aðeins Grandinn (en í rauninni er þetta aðeins svolítill spotti af hinni miklu jökulruðningsöldu, sem Bessastaðir og margir aðrir bæir á Álftanesi standa á og nær alla leið inn Bessastaðanes og endar við Skerjafjörð, en heldur svo áfram í Kársnesi beint á móti. Á Grandanum standa stórir steinar upp úr, en einn er eftirtakanlega hár og reisulegur, nokkuð vestur frá hliðinu heim að Bessastöðum og heitir hann Grásteinn ágætt kennileiti. Í hann eru klappaðar holur í röðum, og ber það til þess, að þegar vegurinn var lagður út nesið, var fyrst ætlunin að hann lægi yfir þann stað þar sem steininn stendur. Þetta var fyrir minni Björns Erlendssonar. Var þá búizt til að kljúfa steininn og holurnar gerðar. Einhver álög voru á steininum. Þegar svo átti að fara að reka fleygana og kljúfa steininn, slasaðist einn maðurinn. Var þá hætt við verkið, sem betur fór, því að steininn er hinn ágætasti og sögufrægur, sbr. Dægradvöl.

Bessahólmi

Eins og fram kemur í landamerkjaskránni eru merki milli Eyvindarstaða og Bessastaða bein lína úr Grásteini í miðjan Bessahólma og milli Brekku og Bessastaða úr Grásteini í Lambhúsatjörn. Á þessari öld mun þó einhver smátota hafa verið seld vestan af þessari keilu,og er því Grásteinn varla í landi Bessastaða nú, en þetta skiptir litlu máli hér.
Þegar á Grandann kemur, skiptist vegurinn í þrennt, í vestur, í norður og í austur eða heim að Bessastöðum. Liggur vegurinn heim á staðinn eftir jökulruðningnum, sem nú er hryggur með vel ræktuðu túni, sem fyrrum var tún Lambhúsa, hjáleigunnar frá Bessastöðum. Norðan við hrygginn, eða milli Bessastaða og Eyvindarstaða, er víðáttumikill mýrarslakki, Eyvindarstaðamýri sem virðist taka á sig nafnið Breiðamýri þegar kemur lengra vestur eftir.

Músavík

Björn Erlendsson virðist telja að nafnið Breiðamýri geti jafnvel átt við alla Eyvindastaðamýri einnig, en það örnefni er þó ekki hér talið með örnefnum Bessastaða. Úr mýrinni var áður afrennsli gegnum Grandann út út í horn Lambhúsatjarnar, svo sem 2–3 faðma fyrir utan núverandi hlið heim á staðinn. Þetta var niðurgrafinn lækur, sem illt gat verið að komast yfir vegna bakkanna, en vatn var lítið. Þó hét þetta Lambhúsaá. Hún sést ekki nú. Kennd var hún við Lambhús, smábýlið þar sem lektor Bessastaðaskóla bjó, en það var nokkru vestar en miðja vega frá kirkju að hliði og liggur vegurinn yfir bæjarstæðið nú. Sáust byggingarleifar og aska þegar vegur var endurbættur 1972–73, og þá fannst þar fallega tilhöggvinn steinn, sem nú er á Bessastöðum og hefur líklega verið stjórasteinn. Sjá má af landamerkjaskránni, að sá hluti Eyvindarstaðamýrar, sem næst hefur legið Lambhúsum, hefur heitið Lambhúsaveita, en það nafn er nú gleymt, enda öll mýrin þurrkuð og ræktuð og Lambhús horfin.

Skothús

Bessastaðaland takmarkast að sunnan af Lambhúsatjörn, sem er fjörður inn úr Skerjafirði og gætir þar mjög flóðs og fjöru, en að norðan af Bessastaðatjörn, sem einnig var eins konar fjörður eða vík þangað til 1953 að gerður var stíflugarður mikill fyrir framan hana, svo að nú er þar ferskt vatn og gætir ekki flóðs og fjöru. Að austan er svo Skerjafjörður. Einu nafni er allt þetta land kallað Bessastaðanes, en oft er það nafn helzt haft um landið innan við staðinn, í daglegu tali „Nesið“, „inni í Nesi“. Heima við bæjarhúsin, norður af flötinni milli húss og kirkju, þar sem fánastöng stendur nú, er hóll með snarbrattri brekku norður af, og segir B.Gr. (og B.E.) að þetta heiti Bessastaðahóll, og voru nýsveinar látnir velta þar niður heldur ómjúklega á dögum skólans.
Tóft NA

Á öllum jökulruðningnum sem áður var nefndur er þetta greinilegasta hólmyndunin, og mundi það ef til vill segja sína sögu um nafn bæjarins. Frá kirkju og vestur að Lambhúsum var nefndur Langivöllur, og var það þó einkum sunnan megin, en nú er þetta nafn haft um allt vesturtúnið.
Í norður og norðaustur af Bessastaðahól, niðri við tjörnina, voru áður fyrri allmikil ummerki eftir ýmiss konar búsumstang, og lýsir B.Gr. því nokkuð, en öll merki mega heita þar horfin meðal annars af því að sjór hefur brotið þarna mikið land, og er því erfitt að marka nákvæmlega fyrir hvar hvað eina var. Traðir lágu ofan að smiðju og þar var Sjóbúðarflöt og þar var Skevingstún og þar voru Akrarnir á móts við bæinn, en það voru „stórir ferhyrndir blettir, mig minnir tveir samfastir með lágum torfgarði á milli, mátti vel sjá móta fyrir „akurreinum“ eða löngum þverdældum“ (B.Gr.). 

Kóngabláar

Hjá Sjóbúðarflöt var tóft sem víst var kölluð Sjóbúð, og enn fremur mun þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör. Af öllu þessu sést aðeins votta fyrir leifum af gömlum garði sem sjór hefur brotið af meðan enn flæddi inn í tjörnina. Þessi nöfn mega nú heita óþekkt. Norður frá bústjórahúsi (sem nú er) var hólmynd í túninu og nefndist Smiðjuhóll og minnir á smiðjuna, en sést ekki lengur. Þarna norður frá ráðsmannshúsi og bílstjórahúsi nær sjó heitir nú Prentsmiðjuflöt, sem er nafn frá dögum Skúla Thoroddsens, enda sér þar enn steyptan grunn undan prentsmiðjuhúsi hans.
Sauðaborg

Í Bessastaðatjörn er áðurnefndur hólmi, þar sem æður verpur, og kalla landamerkjaskrá og B.Gr. hann Bessahólma, en stundum er hann kallaður Bessi, trúlega hvort tveggja stytting úr Bessastaðahólmi, sem stundum heyrist. B.E. segir að Bessahólmi sé langalgengast og séu það munnmæli, að Bessi bóndi á Bessastöðum sé heygður þar. Í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar var hólminn mikið stækkaður til suðurs með því að aka að honum grjóti og hnausum á ís. Lítill hólmi er nær Eyvindarstöðum og var hann einnig gerður að undirlagi Ásgeirs Ásgeirssonar, sem kallaði hann Kóra eftir fæðingarstað sínum Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét líka grafa skurð þvert yfir tangann norður af bílstjórahúsi og búa þannig til ey eða hólma, sem kallast Sandey en nýtt er þetta nafn að sjálfsögðu.

Húsaglæða

Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós en hann er nú úr sögunni, síðan stíflan var gerð. Áður fyrri, meðan enn fjaraði í tjörninni, kom upp með fjöru klettabelti eða brík frá tanganum áðurnefnda (nærri Prentsmiðjunni) og að Stekkjarmýrarhól í Breiðabólsstaðalandi og var þessi leið oft farin, ekki sízt ríðandi. Þetta var kallaður Steinboginn. Þetta er rangt sýnt á korti í Sjósókn.
Suður frá bæ voru áður mikil svöð, en nú eru þar ræktuð tún. Er mér ekki kunnugt um nein nöfn þar nema Kringlumýri sem Björn Erlendsson segir að hafi verið suðaustur frá útihúsunum sem nú eru eða vestur frá Músavík. 

Timburhus

Vafalaust er nú erfitt að takmarka hana vegna ræktunarbreytinga. Niður af henni eru tveir tangar út í Lambhúsatjörn, sem nú eru alltaf kallaðir Tangarnir, Vestaritangi og Eystritangi, og er þar mikið æðarvarp, en stóra víkin austan við þá heitir Músavík (eða Músarvík). Nesið austan við víkina heitir Rani og nær alla leið að ósnum þar sem mætast Skerjafjörður og Lambhúsatjörn, og allra fremst á Rananum heitir Ranatá hefur B.E. eftir Jakob Skansibróður sínum, sem er eldri en hann.
Efst á Rana, eða þar sem allrahæst ber á Bessastaðanesi, er hóll, sem heitir Skothús, og segir B.Gr. nokkuð frá því. Þar hefur verið eitthvert mannvirki, en engar sagnir eru um það.
Þar sem jökulaldan endar við Skerjafjörð heitir Svartibakki en norðan við hann er mýri sem heitir Litlamýri. Nyrzt í Nesinu heitir Sauðatangi, nokkuð löng og ekki vel afmörkuð strandlengja. Nyrzt og vestast við Dugguós er svo Skansinn eða Bessastaðaskans, hið gamla virki (sjá Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnasögu Íslendinga, Saga VI, 1968, bls. 122–38), og sér þar einnig rústir af smábýlinu Skans með túngarði. Árið 1901 keypti Tryggvi Gunnarsson Skansinn og girti þvert yfir í beina línu frá Bessastaðatjörn og í Skerjafjörð. Í yfirlýsingu um þetta 5. marz 1928 segir Theodóra Thoroddsen að þessi girðing hafi legið „eftir því sem ég man bezt, úr Bessastaðatjörn fyrir innan Skansinn þvert yfir nesið í svokallaða (sic) Skólanaust.“ Örnefnið Skólanaust er nú óþekkt, en einmitt þar sem þessi girðing hefur endað eru sýnilegir um 1 m langir endar af tveimur veggjum samhliða, sem sjór hefur að mestu brotið. Gætu þetta vel verið leifar af nausti, enda hefur B.E. eftir Jakob bróður sínum að kallað hafi verið Bátanaust rétt hjá Skansinum. Gæti verið eitt og hið sama (Ath. B.E. hefur naust í kvk. eins og Theodóra).

Skan

Hið gamla skipalægi Seilan er fram af Skansinum og Dugguósi. Við skipti milli Bessastaða og Breiðabólstaða fyrir allfáum árum féll dálítill hluti Breiðabólstaðaeyrar, næst Dugguósi, í hlut Bessastaða. Heitir það Eyraroddi. Öll þau örnefni þessarar lýsingar sem nú er hægt að staðsetja, hafa verið færð inn á uppdrátt, sem fylgja á lýsingunni.
Ath.: Ekki er nú vitað hvar Grímur Thomsen lét heygja hest sinn Sóta, framar en segir í Sjósókn, bls. 46, „í túninu fyrir norðaustan staðinn“. Í umtali er þetta stundum kallað Sótaleiði, sem virðist mega telja með örnefnum.

Skólanaust

Ókunnugt er mér, hvar Fálkahúsið stóð, svo og allt annað um fyrri tíðar húsaskipan á Bessastöðum.“

Í Árbók hins Ísl. fornleifafélags árið 1981, bls. 141-147, segir m.a. um einstakar fornminjar á Nesinu: „Af horfnum minjum á Bessastöðum má t.d. nefna tóftir smábýlisins Lambhúsa, sem voru miðja vega milli kirkjugarðs og heimreiðarhliðs, svo og „akrana“, sem Benedikt Gröndal segir frá, í túni fyrir sunnan staðarhúsin. Enn fremur traðir og garða o.fl. sem Gröndal nefnir einnig í Dægradvöl. Þó virðist það vera vonum minna sem horfið hefur, þótt nú sé ógerningur að segja nákvæmlega til um slíkt. Einhverjar útihúsatóftir hafa eflaust verið sléttaðar út. Þær mannaminjar sem enn eru við lýði og sýnilegar eru, mega heita færri en ætla mætti að óreyndu á höfuðbóli. Skulu þær nú taldar upp og þeim lýst í stuttu máli og vísast um leið til uppdráttarins á bls. 134.

Skansins ola

1. Túngarður. Eins og sjálfsagt er var garður kringum túnið, ýmist úr torfi eða grjóti, og lætur Gröndal hans lítillega getið. Búið er fyrir löngu að slétta yfir hann að langmestu leyti. Sjá má móta fyrir honum vestur frá staðnum þar sem hann skildi milli túnsins í Lambhúsum og Langavallar og hefur hann teygt sig þar niður í fjöru við Lambhúsatjörn. Einnig sést hann, ef vel er að gáð, innan við staðinn, þar sem hann hefur legið nokkurnveginn þvert yfir milli tjarnanna, Bessastaðatjarnar að norðan og Lambhúsatjarnar að sunnan. Þarf þó að standa vel á um árstíð og birtu til þess að hann megi greina þar.

Ska

Loks er svo þess að geta að enn er dálítill krókóttur partur eftir órofinn meðfram Bessastaðatjörn innanverðri, og má glöggt sjá að tjörnin hefur brotið hann niður, þar sem að húsunum veit, meðan enn gætti þar flóðs og fjöru. Þá má og sjá móta fyrir garðinum þvert yfir, rétt ofan við Prentsmiðjuflöt, sem nú heitir. Hefur þá verið, og er reyndar enn, allmikið athafnasvæði utan hans næst tjörninni. Í sambandi við túngarðinn og reyndar einnig túngarð Lambhúsa skal bent á að allir þessir garðar sjást einkar vel á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá 1831, þeim sem hér er birtur, þótt ónákvæmur sé á ýmsa grein. Hann er eigi að síður mjög mikilsverður. M.a. sést hvar sjávargatan lá niður að Bessastaðatjörn.

Skansinn-loftmynd

2. Prentsmiðjutóft. Á áðurnefndu athafnasvæði er vestast steinsteyptur ferkantaður grunnur undan prentsmiðjuhúsi Skúla Thoroddsen, frá því skömmu eftir síðastliðin aldamót. í því húsi varð prentsmiðjudanskan til. Grunnurinn er um 7×9 m að ummáli, ekki hár.
3. Húsatóftir á áðurnefndu athafnasvæði utan túns við Bessastaðatjörn. Austan við prentsmiðjugrunninn er garðspotti og stefnir þvert á sjávarbakkann, en austan við hann grasigrónar húsatóftir tvennar, að því er virðist, og stutt á milli, en erfitt er sökum mikils gróðurs að greina skilsmynd á þeim. Þær eru frammi á allháum sjávarbakka. Efalítið standa þær í sambandi við athafnasemi við sjóinn og tengjast örnefnum eins og Sjóbúð, Sjóbúðarflöt og Bessastaðavör.
4. Húsgrunnur, að því er helst virðist, gerður af allstóru grjóti og gamalgróinn á milli, er rétt við veginn á hægri hönd þegar ekið er inn í Bessastaðanes, um 300 m innan við hliðið. Ekkert nafn er á þessu og engar sagnir. Grunnurinn er ferkantaður, um 5×9 m. Þarna mun varla hafa verið peningshús, heldur timburhús til einhverra annarra nota á staðnum. 

Garður við Skans

Ekki er óhugsandi að þarna hafi Fálkahúsið verið, en helst til langt virðist það þó frá staðnum, enda er þetta ágiskun einber. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
5. Skansinn, Bessastaðaskans (Ottavirki) er við Skerjafjörð þar sem Dugguós var áður en stíflan var gerð milli Bessastaðatjarnar og sjávar. Skansinn er virki, í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir, en eru nú ávalir og grasi grónir. Mannvirki þetta var reist seint á
17. öld til varnar gegn aðvífandi ófriðarmönnum eins og t.d. Tyrkir voru. Annars skal Skansinum ekki lýst hér, heldur vísað til ritgerðar sem að miklu leyti fjallar um hann, sjá Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnarsögu Íslendinga, Saga VI, 1969, bls. 122. Skansinn var formlega friðlýstur með skjali dags. 25. okt. 1930 og friðlýsingarmerki sett upp þann 5. júní 1965.

Brunnur við Skansinn

Í Skansinum var smábýli, hjáleiga frá Bessastöðum, „kotrass auðvirðilegur“, segir Benedikt Gröndal í Dægradvöl. í Sjósókn segir Erlendur Björnsson á Breiðabólstöðum frá síðustu hjónunum sem í Skansinum bjuggu og syni þeirra Ólafi, sem kallaður var Óli Skans. Skansinn mun hafa farið í eyði fyrir aldamót, en seinna fékk Gísli Jónsson listmálari leyfi til að byggja sér þar hús og sér enn leifar af steyptum veggjum þess upp við suðurhlið virkisins. Minjar býlisins eru fyrst og fremst túngarður úr grjóti, girðir af hornið milli Skerjafjarðar og Bessastaðatjarnar, enn fremur útihúsarústir uppi á sjálfum Skansinum, gamallegar grónar tóftir í þýfðu túninu og við túngarðinn, loks brunnhola að því er virðist.

Prentsmiðjan

Innan við túngarðinn, þar sem hann kemur út í Skerjafjörð, er grjótveggur samsiða honum, 5-6 m bil á milli, og endar snögglega 25 m frá sjó. Helst dettur manni í hug að með þessum garði hafi átt að skýla bátum sem á land voru dregnir, sbr. það sem segir í örnefnalýsingunni að kallað hafi verið Bátanaust rétt hjá Skansinum. ,,í Skansinum var lendingin frá Bessastöðum,“ segir Erlendur Björnsson í Sjósókn. Allar minjar um búskap í Skansinum eru friðlýstar með honum.
Garður eða sjávargata

6. Skólanaust (?). Skammt fyrir innan Skansinn sjást tveir lágir veggspottar hlið við hlið, 1 m langir og eru sýnilega leifar af lengri veggjum sem sjórinn er búinn að brjóta niður. Þetta gætu verið leifar af svonefndu Skólanausti, sjá Örnefnaskrá, og mundu þá skólapiltar hafa geymt þar bát sinn.
7. Mannvirki nokkurt um 70 m suðaustur frá nýlegu sjómerki innarlega í Bessastaðanesi, á smáþýfðri grund. Þetta er töluverð upphækkun, mjög þýfð ofan, að öðru leyti eins og um 1 m hár pallur. Til að sjá er þetta eins og stór þúfnaklasi, enda hefur öðru hverju blásið í jaðrana en gróið upp aftur. Upphækkun þessi, sem greinilega er af mannavöldum, er 25 m á lengd og 15 m á breidd, nokkurn veginn eins og sporbaugur, en helst óregluleg á suðurhlið, enda er svo að sjá að þar hafi verið inngangur í það sem þarna hefur verið, sennilega sauðaborg eða hrossaskjól, því að kindur og hross gengu mjög úti í Bessastaðanesi fyrrum, en fátt um náttúrleg afdrep. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.

Kartöflugeymsla

Aths.: Gísli Sigurðsson í Hafnarfirði sagði mér 1.10.1976 að mannvirki þetta mundi ekki vera eldra en frá 1914, eða þar um bil. Einhver sagði honum að maður sem þá var á Bessastöðum hefði hlaðið þarna skjól handa útigangshrossum. Þetta gæti verið rétt þótt maður hefði frekar haldið að minjarnar væru eldri. Læt þetta fylgja með til minnis. K.E.
8. Mannvirki annað (sauðaborg) um 120 m vestur frá nr. 7 og svipað útlítandi, upphækkaður pallur þýfður, kringlóttur, 14 m í þvermál, í aflíðandi brekku móti vestri. Dyr hafa verið á vesturhlið. Allt um kring mótar fyrir veggjum sem upphækkuðum kraga. Varla kemur annað til mála en að þetta hafi verið sauðaborg, gerð að öllu eða mestu leyti úr torfi eins og nr. 7.

Bess

9. Sauðaborg, undirstöður hennar, innarlega í Bessastaðanesi, þar sem hallar til Skerjafjarðar, andspænis Kópavogskaupstað. Borgin hefur verið hlaðin úr grjóti, a.m.k. undirstöðurnar, kringlótt, um 10 m í þvermál. Þetta er skýrt, en svo virðist sem innan í þessum hring sé annar minni, 4-5 m í þvermál. Má vera að þessi innri hringur sé undirstaða borgar sem hlaðin hefði verið úr grjótinu úr eldri og stærri borg, en slíkri tilgátu ber að taka með varúð. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
10. Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber í Bessastaðanesi, eða eins og Gröndal segir í Dægradvöl: ,,Þar hæst á bungunni er kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi, þar sem fálkarar hafa líklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið“, og er þaðan víðsýni mikið og fagurt.“ (2. útg. 1965, bls. 4).

Sandey

Hvað sem líður ummælum Gröndals um fálkana, má telja mjög sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. Gæsir eru t.d. tíðir gestir í nesinu. Hóllinn sem tóftirnar eru á, er 9 m í þvermál við grunninn, sýnist að upphafi hafa verið náttúruverk en þó má vera að hann hafi smám saman hækkað af mannavöldum. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
11. Grjótgarður hlaðinn er rétt fyrir norðan Skothúsið, tveir armar 5 og 9 m og gleitt horn á milli. Þetta er tvíhlaðinn veggur úr býsna stórgerðu grjóti. Það er eins og þetta séu leifar af rétt og búið að flytja burtu mikið grjót fyrir löngu. Annars er út i bláinn að giska á hvað þetta hefur upphaflega verið.

Bessastaðatjörn

12. Tóftarbrot smá og ógreinileg eru á Ranatá framarlega. Tilgangslaust að giska á hvað verið hafi. [Líklega er annað hvort um að ræða skjól fyrir yfirsetumann er fylgdist með því að ær og sauðir flæddi ekki á skerjunum á og við Ranatá eða vatkmann yst á Nesinu, nema hvorutveggja hagfi verið.]
13. Tóftarbrot lítilfjörlegt er einnig fremst á Vestaritanga. Rennur mjög saman við þýfið þar og verður ekki séð til hvers verið hefur. [Gæti hafa verið sjóbúð eða fangageymsla fyrir þá er fluttir voru til aftöku yfir í Gálgakletta handan Lambhúsatjarnar.]

Hér með lýkur upptalningu sýnilegra minja í Bessastaðalandi. Á skránni eru sjóvarnargarðar við Lambhúsatjörn ekki meðtaldir enda að verulegu leyti nýir, ekki heldur brunnur eða brunnar staðarins, sem verið hafa í notkun til skamms tíma. Sumar minjarnar eru formlega friðlýstar, aðrar ekki.“
Árni Hjartarson fjallar um aldur jökulgarðsins á Álftanesi í Náttúrufræðingnum árið 1992. Þar segir m.a.: „Ysti sjáanlegi og ótvíræði jökulgarðurinn á höfuðborgarsvæðinu er Álftanesgarðurinn. Þorleifur Einarsson (1968, 1991) telur hann vera frá eldra-dryas. Aldur þessa kuldastigs er 11.800-12.000 BP. Hið íslenska heiti þess hefur verið dregið af Álftanesgarðinum og nefnt Álftanesstig. Garðinn má rekja þvert yfir Álftanes, um Bessastaði og í sjó við Bessastaðanes.
Fram undir síðustu ár mátti sjá hvar garðurinn tók land handan Kópavogs, yst á Kársnesi, þar sem bátahöfnin er nú. Aldursgreiningarnar frá Kópavogi og Suðurnesi staðfesta það sem aldursgreiningarnar á Fossvogssetinu gáfu raunar sterka vísbendingu um, að Álftanesgarðurinn sé frá lokum yngra-dryas eða preboreal.
TímataflaÁlftanesgarðurinn markar ekki ystu stöðu Suðvesturlandsjökulsins á yngra-dryas. Jökulruðningurinn á Fossvogssetinu við Skerjafjörð og aldursgreiningarnar frá Suðurnesi Seltjarnarness sýna að jökullinn hefur náð mun lengra út á yngra-dryas. Ystu mörk hans eru óþekkt enn sem komið er en vafalaust liggja þau nokkuð undan landi á botni Faxaflóa. Engar lífrænar leifar hafa fundist í Álftanesgarði og bein aldursgreining á honum er ekki fyrir hendi. Aldurinn liggur þó á bilinu 9.500-10.200 BP. Hugsanlega er hann á sama aldri og Búðaröðin á Suðurlandi, 9.700 BP (Árni Hjartarson og Ólafur Ingólfsson 1988).“
Sjá meira um Nesið HÉR. Og Skansinn HÉR.

Heimildir m.a.:
Örnefnalýsing KE fyrir Bessastaði – 7.6. 1973
-Árbók hins ísl. fornleifafélags 1981, bls. 141-147.
-Náttúrufræðingurinn, 62. árg. 1992, bls. 214-215, Ísaldarlok á Íslandi – Árni Hjartarson.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Bessastaðir

Gengið var um Bessastaðanes með viðkomu í kjallara Bessastaða og á Breiðabólstað vestan Bessastaðatjarnar.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – minjar og örnefni: ÓSÁ

Þegar farin er heimreiðin að Bessastöðum liggur leiðin framhjá Lambhúsum. Bærinn er horfinn en nálægt veginum og þar var m.a. stjörnuskoðunarstöð seint á 18. öld.
Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum urðu Bessastaðir fyrsta jörðin á Íslandi í konungseign. Þar varð brátt höfuðsetur æðstu valdamanna konungs hér á landi og var svo til loka 18. aldar. Sigurður Jónsson (1896-1965), forstjóri í Reykjavík,
gaf íslenzka ríkinu staðinn til búsetu fyrir ríkisstjóra vorið 1941. Kirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – örnefni.

Sem fyrr segir komust Bessastaðir í eigu íslenska ríkisins 1941 þegar maður að nafni Sigurður gaf ríkinu staðinn til bústaðar fyrir ríkisstjóra. Og frá því að Ísland varð lýðveldi 1944 hefur þetta verið bústaður forseta landsins. Árið 1805 var æðsta menntastofnun sem þá var í landinu “Lærði skólinn” fluttur hingað og starfaði hér í 40 ár. Forsetabústaðurinn er með elstu húsum á Íslandi reistur á árunum 1761-1766. Síðan hefur húsinu verið breytt og byggt við það, en er nú einungis notað sem móttökustaður. Forsetinn býr í nýju hús skammt norðar.

Reykjavík

Bessastaðir – gamla kirkjan.

Kirkjan er byggð utan um eldri kirkju sem þar var. Í kirkjunni eru steindir gluggar sem settir voru í hana 1956, og sýna þeir atriði guðspjallasögunni og kristnisögu Íslands.
Sögu byggðar á Álftanesi má rekja allt aftur til fyrstu Íslandsbyggðar og tilheyrði nesið landnámi Ingólfs Arnarsonar. Ásbjörn Össurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, nam land á því svæði sem hét Álftaneshreppur.

Bessastaðir

Bessastaðir – nýja kirkjan.

Álftaneshreppur varð snemma til því byggð óx hratt á fyrstu öldunum eftir landnám. Sennilega hafa mörk Álftaneshrepps verið hin sömu frá upphafi hans fram til 1878 þegar hreppnum var skipt eftir kirkjusóknum í tvö sveitarfélög: Bessastaðahrepp og Garðahrepp.
FERLIR er þekktur fyrir áhuga á sögu og minjum svæðisins svo sjálfsagt þótti að verða við þeirri ósk hans að fá að líta í kjallara Bessastaðastofu. Þar eru minjar frá uppgrefti á svæðinu er stofan gekk í endurnýjun lífdaga á síðasta áratug 20. aldar. Mikið mun hafa gengið á, bæði við og í kringum uppgröft þann. Afurðirnar má t.a.m. sjá í kjallaranum, s.s. minjahluta eldri bæjarstæða, einstaka hluti, muni og sögulegar skýringar.

Bessastaðir

Bessastaðir – kort 1770.

Gengið var áleiðis norður að Bessastaðanesi. Á móts við útihúsin á Bessastöðum er tangi út í Bessastaðatjörn sem heitir Prentsmiðjutangi. Þar var prentsmiðja Skúla Thoroddsens alþingismanns og ritstjóra Þjóðviljans. Hann bjó á Bessastöðum frá 1901-1908. Skammt norðar er gamall brunnur frá Bessastöðum.
Dr. Kristján Eldjárn gerði fornleifakönnun á Bessastaðanesi og gaf hana út (Kristján Eldjárn. Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1981). Í henni eru tíundaðar helstu minjar, sem þar er að finna, s.s. brot af hlöðnum garði ofan við Músarvík, skotbyrgi, tóft, sennilega varðskýli á Rananum yst á Nesinu gegnt Eskinesi (norðan við hana er brunnstæði), tvær fjárborgir eða sauðabyrgi ofan Sauðatanga nyrst og síðan Skansinn norðvestan á því. Ferðin var notuð til að rissa upp minjarnar á svæðinu (sjá meðfylgjandi uppdrátt).

Skansinn

Skansinn við Bessastaði.

„Bessastaðaskans (Ottavirki) er við Skerjafjörð þar sem Dugguós var áður en stíflan var gerð milli Bessastaðatjarnar og sjávar. Skansinn er virki, í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir en eru nú ávalir og grasi grónir.“
Í júní 1627 rændu Tyrkir Grindavík. Tíðindin spurðust fljótt til Bessastaða og lét höfuðsmaðurinn Holger Rosenkranz hlaða virki úr torfi og grjóti fyrir ofan Seyluna, en svo kallast víkin sem skerst inn í nesið Skerjafjarðarmegin.

Skansinn

Skansinn – uppdráttur ÓSÁ.

Á næstu áratugum var farið að hugsa til þess að hafa að staðaldri virki á Bessastöðum. 1667 var innheimtur af landsmönnum skattur til að byggja upp Bessastaðaskans næsta ár og voru Suðurnesjamenn fengnir til þess. Ekki var skansinum haldið við eftir þetta og greri yfir hann að mestu.
Þegar komið er að stíflunni eru rústir á hægri hönd, þær eru af Skansinum, virkinu og bænum þar sem Óli skans bjó. Konan hans hét reyndar Fía en ekki Vala. Þau bjuggu þar í smábýli, sem fór í eyði um aldamótin 1900. Á hægri hönd (þegar gengið er eftir stíflunni) er Seilan, víkin þar sem skip alsírskra sjóræningja strandaði fullt af herteknum Íslendingum árið 1627. Einstreymisloki á stíflunni milli Bessastaðatjarnar og sjávar, sem gerð var 1953. Lokinn heldur vatninu í tjörninni stöðugt í svipaðri hæð.

Breiðabólstaðir

Breiðabólstaðir.

Breiðabólsstaðir eru byggðir úr höggnu grjóti undir lok 19. aldar. Sumir segja að það hafi verið afgangsgrjót úr Alþingishúsinu, líkt og einn veggur fjárhússins á Minna-Knarrarnesi. Lítil tjörn, Breiðabólsstaðatjörn er rétt við Breiðabólsstaði. Nálægt Jörva er gamall varðturn frá stríðsárunum, uppistandandi menjar um stóran herskálakamp, Brighton-kamp, sem teygði loftnet sín um flest tún þar í kring.

Heimildir:
-Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar. Ágúst Ó. Georgsson tók saman. Reykjavík 1990
-Kristján Eldjárn. Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1981.

Upplýsingar um Bessastaði eru m.a. af http://alftanes.is

Á Álftanesi

Í Besstaðanesfjöru.

Hernám

Eftirfarandi fróðleik um kampa (herskálasvæði) og örnefni þeim tengdum á árunum 1940-1945 má lesa á vef Árnastofnunar:

Hernám

Hermenn í Reykjavíkurhöfn.

„Árið 1940 var upphaf eins merkasta tímabils í sögu Íslands, en 10. maí það ár var landið hernumið af Bretum. Styrjöld hafði hafist í Evrópu með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 og stríðsyfirlýsingum Breta og Frakka gegn Þjóðverjum. Í lok apríl 1940 höfðu Þjóðverjar lagt undir sig Danmörku og Noreg og sóttu fram á öllum vesturvígstöðvunum, var aðeins tímaspursmál hvenær Frakkland, Belgía og Holland féllu. Stríðið um Atlantshafið var þá hafið og töldu Bretar sér stafa ógn af staðsetningu Íslands ef það lenti í óvinahöndum. En Winston S. Churchill hafði vitnað í eftirfarandi sem haft var eftir Karli Haushofer: „Hver sá sem ræður Íslandi beinir byssu að Englandi, Ameríku og Kanada.“ Þessi ummæli töldu Bretar m.a. réttlæta hernám Íslands.

Hernámið

Njarðvík

Á fyrstu dögum hernámsins.

Þegar breskur her, landgöngusveitir flotans eða Royal Marines, gekk hér á land 10. maí 1940 var lítið um varnir. Hluti af landhernum fylgdi svo í kjölfarið viku síðar eða 17. maí, yfirstjórn hersins undir stjórn Henrys O. Curtis hershöfðingja kom 26. maí og síðan hver deildin af annarri næstu vikurnar á eftir. Breski herinn lagði strax undir sig það húsnæði sem hann taldi sig þurfa á að halda til að hýsa sína menn og starfsemi, þar má nefna ÍR húsið við Landakot, KR húsið sem stóð þar sem ráðhús Reykjavíkur er í dag, Austurbæjarbarnaskólann, Miðbæjarbarnaskólann, Menntaskólann í Reykjavík sem var gerður að aðalstöðvum hersins, Hafnarhúsið og Hótel Borg o.fl.

Hernámið

Hernámið.

Þar sem nægjanlegt húsnæði fyrir þann fjölda hermanna sem settist að í og við Reykjavík var ekki fyrir hendi reisti herinn í fyrstu tjaldbúðir. Síðan var hafist handa við að reisa hermannaskála eða svokallaða bragga, og á skömmum tíma risu upp braggahverfi víðsvegar í Reykjavík og nágrenni.

Hermennirnir fluttu jafnóðum úr því húsnæði sem þeir höfðu lagt undir sig við hernámið í braggahverfin. Í framhaldi af því var farið að gefa hverfunum nöfn. Má geta þess að aðalstöðvar hersins, sem höfðu verið í Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu, voru fluttar í hverfi inn við Elliðaár er hlaut nafnið Camp Alabaster. Alabaster var dulnefni sem Bretar notuðu yfir áætlun og framkvæmd á hertöku Íslands og var liðið sem sent var til landsins kallað Alabaster Force.

Hernám

Braggahverfi við Gamla-Garð.

Kamparnir eða braggahverfin í Reykjavík urðu um 80 talsins en hverfanöfnin um 100 þar sem skipt var um nöfn á sumum kömpum og það oftar en einu sinni, í einstaka tilfellum. Hér verður aðeins drepið á nokkur þessara nafna og getið uppruna þeirra; auk þess verður aðeins getið um ensk og bandarísk götu- og staðarheiti í og við Reykjavík frá sama tímabili, þ.e. 1940-1945. (Sjá kort.)

Breskir kampar

Hernám

Kampurinn á Skólavörðuholti.

Flestir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi, t.d. Yorkshire, og kölluðu þeir sína kampa yfirleitt eftir bæjarnöfnum í heimahéruðum sínum eða þá stöku stað víðsvegar um Bretland. Má hér til dæmis nefna að á Skólavörðuholti, þar sem Hallgrímskirkja stendur nú, var braggahverfi sem kallað var Camp Skipton. (Sjá mynd.) Kampurinn var nefndur eftir bæ í Norður- Yorkshire sem er nokkuð miðsvæðis í Yorkshire. Í augum Breta er bærinn The Gateway to the Dales eða Hliðið að dölunum. Áður fyrr fóru bændur í Yorkshiredölum með sláturfé og nautgripi um Skipton. Þangað komu sérstakar lestir eftir búpeningnum og fluttu til slöktunar. Camp Skipton er líklega einn fyrsti kampurinn ef ekki sá fyrsti sem Bretar reistu í Reykjavík. Skólavörðuholt var eiginlega miðpunktur Reykjavíkur á þessum tíma og áður hafði aðalleiðin út úr bænum legið um holtið svo það er sennilega engin tilviljun að þessi kampur hlaut nafnið Skipton.

Nokkur önnur braggahverfi reist af Bretum báru nöfn sem rekja má til Yorkshire eins og hér má sjá:

Valhúsahæð

Herminjar, Camp Keighley, ofan við kirkjuna á Valhúsahæð.

Camp Bingley, var vestan við Smyrilsveg á horni Smyrilsvegar og Hjarðarhaga.
Camp Bradford, var austan við Langholtsveg á horni Holtavegar og þar sem nú er Efstasund. Holtavegur lá á þeim tíma yfir á Suðurlandsbraut og kölluðu þeir hann Bradford Road.
Camp Harrogate, var vestan við Sundlaugaveg og afmarkaðist af Sundlaugavegi, Gullteig og Hraunteig.
Camp Keighley, var á Valhúsahæð en hæðina kölluðu Bretar Keighley Hill. Til gamans má geta þess að skammt sunnan við Keighley bjuggu þær frægu Bronté-systur, rithöfundarnir Emily Jane, Charlotte og Anne.
Camp Ripon var í Sogamýri við Tunguveg, hér er einnig um heiti á smábæ í Norður-Yorkshire að ræða.

Camp Pershing

Camp Pershing 1942.

Selby Camp, var í Sogamýri sunnan við Sogaveg og austan Réttarholtsvegar.
Camp Tadcaster, var þar sem nú er eystri göngubrúin yfir Miklubraut norðan við Rauðagerði. Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum landsins voru aðalstöðvar þeirra fluttar í Tadcaster. Fljótlega breyttu þeir nafninu í Camp Pershing. Síðar fluttu þeir í fyrrum aðalstöðvar breska hersins í Camp Alabaster inn við Ártúnsbrekku og breyttu því nafni í Camp Pershing en Camp Pershing, áður Camp Tadcaster, í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Henry O. Curtis sem var að fara af landi brott.

Kaninn kemur

Hernám

Júlí 1941 – Bandarískur óbreyttur hermaður, Robert C. Fowler, boðinn velkominn af óbreyttum Bretanum Gunner Harold Ricardi.

Árið 1941 var gerður sérstakur samningur milli Íslendinga, Breta og Bandaríkjamanna um að Bandaríkjamenn tækju við vörnum landsins á meðan ríkjandi ástand varði. Þetta var gert til að losa um breska hermenn, sem hér voru, og þörf var á vegna hernaðarátaka, m.a. í Norður-Afríku og Asíu. Bandarískir landgönguliðar flotans, United States Marines, voru fyrstu bandarísku hermennirnir sem stigu hér á land, 7. júlí 1941. Breski herinn rýmdi bragga og braggahverfi fyrir landgönguliðana svo þeir þurftu ekki að byrja á því að hírast í tjöldum eða leggja undir sig íþrótta- eða skólahús. Í kjölfar landgönguliðanna kom svo landherinn, U.S. Army. Brátt fóru Bretarnir að hverfa á brott og halda heim á leið, en Bandaríkjamönnum fór fjölgandi. Í lok desember 1942 voru um það bil 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi, sem höfðu aðsetur í um 300 kömpum víðsvegar um landið. Bandaríkjamennirnir ýmist fluttu inn í bresku kampana eða byggðu nýja. Í mörgum tilfellum breyttu þeir nöfnum bresku kampanna og gáfu nýju hverfunum nöfn.

Bandarískir kampar

Hernám

Camp-Hálogaland.

Það var nokkur munur á nafngiftum Breta og Bandaríkjamanna á kömpunum. Bretar eins og áður hefur komið fram leituðu til heimahéraða sinna, bæði eftir bæjar- og staðarnöfnum. Nafngiftir Bandaríkjamanna virðast allar tengdar hernaðarsögu þeirra og voru þau breytileg eftir því hver átti í hlut, landgönguliðið, flotinn, landherinn eða flugher landhersins.

Landgöngulið flotans, U.S.M.C., nefndi sína kampa eftir frægum stöðum þar sem þeir höfðu háð orrustur og má hér nefna:

Hernám

Camp Tripoli.

Tripoli Camp. Þegar Bandaríkjamenn tóku við vörnum landsins sameinuðu þeir tvo breska kampa vestur á Melum, þá Camp Camberley og Crownhill Camp, í einn og kölluðu hann Tripoli Camp. Camp Camberley var kallaður eftir bæ í Surrey á Suður-Englandi, sem er á milli Ascot og Farnbourough, en Crownhill er hinsvegar nafn á strandvirki við hafnarborgina Plymouth á Suður- Englandi. Árin 1801-1805 áttu Bandaríkjamenn í stríði við sjóræningja frá borginni Tripoli í Líbíu í Norður-Afríku.

Hernám

Camp Tripoli.

Camp Montezuma var uppi við Úlfarsfell þar sem Skyggnir er nú. Árin 1842-1847 áttu Bandaríkjamenn í stríði við Mexikó. Landgöngusveitir flotans tóku undir lok þess stríðs Þjóðarhöllina í Mexikóborg en hún mun standa á sama stað og höll Montezuma síðasta konungs Azteka, sem var drepinn 1520.
Bæði þessi nöfn koma fyrir í fyrsta erindi lofsöngs bandarísku landgönguliðanna:

The Marines Hymn:

From the halls of Montezuma
To the shores of Tripoli,
We fight our country’s battles
On the land as on the sea.
First to fight for right and freedom
And to keep our honor clean;
We are proud to claim the title of
United States Marines

Keflavíkurflugvöllur

Braggahverfi á sunnanverðu Keflavíkurflugvallasvæðinu.

Til gamans má geta þess að þegar landgönguliðarnir komu hér fyrstir bandarískra hermanna 7. júlí 1941 bættu þeir inn í lofsönginn þessu erindi:

Again in nineteen forty one
We sailed a northern course
And found beneath the Midnight Sun
The Viking and the Norse
This old Icelandic nation
We’ll defend by every means
And uphold the reputation
of The United States Marines

Camp Corregidor var vestan við Brautarholt á Kjalarnesi. Kampurinn var kenndur við síðasta vígi Bandaríkjamanna, sem féll í hendur Japana, á Filippseyjum í seinni heimsstyrjöldinni er var á eynni Corregidor í mynni Manilaflóa.

Hernám

Camp Tientsin ofan Úlfarsárdals.

Camp Tientsin var vestan við Úlfarsfell við Leirtjörn, sem landgönguliðarnir kölluðu Tientsin Lake. Tientsin þýðir bókstaflega „Hið himneska vað“ en það er nafn á hafnarborg í Kína sem stendur við Hai Ho fljót og er um 56 kílómetra inni í landi frá Bo Hai flóa. Þessi staður kom mjög við sögu í hinu svokallaða Boxarastríði árið 1900 þegar fjölþjóðlegur her lenti þar og marseraði til Peking (Beijing) til að leysa sendiráð vestrænna ríkja úr umsátri sem stóð í 55 daga. Fjölmennasti herinn var úr landgönguliði bandaríska flotans eins og svo oft áður.

Varnarsvæði

Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).

Kampar flotans voru víða en hér er aðeins getið um tvo þeirra:

Camp Bunker Hill. Í þessum kampi voru aðalstöðvar flugdeildar bandaríska sjóhersins og strandvarna eða „coastal artillery“. Kampurinn var sunnan við Bústaðaveg, nánast þar sem brúin yfir Kringlumýrarbraut er nú. Bunker Hill er algengt í bandarískri hernaðarsögu og hefur fylgt bandaríska hernum nánast hvar sem hann hefur haft herstöðvar eða átt í hernaðarátökum. Nafnið kemur frá samnefndum stað við Boston í Massachusetts, þar sem frelsisher Bandaríkjanna háði sína fyrstu stórorrustu gegn breska hernum 17. júní 1775.

Herkampur var í Urriðaholti, nefndur Camp Russel.

Camp Russel

Kamp Russel – kort.

Tveir kampar voru í Garðaholti, Camp Gardar og Camp Tilloi. Þá var loftskeytastöð á Álftanesi; Camp Jörfi. Kampabyggðin í Hafnarfirði þjónaði m.a. varðstöðu á Ásfjalli og nálægum svæðum. Hvaleyrarkampur annaðist varnir við innsiglinguna í Hafnarfjörð.

Á Garðaholti er skilti með upplýsingum um herkampana Camp Gardar og Camp Tilloi, sem þar voru þar á stríðsárunum. Í texta á skiltinu segir: “Sumarið 940, í beinu framhaldi af hertöku landsins, hóf breski herinn varnarviðbúnað með ströndinni frá Kjalarnesi og suður á Hvaleyri í Hafnarfirði og einnig á helstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu og austan þess. Fótgöngulið sem gætti strandlengjunnar á Álftanesi, kom sér fyrir á austanverðu Garðaholti og stórkostaliðsflokkur setti þar upp tvær stórar loftvarnarbyssur. Á Garðaholti og beggja vegna Garðaholtsvegar, sem breski herinn lagði upphaflega, má sjá ummerki eftir hersetuna.

Hernám

Camp Knox.

Camp Knox var við Kaplaskjól, milli Reynimels, Kaplaskjólsvegar og Hofsvallagötu, nánast á svæði Sundlaugar Vesturbæjar. Þar var aðsetur bandaríska sjóhersins á Íslandi. Þetta er einn þekktasti kampurinn í sögu Reykjavíkur. Hann var nefndur eftir Frank Knox, sem var flotamálaráðherra 1940–1944 eða í seinni stjórn Franklín D. Roosvelts forseta. Hann barðist á Kúbu í liði Theodor Roosvelts í spánsk-ameríska stríðinu 1898 og síðar í Frakklandi, í fyrri heimsstyrjöldinni.

Hernám

Í Camp Knox um 1960.

Í Camp Knox var öllum sjóliðum bandaríska flotans, sem höfðu orðið skipreika og bjargað, komið fyrir til aðhlynningar. Skipreika menn úr kaupskipaflotanum voru hinsvegar hýstir í Camp Caledonia, er var betur þekktur sem Múlakampur. Hann var vestan við Suðurlandsbraut, á móts við Múla, en nú má miða við Laugardalshöllina þar sem Múli er horfinn.

Landherinn kenndi marga af sínum kömpum í og við Reykjavík við fræga hershöfðingja úr sinni sögu:

Camp Pershing, sem fjallað er um hér að framan, var kenndur við John J. Pershing, sem var yfirhershöfðingi bandaríska hersins í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni.

Hernám

Kampar í Reykjavík og nágrenni.

Camp Sheridan var rétt norðan við Bráðræði, milli Seilugranda og Frostaskjóls.
Sheridan er nafn á einum frægasta hershöfðingja norðanmanna í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum 1861-1865. Er honum jafnað við hershöfðingjana Grant og Sherman.
Camp MacArthur var í Mosfellssveit og var kenndur við Douglas MacArthur einn frægasta hershöfðingja Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni.
Flugdeild landhersins, „U.S. Army Airforce“, nefndi nokkra af sínum kömpum og flugvöllum eftir flugmönnum, sem látist höfðu af slysförum.

Meeks Camp var við Meeks Field, sem seinna hlaut nafnið Keflavíkurflugvöllur.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Kampurinn og flugvöllurinn var kallaður eftir fyrsta bandaríska herflugmanninum sem fórst á Íslandi, George Meeks. Það gerðist fyrir hádegi 19. ágúst 1941. George Meeks var að koma á orrustuflugvél sinni inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli, frá norðri. Hermaður mun hafa hjólað út á flugbrautina og flugmaðurinn þá fengið merki um að taka upp aftur. Hann var í lágflugi. Í stað þess að halda áfram í beinni stefnu eftir brautinni þá beygði hann til vinstri með þeim afleiðingum að hann flaug á loftnetsvírstreng, sem var strengdur á milli tveggja mastra. Annað mastrið brotnaði og hluti af öðrum væng vélarinnar. Vírdræsa vafðist um skrúfu vélarinnar og hún steyptist stjórnlaus í Skerjafjörðinn við Nauthólsvík. Flugmaðurinn mun hafa látist samstundis.

Hernám

Kampur í Nauthólsvík – Camp Kwitcherbelliakin.

Eitt undarlegasta nafn á braggahverfi, sem hér var, var Camp Kwitcherbelliakin (Quit-Your-Belly-Aching), sem mun þýða „hættu þessu nöldri“. Þessi kampur tilheyrði flugdeild bandaríska sjóhersins og var staðsettur við Nauthólsvík. Yfirmaður flugdeildarinnar, Dan Gallery kapteinn, var um margt sérstakur maður en nafngift kampsins er hans. Hann varð frægur fyrir stjórn á töku þýsks kafbáts, U-505, 4. júní 1944, en þá var hann kapteinn á flugmóðurskipinu USS Guadalcanal. U-505 er nú sýningargripur í Chicago. Dan Gallery varð síðar aðmíráll. Eftir heimsstyjöldina skrifaði hann nokkrar greinar í Saturday Evening Post um reynslu sína á stríðsárunum, m.a. um dvöl sína á Íslandi. Það er ekki hægt að segja að hann hafi skrifað neitt jákvætt um landið eða dvölina hér.

Íslensk kampanöfn

Hernám

Camp Leynimýri.

Bretar og Bandaríkjamenn gáfu nokkrum kömpum íslensk nöfn eða höfðuðu til íslenskra staðhátta. Verður nokkurra þeirra getið hér:

Camp Leynimýri var á svæðinu við Bústaðaveg þar sem Veðurstofa Íslands er.
Camp Fossvogur var þar sem Nesti í Fossvogi er nú.
Camp Ártún var við bæinn Ártún í Elliðaárdal.

Hernám

Camp Hálogaland – Í styrjaldarlok keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur skálann af setuliðinu og
var hann eftir það kallaður Hálogaland. Húsið varð nú miðstöð handknattleiks
í landinu og vettvangur allra helstu kappleikja innahúss fram á 7. áratuginn,
þegar Laugardalshöll tók við því hlutverki. Á tímabili var Hálogaland einnig
íþróttahús Vogaskóla og notað undir guðsþjónustur fyrir Langholtssöfnuð.
Skálinn var rifinn árið 1970.

Camp Hálogaland var kenndur við samnefndan bæ og var á svæðinu sem markast af Suðurlandsbraut, Skeiðarvogi og Gnoðarvogi.
Camp Langholt var austan við Langholtsveg rétt við Skeiðarvog.

Herskóla Camp var þar sem hús Landssímans er við Suðurlandsbraut. Margir kölluðu þennan kamp „Herskálakamp“ það mun hafa komið til af því hve orðin herskóli og herskáli eru lík í framburði. Þarna ráku Bretar herskóla sem mun hafa verið sá fyrsti í seinni heimsstyrjöldinni, sem kenndi vetrarhernað.
Laugarnes Camp var á samnefndu svæði norðaustan við Kirkjusand.
Camp Defensor var við samnefnt hús við Borgartún; Balbo Camp nefndur eftir Balbo, ítalska flugkappanum, en kampurinn var uppi á hæð norðan við Vatnagarða og austan við Kleppsveg (Sæbraut).

Elliðaárdalur

Camp Ártún.

Camp Ingolfs var við Ingólfsstræti þar sem Hallveigarstaðir eru nú; Camp National Theatre, þetta var kampur við Þjóðleikhúsið.
Stadium Camp var við gamla íþróttavöllinn á Melunum eða Melavöllinn þar sem Þjóðarbókhlaðan er.
Camp Tower Hill var vestan við Sjómannaskólann og fékk nafnið af vatnstankinum sem þar er.

Eftirtaldir þrír kampar voru allir á Kjalarnesi og voru við þá staði, sem þeir eru kenndir við:

HernámCamp Arnholt (Arnarholt).
Camp Brautarholt.
Camp Saurbær, sá kampur var upp við þjóðveginn en ekki niður við kirkjustaðinn.

„Örnefni“
Bretar og Bandaríkjamenn áttu oft í mesta basli við að bera fram íslensk staðarnöfn og gripu þá til þeirra ráða að nefna staði enskum eða bandarískum nöfnum eftir því sem hentaði. Það virðist samt svo að Bretar hafi verið duglegri við þetta, að minnsta kosti í Reykjavík. Verður hér getið örfárra staða, sem hlutu þessi örlög.

Álftanes:
Bless Bay (Bessastaðatjörn); Deilit (Deild); Spidnholt (Sviðholt); Bottle Neck Bay (Skógtjörn) og Lamb Bay (Lambhúsatjörn).

Hernám

Eftir heimsstyrjöldina 1939 til 1945 stóðu borgaryfirvöld í Reykjavík frammi fyrir miklum húsnæðisvanda. Fólki fjölgaði ört og fjöldi flutti til borgarinnar af landsbyggðinni í von um betra líf. Uppbygging húsnæðis hafði verið hæg og ekki gert ráð fyrir þeim fólksflutningum sem hafinn var. Eitt neyðarráð borgarinnar kom þó upp í hendurnar á henni við lok styrjaldarinnar og var óspart notað. Á styrjaldarárunum byggðu Bretar og einkum Bandaríkjamenn mikinn fjölda hermannaskála eða bragga víðs vegar um landið til að hýsa þann mikla fjölda hermanna sem hingað kom á stríðsárunum. Þessir skálar mynduðu oftast þyrpingar eða hverfi sem kölluð voru kampar sem dregið er af enska orðinu camps. Í Reykjavík voru reist um 80 braggahverfi með hátt í sex þúsund bröggum. Stærsti bragga-kampurinn í Reykjavík var í Vesturbænum, kallaðist Kamp Knox og stóð á svæðinu milli Kaplaskjólsvegar og Hofsvallagötu þar sem Hagamelur og Grenimelur eru í dag. Kampurinn var fyrst og fremst svefnstaður hermanna en nokkur þjónusta varð til í kringum þessa byggð. Höfuðstöðvar bandaríska setuliðsins voru staðsettar í Camp Knox á stríðsárunum. 2300 íbúar í 543 bröggum Við stríðslok 1945 hurfu hermennirnir á braut og braggarnir stóðu auðir eftir. Í húsnæðisneyðinni gripu borgaryfirvöld til þess ráðs að kaupa bragga af Bandaríkjamönnum til að leigja efnalitlu fólki. Árið 1947 keyptu borgaryfirvöld Camp Knox fyrir 415 þúsund krónur. Í fyrstu var litið á þetta sem skammtímalausn á ört vaxandi húsnæðisvanda en raunin varð allt önnur. Braggalausnin varð mun lífseigari en til stóð. Í september 1944 bjuggu um 800 Reykvíkingar í bröggum og rúmum áratug síðar eða árið 1955 bjuggu 2300 bæjarbúar í 543 bröggum. Taldi Camp Knox þá 165 skála, stóra og smáa. Að geta fengið inni í bragga var skárra en ekkert. Braggarnir í Camp Knox voru notaðir undir leiguhúsnæði allt til ársins 1966 eða í nær tvo áratugi.

Arnarnes og austan við það:

Puffin Bay (Arnarnesvogur); Puffin Point (Arnarnestá), þetta getur aðeins þýtt það að þarna hafi verið eitthvað um lunda; Gala Hill (Hnoðraholt) og Hawick Hill (Selhryggur). Hawick er bær i Skotlandi rétt norðan við landamæri Englands og Skotlands. Nafnið kemur trúlega þaðan.

Kópavogur:
Hilton Road, lá frá Hafnarfjarðarvegi næst Kópavogslæk eða þar sem Fífuhvammur er nú. Hilton Flats, Smárinn eða flatirnar þar sem íþróttasvæði Kópavogs er nú.

Reykjavík:
Baldurshagi Hill, þ.e. Breiðholtshvarf, en Baldurshagi Hill var kallað svo eftir Camp Baldurshagi, sem var þar sem nú er skeiðvöllurinn austan við Elliðaár.

Consul Point. Klettarnir sem voru fyrir norðan Höfða en á þessum tíma hafði ræðismaður Breta aðsetur í Höfða.

Howitzer Hill eða Fallbyssuhæð. Bretar kölluðu Öskjuhlíðina Howitzer Hill en þar höfðu þeir komið fyrir fjölda fallbyssna auk vélbyssna til varnar flugvellinum. Það má enn sjá skotbyrgi eða vélbyssuhreiður á Howitzer Hill frá þessum tíma.

Park Lane Road. Njarðargata frá Hringbraut suður að þar sem nú er Skerplugata. Það er nokkuð augljóst að nafnið kemur frá Hljómskálagarðinum.

Tower Hill Road. Þessi gata lá frá vatnsgeyminum við Sjómannaskólann, til austurs yfir þar sem nú er Álftamýrin og allt austur að Elliðaám. Gatan var betur þekkt meðal Íslendinga sem Sogavegur.

Wellington Road eða Kringlumýrarvegur. Nafnið kemur frá herdeildinni Duke of Wellingtons Regiment, sem hér var. Vegurinn lá rétt frá mótum Laugavegar og Suðurlandsbrautar eða rétt vestan við þar sem Kringlumýrarbrautin var síðar lögð og suður að að Bústaðavegi.

Lokaorð

Hernám

Winston Churchill heimsótti Ísland 16. ágúst 1941 á heimferð sinni í sögulegri heimsókn til Roosevelt forseta Bandaríkjanna. Hér skoðar hann hervörð í Reykjavík. 

Hér hefur verið stiklað á stóru um sérstakt efni og í rauninni merkilegan þátt í sögu hernáms og hersetu Íslands 1940-1945. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn. Það sem hér hefur verið skráð er hreint ekki tæmandi og margt er enn hulið. Smátt og smátt bætast þó við nýjar upplýsingar, sem fylla í skörðin, og vonandi kemur að því áður en mjög langt um líður að nokkuð heildstæð mynd skapist um þetta efni.

Sjá nánar Eggert Þór Bernharðsson: Undir bárujárnsboga. Braggalíf í Reykjavík 1940–1970. JPV Forlag. Reykjavík 2000.“

Heimild:
-https://arnastofnun.is/is/utgafa-og-gagnasofn/pistlar/kampanofn-og-ornefni-tengd-hersetu-islandi-1940-1945
Hernám

Garðakirkja

Á vefsíðu Garðakirkju er m.a. fjallað um kirkjuna fyrr og síðar. Fyrrum var kirkjan sóknarkirkja Hafnfirðinga og þurftu þá bæði bæjarbúar og sóknarbörn Garðaprestakalls, sem bjuggju sunnan bæjarins, að sækja þangað messur. Í þá daga var ekki þyrlum fyrir að fara svo nota þurfti annað hvort tvo jafnfljóta eða þess umfram tveimur fljótari.

Garðavegur

Kirkjugatan – gamla sjávargatan.

Löngum fetaði fólkið austan kirkjunnar fjörugötuna, en fljótlega um og eftir aldarmótin 1900 var farið að huga að því að leggja slóða og götur um hið strjála kofaþyrpingasvæði Hafnarfjarðar ofan strandarinnar. Ein af fyrstu götunum, sem lagðar voru í byrjun aldarinnar var Garðavegur – kirkjugatan, sem þá lá upp frá austanverðu Akurgerði og nefndist Kirkjuvegur.
Garðavegurinn hefur týnst að hluta, einkum þar sem hann lá um Víðisstaði og núverandi byggingarsvæði Norðurbæjar Hafnarfjarðar að ofanverðum Hleinum (þar sem Hrafnista trjónir nú ofan við gamla Allianz fiskreitinn). Í nýlegri fornleifaskráningu fyrir Hafnarfjörð hefur láðst að skrá Garðaveginn þar sem hann lá fyrrum í gegnum Norðurbæinn. Þar er einungis vitnað í þekkta fiskreiti og hlaðna garða (sem flestir eru reyndar frá nútíma).
Hér verður reynt að gefa fólki mynd af legu þessa gamla tímabundna kirkjuvegar, er þjónaði sínu hlutverki allt fram yfir fyrsta áratug 20. aldar.

Garðavegur

Garðavegur 1942.

„Garðakirkja hefur staðið í Görðum frá fornu fari. Garðakirkja var frá upphafi Péturskirkja en algengt var, er menn fóru að reisa kirkjur hér á landi eftir kristnitöku, að þeir helguðu kirkjur sínar Pétri postula. Máldagar greina frá, að Bessastaðakirkja sé í fyrstu talin Maríukirkja og síðar Nikulásarkirkja, og bendir það til þess, að Garðakirkja sé eldri. Í Vilkins-máldaga frá 1397, þar sem skráðar eru allar eignir kirkna í Skálholts- biskupsdæmi, vekur það sérstaka athygli, að eignir Garðakirkju eru þá þegar orðnar ótrúlega miklar, og það svo, að landaeignir hennar munu ekki hafa aukist svo neinu næmi eftir það. Í þessu felst skýr ábending um háan aldur hennar, því svo miklar eignir hlóðust ekki á kirkjur yfirleitt nema þá á all löngum tíma. Sterk rök virðast því hníga að því, að Garðar séu hin forna landnámsjörð Ásbjarnar Össurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og jafnframt með elstu kirkjustöðum þessa lands.

Jón Vídalín

Jón Vídalín.

Í Görðum er fæddur séra Jón Þorkelsson Vídalín (1666-1720), sem var biskup í Skálholti 1698-1720. Jón biskup Vídalín samdi “Guðrækilegar predikanir yfir öll hátíða og sunnudaga guðspjöll” og gaf út í húspostillu sinni, sem prentuð var fyrst á Hólum í Hjaltadal 1718-20. Árið 1995 var Vídalínspostilla gefin út í fimmtánda sinn, og hefur sú bók lengst, ásamt Passíusálmunum, dugað íslensku þjóðinni til guðrækilegrar iðkunar, allt þar til að húslestrar lögðust af eftir að Ríkisútvarpið tók til starfa og útvarpsmessur hófust árið 1930.

Árið 1875 vísiterar Dr. Pétur Pétursson biskup í Görðum. Þá stóð þar gömul timburkirkja í miðjum gamla hluta kirkjugarðsins og svo hrörleg orðin, að hún verður ekki talin nothæf öllu lengur að dómi biskups. Séra Þórarinn Böðvarsson, sóknarprestur í Görðum og prófastur í Kjalarnesprófastdæmi, hvatti til þess, að kirkjan yrði endurreist en ágreiningur varð um hvort byggja skyldi í Görðum eða í Hafnarfirði og náðist ekki samkomulag.

Garðavegur

Garðavegur 1957.

Séra Þórarinn lét því árið 1879 byggja nýja kirkju í Görðum á eigin kostnað. Hann velur kirkjunni nýjan stað ofar og hærra en aðrar Garðakirkjur höfðu áður staðið og ákvað, að þessi nýja kirkja yrði gjörð af steini og var grjót til hennar tekið úr holtinu fyrir ofan kirkjuna. Þórarinn leggur allan sinn metnað í það, að kirkjan verði svo vönduð og vegleg sem verða má. Til marks um hve vel var vandað til alls, sem að kirkjusmíðinni laut, má geta þess, að þegar Garðakirkja var rifin, nær 60 árum síðar, sást hvergi ryðblettur á þakjárni hennar, og hafði þakið þó aldrei verið málað.

Garðakirkja

Garðakirkja 1879.

Kirkjuhúsið var hlaðið úr tilhöggnum steini, eins og fyrr er sagt.. Blámálað hvolfþak var í ferhyrndum reitum með gylltri stjörnu í hverjum reit og þótti kirkjan eitt glæsilegasta guðshús landsins á þeim tíma. Ekki hefur fundist skráð hvenær kirkjan var vígð, en trúlega var það á annan í hvítasunnu 1880.

Eftir vígslu nýrrar kirkju í Hafnarfirði hinn 20. desember 1914 er Garðakirkja lögð af sem sóknarkirkja, en kirkjulegar athafnir fóru þó fram í Garðakirkju eftir það, enda sat sóknarpresturinn, séra Árni Björnsson, prestsetrið að Görðum og flutti ekki til Hafnarfjarðar fyrr en um haustið 1928. Séra Árni kom að Görðum frá Reynistað í Skagafirði árið 1913. Hann varð prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 1916. og þjónaði Garðaprestakalli til dauðadags 26. mars 1932.

Garðavegur

Garðavegur – loftmynd 1952.

Útfarir fóru fram öðru hverju frá Garðakirkju þegar jarðsett var í Garðakirkjugarði, einnig eftir að kirkjan var seld í nóvember 1917. og fór síðasta athöfnin fram í maí 1937.
Eftir byggingu Hafnarfjarðarkirkju var söfnuðurinn í fjárþröng. Á aðalsafnaðarfundi 31. október 1915 var smþykkt einróma að selja Garðakirkju og í apríl næsta ár er auglýst eftir tilboðum. Þrjú tilboð bárust og voru opnuð á sóknarnefndarfundi 10. maí. Hæsta tilboðið reyndist sautján hundruð krónur. Horfið var frá því að taka nokkru tilboði þar eð fundinum barst eindregin ósk frá herra Þórhalli Bjarnarsyni biskupi, sem lofaði í þess stað tvö þúsund króna láni úr almennum kirkjusjóði með veði í Garðakirkju.

Garðavegur

Garðavegur – loftmynd 1952 m.v. loftmynd 1992.

Sú orðsending fylgdi frá biskupi, “að hann mætti ekki til þess hugsa að hið fornmerka kirkjuhús væri niður rifið, og það því fremur, sem Garðakirkja væri minnisvarði þjóðhöfðingjans, Þórarins heitins Böðvarssonar, sem hafði byggt hana og lagt til hennar mjög stóran skerf úr eigin vasa”. Á safnaðarfundi 29. október 1916 eru á ný flutt eindregin tilmæli frá Þórhalli biskupi um, að frestað yrði enn að selja Garðakirkju. Biskup hafði þá sótt um heimild stjórnarráðsins um að Garðakirkja yrði keypt af Thorchillisjóði er síðar kæmi þar upp “barnauppeldisstofnun”. Áður en stjórnarráðið svaraði þessu erindi lést biskup hinn 15. desember 1916. Hinn 21. maí 1917 ritar sóknarnefnd eftirmanni hans, herra Jóni Helgasyni biskupi langt bréf með beiðni um að málið yrði tekið upp að nýju en sú málaleitan bar engan árangur.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Loks kemur að því, að Garðakirkja er auglýst til sölu öðru sinni. Hinn 11. nóvember 1917 eru tvö tilboð opnuð, hið hærra kr. 2.000 og er báðum tilboðum hafnað. Á fundinn voru komnir þeir Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson og tjá sóknarnefnd að þeir og átta menn aðrir hafi bundist samtökum um að kaupa Garðakirkju, svo að hún yrði ekki rifin niður, og var tilboð þeirra kr. 2.800. Sóknarnefnd samþykkti tilboð þeirra. Þeir aðrir, sem að kaupunum á Garðakirkju stóðu, voru: Carl Proppé, Christian Zimsen, Gunnar Egilsson, Jes Zimsen, Jón Einarsson, dr. Jón Þorkelsson, Sigurgeir Gíslason og Þórarinn Egilsson. Árið 1938 var Garðakirkja orðin mjög illa farin og turn hennar að falli kominn. Hvorki þeir, sem eftir lifðu af eigendum hennar né sóknarnefnd töldu sér fært að gera á kirkjunni bráðnauðsynlegar endurbætur og fór svo að kirkjan var rifin næsta ár.

GarðakirkjaSvo var komið um miðja tuttugustu öldina að eftir stóð af Garðakirkju tóftin ein, þak- og gluggalaus og hinir hlöðnu steinveggir Þórarins Böðvarssonar óvarðir fyrir veðri og vindum. Kom jafnvel til tals að brjóta þá niður og flytja grjótið í fyllingu í Hafnarfjarðarhöfn. Því menningarslysi varð þó forðað og komu konurnar í nýstofnuðu kvenfélagi Garðahrepps þar til sögunnar og ákváðu að hefjast handa og endurreisa Garðakirkju. Þær máttu ekki til þess hugsa, að þessi forni og merki kirkjustaður legðist af. Garðar höfðu skipað virðingarsess í íslenskri kirkjusögu um aldir. Meðal fyrstu verkefna Kvenfélags Garðahrepps var endurreisn Garðakirkju. Á fundi félagsins hinn 6. október 1953 voru þrjár konur, þær Úlfhildur Kristjánsdóttir, Dysjum, Ásta G. Björnsson, Reynihlíð og Ólafía Eyjólfsdóttir, Hausastöðum, kosnar í nefnd til að vinna að þessu mikla áhugamáli. „

Hátíðarræða flutt í Garðakirkju 6. mars 2016.

Garðavegur

Garðavegur í dag – Fátt markvert að sjá….

Við hátíðarguðsþjónustu, sem haldin var þann 6. mars af tilefni 50 ára vígsluafmæli Garðakirkju, fluttu hjónin Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir afar fróðlega og skemmtilega hátíðarræðu um sögu Garðakirkju.

„Hér erum við stödd í helgu húsi á sögufrægum stað. Senn eru liðin 50 ár frá því kirkjan okkar hér í Görðum var endurreist og endurvígð til þeirra mikilvægu verkefna sem unnin eru í kristilegu starfi í bæjarfélaginu okkar. Garðakirkja er eitt af kennileitum bæjarfélagsins. Kennileiti sem okkur þykir einkar vænt um og vístum til með virðingu og stolti. Að stofni til er kirkjubyggingin senn 140 ára sem telst hár aldur í byggingasögu landsins. Hún var á sínum tíma reist af miklum stórhug og þótti þá ein glæsilegasta kirkjubygging landsins.

Garðavegur

Garðavegur í gegnum Norðurbæinn fyrrum (1952).

Á þeim tímamótum að minnst er 50 ára endurvígslu Garðakirkju er ekki nmea eðlilegt að hugurinn reiki til fyrra tíma og hann sé borinn saman við þann tíma sem við lifum nú. Það er undarlegt að hugsa til þess að það eru ekki nema nokkrir mannsaldrar síðan að næfellt fjórðungur íslensku þjóðarinnar var á flótta. Voru flóttamenn í eigin landi og að á tveimur árum fórst nærfellt fimmtungur þjóðarinnar af fátækt og hungri. Miðað við það alsnæktaborð sem við sitjum nú við er hollt fyrir okkur að minnast þess að hér á þessu svæði bjó kynslóð afa okkar og önnu við það að vita ekki hvort til væri málungi matar næsta dag, – hvort unnt yrði að gefa börnunum eitthvað að borða þótt ekki væri nema þang eða fiskruður.

Garðar

Garðar í nútíma..

Og vert er líka að geyma í minni að það eru innan við hundrað ár síðan hreppsnefnd Garðahrepps sat á rökstólum í þinghúsinu hérna á holtinu og freistaði þess að útdeila mat til nánast allra heimila í hreppnum. Það var ekki auðvelt hlutskipti, ekki síst vegna þess að þá vildi enginn sem átti veraldleg verðmæti lána þau Garðahreppi.

Þótt fátækt og erfiðleikar væru miklir hér á svæðinu hélt kirkjustaðurinn Garðar jafnan reisn sinni. Í gegnum tíðina urðu margir Garðaklerkar nafntogaðir og landsþekktir og höfðu mikil áhrif á samtíð sína. Enginn þó eins og Jón Vídalín sem fæddist og ólst upp hér. Var hér sóknarprestur í eitt ár en lengst af starfsævi sinnar biskup í Skálholti.

Garðakirkja

Garðakirkja 2023.

Hér er ekki staður né stund til að fjalla um þann merka mann en aðeins sagt að enginn einn maður hefur haft eins djúpstæð áhrif á trúarlíf Íslendinga í langan tíma sem hann, auk þess sem hann lagði mikilvæg lóð á vogaskálar menntunar og uppbyggingar landsins á mörgum sviðum. Faðir Jóns, Þorkell Arngrímsson, sonur Arngríms lærða, var prestur hér í tvo áratugi. Hann var sagður lærðasti maður samtíðar sinnar – fyrsti Íslendingurinn sem lauk háskólanámi í læknisfræði og var einnig hámenntaður í jarðvísindum en mun aldrei hafa lokið námi í guðfræði. Marga aðra mætti nefna svo sem séra Jón Kráksson sem sat embættið í 50 ár, séra Guðlaug Þorgeirsson, séra Árna Helgason sem jafnan var nefndur „biskupinn í Görðum.“ Honum margstóð til boða biskupsdómur en afþakkaði jafnan, séra Helga Hálfdánarson sálmaskál, séra Þórarin Böðvarsson og séra Jens Pálsson. Og meðal merkra presta hér má vissulega líka nefna samtímamann okkar, séra Braga Friðriksson.

Garðaholt

Garðaholt 1952.

Fáum sögum fer af kirkjubyggingum í Görðum. Líklega hafa þær verið eins og víðast annars staðar á Íslandi, fyrst byggðar úr torfi og grjóti en síðar úr timbri. Ugglaust hefur það verið timburkirkja sem á sínum tíma fauk í ofvirði alla leið út á Svið. Vildi til að þar sat maður undir árum á báti sínum og sá svarta flyksu stefna til sín. Greip hann flyksunar og reyndist hún vera Garðakirkja. Lét hann sig ekki muna um að hengja hana aftan í bátinn er hann reri til lands og koma henni fyrir á grunninum. Ekki var kannski alveg að marka söguna, þótt góð væri, því sá er hana sagði var Vellygni Bjarni sem sjaldan gerði lítið úr afrekum sínum.

Garðavegur

Garðavegur í dag (2022).

Þegar leið á 19. öldina tók byggðamynstrið hér á svæðinu verulegum breytingum. Með skútuútgerðinni myndaðist þéttbýli í Hafnarfirði og þá fóru að heyrast raddir um að sóknarkirkjan væri best komin þar. Hafnfirðingar þóttu latir að ganga illfæra leið út að Görðum til kirkjulegra athafna. Á sama tíma var kirkjan í Görðum orðin svo hrörleg að endurbygging var nauðsynleg. Þegar ekkert gerðist í málinu bauð séra Þórarinn Böðvarsson sókninni að byggja hér steinkirkju á eigin kostnað. Var það ekki eina stórgjöfin sem séra Þórarinn færði sveitarfélaginu þar sem hann og eiginkona hans Þórunn Jónsdóttur gáfu líka skóla – Flensborgarskólann – til minningar um son þeirra, Böðvar, sem þótti einstakur efnismaður en lést ungur, þegar hann var við nám í Lærða skólanum.

Víðistaðir

Garðavegurinn um Víðistaði.

Nýja kirkjan var reist á árunum 1878-1880. Hleðslugrjótið var tekið hér í Garðaholti en gífurleg vinna var að höggva það til. Kalkið sem notað var til að líma steinana saman var úr Esjunni, unnið í kalkofni sem stóð skammt frá Arnarhól. Ekki hafa fundist heimildir um vígsludag kirkjunnar en séra Bragi Friðriksson taldi líklegt að hann hefði verið hvítasunnudagur árið 1880.

Nú þarf að gera langa sögu stutta.

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja.

Árið 1909 var ákveðið að byggja sóknarkirkju í Hafnarfirði og var hún vígð 20. desember árið 1914. Eftir stóð yfirgefin kirkja að Görðum sem nýbyggð var talin ein glæsilegasta kirkja á Íslandi. Nú laut hún allt í einu lögmálum yfirgefinna bygginga, – að láta smátt og smátt undan veðri og vindum og grotna niður. Árið 1938 var turn kirkjunnar rifinn svo og þak og gluggar. Eftir stóð gapandi steintóft sem enginn vissi hvað átti að gera við. Til stóð reyndar að rífa hleðsluna og nota sem uppfyllingu í hafnarmannvirki í Hafnarfirði en þegar á herti var slíkt ekki talið svara kostnaði. Úr varð að kirkjan var auglýst til sölu og barst í hana tilboð upp á tvö þúsund krónur. Enn átti kirkjan sér velunnara?. Nokkrir menn sem áttu rætur í Garðahverfinu yfirbuðu og keyptu rústirnar á 2.800 krónur.

Garðakirkja

Garðakirkja 2022.

Og árin liðu. Garðakirkja hafði verið traustlega byggð og steinhleðslan stóð eins og hún vildi sýna að hennar tími myndi koma. Og sá tími kom þegar konur í Garðahreppi tóku málin í sínar hendur.  Stórt skref var stigið er Garðasókn var endurvakin árið 1960 en þá tók sóknarnefnd undir forystu Óttars Proppé við framkvæmdum við kirkjuna.

Garðakirkja var endurvígð 20.mars 1966. Var það vel við hæfi þar sem þá var þess minnst að þrjár aldir voru liðnar frá fæðingu Jóns Vídalín.“

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðskort frá 1903. Hér sjást báðir kirkjuvegirnir á milli Garða og Hafnarfjarðar.

Í framgreindum fróðleik kemur ekki fram hvaða veg og torfærur allan ársins hring Hafnfirðingar og útliggjandi Garðhreppingar þurftu að feta til að komast að og frá Garðakirkju til að hlusta á guðspjallið er annað er klerkinum lá að hjarta, þá og meðan kirkjan var við líði. Hér hefur verið úr því bætt…

Heimild:
-http://gardasokn.is/gardakirkja/

Garðakirkja

Garðakirkja.

Bessastaðir

Í skýrslu Þjóðminjasafns Íslands 2013, Guðmundar Ólafssonar, um Bessastaðarannsókn II – Kirkjugarður og miðaldaminjar,uppgraftarsvæði 12-15, má lesa eftirfarandi niðurstöðu:
Bess II-2„Helstu niðurstöður rannsóknarinnar árið 1988 eru þær að undir bílaplaninu norðan Bessastaðastofu á svæðum U12-U14, reyndist vera þykkur öskuhaugur frá 17., 18. og 19. öld. Þar voru fá mannvirki en nokkuð fannst þar af leirkera-, krítarpípu- og glerbrotum. Undir heimreiðinni á svæðum U14-U15, voru grafnar fram 75 grafir og þar kom í ljós að kirkjugarðurinn hafði náð mun lengra til norðurs á 18. og 19. öld en nú er.
Norðurveggur hans fannst undir miðri núverandi heimreið.
Áhugaverðar mannvirkjaleifar fundust einnig frá miðöldum á svæði U12. Þar reyndust vera mörg byggingarskeið sem erfitt var að greina á milli en þau höfðu skipt margsinnis um hlutverk. Hleðslubrotin voru svo mörg að byggingarnar virtust líka hafa verið endurnýjaðar mjög oft.
Enda þótt minjarnar væru aðeins rannsakaðar að hluta var ljóst út frá afstöðu gjóskulaga að á suðurhelmingi svæðisins höfðu staðið mannvirki allt frá síðari hluta 10. aldar eða byrjun 11. aldar. Kolefnisgreining á klæðisbút (Þjms 1988-213-224) styður þessa aldursgreiningu. Flest mannvirkin á svæðinu voru komin úr notkun um 1500. Elsta mannvirkið var hugsanlega leifar af garðlagi. Ofan á eða við þá hleðslu voru síðan reist hús sem af viðarkolablettum að dæma gætu upphaflega hafa verið íveruhús, þó að þau virtust fljótlega hafa fengið annað hlutverk.
Vonir standa til Bess-II-3þess að þegar úrvinnslu fleiri svæða hefur verið lokið, verði hægt að tengja þessar minjar betur við aðrar miðaldaminjar. Skordýraleifar bentu til þess að þarna hafi um tíma verið kamar, útihús eða úrgangur frá slíkum húsum en varðveisluskilyrði lífrænna minja á þessu svæði voru sérlega góð. Af áhugaverðum minjum má t.d. nefna leifar af kjól og tveimur skinnskóm frá þessum tíma og skordýraleifar, eins og elstu kóngulóarbjöllu sem fundist hefur hér á landi.

Nokkrir gripir undirstrikuðu sérstöðu Bessastaða sem höfðingjaseturs á Íslandi. Þar má nefna brot úr þremur til fjórum kakalofnum frá 16.-17. öld, sem sýna að hér var ekkert venjulegt heimili, þegar haft er í huga að á Íslandi öllu var talið að aðeins sjö til átta býli byggju þá við slíkan munað (Kålund, 1916:60). Tuttugu og sex brot úr passaglösum eru líka margfalt fleiri en þekkist annars staðar á Íslandi. Á biskupssetrinu á Hólum hafa fundist fáein brot og í Skálholti hefur aðeins fundist eitt brot úr passaglasi. Einn óvæntasti fundur þessa árs voru samt vínberjakjarnarnir sem fundust í miðaldalagi á svæði U12. Þeir vitna um stöðu Bessastaða sem höfðingjaseturs ásamt fleiri gripum, eins og t.d. passaglösunum og kakalofnunum, sem sýna að yfirstéttin á Íslandi reyndi eftir bestu getu að halda í við yfirstéttina í Norður-Evrópu og fygja siðum þeirra og lífsstíl“.
Í dag er uppgraftarsvæðið undir heimreiðinni (frá kirkjuhliðinu) að Bessastöðum.

Heimild:
-Guðmundur Ólafsson, Bessastaðarannsókn II. Kirkjugarður og miðaldaminjar, uppgraftarsvæði 12-15 – skýrslur Þjóðminjasafns Íslands 2013.

Bessastaðir

Bessastaðir.

 

Skansinn

Komið við í Bessastaðarstofu og húsakynnin skoðuð hátt og lágt, bæði minjarnar í kjallara svo og sögufrægir munir hið efra. Staðarhaldari fræddi viðstadda um fornleifauppgröftinn á Bessastöðum, er kallaði á sínum tíma á allskyns vangaveltur um álitamál, sýndi afraksturinn undir stofunni og sagði frá húsdraugnum.

Bessastaðir

Undir Bessastaðastofu.

Í Álftanessögu eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson er m.a. fjallað um Skansinn. Þar segir: „Skansinn var hjáleiga frá Bessastöðum og þar var búið til ársins 1927. Bæjarhúsin stóðu við Seiluna, vík sem gengur inn í Álftanes norðanvert. Þar var einnig virki fyrr á tímum.

Þekkt er kvæðið um Óla Skans, Ólaf Eyjólfsson, sem bjó í Skansinum seint á nítjándu öld. Erlendur Björnsson lýsir honum í endurminningum sínum, Sjósókn. Óli var vinnumaður hjá Erlendi á Breiðabólstöðum og móður hans og „liðlegur“ sjómaður. Óli Skans var meðalmaður, grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt en allhátt. Hann var með ljósleitt hár, slétt og sítt, skipti í miðju og var alrakaður. Hakan var óvenju breið og hann var lotinn í herðum.

Skansinn

Skansinn.

Hann var óvenjulegur þrifnaðarmaður, kátur og fjörugur en enginn söngmaður. Um hann er þó sungið enn í dag, en yfirleitt farið rangt með vísuna. Rétt mun hún vera svona:

Óli Skans, Óli Skans,
er hér á róli.
Fía hans, Fía hans
fær hjá honum skjólið.
Óla er kalt á kinnunum,
Fía vill ei orna honum.
Fram í eldhús til hennar
tíðum leggur göngurnar.

Garður við Skansinn

Garður við Skansinn.

Síðasti ábúandinn í Skansinum var Gísli Jónsson listmálari. Skansinn var þá í eigu Einars Benediktssonar skálds. Gísli var blásnauður en mjög listfengur og eftir hann liggur fjöldi merkra málverka. Árið 1890 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni ASÍ. Á meðan Gísli bjí í Skansinum valdi hann oft myndefni af Álftanesi. Ljósmóðir sem sat yfir fæðingu átta barna Gísla og síðari konu hans, Bjargar Böðvarsdóttur, hefur sagt frá þvía ð þau Gísli og Björg hafi haft fjöruþang til upphitunar og búið við bjargneyð og einangrun. En málverk Gísla prýddu veggi og meðal þeirra fegurstu er myndin, sem hér  fylgir af Skansinum, sem Gísli gaf Björgu konu sinni með rósamáluðum ramma utan um.“

Skansinn

Skansin og hús Óla Skans.

Sveinn fræddi viðstadda um stífluna við Bessastaðatjörn og hina hugvitsamlegu einstreymisloku, sem þar var sett til að jafna og halda vatnsyfirborði tjarnarinnar sem jöfnustu. Þá voru skoðaðar stríðsminjar á norðanverðu Nesinu, gamla steinhleðsluhúsið á Breiðabólstað o. fl.
Annars er ganga með strönd Álftanessins bæði ákjósanleg og áhugaverð. Fuglalífið er mikið og fjölbreytt, auk þess sem fjöruborðið býður upp á hinar ýmsustu kræsingar.
Veður var ágætt – Gangan tók 1 kls og 11 mín.

Heimild:
-Anna Ólafsdóttir Björnsson, Álftanessaga, kápa – Þjóðsaga 1996
-Sveinn Erlendsson

Skanskinn

Skansinn.

Hlið

Leitað var Skjónaleiðis að Hliði á Álftanesi, en á því var sagður vera áletrunarsteinn frá árinu 1807. Steinninn var friðlýstur árið 1965, en hann hefur verið talinn glataður. Hans er m.a. getið í Árbók Fornleifafélagsins 1966 í umfjöllun Kristjáns Eldjárns eftir að Gísli Sigurðsson sýndi honum hann árið 1963.

Álftanes

Skjónaleiði.

Gengið var skipulega um svæðið og tekin mið af fyrirliggjandi vísbendingum, s.s. „innan garða“ og „eigi langt frá“.
Eftir nokkra leit á svæðinu fannst steinninn. Einungis sást lítillega í hann þar sem algróðið er í kring og jarðvegurinn að færa steininn í kaf. Eftir að hafa flett jarðveginum af steininum kom áletrunin í ljós svo og ártalið 1807. Um er að ræða vísu, sem klöppuð er á steininn. Hann var settur þarna yfir dauðan og eftirsjáanlegan Skjóna bóndans á Hliði. Gamlar sagnir eru til um steininn, en sennilega vita fáir núlifandi af honum (árið er 2000). Torfið var sett varfærnislega yfir steininn aftur og allt lagfært svo sem það var.

Best er að ganga að steininum á auðri jörð að vetrarlagi því á sumrin grær hár grasagróður á svæðinu og hylur undirborðið.

Álftanes

Hlið – túnakort 1917.

Á Hliði eru ýmsar sögulegar minjar. Sjórinn hefur hins vegar verið að brjóta þær niður smám saman og taka þær til sín. Þarna væri því tilvalið að koma upp golfvelli ef það mætti verða til þess að varnargarðar yrðu settir upp áveðurs með ströndinni.
Áletrunin á steininum hefur varðveist vel, en líklegt má telja að hún hafi lengi framan af verið ofan jarðar, en síðan smám saman hulist jarðvegi, hann sigið og loks gróið yfir.
Vísan hefur varðveist á prenti. Hún mun vera eitthvað á þessa leið:

1807

HEIGDAN
SKIONA HIER EG TEL
HESTEN BEST AD
LIDE ÞESSE JÖRSA
ÞIENTE VEL ÞEGAR HAN
BIO A HLIDE

Öll N eru öfug í áletruninni eins og altítt er. Vísan, uppfærð, er því svona;

(Heygðan Skjóna hér ég tel,
hestinn bezt að liði;
þessi Jörsa þénti vel,
þegar hann bjó að Hliði).

Skjónaleiði

Skjónaleiði – letursteinn.

Jörsi mun hafa verið Jörundur Ólafsson, ættaðan frá Fossum í Andakíl; hann kom um aldamótin 1800 að Hliði og bjó þar lengi, dó 1843. Kristján Eldjárn nefndi staðinn „Skjónaleiði“.

Rétt er að árétta að skv. núgildandi lögum (sem vonandi verður breytt fljótlega) skal hafa samráð við Fornleifavernd ríkisins áður en fornleifar eru grafnar upp, en að þessu sinni var einungis ætlunin að leita staðfestingar á að umrædd sögn ætti við rök að styðjast eður ei. Gengið var frá öllu sem fyrr og steinninn hulinn torfi.

Hlið

Við Hlið á Álftanesi.

Í nýjum þjóðminjalögum, eða í reglugerð þeim tengdum (sem ekki er til m.v. núverandi lög), þarf að skapa eðlilegan og sjálfsagðan samhljóm á milli stofnana (fagfólks (lærðra)) og áhugasamtaka (leikinna) um söfnun og skráningu upplýsinga. Ljóst er að áhugafólk virðist eiga mun greiðari leið að t.d. eldra fólki (vegna áhuga síns og fórnfýsi (ekki krafist greiðslu fyrir ótakmarkað vinnuframlag)) á hinum ýmsu stöðum og svæðum, fólki sem býr að öllu jöfnu yfir miklum upplýsingum um fyrri búsetu og búsetuhætti, minjar og sögu.

Hlið

Hlið á Álftanesi.

Áhugafólk virðist einnig vera fundvísara á minjar, sem ekki virðast meðvitaðar fræðingum. Hinir síðarnefndu virðast of uppteknir af greiningu, flokkun og fyrirfram mótuðum listum (formúlum), en hinir fyrrnefndu geta leyft sér að „leika af fingrum fram“, óháð kerfisskráningunni. Hvorutveggja er gott, út af fyrir sig, en saman mætti ná enn betri árangri. Búa þarf til vettvang til þess að þessar upplýsingar, sem ávallt eru að glatast, nýtist sem skyldi. Vettvangurinn þarf ekki að vera stofnun (opinberra kvenna eða karla) með lögbundið vald. Hún getur alveg eins verið aðstaða þægilegs viðmóts og gagnkvæmrar virðingar – samtalsvettvangur „jafningja“ án þvingana.

Hlið

„Minjar“ á Hliði.

Lambhúsatjörn

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar (1726-1768), en hann fór í rannsóknarferðir um Ísland með Bjarna Pálssyni, síðar landlækni, á árunum 1752-1757, fjallar hann um óvenjulegan sandstein: „En utan á berglag þetta hefir hlaðizt, vegna þess að sjór hefir skolazt um það, svo að það er venjulega ekki talið vera hraun.
Lambhusatjorn-21Sérstaklega mikið er af steintegund einni af þessu tæi í vík nokkurri milli Bessastaða og Garða á Álftanesi. Á meðan við dvöldumst við rannsóknir á Íslandi, átti að nota steintegund þessa í múra amtmannsstofunnar á Bessastöðum. Kölluðu menn þetta sandstein, en kvörtuðu þó undan því, að hann væri óvenjulega harður. Annars er hann fallegur og endingargóður til húsagerðar. Við könnuðum þetta og komumst að raun um, að steinn þessi, sem er grár að lit og harðara tilbrigði hans dálítið dekkra, hafði orðið fyrir áhrifum af hægum jarðeldi, bæði heil lög hans og einstakir hlutar. Áhrif þessi voru mismunandi mikil, þannig að sums staðar var steinninn aðeins gegnbakaður, en á öðrum stöðum var hann allur með fíngerðum, jafnstórum holum, líkt og beztu afbrigði Rínarsteinsins, og var þessi holótti steinn dökkur að lit. Þriðja tilbrigðið er eins konar millistig þessara tveggja. Það heldur gráa litnum, en er holótt, en það sést þó ekki, nema vel sé að gætt. Lakasta tilbrigðið er svart með stórum holum, líkt og grófustu hraunin og áðurnefndir sjávarklettar, sem ofan á því liggja. Garðahraun er hér rétt hjá.“

Heimild:
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, bls. 199.

Bessastaðir

Bessastaðir og Lambhús – túnakort frá 1919.