Færslur

Dátahellir

Dátahellir norðan í Gíghæð vestarlega í Arnarseturshrauni ofan Grindavíkur heitir eftir hermönnum sem fundu beinagrind af manni í hellinum 15. júlí 1967. Lögreglan í Hafnarfirði fór með beinin í Fossvogskapellu þar sem þau voru brennd. Lögreglan taldi manninn hafa orðið úti fyrir nokkur hundruð árum síðan. Nokkrum dögum síðar fundu hermennirnir beltisól, sylgju og hnífsblað skammt frá þeim stað sem beinin höfðu legið. Enn síðar fundu þeir svo fataleifar á steini í hellinum sem er um 40 metra langur.

Dátahellir

Sveinn Björnsson, lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði bendir á, að beinagrindin hlýtur að hafa verið af mjög stórum manni. Bandarísku sjóliðarnir eru frá v.: Jeffrey Haughton, Paul Gougeon og Lawrence Hampton. (Mynd: George Cates).

Í Morgunblaðið 19. júlí 1967 er sagt frá beinafundinum undir fyrirsögninni “Lá á bakinu með aðra höndina undir hnakkanum” —Viðtal við einn Bandaríkjamannanna sem fann beinagrindina í hellinum við Grindavík.

“Beinafundurinn í hellinum skammt frá Grindavík hefur að vonum vakið mikla athygli, og í ráði er, að fornleifafræðingar frá Þjóðminjasafninu fari þangað innan skamms til þess að kanna hvort þar er einhverjar frekari leifar að finna. Hnífur og belti fundust einnig í hellinum og telur Gísli Gestsson, safnvörður, að þessir hlutir geti verið 4—500 ára gamlir.

Þeir lágu ekki við hlið beinagrindarinnar og því ekki víst að þeir hafi tilheyrt þeim sem þarna lét líf sitt.

Dátahellir

Sveinn Björnsson, lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði skoðar hauskúpuna. Í horninu á myndinni má sjá beltissylgjuna og hnífinn, sem sjóliðarnir fundu. (Mynd George Cates).

Það voru þrír bandarískir sjóliðar sem fundu leifarnar, og Morgunblaðið hafði tal af einum þeirra, Paul Gougeon, í gær: „Við vinnum við radarstöðina hér í Grindavík og okkar besta tómstundaiðja er, að ganga út í hraunið og skoða hella sem við rekumst á. Við höfum farið margar ferðir og skoðað fjöldann allan af hellum og smágjótum. Það er ekki mikið að finna í þessum hellum og þetta er í fyrsta skipti sem við rekumst á eitthvað þessu líkt, en við höfum gaman að því engu að síður“.

„Hvað er hellirinn langt frá stöð ykkar í Grindavík?”

„Hann er eitthvað um sex mílur í burtu, í áttina til Keflavíkur.“

„Hvað er hellirinn stór?“

Dátahellir

Dátahellir.

„Það er erfitt að segja um það nákvæmlega. Við urðum að beygja okkur til að komast inn í hann, ég held að hann sé um fimm metra djúpur. Beinagrindin lá innst í hellinum. Okkur virtist þetta hafa verið mjög stór maður. Hann hafði legið á bakinu, með aðra hendina undir hnakkanum, eins og hann ætti sér einskis ills von. Ég get ekki ímyndað mér hvernig hann hefur fengið þetta gat á höfuðkúpuna, það lá að vísu stór steinn við aðra öxl hans, en okkur var sagt, að hann hefði fallið eftir að maðurinn var dáinn, og beinagrindin ein var eftir.“

„Funduð þið beltið og hnífinn hjá líkinu?“

Dátahellir

Í Dátahelli.

„Nei, hlutirnir voru framar í hellinum, nokkuð frá beinunum. Við erum ekki vissir um, að þetta hafi verið belti en teljum það mjög líklegt. Það var bara sylgja eftir og svo einhverjar druslur, sem við töldum vera belti. Hnífurinn var að sjálfsögðu illa farinn, en þó greinilega hægt að sjá að þetta er hnífur.“

„Sáuð þið nokkur merki um að þarna hafi verið mannabústaður, t.d. eldstæði eða eitthvað slíkt?“

Dátahellir

Dátahellir.

„Nei, við urðum þess ekki varir. Satt að segja leituðum við ekki mjög vandlega eftir að við fundum beinin og hnífinn. Íslenska lögreglan var strax látin vita, og þeir tóku málið í sínar hendur. Við höfum áhuga fyrir að fara þangað aftur og leita betur, en mér skilst að íslenskir fornleifafræðingar hafi hug á að kanna staðinn svo að þá er best fyrir okkur að vera ekki að róta við neinu, við gætum hæglega eyðilagt eitthvað, sem sérfræðingsaugað kynni að meta þótt við.”

Þjófagjá

Þjófagjá.

Af hverjum var beinagrindin? Hvernig voru höfuðáverkarnir til komnir og af hvers völdum? Gæti maðurinn hafa tengst ræningjunum í nálægri Þjófagjánni í Þorbjarnarfelli eða varð hann saklaus fyrir barðinu á þeim? Leitaði hann skjóls í hellinum á flótta eftir að hafa verið veittur áverki? Og þá undan hverju eða hverjum? Var maðurinn kannski fyrrum smali í Hópsseli utan í Selshálsi er gæti hafa orðið fyrir óhappi eða tengdist hann mögulega seljum Járngerðarstaðabænda á Baðsvöllum? Gat beltissilgjan gefið einhverja vísbendingu um manninn?
Hellirinn er í hrauni miðja vegu milli tveggja þjóðleiða fyrrum; Skógfellavegar og Skipsstígs. Langt er þeirra á millum. Vagnvegurinn frá Stapanum um úfið hraunið til Grindavíkur var lagður á þessum slóðum árið 1916. Í nágrenninu eru nokkrir hellar og skútar.
Öllum spurningum um dauða mannsins í Dátahelli er enn ósvarað. Hver var t.d. niðurstaða rannsóknar lögreglunnar í Hafnarfirði á dánarorsökinni og var einhver eða einhverjir grunaðir í málinu? Hver var niðurstaða nefnds fornleifafræðings varðandi aldur, aldurtila og dauðdag viðkomandi? Framangreindar niðurstöður hafa aldrei verið gerðar opinberar.

Dátahellir

Dátahellir – skýrsla.

FERLIR leitaði til Þjóðskjalasafnsins og óskaði eftir afriti af lögregluskýrslum um beinafundinn í Dátahelli. Starfsfólkið staðfesti að lögregluskýrslur frá þessum tíma væru í fórum safnsins, en þrátt fyrir ítrekaða nokkurrra mánaða leit hefðu skýrslur um þetta tiltekna mál ekki komið í leitirnar. Nokkrum mánuðum síðar kom eftirfarandi svar:

“Sæll,
Í viðhengi er afrit úr dagbók lögreglunnar í Hafnarfirði þar sem kemur fram að Lögreglan á Keflavíkurflugvelli tilkynni þeim um líkfund í hrauninu við Grindavík þann 15.7. og sama dag fóru tveir menn til Grindavíkur vegna málsins. Þeir sóttu beinin og fóru með þau í Fossvogskapellu. Daginn eftir tilkynnir varðsjórinn á Keflavíkurflugvelli að hermennn á vellinum hafi fundið belti, sylgju og hníf í sama helli og beinin fundust í. Varðstjórinn ætlar að koma mununum á varðstöðina um kvöldið, sem er svo gert, samkvæmt dagbókinni.

Dátahellir

Dátahellir – skýrsla 2.

Við erum búin að leita að lögregluskýrslu um málið bæði í skjalasafni frá lögreglunni í Hafnarfirði og Keflavík/Keflavíkurflugvelli. Einnig athuguðum við hvort að Ríkissaksóknari hafi fengið gögn um málið en svo sáum við ekki. Þá var leitað í mannskaðaskýrslum sem höfðu verið sendar Dóms- og kirkjumálaráðuneyti og Hagstofunni en án árangurs. Ekki fannst heldur dánarvottorð í gögnum frá Hagstofu.

Því miður verð ég að tilkynna þér að við finnum engar frekari gögn um málið en það sem er í viðhengi.”
kv. Helga Hlín

Svar:
Sæl Helga Hlín; “Þakka þér kærlega. Dáist af dugnaði þínum og eftirfylgni”.

Heimild:
-Morgunblaðið miðvd. 19. júlí 1967, bls. 28 og 20.

Dátahellir

Dátahellir – loftmynd.

Arnarsetur

Gengið var um Arnarseturshraun undir leiðsögn Björns Hróarssonar, hellafræðings. Fyrst var farið í Dolluna, sem rétt við gamla Grindavíkurveginn við bílastæðið á Gíghæð.

Dollan

Dollan.

Dollan opnaðist er þakið féll niður undan vörubíl þegar verið var að vinna við nýja veginn, en þá var svæðið þarna notað sem athafnasvæði verktakans. Opið er svo til alveg vestan til í svæðinu. Dýptin á fast er um mannhæð og hallar undir á alla vegu. Þarna þyrfti að vera góður stigi fyrir ferðafólk því hellirinn er aðgengilegur svona nálægt vegi. Fyrst þyrfti þó að hreinsa upp drasl, sem safnast hefur neðan við opið. Björn skellti sér niður og skoðaði hellinn. Hann nær umm 30 metra upp á við til austurs og einnig til vesturs og uppfyllir því öll skilyrði til að geta flokkast sem góður hellir.

Næst var gengið áfram niður hraunið og hraunrásinni fylgt til vesturs. Eftir u.þ.b. 500 metra endar rásin og við tekur hellir. Hann liggur í hægri boga og endar eftir u.þ.b. 50 metra. Þar er stórt op í gólfinu og sést niður á neðri hæðina. Mannhæða hátt er niður. Eftir að haf rutt niður grjóti til að búa til lendingarpall var hoppað niður. Þar liggur víð og góð rás til austurs, undir gólfið sem áður var gengið.

Dollan

Í Dollunni.

Gólfið í rásinni er alveg hreint og slétt. Þessi hluti endaði eftir u.þ.b. 50 metra. Þar inni var bréfmiði á vegg, en letrið var ólæsilegt. Þó mátti greina dagsetningu og ártalið 1992. Þá var haldið til vesturs. Eftir um 30 metra var komið út í jarðfall. Úr því hélt rásin áfram um 20 metra uns komið var út úr henni á ný. Miðað við lýsingu á Hellinum Kubb gæti þetta vel verið hann. GPS-punktur af hellinum sýndi staðsetningu u.þ.b. 20 metrum norðar, en þrátt fyrir leit þar fannst ekkert op. Miðað við nýjan GPS-punkt, sem tekin var þar, gæti hér verið um misvísun að ræða. Um Kubb segir m.a. í lýsingu: “Kubbur er sennilega í sama hellakerfi og Dollan. Kubbur er á tveimur hæðum”.

Kubbur

Kubbur.

Annað op fannst skammt austan við þann stað, næstum mannhæða djúpt. Björn hoppaði þar ofan í. Þarna reyndist vera hellir í sömu stefnu og hinir hellarnir, u.þ.b. 30 metra langur. Þessi hellir hefur ekki verið nefndur, en fær hér vinnuheitið Naddur í merkingunni nálægur. Erfitt er að koma auga á holuna nema ganga svo til beint á hana.

Hnappur

Hnappur – opið.

Ekki lágu fyrir GPS-punkt á Hnapp, en um hann er til eftirfarandi lýsing: “Hann er með skemmtilegri hellum, sem hægt er að komast í. Hann er ekki mjög langur, en hefur upp á margt að bjóða. Inngangurinn er í gegnum þröngt gasútstreymisop. Strax þegar niður er komið er hægt að fara á efri eða neðri hæð. Efri hæðin lokast fljótt, en neðri hæðin liggur góðan spöl inn þar til komið er að hraunfossi. Fyrir innan fossinn lækkar gólfið verulega. Þá er maður staddur í miðjum hellinum í stórumsal. Út frá þessum sal liggja rásir í margar áttir og ein þeirra liggur í hring”. Fróðlegt væri að fá nánari staðsetningu eða leiðarlýsingu á Hnapp. (Síðar kom í ljós að Þorvaldur Örn, kennari í Vogum, hefði farið með félaga sínum Geirdal, í Arnarseturshraun og þá farið niður í Hnapp. Hefðu þeir m.a. rissað hellinn upp og nefnt hann Geirdal).

Hnappur

Í Hnappnum.

Haldið var upp að vegavinnubyrgjunum austan Grindavíkurvegar og áfram upp fyrir þau. Þar eru hellar í hraunrás. Rásin er fallin niður á tveimur stöðum og er efri hlutinn öllu lengri, eða um 50 metra langur. Hann endar í hafti, sem aðskilur hann og efsta hluta hinnar miklu hraunrásar úr Arnarsetursgígnum. Í heildina er þessi hallahluti um 100 metrar á lengd. Þeir fá vinnuheitið Gegnumgangur. Á bökkum rásarinnar eru margar stórar og fallegar hraunæðar.
Loks var gengið niður í Dátahelli. Hann nefnist svo vegna þess að í honum fannst beinagrind er talin er hafa verið af amerískum hermanni er týndist í hrauninu að vetrarlagi allmörgum árum áður. Við skoðun reyndist hellirinn vera um 40 metra langur.
Veður var frábært – bjart og hlýtt miðað við árstíma.

Allar staðsetningar voru samviskusamlega skráðar, en þegar heim var komið uppgötvaðist að blaðið með öllum tölunum hafði gleymst við Dátahelli.

UPDATE:

Arnarseturshellir

Arnarseturshellir.

Farið var aftur í Arnarseturshraun og GPS-punktar endurteknir. Við það fannst hellir, er nefndur hefur verið Skjóli sem og Kubbur að öllum líkindum.
Farið er inn í Skjóla, sem er nokkuð norðan við Nadda, inn í hraunbólu. Inn úr henni liggja rásir bæði til norðurs og suðurs. Ýmislegt bendir til að þetta séu yfirborðsrásir, en þarna örskammt frá er allnokkurt jarðfall er bendir til að þar undir hafi runnið talsvert hraun. Skjóli var ekki kannaður að þessu sinni, einungis framan við rásirnar er liggja inn.
Á leiðinni til baka var aftur hugað að hraunhól, sem lítil varða stendur á, og skoðaður hafði verið daginn áður. Hóllinn er skammt vestan við Dolluna. Í honum eru tvö gasuppstreymisop. Eystra opið er þröngt, en liggur inn til norðurs og víttkar síðan og hallar niður á við. Þarna gæti vel verið um opið á Hnapp að ræða. Fötin gáfu ekki tækifæri til að elta rásina lengra niður að þessu sinni, en þarna er svolítið skrið til að byrja með.
Ferðin var notuð til að gera uppdrátt af svæðinu og merkja þar inn á alla hellana níu. Skilið var eftir autt pláss fyrir enn ófundna hella þarna.
Frábært veður.

Geirdalur

Geirdalur – uppdráttur.

Kubbur

Gengið var um Arnarseturshraun undir leiðsögn Björns Hróarssonar, hellafræðings.

Dollan

Dollan.

Fyrst var farið í Dolluna, sem rétt við gamla Grindavíkurveginn við bílastæðið á Gýghæð. Dollan opnaðist er þakið féll niður undan vörubíl þegar verið var að vinna við nýja veginn, en þá var svæðið þarna notað sem athafnasvæði verktakans. Opið er svo til alveg vestan til í svæðinu. Dýptin á fast er um mannhæð og hallar undir á alla vegu. Þarna þyrfti að vera góður stigi fyrir ferðafólk því hellirinn er aðgengilegur svona nálægt vegi. Fyrst þyrfti þó að hreinsa upp drasl, sem safnast hefur neðan við opið. Björn skellti sér niður og skoðaði hellinn. Hann nær spölkorn upp á við til austurs og einnig til vesturs og uppfyllir því öll skilyrði til að geta flokkast sem góður hellir.

Kuppbur

Op í Kubbnum.

Næst var gengið áfram niður hraunið og hraunrásinni fylgt til vesturs. Eftir u.þ.b. 500 metra endar rásin og við tekur hellir. Hann liggur í hægri boga og endar eftir u.þ.b. 50 metra. Þar er stórt op í gólfinu og sést niður á neðri hæðina. Mannhæða hátt er niður. Eftir að hafa rutt niður grjóti til að búa til lendingarpall var hoppað niður. Þar liggur víð og góð rás til austurs, undir gólfið sem áður var gengið. Gólfið í rásinni er alveg hreint og slétt. Þessi hluti endaði eftir u.þ.b. 50 metra. Þar inni var bréfmiði á vegg, en letrið var ólæsilegt. Þó mátti greina dagsetningu og ártalið 1992. Þá var haldið til vesturs. Eftir um 30 metra var komið út í jarðfall. Úr því hélt rásin áfram um 20 metra uns komið var út úr henni á ný. Miðað við lýsingu á Hellinum Kubb gæti þetta vel verið hann. GPS-punktur af hellinum sýndi staðsetningu u.þ.b. 20 metrum norðar, en þrátt fyrir leit þar fannst ekkert op. Miðað við nýjan GPS-punkt, sem tekin var þar, gæti hér verið um misvísun að ræða. Um Kubb segir m.a. í lýsingu: “Kubbur er sennilega í sama hellakerfi og Dollan. Kubbur er á tveimur hæðum”.

Arnarsetur

Op í Arnarseturshrauni.

Annað op fannst skammt austan við þann stað, næstum mannhæða djúpt. Björn hoppaði þar ofan í. Þarna reyndist vera hellir í sömu stefnu og hinir hellarnir, u.þ.b. 30 metra langur. Þessi hellir hefur ekki verið nefndur, en fær hér vinnuheitið Naddur í merkingunni nálægur. Erfitt er að koma auga á holuna nema ganga svo til beint á hana.
Ekki voru meðferðis GPS-punkt á Hnapp, en um hann er til eftirfarandi lýsing: “Hann er með skemmtilegri hellum, sem hægt er að komast í. Hann er ekki mjög langur, en hefur upp á margt að bjóða. Inngangurinn er í gegnum þröngt gasútstreymisop.

Hnappur

Í Hnappnum.

Strax þegar niður er komið er hægt að fara á efri eða neðri hæð. Efri hæðin lokast fljótt, en neðri hæðin liggur góðan spöl inn þar til komið er að hraunfossi. Fyrir innan fossinn lækkar gólfið verulega. Þá er maður staddur í miðjum hellinum í stórum sal. Út frá þessum sal liggja rásir í margar áttir og ein þeirra liggur í hring”. Fróðlegt væri að fá nánari staðsetningu eða leiðarlýsingu á Hnapp. (Eftir að þessi leiðarlýsing var skrifuð kynnti Þorvaldur Örn, kennari í Vogum, að hann hefði fyrrum farið í Arnarseturshraun með félaga sínum, Geirdal. Þeir hefðu rissað Hnappinn upp og nefnt hellinn Geirdal).
Haldið var upp að vegavinnubyrgjunum austan Grindavíkurvegar og áfram upp fyrir þau. Þar eru hellar í hraunrás. Rásin er fallin niður á tveimur stöðum og er efri hlutinn öllu lengri, eða um 50 metra langur. Hann endar í hafti, sem aðskilur hann og efsta hluta hinnar miklu hraunrásar úr Arnarsetursgígnum. Í heildina er þessi hallahluti um 100 metrar á lengd. Þeir fá vinnuheitið Gegnumgangur. Á bökkum rásarinnar eru margar stórar og fallegar hraunæðar.

Dátahellir

Dátahellir.

Loks var gengið niður í Dátahelli. Hann nefnist svo vegna þess að í honum fannst beinagrind er talin er hafa verið af amerískum hermanni er týndist í hrauninu að vetrarlagi allmörgum árum áður. Við skoðun reyndist hellirinn vera um 40 metra langur.
Allar staðsetningar voru samviskusamlega skráðar, en þegar heim var komið uppgötvaðist að blaðið með öllum tölunum hafði gleymst við Dátahelli.

UPDATE:

Arnarseturshellar

Í Arnarseturshellum.

Farið var aftur í Arnarseturshraun og GPS-punktar endurteknir. Við það fannst hellir, er nefndur hefur verið Skjóli.
Farið er inn í Skjóla, sem er nokkuð norðan við Nadda, inn í hraunbólu. Inn úr henni liggja rásir bæði til norðurs og suðurs. Ýmislegt bendir til að þetta séu yfirborðsrásir, en þarna örskammt frá er allnokkurt jarðfall er bendir til að þar undir hafi runnið talsvert hraun. Skjóli var ekki kannaður að þessu sinni, einungis framan við rásirnar er liggja inn.

Arnarseturshellar

Í Arnarseturshellum.

Á leiðinni til baka var aftur hugað að hraunhól, sem lítil varða stendur á, og skoðaður hafði verið daginn áður. Hóllinn er skammt vestan við Dolluna. Í honum eru tvö gasuppstreymisop. Eystra opið er þröngt, en liggur inn til norðurs og víttkar síðan og hallar niður á við. Þarna gæti vel verið um opið á Hnapp að ræða. Viðkvæm fötin gáfu ekki tækifæri til að elta rásina lengra niður að þessu sinni, en þarna er svolítið skrið til að byrja með.
Frábært veður.

Hestshellir

Hestshellir.

Arnarsetur

Gengið var um Arnarseturshraun undir leiðsögn Björns Hróarssonar, hellafræðings.

Dollan

Í Dollunni.

Fyrst var farið í Dolluna, sem rétt við gamla Grindavíkurveginn við bílastæðið á Gíghæð. Dollan opnaðist er þakið féll niður undan vörubíl þegar verið var að vinna við nýja veginn, en þá var svæðið þarna notað sem athafnasvæði verktakans. Opið er svo til alveg vestan til í svæðinu. Dýptin á fast er um mannhæð og hallar undir á alla vegu. Þarna þyrfti að vera góður stigi fyrir ferðafólk því hellirinn er aðgengilegur svona nálægt vegi. Fyrst þyrfti þó að hreinsa upp drasl, sem safnast hefur neðan við opið. Björn skellti sér niður og skoðaði hellinn. Hann nær umm 30 metra upp á við til austurs og einnig til vesturs og uppfyllir því öll skilyrði til að geta flokkast sem góður hellir.

Hnappur

Hnappur – opið.

Næst var gengið áfram niður hraunið og hraunrásinni fylgt til vesturs. Eftir u.þ.b. 500 metra endar rásin og við tekur hellir. Hann liggur í hægri boga og endar eftir u.þ.b. 50 metra. Þar er stórt op í gólfinu og sést niður á neðri hæðina. Mannhæða hátt er niður. Eftir að haf rutt niður grjóti til að búa til lendingarpall var hoppað niður. Þar liggur víð og góð rás til austurs, undir gólfið sem áður var gengið. Gólfið í rásinni er alveg hreint og slétt. Þessi hluti endaði eftir u.þ.b. 50 metra. Þar inni var bréfmiði á vegg, en letrið var ólæsilegt. Þó mátti greina dagsetningu og ártalið 1992. Þá var haldið til vesturs. Eftir um 30 metra var komið út í jarðfall. Úr því hélt rásin áfram um 20 metra uns komið var út úr henni á ný. Miðað við lýsingu á Hellinum Kubb gæti þetta vel verið hann. GPS-punktur af hellinum sýndi staðsetningu u.þ.b. 20 metrum norðar, en þrátt fyrir leit þar fannst ekkert op. Miðað við nýjan GPS-punkt, sem tekin var þar, gæti hér verið um misvísun að ræða. Um Kubb segir m.a. í lýsingu: “Kubbur er sennilega í sama hellakerfi og Dollan. Kubbur er á tveimur hæðum”.

Kuppbur

Op í Kubbnum.

Annað op fannst skammt austan við þann stað, næstum mannhæða djúpt. Björn hoppaði þar ofan í. Þarna reyndist vera hellir í sömu stefnu og hinir hellarnir, u.þ.b. 30 metra langur. Þessi hellir hefur ekki verið nefndur, en fær hér vinnuheitið Naddur í merkingunni nálægur. Erfitt er að koma auga á holuna nema ganga svo til beint á hana.

Ekki lágu fyrir GPS-punkt á Hnapp, en um hann er til eftirfarandi lýsing: “Hann er með skemmtilegri hellum, sem hægt er að komast í. Hann er ekki mjög langur, en hefur upp á margt að bjóða. Inngangurinn er í gegnum þröngt gasútstreymi. Strax þegar niður er komið er hægt að fara á efri eða neðri hæð.

Kubbur

Í Kubbnum.

Efri hæðin lokast fljótt, en neðri hæðin liggur góðan spöl inn þar til komið er að hraunfossi. Fyrir innan fossinn lækkar gólfið verulega. Þá er maður staddur í miðjum hellinum í stórumsal. Út frá þessum sal liggja rásir í margar áttir og ein þeirra liggur í hring”. Fróðlegt væri að fá nánari staðsetningu eða leiðarlýsingu á Hnapp. (Síðar kom í ljós að Þorvaldur Örn, kennari í Vogum, hefði farið með félaga sínum Geirdal, í Arnarseturshraun og þá farið niður í Hnapp. Hefðu þeir m.a. rissað hellinn upp og nefnt hann Geirdal).

Gíghæð

Vegavinnubyrgin á Gíghæð.

Haldið var upp að vegavinnubyrgjunum austan Grindavíkurvegar og áfram upp fyrir þau. Þar eru hellar í hraunrás. Rásin er fallin niður á tveimur stöðum og er efri hlutinn öllu lengri, eða um 50 metra langur. Hann endar í hafti, sem aðskilur hann og efsta hluta hinnar miklu hraunrásar úr Arnarsetursgígnum. Í heildina er þessi hallahluti um 100 metrar á lengd. Þeir fá vinnuheitið Gegnumgangur. Á bökkum rásarinnar eru margar stórar og fallegar hraunæðar.

Dátahellir

Dátahellir.

Loks var gengið niður í Dátahelli. Hann nefnist svo vegna þess að í honum fannst beinagrind er talin er hafa verið af amerískum hermanni er týndist í hrauninu að vetrarlagi allmörgum árum áður. Við skoðun reyndist hellirinn vera um 40 metra langur.

Veður var frábært – bjart og hlýtt miðað við árstíma.
Allar staðsetningar voru samviskusamlega skráðar, en þegar heim var komið uppgötvaðist að blaðið með öllum tölunum hafði gleymst við Dátahelli.

Arnarsetur

Arnarsetushraunshellar – uppdráttur ÓSÁ.

Farið var aftur í Arnarseturshraun og GPS-punktar endurteknir. Við það fannst hellir, er nefndur hefur verið Skjóli sem og Kubbur að öllum líkindum.
Farið er inn í Skjóla, sem er nokkuð norðan við Nadda, inn í hraunbólu. Inn úr henni liggja rásir bæði til norðurs og suðurs. Ýmislegt bendir til að þetta séu yfirborðsrásir, en þarna örskammt frá er allnokkurt jarðfall er bendir til að þar undir hafi runnið talsvert hraun. Skjóli var ekki kannaður að þessu sinni, einungis framan við rásirnar er liggja inn.
Á leiðinni til baka var aftur hugað að hraunhól, sem lítil varða stendur á, og skoðaður hafði verið daginn áður. Hóllinn er skammt vestan við Dolluna. Í honum eru tvö gasuppstreymisop. Eystra opið er þröngt, en liggur inn til norðurs og víttkar síðan og hallar niður á við. Þarna gæti vel verið um opið á Hnapp að ræða. Fötin gáfu ekki tækifæri til að elta rásina lengra niður að þessu sinni, en þarna er svolítið skrið til að byrja með.
Ferðin var notuð til að gera uppdrátt af svæðinu og merkja þar inn á alla hellana níu. Skilið var eftir autt pláss fyrir enn ófundna hella þarna.
Sjá meira HÉR.

Kubbur

Kubburinn.

Arnarseturshraun
Vísbending hafði borist um helli austan Arnarseturs í Arnarseturshrauni. FERLIR þangað.
Byrjað var á því að ganga eftir stígum til suðausturs í átt að Stóra-Skógfelli, en enginn hellir fannst á eða við þær leiðir.

Hnappur

Hnappur – opið.

Þá var gengið í boga til norðurs austan við Arnarsetursgíg. Gígurinn sjálfur austan við Arnarsetrið er stórbrotinn. Einnig annar stærri skammt austar. Hellirinn fannst norðan við gíginn. Frá honum liggur stígur til vesturs norðan við Arnarsetrið.

Op hellisins er stórt. Botninn er sléttur og gott rými inni í honum. Hann er opinn til beggja enda, kannski um 30 metra langur. Í heildina er hann sennilega um 100 metra langur, ef jarðföll og rásir sunnan við hann eru taldar með. Þetta er hið ágætasta afdrep. Um 5 mínútur tekur að ganga stíginn frá hellinum yfir á Arnarsetursveginn.
Bent skal á að þegar staðið er norðvestan við sjálft Arnarsetrið og horft til suðausturs er stór klettur utan í setrinu eins og mannsandlit.

Arnarsetur

Arnarsetursrásir.

Norðar og vestar í Arnarseturshrauni eru nokkrir fallegir hellar þótt þeir geti hvorki talist langir né stórir. Vestast er Kubburinn (falleg hraunsrás á tveimur hæðum), en nyrstur er Hestshellir (með fyrirhleðslu skammt austan við Grindavíkurveginn).

Arnarsetur

Hellir í Arnarsetri.

Milli hans og Arnarseturshellis er Hnappurinn (Geirdalur – ber nafn af þeim er fyrstur kíkti niður í hann). Fara þarf niður þröngt uppstreymisop, fylgja lágri brúnleitri fallegri rás, halda niður í víðan og háan geymi (lítið loftop efst) og út úr honum liggja nokkrir angar. Hægt er að komast upp úr a.m.k. tveimur þeirra.
Gangan milli hellanna tekur u.þ.b. 1 og 1/2 klst.

Gíghæð

Gíghæð vestan Arnarseturs.

Arnarsetur

Birni Hróarssyni, hellafræðingi, barst nýlega (2009) upplýsingar um hellarásir í Arnarseturshrauni frá áhugasömu hellaskoðunarfólki, Christoph og Sarah Hess.
Þau hjónin höfðu verið að skoða undir Arnarsetursrásir VIIyfirborð hraunsins á svæði suðaustan við Hestshelli og norðvestan við Arnarseturshelli, eins og sjá má á eftirfarandi lýsingum: “Exploring the area. First (a) there were a cave with a VERY narrow entrance, we were inside this one, inside first a small hall 1,2m high, some passages in different directions, one needs to be crawled in (50 cm) but later higher, total length around 30m. I think there was another entrance on the tube. b) Seems to be quite long (just saw in the torchlight deep inside), but was not inside, a rather big entrance, a hall (around 1,2m high), with two or more passages in different directions, one seemed to be quite long. c) Can’t remember this one. d) Quite small, but did not go into, maybe not to be called hraunhellir as it maybe smaller than 20m. e) I think this was a rather big one, some big “bubble” (diameter 15m) that broke in and is open air, but from this there were different cave passages at least one of them around 20m long and 1,5m high.

Arnarsetursrásir VI

It seems that there are hundreds of caves around this area. Maybe one is quite big and we will have another look at it even if it just beneath the surface and quite narrow. Two of them were already marked with a bunch of stones.”

Thank you again for the photos and the forwarded message. Unfortunately I forgot to take my camera with me into the cave, so I only have a photo of the cave entrance in the dark, when we came out. It is a hole (diameter 1 m), with a small cave (not possible to go to the left but you can crawl a bit to the left) and the entrance into the cave is a bit to the right in this hole. It is quite uncomfortable to get in, but this is nothing new for a speleologist and I had to take some stones out of the way to get in at all.

Benediktshellir

So I finished to redraw a small map of the cave – we did not measure a lot, so it is not accurate, but it should be sufficient.
Maybe your friend wants to take a look at the cave and wants to take some pictures. GPS coordinates for entrance of “Benediktshellir” are? The other interesting hole we found is here? Maybe he can look at this, too. I totally forgot to take a picture here. But as it is quite big, I am sure you saw this before. As I said, unfortunately it is not possible to get in deep on both sides, just a little bit behind the “niðurfall”.

Svæðið var skoðað (mannskaðaveður með tilheyrandi úrhelli og varla stætt – ofan jarðar).

Í Benediktshelli

Hnitin voru staðsett. Þau eru öll nokkurn vegin í línu milli Hestshellis og Arnarseturshellis. Hnappurinn er á ofanverðu svæðinu lengra til suðurs. Allt eru þetta yfirborðsrásir (magaskrið) sem skoðaðar hafa verið áður. Litlar vörður eru við a, b og c (I, II og III), en d og e ( IV og V) eru á svo til sama svæðinu og í sömu rásinni skammt ofan við Hnapp. Þótt rásirnar séu stuttar, lágar og þröngar eru í þeim ágæt myndefni.
Á leiðinni til baka var skoðað í VI og VII. Sá fyrrnefndi hefur stórt op, en ekkert framhald. Litadýrðin er mikil. Hinn síðarnefndi er í grunnu jarðfalli, en skemmtilegt skjól á sléttum stalli (3 m á hæð, 7 á breidd og 10 m á lengd). Undir stallinum eru rauðgulir sveppir á smákafla, en þeir hafa ekki sést í helli áður (að vitað sé)

“Another trip: First we saw a big hole that broke in: 10 m diameter. I think someone else saw this Í Benediktshellicave before as it is so big. Unfortunately (as it is such a big broken tube, otherwise it might have been a great cave!) it was to crashed to go in further than 5m. If I have more time maybe I will walk around this thing some meteres, maybe there is another entrance into it and a bigger complete part?!
But we found another one yesterday. And this one seemed to be very interesting. And really the cave was interesting: I think worth to mention in another edition of one of your books 🙂
We called it Benediktshellir (as we are from Germany and the German pope’s name is Benedikt – though we are not catholic. Just to find a name….)
Small description:

Í Benediktshelli

It is a quite narrow entrance with red lava (like Hnappur and not black-gray like the other surfacial caves). So we expected it to be quite deep, especially as we felt a wind coming out of the cave. So I put some broken stones away to have more space to get in. Still it was narrow. and getting slightly down some 3-4 meters 45°. Down we were in a small room (width 3,5m, height 1,6m) with a tube to the right and one to the left, with some nice lava flow formations at the ground. The left one bows to the right after 5m and is going on for about 30m getting narrower, there is a room on the right side going up and the tube ends in a small room diameter 5m and height 0,8m. The ground of this tube is very rough, some stalagtites from the ceiling.

Í Benediktshelli

The right tube from the beginning has a long curve (10m) to the left and goes on for about 30m getting down for about 5m on this 30m, but there is a part where the ceiling broke and a very small hole (maybe someone smaller could get through, we decided not to go as it seems quite narrow and the broken stones not very stable), in the light of the torch I saw about 10m further behind these obstacle. Half the way there is a small bridge that divides the tube: a small tube beneath and a nice surface above. The overall color of the cave is red and has some stalagtites.
I drawed a simple map of the cave. The complete length seems to be something about 60m (without the part we did not explore), the average height is about 1,2m. It is a quite nice and interesting cave.”

Í Benediktshelli

Eftir nánari skoðun á svæðinu kom eftirfarandi í ljós v/framangreint: “Sá síðarnefndi er sami og merktur er Arnarsetursrásir VII. Rauðgulu separnir eru í honum (jarðfallinu) vestanverðum, en að austanverðu liggur þröng rás up með norðurveggnum. Farið var inn um 10 metra og var þá komið inn í rými (um 1.0 m á hæð). Úr því liggur þrengri rás til austurs að sunnanverðu. Ekki var farið þangað inn (magaskrið). Ólíklegt að þarna kunni að vera rás því komið er svo neðarlega í hraunið (þar sem það sléttast út. Annars er jarðfallið í VII svolítið skemmtilegt jarðfræðilega séð. Þarna hefur kvikan stöðvast um tíma í hraunrásinni og safnast hæglátlega saman, myndað tjörn, sem storknað hefur á yfirborði. Smám saman hefur góandi hraunkvikunni tekist að bræða sig niður og undir yfirborðið sem var um nýja þrönga rás. Við það hefur hólfið tæmst og myndað tómarúm. Þunn loftskelin hefur síðar fallið niður og hólfið þá opinberast að ofan. Á smábletti í henni hafa myndast rauðgular skófir, sem óvíða sjást hér á landi (að vitað sé).
Í BenediktshelliBendiktshellir var skoðaður. Rétt norðaustan við opið er falleg hraunrás (yfirborðsrás), stutt en víð (1.20 m á hæð. Opið á Benediktshelli (VIII) er sem fyrr er lýst. Af ummerkjum að dæma var einungis að sjá nýleg spor í mosanum og neðan við opið. Mjög líklega eru þau CH og SH þau fyrstu sem fara þarna niður. Opið virðist lítt áhugavert í fyrstu, jafnvel þegar niður er komið. Erfitt er að þrengja sér lengra niður á milli hvassra steinnybba. Þröng rás virðist áður vera á vinstri hönd, en henni má gleyma. Þegar niður er komið birtist rúmgóð rás, bæði til vinstri og hægri. Hæðin er um 1.60 m g breiddin um 5.0 m. Lýsingin er líkt og sjá má af uppdrættinum, nema hvað hellirinn er meira “afrúnaður”, er í meiri sveig en sýnt er. Uppdrátturinn gefur þó ágæta mynd af aðstæðum. Rásin var þurrr þrátt fyrir rigningartíð undanfarna daga.

 

Benediktshellir

Hún er á ca. 5.0 metra dýpi, sem er sú mesta sem er á hraunrásum á þessu svæði svo vitað sé. Önnur rás skammt ofar (VI) er greinilega hluti af sömu hraunrás. Þegar hún var skoðuð mátti sjá sömu liti í kvikunni og þarna. Vinstra megin inni við opið á þeim helli er rás, þröng í fyrstu, en opnast smám saman. Hana þyrfti að magaskríða og er ekki ólíklegt að hún nálgaðist VIII (Benediktshelli). VIII (Benediktshellir) er um 60 m langur (svona við fyrstu athugun). Þverrásir virðast hafa verið skammvinnar hliðakvikuþrær, sem hafa gengi til baka inn í meginrásina þegar losnaði um.

Hnappur er nokkuð suðaustan við þetta rásarsvæði. Lægð er á millum. Megingígar Arnarseturshrauns (hafa ber í huga að um gos á sprungurein er að ræða og sumir gígarnir því umverpst hrauninu) eru enn lengra í suðaustur (sunnan við Arnarseturshelli). Hraunið stallast þarna og er Bendiktshellir á miðstallinum. Þar eru einnig fleiri skemmilegar rásir, sem vert væri að skoða nánar.

Hnappur

Hnappur – opið.

Arnarsetur

Ætlunin var að skoða hluta Arnarseturshrauns norðvestanvið Arnarsetur. Þar er hraunið nokkuðs létt og mikið um yfirborðsrási, auk þess sem þar eru þekktir hellar, s.s. Hnappur og Hestshellir.
ArnarseturAfstapahraun er frá sögulegum tíma þrátt fyrir að í Vallholtsannáll segi frá gosi þarna 1661. Við rannsókn kom í ljós að landnámslagið (dökkt að ofan og ljóst að neðan) er undir hrauninu og Kötlulag (1495-1500) er ofan á því.
Í goshrinu um 1226 komu upp, auk Arnarseturshrauns, nokkur gos á Reykjanesi, s.s. Yngra Stampahraun, (Klofningahraun), Eldvarpahraun og Illahraun. Um þetta leyti félll svokallað Miðaldalag. Harðindi fylgdu í kjölfarið.
Arnarseturshraunsgosið var blandgos, en svo gos sem bæði mynda hraun og gjósku. Kvikan er þá seigari en í hraungosunum. Þegar gasið brýtur sér leið úr kvikunni veldur það kvikustrókavirkni og smásprengingum.
Gjall- og klepragígar geta ýmist verið á sívalri eða aflangri eldrás. Þeir myndast einkum í byrjun goss þegar kvikustrókar þeytast upp úr gígnum. Nái kvikusletturnar, sem þeytast upp úr gígnum, ekki að storkna áður en þær lenda á gígbarminum hleðst upp klepragígur úr seigfljótandi kvikuslettum. Storkni sletturnar hins vegar á flugi sínu úr gígskálinni lenda þær þyngstu sem gjall á gígbarminum og mynda gjallgíg umhverfis gosrásina. Kvikan frá blandgígum myndar yfirleitt apalhraun.
Í ArnarseturshrauniApalhraun [aa] kallast úfin hraun sem mynduð eru úr einu lagi. Yfirborðið er þakið gjallkenndu hraungrýti en neðar tekur við grófstuðluð samfelld hraunklöpp. Oft má greina stórgerða garða eða múga á yfirborðinu sem myndast þvert á rennslisstefnu hraunsins og kallast þeir svigður. Jaðar apalhraunanna er jafnan mjög brattur þegar þau skríða eða velta fram og hrynur þá laust gjall úr honum og lendir undir hrauninu. Þannig myndast botnlag úr gjalli undir hrauninu og er það einkennandi fyrir apalhraun.
Súr og ísúr kvika er ávallt seigfljótandi og myndar því jafnan mjög úfin apalhraun sem geta verið ugir metra á þykkt. Sem dæmi um slík hraun má nefna Laugahraun í Landmannalaugum og Hekluhraunin. Basísk kvika myndar einnig apalhraun einkum kvika sem rennur við blönduð gos á sprungum. Þegar líða tekur á gosin hafa hraunin oft náð mikilli útbreiðslu og er þá mestur hluti þeirra storknaður. Leitar kvikan þá í vissa farvegi á leið sinni út frá gígnum.
Í ArnarseturshrauniVið lok gossins tæmast farvegirnir oft og tíðum og kallast þeir þá hrauntraðir. Slíkar hrauntraðir sjást víða t.d. við Lakagíga, Þrengslaborgir og Búrfell ofan Hafnarfjarðar.
Helluhraun [pahoehoe] eru slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu undirlaginu. Við það gárast skánin þannig að yfirborðið verður alsett fíngerðum gárum sem líkjast helst kaðalhönk og kallast gárurnar því hraunreipi. Verði yfirborðsskánin þykkri brotnar hún oft upp í fleka við framskrið og hreyfingar á bráðnu undirlaginu. Við slíkar aðstæður myndast oft háir hólar í helluhraununum. Hólar og hæðir í helluhraunum stafa líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. 

Í Arnarseturshrauni

Frá gígnum rennur hún yfirleitt úr hrauntjörninni um göng og oft langar leiðir undir storknu yfirborðinu uns hún flæðir upp um augu á hraunþekjunni. Þannig renna ótal hraunspýjur hver yfir aðra og því eru helluhraun, einkum ættuð frá dyngjum, mjög lagskipt og er ekki að finna gjall eða önnur millilög milli laganna. Hraungöngin tæmast oftast eins og hrauntraðirnar að gosi loknu og verða þá til hraunhellar sem geta orðið mörg hundruð metrar á lengd. Þekktastir slíkra hella eru Surtshellir í Hallmundarhrauni og Raufarhólshellir í Þrengslum. Oft eru fallegar myndanir dropsteina og hraunstráa í slíkum hellum.
Í ArnarseturshrauniSigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson skrifuðu skýrslu um aldur Arnarseturshrauns áruð 1989. Náttúrufræðistofnun Íslands gaf hana út fjölritaða. Í ágripi skýrslunnar kemur m.a. fram að aldur hraunsins hefði verið fundinn með könnun öskulaga undir og ofan á því.
Þá segir m.a.: “Milli Vogastapa og Svartsengisfells liggur Grindavíkurvegur að mestu í unglegu hrauni. Jón Jónsson (1978) hefur lýst hrauninu og kallar það Arnarseturshraun, en einn einn hólanna við stærstu gígana sem mynduðu hraunið heitir Arnarsetur. Jón telur að hraunið hafi runnið á sögulegum tíma. Einnig birti hann meðaltal af þremur efnagreiningum. 

Í Arnarseturshrauni

Arnarseturshraun er að mestum hluta komið úr um 400 m langri gígaröð sem liggur um 500 m austan Grindavíkurvegar á móts við Stóra-Skógfell. Í upphafi gossins hefur gíragörðin verið mun lengi eða a.m.k. um tveir km. Um einn km norðaustur af aðalgígunum sést hluti af gígaröðinni sem virk var í gosbyrjun. Hún er um 500 m löng en slitrótt. Gígarnir eru litlir, 4-6 m háir. Virknin þar hefur dvínað fljótlega og gosið dregist saman á um 400 m langa gossprungu. Frá henni er allt meginhraunið runnið en aðrir hlutar gígaraðarainnar hafa færst í kaf nema áðurnefndir gígkoppar. Ekkert er vitað um framhald gossprungunnar til suðurs en þar er hraunið mjög þykkt og gígar horfnir ef einhverjir hafa verið. Í lok gossins var gosvirkni einkum í þremur eða fjórum gígum. Nyrst og syðst var einkum hraunrennsli en á miðju gígaraðarinnar hlóðust upp gjallgígar. Nyrsti hluti gígaraðarinnar stefnir um N50A en aðalgígarnir stefna N40A. Upphaflega gossprungan hefur ekki verið í einni línu, heldur hefur hún verið skástíg og hliðrast til hægri, sem sést af því að nyrðri gígarnir eru ekki í beinu framhaldi af aðalgígunum.
Aðalgígarnir eru nálægt suðausturjaðri hraunsins. þeir eru nú rústir einar eftir gjallnám en virðast hafa risið allt að 25 m yfir hraunið. Fyrst hefur hraunið frá gígunum einkum runnið tilnorðurs en síðar aðallega til vesturs og suðvesturs. Hraunið er að miklu leyti helluhraun en í því eru apalhraunsflákar og sumstaðar hefur helluhraunið brotnað upp ogþar er hraunið  mjög úfið. Eins og títt er um sprunguhraun á Reykjanesskaga er harunið að jafnði þeim mun úfnara og verra yfirferðar er fjær dregur gígunum, en nærri þeim er það afar blöðrótt og fraukennt og brotnar undan fæti.
Í ArnarseturshrauniArnarseturshraun er yngsta hraunið á þessu svæði og liggja jaðrar þess alls staðar út yfir aðliggjandi hraunfláka. Suður- og suðausturjarðrar þess liggja út yfir hraun sem að mestu eru runnin frá unglegri gígaröð austan við Stóra-Skógfell og hefur hún verið kennd vuð Sundhnúk (Jón Jónsson 1973). Norðan til hefur Arnarseturshraun runnið út fyrir fornlegt og mikið sprungið dyngjuhraun, ættað frá stórri dyngju norðan undir Fagradalsfjalli og hefur hún af jarðfræðingum verið kölluð Þráinsskjöldur. Norðvesturjaðarinn liggur út yfir annað dyngjuhraun, ámóta fornlegt og sprungið. Það er komið frá dyngju sem kölluð hefurverið Sandfellshæð eftir dyngjuhvirflinum sem er um tvo km vestur af jarðhitasvæðinu í Eldvörpum. Hraun sem komin eru úr Eldvörpum og stórum stökum gíg skammt suður af Þórðarfelli hverfa inn undir suðvesturjaðar arnarsteurshrauns, en suðurjaðarinn liggur eins og austurjaðarinn út á Sundhnúkshraun.
Í ArnarseturshrauniEkki hafa neinar sprungur fundist í Arnarseturshrauni svo vitað sé en augljóst er að berggrunnurinn undir því er mjög sprunginn. Gliðnun eða umbrot virðast því ekki hafa átt sér stað á svæðinu eftri að hraunið rann. Illahraun, sem komið er úr gígum um fjóra km suðvestur af Arnarsetursgígunum, er einnig ósprungið og því hugsanlega frá svipuðum tíma. Rétt er að benda á að ekki er ljóst hvernig gosbeltið hegðar sér á svæðinu frá Reykjanesi að Fagradalsfjalli, þ.e. hvort líta beri á það sem eina sprungurein eða fleiri. Af þessum sökum er aðeins hægt að draga ályktanir af arnarseturs- og Illahraunsgosinu um næsta nágrenni en ekki sprungureinina í heild.
Jón Jónsson (1978, 1983) telur flatarmál Arnarseturshrauns vera um 21.84 km2.  Jón gerði ráð fyrir að norðurhluti gígaraðarinnar frá henni væri sérstök gosmyndun og er það því ekki meðtalið.
ArnarseturshraunJón Jónsson telur Arnarseturshraun eldra en Sundhnúkahraun, en því mun vera öfugt farið skv. jarðvegssniði. Ljóst er að Arnarseturshraunið hefur runnið skömmu eftir að Miðaldalagið féll, sem að líkindum var árið 1226 (Haukur Jóhannesson og Simundur Einarsson 1988b). Þetta er raunar sama niðurstaða og fékkst fyrir Illahraun. Ekki er hægt að segja til um aldursafstöðu þessara tveggja hrauna þars em jaðrar þeirra liggja hvergi saman. sennilegt er að þau hafi runnð í sömu goshrinu eða jafnvel samtímis. Ef Miðaldalagið hefur fallið árið 1226 þá hefur Arnarseturshrauni runnið í fyrsta lagi árið 1227 því einn vetur a.m.k. hefur liðið frá því að öskulagið féll uns hraunið rann.”
þegar gengið er um grágambramosað Arnarseturshraun má víða sjá í því grunnar litskrúðugar yfirborðsrásir, en einnig dýpri og stærri hella, s.s. Hnapp, Hestshelli og Kubb.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson – Aldur Arnarseturshrauns á Reykjanesskaga – 1989.

Arnarsetur

Arnarsetur – hrauntjörn.

Skógfellavegur

Gengið var um Arnarsetur til austurs, yfir hraunið að Stóra-Skógfelli. Ætlunin var að skoða hvort enn mætti sjá leifar flugvélar, sem þar eru sagðar vera. Flugmaður, sem flogið hefur yfir svæðið nokkrum sinnum, kvaðst stundum sjá sólarljósið endurspeglast þar af glerbrotum á stóru svæði, auk þess sem hann hefði orðið var við brak í suðaustanverðu fellinu. Ekki leggja þó fyrir heimildir um flugslys á þessum stað.

Arnarsetur

Arnarsetur.

Eftir að hafa skoðað megingíginn í Arnarsetri var haldið eftir stíg í gegnum hraunið. Mikil efnistaka hefur átt sér stað í Arnarsetri, en allt um kring má enn sjá merkar náttúruminjar í Arnarseturshrauni. Stór og mikil hrauntröð er norðan við gíginn og önnur vestan við hann. Í og við þá tröð eru nokkrir hellar. Fallegur hellir er einnig norðan við nyrðri hrauntröðina. Landssvæðið er að hluta til í óskiptu landi Þórkötlustaðabæjanna sex; Þórkötlustaða (Austurbæjar, Miðbæjar og Vesturbæjar), Klappar, Einlands og Buðlungu. Austurmörkin liggja frá mörkum Hrauns í Markarbás, um Húsafjall, Skógfellin og í Arnar

klett sunnan Snorrastaðatjarna, þaðan í Seltjörn og úr henni í beina línu í Markastein í fjöruborðinu u.þ.b. 60 metrum vestan við Hópsnesvita. Talsvert hefur verið ekið af jarðvegi í gryfjurnar, auk þess enn er verið að taka þar efni – í algeru leyfisleysi að því er virðist. Svo er að sjá að eftirlitsaðilar í Grindavík hafi ekki fylgt nægilega vel eftir takmörkunum á efnistökum í gamalli námu sem þessari eða umgengni um svæðið, sem er jú í umdæmi bæjarins.

Skógfell

Stóra-Skógfell – Sandhóll nær.

Hitt er svo annað mál, að sorglegt er til þess að vita, hvernig farið hefur verið með annars verðmætt umhverfið þegar til lengri tíma er litið.
Arnarseturshraun (apal) er á leiðinni til Grindavíkur. Það er frá sögulegum tíma sbr. annála úr Skagafirði. Vallholtsannáll segir frá gosi 1661, en við rannsókn kom í ljós að landnámslagið (dökkt að ofan og ljóst að neðan) er undir hrauninu og Kötlulag (1495-1500) er ofan á því. ISOR telur Arnarseturshraun vera frá Reykjaneseldunum á 13. öld, sennilega frá árinu 1226. Það er því með yngstu hraunum á Reykjanesskaganum.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun.

Frá því að land byggðist er talið að um 12 hraun hafi runnið á Reykjanesskaga eða að meðaltali eitt hraun á öld. Hraunin runnu þó einkum á tveimur gostímabilum: um 1000 og um 1300. Síðara tímabilið gengur undir fyrrnefnda nafninu Reykjaneseldar.
Flest eldgos á Reykjanesskaga, og raunar á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Goskeilurnar deyja síðan hver af annarri þar til gosi lýkur og gígaröðin stendur ein eftir. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.

Í blandgosum, þar sem háir kvikustrókar þeyta kvikuslettum hátt í loft upp, hrúgast upp háir og reisulegir gjall- og klepragígar, líkt og Arnarseturshraunsgígurinn. Þeir eru með skarð í gígveggnum þar sem apalhraun hefur runnið út. Apalhraun er gert úr kviku sem rennur eins og seigfljótandi síróp. Hraunstraumurinn skríður eða veltur hægt fram og er jaðarinn jafnan mjög brattur. Yfirborð hraunanna er mjög úfið og þekkjast þau því auðveldlega.

Skóf

Skóf.

Í flæðigosum verða hins vegar engir kvikustrókar. Í þeim flæðir þunnfljótandi kvikan líkt og lækur undan halla og myndar hraun, gert úr mörgum þunnum lögum. Slík hraun hafa slétt yfirborð líkt gangstéttarhellum. Ofan á þeim eru hraunreipi sem myndast líkt og hrukkur í súpuskán. Gígar, sem myndast þegar helluhraun rennur, kallast eldborg eða dyngja eftir því hve lengi gosið hefur staðið. Báðar eru lágir og víðáttumiklir hraunskildir sem oftar en ekki er erfitt að greina í landslaginu. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. Kvikusletturnar hlaða upp kringlóttan, þunnan og lágan gígvegg sem hvergi er skarð í. Kvikan rennur nefnilega úr gígnum um göng undir storknu yfirborði hraunsins sem rann í byrjun gossins. Þegar gosinu lýkur tæmast göngin og mynda langa hraunhella.

Arnarsetur

Arnarseturshraun.

Arnarseturshraun er í rauninni sambland af hvorutveggja þó einkenni helluhraunsins séu þar meira áberandi.
Nú, 1879, þekja hraungambri og aðrar mosategundir Arnarseturshraunið að mestu. Grámosi eða gamburmosi er þessi mosi nefndur í daglegu tali, en hefur hlotið tegundarheitið hraungambri (Racomitrium lanuginosum). Þetta er einn algengasti og mest áberandi mosinn á öllum suður- og vesturhluta Íslands svo og í strandhéruðum Austurlands. Hann er einn fyrsti landneminn í nýjum hraunum.

Mosi

Mosi.

Við úthafsloftslag á snjóléttum svæðum verður hann einráður á allmörgum áratugum, og myndar samfelldar, mjúkar mosaþembur á 100 ára gömlum hraunum og eldri. Á snjóþyngri svæðum með landrænna loftslagi nær hann ekki að kveða niður keppinauta sína, sem þá verða stundum ráðandi í gróðurfari, einkum hraunbreyskja.

Stóra-Skógfell er úr bólstrabergi af svipaðri gerð og Sandfell, Stapafell og Súlur. Þegar komið var langleiðina að fellinu var komið í grónara hraun; Skógfellahraun. Skógfellahraun er miklu mun eldra og liggur undir Arnarseturshrauni. Skógfellin, bæði Stóra- og Litla-, eru gamlir eldgígar, sem veður, vindar, vatn og ís hafa náð að “aflaga”. Haldið var upp með fellinu að norðanverðu. Í raun er um að ræða tvo toppa á fellinu, en sá austari er hærri. Milli þeirra er háls. Gígurinn er gróinn. Fjárgata liggur um hálsinn. Í hliðunum erum ýmsar fléttur, kræður og glæður. Blóðberg- og lambagrasskollarnir settu svip á hlíðarnar. Á toppi toppanna eru litlar vörður. Útsýnið af austari toppnum til suðurs yfir Sundhnúkaröðina er einstök, sem og útsýni yfir gíg skammt austar og Sandhólinn, sem í raun er lítill gígur úr eldra hrauni.

Arnarseturshellar

Í Arnarseturshellum.

Haldið var skáhallt niður með hlíðunum. Á hálsi utan í vestari toppnum sást járnbrak og gulmálað dekk með axlaböndum björgunarsveitargallans. Sólin sendi geisla sína niður á fellið og glytti fallega á blauta smásteinanan. Þarna gæti verið komin skýring á “tálsýn” flugmannsins.
Ágætt útsýni er af Stóra-Skógfelli. Vestan við það er Gíghæðin, Þaðan sem lagt var af stað. Í austri blasir Fagradalsfjallið við með sína fylgifiska s.s. Sandhól og Kastið þar sem enn má sjá leifar flugvélar þeirrar er Andrews yfirhershöfðingi fórst með.
Sunnan Stóra-Skógfells liggur vegurinn austan undir fallegri Sundhnúksgígaröðinni, sem er um 8 km löng, og áfram að Sundhnúk sem er aðal gígurinn og stendur hann norðan við Hagafell. Gígaröðin er á Náttúrminjaskrá og á að varðveitast sem slík. Utar er Sundhnúkurinn sjálfur í allri sinni reisn.
Norðan Stóra-Skógfells sést vel yfir að Litla-Skógfelli. Skógfellagatan liðast á milli þeirra, sorfin í helluhraunsklöppina eftir hófa og fætur liðinna alda.

Arnarssetur

Arnarssetur – skjól.

Þegar gengið var á ská niður hlíðina á norðanverðu fellinu hljóp lítil aurskriða af stað skammt utar. Áhrifaríkt var að sjá og heyra hvernig skriðan fór af stað, fyrst hægt, en jók síðan hraðann uns hún óx að afli eftir því sem neðar dró – uns hún dó – áður en komið var alveg niður að rótum fellsins.
Skoðaðir voru nokkrir hellisskútar utan í Arnarsetri. Einn þeirra, utan í megingígnum, er yfir 20 metra langur með fallegum hraunmyndunum. Hann hafði ekki verið skoðaður áður. Í öðrum virtist þursmynd vera við opið. Meginhrauntröðin er mikilfengleg. Utan í henni á einum stað eru einstaklega litskrúðugar hraunmyndanir. Fyrir áhugasamt fólk um jarðfræði væri sennilega hægt að dvelja þarna heilan dag án vitundar um tíma og rúm. Litirnir í berginu eru einstakir, auk þess sem finna má þarna ótal hraunmyndanir og jarðmyndanir án mikillar leitar.

Arnarsetur

Arnarsetur – skjól.

Í nyrðri hrauntröðinni eru ótal skútar og lesa á hinar ýmsustu fígurur út úr hraunmyndunum í börmum gjárinnar. Efst á sjálfu Arnarsetrinu er líkt og fuglshöfuð og skammt norðar er þar bergþurs er horfir frjáum augum til vesturs, eftir vestari hrauntröðinni. Eflaust gætu hraunfræðingar, sem gefa sér tíma til að lesa hraunið, sagt talsvert um slíkar hraunmyndanirnar með hliðsjón af myndun þeirra og tilurð. Slíkt gæti orðið hinn áhugaverðasti fyrirlestur.
Frábært veður. Þægileg rigningin lék aðalhlutverkið í fyrstu, en á það ber að líta að um skírdag var að ræða og þá nota Grindvíkingar tækifærið og skíra allt óskírt á einu bretti. Sólin leikur aðalhlutverkið á svæðinu aðra daga, enda náði hún vel í gegn þess á milli.
Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.nat.is/
-http://www.isor.is/

Arnarsetur

Arnarsetur og nágrenni – örnefni.

Arnarseturshraun

Gengið var um Arnarseturshraun frá megingígnum og stærstu hrauntröðinni fylgt til vesturs. Við hana eru m.a. nokkur hús vegarvinnumanna frá því að Grindarvíkurvegurinn var gerður á árunum 1914-1918.

Arnarsetur

Arnarsetur.

Arnarseturshraun, sem er apalhraun að mestu, er á leiðinni til Grindavíkur. Efsta bungan á veginum nefnist Gíghæð og er Arnarsetrið, gígurinn, austan við hana. Hraunið er frá sögulegum tíma sbr. annála úr Skagafirði. Vallholtsannáll segir frá gosi 1661, en við rannsókn kom í ljós að landnámslagið (dökkt að ofan og ljóst að neðan) er undir hrauninu og Kötlulag (1495-1500) er ofan á því. Hraun við Svartsengi og Grindavík eru ca. 2400 ára, en Arnarseturshraun er talið hafa runnið í Reykjaneseldunum árið 1226. Það er því eitt þeirra 12-15 hrauna á Reykjanesskaganum, sem runnu á sögulegum tíma.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur fyrrum – uppdráttur ÓSÁ.

Hraunið hefur komið upp á sprungurein og bráðin bergkvika runnið frá eldstöðinni eftir yfirborði jarðar og storknað. Það hefur hlaðist upp á eldra hrauni, líklega frá Skógfelli. Jarðlagastafli Íslands er nær eingöngu orðinn til við slíka upphleðslu hrauna síðustu 20 milljón árin. Hraun geta verið ólík að útliti og stærð og stafar það af aðstæðum á gosstað, gerð kvikunnar og hegðun gossins. Eftir útliti eru hraun flokkuð í apalhraun og helluhraun.
Apalhraun kallast úfin hraun sem mynduð eru úr einu lagi. Yfirborðið er þakið gjallkenndu hraungrýti en neðar tekur við grófstuðluð samfelld hraunklöpp. Oft má greina stórgerða garða eða múga á yfirborðinu sem myndast þvert á rennslisstefnu hraunsins og kallast þeir svigður.

Jaðar apalhraunanna er jafnan mjög brattur þegar þau skríða eða velta fram og hrynur þá laust gjall úr honum og lendir undir hrauninu. Þannig myndast botnlag úr gjalli undir hrauninu og er það einkennandi fyrir apalhraun.

Arnarseturshraun

Hrauntjörn í Arnarseturshrauni.

Súr og ísúr kvika er ávallt seigfljótandi og myndar því jafnan mjög úfin apalhraun sem geta verið tugir metra á þykkt. Sem dæmi um slík hraun má nefna Afstapahraun, sem einnig rann á sögulegum tíma, líklega á 12. öld. Basísk kvika myndar einnig apalhraun einkum kvika sem rennur við blönduð gos á sprungum. Þegar líða tekur á gosin hafa hraunin oft náð mikilli útbreiðslu og er þá mestur hluti þeirra storknaður. Leitar kvikan þá í vissa farvegi á leið sinni út frá gígnum. Við lok gossins tæmast farvegirnir oft og tíðum og kallast þeir þá hrauntraðir. Slíkar hrauntraðir sjást víða t.d. í Arnarseturshrauni, í Gígnum sunnan Þórðarfell, frá Rauðhól undir Vatnsskarði og Búrfelli ofan Hafnarfjarðar.

Helluhraun

Helluhraun.

Helluhraun eru hins vegar slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu undirlaginu. Við það gárast skánin þannig að yfirborðið verður alsett fíngerðum gárum sem líkjast helst kaðalhönk og kallast gárurnar því hraunreipi. Verði yfirborðsskánin þykkri brotnar hún oft upp í fleka við framskrið og hreyfingar á bráðnu undirlaginu. Við slíkar aðstæður myndast oft háir hólar í helluhraununum. Hólar og hæðir í helluhraunum stafa líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. Frá gígnum rennur hún yfirleitt úr hrauntjörninni um göng og oft langar leiðir undir storknu yfirborðinu uns hún flæðir upp um augu á hraunþekjunni. Hraungöngin tæmast oftast eins og hrauntraðirnar að gosi loknu og verða þá til hraunhellar sem geta orðið mörg hundruð metrar á lengd. Nokkrir slíkir hellar eru í Arnarseturshrauni. Þegar hafa fundist um 15 þeirra, misstórir.

Gíghæð

Gamli Grindavíkurvegurinn um Gíghæð – uppdráttur ÓSÁ.

Á síðastliðnum árum hefur ferðamannaþjónusta verið einn helsti vaxtarbroddur í íslensku atvinnulífi og hafa stjórnvöld bent á ferðamannaþjónustu sem vænlegustu leið okkar til nýsköpunar. Eldfjöllin draga til sín erlenda ferðamenn sem koma til þess að njóta ósnortinnar náttúru og fræðast um jarðfræðilega þróun landsins. Að „gera út á“ íslenska náttúru er meira í anda sjálfbærrar þróunar en að selja eldvörp í erlenda vegi.
Fjölbreytileiki íslenskra eldvarpa er eitt af einkennum landsins. Eldfjallaeyjan Ísland á engan sinn líka hvað varðar landslag, gosmyndanir og bergfræði. Þrátt fyrir ungan jarðfræðilegan aldur og tíða eldvirkni eru margar jarðmyndanir hérlendis mjög fágætar, einnig á alþjóðlegan mælikvarða. Og þótt Íslendingar telji sig vera ríka af þeim eldvörpum sem skópu landið í aldanna rás þá ber að minnast þess að margar þessar jarðmyndanir eru afar sjaldgæfar og jafnvel einstakar, svo sem hinar mörgu eldborgir á Reykjanesskaganum. Samkæmt upplýsingum frá Hauki Jóhannessyni hjá Náttúrufræðistofnun verða goshrinur á Reykjanesskaga á um þúsund ára fresti. Í hverri hrinu verða gos í flestum gosreinum á skaganum og hrinan varir í um 200–300 ár. Síðasta goshrinan gekk yfir á árunum 950–1240 en síðast runnu hraun á Reykjanesskaga árið 1226, þar má nefna Arnarseturshraun, Leitahraun og Eldvarpahraun.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.ismennt.is/not/gk/jfr/ordskyr/

Arnarsetur

Hrauntjörn í Arnarsetri.

Arnarseturshraun

Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson skrifuðu árið 1989 greinargerð um “Aldur Arnarseturshrauns” á Reykjanesskaga. Útgefandi var Náttúrufræðistofnin Íslands.

Í greinargerðinni er lýst niðurstöðum rannsókna á Arnarseturshrauni á Reykjanesskaga. Hrauninu er lýst og mæld stærð þess og rúmmál. Aldur hraunsins var fundinn með könnum öskulaga undir og ofan á því.

INNGANGUR

Sigmundur Einarsson

Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur.

Milli Vogastapa og Svartsengisfells liggur Grindavíkurvegur að mestu í unglegu hrauni. Jón Jónsson (1978) hefur lýst hrauninu og kallar það Arnarseturshraun (mynd 1) en einn hólanna við stærstu gígana sem mynduðu hraunið heitir Árnarsetur. Jón telur að hraunið hafi runnið á sögulegum tíma. Einnig birtir hann meðaltal af þremur efnagreiningum. Sveinn P. Jakobsson o.fl. (1978) birta efnagreiningu af hrauninu sem reynist vera basalt af gerðinni þóleiít. Arnarseturshraun er að mestum hluta komið úr um 400 m langri gígaröð sem liggur um 500 m austan Grindavíkurvegar á móts við Stóra Skógfell. Í upphafi gossins hefur gígaröðin verið mun lengri eða a.m.k. um tveir km. Um einn km norðaustur af aðalgígunum sést hluti af gígaröðinni sem virk var í gosbyrjun. Hún er um 500 m löng en slitrótt. Gígarnir eru litlir, 4-6 m háir, Virknin þar hefur dvínað fljótlega og gosið dregist saman á um 400 m langa gossprungu. Frá henni er allt meginhraunið runnið en aðrir hlutar gígaraðarinnar hafa færst í kaf nema áðurnefndir gígkoppar. Ekkert er vitað um framhald gossprungunnar til suðurs en þar er hraunið mjög þykkt og gígar horfnir ef einhverjir hafa verið.

Haukur Jóhannesson

Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur.

Í lok gossins var gosvirkni einkum í þremur eða fjórum gígum. Nyrst og syðst var einkum hraunrennsli en á miðju gígaraðarínnar hlóðust upp gjallgígar. Nyrsti hluti gígaraðarinnar stefnir um N50A en aðalgígarnir stefna N40A. Upphaflega gossprungan hefur ekki verið á einni línu, heldur hefur hún verið skástíg og hliðrast til hægri, sem sést af því að nyrðri gígarnir eru ekki í beinu framhaldi af aðalgígunum.
Aðalgígarnir eru nálægt suðausturjaðri hraunsins. Þeir eru nú rústir einar eftir gjallnám en virðast hafa risið allt að 25 m yfir hraunið. Fyrst hefur hraunið frá gígunum einkum runnið til norðurs en síðar aðallega til vesturs og suðvesturs. Hraunið er að miklu leyti helluhraun en í því eru apalhraunsflákar og sumstaðar hefur helluhraunið brotnað upp og þar er hraunið mjög úfið. Eins og títt er um sprunguhraun á Reykjanesskaga er hraunið að jafnaði þeim mun úfnara og verra yfirferðar er fjær dregur gígunum, en nærri þeim er það afar blöðrótt og frauðkennt og brotnar undan fæti.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun.

Arnarseturshraun er yngsta hraunið á þessu svæði og liggja jaðrar þess alls staðar út yfir aðliggjandi hraunfláka. Suður- og suðausturjaðrar þess liggja út yfir hraun sem að mestu eru runnin frá unglegri gígaröð skammt austan við Stóra Skógfell og hefur hún verið kennd við Sundhnúk (Jón Jónsson 1973). Norðan til hefur Arnarseturshraun runnið út yfir fornlegt og mikið sprungið dyngjuhraun ættað frá stórri dyngju norðan undir Fagradalsfjalli og hefur hún af jarðfræðingum verið kölluð Þráinsskjöldur. Norðvesturjaðarinn liggur út yfir annað dyngjuhraun, ámóta fornlegt og sprungið. Það er komið frá dyngju sem kölluð hefur verið Sandfellshæð eftir dyngjuhvirflinum sem er um tvo km vestur af jarðhitasvæðinu í Eldvörpum. Hraun sem komin eru úr Eldvörpum og stórum stökum gíg skammt suður af Þórðarfelli hverfa inn undir suðvesturjaðar Arnarseturshrauns, en suðurjaðarinn liggur eins og austurjaðarinn út á Sundhnúkshraun.
Ekki hafa neinar sprungur fundist í Arnarseturshrauni svo vitað sé en augljóst er að berggrunnurinn undir því er mjög sprunginn. Gliðnun eða umbrot virðast því ekki hafa átt sér stað á svæðinu eftir að hraunið rann. Illahraun, sem komið er úr gígum um fjóra km suðvestur af Arnarsetursgígunum, er einnig ósprungið (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988a) og því hugsanlega frá svipuðum tíma, Rétt er að benda á að ekki er ljóst hvernig gosbeltið hegðar sér á svæðinu frá Reykjanesi að Fagradalsfjalli, þ.e. hvort líta beri á það sem eina sprungurein eða fleiri. Af þessum sökum er aðeins hægt að draga ályktanir af Arnarseturs- og Illahraunsgosum um næsta nágrenni en ekki sprungureinina í heild.
Arnarseturshraun er fínkornótt í brotsári og að mestu dílalaust en stundum með stökum, litlum plagíóklasdílum og ógreinanlegt frá Illahrauni í handsýni.
Jón Jónsson (1978, 1983) telur flatarmál Arnarseturhrauns vera um 21.84 km2. Jón gerði ráð fyrir að norðurhluti gígaraðarinnar og hraunið frá henni væri sérstök gosmyndun og er það því ekki meðtalið. Rúmmál hraunsins telur Jón vera 0.44 km3 en tekur fram að sennilega sé sú tala talsvert of lág. Flatarmál Arnarseturhrauns reiknast okkur vera 22.02 km2, Erfitt er að meta meðalþykkt hraunsins þar sem landslag fyrir gos er ekki þekkt en út frá mælingum á þykkt hraunjaðra var meðalþykkt áætluð um 15 m og er þá gert ráð fyrir að landið hafi verið tiltölulega flatt. Heildarrúmmál hraunsins er þá um 0.33 km3.

ALDUR ARNARSETURSHRAUNS

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – Jón Jónsson.

Aldur Arnarseturshrauns var ákvarðaður út frá afstöðu þess til þekktra öskulaga í jarðvegi, Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson (1988a,b) hafa fjallað um öskulög frá sögulegum tíma á Reykjanesskaga og verður það ekki endurtekið hér. Grafin voru og mæld 5 jarðvegssnið (R-31, R-46, R-47, R-48 og R-52) sem náðu inn undir jaðra hraunsins og er staðsetning þeirra sýnd á 1. mynd. Sniðin eru sýnd á 2.-6. mynd.
Landnámslagið fannst með vissu í tveimur sniðum, R-31 og R-52 og ef til vill í sniði R-47. Það liggur skammt undir hrauninu. Miðaldalagið liggur beint undir hrauninu í öllum sniðunum og er 5-15 cm þykkt og hefur fallið skömmu áður en hraunið rann. Enginn jarðvegur er milli Miðaldalagsins og hraunsins nema í sniði R-47 þar sem mold hefur greinilega hripað niður í gegnum þunnan hraunjaðar og fyllt upp í glufur neðst í hrauninu.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun, snið.

Miðaldalagið hefur fokið upp að hraunjaðrinum svipað og lýst er í skýrslunni um Illahraun.
Snið R-47 var grafið við hraunjaðarinn vestan undir Litla Skógfelli og er einkar fróðlegt. Neðst í því er ljós leikenndur jarðvegur og í honum gráleit rönd sem gæti verið Landnámslagið. Þá tekur við um 40 cm þykkt lag, sem að mestu er svört, lagskipt basaltaska sem vafalaust er Miðaldalagið. Neðst er um 15 cm af hreinni, svartri ösku, en efri hlutinn er lagskiptur. Þar skiptast á lög af svartri eilítið moldarblandinni ösku og Ijósri, leirkenndri mold. Í þessum lagskipta hluta sniðsins er greinilega vatnsflutt efni. Þá tekur Arnarseturshraun við og neðst í því er leirkennd, ljós mold sem fyllir upp í allar glufur í neðraborði hraunsins. Utan við hraunjaðarinn er um 20-30 cm þykkt lag af dökkri fokmold ofan á Miðaldalaginu. Á þessum slóðum er ekkert yfirborðsvatn að sumrinu og því verður að ætla að lagskipti kaflinn hafi myndast að vetri eða vori til er frost var í jörðu. Því hefur liðið a.m.k. einn vetur frá því að Miðaldalagið féll uns Arnarseturshraun rann.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – snið.

Ljóst er að Arnarseturshraunið hefur runnið skömmu eftir að Miðaldalagið féll sem að líkindum var árið 1226 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988b). Þetta er raunar sama niðurstaða og fékkst fyrir Illahraun (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988a). Ekki er hægt að segja til um aldursafstöðu þessara tveggja hrauna þar sem jaðrar þeirra liggja hvergi saman.
Áður hefur komið fram að engar sprungur hafa fundist í þessum hraunum og því sennilegt að þau hafi runnið í sömu goshrinu eða jafnvel samtímis. Ef Miðaldalagið hefur fallið árið 1226 þá hefur Arnarseturshraun runnið í fyrsta lagi árið 1227 því einn vetur a.m.k. hefur liðið frá því að öskulagið féll uns hraunið rann.
Jón Jónsson (1978) giskaði á að Arnarseturshraun hafi runnið 1661 en það ár getur Vallholtsannáll (Gunnlaugur Þorsteinsson 1922-27) um gos í Grindavíkurfjöllum, Jón hvarf síðar frá þessari hugmynd (Jón Jónsson 1983) og taldi það runnið um 1300 og byggði þá skoðun sína á því að hann fann

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun, snið.

Landnámslagið undir hrauninu en ofan á því öskulag sem hann taldi frá Kötlugosinu 1485. Þetta snið Jóns Jónssonar er tekið á sömu slóðum og snið R-46 en þar fannst Kötlulagið frá 1485 ekki þrátt fyrir nokkra leit. Aftur á móti virðist Jóni hafa sést yfir Miðaldalagið.
Sem fyrr segir taldi Jón Jónsson (1978) að nyrsti hluti gígaraðarinnar í Arnarseturshrauni væri sérstök gosmyndun og auðkennir hann hana með H-37, Ekki fjallar Jón um aldur hraunsins, en samkvæmt jarðfræðikorti hans telur hann hraunið eldra en Sundhnúkshraun. Jarðlagasnið R-52 sýnir hinsvegar ótvírætt að þessu er öfugt farið. Austurjaðar H-37 liggur að mestu út á fremur unglegt hraun sem Jón auðkennir H-38 (Sundhnúkshraun) og liggur jarðlagasniðið með Miðaldalaginu og Landnámslaginu á milli hraunanna. Með hliðsjón af þessu og legu gígaraðarinnar er eðlilegast að álykta að H-37 sé hluti Arnarseturshrauns.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun, snið.

Afar ólíklegt verður að teljast að gosið hafi í Grindavíkurfjöllum 1661 eins og segir í Vallholtsannál því ekki er getið um það gos í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1923-24). Þeir söfnuðu upplýsingum í Jarðabókina árið 1703 og þá hefði átt að vera fjöldi manna á Suðurnesjum sem mundu gosið og tíundað hefðu skaða þann er það hefði valdið. Líklegast er að annálshöfundurinn hafi í raun verið að lýsa Kötlugosinu er varð 1660 enda á lýsingin að mörgu leyti vel við það.

Heimildir:
-Árni Magnússon og Páll Vídalín 1923-24. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 3. bindi. Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn. 468 bls.
-Gunnlaugur Þorsteinsson 1922-27. Vallholtsannáll. Í Annálar 1400-1800, 1. bindi, bls. 317-367. Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988a. Aldur Illahrauns við Svartsengi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 7. 11 bls.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988b. Krýsuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og Miðaldalagsins. Jökull 38: 71-87.
-Jón Jónsson 1973. Sundhnúkahraun við Grindavík, Náttúrufræðingurinn 43: 145-153.
-Jón Jónsson 1978. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga, Orkustofnun OS JHD7831. 303 bls. og kortamappa.
-Jón Jónsson 1983. Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Náttúrufræðingurinn 52: 127-139.
-Sveinn P. Jakobsson, Jón Jónsson og F. Shido 1978. Petrology of the Western Reykjanes Peninsula, Iceland. Journ. Petrol. 19: 669-705.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – hrauntjörn.