Færslur

Básendar

Gengið var um Básenda frá Stafnesi í fylgd Magnúsar frá Bala. Farið var um gömlu steinbrúna austan Básendahóls á leið að gamla brunninum austan gömlu búðanna. Brunnurinn er greinilegur. Efstu hleðslur sjást, en að öðru leyti er hann fullur af sandi. Í fornleifaskrá fyrir Básenda er brunnurinn sagður horfinn í sandinn. En raunin virðist önnur. Þá var gamla hústóttin á Básendum skoðuð, en bærinn, ásamt öðrum húsum, s.s. búðinni, lýsisbræðslunni, fjósinu og hlöðunni, eyðilögðust í Básendaflóðinu árið 1799. Verslunarhúsið var flutt í spýtum til Keflavíkur. Sjá má grunn hússins á Básendum (sjá HÉR).

Básendar

Festarkengur við Básenda.

Mesta flóð sem sögur fara af á Suðurnesjum og raunar landinu öllu er svokallað Básendaflóð, heitið eftir Básendum. Það er að öllum líkindum flóð sem aðeins gerist með mjög margra alda millibili. Í Suðurnesjaannál, Rauðskinnu hinni nýrri, er svohljóðandi lýsing:
„1799. Eftir nýár, aðfaranótt 9. janúar, gjörði ofsalegt sunnanveður af hafútsuðri, höfðu þó komið önnur lík, en eigi jafnmikil. Fylgdi veðri þessu mikið regn, þrumur og leiptranir í stórstraum og var himinninn allur ógurlegur að líta. Það með fylgdi óskaplegt stórbrim og hafrót með miklum fallþunga og ægilegri flóðbylgju. Urðu skemmdir miklar hvarvetna…. Í Grindavík eyðulögðust tún á tveim bæjum, og önnur stórskemmdust, fimm hjáleigur spilltust, sex skip brotnuðu, átta manns meiddust og hundruð fjár fórust…. Básendakaupstaðurinn hjá Stafnesi eyðilagðist alveg, því að öll höndlunarhús braut sjór og veður, svo að par stóð ekki eftir og rótaðist grundvöllurinn sjálfur, enda gekk sjór 164 faðma upp fyrir efstu hús kaupstaðarins. Fórst einn maður, en Hannes kaupmaður bjargaðist í dauðans angist með konu sína og börn hálfnakin heim að Loddu, hjáleigu frá Stafnesi. (Lodda er tóft austan við Stafnes, en fyrirhugað er að rissa Stafnessvæðið upp við tækifæri). Fiskigarðar og túngarðar á Nesinu sópuðust heim á tún, sums staðar tóku af skipsuppsátur og brunna og átta skip brotnuðu. Tveir bátar fuku í Njarðvíkursókn og fundust eigi síðan og einn brotnaði, 4 bátar í Útskálasókn. Miklir skaðar á Vatnsleysuströnd og Innnesjum og vestur um allt land, sem menn vissu ekki dæmi til eins stórkostlegt, um allt land á einni nóttu“.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Neðan tóttarinnar að norðanverðu er Básendavörin og má enn sjá för eftir kjalför bátanna á klöppunum. Austan tóttarinnar er gamla réttin og vestan hennar eru kengir, sem bátar í víkinni voru festir við allt frá því á 16. öld.

Básendar

Letursteinn við Básenda.

Ef vel er gáð má sjá einar 5 til 7 kengi með víkinni og á skerjum, en í allt eru þeir 9 talsins. Draughóll með dysinni upp á var skoðaður og síðan gengin gamla Hrossagatan yfir að Þórshöfn. Á leiðinni lýsti Magnús miðum og kennileitum, s.s. Svartakletti með ströndinni, en hann var notaður sem mið í Keili, Mjóuvörðu efst á Miðsnesheiðinni, en hún var notuð sem sundvarða o.fl. Á leiðinni fann göngufólk m.a. vínleirkúta í fjörunni og var tappinn enn í sumum þeirra.
Leitað var að áletruðu Hallgrímshellunni á holti norðan Þórshafnar og síðan litið á leturklöppina ofan hennar. Á henni má sjá ýmis ártöl og fangamörk. Í bakaleiðinni var komið við í Gálgum, gömlum aftökustað, sem heimildir eru
til um.
Gangan tók 2 klst og 2 mín. Gengið var í ágætu veðri. Rigningin beið uns göngunni var lokið. Til fróðleiks er gaman að geta þess að FERLIR hefur, þrátt fyrir reglulegar ferðir, einungis tvisvar lent í rigningu á ferðum sínum.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Básendar

Nafnið er ekki vafalaust. Kemur það fyrir á voru máti í þremur myndum: 1. Bátsendar, þ. e. mesta amabagan, og þó einna mest notað í ritum síðari alda. 2. Bátsandar, notað jafnframt, og nú optast í ritum síðustu áratuga, 3. Básendar (eða Bassendar), sést að eins í gömlum og góðum heimildum (Fornbrs. VIII, 97 (1506), Jarðabók A.M.(opt Bassendar), og í manntalinu fyr á sama ári svo og á ýmsum stöðum í kirkjubókum Hvalsnessóknar frá 18. öld.
basendar-321Í elztu heimild: Fbrs. VIII, 13, (1484), er þó ritað „Bátsendum“. — Bátsund finnst hvergi, nema getgáta Br. J., í Árbók Fornleifafél. bls. 1903, 40). Það er í góðu samræmi við landslagið frá fyrstu byggð. Verður því að teljast réttara og betra en hin fyrri nöfnin, og vegna þess er nafnið ritað þannig í grein þessari. Í fjórða lagi sést nafnið í fjölda bréfa i Þjóðskjalasafninu í Reykjavík, optast á dönsku: Bosand (Bosenes-Havn, -Kiöbsted, -Distrikt). „Baadsende“ sést varla nema í Ferðabók Eggerts Ólafssonar (þýðing). Nafnið kemur aldrei fyrir — svo eg viti — í fornsagnaritum vorum, annálum eða öðrum heimildum, fyr en í Fornbréfasafninu 1484.

Básendar eru sunnarlega a vestanverða. Miðnesi (Rosmhvalanesi), og sunnan við alla byggðina þar. Þeir eru í Stafnes landi, og 8—10 mín. gangspölur milli.
Fjörur og sandauðn er umhverfis Básenda, með litlum grasflesjum, frá síðustu öld, að austan og norðananverðu. Þær eru þó aptur basendar-322að brotna, eða blása og gróa á víxl, allt heim að túni á Stafnesi. En sjór mylur framan af. Frá Básendum skagar nesið nokkuð lengra til suðuráttar. með boðum miklum, skerjum og lónum. Þá er Kirkjuvogshverfið (Hafnahr.) í suðaustur, en vogur milli, og gengur langt inn í landið til norðausturs. Nesið er hálent um miðju (Háaleiti), bunguvaxið, víðlent og gróðurlítið. Norðan á því austast — vestan við Vogastapa — eru Njarðvíkur (Norðv.), þá Keflavík  (Fyrir 220 árum var Keflavík 1 býli með 6 mönnum.
Jarðargjaldið var það, að gæta a vetrum lokaðrar kaupmannsbúðar (og þola á sumrum átroðning). Nú er þar þorp með kirkju, nál. 90 íbúðarhúsum og á 5. hundrað manns.), þá Leira og Garður (Gerðahr), en Miðneshreppur er vestan á nesinu. Hánesið allt, og að vísu suðurhallandi þess, hefur verið að blása og brotna um margar aldir, at lyngrifi og eldfjallasandi —. Nú er þó aptur farið að gróa upp frá byggðinni, og að sunnan frá „Ósabotnum“.
Norðan við voginn, utar miðju, stóð gamli Kirkjuvogur o. fl. bæir. Hann eyðilagðist á 16. öld. Þaðan hefur blasturinn gengið út eptir nesinu, allt beim að túni á Stafnesi — fyrir 200 árum eða meira. Nú er þarna gróðurlaust hraun, og örfoka að mestu leyti.
basendar-323Höfnin á Básendum var lón mjótt og langt, svo sem bás austur og inn í landið. Skipaleiðin inn á leguna var nokkuð löng, milli skerja, og í líkri stefnu.
Á fyrri öldum hefur vafalaust verið graslendi á báðar hliðar, og fyrir botni lónsins. Höfnin hefur þá verið á Básenda. (Eintalan kemur líka fyrir í nafninu: -endi. En ekki -sandi.
Þórshöfn er bás annar, sunnar á nesinu, við Kirkjuvogsósa. Komu þar opt seglskip á 19. öld raeð vörur, og tóku fwk. En mótorbátar hafa hleypt þar inn og hreinsað sig fratn á síðustu ár. Þaðan frá í s.s.v. eru ekki færri en 5 nafngreindir básar, er marka landið að Reykjanesi (Kerlingarbás, Kirkjuvogsbás, Blasíusbás o. s. frv. — Blanda II. 50). En að norðan við Básenda er enginn slikur bás á Miðnesinu. Bás(a)endar er þvi réttnefni (sbr. t. d. Skálaholt).
Að sunnanverðu við höfnina á Básendum, eru nú klappir þangi vaxnar, sandur fyrir botni, en grjótrimi að norðan. Hann er með grastóm og hásarustum, því þar stóð „kaupstaðurinn“. Sjóvik gengur með rimanum að norðvestan, og síðan lágt sandbelti í sveig austur um rimann að haínarbotni. Ætla má, að þar hafi verið tún á fyrri öldum, þó varla um 220 árin síðustu (Jarðab. A. M.).
basendar-334Mannvirki. Leifar mannvirkja sjást enn miklar á þessum atað (skoðað 1919). Kotbær hefur staðið vestast á rimanum. Má greina þar 5 sambyggðar kofatættur, þó að nokkru sé gróið yfir þær. Aust-suðaustur frá bænum — 28 m. — hefur staðið vöruhús mikið. Sér þar fyrir grunni 20 m. á lengd frá suðri til norðurs og 12 — 15 m. á breidd, máske raeð gangstétt. Annar húsgrunnur er 10 m. austar (9X6 m). Mun þar hafa verið sölubúðin. En hússtæðis kaupmanns þætti mér líklegast að leita enn austar, í sömu röð. Þar er nú grastorfa yfir. Norður af þessum stað er garðlagabrot, með kotatóptum við norðurhlið. Og enn — 24 m. norðaustar — kálgarður eða rétt (um 180 m2), með hesthúsi (? 7X3), geymslu (7X4) og fjósi (5X3) að baki, en hlöðuveggir 2 (4X3) eru þar laust norðvest an við. Hús þessi hafa staðið hæst og norðaustur á rimanum. Stendur enn meira og minna af grjótveggjum þeirra, eptir 1 1/4 aldar.
basendar-344Í lægðinni fyrnefndu — 100 m. austar — er vel upp hlaðinn brunnur, fullur af sandi. Og enn, 20 m. til austurs, hefur verið kálgarður (um 18O m2), í ágætu skjóli. Grastorfa er nú yfir mestum hluta hans; samt sér á tvíhlaðinn garðinn, af úrvalsgrjóti, og mjótt hlið við norðvestur hornið. Efsta flóðfar, er neðan við garð þennan, og upp í öðrum garði stærri, eða túngerði þar dálítið norðvestar. Á þessum stað má sjá það, að kaupstaðurinn hefur verið alveg afgirtur (tún?) að sjó, bæði vestur. og suður. Rskabyrgi, litil og kringlótt eða sporlaga, úr einhlöðnu grjóti, hafa verið þar á klettum og hólum viðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fiskurinn verið hengdur á rár og hertur. Garðlagabrot sjást hér líka á mörgum stöðum — eins og um öll Suðurnes — 2, 3 grjótlög, til að þurka á þang í eldinn, og fiskæti líka fyr & öldum.

basendar-345

Í þangivaxinni klöpp, 42 m. niður frá suðvesturhorni húsgrunnsins mikla, er járnkall vel gildur (15 sm. á þykkt og 30 sm. á hæð, með broti af hring í gati) greyptur og tinsteyptur við klöppina (smiðir hafa meitlað þar úr tin, til að kveikja með). Þetta var hestasteinninn á hlaðinu, fyrir stjórnborða-beizli sjóhesta. Annar slíkur er dálítið utar, niður undan kotinu, og 2 eða fleiri festarhringir þar á móti, í klöppum við suðurhlið skipalegunnar. Þannig hafa skipin verið „svínbundin“ á báðar hliðar, og frá báðum stöfnum. Hefur þetta lánazt vel þar, á svo litlum bás, þó opt færi það illa á Eyrarbakka. En ekki befur það verið vandalaust að snúa skipinu í hálfhring, á lóni, sem er tvær skipslengdir á breidd.
Sjálfsagt hefur Básendahöfn lengi verið notuð til bátaútræðis og fiskiveiða á vertíðum — þó lítið sé um þetta kunnugt. En merkustu notin voru þó af þessari góðu hafskipalegu, og verzluninni, sem telja má vist, að þar hafi optast verið rekin í rvimar 3 aldir (1484—1800), og sennilega enn fyr á öldum líka. Mun þá og hafa verið siglt á fleiri Bása, og verzlað á Básum — þó Básendar yrðu löngum hlutskarpastir.
Gretið er í fyrstu enskra kaupmanna á Básendum. Það var út af ásælni Diðriks Pininga, fulltrúa konungs hér, og manna hans. Tóku þeir af kaupmönnum á „Bátsendum“ vörur og skip, um 1484 — eða lítið fyr —. Vildu kaupmenn fá að halda skipinu tómu, og mega síðan verzla við landsmenn í friði. En þeir fengu þetta ekki. Geta má nærri um gremju þeirra. Þó sést ekki, að þeir hafi rænt hér við land á næstu áratugum eptir þetta (liðugum 70 árum fyr höfðu Englendingar byrjað að verzla hér á landi, með friðsemi og í konungs leyfi. En fljótt slettist á vinskapinn. Fóru þeir opt með ránum og vígaferlum. Handtóku hirðstjóra konungs tvo (Hannes Pálsson og Balthasar), en drápu hinn þriðja (Björn ríka, 1467). Munu þeir allir hafa „veitt enskum mótstöðu“, að boði konungs, og illvirkin því ekki án orsaka) 1491 má ætla, að bæði enskir og þýzkir kaupinenn hafi deilt um Básenda — ef „Gotsand“ a að merkja „Bátsanda“. Þýzkir kaupmenn kæra þá ensku á Útskálum fyrir ósvífni og herneskju á sjó og landi.
basendar-3481506 eru enskir kaupmenn á „bassendum“. Þorvarður lögmaður Erlendsson á Strönd í Selvogi, leyfir þeim þá að verzla á löglegan hátt á „Rosmalanesi“. Úr þessu fór að styttast um verzlunarfrelsið og friðinn fyrir ensku kaupmönnunum þar um slóðir. 1518 eru þýzkir kaupmenn komnir á Básenda. Fara þeir þaðan, og víðsvegar af Suðurnesjum, og allt frá Grindavík, í bardaga við enska kaupmenn í Hafnarfirði. Þjóðverjar féllu þar unnvörpum (40 af 48, er að sunnan komu), en samt héldu þeir velli. Og þá var það, að Þjóðverjar náðu Hafnarfirði af Englendingum, þessum höfuðstað þeirra hér við land (Vestmannaeyjar og Grindavík þar næst), sem þeir höfðu haldið og hagnýtt sér um heila öld (frá 1415), en þó nokkuð slitrótt að vísu.
Næsta aldarfjórðunginn eptir þennan mikla bardaga, sem fyr segir, varð mestur uppgangur þýzkra kaupmanna hér á Jandi, og hafa þeir vafalaust verzlað á Básendum þann tíma. Hafnarfjörð gerðu þeir svo að segja að þýzkum bæ. Höfðu þar fógeta og byggðu sér kirkju (líkt og i Björgvin áður). Höfðu þeir þá líka útgerð mikla um nesin til fiskiveiða. Árið 1543 áttu þeir ráð á 45 fiskiskipum. En þá lét Kristján konungur III. ræna basendar-356þeim öllum, og byrja með þeim konungsútgerðina hér, um nes og víkur. — 20 árum síðar (1563) var afii konungs aukinn með öðru ráni (þó kölluð væru makaskipti), þá er Páll Stígsson höfuðsmaður tók beztu aflajarðirnar við Eaxaflóa af Skálholtsstól: Hvalsneshverfið á Miðnesi, „Ófriðarstaði“ (Jófríðar-) í Hafnarfirði, og 12 aðrar jarðir þar á milli; svo og Þerney o. fl. En í staðinn lét hann jarðir og kot í Borgarfirði — annan ránsfeng Dana, og þó minnihlutann af jörðum Ögmundar biskups og Viðeyjarklausturs. Eptir þetta var þorskinum, sem aflaðist, allt frá Reykjanesi til Reykjavíkur, sópað vendilega í sjóð konungs, um tvær aldir og nær fjórðungi betur — afla konungsskipanna, landskuldum, sköttum og sektafé.
Sennilega hafa enskir kaupmenn siglt að jafnaði á Básenda mest alla 15. öldina og fram á 2. áratug 16. aldar, þvi á þessu aldar timabili höfðu þeir að langmestu leyti verzlun alls íslands í sinni hendi. En eptir bardagann fyr nefnda, hrakaði óðum verzlun þeirra og yfirgangi á landi hér. Að sama skapi færast þýzkir kaupmenn í aukana. En Dönum gengur seint róðurinn inn á hafnir einokunarinnar. Þrátt fyrir fiskiskiparánið eru Danir ekki komnir lengra en svo um miðja 16. öldina á einokunarferli sínum, að þeir sigla tveimur kaupskipum til Íslands, en Þjóðverjar tuttugu. Eru um þetta bil miklar ráðagerðir hjá stjórn Dana, að steypa undan Þjóðverjum.
basendar-368Ein þeirra var sú og þó nokkru fyr, um 1544, að konungur tæki af Þjóðverjum Básendahöfn, og sendi þangað skip árlega. Átti það að sækja fisk konungs og brennistein úr námunum á Reykjanesi, fara til Englands og selja þar fyrir gull og góðar vörur, klæði og konunglegar nauðsynjar.

Konungur vill sigla, en byr hlýtur að ráða. Árið 1548 vildi danskt skip sigla á Básendahöfn og verzla þar. En þýzkt skip var þar fyrir, með fógeta innanborðs, og hrundu þeir Dönum frá verzluninni þar. Þá er einokun Dana byrjaði með fullum krapti hér á landi (1602), segir J. Aðils í Einokunarsögunni (bls. 70—71), að Þýzkir hafi enn siglt á Básendahöfn. Það er því varla rótt, er segir síðar í sömu bók (103) og í Skarðsárannál, að árið 1640 hafi ekki verið siglt á Básendahöfn í 50 ár. Hitt er sönnu nær, að Danir hefji einokun sína hér með því að afrækja höfn þessa í 38 ár. Og síðan byrja þeir verzlunina þar (1640) með því að yfirgefa Grindavík um næstu 24 árin. Eptir það var optast siglt á þessar hafnir báðar, og opt fluttar vörur milli þeirra.
Árið 1645 kom sigling á Básenda, fágæt 4 þeim árum og boðflenna sennilega. Það var hollenzkt skip með íslenzkum skipstjóra, Einari Þórðarsyni frá Tjaldanesi. Verzlaði hann þar eitthvað, og var optar í för um hér við land. Danir höfðu síðan tögl og hagldir á Básendum rúma hálfa aðra öld. – V. G.“

Heimild:
-Blanda, 3. bindi 1924-1927, bls. 46-53.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Básendar

„Sjávarflóð hafa oft valdið stórtjóni og ekki síst á síðustu árum. Flóðbylgja skall Asíu olli mjög miklu manntjóni en flóðbylgjurnar haustið 2005 fyrst og fremst eignatjóni. Jarðskjálfti olli fyrrnefndu flóðbylgjunni (slíkar flóðbylgjur nefnast Basendar-323tsunami á japönsku og alþjóðamáli) en fellibyljir flóðunum við Karíbahaf. Tilfæra mætti miklu fleiri dæmi um tjón af völdum sjávarflóða og hafa Íslendingar hlotið sinn skerf af slíku, ekki síst sjófarendur. Elsta íslenska dæmið um að Ægir hafi reynt á þolrif þeirra mun að finna í Grænlendinga sögu. Þar segir frá 25 skipum mönnuðum mönnum sem hugðu á landnám á Grænlandi. Þau lentu í mjög miklum hrakningum. Suðureyskur maður var á einu skipanna og orti svonefnda Hafgerðingadrápu við þetta tækifæri. Þar er þetta stef:
Mínar biðk munka reyni
meinalausan farar beina,
heiðis haldi hárrar foldar
hallar dróttinn yfir mér stalli.
Tveir náttúrufræðingar á 19. öld, Japhetus Steenstrup og Jónas skáld Hallgrímsson, töldu jarðskjálfta orsök hafróts þessa og hefði orðið hafgerðingar þá væntanlega svipaða merkingu og japanska orðið tsunami. Ekki gátu þessir náttúrufræðingar fært veigamikil rök að þessu áliti og er enn með öllu óvíst hvaða náttúruhamfarir voru þarna á ferðinni.1 Ekki er ætlunin að fjalla hér um hafgerðingar þessar eða önnur sjávarflóð við Ísland að undanskildu því flóði sem nafnkunnast hefur orðið, Básendaflóðinu aðfaranótt hins 9. janúar 1799.
Basendar-324Fyrst verður staðurinn kynntur og íbúar hans þessa örlaganótt. Eftirfarandi lýsing á Básendum er birt í Suðurnesjaannál sr. Sigurðar B. Sivertsens: Básendar eru sunnarlega á vestanverðu Miðnesi, Rosmhvalanesi, og sunnan við alla byggðina þar. Þeir eru í Stafneslandi, og 8-10 mín. gangspölur milli. Fjörur og sandauðn er umhverfis Básenda, með litlum grasflesjum, frá síðustu öld, að austan- og norðanverðu. Þær eru þó aftur að brotna, eða blása og gróa á víxl, allt heim að túni á Stafnesi. En sjór mylur framan af. Frá Básendum skagar nesið nokkuð lengra til suðuráttar, með boðum miklum, skerjum og lónum. Þá er Kirkjuvogshverfið (Hafnahr.) í suðaustur, en vogur milli, og gengur langt inn í landið til norðausturs …

Höfnin á Básendum var lón mjótt og langt, svo sem bás austur og inn í landið. Skipaleiðin inn á leguna var nokkuð löng, milli skerja, og í líkri stefnu. Á fyrri öldum hefur vafalaust verið graslendi á báðar hliðar, og fyrir botni lónsins. Höfnin hefur þá verið á básenda.2
Lýsingin getur um höfn að Básendum enda var þar verslunarstaður að minnsta kosti frá 1484 til 1800. Undir lok 18. aldar var Hinrik Hansen, tengdasonur Íslands, kaupmaður á Básendum. Hann bjó á Básendum enda hafði verslunin þar verið opin allan ársins hring í nærfellt fjóra áratugi þegar hér var komið sögu.
Basendar-325Kaupmaður bjó í sérstöku húsi ásamt eiginkonu sinni Sigríði Sigurðardóttur frá Götuhúsum í Reykjavík, fjórum börnum þeirra hjóna, Símoni, Jóhanni Friðriki, Pétri og Maríu Lisbet, og vinnikonu. María var yngst barnanna. Synirnir urðu síðar mikilsmetnir borgarar í Reykjavíkurkaupstað og einnig Hans Símon, eldri bróðir þeirra, sem virðist hafa búið erlendis þennan vetur. Þrjú önnur vinnuhjú og einn niðursetningur voru á Básendum þennan vetur og á vegum kaupmanns. Þau áttu heima í kotbæ skammt frá kaupmannshúsinu.3 Eftir þessa lýsingu skal athyglinni beint að atburðunum aðfaranótt hins 9. janúar 1799, Básendaflóðinu.

Hinrik Hansen kaupmaður sendi Sigurði Péturssyni, sýslumanni og skáldi, lýsingu á atburðum þessarar nætur og er lýsingin dagsett hinn 16. mars 1799. Skjal þetta er varðveitt. Það er á dönsku. Vigfús Guðmundsson gaf það út nokkuð stytt í Blöndu og á íslensku. Þar er þýðanda ekki getið og hefur Vigfús því væntanlega sjálfur fært lýsinguna úr dönsku dragtinni og í íslenzku flíkurnar . Rétt þykir að birta lýsinguna hér í heild þó að löng sé enda gefur hún mjög góða mynd af atburðunum á Básendum þessa nótt:

Lotningarfull frásaga – (Ærbödig Pro Memoria)
Basendar-326Vegna ástæðnanna verð eg að bera fram fyrir héraðsdómarann tjónið hræðilega, sem varð í byrjun þessa árs á verzlunarstaðnum Básendum, er eg hafði náðarsamlega í hendur fengið. Út af því er eg nú fjárþrota með óþroskuð börn og óþægilegan aðbúnað. Til að gera héraðsdómaranum þetta skiljanlegt, tek eg mér leyfi til að segja söguna sanna, eins og hún gerðist. Sést þá hversu ofurefli sævarins,  hefur eyðilagt verzlunarstaðinn og margskonar fjármuni mína, og í hvílíkum dauðans vandræðum eg var staddur, með mínum nánustu, meðan allt var að eyðileggjast. Þessi hörmulega saga er þá svona: Eptir að við öll (eg, kona, 4 börn og vinnukona) vorum háttuð, varð eg þess var um nóttina (á að gizka kl. 2) hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auki fóru að heyrast skellir, hver aptir annan, eins og veggbrjótur væri að vinnu á hlið hússins og undirstöðu. Af þessu fór eg á fætur, til þess að líta eptir veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk eg upp húsdyrum eldhúsmeginn, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergin á lítilli stundu. Flúðum við þá í skyndi upp á húsloptið, hálfnakin upp úr rúmunum, því við óttuðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem íbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris; svo vissum við líka að allt umhverfis húsin var hulið sjó. Og megum víst þakka guði, að við gripum þá ekki það óyndis úrræði, því þá hefðum við öll farizt.
Basendar-327Þarna stóðum við nú langan tíma á loptinu í sífelldum dauðans ótta, að veður og sjór mundi þá og þegar mola húsið niður að grundvelli. Ofviðrishrinurnar og brimið lamdi sífellt á húsinu, svo það var nú farið að brotna, mótstöðuafl þess rýrnaði og sjórinn streymdi út og inn.

Hér um bil kl. 7 (að við héldum) treystumst við ekki lengur að geta bjargað lífinu þarna á loptinu. Braut eg því gluggann á norðurhliðinni. Þar smugum við öll út, eins og við stóðum (hálfnakin). Eg vóð með yngsta barnið á handleggnum, þar sem sjórinn flæddi yfir og skolaði með sér borðum, plönkum, fjármunum og búshlutum. Náðum þó fjósinu með mestu erfiðismunum og lífshættu. Fjósið stendur svolítið hærra og fjær sjónum en íbúðarhúsið. En tæplega höfðum við dvalið þar fjórðung stundar, þegar mæniásinn brast í fjósinu. Við urðum því að flýja þaðan aptur, og til hlöðunnar. Annar gaflinn var brotinn af henni, en í staðinn var þar kominn hlaði af trjáviðardóti, er við urðum að skríða yfir, með mikilli hættu, til að komast inn.
Basendar-328Þarna stóðum við skjálfandi nokkurn tíma, unz veðrið fór með nokkuð af þakinu, en hinn hlutinn blaktaði fram og aptur, eins og blaðsnepill.
Til þess enn að reyna að bjarga lífinu, gerðum við síðustu tilraun, yfirgáfum eyðilagða kaupstaðinn, leiddumst öll saman og héldum áleiðis til bygða. Vóðum svo og skriðum í rokinu, unz við eptir miklar þrautir náðum að næstu hjáleigu, er nefnist Lodda (Loðvíksstofa), rétt hjá Stafnesi. Fátæki bóndinn þar, Jón Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur-sem vorum nærri örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki-með mestu alúð og hjartagæzku. Létu og það allt gott í té, er þau gátu. Í baðstofu þessa ráðvanda manns höfðum við aðsetur og aðbúnað í 14 daga. Voru þar alls 19 manns, þar af 10 börn, en þó var baðstofan ekki nema 3 stafgólf ( Fag = 2 álnir) á lengd, 31/ 2 alin á vídd og 3 álnir á hæð, af gólfi upp í mæniás. Þrátt fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekki lengur níðast á gestrisni hans. Til þess líka að rýmkva um okkur, fórum við á eyðijörðina Stafnes, og bjuggum um okkur í baðstofunni íslenzku, sem þar var. Síðan höfum við haft þar okkar fátæklega aðsetur. Eins og hr. sýslumaðurinn mun sjá eru húsin mín öll á verzlunarstaðnum sama sem hrunin að grundvelli, og bærinn, sem þar var, líka.
Fólkið úr honum bjargaði sér upp um þekjuna, og tókst því Basendar-329þann veg um nóttina að bjarga lífi sínu, með guðs hjálp, nema aldraðri konu, sem veðrið lamdi niður, svo hún drukknaði í flóðinu. Eptir að hvíld og næði færðist yfir hagi mína hefi eg varið tímanum til þess að setja stoðir undir það, sem uppi hangir af húsaskrokkum verzlunarstaðarins, moka úr þeim fjörumölinni og grafa upp dótið mitt úr rústum þessa ömurlega staðar, svo og að safna saman borðum, trjám og brotum húsa (og húsbúnaðar). Við allt þetta árangurslitla strit, dag og nótt, er eg og konan orðin svo lasburða, að eg treysti mér tæplega að vinna lengur þetta erfiði. Og erfiðið verður því árangursminna, þar ekki þarf hér eptir að vonast eptir fólki til útróðra á þessum stað.

Að lokum vil eg láta það álit mitt í ljósi, að landskjálfti hafi hér verið í verki með veðri og sjó. Benda til þess ýmsar vörutegundir, sem eg hefi fundið lítið skemmdar undir grundvelli (ned i Grunden). Þvílíkt gat varla orðið án mikils hristings og sérstaklegrar aukahreyfingar jarðvegsins.
Þar eg er skuldunautur hátignarinnar, er átti veð og íhlutunarrétt í húsum á verzlunarstaðnum Básendum, verð eg að biðja yður, hr. sýslumaður, að koma hér við tækifæri og framkvæma löglega skoðun á rústunum og fjártjóninu.
Stafnesi 16. marz 1799.
H. Hansen.

Lodda-221Konan sem fórst í flóðinu hét Rannveig Þorgeirsdóttir, 79 ára niðursetningur sem hafði lengi verið rúmföst.4 Frásögn kaupmanns sýnir að veður hafi rokið upp um kl. 2 eftir miðnætti og gekk veðrið af suðri til vesturs . Nokkru síðar, óvíst hve löngu, opnaði kaupmaður dyr eldhúsmegin og flæddi sjór þá inn í húsið. Nánar verður vikið að þessu atriði síðar í greininni.
Sýslumaður lét gera úttekt á tjóninu og er virðingagerðin dagsett 9. maí 1799. Þar eru hús ýmist sögð vera gjörónýt eða stórskemmd. Auk þessa voru sex bátar sem kaupmaður átti og hafði gert út til fiskveiða gjörónýtir, af sumum þeirra var kjölurinn einn eftir. Úttektin segir eftirfarandi um flóðhæð og landbrot af völdum flóðsins: Hversu mjög sjórinn gekk á land og hve hátt risu flóðöldur má ráða af því, að sjórinn komst 164 faðma upp fyrir verslunarstaðinn (274 metra ef miðað er við þriggja álna faðm), og rekadrumbur hefur skolazt upp á þakið á einu verzlunarhúsanna, og liggur þar enn, 4 álnum ofar grundvelli. Verzlunarstaðurinn sýnist alveg óbyggjandi til frambúðar, því grundvöllurinn virðist vera 1-2 álnum lægri en áður.5
Þess skal getið áður en lengra er haldið að Básendakaupstaður var ekki endurreistur og lögðu stjórnvöld þó allhart að Hansen kaupmanni að byggja þar upp á nýjan leik.
Einhver verslun var þó á Básendum árið Basendar-3301799. Hansen fluttist til Keflavíkur. Hann skuldaði konungi yfir 2.000 ríkisdali og sótti um að fá skuldina gefna eftir. Konungur féllst á að gefa hálfa skuldina eftir og að veita eins árs gjaldfrest á hinum helmingnum ef kaupmaður byggði aftur upp á Básendum. Síðar var fallið frá því skilyrði. Hansen kaupmaður andaðist árið 1802 og kom í hlut sona hans að greiða eftirstöðvar skuldarinnar.6

Tjón varð mun víðar en á Básendum aðfararnótt hins 9. janúar 1799. Jón Espólín segir pakkhús hafa eyðilagst á Eyrarbakka og þar dreifði sjórinn viðum og varningi um Breiðumýri ofan verslunarstaðarins. Einnig velti sjórinn um öllum stakkstæðum á Eyrarbakka, gróf grundvöll undan flestum húsum þar, spillti vörum og braut malarkambinn. Hús brotnuðu og hey og búpening tók út, 63 hross, 58 kindur og 9 kýr. Alls olli flóðið tjóni á 52 býlum í hinum forna Stokkseyrarhreppi og þar brotnuðu 27 bátar.
Tuttugu og níu menn urðu að flýja heimili sín. Tjón varð einnig í Þorlákshöfn og Selvogi. Í Grindavík spillti flóðið 5 hjáleigum, þar brotnuðu 6 skip og 8 að auki Basendar-331skemmdust og 100 fjár fór í sjóinn. Fiskigarðar og túngarðar á Nesjum sópuðust heim á tún og þar brotnuðu 8 bátar, tveir bátar eyðilögðust í Höfnum, tveir í Njarðvík og fjórir í Útskálasókn. Sjór gekk á land á Vatnsleysuströnd og braut tíu báta. Flóðið spillti mörgum jörðum á Seltjarnarnesi og eyðilagði þar yfir 20 báta. Þrjátíu og sex bátar skemmdust eða eyðilögðust í Borgarfjarðarsýslu og sextán að auki í Mýrasýslu. Verbúðir eyðilögðust við Álftanes og í Hítárnesi. Í Staðarsveit gekk sjór 300-1.500 föðmum lengra á land en venja var í stórstreymi, þar eyðilögðust hús og 50 fjár flæddi. Fjórtán kirkjujarðir Staðarstaðar spilltust. Búðakaupstað tók af að mestu, þar brotnaði eitt hús alveg, gat kom á annað og sjórinn gróf undan hinu þriðja. Sextán bátar brotnuðu í Staðarsveit, en tíu að auki höfðu brotnað fyrr um veturinn í Neshreppi.

Flutningaskip Hans Hjaltalíns, kaupmanns á Búðum og Stapa, slitnaði upp og brotnaði undir Sölvahamri, verslunarhús Stafnes-321brotnaði í Ólafsvík. Tveir bátar eyðilögðust á Hellissandi og fimm að auki á Skógarströnd. Þar brotnuðu þrír bæir. Hús fuku í Dalasýslu. Þar braut sjórinn land og tók hjalla og fiskmeti. Átján bátar brotnuðu í óveðrinu í Dalasýslu svo að vitað var. Tekið er fram að veðurofsinn hafi verið minni á Vestfjörðum og um Norðurland. Hvalsneskirkja og Neskirkja við Seltjörn fuku og kirkjurnar í Kirkjuvogi og á Kálfatjörn skemmdust. Jón Espólín hefur eftirfarandi um tjón af völdum veðursins í grennd við Reykjavík eftir Geir biskupi Vídalín: að 5 álnum hefði sjór gengit hærra, þverhnýptu máli, en í ödrum stórstraumsflódum; braut sjórinn þvert yfir um nesit fyrir innan Lambastadi, svo at hvorki var fært hestum né mönnum; lét biskup mæla þar, ok voru 3 hundrud fadma tírædir; spilltust til ónýtingar á nesinu 18 skip eda meira, med þeim sem í Videy ok í Engey voru; kot braut á Kjalarnesi ok nokkra báta, ok vedr spillti vídar húsum. Tók af Breid á Skipaskaga med húsum ok túnum, en sjórinn brauzt inn undir pallskörina, fékk bóndinn brotid gat á badstofu-þekjuna, ok komit þar út mönnum, en vard at brjóta sik inn í adra búd, til at koma þeim af sundi, týndist margt þat er hann átti, en honum bættist þat aptr af örleik manna.7
Heimildir geta ekki um spjöll í Reykjavík af völdum flóðsins enda hefur hafnarsvæðið gamla verið í nokkru vari.“

Heimild:
-Lýður Björnsson.

1. Ísl. fornr. IV., bls. 245, meginmál og fyrsta neðanmálsgrein.
2. Suðurnesjaannáll er prentaður í Rauðskinnu hinni nýrri sr. Jóns Thorarinsens og hefur hann lagt sitt af mörkum til lýsingarinnar. Höfundurinn, sr. Sigurður B. Sivertsen, var prestur í Útskálasókn 1837-1886 og sr. Jón ólst upp í Höfnum. Báðir hafa því væntanlega þekkt Básenda mjög vel.
3. Vigfús Guðmundsson: Básendar við Faxaflóa, Blanda III., bls. 50-52, 57, önnur neðanmálsgrein. Sigurður Pétursson er bæði titlaður héraðsdómari og sýslumaður í skjalinu. Hið rétta er að hann var sýslumaður í Kjósarsýslu og héraðsdómari í Gullbringusýslu, sem var eina sýsla landsins sem naut umsýslunar slíks embættismanns.
Skiptingin átti rætur að rekja til konungsbréfs frá 1781 og ágreinings Skúla landfógeta Magnússonar og Guðmundar Runólfssonar lögsagnara um starfsvið. Landfógeti hafði með höndum fjármál og löggæslu í Gullbringusýslu. Sjá Kaupstaður í hálfa öld, bls. 117.
4. Vigfús Guðmundsson: S. st., bls. 54-58 og neðanmálsgrein á bls. 58. Vigfús segir
Rannveigu vera Þorgilsdóttur en sr. Jón Thorarinsen, útgefandi Suðurnesjaannáls, sem tekur frásögn Vigfúsar upp í annálinn, hefur breytt föðurnafni hennar á tveimur stöðum.
Er þar væntanlega um leiðréttingu að ræða, sjá Rauðskinnu hina nýrri III., bls. 43 nm., neðanmálsgreinar 2-3.
5. Vigfús Guðmundsson: S. st., bls. 58-61.
6. Vigfús Guðmundsson: S. st., bls. 64-68.
7. Jón Espólín: Íslands Árbækur í sögu formi, XI. deild, bls. 96-97.

Básendar

„Skammt suður frá túninu á Stafnesi eru Básendar, þar sem kaupstaðurinn var.
Ganga þar inn í landi tveir vogar, eigi stórir, og neskorn fram á milli. Nes þetta hefir verið slétt og grasi vaxið, þó nú sé það mjög af sér gengið. Það snýr í basendar-221-loftmyndútsuður. Fremst á nesinu sér til rústanna af bænum á Básendum; eru þær eigi stórar mjög, en allglöggar. Vör hefir þar verið niður frá bænum út í hinn nyrðra voginn. Litlu ofar á nesinu er rústin af búðar- og vöruhúsinu. Það hefir snúið frá útnorðri í landsuður, hér um bil 11 faðma á lengd, en 7 faðma á breidd, eftir þeim undirstöðum, sem nú sjást. Að vestanverðu við hús þetta hefir verið hlífðargarður, stór og mikill, fyrir hafsjó. Nokkrum spöl ofar á nesinu hefir íveruhúsið verið. Rústir þess sjást og múrsteinabrot á millum, þó ei svo glöggar, að mældar verði, en garður hefir verið um það hér um bil 10 faðma á breidd, en 20 faðma á lengd. Allar þessar rústir sýnast að hafa verið vandaðar og sterklega gjörðar, mest allt hlaðið af hraungrjóti, enda eru hér góð tök í slíku. Undirstöður húsanna eru eins og garðarnir, hrundar mjög og skörðóttar.

Innsigling á Básendum hefir verið vandrötuð og eigi fær fyrir hafskip nema með vissum vindum, enda hafa þar verið mörg sundmerki og nákvæm, sem sum eru enn í manna minnum og sjást, en sum varla eða alls ekki. Útsker eru eigi fá fyrir framan vogana, en gott, þegar inn kemur. basendar-hringur-221Kaupskipin áttu að hafa legið í syðra vognum. Voru þau jafnan bundin landfestum, svo að ei máttu snúast fyrir vindi; voru af hverju skipi 4 eða 5 festar; það kölluðu þeir svínbundið. Festar þessar sjást enn, og eru 5 á landskerjum eða landi, en 4 á útskerjum. Ég sá eina þeirra aðeins á nesinu, sem fyrr er getið. Er það járnsúla mikil, greypt niður í klöppina og blýi hleypt í kring; gat er á stólpanum og þar í hringur digur og víður. Járnstólpinn er ferskeyttur, á tvo vegu 12 en hina tvo 15 millimet.; hæð hans frá klöppinni var 32 millimeter, diameter hringsins 53½ millim., en yfir um hringinn var digurðin 23 millimeter. Öll þessi járn voru ryðbrunnin mjög. Festar þær, sem í útskerjum voru, gat ég ei skoðað, því enginn bátur var við hendina, enda sagði mér kunnugur maður, að þær væru með sama hætti og umbúningi allar 9. Að öðrum járnstólpa kom ég, og var hann eins og sá, sem þegar er lýst, nemar þar var hringurinn úr. Ég spurði manninn, því svo væri. Hann sagði, að sjómaður einn svarf hann úr með launung, en Stafnesbóndi komst þó að því um það leyti hann var ónýtur orðinn, hringurinn. Varð bóndi þá reiður, kvaðst ei vilja berja manninn, en á meðan hann lifði, mætti enginn hreifa neitt af menjum þessum. Það hefir ei heldur verið síðan. Yfir þær festar, sem á útskerjum eru, fellur sjór ætíð, og þar ryðbrenna járnin óðum. Við hinn basendar - ornefnisíðarnefnda járnstólpann, sem ég sá, var á klöppina höggið ASS, en á skeri einu var mér sagt, að væru ótal slík fangamörk. Það er að austanverðu við syðri voginn, en þangað komst ég ei, því bát vantaði, en hásjávað var. Um fjöru kvað mega ganga út á það sker. Útskerin eru alltaf umflotin. Landnorðurhallt við nesið sér rúst af kálgarði, eigi alllitlum; þar var brunnur í, djúpur og góður.  Á botni hans segja menn, að verið hafi eikartré slegin í kross, og svo hver tunnan upp af annarri innan í til þess að eigi félli sandur í brunninn. Nú er það allt komið í sand, en sést þó, hvar brunnurinn var, af grjótþúst dálítilli í útsuðurhorni garðsins. Garðurinn liggur móti suður-útsuðri og er skammt frá Básendum. Upp undan syðra vogsbotninum og fyrir nesinu er grasi vaxin flöt, allfríð; það heitir Brennitorfa, því þar áttu kaupmenn að hafa haft brennur. Nokkru sunnar, upp á hrauninu er hóll hár, sem kallaður er Draughóll. Þar átti að hafa verið dys til forna, og rótuðu sjómenn henni alveg um. Þar fundur þeir lítið fémætt. Spölkorn suður þaðan í hrauninu og ekki rétt fram við sjó eru klettar tveir allháir og nokkurra faðma breitt sund á milli. Þá kalla menn Gálgakletta. Áttu Básendamenn að hafa lagt tré milli klettanna og hengt þar menn á, þegar þá greindi mjög á við einhverja. Er það í munnmælum, að beinum enna hengdu hafi verið kastað í gjótu undir annan klettinn og borið grjót fyrir að framan.“

Heimild:
-Magnús Grímsson: Fornminjar um Reykjanessskaga, bls. 255-257.

Básendar

Í Lesbók Morgunblaðsins árið a978 má lesa eftirfarandi um Básendaför eftir sr. Gísli Brynjólfsson:
„Rosmhvalneshreppur (rosmhvalur=rostungur) náði yfir Keflavík, Leiru, Garð og Miðnes. Miðnesið er geysilangt — ekki veit ég hvað margir km. Það byrjar með bæjunum Kolbeinsstöðum og Hafurbjarnarstöðum fyrir sunnan Skaga og nær alla leið suður að Ósabotnum, sem skilur Nesið frá Höfnunum. Í gamla daga var byggðin dreifð um alla þessa löngu strandlengju, að vísu nokkuð svo í hverfum. Sá stórfróði Suðurnesjamaður, Magnús Þórarinsson (f. 1879 d. 1964) sem var alveg einstæður sérfræðingur í Miðnesinu bæði til lands og sjávar, telur upp a.m.k. 9 útróðrastaði (varir) á Nesinu. — Langbestur þeirra var Sandgerði enda fór það svo, að Sandgerði dró til sín s.a.s. alla miðnesinga. Og raunar langtum fleira fólk, því að nú er þar saman komið hátt í 1000 manns, blómleg byggð fallegra einbýlishúsa, sem fjölgar óðfluga, en hin gamla dreifða byggð um Miðnesið endilangt er nú ekki nema svipur hjá sjón. En sú var ekki meiningin, að fara að fjölyrða um vaxtarbrodd útgerðarstaðanna á Suðurnesjum. Hér er ekki nútíðin — því síður framtíðin — á dagskrá. Fjarri fer því.
Basendar 1978Hér skal litið um öxl — a.m.k. tvær aldir aftur í tímann — og litast um á þeim slóðum þar sem allt fór í auðn árið fyrir aldamótin 1800. Og hefur ekki verið byggð síðan. Þetta eru Básendar fyrir eina tíð syðsta byggðin á Miðnesi en tók af í flóðinu mikla, sem við plássið er kennt — Básendaflóðið — aðfaranótt 9. janúar 1799. —
Ekki eru Básendar kunnir fyrir útræði heldur sem pláss þar sem „útnesjafólkið fátækt og spakt“ varð að leggja inn fiskinn sinn hversu léttur, sem hann reyndist, því að reizlan var bogið og lóðið var lakt eins og Grímur kvað í sínu kunna kvæði.
Bærinn Básendar var byggður í Stafneslandi upþhaflega hvenær skal ekki sagt. Þar var ekki mikið um fiskirí enda var Stafnes sjálft frá fornri tíð eitthvert besta útver og þaðan skemmst í fiskileit á öllu Miðnesi. Frá Stafnesi gengu líka konungsbátarnir. Hefur það eflaust verið nokkur hagur fyrir verzlunina að vera í næsta nágrenni við útgerð þeirra. Bæði enskir og þýskir hafa verzlað á Básendum fyrr á öldum. Gekk á ýmsu í viðskiptum þeirra þar eins og víðar við Faxaflóa og á Suðurnesjum. Eitt sinn (árið 1645) kom hollenskt skip á Básenda. Á því var íslenskur maður, Einar Þórðarson, — og verzlaði þar.
basendar brunnur 221Árið 1640 var tekin upp sigling til Básenda eftir nokkurt hlé. Hélst svo, þar til verslun lagðist þar alveg niður. Verslunarsvæðið var Hafnir og Miðnes. Þó voru merkin ekki gleggri en svo, að mikil deila og málaferli urðu milli Básenda og Keflavíkurkaupmanns um nyrstu bæina á Miðnesi (Kirkjuból, Kolbeinsstaði og Hafurbjarnarstaði). Höfðu bæir þessi sótt verslun ýmist til Keflavíkur eða Básenda. Gekk dómur í málinu 1693 á þá leið, að svo skyldi standa, sem verið hefði að undanförnu. — Voru menn því litlu nær. Þetta kom þó kki að sök þegar sami kaupmaðurinn verzlaði á báðum stöðunum. Þá ber þess að geta, að Grindavík var a.m.k. annað veifið einskonar útibú frá Básendum. Fengu Grindvíkingar styrk til að flytja afurðir sínar til Básenda og úttektina heim. Samt var Básendaverzlunarsvæði fámennt og innleggið misjafnt. Það fór vitanlega eftir því, hvernig fiskaðist. Básendar voru dæmigerð fiskihöfn mótsett sláturhöfn, þar sem sveitabændur voru aðalviðskiptamennirnir.
Básendar voru því fámennur staður. Þar var lítið um að vera nema í kauptíðinni, sem stóð misjafnlega lengi fram eftir sumri eftir því hvenær kaupmanni þóknaðist að læsa búðinni og hætta að höndla, ef enginn var eftirliggjarinn.
basendar 229Næst síðasti kaupmaðurinn á Básendum hét Dines Jesþersen. Þegar hann hætti, lokaði hann búðinni 16. ágúst 1787. Mundi þá engin vara fást þar fyrr en næsta vor. Bændur í Rosmhvalaneshreppi með hreppstjóra og prest í fararbroddi kærðu þetta til Skula fógeta, töldu að með þessu væri mestum hluta sveitarinnar stefnt í opinn dauðann, skepnur voru fáar sökum grasleysis s.l. sumar, afli svo rýr s.l. vertíð, að „kauðstaðarvaran hrökk ekki fyrir vorum þungbæru skuldum“. En nógar matvörur lágu lokaðar inni í kaupstaðnum engum til nota nema mús og maur. En fólkið má deyja úr hor og hungri, kónginum og föðurlandinu til skaða.
Engum trúði þetta fólk betur til að rétta sinn hag heldur en honum, sem yfir rummungum reiddi hátt, réttar laganna sverð. Skúli brást heldur ekki trausti þeirra. Hann rak nauðsyn hinna bágt stöddu Suðurnesjamanna við Levetzone stiftamtmann, sem úrskurðaði, að eftir nýjárið mætti sýslumaður opna Básendabúð og láta fólkið fá nauðsynjar sínar, vitanlega eftir ströngustu útlánsreglum.
Þrír menn hafa lýst ummerkjum á Básendum síðan þar varð auðn.
Um það bil hálfri öld eftir Básendaflóð var Magnús Grímsson, síðan prestur á Mosfelli, f. 1825 d. 1860, á ferð um Reykjanes til að athuga fornminjar.
basendar-230Um Básenda segir sr. Magnús, að á nesinu milli voganna sjáist greinilega rústir af Básendabænum. Það hefur verið lítill bær með vör niður undan út í norður-voginn. Litlu ofar eru rústir af búðinni og vöruhúsinu, 11 faðmar á lengd og 7 á breidd. Vestan þess var stór og mikill sjóvarnargarður. Ofan við vöruhúsið var kaupmannsúsiö. Utan um það hefur verið 200 ferfaðma garður. „Allar þessar rústir sýnast hafa verið vandaðar og sterklega gjörðar,… undirstöður hrundar, mjög skörðóttar.“
Inn í höfnina var vandratað, en legan góð. Kaupskipin munu hafa legið í syðri voginum bundin 4 eða 5 festum, „það kölluðu þeir svínbundið“. Tvo af festarboltunum sá sr. Magnús, ferkantaða járnstólpa með gati og digrum járnhring ryðbrunna mjög. Alls munu festarboltarnir hafa verið níu, 5 í fjörunni, 4 á útskerjum. Brunnur hafði verið á Básendum — djúpur og góður. Á botni hans var eikarkross og svo hver tunnan upp af annarri, svo að eigi félli saman. Nú fullur af sandi. —
Af örnefnum telur sr. Magnús þessi: Brennitorfa þar sem kaupmenn höfðu brennt út gamla árið. Nokkru sunnar er Draughóll þar sem sjómenn höfðu rótað í dys fornri án þess að finna nokkuð fémætt. Í suður frá Draughól eru klettar tveir allháir með nokkurra faðma millibili — Gálgaklettar. Áttu Básendamenn að hafa lagt tré milli klettanna og hengt þar menn þegar þá greindi mjög á við einhverja. Lýsing V.G.
basendar-231Næsta lýsing á Básendum er frá 1919. Þá var þar á ferð Vigfús fræðimaður Guðmundsson, og skrifaði síðan um Básenda og Básendaflóð í 3.h. Blöndu. Er oft og víða til hennar vitnað enda V.G. viðurkenndur nákvæmur og natinn fræðimaður. V.G. segir, að enn sjáist miklar leifar mannvirkja á Básendum: Fimm sambyggðar kofatætlur þar sem bærinn stóð grunnur vöruhússins, 20 m á lengd og 12—15 m á breidd og tveir húsgrunnar aðrir, en hæst og norðaustur á hraunrimanum telur V.G. að útihúsin hafi staðið. Þá getur hann um brunninn, fullan af sandi, kálgarð 400 m2 og lítil, kringlótt fiskbirgi, þar sem fiskurinn var verkaður í skreið. — Á þangi vaxinni klöpp, 42 m frá húsgrunninum stóra, stendur gildur járnfleinn, 30 cm hár. Hann er steyptur í klöppina með bræddu blýi. Í gati á teininum er brot af hring. Í hann voru skipin á legunni bundin. Síðan rekur V.G. verzlunarsógu Básenda, segir frá flóðinu og síðasta kaupmanninum. Lýsing M.Þ.
Sá þriðji, sem ritað hefur um Básenda, er Magnús Þórarinsson fyrrnefndur. Hans skrif er að finna í Safnritinu: Frá Suðurnesjum — „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi.“ — Magnús stráir um sig í örnefnum í krafti kunnleika síns og stálminnis. — Hann nefnir Stóra og Litla-Básendahól. Þarna er Gunnusandur, framan við hann Róklappir, Rósandur, Rósker, — fyrir utan það er skerjagarðurinn: Básendasker. Innan þeirra er ílangt lón — höfnin — með bindibolta á skerjum og klöppum í kring. Suðurtakmörk hafnarinnar eru við Arnbjarnarhólma. Þá nefnir Magnús Kuðungavík og Djúpuvík með Svartakletti. Ofan við hana eru Dauðsmannsklappir en sunnan hennar Skarfurð og Skarfurðartangi. Fram af henni er flúð, sem sjaldan kemur upp úr sjó. Hún heitir Vefja. Þar suður af er Stólsvík. í henni er klettur, nokkuð frá landi, oft alsetinn skörfum og ber nafnið Tómasarstóll. Tilefni þess er ókunnugt.
basendar-234Þá skal láta lokið þessari þurru nafnarunu. Það getur verið næsta girnilegt til fróðleiks að reika um þessa auðu strönd og skoða myndir náttúrunnar eftir nafnaskrá hinna fróðu manna. — Hitt er allt annað en auðvelt, að setja sér fyrir sjónir mannlífið á Básendum meðan þar var annar aðal verzlunarstaður Suðurnesja. í kauptíð var þarna vitanlega mikið fjör og líf, ys og umferð, innlegg og úttekt. Og brennivínsstaup fyrir innan disk.
Utan kauptíðar var hér oftast aðeins fámennt heimili. Hér var hvorki búskapur né útræði í stórum stíl. Árið 1703 bjó á Básendabæ Árni Þorgilsson 47 ára með konu sinni Jódísi Magnúsd. 12 árum eldri, og dóttur þeirra Steinunni 17 ára. Þau höfðu vinnumann og vinnukonu. Hjá þeim er Árni Jónsson (60 ára) stjúpfaðir Jódísar, veikburða. Loks er Rasmus, eftirliggjari á Básendum. Þ.e. vetursetumaður til eftirlits fyrir kaupmanninn.
Næstu áratugi fara ekki sögur af fólkinu á Básendum. Síðan er það að þakka sr. Sigurði Sívertsen á Útskálum, að við vitum hverjir bjuggu þar á síðari hluta 18. aldar. Hann ritaði sálnaregistur Hvalsnesþings 1758—1790 upp úr rotnum, sundurlausum blöðum. Það manntal sýnir, að á Básendum fjölgaði mikið um 1780. Þá eru þar til heimilis hátt í 20 manns: Kaupmaðurinn, Dines Jespersen, 40 ára, kona hans, 2 börn og tökubarn, pige (stofustúlka), beikir og kona hans, 2 drengir (námspiltar við verzlunarstörf) ráðsmaður, vinnumaður og vinnukona. Auk þess er þar Ingjaldur Pétursson tómthúsmaður með fólki sínu.
Hér verður ekki sagt frá Básendaflóðinu fræga, enda eru myrkar hamfarir náttúrunnar víðs fjarri blíðu þessa bjarta dags. En benda má þeim, sem um það vilja fræðast á frásögn Hansens kaupmanns, og birt er í fyrrnefndri grein V.G. í Blöndu. — Það er allt að því átakanlegt, að lesa um það, hvernig flóðaldan hrífur kaupmanninn, þennan „almáttuga“ mann og allt hans fólk, hrekur þau stað úr stað uns þau bjargast upp á baðstofupallinn í Loddu (Lúðvíksstofu), nær „örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki“ og var tekið þar af mestu alúð og hjartagæzku. Þannig kastaði Básendaflóðið síðustu kaupmannsfjölskyldunni á Básendum í fang eins fátæks hjáleigubónda, sem barg henni frá bráðum bana.
Þessi síðasti Básendakaupmaður — Hinrik Hansen — hefur ekki fengið neitt slæman vitnisburð í verzlunarsögunni. Það er því ekki hans sök, að yfir Básendum hvílir dökkur skuggi áþjánar og einokunar, ekki síður en öðrum selstöðuverzlunum. Þar hafa skáldin haft sitt til málanna að leggja. Ólína Andrésdóttir segir í þulu um Geirfuglasker:
Görpum þótti gífurlega geigvæn sú för,
en betri samt en björg að sækja í Básenda vör.
Betra samt en björg að sækja Básendum að, ræningjarnir dönsku réðu þeim stað. Og allir kannast við kvæði Gríms; „Bátsenda þundarinn“ um hann Tugason með bognu reizluna og laka lóðið svo „létt reynist allt sem hún vó“.
Þá kemur skörungurinn Skúli fram á sviðið og réttir hlut hins fátæka útnesjafólks:
Hann skrifaði lítið og skrafaði fátt
en — skörungur var hann í gerð
og yfir rummungum reiddi hann hátt
réttar- og laganna sverð.
Þetta er hressileg blaðsíða í Básendasögunni.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 9 júlí 1978, bls. 6-7 og 12.

Básendar

Í Blöndu 1927 er m.a. fjallað um Básenda, ysta básinn vestast á norðanverðu Reykjanesinu:
„Nafnið er ekki vafalaust. Kemur það fyrir á voru máti í þremur myndum: 1. Bátsendar, 2. Bátsandar, notað jafnframt, og nú optast í ritum síðustu áratuga, 3. Básendar (eða Bassendar), sést að eins í basendar-221gömlum og góðum heimildum. (Fornbrs. VIII, 97 (1506), Jarðabók A.M. n03 (opt Bassendar), og í manntalinu fyr á sama ári. Svo og á ýmsum stöðum i kirkjubókum Hvalsnessóknar frá 18. öld. Í elztu heimild: Fbrs. VIII, 13, (1484), er þó ritað „Bátsendum“). — Það er í góðu samræmi við landslagið frá fyrstu byggð. Verður því að teljast réttara og betra en hin fyrri nöfnin, og vegna þess er nafnið ritað þannig í grein þessari. Í fjórða lagi sést nafnið í fjölda bréfa í Þjóðskjalasafninu í Reykjavík, optast á dönsku: Bosand (Bosenes-Havn, -Köbsted, -Distrikt). „Baadsende“ sést varla nema í Ferðabók Eggerts Ólafssonar (þýðing). Nafnið kemur aldrei fyrir — svo eg viti — í fornsagnaritum vorum, annálum eða öðrum heimildum, fyr en í Fornbréfasafninu 1484.
basendar - brunnurHánesið allt, og að vísu suðurhallandi þess, hefur verið að blása og brotna um margar aldir, af lyngrifi og eldfjallasandi —. Nú er þó aptur farið að gróa upp frá byggðinni, og að sunnan frá „Ósabotnum“. Norðan við voginn, utar miðju, stóð gamli Kirkjuvogur o. fl. bæir. Hann eyðilagðist á 16. öld. Þaðan hefur blásturinn gengið út eptir nesinu, allt beim að túni á Stafnesi — fyrir 200 árum eða meira. Nú er þarna gróðurlaust hraun, og örfoka að mestu leyti.
Þórshöfn er bás annar, sunnar á nesinu, við Kirkjuvogsósa. Komu þar opt seglskip á 19. öld með vörur. En mótorbátar hafa hleypt þar inn og hreinsað sig fratn á síðustu ár. Þaðan frá í s.s.v. eru ekki færri en 5 nafngreindir básar, er marka landið að Reykjanesi (Kerlingarbás, Kirkjuvogsbás, Blasíusbás o. s. frv. — Blanda II. 50). En að norðan við Básenda er enginn slíkur bás á Miðnesinu. Bás(a)endar er því réttnefni (sbr. t. d. Skálaholt).
basendar - uppdrattur IIILeifar mannvirkja sjást enn miklar á Básendum (skoðað 1919). Kotbær hefur staðið vestast
á rimanum. Má greina þar 5 sambyggðar kofatættur, þó að nokkru sé gróið yfir þær. Aust-suðaustur frá bænum — 28 m. — hefur staðið vöruhús mikið. Sér þar fyrir grunni 20 m. á lengd frá suðri til norðurs og 12 — 15 m. á breidd, máske raeð gangstétt. Annar húsgrunnur er 10 m. austar (9X6 m). Mun þar hafa verið sölubúðin. En hússtæðis kaupmanns þætti mér líklegast að leita enn austar, í sömu röð. Þar er nú grastorfa yfir. Norður af þessum stað er garðlagabrot, með kotatóptum við norðurhlið. Og enn — 24 m. norðaustar — kálgarður eða rétt (um 180 m), með hesthúsi (? 7X3), geymslu (7X4) og fjósi (5X3) að baki, en hlöðuveggir 2 (4X3) eru þar laust norðvestan við. Hús þessi hafa staðið hæst og norðaustur á rimanum. Í lægðinni fyrnefndu — 100 m. austar – er vel upp hlaðinn brunnur, fullur af sandi. Og enn, 20 m. til austurs, hefur verið kálgarður í ágætu skjóli. Grastorfa er nú yfir mestum hluta hans; samt sér á tvíhlaðinn garðinn, af úrvalsgrjóti, og mjótt hlið við norðvestur hornið. Efsta flóðfar, er neðan við garð þennan, og upp í öðrum garði stærri, eða túngerði þar dálítið norðvestar. Á þessum stað má sjá það, að kaupstaðurinn hefur verið alveg afgirtur (tún?) að sjó, bæði vestur og suður. Fiskabyrgi, lítil og kringlótt eða sporlaga, úr einhlöðnu grjóti, hafa verið þar á klettum og hólum víðsvegar að basendar - festarhringur - IIofanverðu. Þar hefur fiskurinn verið hengdur á rár og hertur. Garðlagabrot sjást hér líka á mörgum stöðum — eins og um öll Suðurnes — 2, 3 grjótlög, til að þurka á þang í eldinn, og fiskæti líka fyr á öldum.
Í þangivaxinni klöpp, 42 m. niður frá suðvesturhorni húsgrunnsins mikla, er járnkall vel gildur (15 sm. á þykkt og 30 sm. á hæð, með broti af hring í gati) greyptur og tinsteyptur við klöppina). Þetta var hestasteinninn á hlaðinu, fyrir stjórnborða-beizli. Annar slíkur er dálítið utar, niður undan koxinu, og 2 eða fleiri festarhringir þar á móti, í klöppum við suðurhlið skipalegunnar.
En merkustu notin voru þó af þessari góðu hafskipalegu, og verzluninni, sem telja má víst, að þar hafi optast verið rekin í rúmar 3 aldir (1484—1800), og sennilega enn fyr á öldum líka. Mun þá og hafa verið siglt á fleiri Bása, og verzlað á Básum — þó Básendar yrðu löngum hlutskarpastir.“

Heimild:
-Blanda, 3. bindi 1924-1927, 7.-10. hefti, bls. 46-50.

Stafnes

Eftirfarandi frásögn séra Gísla Brynjólfssonar um „Básendaför á björtum degi“ birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1978:

Miðnesið fyrr og nú
Basendar-220„Þennan dag er hópur á ferð um Suðurnes, eða þann hluta þeirra, sem áður hét Rosmhvalneshreppur (rosmhvalur = rostungur) og náði yfir Keflavík, Leiru, Garð og Miðnes. Miðnesið er geysilangt — ekki veit ég hvað margir km. Það byrjar með bæjunum Kolbeinsstöðum og Hafurbjarnarstöðum fyrir sunnan Skaga og nær alla leið suður að Ósabotnum, sem skilur Nesið frá Höfnunum. Í gamla daga var byggðin dreifð um alla þessa löngu strandlengju, að vísu nokkuð svo í hverfum. Sá stórfróði Suðurnesjamaður, Magnús Þórarinsson (f. 1879 d. 1964) sem var alveg einstæður sérfræðingur í Miðnesinu bæði til lands og sjávar, telur upp a.m.k. 9 útróðrastaði (varir) á Nesinu. — Langbestur þeirra var Sandgerði enda fór það svo, að Sandgerði dró til sín s.a.s. alla miðnesinga. Og raunar langtum fleira fólk, því að nú er þar saman komið hátt í 1000 manns, blómleg byggð fallegra einbýlishúsa, sem fjólgar óðfluga, en hin gamla dreifða byggð um Miðnesið endilangt er nú ekki nema svipur hjá sjón. En sú var ekki meiningin, að fara að fjölyrða um vaxtarbrodd útgerðarstaðanna á Suðurnesjum. Hér er ekki nútíðin — því síður framtíðin — á dagskrá. Fjarri fer því.

Fyrir tveim öldum
Basendar-223Hér skal litið um öxl — a.m.k. tvær aldir aftur í tímann — og litast um á björtum degi þeim slóðum þar sem allt fór í auðn árið fyrir aldamótin 1800. Og hefur ekki verið byggð síðan. Þetta eru Básendar fyrir eina tíð syðsta byggðin á Miðnesi en tók af í flóðinu mikla, sem við plássið er kennt — Básendaflóðið — aðfaranótt 9. janúar 1799. — Ekki eru Básendar kunnir fyrir útræði heldur sem pláss þar sem „útnesjafólkið fátækt og spakt“ varð að leggja inn fiskinn sinn hversu léttur, sem hann reyndist, því að reizlan var bogið og lóðið var lakt eins og Grímur kvað í sínu kunna kvæði.
Bærinn Básendar var byggður í Stafneslandi upþhaflega hvenær skal ekki sagt. Þar var ekki mikið um fiskirí enda var Stafnes sjálft frá fornri tíð eitthvert besta útver og þaðan skemmst í fiskileit á öllu Miðnesi. Frá Stafnesi gengu líka konungsbátarnir. Hefur það eflaust verið nokkur hagur fyrir verzlunina að vera í næsta nágrenni við útgerð þeirra. Bæði enskir og þýskir hafa verzlað á Básendum fyrr á öldum. Gekk á ýmsu í viðskiptum þeirra þar eins og víðar við Faxaflóa og á Suðurnesjum. Eitt sinn (árið 1645) kom hollenskt skip á Básenda. Á því var íslenskur maður, Einar Þórðarson, — og verzlaði þar.

Verzlunarsvæðið
Basendar-224Árið 1640 var tekin upp sigling til Básenda eftir nokkurt hlé. Hélst svo, þar til verslun lagðist þar alveg niður. Verslunarsvæðið var Hafnir og Miðnes. Þó voru merkin ekki gleggri en svo, að mikil deila og málaferli urðu milli Básenda og Keflavíkurkaupmanns um nyrstu bæina á Miðnesi (Kirkjuból, Kolbeinsstaði og Hafurbjarnarstaði). Höfðu bæir þessi sótt verslun ýmist til Keflavíkur eða Básenda. Gekk dómur í málinu 1693 á þá leið, að svo skyldi standa, sem verið hefði aö undanförnu. — Voru menn því litlu nær. Þetta kom þó ekki að sök þegar sami kaupmaðurinn verzlaði á báðum stöðunum. Þá ber þess að geta, að Grindavík var a.m.k. annað veifið einskonar útibú frá Básendum. Fengu Grindvíkingar styrk til að flytja afurðir sínar til Básenda og úttektina heim. Samt var Básendaverzlunarsvæði fámennt og innleggið misjafnt. Það fór vitanlega eftir því, hvernig fiskaðist. Básendar voru dæmigerð fiskihöfn mótsett sláturhöfn, þar sem sveitabændur voru aðalviðskiptamennirnir.

Fámennur staður
Basendar-225Básendar voru því fámennur staður. Þar var lítið um að vera nema í kauptíðinni, sem stóð misjafnlega lengi fram eftir sumri eftir því hvenær kaupmanni þóknaðist að læsa búðinni og hætta að höndla, ef enginn var eftirliggjarinn.

Handa mús og maur
Næst síðasti kaupmaðurinn á Básendum hét Dines Jesþersen. Þegar hann hætti, lokaði hann búðinni 16. ágúst 1787. Mundi þá engin vara fást þar fyrr en næsta vor. Bændur í Rosmhvalaneshreppi með hreppstjóra og prest í fararbroddi kærðu þetta til Skula fógeta, töldu að með þessu væri mestum hluta sveitarinnar stefnt í opinn dauðann, skepnur voru fáar sökum grasleysis s.l. sumar, afli svo rýr s.l. vertíð, að „kauðstaðarvaran hrökk ekki fyrir vorum þungbæru skuldum“. En nógar matvörur lágu lokaðar inni í kaupstaðnum engum til nota nema mús og maur. En fólkið má deyja úr hor og hungri, kónginum og föðurlandinu til skaða.
Basendar-227Engum trúði þetta fólk betur til að rétta sinn hag heldur en honum, sem yfir rummungum reiddi hátt, réttar laganna sverð. Skúli brást heldur ekki trausti þeirra. Hann rak nauðsyn hinna bágt stöddu Suðurnesjamanna við Levetzone stiftamtmann, sem úrskurðaði, að eftir nýjárið mætti sýslumaður opna Básendabúð og láta fólkið fá nauðsynjar sínar, vitanlega eftir ströngustu útlánsreglum. Þrír fræðimenn Þrír menn hafa lýst ummerkjum á Básendum síðan þar varð auðn.
Um það bil hálfri öld eftir Básendaflóð var Magnús Grímsson, síðan prestur á Mosfelli, f. 1825 d. 1860, á ferð um Reykjanes til að athuga fornminjar. Um Básenda segir sr. Magnús, að á nesinu milli voganna sjáist greinilega rústir af Básendabænum. Það hefur verið lítill bær með vör niður undan út í norður-voginn. Litlu ofar eru rústir af búðinni og vöruhúsinu, 11 faðmar á lengd og 7 á breidd. Vestan þess var stór og mikill sjóvarnargarður. Ofan við vöruhúsið var kaupmannsúsiö. Utan um það hefur verið 200 ferfaðma garður. „Allar þessar rústir sýnast hafa verið vandaðar og sterklega gjörðar,… undirstöður hrundar, mjög skörðóttar.“
Basendar-229Inn í höfnina var vandratað, en legan góð. Kaupskipin munu hafa legið í syðri voginum bundin 4 eða 5 festum, „það kölluðu þeir svínbundið“. Tvo af festarboltunum sá sr. Magnús, ferkantaða járnstólpa með gati og digrum járnhring ryðbrunna mjög. Alls munu festarboltarnir hafa verið níu, 5 í fjörunni, 4 á útskerjum. Brunnur hafði verið á Básendum — djúpur og góður. Á botni hans var eikarkross og svo hver tunnan upp af annarri, svo að eigi félli saman. Nú fullur af sandi. —
Af örnefnum telur sr. Magnús þessi: Brennitorfa þar sem kaupmenn höfðu brennt út gamla árið. Nokkru sunnar er Draughóll þar sem sjómenn höfðu rótað í dys fornri án þess að finna nokkuð fémætt. Í suður frá Draughól eru klettar tveir allháir með nokkurra faðma millibili — Gálgaklettar. Áttu Básendamenn að hafa lagt tré milli klettanna og hengt þar menn þegar þá greindi mjög á við einhverja.
Basendar-231Lýsing V.G. – Næsta lýsing á Básendum er frá 1919. Þá var þar á ferð Vigfús fræðimaður Guðmundsson, og skrifaði síðan um Básenda og Básendaflóð í 3.h. Blöndu. Er oft og víða til hennar vitnað enda V.G. viðurkenndur nákvæmur og natinn fræðimaður. V.G. segir, að enn sjáist miklar leifar mannvirkja á Básendum: Fimm sambyggðar kofatætlur þar sem bærinn stóð grunnur vöruhússins, 20 m á lengd og 12—15 m á breidd og tveir húsgrunnar aðrir, en hæst og norðaustur á hraunrimanum telur V.G. að útihúsin hafi staðið. Þá getur hann um brunninn. fullan af sandi, kálgarð 400 m2 og lítil, kringlótt fiskbirgi, þar sem fiskurinn var verkaður í skreið. —
Á þangi vaxinni klöpp, 42 m frá húsgrunninum stóra, stendur gildur járnfleinn, 30 cm hár. Hann er steyptur í klöppina með bræddu blýi. Í gati á teininum er brot af hring. Í hann voru skipin á legunni bundin. Síðan rekur V.G. verzlunarsógu Básenda, segir frá flóðinu og síðasta kaupmanninum.
Lýsing M.Þ. – Sá þriðji, sem ritað hefur um Básenda, er Magnús Þórarinsson fyrrnefndur. Hans skrif er að finna í Safnritinu: Frá Suðurnesjum — „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi.“ — Magnús stráir um sig í örnefnum í krafti kunnleika síns og stálminnis. — Hann nefnir Stóra og Litla-Básendahól. Þarna er Gunnusandur, framan við hann Róklappir, Rósandur, Rósker, — fyrir utan það er skerjagarðurinn: Básendasker. Innan þeirra er ílangt lón — höfnin — með bindibolta á skerjum og klöppum í kring. Suðurtakmörk hafnarinnar eru við Arnbjarnarhólma. Þá nefnir Magnús Kuðungavík og Djúpuvík með Svartakletti. Ofan við hana eru Dauðsmannsklappir en sunnan hennar Skarfurð og Skarfurðartangi. Fram af henni er flúð, sem sjaldan kemur upp úr sjó. Hún heitir Vefja. Þar suður af er Stóísvík. í henni er klettur, nokkuð frá landi, oft alsetinn skörfum og ber nafnið Tómasarstóll. Tilefni þess er ókunnugt.

Nöfnin og náttúran
Basendar-233Þá skal láta lokið þessari þurru nafnarunu. Það getur verið næsta girnilegt til fróðleiks að reika um þessa auðu strönd og skoða myndir náttúrunnar eftir nafnaskrá hinna fróðu manna. — Hitt er allt annað en auðvelt, að setja sér fyrir sjónir mannlífið á Básendum meðan þar var annar aðal verzlunarstaður Suðurnesja. í kauptíð var þarna vitanlega mikið fjör og líf, ys og umferð, innlegg og úttekt. Og brennivínsstaup fyrir innan disk.

Búseta á Básendum
Utan kauptíðar var hér oftast aðeins fámennt heimili. Hér var hvorki búskapur né útræði í stórum stíl. Árið 1703 bjó á Básendabæ Árni Þorgilsson 47 ára með konu sinni Jódísi Magnúsd. 12 árum eldri, og dóttur þeirra Steinunni 17 ára. Þau höfðu vunnumann og vinnukonu. Hjá þeim er Árni Jónsson (60 ára) stjúpfaðir Jódísar, veikburða. Loks er Rasmus, eftirliggjari á Básendum. Basendar-235Þ.e. vetursetumaður til eftirlits fyrir kaupmanninn.
Næstu áratugi fara ekki sögur af fólkinu á Básendum. Síðan er það að þakka sr. Sigurði Sívertsen á Útskálum, að við vitum hverjir bjuggu þar á síðari hluta 18. aldar. Hann ritaði sálnaregistur Hvalsnesþings 1758—1790 upp úr rotnum, sundurlausum blöðum. Það manntal sýnir, að á Básendum fjölgaði mikið um 1780. Þá eru þar til heimilis hátt í 20 manns: Kaupmaðurinn, Dines Jespersen, 40 ára, kona hans, 2 börn og tökubarn, pige (stofustúlka), beikir og kona hans, 2 drengir (námspiltar við verzlunarstörf) ráðsmaður, vinnumaður og vinnukona. Auk þess er þar Ingjaldur Pétursson tómthúsmaður með fólki sínu.

Básendaflóð
Basendar-239Hér verður ekki sagt frá Básendaflóðinu fræga, enda eru myrkar hamfarir náttúrunnar víðs fjarri blíðu þessa bjarta dags. En benda má þeim, sem um það vilja fræðast á frásögn Hansens kaupmanns, og birt er í fyrrnefndri grein V.G. í Blöndu. — Það er allt að því átakanlegt, að lesa um það, hvernig flóðaldan hrífur kaupmanninn, þennan „almáttuga“ mann og allt hans fólk, hrekur þau stað úr stað uns þau bjargast upp á baðstofupallinn í Loddu (Lúövíksstofu), nær „örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki“ og var tekið þar af mestu alúð og hjartagæzku. Þannig kastaði Básendaflóðið síðustu kaupmannsfjölskyldunni á Básendum í fang eins fátæks hjáleigubónda, sem barg henni frá bráðum bana.

Ræningjarnir dönsku
Stafnes-226Þessi síðasti Básendakaupmaður — Hinrik Hansen — hefur ekki fengið neitt slæman vitnisburð í verzlunarsögunni. Það er því ekki hans sök, að yfir Básendum hvílir dökkur skuggi áþjánar og einokunar, ekki síður en öðrum selstöðuverzlunum. Þar hafa skáldin haft sitt til málanna að leggja.
Ólína Andrésdóttir segir í þulu um Geirfuglasker: Görpum þótti gífurlega geigvæn sú för, en betri samt en björg að sækja í Básenda vör. Betra samt en björg að sækja Básendum að, ræningjarnir dönsku réðu þeim stað.
Og allir kannast við kvæði Gríms „Bátsenda þundarinn“ um hann Tugason með bognu reizluna og laka lóðið svo „létt reynist allt sem hún vó“.
Þá kemur skörungurinn Skúli fram á sviðið og réttir hlut hins fátæka útnesjafólks: Hann skrifaði lítið og skrafaði fátt en — skörungur var hann í gerð og yfir rummungum reiddi hann hátt réttar- og laganna sverð.
Þetta er hressileg blaðsíða í Básendasögunni.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Gísli Brynjólfsson – Básendaför á björtum degi, 9. júlí 1978, bls. 6-7 og 12.

Básendar

Í lok ágúst 2009 var gengið um Básenda með Jóni Ben Guðjónssyni frá Stafnesi. Jón er borinn og barnfæddur Stafnesingur og þekkir hvern hól á svæðinu.
BásendagatanGísli Brynjólfsson ritað um „Básendaför“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1978. Þar kemur ýmislegt fram um staðháttu á Básendum:
„Hér skal litið um öxl – a.m.k. tvær aldir aftur í tímann – og litast um á þeim slóðum þar sem allt fór í auðn árið fyrir aldamótin 1800. Og hefur ekki verið byggð síðan. Þetta eru Básendar fyrir eina tíð syðsta byggðin á Miðnesi en tók af í flóðinu mikla, sem við plássið er kennt – Básendaflóðið – aðfaranótt 9. janúar 1799.
Ekki eru Básendar kunnir fyrir útræði heldur sem pláss þar sem „útnesjafólkið fátækt og spakt“ varð að leggja inn fiskinn sinn hversu léttur, sem hann reyndist, því að reizlan var bogið og lóðið var lakt eins og Grímur kvað í sínu kvæði.
BrunnurBærinn Básendar var byggður í Stafneslandi upphaflega – hvenær skal ekki sagt.
Þar var ekki mikið um fiskirí enda var Stafnes sjálft frá fornri tíð eitthvert besta útver og þaðan skemmst í fiskileit á öllu Miðnesi. Frá Stafnesi gengu líka konungsbátarnir. Hefur það eflaust verið nokkur hagur fyrir verzlunina og  vera í næsta nágrenni við útgerð þeirra.
Bæði enskir og þýskir hafa verzlað á Básendum fyrr á öldum. Gekk á ýmsu í viðskiptum þeirra þar eins og víðar við Faxaflóa og á Suðurnesjum. Eitt sinn (árið 1645) kom hollenskt skip á Básenda. Á því var íslenskur maður, Einar Þórðarson, – og verzlaði þar.
Árið 1640 var tekin upp sigling til Básenda eftir nokkurt hlé. Hélst svo, þar til verslun lagðist þar alveg niður.
BásendarVerslunarsvæðið var Hafnir og Miðnes. Þó voru merkin ekki gleggri en svo, að mikil deila og málaferli urðu milli Básenda og Keflavíkurkaupmanns um nyrstu bæðina á Miðnmesi (Kirkjuból, Kolbeinsstaði og Hafurbjarnastaði).
Höfðu bæir þessir sótt verzlun ýmist til Keflavíkur eða Básenda. Gekk dómur í málinu 1693 á þá leið, að svo skyldi standa, sem verið hefði að undanförnu. Voru menn því litlu nær. Þetta kom þó ekki að sök þegar sami kaupmaður verzlaði á báðum stöðunum. Þá ber þess að geta, að Grindavík var a.m.k annað veifið einskonar útibú frá Básendum. Fengu Grindvíkingar styrk til að flytja afurðir sínar til Básenda og úttektina heim. Samt var Básendaverzlunarsvæði fámennt og innleggið misjafnt. Það fór Kaupmannshúsiðvitanlega eftri því, hvernig fiskaðist. Básendar voru dæmigerð fiskihöfn mótsett sláturhöfn, þar sem sveitabændur voru aðalviðskipta-mennirnir.
Básendar voru því fámennur staður. Þar var lítið um að vera nema í kauptíðinni, sem stóð misjafnlega lengi fram eftir sumri eftir því hvenær kaupmanni þóknaðist að læsa búðinni og hætta að höndla, ef enginn var eftirleggjarinn.
næst siðasti kaupmaðurinn á Básendum hét Dines Jespwersen. Þegar hann hætti, lokaði hann búðinni 16. ágúst 1787. Mundi þá engin vara fást þar fyrr en næsta vor. Bændur í Rosmhvalaneshreppi með hreppsstjóra og prest í fararbroddi kærðu þetta til Skúla fógeta, töldu að með þessu væri emstum hluta sveitarinnar stefnt Friðlýsingí opinn dauðann, skepnur voru fáar sökum grasleysis s.l. sumar, afli svo rýr s.sl. vertíð, að „kaupstaðavaran hrökk ekki fyrir vorum þungbæru skuldum“, En nógar matvörur lágu lokaðar inni í kaupstaðnum engum til nota nema mús og maur. En fólkð má deyja úr hor og hungri, kónginum og föðurlandinu til skaða.
Engum trúði þetta fólk betur til að rétta sinn hag heldur en honum, sem yfir rummungunum reiddi hátt, réttar laganna sverð.
Skúli brást heldur ekki trausti þeirra. Hann rak nauðsyn hinna bágt stöddu Suðurnesjamanna við Levetzone stiftamtmann, sem úrskurðaði, að eftir nýjárið mætti sýslumaður opna Básendabúð og láta fólkið fá nauðsynjar sínar, vitanlega eftir ströngustu útlánsreglum.
Þrír menn hafa lýst ummerkjum á Básendum síðan þar varð auðn.

Um það bil hálfri öld eftir Básendaflóð var Magnús Grímsson, síðan prestur á Msofelli, f. 1825 d. 1860, á ferð um Reykjanes til að athuga fornminjar.
Um Básenda segir sr. Magnús, að á nesinu milli voganna sjáist greinilega rústir af Básendabænum. Það hefur verið lítill bær með svör niður undan út í norður-voginn.
Litlu ofar eru rústir af búðinni og vöruhúsinu, 11 faðmar á lengd og 7 á breidd. Vestan þess var stór og mikill sjóvarnargarður. Ofan við vöruhúsið var Kaupmannshúsið. Utan um það hefur verið 200 ferfaðma garður. „Allar þessar rústir sýnast hafa verið vandaðar og sterklega gjörðar,… undistöður hrundar, mjög skörðóttar.“
BásendarInn í höfnina var vandratað, en legan góð. Kaupskipin munu hafa legið í syðri voginum, bundin 4 eða 5 festum, „það kölluðu þeir svínbundið“. Tvo af festarboltunum sá sr. Magnús, ferkantaða járnstólpa með gati og digrum járnhring ryðbrunna mjög. Alls munu festarboltarnir hafa verið níu, 5 í fjörunni, 4 á útskerjum. Brunnur hafði verið á Básendum – djúpur og góður. Á botni hans var eikarkross og svo hver tunnan upp af annarri, svo að eigi félli saman. Nú fullur af sandi.
Af örnefnum telur sr. Magnús þessi: Brennitorfa þar sem kaupmenn höfðu brennt út gamla árið. Nokkur sunnar er Draughóll þar sem sjómenn höfðu rótað í dys fornri án þess að finna nokkuð fémætt. Í suður frá Draughól eru klettar tveir allháir með nokkurra faðma millibili – FestarkengurGálgaklettar. áttu Básendamenn að hafa lagt tré milli klettanna og hengt þar menn þegar þá greindi mjög á við einhverja.

Næsta lýsing á Básendum er frá 1919. Þá var þar á ferð Vigfús fræðimaður Guðmundsson, og skrifaði síðan um Básenda og Básendaflóðið í 3.h. Blöndu. Er oft og  víða til hennar vitnað enda V.G. viðurkenndur nákvæmur og natinn fræðimaður.
V.G. segir, að enn sjáist miklar leifar mannvirkja á Básendum: Fimm sambyggðar kofatættur þar sem bærinn stóð, grunnur vöruhússins, 20 , á lengd og 12-15 m á breidd og tveir húsgrunnar aðrir, en hæst og norðaustar á hraunrimanum telur V.G. að útihúsin hafi staðið. Þá getur hann um brunninn fullan af Fiskbirgisandi, kálgarð 400m2 og lítil kringlótt fiskbirgi, þar sem fiskurinn var verkaður í skreið.
Á þangi vaxinni klöpp, 42 m frá húsgrunninum stóra, stendur gildur járnfleinn, 30 cm hár. Hann er steyptur í klöppina með bræddu blýi. Í gati á teininum er brot af hring. Í hann voru skipin á legunni bundin. Síðan rekur V.G. verzlunarsögu Básenda, segir frá flóðinu og síðasta kaupmanninum.

Sá þriðji, sem ritað hefur um Básenda, er Magnús Þórarinsson fyrrnefndur. Hans skrif er að finna í Safnritinu „Frá Suðurnesjum“ – Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi. Magnús stráir um sig örnefnum í krafti kunnleika síns og stálminnis. Hann nefnir Stóra og Litla-Básendahól. Þarna er Gunnusandur, framan við hann Innri innsiglingarvarðanRóklappir, Rósandur, Rósker, – fyrir utan það skerjagarðurinn: Básendasker. Innan þeirra er ílangt lón – höfnin – með bindibolta á skerjum og klöppum í kring.
Suðurtakmörk hafnarinnar eru við Arnbjarnarhólma.
Utan kauptíðar var hér oftast aðeins fámennt heimili. Hér var hvorki búskapur né útræði í stórum stíl.
Árið 1703 bjó á Básendabæ Árni Þorgilsson 47 ára með konu sinni Jódísi Magnúsd. 12 árum eldri, og dóttur þeirra Steinunni 17 ára. Þau höfðu vinnumann og vinnukonu. Hjá þeim er Árni Jónsson (60 ára) stjúpfaðir Jódísar, veikburða. Loks er Rasmus, eftirliggjandi á Básendum. Þ.e. vetursetumaður tile ftirlits fyrir kaupmanninn.
Ytri innsiglingarvarðanNæstu áratugi fara ekki sögur af fólkinu á Básendum. síðan er það að þakka sr. Sigurði Sívertsen á Útskálum, að við vitum hverjir bjuggu þar á síðari hluta 18. aldar. Hann ritaði sálarregestur Hvalsnesþings 1758-1790 upp úr rotnum sundurlausum blöðum. Það manntal sýnir, að á Básendum fjölgaði mikið um 1780. Þá eru þar til heimilis hátt í 20 manns; kaupmaðurinn, Dines Jespersen, 40 ára, kona hans, 2 börn og tökubarn, pige (stofustúlka), beikir og kona hans, 2 drengir (námspiltar við verzlunarstörf), ráðsmaður, vinnumaður og  vinnukona. Auk þess er þar Ingjaldur Pétursson tómthúsmaður með fólki sínu.
Hér verður ekki sagt frá Básendaflóðinu fræga. Það er allt að því átakanlegt, að lesa um það, hvernig flóðbylgjan hrífur kaupmanninn, þennan Á Básendum„almáttuga“ mann og allt hans fólk, hrekur þau stað úr stað uns þau bjargast upp á baðstofupallinn í Loddu (Lúðvíksstofu) nær, „örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki“ og var tekið þar af mestu alúð og hjartagæsku.
Þannig kastaði Básendaflóðið síðustu kaupmanns-fjölskyldunni á Básendum í fang eins fátæks hjáleigubónda, sem bjargaði henni frá bráðum bana.“

Í skrifum Helga S. Jónssonar – Básendar, verslunarstaður á Suðurnesjum, í Lesbók Mbl 1967 kemur m.a. eftirfarandi fram um Básenda:
„Básenda er ekki getið í Landnámabók, heldur miklu síðar og þá fyrst sem útbýlis frá Stafnesi.
BásendabærinnUm 1500 er þar mannaferð nokkur en mest útlenzkir. Þá lentu enskir og þýskir í orrustu um verzlunarvöldin og söfnuðu þýskir liði um suðurnes og fengu 48 stríðsmenn og er talið í gömlum annálum að ekki hafi komizt lífs af nema 8 þeirra manna, sem af Suðurnesjum voru. Í þetta skipti höfðu Þjóðverjar sigur yfir Englendingum. mestur hluti þeirra þýzku voru menn, sem höfðu bólfestu að Básendum, svo að þá þegar skömmu eftir aldamótin 1500 eru Básendar byggðir.
Undir Stafnes lágu 24 hjáleigur auk Básendakaupstaðar. Ennþá lifa ýmis kúnstug nöfn þeirra í minnum, s.s. Refshalakot, Gossa, Hattkollur, Þemba, Halastaðir og Lodda. Talið er að upphaflega hafi síðastnefnda kotið heitið Lúðvíksstofa. Þar er talið að búskapur hafi verið fram Básendará miðja 19. öld. Nokkur grasnyt munhafa fylgt Loddu. Sagan hermir, að þar hafi um eitt skeið búið Bergþór nokkur og kona hans Þorkatla; voru þau gleðimanneskjur og gestrisin mjög. Er svo sagt, að talsháttur sá hafi myndazt um heimili þeirra, að „lítið en ljúft væri í Loddu veitt“. Bergþór bóndi dó snögglega og gerðist draugur í Loddu.
Að Þembu bjó eitt sinn maður er Narfi hét. Hann var fæmdur burtu af faktor og dó að Kirkjuvogi í Höfnum. Gerðist hann síðan draugur að Þembu.
Básendar voru mikill verzlunarstaður í sinn tíð. Árið 1655 eru innfluttar vörur til Básenda taldar vera 10185 ríkisdala virði, en útfluttar vörur þaðan fyrir 11324 ríksidali. Þarna mun vera um nokkurs konar vöruskiptaverð á staðnum að ræða, en ekki endanlegan hagnað á íslenska Básendarvarningnum. Varan sem flutt var til landsins var ekki fjölbreytt á nútímamælikvarða. Fáar tegundir matvöru, veiðarfæri, trjáviður og járn, lítilsháttar af fatnaði og efni til fatagerðar. Árið 1655 voru fluttar til Básenda 193 tunnur af mélvöru, 18 tunnur skonrok og 30 tunnur skipakex. Það ár fengu þeir 3 kjöltré, 12 stefnistré, 24 stykki 7 og 10 álna tré, 8 hástokksefni og 30 planka, 386 línur af mismunandi lengdum og 36 pund af netagarni, 1000 öngultauma og 1 1/2 þúsund öngla. Svolítið var af salti og koparkötlum, talsvert af skeifum og hóffjöðrum, flauelshöttum og höttum með þremur snúrum. Einna ríflegastur hefur innflutningur á drykkjarvörum verið. Það kom í Básendabúð á þessu eina ári 1 uxahöfuð af frönsku víni, eitt anker franskt brennivín, 16 Básendavörintunnur kornbrennivín, 6 tunnur mjöður, 8 föt og 24 tunnur Lybist öl, 12 tunnur 3ja dala öl, 30 tunnur af 6-marka skipsöli. Með þessari lagervöru eru tilfærðar 3 tunnur af tjöru og er samanlagt innflutnings-verðmætið 700 ríkisdalir.
Þegar Danir tóku upp siglingar að Básendum árið 1640, lagðist Grindavíkurhöfn niður, enda þótt höfnin væri talin nokkru betri en Básendar. Mestu mun hafa ráðið að það var betri veiðistöð.
Kaupsvið Básenda var ekki fjölmennt. Árið 1703 voru þar ekki nema hátt á 4. hundrað manns. Á Stafnesi hafði konungsútgerðin aðalbækistöð sína, enda var þar talin bezta verstöð á öllu landinu. [Ofan við Stafnes má enn sjá leifar af 30-40 hlöðnum fiskbyrgjum.] Þegar konungsbátarnir hættu 1769, hnignaði mjög útgerð frá Stafnesi Jónog þar af leiðandi verzlun að Básendum.

Árið 1684 leigði Tomas Jensen Dobbelsteen Grindavíkur- og Básendaverzlanir fyrir 740 ríkisdali. Hann var stöðugt að berja sér yfir tapinu á verzluninni, en hækkaði þó leigutilboð sitt árið 1689 í 1150 ríkisdali og hélt þeirri leigu til 1694.

Básendar eyddust í miklu sjávarflóði 9. janúar 1799, í stórvirði, sem gekk yfir af suðvestri. Í skýrslu Hinriks Hansens, síðasta kaupmannsins á Básendum, segir m.a.: „Íbúðarhúsið – suðurhliðin í burtu, sú sem að sjónum snéri, sömuleiðis hálf norðurhliðin, gluggar allir brotnir og burtu. Lýsisbúðin er algjörlega farin. Hús þetta byggði kaupmaður í fyrra. Önnur hús sem Festarhringursópuðust alveg í burtu voru íslenski bærinn, lítið vörugeymsluhús, skemman og hlaðan. Þau hús sem eitthvað hékk uppo af voru Sölubúðin, Bræðsluhúsið, Vöruhúsið mikla og fjósið. Garðurinn umhverfis var einnih gjörfallinn, þó hlaðinn væri úr stórgrýti. Sjö bátar af ýmsum stærðum voru gjörónýtir.“
Vorið eftir og árið 1800 dvali Hansen á Stafnesi og vann að því að flytja til Keflavíkur nothæft timbur og reisti af því hús, sem alla jafna var kallað „Svarta pakkhús“, en varð síðar að flutt um set vegna skipulagsbreytinga. Þar hrundi þaðLetursteinn í stormi og efnið notað í álfabrennu.“

Á göngunni með Jóni Ben var m.a. tekið mið af örnefnalýsingum frá Básendum: „En víkjum nú aftur upp á land. 20 til 30 föðmum suður af Stóra-Básendahól er graslaus klapparhóll; heitir hann Litli-Básendahóll. Sunnan við þann hól stóð Básenda-verzlunarstaður. Þar fram af er malartangi með sljóu horni. Á tanganum sér enn til rústa eftir meira en 150 ár, en 1799 var Básendaflóð. Sunnan við tanga þennan er ílangt lón; það var Básendahöfn. Leiðin inn á höfnina hefir verið löng milli skerja, en að mestu bein og djúp. Sundmerki eru nú gleymd. Má enn sjá leifar af umbúnaði, hringjum og stólpum, sem var tinsteyptur í klappir og sker til þess að svínbinda skipin.

Varla hefir þetta verið góð og örugg höfn, eins og nokkrir hafa talið, en það vita kunnugir bezt, hve Áletrunhollt er að vera á vélarlausum dekkbát inni á milli skerja sunnan við Stafnes í sunnanátt og hroða, þó að sumri sé. En stundum dróst afgreiðsla skipanna fram á haust, enda brotnaði þar skip 1669, albúið til siglingar, og tvö skip 1714, hlaðin fiski, segir Suðurnesjaannáll.

Skúli Magnússon landfógeti ræðir í sýslulýsingu sinni nokkuð um Básenda, þar segir svo: „Verzlunarhöfnin Básendar er í Stafneslandi. Þar er höfn 2 Básendarskipum milli lands og skerjagarðsins, en þó hættuleg, einkum í vestanstormum, þegar hásjávað er. Nokkur skip hafa farizt þar, einkum fyrrum, enda var ekki siglt á höfn þessa um hríð. Höfnin er því eigi örugg nema um hásumar og með því að nota járnhringa þá, sem reknir hafa verið bæði í kletta í skerjagarðinum og í jarðfasta fjöruklettana. Eru þeir festir með blýi, svo að hægt sé að binda skipin í þá. Í innra skipalæginu eru 4 járnhringar og 3 í hinu ytra. Í fyrr nefndu skipalægi er dýpið 2 1/2 faðmur um fjöru, en 4 1/2 í hinu síðar nefnda. Þarna lækkar og lækkar í sjónum um 9 fet í góðu veðri, þegar stórstreymt er, en um 5 fet, þegar smástreymt er. Innsiglingin er hættuleg, og verður að gefa nánar gætur að siglingamerkjunum á landi … Kringum hinar lágu klappir, sem verzlunarhúsin standa á, er allt þakið svörtum sandi, og eru aðstæður því illar til fiskverkunar. KvarnarsteinnAftur á móti er fiskverkunarstæði því betra kringum Stafneslendingu, einkum á Refshalabæjum svo nefndum. Að vísu hafa þeir lagzt í eyði síðan konungsbátarnir voru lagðir niður 1769. Þó mætti byggja þá upp aftur, ef þörf væri á, því að á Stafnesi hefir þótt fremst fiskiver á Íslandi um vetrarvertíð á fyrri tímum og allt fram að því ári. En síðan hefir sjósókn þorrið þar mjög.“

Efalaust hefir útgerð og sjósókn þorrið á Stafnesi, sem annars staðar á síðari hluta 18. aldar og framan af þeirri 19., þegar eymdarhagir voru á landi hér, enda mátti víst heita, að Stafnes væri í eyði um aldamótin 1800 (sjá um Básendaflóð eftir Vigfús Guðmundsson í Blöndu III, bls. 57). En á síðari hluta 19. aldar voru 20 til 25 stórskip gerð út á vetrarvertíðum af bændum á Miðnesi, og ætíð var Stafnes talið í Básendarfremstu röð, með þá merkismennina hvern fram af öðrum: Erlend Guðmundsson, Eyvind Pálsson og Hákon Eyjólfsson. Það hefir í annálum og öðrum ritum verið talað um útgerð og aflabrögð á Stafnesi, og yngsti annállinn, Suðurnesjaannáll, sem ritaður var á 19. öld, er fjölorður um mikil aflabrögð hjá Stafnesmönnum, enda var þar bezt til sóknar af Miðnesi á tíma áraskipanna.

Bátsendahöfn mun heita réttu nafni Brennitorfuvík, en Brennitorfa var þar fyrir ofan. Þar höfðu Básendamenn brennur sínar. Stendur þar nú varða á grjótholti, en Torfan sjálf er örfoka. Sunnan við Brennitorfu er Draughóll og Draughólskampur með sjó fram til suðurs. Fram af kampi þessum er stór klettahólmi úti í sjó; heitir hann Arnbjarnarhólmi. Þar eru suðurtakmörk Básendahafnar. „

Kristján Eldjárn, fyrrum þjóðminjavörður, kom að Básendum og setti m.a. niður „friðlýsingarskiltið“, sem þar er enn í kaupmannshúsarústunum. Tiltölulega auðvelt var að sjá út grunna fyrrum verslunarhúsanna sem og tóftir gamla bæjarins. Neðri og efri innsiglingarvörðurnar má enn sjá beggja vegna hafnarinnar sem mið á Pétursvörðu er trjónir hæst á heiðinni (sjá HÉR).

Loddubrunnur var brunnur frá bænum Loddu. Hann er enn til, því að Eiríkur Jónsson, sem síðar bjó í Norðurkoti, gróf hann upp um eða fyrir 1920. Skammt norðaustan við brunninn, hálfa leið að Glaumbæ, er hóll, sem hefur verið sléttaður. Þar vildi Jón meina að hafi verið hin víðfræga Lodda, þ.e. kotið sem kaupmaðurinn komst að eftir undanhaldið í flóðinu 1799.

Frábært veður. Sjá má meira um Básenda HÉR, HÉR og HÉR.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Stafnes.
-Jón Ben Guðjónsson frá Stafnesi.
-Gísli Brynjólfsson – Básendaför, Lesbók Mbl 09.07.1978.
-Helgi S. Jónsson – Básendar, verslunarstaður á Suðurnesjum, Lesbók Mbl 26.05.1967.Vöruhúsið

Básendar

Básendar var verslunarstaður fyrr á öldum. Nú virðist við fyrstu sýn fátt sem minnir á verslunina, en ef betur er að gáð má sjá ýmislegt henni tengdri, t.d. áletranir á klöppum.
Nefndar áletranir eru flestar í Arnbjargarhólma, vestan Básendahafnar (Brenntorfuvíkur). Á Letursteinn í Arnbjargarhólmaháhólmanum má bæði lesa skrifstafi og ártöl á klöppunum, en auk þess, þegar vel er leitað, má sjá slíkar áletranir á lausum steinum, sem virðast hafa verið á hólmanum áður fyrr, er hann var landfastur og væntanlega gróinn vel, en skolast til þegar sjórinn náði að aðskilja hann fastalandinu og leika frjálslegar um hólmann.
Við skoðun FERLIRs kom m.a. í ljós að á einum lausa steininum stóð nafnið „BERTELANDERS“ og ártalið 1700. Á öðrum lausum steini var m.a. áletrað MVL og XX þar sem ör lá upp frá ártalinu 1590. Á klöppum mátti bæði lesa bókstafi er virtust vera upphafsstafir manna og ártöl, s.s. 1640, 1650, 1651 og 1694. Þessar áletranir á þessum stað benda til þess að þarna hafi verið athafnasvæði verslunar danskar kaupmanna, en þeir höfðu höfnina eftir 1602 út af fyrir sig. Þjóðverjar og Englendingar kepptust um hana fram yfir 1532 (Grindarvíkurstríðið) svo áletrunin Bertelanders gæti verið eftir einhvern kaupmanninn á Endunum eða hugsanlega nafn á skipi hans. Fróðlegt væri fyrir sagnfræðinga að reyna að grafa eitthvað upp um þetta.
Líklegt má telja að fleiri áletranir og ártöl kunni að leynast við Básenda er kunna að varpa ljósi á veru framangreindra á staðnum í gegnum aldirnar.
Sjá meira undir Básendar – áletranir I.Letursteinn

Básendar

Básendar voru verslunarstaður frá 1484 til 1800. Undir lok 18. aldar var Hinrik Hansen kaupmaður á Básendum. Hann bjó á Básendum enda hafði verslunin þar verið opin allan ársins hring í nærfellt fjóra áratugi þegar þá var komið við sögu.

Höfnin

Kaupmaður bjó í sérstöku húsi ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur frá Götuhúsum í Reykjavík, fjórum börnum þeirra hjóna, Símoni, Jóhanni Friðriki, Pétri og Maríu Lisbet, og vinnukonu. María var yngst barnanna. Þrjú önnur vinnuhjú og einn niðursetningur voru á Básendum veturinn 1799 og á vegum kaupmanns. Þau áttu heima í kotbæ skammt frá kaupmannshúsinu. Þann 9. janúar skall á ofasveður er fylgdi óhemjumikið flóð.
Hinrik Hansen kaupmaður sendi Sigurði Péturssyni, sýslumanni og skáldi, lýsingu á atburðum þessarar nætur og er lýsingin dagsett 16. mars 1799. Skjal þetta er varðveitt. Það er á dönsku. Vigfús Guðmundsson gaf það út nokkuð stytt í Blöndu og á íslensku:
„Vegna ástæðnanna verð eg að bera fram fyrir hérðasdómarann tjónið hræðilega, sem varð í byrjun þessa árs á verzlunarstaðnum Básendum, er eg hafði náðarsamlega í hendur fengið. Út af því er eg nú fjárþrota með óþroskuð börn og óþægilegan aðbúnað. Til að gera héraðsdómaranum þetta skiljanlegt, tek eg mér leyfi til að segja söguna sanna, eons og hún gerðist. Sést þá hversu ofurefli sævarins, hefur eyðulagt verzlunarstaðinn og margskonar fjármuni mína, og í hvílíkum dauðans vandræðum eg var staddur, með mínum nánustu, meðan allt var að eyðuleggjast. þessi hörmulega saga er þá svona:
Leifar Eptir að vil öll (eg, kona, 4 börn og vinnukona) vorum háttuð, varð eg þess var um nóttina (á að gizka kl. 2) hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auku fóru að heyrast skellir, hver aptir annan, seins og veggbrjótur væri að vinnu við hlið hússins og undirstöðu. Af þessu fór eg á fætur, til þess að líta eptir veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk eg upp húsdyrum eldhúsmegin, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergin á lítilli stundu. Flúðum við þá í skyndi upp á húsloptið, hálfnakin upp úr rúmunum, því við óttuðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem íbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris, svo vissum við líka að allt umhverfis húsin var hulið sjó. Og megum víst þakka guði, að við gripum þá ekki það óyndis úrræði, því þá hefðum við öll farizt. Þarna stóðum við nú langan tíma á loptinu í sífelldum dauðans ótta, og veður og sjór mundu þá og þegar mola húsið niður að grundveli. Ofviðrishrinurnar og brimið lamdi sífellt á húsinu, og það var nú farið að brotna, mótstöðuafl þess rýrnaði og sjórinn streymdi út og inn.
BrunnurHér um bil kl. 7 (að við héldum) treystumst við ekki lengur að geta bjargað lífinu þarna á loptinu. Braut eg því gluggann á norðurhliðinni. Þar smugum við öll út, eins og við stóðum (hálfnakin). Eg vóð með yngasta barnið á handleggnum, þar sem sjórinn flæddi yfir og skolaði með sér borðum, plönkum, fjarmunum og búshlutum. Náðum þó fjósinu með mestu erfiðismunum og lífshættu. Fjósið stendur svolítið hærra og fjær sjónum en íbúðarhúsið. En tæplega höfðum við dvalið þar fjórðung stundar, þegar mæniásinn brast í fjósinu. Við urðum því að flýja þaðan aptur, og til hlöðunnar. Annar gaflinn var brotinn af henni, en í staðinn var þar kominn hlaði af trjáviðardóti, er við urðum að skríða yfir, með mikilli hættu, til að komast inn.
Þarna stóðum við skjálfandi nokkurn tíma, unz veðrið fór með nokkuð af þakinu, en hinn hlutinn blaktaði fram og aptur, eins og blaðsnepill.

Ártal

Til þess að bjarga lífinu, gerðum við síðustu tilraun, yfirgáfum eyðilagða kaupstaðinn, leiddumst öll saman og héldum áleiðis til byggða. Vóðum svo og skriðum í rokinu, unz við eptir miklar þrautir náðum að næstu hjáleigu, er nefnist Lodda (Loðvíksstofa), rétt hjá Stafnesi. Fátæki bóndinn þar, Jón Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur – sem vorum nærri örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki – með mestu alúð og hjartagæzku. Létu og það allt gott í té, er þau gátu. Í baðstofu þessa ráðvanda manns höfðum við aðsetur og aðbúnað í 14 daga. Voru þar alls 19 manns, þar af 10 börn, en þó var baðstofan ekki nema 3 stafgólf („Fag“ = 2 álnir) á lengd, 3 1/2 alin á vídd og 3 álnir á hæð, af gólfi upp í mæniás. Þrátt fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekkilengur níðast á gestrisni hans. Til þess líka að rýmkva um okkur, fórum við á eyðijörðina Stafnes, og bjuggum um okkur í baðstofunni íslensku, sem þar var. Síðan höfum við haft þar okkar fátæklega aðsetur. Eins og hr. sýslumaðurinn mun sjá eru húsin mín öll í verzlunarstaðnum sama sem hrunin að grundvelli, og bærinn, sem var þar, líka. Fólkið úr honum bjargaði sér upp um þekjuna, og tókst því þann veg um nóttina að bjarga lífi sínu, með guðs hjálp, nema aldraðri konu, sem veðrið lamdi niður, svo hún drukknaði í flóðinu. Eptir að hvíld og næði færðist yfir hagi mína hefi eg varið tímanum til þess aðs etja stoðir undir það, sem uppi hangir af húsaskrokkum verzlunarstaðarins, moka úr þeim fjörumölinni og grafa upp dótið mitt úr rústum þessa ömurlega staðar, svo og að safna saman borðum, trjám og brotum húsa (og húsbúnaði). Við allt þetta árangurslitla strit, dag og nótt, er eg og konan orðin svo lasburða, að eg treysti mér tæplega að vinna lengur þetta erfiði. Og erfiðið verður því árangursminna, þar erkki þarf eptir að vonast eptir fólki til útróðra á þessum stað.

Letursteinn

Að lokum vil eg láta það álit mitt í ljósi, að landskjálfti hafi hér verið í verki með verði og sjó. Benda til þess ýmsar vörutegundir sem eg hefi fundið lítið skemmdar undir grundvelli. Þvílíkt gat varla orðið án mikils hristings og sérstaklegrar aukahreyfingar jarðvegsins.
Þar eg er skuldunautur hátignarinnar, sem átti veð og íhlutunarrétt í húsum á verzlunarstaðnum Básendum, verð eg að biðja yður, hr. sýslumaður, að koma hér við tækifæri og framkvæma löglega skoðun á rústunum og fjártjóninu. – Stafnesi 16. marz 1799, H. Hansen.“
Konan sem fórst í flóðinu hét Rannveig Þorgeirsdóttir, 79 ára niðursetningur sem hafði lengi verið rúmföst. Sýslumaður lét gera úttekt á tjóninu og er virðingagerðin dagsett 9. maí 179. Þar eru hús ýmist sögð vera gjörónýt eða stórskemmd. Auk þessa voru sex bátar sem kaupmaður átti og hafgði gert út til fiskveiða gjörónýtir, af sumum þeirra var kjölurinn einn eftir. Úttektin um flóðhæð og landbrot af völdum flóðsins sýndi að það hafði gengið 174 metra á land (164 faðma).
Básendakaupstaður var ekki endurreistur. Hansen fluttist til Keflavíkur.
Heimildir benda til að u.þ.b. 100 hús hafi skemmst eða eyðilagst af völdum flóðs eða roks á Suður- og Vesturlandi umrædda nótt, og 187 bátar. Getið er um 10 kýr, 226 kindur og 63 hesta sem flóðið grandaði. Ein kona drukknaði svo sem fram hefur komið.
Mjög djúp og kröpp lægð olli ofviðrinu. Loftþrýstingur var óvenju lágur og stórstreymt og hækkaði sjávarstaða við landið fyrir áhrif þessara þátt. Þar sameinuðust ofasarok af suðvestri og stórstraumsaðfall við að þrýsta sjónum inn fremur mjóa rennu. Sjór gekk að minnsta kosti fjórum álnum (um228 cm.) hærra á Básendum í flóðinu en í mestu stórstraumsfjöru.

Heimild m.a.:
-Lýður Björnsson, Básendaflóðið 1799 (2006).
-Mbl. 3. okt. 1971 – Básendaflóðið.Letursteinn

Portfolio Items