Tag Archive for: Borgarkot

Borgarkot

Borgarkot er á Vatnsleysuströnd, austan Litlabæjar og Bakka, milli Réttartanga og Keilisness. Tóftir kotsins eru á sjávarbakkanum, en sjórinn er smám saman að draga þær til sín. Hlaðinn vörslugarður, jarðlægur, er landmegin við tóftirnar. Gerði er við hann austanverðan. Austan við tóftirnar er stór hlaðinn krossgarður, sem minkaveiðimenn hafa rutt um koll, en þarna með ströndinni má víða sjá götur eftir minkinn. Hlaðið gerði (rétt eða nátthagi) er suðvestan við tóftirnar. Vestan við það er vatnsstæði. Í örnefnalýsingu er það nefnt Vatnssteinar, en kunnugir nefna það Vaðsteina. Í því þrýtur sjaldan vatn.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Eftir Breiðufit er röð stöpla (steina) stórgripagirðingar er liggja frá Litlabæ að landamörkum Flekkuvíkur, beygir til norðurs skammt vestan Hermannavörðu og endar niður við sjávarbakkann. Í hverjum steini eru tveir trétappar. Ofan við girðinguna er hlaðin refagildra. Önnur slík er innan girðingarinnar nokkru vestar. Hlaðin rétt er milli Bakka og Borgarkots, önnur ofar og austar og enn ein, minni, skammt frá (líklega þó gerði undir hraunhól).
Borgarkot var, líkt og svo margar jarðir á norðanverðu Reykjanesinu, eign Viðeyjarklausturs og gerð út þaðan. Á tímabilinu 1200-1750 voru misjafnlega stöndug býli dreifð um landsvæðið þar sem nú er Reykjavíkurborg. Bændur á höfuðbólinu Vík (Reykjavík) stunduðu hefðbundinn búskap og reru til fiskjar. Framan af tímabilinu er fátt skrifað um Víkurbændur en í heimildum frá síðmiðöldum kemur fram að þar hafi jafnan búið heldri bændur, hreppstjórar og lögréttumenn, þó að ekki teldist býlið til helstu höfðingjasetra. Víkurkirkja stóð, gegnt bæjarhúsum, þar sem nú er Bæjarfógetagarður við Aðalstræti. Kirkja mun hafa staðið í Vík a.m.k. frá því um 1200, sennilega miklu fyrr.
Að síðasta sjálfseignarbóndanum í Vík látnum, snemma á 17. öld, var jörðin keypt undir konung en þungamiðja valds og verslunar hafði þá smám saman færst að sunnanverðum Faxaflóa. Kirkja og konungsvald höfðu eignast þar margar jarðir en Bessastaðir urðu aðsetur hirðstjóra konungs árið 1346.
Rétt eða gerði suðaustan við BorgarkotKlaustur af Ágústínusarreglu var stofnað í Viðey árið 1226 og átti það eftir að vaxa og dafna að veraldlegum auði næstu aldir og verða eitt ríkasta klaustur landsins. Klausturkirkjan var helguð Maríu mey og sungu Viðeyjarmunkar þar tíðir sínar dag hvern. Í klaustrinu var ágætur bókakostur og voru þar iðkuð klausturleg fræði og skrifaðar bækur. Á síðmiðöldum, a.m.k., er líklegt að straumur pílagríma hafi legið til Viðeyjarklausturs á helstu hátíðisdögum kirkjuársins.
Eftir að siðbreyting gekk í garð í Danmörku tók Diðrik af Minden, umboðsmaður hirðstjóra konungs á Íslandi, Viðeyjarklaustur á hvítasunnudag 1539. Menn hans létu greipar sópa og misþyrmdu munkunum. Eftir að siðbreytingin gekk endanlega í garð á Íslandi 1550 var klausturlíf í Viðey lagt af og jarðeignir klaustursins komust í eigu konungs. Eftir það var rekið bú frá Bessastöðum og síðar holdsveikrahæli í Viðey.
kot.

Borgarkot

Borgarkot – réttin ofan Réttartanga, austan Borgarkot.

Gengið var til austurs frá Bakka, áleiðis yfir að Borgarkoti. Við fyrsta fet stóð jakobsfífill upp úr lyngi umvafinn smjörvíði. Þetta lofaði góðu. Þarna var og blóðberg, lyng og tröllasúra innan um gras og lágvaxinn grávíði. Friggjargras, hvítmura, kornsúra, gulmara og lyfjagras, tágamura, geldingahnappur og týsfjóla. Í rauninni var alltaf eitthvað að sjá, hvert sem litið var. Svæðið var greinilega miklu mun fjölbreyttara en reiknað hafði verið með. Þar fyrir utan hýsti það allar hinar algengu blómategundir, s.s. sóleyjar, fífla, fífu, brönugras, gullkoll, umfeðmingsgras og annað það er sést svo til alls staðar á Reykjanesskaganum. Stelkur lét ófriðlega, enda varptíminn í hámarki.
Tóftir í BorgarkotiÞegar komið var niður í fjöru greip minkur, högni eða læða, alla athyglina. Þetta var brúnt, þvengmjótt, kvikyndi. Hann kom í humáttina ekki langt frá, staðnæmdist af og til og leit í kringum sig. Þá snéri hann allt í einu við og skellti sér út í þangsjóinn. Þar fyrir utan voru nokkrar kollur með unga. Honum skaut upp af og til, en loks hvarf hann alveg sjónum viðstaddra. Fuglarnir höfðu greinilega orðið hans varir því þeir syntu með unga sína lengra frá landi. Á landklöppunum speglaðist fagurgrænn mosaþarinn í pollunum með bleikmynstraða polla innan um. Meistaraleg litasamsetning hjá meistaranum.
Þang og þari, skeljar, kuðungar, krabbar og annað, sem fjaran geymir var svo til við hvert fótmál. Handgert flotholt úr stórum vikursteini, koddi, fótbolti og hvalbein – höfuðkúpa af háhyrningi. Af nógu var að taka. Í fjörunni þarf greinilega engum að láta sér leiðast – alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu, sama hvert litið er. Sjórinn var ládauður, en sjávarloftið er alltaf jafn svalandi.

Borgarkot

Helgahús – fjárhús vestan Borgarkots.

Gengið var yfir að tóftum Borgarkots, skoðaður stóri krossgarðurinn, sem minkaveiðimenn hafa nær lagt við jörðu, jarðlægir garðar, hlaðin refagildra og vatnsstæði. Lóan lét vel í sér heyra sem og þrællinn hennar. Tjaldur tipplaði á nálægum hólum og mikið var af sólskríkju á svæðinu. Gengið var vestur með stórgripagirðingunni og einn steinninn í henni skoðaður. Göt höfðu verið höggvin eða boruð í hvern stein og trétappar reknir í þau. Tapparnir stóðu síðan út úr steinunum og á þá var hengdur þráður til að varna því að stórgripir færu út fyrir það svæði, sem þeim var ætlað.
Steinar í nautgripagirðingunni ofan BorgarkotsGirðing þessi eru stórir uppstandandi steinar með reglulegu millibili alveg að landamerkum Flekkuvíkur í austri. Margir þeirra eru nú fallnir á hliðina. Girðingin beygir að vísu í tvígang á leiðinni lítilsháttar til norðurs, en neðan við Hermannavörðuna á landmerkjunum liggur hún í beina stefnu niður að sjávarmáli. Á einum stað, skammt vestan Vatnssteina (Vaðssteina), liggur þvergirðing milli hennar og sjávar. Í sérhvern stein hafa verið höggvin eða boruð tvö göt, annað efst og hitt skammt neðar. Í þessi göt hafa verið reknir trétappar. Á trétappana hafa verið hengdir strengir, girðing, sem hefur átt að halda gripunum innan hennar. Víða eru steinarnir fallnir niður, en sumir hafa verið reistir við á ný, svona til að hægt væri að gera grein fyrir stefnunni. Annars er merkilegt að sjá hvernig stóreflis steinum hefur verið velt úr sessi sínum.
Gerð þessarar steinagirðingar hefur kostað mikla vinnu á sínum tíma. Færa og flytja hefur þurft þessa stóru steina um set og reisa þá upp á endann, gera í þá götin og negla í þá teglurnar.

Borgarkot

Borgarkot – trétappi í steini í girðingunni.

Hvorki er vitað með vissu um aldur girðingarnar né í hvaða tilgangi hún var reist. Þó má álykta að girðingin hafi verið gerð til að halda fyrrgreindum stórgripum, annað hvort frá Viðey eða Krýsuvík. Þá er ekki með öllu útilokað að girðingin geti verið eitthvað yngri. HÉR má sjá nánari umfjöllun um nefnda girðingu.
Ólafur Erlendsson frá Kálfatjörn minnist ekki þessar girðingar og hennar er ekki getið í örnefnalýsingum af svæðinu. Fróðlegt væri að heyra frá öðrum, sem kunna skil á tilvist þessarar girðingar. Hliðstæð girðing er norðan og vestan við Minni-Vatnsleysu – og jafnvel víðar.

Tóftir Borgarkots eru nú að mestu að hverfa í sjóinn. Sjá má mun á þeim frá ári til árs. Tóftir eru þó svolítið ofan bakkans.

Borgarkot

Borgarkot – krossgarður.

Þá er hlaðinn krosskjólgarður skammt austan þeirra, en tóftirnar eru umlyktar af hlöðnum görðum, nú að mestu jarðlægum.
Móarnir ofan Borgarkots geyma fjölmargar jurtir. Á einum stað mátti t.d. sjá þyrpingu af skarlatbikurum, sumir með gró. Neðan girðingar er Kálfatjarnarvatnsstæðið, en það var nú þurrt. Ofan við vatnsstæðið er gamalt hlaðið gerði eða rétt utan í hól.

Borgarkot

Réttartangi – skotbyrgi er á tanganum (t.v.) og réttin er h.m. við hann.

Í gömlum heimildum er getið um rétt á Réttartanga, sem nú á að vera alveg horfin. Þessi rétt er beint ofan við Réttartanga og nokkuð heilleg. Austan við það er hlaðinn garður í hálfbeygju til norðurs.

Borgarkot

Borgarkot.

Borgarkot mun hafa farið í eyði á 18. öld. Tildrög þess munu hafa verið þau,að eitt sinn þegar Flekkuvíkurbóndi fór til kirkju á aðfangadagskvöld kom hann að bóndanum í Borgarkoti þar sem hann var að skera sauð frá honum. Varð það til þess að honum var komið undir mannahendur og lagðist býlið í eyði eftir það. Reyndar er talið að sauðurinn sem bóndinn í Borgarkoti skar, hafi verið sauður prestsins á Kálfatjörn, en ekki bóndans í Flekkuvík. Viðeyjaklaustur mun hafa haft þarna sauði forðum. Síðan mun Kálfatjörn hafa haft skipti á selsstöðu í Sogagíg við Krýsuvík, sem fékk í staðinn að halda sauði við Borgarkot.
Kirkjugatan frá Kálfatjörn um Borgarkot og FlekkuvíkÞarna eru merkilegar og allmiklar minjar, greinilega mjög gamlar. Bogadregnir garðar eru mikið til sokknir í jarðveginn, en þó má víða sjá móta fyrir þeim. Innan garðs eru tóttir á a.m.k. þremur stöðu, Tvær samliggjandi tóttir eru alveg í fjörukambinum og er sjórinn þegar búinn að brjóta niður hluta af þeim. Önnur tótt er ofan þeirra og enn önnur á fjörukambinum skammt austar. Austan hennar er stór krossgarður, Skjólgarður. Umhverfis hann landmeginn er gerði eða gamlar réttir.

Borgarkot

Borgarkot – refagildra.

Austar er hár hóll, Á honum má sjá leifarnar af Hermannavörðunni, sem danskir hermenn er unnu við landmælingar, hlóðu, en minnkaveiðimenn hafa einnig rutt um koll. Fornleifavernd ríkisins virðist ekki standa sína plikt á þessu landssvæði.
Vestast sést kirkjugatan vel í móanum – skammt ofan grjótgarðs Bakka. Þar lét stelkurinn öllum illum látum í sólblikinu.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Borgarkot

Nautgripagirðingin ofan við Borgarkot.

 

Borgarkot

Borgarkot er á Vatnsleysuströnd austan Litlabæjar og Bakka, milli Réttartanga og Keilisness. Tóftir kotsins eru á sjávarbakkanum, en sjórinn er smám saman að brjóta þær niður. Hlaðinn vörslugarður, jarðlægur, er landmegin við tóftirnar. Gerði er við hann austanverðan.

Reykjanesskagi

Landeignir Viðeyjarklausturs á Reykjanesskaga – kort.

Austan við tóftirnar er stór hlaðinn krossgarður, sem minkaveiðimenn hafa rutt um koll, en þarna með ströndinni má víða sjá götur eftir minkinn. Hlaðið gerði (rétt eða nátthagi) er suðvestan við tóftirnar. Vestan við það er vatnsstæði. Í örnefnalýsingu er það nefnt Vatnssteinar, en kunnugir nefna það Vaðsteina. Í því þrýtur sjaldan vatn. Eftir Breiðufit er röð stöpla (steina) stórgripagirðingar er liggja frá Litlabæ að landamörkum Flekkuvíkur, beygir til norðurs skammt vestan Hermannavörðu og endar niður við sjávarbakkann. Í hverjum steini eru tveir trétappar. Ofan við girðinguna er hlaðin refagildra. Önnur slík er innan girðingarinnar nokkru vestar.
Borgarkot var, líkt og svo margar jarðir á norðanverðu Reykjanesinu, eign Viðeyjarklausturs og gerð út þaðan.

Reykjavík

Víkurkirkju er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 en
elsti máldagi hennar er frá árinu 1379. Kirkjan var helguð Jóhannesi postula. Gamla
Víkurkirkjan stóð þar sem nú er horn Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Hún var aflögð árið
1796 og Dómkirkjan reist í staðinn, en gamla kirkjan jöfnuð við jörðu tveimur árum
seinna. Hugmyndir voru upp um að byggja hina nýju dómkirkju utan um Víkurkirkju en
þegar hafist var handa við að grafa fyrir undirstöðum var komið niður á grafir þeirra
sem höfðu látist úr bólusótt. Jón Sveinsson landlæknir lagðist harðlega gegn því að
hreyft yrði við gröfunum vegna smithættu. Sökum þessa var ákveðið að velja hinni nýju
kirkju nýjan stað fyrir utan kirkjugarðinn.22
Kirkjugarðurinn var talinn fullnýttur um aldamótin 1800, um það leyti sem
gamla Víkurkirkjan við Aðalstræti var aflögð.
Upp úr 1883 var gamla kirkjugarðinum breytt í skrúðgarð að undirlagi
Georgs Schierbecks landlæknis en hann fékk lóð undir íbúðarhús norðan við garðinn er
varð Aðalstræti 11.

Á tímabilinu 1200-1750 voru misjafnlega stöndug býli dreifð um landsvæðið þar sem nú er Reykjavíkurborg. Bændur á höfuðbólinu Vík (Reykjavík) stunduðu hefðbundinn búskap og reru til fiskjar. Framan af tímabilinu er fátt skrifað um Víkurbændur en í heimildum frá síðmiðöldum kemur fram að þar hafi jafnan búið heldri bændur, hreppstjórar og lögréttumenn, þó að ekki teldist býlið til helstu höfðingjasetra. Víkurkirkja stóð, gegnt bæjarhúsum, þar sem nú er Bæjarfógetagarður við Aðalstræti. Kirkja mun hafa staðið í Vík a.m.k. frá því um 1200, sennilega miklu fyrr.
Að síðasta sjálfseignarbóndanum í Vík látnum, snemma á 17. öld, var jörðin keypt undir konung en þungamiðja valds og verslunar hafði þá smám saman færst að sunnanverðum Faxaflóa. Kirkja og konungsvald höfðu eignast þar margar jarðir en Bessastaðir urðu aðsetur hirðstjóra konungs árið 1346.

Klaustur af Ágústínusarreglu var stofnað í Viðey árið 1226 og átti það eftir að vaxa og dafna að veraldlegum auði næstu aldir og verða eitt ríkasta klaustur landsins. Klausturkirkjan var helguð Maríu mey og sungu Viðeyjarmunkar þar tíðir sínar dag hvern. Í klaustrinu var ágætur bókakostur og voru þar iðkuð klausturleg fræði og skrifaðar bækur. Á síðmiðöldum, a.m.k., er líklegt að straumur pílagríma hafi legið til Viðeyjarklausturs á helstu hátíðisdögum kirkjuársins.

ViðeyEftir að siðbreyting gekk í garð í Danmörku tók Diðrik af Minden, umboðsmaður hirðstjóra konungs á Íslandi, Viðeyjarklaustur á hvítasunnudag 1539. Menn hans létu greipar sópa og misþyrmdu munkunum. Eftir að siðbreytingin gekk endanlega í garð á Íslandi 1550 var klausturlíf í Viðey lagt af og jarðeignir klaustursins komust í eigu konungs. Eftir það var rekið bú frá Bessastöðum og síðar holdsveikrahæli í Viðey.
Fornleifauppgröftur fór fram í Viðey á árunum 1987-1995 á vegum Árbæjarsafns – Minjasafns Reykjavíkur og fundust við hann margar merkar minjar, ekki síst frá klausturtímanum.

Heimild m.a.:
-nat.is

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Bakki

Markmið FERLIRsferða hefur verið að leita að, skynja og finna minjar og sögulega eða safaríka staði. Þrátt fyrir það hefur engin ein ferð verið nákvæmlega eins og önnur.

Borgarkot

Skeljafjara við Borgarkot.

Nú átti að gera tilraun til að nýta fyrirliggjandi þekkingu á afmörkuðum sviðum og reyna að finna einstakar blómategundir í móa og á melum og kíkja á það sem fjaran er að ala af sér.
Gengið var til austurs frá Bakka, áleiðis yfir að Borgarkoti. Við fyrsta fet stóð jakobsfífill upp úr lyngi umvafinn smjörvíði. Þetta lofaði góðu. Þarn avar og blóðberg, lyng og tröllasúra innan um gras og lágvaxinn grávíði. Friggjargras, hvítmura, kornsúra, gulmara og lyfjagras, tágamura, geldingahnappur og týsfjóla. Í rauninni var alltaf eitthvað að sjá, hvert sem litið var. Svæðið var greinilega miklu mun fjölbreyttara en reiknað hafði verið með. Þar fyrir utan hýsti það allar hinar algengu blómategundir, s.s. sóleyjar, fífla, fífu, brönugras, gullkoll, umfeðmingsgras og annað það er sést svo til alls staðar á Reykjanesskaganum.

Borgarkot

Borgarkot – refagildra.

Þegar komið var niður í fjöru greip minkur, högni eða læða, alla athyglina. Þetta var brún, þvengmjótt, kvikyndi. Hann kom í humáttina ekki langt frá, staðnæmdist af og til og leit í kringum sig. Þá snéri hann allt í einu við og skellti sér út í þangsjóinn. Þar fyrir utan voru nokkrar kollur með unga. Honum skaut upp af og til, en loks hvarf hann alveg sjónum viðstaddra. Fuglarnir höfðu greinilega orðið hans varir því þeir syntu með unga sína lengra frá landi. Á landklöppunum speglaðist fagurgrænn mosaþarinn í pollunum. Meistaraleg litasamsetning hjá meistaranum.

Borgarkot

Breiðufit – girðingasteinar ofan Borgarkots.

Þang og þari, skeljar, kuðungar, krabbar og annað, sem fjaran geymir var svo til við hvert fótmál. Hangert flotholt úr stórum vikursteini, koddi, fótbolti og hvalbein – höfuðkúpa af háhyrningi. Af nógu var að taka. Í fjörunni þarf greinilega engum að láta sér leiðast – alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu, sama hvert litið er. Sjórinn var ládauður, en sjávarloftið er alltaf jafn svalandi.
Gengið var yfir að tóftum Borgarkots, skoðaður stóri krossgarðurinn, sem minkaveiðimenn hafa nær lagt við jörðu, jarðlægir garðar, hlaðin refagildra og vatnsstæði. Lóan lét vel í sér heyra sem og þrællinn hennar. Tjaldur tipplaði á nálægum hólum og mikið var af sólskríkju á svæðinu. Gengið var vestur með stórgripagirðingunni og einn steinninn í henni skoðaður. Göt höfðu verið höggvin eða boruð í hvern stein og trétappar reknir í þau. Tapparnir stóðu síðan út úr steinunum og á þá var hengdur þráður til að varna því að stórgripir færu út fyrir það svæði, sem þeim var ætlað. Sjá nánari umfjöllun HÉR.
Frábært veður – hiti og bjart. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – Bakki og Litlibær fjær.

Kálfatjörn
Gengið var um Flekkuvík, Keilisnes, Borgarkot og Kálfatjörn.
Í Flekkuvík er Flekkuleiðið, gróin þúst yst (syðst) í heimatúninu. Segir sagan að Flekka gamla, sem samnefnd vík heitir eftir, hafi mælt svo fyrir um að hún skyldi dysjuð á þessum stað þar sem hún sæi yfir að Flekkuvörinni. Rúnarsteinn er á leiði Flekku, en sérfræðingar segja hann geta verið frá 17. öld.

Flekkuleiði

Flekkuleiði.

Fallega hlaðnir brunnar eru við bæinn og mikið af hlöðnum görðum og tóftum.
Gengið var um Keilisnesið og yfir að Borgarkoti. Landamerkjagirðing liggur þar niður að sjó við Hermannavörðuna. Innan við hana eru tóftir Borgarkots, hlaðinn krossgarður, gamlir garðar o.fl. Gömul stórgripagirðing liggur á mörkunum áleiðis upp heiðina, en beygir síðan til vesturs, áleiðis að Kálfatjörn. Steinarnir í girðingunni eru með u.þ.b. 20 metra millibili. Í hvern þeirra eru klappaðar tvær holur og í þær reknir trétappar. Á þessa tappa hafa síðan verið strengd bönd. Tilgangurinn var að halda stórgripum, s.s. kúm á beit innan afmarkaðs svæðis. Borgarkot heyrði um tíma undir Viðey og mun klaustrið m.a. hafa haft þar kálfa á beit. Þar hafa, eins og svo víða, kýr getað mælt mannamál á nýársnótt, sumir segja á þrettándanum skv. þjóðtrúnni. Um þjóðtrú tengda þrettándanum gildir flest hið sama og um nýjársnótt, meðal annars að selir fari úr hömum sínum, kirkjugarðar rísa, álfar flytjast búferlum og kýr tala mannamál. Hættulegt gat verið að hlusta á tal kúnna því þær reyndu að æra þá sem það gerðu.

Flekkuleiði

Flekkuleiðið.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er meðal annars þessa sögn að finna: Á nýjársnótt verða margir hlutir undarlegir. Það er eitt að kýr mæla þá mannamál og tala saman. Einu sinni lá maður úti í fjósi og á nýjársnótt til þess að heyra hvað kýrnar töluðu. Hann heyrir þá að ein kýrin segir: „Mál er að mæla (aðrir: mæra).“ Þá segir önnur: „Maður er í fjósi.“ „Hann skulum vér æra,“ segir þriðja kýrin. „Áður en kemur ljósið,“ segir hin fjórða. Frá þessu gat maðurinn sagt morguninn eftir, en ekki fleiru því kýrnar höfðu ært hann.
Gengið var um Réttartanga, framhjá Litlabæ og Bakka, gömlu eyðibýlin austan Kálfatjarnar, s.s. Bjarg og Móakot. Móakotsbrunnurinn var m.a. barinn augum.
Kálfatjörn er lýst í annarri FERLIRslýsingu. Norðan bæjarins er Kálfatjörnin. Í henni áttu sækýr að búa. Árið 1892 gerðist eftirfarandi saga á Kálfatjörn. “Þegar ein heimasætan var fermd, fékk hún peysuföt eins og þá tíðkaðist. Yngri systirin hafði safnað saman nokkrum flauelspjötlum og náði sér í viðbót í það, er féll frá peysufötum systurinnar. Með þessu ætlaði hún að skreyta skautföt brúðu sinnar. Hún hafði þetta allt í litlum lokuðum kistli og hafði alltaf lykilinn í bandi um hálsinn því að enginn mátti komast í kistilinn.

Borgarkot

Borgarkot – stórgripagirðing.

Rétt eftir ferminguna dreymir litlu stúlkuna að hún sé stödd suður á túninu á Kálfatjörn. Sá hún þá hinum megin við túngarðinn á Hliðstúninu grannleita konu, frekar fátæklega búna vera að reka kú. Hún hljóp til hennar og ætlaði að hjálpa henni að reka kúna en spyr hana um leið hvar hún eigi heima.
Þá svarar konan: „Ég er huldukona og á heima í þessari klöpp“, og bendir á klöpp sem fólk var vant að ganga yfir þegar það fór að heiman suður á Ströndina.
Þá þykist stúlkan segja við hana: „En hvað ég er glöð að hitta huldukonu. Þiggðu nú af mér hringinn hennar ömmu sem ég er með á hendinni, því að mig hefur alltaf langað svo til þess að hitta huldukonu og gleðja hana“.
Þá mælti konan: „Ekki skaltu gera það, góða mín, því að þú færð illt fyrir það að glata honum. En þú getur gert mér annan greiða. Lánaðu mér flauelspjötlurnar þínar. Það á líka að ferma hjá mér dóttur mína, en ég er svo fátæk að ég get ekki keypt flauel á treyjuna hennar. Ég skal skila þeim öllum jafnóðum aftur, þegar ég hef notað þær“.
Stúlkan lofaði þessu með ánægju og segir: „Vertu nú sæl“. Þá segir hún ósköp hrygg: „Segðu ekki sæl við mig, við erum ekki sæl, en ég get ekki launað þér með öðru en því að ég skal sjá til þess að þú verðir lánsmanneskja“. Var svo draumurinn ekki lengri.

Borgarkot

Borgarkot – trétappi í stórgripagirðingunni.

Eftir nokkurn tíma ætlar stúlkan að fara að sauma á brúðuna sína. Hún lýkur upp kistlinum en bregður heldur en ekki, því að allar flauelspjötlurnar eru horfnar. Man hún þá ekkert eftir draumnum. Fór hún nú að grennslast eftir því, hvort nokkur hafi komist í kistilinn og sannfærðist um að enginn hafði farið í hann. Þá man hún allt í einu eftir draumnum og segir mömmu sinni frá honum.
Þá mælti hún: „Góða mín, vertu ekki að leita úr því að þetta er svona, álfkonan skilar þeim aftur“. Líður svo tíminn fram á haust. Einn dag er það, er stúlkan opnar kistilinn sinn að allar pjötlurnar liggja þar eins og hún skildi við þær um vorið.”
Þegar golfvöllurinn var gerður á Kálfatjörn var sléttað yfir klöppina svo hún sést ekki lengur.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir m.a.:
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2435
-Jón Árnason. Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I, 609.
-http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=150
-Rauðskinna II 301.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Borgarkot

Krosshlaðin skjól má finna á a.m.k. þremur stöðum á Reykjanesskaganum, þ.e. við Borgarkot, á Njarðvíkurheiði og við Breiðagerði. Valdimar Samúelsson hefur skoðað þessi mannvirki með hliðsjón af því hvort þau hafi haft einhvern annan tilgang en að veita skepnum skjól fyrir veðrum og vindum. Hann hefur einnig verið í sambandi við FERLIR um önnur mannvirki á Skaganum er gætu tengst svipuðum mannvirkjum í öðrum löndum, einkum á víkingaslóðum vestanhafs.

Stóra-Krossskjól

Stóri-Krossgarður á Njarðvíkurheiði.

Samkvæmt mælingum Valdimars er Borgarkotskrossinn um 30 cm á hæð og lengdin er 14 metrar x 14 metrar. Garðar er mynda krossinn eru um 2 metrar á breidd. Mannvirkið er innan jarðlægs túngarðs um tóftir Borgarkots, skammt norðan þeirra. Því var raskað talsvert fyrir nokkrum árum er minkaveiðinn gengu þar berserksgang í leit að bráð sinni.
Breiðagerðiskrossinn er um 30 cm á hæð. Hann er hlaðinn á föstu bergi. Lengd á krossinum er 11 x 12 metrar og breidd garðanna er um 180 cm. Hann er því litlu minni en sá fyrrnefndi.
Krossinn fyrir innan og ofan Innri Njarðvík (sunnan Reykjanesbrautar) er hæstur eða um 60 til 70 cm þar sem hann er óhruninn og hefir sjálfssagt verið hærri fyrrum . Hann er stærstur af krossunum þrem eða 16 metra x 16 metrar, enda í enda. Garðar eru rúmir 2 metrar á breidd.
„Eftir þessar mælingar fór ég að spekúlera að það hlyti að vera einhvað meira við þessa krossa en það eina að vera skjólgarðar fyrir kindur þó ég viti hins vegar að kindur munu hafa notað þá sem skjólgarða.

Borgarkot

Krossskjól við Boargarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Það sem kom í ljós eftir töluverða kortaskoðun og spekúlasjónir er það að allir þessir krossar eiga það sameiginlegt að hver og einn hefur mið af mjög sögulegum og landfræðilegum stöðum á sömu breiddarbaugslínu. Miðað við þessi gögn þá skera vestur og austur línur eftirtalda staði: Borgarkots kross á miðjan topp á Öræfajökli. Breiðagerðiskross á hæstu bungu á Ingólfsfjalli þ.e. Inghól sjálfan. Innri Njarðvíkurkrossinn fer beint í gegn um vörðurnar þrjár sunnan í Ingólfsfjalli.
Það væri gaman ef einhverjir geti sannreynt þetta en mér finnst þetta það merkilegt sögulega séð að þetta gæti orðið nánara rannsóknarefni.“
Að sjálfsögðu þurfa “krossskjólin” á Reykjanesskaganum ekki að hafa verið búin til fyrir kindur – upphaflega. Tilgangurinn gæti verið annar þótt skjólkenningin virðist nú nærtækust og sennilegust. En hvers vegna hlóðu menn þá ekki hringborgir á framangreindum stöðum til skjóls fyrir fé, eins og algengt var (þekktar eru um 70 slíkar á Skaganum)?

Borgarkot

Krossgarður við Borgarkot.

Borgarkotskrossinn er heima við bæ. Breiðagerðiskrossinn er skammt frá bæ. Innri-Njarðvíkurkrossinn er alllangt frá bæ. Þarna virðist því ekki vera um tengingu að ræða. Sá síðastnefndi er þó ekki langt frá Narfakotsborginni (Grænuborg), sem er hringhlaðin fjárborg.
Spurningin er hvort svarið við krosshleðslunum, ef það er annað en í fljótu bragði virðist, liggi í meiri nálægð við þau en að framan greinir – eitthvað sem menn gætu hafa haft í sjónlínu og verið þeim sameiginlegt gildi?
Krosshlaðin gerði veita skjól fyrir öllum áttum, líkt og hringhlaðnar fjárborgir. Þau hafa því þjónað sama tilgangi sem slík – en bara með öðru lagi.
En sem fyrr segir – hið augljósa og nærtækasta þarf ekki endilega að vera sennilegasta skýringin. Ef einhver hefur verið að velta þessu fyrir sér (því varla verður hjá því komist þar sem um áberandi mannvirki er að ræða) þá væri áhugavert að heyra frá hinum sama (ferlir@ferlir.is).

Stóri-krossgarður

Stóri-krossgarður.

Borgarkot

Gengið var frá Minni-Vatnsleysu að Þórustöðum. Skoðuð var stórgripagirðingin vestan Vatnsleysu, en hún liggur í beina línu frá hæðinni vestan bæjar niður að sjó.

Flekkuvík

Flekkusteinninn.

Einmana ryðgaður mjólkurbrúsi, merktur MSR, stóð þar uppréttur á mosavaxinni hæð, líkt og hann vildi enn um sinn minna á hina gömlu búskapahætti. Staldrað var við vatnsstæði á milli kletta austan Flekkuvíkur og síðan haldið yfir túnið með viðkomu við Flekkuleiði og skoðaður rúnasteinninn, sem þar er. Litið var á Stefánsvörðu efst á Almenningsleiðinni, en í henni er letursteinn eftir þá feðga, Jón og Magnús, sem hlóðu hana á sínum tíma. Austan við Litlabæ var gengið að stórgripagirðingunni gömlu, sem þar liggur frá austri til vesturs og komið að gamalli refagildru skammt ofan hennar. Þaðan var haldið yfir og niður fyrir Kálfatjörn, þar sem ætlun var að skoða letursteininn frá 1674.

Borgarkot

Girðingarsteinn ofan við Borgarkot.

Sjórinn er búinn að róta grjóti yfir hann að nýju. Hann fannst þó eftir nokkra leit, en er nú að færast neðar í fjörukambinn. Skoðaðar voru tóttir suðvestan sjóbúðanna. Við þær er greinilega gamall brunnur eða vatnsstæði, hlaðið undir hól. Þegar komið var að Þórustöðum blasti við hópnum hinn fallegasti brunnur, hlaðinn niður og í kringum opið, ca. 7-8 metra djúpur. Myndaði brunnurinn fallegan forgrunn við gamla hrörlega bárujánshúsið á hólnum ofan við hann.
Golfararnir á Kálfatjarnarvelli gerðu hlé á iðju sinni þegar FERLIRsfólkið gekk þvert yfir völlinn á bakaleiðinni, tóku niður derhúfur og lutu höfði – fullt lotningar yfir að til væri fólk er getur gengið lengra en að endimörkum vallarins…

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Stefánsvarða

Gengið var frá Stefánsvörðu á Stefánsvörðuhólum áleiðis niður að Borgarkoti vestan Keilisness. Skammt norðan vörðunnar var komið að tvískiptum gömlum stekk, Borgarkotsstekk, í graslægð. Á bökkunum sáust leifar af gömlum garði. Norðaustan við stekkinn eru gróin svæði, en nokkuð uppblásin.

Borgarkot

Breiðufit – girðingasteinar ofan Borgarkots.

Gengið var norðnorðvestur í átt að Helgahúsi ofan við Breiðufit (Réttartanga). Á leiðinni var gengið þvert á gamla stógripagirðingu. Enn má sjá steinaröðina liggja þar til austurs og vesturs. Í hvern steinn eru klöppuð tvö göt; annað ofan á og hinn á hliðina. Í götin voru reknir trétappar og á tappana strengd bönd. Neðan girðingar er Kálfatjarnarvatnsstæðið, en það var nú þurrt. Skammt austan þess, norður undir grasi grónum klapparhól, var fallegt vatnsstæði, Vatnssteinar (Vaðssteinar). Í því var vatn. Ofan við vatnsstæðið er gamalt hlaðið gerði eða rétt utan í hól. Í gömlum heimildum er getið um rétt á Réttartanga, sem nú á að vera alveg horfin. Þessi rétt er beint ofan við Réttartanga og nokkuð heilleg. Austan við það er hlaðinn garður í hálfbeygju til norðurs.

Norðar er Borgarkot. Það mun hafa farið í eyði á 18. öld. Tildrög þess munu hafa verið þau, að eitt sinn þegar Flekkuvíkurbóndi fór til kirkju á aðfangadagskvöld kom hann að bóndanum í Borgarkoti þar sem hann var að skera sauð frá honum. Varð það til þess að honum var komið undir mannahendur og lagðist býlið í eyði eftir það. Reyndar er talið að sauðurinn sem bóndinn í Borgarkoti skar, hafi verið sauður prestsins á Kálfatjörn, en ekki bóndans í Flekkuvík.

Borgarkot

Borgarkot – refagildra.

Viðeyjaklaustur mun hafa haft þarna sauði forðum. Síðan mun Kálfatjörn hafa haft skipti á selsstöðu í Sogagíg við Krýsuvík, sem fékk í staðinn að halda sauði við Borgarkot. Þarna eru merkilegar og allmiklar minjar, greinilega mjög gamlar. Bogadregnir garðar eru mikið til sokknir í jarðveginn, en þó má víða sjá móta fyrir þeim. Innan garðs eru tóttir á a.m.k. þremur stöðu, Tvær samliggjandi tóttir eru alveg í fjörukambinum og er sjórinn þegar búinn að brjóta niður hluta af þeim. Önnur tótt er ofan þeirra og enn önnur á fjörukambinum skammt austar.

Borgarkot

Borgarkot – krossgarður.

Austan hennar er stór krossgarður, Skjólgarður. Umhverfis hann landmeginn er gerði eða gamlar réttir. Minnkaveiðimenn munu hafa rutt honum að mestu um koll, en þó sést enn móta vel fyrir honum á kambinum. Neðan tóttanna er Borgarkotsvörin, en ofan við hana lá dauður háhyrningur – nægt kjöt í margar grillveislur.

Borgarkot

Vatnssteinar – vatnsstæði við Borgarkot.

Austar er hár hóll, Á honum má sjá leifarnar af Hermannavörðunni, sem danskir hermenn er unnu við landmælingar, hlóðu, en minnkaveiðimenn ruddu síðar um koll.
Ofan við Borgarkotstúnið er varða á hól. Beint upp af henni, sunnan girðingar, sem þar er, er hlaðin refagildra.
Ætlunin er að fara fljótlega aftur á þetta svæði því bæði gleymdust skriffæri til uppdráttagerðar og gps-tækið til að staðsetja vatnsstæðin sem og refagildruna. Samt sem áður var gerður bráðabirgðauppdráttur af svæðinu með aðstoð bíllykils og pappaspjalds. Þarna er greinlega um að ræða stórlega vanmetið svæði. Miklar minjar eru við Borgarkot og einnig allt í kring.
Veður var frábært – hiti, sól og þægilegur andvari. Gangan tók u.þ.b. klukkustund.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Borgarkot

Borgarkot er býli, sem Viðeyjarklaustur hafði umráð yfir, milli Kálfatjarnar og Flekkuvíkur. Tóftir sjóbúðanna sjást enn en sjórinn er að brjóta þær smám saman.

Borgarkot

Stórgripagirðing við Borgarkot.

Krýsvíkingar fengu að hafa kálfa og nautgripi í Borgarkoti gegn afnotum Viðeyjarklausturs að verstöð Krýsvíkinga, sennilega að Selatöngum. Einnig hafi Viðeyjarklaustur gripi sína í Borgarkoti. Girðingin er sennilega vegna þeirra – stórgripagirðing. Hún náði fá Kálfatjörn yfir að landamerkjum Flæekkuvíkur neðan Hermannavörðu. Þar beygir hún til strandar. Önnur sambærileg girðing er vestan Litlu-Vatnsleysu. Í steinana beggja vegna eru grópuð tvö göt og í þau reknir trétappar. Á þessa tappa voru hengdar taugar til að varna stórgripum ferð um upplandið. Ekkert virðist hafa verið vitað um girðingar þessar þótt ótrúlegt sé, en svo virðist vera um margt á Reykjanesskaganum. Honum hefur lítill gaumur verið gefinn.

Valdimar Samúelsson hafði samband við FERLIR eftir að hafa séð myndir af steinum með götununum á við Borgarkot.

Borgarkot

Stórgripagirðing við Borgarkot.

„Ég var ekki lengi að ákveða að fara eftir að ég sá þessar holur en fór um Borgarkotsland og sá töluvert meira af steinum þar á meðal einn sem hefir verið settur upp á annan.
Þessir steinar eru svörun á því sem ég hef verið að leita að en þarna voru mjög greinilegar þríhyrningslagaðar holur ásamt venjulegum holum en auðvitað voru sumar eyddar af veðri. Þér að sega þá freistaðist ég til að taka tappa út þrem holum en setti þá í aftur.

Þetta er því fyrsta sönnun fyrir því að þessar þríhyrnings löguðu holur í S-Dakota hafa líkan annarstaðar, en við erum búinn að leita um allt, þá á ég við reynt að fá upplýsingar um sambærilegar holur í öðru en skipafestarholur og eða skipasteinum, en í öllum Norðurlöndum eru engar að finna.

Borgarkot

Borgarkot – stórgripagirðing.

Á Grænlandi finnast skipafestarholur þríhyrningslagaðar en þær eru sverari og dýpri en þessar, einnig í Hudson Bay, held við Nelson-ánna, en það er álitið að menn hafi farið þar upp og endað í Winnipegvatn, síðan niður Rauðá, en þá eru þeir komnir á þetta holusvæði. Svæðið í S-Dakota heitir Whetstone Valley og eru svona steinamerkingar í steinum og bergi við ár og læki um allan dalinn.“

Spurning er hvort Íslendingur, sem farið hafi til Ameríku, en komið aftur, hafi gert þessar holur og notað steinana í girðingu hér.

Nú er bara að fá upplýsingar um hversu gömul götin eru í Ameríku og í hvaða tilgangi þau voru gerð.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Litlibær

Skoðuð var gömul stórgripagirðing austan Litlabæjar. Gengin var Gamlivegur (kirkjuvegurinn) í áttina að Keilisnesi og litið á stöplana. Þeir liggja í um 1.340 m aflíðandi bogadregna línu frá vestri, túngarði Bakka og Litlabæjar, til austurs og austast til norðurs að sjó.

Borgarkot

Girðingarsteinn við Borgarkot.

Um 10 metrar eru á milli steinstöpla og er höggnar tvær holur í hvern stein, önnur ofan á og hin á suðurhliðina. Í þessar holur voru látnir stuttir tréstaurar og upp á þá væntanlega þrætt band á milli þeirra. Girðingin hefur verið til að varna stógripum göngu sunnar en bónda þótti við hæfi.
Steinar þessir eru fyrir margra hluta sakir merkilegir. Þeim er raðað í beina röð langa leið, í þá höggin tvö göt hvern og í götin reknir trétappar. Sennilega þekkjast fáir slíkir hér á landi, a.m.k. ekki á Reykjanesskaganum.
Girðingin er yngri en suðaustanverður túngarðurinn á Bakka og Litlabæ því ella hefði grjótið úr henni næst veggnum verið tekið í hann. Auðveldlega væri hægt að aldursgreina einn trétappann eða fleiri og komast á nálgunaraldri þeirra. En hvað sem öllum ágiskunum um aldur líður er hér um að ræða merkilegt mannvirki.

Þorvaldur Örn Árnason

Þorvaldur Örn Árnason við stórgripagirðinguna ofan Borgarkots.

Þorvaldur Örn Árnason, kennari við Stóru-Vogaskóla, sendi FERLIR eftirfarandi fróðleik:
„Ég las í nýútkominni bók um Jamestown-strandið í höfnum að bændur á Vatnsleysuströnd hefðu keypt þar vír og rakið upp í þætti og notað í girðingar.
Við Heiða skoðuðum og tókum myndir 2012 af fornri stórgripagirðingu við Kálfatjörn og Keilisnes. Nú legg ég saman 2 + 2 og fæ út að þarna hafi menn notað vír úr Jamestown – og það fyrir aldamótin 1900!
Á bls.37 í bók Halldórs Svavarssonar, Strand Jamestowns, segir frá vírum og köðlum sem mikið var af. Þar segir:
„Ólafur Ketilsson sagði að faðir sinn hefði keypt allan vírinn og megnið af tóginu sem hann seldi síðan að mestu. Útvegsbændur keyptu tógið og notuðu meðal annars í netateina, stjórafæri og landfestar. Vírinn seldi hann til bænda í Vatnsleysustrandarhreppi sem einkum nýttu hann í túgirðingar. Þetta voru fyrstu vírgirðingarnar í Gullbringusýslu og sennilega á öllu landinu. Þeir Vatnsleysustrandarmenn röktu vírana upp, líklegt að þeir hafi verið þriggja eða fjögurra þátta og hver þáttur snúinn saman af mörgum grennri vírum. Með upprakningunni fengu þeir mjög langan einþættan vír. Eftir þetta var talað um að öll tún á Vatnsleysuströnd væru afgirt með vír.““

Borgarkot

Þorvaldur Örn við einn stein stórgripagirðingarinnar. Sjá má trétappa með járnlykkju í steininum.

Borgarkot

Gengið var frá Stefánsvörðu, um Borgarkotsstekk, að hlaðinni refagildru ofan við Borgarkotstúnið. Þaðan var gengið að Hermannavörðunni, fallinni og raskaðri á hól við austurlandamerki Borgarkots, stórgripagirðingunni gömlu er liggur við hann áleiðis upp frá ströndinni og síðan þaðan til veturs í átt að Kálfatjörn. Henni var fylgt niður að Þjófabyrgi og síðan vestur með ströndinni að Borgarkotstóttunum. Láfjöróttur sjórinn var spegilsléttur. Krían var mætt á svæðið og fór mikinn.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Við skoðun á tóttum Borgarkots bættust þrjár tóttir við þær fjórar, sem áður höfðu verið skoðaðar. Ljóst er að þarna hafa verið mun meiri umsvif en álitið hefur verið. Sjórinn hefur brotið smám saman af ströndinni, en túnið hefur náð mun lengra fram á klappirnar líkt og annars staðar með ströndinni. Framan við þær er myndarleg vör, sem líkast til hefur verið notuð fyrr á öldum, en kotið fór í eyði á 18. öld þegar bóndinn var ranglega sakaður um að hafa skorið sauð Flekkuvíkurbónda á aðfangadag. Síðar mun hafa komið í ljós að sauðurinn var prestsins á Kálfatjörn. Vont að þurfa að missa allt sitt fyrir sauðsmisskilning. Lokið var við uppdráttargjörð af svæðinu.
Borgarkot var um tíma nýtt frá Viðeyjarklaustri (sjá fyrri umfjöllun um Borgarkotssvæðið). Klaustrið átti margar jarðir með norðanverðum skaganum, umhverfis Reykjavík og á sunnanverðu vesturlandi (sjá meðfylgjandi kort).
Vatnssteinar (Vaðsteinar) voru litnir augum, en á milli þeirra er fallegt vatnsstæði. Vestan þess er hlaðið gerði eða rétt. Vestan réttarinnar má sjá hleðslur er að öllum líkindum tengjast refaveiðum. Ein hrúgan ber þess ummerki að hafa verið refagildra. Sjá má hlaðinn „ganginn“ í henni ef vel er að gáð.

Borgarkot

Jarðeignir Viðeyjarklausturs á Reykjanesskaga.

Að þessari gaumgæfingu lokinni var strikið tekið suður heiðina í leit að svonefndum Bakkastekk. Hann fannst eftir stutta leit, greinilega mjög forn. Hann er á hraunhól allnokkuð suðsuðaustur af Bakka. Búið var að umbreyta austurhluta hans og hlaða úr honum refagildru. Þarna virðist því víða hafa verið átt við refaveiðar. FERLIR hefur skoðað um 70 hlaðnar refagildrur á Reykjanesi en ótaldar eru tvær mjög gamlar gildrur skammt ofan við gildruna ofan Borgarkots, gildra ofan við Húsatóftir, sem og tvær gildrur í Hraunsleyni ofan við Hraun og jafnvel gildra á Stóruflöt við Grindavík. Gildrurnar þarna virðast allar hafa sömu lögun og líklega gerðar af sama manninum. „Fellan“ virðist hafa verið hentugur steinn, en ekki slétt þunn hella, eins og t.d. í gildrunum á Selatöngum, við Húsfell, í Básum og undir Sundvörðuhrauni. Sumar heimildir segja gildruveiðar þessar vera komnar frá landnámsmönnum, en aðrir vilja meina þær yngri. Þær virðast þó að mestu hverfa eftir að byssur urðu almenningseign hér á landi. Þó er ekki óraunhæft að álíta að menn hafi haldið við einstaka refagildrum, einkum þeim sem voru á reglulegri leið þeirra, s.s. í beitarhús eða á rekagöngum.
Tiltölulega auðvelt væri að endurgera refagildrur líka þeim, sem fyrr voru notaðar, svo heillegar eru þær sem eftir standa.
Veður var frábært – sól og blíðviðri.
Gerður var uppdráttur af svæðunu (sjá mynd).
Frábært veður.

Borgarkot

Refagildra ofan Borgarkots.