Færslur

Brunntorfuhellir

Kristbjörg Ágústsdóttir skrifaði um skógræktina í Brunntorfum (Brundtorfum/Brunatorfum) í Skógræktarritið árið 2012 undir fyrirsögninni „Hraunið“ – falin skógræktarperla í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar“:

Brunntorfur

Í Brunntorfum.

“Um miðbik síðustu aldar hófu fjórir menn að gróðursetja tré í hrjóstrugu hrauni suður af Hafnarfirði. Skógrækt ríkisins átti landið en taldi ekki miklar líkur á því að þar gæti risið skógur. Í dag er þarna stór og mikill sjálfbær skógur, sambland náttúrulegs gróðurs og gróðursettra trjáa. Þetta svæði kallar fjölskylda höfundar „Hraunið“ og þangað hafa þrjár kynslóðir lagt reglulega leið sína til að gróðursetja, bera á, hlúa að, njóta og upplifa. Í þessari yfirlitsgrein er ætlunin að segja frá tilurð svæðisins og landnámsmönnunum fjórum og kynna svæði sem fleiri og fleiri eru að uppgötva. Greinin er byggð á BS ritgerð minni úr Umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2006.
Í upphafi 6. áratugarins féll hluti jarðarinnar Straums, um 2000 ha, til Skógræktar ríkisins. Var það Bjarni Bjarnason, skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni, sem gaf landið. Straumur var landstór jörð og þar hafði verið fjárbúskapur til margra ára. Landið var því mikið beitt, hrjóstrugt og ófrjótt og kallaði það á friðun og gróðursetningu. Svæðið, sem kallast Almenningur og er sunnan við Kapelluhraun í Hafnarfirði, var það fyrsta sem Skógræktin eignaðist nálægt höfuðborginni og var hafist handa við að girða af um 200 ha árið 1953.
Með nýjum skógræktarlögum, sem tóku gildi 1955, var skógræktarstjóra heimilt að leigja land til einstaklinga, félaga eða stofnana innan girðinga Skógræktar ríkisins, gegn því að leigutakar gróðursettu barrskóg í landið.

Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson í Brunntorfum.

Þessi leigusvæði voru með erfðafestu og gerðir voru sérstakir samningar um þau. Þetta voru kallaðar landnemaspildur og fengu landnemar allar plöntur gefins en ekki mátti byggja á landinu.
Þrátt fyrir að svæðið í Straumi væri ókræsilegt til gróðursetningar voru fjórir félagar sem gerðu samning við skógræktina um leigu á landi. Þeir fengu hver 10 ha svæði í suðvestur hluta girðingarinnar. Þessir menn voru: Björn Þorsteinsson (1918–1986), Broddi Jóhannesson (1916–1994), Marteinn Björnsson (1913-1999) og Þorbjörn Sigurgeirsson (1917–1988). Það sem þessir menn áttu sameiginlegt, auk þess að vera tengdir fjölskylduböndum, voru hugsjónir þeirra, eldmóður og áhugi á náttúrunni. En hverjir voru þessir menn?

Upphafsmenn skógræktar í „Hrauninu“

Brunntorfuhellir

Brunntorfuhellir (Brundtorfuskjól).

Björn Þorsteinsson fæddist á Þjótanda í Villingaholtshreppi. Hann ólst upp á Hellu og í Selsundi undir Heklurótum. Hann var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands en hafði áður kennt bæði við Menntaskólann við Hamrahlíð og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Margar bækur og greinar liggja eftir hann, meðal annars Íslandssaga til okkar daga sem kom út eftir andlát hans. Vorið 1985 hlaut hann viðurkenningu fyrir ræktunarstörf sín í „Hrauninu“ frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir merkilegt framlag til umhverfismála á höfuðborgarsvæðinu. Björn lést árið 1986, 68 ára gamall.

Fornasel

Fornasel.

Broddi Jóhannesson fæddist í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann lauk doktorsprófi í sálarfræði í München 1940 og fór þá að kenna við Kennaraskólann, en þar tók hann við skólastjórastöðu árið 1962.

Broddi Jóhannesson

Broddi Jóhannesson.

Árið 1971 varð skólinn að Kennaraháskóla Íslands og var Broddi rektor hans til ársins 1975. Broddi setti sitt mark á þróun kennaramenntunar á Íslandi með hugsjónum sínum og dug. Hann var mikill náttúruunnandi og náttúruverndarsinni löngu áður en talað var um menn sem slíka. Broddi lést árið 1994, 78 ára gamall.
Marteinn Björnsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lauk prófi í verkfræði við Danmarks Tekniske Højskole árið 1944 og vann sem verkfræðingur hjá Bæjarverkfræðingnum í Reykjavík og Almenna byggingafélaginu meðal annars en einnig var hann með sjálfstæðan rekstur.

Þorbjörn Sigurgeirsson

Þorbjörn Sigurgeirsson.

Lengst af starfaði Marteinn sem byggingafulltrúi Suðurlands með aðsetur á Selfossi (1958–83). Marteinn lést árið 1999, 86 ára gamall.

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var doktor í eðlisfræði og frumkvöðull greinarinnar á Íslandi. Hann var meðal annars forstöðumaður Eðlisfræðistofnunar frá upphafi hennar árið 1958 til ársins 1966. Þorbjörn starfaði fyrst og fremst sem tilraunaeðlisfræðingur og jarðeðlisfræðingur og varð þjóðkunnur fyrir hraunkælingu við eldgos í Heimaey árið 1973. Þorbjörn lést árið 1988, 70 ára gamall.

Í upphafi höfðu menn ekki mikla trú á að hægt væri að rækta skóg í „Hrauninu“.

Þorbjarnastaðaborg

Þorbjarnastaðaborg.

Það var í raun tilraunastarfsemi hjá Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra að láta þá félaga hafa landið til að sjá hvort það væri hægt. Á Hákon að hafa sagt við Björn eitt sinn að þetta hafi gengið betur en hann hafði búist við þar sem hann hafði talið landið vera allt of þurrt. Þrátt fyrir að búið væri að girða svæðið var ekki friður fyrir sauðfé, þarna voru frekar og heimavanar kindur sem fóru í gegnum allar girðingar. Suðurhluti girðingarinnar var að auki lélegur, þoldi illa snjó og var til vandræða. Girðinguna var reynt að laga á hverju vori og dró þá aðeins úr ágangi sauðfjár, nægjanlega til að í ljós kæmu ýmis fjölgresi sem ekki höfðu sést áður.

Gróðursetning og trjátegundir í „Hrauninu“

Fornaselsvarða

Fornaselsvarða.

Aðkoma Kristins Skæringssonar að „Hrauninu“ var tengd starfi hans hjá Skógrækt ríkisins, fyrst sem starfsmaður í plöntuafgreiðslu og síðar sem skógarvörður Suðvesturlands. Kristinn fylgdist með þeim félögum við skógræktarstörfin og gaf þeim ráðleggingar. Það var aðallega stafafura sem var gróðursett, enda landið rýrt og hentaði fyrir furuna, en einnig voru gerðar tilraunir með margar aðrar tegundir. Plönturnar voru til reiðu hjá Skógræktinni svo lengi sem þeir tóku við. Mikið var gróðursett í upphafi og þétt en ekki mikið klippt frá þar sem verið var að hugsa um skjólið.

Hellishólsskjól

Hellishólsskjól.

Eftir að Marteinn hóf störf á Suðurlandi árið 1958 og flutti á Selfoss fékk hann svæði fyrir austan og lagði áherslu á ræktun þess. Broddi gróðursetti heilmikið í „Hrauninu“ en fékk síðar land á Silfrastöðum í Skagafirði þar sem hann gróðursetti. Það voru því Björn og Þorbjörn sem sinntu „Hrauninu“ langmest. Þeir gengust upp í þessu og hrifu fólk með sér. Einn af þeim sem hreifst með var Arngrímur Ísberg og fékk hann úthlutað svæði við hlið Marteins árið 1980.
Í gegnum árin gengu félagarnir um svæðið og báru á áburð en einnig voru gerðar tilraunir með lífrænan heimilisúrgang. Auk þessa var gróðursett lúpína í leirflög til að undirbúa jarðveg betur. Þessi vinna bar þann árangur að allskonar gróður fór að spretta sem enginn vissi að væri til staðar eins og blágresi og fleiri blómategundir.

Hellishólshellir

Hellishólsskúti.

Félagarnir reyndu að gróðursetja Bæjarstaðabirki en einhverra hluta vegna gekk það ekki, það þreifst illa og lognaðist út af. Það var ekki fyrr en upp úr 1980, þegar girðingin varð loks fjárheld, að náttúrulega birkið tók aðeins við sér þegar kindin, eða ókindin eins og „Hraunverjar“ kölluðu hana, fór og eftir árið 1990 tók það virkilega við sér. Einirinn tók einnig við sér og reis upp og burknar sýndu sig í hellisskútum.
Stafafura er ríkjandi tegund í „Hrauninu“ en einnig má þar finna sitkagreni, rauðgreni, broddfuru, lindifuru (alpa-afbrigði), alaskaelri og þöll en ekki í miklum mæli. Mikið var reynt við lerki en því virtist ekki líka vel vistin, hvorki rússalerki né síberíulerki. Þar er einnig að finna tvo silfurreyni og töluvert af ilmreyni en hjónin Arngrímur og Bergljót týndu reyniber, dreifðu yfir birkikjarr og létu svo fuglana um afganginn. Í viðtali orðaði Arngrímur afraksturinn á þann hátt að: „þegar maður lítur yfir þessi ár sem við höfum verið þarna þá finnst mér að ávöxturinn hafi verið meiri og betri en maður bjóst við“.

Mörk svæðisins

Fornasel

Vatnsból í Fornaseli.

„Hraunið“ afmarkast af landamerkjum sem gerð voru fyrst á korti 1955 og svo endurgerð á korti 1989 og þá hnitsett. Alls er svæðið um 55 hektarar og er innan vatnsverndarsvæðis Hafnarfj arðar, að hluta til innan grannsvæðis (vatnsvernd II) og að hinum hluta innan fjarsvæðis (vatnsvernd III).
Frá Krýsuvíkurvegi liggur slóði inn á svæðið sem greinist í tvennt. Þetta er einbreiður, grófur malarslóði og er á köflum aðeins jeppafær. Ekki eru nein bílastæði en við enda slóðanna er breikkun þar sem hægt er að snúa við bíl. Girðing er umhverfis hluta svæðisins sem er orðin mjög léleg og liggur niðri á köflum. Með því að fjarlægja girðinguna og opna svæðið væri auðveldara fyrir fólk að fara þar um og njóta þessarar leyndu náttúruperlu. Stigi er yfir girðingu á einum stað en hann er orðinn fúinn og hættulegur.

Gjásel

Gjásel.

Tvær þekktar minjar eru í „Hrauninu“. Fyrst skal nefna fallega hlaðna fjárborg sem er heilleg, en hún varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum 1968 sem átti upptök sín í Krýsuvík. Fjárborgin nefnist Þorbjarnarstaðarborg og var hlaðin af börnum Þorbjarnarstaðahjóna um aldamótin 1900. Tóftir eru af seli sem talið er að hafi tilheyrt Þorbjarnarstöðum, nefnt Fornasel. Við Fornasel er stórt vatnsból nánast í miðju tóftanna en þær eru af húsi og eldhúsi nokkru fjær. Sumarið 2002 gróf Bjarni Einarsson fornleifafræðingur í tóftirnar og kom í ljós að þær virtust vera frá því um 1400–1500. Það var Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar sem stóð að þessari rannsókn.

Marteinn Björnsson

Marteinn Björnsson.

Rétt utan við skógræktarsvæðið eru tóftir af Gjáseli. Töluvert er af vörðum á svæðinu og eru þær ýmist leiðarvörður eða landamerkjavörður.

Nokkuð er um gönguleiðir á svæðinu og hafa Loftmyndir ehf. gefið út göngukorti af Reykjanesi. Hluti gönguleiðanna eru gamlar þjóðleiðir til Hafnarfjarðar, til dæmis Hrauntungustígur. Aðrar gönguleiðir eru til að mynda Gerðarstígur sem liggur frá Straumsvík upp í Gjásel og Straumselsstígur samsíða en vestar, frá Straumsvík að Straumsseli.
Á síðustu árum hefur Sigurgeir Þorbjörnsson, sonur Þorbjörns Sigurgeirssonar, verið duglegur við að marka stíga innan svæðisins ásamt fjölskyldu sinni. Einnig er byrjað að hnitsetja stígana og er vilji til að útbúa skilti sem sýna gönguleiðir og segja frá sögu svæðisins, tilurð þess og minjum.

Gránuskúti

Gránuskúti við Gjásel.

Framsýni landnámsmannanna var mikil og ber að þakka þeim öllum fyrir dugnað þeirra og þrautseigju. „Hraunið“ er arfleið þeirra til komandi kynslóða.”

Sjá meira um skógrækt í Brunntorfum HÉR.

Heimild:
-Skógræktarritið 2012, 2. tbl., Skógræktarfélag Íslands; Kristbjörg Ágústsdóttir, „Hraunið“ – falin skógræktarperla í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, bls. 8-13.
http://www.skog.is/wp-content/uploads/2019/03/Rit2012-2-lr.pdf

Brunntorfuhellir

Í Brunntorfuhelli. Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnarstaði: “Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir. Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir. Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stóð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur. Þá er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir.” [Hér ruglað saman Fornaseli annars vegar og Gjáseli hins vegar, þ.e. hið síðarnefnda er nefnt “Fornasel”. Við það er nefndur Gránuskúti. – ÓSÁ]

Brunntorfur

Gengið var um Brunatorfur (Brunntorfur/Brundtorfur) vestan Brunans (Nýjabruna/Háabruna) eða Nýjahrauns (Kapelluhrauns) eins og það var nefnt eftir að það rann, sennilega árið 1151.
Upptök þess eru í Rauðhól, eða Hraunhól eins og sumir vilja nefna hann, skammt norðvestan Vatnsskarðs í Sveifluhálsi/Undirhlíðum. Gígnum, sem var einn af nokkrum á 25 km langri gossprungu, hefur nú verið raskað svo að hann er ekki lengur svipur hjá sjón.
Nýjahraun (Bruninn) rann niður lænu á milli Hrútargjárdyngjuhrauns og eldra Hellnahraunsins þar sem það féll í sjó fram austan við Straumsvík. Um er að ræða nokkuð “granna” ræmu apalhrauns með miklu efnismagni. Það rís hærra er hraunið umhverfis, er vaxið þykkum gamburmosa en skortir fjölskúðgi gróðurs, sem einkennir hraunin beggja vegna.
Vestan við Brunann eru Brunntorfur, stór gróðursæll og skjólgóður hraunkriki milli hans og Almennings. Heyrst hafa einnig nöfnin Brunatorfur vegna brunanafngiftanna og Brundtorfur í tengslum við sauðabúskap Hraunsmanna þar fyrr á öldum. Hér á eftir mun ýmislegs getið er styrkt getur þá nafngift.
Þegar gengið var til suðurs frá hlöðu ferköntuðu (3×5 m) gerði austast í Torfunum, svo til alveg við, en innan marka Straums, sást varða á hábrúninni framundan. Gerðið gæti hafa verið notað við tilhleypingar Hraunamanna fyrrum og nafngiftin á svæðið verið dregið af því.
Á milli gerðisins og vörðunnar, í hæðinni, komu fjárborgarleifar eða kringlótt gerði í ljós. Gróið er í kringum þær svo hleðslur falla orðið vel inn í landslagið. Varðan sjálf er greinilega gömul, mosavaxin. Frá henni liggur gata til austurs er leiðir vegfarendur niður í gróna hvylft skammt frá. Austast í því má sjá grónar fyrirhleðslur fyrir fjárskjóli. Við nánari skoðun má sjá hleðslur að innanverðu.
Þegar götunni er fylgt áfram til suðurs er komið að vörðu, og síðan annarri, er stnda nálægt Stórhöfðastígnum. Ef stígnum er fylgt til suðurs er fljótlega komið inn á gróið skeifulaga svæði undir Brunaveggnum. Á honum standa tveir klettastandar, þétt hvor að öðrum, stundum (einkum í seinni tíð) nefndir Tvídrangar. Skammt frá þeim má sjá mannanna verk á tveimur stöðum. Annar virðist hafa verið skjól eða jafnvel lítið hús, en hinn aðhald, annað hvort fyrir fé eða hesta. Fallin fyrirhleðsla ( 3m löng) er út frá Brunabrúninni að hraunhafti skammt norðar. Stórhöfðastígurinn liggur yfir hana.
Ef hins vegar stíg er fylgt til vesturs frá fyrrnefndum vörðum er fljótlega komið að sauðaskjóli Hraunamanna í grunnu jarðfalli. Krosshleðslur eru fyrir tveimur inngöngum í það.
Miklu mun norðvestar er svo Þorbjarnarstaðafjárborgin, uppi á Brunabrúninni. Fornasel er sunnar og Gjásel suðvestar. Allt ber þetta vott um fjárbúskap Hraunamanna á þessu svæði og því ekki ólíklegt að Brundtorfunafnið hafi átt þarna rétt á sér. Eflaust mætti finna fleiri verksummerki eftir sauðfjárbúskapinn á þessu svæði, ef vel væri leitað.
Hellnahraunin austan Brunans eru tvö, eldra og yngra. Á köflum er erfitt að greina þau í sundur.
Hellnahraun yngra kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brenni­steins­fjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tví­bollum í Grinda­skörðum og er mjög slétt og þunnt. Nýja Haukahúsið stendur á þessu hrauni. Þetta hraun hefur valdið því að Ástjörnin varð til. Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sama tíma og sömu hrinu.
Ástjörnin myndaðist líklega fyrst er gaus í Stóra-Bolla í Grindarskörðum fyrir um 2000 árum, en nýrri hrauntaumurinn bættu um betur. Hvorutveggja eru helluhraun, eins og nöfnin gefa til kynna.
Bruninn rann síðan 1151, ein og fyrr segir.
Hellnahraun eldra hefur stundum verið nefnt Skúlatúnshraun. Það stíflaði meðal annars Hvaleyrarvatn. Hraunið myndar ströndina milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts.
Í skrifum Sigmundar Einarssonar, Hauks Jóhannessonar og Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur um Krýsuvíkurelda II – Kapelluhraun er reynt að leysa gátuna um aldur Hellnahrauns. Greinin birtist í Jökli nr. 41 1991.
“Samkvæmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvarkerfi Trölladyngju. Hrinunni lauk líklega 1188 með myndun Mávahlíðahrauns. Umbrotahrinan í heild er nefnd Krýsuvíkureldar. Gossprungan er ekki samfelld en milli enda hennar eru um 25 km. Flatamál hraunanna er 36.5 km2 og rúmmálið er áætlað um 0.22 km3. Vegið meðaltal fimm geislakolsgreininga gefur 68.3% líkur á að hraunin hafi runnið á tímabilinu frá 1026-1153.
Hellnahraun sunnan Hafnarfjarðar er í rauninni tvö hraun og eru bæði komin frá eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Yngsta hraunið er sama hraun og Jón Jónsson (1977) hefur nefnt Tvíbollahraun. Það er að öllum líkindum runnið í sömu goshrinu og hraun sem Jónsson (1978a) hefur nefnt Breiðdalshraun. Líklegt er að Yngra Hellnahraun (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) hafi runnið á árunum 938-983.
Í Konungsannál, Oddverjaannál og Annál Flaeyjarbókar 1151 segir frá eldum í Trölladyngjum. Einnig í Skálholtsannál 1188. Ekki er ljóst hvers vegna annálarnir kenna gosin við Trölladyngjur en svo virðist sem þær hafi verið alþekkt örnefni á þessum tíma. Líklegast er að eldgosið 1188 hafi verið lokaþáttur umbrotahrinunnar.
Auk þessara frásagna í annálum eru óbeinar heimildir um hraunrennsli á norðanverðum Reykjanesskaga eftir landnám. Kapelluhraun heitir einnig Bruninn í daglegu tali og það eitt bendir til að menn hafi séð hraunið renna. Yfirleitt er talið að Kapelluhraun hafi áður heitið Nýjahraun og Ólafur Þorvaldsson (1949) segir nafnið Nýjahraun sé enn þekkt um hluta þess. Þessi gögn benda eindregið til að hraunið hafi runnið eftir að land byggðist.
Elstu heimildir um nafnið Nýjahraun er annars vegar í annálum og hins vegar í Kjalnesingasögu. Annálar greina frá skiptapa við Hafnarfjörð árið 1343 og fórust með skipinu 23 eða 24 menn. Annálar segja þannig frá slysinu: “Braut Katrínarsúðina við Nýja hraun.” (Annáll Flateyjarbókar). Í Gottskálksannál, bls. 352 segir: “Braut Katrínar súðina fyrir Hvaleyri, drukknuðu þar iiij menn ogg xx.”
Í Kjalnesingasögu (1959) er tvívegis minnst á Nýjahraun. Þar segir senmma í sögunni að Þorgrímur Helgason hafi reist bú að Hofi (á Kjalarnesi) og “hafði hann mannforráð allt il Nýjahrauns og kallað er Brunndælagoðorð”. Undir lok sögunnar segir svo frá því er Búi Andríðsson tók við mannaforræði eftir Þorgrím og “hafði hann allt út á Nýjahrauni og inn til Botnsár”.

Varða

Kjalnesingasaga gerist á landnámsöld en er talin skrifuð skömmu eftir 1300. Athyglisvert er að höfundurinn skuli nota Nýjahraun til að takmarka Brunndælagoðorð. Notkun örnefnisins Nýjahraun í Kjalnesingasögu bendir til að hraunið sé runnið einhvern tíma á tímabilinu 870-1250.
Ótrúlega fáir hafa gert tilraun til að kanna Kapelluhraun, upptök þess, útbreiðslu og raunverulegan aldur. Þorvaldur Thoroddsen (1913) reið á vaðið er hann kannaði Kapelluhraun lauslega 1883. Guðmundur Kjartansson (1954) varð fyrstur jarðfræðinga til að kanna Kapelluhraun og Óbrinnishólabruna svo nokkru næmi. Jón Jónsson hefur nokkrum sinnum ritað um hraun á svæðinu. Hann taldi á grundvelli geislakolsákvarðana að Óbrinnihólar væru liðlega 2100 ára gamlir og að Kapelluhraun hefðu runnið í byrjun elleftu aldar.
Líkt og Guðmundur gerir Jón ráð fyrir að Hellnahraun sé gamalt og telur það runnið frá svonefndri Hrútargjárdyngju. Á jarðfræðikorti Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980) er hraunið talið koma frá Óbrennishólagígunum, en ekki talið hluti af Hrútargjárdyngju.
Gossprungan, 25 km löng, er frá norðanverðri Gvendarselshæð og suður fyrir Núpshlíðarháls. Á henni er um 8 km löng eyða, þannig að alls hefur gosið á um 17 km langri sprungu. Syðri hlutinn er um 10,5 km að lengd og nyrðri hlutinn um 6.5 km.
Í Krýsuvíkureldum mynduðust fjórir aðskildir hraunflákar. Syðst er Ögmundarhraun sem nær frá Djúpavatni í Móhálsadal suður í sjó (sjá FERLIR-289). Næst norðan við það er lítið hraun sem runnið hefur út á Lækjarvelli og er það langminnst þessara hrauna. Þriðja hraunið er við Mávahlíðar, norðaustur af Trölladyngju, og liggur til hliðar við megingossprunguna. Nyrst er svo Kapelluhraun sem runnið hefur frá Undirhlíðum til sjávar.
Hraunið sem rann frá syðsta hluta gossprungunar fyllti allan Móhálsadal sunnan Djúpavatns og fyllti allstóra vík sem að líkindum hefur verið hin forna Krýsuvík. Hraunflákinn gæti hafa myndast í tveimur gosum (en þó í sömu goshrinu).
Skammt norðan við Bláfjallaveg eru litlir og snotrir gígar er nefnast Kerin. Frá þeim hefur runnið lítið hraun til vesturs og norðurs. Norðan við gíganna er hraunið á nokkrum kafla svo rennislétt að furðu sætir. Hraunin frá Gvendarselsgígum og Kerjum verða ekki talin sérstök hraun, heldur hluti af Kapelluhrauni, enda um einn samfelldan hraunfláka að ræða.

Alls þekur Kapelluhraun 13.7 km2. Ef meðalþykktin er um 5 metrar er rúmmál þess um 0.07 km3.
Líkur hafa verið leiddar að því að Ögmundarhraun hafi runnið 1151 og er þar jöfnum höndum stuðst við frásagnir annála, geislakolsaldur og rannsóknir á öskulögum. Kapelluhraun er frá svipuðum tíma. Hellnahraunið er aftur á móti komið úr eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla, þ.e. út Tvíbollum í Grindarskörðum. Hellnahraunið er í rauninni tvö hraun, það Eldra og það Yngra. Aldur Eldra Hellnahraunsins er ekki þekktur. Eftir útliti að dæma er það þó vart eldra en 3000-4000 ára. Yngra Hellnahraun er sennilega frá árunum 938-983.”

Heimild m.a:
-Guðmundur Kjartansson 1973. Aldur Búrfellshrauns við Hafnarfjörð. Náttúrufræðingurinn 42. 159-183.
-Jón Jónsson 1978: Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. Orkustofnun OS-JHD 7831. 303 bls. + kortamappa.
-Haukur Jóhannesson & Sigmundur Einarsson 1989. Krýsuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og Miðaldalagsins. Jökull 38. 71-87.
-Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1991. Krýsuvíkureldar II. Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns yngra. Jökull 41. 61-80.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1998. Hraun í nágrenni Straumsvíkur. Náttúrufræðingurinn 67. 171-177.Varða

Brunntorfur

Gengið var að Þorbjarnarstaðaborginni í Kapelluhrauni, austast í Almenningum.

Þorbjarnarstaðaborg

Í Þorbjarnarstaðaborginni.

Þegar komið var að borginni léku sólstafir um hana þannig að hún líktist fremur musteri en fjárborg. Börn hjónanna Þorkels Árnasonar og Ingveldar Jónsdóttur á Þorbjarnarstöðum í Hraunum hlóðu borgina skömmu fyrir aldarmótin 1900. Í útliti minnir borgin á merki Skjás eins því í miðjum hringnum er hlaðinn beinn veggur. Sennilega hafa börnin ætlað að topphlaða borgina líkt og Djúpudalaborgin í Selvogi (Þorkell Árnason var einmitt frá Guðnabæ í Selvogi), en hætt við það af einhverri ástæðu.
Gengið var upp í Almenninga og síðan austur með hraunkantinum inn í Brunntorfur með kvöldsólina í bakið. Mörg falleg furu-, leki- og grenitré hafa verið gróðursett við hraunröndina og marka skörp skil á milli nýrra og eldra hrauns. Eitt trjánna er þó sérstæðast, en það er lágt og “feitt” rauðgreni, sem breiðir úr sér í jarðfalli og fyllir svo til alveg út í það.

Krækiber

Krækiber.

Komið var að fallegum trjálundi með hávöxnum grenitrjám. Hljómfagur fuglasöngur og sumarangan. Ef aldingarðurinn Eden hefði verið til á Íslandi þá væri hann þarna – mosahraunið á aðra höndina og kjarrivaxnar brekkur á hinar með öllum sínum litatilbrigðum. Í svona landslagi eru ávextirnir aukaatriði, en þeir voru nú samt þarna sbr. meðfylgjandi mynd. Lundurinn myndar algert skjól og útsýnið þaðan gerist vart fegurra, a.m.k. ekki í augum listmálara.
Á leiðinni fylgdust nokkrir “hraunkarlar” með ferðalöngunum árvökulum augum.
Veðrið var frábært – sól og lygna nákvæmlega klukkustundina á meðan gengið var.

Þorbjarnastaðarborg

Þorbjarnastaðarborg.

Brunntorfur

Lárus Kristmundsson á Brunnastöðum hafði upplýst að hann hefði eitt sinn gengið fram á fallegt fjárskjól ofan skógræktargirðingarinnar vestan Krýsuvíkurvegar, sunnan við Brundtorfur (Brunatorfur/Brunntorfur). Framan við það væri krosshleðsla.

Brunntorfur

Brundtorfufjárskjól.

Þann 8. apríl 2004 var gengið upp fyrir girðinguna og litið yfir hraunið. Það virtist óvinnandi vegur að finna þarna nokkurn skapaðan hlut – hraunhólar, hæðir, lægðir og runnagróður um allt. Ef leita ætti svæðið allt væri það ca. viku vinna fyrir tvo menn. En um leið og húfan var sett upp tók derið 45 gráðu kipp réttsælis og stefni í vestur. Höfuðið var rétt af í húfunni og derið síðan elt inn í hraunið. Og viti menn (og að sjálfsögðu konur). Framundan, á tiltölulega sléttu mosahrauni, birtist lítið jarðfall. Ofan í því voru hlaðnir gangar í Y frekar en í X, sbr. meðfylgjandi mynd. Þeir skiptust niður í sitthvort hellisopið. Fyrir innan voru rúmgóðir fjárhellar. Hleðslur voru inni í þeim nyrðri.
Skammt sunnan við hellana liggur Stórhöfðastígur upp hraunið. Hann er varðaður frá Krýsuvíkurveginum áleiðis upp að Fjallinu eina. Þarna umhverfis eru fallegir grónir hraunbollar. Varða er á hraunhól skammt norðvestar. Hún er greinilega vegvísir að hellunum. Allnokkru norðvestar er Þorbjarnarstaðafjárborgin. Hellarnir Brundtorfuhellireru í landi Straums svo þarna gætu hafa verið sauðahellar Þorbjarnarstaðafólksins í tengslum við borgina. Greinilegt er að ekkert hefur verið gengið um svæðið og hleðslurnar hafa alveg fengið að vera í friði, enda erfitt að koma auga á þær.
Skv. örnefnaskrá Þorbjarnastaða mun skúti þessi vera fjárskjól, nefnt Brundtorfuhellir í Brundtorfuskjóli.
Þann 
15. nóvember 2007 var enn og aftur lagt af stað frá Krýsuvíkurvegi móts við Bláfjallavegsafleggjara í leit að Brundtorfuhelli og Brundtorfuskjóli líkt og getið hafði verið um í örnefnaskrá fyrir Þorbjarnarstaði. FERLIR skoðaði skjólið fyrst fyrir u.þ.b. 20 árum og síðan hellinn fyrir 7 árum og aftur þann 8. apríl 2004, líkt og að framan greinir. Hlaðin er gata að hellisopinu (-opunum), en hún greinist síðan til sitt hvorrar handar, að sitt hvoru opinu.
Nú var ætlunin, enn og aftur, að leita að skjólinu, skoða og taka hnit á það. Einnig á að reyna að finna aftur Brundtorfuskjólið, mikla hleðslu fyrir slútandi skúta, ekki ólíkt Brenniseli.
Leitin að Brundtorfuhelli tók 11 mínútur. Tíminn var því notaður til að leita að Brundtorfuskjólinu, en erfiðið bar ekki árangur að þessu sinni. Það gekk þó betur næsta sinnið (sjá Brundtorfuskjól). Einnig má sjá meira um svæðið undir Brundtorfur – leiðir og Brundtorfur – umhverfi. Einnig Þorbjarnarstaðaborg (Fjárborgin).
Í Brunntorfum eru a.m.k. fjögur fjárskjól.
Frábært veður.

Brunntorfur

Fjárskjólið í Brunntorfum.

 

Brunntorfuskjól
Skoðaðar voru tvær varðaðar leiðir um Brunatorfur (Brundtorfur/Brunntorfur), annars vegar frá Þorbjarnarstaðaborginni á suðausturjarðri Háabruna (frá vörðu á háhæðinni austan borgarinnar) og yfir að stórri vörðu við Stórhöfðastíg, og hins vegar frá henni eftir vörðum í gegnum Brunatorfur, að brún Háabruna norðaustan fjárborgarinnar og með henni inn á Stórhöfðastíg. Þarna virðist vera um að ræða varðaðar leiðir í svo til beina stefnu upp á Stórhöfðastíg þar sem hann stefnir að Fjallgjá.

Þorbjarnarstaðaborg

Frá þriðju vörðu ofan við borgina að vestanverðu er vörðuð leið beint upp á Hrauntungustíg við Fornasel. Tvær vörður eru hlið við hlið ofan vörðu á brún Brunatorfanna. Í þeim eru járnstaurar, líklega landamerki Straums og Áss. Nafn torfanna er augljóst. Í þeim eru víða grasbollar í annars grónu hrauninu, rétt sunnan Brunans og austan Háabruna. FERLIR fann fyrir nokkrum árum (fyrir tíma GPS-tækja) hlaðið fjárskjól ofan við Brunatorfur, en það hefur ekki endurfundist þrátt fyrir leit. Hleðslan, sem var fyrir löngum skúta undir klettabrún, var u.þ.b. mannhæðar há, ca. sjö metra breið og sneri mót norðvestri. Að þessu sinni fannst þó gróið aðhald undir klapparhæð með góðum grasgróningum allt í kring.
Þegar gengið var frá þorbjarnarstaðaborginni og yfir hæðina er varða fremst á henni. Fjárborgin var hlaðin af börnunum á Þorbjarnarstöðum um aldamótin 1900. Líklega hefur hún átt að verða topphlaðin, líkt og Djúpudalaborgin í Selvogi, en þaðan var einmitt faðir þeirra ættaður (Þorkell Árnason frá Guðnabæ í Selvogi. Móðirin var Ingveldur Jónsdóttir, Guðmundssonar, hreppstjóra á Setbergi, Jónssonar hins fjárglögga frá Álfstöðum á Skeiðum (Haukadal og Tortu). Bróðir hans bjó á undan þeim á Þorbjarnarstöðum). Lagið á fjárborginni bendir til þess. Sjá má helluhrauka við borgina og miðgarðurinn í henni hefur líkleg átt að vera stuðningur undir mitt þakið. Hætt hefur verið við hleðsluna af einhverjum ástæðum í miðjum klíðum. Hún hefur að öllum líkindum ekki verið notuð fyrir fé því ekki er gróið í kringum hana. Hún gæti hins vegar verið ferða- og leitarmönnum gott skjól og þess vegna hafi leiðin að henni verið vörðuð. Aðgengilegt er að ganga niður og norður með brún Háabruna inn á Hrauntungustíg eða áfram niður Gerðarstíg.

Við þriðju vörðu greinist leiðin, annars vegar til suðvesturs og hins vegar til suðausturs, að lykkju á Stórhöfðastíg um Brunatorfur, sem líst verður á eftir. Þá liggur vörðuð leið þaðan upp í Almenning að Fornaseli þar sem hún sameinast Hrauntungustíg.
Vörðunum á vesturleiðinni (til suðausturs) var fylgt áfram. Hún endaði við stóra vörðu á Stórhöfðastíg. Gengið var m.a. framhjá Brunatorfuhella (Brundtorfuhella/Brunntorfuhella), sem eru fyrrum sauðahellar Hraunamanna. Þeir eru í einu jarðfalli. Í því eru hlaðnir gangar er leiddu féð í tvö skjól. Hellarnir eru vandfundir. Stórhöfðastígurinn hefur valdið mörgum miklum heilabrotum því menn virðast vera tala um fleiri en einn stíg þegar komið er upp fyrir hornið á skógræktargirðingunni. Ólafur Þorvaldsson lýsir þeim hluta svona: “Þegar suður úr brunanum kemur liggur stígurinn upp með suðvesturbrún hans og fylgir maður brunanum þar til komið er móts við Vatnsskarð í Undirhlíðum sem farið er þá að nálgast. Úr því liggur stígurinn meira til suðurs þar til komið er að Fjallinu eina. Er það fremur lágt, hrygglaga fjall með klettaborg á suðurenda. Austan undir því liggur stígurinn og er þá Sandfell á vinstri hönd allnærri. Er nú stutt þar til komið er á Undirhlíðaveginn, skammt suður af Sandfellsklofa.”

Þá var vörðum fylgt til norðvesturs um Brunatorfur. Sú varaða leið liggur beint niður í Brunatorfur. Á leiðinni voru fyrir tvær vörður, hlið við hlið. Loks var lítil varða á hæð sunnan brúnar Háabruna og önnur inn á brunanum. Háibruni er þakin þykkum mosa (rann 1151) og erfiður yfirferðar. Leiðin beygir hins vegar austur með hraunbrúininni og inn á Stórhöfðastíg. Reyndar er búið að fjarlægja síðasta spölinn með námugreftri. Þarna virðist vera enn einn angi Stórhöfðastígsins, en hann er jafnvel greiðfærari en sá efri.
Þarna virðast vera styttingar, annars vegar niður í Þorbjarnastaðaborg og hins vegar inn á Stórhöfðastíginn. Greina má götur á stöku stað milli varða, en mosinn er víða kominn yfir þær eða búið að planta trjám því svæðið er innan umráða Skógræktar ríkisins. Það er í raun ágætt dæmi hversu varlega þarf að fara þegar trjám er plantað á gömul minjasvæði.
Ásbjörn “garpur” hefur gert vörðukort af Almenningi. Á því má sjá að hinar gömlu leiðir eru merktar ónákvæmt inn á kort. Ef vörðum er hins vegar fylgt má vel sjá hvernig leiðir hafa legið um Almenning sem og hvernig varðaðir stígar hafa víða legið á milli þeirra.

Þorbjarnarstaðaborg

Þorbjarnarstaðaborg.

Brunntorfuskjól

Hrauntungustíg var fylgt suður Selhraun frá Krýsuvíkurvegi, inn í malargryfjur sunnan Brennu og síðan handan þeirra inn í Hrauntungu. Þar var litið á fyrirhlaðið skjól, en síðan gengið áfram til suðurs um Háabruna upp að Þorbjarnarstaðarfjárborginni norðan við Brunntorfur (Brundtorfur – tilhleypingastaður).

Hrauntungur

Hraunkarl við Hrauntungu.

Hrauntungustígur sést vel í sléttu helluhrauninu vestan Krýsuvíkurvegar. Varða er á hraunhól við jaðar malargryfjunnar. Stígurinn hefur verið fjarlægður í gryfjunum, en við suðurjaðar þeirra má sjá vörðu. Frá henni liggur stígurinn áfram inn í Hrauntungu, kjarri vaxinn hólma inni í vesturjarðri Kapelluhrauns. Tungan, sem er á milli Efri-hellra og Þorbjarnarstaðarborgarinnar, hefur verið skjólgóð og beitarvæn. Inni í henni austanverðri er fyrirhleðsla fyrir skúta. Erfitt er að koma auga á opið vegna þess að birkihríslur hylja það að mestu. Lítil varða er á hólnum ofan við opið. Skjólið, sem var smalaskjól, nefnist Hrauntunguhellir og er í hraunhól skammt norðan við nyrstu hrauntunguna úr Brunanum, en svæðið er nefnt eftir tveimur slíkum tungum vestur út frá meginhrauninu.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Hrauntungustígur liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Brunann að Hrauntungum. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings og að Sauðabrekkum.
Brunanum var fylgt áfram til suðurs. Hver hraunkynjamyndin tók við af annarri.
Þorbjarnarstaðarborgin er efst í Háabrunanum. Hún er heilleg og fallega hlaðin. Það munu hafa verið börn hjónanna á Þorbjarnarstöðum í Hraunum, sem hlóðu hana um aldarmótin 1900. Börnin voru 11, samhent og dugleg til allra verka. Svo virðist sem ætlunin hafi verið að topphlaða borgina, líkt og Djúpudalaborgina í Selvogi, en hætt hafi verið við það.

Þorkell Árnason, bóndi á Þorbjarnastöðum hefur þekkt til byggingarlags hennar því hann var ættaður frá Guðnabæ í Selvogi. Kona kans var Ingibjörg Jónsdóttir, dóttir Jóns Guðmundssonar, hreppsstjóra á Setbergi.

Hrauntunguskjól

Hrauntunguskjól.

Ofarlega í Brundtorfum eru Brundtorfuhellar (Brunntorfuhellir), lágreistir, en þóttu hæfa vel til að hýsa hrúta Hraunamanna og Hvaleyeringa um fengitímann þegar hleypt var til ánna.
Gengið var til baka norður brunann skammt austar. Fylgt var refaslóð þar sem hún lá í gegnum mosahraunið áleiðis að fiskitrönunum austan Krýsuvíkurvegar. Rebbi hefur greinilega fetað slóðina þarna lengi.
Þegar komið var norður fyrir Rallykrossbrautina virtist gamall maður sitja þar á steini. Þegar komið var nær sást hversu steinrunninn hann var.
Kapelluhraunið er talið hafa runnið um 1151, á sama tíma og Ögmundarhraun og Afstapahraun. Öll hraunin eru talin hafa komið úr sömu gossprungunni, u.þ.b. 50 km langri, er náði frá suðurströndinni austan Ísólfsskála að Helgafelli ofan við Hafnarfjörð.

Brunntorfuskjól

Brunntorfuskjól.

Brunntorfur

Eitt af því er vekur jafnan athygli þeirra sem aka um Krýsuvíkurveginn er myndarlegur skógur sunnan vegarins í og ofan við svonefndar Brunatorfur.
Brunatorfur -7Eftirfarandi fróðleik um skóginn í Brunatorfum er að finna í BS-ritgerð Kristbjargar Ágústsdóttur, Skógræktarsvæði í fortíð, nútíð og framtíð -skipulagstillaga-, sem hún vann í Landbúnaðarháskóla Íslands, Umhverfisdeild. Skógurinn, sem nú er orðinn hinn myndarlegasti og ágætasta útivistarperla í nágrenni Hafnarfjarðar, varð ekki til af engu. Hér má m.a. sjá hvað þurfti til.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu með mér í „Hraunið“ hvort sem var til að fá sér góðan göngutúr í fallegu umhverfi eða til að taka fyrir mig punkta á staðsetningartæki. Sérstakar þakkir fá viðmælendur mínir Kristinn Skæringsson, Arngrímur Ísberg og Bergljót Thoroddsen Ísberg. Þau lögðu til ómetanlegar heimildir bæði til verkefnisins og til mín persónulega. Að lokum vil ég þakka Ómari Smára Ármannssyni, Jónatani Garðarssyni, Áslaugu Traustadóttur og Þresti Eysteinssyni fyrir þeirra framlag til verkefnisins.
Nú á árinu 2006 eru 20 ár síðan Björn Þorsteinsson afi minn dó. Þessi ritgerð er tileinkuð honum og arfleið hans „Hrauninu“. 

Fortíð – Upphaf og þróun
Björn ThorsteinssonÍ upphafi 6. áratugarins féll hluti jarðarinnar Straums, um 2000 ha, til Skógræktar ríkisins. Var það Bjarni Bjarnason skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni sem gaf landið en á þessum tíma var hann á Laugarvatni og tók þar meðal annars þátt í stofnun Menntaskólans á Laugarvatni 1953. Straumur var landstór jörð og þar hafði verið fjárbúskapur til margra ára (munnleg heimild, Kristinn

Skæringsson, 2. mars 2006). Landið var því mikið beitt, hrjóstrugt og ófrjótt, það kallaði á friðun og gróðursetningu. Svæðið kallast Almenningur og er sunnan við Kapelluhraun í Hafnarfirði. Í bók Hákonar Bjarnasonar, Ræktaðu garðinn þinn, sem fyrst kom út árið 1979 segir um þetta svæði: „Trjárækt hefst að nýju í Reykjavík, þegar Sigríður Bogadóttir, kona Péturs biskups Péturssonar, og Árni Thorsteinsson landfógeti flytja til bæjarins um og eftir miðja 19. öld. Létu þau sækja reyniviði suður í Almenninga og gróðursetja í garða sína“ (Hákon Bjarnason, 1987:14). Þessi tilvitnun sýnir að landið var áður gróðursælt. Svæðið var það fyrsta sem skógræktin eignaðist nálægt höfuðborginni. Það er enn í eigu Skógræktar ríkisins fyrir utan um 200 ha sem voru seldir (munnleg heimild, Þröstur Eysteinsson, 7. mars 2006).

Björn Thorsteinsson-2

Skógræktin hóf árið 1953 að girða um 200 ha af svæðinu og var því lokið ári síðar (munnleg heimild, Kristinn Skæringsson, 2. mars 2006). Með nýjum skógræktarlögum sem tóku gildi 1955 var skógræktarstjóra heimilt að leigja land til einstaklinga, félaga eða stofnana innan girðinga Skógræktar ríkisins, gegn því að leigutakar gróðursettu barrskóg í landið. Þessi leigusvæði voru með erfðafestu og gerðir voru sérstakir samningar um þau (lög nr.3/1955). Þetta voru kallaðar landnemaspildur og fengu landnemar allar plöntur gefins en ekki mátti byggja á landinu.

Þrátt fyrir að svæðið í Straumi væri ókræsilegt til gróðursetningar voru fjórir félagar sem gerðu samning við skógræktina um leigu á landi. Þeir fengu hver 10 ha svæði í suðvestur hluta girðingarinnar. Þessir menn voru: Björn Þorsteinsson (1918-1986), Broddi Jóhannesson (1916-1994), Marteinn Björnsson (1913-1999) og Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988). Það sem þessir menn áttu sameiginlegt, auk þess að vera tengdir fjölskylduböndum, voru hugsjónir þeirra, eldmóður og áhugi á náttúrunni. Farið verður hér yfir stutt æviágrip hvers og eins.
Björn Þorsteinsson fæddist á Þjótanda í Villingaholtshreppi. Hann ólst upp á Hellu og í Selsundi undir Heklurótum. Hann tók doktorspróf árið 1971, var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands en hafði áður kennt bæði við Menntaskólann við Hamrahlíð og Gagnfræðiskóla Vesturbæjar. Margar bækur og greinar voru gefnar út eftir hann meðal annars Íslandssaga til okkar daga sem kom út eftir andlát hans. Björn var einlægur sósíalisti og mikill hugsjónamaður, hann tók þátt í allskyns félagsstarfi meðal annars formaður í Tékknesk-íslenska vináttufélaginu og í Félagi íslenskra fræða sem og forseti Sögufélagsins. Vorið 1985 hlaut hann viðurkenningu fyrir ræktunarstörf sín í „Hrauninu“ frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir merkilegt framlag til umhverfismála á höfuðborgarsvæðinu. Björn lést árið 1986, 68 ára gamall.

brunatorfur-7Broddi Jóhannesson fæddist í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann lauk doktorsprófi í sálarfræði í Munchen 1940 og fór þá að kenna við Kennaraskólann. Árið 1962 tók hann við skólastjórastöðu við Kennaraskólann. Árið 1971 varð skólinn að Kennaraháskóla Íslands og varð Broddi rektor hans til ársins 1975. Broddi setti sitt mark á þróun kennaramenntunar á Íslandi með hugsjónum sínum og dug. Hann var mikill náttúrunnandi og náttúruverndarsinni löngu áður en talað var um menn sem slíka. Broddi lést árið 1994, 78 ára gamall.
Marteinn Björnsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lauk prófi í verkfræði við Danmarks Tekniske Højskole árið 1944 og vann sem verkfræðingur meðal annars hjá Bæjarverkfræðingnum í Reykjavík og Almenna byggingarfélaginu en einnig var hann með sjálfstæðan rekstur. Lengst af starfaði Marteinn sem byggingarfulltrúi Suðurlands með aðsetur á Selfossi (1958-83). Í því starfi vann hann mikið brautryðjandastarf við gerð leiðbeininga um gæði bygginga. Marteinn lést árið 1999, 86 ára gamall.

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var doktor í eðlisfræði og frumkvöðull greinarinnar á Íslandi. Hann var meðal annars forstöðumaður Eðlisfræðistofnunar frá upphafi hennar árið 1958 til ársins 1966 og stjórnaði uppbyggingu nýrrar verkfræði- og raunvísindadeildar við Háskóla Íslands. Þorbjörn starfaði fyrst og fremst sem tilraunaeðlisfræðingur og jarðeðlisfræðingur og varð þjóðkunnur á svipstundu fyrir hraunkælingu við eldgos í Heimaey árið 1973. Þorbjörn lést árið 1988, 70 ára gamall.

Í upphafi höfðu menn ekki mikla trú á að hægt væri að rækta skóg í „Hrauninu“ og var það í raun tilraunastarfsemi hjá Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóBrunatorfur-8ra að láta þá félaga hafa landið til að sjá hvort það væri hægt. Á Hákon að hafa sagt við Björn eitt sinn að þetta hafi gengið betur en hann hafði búist við þar sem hann hafði talið landið vera alltof þurrt. Í bók Markúsar Á. Einarssonar, Veðurfar á Íslandi, sést á korti að svæðið er í jaðri 1200 mm úrkomusvæðisins og því var oft rigning í „Hrauninu“ en þurrt í Hafnarfirði (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006). Þrátt fyrir að búið væri að girða svæðið var ekki friður fyrir sauðfé, þarna voru frekar og heimavanar kindur sem fóru í gegnum allar girðingar. Suðurhluti girðingarinnar var að auki lélegur, þoldi illa snjó og var til vandræða. Girðinguna var reynt að laga á hverju vori í stað þess að endurgera þar sem dýrt og erfitt var að komast að með girðingarefni og aðeins þá dró úr ágangi sauðfjár, nægjanlega til að í ljós kæmu ýmis fjölgresi sem ekki höfðu sést áður (munnleg heimild, Kristinn Skæringsson, 2. mars 2006). 

Brunatorfur - 9

Aðkoma Kristins Skæringssonar að „Hrauninu“ var tengd starfi hans hjá skógræktinni, fyrst sem starfsmaður í plöntuafgreiðslu og síðar sem skógarvörður Suðvesturlands. Kristinn fylgdist með þeim félögum við skógræktarstörfin og gaf þeim ráðleggingar. Þegar fyrst var tekið jólatré í „Hrauninu“ fór Kristinn með Þorbirni suður eftir en Þorbjörn var tregur við að höggva tré sem hann hafði gróðursett. Það var aðallega stafafura sem var gróðursett enda landið rýrt og hentaði fyrir furuna. Einnig voru gerðar tilraunir með margar tegundir. Plönturnar voru til reiðu hjá skógræktinni svo lengi sem þeir tóku við og þeir voru dugmiklir, landið kallaði á það (munnleg heimild, Kristinn Skæringsson, 2. mars 2006).

Brunatorfur-80Mikið var gróðursett í upphafi og þétt en ekki mikið klippt frá þar sem verið var að hugsa um skjólið. Eftir að Marteinn hóf störf á Suðurlandi árið 1958 og flutti á Selfoss fékk hann svæði fyrir austan og lagði áherslu á ræktun þess. Broddi gróðursetti heilmikið í „Hrauninu“ en fékk síðar land á Silfrastöðum í Skagafirði þar sem hann gróðursetti. Það voru því Björn og Þorbjörn sem sinntu „Hrauninu“ langmest. Þeir gengust upp í þessu og hrifu fólk með sér. Einn af þeim sem hreifst var Arngrímur Ísberg og fékk hann úthlutað svæði við hlið Marteins árið 1980 (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006).

Borgin

Landið hafði verið ofbeitt í langan tíma og því illa farið. Það var ekki fyrr en uppúr 1980 sem girðingin varð loks fjárheld. Í gegnum árin gengu félagarnir um svæðið og báru á áburð en einnig voru gerðar tilraunir með lífrænan heimilisúrgang. Auk þessa var gróðursett lúpína í leirflög til að undirbúa jarðveg betur. Þessi vinna bar þann árangur að allskonar gróður fór að spretta sem enginn vissi að væri til staðar eins og blágresi og fleiri blómategundir (munnleg heimild, Bergljót Thoroddsen Ísberg, 6. mars 2006). Félagarnir reyndu að gróðursetja Bæjarstaðabirki en einhverra hluta vegna gekk það ekki, það þreifst illa og lognaðist út af. Náttúrulega birkið tók aðeins við sér þegar kindin, eða ókindin eins og „Hraunverjar“ kölluðu hana, fór en eftir árið 1990 tók það virkilega við sér. Einirinn tók einnig við sér og reis upp og burknar sýndu sig í hellisskútum. Fuglalíf er að auki orðið töluvert í „Hrauninu“ (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006).

Fornasel

Stafafura er ríkjandi tegund í „Hrauninu“ en einnig má þar finna sitkagreni, rauðgreni, broddfuru, lindifuru (alpa-afbrigði), alaskaelri og þöll en ekki í miklum mæli. Mikið var reynt við lerki en því virtist ekki líka vel vistin, hvorki rússalerki né síberíulerki. Þar er einnig að finna tvo silfurreyni og töluvert af ilmreyni en hjónin Arngrímur og Bergljót týndu reyniber, dreifðu yfir birkikjarr og létu svo fuglana um afganginn. Einnig voru teknir sprotar af öspum og þeim stungið niður í leirflögin og gekk það vel. Aftur á móti þrifust ekki öll afbrigði. (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006). Í viðtali orðaði Arngrímur afraksturinn á þann hátt að: „þegar maður lítur yfir þessi ár sem við höfum verið þarna þá finnst mér að ávöxturinn hafi verið meiri og betri en maður bjóst við“.

Í ritgerðinni koma auk þessa fram tillögur og hugmyndir um nýtingu skógarins til framtíðar. Kristbjörgu er sérstaklega þökkuð afnotin af framangreindu efni.
Í Brunatorfum eru ýmsar fornleifar, bæði minjar og fornar götur. 

Heimild:
-Kristbjörg Ágústsdóttir, Skógræktarsvæði í fortíð, nútíð og framtíð -skipulagstillaga-, BS-ritgerð v/Landbúnaðarháskóla Íslands,  Umhverfisdeild.
Brunatorfur-4