Tag Archive for: brunnar

Brunnur

Skrifað var um „Vatnsból og brunna“ í Eir árið 1899:

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur við Alfaraleiðina.

„Neysluvatn á að vera boðlegt til drykkjar og óskaðvænt heilsu manna. Vatnið er því að eins boðlegt til drykkjar, að það sé bragðgott, litlaust, tært og lyktarlaust og hæfilega kalt bæði sumar og vetur. Vatnið er gómtamara ef ögn er í því af kolsýru (uppsprettuvatn). Vatnið er óskaðvænt heilsu manna, ef ekki eru saman við það nein þau efni, dauð eða lifandi, er sýkt geti líkamann, ef vatnsins er neytt, en um þetta verður oft ekki dæmt í fljótu bragði; þarf til þess nákvæma efna- og gerlarannsókn.
Hvergi á jörðunni finnum vér alvog hreint vatn. Á leiðinni úr skýjunum niður á jörðina tekur regnvatnið i sig ýmis efni úr loftinu, bæði loftkennd efni, ryk og gerla; þá er niður er komið, fær vatnið í sig ýmis efni úr jarðveginum, leysir þau upp, eða blandast þeim.

Vatnsból.

Straumssel

Eyjólfur Sæmundsson í vatnsstæði Straumssels.

Ár og vötn eru ekki hentug vatnsból. Vatnið verður oft of volgt á sumrum, og of kalt á vetrum. Í leysingum og úrkomutíð verður það óhreint (gruggugt, skolótt); loks er hætt við, að saurindi komist i það, ef mikil byggð er nærri. Skal jafnan gæta þess, að hafa ekki peningshús, hauga eða forir nærri bæjarlæknum, fyrir ofan þann stað, þar sem vatn er sótt í hann.
Jarðvatn er besta neysluvatnið; það er hreinast og jafnkaldast. Viða kemur það sjálfkrafa upp úr eða út úr jörðinni; það köllum vér uppsprettur eða lindir. Vatnið í þeim ei álíka kalt sumar og vetur, aldrei volgt á sumrum, aldrei ískalt á vetrum. Er hitinn í þessu vatni mjög líkur meðalárs-hitanum i héraðinu kring um uppsprettuna. Lindirnar frjósa þess vegna ekki á veturna og eru því oft kallaðar kaldavermsli. Lindirnar gruggast ekki í leysingum á vorin; þær eru jafn-hreinar allan ársins tíma. Lindir eru því miklu betri vatnsból en ár og lækir, og lindarvatn er besta, hreinasta og ljúffengasta vatnið, sem hægt er að fá.

Gufuskálar

Lind á Gufuskálum – við bæ Steinunnar gömlu?

Þar sem engar lindir eru, má engu að síður víðast hvar ná i jarðvatnið, ef jarðvegurinn er þannig gerður, að hægt er að vinna hann og vatnið ekki afar-djúpt í jörðunni; ekki þarf annað en gera gang beint niður í jarðveginn, þar  til er kemur niður í jarðvatnið. Jarðvatnið safnast þá á gangbotninn.
Slíka ganga köllum vér brunna. Þeir eru tvenns konar, leggbrunnar og strokkbrunnar. Það or strokkbrunnur, ef gangur er grafinn niður í jarðveginn, en leggbrunnur ef járnpípa er rekin niður í jörðina. Allir brunnar hór á landi eru strokkbrunnar, enginn leggbrunnur til. Strokkbrunnar eiga að vora hlaðnir innan úr grjóti, og er mjög áríðandi, að hleðslan sé vatnsheld, til þess að óhreina vatnið í efstu jarðlögunum (leysingavatn, regnvatn) komist ekki inn í gegn um hleðsluna og niður í brunninn. Ef brunnurinn or mjög grunnur, 4 – 8 fet, og byggt ból í kring, þá er ávalt hætt við, að óhreinindi geti komist niður í jarðvegsvatnið kringum brunninn og runnið inn í hann undir hleðsluna. Ef kostur er á vatni djúpt í jörðu, 20—40 fet eða meira, og brunnurinn gerður svo djúpur, þá má treysta því, að vatnið sé hreint. í hleðsluna er ýmist hafður grásteinn eða múrsteinn og bor jafnan að líma stein við stein með steinlími (sementi).

Brunnur

Dæmigerður grafinn brunnur á Reykjanesskaga – við Norðurkot.

Hér á landi er víðast siður að sækja vatn í brunna á þann hátt. að sökkva fötu niður í brunninn og vega hana upp á handafli eða með vindu. Brunnurinn er þá opinn og engin trygging fyrir því, að óhreinindi geti ekki komist niður í hann.

Bakki

Bakkabrunnur á Vatnsleysuströnd.

Brunnar eiga jafnan að vera lokaðir; skal hafa vatnsheldan hlemm yfir brunnopinu og vatnsdælu gegn um hann miðjan til þess að ná upp vatninu. Ef hlemmurinn fellur alveg loftþétt að brunnopinu (i frostum á veturna) og dælt er úr brunninum nokkuð að mun, þá hættir vatn að koma úr dælunni innan skamms af því að ekki kemst loft niður í brunninn í stað vatnsins, sem tekið er. Þess vegna á að vera strompur gegn um hlemminn við hliðina á dælunni og burst yfir strompinum; þessi strompur er líka nauðsynlegur til þess að óhreint loft
safnist ekki í brunninn.

En ekki er allt fengið þó að vatnið sé nógu mikið, það verður líka, heilsunnar vegna, að vera hreint og óskaðvænt og vera ljúffengast. Besti svaladrykkur í heimi er vatn, blákalt vatn. – G. B. “
Sjá MYNDIR af brunnum á Reykjanesskaga.

Heimild:
-Eir – 9. tölublað (01.09.1899), G.B.; Vatnsból og brunnar, bls. 129-137.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

Abraham Ortelius

Á Reykjanesskaga eru fjölmargir brunnar og vatnsstæði. Sumir þeirra eru eldri en aðrir.
Breytti hvítri ull í svartaSvo segir Abraham Ortelius (1528-1598), sem var mikilvirkur landfræðingur á 16. öld og gaf út kort og kortabækur. Þekktast verka hans er Theatrum orbis terranum, sem kom fyrst út árið 1570. Þar er stutt Íslandsfrásögn með hefðbundnum hætti. Í útgáfu frá 1590 birtist í fyrsta skipti Íslandskort Guðbrands Þorlákssonar. Síðar fékk hann í hendur rit Arngríms lærða Jónssonar og bætti þá við og breytti ýmsu í frásögn sinni. Að sögn höfundar búa landsmenn einkum með nautgripi og hross. Á Íslandskortinu, sem er hið áferðafallegasta, er fjöldi myndskreytinga. Þar eru sýnd margs konar sjóskrímsli, s.s. sækýr á beit og refir að ná sér í egg í björgum þannig að hver bítur í annars skott.
Samkvæmt kortalýsingu Orteliusar eru tveir merktir brunnar á Reykjanesskaganum og staðsetti hann þá á kortið. Breytti annar svartri ull í hvíta og hinn hvítri ull í svarta. Fyrrnefndi Breytti svartri ull í hvítabrunnurinn var staðsettur milli Selvogs (Seluopa) og Krýsuvíkur (Klínvig) og sá síðarnefndi milli Grindavíkur (Grundavik) og Reykjaness (Rykianes). Þetta er einnig gömul sögn, en er hér tengd við Ísland í fyrsta sinni að því er best er vitað (The Illustrated London News 10. sept. 1881, 262).
Ortelius nefnir aðrar uppsprettur til sögunnar, s.s. þá er steingervir alla hluti. Einhver gæti haldið að hér væri um lygilega frásögn að ræða. En ef horft er til þess tíma er hún var rituð og þekkingu útlendinga á slíkum fyrirbærum, sem hér eru nefnd, skýrast málin. Leirhverir geta bæði verið svartir og hvítir og þeir voru einmitt á þeim stöðum, sem nefndir eru sem brunnstæði eða uppsprettur.

Seltún

Leirhver við Seltún.

 

Kálfatjörn

Kálfatjörn hefur verið kirkjustaður líklega frá upphafi kristins siðar hér á landi.

GoðhóllKálfatjarnarland var, eins og gera má ráð fyrir um kirkjustað, allmikið. Kringum stórjarðir og kirkjustaði mynduðust oft hverfi af smábýlum (kot), sem fengu kýrgrasvöll, einnig önnur, er ekki nutu hlunninda. Þau voru kölluð þurrabúðir eða tómthús. Aðallífsframfæri hafði þetta fólk, sem við sjóinn bjó, af sjávargangi. Hverju býli var úthlutað fjöruparti þar sem skera mátti þang. Það var notað til eldiviðar, einnig þönglar. Um rétta leytið var þangið skorið og breitt til þerris á kampana og garða, líka var hirt og þurrkað það þang sem rak á fjöru utan þess tíma, sem þangað var. Þegar þangið var þurrt var því hlaðið í stakka.

Kálfatjörn

Landabrunnur við Kálfatjörn. Ólafur Erlendsson við brunninn ásamt Selvogs Jóa.

Rétt við túngarðinn á Kálfatjörn er vatnsból á sléttum bala. Kallast það Landabrunnur. Þar þrýtur sjaldan vatn. Sjávargata kallast slóðin til sjávar niður í naustin og lendinguna. Niður með sjávargötunni og fast við hana, um 70 m frá hlaðvarpanum, er brunnurinn, vatnsból, sem enn er notað, og var það fyrsta á Vatnsleysuströnd, sem grafið var svo djúpt í jörð að þar gætti flóðs og fjöru. Slíkt var kallað flæðivatn. Síðar þegar sprengiefni kom til sögunnar var þessi brunnur dýpkaður, svo ekki þryti vatn um stórstraumsfjörur. Þá voru teknir brunnar á flestum býlum smám saman, en áður hafði verið notast við vatn, er safnaðist í holur og sprungur á klöppum og voru kölluð vatnsstæði eða brunnar og þá gjarnan kennd við bæina. Þessi brunnur er fallega hlaðinn með með heillegri á svæðinu. Væri vert að skoða hvort hægt væri að endurbyggja yfir hann vindu og lok. Færi það væntanlega vel við hugmyndir fólks um að byggja þarna upp minjasvæði.

Hólskot

Hólskot – brunnur.

Á sumrum, einum er þurrkasamt var, voru hin mestu vandræði með neysluvatn uns flæðibrunnarnir komu. Var þá gripið til þess ráðs að sækja í fjöruvötn, en svo voru kallaðar uppsprettur, er komu í ljós þegar út fjaraði. Voru þau all víða. Þessar uppsprettur voru oft kenndar við bæina, til dæmis Bakkavötn. Við þau var þvegin ull og þvottur. Var þá gerð stýfla úr steinum og þangi. Myndaðist þá dálítið lón sem skola mátti.
Flæðibrunnar voru gerðir við flesta bæi og kot á Reykjanesi. FERLIR hefur skoðað um 90 slíka.

Staður

Brunnur við Stað.

Sumir eru djúpir, rúmgóðir og fallega hlaðnir, s.s. brunnurinn á Stað við Grindavík, sem nú er verið að gera upp (hlaðinn árið 1914), brunninn á Stóra-Hólmi við Garð, Kotvogsbrunninn í Höfnum, brunnana í Flekkuvík og Norðurkotsbrunninn. Marga brunna hefur verið fyllt upp í til að afstýra hættum, s.s. brunninn á Þórkötlustöðum og á Selatöngum. Sumir brunnanna eru upprunanlegir og standa enn vel fyrir sínu, s.s. brunnurinn við kot Hólmfasts í Njarðvíkum og brunnurinn í Merkinesi, sem gengið er niður í og inn í, líkt og gamli brunnurinn við Reykjanesvita (1872) sem og brunnurinn við Nes í Selvogi.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – Bakki og Litlibær fjær.

Brunnarnir eru oft það eina, sem eftir er af minjum sumra kotanna. Ofan við Gufuskála er fallegt vatnsstæði, sem hlaðið hefur verið í kringum. Vatnsstæðið eða brunnurinn er í raun lind, sem kemur undan klöppunum. Ekki er ólíklegt að þessi lind hafi verið ástæðan fyrir því að Steinunn gamla setti niður bæ sinn á Rosmhvalanesi.

Heimild:
-Úr örnefnalýsingu fyrir Kálfatjarnarhverfi, Ólafur Erlendsson, 18.11.1976, skráð af Kristjáni Eiríkssyni.

Norðurkotsbrunnur

Norðurkotsbrunnur.

Knarrarnes

Gengið var frá letursteininum við garðhliðið að Stóra-Knarrarnesi, um fjöruna og litið á hlaðna garða og sjávarhús á bakkanum neðan við Minna-Knarrarnes.

Knarrarneskirkja

Minna-Knarrarnes.

Birgir Þórarinsson, prestur í Vogum og ábúandi á Minna-Knarrarnesi, fræddi þátttakendur um örnefni, fyrrum bæjarstæði, álagabletti, dysjar, brunna og leturstein. Gamli bærinn að Knarranesi stóð þar sem útihúsin eru núna suðvestan við núverandi hús. Útihúsin eru að hluta til (einn veggur um mið húsin) er hlaðinn úr grjóti er hrökk til afgangs úr byggingu Alþingishússins við Austurvöll (líkt og Breiðabólstaður á Álftanesi). Sjá má í enda vegghleðslunnar á miðjum framgaflinum. Ofar á túninu er svonefnt Brandsleiði, álagablettur, sem ekki hefur mátt hreyfa við.

Knarrararnes

Knarrarnesbrunnur.

Ofan við þjóðveginn er hlaðinn brunnur. Hann hefur verið fylltur upp til að koma í veg fyrir hugsanleg óhöpp líkt og svo margir brunnar aðrir á Reykjanesi. Brunnhleðslan sést vel. Sagðist Birgir hafa séð vatn efst í brunninum s.l. vetur. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna brunnstæðið er þarna, en þó er vitað að gamli bærinn stóð þarna skammt fyrir norðan brunninn. Hann gæti því hafa tilheyrt honum á þeim tíma. Digravarða (landamerki) er þarna skammt austar á hól. Úr henni liggja landamerki Minna-Knarrarness í Eldborgir ofan við Knarrarnessel, skammt norðan við gamla Hlöðunesselið.

Knararnes

Minna-Knarrarnes – letursteinn.

Digravarða er ofan við hlaðinn garð vestan og sunnan við Hellur. Talið er að hún hafi verið ein kirkjuvarðanna svonefndu, en þarna neðan við á gatan að Kálfatjarnarkirkju að hafa legið fyrrum.
Skoðaður var letursteinn í garði norðan við íbúðarhúsið að Minna-Knarrarnesi. Um er að ræða brotinn myllustein með áletrun. Hann er mosavaxinn og því erfitt að ráða í áletrunina. Birgir taldi að áletrunin gæti verið 1823. Eitthvert skraut er einnig á steininum. Norðan við garðinn eru Krosshólar og Breiðihóll enn norðar.

Knarrarneshverfi

Knarrarneshverfi.

Knarrarnesbrunnurinn er nálægt íbúðarhúsinu. Á túninu eru ýmsar hleðslur og gömul mannvirki, sem fróðlegt væri að skoða nánar.
Sandlóa hafði verpt öðru sinni á einum hraunhólnum. Krían lét illa, enda að verja afkvæmi sín. Birgir sagði krívarpið hafa stækkað umtalsvert undanfarin ár.
Frábært veður.

Knarrarnes

Áletrun á klöpp við Knarrarnes.

Arahólavarða
FERLIR hefur nokkrum sinnum farið um Vatnsleysuströndina með það fyrir augum að skoða þekktar minjar og jafnvel finna áður upplýstar minjar á svæðinu. Í þeim ferðum hefur ýmislegt forvitnilegt borið fyrir augu, jafnvel áður óskráðar minjar.

Vogar

Vogar.

Að þessu sinni var gengið um Voga og frá þeim til austurs, að mörkum Brunnastaðahverfis skammt vestan Vatnskersbúðar (vestan Djúpavogar innan við Voghólasker). Hér á eftir er ekki ætlunin að lýsa áður lýstum minjum á þessu svæði, heldur einungis öðrum þeim minjum, sem sagt hefur verið frá í heimildum, örnefnalýsingum eða ritum (bókum). Þannig hefur verið settur upp nær einnar tugur ferða um Vatnsleysustrandarhrepp (frá og með Vogum að og með Hvassahrauni; FERLIR: 1002-1009) með það fyrir augum að „grafa upp“ minjar, sem enn hafa ekki verið skoðaðar, s.s. brunna, vörður, réttir, stekki, álagabletti og annað það er merkilegt getur talist.
Byrjað var við Stóru-Voga (eftir stutta heimsókn til allrafróðleikara í Vogum, Viktors og JóGu). Í Jarðabókinni 1703 segir að jarðadýrleiki sé óviss. „Hrolllaugur sem fékk Vatnsleysustrandarhrepp hjá Eyvindi landámsmanni bjó í Kvíguvogum. Kvíguvogar er getið í Sturlungu. „Í máldaga í Kvíguvogum frá árinu 1367, segir að 18.4.1434 hafi jörðin verið seld fyrir 60 hundruð.
HábærÞann 9. september 1447 segir í bréfi um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey að Einar hafi látið klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö (30 hdr) og Breiðagerði fyrir (10 hdr). Þann 4.10.1489 var jörðin Stærri-Vogar seld (þá 50 hundruð) fyrir jarðirnar Skarð í Fnjóskadal og Mýri í Bárðardal. Árið 1496 voru báðir hlutar jarðarinnar fengnir Viðeyjarklaustri til eignar. Árið 1533 er hálfkirkjan á jörðinni nefnd í sakamáli. Árið 1584 segir að landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs séu 7 vættir fiskar.
Árið 1703 er þess getið að Snorrastaðir, forn eyðihjáleiga, hafi verið lögð undir jörðina. Hjáleigur jarðarinnar árið 1703 voru Eyrarkot, Gata og Syðsta hjáleiga í byggð. Eyðihjáleigur voru Tjarnarkot, Valgarðshjáleiga, Garðhús, Móakot, Halakot og Krunakot [Bræðrapartur]. Seint á 18., öld er getið um hjáleigu sem nýtt var sem lambhús. Hjáleigur í byggð 1847 voru Eyrarkot, Tumakot, Suðurkot og Tjarnarkot. Nýibær, Stapabúð, Brekka, Steinsholt, Klöpp, Garðbær, og Hábær voru afbýli byggð á 19. öld. Þéttbýli tók að myndast í landi Stóru- og Minni-Voga í kringum aldamótin 1900 en saga þess er rakin annars staðar, svo sem í bók Guðmundar Björgvins Jónsson um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi. Upprunalegt nafn bæjarins er Kvíguvogar“, eins og segir í örnefnalýsingu fyrir Voga.
Garðar Árið 1703 líða túnin „skaða af sands- og sjávarágángi, og gjörist að því ár frá ári meir og meir. Engjar eru öngvar. Úthagarnir litlir sumar og vetur.” Í örnefnalýsingunni er lýst bæjarhólnum á Stóru-Vogum: “Neðan vert og nær sjónum eru svo Stóru-Vogar og stóðu á Bæjarhólnum í Stóru-Vogatúni. Þar eru nú rústir einar, því Stóru-Vogar eru í eyði.” Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Stóru-Vogarústirnar bera vott um stóran hug og stórverk. Húsið var byggt árið 1871 … Það Stóru-Vogahús, sem áður er getið, var ein hæð og íveruris, en árið 1912 lét Sigurjón J. Waage byggja nýtt hús á sama grunni og var hann kjallari nýja hússins. Hluti grunnsins stendur enn, þó stutt sé orðið í að þetta mikla verk hrynji í sjóinn. … Húsið var rifið árið 1965.” Nú stendur eftir grunnur hússins og mótar fyrir hleðslum utan hans.
Einnig er heimild um útkirkju í Stóru-Vogum, sbr.: “Upphaflega voru þrjár kirkjur á Ströndinni, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkjan á Kálfatjörn.” Einnig[1367]: „lxv. Mariu kirkia og hinz heilaga Thorlaks Biskups j kuiguvogum a xc j heimalande. vj ær. ij saude tuævetra. les Vilchinsbok; Hítardalsbók 1397: a .xc. j Heimalandi p ortio Ecclesiæ vmm iiij ar .iiij. merkur þau sem Andries Magnusson a ad svara. Þar skal takast heimatiiund heimamanna.“ Árið 1598 er þarna „hálfkirkja“.
Um Minni-Voga segir í Jarðabókinni 1703: „Konungseign. (1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 4 vættir fiska). Hjáleigur í eyði 1703: Eyrarkot og Hólshjáleiga ásamt tómthúsinu Renslutóft.“ Norðurkot var hjáleiga í byggð 1847. Óljósar sagnir eru um býli nefnt Hólkot, en engar upplýsingar hafa varðveist um það. Mýrarhús, Austurkot, Helgabær, Mörk og Grænaborg voru afbýli sem byggðust í landi Minni-Voga eftir 1847. Þéttbýli tók að myndast í landi Stóru- og Minni-Voga í kringum aldamótin 1900, en saga þess er rakin annars staðar, svo sem í bók Guðmundar Björgvins Jónsson um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi.“
Refagildra Og þá að einstökum stöðum. Fyrst var það Nýjabæjarbrunnar er getið í um örnefnaskrám. Þar segir m.a.: “Þá er Nýibær í Nýjabæjartúni og liggur Nýjabæjarstígur niður þaðan í Nýjabæjarvör. Tún Tumakots og Nýjabæjar liggja saman á hólnum, sem nefnast Borghólar og skammt þaðan er Nýjabæjarbrunnur.” Þrátt fyrir leit fannst brunnurinn ekki, enda verið byggt allt um kring.
Hábæjarbrunni er einnig lýst í örnefnaskrám: “Hábær stendur í Hábæjartúni en heima frá bæ liggur Hábæjarstígur í Hábæjarvör. Rétt hjá bænum var Hábæjarbrunnur.” Brunnurinn fannst ekki við leit. Vogaskóli hefur verið byggður þarna skammt frá, auk þess sem svæðinu hefur verið raskað verulega frá því sem var. Hábæjarstígur er t.a.m. horfinn.
Vogarétta er einnig getið í örnefnaskrám. Um þær segir m.a.: „Ofan Moldu eru Vogaréttir. Voru þar lögréttir fyrir Strandar- Rosmhvalanes- Hafnar- og Grindavíkurfjárbændur. Innan réttanna er hóll, kallast Sandhóll, þar má sjá rústir nokkrar.” Vogaréttir voru þar sem nú er fiskeldisstöð vestan Voga. Þegar það var reist á seinni árum var öllu umbylt á svæðinu, þ.á.m. það em eftir var af réttinni. Áður hafði megnið af grjótinu úr henni var tekið í hafnargerð í Vogum á sínum tíma. Allar minjar um Vogaréttina eru því horfnar. Sesselja Guðmundsdóttir man vel eftir henni sem krakki. „Það var mikið sport að fara þangað með nesti.“
SuðurkotsbrunnurBræðrapartsbrunni er og einnig lýst í örnefnaskrám: “Bræðrapartur enn í byggð. Bræðrapartur er syðsta hús í Vogum og stendur í Bræðrapartstúni. Heima frá húsi liggur Bræðrapartsstígur niður í Bræðrapartsvör og er hún syðst Stóruvogavara. Bræðrapartsbrunnur er skammt fyrir sunnan húsið.” Við aðgát kom í ljós að brunnurinn var horfin. Nýlega hefur svæðið sunnan hússins verið sléttað út og brunnurinn þá væntanlega horfið þar undir.
Loks má geta Stóru-Vogabrunnar. Um hann segir í nefndum örenfaskrám: „Heiman frá bæ lá Stóru-Vogastígur niður í Stóru-Vogavör við Stóru-Vogatanga. Upp af Vörinni var Stóru-Voganaust og Stóru-Vogasjóhús. Milli sjávar og bæjar var Stóru-Vogabrunnur.” Í dag hefur verið hlaðinn sjóvarnargarður með ströndinni. Tiltölulega stutt er milli hans og bæjarhólsins. Engan brunn er þar lengur að sjá, enda Ægir eflaust gengið mjög á landið þarna á umliðnum árum.
Â Í skránum er einnig getið um verbúð frá Stóru-Vogum, sbr. “Og frá þeim Ós eiga Minni-Vogar fjörur suður að gömlum lendingarstað, er kallast Búðavör“. Á öðrum stað segir: “Hér tala við Austurkotsfjörur allt um Búðarvör eða Lendingarstaðinn gamla. Þar upp af var Búðin eða Verbúðin en austan til við Mýrarhús var Búðartjörnin.” Að sögn heimildarmanns, Ásu Árnadóttur, voru sjóbúðir og útgerðarminjar vestan og norðan við Búðartjörn. Allar minjar vestan tjarnarinnar hafa verið eyðilagðar með háum sjóvarnargarði en engar minjar voru sjáanlega sunnan tjarnar, verbúðirnar voru um 90 metra norðvestur af Mýrarhúsum 010. Vestan tjarnar er sjóvarnargarður, en norðan Búðartjarnar eru mjög blautt mýrlendi og ef þar hafa verið byggingar hafa þær sennilega horfið.“

Gerði

Gengið var til austurs með ströndinni út frá Vogum, m.a. til að skima eftir Grænuborgarrétt. Norðan undir lágu holti sunnan túngarðs Grænuborgar kúrir réttin, enn heilleg. Í örnefnaskrám segir um hana: “Ofan eða sunnan Suðurtúngarðs var Grænuborgarrétt. Var hún Vorrétt þeirra Vogamanna.” Réttin er um 70 m norðvestur af vörðu, sem stendur hnarreistust á klapparhól sunnan Grænuborgar (og er áberandi er borið er að). Í svæðaskráningu fyrir Vatnsleysustrandarhrepp má sjá eftirfarandi lýsingu á Grænubogarrétt: „Réttin er hlaðin utan í hólinn. Hún stendur í gróinni kvos umkringd grýttum hólkollum. Réttin er 15 x 11 m að stærð og er grjóthlaðin. Hún er aflöng, snýr norður-suður og skipist í þrjú hólf. Um miðjan vesturvegg hleðslunnar er lítið hólf, um 2×2 m að utanmáli. Út frá því er hleðsla sem skiptir réttinni í tvennt. Op er í norðvesturhorni réttarinnar. Frá opinu liggur um 10 m hlaðinn grjótgarður, sem sveigir fyrst til VNV en síðan til vestur og hefur líklega verið byggður til að auðvelda innrekstur í réttina. Hleðsluhæð réttarinnar er mest um 0,6 m og í veggjum sjást 4-5 umför af grjóti.“ Réttin er ósnert enn þann dag í dag en í aðalskipulagi Voga er gert ráð fyrir að hún hverfi – líkt og svo marg annað er að framan er lýst.
Austan réttarinnar má sjá hleðslugarða á klapparhrygg, hlaðið gerði skammt norðar og hlaðið byrgi utar á tanga. Allt hefur þetta sennilega tilheyrt Gænuborg fyrrum. Ofar er hleðsla, að því er virðist af niðurgengnum brunni“. Lýsing af honum fylgir næstu FERLIRferð.
Ofar (sunnar) má enn sjá varðaða leið milli Voga og Vatnsleysu (Kálfatjarnar). Einstaka varða stendur enn óhögguð, en aðrar eru nú orðnar jarðlægar – blessaðar.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.

Vogar

Vogar.

Vorhúsbrunnur
Gengið var um svæði Vatnsleysustrandar milli Auðna og Kálfatjarnar þar sem staðnæmst var við Goðhól. Reynt var að beina athyglinni að minjum og stöðum, sem ekki höfðu verið skoðaðar í fyrri ferðum um svæðið.
Um jörðina Auðnar er m.a. fjallað árið 1584. Þar kemur fram að landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs sé 1 hdr í fríðu og 1 vætt fiska. Hjáleigur eru taldar upp í Jarðabókinni 1703; Auðnahjáleiga í byggð, í eyði voru Lönd og Hólmsteinshús og ein nafnlaus hjáleiga. Auðnakot er þarna hjáleiga árið 1847. Höfði hét afbýli frá Auðnum, í byggð frá um 1850-1971. Höfði er nú nafn á fallegu rauðmáluðu húsi sunnan Auðna, en þar hefur gamli bærinn líklega staðið fyrrum. Tómthúsið Hóll var einnig í landi Auðna.
Skv. Jarðabókinni 1703 eru Auðnar konungseign: “Túnin spillast af sandi og grjóti sem sjór og vindur ber á, líka er þar mein að grjóti því, sem jarðfast er í túninu. Engjar eru öngvar.”
“Norðan við stíginn var svo Höfðabrunnur.” segir í örnefnaskrá. Líklega er þarna átt við sjávarstíg frá Höfða niður að vörinni, en túnin þarna hafa verið sléttuð svo erfitt getur reynst að finna brunn þann er getið er um í örnefnaskránni. Það væri þó eflaust hægt með staðkunnugum, en ætlunin er að reyna að finna einhvern slíkan. Þá mun væntanlega koma viðbót (búbót) við lýsingu þessa.
“Auðnabrunnur var austan bæjarins, og Auðnabrunnstígur heim til bæjar.” segir í örnefnaskrá. Hér er að öllum líkindum um sama stíginn að ræða að hluta, en hvort um sama brunn er að ræða mun væntanlega koma í ljós síðar. Ekki er ólíklegt að gamli brunnurinn sé þarna einhvers staðar einnþá, en gömlu túnin eru nú allloðinn og torveldar það leit á svæðinu. Kunnugir gætu vitað hvar brunninn er/var að finna. Þegar FERLIR bar að garði á Auðnum var þar fyrir fólk, sem ekki vissi hvað „brunnur“ var – hvað þá aðrar mögulegar (sögulegar) minjar.
Þá var farið að Bergsstöðum, en svo heitir hús það nú er stendur vestan við tóftir Bergkots. Í örnefnaskrá segir m.a.: “Austan við bæinn var brunnur (vatnsból), Bergkotsbrunnur. Brunnur þessi var hlaðinn innan, og var hann tæp mannhæð á dýpt. Vatn úr honum var notað handa skepnum og einnig til þvotta, en óhæft til drykkjar, svo sækja var neyzluvatn á næsta bæ, Landakot.”
Brunnurinn er merktur inn á túnakort frá árinu 1919. Hann sést enn, reyndar suðaustan við bærinn, en innan heimagarðs. Hann er hlaðinn a.m.k. eina umgjörð upp frá jörðu, en byrgður með röftum, heillegur að sjá.
Landakot hefur sennilega byggst upp úr jörðinni Lönd. Kotið var nefnt hálflenda, en jarðadýrleikinn var óviss árið 1703. Jörðin var þá konungseign. Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska. Guðmundur B. Jónsson segir þetta býli hafa verið höfuðból Vatnsleysustrandarhrepps á árunum 1830-1930. Gata var tómthús milli Landakots og Þórustaða í Landakotslandi. Niður við sjó var býlið Lönd. Í Jarðabókinni 1703 segir að “túnin [hafa] fordjarfast stórum af sandi og sjáfargángi allareiðu til þriðjúngs. Engjar eru öngvar.”
“Núverandi íbúðarhús var byggt 1925-27 norðan við grunn eldra húss, sem rifið var. Standa nú tröppur þess húss einar eftir, og mótar fyrir grunnir.” segir í örnefnaskrá. Heimildum ber ekki saman, í bók Guðmundar Jónssonar segir að steinhúsið hafi verið byggð um 1921-22.
Í örnefnaskrá segir af Landakotsbrunni: „Sá brunnur [Djúpagröf sjá Þórustaði] var aldrei kallaður annað í okkar tíð, og var ausið úr honum vatn á þvott. Vatnsbólið var annar brunnur miklu dýpri, byrgður, og í honum flæðivatn ósalt. Hann þornaði um fjöru, en fylltist á flóði, og varð að sæta sjávarföllum til að dæla úr honum vatni. Hann er um 80-100m neðan við íbúðarhúsið í Landakoti, langt frá Djúpugröf og miklu yngri og var aldrei kallaður annað en Brunnurinn.” Brunnurinn er teiknaður inn á túnakort árið 1919. Hann er fallega hlaðinn. Girt er í kringum hann og lagðir raftar yfir hann svo ekki hljótist af slys, eins og títt var um gamla brunni.
Austan við Landakot má sjá tóftir Götu. Til útnorðurs frá þeim er fyrrgreint jarðhýsi, rétt innan girðingar.
Og þá svolítið um Þórustaði. Jarðadýrleikinn var óviss árið 1703, konungseign. Árin 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs eitt hdr fiska. Hjáleigur 1703 voru Norðurkot og Suðurhjáleiga í eyði. Norðurkot var einnig hjáleiga árið 1847. Hellukot var grasbýli ofan og sunnan Þórustaða, upphaflega úr Þórustaðalandi. Um 1880 var Hellukot tómthús, en varð grasbýli síðar segir GBJ í Mannlíf og mannvirki (309). Árið 1703 eru: “Túnin [farin að] spillast af sjáfarágángi og föstu grjóti, sem árlega blæs upp. Engjar eru öngvar. Útihagar í lakasta máta um sumar, nær öngvir um vetur.”
„Fyrir aldamótin var tvíbýli á Þórustöðum. Timburhús reis á jörðinni 1884 og brann húsið 1984“, segir GBJ í MogM. Nú sést þar enn grunnurinn af Hellukoti, vestan megin við heimkeyrsluna að Þórustöðum, vestan íbúðarhússins.
“Brunnar tveir eru við Mómýrina Syðri. Nefnast þeir Tjarnarbrunnar. Brunnurinn Nyrðri norðan Mýrarinnar og Brunnurinn Syðri sunnan, eða utan Mýrarinnar.” segir í örnefnaskrá. Einnig að „brunnar tveir eru við Mómýrina Syðri. Nefnast Tjarnarbrunnar Brunnurinn Nyrðri norðan Mýrarinnar og Brunnurinn Syðri sunnan, eða utan Mýrarinnar.”
Í raun má sjá báða þessa brunna enn þann dag í dag. Einkum er Syðri brunnurinn áberandi. Hann er bæði hlaðinn og stór um sig, þó líkari vatnsstæði, enda suðvestan undir Tjarnarendanum. Fallega hlaðin brunngata liggur að honum. Nyrðri brunnurinn er vestan götu frá bænum niður að sjávarhúsnum. Steypt er við opið og stór hringlaga hlemmur ofan á. Hann er fallega hliðinn niður.
“Auk þess sem áður segir finnast í Þórustaðatúni eftirtalin örnefni: Tíðarhóll, Jónsvöllur, Jónsslakki, Grábakki og Bakkarétt.” segir í örnefnaskrá. Einnig “Stekkhólsrétt, veit ég ekki, hvort er sama réttin, sem enn stendur að hluta uppi og var alltaf notuð í mínu ungdæmi og var alltaf kölluð bara Þórustaðaréttin.” segir í svörum við spurningum um örnefnaskrána. Líklega er hér um einu og sömu réttina að ræða. Þórustaðaréttin er hins vegar nokkuð sunnan íbúðarhússins og sést enn ágætlega. Hún er tvískipt með leiðigarði eins og títt hefur verið um heimaréttir á þessu svæði. Réttin sést vel norðan heimtraðarinnar.
Margrét Guðnadóttir í Landakoti talar um Bakkan og Bakkagarð í örnefnalýsingu. „Sjór hefur mikið gengið á landið í seinni tíð, og má heita, að sjávargarðurinn frá Hausaklöpp að mörkum Þórustaða sé eyddur. Á honum sem næst miðjum er sundvarðan, sem áður er á minnzt, og hefur verið reynt að halda henni við. Ofan við garðstæðið eru harðir sandbakkar með lágu, þéttu grasi. Þeir voru kallaðir Bakkinn eða Landakotsbakki og talað um að slá Bakkann.
Neðst á Bakkanum sést nú kálgarðsstæði, sem notað var til skamms tíma, eða þar til ágangur sjávar gerði þar veruleg spjöll. Þessi kálgarður var kallaður Bakkagarður eða sandgarður, því að jarðvegurinn var hvítleitur af fjörusandi, hér um bil eins og sandfjaran fyrir neðan sjávarkambinn. Utan um Bakkagarð voru grjótveggir, og fyrir austan hann merkilegt mannvirki grafið inn í Bakkann, hlaðið í hring og reft yfir með tunnustöfum, svo tyrft yfir allt saman. Þetta var kallað Jarðhúsið og notað fyrir kartöflugeymslu í okkar bernsku og var víst upphaflega ætlað til að ísa í fisk.“
Að sögn dóttur Margrétar, Eydísar, sem nú býr í Landakoti, fór hún ásamt nokkrum öðrum í för með Margréti um ströndina neðan og austan Landakots. Þá hafi móðir hennar sagt hleðslurnar í kampinum við sjávarbyrgi (herslubyrgi, heillegt) vera leifarnar af Bakkaréttinni. Þegar þær voru skoðaðar, rétt vestan við byrgið, má sjá móta fyrir görðum og hólfum. Kampurinn er kominn yfir réttina. Skammt vestar má sjá hleðslur, sennilega fjárhúss, innan við kampinn. Austan þess er hlaðinn garður. Allt er þetta í Þórustaðalandi. Austan sjávarbyrgisins er annað, hálffallið, frá Tíðargerði.
Nýjasti brunnurinn við Þórustaði er fast norðan við húsið. Hann er um 9 m djúpur og var enn í notkun fyrir nokkrum árum.
Norðurkot var hjáleiga Þórustaða 1703, jarðadýrleiki óviss. Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, og aflagðist árið 1920. Harðangur var tómthús frá Norðurkoti, í byggð frá um 1885 til um 1900 segir GBJ í MogM (315-316). Harðangur var „sunnan við garðinn, sem skilur á milli Norðurkotslands og Goðhóls, neðan Hliðs. Þar eru rústir býlisins Harðangurs. Þar er lítill túnblettur innan garða, sennilega kálgarður upphaflega,” segir í örnefnaskrá.
“Harðangur var tómthús frá Norðurkoti og stóð rétt hjá Tíðargerði. Í byggð 1885 en aflagðist um aldamótin,“ segir GBJ í MogM.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir meira um Norðurkot, en húsið var flutt fyrir skömmu af grunni sínum yfir á væntanlegt húsminjasvæði norðvestan við Kálfatjarnarkirkju. Þar stendur húsið nú, uppgert. “Árið 1903 var Norðurkot byggt upp eins og það er í dag. Það var skólanefnd … Norðurkot var í upphafi grasbýli frá Þórustöðum og átti ekki ítök í heiðarlandi.” Norðurkot var notað sem heyhlaða og geymsla.
Norðurkotsbrunnurinn er einn fallegast brunnurinn á ströndinni og nær alveg heill. Hann er í lægð skammt norðan við túngarðinn.
“Steinsnar norðaustan við bæinn í Norðurkoti stóð býlið Tíðagerði, byggt úr Norðurkotslandi. … Tíðargerðistúnið er ofan og austan við bæinn. Um það eru hlaðnir grjótgarðar.” segir í örnefnaskrá.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Tíðagerði var býli, þurrabúð með Tíðagerðislóð eða Tíðagerðistún. Býlinu fylgdi matjurtagarður og svo var Heiðarlandið óskipt, en leyfi til beitar eftir stærð heimalandsins. En Tíðargerði átti 2400 fermetra land.” “Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, þó það yrði grasbýli síðar … Tíðagerði aflagðist árið 1920.” Á túnkorti 1919 sést að „tún eru 0,5 teigar og garðar 700m2.“
“Djúp graslaut er rétt norðan við bæjarstæðið í Tíðargerði. Hún var kölluð Lautin. Á Klöppinni norðan við Lautina, rétt utan við túngarðinn, er vatnsstæði, Klapparvatnsstæði.” segir í örnefnaskrá. Vatnsstæðið sést enn og jafnan er vatn í því þótt það standi hátt í landinu.
Hlið var bæjarstæði við Tíðargerði. “Í beinu áframhaldi af túngarði Hátúns liggur Heiðargarðurinn suður frá traðarhliði fyrir ofan Landamóa, en þegar nálgast suðausturhorn Kálfatjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfatjarnartúns) unz hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlíð; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum.” segir í örnefnaskrá. “Milli Goðhóls og Norðurkotstúns var Hlið og var þar í kring liðslóð eða Hliðstún umgirt Hliðstúngörðum, hlöðnum af grjóti og ofan lóðarinnar svo svo Heiðargarðurinn.” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Hlið var tómthús frá Kálfatjörn. … “ Þar lagðist niður búskapur 1923 en þar var byggður sumarbústaður sem ekki er notaður nú. Túnakort árið 1919 gefur til kynna: „Tún 0,05 teigar, garðar 540m2.“ Þarna er nú sumarbústaður.
Í fyrri umfjöllun FERLIRs segir m.a. um þetta: “Á miðjum vestari garðinum eru tóftir bæjarins í Hliði en þar í gegn lá kirkjugatan svokallaða sem að allir kirkjugestir fóru til messu og þar má sjá steinhleðslu yfir rásina sem áður hefur verið nefnd og þar má jafnframt finna klappaðan stein með ártalinu A°1790. Sagnir eru um að allir hafi stoppað í Hliði og fengið sér í nefið og rabbað um landsins gagn og nauðsynjar og jafnvel farið í kirkjufötin þar. Kirkjustígurinn heldur síðan áfram út eftir ströndinn í gegnum Tíðagerði og Norðurkot.”
“Þegar nálgast suðausturhorn Kálfattjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfajarnartúns) uns hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlið; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. Við vesturenda baðstofunnar í Hliði, lá gatan milli bæjanna og heim að Kálfatjörn, Kirkjugatan.”
“Svo sem 20 m neðar en brunnurinn er Rásin, en þar er farvegur, er Goðhólsrás hefur grafið sér, en hún rennur að nokkru inn á Kálfatjarnartún.” “Í beinu áframhaldi af túngarði Hátúns liggur Heiðargarðurinn suður frá traðarhliði fyrir ofan Landamóa, en þegar nálgast suðausturhorn Kálfatjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfatjarnartúns) unz hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlíð; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. … Nokkurt tún er í Goðhól.
Goðhóll fór í eyði árið 1933. Þar mun síðast hafa verið búið í torbaðstofu í Vatnsleysustrandarhreppi. Bærinn var skammt frá suðurtúngarði og eigi alllangt frá sjó. Beint niður undan bænum er uppsátrið, skiparéttin og vörin …” segir í örnefnaskrá. “Ofan og sunnan Naustakots var býlið Goðhóll, sem stóð í Goðhólstúni, á suðurhlið túnsins var svokallaður Heimagarður og Vatnagarður eða Móinn.” Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Goðhóll var tómthús frá Kálfatjörn, en hafði grasnyt.” Búskapur lagðist af þar 1935. Túnakort frá 1919 sýnir „tún 1,4 teigar og garðar 660m2.“
Á annarri síðu FERLIRs segir: “Vestan við Naustakot og Kálfatjarnartúnið eru tóftir Goðhóls en þar var búið í torfbæ til ársins 1933. Þar má vel sjá hvernig fólk lifði í byrjun tuttugustu aldar en þar eru tóftir baðstofu og fjósið við hliðina og þar er fjárhús og garðar í kringum kálgarðinn og kartöflubeðin. Goðhólsjörðin afmarkast greinilega af hlöðnum görðum.”
Kálfatjarnarhverfinu austan Tíðargerðis, Hliðs, Harðangurs og Goðhóls er líst í annarri FERLIRslýsingu, en þá var gengið um svæðið í fylgd Ólafs Erlendssonar frá Kálfatjörn. Hann þekkir svo til hverja þúfu á svæðinu. Ólafur hafði samband nýlega og kvaðst myndi hafa áhuga á að fara aðra umferð um svæðið, enda nú orðin hressari eftir aðgerð, sem hann hafði þurft að ganga í gegnum. Sú ferð hefur verið sett á áætlun.
Hér er gengið um svæðið milli Auðna og Goðhóls. Vatnssleysustrandarsvæðið er í heild bæði merkilegt og af þeim sökum verðmætt af mörgum ástæðum. Ströndin, þar sem byggð hefur verið samfelld um aldir, myndar heilstæðar búsetuminjar er lýsa ljóslifandi lífi og afkomu fólks nánast frá upphafi landnáms hér á landi til okkar daga. Minjarnar bera augljóslega með sér hvernig byggðin hefur þróast, á hverju fólkið hefur byggt lífsafkomu sína, við hvaða aðstæður og til hverra ráða það hefur gripið til þess að geta skilað okkur, sem nú lifum, með mikilli fyrirhöfn inn í nútímaveröldina. Við þekkjum hana nokkuð vel, en þekkjum við jafn vel veröld forfeðranna og -mæðranna, sem þó skiluðu okkur þangað (hingað)? Minjar um fyrri tíma má enn sjá víðast hvar með Ströndinni, hvort sem er ofan við sjávarsíðuna, þar sem fólkið bjó að jafnaði, eða upp til heiða, þar sem upplandið var nýtt til beitar, selsbúskapar, eldiviðartöku og veiða. Minjar um allt það má og enn sjá þar, bæði neðra og efra – ef vel er að gáð.
Frábært veður – gult og gott.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Margrét Guðnadóttir.

Norðurkot

Norðurkotsbrunnurinn.

Merkinesbrunnur

„Regnvatn er mér vitanlega ekki haft til matar eða drykkjar hér á landi, annarstaðar en í Vestmannaeyjum. Vatnið er látið renna af husþökunum (járnþökum) niður í vatnsheldar
steinhlaðnar graflr. Þetta er talið neyðarúrræði, því að hreint vatn kemur ekki af þakinu fyrr on rignt hefir góða stund, og hætt við að vatnið volgni og skemmist, ef það geymist lengi í hita. Ef vatnssía er höfð millum þakrennunnar og grafarinnar, verður vatnið auðvitað hreinna og betra.
Brunnur-4Ár og vötn eru ekki hentug vatnshól. Vatnið verður oft of volgt á sumrum, og ofkalt á vetrum. Í leysingum og úrkomutíð verður það óhreint (gruggugt, skolótt); loks er hætt við, að saurindi komist í það, ef mikil bygð er nærri. Skal jafnan gæta þess, að hafa ekki peningshús, hauga eða forir nærri bæjarlæknum, fyrir ofan þann stað, þar sem vatn er sótt í hann.
Jarðvatn er bezta neyzluvatnið; það er hreinast og jafnkaldast. Víða kemur það sjálfkrafa upp úr eða út úr jörðinni; það köllum vér uppsprettur eða lindir. Vatnið í þeim er álíka
kalt sumar og vetur, aldrei volgt á sumrum, aldrei ískalt á vetrum. Er hitinn í þessu vatni mjög líkur meðalárs-hitanum í héraðinu kring um uppsprettuna. Lindirnar frjósa þess vegna ekki á veturna og eru því oft kallaðar kaldavermsli. Lindirnar gruggast ekki í leysingum á vorin; þær eru jafn-hreinar allan ársins tíma. Lindir eru því miklu betri vatnsból en ár og lækir, og lindarvatn er bezta, hreinasta og ljúffengasta vatnið, sem hægt er að fá.
Brunnur-3Þar sem engar lindir eru, má engu að síður víðast hvar ná í jarðvatnið, ef jarðvegurinn er þannig gerður, að hægt er að vinna hann og vatnið ekki afar-djúpt í jörðunni; ekki þarf annað en gera gang beint niður í jarðveginn, þar til er kemur niður í jarðvatnið. Jarðvatnið safnast þá á gangbotninn. Slíka ganga köllum vér brunna. Þeir eru tvenns konar, leggbrunnar og strokkbrunnar. Það er strokkbrunnur, ef gangur er grafinn niður í jarðveginn, en leggbrunnur ef járnpípa er rekin niður í jörðina. Allir brunnar hér á landi eru strokkbrunnar, enginn leggbrunnur til, mér vitanlega. Strokkbrunnar eiga að vora hlaðnir innan úr grjóti, og er mjög aríðandi, að hleðslan sé vatnsheld, til þess að óhreina vatnið í efstu jarðlögunum (leysingarvatn, regnvatn) komist ekki inn í gegn um hleðsluna og niður í brunninn. Ef brunnurinn er mjög grunnur, 4 – 8 fet, og bygt ból í kring, þá er ávalt hætt við, að óhreinindi geti komist niður í jarðvegsvatnið kring um brunninn og runnið inn í hann undir hleðsluna. Ef kostur er á vatni djúpt í jörðu, 20—40 fet eða meira, og brunnurinn gerður svo djúpur, þá má treysta því, að vatnið sé hreint. Í hleðsluna er ýmist hafður grásteinn eða múrsteinn og bor jafnan að líma stein við stein með steinlími (cementi).
Hér í Reykjavik eru brunnarnir hlaðnir úr höggnum grásteini og steinarnir vel límdir saman. Gallinn er sá, að grásteinninn er ávalt gljúpur (holóttur) og þar að auk dýr, ef hann er vel höggvinn. Almennur múrsteinn er líka of holóttur, en þóttur (klinkbrændt) múrsteinn ágætur, og þó hingað fluttur vafalaust talsvert ódýrari en höggvinn grásteinn. Ef beðið er um þess konar múrsteina utanlands frá, þá skal taka fram að þeir eigi að vera í brunna, því að þá verða sendir steinar með sérstöku lagi, sem bezt á við hringhleðslu.
Brunnur-2Í kringum steinstrokkinn skal setja hátt og lágt góðan deigulmó eða annan seigan jarðleir og hafa leirlagið hálfa alin á þykt eða meir. Ef brunnurinn er grafinn í gegn um leirlag eða móhellulag í jarðveginum, þá skal vandlega fylla opið gegn um þetta lag utanvert við brunnhleðsluna með samskonar leir. Leirinn ver óhreinu vatni aðgang að brunnstrokknum að utan. Steinstrokkurinn á að ná 1/2-l fet upp yfir yfirborð jarðvegsins og svo um búið, að halli sé frá brunninum á allar hliðar, til þess að leysingavatn og regnvatn geti ekki runnið ofan í brunninn. Utan um barmana á steinstrokknum skal vera 4 feta breiður vatnsheldur kragi úr steinsteypu eða steinum límdura saman, fleginn niður á við og út á við. Þessi kragi ver því, að saurugt vatn (af fótum manna o.s.frv.) geti sigið beina leið niður með hleðslunni. Hér á landi er víðast siður að sækja vatn í brunna á þann hátt að sökkva fötu niður í brunninn og vega hana upp á handafli eða með vindu. Brunnurinn er þá opinn og engin trygging fyrir því, að óhreinindi geti ekki komist niður í hann. Brunnar eiga jafnan að vera lokaðir; skal hafa vatnsheldan hlemm yfir brunnopinu og vatnsdælu gegn um hann miðjan til þess að ná upp vatninu. Ef hlemmurinn fellur alveg loftþétt að brunnopinu (í frostum á veturna) og dælað er úr brunninum nokkuð að mun, þá hættir vatn að koma úr dælunni innan skamms af því að ekki kemst loft niður í hrunninn í stað vatnsins, sem tekið er. Þess vegna á að vera strompur gegnum hlemminn við hliðina á dælunni og burst yfir strompinum; þessi strompur er líka nauðsynlegur til þess að óhreint loft safnist ekki í brunninn.
Brunnur-1Leggbrunnar eru þannig gerðir, að járnleggir eru settir niður í jörðina, hver á fætur öðrum og vandlega skeyttir saman, nýjum bætt við, þá er sá næsti á undan er að mestu kominn í kaf. Neðsti liðurinn á þessum langa, samskeytta járnlegg á að hafa odd á endanum, ná niður í jarðvatnið og vera alsettur smágötum á hliðunum, til þess að vatnið komist inn í hann. Ef leggendinn stendur í vatnsæð eða vel votri jorð, sem er millum tveggja vatnsbotna, þannig að vatnshelt lag er í jörðunni bæði undir og ofan á, og sé vatnið komið úr halla ofan úr brekkum og runnið á ská niður inn á milli vatnsbotnanna, þá verður þrýstingin á því svo mikil, að það spýtist upp í gegn um legginn. Það er gosbrunnur (artesiskur brunnur), eins konar lind, gerð af manna höndum. Oft er þó þrýstingin svo lítil, að vatnið kemst ekki upp alla leið og verður þá að sjúga það úr leggnum með dælu. Þessir leggbrunnar bera langt af strokkbrunnum: 1. Engin hætta er á því, að óhreinindi komist inn í þá eða niður í þá. 2. Járnleggi má setja mörg hundruð fet í jörð niður, en stokkbrunna er naumast unt að gera 100 feta djúpa, því síður dýpri; þess vegna er víða hægt að ná í vatn með járnleggjum, þar sem ekki er gerlegt að komast að því með nokkra öðru móti. 3. Leggbrunnar eru miklu ódýrari en strokkbrunnar úr steini. Í góðum strokkbrunnum kostar hvert dýptar-fet 20 -30 kr., en í leggbrunni ekki nema 8—15 kr. Tvent er þó enn að athuga; leggbrunnarnir hafa þann eina ókost, að vatn getur ekki safnast í þá að neinum mun milli þess að í þá er sótt; og þess vegna koma þeir ekki að liði þar sem jarðvatnið er mjög dræmt. Þó er það sjaldnast að leggbrunsgorð strandi á vatnsskorti. Hitt er verra, að það getur verið ógerningur að koma leggjunum niður, ef jarðvegurinn er grýttur. Þó má telja víst, að víða hér á landi megi gera leggbrunna, ef réttir staðir eru valdir.“

Heimild:

-Eir, 1. árg. 1899, 9. tbl. bls. 133-137.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur í Hraunum.

Staðarbrunnur

Gamlir brunnar teljast til fornleifa. Samkvæmt skilgreiningu þjóðminjalaga þá eru fornleifar allar leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða manna verkverk eru á, og eru 100 ára eða eldri. Sem dæmi um fornleifar eru nefndar; „brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð…“

Brunnur á Reykjanesskaganum - frá því í byrjun 20. aldar

Í Þjóðháttaskrá Þjóðminjasafnsins (41) er fjallað um neysluvatn og öflun þess. Þar er m.a. spurst fyrir um vatnsstæði, vatnsból, vatnsþrær, brunna, uppsprettur, lækningalindir og vatnsleiðslur: „Öll mannavist í landinu er tengd öflun neysluvatns fyrir fólk og fénað. Landnámsmenn, sem reistu fyrst byggð hérlendis, hafa m.a. sælst til þess að rennandi vatn félli hjá bæjarstæðinu og til skamms tíma hefur það þótt góður kostur á sveitabýli að eiga góðan bæjarlæk rétt hjá bæjarveggnum. Allt hefur þetta breyst á þessari öld [20. öld], flest byggð ból eiga nú kost á streymandi lindarvatni eftir vatnsleiðslum um lengri eða skemmri veg. Þessi breyting hefur gerst á svo skömmum tíma í sögu þjóðarinnar að enn muna fjölmargir Íslendingar til þess að bera þurfti allt neysluvatn frá brunni eða bæjarlæk í hús.
Hvað felst í orðinu vatnsból? Er það eingöngu notað um þann stað sem neysluvatn heimilisins er tekið úr? Vatnslind á ReykjanesskaganumGilti þá einu hvort vatnið var sótt í læk, tjörn eða jafnvel brunn? Var ábýlisjörðum talið gott vatnsból til kosta í umræðu manna á milli? Var þá einnig talað um langan eða stuttan vatnsveg og miðað við það hve langan veg þurfti að sækja neysluvatn? Voru dæmi þess að sækja þyrfti neysluvatn á hestum um langan veg?
Hvað um bæjarlækinn? Var hlaðin þar sérstök vatnsþró? Var hlaðið þrep í farveginn til að mynda smáfoss (lækjarbuna) við vatnsbólið? Var sérstakur, flatur steinn við vatnsbólið, ætlaður til að klappa á þvott (þvottasteinn)? Var vegur lagaður með einhverjum hætti að vatnsbóli (stíflur, upphækkun)? Var vatnsbólið haft til þess að afvatna í saltfisk og e.t.v. kjöt? Voru dæmi þess að bæjarlæknum væri veitt gegnum hús, innanbæjar, eða að byggt væri hús eða skýli yfir vatnsbólið? Var neysluvatn sótt í tjörn nálægt bænum? Var einhver umbúnaður í sambandi við vatnstöku þar, t.d. hleðsla útí tjörnina eða grafin þró í tjarnarbotninn? Voru til upphlaðin vatnsból, án aðrennslis eða frárennslis ofanjarðar. Eru til sagnir eða munnmæli varðandi slík vatnsból, t.d. hvað varðar öryggi vatns til nota (að engum skyldi verða meint af vatninu ef vissum skilyrðum var fullnægt)?

Vatnsstæði á Reykjanesskagagnum

Brunnar voru víða, einkum í seinni tíð, einkum þar sem ekki var völ á neysluvatni nema með því að grafa brunn. Einstakir menn, öðrum fremur, unnu víða að brunntöku og hleðslu brunna og hlutu jafnvel viðurnefni af því. Var bæjarbrunnurinn innanbæjar, t.d. í fjósi? Var ranghali eða gangur til brunns innanbæjar og byggt sérstakt hús þar yfir brunninn? Var e.t.v. sérstakt brunnhús utanbæjar? Lýsið brunntöku og brunnhleðslu ef tök eru á. Var sprengiefni notað við brunntöku þar sem hraun eða klettar voru til hindrunar? Voru brunnar yfirleitt hringhlaðnir? Hvað með hleðsluefnið. Hvað vita menn dæmi til þess að brunnar hafi verið grafnir djúpt niður? Hvernig var umbúnaði yfir brunnopum (yfirgerslu með hlemmi og brunnvindu t.d.) háttað? Vita menn dæmi þess að brunnar hafi jafnan verið opnir vegna gamalla ummæla? Fylgdi sérstök vatnsfata brunni (vatnsponta)? Voru dæmi þess að silungur (eða silungar) væri hafður í brunni (brunnsilungur) til að útrýma þar brunnklukku t.d.? Voru vatnsleiðslur síðar tengdar við gamla brunna? Voru brunnar hreinsaðir að jafnaði einu sinni á ári (eða oftar)? Eru gamlir brunnar e.t.v. enn í notkun? Hvað nefndist járnborið vatn í brunni (járnláarvatn t.d.)? Er orðið brunnur (brunnar) einnig notað um uppsprettur vatns, t.d. í örnefnum? Þekkja menn sagnir, orðtök eða kveðskap um brunna?
Mjög forn brunnur á Reykjanesskaganum - líkt og Írskibrunnur á SnæfellsnesiRegnvatn gegndi þýðingamiklu hlutverki og v ar safnað víða. Með tilkomu rennuhúsa urðu tök á því að safna regnvatni í tunnur eða vatnsgeyma. Þetta varð á tímabili þýðingamikill þáttur í vatnsöflun margra sveitaheimila og sumra þéttbýlisstaða.
Hvernig voru vatnsgeymar og söfnunarílát regnvatns, hreinsun þeirra og annað, er efnið varðar. Sá þetta allri neysluvatnsþörf heimila borgið á vissu tímabili?
Vatn á vetrardegi gat verið miklum erfiðleikum bundin. Vatn þvarr í langvarandi frostum, eigi síður en í þurrkum, og vatnsból lögðust undir ís. Hvernig var unnin var bót á þeim vanda, m.a. með því að vaka læki og tjarnir fyrir búfénað. Var sérstakt áhald til þeirra nota (vakarbroddur t.d.)? Voru dæmi þess að snjór væri bræddur til vatnsöflunar, t.d. í fjósi?
Vatnsburður frá vatnsbóli til bæjar var eitt af húsverkunum. Hafði viss heimilismaður einkum það starf að bera vatn í bæ eða fjós? Kunna menn af eigin raun eða eftir annarra sögn að segja frá fólki sem vann fyrir sér með því að bera vatn í hús frá vatnspósti eða vatnsbóli? Hvernig voru áhöld sem notuð voru við vatnsburð og hver voru nöfn þeirra (vatnsfötur,
vatnsgrindur, og o.s.frv.). Voru vatnsker eða vatnstunnur til að hella í vatninu innanbæjar svo jafnan væri þar tiltækur nægilegu vatnsforði?
Lækningalindir hafa verið víða hér á landi, margar að sögn tengdar vígslum Guðmundar góða. Hér er leitað eftir fróðleik um lækningalindir, nöfnum þeirra, notum og sögnum tengdum þeim. Þekkjast nöfn eins og Gvendarlind eða Maríulækur í nánd bæja eða byggða? Var einkum sótt vatn í þessar lindir handa veiku fólki? Voru dæmi þess að þangað væri sótt neysluvatn til drykkjar og matarsuðu en vatn til annarra nota (t.d. þvotta) sótt í annað vatnsból?

Brunnmynd

Var sama á hvaða tíma sólarhrings vatn var sótt í lækningalindir? Eru til sagnir um það að lækningalindir hafi verið saurgaðar með einhverjum hætti þannig að þær misstu kraft sinn? Hvenær var hætt að sækja vatn í lækningalindir þar sem þeirra var annars völ? Er trú á lækningalindir e.t.v. enn fyrir hendi?
Vissa varúð þurfti að hafa við öflun vatns á víðavangi, einkum er menn lögðust niður við vatn úti á víðavangi til að svala þorsta sínum (að signa yfir vatnið eða drekka gegnum dúk eða síu einhverskonar)? Var e.t.v. algengasta aðferðin sú að drekka úr lófa sínum?
Vatnsleiðslur með sjálfrennandi vatni eða tengdar dælum eða vatnshrútum koma til sögunnar undir lok 19. aldar og þó einkum á þessari öld. Í fyrstu var um stein- og tréstokka að ræða. Einstakar sveitir hafa lagt samveitur vatns um langar leiðir nú í seinni tíð. Þessar framkvæmdir hafa létt miklu oki af fólki og eru þýðingamikill þáttur í framför aldarinnar. Um þetta er völ margra heimilda en annað liggur engan veginn ljóst fyrir og þá allra helst um það hverjir fyrst hófust handa við að leiða vatn í bæjarhús og útihús í einstökum sveitum eða byggðum. Höfðu einstakir menn forgöngu um það, öðrum fremur, að leggja vatnsleiðslur til heimila og fóru til þeirra starfa bæ frá bæ?“
Af þessum umleitunum má sjá að vatnsöflun og -neysla hefur þótt áhugaverð fornsöguleg arfleifð – og þarf engan að undra því hér hefur verið um að ræða einn af grundvallarþáttum afkomunnar frá upphafi lífs á jörðinni – allt til þessa dags.
Brunnur við Reykjanesvita - 1878 skv. danskri fyrirmynd

Merkinesbrunnur
Nafn: Fjöldi: Fundið: Staðsetn:
-Arngrímshellisbr. 1 x v/Arngrímshellisop
-Auðnabrunnur 1 x N/v Auðnir
-Básendabrunnur 1 x a/við Básenda
-Bergvatnsbrunnur 1 x s/v við Bergvötn
-Bessastaðabrunnur 1 x Bessastöðum
-Bjarnastaðabrunnur 1 x v/Bjarnastaði
-Bolafótsbrunnur 1 Ytri-Njarðvík
-Brandsbæjarbrunnur 1 x Suðurbæjarlaug
-Brekkubrunnur 1 x s/Brekku
-Brekkubrunnur 1 x Brekka/Garði
-Brunnastaðabrunnur 1 x Efri-Brunnastöðum
-Brunnur 1 x Selatöngum
-Búðarvatnsstæði 1 x Almenningum
-Bæjarbrunnur 1 x Litlalandi
-Djúpmannagröf 1 x Þórustöðum
-Duusbrunnur 1 x í Duushúsi Keflav.
-Eyrarhraunsbrunnur 1 x Mölum
-Flekkuvíkurbrunnur 1 x n/húss
-Fornaselsbrunnur 1 x ofan v/Fornasel
-Fornaselsbrunnur 1 x ofan v/Fornasel
-Fornaselsbrunnur 1 x n/við Fornasel
-Fuglavíkurbrunnur 1 x vs/við Fuglavík
-Gamla-Kirkjuvogsbr. 1 x neðan v/tóttir
-Gamlibrunnur 1 x Hrauni
-Garðalind – hleðslur 1 x v/Garða
-Garðhúsabrunnur 1 x v/Garða
-Garðskagabrunnur 1 x n/v vitann
-Gerðisvallabrunnar 1 x v/Járngerðarstaða
-Gesthhúsabrunnur 1 x Gesthús Álftan.
-Gjáréttarbrunnur 1 x n/réttar
-Goðhólsbrunnur 1 x v/Goðhóls
-Góðhola 1 x Hafnarfirði
-Guðnabæjarbrunnur 1 x v/Guðnabæjar
-Gvendarbrunnur 1 x Alfaraleið
-Gvendarhola 1 x Arnarneshæð
-Gvendarbrunnur 1 x Vogum
-Halakotsbrunnur 1 x Halakoti
-Hausthús 1 x a/Grænuborgar
-Herdísarvíkurselsbr. 1 x Herdísarvíkursel
-Hnúkavatnsstæði 1 x N/Hnúka
-Hólmsbrunnur 1 x n/ við St.-Hólm
-Hólmsbrunnur – lind 1 x s/við St.-Hólm
-Hólmsbrunnur II 1 x s/a við S-Hólm
-Hrafnagjá 1 x v/Járngerðarstaða
-Hraunsbrunnur 1 x s/bæjar
-Hrólfsvíkurbrunnur 1 x ofan við Hrólfsvík
-Húsatóftarbrunnur 1 x Húsatóftum
-Hvirflabrunnur 1 x Staðahverfi
-Innri-Njarðvíkurbr. 1 x v/Tjörn g/kirkjunni
-Ísólfsskálabrunnur 1 x undir Bjöllum
-Jónsbúðarbrunnur 1 x Jónsbúð
-Kaldadý 1 x Hafnarfirði
-Kálfatjarnarbrunnur 1 x n/v við kirkjuna
-Kálfatjarnarbr. II 1 x v/v Kálfatjörn
-Kálfatjarnarvatnsst. 1 x a/Helgahúss
-Kirkjuvogsbrunnur 1 x s/v Kirkjuvog
-Knarrarnesbrunnur I 1 x Knarrarnes
-Knarrarnesbrunnur II 1 x Minna-Knarrarnes
-Kvíadalsbrunnur 1 x Staðarhverfi
-Landabrunnur 1 x Staðarhverfi
-Landabrunnur 1 x Kálfatjörn
-Landakotsbrunnur 1 x Landakoti
-Langhólsvatnsstæði 1 x Fagradalsfjall
-Leirdalsvatnsstæði 1 x Leirdal
-Leirubrunnur 1 x s/a í Leiru
-Litli-Nýjabæjarbr. 1 x v/Litla-Nýjabæ
-Merkinesbrunnur I 1 x Merkinesi
-Merkinesbrunnur II 1 x Merkinesi
-Merkiselsbrunnur II 1 x v/yngra Merkin.sel
-Miðengisbrunnur 1 Miðengi
-Móakotsbrunnur 1 x v/Móakot v/Kálfatj.
-Móakotsbrunnur 1 x n/Móakots
-Móvatnsstæðið 1 x s/v Urðarfells
-Mýrarhúsabrunnur 1 Álftanesi
-Nesbrunnhús 1 x v/við Nes
-Norðurkotsbrunnur 1 x n/Norðurkots
-Óttastaðabrunnur I 1 x n/Óttastaða
-Óttastaðabrunnur II 1 x v/Óttastaði
-Óttastaðaselssbr. 1 x v/Óttast. sel
-Rafnstaðabrunnur 1 x Kistugerði
-Reykjanesbrunnur 1 x v/Bæjarfells
-Staðarbrunnur 1 x v/v kirkjugarðinn
-Staðarvararbrunnur 1 x Staðarhverfi
-Stafnesbrunnur 1 x s/v Stafnes
-Stapabúðabrunnur 1 x v/Stapabúðir
-Stóra-Gerðisbrunnur 1 x a/Stóra-Gerðis
-Stóru-Vatnsleysubr. 1 x a/v St.-Vatnsleysu
-Straumsselsbrunnur 1 x Straumsseli
-Suðurkotsbrunnur 1 x n/húss v/veginn
-Sælubuna 1 v/v Svörtubjörg
-Torfabæjarbrennur 1 x Selvogi
-Tófubrunnar 1 x Selatangar
-Urriðakotsbrunnur 1 x n/v bæinn
-Varghólsbrunnur 1 x v/Herdísarvík
-Vatnaheiðavatnsst. 1 Grindavík
-Vatnsskálar 2 x á Vatnshól
-Vatnssteinar 1 x Borgarkot
-Þorbjarnastaðabr. 1 x a/bæjar
-Þorkelsgerðisbrunnur 1 x v/Þorkelsgerði
-Þorlákshafnarbr. 1 x s/verbúðargötu
-Þórkötlustaðabr. 1 x a/v Þórk.staði
-Þórkötlustaðanesbr. 1 x norðan við HöfnÁ bak við nafn er falinn GPS-punktur.

Tag Archive for: brunnar