Tag Archive for: dysjar

Esja

Í fornleifaskráningu Ragnheiðar Traustadóttur Önnu Lísu Guðmundsdóttur um Kollafjörð má sjá eftirfarandi um Arnarhóla (dysjar) og forna götu.
Arnarholl-1„Kollafjarðar er fyrst getið í Kjalnesingasögu. Helgi bjóla setti Kolla hinn írska niður í Kollafjörð. (Í.F., [Kjalnesingasaga], XIV. bindi, s. 5). Jarðarinnar getur í fógetareikningum á árunum 1547-1552. (D.I., XII. bindi, s. 117). Jörðin var í konungseign 1705 og jarðardýrleiki óviss.“
Arnarhóll er ofan og sunnan Kollafjarðar. “Suðvestur af Réttarholti mitt á milli réttarinnar og þjóðvegarins er Arnarhóll, þar sem Örn austmaður var veginn.” (Ö.Ko.1). “Á Móholti, þar sem gamli vegurinn liggur yfir “Flóalæk”, eru tveir hólar (eða dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á móholtinu. Hinn er nokkuð austar og er stærri. Þessir hólar (eða dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann.” (Ö.Ko.2). “Arnarhóll er frekar lítill hóll með þúfu í kolli.” (Ö.Ko.3). “Arnarhóll er utan við Flóann, vestnorður af honum.” (Ö.Ko.4).“
Arnarholar-2Í Arnarhólum hafa verið talin vera kuml. Í örnefnalýsingu segir: “Á Móholti norðan við, þar sem gamli vegurinn liggur yfir Flóalæk”, eru tveir hólar (dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á Móholtinu. Hinn er nokkru austar og er stærri. Þessir hólar (dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann”. Hóllinn er á miðju móholtinu og ber greinilega við.“ Hólar þessir eru mjög greinilegir og erfitt að segja til um hvort þeir séu manngerðir. Sá, sem hér um ræðir, er sporöskjulaga með upphækkun í miðjunni, sem virðist vera hlaðin, sést í grjót á stöku stað og er erfitt að gera sér grein fyrir hvort menn hafi komið því þar fyrir. Lengd hólsins er um 10 m og breidd 5 til 6 m. Hæð hans er frá 10 til 60 sm.
Esjumelar-2Í örnefnalýsingu segir: “Á Móholti norðan við, þar sem gamli vegurinn liggur yfir Flóalæk”, eru tveir hólar (dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á Móholtinu. Hinn er nokkru austar og er stærri. Þessir hólar (dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann”. Þessi hóll er norðan við 282-23 og liggur við hina fornu leið inn Kollafjörðinn. Hóllinn er afar greinilegur og ber við þegar komið er á vettvang.“
Við hólinn liggur forn gata. „Hóllinn liggur fast við hina fornu leið og 4 metrum frá hellulagðri brú/ræsi sem hefur verið lögð yfir læk sem nú er uppþornaður. Hin forna leið liggur um norðurhluta Móholtsins, nærri samhliða núverandi Vesturlandsvegi og inn í Kollafjörðinn. Leiðin er einstaklega vel varðveitt í sjálfu Móholtinu og er hægt að rekja sig eftir henni frá Flóalæk og yfir Móholt að mestu samhliða Vesturlandsveginum en um 50 m ofar. 

Esjumelar-3

Vegurinn liggur yfir mógrafir og að hluta til virðist hann uppbyggður.“
Á leiðinni er brú. „Á hinni fornu leið, þegar komið er um hana miðja af því sem varðveist hefur, er að finna hellulagða brú/ræsi yfir uppþornaðan lækjarfarveg. Stórar grjóthellur hafa verið hlaðnar yfir lækjarfarveg. Hellurnar eru allt 1 m á lengd. Farvegurinn er nú orðið ógreinilegur.“
Örn austmaður, sbr. 8. kafla Kjalnesingasögu: „Eftir leikinn gekk Kolfinnur út að vanda og fór leið sína. En er hann kom suður af holtunum hlupu þeir Örn austmaður upp og sóttu að honum.
Esjan-202Kolfinnur varðist með lurkinum og barði vopnin fyrir þeir. Varð þeim hann torsóttari en þeir hugðu. Og er þeir höfðu saman átt um hríð sló Kolfinnur sveininn í rot. Hraut þá frá honum bæði skjöldurinn og sverðið. Kolfinnur greip þá upp hvorttveggja. Sótti hann þá að Erni austmanni og lauk svo að Örn féll en Kolfinnur varð sár. Í því raknaði sveinninn við og vildi Kolfinnur ekki gera honum meira. Gekk hann þá leið sína. Sveinninn sá Austmanninn veginn. Skaut hann þá yfir hann skildi, gekk síðan heim í Kollafjörð. Kolli lét flytja heim lík hans og búa um eftir siðvenju.“
Lík Arnar austmanns var sem sagt „flutt heim og um það búið að siðvenju“. Hólarnir tveir eru þá líklega bara tilvísun í atburðinn sjálfan þar sem tveir menn börðust…, nema annað eigi eftir að koma í ljós.

Heimildir m.a.:
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Kollafjörð. (Ö.Ko.1).
-Byggt á fornleifaskrá Ragnheiðar Traustadóttur Önnu Lísu Guðmundsdóttur.

Kollafjörður

Kollafjörður 1906. Mynd frá dönsku mælingamönnunum.

Garður

Um er að ræða 12 síðna greinargerð þar sem fjallað er um kuml eða fornmannagrafir í Garði en hún fylgdi jafnframt tillögu að fornleifarannsókn á þeim og umsókn um styrki til að standa straum af kostnaði við grunnrannsóknir.
Kuml-201Kuml eru einstakar fornleifar frá fyrstu tíð Íslandsbyggðar. Þau eru meðal helstu heimilda okkar um landnámsmennina og samfélagsgerð þeirra tíma. Oft hefur það háð kumlarannsóknum á Íslandi að þau finnast við rask eða uppblástur. Ýmist hafa þau spillst við það og/eða fornleifafræðingar verið undir tímapressu við vettvangsrannsókn vegna framkvæmda.
Reykjanesskaginn er ríkur af fornleifum og benda ýmsar sagnir, örnefni og ekki síst hleðslur eða þústir til heiðinna grafa. Þó hafa kuml á svæðinu ekki frekar en aðrar fornleifar notið verðskuldaðrar athygli fræðimanna til þessa. Áhugamenn um fornleifar, leikir og lærðir, hafa á undanförnum árum gengið víða um Reykjanes, safnað upplýsingum og skráð fornleifar. FERLIR, sem upphaflega var ferðahópur rannsóknarlögreglumanna, hefur lagt drjúgan skerf til þess verks. Í ferðum sínum um Garð hafa félagar í  hópnum m.a. fundið þrjá afar áhugaverða staði þar sem eru vísbendingar um kuml. Staðirnir eru 1) meint gröf landnámskonunnar Steinunnar gömlu og fornmannagröf í landi Stóra Hólms,
 fornmannagröf í Garði, landi „Bræðraborgar“, og  letursteinn, auk 3) fornmannagrafar í Kistugerði á Rafnkelsstöðum.
Fornleifar hafa ekki fundist á Rafnkelsstöðum sem gefa til kynna að þar sé um kuml að ræða, þótt þjóðsagan segi frá fornmannagröf og að í henni sé gullkista. Verður því ekki frekar um Rafnkelsstaði fjallað hér. Aftur á móti er að finna fornleifar á Stóra Hólmi og í landi Bræðraborgar, sem skýrsluhöfundar hafa sérstakan áhuga á að kanna með fornleifarannsókn hvort séu kuml eða önnur mannvirki. Í landi Bræðraborgar er líka að finna leturstein sem stendur rétt við ætlaðan haug og  hefur hann aldrei verið rannsakaður; Þórgunnur Snædal rúnasérfræðingur hefur lýst sig reiðubúna að rannsaka áletrunina á steininum.
Í greinargerðinni er fjallað um hvern fr
amangreindra staða fyrir sig og gerð grein fyrir markmiðum með fyrirhugaðri rannsókn.

Garður

Garður.

 

 

Hof

Á Kjalarnesi má finna ýmsa álagabletti, staði sem tengjast álfum, huldufólki, dvergum, vættum og draugum.
Kjalarnes-442Má t.d. nefna álagablett á Klébergi fyrir neðan Klébergsskóla, Helguhól utan við bæinn Gil (draugasaga), álagablett við Lykkju, huldufólk við Arnarholt og Borg sunnan Brautarholts, draugasaga í Strýthólum, dvergasögur tengdar Dvergasteini vestan við Bakka, Árnesi og Ártúnsgljúfri, álagablett (haugur Andriðar) í Andriðsey (Andrésey), dys í gilinu neðan við Saurbæ, vætti við Miðloku, huldufólk við Tíðarskarð, álagbletti við Óskiptu (land vestan Mela og Norðurkots) og loks draugasögu tengda við Tindstaði Innri.
Um Helguhólsdrauginn segir m.a.: „Helguhóll er grjóthóll upp með Bergvíkurlæk vestan við Vallárgrundir. Hann er eitt af landamerkjum milli jarðanna Hofs og Vallár, ásamt Hrafnaklettum, tveimur einstökum klettum upp í miðri Esjuhlíð og grjótvörðu á Klébergi sem ekki finnst lengur. Vestan við Helguhól er Aurinn. Þar var Aurbrú, gamall snidduhlaðinn vegur sem náði frá fjalli og niður á Grundarholt. Við Helguhól er sögn um lífseigan draug, Helguhólsdraug og var það trú manna að hann gæti tekið upp á því að villa um fyrir mönnum, er áttu leið um Aurbrú. (Kjalnesingar. Hof. 1998 Þorsteinn Jónsson, Byggðir og bú.)
Kjalarnes-441Í Krosshól[um] á að búa huldufólk. Í Kjalnesingasögu er getið um komu Auðar djúpuðgu er hún kom á leið sinni til og um landið við hjá bróður sínum, Helga bjólu, er bjó að Hofi. Helgi vildi bjóða henni og helmingi skipshafnarinnar húsaskjól og mat (hafa ber í huga að á sérhverju skipi voru a.m.k. 64 manna áhöfn), en Auði fannst bróður sinn helst til og nýskur á kostina svo hún ákvað að halda ferð sinni áfram uns Hvammsfirði norðvestra var náð. Þar er nú eitt örnefnið; Krosshólar, fyrir ofan tófta bæjar Auðar. Ekki er með öllu útilokað að það hafi tengst stuttri viðdvöl hennar í Hofi á Kjalarnesi. Í dag er Hof sunnan við Brautarholt, millum þess og Esjubergs. Þar eru fáar minjar er gefa tilefni til fyrrum fornaldarbæjar. Bæjarnöfn hafa jafnan haft tilhneigingu til að færast til með tíð og tíma.
Kjalarnes-443Austan við núverandi Brautarholtsbæinn (og kirkjuna) er allálitlegar tóftir; vel gróinn bæjarhóll. Í honum eru leifar tiltölulega ungs bæjar; m.a. baðstofu, eldhús, fjós og hlöðu. Skammt vestar má sjá leifar fjárhúsa. Líklegt er að þessi bær hafi farið í eyði öðru hvoru megin við árið 1900. Krosshól[a] má sjá skammt norðaustan við bæjarstæðið. Augljóst er að þarna hafi fyrrum staðið eldri bær eða bæir um langt skeið. Staðurinn er kjörinn til fornleifauppgraftar, og þá með þeim formerkjum að verða grafinn upp í heilu lagi. Ekki er grunlaust um að ýmislegt forvitnilegt kynni að koma þar upp úr sverðinum.
Haugur Andriðar, föður Búa (skv. Kjalnesingasögu) er í Andriðaey. Ætlunin er að skoða hann við fyrsta tækifæri. Við hauginn á að vera Kjalarnes-444stór steinn, uppréttur, sagður legsteinn landnámsmannsins í Brautarholti, þess er sonur Helga bjólu drap á gamalsaldri til að jafna sig á því að hafa ekki náð að drepa son hans, Búa. (Samkvæmt sögunni virðist þetta hafa verið bilað lið.)
Þegar komið var að Saurbæ var þar fyrir sérkennileg kerling á gamals aldri. Aðspurð um „Dysina“ sagðist hún vita hvar hún væri, en það mætti alls ekki grafa í hana, a.m.k. ekki meðan hún væri á lífi. Nú væri dysin nánast orðin jarðlæg og ekki fyrir óreynda að staðsetja hana. Sagði hún fornmann vera þarna grafinn og sá átrúnaður væri á honum að á meðan hann fengi að vera óáreittur myndu „hey í Saurbæ ekki bresta“.
Af þeim sökum hefði verið séð til þess að gengið væri um dysina með Kjalarnes-446tilhlýðilegri virðingu. Þessa stundina stóð þannig á að sú gamla í Saurbæ var ekki ferðafær og baðst undan því að fara á staðinn að svo komnu máli. Skrásetjari fékk á tilfinninguna að sú at tharna vissi minna en hún vildi vera láta. Á korti um minjar og sögustaði á Kjalarnesi er dysin staðsett í gljúfrinu norðan og neðan við kirkjuna.
Í örnefnalýsingu Mela segir m.a.: „Rétt neðan við Melabæinn er kvos í gilinu. Þar er brekka, sem heitir Álagabrekka. Hana má ekki slá, því þá ferst bezti gripurinn í fjósinu.“ Þegar hús var tekið á Guðna Ársæli Indriðasyni í Laufabrekku austan Mela var ólíku saman að jafna og í Saurbæ. Móttökurnar voru hinar vinsamlegustu. Hann sagði nefnda Álagabrekku vera ofan Álagahvamms í landi Mela. Norðurkot væri ofan og sunnan við hvamminn.

Kjalarnes-447

Faðir hans hefði jafnan haft á orði að Álagahvamm mætti ekki slá. Hann hefði ekki tekið mark á sögninni tvö sumur og ákveðið að slá hvamminn, enda væri hann sérstaklega grösugur. Nú væri búið að gróðursetja þar nokkur grenitré. Þá hefði borið svo við að tvær bestu mjókurkýrnar á bænum hefðu drepist – og tengdi hann það hvammssláttunni.
Guðni sagði þrjár grónar þúfur eiga að vera í Óskiptu (óskiptu landi Melabæjanna). Þær hafi ekki mátt slá með svipuðum formerkjum og í Álagahvammi. Faðir hans taldi sig vita hverjar þessar þúfur væru, en nú væri erfitt að staðsetja þær af nokkurri nákvæmni.

Efstu bæirnir á Kjalarnesi í austri eru Tindstaðir Ytri og Innri. Handan þeirra taka Kjósarbæirnir við; Kjalarnes-448Kiðafell, Morastaðir og Miðdalur.
Á Tindstöðum Innri var draugurinn „Tindastaðaflyksa“. Þetta var hundtík flegin aftur fyrir miðju, sem send var Halldóri bónda á Tindstöðum í Kjós seint á 18. öld. Um tíkina þá verður fjallað nánar um síðar.
Brautarholt er sagnastaður er fyrr greinir. Í örnefnalýsingu segir: „Sagt er, að í Krosshól hafi verið huldufólk. Eitt sinn þurfti að sækja yfirsetukonu til konu í Mýrarholti. Þegar hún kom, var búið að skilja á milli, en konan vissi ekki sjálf um, hvernig það gerðist. Þetta var um 1880.“ Hamrarnir sunnan Borgar suðvestan Brautarholts geymir og sagnir um huldufólk, sem fyrr er lýst.
Við Bakka er Dvergasteinn. Húsfreyjan á Kjalarnes-445bænum, þrátt fyrir annir við mjaltir, gaf sér brosandi tíma til að útskýra tilurð örnefnisins. „Ég var hér í sveit fyrrum. Þá lá fyrir vitneskja um steininn. Hann var alltaf nefndur „Dvergasteinn“. Hann er þarna í túninu og hefur ávallt verið látinn í friði þrátt fyrir túnasléttur og aðrar framkvæmdir. Steinninn, sem nú virðist lítill, hefur áður verið mun hærri. Sagt er að sonur bóndans á Bakka hafi eitt sinn bjargað sér upp á steininn til að forðast mannýkt naut er sótti að honum. Ég veit ekki hvaðan sagan er komin eða hversu gömul hún er, en þarna er steinninn og þess hefur ávallt verið gætt að láta hann í friði“.

Heimildir m.a.:
-kjalarnes.is.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Guðni Ársæll Indriðason frá Laufbrekku á Kjalarnesi.
-Úrill kona í Saurbæ á Kjalarnesi.

Esja

Esja á Kjalarnesi.

 

Arnarnes

„Í ritgerð eftir próf. Matthías Þórðarson í Árbók Fornleifafjelagsins 1829, er nofnist „Nokkrar Kópavogsminjar“, hyggur hann að hálsinn, sem Eyólfur talar um, sje Arnarnesháls, en ekki Kópavogsháls (Digranesháls).
Arnarnes - dysNokkrar dysjar eru á Arnarneshálsi. Er talið að undir einni liggi danskur maður, sem tekinn hafi verið af fyrir einhvern glæp, en M.Þ. þykir líklegra að þar liggi Hinrik Kules, þýskur maður, sem tekinn var af lífi fyrir morð á Bessastöðum sjálfa jólanóttina 1581. Á norðanverðum hálsinum er önnur dvs, sem munnmæli ganga um að sje dys Steinunnar frá Árbæ og segir M. Þ. að það sje ekki að fortaka. En dys Sigurðar hvgg ur hann helst að sje norðan við Kópavogslækinn, skamt fyrir ofan veginn, sem nú er. Þar eru fjórar dysjar, tvær og tvær saman og ber mjög lítið á efri dvsjunum. Annars verður ekkert sagt um það með vissu, hvar þau Sigurður og Steinunn hafa verið dysjuð.

Enginn mun heldur vita hve margt fólk hefur verið tekið af lífi og dysjað í Kópavogi og á Arnarneshálsi. Sumar dysjarnar munu vera horfnar. En allar hafa þær verið meðfram veginum, sem þá var, svo að vegfarendur gæti kastað að þeim grjóti. Dómendur þeirrar tíðar ljetu sjer ekki nægja að dæma sakborninga til lífláts, heldur náði dómurinn út yfir gröf og dauða. Siðurinn sá, að urða sakamenn við alfaraveg, átti bæði að vera viðvörun til annara, og eins til þess að komandi kynslóðir gæti skeytt skapi sínu á hinum framliðnu með því að kasta að þeim grjóti.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Árni Óla, 24. október 1948, bls. 448.

Dysjar

Dysjar Krýsu, Herdísar og smalans neðst.

Sandfellsvegur

Stutt var síðan Kirkjugatan milli Reynivalla og Fossár var rakin. Nú var ætlunin að fara um Gíslagötu austar á Reynivallahálsi, upp á Selgötuna (Sandfellsleið), fylgja þeim niður í Fossárdal og ganga síðan til baka eftir Svínaskarðsvegi, hinni fornu þjóðleið, að Vindáshlíð.
GíslagataÁ hálsinum eru Dauðsmanns-brekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við götuna, þar sem hún kemur inn á og yfir Sandfellsveg, er dys.
Guðbrandur Hannesson í Hækingsdal lýsti Gíslagötunni þannig áður en lagt var af stað: „Gíslagatan sést þegar komið er upp úr lúpínubreiðu neðan við Gíslalæk og ofan við Gíslalækjardrög. Gatan er skágengin upp hlíðina vestan  við gilið, sem lækurinn rennur um. Fyrst fer hún frá gilinu, en síðan aftur nær því. Kemur hún upp á hamrana um skarð, sem þar er nokkru frá gilinu. Þegar upp er komið er upp á brúnir er varða. Við hana liggur gatan til norðurs, en beygir síðan aftur til austurs uns hún kemur inn á Sandfellsveg í Dauðsmanns-brekkum. Gengið til austurs inn á Sandfellsveg. Hann liggur þar til norðurs. Þegar veginum er fylgt beygir hann fyrst til hægri og síðan aftur til vinstri. Þá eru Dauðsmannsbrekkur á hægri hönd en ekki vinstri eins og sýnt er á landakortum. Í þessum beygjum, við gatnamótin, er Dysin.
Gíslagata á að vera greinileg þegar upp úr drögunum er komið ofan við gilið. Þá er Sandfellsvegurinn vel greinilegur. Ekki eiga að vera vörður við  hann utan þeirrar er ég nefndi. Þá er Svínaskarðsvegurinn vel greinilegur. Hafa ber í huga að Gíslagata hefur ekkert með Sandfellsveginn að gera. Hún var leið á milli Gíslholts og Seljadals, en gatan heitir eftir Gísla Einarssyni, bónda á báðum stöðum, síðar í Seljadal þar sem hann bjó á árunum 1897 til 1921. Þetta er leiðin sem Gísli og hans fólk fór á millum bæjanna. Gísli var afabróðir minn. Afi minn hét Guðbrandur Einarsson frá Hækingsdal. Þar er skyldleikinn kominn milli ábúandans í Seljadals og ábúenda í Hækingsdals.“

Varða

Ábendingar Guðbrands komu sér vel því bæði er búið að sá lúpínu þar sem gatan liggur af fyrrum kirkjugötunni frá nálægum bæjum að Reynivöllum og auk þess hefur gatan verið lítið farin í seinni tíð af öðrum en hestamönnum. Fyrir þá, sem vanir eru að rekja gamlar götur, er gatan augljós upp fyrir brúnirnar. Þar taka við gróningar, en ofan þeirra má sjá hvar gatan liggur á ská til austurs, yfir Gíslalæk ofan gilsins og upp á brún, sem þar er vörðuð.
GíslagataVið vörðuna beygir gatan til norðurs, en hins vegar er auðvelt að villast af henni áfram til austurs því kindagata liggur þar af henni áleiðis að Sandfellstjörnum og nágrennisgróningum. Ef götunni er rétt fylgt héðan í frá verður hún auðlesin allt yfir Dauðsmannsbrekkur og að dysinni, sem þar er við Sandfellsveginn. Við götuna eru þrjár vörður og auk þess tvö vörðubrot. Gatan virðist af umsögninni ekki mjög gömul, en er samt sem áður orðin af fornleif skv. skilgreiningu þjóðminjalaga.

Séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum lýsir leiðunum þannig:

„Gíslagata

DysinÖnnur leið yfir Hálsinn er á landamerkjum Vindáss og Reynivalla upp með Gíslalæk, það er Gíslagata. Hún hefst á Gíslholti, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur hafið skógrækt og komið sér upp bækistöð. Síðan liggur vegurinn eftir vel merkjanlegri slóð upp á Hálsinn. Efst taka svo við Gíslagötudrög. Vegurinn beygir til austurs þegar upp er komið og er þar farið yfir Gíslalækinn og haldið síðan nánast beint til norðurs yfir Hálsinn.

Austan götunnar eru Dauðsmannsbrekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við götuna er dys. Í örnefnaskrá segir: „Dauðsmannsbrekkur, talið var að einhvern tíma hefði fundizt þar látinn ferðamaður“. Þegar upp á Hálsinn er komið blasir Sandfell við í suðaustri og vestan við það er Sandfellstjörn.“

Gíslagata

Gíslagata – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnaskrá fyrir Reynivelli segir að ”í Seljadal var kotið Seljadalur, sem fyrrum var kallað Reynivallasel. Sá bær stóð í óbyggð 1880-1897. Þá fór þangað Gísli Einarsson frá Hækingsdal og bjó þar til 1921.” 

Séra Gunnar lýsir einnig Svínaskarðsvegi:
„Svínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju og segir frá syðri hluta leiðarinnar annars staðar í þessari bók. Vegurinn liggur út Svínadal, yfir Laxá og upp með Vindáshlíð austan Sandfells og er leiðin auðfundin enda oft farin á sumrin, einkum af hestamönnum en einnig göngumönnum.

Leiðin sameinast af Gíslagötu norðan til í Hálsinum. Svínaskarðsleið liggur norður af sunnan við svonefnda Hryggi, síðan beygir leiðin til norðurs með fram Dauðsmanns-brekkum, sem eru þá á hægri hönd og sér þaðan niður í Seljadal. Það er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni; þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Þar er gott sauðfjárland. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur, í honum rennur Hjaltadalsá. Í ánni er Folaldafoss. Eftir Seljadal rennur Seljadalsá, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur.

Leiðin liggur sem fyrr segir ekki niðri í dalnum heldur vestan til í honum, uns hún fer niður í lítið dalverpi er Sperribrekkugil heitir og er ársprænan Mígandi í því gili. Við dys eina, sem er rétt ofan við Míganda, sameinast Svínaskarðsleið Gíslagötu.

Göngusvæðið

Þegar komið er niður í Fossárdalinn liggur leiðin eftir vesturhlíð Þrándarstaðafjalls, eftir svonefndum Reiðhjalla og beygir síðan til austurs inn á við í átt til Brynjudals. Önnur leið liggur svo til vesturs.

Í Fossárdal er forvitnilegt að svipast ofurlítið um og skoða gömlu fjárréttina niðri við ána, um það bil 250 metra frá steypta veginum. Niðri við veginn er svo önnur hlaðin rétt í Kálfadal, hún er allmiklu yngri en hin. Fossinn neðst í ánni nefnist Sjávarfoss.

Loks mætti nefna eina leið enn upp á Hálsinn að sunnanverðu, milli Gíslagötu og Svínaskarðsvegar, suðvestan til í Sandfelli, skammt austan Vindáss. Þetta er allbrött leið, sem liggur upp á Hálsinn vestan við Sandfell inn á Gíslagötu. Selstígur, en svo heitir þessi leið, lá upp að Vindásseli í Seljadal framanverðum.“

SandfellsvegurGíslagatan er vel greinileg yfir hálsinn. Á Dauðsmannsbrekkum verður hún ógreinileg á melum, en auðvelt er að sjá hvernig hún hefur legið á ská niður malarbrekkuna.
Þá var Sandfellsvegi fylgt upp að Sandfelli. Um er að ræða unnin veg, en sjá má gömlu götuna á stuttum köflum beggja vegna hans. Veginum er auðvelt að fylgja. Tvær vörður eru á brúnum austan hans. Sandfellstjörn verður á hægri hönd sem og Sandfellið. Utan í því austanverðu eru gatnamót Svínaskarðsvegar. Neðar hverfur gatan undir veginn, en beygir síðan til hægri ofan við Vindássel. Þaðan í frá er auðvelt að fylgja henni niður á kirkjugötuna gömlu.

Á næstunni er fyrirhuguð ferð upp frá Fossá inn á Sandfellsveg. Ætlunin er að fylgja honum upp að dysinni, rekja síðan Gíslagötu áfram yfir í Seljadal og ganga Svínaskarðsveginn upp að Sandfelli og niður að Vindáshlíð.

Sandfellstjörn

Þegar komið var niður að Vindáshlíð blasti húsakostur KFUMogK við. Einn þátttakenda, fyrrum félagsmaður og síðar starfsmaður, lýsti kirkjunni með eftirfarandi hætti: „Hallgrímskirkja í Vindáshlíð er kirkja sem staðsett er í Vindáshlíð í Kjós og er hluti af starfstöð KFUM og KFUK þar. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ afhenti sumarstarfi KFUK í Reykjavík sína gömlu kirkjubyggingu til eignar án endurgjalds sumarið 1957 er ný kirkja hafði verið byggð og vígð í Saurbæ það sama sumar, en byggingin hafði verið guðshús Saurbæjarsóknar Sandfellfrá árinu 1878. Hugmyndin um að flytja kirkjuna frá Saurbæ upp í Vindáshlíð hafði vaknað hjá velgjörðarmanni sumarstarfs KFUK í Reykjavík, Guðlaugi Þorlákssyni, meðan á byggingu nýju kirkjunnar í Saurbæ stóð, en draumur um kirkju í Vindáshlíð hafði lengi verið í huga hans og annarra sem tengdir voru starfinu. Tveimur árum áður en ný kirkja í Saurbæ var vígð leitaði Guðlaugur Þorláksson á fund prófastsins og sóknarprestsins í Saurbæ, séra Sigurjóns Guðjónssonar og kom hugmyndinni og beiðni um gömlu kirkjuna á framfæri. Tók hann henni vel og kom þessari málaleitan til skila við sóknarnefndina, sem samþykkti beiðnina.
VindáshlíðÍ miklu hvassviðri í febrúar 1957 færðist kirkjan til á grunni sínum. Þá hringdi sr. Sigurjón Guðjónsson, prófastur í Saurbæ, í Guðlaug Þorláksson og sagði við hann: „Nú er kirkjan lögð af stað í Vindáshlíð“. Kirkjan var svo flutt á flutningavagni upp í Vindáshlíð mánudaginn 23. september 1957 og kom þann 24. september um kvöldið þangað eftir einstaka ferð sem í dag er talið mikið verkfræðilegt afrek miðað við tækni þess tíma. Kirkjunni var valinn staður uppi á flötinni þar sem hæst ber í Vindáshlíð og ekkert skyggir á hana. Aðalsteinn Thorarensen, húsgagnasmiður, var fenginn til að annast endurbætur á kirkjunni ásamt félögum sínum, Magnúsi Jónssyni og Ægi Vigfússyni húsgagnasmiðum. Kirkjan var stækkuð með viðbyggingu við kórgafl, en hélst að öðru leyti óbreytt að utan. Að innan var hún öll einangruð og þiljuð.
KirkjanInni í kirkjunni tók vígslubiskup við kirkjugripunum, sem gefnir höfðu verið í tilefni endurvígslunar, og setti á altarið. Vígslan hófst með því að Gústaf Jóhannesson lék á orgelið. Blandaður kór KFUM og KFUK annaðist söng. Séra Bjarni hélt vígsluræðu og ritningarlestra lásu þeir séra Friðrik Friðriksson, séra Kristján Bjarnason, þáverandi sóknarprestur að Reynivöllum í Kjós, séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík og séra Sigurjón Þ. Árnason, prestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Að því loknu vígði séra Bjarni Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og afhenti hana sumarstarfi KFUK. Þá prédikaði séra Sigurjón Guðjónsson prófastur og athöfnin endaði á því að séra Magnús Runólfsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík, tónaði bæn og blessunarorð. Hlíðarstjórn samþykkti á stjórnarfundi 18. apríl 1959, að áletrunin á kirkjuklukkuna skyldi vera svohljóðandi: Hallgrímskirkja í Vindáshlíð 24. september 1957, þann dag sem kirkjan kom upp í Vindáshlíð. 

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Gunnar Kristjánsson – Í Kjósinni.
-Örnefnalýsing fyrir Vindás.
-Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Hallgrímskirkja í Vindáshlíð, bls. 87-92 í bókinni: Hér andar Guðs blær – Saga sumarstarfs KFUK, Reykjavík 1997, útgefandi: Vindáshlíð, ritstjóri: Gyða Karlsdóttir.Dys

Gíslagata

Stutt var síðan Kirkjugatan milli Reynivalla og Fossár var rakin. Nú var ætlunin að fara um Gíslagötu austar á Reynivallahálsi, upp á Selgötuna (Sandfellsleið), fylgja þeim niður í Fossárdal og ganga síðan til baka eftir Svínaskarðsvegi, hinni fornu þjóðleið, að Vindáshlíð.
GíslagataÁ hálsinum eru Dauðsmanns-brekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við götuna, þar sem hún kemur inn á og yfir Sandfellsveg, er dys.
Guðbrandur Hannesson í Hækingsdal lýsti Gíslagötunni þannig áður en lagt var af stað: „Gíslagatan sést þegar komið er upp úr lúpínubreiðu neðan við Gíslalæk og ofan við Gíslalækjardrög. Gatan er skágengin upp hlíðina vestan  við gilið, sem lækurinn rennur um. Fyrst fer hún frá gilinu, en síðan aftur nær því. Kemur hún upp á hamrana um skarð, sem þar er nokkru frá gilinu. Þegar upp er komið er upp á brúnir er varða. Við hana liggur gatan til norðurs, en beygir síðan aftur til austurs uns hún kemur inn á Sandfellsveg í Dauðsmanns-brekkum. Gengið til austurs inn á Sandfellsveg. Hann liggur þar til norðurs. Þegar veginum er fylgt beygir hann fyrst til hægri og síðan aftur til vinstri. Þá eru Dauðsmannsbrekkur á hægri hönd en ekki vinstri eins og sýnt er á landakortum. Í þessum beygjum, við gatnamótin, er Dysin.
Gíslagata á að vera greinileg þegar upp úr drögunum er komið ofan við gilið. Þá er Sandfellsvegurinn vel greinilegur. Ekki eiga að vera vörður við  hann utan þeirrar er ég nefndi. Þá er Svínaskarðsvegurinn vel greinilegur. Hafa ber í huga að Gíslagata hefur ekkert með Sandfellsveginn að gera. Hún var leið á milli Gíslholts og Seljadals, en gatan heitir eftir Gísla Einarssyni, bónda á báðum stöðum, síðar í Seljadal þar sem hann bjó á árunum 1897 til 1921. Þetta er leiðin sem Gísli og hans fólk fór á millum bæjanna. Gísli var afabróðir minn. Afi minn hét Guðbrandur Einarsson frá Hækingsdal. Þar er skyldleikinn kominn milli ábúandans í Seljadals og ábúenda í Hækingsdals.“

Varða

Ábendingar Guðbrands komu sér vel því bæði er búið að sá lúpínu þar sem gatan liggur af fyrrum kirkjugötunni frá nálægum bæjum að Reynivöllum og auk þess hefur gatan verið lítið farin í seinni tíð af öðrum en hestamönnum. Fyrir þá, sem vanir eru að rekja gamlar götur, er gatan augljós upp fyrir brúnirnar. Þar taka við gróningar, en ofan þeirra má sjá hvar gatan liggur á ská til austurs, yfir Gíslalæk ofan gilsins og upp á brún, sem þar er vörðuð. Við vörðuna beygir gatan til norðurs, en hins vegar er auðvelt að villast af henni áfram til austurs því kindagata liggur þar af henni áleiðis að Sandfellstjörnum og nágrennisgróningum.
GíslagataEf götunni er rétt fylgt héðan í frá verður hún auðlesin allt yfir Dauðsmannsbrekkur og að dysinni, sem þar er við Sandfellsveginn. Við götuna eru þrjár vörður og auk þess tvö vörðubrot. Gatan virðist af umsögninni ekki mjög gömul, en er samt sem áður orðin af fornleif skv. skilgreiningu þjóðminjalaga.

Séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum lýsir leiðunum þannig:

„Gíslagata

DysinÖnnur leið yfir Hálsinn er á landamerkjum Vindáss og Reynivalla upp með Gíslalæk, það er Gíslagata. Hún hefst á Gíslholti, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur hafið skógrækt og komið sér upp bækistöð. Síðan liggur vegurinn eftir vel merkjanlegri slóð upp á Hálsinn. Efst taka svo við Gíslagötudrög. Vegurinn beygir til austurs þegar upp er komið og er þar farið yfir Gíslalækinn og haldið síðan nánast beint til norðurs yfir Hálsinn.

Austan götunnar eru Dauðsmannsbrekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við götuna er dys. Í örnefnaskrá segir: „Dauðsmannsbrekkur, talið var að einhvern tíma hefði fundizt þar látinn ferðamaður“. Þegar upp á Hálsinn er komið blasir Sandfell við í suðaustri og vestan við það er Sandfellstjörn.“

Gíslagata

Gíslagata – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnaskrá fyrir Reynivelli segir að ”í Seljadal var kotið Seljadalur, sem fyrrum var kallað Reynivallasel. Sá bær stóð í óbyggð 1880-1897. Þá fór þangað Gísli Einarsson frá Hækingsdal og bjó þar til 1921.” 

Séra Gunnar lýsir einnig Svínaskarðsvegi:
„Svínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju og segir frá syðri hluta leiðarinnar annars staðar í þessari bók. Vegurinn liggur út Svínadal, yfir Laxá og upp með Vindáshlíð austan Sandfells og er leiðin auðfundin enda oft farin á sumrin, einkum af hestamönnum en einnig göngumönnum.

Leiðin sameinast af Gíslagötu norðan til í Hálsinum. Svínaskarðsleið liggur norður af sunnan við svonefnda Hryggi, síðan beygir leiðin til norðurs með fram Dauðsmanns-brekkum, sem eru þá á hægri hönd og sér þaðan niður í Seljadal. Það er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni; þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Þar er gott sauðfjárland. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur, í honum rennur Hjaltadalsá. Í ánni er Folaldafoss. Eftir Seljadal rennur Seljadalsá, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur.

GöngusvæðiðLeiðin liggur sem fyrr segir ekki niðri í dalnum heldur vestan til í honum, uns hún fer niður í lítið dalverpi er Sperribrekkugil heitir og er ársprænan Mígandi í því gili. Við dys eina, sem er rétt ofan við Míganda, sameinast Svínaskarðsleið Gíslagötu.

Þegar komið er niður í Fossárdalinn liggur leiðin eftir vesturhlíð Þrándarstaðafjalls, eftir svonefndum Reiðhjalla og beygir síðan til austurs inn á við í átt til Brynjudals. Önnur leið liggur svo til vesturs.

Í Fossárdal er forvitnilegt að svipast ofurlítið um og skoða gömlu fjárréttina niðri við ána, um það bil 250 metra frá steypta veginum. Niðri við veginn er svo önnur hlaðin rétt í Kálfadal, hún er allmiklu yngri en hin. Fossinn neðst í ánni nefnist Sjávarfoss.

Loks mætti nefna eina leið enn upp á Hálsinn að sunnanverðu, milli Gíslagötu og Svínaskarðsvegar, suðvestan til í Sandfelli, skammt austan Vindáss. Þetta er allbrött leið, sem liggur upp á Hálsinn vestan við Sandfell inn á Gíslagötu. Selstígur, en svo heitir þessi leið, lá upp að Vindásseli í Seljadal framanverðum.“

SandfellsvegurGíslagatan er vel greinileg yfir hálsinn. Á Dauðsmannsbrekkum verður hún ógreinileg á melum, en auðvelt er að sjá hvernig hún hefur legið á ská niður malarbrekkuna.
Þá var Sandfellsvegi fylgt upp að Sandfelli. Um er að ræða unnin veg, en sjá má gömlu götuna á stuttum köflum beggja vegna hans. Veginum er auðvelt að fylgja. Tvær vörður eru á brúnum austan hans. Sandfellstjörn verður á hægri hönd sem og Sandfellið. Utan í því austanverðu eru gatnamót Svínaskarðsvegar. Neðar hverfur gatan undir veginn, en beygir síðan til hægri ofan við Vindássel. Þaðan í frá er auðvelt að fylgja henni niður á kirkjugötuna gömlu.

Á næstunni er fyrirhuguð ferð upp frá Fossá inn á Sandfellsveg. Ætlunin er að fylgja honum upp að dysinni, rekja síðan Gíslagötu áfram yfir í Seljadal og ganga Svínaskarðsveginn upp að Sandfelli og niður að Vindáshlíð (sjá væntanlega lýsingu HÉR).

Sandfellstjörn

Þegar komið var niður að Vindáshlíð blasti húsakostur KFUMogK við. Einn þátttakenda, fyrrum félagsmaður og síðar starfsmaður, lýsti kirkjunni með eftirfarandi hætti: „Hallgrímskirkja í Vindáshlíð er kirkja sem staðsett er í Vindáshlíð í Kjós og er hluti af starfstöð KFUM og KFUK þar. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ afhenti sumarstarfi KFUK í Reykjavík sína gömlu kirkjubyggingu til eignar án endurgjalds sumarið 1957 er ný kirkja hafði verið byggð og vígð í Saurbæ það sama sumar, en byggingin hafði verið guðshús Saurbæjarsóknar frá árinu 1878. Hugmyndin um að flytja kirkjuna frá Saurbæ upp í Vindáshlíð hafði vaknað hjá velgjörðarmanni sumarstarfs KFUK í Reykjavík, Guðlaugi Þorlákssyni, meðan á byggingu nýju kirkjunnar í Saurbæ stóð, en draumur um kirkju í Vindáshlíð hafði lengi verið í huga hans og annarra sem tengdir voru starfinu.
SandfellTveimur árum áður en ný kirkja í Saurbæ var vígð leitaði Guðlaugur Þorláksson á fund prófastsins og sóknarprestsins í Saurbæ, séra Sigurjóns Guðjónssonar og kom hugmyndinni og beiðni um gömlu kirkjuna á framfæri. Tók hann henni vel og kom þessari málaleitan til skila við sóknarnefndina, sem samþykkti beiðnina. Í miklu hvassviðri í febrúar 1957 færðist kirkjan til á grunni sínum. Þá hringdi sr. Sigurjón Guðjónsson, prófastur í Saurbæ, í Guðlaug Þorláksson og sagði við hann: „Nú er kirkjan lögð af stað í Vindáshlíð“.
VindáshlíðKirkjan var svo flutt á flutningavagni upp í Vindáshlíð mánudaginn 23. september 1957 og kom þann 24. september um kvöldið þangað eftir einstaka ferð sem í dag er talið mikið verkfræðilegt afrek miðað við tækni þess tíma. Kirkjunni var valinn staður uppi á flötinni þar sem hæst ber í Vindáshlíð og ekkert skyggir á hana. Aðalsteinn Thorarensen, húsgagnasmiður, var fenginn til að annast endurbætur á kirkjunni ásamt félögum sínum, Magnúsi Jónssyni og Ægi Vigfússyni húsgagnasmiðum. Kirkjan var stækkuð með viðbyggingu við kórgafl, en hélst að öðru leyti óbreytt að utan. Að innan var hún öll einangruð og þiljuð.
KirkjanInni í kirkjunni tók vígslubiskup við kirkjugripunum, sem gefnir höfðu verið í tilefni endurvígslunar, og setti á altarið. Vígslan hófst með því að Gústaf Jóhannesson lék á orgelið. Blandaður kór KFUM og KFUK annaðist söng. Séra Bjarni hélt vígsluræðu og ritningarlestra lásu þeir séra Friðrik Friðriksson, séra Kristján Bjarnason, þáverandi sóknarprestur að Reynivöllum í Kjós, séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík og séra Sigurjón Þ. Árnason, prestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Að því loknu vígði séra Bjarni Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og afhenti hana sumarstarfi KFUK. Þá prédikaði séra Sigurjón Guðjónsson prófastur og athöfnin endaði á því að séra Magnús Runólfsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík, tónaði bæn og blessunarorð. Hlíðarstjórn samþykkti á stjórnarfundi 18. apríl 1959, að áletrunin á kirkjuklukkuna skyldi vera svohljóðandi: Hallgrímskirkja í Vindáshlíð 24. september 1957, þann dag sem kirkjan kom upp í Vindáshlíð.
Sjá einnig Kirkjugötuna yfir Reynivallahálsinn HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Gunnar Kristjánsson – Í Kjósinni.
-Örnefnalýsing fyrir Vindás.
-Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Hallgrímskirkja í Vindáshlíð, bls. 87-92 í bókinni: Hér andar Guðs blær – Saga sumarstarfs KFUK, Reykjavík 1997, útgefandi: Vindáshlíð, ritstjóri: Gyða Karlsdóttir.

Varða

 

Hraun

Haakon Shetelig skrifaði í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1938 um „Íslenskar dysjar“ og fornleifar frá víkingaöld:
„Eftir frásögn Ara fróða var landið numið á árunum sextíu frá 870—930. Verða færð ýms rök að því, að tímatalið er ábyggilegt um þetta að öllu verulegu leyti, að fyrstu landnámin áttu sér stað á árunum 870—80, en að útflutningurinn varð mestur frá því um 900, og að árið 930, er kjörinn var hinn fyrsti lögsögumaður, er hið eðlilega lokaár landnámsaldarinnar. Íslendingar voru þá og nokkuð eftir það Ásatrúar, og fylgdu hinum fornu, heiðnu greftrunarsiðum, unz kristni var lögtekin á Alþingi árið 1000. Heiðnar dysjaleifar á Íslandi geta því ekki, nema að eins sem undantekningar, verið eldri en frá því um 900 og alls ekki neinar verið neitt að ráði yngri en frá því um 1000.
thorkotlusdys-221Norskir fornfræðingar veittu því snemma athygli, að svo var þessu farið, og að nokkur stuðningur gæti orðið að því við niðurskipun norskra funda frá víkingaöldinni eftir aldri þeirra, og þetta atriði heldur ennþá fullu gildi sínu að sínu leyti, þótt vjer höfum nú á annan hátt öðlazt möguleika til nákvæmari tímatalsákvarðana um hinar ýmsu gerðir forngripa frá víkingaöldinni í Noregi. En fornleifafundirnir á Íslandi eru samt sem áður alveg sjerstaklega athyglisverðir frá almennu norrænu sjónarmiði sjeð einnig. Það er óvenjusjaldgæft, að vjer höfum tækifæri til að athuga ákveðinn flokk fornleifafunda með svo vissum tímatakmörkunum og jafnframt innan jafn fastákveðinna landamæra. Forngripirnir sjálfir og sömuleiðis það samband, sem þeir eru í við aðrar fornleifar í fundunum, geta veitt hjer mjög merkilegan fróðleik (það er ekki til neitt fornfræðilegt heildar yfirlit yfir fornleifafundi frá víkingaöld á Íslandi. Ingvald Undset gerði í bók sinni, Norske Oldsager i fremmede Museer, bls. 53, skrá yfir íslenzkar fornminjar í þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn (1878). Kr. Kálund gerði fullkomna skrá yfir dysjar og dysjaminjar i ritgerð sinni, Islands Fortidslævninger, í Aarb. f. n. Oldkh., 1882, og er sú skrá góður grundvöllur. Við það bættust svo einkum rannsóknir Daniels Bruuns 1898, sbr. Geografisk Tidsskrift XV, Kh. 1900, og framhald í Geogr. Tidsskr. XVII, Kh. 1904, og loks ritgerðin Dalvik-Fundet í Aarb. f. n. Oldkh. 1910. — Kálund skýrir svo frá, að 30—40 dysjafundir frá heiðni á Íslandi hafi verið kunnir 1882. Nú munu þeir varla vera fleiri en 100).
gislagata-221-dysAð sjálfsögðu eru til fjöldamargar dysjar frá heiðni á Íslandi, miklu fleiri en ætla mætti, er litið er yfir það safn af fornleifum, sem nú verður sjeð í safninu í Reykjavík. Þess skal getið hjer, að reglubundnar rannsóknir með uppgrefti hafa þa að eins verið framkvæmdar, er ástæður voru til, og mjög hógværlega farið í þær, og hins er einnig að minnast, að jarðræktin á Íslandi er ekki innifalin í því, að brjóta land og plægja akur, störf, sem í Noregi verða mjög drjúgum til þess að leiða í dagsins ljós fornleifar úr dysjum frá löngu liðnum tímum. Á Íslandi finnast fornminjar helzt við heimaverk af hendingu, þegar grafið er fyrir undirstöðum nýrra húsa. Annars finnast hinar fornu dysjar þar venjulega fyrir eins konar fyrirbrigði í náttúrunni, sem er sjerkennilegt fyrir Ísland; það er þannig, að grassvörðurinn rifnar upp í roki og síðan blæs jarðvegurinn neðanundir smám saman burt með vindinum; beinaleifar og fornminjar koma þá fram til sýnis á yfirborðinu á eðlilegan hátt. Mjer hefir skilizt, að með reglubundnum rannsóknum mætti áreiðanlega gera ráð fyrir því, að auka mætti allmikið á tölu kunnra, íslenzkra dysjafunda frá víkingaöldinni og fylla enn betur yfirlitið yfir þær dysjaminjar og þær dysjar frá heiðni, sem til eru. Þetta síðast nefnda, um dysjarnar, er ekki hvað minnst áríðandi fyrir fornfræðilegar rannsóknir landsins, þar eð því fer vafalaust f jarri, að í öllum gröfum eða dysjum hafi verið fólgnar fornminjar með hinum framliðnu.
hraunsdys-221Greftrunarsiðirnir á Íslandi hafa yfirleitt verið óbrotnir, og dysjar, sem hafi verið verulega auðugar að fornminjum, hafa verið fásjeðar í samanburði við það, sem hefir átt sjer stað í Noregi. Sá var siður á íslandi, hinn sami og vestanfjalls í Noregi, að menn voru dysjaðir heima við bæina, innan landamæra ættmenna sinna, en ekki í grafreitum, sameiginlegum fyrir stóran söfnuð.
Að ytra útliti eru dysjarnar frá heiðni ætíð óálitlegar. Grafirnar eru luktar litlum grjóthrúgum og grasþökum, og eru nefndar dysjar á Íslandi, en oft eru slíkar dysjar að eins lágar, steinlagðar hvirfingar, sem eru naumast hærri en svæðið umhverfis; eða grafirnar geta verið blátt áfram grafnar niður í jarðveginn undir flötu yfirborði Sams konar fyrirkomulag með öllum mögulegum tilbreytingum er einnig alþekkt í Noregi, en það, sem er sjerkennilegt fyrir Ísland, er, að þar sjást engin minningarmörk, sem mikið ber á, engir stórir haugar, svo sem vjer getum að líta hvarvetna um land allt í Noregi frá víkingaöldinni, — suma furðulega mikla. Íslendingar hafa í því tilliti verið alveg lausir við allan metnað, og má segja, að hin einfalda, hógværlega gerð á dysjunum sje einkennandi þáttur í þessu nýja þjóðfjelagi þeirra allan fyrsta hlutann af lýðveldistímabilinu.
egilsdys-221Jafn tilbreytingarlaus var greftrunin sjálf. Líkin voru ætíð jörðuð óbrennd, svo sem einnig átti sjer stað, með mjög fáum undantekningum, í norrænu víkingabyggðunum á brezku eyjunum. Er hjer þannig enn um verulega frábrugðinn sið að ræða frá því, sem venja var til í Noregi; þar hölluðust menn mjög víða að líkbrennum alla tíð meðan heiðnir jarðarfararsiðir voru yfirleitt hafðir um hönd. Þeir, sem fengizt hafa við rannsóknir í fornfræði Íslands, hafa jafnan bent á þetta, hversu frábrugðnir greftrunarsiðirnir á Íslandi hafa verið, og hafa menn helzt viljað leita ástæðunnar í því, hve erfitt hafi verið að afla brenniviðar á Íslandi. Ekki er sú ályktun alveg sannfærandi. Í þann tíð var trjágróður allmiklu meiri á landinu en á síðustu tímum. Vjer sjáum t. a. m., að rauðablástur var stundaður mjög mikið, en til þeirrar iðju þarf mikinn við. Það er því ekki líklegt, að Íslendingar hafi látið af líkbrennum, vegna þess, að þeir hafi viljað fara sparsamlega með skógarviðinn, hefði þessi siður, að brenna líkin, stuðzt við viðurkennda, siðferðislega kröfu, sem menn væru skyldugir að gegna fyrir hina framliðnu. öllu heldur verður að dæma um greftrunarsiðina á Íslandi með tilliti til þess, hversu til var hagað í þeim efnum í víkingabyggðunum á Skotlandi og Írlandi; þar var greftrun án líkbrennslu svo að kalla undantekningarlaus, svo sem þegar hefir verið tekið fram. Á Íslandi var því fylgt þeim sið í þessu, sem þegar var kominn á fyrir löngu í nýlendunum vestan hafs, og það sennilega helzt fyrir áhrif frá kristninni, og fluttist þaðan með vestrænum landnámsmönnum, svo sem eðlilegt má þykja.
Gröfin sjálf er hin einfaldasta að gerð, hvort heldur hún hefir verið gerð að öllu leyti neðan jarðar eða lukt með dys ofan jarðar, og oft sett umhverfis hana röð af steinum, en ekki haft neitt verulegt grafarhólf. Ekki verður bent á það, að fylgt hafi verið neinni fastri reglu um það, hversu grafir manna skyldu snúa eftir áttum. Líkið er oft þannig í gröfinni, að rjett hefir verið úr því; en þess kvað einnig vera ábyggileg dæmi á Íslandi, að líkin hafi verið jörðuð sitjandi. Skipsgrafir eru undantekningar; þótt þær þekkist.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 46. árg. 1937-1938, bls. 5-6.

Þórkötludys

Þórkötlusdys.

Hraðaleiði

Nokkur fornmannaleiði eru í Mosfellsbæ. Má þar nefna Þormóðsleiði í Seljadal, Hraðaleiði á mörkum Hraðastaða og Mosfells, Æsuleiði við Æsustaði, Skeggjaleiði hjá Skeggjastöðum, Úlfarsleiði í Úlfarsfelli, Reynisleiði við Reynisvatn og Egilsdys í Tjaldanesi neðst í Mosfellsdal.
BjarkiSamkvæmt aldagamalli sögn er Hraði, þræll sem fékk frelsi til forna og byggði Hraðastaði, heygður í Hraðaleiði og Þormóður, sem Þormóðsdalur er kenndur við, heygður í Þormóðsleiði.
Sá maður í Mosfellssveit (-bæ) sem veit manna best um þau þá fyrrum heygðu er heitir Bjarki Bjarnason og býr að Hvirfli í Mosfellsdal. Hann er margfróður um sögu byggðarinnar enda lagt sig fram við að varðveita gamlar sagnir og sögur af svæðinu.
Áður en eftirgrennslan hófst var vitað að í örnefnalýsingum kemur fram að „Þormóðsleiði er týnt, eftir því sem ég best veit. Hef heyrt að bóndinn í Þormóðsdal hafi sléttað það út“, „Hraðaleiði er áberandi hóll vestast á túnunum á Hraðastöðum“, „Skeggjaleiði er týnt“, „Egilsdys er lítill hóll í svonefnum Víðirodda vestast í Mosfellsdal þar sem árnar koma saman“ og „Æsuleiði er hóll miðja vegu á milli Norður-Reykja og Æsustaða.“ Ekki beint örvandi til leitar, en FERLIR er þekktur fyrir annað en uppgjöf.
Bjarki fylgdi FERLIR um Mosfellsdalinn með það fyrir augum að reyna að staðsetja Æsuleiði, Hraðaleiði og Egilsdys, en Þormóðsleiði virðist hafa farið forgörðum er nýi vegurinn var lagður um Seljadal rétt neðan við býlið Þormóðsdal upp í grjótnámið sunnan í Grímannsfelli (sjá „Þormóðsdalur – minjar og annað gull“ á vefsíðunni undir Lýsingar). Þá er ekki vitað hvar Skeggjaleiði kann að vera. Að þessu sinni var hvorki gerð leit að Úlfarsleiði eða Reynisleiði, en að sjálfsögðu verður gerður út leiðangur í það verkefni fyrr en seinna.

Þegar gengið var að Hraðaleiði vakti stórt hringlaga, næstum jarðlægt, gerði athygli þátttakenda. Auk þess að skoða fyrrnefnda staði var kíkt á Jónssel ofan við Seljabrekku.
Samkvæmt þjóðminjalögum eru haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið, taldir til fornleifa. Hins vegar getur þurft að horfa til þess að „dysjar“ þurfa ekki endilega að vera raunverulegar dysjar heiðins fólks. HraðaleiðiBjarki gat þess t.d. að hvorki Hraðastaða né Æsustaða væri getið í fornum skráðum heimildum. Einungis væri um að ræða munnmælasögur sem gengið hafa í sveitinni um langan tíma. Sama sagan væri um Skeggja á Skeggjastöðum, Þormóð í Þormóðsdal, Reyni á Reynisvatni og Úlfar á Úlfarsfelli, sem reyndar nefndist áður Úlfmannsfell. Sögurnar virðast hafa orðið til líkt og aðrar þjóðsögur þar sem reynt var að finna tilvist þeirra stað með því að vitna til óráðinna sagna og jafnvel áþreifanlegum sönnunum, þ.e. dysjunum.
Hvað um það – sögurnar eru góðar og hafa staðið fyrir sínu um langan tíma, þ.e. þjónað þeim tilgangi sem þeim var ætlað. Það ber þó, með framangreint í huga, að taka sögunum með hæfilegum fyrirvara. Fróðlegt er þó að skoða staðsetningu framangreindra dysja og leiða út frá sögnum um að þau hafi jafnan verið fyrst staðsett á mörkum jarða og síðar á mörkum gróinna bletta umhverfis bæjarstæði. Æsuleiði er einmitt í jarðri fyrrum gróins svæðis, Hraðaleiði er á mörkum jarðarinnar að vestanverðu og Egilsdys er á mörkum jarðar að suðvestanverðu.
Túnasléttur voru versti óvinur fornra mannvistarleifa á öndverðri síðustu öld. Á þeim tíma voru ótal forn mannvirki jöfnuð við jörðu og sléttuð. Skipti þá engu hvort um var að ræða fornar grafir eða annað. Heimafólkið eitt vissi gjarnan

hringlagaum tilvist þeirra og gætti þess vel að þeim væri ekki raskað, enda fylgdi oft lýsing á hvaða afleiðingar það myndi hafa í för með sér, jafnvel þótt ekki gerðist annað en að þau væru nytjuð. Átti kýr á bænum þá gjarnan að drepast, sjómenn að drukkna, heimilisfólk að veikjast og/eða deyja eða aðrar skelfingar að dynja yfir.  Ástæðurnar voru jafnan af tvennum toga; annars vegar til að auka líkur á varðveislu þess, sem fólkið trúði í alvöru að væri satt, og hins vegar til að standa vörð um aðrar varhugaverðari ástæður, s.s. grafir skepna er látist höfðu úr miltisbrandi eða þar sem fatnaður fólks var grafinn er látist hafði úr svartadauða eða spænsku veikinni og svo mætti lengi telja.
Æsuleiði er norðvestan undir rótum gróinnar brekku í túni Æsustaða. Að sögn Bjarka eru Æsustaðir alls ekki svo gamalt býli. Þeir eru einn hluti af nokkrum frá Reykjum. Sunnar er Æsustaðafjall og norðvestar Helgafell. Milli þeirra er skarð, Skammaskarð. Handan og suðaustan þess er Skammidalur. Þar eru minjar stekks eða annarrar rústar.
Gömul kona, sem bjóð að Æsustöðum hefði fylgt honum um túnið á sínum tíma með það fyrir augum að staðsetja Æsuleiði. Þá hefði hann haldið að leiðið væri áberandi gróinn rofhóll undir brekkunni, en gamla konan hefði hins vegar Jónsselbent honum á ílanga þúst, um 8 m langa og 2.5 m breiða, skammt norðar undir brekkurótunum. Hæðin er um 0.8 m. Leiðið snýr nokkurn veginn á lengdina í suður/norður. Þarna á Æsa gamla að hvíla. Teknir voru GPS-punktar á dysina.
Í Æsileiði á landnámskonan Æsa að liggja. Æsuleiði er álagablettur sem ekki má slá. Álagablettirnir eru fleiri því auk Æsuleiðis er slíka bletti einnig að finna á Hrísbrú, Norður-Reykjum, Úlfarsá (Álagablettur og Álagabrekka) og Úlfarsfelli. Blettina má ekki, skv. gömlum sögnum, slá eða eiga við á annan hátt.
Álfabyggð er skráð á átta bæjum í sveitarfélaginu, Blikastöðum, Helgafelli, Hraðastöðum, Miðdal, Mosfelli, Óskoti, Reykjakoti og Suður-Reykjum. Um 450 metra suður af bæjarhúsunum á Helgafelli er hóll sem nefndur er Sauðhóll. Samkvæmt gamalli sögn hafði bóndinn á Helgafelli einhvern tíma verið að reka heim fé neðan úr Skammadal í austanbyl. Sá hann þá mann á undan sér sem einnig var við fjárrekstur. Hvarf maðurinn fyrir Sauðhól en þegar bóndi kom sjálfur fyrir hólinn sást hvorki af honum tangur né tetur. Taldi bóndi víst að maðurinn hefði horfið inn í
hólinn með allt féð en það voru víst sauðir. Var þarna því um huldumann að ræða en ekki mennskan mann.
EgilsdysSauðhóll er á því svæði þar sem nú er fyrirhugað að rísi ný íbúðarbyggð. Tekið var fullt tillit til hólsins og mun hann standa áfram inni í hinni nýju byggð.

Mjög margar af þeim fornleifum sem skráðar voru í Mosfellsbæ tengjast landbúnaði, , t.d. útihús, stekkir, kvíar, réttir, nátthagar, fjárborgir, sel og mógrafir. Margar þessara minja eru enn greini-
legar.
Að sögn Bjarka er Víghóll áberandi kletthóll suðvestan við Norður-Reyki. Að sögn fyrrum ábúanda á jörðinni mun hóllin hafa heitið Kvíahól og þá dregið nafn sitt af kvíahleðslum, sem þar hefðu verið undir honum.
Þá var gengið að Hraðaleiðinu. Það er á vesturmörkum jarðarinnar. Skurður vestan hennar undirstrikar mörkin. Dysin er um 15 m löng og um 6 metra breið. Hæðin er um 1.5 m. Ummerkin benda, ef satt er, til þess að þarna hafi höfðingi verið dysjaður. Leiðið liggur, líkt og Æsuleiði, nokkurn veginn suður/norður.
Gamla íbúðarhúsið að Hraðastöðum sem byggt var 1923 og hefur verið endurbyggt. Það er dæmigerður fulltrúi hins „íslenska sveiser“ og mikilvægt sýnishorn ákveðins tímabils í sögu
bændabýla hérlendis (Hörður Ágústsson).
ÓþekktFyrrnefnt gerði, sem uppgötvað var vestast á túninu á Hraðastöðum, skammt sunnan Þingvallavegar, hefur verið nokkuð stórt. Nú er það um 20×20 m að ummáli, hringlaga. Hringurinn er um 0.20 m hærri en túnið umhverfis. Litabreyting er í hringnum miðað við umhverfið. Ef mjög vel er að gáð má sjá móta fyrir hleðslum í hringnum.
Ljóst er að þarna hefur verið mannvirki áður en túnið var sléttað. Hvort sem það hefur verið hringlaga rétt eða eitthvað annað er ástæða til að skoða það sérstaklega. Enn er t.a.m. ekki vitað hvar Kjalarnesþing var til forna, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hvers vegna skyldi það ekki hafa verið þarna – áleiðis til Þingvalla.
Mosfell er ekki langt undan sem og aðrar merkisjarðir fyrrum. A.m.k. kosti væri ástæða til að gaumgæfa þennan stað mun betur. Ekki er vitað hér og nú hvort hann hafi verið uppgötvaður áður sem fornleif svo tekinn var GPS-punktur á hann – ef einhver áhugi skyldi vakna hjá einhverjum.
Innar er Helgadalur. Þar er Katlagil í Grímannsfelli. Í því er hlaðin tóft, sem skoða þarf við tækifæri.
Þá var haldið að Egilsdys. Fyrsti legstaður Egils Skallagrímssonar er sagður í greinilegum haug eða hól á Tjaldanesi. Haugurinn eða hóllinn er nú afgirtur innan hestagirðingur – af einskærri tillitssemi við söguna. Sagnir herma að Egill hafi verið grafinn upp þegar kirkja var reist að Hrísbrú. Margir hafa reyndar velt vöngum um afdrif beina Egils. Egilssaga fjallar um þetta og víðar hefur það verið gert.

Mosfellskirkja

Mosfellskirkja.

Halldór Laxness stúderaði sögu Mosfellsdals á sínum tíma og færði í frásögn með sínum hætti í Innansveitarkróniku: „Kirkja hafði að öndverðu verið reist undir Mosfelli á þeim stað sem síðar hefur heitið Hrísbrú, og stóð þar uns skriða hljóp á túnið á 12tu öld; var þá flutt á hól einn leingra inn með fjallinu, Mosfellsstað sem nú heitir. Hrísbrú varð leigukot í Mosfellstúni vestan skriðunnar.

Þegar kirkjan var flutt fundust, að því er skrifað er, mannabein undir altarisstað í Hrísbrúarkirkju hinni fornu; voru þau miklu meiri en annarra manna bein og fluttu mosdælir þau til Mosfells ásamt með kirkjunni og þóttust gamlir menn kenna þar bein Egils Skallagrímssonar.“
Bein Egils munu skv. þessu hafa verið flutt í gömlu kirkjuna, sem nú er reyndar verið að grafa upp í fornleifauppgrefti að Hrísbrú, en síðan þaðan í gamla kirkjugarðinn við Mosfellskirkju, sem væntanlega hefur staðið skammt austar en núverandi kirkja – há og hnarreist.
Loks var haldið í Jónssel ofan Seljabrekku. Sagt er frá því annar staðar á vefsíðunni ( Bringur – Helgusel – Mosfellssel – Jónssel undir Lýsingar). Bjarki gekk öruggum skrefum inn á óslegin austurtún bæjarins. Hann sagðist hafa farið þangað einu sinni með Guðjóni Bjarnasyni, þáverandi ábúanda. Hann hefði vísað á Jónsselselstóftirnar. Þeir hefðu gengið frá bænum, en á leiðinni hafi þeir komið að folaldi í skurðfestu svo einungis höfuðið hafi staðið upp úr. Tekist hefði að bjarga því, en vegna þessa atviks hafi gangan verið einstaklega eftirminnileg.
Leifar Jónssels eru austarlega á grónum túnum Seljabrekku, en þó enn óhreyft. Sjá má móta fyrir útlínum húsanna. Ekki er þó gerlegt að ákvarða veggi einstaka rýmishluta svo öruggt megi teljast. Tækifærið var notað til að rissa minjarnar upp og mæla. Einnig voru teknir GPS-punktar, en þeir reyndust vera þeir sömu og teknir voru í tilefni framangreindrar lýsingar. Munurinn var einungis sá að nú var grasið hávaxnara en áður.
Ljóst er þó að selstóftin hefur greinst í þrennt. Gengið var inn í aðalrýmið úr suðri. Norðaustan við tóftirnar mótar fyrir stekk eða kví. Vestan tóftarinnar er gamalt vatnsstæði. Jónsselslækur er norðar og er selið reist á suðurbakka lækjarins. Frá selinu sést vel hvar lækurinn liggur enn ósnertur þar sem hann liðast upp (ætti að vera niður) brekkuna suðaustanverða, en norðvestar hefur verið grafinn skurður í hann með stórvirkum vinnuvélum.
Hinar hlöðnu tóftarhleðslur, sem lýst var að Jórunn í Bringum hefði notað við heyskapsverkin í byrjun 20. aldar, virðast nú horfnar niður í þykkan svörðinn. Svona er hin „eilífa hringrás“.
Frábært veður.

Óþekkt

Dómhringur?

 

Arnarnes

„Sumarið 1926 hafði ég tal af frú Þuríði Guðmundsdóttur Mathiesen, ekkju Theodors Mathiesen í Hafnarfirði. Hún er fædd í Kópavogi 14 árum eftir að Jónas kom þangað (21. sept. 1855) og uppalin þar, unz hún var komin á 19. ár. Frú Þuríður er prýðilega gáfuð kona, skýr í tali og minnug vel enn á margt það er hún sá eða heyrði í æsku. — Hún sagði mér af munnmælunum um dysina við veginn gamla efst á Arnarnesshálsi, sem getið er um hér að framan.
Thorgardsdys-21Neðar, á norðanverðum hálsinum, kvað hún vera dys Þorgarðs, sem svo miklar þjóðsögur gengu um, sbr. Þjóðs. Jóns Árnas., I, 388—91. Mun sú dys þó frá fyrri tímum en Þorgarður á að hafa verið á, eftir þjóðsögunum. Annars er svo að sjá sem sumt í þeim, einkum frásögnin um glæp þann er Þorgarður á að hafa verið drepinn fyrir, stafi frá máli Sigurðar á Árbæ. En hvað sem um það er, þá er líklegast að þessi dys sé yfir einhverjum, sem hafi verið líflátinn hér skammt frá eftir dómi á Kópavogsþingi. Ögmundur skólastjóri Sigurðsson hefir sagt mér, að Filippus heitinn Filippusson, sem ólst upp í Arnarnesi, hafi skýrt svo frá, að þetta væri dys Steinunnar frá Árbæ. Ekki er það fortaks-mál, þótt það komi ekki heim við frásögn Þuríðar. Dysin er úr grjóti og allstór. Að norðanverðu hefir henni verið rótað mikið upp, fyrir nokkrum árum, og kann þá að hafa verið tekið nokkuð grjót úr henni. Hún er að austanverðu við gamla veginn, skammt suður frá Litla-Arnarnesi, er Þuríður kvað svo heita. Þar sjást enn á flöt niður við voginn, norðan gamla vegarins, litlar og óglöggar tóftir eftir kot, sem var þar fyrrum.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 42. árg. 1929, bls. 29-30.

Þorgautsdys

Þorgautsdys.

Dysjar

Eftirfarandi fróðleik um Dysjar má finna í fornleifaskráningu Þjóðminjasafnsins í Garðahverfi árið 2003:
Gardahverfi - fornleifar VII„Dysjar eru nefndar meðal Garðakirkjujarða í máldögum þegar árin 1397  og 1477 , í Jarðaskrá kirkjunnar 1565 með ábúandann Jón Markússon  og í Gíslamáldaga 1570. Skv. Jarðabók Árna og Páls var þetta lögbýli í eigu Garða og árið 1703 bjó ekkjan Valgerður Nikulásdóttir á hálfri jörðinni með sex manns í heimili. Hinn helmingurinn var ábúandalaus um nokkurt skeið og hafði séra Ólafur í Görðum af honum nytjar en af  Manntali má sjá að Ásmundur Gissurarson flutti þangað sama ár ásamt kvinnu sinni Hildi Guðmundsdóttur og 11 ára sveitarómaga. Bændur með jarðnyt voru einnig tveir árið 1801, Jón Þorsteinsson og Hans Ormsson hreppstjóri, og hafa búið á Vestur-Dysjum og Austur-Dysjum sem var stærri bærinn. Jón var giftur Iðunni Jónsdóttur og bjuggu hjá þeim 22 ára dóttir, Guðrún, og Guðbrandur Hannesson vinnumaður.
Hreppstjórafrúin Vigdís Jónsdóttir var ljósmóðir að atvinnu. Heimilismenn voru 12 og meðal vinnumanna Narfi Jónsson, trúlega sonur hjóna í einu tómthúsi jarðarinnar, Jóns Narfasonar og Solveigar Hannesdóttur. Jarðnæðislaus eins og þau var einnig nafni hreppstjórans Arnórsson, titlaður húsmaður og fiskari og átti heimili ásamt konu sinni og föður. Fyrir fimmta býlinu var loks handverkskonan og ekkjan Ragnheiður Jónsdóttir sem bjó ásamt móður sinni og 82 ára gömlum húsmanni. Einhver af þessum fjölskyldum hefur væntanlega haldið til í hjáleigunni Dysjakoti en aðrar þurrabúðir eru ekki nafngreindar á Dysjum.
Í Manntal 1816 var fólkið flutt og ekki vitað hvert nema hvað Guðrún Jónsdóttir frá Vestur-Dysjum giftist Bjarna Sveinssyni húsmanni í DysjarSjávargötu. Jónar tveir höfðu hins vegar tekið við ábúð í Dysjum, bókbindari með konu og þrjú börn sem fyrir tilviljun var alnafni fyrri ábúanda, og svo Þorgrímsson nokkur með sjö í heimili,  þeirra á meðal mæðgurnar Herdís Símonsdóttir húskona og Ástríður Jónsdóttir, rétt komin yfir tvítugt. 28 ára gamall sonur húsbóndans, Gamalíel, mun síðar hafa flust í áðurnefnda hjáleigu. Í Manntali 1845 hafði aftur fjölgað á jörðinni en þá var í Vestur-Dysjar kominn Erlendur Halldórsson, þrítugur bóndi og fiskari með konu og þrjú börn, að líkindum sonur Halldórs Erlendssonar í Hlíð. Sjötti heimilismaður hans var Pétur gamli Jónsson sem var á sveitinni. Vigfús Hjörtsson á hinum Dysjabænum hafði sjö í heimili og bjó þar áfram Ástríður, dóttir Herdísar, ekkja og sjálf komin með titilinn húskona og lifði á handiðn. Með henni var fimmtán ára gömul dóttir, Guðrún. Þá voru tómthúsmennirnir þrír, Þórvaldur Sæmundsson með konu og barn, Sigvaldi Árnason með konu og Guðmundur Gíslason með vinnukonu og barn. Loks bjó á jörðinni Ólafur Bjarnason smiður og hafði níu í heimili. Þegar Jarðatal var tekið 1847 voru Dysjar enn í eigu kirkjunnar og ábúendur tveir. Þær eru nefndar í Jarðabók 1861  og voru áfram kirkjueign skv. Fasteignabókum árin 1932 og 1942-4. Dysjar eru skv. Fasteignamati ríkisins enn í ábúð og skráður eigandi Úlfhildur Kristjánsdóttir.
Dysjar-221Árið 1565 galt Jón Markússon í landskuld þrjár vættir fiska, mannslán og vallarslátt, jörðinni fylgdu tvö kúgildi og bóndi hafði eins dags sölvatekju í landi staðarins. 1703 var jarðardýrleiki óviss en landskuld orðin hundrað álnir sem guldust með fjórum fiskavættum í kaupstað og vallarslætti. Kúgildi var eitt á jörðinni og borgaði Valgerður það hálft með fæði til vallarsláttarmanna en auk þess með fiski eða smjöri til staðarhaldara sem bar að uppyngja það. Kvaðir á hvern ábúanda voru dagsláttur, hríshestur og hestlán. Í bústofninum voru tvær kýr en fóðrast kunnu þrjár. Heimræði var allt árið og uppsátur í Dysjavör. Jarðardýrleiki var enn óviss 1847 en landskuld hafði lækkað í 80 álnir. Kúgildið var sem áður eitt. 1861 taldist jörðin 11,5 ný hundruð. 1932 var verðið 37 hundruð kr. fyrir Vestur-Dysjar og 51 hundruð fyrir Austur-Dysjar. Fyrrnefnda bænum fylgdu tvö kúgildi og 20 sauðir, þeim síðarnefnda þrjú kúgildi og 30 sauðir og einn hestur hvorum.
Matjurtagarðar sem við gerð Túnakorts 1918 voru 900 m² á Vestur-Dysjum og 1100 m² á Austur-Dysjum höfðu minnkað í 480 m² vestan megin en stækkað í 1220 m² austan megin og dysjar-223fengust árlega úr þeim tíu og átján tunnur garðávaxta. Jörðin hafði útræði og hrognkelsaveiði hefur verið í Dysjaþara af Dysjabryggju. Árin 1942-4 eru aðeins nefndar Austur-Dysjar og var fasteignamat þeirra orðið alls 61 hundruð kr. Nautgripir voru fjórir, sauðirnir jafn margir og áður og hesturinn einn. Úr görðunum fengust um 24 tunnur og auk fyrri hlunninda nefnd mótekja. Túnið skiptist í Dysja-Vesturbæjartún sem skv. Túnakortinu var 1,2 ha og Dysja-Austurbæjartún sem var 2,1 ha, þ.e. „allstórt“ eins og segir í Örnefnaskrá 1964 en þar eru sérstaklega nefndir nokkrir túnskikar: Hólsflöt ofan bæjanna og Minkaflöt austarlega, kennd við minkabú sem þar var í eina tíð.
Brúarflatir þrjár sem urðu til eftir að Dysjamýri var ræst fram og ræktuð og liggja meðfram henni og eru kenndar við mýrarveginn Dysjabrú  og neðan þeirra er loks nýræktin Dýjaflöt. Frá túnunum er einnig sagt í Örnefnalýsingu 1976-7: „Austan bæjar á Dysjum er túnið sundurskorið af skurðum og teygist upp í Dysjamýrina. Næst bænum er Gerði, þá er Hólsflöt og síðan Minkaflöt. Þar ól Guðmann [Magnússon] eitt sinn minka. Þá er Dýjaflöt og þar fyrir austan Brúarflatir, þrjár flatir, aðgreindar með skurðum, og liggja þær að veginum. Allar þessar flatir hafa verið skírðar í seinni tíð, enda ekki svo langt síðan þær hafa verið ræktaðar.“ Norðan í túninu var svo Dysjakot sem öðru nafni hét Gamlakot og kallaðist þar Dysjakotsvöllur eða Gamlakotsvöllur. Dysjatún var að mestu umgirt garði.
Þetta er syðsta jörðin í Garðahverfi og voru Bakki og Pálshús að vestan og norðan. Austar var jörðin Bali og nefndist vestasti hluti Balamalar Dysjamöl. Að norðaustan var Dysjamýri og við sjóinn suðvestan megin neðan bæjanna hétu Dysjafjörur.
dysjar-222Skv. Túnakortinu heita Dysjar öðru nafni Desjar. Við Fornleifaskráningu 1984 taldi heimildakona skrásetjara nafnið komið frá Völvudys en hún er hins vegar í Miðengislandi. Á Túnakorti er athugasemd um þetta í tengslum við landbrot við Dysjar af völdum sjávar: „Hér munu og hafa brotnað upp síðan í fornöld engjar miklar. – Og líklegra að býlin séu kend við des: (hey) en við dys (dauðra) þar á röku láglendinu.“
Á Túnakorti 1918 má sjá tvær stórar torfbyggingar í bæjarstæðinu, væntanlega bæina tvo en sá vestari skiptist í tvö aflöng hólf og hið vestara aftur í tvö ferningslaga hólf. Stefnan er suðvestur-norðaustur. Skv. Fasteignabók eru Vestur-Dysjar enn úr torfi árið 1932 en þær eru ekki nefndar árin 1942-4 og hafa væntanlega verið komnar úr byggð þá. Í Örnefnaskrá 1964 er talað um Dysjar Vesturbæ og Dysjar Austurbæ. Stóðu bæirnir „lítið eitt aðgreindir fram um 1900“. Í Örnefnalýsingu frá 1976 segir: „Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. Dysjavör er vestan við Balamöl. Gömlu bæirnir á Dysjum stóðu frammi á sjávarbakkanum, beint niður af íbúðarhúsinu, sem nú er.
Nú hefur sjór brotið alveg upp að gamla bæjarstæðinu. Fast fyrir norðan núverandi íbúðarhús er fjós og hlaða, byggt um 1944-45. Bílskúr tengir það íbúðarhúsinu. Fjárhús er fast norðaustan fjóssins. […] Íbúðarhúsið á Vestur-Dysjum stendur, eins og nafnið bendir til, rétt vestan við Austur-Dysjar og gripahús og hlaða frá Vestur-Dysjum rétt sunnan hússins. U.þ.b. 15 m sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir […]“. Þeir voru að mestu horfnir í sjóinn þegar fornleifaskráning fór fram 1984, annar þeirra, líklega sá vestari, var alveg farinn en „hleðslugrjót sést í bakkanum“.

Heimild:
-Þjóðminjasafn Íslands 2004, Garðahverfi – fornleifaskráning 2003, bls. 16-24.

Garðahverfi

Garðahverfi – flugmynd.