Tag Archive for: Eldborg

Eldborgir

Af og til hafa verið unnar skemmdir á náttúruverðmætum Reykjanesskagans. Áður fyrr voru það einkum vegargerðarmenn og landeigendur en í seinni tíð hafa orkufyrirtækin verið stórtækust í eyðileggingunni. Raunar er fyndið að heyra fólk tala um að gufuaflsvirkjanir „valdi minni eyðileggingu“ en fallvatnsvirkjanir. Þetta er svona álíka gáfulegt og halda því fram að hver sá sem orðið hefur fyrir skaða geti þakkað fyrir að skaðinn varð ekki meiri. Best er að enginn verði skaðinn þegar hægt er að koma í veg fyrir hann.

EldborgFallegir gjall- og klepragígar svo og önnur verðmæt svæði, sem eyðilögð hafa verið á svæðinu eru allnokkur. Má þar nefna Moshól undir og vestan Núpshlíðarhorns, sem Krýsuvíkurvegurinn var lagður í gegnum. Jón Jónsson, jarðfræðingur, taldi hann einn merkilegastan slíkra á landinu. Í honum var t.a.m. hægt að sjá þverskurð myndunarinnar. Eldborg norðan Höskuldarvalla er ágætt dæmi um eyðilegginguna, hluta Rauðhóls við Afstapahraun, minjar í Herdísarvíkurhrauni austanverðu, Rauðhóla við Suðurlandsveg (sem voru gervigígar), gíg austan Hesthúsabrekku við Grindavíkurveg, Hraunhóla undir Vatnsskarði, Óbrennishóla við Bláfjallaveg og Litlu-Eldborg undir Geitahlíð, auk síðustu skemmdarverkanna á gígum Hellisheiðarinnar. Hægt er að fullyrða hér og nú að í öllum tilvikum hefði verið hægt að komast hjá eyðileggingunni og að þau verðmæti, sem þar fóru forgörðum, hefðu nú þegar margfaldast í „verði“. En því miður er það nú svo að enn er líkt með allt of mörgum og verktakanum er greinir frá í fréttinni hér á eftir.
Í Mbl. föstudaginn 16. ágúst árið 1968 er frétt með fyrirsögnina „Skemmdir á fallegum gíg á Hellisheiði – Náttúrvernadrráð stöðvar framkvæmdir“.
Í fréttinni kemur fram að „framtakssamur maður úr Ölfushreppi fékk fyrir nokkru leyfi hreppsins til að taka möl úr eldgígnum Nyrðri-Eldborg, sem er milli Bláfjalla og Lambafells á Hellisheiði. Gígur þessi er hinn fegusti og er Náttúrverndarráð komst á snoðir um hvað gera átti, voru gerðar ráðstafnir til þess að koma í veg fyrir skemmdir á gígnum en því miður virðist það orðið of seint. Hefur verið farið yfir norðurhlið gígsins með jarðýtu og skafinn mosinn ofan af og vegur verið lagður upp í miðja hlíðina.

EldborgBlaðamanni Morgunblaðsins gafst í dag tækifæri til þess að fara með dr. Þorleifi Einarssyni, jarðfræðingi, upp í Svínahraun til þess að skoða þær skemmdir, sem orðið hafa á gígnum Eldborg. Milli Bláfjalla og Lambafells lá nýrudd slóð út af þjóðveginum og stór mannlaus jarðýta við vegamótin. Ókum við 3 kílómetra upp eftir slóðinni unz við komum að gígnum.
Þorleifur, sem þekkir jarðfræði Hellisheiðar manna bezt, benti á það á leiðinni, að slóðin hefur verið lögð á brún hrauntraðar, sem hraunið úr Eldborg rann um og væri þessi hrauntröð ein fallegasta sinnar tegundar hér á landi. Var hún frá slóðinni að sjá sem djúpur árfarvegur og var botninn sem hvítfreyðandi á yfir að líta. Sagði Þorleifur, að þessi slóð væri ljótt ör á þessu fallega landslagi.
Er að gígnum kom, var ljótt umhorfs. Gígurinn er tvöfaldur og hefur hraunið komið þar upp úr nyrðri gígnum. Brattar hliðar gígsins hafa á undanförnum öldum náð að verða mosagrónar, en nú er stór svartur blettur á þeirri hlið gígsins, sem að þjóðveginum snýr. Þar hefur greinilegt verið farið yfir með jarðýtu nýlega og mosinn skafinn ofan af. Sárið var mjög nýlegt og að því er virðist ekki eldra en frá því í gærmorgun. Auk þess að mosinn hefur verið skafinn af hlíðinni hefur verið ruddur slóði upp í miðja hlíð.
Eldborg Er þorleifur skoðaði verksummerki á staðnum, varð honum að orði, að hann skildi ekki hver ætlunin hefði verið með því að gera þetta jarðrask. Þeim, sem þarna ætlaði að taka möl, hlyti að hafa verið kunnugt um, að gjall væri í gígnum og því væri ekki unnt að sjá hver ætlun hans hefði verið með því að spilla hlíðinni, því enn væri vegarslóðinn að gígnum ekki orðin bílfær. Sagði Þorleifur, að verk þetta hlyti að hafa verið unnið af óvitaskap.
Dr. Finnur Guðmundsson sagði í gær, aðð Náttúrverndarráð hefði komist á snoðir um það, sem frra, fór í Eldborg fyrir fáeinum dögum. Hefði þá þegar verið hringt til sýslumanns Árnessýslu og oddvita Ölfushrepps og um leið rætt við eiginkonu mannsins, sem fyrir framkvæmdunum stóð, því ekki hefði verið unnt að ná tali af honum sjálfum. hefði svo um samizt, að ekki yrði haldið áfram framkvæmdum næstu tvo eða þrjá daga, þar til Náttúruverndarráð hefði haldið fund um málið.
Í gær sagði dr. Finnur svo, að haldinn hafi verið fundur í Náttúruverndarráði og hefði verið ákveðið á þeim fundi að friðlýsa staðinn eins og ráðinu er heimilt samkvæmt lögum. Sendi ráðið skeyti sýslumanni Árnessýslu, formanni náttúruverndarnefndar sýslunnar og oddvita Ölfushrepps og tilkynnti um ákvörðun sína.
Að lokum gat dr. Finnur Guðmundsson þess, að ef rétt reyndist, að jarðraski hefði verið haldið áfram eftir að Náttúruverndarráði var gefinn frestur til þess að halda fund um málið, teldi hann það vísvitandi gerð náttúruspjöll og sér þætti mjög alvarlegt, ef ráðist hefði verið á hlíð gígsins í gærmorgun.
Eldborg Morgunblaðið náði í gær tali af Páli Hallgrímssyni, sýslumanni, sem sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um framkvæmdir við Eldborg fyrr en dr. Sigurður Þórarinsson hefði hringt til sín í fyrradag. Hreppsnefnd Ölfushrepps hefði upphaflega leyft, að möl yrði tekin úr gígnum, og hefði verið vegna þess, að hún hefði álitið gíginn hverja aðra gjallhrúgu. Myndu á hinn bóginn hreppsnefndarmenn allir af vilja gerðir að stöðva framkvæmdir nú, er víst væri um miklvægi þess, að það yrði gert. Ekki kvaðst Páll hafa fengið skeyti Náttúruverndarráðs, en ef búið væri að friðlýsa staðinn, kæmi það væntanlega til sinna kasta, að sjá um, að því yrði framfylgt.
Morgunblaðið gerði í gær ráðstafanir til að ná tali af manni þeim, sem staðið hefur fyrir framkvæmdum við Eldborg, en á árangurs.“
Slóðinn, sem um getur í fréttinni er enn greinilegur – 38 árum seinna. Hann hefur reyndar verið nýttur talsvert í seinni tíð. Rask það er að honum laut á því enn við og rúmlega það. Gígsárið sjálft hefur hins vegar smám saman verið að gróa upp þó enn megi vel greina það í hlíðinni. Svona sár gróa upp á 60-100 árum. Það verður því að gaumgæfa vel allar framkvæmdir, jafnvel þær smærstu, er áhrif geta haft á umhverfið – til lengri tíma litið. Hér er ekki verið að halda því fram að engu megi raska. Einungis er verið að vara við vanhugsuðari röskun eða röskun án tilgangs.
Segja má að framangreind umfjöllun MBL fyrir 38 árum hafi komið í veg fyrir skemmdir á náttúruverðmætum. Í dag ríkir þögnin ein – og verðmæti glatast.

Heimildir:
-Mbl. 16. ágúst 1968.

Eldborgir

Eldborg

Gengið var um Eldborg, Drottningu og Stóra-Kóngsfell vestan Bláfjalla. Eyrað er fjær og væntanlega hluti af eldri gígaröð vestan í hálsunum.
Eldborg hangir utan í smáfjallinu Drottningu sem er svo aftur við hliðina á Stóra-Kóngsfelli. Eldborg er það fyrsta sem Göngusvæðiðgrípur augað, en hún mjög glæsileg á að líta, regluleg í lögun og með skarði sem hraunið hefur runnið út um og myndað glæsilega hrauntröð út frá henni. Rétt er að gefa sér tíma til að skoða þetta fyrirbæri, en ekki er svo ýkja langt síðan eldar brunnu þarna, eða svona ca. 1000 ár. Hraun það sem vall þarna út hefur runnið alla leið niður í Heiðmörk og myndar efsta lagið í s.k. Hólmshraunum. Þegar gengið er um hraunin umhverfis Drottningu og Stóra-Kóngsfell svo og litið yfir afurðir Þríhnúka má telja ljóst að þau hafi öll runnið á svipuðum, ef ekki sama, tíma. Þríhnúkar, gígarnir suðvestan Stóra-Kóngsfells og Eldborg eru augljóslega á sömu sprungureininni og því að öllum líkindum gosið á sama tíma. Út frá gígunum undir hlíðum Stóra-Kóngsfells, er og smáþvergígaröð yfir í vesturöxl fjallsins. Miklar og langar hrauntraðir liggja út frá öllum  gígunum svo og margar aðrar grennri – og ekki síst tilkomuminni. Ein meginhrauntröðin liggur frá gígunum undir Stóra-Kóngsfelli til norðurs niður í Heiðmörk, alla leið að Hólshrauni, og önnur til austurs að miklu kvikuhólfi milli fellanna.
DrottningÁfram skal svo haldið upp með Stóra-Kóngsfelli að sunnanverðu og halda svo vestur frá því og í átt að Þríhnúkum. Þó er rétt að veita því athygli að uppi við Stóra-Kóngsfell vestanvert og skammt þar fyrir vestan eru gígar sem þónokkuð hraun hefur runnið úr, Kóngsfellshraun og Rjúpnadyngjuhraun. Þarna gaus skömmu á eftir Eldborg.
Þríhnúkar, eru eins og nafnið gefur til kynna, þrír hnúkar sem allir eiga það sameiginlegt að vera gígkeilur og eru um 1000 ára gamlir. Sá austasti geymir eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði í nágrenni höfuðstaðarins, og jafnframt eitthvað það hrikalegasta. Óhætt er að segja að hægt sé að fá í hnén, bara við það eitt að standa við svart gímaldsop í toppi hnjúksins, vitandi það að það eru um 121 metrar niður á fast og það í frjálsu falli í 150.000 rúmmetra rými. Með öðrum orðum, það er rétt að fara ekki of nálægt.
Eldborg vestur af Bláfjöllum er einn þriggja gíga af eldborgargerð hjá Kóngsfelli. Friðlýst 1971. Um friðlýsinguna segir í Stjórnartíðindum B, nr. 121/1974:

 

Varða á Drottningu

„Auglýsing um náttúruvætti í Eldborg í Bláfjöllum:
Samkvæmt heimild í 22. gr. laga nr. 47/1971, um náttúruvernd, hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið fyrir sitt leyti að lýsa Eldborg í Bláfjöllum náttúruvætti.
Mörk hins friðlýsta svæðis eru þessi: Að austan ræður (1) Bláfjallavegur eins og hann er nú. Að sunnan (2) hugsuð lína skemmst 200 m frá rótum Eldborgar frá vegi að suðurenda. Drottningar, (3) með hábrún hennar að norðurenda hennar og (4) þaðan til austurs að vegi, 200 m frá rótum hið næsta.
Um svæðið gilda eftirfarandi reglur:
1. Óheimilt er að ganga um hlíðar og barma gígsins utan merktra gönguslóða. Enn fremur er hvers konar akstur utan vega á hinu friðlýsta svæði bannaður.
2. Skylt er vegfarendum að sýna varúð, svo ekki spillist gróður eða aðrar minjar á hinu friðaða svæði í umhverfi eldstöðvarinnar.
Gígur suðvestan við Kóngsfell3. Jarðrask allt og mannvirkjagerð á hinu friðaða svæði er háð leyfi [Umhverfisstofnunar]
4. Ekki má fara með hesta um svæðið utan vegar og stranglega er bannað að beita þeim innan þess.
Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.
Felld eru úr gildi eldri ákvæði um friðun svæðisins.
Ráðuneytið er samþykkt friðlýsingunni og birtist hún hér með með skírskotun til 32. og 33. gr. laga nr. 17/1971, um náttúruvernd, og tekur friðlýsingin gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum.
Menntamálaráðuneytinu, 3. apríl 1974.
Magnús T. Ólafsson.“

 

Gígur suðvestan við Kóngsfell

Þegar vegur var lagður að skíðalöndunum við Bláfjöll fyrir nokkrum árum [1982] opnaðist nýr og ókunnur heimur fyrir flestum. Til þess tíma höfðu fáir lagt leið sína um þær slóðir en vegurinn breytti öllum aðstæðum í einni svipan. Það sem áður var torsótt almenningi varð nú aðgengilegt. Má þar m.a. nefna hellana i hrauninu, gönguferðir á hæstu kolla Bláfjalla og vestur á Heiðina há svo eitthvað sé nefnt. Um þessar mundir er unnið að gerð vegar frá Krýsuvíkurveginum áleiðis að Bláfjöllum og þegar þeirri vegargerð er lokið opnast fjölbreytt og skemmtileg ökuleið um nýtt svæði, sem er fáum kunn, en mjög forvitnileg. Að vestan hefur vegurinn verið þegar lagður að Lönguhlíð, en eftir er að gera ca. 12-15 km langan kafla svo endar nái saman. En sá hluti leiðarinnar er mjög áhugaverður, einkum frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Jón Jónsson jarðfræðingur hefur kannað þetta svæði manna mest og birt niðurstöður sínar bæði í ræðu og riti. Til hans er því sóttur mestur sá fróðleikur um hraun og eldgos sem getið verður um hér á eftir.
Skömmu áður en við komum áleiðis upp að skíðaskálanum í Bláfjöllum yfirgefum við bílinn við Eldborgina, en það er reglulega lagaður og mosavaxinn gígur vestan við veginn. Götuslóði liggur upp a gígbarminn og er sjálfsagt að ganga þangað upp að vestanverðu. Gígurinn er reglulega lagaður, um 200 m í þvermál og um 30 m djúpur.

Hrauntröð vestan Stóra-Kóngsfells

Frá Eldborginni hafa runnið mikil hraun og munu lengstu hraunstraumarnir hafa runnið alla leið niður í Lækjarbotna. Eldborgin var friðlýst árið 1971 sbr. framangreint.
Eftir að hafa skoðað Eldborgina er stefnan tekin Drottningu. Uppgangan var auðveld sem framhald að aðkomunni að suðaustanverðu. Þegar upp var komið blasti við hið ágætasta útsýni yfir Eldborgina í austri og á háan „ektamakann“ í vestri. Gengið var niður af fellinu að vestanverðu og stefnan tekin yfir og upp hraunið á barmi hrauntraðar að Stóra-Skógfelli.
Stóra-Kóngsfell bar við loft í vesturátt. Við göngum fram hjá allstórum móbergshnúk, sem nefnist Drottning. Fær hann efalaust þetta nafn vegna nálægðar við Kóngsfellið, sem er miklu ábúðarmeira til að sjá. Stóra-Kóngsfell er um 602 m y.s. og þaðan er frábært útsýni yfir nágrennið og til strandarinnar við Faxaflóann. Fjallið er auðvelt uppgöngu og sjálfsagt að glíma við það en ekki er síður skemmtilegt að að ganga með því að vestan. Þar hafa hraunstraumar runnið upp að hlíðarrótum og þar sem hraun og malarskriður mætast eru jafnan gott að ganga.
GengiðAð þessu sinni var gengið á fellið að norðvestan. Uppgangan var auðveld og án vandræða. Þegar upp var komið blasti við hið mikla útsýni til allra átta; yfir að höfðuborgarsvæðinu, upp á Þríhnúkum, niður á hrauntraðir og yfir að Strompum, auk þess sem Rauðuhnúkar og og Vífilsfellið sáust baða sig í kvöldsólinni í norðaustri.
Efst á Kóngsfellinu er merkjavarða því þar koma saman landamerki fjögurra sveitafélaga þ.e. Reykjavíkur, Kópavogs, Selvogshrepps og Grindavíkur. Þegar gengið var í kringum vörðuna á fellinu má segja að gengið hafi verið um fjögur sveitarfélög á innan við 10 sekúndum. Þetta var þó skammvinn skmmtun því í raun og veru eru landamerkin alls ekki þarna heldur á Litla-Kóngsfelli sbr. eftirfarandi landamerkjalýsingu fyrir Ölvus og Selvog: ,,Að vestanverðu; Úr steyptum stöpul á Borgarhólum, þaðan beina línu í Sýsluþúfu, þaðan bein lína í Sýslustein austan Lyklafells, og þaðan bein lína í steyptan stöpul á Vífilsfelli. Úr stöpli á Vífilsfelli eftir hæstu tindum Bláfjalla í Bláfjallahorn, þaðan í Kóngsfell (Litla-Kóngsfell).
,,Að sunnanverðu; Úr Kóngsfelli (Litla-Kóngsfelli) beina línu í Kálfahvamm, vestan í Geitafelli, þaðan beina stefnu afur í Fálkakletta. (Ofangreind lína styðst við hrd. 1996:2848.)

Varða á Stóra-Kóngsfelli - Þríhnúkar fjærVestan við fellið eru nokkrir smágígar sem vekja forvitni, bæði sökum lögunar og fjölbreytni í litum. Aðalgígarnir eru þrír og sá vestasti þeirra er mestur. Hraunið úr þessum gígum þekur svæðið milli Kóngsfells og Drottningar og telur Jón það ljóst, að þarna hafi gosið á sögulegum tíma, eða eftir að norrænir menn settust að hér á landi. Gígarnir og þetta eldbrunna svæði umhverfis umhverfis Kóngsfellið er mjög áhugavert og væri unnt að dvelja þar lengi dags, en tíminn líður og gönguferðinni er ekki lokið enn. Vestan við Kóngsfellið eru Þríhnúkarnir og þeir verða næst á leið okkar.
Þríhnúkarnir eru fornar eldstöðvar og segir Jón Jónsson að þeir séu meðal “sérstæðustu eldstöðva á Reykjanesskaga bæði hvað snertir útlit eldstöðvanna sjálfra og eins hraun, sem frá þeim hafa komið”. Þar hafa orðið tvö gos að minnsta kosti og í síðara gosinu mun austasti hnúkurinn hafa myndast. Upp á þann hnúk munu allir ganga, sem eiga þarna leið um, því gígurinn er opinn og því skoðunarverður. Hann er lóðréttur, nokkuð á annað hundrað metra á dýpt eftir því sem best er vitað, en nokkrir fullhugar hafa sigið til botns í gígnum og kannað hann lauslega. Það er óhugnanleg tilfinning að standa á gígbarminum og horfa niður í kolsvart gímaldið. Er þá eins gott að gæta sín og kunna vel fótum sínum forráð.

Útsýni

Þegar hér er komið sögu geta menn valið um tvennt: að ganga sömu leið tilbaka að bílnum eða halda áfram, fram hjá Stóra-Bolla, niður Grindaskörðin og vestur að Lönguhlíð, að vegarendanum og láta sækja sig þangað. Ekki skiptir máli hvor kosturinn er valinn. Það sem fyrir augun hefur borið í þessari ferð ætti flestum að vera nægilegt umhugsunarefni eftir daginn. Fjölda margir gígar, stórir og smáir, hafa verið skoðaðir, og hvarvetna blasir við eldbrunnið, gróðursnautt land. Þetta tvennt er talandi tákn um þau reginöfl sem liggja dulin í undirdjúpunum og minnir okkur um leið á nálægð þeirra. En þeir sem hafa mesta unun af hressandi gönguferð með víðsýni til allra átta fá einnig nokkuð fyrir snúð sinn því útsýnið yfir strandlengjuna við Faxaflóann er frábært, hvort sem staðið er á Stóra-Kóngsfelli, Þríhnúkum eða Stóra-Bolla. Það þekkja þeir sem þangað hafa komið. HÉR má sjá myndband af svæðinu.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild m.a.:
-Mbl. 7. ágúst 1982.

Göngusvæðið úr vestri

Lambafellsklofi

Gengið var um Trölladyngjusvæðið norðanvert, þ.e. um Eldborg og Lambafellsklofa.
Um er að Eldborg - svona gæti hún hafa litið út - ósnertræða tvær andstæður; annars vegar fallegan og verðmætan eldgíg út frá bæði jarðfræðilegu og ferðamannalegu sjónarmiði, sem nú hefur verið eyðilagður, og hins vegar jarðfræðifyrirbæri, misgengi gegnum fjall, sem fengið hefur að vera í friði. Það er því óneitanlega skemmtilegri aðkoma að síðarnefnda staðnum.
Í dag ganga ferðalangar framhjá Eldborginni, án þess að vilja líta hana augum. Borgin er tákn skammsýni mannsins og lítinn skilning á því hver eru  hin raunverulegu verðmæti. Efnið úr gígnum var flutt í vegstæði. Efnið var einnig tekið úr öðrum gíg skammt frá, Rauðhól. Ef á annað borð var nauðsynlegt að taka efni úr fallegum og sérstökum náttúrufyrirbærum hefði verið skömminni skrárra að taka einungis efni af öðrum hvorum staðnum, t.d. Rauðhól. Best hefði verið að láta þá báða ósnerta, en taka efnið í fjarlægari námum nyrst í Afstapahrauni. Það hefði reyndar orðið svolítið Eldborg - sem afleiðingar skammsýni mannsinsdýrara fyrir hlutaðeigandi vegagerðarmenn, en miklu mun ódýrarar til lengri tíma litið – eki síst í ljósi þess að eitt helsta aðdráttarafl ferðamann hér á landi er óspillt og stórbrotin náttúran.
Eldborg við Trölladyngju er einn af gígunum sem Afstapahraun rann úr árið 1151. Afstapahraun er næst yngsta hraunið í sveitarfélaginu. (Yngst er Arnarseturshraun við Snorrastaðatjarnir, frá 1226, skv. upplýsingum Hauks Jóhannessonar, jarðfræðings.) Hin upptök Afstapahrauns eru í fallegum gíðum við Selsvelli nokkru sunnar. Inni í miðju Afstapahrauni, sem fyrrum mun hafa verið nefnt Arnstapahraun, eru óbrinnishólmar; Tóur, þar sem grórningar eru miklu mun meiri og betri en í mosavöxnu nýhrauninu. Fyrrnefndir gígar Afstapahrauns eru sunnan og suðaustan við Driffell, vestan undir Vesturhálsi og hefur hraunið úr þeim runnið þaðan alla leið fram í sjó í Vatnsleysuvík.
LambafellsklofiLambafell er jafnan nefnt Vestara-Lambafell og Austara-Lambafell (sjá loftmyndina). Þau sluppu við að lenda undir Afstapahrauninu, líkt og Snókafell skammt vestar. Austara-Lambafellið er um 160 m.y.s. Því er svo lýst í bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd: „Í fellinu nyrst er djúp og mikilfengleg gjá, Lambafellsgjá, sem gaman er að skoða. Gjáin gengur inn í mitt fellið og er mjög þröng neðst, eða 1-3 m á breidd, en víkkar þegar ofar dregur, lengd sprungunnar er um 150 m og hærra veggstálið er 20-25 m hátt. Það er skemmtilegur “álfabragur” á því að geta gengið inn í fjall og síðan upp úr því. Í fellinu er bólstrabrotaberg og í gjáveggjunum sést hver “koddinn” við annan. Önefnið Lambafellsklofi hefur einnig heyrst og þá er átt við gjána og ein heimild nefnir fellið sjálft Klofningsfell.“
Snókafellið er að vísu stakt, eins og nafnið gefur til kynna, en í því er ekkert misgengi. Misgengi það sem sjá má í Lambafelli má einnig sjá í Þorbirni (Þorbjarnarfelli) ofan við Grindavík.
Skemmtilegast er að ganga um Lambafellsklofa í ágúsmánuði. Þá er klofinn jafnan fullur af fiðrildum, sem leita þar lyngnunnar. Þegar komið er inn í gjána við slíkar aðstæður er hún  ævintýrlalandi líkust.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Afstapahraun

Víkingaskip í Afstapahrauni.

 

 

Sogasel

Haldið var upp á Höskuldarvelli þar sem ætlunin var að ganga á Trölladyngju og síðan til baka um Sogin. Vegurinn upp á Höskuldarvelli liggur upp Afstapahraun, sem mun vera frá sögulegum tíma.

Keilir

Hoft á Keili af Trölladyngju.

Gengið var upp grasi gróna vesturhlíð Dyngjunnar, um skarð og síðan aflíðandi upp á hana að austanverðu. Dyngjan er ber á bakinu, en ekki erfið uppgöngu. Heildargangan tekur u.þ.b. 30 mínútur. Fallegt útsýni er af Trölladyngju yfir Höskuldarvelli, Oddafell, Eldborg, Lambafell, niður og norðaustur eftir Dyngjurana, Grænudyngju og um hálsinn að sunnanverðu, yfir að Spákonuvatni og Sogin. Grænadyngja er austan við Trölladyngju og er gróinn dalur (dyngja) á milli þeirra. Hún er gróin upp á topp og því tiltölulega auðveld uppgöngu.
Trölladyngja er móbergsfjall, en þegar komið er á efri hluta hennar verður bólstraberg áberandi. Stundum var talað um Trölladyngur, Dyngjur eða Dyngjuhnúka, og þá átt við báða hnúkana. Trölladyngja er um 375 m og Grænadyngja er um 400 m. Í Trölladyngju hefur fundist silfurberg.
Milli Dyngnanna er skarð sem skipt er þversum af lágum hálsi og heitir hann líklega Söðull.

Sog

Í Sogum.

Sogin skilja Dyngjurnar frá Núpshlíðarhálsi, en þau eru grafningar miklir. Í þeim eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu, og litadýrðin mikil, einkum að sunnanverðu. Hraun hafa runnið bæði í norður og suður, meðal annars Afstapahraun, bæði yngra og eldra (Geldingahraun). Enn er þarna mikill jarðhiti á ýmsum stöðum.
Reykjanesinu er gjarnan skipt í 4 eða 5 eldstöðvakerfi, Reykjanes-Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndazt háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, í Svartsengi, í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Eldstöðvakerfin hafa öll skilað blágrýti (þóleiískt berg) til yfirborðsins á nútíma nema Hengilssvæðið. Píkrít er að finna í gömlu og minni dyngjunum á svæðinu en ólivínþóleit í hinum yngri og stærri. Fjöldi dyngnanna frá nútíma er u.þ.b. 30 og gossprungur eru í tugatali.

Sogin

Litadýrð Soganna.

Eldborgin norðan við Trölladyngju var einnig nefnd Ketillinn. Hún hefur verið fallegur gígur, en er nú ekki svipur hjá sjón. Jón Jónsson, jarðfræðingur, segir að gosið í Eldborg hafi án efa verið með þeim seinustu á þessu svæði og sennilega það síðasta. Það er því yngra en Afstapahraun.
Höskuldavellir eru rúmur kílómetri að lengd og tæpur kílómetri á breidd. Þeir urðu til við leiframburð Sogalækjar, sem kemur úr Sogunum og rennur norður um vellina. Ekki er vitað við hvaða mann vellirnir eru kenndir, en þeir eru í landi Stóru-Vatnsleysu.
Gengið var upp skarðið stóra milli Dyngnanna, yfir að Sogunum. Búið er að girða af beitarhólf Suðurnesjamanna, en víða í grónum giljum má sjá allt að fimm metra undir girðinguna.

Sog

Í Sogum.

Sogin eru 150-200 m djúp leirgil sem mikill jarðhiti hefur verið í fyrrum og aðeins eimir af enn. Þægilegt er að ganga niður í Sogin sunnan við Dyngjurnar og útsýnið er stórbrotið og litadýrðin mikil. Leirkenndur jarðvegurinn er rokgjarn, en drekkur í sig bleytu. Fallegur hver er í hlíðinni sunnan við Sogalæk. Honum var fylgt niður Sogaselsdalur eða Sogadal, litið á tóftir þar sunnan við lækinn og síðan haldið að selsminjunum inni í Sogagíg eða Sogaselsgíg. Gígurinn er opinn til suðurs, girtur skeifulaga hamrabelti og hefur því myndað gott aðhald fyrir skepnur. Þarna var Sogasel frá Kálfatjarnarhverfi og jafnvel Krýsuvík. Margar kofatóftir eru á þremur stöðum í gígnum og kví undir vestari hamraveggnum og við nyrstu tóftina.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Sesselju G. Guðmundsdóttur.

Sogin

Sogin.

Eldborg

Ætlunin var að ganga spölkorn eftir hinni gömlu og djúpt mörkuðu þjóðleið er lá eftir endilöngum Reykjanesskaganum um Mosa og framhjá Eldborg undir Trölladyngju. Skammt frá götunni leyndist m.a. skjól með mannvistarleifum (fyrirhleðslu) og e.t.v. einhverju fleira.

Hálsagötur - djúpt markaðar

Sesselja Guðmundsdóttir frá Brekku undir Vogastapa (Kvíguvogastapa) er mannakvenna fróðust um uppland Vatnsleysustrandar-hrepps. Fróðleikur hennar hefur m.a. birst í bók hennar „Örnefni og göngurleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“ (1995), sem löngu er uppseld, en hefur nú verið endurútgefin (2007). Hún hefur m.a. skoðað Hálsagöturnar, þjóðleið til og frá Grindavík fyrr á öldum, sem og mögulegan „Selsvallaveg“ er gæti hafa verið hluti þeirra. Hún sendi eftirfarandi:
Í fundargerð sýslunefndar Gullbringusýslu frá árinu 1898 er beint spurningu til sýslumanns, hvort sýslunefndinni beri að halda við Selsvallavegi. Á þessum tíma voru nýleg lög um vegi og þeir skilgreindir í þeim eftir mikilvægi.  Þarna virðist eitthvað óljóst hver beri ábyrgð á Selsvallavegi, og Báruskjól í Eldborgarhraunieða hvort Landssjóður eigi að kosta hann.
Líklega er þarna um að ræða Hálsagötur sem Bj. Sæm. (1867-1940) kallar svo. Í Árbók FÍ. 1936 skrifar Bjarni:  ‘’Úr Víkinni [Grindavík] er farið’’ inn’’ í eða ‘’upp’’ í Fjall: Móhálsa …’’  ‘’… Af Krísuvíkurveginum er önnur leið ‘’inn í Fjall’’; er þá farið t.v. út af honum í Litla-Leirdal, inn með Bratthálsi, um Einihlíðasund, upp með Sandfelli sunnanverðu, yfir Skolahraun, yfir að Vesturhálsinum, og ’’ inn’’ Þrengslin, inn á Selsvelli. Þaðan má svo halda áfram inn með hálsinum, inn á Höskuldarvelli, undir Trölladyngju, fram hjá hinum lágvöxnu Lambafelllum, niður Dyngnahraun, og Almenning, niður á þjóðveginn nálægt Straum, eða fara niður hjá Keili, niður með Afstapahrauni á þjóðveginn innan við Vatnsleysu..’’  Þarna er Bjarni að fjalla um vegi um aldamótin og þá nálægt ártalinu úr sýlsunefndarfundargerðinni um Selsvallaveg.
Hér fjallar Bjarni um götu inn á Þrengslin og þá ruddu götuna sem er frekar nær Hraunsseli en Selsvallaseli en ekki þá með hófförunum sem vísar til Selsvallaselja. Spurning hvað hluti götunnar hefur verið kallaður Selsvallavegur?  Samkv. neðanverðum sýsluskjölum  er Selsvallavegur ekki þjóðvegur árið 1866 en einvher vafi um hann sem slíka árið 1898!  Reyndar skrýtið að enginn þjóðvegur er til frá Grindavík og inn úr samkv. þessu!  Virðist hafa gleymst!“
Hálsagötur - unnar að hlutaHálsagötur virðast hafa legið með Dyngjum og yfir Bergshálsinn en ekki með Oddafellinu við Hverinn eina. Og þá var ekki um annað að ræða en að halda enn og aftur af stað.
Gengið var frá Eldborg undir Trölladyngju eftir götu er gæti vel hafa verið hluti af fyrrgreindri Hálsagötuleið. Þegar komið var að Lambafellinu norðaustanverðu sást gatan þar sem hún liggur inn í hraunið til norðausturs. Þar virðist gatan hafa verið unnin á stuttum kafla, líklega með það fyrir augum að gera hana akfæra. Skammt austar eru gatnamót; annars vegar götu er liggur upp að norðanverðu Fíflvallafjalli og hins vegar þeirri götu er gengið hafði verið inn á. Gatamótin gætu verið tilkominn vegna sameiginlegra hagsmuna, en ekki einungis vegna þess að þarna hafi menn viljað geta beygt til öndverðra átta. Menn, sem komu frá Grindavík, höfðu t.a.m. engan hag af því að að beygja til hægri og feta götuna þaðan til Krýsuvíkur. Krýsvíkingar höfðu að sama skapi engan hag af því að fara þessa leið til Grindavíkur. Þarna fóru því annars vegar menn á leið til og frá Grindavík og hins vegar menn til og frá Krýsuvík um Hraunin og vestan þeirra.
Í leiðinni var skyggnst eftir „Báruskúta“ í Eldborgarhrauni austan Afstapahrauns, milli þess og Mosa. Hann kom fljótlega í ljós í hrauninu skammt ofan við Mosana. Fyrir skúta eru manngerð hleðsla. Þarna gætu refaskyttur eða hreindýraeftirförumenn hafa legið fyrrum.
Þá var komið niður á Mosana. Að þessu sinni var haldið til norðurs með vestanverðri hraunröndinni, inn fyrir Klöppuð HálsagataBöggukletta, að þeim stað er gatan er hvað mörkuðust í hraunklöppina norðan þeirrra. Ljóst er að þarna hefur verið mikið umferð um aldir.
Í bakaleiðinni var komið við í Bögguklettum. Um er að ræða einstaka klettastanda þars em sjá má hvernig nýrra hraun hefur runnið þunnfljótandi úr nýrra gosi yfir eldra hraun og smurt sig upp á sprungna klettarhæðaveggina. Síðan hefur hrauneðjan sjatnað og skilið eftir þunna skán á eldra berginu, sem enn má berja augum.
Þegar beinni götu hafði verið fylgt til baka yfir Mosana og upp á Eldborgarhraunið á nýjan leik, komu í ljós gatnamót nokkru norðan Lambafellsins. Sú gata var fetuð upp að ofanverðum hlíðum suðvestan Einihlíða. Gatan er mjög slétt og greiðfær á kafla, en torfærari annars staðar. Líklega er hér um að ræða „stytting“ kunnugra er leið áttu til og frá Krýsuvík til Hrauna vestan Garðahrepps (Hafnarfjarðar) og áður hefur verið lýst. Reikna má með að enn ein gatan geti leynst nokkru norðar og nær Einihlíðum, en góð og greinileg gata er austan þeirra. Liggur sú gata að Búðarvatnsstæðinu.
Í hraunum Reykjanesskagans eru mikil gatnakerfi frá liðnum öldum.
Gangan tók 4 klst og 4 mín. Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Þjóðskjalasafn Íslands. Sýsluskjöl Gullbr.sýslu. Vatnsleysustr.hr. Hreppsskjöl II. Þjóðvegir 1862-1870. (SG).

Bögguklettar

Bögguklettar.

 

 

 

 

Brennisteinsfjöll
Gengið var upp með suðurjaðri Hvammahrauns (Hvannahrauns) frá Gullbringu austan Kleifarvatns með stefnu á Vörufell (534 m.ys.). Ætlunin var að skoða hina formfögru gíga Vörufellsborga og halda síðan upp að Eldborg (570 m.y.s.) í Brennisteinsfjöllum, drottningu glepragíganna á Reykjanesskaganum. Miklar hrauntraðir, margir gígar og væntanlega allnokkur forvitnileg jarðop vörðu leiðina, en glöddu augað.
Orkufyrirtæki hafa haft ágirnd á Brennisteinsfjöllum. Ekki síst þess vegna var ákveðið að gaumgæfa það með hliðsjón af öðrum mögulegum verðmætum – og jafnvel meiri – til lengri tíma litið. Göngusvæðið er allt innan umdæmis Grindavíkur.
Hraunið norðan Gullbringu heitir Hvammahraun og er sagt kennt við hvammana sem eru í kring þar sem það fellur niður sunnanverða Vatnshlíð og út í vatnið. Þessi hraunstraumur er annar af meginstraumum sem hafa komið hafa úr mikilli gígaröð í Brennisteinsfjallaeldstöðinni til vesturs. Hluti hraunstraumsins rann til norðurs, m.a. niður í Fagradal. Hinn straumurinn féll niður í Herdísarvík, til suðausturs. Hins vegar, ef grannt er skoðað,má sjá fleira en eitt hraun í Hvömmunum. Þegar gengið var niður frá Eldborg má sjá stóran gíg. Úr honum hefur komið þunnfljótandi hraunkvika og runnið niður hlíðarnar. Það helluhraun hefur greinilega fallið niður syðst í Vatnshlíðinni og er undir hrauni því sem jafnan er nefnt Hvammahraun. Það er því eldra. Hvammahraunið hefur hins vegar komið úr gígunum vestan við Kistufell.
Gengið var upp með Gullbringu með hraunkantinum, inn á gömlu þjóðleiðina ofan hrauns (Dalaleiðin), upp gróinn sneiðing í brekkunni norðan Gullbringu og áfram upp með Brúnunum. Þar er stórt jarðfall, alveg við götuna. Niðri í því er Gullbringuhellir. Hann hefur m.a. verið notaður sem skjól því í hellinum er hlaðið undir bæli undir vegg. Ofar er annað op á hellinum. Rásin er sú sama. Þar í rás er rúmgóður hellir, a.m.k. 150 m langur.
Haldið var áfram upp með hraunjaðrinum, upp undir svonefndar Bringur, sem sumir hafa viljað meina að heiti Gullbringa. Nafnið sé komið af því að á kvöldin þegar sólin er að setjast á bak við Miðdegisnúk á Sveifluhálsi slái gullleitum bjarma á hlíðina alla. Það vita reyndar þeir sem séð hafa. Hinir, sem verið hafa á Bringunum þegar morgunsólin kemur upp sjá hins vegar gylltum bjarma slá á Gullbringu (þá neðri).
Beygt var til hægri upp úr hvömmunum og stefnan tekin á Vörðufell. Haldið var yfir í hrauntröð mikla er kemur úr eldborg norðvestan Vörðufells. Þá var gengið á hina breiðu og reglulega formuðu eldborg norðan Vörðufells. Kvikan úr henni hefur að mestu unnið niður í Herdísarvíkurhraun við Lyngskjöld.
Norðan eldborganna er Eldborg í Brennisteinsfjöllum. Hún er fremur lítil, en stendur hátt. Þegar staðið er uppi á henni má sjá svo til um allan Reykjanesskagann. Sást vel yfir að Hvirfli, Grindarskarðshnjúkum og Syðstubollum í norðri, Æsubúðum í suðri og yfir Sveifluhálsinn, Núpshlíðarhálsinn, Keilir, Fagradalsfjall, Þórðafell og Súlur í vestri. Gígaröðin liggur til NA norðan hennar og SV sunnan hennar. Áður en komið var að Eldborginni sást rjúpa þjóta hjá – og hvítur refur í loftköstum á eftir. Hann var svo upptekinn við veiðarnar að honum yfirsást mannfólkið.
Vestan Eldborgar er enn ein eldborgin, sem fyrr sagði. Þar er stærsti gígurinn og sá þeirra sem framleitt hefur mesta þunnfljótandi kvikuna er rann að mestur til vesturs, niður hlíðarnar.
Að þessu sinni var ekki gengið um Kistufell og niður í Brennisteinsnámurnar, enda gert ráð fyrir að um það svæði verði gengið í annarri ferð n.k. vor þegar skimað verður eftir „götunum djúpu“ norðvestan Kistufells (fundust í einni FERLIRsferðinni, ca. 10-15 m djúp).
Tiltölulega fáir þekkja til Brennisteinsfjalla en þau eru í næsta nágrenni við höfuðborgina, í Reykjanesfólkvangi sem er náttúruperla við bæjardyr borgarinnar. Þar eiga Grindvíkingar og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins og næsta nágrennis athvarf til að stunda útivist og njóta náttúrunnar á svæði, sem nýtur verndar.
Orkustofnun hefur skoðað Brennisteinsfjöll m.t.t. háhitaöflunar. Í umsögn stofnunarinnar segir að „Brennisteinsfjallasvæðið er fremur lítið og afmarkað“ með hliðsjón af því. Á vefsíðu stofnunarinnar segir m.a. um svæðið:
„Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Virkur jarðhiti kemur fram sem gufur í um 450 m hæð, en köld ummyndun er á fjórum stöðum og vitnar um meiri virkni á fyrri tíð. Jarðhiti á yfirborði er óverulegur og miðað við útbreiðslu jarðhita og ummyndunar er svæðið um 3 km2. Viðnámsmælingar benda til þess að svæðið sé um 18 km2 á 700 m dýpi undir sjávarmáli, um 1200 m undir yfirborði þar sem jarðhita verður vart. Háhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í samnefndri sprungurein og hefur gosið þar a.m.k. 30–40 sinnum eftir að ísöld lauk. Brotalínur eru ungar á svæðinu frá sjó og norður á Mosfellsheiði og verða oft jarðskjálftar á um 5 km breiðu og um 40 km löngu belti.
Jarðskjálftar í Brennisteinsfjöllum geta orðið nokkuð stórir. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.“ Með umfjölluninni fylgja yfirlitsmyndir, sem sýna alls ekki þá miklu náttúrufegurð er svæðið hefur að geyma.
Brennisteinsfjöll eru eina sprungureinin og háhitasvæðið sem enn er að mestu er ósnortið – öllum hinum hefur verið raskað að meira eða minna leyti vegna jarðhitanýtingar.
Náttúruperlur eins og sú sem hér er rædd eru gríðarlegar auðlindir í sjálfu sér, ósnortnar og kynngimagnaðar. Verndargildi þeirra er hátt sem þýðir á máli hagfræðinnar að þær eigi vafalaust eftir að margfaldast að verði eftir því sem tímar líða. En um leið má búast við ásókn þeirra sem vilja nýta sér jarðvarmann á þessum svæðum og virkja. Þegar hefur verið sótt um leyfi fyrir rannsóknaboranir í Kerlingarfjöllum og í Reykjanesfólkvangi, m.a. í Brennisteinsfjöllum. Augljóst er að virkjanir á þessum stöðum munu hafa mikil og óafturkræf náttúruspjöll í för með sér.
Forsætisráðherra hefur haldið því fram að ríkisstjórnin hafi enga stefnu í uppbyggingu álvera. Á sama tíma geysast menn áfram og leggja til að reist verði ný álver og þau eldri stækkuð, allt með fullum stuðningi stjórnvalda. Sama stefnuleysi ríkir í virkjanamálum. Stjórnvöld hafa gefið raforkufyrirtækjum lausan tauminn með því að innleiða samkeppni á raforkumarkaði en hafa ekki enn lokið við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í raun má efast um að stjórnvöld ætli sér yfir höfuð nokkuð með þeirri vinnu sem hefur farið í gerð rammaáætlunarinnar. Í fyrsta áfanga hennar, er ekki einu sinni fjallað um Kerlingarfjöll sem virkjunarkost.
Til eru stjórnmálasamtök er telja að dýrmæt náttúrusvæði, eins og Brennisteinsfjöll, eigi að vernda. Það er engin þörf á því að ráðast að þessum perlum. Þvert á móti er mikilvægt að hlúa að þeim með því að samþykkja að gerð verði um þau verndaráætlun. Þannig yrði vernd þeirra tryggð og séð til þess að unnt væri að njóta þeirra um ókomna tíð.
Guðrún Hallgrímsdóttir segir Brennisteinsfjöll vera öræfi Reykvíkinga. Reyndar má segja að fjallasvæðið allt sé í rauninni ómetanleg verðmæti allra landsmanna.
Á Reykjanesskaganum má enn rekja stórkostlega jarðsögu, líklega sögu sem á engan sinn líka og hefur á síðustu 5000 árum mótað landsslag þéttbýlisins á suðvesturhorninu.
Áhrifavaldar í mótun skagans eru fjögur eldstöðvakerfi sem liggja á gosbeltinu eftir endilöngum skaganum og hefur gosið í þeim öllum á sögulegum tíma. Þau eru Reykjaneskerfið þar sem gaus fyrir um 1500 – 1800 árum og svo aftur í Reykjaneseldum árin 1211 – 1240, Trölladyngjukerfið en þar gaus fyrir 2000 árum og síðan aftur í Krýsuvíkureldum 1151-1180, Brennisteinsfjallakerfið sem var virkt fyrir 2000 árum og aftur í Reykjaneseldum og að lokum það stærsta Hengilskerfið sem var í essinu sínu fyrst fyrir um 5000 árum og svo aftur fyrir 2000 árum.
Þegar stórhuga menn mæltu fyrir stofnun Reykjavíkurfólksvangs um miðjan áttunda áratug síðustu aldar bentu þeir á að á fáum stöðum á landinu væri að finna fjölbreyttari eldgosmyndanir og hvergi í Evrópu væri að finna sambærileg jarðfræðifyrirbæri í návist þéttbýlis. Þarna mætti finna flest það sem sóst væri eftir inn á Miðhálendinu, öræfakyrrð og óröskuð víðerni.
Eftir stofnun fólksvangsins var ítrekuð nauðsyn þess að huga að framtíðarskipulagi varðandi landnotkun. Það skipulag hefur ekki litið dagsins ljós en nú 30 árum síðar er búið að ráðstafa þremur af þessum fjórum eldstöðvakerfum og háhitasvæðum til fjölnýttrar orkuvinnslu þ.e. að framleitt er rafmagn, hitaveituvatn, grunnvatn og iðnargufa. Byggðar hafa verið verksmiðjur, jarðböð og orkuver. Nýtingu háhitasvæða fylgja vegalagnir og efnisnámur, borholur, borplön, raflínur og vatns- og gufuleiðslur. Þeir sem fara um Hengilsvæðið og Hellisheiði, út á Reykjanes eða ganga um Svartsengi og meðfram Eldvörpum sjá hvernig borholum hefur verið dritað um allt. Vegir liggja þvers og kruss. Aðeins Brennisteinsfjöll ein eru eftir ósnortin.
Óþarfi er að bíða eftir áætlun um landnýtingu, en hins vegar er nauðsynlegt að bjarga Brennisteinsfjöllum. Þau heita eftir brennisteinsnámum á háhitasvæði á afskekktu landsvæði suður af Lönguhlíð þar sem merkar minjar er að finna um sambúð lands og þjóðar en er þó með öllu ósnortið af nútímanum. Svæðið er töfrandi náttúruparadís þar sem gefur að líta ýmsar gerðir gíga, stuðlaberg, hrauntraðir og tjarnir.
Orkuyfirvöld hafa nú þegar óskað eftir því að hefja rannsóknir í Brennisteinsfjöllum. Gegn því hefur Náttúrufræðistofnun lagst enda fylgja slíkum rannsóknum vegir, borholur og borplön. Þar með væri búið að eyðileggja öll háhitasvæðin á Reykjanesi.
Verði komið í veg fyrir veitingu leyfis til rannsókna í Brennisteinsfjöllum kæmi til greina að friðlýsa hluta Reykjanesfólksvangs sem fyrsta skref í stofnun rekbelta – heimsminjasvæðis sem næði áfram austur eftir gosbeltinu til Vatnajökuls og þaðan norður í Axarfjörð eins og Sigrún Helgadóttir hefur stungið upp á.
Full ástæða er til að ígrunda það alvarlega að friðlýsa Brennisteinsfjöllin sem ósnortið víðerni – og það fyrr en seinna.
Umhverfisstofnun vekur athygli á að í bréfi, dagsettu 26. nóvember 2003, er rektor Háskóla Íslands hafði farið þess á leit við umhverfisráðherra að auglýsingu um friðland í Herdísarvík verði breytt á þann veg að mögulegt verði að rannsaka og nýta jarðhita sem er að finna í Brennisteinsfjöllum. Umhverfisráðuneytið óskaði eftir afstöðu Umhverfisstofnunar til málsins með bréfi dagsettu 20. janúar sl. Álit stofnunarinnar var eftirfarandi:
„Í Brennisteinsfjöllum er jarðfræðileg fjölbreytni mikil, þar er að finna merkar og nánast ósnortnar eldgosaminjar, jarðskjálftasprungur, misgengi og háhita. Brennisteinsfjöll, og raunar allt Herdísarvíkurfriðland, eru hluti af stærra svæði sem fjallað er um í tillögu Umhverfisstofnunar um náttúruverndaráætlun, þ.e. Brennisteinsfjöll-Herdísarvík, en lagt er til að svæðið allt verði friðlýst sem náttúruvætti eða friðland.
Við val á tillögum sem fjallað er um í þingsályktunartillögu um þetta efni var svæðum meðal annars forgangsraðað með tilliti til jarðfræðilegra minja með einkunnagjöf. Þar fékk svæðið Brennisteinsfjöll-Herdísarvík næsthæstu einkunn og á eftir Geysi, en Reykjanes- Eldvörp- Hafnarberg og Grændalur fengu þriðju hæstu einkunnina. Þegar vinnuhópur umhverfisráðuneytis var að störfum lág fyrir að umhverfisráðuneyti hafði með bréfi dags 13. júní 2003, til iðnaðarráðuneytis, lagst gegn því að veitt yrði rannsókna- og nýtingarleyfi í Brennisteinsfjöllum. Í þingsályktunartillögunni var einungis fjallað um Geysi og Reykjanes- Eldvörp- Hafnarberg en ekki þótti ástæða til að fjalla um Brennisteinsfjöll- Herdísarvík að sinni, þar sem ekki voru áform uppi um nýtingu þessa svæðis.“ Nú er hins vegar raunin önnur, en rökin um verndun svæðisins eru enn þau sömu.
Á 130. löggjafarþinginu lagði Ásta R. Jóhannesdóttir fram eftirfarandi fyrirspurn fyrir iðnaðarráðherra: „Hvernig hefur verið brugðist við umsóknum Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur um leyfi til rannsókna í Brennisteinsfjöllum?“
Svar iðnaðarráðherra var eftrifarandi: „Á miðju ári 2000 barst iðnaðarráðuneyti erindi frá Hitaveitu Suðurnesja þar sem farið var fram á rannsóknarleyfi til jarðhitarannsókna í Brennisteinsfjöllum. Á sama tíma barst ráðuneytinu sams konar erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Í báðum tilvikum óskuðu umsækjendur eftir rannsóknarleyfi með fyrirheit um nýtingarleyfi.
Þetta var í fyrsta sinn sem tveir aðilar sóttu um rannsóknarleyfi á sem næst sama tíma frá því lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, voru sett. Í þeim lögum er ekki kveðið á um það að ekki megi veita tveimur hæfum aðilum rannsóknarleyfi á sama svæði og á sama tíma. Ráðuneytið hefur litið svo á að túlka beri lög nr. 57/1998 svo að heimilt sé að veita fleiri en einum aðila rannsóknarleyfi á sama svæðinu.

Ráðuneytið telur að í slíkum tilvikum þurfi sérstaklega að tryggja að þær framkvæmdir eða rannsóknir sem leyfishafar hyggjast fara í séu ekki ósamrýmanlegar. Hins vegar verður að telja afar ólíklegt að tveir aðilar skuli samtímis standa að dýrum rannsóknum á sama jarðhitasvæðinu án þess að hafa fengið fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi.
Eðli málsins samkvæmt er ekki unnt að veita fleiri en einum aðila fyrirheit um forgang til nýtingar á sama svæði. Þar sem lög nr. 57/1998 mæla ekki fyrir um hvernig gert skuli upp á milli umsækjenda taldi ráðuneytið ekki unnt að veita öðrum umsækjandanna fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi. Var því beiðni um fyrirheit um forgang til nýtingar fyrir Hitaveitu Suðurnesja annars vegar og Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar hafnað í júní 2002. Ráðuneytið benti hins vegar umsækjendum á þann möguleika að þeir sameinuðust um rannsóknir á svæðinu og fengju tilskilin leyfi til þess ásamt fyrirheiti um forgang að nýtingu.
Í lok janúar 2003 sóttu fyrrgreind fyrirtæki sameiginlega um leyfi til að rannsaka umfang, magn og afkastagetu jarðhitasvæða í Brennisteinsfjöllum. Þar var farið fram á að fyrirtækjunum verði sameiginlega veitt nýtingarleyfi á svæðinu ef árangur rannsókna reynist jákvæður. Í apríl 2003 var óskað eftir umsögnum Orkustofnunar, umhverfisráðuneytis og viðkomandi sveitarfélaga um umsókn fyrirtækjanna um rannsóknarleyfi í samræmi við ákvæði laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Orkustofnun og sveitarfélögin tóku jákvætt í að rannsóknarleyfi yrði veitt, en umhverfisráðuneyti taldi að ekki ætti að svo komnu máli að veita Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur rannsóknarleyfi og fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi.
Á fundi með umhverfisráðuneyti 26. águst 2003 var farið yfir forsendur fyrir áliti ráðuneytisins, en árið 2000 hafði ráðuneytið ekki lagst gegn því að rannsóknarleyfi yrði veitt, þó með ströngum skilyrðum.
Á fundinum kom fram að undirstofnanir ráðuneytisins hefðu gert nokkrar athugasemdir um að upplýsingar vantaði, m.a. hvað varðaði aðkomuvegi að svæðinu, staðsetningu borplana, og auk þess kom ósk um að beðið yrði eftir niðurstöðum rammaáætlunar. Á fundi með orkufyrirtækjunum í september 2003 var ákveðið að freista þess að afla þeirra gagna og upplýsinga sem talið hafði verið að á skorti í umsókn fyrirtækjanna um rannsóknarleyfi. Þá voru niðurstöður rammaáætlunar kynntar í lok nóvember 2003 þar sem fram kom að virkjun í Brennisteinsfjöllum telst í þeim flokki virkjana er næst minnst umhverfisáhrif hafa.
Þegar framangreind viðbótargögn berast iðnaðarráðuneyti mun umsagnaraðilum lögum samkvæmt kynnt þau gögn og þeim gefið tækifæri á að tjá sig um þau. Komi ekki fram verulegar efnislegar og rökstuddar athugasemdir mun iðnaðarráðuneytið í framhaldi af því gefa út leyfi til jarðhitarannsókna í Brennisteinsfjöllum.“
Í þingræðu 7. des. 2005 fjallaði Kolbrún halldórsdóttir m.a. um Brennisteinsfjöll:
„Ef við værum skynsöm mundum við nú setja reiknimeistara yfir það að reikna ólíka hagsmuni, annars vegar af því að vernda Brennisteinsfjöll og hins vegar að hleypa orkufyrirtækjunum þar að til að ná í jarðvarmann til að selja raforkuna ódýrt til stóriðju. Hvorir hagsmunirnir ætli kæmu betur út? Í mínum huga er ekki nokkur vafi, langtímahagsmunirnir af náttúruverndinni yrðu miklu meiri. Ég er sannfærð um það af því að reikniaðferðirnar sem umhverfissinnaðir hagfræðingar hafa þróað í þeim efnum hafa sýnt okkur fram á að ef dæmin eru reiknuð til enda þar sem náttúruverndarsvæði eru eða verndarsvæði sem hafa mikla verndarhagsmuni eru þau svo þung á vogarskálunum þegar til langs tíma er litið.
Ef þau eru reiknuð inn í heildarverðmætamatið eða hagsmunamatið allt verður útkoman sú að á endanum borgi það sig beinlínis í beinhörðum peningum fyrir okkur að vernda slíkt svæði. (Gripið fram í: Hefurðu …?) Varðandi Brennisteinsfjöll hefur þetta ekki verið reiknað svo að ég viti en gerðir hafa verið útreikningar og skrifuð um þetta háskólaverkefni, bæði hér á landi og reyndar í háskólum erlendis. Ég minnist þess að í háskólum í Skotlandi hafa háskólastúdentar reiknað út svæði á þessum nótum hér á Íslandi. Það þarf oft að fara út fyrir landsteinana til að fólk átti sig á því hve mikil verðmæti eru í húfi. Þessi aðferð sem kölluð er „skilyrt verðmætamat“ hefur verið reynd á ákveðnum svæðum á Íslandi og það hefur ævinlega komið í ljós að verndargildi svæðanna sem hafa verið reiknuð er gríðarlega hátt. Stjórnvöld hafa þó verið ófáanleg til að meta þá hagsmuni og taka þá inn í lokaákvarðanatöku um endanlega nýtingu á svæðinu. Þá er ég að tala um að náttúruvernd sé líka nýting. Það er auðvitað það sem þessi stjórnvöld verða að fara að opna augu sín fyrir. Með því að vernda náttúruna ósnortna erum við að nýta hana til yndisauka og yndisaukinn hefur á reiknistokki þeirra hagfræðinga sem ég var að tala um ákveðið verðgildi.“
Enn ein rökin fyrir því að hinkra og hætta þessu óðagoti, láta ekki eftir orkufrekjunni í orkufyrirtækjunum vegna þess að það liggur ekki lífið á, er að hér er fjöldi virkjunarkosta, í vatnsaflinu jafnvel, fullrannsakaður og ónýttur. Hv. þm. Mörður Árnason fór yfir það áðan og það skiptir verulegu máli að við tökum þetta upp á arma okkar á þeim nótum að við horfum heildstætt á málin.
Í Brennisteinsfjöllum er sérstætt háhitasvæði, nánast ósnortið og með afar hátt verndargildi. Svæðið er hið eina fjögurra eldfjallakerfa á Reykjanesi, sem ekki hefur verið spillt með borunum, vegagerð og línulögnum. Í Brennisteinsfjöllum eru merkar gosminjar frá sögulegum tíma, umhverfið er stórbrotið með gígum, eldhraunum og hellum, og þar má rekja opnar jarðskjálftasprungur og misgengi. Eldvirkt svæði nær alveg frá sjó norður fyrir Sandskeið. Dýrmætt er að hafa aðgang að öræfakyrrð og svo fjölbreyttu landslagi í aðeins 20 km fjarlægð frá þéttbýlinu á suðvesturhorni landsins. Að Brennisteinsfjöllum steðjar nú hætta þar sem mikill þrýstingur er á stjórnvöld um að veita rannsóknarleyfi þeim aðilum er telja svæðið fýsilegt til orkunýtingar. Skorað hefur verið á stjórnvöld að friðlýsa Brennisteinsfjöll, varðveita þau sem ósnortið víðerni og tengja þau friðlandinu í Herdísarvík eins og lagt er til í Náttúruverndaráætlun.
Þegar staðið var ofan við Bringurnar norðanverðar og horft yfir Hvammana og Vatnshlíðina mátti vel ímynda sér þá ógnarkrafta sem þarna hafa verið að verki er hraunið rann, fyllti dalinn og stöðvaðist úti í Kleifarvatni austanverðu. Undir er eldra helluhraun, sem sést vel þar sem það rann niður hlíðna sunnanverða.
Hellir ofarlega í brúnum var skoðaður. Hann var í þröngri rás, en fallegar myndanir voru í honum. Vel mátti sjá hvar Dalaleiðin liggur yfir hraunið þar sem það er mjóst, inn í óbrennishólma að sunnanverðu. Breið kindagata liggur umhverfis hraunið. Líklegt má telja að gangandi fólk hafi farið beint af augum eftir stígnum þvert yfir hraunið til suðurs frá vestanverðum hraunkantinum í Vatnshlíðinni, en ríðandi fólk farið eftir hinni miklu og áberandi götu í hrauninu undir Vatnshlíðinni og síðan krækt með hraunkantinum að Gullbringu. Gatan þar er áberandi enn þann dag í dag. Við Gullbringu skiptist gatan enn á ný, annars vegar í sneiðing upp hlíðina austan við fjallið og áfram um Kálfadali, og hins vegar í gróna sneiðingnum til vesturs norðan fjallsins og síðan yfir að Hvömmum sunnan Kleifarvatns.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. (16. km).

Heimildir m.a.:
-Guðrún Hallgrímsdóttir.
-Svandís Svavarsdóttir.
-Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson 2001.
-Umhverfisstofnun.
-Kolbrún Halldórsdóttir
-Alþingi.

Brennisteinsfjöll

Ofan Fagradals.

Eldvörp

Vefurinn „VisitReykjanes“ gaf út „göngukort„; Reykjanes-HikingMap, sem leiðbeina átti áhugasömu fólki um útivist að dásemdum Reykjanesskagans. Kortið og upplýsingarnar eru sæmilegar til síns brúks:

1. Arnarsetur

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – hrauntjörn.

Fremur stutt gossprunga (2 km) með gjall- og klepragígum. Hraun frá henni (um 20 ferkm) er stórskorið og þar eru hraunhellar og ummerki um mannvistir. Eldgosið er úr seinni hluta rek- og goshrinunnar Reykjaneseldar á árabilinu 1210-1240.

2. Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – Kistufellsgígur.

Stór þyrping móbergsfjalla frá síðari hluta ísaldar. Efst er hraundyngjan Kistufell. Fjöllin eru skorin nokkrum gossprungum með nútíma gígaröðum en þó ekki yngri en landnám. Háhitasvæði er norðan í fjöllunum. Þar var numinn brennisteinn nálægt 1880.

3. Djúpavatn/Spákonuvatn/Arnarvatn

Djúpavatn

Djúpavatn.

Þrjú stöðvötn í móbergshryggjunum Vesturhálsi og Sveifluhálsi, að mestu með grunnvatni. Djúpavatn er við samnefnda ökuleið, að hluta eldgígur. Spákonuvatn við Sogin er sprengigígur, eins og Arnarvatn við göngustíg yfir Sveifluháls.

4. Eldborg við Höskuldarvelli

Eldborg

Eldborg undir Trölladyngju.

Norðvestur af Höskuldarvöllum, sléttu graslendi við rætur Grænudyngju og Trölladyngju, rís stór gjall- og klepragígur, eldri en landnám. Gígurinn er skemmdur eftir efnisnám. Jarðhitagufur stíga upp við gíginn.

5. Eldborg við Geitahlíð

Eldborg

Eldborg undir Geitahlíð.

Forsöguleg gossprunga skerst inn móbergsstapann Geitafell með fimm gígum. Eldborg er þeirra langstærstur og brattastur, úr gjalli en einkum kleprum. Austur úr honum liggur myndarlegur hraunfarvegur, hrauntröð.

6. Eldvörp

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Um 10 km löng gígaröð í skástígum hlutum úr gos- og rekhrinunniReykjaneseldum 1210-1240, ásamt um 20 ferkm hrauni. Jarðhiti er á yfirborði við miðbik raðarinnar og ein rannsóknarborhola. Mannvistarleifar eru hér og var við Eldvörp.

7. Grænadyngja/Trölladyngja

Trölladyngja

Trölladyngja á Reykjanesskaga.

Brött móbergsfjöll vestan við Sog. Ungar gossprungur umlykja þau og háhitasvæði eru þar nálæg. Apalhraun runnu frá gosstöðvum suður til sjávar við Reykjanesbraut, t.d. Afstapahraun.

8. Hafnarberg

Hafnarberg

Hafnarberg.

Há og löng sjávarbjörg, að mestu úr hraunlögum, sunnan við gömlu verstöðina Hafnir. Nokkrar tegundir sjávarfugla verpa í þverhnípinu. Merkt og vinsæl gönguleið liggur þangað frá vegi að Reykjanesi.

9. Háleyjarbunga

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga.

Lítil og flöt hraundyngja með stórum toppgíg, 20-25 m djúpum, eftir flæðigos. Hún er 9.000 ára gömul eða eldri, og úr frumstæðri basalttegund úr möttli sem nefnist pikrít. Grænir ólivínkristallar eru áberandi.

10. Hrafnagjá

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

Siggengi á togsprungu, 12 km langt og allt að 30 m hátt. Það er lengsta brotalínan af þeirri gerð á Reykjanesskaga og sést af Reykjanesbraut. Gjáin er hluti dæmigerðs sigdals skammt frá Vogum.

11. Hrólfsvík

Hrólfsvík

Hrólfsvík.

Lítil vík, þekkt sem fundarstaður hraunmola með hnyðlingum, þ.e. grófgerðum djúpbergsmolum úr gabbróinnskoti. Hraunið er af óvissum aldri og uppruna.

12. Hrútagjáardyngja

Hrútargjárdyngja

Hrútargjárdyngja.

Hraundyngja, 6.000-6.500 ára, ásamt 80- 100 ferkm hrauni; alls rúmir 3 rúmkílómetrar. Hún er með stórum toppgíg og skorin djúpum gjám sem kunna að vera merki um ris vegna kvikuinnskota.

13. Hvassahraunskatlar

Hvassahrauns

Hvassahraunskatlar.

Hraundrýli í hrauni úr Hrútagjárdyngju. Þau myndast jafnan við öflugt gasútstreymi nálægt eldgíg en í þessu tilviki um 10 km frá dyngjuhvirflinum.

14. Katlahraun

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Hraun sem rann í sjó fram fyrir um 2.000 árum, hlóðst upp við ströndina vegna fyrirstöðu. Stór, hringlaga hrauntjörn myndaðist en tæmdist eftir að hlutar hennar höfðu storknað. Eftir standa margvíslegar hraunmyndanir.

15. Kerlingarbás

Önglabrjótsnef

Berggangur í Kerlingarbás.

Leifar þriggja stórra gjóskugíga, 800 til 2.000 ára gamalla. Ofan á þeim liggja hraunlög, það efsta úr Yngri Stampagígum, úr Reykjaneseldum, eins og tvö yngstu gjóskulögin. Berggangar skera gjóskuna.

16. Lambafellsgjá

Lambafellsgjá

Í Lambafellsgjá.

Lambafell myndaðist sennilega á næst síðasta jökulskeiði. Toghreyfingar vegna plötuskriðs hafa klofið fellið. Í norðri opnast 150 m löng og 50 m djúp gjá en aðeins 3-6 m breið, með veggjum úr bólstrabergi. Gjáin er vel fær.

17. Méltunnuklif

Méltunnuklif

Méltunnuklif.

Lágt klettabelti með ólíkum jarðlögum, móbergi (palagónít túffi), gamalli jökulurð, millilögum, hraunlögum og einum roffleti; samtals ágætt yfirlit yfir helstu þætti í myndunarsögu Reykjanesskagans.

18. Rosmhvalanes

Rosmhvalanes

Á Rosmhvalanesi.

Stórt flatlendi með elstu jarðlögum Reykjanesskagans. Yfirborðslögin eru úr dyngjuhraunum, mjög jökulsorfnum. Myndunartíminn er talin vera tvö síðustu hlýskeið ísaldar sem gengu yfir fyrir 120.000 (Eem) til 240.000 árum (Saale).

19. Sandfellshæð

Sandfellshæð

Sandfellshæð.

Ein stærsta hraundyngja Reykjanesskagans. Hraunbreiðan úr henni nær vel yfir 100 ferkm. Toppgígurinn er stór en grunnur. Eldstöðin er um 14.000 ára en þá stóð sjór 30 m lægra en nú.

20. Skálafell

Skálafell

Skálafell á Reykjanesi.


Samsett eldstöð sem hlóðst upp fyrir 3.000 til 8.000 árum í fáeinum eldgosum. Efst er reglulegur gjall- og klepragígur. Misgegngi í grendinni mynda austurjaðar Reykjaneseldstöðvakerfisins og gos- og rekbeltisins á Suðvesturlandi.

21. Sog

Sog

Í Sogum.

Fáein vatnssorfin gil og lágir hryggir suðvestan við Trölladyngju mynda sundursoðið, myndbreytt og litríkt svæði eftir virka háhitahveri. Þar er töluvert um gufuaugu, vatnshveri og leirhveri.

22. Stampar

Stampar

Gígar í Yngra- Stampahrauni.

Tvær samsíða gossprungur með fjölda gjall- og klepragíga á Reykjanesi, nálægt Reykjanesvirkjun. Eldri gígarnir og hraun eru 1.800 til 2.000 ára en hinir urðu til í Reykjaneseldum, langri gos- og rekhrinu 1210-1240, ásamt 4,6 ferkm hrauni.

23. Sundhnúkaröð

Sundhnúkar

Sundhnúkar.

Gígaröð sem reis á gossprungu fyrir um 2.300 árum. Hraun frá henni rann til sjávar, m.a. þar sem nú er Grindavík. Þar voru ágætar bátalendingar í lóni sem smám saman þróaðist til góðrar hafnar og þéttbýlisins.

24. Sveifluháls

Sveifluháls

Á Sveifluhálsi.

Einn af lengstu og stærstu móberghryggjum jarðvangsins. Hann geymir góðan þverskurð af ásýndum móbergsmyndunar; lagskipt móberg (túff), þursaberg (breksju) og bólstraberg. Allt ber þetta vitni um átök kviku, jökulíss og vatns.

25. Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – gígurinn.

Stór og flöt hraundyngja, vel sjáanleg af Reykjanesbraut. Hún liggur langan veg yfir helluhraun hennar. Það er yfir 130 ferkm að flatarmáli og rúmmál gosmyndunarinnar a.m.k. 5,2 rúmkm. Dyngjan er talin um 14.000 ára gömul.

26. Ögmundarhraun

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – dys Ögmundar.

Stór hraunbreiða frá 1151. Hún er syðsti hluti nokkru yngri hrauna úr rek- og goshrinunni Krýsuvíkureldum (1151-1180). Gossprungan nær sundurslitin um 25 km til norðausturs. Ögmundur var sagður berserkur sem lagði veg um hraunið.

27. Brimketill

Brimketill

Brimketill – Oddnýjarlaug.

Lítil náttúrulaug í rofdæld með sjó, án jarðhitavirkni, við ströndina vestan við Grindavík. Þarna á skessan Oddný að hafa setið á góðum stundum.

28. Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa.

Táknræn göngubrú liggur yfir togsprungu sem rekja má til gliðnunar jarðskorpu vegna plötu-(fleka-)reks um Mið-Atlantshafshrygginn. Meðalrekhraðinn er um 2 cm/ár en hreyfingarnar verða í hrinum með mislöngu bili.

29. Eldey

Eldey

Eldey.

Eldey reis úr sjó í gjóskugosi og er gerð úr lagskiptu móbergi, 77 m há, um 15 km frá landi úti á Reykjaneshrygg sem er hluti Mið-Atlanshafshryggjarins. Aldur hennar er óþekktur. Um 18.000 súlupör halda sig á 0,3 ferkm flötu landi.

30. Gunnuhver

Gunnuhver

Gunnuhver.

Þyrping ólgandi leir- og gufuhvera á Reykjanesi. Þeir breytast með tíma. Þyrpingin varð til að nokkru eftir jarðskjálftahrinu 1967. Heitið vitnar um sögu af illræmdum draug, Gunnu, sem sökkt var með blekkingum ofan í hver.

31. Festarfjall/Hraunsvík

Festarfjall

Festarfjall og Hraunsvík.

Móbergsfjall eftir eldgos undir jökli, sennilega á síðasta jökulskeiði ísaldar. Sjávararof hefur afhjúpar háan þverskurð af móbergi, brotabergi og bóstrabergi ásamt aðfærslugangi kviku. Hann er sagður vera silfurfesti tröllskessu.

32. Hópsnes

Grindavík

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes.

Lítið nes við Grindavíkurbæ, myndað við hraunrennsli frá gígaröð kenndri við Sundhnúk. Hraunið á hlut í góðum hafnarskilyrðum við bæinn.

33. Húshólmi

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Óbrinnishólmi (kipuka), land sem Ögundarhraun náði ekki af kaffæra árið 1151. Þar getur að líta rústir býlis og kirkju, auk hlaðinna veggja. Hluti húsanna og mest allt ræktarland hvarf í hraunið.

34. Keilir/Keilisbörn

Keilir

Keilir.

Keilulaga móbergsfjall tengt við lágan hrygg, Keilisbörn. Gosmyndunin kom undan ísaldarjökli á sínum tíma. Keilir er einkennisfjall Reykjanesskagans, vegna lögunar, og það er gamalt mið af sjó.

35. Kleifarvatn

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Stærsta stöðuvatn Reykjanesskagans, 9,1 ferkm og 97 m djúpt. Það fyllir í dæld milli Brennisteinsfjalla og móbergshryggjarins Sveifluhálss. Smálækir renna í það en aðeins grunnvatn úr því. Sagt er að þar búi svartur
risaormur.

36. Mannvistarleifar við Eldvörp

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Ýmsar mannvistarleifar er af finna í Eldvarpahrauni; þrjá þjóðstíga milli byggða og þyrpingu kofa úr hraungrýti. Óvíst er um tilgang þeirra en varla unnt að samþykkja sögusagnir um útilegumenn.

37. Ósar

Ósar

Ósar.

Vogur með mörgum skerjum og hólmum við Hafnir. Í þorpinu er uppgrafnar rústir af norrænni eða keltnskri útstöð. Ósar eru verndarsvæði vegna fuglalífs og áhugaverðs sjávarvistkerfis.

38. Pattersonflugvöllur

Patterssonsvöllur

Lífsstöðugrjót við Patterssonsvöll.

Undir gömlum flugvelli er að finna þjappað sjávarset með lítið steingerðum skeljum. Algengasta tegundin er sandmiga (smyslingur), 20.000 –
22.000 ára gamlar leifar vistkerfis frá því skömmu fyrir hámark síðasta jökulskeiðs.

39. Selatangar

Selatangar

Selatangar – sjóbúðir.

Lágir hrauntangar með rústum af verbúðum, að mestu úr hraungrýti. Auk þeirra eru þar fiskibyrgi, bæði til að þurrka fisk og geyma. Verstöðin var notuð frá því á miðöldum allt til 1884.

40. Snorrastaðatjarnir/Háibjalli

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir.

Háibjalli er 10 m hátt siggengi næst Snorrastaðatjörnum. Þarna er gróskumikið og vinsælt útvistarsvæði, og farfuglar hvílast þar á leið sinni.

41. Sogasel

Soagsel

Sogasel í Sogaselsgíg.

Rústir af seli (sumarkofa þar sem fólk hafi auga með sauðfé á beit); skammt frá Grænudyngju og Sogum. Selið er sérstætt vegna þess að það var byggt inni í stórum gjallgíg.

42. Svartsengi

Svartsengi

Háhitasvæðið í Svartsengi.

Eitt af helstu háhitasvæðum á Reykjanesskaga. Þar er framleitt rafafl á landsnetið og heitt vatn til byggða á skaganum. Afrennsli frá virkjuninni er notað í Bláa lónið en auðlindagarðurinn er fyrirtaks dæmi um heildræna nýtingu jarðvarma.

43. Valahnúkar/Valabjargargjá/Valahnúksmöl

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.

Hér mætast þurrlendið og Mið-Atlantshafshryggurinn. Valahnúkur er rofið móbergsfell með bólstrabergi og þursabergi. Valabjargargjá er stórt siggengi og Valahnúksmöl, úr hnullungum, girðir fyrir lítinn sigdal austan við Valahnúk.

44. Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn).

Stakt móbergsfjall norður af Grindavík. Misgengi þvera það og mynda grunnan sigdal. Hluti hans kallast Þjófagjá eftir 15 misyndismönnum sem þar eiga að hafa dvalist.

45. Básendar

Básendar

Básendar – húsgrunnur.

Gríðarmikil fárvirðri, við háflóð, olli versta sjávarflóði í manna minnum á Suðvesturlandi árið 1799. Heitið, Básendaflóð, er komið af lítilli verslunar- og verstöð. Þar breyttist ströndin til mikilla muna og byggðin eyddist að
mestu.

46. Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn.

Stór steinn við þjóðleiðina milli Krýsuvíkur og Grindavíkur. Í honum eru þrjár holur. Sagnir herma að ein sé fyrir hunda, önnur fyrir menn og sú þriðja handa hestum. Ferðalangar áttu að geta treyst á að komast þarna í drykkjarvatn.

47. Garðskagaviti

Garðskagaviti

Garðskagaviti.

Eldri vitinn er reistur 1897 en hinn var byggður 1944. Áður hafði stóra varða verið hlaðin á skagatánni og 1884 var sett í hana ljósker. Svæðið er mikilvægt fyrir farfugla.

48. Gálgaklettar

Gálgaklettar

Gálgaklettar í Hagafelli.

Efst á Þorbjarnarfelli við Grindavík eru háir móbergsklettar með þessu heiti. Þjóðsaga hermir að þar hafi staðbundnir þjófar verið teknir af lífi.

49. Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Vel viðhaldin kirkja og kirkjugarður frá árinu 1887. Kirkjan er byggð úr tilhögnu grágrýtishrauni (basalti) sem fengið var í nágrenninu. Hluti innviða
eru úr rekatimbri. Systurkirjkuna er að finna í Njarðvík.

50. Reykjanesviti

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Vitinn er elsti viti í fullri notkun á landinu, frá 1908. Lengst af var þar vitavörður og bóndi að störfum og má sjá ummerki eftir búskap víða í nágrenninu. Nú er vitanum að mestu fjarstýrt.

51. Skagagarðurinn

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Leifar af mjög löngum og háum garði síðan á fyrri hluta Þjóðveldisaldar (870-1000). Hann var byggður úr tofi og grjóti til að aðskilja húsdýr, tún og akra. Garðurinn er mjög siginn og hefur víða horfið með öllu.

52. Staðarborg

Staðarborg

Staðarborg.

Hringlaga fjárgeymsla en án þaks. Hún er rúmlega 2 m há, 8 m í þvermál og 35 m að ummáli og vandlega hlaðin úr flötu hraungrýti. Aldurinn er óþekktur en talinn í nokkrum öldum.

53. Vigdísarvellir

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Krýsuvíkur-Mælifell fjær.

Víðir, flatir grasvellir við rætur móbergshryggja. Þar sjást rústir tveggja smábýla sem minna á forna búskaparhætti á hálendi. Yngri bærinn var yfirgefinn eftir harða jarðskjálfta 1905.

54. Vogur í Höfnum

Hafnir

Skálinn í Höfnum.

Rústir elstu byggðar á Reykjanesskaga. Aldursgreind til 9. aldar. Þarna eru hefðbundinn skáli og smáhýsi. Ef til vill er um að ræða útstöð landkönnuða, svipaða byggingum norrænna manna á Nýfundnalandi.

55. Þórshöfn

Þórshöfn

Áletrun á klöpp við Þórshöfn.

Einn helsti 15. og 16. aldar verslunarstaður Þjóðverja á Íslandi. Á 18. öld tóku skip að nýta höfnina að nýju, en smám saman varð þar fáfarnara eftir því sem höfnin í Sandgerði batnaði.

Heimild:
-https://www.visitreykjanes.is/static/files/pdf/Reykjanes_HikingMap.pdf

Göngukort

Göngukortið.

Eldborg

Í Náttúrufræðingnum 1983 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um „Eldborg undir Trölladyngju„, efst í Afstapahrauni, og reynir að áætla aldur hraunsins, sem úr henni rann:

Eldborg

Eldborg – kort.

„Þess skal og getið að gos það er orðið hefur rétt norðan við Trölladyngju og myndað gíginn Eldborg sýnist hafa orðið um líkt leyti og Afstapahraun rann. Ég hef áður talið þetta hraun yngra en Afstapahraun (Jón Jónsson 1978) en ekki treysti ég mér til að telja þá niðurstöðu með öllu ótvíræða.

Afstapahraun

Afstapahraun – jarðfræðikort Jóns Jónssonar.

Vel gætu þessi gos bæði hafa verið svo að segja samtímis og mætti þá raunar um það deila hvort um er að ræða eitt gos eða tvö. Einar Gunnlaugsson (1973) fann öskulag ofan við landnámslagið í Hörðuvallaklofa og er líklegt að það sé af þessum slóðum komið. Ekki verður hins vegar í það ráðið hvort það kann að vera úr Eldborg eða öðru eldvarpi í nágrenninu.“

Eldborginni hefur nú verið spillt vegna efnistöku.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 1.-4. tbl. 01.05.1983, Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga – Jón Jónsson, bls. 135.

Eldborg

Eldborg undir Dyngju.

Víkingaskip

Í Náttúrufræðingnum 1983 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um „Aldur Afstapahrauns milli Kúagerðis og Mávahlíða„:

Afstapahraun
„Áður hef ég leitt nokkur rök að því (Jón Jónsson 1978) að nafnið á þessu hrauni sé afbökun úr Arnstapa — enda er hitt nafnið lítt skiljanlegt.
Ekkert hefur verið vitað með vissu um aldur þessa hrauns. Þorvaldur Thoroddsen (1925, bls. 187) segir raunar að það sé „in aller Wahrscheinlich nach bei Ausbrúcken in historischer Zeit hervorgebrochen“, en ekki fer hann í þessu eftir öðru en
unglegu útliti hraunsins.
Afstapahraun
Í norðanverðu hrauninu eru nokkrir óbrennishólmar og eftir að athuganir meðfram vesturbrún hraunsins höfðu ekki borið árangur, leituðum við Sigmundur Einarsson jarðfræðingur fyrir okkur nyrst í einum þessara hólma.

Afstapahraun

Afstapahraun – jarðfræðikort Jóns Jónssonar.

Eftir að hafa grafið á nokkrum stöðum við hraunröndina töldum við okkur hafa fundið landnámslagið, sem liggur inn undir hraunið. Þar eð ég var ekki fyllilega ánægður með sniðið fór ég aftur á staðinn og gróf lengra inn undir hraunið. Þar fann ég landnámslagið mjög greinilegt með þess einkennum, ljóst að neðan en dökkt að ofan. Þetta má vel greina á ljósmyndinni (5. mynd) ef hún prentast sæmilega. Þar með er ljóst að Afstapahraun er runnið á sögulegum tíma. Ekki heppnaðist að finna gróðurleifar nothæfar til aldursákvörðunar.“

Afstapahraun

Í Afstapahrauni.

Í Andvara 1884 segir Þorvaldur frá Afstapahrauni í riterð sinni „Ferðir á suðurlandi sumarið 1883“:
„Afstapahraun hefir runnið alveg niður í sjó hjá Kúagerði og armur úr því nærtöluvert til vesturs; mestur hluti þessa hrauns hefir komið frá Trölladyngju, on þó virðist töluvert hafa komið úr gígunum við Máfahlíðar. Upp úr Afstapahrauni ofauverðu stendur einstakt móbergsfell, sem heitir Snókafell. Strandahraun eru þau hraun, sem liggja fyrir vestan Afstapahraun, on hinn eiginlegi Almenningur er á milli Afstapahrauns og Kapelluhrauns.“

Afstapahraunið er víðast hvar ill yfirferðar, einkum að austan-, sunnan- og norðanverðu. Að vestanverðu er það jafnara og greiðara yfirferðar, einkum er kemur norður fyrir Rauðhóla. Tóurnar eru óbrennishólmar í miðju hrauninu – sjá HÉR.

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 1.-4. tbl. 01.05.1983, Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga, Jón Jónsson, bls. 134.
-Andvari, 1. tbl. 01.01.1884, Ferðir á suðurlandi sumarið 1883 – Þorvaldur Thoroddsen, bls. 50-51.

Afstapahraun

Afstapahraun – kort.

Selsvellir

Í Faxa 1960 er „Ferðaþáttur III“ eftir Hilmar Jónsson. Þar fjallar hann um ferð félaga í Ferðafélagi Keflavíkur á Selsvelli og nágrenni:

Selsvellir
„Eins og lesendum Faxa er kunnugt, var starfsemi Ferðafélags Keflavíkur fremur lítil í fyrra, aðeins ein ferð var farin á vegum félagsins. Nú hefur brugðið mjög til hins betra um hag félagsins. — Þegar þetta er skrifað hafa 5 ferðir verið farnar, en það er einni ferð fleira en gert var ráð fyrir í áætlun F.K. — Eflaust er þessi ágæti árangur mikið veðrinu að þakka, en framhjá hinu verður ekki gengið, að í ár hafa félaginu bætzt starfskraftar, sem ríða baggamuninn. — Á ég þar við smiðina Magnús og Bjarna Jónssyni, að ógleymdum konum þeirra. En á síðasta aðalfundi var Magnús kosinn varaformaður, en Ásta Arnadóttir, kona Bjarna, gjaldkeri. Þetta fólk hefur myndað kjarnann í flestum ferðum félagsins í sumar. Og í fyrstu ferðinni, sem var gönguferð á Trölladyngju og nærliggjandi staði, var Magnús Jónsson leiðsögumaður. Lagt var af stað í þá ferð kl. 8 að morgni hins 6. júní.
Selsvellir
Þátttakendur voru 17. Þykir það mjög gott, jafnvel í höfuðstaðnum, þegar um gönguferð er að ræða. Á Höskuldarvelli vorum við komin um kl. 10, þar var setzt að snæðingi. Þá var hæg gola og leit út fyrir bezta veður. En að hálftíma liðnum var byrjað að rigna og það veðulag hélzt til kvölds. Fyrst var haldið á Selsvelli. — Þrátt fyrir veðrið voru allir í góðu skapi, sérstaklega lá vel á Guðmundi Magnússyni, sem fór með óprenthæfan kveðskap kvenfólkinu til andlegrar uppbyggingar.
Í Árbók F.Í. 1936 skrifar Bjarni Sæmundsson um Suðurnes. Hann segir: „Einn fallegasti staðurinn á suðurkjálkanum, og einn sá, er verðast er að sjá þar, eru Selsvellir, vestan undir algrænni hlíðinni á Selsvallafjalli, sem er miðhlutinn af vestur hálsinum. Þeir byrja, má segja, þegar komið er inn úr þrengslunum og ná „milli hrauns og hlíðar“ 2 1/2 km. inn með hálsinum, rennsléttir og grösugir. Tærir lækir úr hlíðinni renna yfir vellina og hverfa svo í hraunið.“
Selsvellir
Fjallasýn er þarna mjög fögur, á aðra hönd er Keilir, en á hina Grænadyngja (393 m.) og Trölladyngja.
Í fjarska eru Fagradalsfjöll, Frá Selsvöllum til Grindavíkur er allgreiðfær leið. Í fyrra gengum við Hafsteinn Magnússon frá Festarfjalli í Grindavík og á Keili. Gallinn var bara sá, að við fórum of nálægt Keflavík og lentum þar af leiðandi utan í aðalfjallgarðinum.

Selsvellir

Selstaða á Selsvöllum.

Á Selsvöllum eru nokkrar tættur eftir sel frá Grindavík. Í bókinni Útilegumenn og auðar tóttir er frásaga um þjófa þrjá, sem höfðust við á Selsvöllum við Hverinn eina. Þeir voru hengdir samkvæmt Vallaannál 13. júlí 1703.
Frá Selsvöllum fórum við síðan yfir Selsvallaháls og komum á Vigdísarvelli. Þar eru miklar rústir bæði eftir útihús og mannabústaði. Þaðan er nokkur gangur að Djúpavatni. Með í förinni voru þrír ungir piltar, synir Bjarna og Magnúsar, og Jón Eggertsson. Þegar hér er komið sögu höfðu þeir gengið okkur eldra fólkið af sér. Urðum við að hafa hraðann á til að ná þeim, því að þoka var á og villugjarnt fyrir unga menn og ókunnuga. — Frá Djúpavatni var gengið yfir hálsinn frá Grænudyngju, og það verð ég að segja, að sjaldan hefur maður verið fegnari mat sínum en þegar við komum aftur á Höskuldarvelli. Var nú farið að rigna allmikið og ekki til setunnar boðið. Tóku menn það ráð, að ganga niður á veg, þar eð bíllinn, sem skyldi flytja okkur heim, var ekki væntanlegur fyrr en kl. 6.
Lýkur hér með frásögn af þessari ágætu göngu.“ – Hilmar Jónsson.

Í Faxa 2008 segir Helga Kristinsdóttir frá „Skátaútilegu á verslunarmannahelgi 1943“ upp á Höskuldarvelli og nágrennið skoðað:

Helga Kristinsdóttir„Það var að koma verzlunarmannahelgi og skátafélagið Heiðabúar í Keflavík að fara í útilegu – og nú tók þátt í sinni fyrstu stórútilegu nýlega stofnuð kvennasveit innan félagsins, 3. sveit. Stefnan var tekin á Höskuldarvelli. Bíll var fenginn til að koma hópnum inn í Kúagerði, en ekki man ég, hvernig bíll var notaður að þessu sinni, hvort farið var á tveimur bílum eða farnar tvær ferðir. Oftast var þó farið á vörubílum, og sátu þá allir í hnapp á pallinum og breiddu yfir sig segl til að skýla sér fyrir regni eða ryki, en þá voru vegir malarbornir og holóttir og allt á kafi í ryki, ef þurrkur var.
Þegar komið var í Kúagerði, var eftir 2-3 tíma ganga upp á Höskuldarvelli. Allir urðu að bera farangur sinn, bakpoka, svefnpoka, tjöld, nesti og stundum vatn, en það fór eftir veðurfari. Ekki var talið æskilegt að bera mikið „gos“, því glerið var alltof þungt – þá voru ekki komnar til sögunnar plastflöskur. Oft höfðum við með okkur suðusúkkulaði, sítrónu og rabarbara til að draga úr sárasta þorstanum.
Í þetta skipti var þó hafður svolítið annar háttur á. Á laugardagsmorgninum fóru tveir skátar úr 1. sveit upp á Höskuldarvellit með hesta, klyfjaða tjöldum, mat og matarílátum fyrir þennan 42 manna hóp, sem ætlaði að dvelja á „Völlunum“ yfir helgina, 15 skátastúlkur, 19 skátadrengi og 8 gesti. Það voru félagsforinginn, Helgi S. Jónsson, og deildarforinginn, Gunnar Þ. Þorsteinsson, sem stjórnuðu ferðinni. Er gangan hófst meðfram hraunjaðrinum, fór það eftir veðri og vindum, hvað við vorum lengi á göngu, en að þessu sinni sýndu veðurguðirnir okkur sína beztu hlið. Öðru hverju gengum við yfir hraunfláka og eftir kindagötum. Í hrauninu eru ákaflega fallegir, grónir bollar og gjótur, en alltaf varð maður að gæta sín að detta ekki og meiðast.

Höskuldarvellir

Höskuldarvellir og Sóleyjarkriki – horft af Trölladyngju í átt að Kúagerði.

Á þessari göngu var stefnt á smá skarð í Trölladyngju. Gerði maður það, var komið svo til beint á tjaldstað. Af og til var tekin smá hvíld, því þetta gat verið þreytandi ganga, ekki sízt þegar bera þurfti mikinn farangur, auk síns hefðbundna búnaðar, svo sem fána, fánastöng, vatn, ef þurrkar höfðu staðið lengi, eldhústjald, prímus og potta, meðal annars til að elda sameiginlegan hafragraut á morgnana og hita kakó á kvöldin. Ekki mátti heldur gleyma eldsneytinu, olíunni á prímusinn, en allt þetta urðu „kokkarnir“, sem skipaðir voru fyrir hverja útilegu, að sjáum.

Höskuldarvellir

Höskuldarvellir. Trölladyngja fjær.

Þegar komið var á „Vellina“, var mikið áhyggjuefni, hve langt væri nú í vatn, en lækur rennur úr Djúpavatni mislangt eftir völlunum. Fór það eftir veðurfari, hvort hann þornaði upp, en þá þurfti að elta hann langt upp í fjall. Núna reyndist þó allt í lagi, lækurinn rann niður vellina.
Þegar búið var að tjalda og afmarka tjaldbúðir, var liðið að kvöldmat. Þá tóku allir upp nestið sitt og nutu þess að borða. Nestið var oftast grautur, brauð með kæfu eða osti, harðfiskur, soðið kjöt og mjólk. Síðan var farið að huga að varðeldinum, finna stað og eldsneyti.
Aðrir fóru að sækja vatn í kakó og graut, og smávegis fyrir morgunþrifin. Nú var setzt við varðeldinn, sungið, hlegið og sagðar sögur og brandarar, en á eftir var drukkið kakó og borðað kex. Tíminn leið hratt og mál að hvíla sig, því á morgun átti að fara í göngu.

Með sól í hjarta og söng á vörum
við setjumst niður í grænni laut.
Í lágu kjarri við kveikjum eldinn,
kakó hitum og eldum graut.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Morguninn rann upp, bjartur og fagur. Fánahylling, hafragrautur, tjaldskoðun og aðrir fastir liðir. Þá var kominn tími til að leggja af stað í gönguferðir. Þeir, sem fóru í styttri gönguna, gengu á Keili, Trölladyngju og Eldborg, en hún er gamall, rauður eldgígur. Mosinn í gígnum var svo þykkur þá, að maður sökk djúpt niður, líkt og verið væri að vaða snjó. Eldborgin er aðeins um 70 fet á hæð. Á milli hennar og Trölladyngju er mikill jarðhiti, og víða gufar úr jörðinni. Þarna á jarðhitasvæðinu var talsvert um svarta snigla, sem gátu orðið upp í 5-7 sentimetrar á lengd.
Þeir, sem fóru í lengri gönguna, gengu meðfram Oddafelli og stefndu á Selsvelli. Í leiðinni var Hverinn eini skoðaður, en hann hefur átt það til að hverfa og koma síðan aftur upp á allt öðrum stað. Eftir góða göngu komum við svo niður á Selsvelli.
Í bók Árna Óla, Strönd og Vogar, er eftirfarandi lýsing doktors Bjarna Sæmundssonar á Selsvöllum:

Selsvellir

Selsvellir – tóftir.

„Einn fallegasti staðurinn á Suðurkjálkanum, og einn sá sem verðast er að sjá þar, eru Selsvellir, vestan undir algrænni hlíðinni á Selsvallafjalli, sem er miðhlutinn af Vesturhálsinum. Þeir ná milli hrauns og hlíðar 2 1/2 km, rennisléttir og vel grösugir. Tveir lækir úr hlíðinni renna yfir vellina og hverfa svo í hraunið. Er þarna mjög kvöldfagurt í góðu veðri, iðjagræn hlíðin á aðra hönd, en opið útsýni til Hraunsels, Vatnsfells, Keilis, Driffells o.fl.“
Þorvaldur Thoroddsen var líka hrifinn af Selsvöllum, er hann kom þangað og gisti þar í tjaldi. Hann sagði, að þar væri fríðara land og byggilegra heldur en víða þar, sem mikil byggð er, nógar slægjur á völlunum og ágæt beit í hálsinum. Hann hélt, að þar mundu vel geta staðið 2-3 bæir.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir [Bali]. Krýsuvíkur-Mælifell fjær.

Þegar við vorum búin að hvíla okkur og næra, héldum við áfram. Nú var farið yfir Núpshlíðarhálsinn og á Vigdísarvelli, en þar var áður búið, eða til ársins 1905, en þá hrundu öll hús eða stórskemmdust í jarðskjálfta. Sá, er þá bjó á Vigdísarvöllum og var síðasti bóndinn þar, hét Bjarni Ívarsson. Flutti hann með fólk og búfénað að Narfakoti í Innri-Njarðvík. Rak hann búsmalann þangað yfir hraun og vegleysur.
Næst var stefnan tekin á Djúpavatn. Þar tengum við okkur fótabað, en vorum vöruð við að vaða of langt útí, því vatnið væri bæði kalt og snardýpkaði. Þarna lukum við nestinu okkar enda veitti ekki af að létta byrðarnar, því hópurinn var nú farinn að þreytast.
Nú var stefnan tekin meðfram Trölladyngju. Á leiðinni var Rauðihver skoðaður og síðan gengið niður á Höskuldarvelli, og þar með var hringnum lokað. Það var þreyttur en glaður hópur, sem skilaði sér í tjaldbúðir, eftir vel heppnaða gönguferð, og við tók bráðskemmtilegur varðeldur, sem stóð til miðnættis, enda þótt bálið væri aðeins ímyndað, því eldiviðurinn var uppurinn – en sólin sló rauðgullnum bjarma sínum á skátana og tjöldin.

Enn logar sólin á Súlnatindi,
og senn fer nóttin um dalsins kinn,
og skuggar lengjast og skátinn þreytist,
hann skríður sæll í pokann sinn.
Og skáta dreymir í værðarvoðum
um varðeld, kakó og nýjan dag.
Af háum hrotum þá titra tjöldin
í takti, einmitt, við þetta lag.

Keilir

Keilir – gestabók.

Talað hafði verið um það um kvöldið, að yrði gott veður með morgninum, væri upplagt fyrir Selsvallafarana að bregða sér á Keili. Morgunninn rann upp með lognblíðu og glampandi sól, svo veðrið gat ekki verið betra. Ekki fóru nú allir í Keilisgönguna. Sumir voru með harðsperrur eða hælsæri og vildu heldur safna kröftum fyrir heimferðina.
Þeir sem fóru, tóku daginn snemma og lögðu upp eftir fánahyllingu og morgunmat. Tveir úr hópnum höfðu þó yfirgefið tjaldbúðirnar strax eftir fótaferð, af því að þeir þurftu að komast fyrri hluta dags til byggða.
Nú þurfti að klöngrast yfir úfið hraunið. Það var alls ekki greiðfært að Keili. Enda þótt fjallið sé ekki ýkja hátt, eða aðeins 375 m, gat verið nokkurt puð að komast upp, því mikið er um skriður, og maður rennur iðulega hálft skref niður fyrir hvert skref upp.

Gunar Eyjólfsson

Gunnar Eyjólfsson, skáti.

Er upp á hátindinn var komið, blasti við okkur skrautlegur kexpakki, með erlendri áprentun. Hvernig í ósköpunum hafði þessi kexpakki komizt upp á tind Keilis óskemmdur og óveðraður? Svona gómsætt gráfíkjukex fékkst ekki í búðum á Íslandi á stríðsárunum. Hafði máski stór fugl frá útlöndum borið hann hingað?
En þegar pakkinn var opnaður, var ekkert kex í honum, aðeins lítill miði, sem á var skrifað: Borðuðum úr pakkanum kl. 11 – Gunni Gerðu og Bötti, en það voru þessir tveir, sem höfðu þurft að flýta sér til byggða. Þeir skruppu þá í leiðinni á Keili til að sitja einir að þessu ófáanlega, gómsæta kexi. Piltarnir eru kunnari nútímafólki sem Gunnar Eyjólfsson leikari og prófessor Þorbjörn Karlsson.
En við nutum útsýnisins yfir Reykjanesskagann og skrifuðum í gestabókina, sem þarna er geymd í vörðu, áður en við héldum niður aftur. Við komumst, án áfalla, í tjaldbúðirnar. Þar beið okkar sætsúpa, sem kokkamir geymdu handa okkur. Við vorum hálfhissa á, hvað þeir ætluðu okkur mikið, því komið var langt framyfir matartíma. En – hvaða bragð var þetta annars af súpunni? Olíubragð? Hvað hafði nú skeð? Og skýringin kom. Prímushausinn hafði stíflazt, og þegar þeir fóru að gera við hann, spýtti hann olíu beint í súpupottinn. Þessvegna fengum við nú svona stóran skammt af súpu. En súpunni voru gerð lítil skil, hún fékk bara að renna beint niður í hraunið, sem væntanlega væri talið mengunarslys nú.
Nú var kominn tími til að taka saman dótið og halda heim. Við þrifum eftir okkur og grófum ruslið, en það var siður hjá okkur, skátunum, að ganga vel frá öllu og valda engum spjöllum.
Nú var haldið af stað heim, eftir mjög góða og skemmtilega helgi, en nokkrir urðu þó eftir til að binda upp á hestana. Svo tóku hestasveinarnir við, og eftir 114 tíma vom þeir búnir að ná hópnum. Þegar við komum svo í Kúagerði, beið okkar bíll (eða bílar) til að koma okkur heim, og þangað komum við svo endurnærð eftir ógleymanlega útileguhelgi.“ – Helga Kristinsdóttir .

Heimildir:
-Faxi, 7. tbl. 01.09.1960, Ferðaþáttur III, Hilmar Jónsson, bls. 111-112.
-Faxi. 2. tbl. 01.05.2008, Skátaútilega á verslunarmannahelgi 1943 – Brot úr óbirtri minningabók Helgu Kristinsdóttur, bls. 16-17.

Keilir

Keilir. Driffell t.v. og Oddafell t.h.