Færslur

Sól og skuggar

Kynningarfundur var haldinn á bæjarskrifstofunum í Grindavík fimmtudaginn 20. nóvember 2008.
Á fundinum kynntu fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja (HS) hugmyndir sýnar um boranir og jarðvarmaorkuver í SvartsengiEldvörpum. Júlíus Jón Jónsson, forstjóri, Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri og Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur HS, kynntu áfromin. Þá kynnti fulltrúi VSÓ ferli og formsatriði slíkrar mannvirkjagerðar, bæði hvað varðar undirbúning, framkvæmd einstakra liða, öflun nauðsynlegra leyfa (sem eru 19 talsins) og gerð deili- og aðalskipulags fyrir svæðið. Hér á eftir er meginefni fundarins rifjað upp, auk þess sem getið er nokkurra mótvægisábendinga því hafa ber í huga, kannski af eðlilegum ástæðum, að málflutningur fulltrúa HS snýst einungis um möguleika á nýtingu Eldvarpasvæðisins til jarðhitanýtingar en ekkert annað þrátt fyrir að aðrir nýtingamöguleikar þess eru bæði margvíslegir og gætu gefið af sér margföld verðmæti umfram þau, sem reifuð voru á fundinum.
HS hefur nýtingarrétt á umræddu svæði næstu 70 árin (ca.), en ríkið á landið þótt það sé innan lögsagnarumdæmis Grindavíkur. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki nýtingarleyfi. Fram kom þó að HS telji sig hafa rannsóknarleyfi bæði í Svartsengi og Eldvörpum, en skv. upplýsingum viðkomandi ráðuneytis virðist ekki vera um gilt leyfi í Eldvörpum að ræða.
Þar var boruð ein hola fyrir u.þ.b. 28 árum (vegurinn þangað var lagður fyrir u.þ.b. 30 árum), en hún hefur ekki verið nýtt þótt hún gefi ágætlega af sér. SprungusveimarÁ óvart hefði komið að holan reyndist vera á sama jarðhitasveim og Svartsengi, þ.e. að glögg vökvatengsl eru á milli vinnslusvæðisins í Svartsengi og geymisins í Eldvörpum (órofa jarðhitageymur). Nýting í Eldvörpum kemur því til með að bæta tiltölulega litlu við núverandi möguleika Svartsengissvæðisins.
Hafa ber í huga að Stefán Árnason, jarðfræðiprófessor við HÍ, telur nýtingarhlutfall Reykjanesvirkjunnar allt of mikla. Þar er verið að ganga stórlega á vatnsforða, sem safnast hefur upp á síðustu 10.000 árum. Hlutfallið ætti að vera um 130 wmw en er nú um 1000 wmw, sem mun að öllu óbreyttu þurrka upp forðann á skömmum tíma. Vegna ofnotkunnar og lítillar niðurdælingar hefur land á vikrjunarsvæðunum sigið. Hingað til hefur ekki verið skilgreint hversu mikið vatn og/eða gufu má nýta á hverjus væði, líkt og nú er t.d. gert á Nýja-Sjálandi. Viðbótarvirkjun á Svartsengissveiminn, þ.e. í Eldvörpum, mun stuðla að hinu sama. Tillögur eru og uppi að skábora holur norðan við Svartsengisfjall og í Arnarsetri. Þær holur eru þó fyrst og fremst hugsaðar til að skoða áhrif frekari orkuvinnslu á jaðar svæðisins. Hafa ber í huga að skáborun getur dregið u.þ.b. einn km út frá borstæðinu sjálfu, þ.e. ef lengd holunnar er nálægt 3 km.
Í Eldvörpum er fyrirhugað athafnasvæði HS Svæðiðgeysistórt, umfram það sem nú er í Svartsengi, eða um 750 hektarar. Til samanburðar má geta þess að Reykjanesvirkjunarsvæðið er um 150 he og Svartsengissvæðið er svipað að stærð. Svæðið, sem um ræðir, nær frá suðvestanverðum Þorbirni og vestur fyrir Eldvörp að sunnanverðu, upp í Sandfellshæð að norðvestanverðu, áleiðis upp í Sandfell að norðvestanverðu og austur fyrir Rauðhól að norðaustanverðu (í Illahrauni), þ.e. nánast að mörkum Svartsengissvæðisins (sjá gula svæðið á myndinni. Rauði reiturinn er tillaga að iðanaðarsvæði, m.a. í tengslum við orkuiðnaðinn). Í heildina er svæðið margfalt stærra en allt núverandi þéttbýlissvæði Grindavíkur. Innan þess er gert ráð fyrir fjórum borteigum, hverjum um 3500m2. Hver teigur á að bera fjórar borholur. Þær verða því sextán alls, skv. þessum fyrstu hugmyndum. Áætlað er að þær gefi af sér um 50 mw. Fróðir menn telja þó að svæðið í heild geti gefið allt að 200 mw, ef vel er leitað. Það myndi þýða 48 borholur til viðbótar á Eldvarpasvæðinu á 12 borteigum. Vel má ímynda sér hvernig svæðið muni líta út eftir þær framkvæmdir allar ef tekið er mið af fenginni reynslu annars staðar á virkjunarsvæðum! Virkjunin sjálf er hugsuð í sléttu Blettahrauni, vestan við Lágar og austan við Sundvörðuhraunið norðaustanvert. Þar er Árnastígur markaður í hraunhelluna, forn þjóðleið milli Húsatófta og Njarðvíkur, sem fulltrúi HS kallaði “göngustíg”.
Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að á þessum fundi var einungis fjallað og rætt um eina auðlind svæðisins, jarðvarmann. Ekkert var t.d. minnst á aðrar auðlindir, s.s. ósnerta náttúru og nýtingu hennar fyrir sívaxandi atvinnugrein, ferðamennskuna. Sá, sem sat fundinn, og hafði útsýni umfram “kassann”, gerði sér vel grein fyrir tvennu; þarna sat fólk, sem hugsaði einungis um eitt, en ljóst mátti vera sæmilega upplýstu fólki að möguleikar þessa einstaka náttúruminjasvæðis (er á náttúruminjaskrá) eru miklu mun meiri ósnortið til lengri tíma litið. Hafa ber í huga að líftími jarðvarmaorkuvers er takmarkaður við einn eða tvo mannsaldra.

Gígur

Ósnortið umhverfi, líkt og er í Eldvörpum, hefur ótakmarkaða nýtingu fyrir þær komandi kynslóðir, sem munu hafa vit á að nýta þær skynsamlegar en nú er áætlað. Hitt er svo annað mál að hófsöm nýting á núverandi jarðvarmaorku getur vel gengið, og er reyndar mikilvæg nútíma fólki, ef þess er sérstaklega gætt að raska alls ekki meiru en nauðsynlegt er á hverjum stað.
Ljóst mátti vera, að fulltrúar HS, gáfu þau svör, sem þeir töldu að viðstaddir vildu heyra. Við spurningunni um hina gífurlegu stærð vinnslusvæðisins var því svarað til að varlega væri farið af stað, ekki yrði neitt gert nema með samþykki bæjaryfirvalda og að sérhver framkvæmd þyrfti að fara í gegnum “nálaraugað” áður en hafist yrði handa. Ekki var minnst á að að jarðýtur HS fóru um ósnortin mosahraun neðan við Sogaselsgíg fyrir örfáum misserum án vitneskju þeirra er samþykkja áttu slíkt og borvinnsla hófst þar án þess að tilskilin leyfi lágu fyrir frá hlutaðeigandi sveitarfélagsstjórn. Nú stendur þar eftir ónýtt borstæði með varanlegu sári í einu litskrúðugasta umhverfi Reykjanesskagans, Sogin.
Í máli Guðmundar Ómars kom það helst fram sem þegar er vitað um jarðfræði Reykjanesskagans; mörg nútímahraun, jarðvarmasveimir á rekbeltum og að grunnvatnsrennsli taki mið af legu berglaga og kælingu grunnvatns m.v. nýtingu, annars vegar án niðurdælingar upptökuvatns og hins vegar með niðurdælingu.
Nýjar upplýsingar fólust þó í tíðni eldgosatímabila (2000 ár) og færslu þeirra um Skagann. KynningGoshrinurnar hafa í gegnum árþúsundin færst vestar og óvíst hvar þær kunni að bera niður næst, þ.e. eftir eða innan ca. 100 ára. Ef sæmilega skynsamur maður skoðar annars vegar kort af goshrinunum og hins vegar staðsetningu þeirra má telja mjög líklegt að næsta samfellda goshrina á Reykjanesskaganum verði vestast eða vestan við Reykjanesið og, ef um myndarlega hrinu verður að ræða, stækka það á haf út.
Albert sagðist myndi verða stuttorður, en kunnugir vita að það orð þekkir sá ekki, enda varð raunin allt önnur á svo stuttum fundi, sem ætlunin var að halda. Orðum sínum fylgdi hann þó eftir með skriflegum drögum að “Undirbúningi virkjunar í Eldvörpum”.
Þá fjallaði Albert um “Auðlindagarða á Reykjanesskaga” er eiga að snúast um heitt vatn og rafmagn. Albert virðist hafa fest höfuðið í einni borholunni því hann virtist hvorki sjá aðrar auðlindir á svæðinu eða hvernig mætti nýta þær til framtíðar.

Jarðmyndun

Ljóst er að deyjandi Svartsengisvirkjun sárvantar vara- og neyðarafl fyrir þjónustusvæði sitt, einkum Reykjanesbæ. Fyrirhuguð er bygging nýrrar dælustöðvar í Svartsengi til að mæta því. Um bráðaframkvæmd er að ræða. Þrátt fyrir að virkjunarmenn telji sig jafnan þurfa að horfa áratug fram í tímann hvað úrræði og kosti varðar, virðist einhverjir þeirra hafa sofið á verðinum, a.m.k. hvað varðar næstu framtíð.
Möguleikar jarðvamaorkuvers í Eldvörpum felst m.a. í framleiðslu metanols. Tiltölulega litla jarðvarmaorku þarft til slíkrar framleiðslu, sem líklega verður einn af orkumgjöfum framtíðarinnar. Nálægð slíkrar framleiðslu við hugsanlegt iðnaðarsvæði vestan Grindavíkur gæti gefið mikla möguleika á ýmsum orkutengdum iðnaði. Hafa ber í huga, að þetta lag hefur áður verið kyrjað, bara með öðrum texta á öðrum tíma.
Spurt var svolítið óþægilegar spurninga, s.s. um loftmengunarlag virkjunarsvæðisins? Svarið var stutt: “Ekki komið svo langt”. Spurt var; “Hvað um sjónmengun af gufunni frá borholum líkt og í Svartsengi?” Svar: “Hún verður engin.” Eldri Grindvíkingar vita þó að gufa sást einungis í Svarsengi þegar kaldast var, en í dag sést hún jafnvel á heitasta degi ársins – og það mikil. Ekki er óeðlilegt að bæjarbúar vilji vita hver ásýndin muni verða frá bænum. Spurt var: “Munu mannvirkin sjást frá bænum?” Svar: “Nei, hæðardrag ber á milli”. Hvaða hæðardrag?
ÁrnastígurBorteigarnir verða vestan við Eldvörp, allt frá því móts við núverandi borholu til norðausturs að Lat, eða u.þ.b. 1.5-2.0 km leið. Það svæði er tiltölulega sléttlent, en ægifagurt í samhengi sprungureinarinnar og gígraðarinnar, sem þar er. Eina raskaða svæðið í Eldvörpum er í kringum núverandi borholu. Til gamans má geta þess að helstu rök virkjunarsinna fyrir ákvörðunum sínum eru jafnan þau að benda á að afsakanlegt sé að fara inn á slík svæði vegna þess að þeim hafi þegar verið raskað. Spurningin er hvort röskunin fyrir 30 árum hafi verið gerð vegna fyrirhugaðra framkvæmda síðar – og þá með hvaða heimild í upphafi? Minna má að hraun er runnið hafa á sögulegum tíma njóta sérstakrar verndar.
Fram kom að fyrirhugað virkjunarsvæði sé á vatnsverndarsvæði skv. gildandi skipulagi. Slíkt mun fela í sér mjög miklar takmarkanir til athafna. Sumir munu vilja minnka verndarsvæðið í þeim tilgangi að auka möguleika á virkjun. Þetta atriði, eitt sér, mun eflaust kost bæði orðsins átök og efnisleg, þ.e. í framkvæmd.
Í máli fulltrúa VSÓ kom m.a. fram lýsing á málsmeðferð rannsóknarborana á jarðvarmasvæðum. Beyta þarf deiliskipulagi í Grindavík, ef nýta á svæðið skv. óskum HS, ákveða og afgreiða þarf framkvæmdarleyfi og breyta þar aðalskipulagi. Líklegt má telja, m.v. undanfarna vakningu í umhverfismálum, að bæjaryfirvöldum muni verða það mjög torsótt. Allt þetta, og meira til, þarf að gera áður en byrjað verður að bora í Eldvörpum. Beiðni um þetta ferli frá HS hefur þegar borist bæjaryfirvöldum í Grindavík.
FornminjarÁ fundinum var verið að hluta til verið að fjalla um ómetanlega náttúruauðlind Eldvarpanna. Framsetning fulltrúa HS á umleitan þeirra verður því að taka með mikilli varúð.
Þess má geta í lokin að vitað er um marga fornminjastaði við eldvörpin og ljóst má vera að enn fleiri mannvistarleifar kunna að leynast í og við Eldörpin. Ekki eru t.d. liðin nema 3 ár síðan FERLIR fann áður óþekkt byrgi á svæðinu. Þau bíða rannsóknar. Að fenginni reynslu er líklegt að enn fleiri minjar séu þarna. Fornleifaskráning mun ekki upplýsa um þær allar, hversu kostnaðarsöm sem hún verður. Sem dæmi má nefna Suðurstrandarveginn svonefnda. Eftir að fornleifaskráningarskýrslu um svæði hans var skilað, bentu kunnugir á að um þriðja tug minja (sögu- og náttúruminja) vantaði í skrána. Ef ekki hefði orðið fyrir þeirra glöggskyggni má ætla að ýmis ómetanleg verðmæti gætu þar hafa farið forgörðum. Vonandi munu bæjarfulltrúar, skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og aðrir embættismenn Grindavíkurbæjar bera gæfu til að meta heilstætt öll þau verðmæti og auðlindir, sem svæðiið býr yfir, ekki einungis til næstu framtíðar heldur og til enn legri framtíðar.
HÉR má sjá nákvæma fornleifaskráningu fyrir Eldvörp.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

 

Eldvörp

Haldið var eftir gömlum skriðdrekaslóða norður eftir Bræðrahrauni með stefnu á Lat. Suðvestan hans er stærðarinnar hraundrýli, sem FERLIRsfélagar gengu fram á fyrir stuttu síðan. Það er um fimm metra hátt og op uppi í því miðju, en niður í það er u.þ.b. níu metra dýpi.

Hraundríli

Hraundrýli í Eldvörpum.

Gengið var með stiga síðasta áfangann. Drýlið er í einni gígaröðinni nyrst og skammt austan við Eldborgagígaröðina. Svo virðist að um gasuppstreymisop sé að ræða sem og klepragíg af innvolsinu að dæma. Að horfa niður er ekki ólíklegt að þar niðri kynnu að leynast göng, en tilgangurinn með þessari ferð var að skoða innviðina betur. Ekki eru mörg hraundrýlin hér á landi er bjóða upp á þessar aðstæður, en þó má finna slík á Reykjanesskaganum, s.s. í Hnúkunum (mjótt og um 6 m djúpt), á Strokkamelum í Hvassahrauni (minni) og Tröllabörnin undir Lögbergsbrekkunni við Suðurlandsveginn (breiðari). Þá má nefna Trinton við veginn milli Þingvalla og Laugarvatns.

Hnúkar

Hraundríli í Hnúkum.

Hraundrýli myndast oft á yfirborðsþekju hrauna við uppstreymisop þar sem lofttegundir, einkum vetni (H2), streyma upp, brenna, og rífa með sér hraunslettur. Hraunsletturnar falla sem kleprar umhverfis opið og mynda þannig holan kleprahrauk sem oft líkist einna helst ofni, samanber erlenda heitið á þessum myndunum, hornito. Það mun vera komið úr spænsku og merkir ofn. Algengast er að hraundrýli myndist nálægt eldgígum t.d. á gígbörmunum umhverfis hrauntjarnir í dyngjum eins og Selvogsheiði. Hraundrýli mynduðust einnig við gosið í Surtsey. Hraundrýli eru nokkuð algeng í hraunum og þá jafnvel langt frá gígunum eins og t.d. Tröllabörn í Elliðaárhrauni (Leitahrauni) neðan Lækjarbotna og í Aðaldalshrauni. Skammt frá þessu tiltekna hraundrýli í Eldborgarhrauni er tiltölulega (m.v. jarðsögulegan mælikvarða) nýslökknaður gígur og virkt hverasvæði.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Stiginn var látinn síga niður í hraundrýlið. Hann náði niður á brún þess, ca. þremur metrum ofan botnsins. Þegar niður var komið sást vel hvernig barmarnir voru; líkir klepragíg að innan, en þó fínlegri. Fjölbreytileg litadýrð blasti við. Ljóst var af ummerkjum að dæma að þarna hafði ekki nokkur lifandi vera stigið fæti áður. Ótrúlegt að á jafnfjölmennu og fjölförnu svæði og Reykjanesskaginn er, skuli enn vera til svæði þar sem enginn virðist áður hafa stigið niður fæti. Í lotningu fyrir að slíkt skuli enn vera fyrir hendi var drýlið nefnt því einfalda, en samt margslungna nafni Ó.
Gjall myndast við kvikustrókavirkni í basískum gosum en hún stafar af miklu útstreymi lofttegunda úr kvikunni efst í gosrásinni.

Tröllabörn

Myndun hraundrýla.

Við loftbólumyndunina í kvikunni léttist hún snögglega og hröðun hennar upp á við eykst mjög þannig að kvikan nær að þeyta kvikustrók hátt til lofts. Nái sletturnar að storkna áður en þær falla mynda þær frauðkennt gjall. Séu sletturnar aðeins hálfstorknaðar fletjast þær út og hrúgast upp sem skánir úr kvikuslettum eða kleprahrúgöld. Í svokölluðum blandgosum er um báðar þessar myndanir að ræða og myndast þá gjall- og klepragígar. Vegna hraðrar storknunar er yfirborð gjalls og klepra mjög glerkennt og storkan er blöðrótt. Þessar myndanir fá oft rauðleitan blæ vegna oxunar járnsambanda í storkunni. (Bætt hefur verið inn á FERLIRsvefinn nýjum tengli; Jarðfræði – glósur, en á honum má finna hinar ýmsu skilgreiningar um jarðfræðileg álitamál).

Eldvörp

Eldvörp – útfelllingar í hraundríli.

Af syllunni, það sem stiganum sleppti, var hægt að fella stærðar stein niður í dýpið fyrir neðan. Með því að halda sér í stigann og stíga á steininn var hægt að komast niður á botn. Þar blasti dýrðin við; opið að ofan og stuttar rásir til hvorrar handar; “Paradís jarðfræðingsins”. Vegna þess að engu hafði verið raskað mátti sjá fallegar brennisteinsútfellingar og stórbrotnar kísilmyndanir á syllum. Þessar myndanir höfðu greinilega fengið að dafna þarna í friði um alllangan tíma. Með því að standa þarna og virða fyrir sér fyrirbærin mátti í raun lesa jarðmyndunarsöguna, án bókastafa.
Stuttar og litlar rásir eru beggja vegna. Í rauninni gleymdist uppopið um sinn þegar jarðmyndanirnar voru skoðaðar. Fjallað hefur verið um göng og stigaverk í Þríhnúkahelli. Hér dygði stuttur stigi til að virða fyrir sér það sama í minni mælikvarða.
Þegar upp úr hraundrýlinu var komið sáust ljósin við Bláa lónið við í austri. Snjór þakti jörð og Þorbjörninn var skyndilega orðinn “gráhærður”. Ljóst er að nýta má betur svæðið í kringum “Lónið”.
Haldið var til baka – með stigann og minningarnar um einstakt hraundrýli í Eldborgarhrauni (Bræðrahrauni).
Frábært veður (miðað við árstíma) – Gangan tók 5 mín, en skoðunin tók tíu sinnum fimm mínútur.

Eldvörp

Gígur í Eldvörpum.

Selatangar

Hugsandi er Vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi. Eftirfarandi grein Lilju Bjarkar Pálsdóttur um “Rannsókn fiskbyrgja á Gufuskálum og Selatöngum“, má lesa á vefsíðu Fornleifastofnunar Íslands. Hér er um úrdrátt að ræða.

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskbyrgi.

Við upphaf þeirrar rannsóknar sem hér verður fjallað um voru settar fram ýmsar spurningar sem leitast var við að svara. Spurningarnar voru af ýmsum toga en flestar tengdust mannvirkjunum sjálfum, aldursgreiningu, byggingarforminu og byggingarefninu, fjölda og varðveislu. Auk þess voru almennari spurningar um fiskbyrgi; Hvort þau er að finna víðar en á Gufuskálum og Selatöngum og hvaða heimildir eru um slík mannvirki?

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskbyrgi.

Engin samantekt hefur átt sér stað um fjölda byrgja, gerð, ástand og dreifingu þeirra að því er höfundur kemst næst og hefur því land verið lagt undir fót síðustu misseri til að skoða og skrá einkenni hinna ýmsu byrgjastaða. Markmiðið er að skrá sem flestar þyrpingar byrgja og einkenni hvers staðar fyrir sig, ef einhver eru og með því, meðal annars, varpa skýrara ljósi á notkun byrgjanna og þar með framleiðsluaðferðir skreiðar fyrir vélaöld.
Gufuskálabyrgin eru hugsanlega þekktust ásamt byrgjum við Selatanga á Suðurnesjum. Það er erfiðleikum bundið að aldursgreina fiskbyrgin þar sem byggingarefnið gefur ekkert uppi um slíkt. Að vísu eru til aðferðir sem notaðar eru til að aldursgreina skófir og af þeim er nóg á byrgjunum, en sú aðferð er ekki mikið, ef eitthvað, notuð hér á landi. Sú aldursgreiningaraðferð sem mest er notuð, gjóskugreining, dugar ekki á Gufuskálum því ekki finnast nothæf, greinanleg gjóskulög á norðanverðu Snæfellsnesinu.

Selatangar

Selatangar – fiskbyrgi.

Við skráningu byrgjanna fyrir þessa rannsókn var reynt að skipta þeim í aldursflokka eftir ástandi og útliti. Þau sem voru mikið fallin með miklum skófum, mosa- og/eða lyngvaxin voru skráð elst og svo framvegis.
Á hinum endanum voru þau sem stóðu nær alveg heil en þau eru einnig minna yfirvaxin og minna er af skófum á þeim. Með þessari aðferð er hægt að fá einskonar innbyrðis aldursgreiningar, en hún segir að sjálfsögðu ekkert um raunverulega tímasetningu byrgjanna. Því er eðlilegast að reyna að tímasetja þau út frá verstöðinni sem þau tilheyra.
Byrgin  [á Gufuskálum] eru misfallin og sum yfirvaxin gróðri og hafa þau því ekki verið öll í notkun á sama tíma. Elstu byrgin virðast vera á jöðrum minjasvæðisins, þ.e. lengra uppi í hrauninu en einnig fjær verbúðunum/bæjarhólunum.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Yngstu byrgin, þ.e. þau sem standa enn vel og eru jafnvel heil, virðast raðast beint fyrir ofan verbúðirnar/bæjarhólana og eru sem næst hraunjaðrinum. Hugsanleg skýring er sú að eftir því sem umsvif minnkuðu hafi umfang svæðisins einnig minnkað og fjarlægari byrgi því orðið óþörf.
Lögun byrgjanna og stærð hefur ráðist af staðsetningu þeirra og byggingarefninu þar sem oft hefur verið notast við hraunkletta og hlaðið utan í þá. Byrgin eru yfirleitt ekki breið en geta hinsvegar verið löng. Ástæðan fyrir því er sennilega sú að þrátt fyrir að óreglulegt hraungrýtið henti vel í hleðslur og festist vel saman, ber það ekki kúpt þakið (borghlaðið) ef breitt er milli langhliðaveggja. Af sömu ástæðu hentar vel að hafa veggina sporöskjulaga eða rúnnaða. Staðsetning byrgjanna er heldur ekki tilviljun. Uppi í hrauninu er byggingarefnið og þar eru hæstu staðirnir þar sem vel blæs svo fiskurinn þornar vel.
Slétt svæði sem finnast við sum byrgin á Gufuskálum eru athyglisverð. Slétt svæði myndast væntanlega við efnistöku fyrir byrgin, en það skýrir þó ekki svæðin að öllu leyti þar sem greinilega hefur verið hlaðið í kringum sum þessara sléttu svæða. Þá er hlutverk grjóthleðslanna utan um sléttu svæðin óljóst. Ef aðeins er verið að bera fisk í byrgin til herslu þarf varla að hlaða garða til varnar búfénaði, þar sem inngangi byrgjanna var lokað og fiskurinn því öruggur. Ef fiskurinn var hinsvegar lagður í kös fyrir utan byrgin líta svæðin öðruvísi út. 

Áhugavert væri að líta undir gróðurþekjuna innan garðanna og sjá hvort merki um fiskvinnslu sé þar að finna. Mögulega kæmi sú vinnsla í ljós með fiskibeinum og lífrænum úrgangi, þ.e. í meiri mæli en myndi myndast við að leggja frá sér fiskböggla á meðan verið væri að koma fisknum hálfþurrum í byrgið. Engir fiskigarðar voru sjáanlegir eða greindir í hrauninu á Gufuskálum. Þeir eru ekki heldur greinilegir við verbúðarhólana eða á flatlendinu fyrir neðan hraunið. Möguleg skýring á þessum afmörkuðu svæðum við byrgin er, að þar hafi verkunin hugsanlega farið fram að miklu leyti og að þessi sléttu vinnusvæði séu í raun kasarreitirnir. Sandfok er og hefur ávallt verið mikið vandamál á þessu svæði og því er kannski líklegt að betra hafi verið að kasa og hálfþurrka fiskinn í hrauninu, hátt yfir sandsvæðinu. Einnig er alls ekki víst að notast hafi verið við fiskigarða á Gufuskálum, heldur einhverskonar hjalla eins og Lúðvík bendir á, en talið er að á Gufuskálum hafi fiskurinn verið hnakkaflattur, þ.e. þurrkaður á rám. Slíkur fiskur þótti heldur síðri en plattfiskurinn sem var þurrkaður á fiskigörðum. Við eitt byrgið leit út sem einhverskonar stoðarpakkning, þ.e. grjót sem notað hefur verið til að styðja við stoð, væri á vinnusvæði utan við inngang. Þetta gæti verið vísbending um lofthjall. Ef slíkir hjallar hafa verið notaðir er ekki líklegt að mikið finnist af þeim eða ummmerkjum eftir þá vegna áðurnefndrar gróðurþekju sem sveipar hraunið. Áhugavert væri þó að kanna svæðið aftur með þessi ummerki í huga.
Það sem einkennir minjarnar á Selatöngum eru hinir mörgu grjóthlöðnu garðar sem tilheyra hverju byrgi. Saman mynda þessir garðar og byrgin flókið kerfi athafnasvæða þar sem fiskverkun af einhverjum toga hefur átt sér stað. Verkunarsvæðin innan garða við byrgin á Selatöngum styðja þá kenningu að vinnusvæði sé að finna við sum byrgin á Gufuskálum. Fiskbyrgjunum í Dritvík svipar mikið til byrgjanna á Selatöngum hvað stærð og hleðslur varðar en auk þess eru greinilegir garðar tengdir byrgjunum og mynda verkunarsvæði.
Margt er þó ólíkt með stöðunum og eru jafnvel byrgin sjálf greinilega öðruvísi. Á Selatöngum eru byrgin hlaðin mikið til úr hraunhellum (þó ekki algilt) og við það líta þau út fyrir að vera mun reglulegri en byrgin á Gufuskálum, sem með sínu óreglulega hraungrýti líta svolítið út eins og þau hafi verið hlaðin í flýti og ekki vandað til verks. Ef betur er að gáð er hleðslan hinsvegar vönduð, þar sem hver steinn skipar mikilvægan sess í hleðslunni, eigi ekki allt að falla saman.
SelatangarLjóst er að mikið verk er eftir ef kanna á fiskbyrgi á Íslandi til hlítar og er þessi rannsókn langt frá því að vera tæmandi. Hinsvegar er ekki síst mikilvægt að skoða minjar sem þessar í ljósi þess að ótrúlega lítil áhersla hefur verið í fornleifafræði á minjar tengdum sjósókn og fiskverkun hér á landi. Þrátt fyrir hversu stór þáttur og mikilvægur sjósókn hefur verið Íslendingum frá upphafi er undarlegt hversu lítið af verbúðum og öðrum sjávarminjum hefur verið rannsakað með fornleifafræðilegum aðferðum. Þónokkuð hefur verið skrifað um efnið og má þar sem dæmi nefna rit Lúðvíks Kristjánssonar Íslenskir sjávarhættir en einnig eru nýlega komin út þrjú bindi Jóns Þ. Þórs, Sjósókn og sjávarfang: Saga sjávarútvegs á Íslandi. Með því að skoða fiskbyrgin er vonast til að upplýsingar um mismunandi verkunaraðferðir milli verstöðva, ef ekki landshluta komi í ljós. Þá gæti fjöldi þeirra og stærðir í tengslum við verstöð gefið vísbendingar um hvort um fisk til heimabrúks er að ræða eða söluvöru og bætt þannig við vitneskju okkar um sjósókn fyrri tíma. Þá væri fróðlegt að athuga hversu mikið magn af flöttum fiski kemst fyrir í meðal byrgi en þannig væri hugsanlega hægt að áætla umfang útgerðarinnar.”

Heimildir:
-Gavin M Lucas. 2009. Samkæmt samtali.
-Magnús Á. Sigurgeirsson. 2009. “Könnun á gjóskulögum“. Fornleifakönnun á verbúðarleifum á Gufuskálum, Snæfellsnesi. Bráðabirgðaskýrsla. Fornleifastofnun Íslands. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson. 1982. Íslenzkir sjávarhættir. 2. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík
-Lúðvík Kristjánsson. 1983. Íslenzkir sjávarhættir. 3. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson. 1985. Íslenzkir sjávarhættir. 4. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
-Sigfús M. Johnsen. 1946. Saga Vestmannaeyja. 1.-2. bindi. Ísafoldarverksmiðja hf. Reykjavík.

Aðgengi:
-http://hugsandi.is/articles/rannsokn-fiskbyrgja-a-gufuskalum-og-selatongum/

Nótarhóll

Fiskbyrgi á Nótarhól.

Eldvörp

Hitaveita Suðurnesja hyggur á stórtækar framkvæmdir í Eldvörpum.
ÁlveriðRétt er þó strax í upphafi að geta þess að FERLIR er hvorki á móti vel ígrunduðum virkjunum er kunna að hafa í för með sér lágmarksröskun né nýtingu þeirra í þágu almennings og samríkisins. Þá er FERLIR alls ekki í neinum pólitískum þankagangi. Umhyggjan er fyrst og fremst fyrir landinu sem fóstrar fólkið okkar – hina íslensku þjóð – hverju sinni.
Eldvörpin sem heild eru einstök náttúruperla; falleg gígaröð á sprungusveimi á mótum meginlandsfleka Ameríku og Evrópu, nánast óröskuð af mannavöldum. Gígaröðin og nágrenni hennar eru friðuð náttúruvætti, enda skal engan undra. Landið er í umdæmi Grindavíkur, en Hitaveita Suðurnesja er eigandi þess. Sveitarstjórn Reykjanesbæjar og helmingur ríkisstjórnar Íslands þrýstir nú á Grindvíkinga að gefa eftir gildandi aðalskipulag svo hægt verði að stinga álverinu í Helguvík í samband við fyrirhugaða jarðvarmavirkjun utan við bæinn – þá og þegar undirbúningsframkvæmdum í Helguvík lýkur. “Suðurorka”, samtök sveitarfélaga á Reykjanesskaganum hafa að undanförnu viljað spyrna við fæti þegar línur og aðliggjandi leiðir eru annars vegar, enda felur hvorutveggja í sér umtalsverða umhverfisröskun í meira lagi. Allt er þetta skiljanlegt ef tekið er mið af tímamörkum fyrir nærtækustu aðstæður. Nú, í ljósi breyttra tíma ber hins vegar að hafa í huga hugtökin tvö – “Tímann og vatnið”.
Undirbúningur að virkjun svæðisins hefur farið afar hljótt, svo hljótt að jafnvel ráðherra umhverfismála hefur ekki enn áttað sig á hvað er að gerast. Forstjóranum hefur gættþess að segja sem allra minnst. Síðasta alvöru opinbera viðtalið við hann var nýlega í Vf um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Það var í svo miklum véfréttastíl að jafnvel Véfréttin sjálf í Delfí hefði getað verið stolt af. Hafa ber í huga að svo oft hefur forstjórinn talað umbúðarlaust fyrir virkjunarframkvæmdum á svæðinu (án þess að umhverfið og náttúran ættu sér þar nokkrar viðreisnar von) að viðtalið gæti hafa verið tekið á leikskóla.

Hrauntröð

Það ber með sér að Reykjanesbær eigi þarna heilmikilla hagsmuna að gæta og Vf tekur þátt í því – að venju. Hernaðaráætlun HS er sú að ljúka undirbúningsvinnunni með tilheyrandi formlegheitum, s.s. breytingu á deili- og aðalskipulagi Grindavíkur, án þess þó að raska ró íbúa Grindavíkur með sérstakri íbúakosningu líkt og samflokksmenn meirihluta bæjarstjórnar gerðu í Hafnarfirði um fyrirhugaða stækkun álverins fyrir u.þ.b. bil ári síðan. (Reyndar voru þar um að ræða blekkingaleik því ætlunin var ekki bara að fá íbúana til að heimila stækkun álvers heldur og ekki síður að samþykkja undir rós breytingu á aðalskipulagi bæjarins.)
HS á landið í Eldvörpum, s.s. fyrr er getið. Fyrirtækið HS lítur svo á Myndast hefur verulegur undirþrýstingur á virkjun í Eldvörpum ofan við Grindavík – og þá með tilheyrandi umhverfisspjöllum.
Hitaveita Suðurnesja hyggur á stórtækar framkvæmdir í Eldvörpum. Rétt er strax í upphafi að geta þess að FERLIR er hvorki á móti vel ígrunduðum virkjunum er kunna að hafa í för með sér lágmarksröskun né nýtingu þeirra í þágu almennings og samríkisins. Þá er FERLIR alls ekki í neinum pólitískum þankagangi. Umhyggjan er fyrst og fremst fyrir landinu sem fóstrar fólkið okkar – hina íslensku þjóð – hverju sinni.
Eldvörpin sem heild eru einstök náttúruperla; falleg gígaröð á sprungusveimi á mótum meginlandsfleka Ameríku og Evrópu, nánast óröskuð af mannavöldum. Gígaröðin og nágrenni hennar eru friðuð náttúruvætti, enda skal engan undra. Landið er í umdæmi Grindavíkur, en Hitaveita Suðurnesja er eigandi þess. Sveitarstjórn Reykjanesbæjar og helmingur ríkisstjórnar Íslands þrýstir nú á Grindvíkinga að gefa eftir gildandi aðalskipulag svo hægt verði að stinga álverinu í Helguvík í samband við fyrirhugaða jarðvarmavirkjun utan við bæinn – þá og þegar undirbúningsframkvæmdum í Helguvík lýkur. “Suðurorka”, samtök sveitarfélaga á Reykjanesskaganum hafa að undanförnu viljað spyrna við fæti þegar línur og aðliggjandi leiðir eru annars vegar, enda felur hvorutveggja í sér umtalsverða umhverfisröskun í meira lagi. Allt er þetta skiljanlegt ef tekið er mið af tímamörkum fyrir nærtækustu aðstæður. Nú, í ljósi breyttra tíma ber hins vegar að hafa í huga hugtökin tvö – “Tímann og vatnið”.

Eldvörp

Undirbúningur að virkjun svæðisins hefur farið afar hljótt, svo hljótt að jafnvel ráðherra umhverfismála hefur ekki enn áttað sig á hvað er að gerast. Forstjóranum hefur gættþess að segja sem allra minnst. Síðasta alvöru opinbera viðtalið við hann var nýlega í Vf um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Það var í svo miklum véfréttastíl að jafnvel Véfréttin sjálf í Delfí hefði getað verið stolt af. Hafa ber í huga að svo oft hefur forstjórinn talað umbúðarlaust fyrir virkjunarframkvæmdum á svæðinu (án þess að umhverfið og náttúran ættu sér þar nokkrar viðreisnar von) að viðtalið gæti hafa verið tekið á leikskóla. Það ber með sér að Reykjanesbær eigi þarna heilmikilla hagsmuna að gæta og Vf tekur þátt í því – að venju. Hernaðaráætlun HS er sú að ljúka undirbúningsvinnunni með tilheyrandi formlegheitum, s.s. breytingu á deili- og aðalskipulagi Grindavíkur, án þess þó að raska ró íbúa Grindavíkur með sérstakri íbúakosningu líkt og samflokksmenn meirihluta bæjarstjórnar gerðu í Hafnarfirði um fyrirhugaða stækkun álverins fyrir u.þ.b. bil ári síðan. (Reyndar voru þar um að ræða blekkingaleik því ætlunin var ekki bara að fá íbúana til að heimila stækkun álvers heldur og ekki síður að samþykkja undir rós breytingu á aðalskipulagi bæjarins.)
HS á landið í Eldvörpum, s.s. fyrr er getið. Fyrirtækið HS lítur sv
að það sé ÞESS að ákveða nýtinguna að skipulagsformlegheitunum loknum. Fulltrúar Reykjanesbæjar kætast sjálfsagt því þeir telja sig þarna hafa hið ágætasta tromp upp í erminni þar sem Eldvarpavirkjun er. Hingað til hefur málið flækst í Suðurorkulindaferli Grindvíkinga, Hafnfirðinga og Vogabúa, sem eðlilega hafa ekki viljað hleypa háspennulínulögnum að Helguvík svo auðveldlega um sitt landssvæði. Reykjanesfulltrúar hafa sannfært sjálfa sig um að ríkisvaldið muni, á þessum síðustu og verstu tímum (skrifað í okt 2008 þegar allar áætlanir í efnahagsmálum hafa orðið að engu), sjá til þess að tillögur þeirra um nýtingu auðlinda til öflunar raforku muni auðveldlega ganga eftir. Sjávarútvegsráðherra sagði reyndar að það væri líkt og að pissa í skóinn sinn að auka fiskveiðikótann við þær aðstæður því þar með væri verið að ganga á auðlindir kynslóða framtíðarinnar. Líkt er og komið fyrir náttúruauðlindunum, þ.e. þeim náttúruverðmætum er komandi kynslóðir munu þurfa að nýta. Þar verður ósnortið umhverfi öllu öðru verðmætari söluvara. Þá staðreynd á nú að hunsa í algleymi peningahyggjunnar.
Stöldrum þó við um stund – og rifjum upp orð máttarstólpanna; ráðherranna. Hvar hafa þeir sagt að hin raunverulegu verðmæti liggi? Í fólkinu, samstöðu þess og Eldvörpsamheldni – þjóðararfinum! Og hvar liggur undirstaðan annars staðar en í landinu, sem fóstrað hefur kynslóðir forfeðranna um aldir? Án þess væri einfaldlega engin kynslóð Íslendinga til í dag – hugsum um það!
Staðreyndin er sú að HS er hvorki með nýtingararleyfi í Eldvörpum né rannsóknarleyfi (vafi leikur þó á hinu síðarnefnda). Hinsvegar hefur fyrirtækið verið að vinna með Grindavík að skipulagsmálum á svæðinu (Eldvörpum) svo og í Svartsengi þar sem önnur af tveimur virkjunum HS er.
Hugmyndir HS hf. hafa alla tíð gengið út á að rannsaka Eldvörpin og fyrir því hafa einhverjir aðilar í Grindavík talað. Hlýtur það að tengjast vinnu við rammmaáætlun þ.e. ef umhverfis”ráðuneyti” telur að svæðið falli undir óröskuð svæði þá verður væntanlega ekki gefið út rannsóknarleyfi af stjórnvöldum.
Forvinna HS hf. ætti þá að vera ómerk á fyrirhuguðu skipulagssviði með Grindavík.
Framangreindu til staðfestingar má geta þess að á fundi EldvörpByggingar og skipulagsnefndar Grindavíkur í byrjun árs 2008 var m.a. tekið fyrir erindi H.S. um byggingu virkjunar við Eldvörp: “17. Breytingar á aðalskipulagi dreifbýlis og þéttbýlis Grindavíkur, ósk um breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur2000 – 2020. Hitaveita Suðurnesja fer fram á að Grindavíkurbær sbr. bréf dags. 15.10.2007 setji af stað vinnu við breytingu á aðalskipulagi bæjarins til samræmis við óskir HS, vegna áætlana um virkjun í nágrenni við Eldvörp. Einnig er farið fram á að stækkað verði skilgreint iðnaðarsvæði í Svartsengi vegna hugsanlegra stækkunar á orkuöflunarsvæðinu fyrir virkjun þar.”
Í framhaldi af því sendi FERLIR núverandi bæjarstjóra í Grindavík eftirfarandi fyrirspurn: “Sæl, mig langar að biðja þig að upplýsa mig um eftirfarandi; 1. Eftir fund Byggingar- og skipulagsnefndar í byrjun árs 2008 var tekið fyrir erindi Hitaveitu Suðurnesja, beiðni um breytingar á aðalskipulagi Grindavíkur til samræmis við óskir HS, vegna áætlana um virkjun í nágrenni við Eldvörp. Einnig er farið fram á að stækkað verði skilgreint iðnaðarsvæði í Svartsengi vegna hugsanlegra stækkunar á orkuöflunarsvæðinu fyrir virkjun þar.”
Í tilefni þessa sendi FERLIR núverandi bæjarstjóra Grindavíkur eftirfarandi fyrirspurn: “Hver er staðan núna (okt. 2008) um fyrirhugaðar áætlanir og heimildir til handa Hitaveitunni um virkjun í Eldvörpum? Ekki þarf að taka það fram að Eldvörpin sem slík eru eitt dýrmætasta djásn Grindavíkur hvað varðar mótun og sögu jarðfræði svæðisins, enn að mestu ósnert náttúruperla. Á svæðinu eru t.a.m. minjar, sem aldrei hafa verið skráðar sem fornleifar, en eru óneitanlega hluti af búsetu og atvinnusögu byggðalagsins.”

Byrgi

Ekkert svar hefur enn borist frá hlutaðeigandi. Ef og þegar svarið kemur verður það birt hér. Þó hefur verið hlerað að ætlunin er að staðsetja fyrirhugaða mikla virkjun við þröskuld Grindvíkinga, skammt vestan Járngerðarstaðahverfis. Skábora á niður í Eldvarpasveiminn. Ætlunin er að “reyna” að hlífa gígunum í Eldvörpum, en óhjákvæmilega þarf að leggja þar vegi og slóða, pípur og línur með tilheyrandi raski.
Í lýsingu Freysteins Sigurðssonar af Eldvörpum segir m.a.: “Jarðhitasvæðið er í nær miðri Eldvarpa-gígaröðinni, sem er frá sögulegum tíma og teygir sig langa vegu með unga, úfna og undurfagra gíga sína. Jarðhitaummerki á yfirborði voru lítil, aðeins gufutjásur í góðu veðri og smáskellur á hrauninu við gufuaugun. Boraðar hafa verið rannsóknarholur á svæðinu, sem þó ber furðu lítið á. Mikil sjónmengun yrði hins vegar að háspennulínum yfir gígaröðina, eða í nánd við hana.”
Þegar hafa verið boraðar tilraunaborholur í Eldvörpum. Þar hefur Hitaveita Suðurnesja nú þegar leikið sama leikinn og svo oft áður; spillt fyrirhugu virkjunarsvæði skipulega með það fyrir augum að geta síðar bent á að ástæðurlaust væri að hlífa svæðinu þar sem því hefði þegar verið raskað. Þetta gæti hljómað sem brandari, en er það í rauninni alls ekki.

Í ritgerð Málfríðar Ómarsdóttur (apríl 2007) er ber yfirskriftina “Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp” er m.a. getið um Eldvörp og samhengi þeirra við jarðsögumótun Reykjanesskagans í heild.

Eldstöðvarkerfin

“Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu sem liggur þvert í gegnum Ísland og er í raun ofansjávarhluti af Reykjaneshryggnum en hann liggur neðansjávar suðvestur í haf og er hluti af Atlantshafshryggnum. Eldvirkni hefur verið mikil á þessu svæði, bæði ofansjávar og í hafi, frá því að síðasta kuldaskeiði lauk. Þessi eldvirkni er enn mjög virk í dag. Jarðvísindalega er Reykjanesskaginn afar merkilegur því hann er einn af fáum stöðum þar sem hluti hins virka gosbeltis er aðgengilegur og þar má auðveldlega sjá hvernig slíkir hryggir byggjast upp. Náttúrufar á Reykjanesskaga hefur um langt skeið dregið að sér athygli náttúrufræðinga og hefur hún aðallega beinst að þeim þáttum sem mest setja svip sinn á landslagið eins og eldvörp, gígar, hraun, sprungur, jarðhiti og misgengi.
Eldstöðvarkerfi á Reykjanesskaga eru fjögur talsins og eru þekkt tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Töluvert mikið er um eldvörp á svæðinu og er náttúrufar Reykjanesskaga afar sérstætt og því ekki furða að áform liggi nú á borðum Landverndar að auka náttúruverndargildi hans og jafnvel að gera
Reykjanesskaga að eldfjallagarði.

SnæfellsnesrekbeltiðEldvirkni
Reykjanesskagi, ásamt Íslandi, liggur á Atlantshafshryggnum en hann er mörk plötuskila Evrasíuflekans og Norður Ameríkuflekans sem mjakast í sitthvora áttina. Þessi hreyfing veldur tíðum umbrotahrinum á hryggnum sem einkennast af jarðskjálftum og eldgosum. Hryggurinn brotnar upp í rekbelti sem tengjast um þverbrotabelti. Slíkt rekbelti er að finna við suðvesturhorn Íslands og nefnist Reykjanesrekbeltið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Reykjanesrekbeltið tengist Atlantshafsrekbeltinu beint og er um 30 km að breidd (Jón Jónsson, 1967). Framhald rekbeltisins er á landi og liggur eftir Reykjanesskaganum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) en hann er einn af tveimur stöðum í heimum þar sem hafshryggur rís úr sjó (mynd 1) en það gerir hann að kjöraðstæðum til að rannsaka myndun og mótun hafshryggja á landi (Ármann Höskuldsson, Richard Hey, Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson, 2007). Reykjanesskagi er afar sérstakur hluti af Atlantshafshryggnum því hann er tengiliður milli heits reits og djúpsjávarhryggs (Fleischer, 1974).
Reykjanesrekbeltið er einkennandi fyrir Reykjanesskaga og þar er að finna fjölmargar sprungur, misgengi og mjóa sigdali sem stefna í norðaustur-suðvestur átt (Jón Jónsson, 1967).
Á Reykjanesskaganum beygja plötuskilin til austurs en það eru fjögur eldsstöðvarkerfi sem liggja skálægt á plötuskilunum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Þekkt eru tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Hvert gosskeið stóð í allt að fjórar aldir með um þúsund ára hléi á milli. Í ljósi þeirrar vitneskju og rannsóknum á eldri gosum, er líklegt að eldvirkni hafi verið svipuð, á fyrri hluta nútíma (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Þessi eldstöðvarkerfi eru Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið, Brennisteinsfjallakerfið og Hengilskerfið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Rekbeltin fyrir 2-7 millj. áraReykjaneseldstöðvarkerfið liggur í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega fyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess. Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004).
EldvörpTrölladyngjueldstöðvarkerfið er um 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Úr kerfinu hafa komið um 40-50 rek- og goshringur og 3 dyngjur. Síðast gaus í því 1151-1180 sem í gosi sem kallaðist Krýsuvíkureldarnir en þar á undan fyrir um 2000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Brennisteinsfjallaeldstöðvarkerfið er næst austasta kerfið á Reykjanesskaganum. Það er 45 km langt og 5-10 km breitt. Það hafa komið um 30-40 rek- og goshrinur úr því ásamt 3 dyngjum. Það varð einnig virkt, á sama tíma og Reykjaneskerfið, í Reykjaneseldunum árin 1211-1240.
Hengilseldfjallakerfið er austasta eldstöðvarkerfið og er sérstætt að því leyti að þar eru vísbendingar um þrjú kvikuhólf þ.e. tvö virk og eitt gamalt og óvirkt. Hengilseldstöðvarkerfið er 100 km langt og 3-16 km breitt. Úr því hafa komið 20 rek- og goshrinur og 6 dyngjur. Síðast gaus í Hengli fyrir um 2000 árum í svokölluðum Nesjavallaeldum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Á sama tíma myndaðist Sandey í Þingvallavatni (Orkuveita Reykjavíkur, 2006). Þar áður gaus fyrir um það bil 5000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Hengilssvæðið er með stærstu háhitasvæðum á Íslandi (Orkuveita Reykjavíkur, 2006).
EldvörpEldstöðvarkerfin fjögur raðast skástígt með stefnu í norðaustur, á bogin plötuskilin. Innan þeirra finnast misgengi og gígaraðir. Plötuskilin eru í raun samblanda af gliðnun og sniðgengishreyfingum. Sniðgengið verður öflugra eftir því sem austar dregur. Norður- og suðurhluti hvers eldstöðvarkerfis einkennist af eingöngu af brotalínum en mesta eldvirknin er þar sem plötuskilin liggja um miðbik hvert þeirra. Þess vegna er upphleðsla þar hröðust og þar hafa myndast hálendi. Hálendið verður hærra eftir því sem austar dregur.
Reykjaneshryggurinn hækkar almennt til norðausturs vegna þess að gosefnaframleiðsla á Íslandi eykst eftir því sem nær dregur heita reitnum á miðju landsins. Um miðbik eldstöðvakerfanna eru háhitasvæðin að finna og hitagjafar þeirra eru grunnstæð innskot (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Það má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir samsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma.

Eldvörp

Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust stapar (Jón Jónsson, 1978).
Nútímahraunum og gosstöðvum má skipta í þrjá flokka þ.e. gossprungur og dyngjur en dyngjunum má svo skipta aftur skipta í tvo flokka eftir samsetningu hraunanna. Þessa flokka má svo nánar aðgreina út frá aldri og stærð.
Jón Jónsson (1978) telur að hraun runnin á nútíma á Reykjanesskaga nái yfir 1064 km2 og rúmmál þeirra sé um 42 km 3. Af því nái hraun runnin eftir landnám yfir 94 km 2 og hafa um 1,8 km 3 rúmmál. Nánar verður fjallað um hraun á Reykjanesskaga hér á eftir í kaflanum um hraun.

Eldvörp
Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga framleiða öll þóleískt berg og aðeins kemur þar upp basalt að Hengilseldstöðinni slepptri. Á Hengilssvæðinu er að finna súrt og ísúrt berg en annars er mest berg á Reykjanesskaganum ólivínþóleít.
Eldstöðvar eru ýmist dyngjur eða gjallog klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur.
Elstu og minnstu Eldvörpdyngjurnar eru úr ólivín pikríti sem runnið er á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km. Stærri og yngri dyngjurnar eru úr ólivín þóleíti og eru þær allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Kerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004).
Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). EldvörpNeðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma (Jón Jónsson, 1967).
ÁEldvörp yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það (Jón Jónsson, 1967).
Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið gráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar.

Eldvörp

Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við síendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið (Þorleifur Mynd 3: Eldey er gott dæmi um gígey. Einarsson, 1968).
EldvörpStærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500-13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni.
Eldborg undir Geitahlíð fyrir austan Krýsuvík er dæmigerð eldborg (Þorleifur Einarsson, 1968). Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir.
Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.

Eldvörp

Erlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla (Þorleifur Einarsson, 1968).
Ösku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík. Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru sjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir. Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga.

Eldvörp

Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa (Þorleifur Einarsson, 1968).

Hraun
Flest helluhraun á Reykjanesskaga eru frá fyrri hluta nútíma og eru flest komin frá dyngjum eins og Skálafell og Háleyjarbunga. Frá síðari hluta nútíma en fyrir landnám eru til dæmis Eldborg og Búrfell. Nokkur stór og viðamikil hraun hafa runnið á Reykjanesskaga eftir landnám. Á meðan kristnitakan fór fram árið 1000 þá rann mikið hraun úr gossprungu á vestanverðri Hellisheiði og hefur það verið nefnt Kristnitökuhraun. Yst á Reykjanesi eru tvö hraun sem koma frá gígaröðunum Eldvörpum og Stömpum. Þau þekja stórt svæði milli Reykjanestár og Grindavíkur (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Eldvörp

Ögmundarhraun vestan Krýsuvíkur er frá 1151 og rann í svokölluðum Krýsuvíkureldum (Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, 1991). Hraunið rann úr gígaröðum rétt austan undir Núpshlíðarhálsi og er samanlögð lengd þessara gíga um 5 km (Jón Jónsson, 1983). Í Krýsuvíkureldum rann einnig Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar, sama ár og Ögmundarhraun. Þessi eldgosahrina er talin hafa komið úr Trölladyngjum og hefur henni lokið líklega árið 1188 með myndun Mávahlíðarhrauns (Sigmundur Einarsson o.fl., 1991). Oftast hefur þó gosið í sjó undan Reykjanesskaganum á sögulegum tíma. Síðast gaus þar 1879. Aðalgoshrinan í Reykjaneseldstöðvarkerfinu hófst sennilega í sjó árið 1211 og stóð til 1240 og nefnist hún Reykjaneseldar. Yngra-Stampahraunið rann í Reykjaneseldunum og mynduðust þar tvær eldborgir sem nefnast Stampar Yngri (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Mannvistarleifar

Yngra Stampagosið hefur sennilega orðið á 12-13. öld. Sérstætt við þetta gos er að gossprunga þess lá bæði í sjó og á landi og eru þeir yngsta myndunin á Reykjanesi og gígaraðirnar standa á um 4,5 km langri gossprungunni (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995). Stampar Eldri mynduðust í Eldra-Stampahrauni fyrir 1500-1800 árum. Það gos byrjaði sennilega í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldri Stampagígaröðin liggur til norðausturs og er mjög slitrótt vegna þess að hún kaffærist á stöku stað af Yngra Stampahrauninu. Skammt austan við Eldra Stampahraun er víðáttumesta hraun á Reykjanesi sem nefnist Tjaldstaðagjárhraun. Það er úr 1 km langri sprungu sem liggur í norðaustur í framhaldi af Stampagígaröðinni og er það aðeins yngra en Stampahraunið (Jón Jónsson, 1983). Um 1227 aðeins austar við Stampa Yngri gaus í gígaröðinni Eldvörp. Þaðan rann Eldvarparhraun (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvarparhraunið er talið vera um 2100 ára gamalt (Jón Jónsson, 1983).
Trölladyngjueldstöðvarkerfið hefur tvö háhitasvæði þ.e. Krýsuvík og Trölladyngja.

Hellir

Dyngjur eru aðeins þrjár en tvær þeirra, sem eru jafnframt nafnlausar, hverfa í skuggann af Hrútagjárdyngjunni sem er stærst þeirra. Hún myndaðist fyrir um 5000 árum. Gjall- og klepragígar eru algengastu gígarnir innan kerfisins. Hjá suðvesturenda Sveifluhálsar eru
sprengigígarnir Grænavatn og Gestsstaðarvatn ásamt Augum. Þar hefur verið snörp eldvirkni með mikilli gufu og gastegundum. Í mörgum hraunkúlum við Grænavatn eru hnyðlingar úr gabbrói sem bendir til slíks innskots í berggrunninum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) og gerir það svæðið afar merkilegt því gabbró hefur ekki fundist annars staðar á Suðvesturlandi. Grænavatn fékk nafnið sitt af græna litnum sem er tilkominn vegna brennisteinssambanda. Þetta vatn er meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð (Sigurður Þórarinsson, 1950).
EldvörpFrægasta eldstöðin úr Trölladyngju er sennilega Eldborg sem reyndar er nú sundurgrafin. Í Brennisteinseldstöðvarkerfinu er Eldborg undir Geitahlíð en hún er stærsti gígurinn á þessari stuttu gossprungu sem gaus rétt fyrir landnám. Hún er djúpur og reisulegur gígur ásamt nokkrum minni. Nokkru sunnan við miðju kerfisins er að finna Brennisteinsfjöll sem draga nafn sitt af brennisteinsnámum sem þar voru á háhitasvæði sem hefur varma sinn frá innskotum í jarðskorpunni. Það eru þrjár dyngjur í kerfinu þ.e. Heiðin há við suðurenda Bláfjalla og er langstærst með 3,6 km í þvermál og 516 metrar að hæð. Hún er sennilega um 7000-9000 ára. Hvirfill er dyngja frá síðasta frá síðasta jökulskeiði og Leitin er yngsta dyngjan og er um 4700 ára. Í Leitarhrauninu mynduðust Rauðhólar einnig. Fyrir um 2000 árum reið goshrina yfir Reykjanesskagann og myndaðist þá gígaröðin með Stórabolla og Eldborg við Drottningu sem er einkar glæsileg eldborg og stendur hún við Bláfjallaveginn (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
EldvörpÍ Hengilseldstöðvarkerfinu er að finna þrjár dyngjur frá fyrrihluta nútíma. Stærst þeirra er Selvogsheiði sem er úr ólivínþóleíti en hinar eru minni og kannski eldri og nefnast þær Búrfell við Hlíðarenda og Ásadyngjan hjá Breiðabólsstað og eru þær úr pikríti. Gossprungur frá nútíma ná frá Stóra-Meitli í suðri að Sandey í Þingvallavatni í norðri og kerfið er stærsta eldstöðvarkerfið á Reykjanesskaganum. Margir gjall- og klepragígar liggja á gossprungunum og eru goseiningarnar um 20 talsins. Stærsti gjallgígurinn er Eldborg undir Meitli en hún er um 2000 ára. Gossprungurnar í Hengilseldstöðvarkerfinu eru yfirleitt þó ekki afkastamiklar (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Samkvæmt Jóni Jónssyni (1983) þá hefur gosið á Reykjanesskaga allt að 12-13 sinnum frá því að landnám hófst en eins og áður segir þá hefur oftast gosið í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).”
Í dag er Reykjanesskagi aðeins friðaður sem fólkvangur en fólkvangur, samkvæmt Umhverfisstofnun (2004), er svæði sem talin er ástæða til að vernda vegna útivistar og almenningsnota. Mikið hefur verið talað um að auka ætti verndargildi Reykjanesskagans og stofnun eldfjallagarðs hefur verið mikið í umræðunni þessa dagana. Það er víst að á Reykjanesskaga myndi eldfjallagarður sóma sér vel og varla annað svæði sem myndi henta betur til þess þótt víða væri leitað.

Á Reykjanesskaga má finna flestar tegundir eldfjalla og einstakt tækifæri til þess að skoða myndun og mótun hafshryggja á landi, ásamt því að hann er nálægt þéttbýlasta svæði landsins, sem gerir hann tilvalinn kost til frekari náttúruverndar og útivistarmöguleika. Eldvirknin með þessum stóru háhitasvæðum gerir hann jafnframt að eftirsóknarverðum kosti fyrir jarðhitavirkjanir. En það er stór og ekki síður mikilvæg spurning, hvor kosturinn sé meira virði, þegar til lengri tíma er litið.

Hér má sjá vandaða fornleifaskráningu fyrir Eldvörpin.

Heimild m.a.:
-Málfríður Ómarsdóttir – “Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp”, apríl 2007.

Gígur

Tyrkjabyrgi

Gengið var með Eldvörpum að nýfundnum “Tyrkjabyrgjum” (fundust 2006), skoðað í “útilegumannahelli” (fannst 2004), leitað að hlöðnu byrgi við Rauðhól skv. ábendingu Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings, og gígurinn í Sandfellshæðardyngju skoðaður. Þá var skoðað í “útilegumannahelli” (fannst 1982) við Eldvörp. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur.

Eldvörp

Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar stundum bökuð brauð. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora við Eldvörp um sumarið brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með greinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum.
Fyrst var þó haldið um Sundvörðuhraunið (sem reyndar er eitt Eldvarpahraunanna) að áður þekktum “Tyrkjabyrgjunum” (fundust 1872). Ætlunin var m.a. að skoða alla þá staði er tengja má vangaveltum manna í meira en hundrað ár um tilgang og tengsl þeirra.
Byrgin, sem fundust 1872, eru í einum krika þess mót vestri og fundust fyrir tilvikjun þenna vetur, líkt og þær nýrri, sem einnig fundust í Eldvörpum fyrir tilviljun 134 árum síðar. Á fyrrnefnda staðnum eru 10 tóftir (sú 11. fannst reyndar í þessari ferð), en á þeim síðari eru þær tvær. Tóftirnar eru mjög svipaðar á báðum stöðum. Stærsta tóftin í hraunkrikanum er t.d. 4.0 m að lengd og stærri tóftin í Eldvörpum er 4.2 m á lengd. Sum byrgjanna eru mun minni og er eitt þeirra t.a.m. þrískipt.
Stígur liggur nú úr Eldvörpum suður yfir Sundhnúkahraunið, niður af því að sunnanverðu og áfram áleiðis að Húsatóftum. á leiðinni má berja augum fallið byrgi, sennilega refaskyttu, og hlaðinn leiðigarð.
“Tyrkjabyrgin” eru skammt norðaustan við stíginn eftir að komið er út úr apalúf Sundhnúkahrauns og niður á sléttari öldung Eldvarpahraunanna. Þetta eru 10 tóftir, en tvær þeirra eru uppi á hraunbrúninni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4.0 x 1,5 m á stærð. Hæðin er um 1.3 m. Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.
EldvörpÍ Sögu Grindavíkur (1994) segir á bls. 118 (I) að “Það var vetur inn 1972, að rústir af mörgum smáum kofum, hlöðnum úr grjóti, fundust af tilviljun í hraunkvos skammt vestur af Sundvörðuhrauni… Sumarið 1902 kom Brynjúlfur Jónnson frá Minna-Núpi til Grindavíkur (bjó m.a. í Klöpp) og skoðaði þá rústirnar. Hann brirti lýsingu á þeim í skýrslu sinni í árbók Fornleifafélagsins árið 1903 og taldi tóttirnar vera alls sjö, en of litlar til að menn gætu hafa dvalið þar nema skamman tíma í einu. Löngu síðar rannsakaði Ólafur Briem rústirnar, og taldi hann alls tíu tóttir, auk þess sem hann fann í hraunviki skammt frá þeim manngert aðhald, augljóslega til að handama fé. Lýsing Ólafs af tóttunum er ýtarleg, en ekki kemst hann, fremur en Brynjúlfur og Þorvaldur, að ákveðinni niðurstöðu um það, til hvers kofarnir hafai verið notaðir. Þar virðast einkum tveir möguleikar koma til greina; að þarna hafi útilegumenn hafst við skamma hríð, eða að byggðamenn hafi útbúið þarna fylgsni, sem flýja mætti í ef ófrið eða ræningja bæri að höndum. Væri þá trúlegast að kofarnir hafi verið hlaðnir á 17. öld, eftir Tyrkjaránið.´”Útilegumannabælið” í Sundvörðuhrauni er á Fornleifaskrá, sem friðlýstar fornleifar.
Hér verður ekki reynt að skera úr um tilgang þeirra, sem kofana hlóðu í öndverðu, en bent skal á, að árið 1982 fannst hellir við Eldvörp, skammt vestur af Þorbirni, og virðst svo sem þar hafi útilegumenn átt fylgsni. Frá þessum helli að rústunum í sundvörðuhrauni er aðeins um 1 km, og er ekki loku fyrir það skotið að sambadn hafi verið á milli þessara tveggja felustaða.”
EldvörpEkki er að sjá að Þorvaldur, Brynjúlfur eða Ólafur hafi skoðað hlaðna, mosagróna, refagildru, sem þarna er örskammt frá rústunum. Þá má sjá vörðu ofan við byrgin, skófvaxna líkt og veggir byrgjanna. Enn ofar í úfnu og óárennilegu hrauninu má sjá a.m.k. enn eitt byrgi, fallið saman, en með greinilegu hleðslulagi. Ekki er ólíklegt að ætla að fleiri slík kunni að leynast þar efra – ef grannt væri skoðað.
Ef rústirnar eru skoðaðar – hver af annarri – má sjá að fjórar þeirra eru með sama lagi (þrjár í krikanum og ein á hraunbrúninni). Þær eru og svipaðar að stærð þó ein sé sýnum stærst (4.0 m á lengd). Gluggaop eru á neðri byrgjunum, en ekki því efra. Inngangsopin snúa að hraunkantinum eða hrauninu. Hleðsluhæð veggja er svipuð á þeim öllum. Ekki hefur verið lögð áhersla á að þakið héldi vatni, a.m.k. benda sléttar þunnar hraunhellur í gólfum til þess að þær hafi einungis verið lagðar yfir og væntanlega mosi ofan á þær. Þó skal bent á að þrátt fyrir friðlýsingu og vangaveltur um notkun húsanna hefur engin vísindaleg rannsókn farið fram á þeim, ekki einu sinni á gólfum þeirra, sem mögulega gætu gefið vísbendingu um tilgang þeirra og jafnvel aldur.
Tvö lítil byrgi eru sunnar með vestanverðum hraunkantinum. Annað er þrískipt þar sem öll rýmin eru lítil, innan við 0.6 m, og hitt hefur annað lag en fyrrnefnd byrgi. Það er líkara húslagi, en miklu mun minna í sniðum.
Eldvörp Upp á hraunbrúninni er, auk byrgisins, sem fyrr er lýst, er hringlaga lítið skjól. Í fyrstu virðist þar vera um skjól fyrir mann að ræða er gæti hafa verið þar á “útkikki”, en ef betur er að gáð virðist þar fremur hafa verið einhvers konar geymsla. Norðar er fallna byrgið, sem fyrr er lýst, og varðan.
Önnur mannvirki þarna eru norðan og norðvestan við byrgin þrjú í krikanum. Eitt þeirra er gerðið fyrrnefnda og síðan má sjá hleðslur með kantinum, sem virðast hafa verið lítil gerði eða aðhald, t.d. fyrir fé.
Refagildran vestan við byrgin tvö í suðvestanverðum hraunkrikanum, er svo til alveg heil. Fallhellan er fyrir opinu. Stuðningssteinarnir eru enn á sínum stað. Gangurinn á gildrunni er heill og þakhellurnar á sínum stað. Hið eina, sem ekki fyllir heildarmyndina er að sá, sem síðastur fjarlægði dauðan ref úr gildrunni, setti hana ekki upp að nýju, þ.e. hann lét fallhelluna á sinn stað, en setti ekki farg á þakið. Steina, sem til þess hafa verið ætlaðir, eru í mosanum við hliðina á gildrunni. Gildran gæti hvort sem er verið jafngömul byrgjunum eða jafnvel yngri – allt eftir því til hvers þau hafa verið notuð. Ef þau hafa verið ómannaðar birgðastöðvar vegna yfirvofandi árásar ræningja er gildran væntanlega jafngömul byrgjunum. Ef um útilegumannaskjól hefur verið að ræða gæti gildran verið yngri – eða jafngömul.
Ein kenning, sem ekki hefur verið skráð, er sú að þarna gætu hafa verið um mjög skamman tíma hugmynd í framkvæmd um varasjóð Húsatóftahreppstjóra í tengslum við þurfamannahjálp þess tíma. Fleiri hugmyndir og tillögur um tilvist byrgjanna haf og komið fram, en einungis sem vangaveltur.
Eldvörp Þá skal um stund horfið frá byrgjunum í “Sundvörðuhraunskrika” og velt vöngum yfir umhverfinu og svæðinu sem merkilegu jarðfræðifyrirbæri.
Reykjanes er framhald Reykjaneshryggjarins – ofanjarðar. Flest sjávargos á sögulegum tíma hafa verið undan Reykjanesi. Eldvörpin eru afraksturs stórbrotinnar jarðsögu um langan tíma. Þau eru í raun afleiðingar dæmigerða gosa á sprungurein Norður-Atlantshafshryggjarins þar sem hann gengur fyrst á land á sunnanverðu landinu. Sambærilegar gígaraðir eru Stampar (Hörsl) skammt vestar, gígaröð Ögmundarhrauns (Afstapahrauns og Nýjahrauns), gígaröð eldborga í Brennisteinsfjöllum, Bláfjöllum og Hengli, auk eldri systkina þar sem eru Fagradalsgígaröðin (Festisfjall, Vatnsfellin og Keilir), Núpshlíðarhálsin og Sveifluhálsin sem og Geitarhlíð, Sandfell, Vörðufell, Kistufell og Draugahlíðar er urðu til fyrir nútíma, þ.e. undir jökli).
Dyngjurnar Skálafell, Háleyjarbunga og Sandfellshæð mynda undirstöðu Reykjanesskagans að vestanverðu. Gos úr þeim urðu eftir að jökla leysti, eða fyrir og eftir 10.000 f.Kr.
Ævagamlar heimildir segja að árið 1000 hafi mest allt Reykjanes sokkið í sjó og Geirfuglasker komið upp. Þá átti landið að hafa legið langt út fyrir Eldey í norðvestur en Eldey og drangar við hana hafi áður verið fjöll á Reykjanesskaganum.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118.
Eldvörp Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum” árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey.
Skoðaðir voru nokkrir gígar Eldvarpanna. Einn þeirra er dýpri en aðrir, sem jafnan standa hátt sem “hörsl” (ójöfnur). Stiga þarf til að komast niður í hann, en dýptin niður á botn virðist verða ca. 8.0 m. Þegar staðið er upp á einhverjum gíganna má vel sjá hvernig gígarnir hafa raðað sér á sprungureinina. Þeir eru áþreifanlegur vottur um uppstreymisop hraunkvikunnar er myndað hafa hraunin umhverfis, sem ýmist hafa storknað þunnfljótandi (helluhraun) eða seigfljótandi (apalhraun). Af ummerkjum er ljóst að hraunflæðin hafa orðið með einhverju millibili og gosið varað í nokkurn tíma, jafnvel nokkur ár. Grindavíkureldarnir eru t.a.m. taldir hafa orðið á árabilinu 1220-1240, þótt mesta virknin muni hafi verið á árinu 1226.
Út frá gjall- og klepragígum Eldvarpa eru víða miklar og fallegar hrauntraðir, auk hraunæða.
Eldvörp “Tyrkjabyrgin” í vestanverðum Eldvörpum eru mjög svipuð hinum fyrrnefndu. Um km er á milli byrgjasvæðanna. Um tvö byrgi virðist vera að ræða, en þó gætu fleiri reynst þarna í þykku gamburmosahrauninu. Efra byrgið er stærra, eða 1.2 m x 4.2 m. Hitt er 3.0 m x 1.2 m. Hæð á veggjum niður á núverandi gólf er 1.3 m Gólfin eru gróin, en undir eru sléttar hellur, sem notaðar hafa verið fyrir þak. Sumar liggja upp með veggjum.
Umhverfi byrgjanna er sérstakt. Byrgin, sem eru þarna í mjög góðu skjóli, eru þakin þykkum mosa að utanverðu svo mjög erfitt er að koma auga á þau. Þegar betur er að gáð má vel sjá hversu heilleg þau eru; veggir standa heilir og þakhellur liggja við veggi eða eru undir mosa í gólfum. Ekki voru ummerki um að maður hafi stigið þarna niður fæti um langan tíma.
Opið á efra byrginu snýr í norður (á langvegg). Opið á því neðra snýr hins vegar í vestur (á endavegg).
Þar sem byrgin hafa að öllum líkindum verið ósnert í langan tíma má ætla að mögulegt væri að áætla aldur þeirra með vísindalegri rannsókn. t.a.m. með því að athuga gólfin. Í þeim gætu falist upplýsingar um notkun byrgjanna og jafnvel áætlaður aldur. Sú niðurstaða gæti einnig varpað ljósi á tilgang og aldur byrgjanna í hraunkrika Sundvörðuhraunsins.
Og þá var komið að “útilegumannahellinum” við Eldvörp. Sá er einungis nokkra tugi metra frá síðastnefndum byrgjum. Þótt FERLIR hafi komið þar að og skoðað hellinn nokkrum sinnum virðist alltaf jafnerfitt að finna opið. Það tókst þó að þessu sinni, líkt og áður, eftir nokkra leit.
Opið er lítið. Það er beint niður í hraunhelluna í hraunbrekku traðar. Æðar eru allt um kring. Í miðju opinu er þverhleðsla, mosavaxin, um 0.6 m há og um 0.8 m breið. Ef farið er niður á við (í vestur) er komið inn í rýmilega hraunrás. Í henni er hlaðið hringlaga bæli. Megintilgangur hennar virðist hafa verið tvíþættur; annars vegar að veita skjól umhverfis bæli og hins vegar að fela “innra rýmið”, þ.e. skúta er skýlt gæti hafa einum eða tveimur mönnum. Sá, sem af einhverri einskærri heppni eða tilviljun, liti inni í rásina gæti því ekki (ljóslaus) hafa séð þann eða þá, sem þar leyndust.
Tyrkjabyrgi Í efri hluta rásarinnar er fyrirhleðsla og síðan hlaðið undir bæli. Sama fyrirkomulag er þar og í neðri hlutanum; ef einhver leit þar upp að tilviljun gat hann ekki séð ef einhver leyndist þar efra.
Óneitanlega er hægt að setja fyrrnefnd byrgi og þetta skjól í ákveðið samhengi. Og þegar við bætast mannvistarleifar (svipaðar hleðslur) í helli nokkur norðar aukast líkur á ákveðinni niðurstöðu (sem þarf alls ekki að vera rétt).
Frá “Tyrkjabyrgjunum” vestan Eldvarpa var haldið eftir Reykjavegi að Prestastíg. Prestastígur (Hafnaleið) er gömul þjóðleið á milli Húsatótta í Grindavík og Kalmanstjarnar. Þessi leið er greinileg og vel vörðuð. Henni var fylgt um hraunið norðan Rauðhóls þar sem víða má sjá hana djúpt markaða í slétta hraunhelluna.
Frá Rauðhól hefur runnið hraun til suðurs og suðvesturs og er Prestastígur milli hrauns og hlíðar, þ.e. liggur um slakkann þar sem Rauðhólshraunið rennur upp að Sandfellshæð. Rauðhólshraun er 2000-3000 ára.
Gengið er framhjá Rauðhól. Norðan við hann eru mosagróin og nokkuð slétt apalhraun. Það er yngsta hraunið á svæðinu og rann um 1226. Þá opnaðist fyrrnefnd 10 km löng gossprunga. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku.
Eldvörp Stefnt var á Sandfellshæð. Á toppi Sandfellshæðar (sem er dyngja) er gríðarlega stór gígur sem er um 450 m í þvermál og að minnsta kosti 20 m djúpur og vel þess virði að ganga upp á hæðina. Talið er að hæðin sé um 12500 ára gömul. Hraun hennar þekja um 120 km2. Til samanburðar má geta þess að Þráinsskjöldur er talinn vera 13000 ára og þekur um 130 km2 svæði. Þótt Sandfellshæð sé ekki nema um 90 m y.s. er gríðarlega víðsýnt af henni. Í norðri blasa við fellin Sandfell, Lágafell, Þórðarfell, Súlur og Stapafell sem reyndar er að mestu horfið vegna efnistöku. Í austri blasa Eldvörpin við og lengra Þorbjarnarfell.
Þá var stefnan tekin til austurs, áleiðis að Eldvörpum. Gengið var yfir tiltöluelag slétt apalhraun. Sums saðar var fyrrum skriðdrekaslóða fylgt, enda svæðið verið æfingarsvæði fyrir varnarlið um áratuga skeið. Víða má sjá rafmagnsþræði og lágreist skyttuskjól.
Komið var að Eldvörpum rétt vestan við borholuna. Þar undir er “útilegumannahellir”. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.
Í hellinum er hlaðið lítið skjól, eða (að sumra áliti) umgjörð brauofns. Þarna var til skamms tíma allnokkur hiti, en það breyttist þegar borðar var á svæðinu. Líklegt má telja, vegna nálægðar við fyrrum mannvistarleifar, að þar hefðu einhver tengsl verið á millum, einkum minjanna sunnar með vestanverðum Eldvörpum. Um 1.0 km er á milli minjasvæðanna. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri minjar kunni að leynast þarna á millum.
Eldvörp Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar fyrrum stundum bökuð brauð sem vafalítið hefur komið sér vel í eldiviðarskorti. Örstutt vestan við borholuna er hellir í hrauninu. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.
Eldvörðin eru í raun einstakt jarfræðifyrirbæri. Á Íslandi eru einstök skilyrði til að sjá og rannsaka flest sem varðar jarðfræði, eldvirkni og jarðhita því landi er ungt og enn í mótun. Hér á Íslandi eru stærstu jöklar og þar með jökulár Evrópu, mestu há – og lághitasvæðin, óvenjumikið eld- og jarðskjálftavirkni auk stórbrotinnar náttúru. Talið er að Ísland hafi myndast eins og Surtsey sem er suðvesturundan Vestmannaeyjum. Gosið uppgötvaðist 14. nóvember 1963 þegar gosmökkur myndaðist og reis í 3.500 m hæð. Slíkur gosmökkur er að mestum hluta vatnsgufa og mismunandi stór gjóskukorn sem þeytast upp í loftið. Mestur hluti gjóskunnar fellur niður við gosopið og þar myndast stórt hrúgald sem smám saman nær upp fyrir sjávarmál. Strax á öðrum degi gossins náði gjóskuhrúgan 10 m upp fyrir sjávarflötinn og Surtsey var fædd. Það var þó ekki fyrr en 4. apríl 1964, sem gosopið var orðið nægilega vel lokað fyrir innrennsli sjávar.
Virkt gosbelti Íslands liggur eftir flekaskilunum endilöngum. Landið vestan megin við flekaskilin tilheyrir Ameríkuflekanum en landið austan megin tilheyrir Evrópuflekanum.
Flekana rekur í sundur frá flekaskilunum um það bil 1 cm á ári þannig að bergið sem einu sinni myndaðist þar hefur flust austur og vestur á firði.
Eldvörp Á Íslandi gýs að meðatali á 5 ára fresti og verða eldgos eingöngu á virka gosbeltinu.
Smám saman dragast Eldstöðvarnar út af gosbeltinu þannig að það gýs æ sjaldnar úr þeim þar til þær deyja að lokum.
Síðasta stóra umbrotahrinan undan var á árunum 1724-1729.
Á síðustu árþúsundum hafa gengið yfir gostímabill með rúmlega 1000 ára millibili. Síðast gekk goshryna yfir Reykjanesskagann fyrir 800-1000 árum. Orkuverið í Svartsengi stendur á einu af yngstu hraununum.
Þegar Reykjanesskaginn er athugaður má lesa þar ákveðna jarðsögu. Greinilega má sjá hvar Reykjaneshryggurinn kemur í land hjá Reykjanestá en þar er stór sigdalur sem sýnir hvar flekaskilin eru.
Ennfremur gefa stórar sprungur til kynna hvernig landið rifnar í sundur. Flest gos á Reykjanesskaga, og raun á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.
Reykjanes er á plötuskilum. Sjálf skilin eru á yfirborði mörkuðu eldvirkni og háhita. Háhitasvæðin verða til þar sem mest er um innskot ofarlega í jarðskorpunni.
Á síðustu árþúsundum hafa gengið yfir gostímabil með rúmlega 1000 ára millibili. Svæðin eru jafnan virk í um 300 ár, en síðan hjaðnar virknin næstu 700 árin. Segja má því, út frá tölfræðinni, að kominn sé tími á nýja goshrinu á virka gosbeltinu í gegnum landið.
Á Reykjanesskaga eru umfangsmikil jarðhitasvæði. Þau öflugustu liggja eftir skaganum frá Reykjanestá um Eldvörp, Svartsengi, Trölljadyngju og Krýsuvík og síðan má segja að í beinu framhaldi þvert yfir landið til norðaustuhornsins, séu hitasvæði, þar á meðal Nesjavellir við Þingvallavatn þar sem Hitaveita Reykjavíkur hefur virkjað.
Eldvörp Ef velta ætti fleiri vöngum yfir áætluðum aldri byrgjanna í Sundhnúkahrauni og við Eldvörp má telja víst að þau séu eldri en frá 13. öld því eldvirknin á svæðinu þar á undan hefði annað hvort komið í veg fyrir byggingu þeirra eða fært þau að hluta til í kaf í ösku. Og ef einhver byrgi hafa verið á þessu svæði fyrr væru þau nú komin undir hraun og öllum ósýnileg. Þessi byrgi eru hins vegar vel sýnileg – og heilleg. Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul, varla eldri en frá 17. öld. Mosi er á hleðslunum og í gólfi og skófir á veggjum. Það gefur til kynna að byrgin séu a.m.k. aldar gömul.
Um meintan tilgang “tyrkjabyrgja” og “útilegumannaskjóla” er erfitt að fjölyrða. Þegar hafa komið fram kenningar um tilgang þeirra, þ.e. annað hvort hafi þau verið hlaðin af útilegumönnum eða sem skýli fyrir fólk er þyrfti að forða sér undan endurkomu Tyrkjanna og þá væntanlega til skemmri dvalar.
Báðar framangreindar tilgátur gætu komið til greina. Mikil hræðsla var á meðal fólks í Grindavík og víðar við aðsteðjandi árás Tyrkja (sjóræningja) og því ekki óraunhæft að ætla að það hafi viljað getað flúið með engum fyrirvara ef sú yrði raunin. Þá var gott að geta átt sér skjól á stað, sem erfitt var að finna. Þá kemur vel til greina að ætla að í byrgjunum hafi verið einhverjar nauðsynjar, s.s. vatn, geymslumatur og skjólflíkur. Ef byrgin hafa verið ætluð til þessara nota er ólíklegt að þau hafi nokkrun tímann verið notuð því Tyrkirnir sneru ekki aftur til Grindavíkur. Þó gæti fólk hafa hræðst aðkomuskip fyrst á eftir og talið sig öruggt þarna upp frá uns upplýstist um erindi þeirra.
Eldvörp Og þá eru það útilegumannatilgátan. Fjögur húsanna í Sundvörðuhrauni gæti hafa hýst einn mann hvert, jafnvel tvo það stærsta (með gluggunum). Sama á við um byrgin við Eldvörp. En ef svo hafi verið þá hefur það verið í skamman tíma. Við Eldvörp eru mannvistarleifar í a.m.k. tveimur hellum. Reyndar fundust hleðslur í þeim þriðja í þessari ferð.
Í helli vestan við byrgin við Eldvörp er hlaðið hringlaga skjól og einnig veggur ofan við opið. Þar mótar og fyrir bæli. Í helli austan við byrgin eru hleðslur í helli, líkar byrgjunum en miklu mun minni. Hafa ber í huga að þarna var mikill jarðhiti fyrrum svo um getur verið að ræða aðhald utan um brauðbakstur enda herma gamar sagnir að fólk frá Húsatóftum hafi bakað þarna brauð.
Ljóst er að fólk hefur séð ástæðu til að hlaða þarna mannvirki. Það þurfa þó ekki að hafa verið útilegumenn heldur gætu þessar hleðslur átt að þjóna sama tilgangi og byrgin, þ.e. skýla fólki í skamman tíma. Mjög erfitt hefur verið að finna opin. Til marks um það þá fannst austari hellirinn ekki fyrr en jarðýta braut niður hluta af þakinu. Opið á vestari hellinum er alltaf jafnerfitt að finna, hversu oft sem farið er á svæðið.
Enn ein tilgáta um byrgin í Sundvörðuhrauni og vestan við Eldvörp hefur og komið fram. Hún er sú að byrgin hafi verið hlaðin af “njósnurum”. Hvaða?, kann einhver að spyrja. Jú, árin fyrir hinn afdrifaríka atburð er varð ofan við Stóru bót í Grindavík aðfararnótt 11. júní 1532 er 15 fullir Englendingar voru drepnir þar á nokkrum mínútum fylgdust Þjóðverjar og Bessastaðavaldið vel með ástandi mála í Grindavík vegna sífelldra kvartana íbúanna um yfirgang enskra.
Eldvörp Foringi þeirra, Jóhann breiði, hafi tekið konur traustataki til eigin nota, flutt þær í skip sitt, misboðið eiginmönnum þeirra, tekið hross heimamanna til eigin brúks og sýnt af sér alls kyns hroka og mikilmennsku. Fyrrgreindir, stoltir menn, reyndu því eðlilega að sæta lagi til að færa hlutina til betra horfs. Færið gafst loks 10. júní er Englendingar ætluðu að gera sér glaðan dag í Virkinu ofan við Bótina. Um nóttina réðust Hafnfirðingar, Njarðvíkingar, menn frá Básendum og Bessastöðum auk fleiri að þeim með fyrrgreindum afleiðingum. Fimmtán lágu dauðir, þ.á.m. Jóhann breiði. Ekki var einu sinni talin ástæða til að skifa skýrslu um málið – svo sjálfsögð þótti afgreiðslan og er það til marks um undangengnar þrengingar Grindvíkinga. Afleiðingarnar snérust því ekki um atvikið heldur um það hver skyldi hreppa hvaða herfang. En meira um aðdragandann.
Áður en hinn mikli liðsafnaður, er kom saman við Þórðarfell skv. sögunni, hélt til Grindavíkur hafa forkólfarnir vafalaust viljað hafa öruggar spurnir af ferðum Englendinga því að öllu óbreyttu gátu þeir búist við mikilli mótspyrnu og þar með mannfalli. Ekki er því ólíklegt að svo stór atlaga hafi verið vandlega undirbúin. Einn þáttur hennar gæti hafa verið að hafa menn til að fylgjast með ferðum Englendinga. Þeir gætu hafa haft dvalarstaði á fyrrnefndum stöðum, þ.e. í Sundvörðuhrauni og við Eldvörp, þaðan sem mannaferða var síst að vænta. Þegar staðið er í gíg Eldvarpa ofan við byrgin má vel sjá niður að Stóru bót og reyndar um svo til allt Grindarvíkursvæði Járngerðarstaða. Gígskálin er sú eina í gígaröðinni, sem nú er gróin.
Ef þessi tilgáta er rétt eru byrgin margnefndu a.m.k. frá því um 1532.
Um fleiri möguleika kanna að vera að ræða varðandi tilurð og tilgang byrgjanna sem og annarra mannvistarleifa við Eldvörp.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Briem (1883); Útilegumenn og auðar tóttir, 161.
-Saga Grindavíkur I (1994), 119.
-Brynjúlfur Jónsson (1903), 45-46.
-Þorvaldur Thoroddsen (1913), ferðabók I, 174.
-Um rústirnar og kenningar um tilgang þeirra og notkun, Ólafur Briem (1983), 163-169.
-Markviss leit – FERLIR.
-Árni Hjartarson – vorráðstefna JÍ 2003,

Gígur

Eldvörp
Enn og aftur var gerð leit að Hamrabóndahelli nálægt Eldvörpum. Samkvæmt lýsingu Helga Gamalíassonar frá Stað, sem nú er um sjötugt og sá hellinn er hann var á fermingaraldri er hann var á ferð með föður sínum og bróður á leið upp frá Húsatóttum að Þórðarfelli, á hellirinn að vera á sléttu hraunssvæði norðan við Sundvörðuhraun skammt austan við Eldvörp. Leitað var gaumgæfulega á svæðinu á meðan birtu naut, en allt kom fyrir ekki. (Sjá ófundið).

Eldvörp

Eldvörp.

Næst þegar farið verður á svæðið verður leiðin, sem farin var á sínum tíma, gengin í fylgd Helga. Þá verður gengið frá Sundvörðuhrauni á móts við Sundvörðuna og slóðanum fylgt að hraunkantinum þar sem hann endar utan í Sandfellshæð. Gamli slóðinn sést ágætlega í hrauninu þrátt fyrir tilkomu nýja vegarins út í Eldvörp. Vitað er að hellirinn er í lægð skammt frá slóðanum og á opið að snúa á mót suðri. Bræðurnir höfðu hlaupið frá dráttarvélinni þegar hlé var gert á akstrinum og þá séð hellisopið. Hlaðið er fyrir það og er dyragatið reglulegt. Hellirinn var notaður af bóndanum á Hömrum er hann skyrraðist við hreppstjórann á Húsatóttum er meinaði honum fjörubeit. Hamrabóndi fór þá með sauði sína inn á hraunið og fóðraði þá þar um veturinn. Alls ekki er útilokað að nýi Eldvarparvegurinn hafi verið lagður yfir hellisopið – annað eins hefur gerst í vegagerð hér á landi.
Frábært veður þrátt fyrir takmarkaðan árangur. Hafa ber þó í huga að “mottó” FERLIRs er að “læra meira og meira, meira í dag en í gær”.

Árnastígur

Árnastígur.

Tyrkjabyrgi

Í fornleifaskráningu fyrir Grindavík segir m.a. Skipsstíg að hann “er talinn hafa að geyma fornleifar sem eru eldri en frá 1550. Aldur götunnar er dreginn af því að hún hefur markað djúpa rás í hraunhelluna á köflum, en slíkt gerist ekki nema eftir mjög langa notkun.” Nefndur stígur er þó ekki líkt því eins vel markaður og t.a.m. Árnastígur. Gæti það þó sagt meira til um umferð um stígana en aldur.

Sundvörðuhraun

Haldið var upp eftir Árnastíg frá Húsatóftum. Ætlunin var að ganga af honum um Brauðstíg, upp í svonefnd Tyrkjabyrgi undir Sundvörðuhrauni, í Eldvörp að svonefndum Útilegumannahelli og festa síðan Prestastíginn til baka niður að Húsatóftum.
Ævagamlar heimildir segja að árið 1000 hafi mest allt Reykjanes sokkið í sjó og Geirfuglasker komið upp. Þá átti landið að hafa legið langt út fyrir Eldey í norðvestur en Eldey (77 m.y.s.) og drangar við hana hafi áður verið fjöll á Reykjanesskaganum.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118.
Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584.

Sundvörðuhraun

Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum” árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey.
Skammt áður en komið er upp á sandinn má sjá eina vörðu, sem sker sig frá hinum. Hún er hlaðinn “klofin”, líkt og sumar aðrar vörður á Reykjanesi. Eru þær oft nefndar “stúlkur” eða “bræður”. Sjá má eina á hól austan við gömlu Hafnabæina. Systir hennar þar skammt norðar er hins vegar fallin. Láta má sér í hugarlund koma að annað hvort hafi hleðslumaðurinn viljað breyta til og hlaða öðruvísi vörðu en hinar voru, eða hann hafi viljað líkja eftir lagi vörðunnar ofan við Hafnir, sem þá voru. A.m.k. nær hugmyndin og framkvæmdin athygli vegfarenda um stíginn.
SundvörðuhraunÞegar komið var yfir Haugsvörðugjá liggur Reykjavegurinn út af Prestastígnum þar sem hann kemur eftir honum að austan, í áttina að Stóru Sandvík. Þarna gerbreyttist gróðufarið. Nú tóku við mosar, lyng og jafnvel lítil grassvæði í skjóli undir hæðum. Stígurinn er vel greinilegur þar sem hann liggur utan í Sandfellshæðinni og inn á nýlegan bílsslóða frá Svartsengi áleiðis út á Reykjanes. Slóðanum var fylgt uns stígurinn lá samhliða honum hægra megin, með hraunbrún. Nokkru ofar beygir hann inn á hraunið, áleiðis að Eldvörpum. Þar liggur hann yfir hæð á milli tveggja gíga, áfram niður slétt mosahraun og síðan niður holt og móa áleiðis niður að Húsatóftum og Stað. Norðan í Eldvörpum var vent út af stígnum til að berja “útilegumannahelli” þar augum. Hann er örstutt vestan við borholuna í hrauninu. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.

Tyrkjabyrgi

“Tyrkjabyrgi” – uppdráttur ÓSÁ.

“Tyrkjabyrgin” svonefndu er þarna nokkru (u.þ.b. einn km) austar, í hraunkrika sunnan undir Sundvörðuhrauni. Þetta eru 10 tóftir, en tvær þeirra eru uppi á henni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4 x 1,5 m á stærð. Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.
Á toppi Sandfellshæðar (sem er dyngja) er gríð

arlega stór gígur sem er um 450 m í þvermál og að minnsta kosti 20 m djúpur og vel þess virði að ganga upp á hæðina. Þótt Sandfellshæð sé ekki nema um 90 m y.s. er gríðarlega víðsýnt af henni. Í norðri blasa við fellin Sandfell, Lágafell, Þórðarfell, Súlur og Stapafell sem reyndar er að mestu horfið vegna efnistöku. Í austri blasa Eldvörpin við og lengra Þorbjarnarfell. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar fyrrum stundum bökuð brauð sem vafalítið hefur komið sér vel í eldiviðarskorti.
SundvörðuhraunÍ matsskýrslu Línuhönnunar fyrir Hitaveitu Suðurnesja (2003) um mat á umhverfisáhrifum vegna háspennulínu á milli Svartsengis og Fitja segir m.a. í áliti Bjarna Einarssonar, fornleifafræðings, að “fornleiðirnar fjórar; Skipsstígur, Prestastígur, Árnastígur og ónefnd leið, eru taldar hafa talsvert minjagildi í heild sinni, ein einstakar vörður á leiðunum eru taldar hafa lítið minjagildi. Fornleiðirnar, og er þá átt við götunar sjálfar, en ekki vörðurnar, eru taldar vera í mikilli hættu vegna mannvirkjagerðarinnar. Hættan felst einkum í slóðagerð sem fylgir línubyggingunni.
Pestastígur er vel vörðuð forn gönguleið úr Höfnum yfir Hafnasand og Eldvörp yfir í Staðarhverfi í Grindavíkurhreppi, Stígurinn er gömul þjóðleið. Skýringin á nafngiftinni er sögð vera sú að með prestakallalögum frá árinu 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fornu leið. Þessi áfangi var farinn frá Kalmanstjörn um Hafnarsand fyrir norðan Presthól og um Kinn, þar sem farið er ofan í sigdalinn upp af Stóru Sandvík, þaðan hjá Haug og yfir Haugvörðugjá og síðan með rótum Sandfellshæðar. Þar fylgir gatan hraunjaðri Eldvarpahrauns. Þegar kemur á móts við Rauðhól er farið yfir hraunhaft að hólnum og síðan hjá Eldvörpum og yfir Hrafnagjá og þaðan að Húsatóftum í Staðarhverfi. Leiðin er um 16 km.

Tyrkjabyrgi

Í “Tyrkjabyrgjunum”.

Eldvörp

Gengið var um norðurhluta Eldvarpa. Þessi hluti er allstórbrotinn, fallegir gígar og hyldjúpir svelgir. Teknir voru GPS-punktar á fjórum þeirra, en ekki reyndist unnt að komast niður í tvo til viðbótar vegna þess hver djúpir þeir voru. Í einum þeirra (sjá myndina) er falleg rás, en band þarf til að komast niður.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Sá fyrsti var 15 metra langur. Á honum voru þrjú op og reyndist hægt að komast niður í hann um nyrsta opið. Annar var um 15 metrar, bogadreginn. Þriðji var litskrúðug hola niður á við er endaði í sal. Litskrúðugir kleprar voru í lofti. Fjórði var með inngang í fallegu gígopi.

Eldvörp

Eldvörp.

Svæðið er eins og ostur. Ekki er að sjá að margir hafi stigið þar niður fæti. Þunnt hraunið brotnar auðveldlega undan fótum og hætta er á að stíga niður úr mosaþakinni skelinni. Landið er stórbrotið og býður upp á óvænta sýn við hvern gíg, hæð eða bugðu.
Í einum gíganna er víð rás. Hún lokaðist að hluta, en með lagni var hægt að komast úr henni inn í ókleifan gíg. Rásin var nefnd Tvígígahellir.

Eldvörp

Í Tvígígahelli.

Gengið var yfir slétt mosahraun, eftir gamalli götu, sem farið er að gróa yfir og inn í stóra og breiða hrauntröð austan við gíg milli Lágafells og Þórðarfells. Tröðin virðist enda í krika eftir 90° beygju, en mjó tröð er þaðan inn í tröð nær gígnum, hærri og fallegri. Í tröðinni er m.a. stórt fallegt skjól. Gengið var um gíginn og upp á hann að norðanverðu. Milli hans og Þórðarfells var op, sem leitað var að eftir lýsingu BH. Gekk vel að finna það. Innan þess reyndist vera um 90 metra langur hellir, um 10-15 metra breiður á köflum, en ganga varð hálfboginn um hann að mestu. Sandur var í botni.
Á bakaleiðinni var gengið inn á gamla götu austan Árnastígs og kom hún inn á hann norðan Eldvarpa. Við gatnamótin er varða.
Árnastígurinn var síðan genginn að upphafsstað.
Í Örnefnaskrám Grindavíkur er gefin eftirfarandi skýring á örnefninu Árnastígur: ” Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.”
Veður var frábært – sól, lygnt og hiti. Gangan tók 4 klst og 11 mínútur.

Eldvörp

Í Tvígígahelli.

Eldvörp

Ætlunin var að fara með stiga og luktir upp í sunnanverð Eldvörp norðvestan Grindavíkur.
Vörpin Sunnanverð Eldvörperu innan umdæmisins líkt og u.þ.b. 90% af öðrum gígum og fjöllum/fellum á Reykjanesskaganum. Þar eru tvö u.þ.b. 8 og 12 metra djúp göt – ekki svo langskilin, ókönnuð mönnuð hingað til. Þótt vegarlengdin frá byggð sé ekki mikil, eða nálægt 5 km, hefur maðurinn aldrei (svo vitað sé) stigið fæti niður í þessa staði. Hér var því ætlunin að fara um tvö af ókönnuðum svæðum jarðarinnar. Síðast þegar farið var á vettvang reyndist stiginn vera einstigi og því ónothæfur nema aðra leiðina. Nú átti að skoða hið undirleynda og kanna hvort tenging geti verið með opunum og einnig hvort mögulegt gæti verið að nýta þau sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn á þessum slóðum því nyðra opið verður að teljast einstakt á heimsvísu. Að vísu gæti Þríhnúkagígurinn jafnast að nokkur á við hann, en ekki að öllu leyti.
Gengið var frá Sandfellshæðardyngjunni suðaustanverði inn í Eldvarpahraunið vestanvert. Stefnan var tekin á Rauðhól – en þá birtist hið óvænta. FERLIR hefur um skeið leitað fornrar leiðar frá Prestastíg um norðanverða Sandfellshæð til Hafna. Þarna birtist hún óvænt. Fallin varða, greinilega forn, er á hraunhól utan í hæðinni, en frá henni til suðausturs liðast mosavaxin gata niður hæðina áleiðis að hraunbrúninni. Þegar henni var fylgt áleiðis að austanverðum Rauðhól varð hún greinilegri og síðan augljós. Hún liggur með hraunbrúninni og síðan upp á hana þar sem helluhraunslétta ber á millum, þá yfir hraunhaft og á Prestastíg. Þessi leið hefur verið sú stysta fyrir kunnuga er vildu fara millum Grindavíkur og Kirkjuvogs. Líklega hefur presturinn á Stað margsinnis farið þessa leið milli kirkna sinna því líkast til munar einum 5 km á henni og hinum hefðbunda Prestastíg, eins og hann liggur nú.
Nú var stutt yfir í götin fyrrnefndu í Eldvörpum.
Eldstöðvar á Reykjanesskaganm eru ýmist dyngjur eða gjall- og klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Þegar horft var til baka bar Sandfellshæðardyngjan hæst. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur. Elstu og minnstu dyngjurnar eru upprunnar á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km. Stærri og yngri dyngjurnar ná yfir allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins.
Framundan voru Eldvörpin – gígaröð. Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Erling undirbýr niðurgönguKerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina. Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér. Neðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar. Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma. Á yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það.
Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið Botn syðri gígsinsgráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar. Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við Nyrðri gígurinnsíendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið.
Stærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500- 13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð.
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni. Eldborg undir GKlepramyndanireitahlíð fyrir austan Krísuvík er dæmigerð eldborg. Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir. Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.
KlepramyndanirErlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla.
Ösku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík. Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru Klepramyndanirsjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir.
Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga. Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa.
Komið var syðra gatinu, utan í vestanverðum Eldvörpunum. Stiginn var lagaður að niðurferð. FERLIRsfélaginn Erling varð fyrstur til að feta leiðina niður. Þar sem ekki er vitað um annan er þangað hefur komið verður ekki hjá því komist að nefna gíginn ERLING. Þegar niður var komið kom í ljós grænn Byrgimosavaxinn botn og fallegar rauðlitaðar klepramyndanir á veggjum. Niðri hallar undir, en einungis á einum stað er grönn stutt rás. Engin bein, hvorki dýra né manna voru sjáanleg í gólfinu. Einstakt var að horfa upp um rásopið til bláleits einfaldleika himinsins. Rásin virðist hafa verið leið fyrir glóandi hraunkviku til hliðar við megingíginn, sem er skammt austar. Hann er aflangur og auðveldur umgangs.
Hitt gatið er hins vegar miklu mun tilkomumeira og gefur vonir um opinberun fyrir miklu mun fleiri – þegar tímar líða. Um er að ræða stakan gíg á sprungureininni utan í gjallhól. Gígurinn hefur tæmst eftir að goshrinunni lauk og eftir stendur einstök formfögur jarðmyndun; fagurrauð, glerjuð að hluta, u.þ.b. 10-12 metra djúp. En þar sem stiginn var ekki nema tæplega 8 metra langur gaf auga leið að niður í gíginn yrði ekki komist á honum. Sennilegast væri auðveldast að nota línu til að komast niður á botninn. Stallar eru með börmunum, en þverhníft þess á millum. Neðst hallar undir er gefur von um op út. Þessi gígur, er verður að teljast einn hinn fegursti og tilkomumesti á Reykjanesskaganum, bíður þess að verða kannaður. Ef af vonum lætur mun það verða fljótlega (því FERLIR hefur þegar haft samband við þjálfað sigfólk til verksins). Aðgengi með stigaverki í þennan gíg yrði gígaódýrari en fyrirhuguð málmmannvirki í Þríhnúkahelli – og margfalt áhrifaríkari.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Málfríður Ómarsdóttir – apríl 2007.

Mannvistraleifar

Tyrkjabyrgi

Gengið var upp eftir Prestastíg frá Hjálmagjá ofan við Húsatóptir og upp að Rauðhól ofan við Eldvörp. Tilgangurinn var að reyna að staðsetja svonefndan “Hamrabóndahelli”, sem enn er ófundinn.

Prestastígur

Prestastígur – brú yfir Hrafnagjá.

Nefndur hellir er sagður verða sauðahellir, sem Þorsteinn, bóndi frá hjáleigunni Hamri, hlóð einhvers staðar uppi í hrauninu eftir að honum sinnaðist við hreppsstjórann á Húsatóptum. Þeim hafði samist um að Þorsteinn gætti fjár hreppsstjóra, en héldi sínu fé einnig til haga. Þegar hreppsstjóri sá að Þorsteinn beitti sínu fé í fjöruna gerði hann athugasemd við það. Þorsteinn, sem var stór upp á sig, rauk þá með sauði sína upp í efri hluta Húsatóptarlands, hlóð þar fyrir skúta og hélt sauði sína þar um veturinn. Sauðagangur Þorsteins hefur verið bæði reglulegur og takmarkaður. Nefndur Þorsteinn er sá hinn sami og hafði járnsmiðju í hellinum undir Hellunni í Sveifluhálsi, við Kleifarvatn.
Helgi Gamalílesson, fæddur á Stað, hafði farið um fermingu með föður sínum og bræðrum upp í Þórðarfell til að sækja þangað eftirsótta málma þess daga. Á leiðinni var stoppað, drengirnir hlupu til og leituðu skothylkja eftir Kanann, og sáu þá allt í einu í fallega hlaðið op fjárskjólsins. Síðan eru liðin mörg ár.

Prestastígur

Prestastígur – varða.

Helgi hefur fylgt FERLIR á hugsanlegt svæði, en minningin er orðin þokukennd. Helgi taldi að opið væri í litlu jarðfalli í sléttu hrauni er vísaði mót suðri. Það hafi verið nálægt hraunkanti.
Í örnefnaskrá fyrir Húsatóptir og hjáleigur þess segir m.a. að “vestur af Grýtugjá, upp undir jarðri apalhraunsins (Eldborgarhrauns), er Hrafnagjá.
Frá Hrafnagjá er einstigi um hraunið frá Sauðabæli út í Óbrennishóla. Troðningur þessi eða einstigi er fær öllum, þótt slæmur sé.” Það segir að “gatan liggur í norðvestur upp frá vestanverðu túninu á Húsatóptum í Hafnir. Frá túninu á Húsatóptum að Eldvörpum liggur gatan um mosagróið hraun, mjög úfið á köflum. Norðan Eldvarpa er landið sléttara, grónara og auðveldara yfirferðar.”

Prestastígur

Gengið um Prestastíg.

Nú var Prestastígnum fylgt frá Hjálmagjá upp að Rauðhól ofan við Eldvörp. Á leiðinni vakti þrennt sérstaka athygli; nef út úr tveimur vörðunum bentu til norðurs, frá stígnum, litlar vörður voru á nokkrum stöðum á hraunkanti Sundvörðuhrauns, en Prestastígur liggur til norðvesturs sunnan hans, og loks mátti sjá litlar vörður liggja frá Hamri upp hraunranann vestan Húsatópta, upp heiðina og áleiðis upp í norðnorðvestanvert Sundvörðuhraun.

Prestastígurinn sjálfur liggur um móa ofan við Húsatóptir og er vel varðaður svo til alla leiðina. Víða hafa vörður verið endurreistar, en einnig má sjá fallnar vörður milli þeirra.
Gatan er sumsstaðar grópuð í klöppina eftir hófa, klaufir og fætur liðinna alda. Þegar komið er upp fyrir Skothól og hlaðna brú á Hrafnagjá tekur Sauðabælið við. Norðan þess er gróin sprunga í hraunkantinum; tilvalið sauðabæli. Hins vegar var ekki að sjá neinar hleðslur þar við. Lægð liggur inn í hraunið í gróna kvos, en síðan tekur ekkert við.

Prestastígur

Prestastígur.

Ofar er einnig slétt mosahraun með mörgum smáskútum. Þegar komið var upp fyrir Eldvörp tók einnig við nokkuð slétt mosahraun með mörgum smáskútum. Víða voru smávörður á hraunhólum, en að því er virtist án tilgangs.
Þegar leiðin var fetuð til baka var reynt að rýna í hraunkantinn. Hann gaf ekki tilefni til lausnar spurningunni um “Hamrabóndahelli”.
Fjórar gjár eru milli Hjálmagjár og Hrafnagjár. Grýtugjá er næst þeirri síðarnefndu. Í einni gjánni munu vera mannvistarleifar.
Þegar komið var niður að tóftum Hamars mátti sjá litlar vörður liggja þar upp heiðina vestan við Nónvörður. Við þar mátti sjá vörðurnar liggja áfram upp heiðina, með stefnu á norðnorðvestanvert Sundvörðuhraunið. Víða í heiðinni mátti einnig sjá hinar formfegurstu fuglaþúfur.
Það mun verða næsta verkefni FERLIRs að fylgja litlu vörðunum frá Hamri upp heiðina og jafnvel áleiðis í gegnum hraunið. Til þess mun þurfa flokk manna og kvenna.
Þess má geta að í Sundvörðuhrauni eru hin svonefndu Tyrkjabyrgi (útilegumannabyrgi), sem eru í raun gömul fiskibyrgi: sjá m.a. HÉR og HÉR.

Í Eldvörpum

Eldvörp.