Færslur

Breiðholtshvarf

Í bókinni „Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur“ er m.a. fjallað um stríðsminjar í Elliðaárdal:

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – loftmynd.

„Elliðaárdalur er stærsta græna svæðið innan Reykjavíkur, hluti af umhverfi og menningarsögu borgarinnar og eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar. Í nýrri bók um Elliðaárdalinn, Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur, er fjallað um gróðurfar, fuglalíf og fjölbreytilega jarðfræði dalsins og einnig sögustaði og friðlýstar minjar. Í eftirfarandi kafla úr bókinni er í máli og myndum gerð grein fyrir ýmsum minjum frá stríðsárunum síðari.

Stríðsminjar í Elliðaárdal
Í síðari heimsstyrjöldinni, 1940-1945, var kömpum, þ.e. braggaþyrpingum setuliðsins, komið upp nánast alls staðar í borgarlandinu þar sem því varð við komið. Þar á meðal voru nokkrir í Elliðaárdal.

Kampar og stríðsminjar í landi Ártúns
Fimm herkampar voru í landi Ártúns, þar af þrír á því landi sem nú er undir borgarvernd og einn í jaðri þess. Tveir kampar voru sitt hvorum megin við bæjarhólinn.
Camp Alabaster (Camp Pershing) var skammt frá Elliðaárstöð. Þar voru aðalstöðvar breska setuliðsins eftir að þær voru fluttar úr Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu. Alabaster var nafn á hernaðaráætlun Breta við töku Íslands. Þann 13. maí 1942 flutti bandaríska setuliðið hluta af aðalstöðvum sínum eða „Iceland Base Command HQ“ í þennan kamp. Breyttu þeir nafni hans í Camp Pershing.
Camp Battle var norðan við Camp Alabaster/Pershing, hinum megin við bæjarhól Ártúns.
Camp Hickham var í Ártúnsbrekku, þar sem jarðhýsin eru nú, reistur af bandaríska setuliðinu.
Camp Fenton Street var á þeim slóðum sem bílaumboðið BL er nú.
Þann 22. apríl 1942 tóku Bandaríkjamenn við yfirstjórn hers bandamanna á Íslandi úr höndum Breta. Af því tilefni fór herforingi Breta af landi brott en við yfirstjórn breska hersins hér tók fylkisforingi og voru aðalstöðvar hans í Camp Fenton Street.
Auk þessa var einn kampur á Ártúnshöfða (Camp Ártún) og tveir kampar voru vestan við Elliðaár, á móts við Ártún (Camp Pony og Camp New Mercur).
Eins og nærri má geta höfðu kamparnir mikil áhrif á líf fólksins á svæðinu. Til að mynda var öryggisgæsla svo ströng að jafnvel börnin þurftu vegabréf til að komast heim til sín. Eftirminnilegt þótti að Elliðaárstöðin var máluð í felulitunum á stríðsárunum, ekki hvít eins og alltaf. En svo var raunar um ýmis önnur mannvirki einnig.
Þegar setuliðið hvarf af landi brott í stríðslok fluttust íslenskar fjölskyldur inn í Camp Fenton Street og fékk hann þá nafnið Elliðaárhverfi. En nú hafa nær öll hernaðarmannvirki verið fjarlægð úr landi Ártúns. Einu ummerkin eru í Ártúnsbrekkunni. Annars vegar er það dæld eftir sandpokavígi sem nú er að mestu fallið saman. Hin ummerkin eru undir yfirborði jarðar, neðanjarðarbyrgi, sem búið er að hylja munnann á með jarðvegi.

Camp Baldurshagi
Hann var þar sem nú er skeiðvöllur hestamannafélagsins Fáks á Víðivöllum. Þetta var stór kampur með um 100 bröggum sem breska setuliðið reisti. Fyrst voru þarna breskir hermenn úr Duke of Wellington hersveitinni. Síðar, þegar landgönguliðar bandaríska sjóhersins komu til landsins, 7. júlí 1941, fengu þeir þar inni. Bretarnir fluttust þá að Geithálsi þar sem þeir reistu nýjan kamp.
Ummerkin sem nú sjást eftir Camp Baldurshaga eru leifar af braggagólfum og sökklum. Ennfremur var eitt húsið úr kampinum flutt í Seláshverfi og gert að íbúðarhúsi. Nafnið á kampinum er raunar villandi því að hinn upphaflegi Baldurshagi er við Suðurlandsveg. Meðal íbúa í Camp Baldurshagaárið 1941 var Ralph Hannam, sem eftir stríðið settist að í Elliðaárdal.

Skotbyrgi
Í Breiðholtshvarfi, ofan við Árbæjarlón, er steypt skotbyrgi af þeirri gerð sem algeng var á stríðsárunum og finnast enn m.a. í Öskjuhlíð. Þetta er steinkassi, um 3 m á hvern veg, og hefur verið skotrauf framan á honum. Þakplata byrgisins er steypt og hefur lítið látið á sjá. Veggir eru hins vegar hlaðnir úr holsteini og eru þeir farnir að molna nokkuð.“

Heimild:
-Morgunblaðið – 294. tölublað, fimmtudagur 15. desember 2016, bls. 62.

Elliðaárdalur
Elliðaárdalur

Elliðaárdalur

Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Hann er jafnframt eitt vinsælasta svæðið til útivistar, leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við.

Í skýrslu, „SJÁLFBÆR ELLIÐAÁRDALUR – STEFNA REYKJAVÍKUR“ – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016, segir m.a. um Elliðaárdalinn:

Elliðaárdalur – náttúra og saga.

Landafræði
Elliðaárdalur er með stærri útivistarsvæðum í borginni. Dalurinn dregur nafn sitt af Elliðaánum sem falla um 6 km leið frá upptökum í Elliðavatni að ósum í Elliðaárvogi og eru helsta kennileyti svæðisins. Elliðaárdalur markast nokkurn veginn við undirlendið kringum farveg Elliðaánna og neðstu hluta hallans í holtunum í kringum, Ártúnsholt og Breiðholt. Dalurinn er sjaldan meira en 1,5 km að breidd. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi frá 1994 markast svæðið af landamörkum Reykjavíkur og Kópavogs við Elliðastíflu en að öðru leyti að miklu leyti af stórum umferðaræðum og aðliggjandi byggð.
Í greinargerð með deiliskipulaginu frá 1994 er Elliðaársvæðinu skipt í sex landslagsheildir – þar af eru fjögur svæði sem klárlega falla innan Elliðaárdals. Það eru Ártúnssvæðið fyrir neðan Höfðabakkabrúna (sem skiptist frekar í fjögur skipulagssvæði – Rafstöðvarsvæðið, Árbæjarsafn, Löngugrófarsvæðið norðan Stekkjarbakka og Árhólmasvæðið), Árbæjarsvæðið milli Höfðabakkabrúar og Vatnsveitubrúar, Víðivellir og Víðidalur austan Elliðaánna syðst í dalnum og Grænagróf vestan Elliðaánna til móts við Víðidalinn (Elliðaárdalur: Skipulag og greinargerð, 1994). Töluverð hæðaraukning verður þegar ferðast er um dalinn milli enda eða um 105 m hækkun frá Elliðavogi til Breiðholtshvarfs. Mótar það mjög landslagið en einnig veðurfar og lífríki.

Jarðfræði
Jarðfræði Elliðaárdals er margbreytileg (sjá Mynd 1). Í dalnum og næsta nágrenni má finna jarðlög sem spanna seinni hluta ísaldar og hlýskeið nútíma. Um tveggja milljón ára gamalt berg finnst í Ártúnshöfða en hið yngra Reykjavíkurgrágrýti er áberandi eins og annars staðar í borgarlandinu og má finna jökulrákaðar klappir, einkum í nágrenni Árbæjar. Menjar hárrar sjávarstöðu við ísaldarlok má finna í dalnum, einkum í stórum malarhjöllum í vesturhluta dalsins þar sem eru leirsteinslög með skeljum, einnig malarlög sem gefa til kynna árframburð. Stórmerkileg sjávarsetlög finnast við Háubakka í Elliðavog í næsta nágrenni dalsins og þar hafa fundist sjávarsteingervingar (Árni Hjartarson o.fl., 1998).
Yngri jarðmyndanir setja mikinn svip á dalinn, sér í lagi hið 5200 ára gamla Leita- eða Elliðavogshraun sem þekur dalbotninn og nær það eftir dalnum endilöngum. Hraunið rann úr gígnum Leiti austan Bláfjalla og mynduðust Rauðhólar í þeim eldsumbrotum. Ýmsar fallegar hraunmyndanir einkenna Leitahraunið og eru hvað mest áberandi í og við árfarveg Elliðaánna t.d. við Kerlingarflúðir neðan Árbæjarstíflu. Mólög hafa fundist undir Leitahrauninu í Árhólmanum. Jarðhiti er í Elliðaárdal, einkum í Löngugróf norðan Neðra-Breiðholts. Þar hefur heitt vatn verið dælt upp úr borholum (Árni Hjartarson o.fl., 1998).
Í Elliðaánum eru nokkrir fallegir fossar t.d. Selfoss neðan Höfðabakkabrúarinnar, Skáfossar og Ullarfoss í eystri kvíslinni og Kermóafoss, Arnarfoss og Skötufoss í þeirri vestari . Við síðastnefnda fossinn má finna skemmtilega skessukatla (Elliðaárdalur: Skipulag og greinargerð, 1994).

Gróðurfar og dýralíf
Gróðurfar í Elliðaárdal er mjög fjölbreytt en ber sterk merki umsvifa mannsins, einkum landbúnaðar og skógræktar en einnig áhrifa stíflunnar og nálægðar við íbúabyggð. Tegundafjölbreytni er mikil og áberandi að þar finnast bæði innlendar tegundir og aðfluttar, bæði gróðursettar plöntur og sjálfssánir slæðingar. Helstu gróðurlendi í dalnum eru mýrar, mólendi, vallendi, blómlendi og skóglendi (sjá Mynd 2). Mýrar eru ekki víðfeðmar, einkum í Hvarfsmýri og í blettum meðfram Elliðaám. Mólendi með lyngi og víði er áberandi einkum ofarlega í dalnum en hefur þó dregist saman vegna aukins trjávaxtar. Ræktaðir trjálundir eru mjög áberandi og tré víða orðin stór og skógur þéttur. Mest hefur verið plantað af birki, reyni, öspum og barrtrjám, einkum greni. Elstu gróðursettu trén eru neðan stíflu í Árhólmanum og í Sveinbjarnarlundi í Ártúnsbrekku, en það eru stór sitkagreni sem eru rúmlega 80 ára gömul (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Blandaður skógur er einnig orðinn umfangsmikill í Breiðholtshvarfi og Grænugróf. Sjálfsáið birki og víðitegundir eru áberandi víða í dalnum t.d. ofan stíflu Árbæjarmegin. Vel hefur verið fylgst með fjölbreytni og tegundasamsetningu flórunnar í Elliðaárdal. Í flórulista frá 2004 fundust 320 plöntutegundir villtar í dalnum og var um helmingur þeirra slæðingar úr nálægum görðum eða gróðursettar plöntur (Jóhann Pálsson, 2004).
Dýralíf í dalnum er umtalsvert en hefur mótast gegnum tíðina af þeim breytingum sem átt hafa sér stað í dalnum t.d. með skógrækt, stíflun Elliðaánna, uppfyllingum í Elliðavogi, aukinni byggð o.s.frv. Bæði árnar og skógurinn laða að sér fugla en fuglalíf er mikið í Elliðaárdalnum. Um 30 tegundir fugla eru reglulegir varpfuglar á svæðinu. Þar má nefna álft, grágæs og ýmsar andategundir, vaðfugla eins og hrossagauk, jaðrakan, lóuþræl og stelk. Mikilvægustu varpsvæðin fyrir vatna- og votlendisfugla við lónið ofan Árbæjarstíflu, í Blásteinshólma og almennt meðfram ánum í dalnum. Vaðfuglar eins og heiðlóa og spói hafa verpt í mólendi en þeim hefur fækkað (Kristbjörn Egilsson o.fl. 1999). Spörfuglum í skóg- og kjarrlendi fer nokkuð fjölgandi með auknum þéttleika gróðurs og nýjar varptegundir bæst við á undanförnum árum eins og svartþröstur, glókollur og krossnefur. Minkur finnst reglulega í dalnum og veldur fuglalífi skráveifu, einkum vatnafuglum. Þá er mikið um hálfvilltar kanínur í dalnum neðan stíflu, sérstaklega á sumrin.
Mikilvægasta vistkerfið í Elliðaárdalnum eru tvímælalaust Elliðaárnar en vatnasvið þeirra eru með stærri og mikilvægari ferskvatnssvæðum á höfuðborgarsvæðinu og þar er auðugt lífríki. Í Elliðaánum sjálfum er lax ríkjandi meðal fiska og er gnógt af honum enda eru árnar framleiðsluríkar vegna reks lífrænna efna úr Elliðavatni. Uppeldisstöðva laxaseiða eru í ánum og ganga þau til sjávar eftir 2-3 ár. Unglaxinn heldur sig í sjónum í 1-3 ár og snýr svo aftur upp í árnar þegar hann er orðinn kynþroska. Fyrstu göngurnar koma í maí og svo út sumarið (Árni Hjartarson, 1998). Teljari í ánum fylgist vel með fjölda göngulaxa sem og gönguseiða og rannsóknir á stofnstærð og ástandi laxa eru í stöðugum gangi. Smádýrafána Elliðaánna er uppistaða fæðu fyrir laxinn, og hefur hún verið rannsökuð vandlega. Þar eru rykmýs- og bitmýslirfur mikilvægastar og eru ríkjandi meðal botndýralífs í ánum (Finnur Ingimarsson o.fl., 2015). Elliðaár eru viðkvæmar fyrir mengun og hefur því sérstaklega verið gripið til ráðstafana við að koma í veg fyrir að mengað vatn berist í árnar með ofanvatni m.a. með því að útbúa settjarnir en þrjár slíkar eru í dalnum ofanverðum. Einnig fylgist Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vandlega með mögulegri skólpmengun og brugðist er við ef upp koma tilfelli t.d. á röngum tengingum.

Saga og minjar – Búskapur og landbúnaður
Elliðaárdalur hefur verið landbúnaðarsvæði um langt skeið en getið er búskapar á bænum Ártúni á 14. öld og Árbæ á 15. öld. Á Árbæ var búskapur í minnst 500 ár. Ummerki um þennan landbúnað eru mjög áberandi enn í dag því tún eru kringum bæjarstæðin sem reyndar gáfu ekki mikið af sér og þótti harðbýlt á báðum bæjum. Dalurinn var lengi vel notaður sem úthagi þar til hann var friðaður fyrir sauðfjár- og hrossabeit á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Í Ártúni var gisti- og veitingaþjónusta fyrir ferðafólk um langt skeið, allt fram á 19. öld. Áður en byggðin reis í Árbæjar- og Breiðholtshverfum var mikið um að leigð væru erfðafestulönd í dalnum, einkum norðan Elliðaáa undir Ártúnsholti austur að Selás. Þar reisti fólk sér sumarbústaði og önnur smáhús og eigendur stunduðu garð- og trjáyrkju. Sumarbústaðabyggðin lagðist niður að mestu á tímabilinu frá 1960-1990 en enn standa nokkur stærri hús sem eru heilsárshús, flest á Ártúnsblettum við Rafstöðvarveg en einnig nokkur í Árbæjar- og Seláshverfum. Eru það elstu húsin á þessum slóðum. Smáhýsi eru einnig í Löngugróf sunnan Árbæjarstíflu nálægt Stekkjarbakka (Árni Hjartarson o.fl., 1998).

Aðrar söguminjar
Elliðaárdalur var í lykilhlutverki í ullarvefnaðariðnaði í Reykjavík 18. öld sem var hluti af starfsemi Innréttinga Skúla Magnússonar landfógeta. Í árhólmanum má sjá ummerki um mannvirkin er þessu tengdust en þar stóðu þófaramylla, litunarhús og sútunarverkstæði. Var vatnskraftur Elliðaánna nýttur við að þæfa og lita ullina. Þjóðleiðin frá Reykjavík lá einnig yfir Elliðaárnar neðarlega í dalnum og má finna ummerki um gömul vegstæði og vöð og var Ártúnsvað fjölfarnasta vaðið (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Fyrstu brýr yfir Elliðaárnar voru byggðar 1883 en hafa þær verið endurnýjaðar alloft síðan þá, stækkaðar og styrktar. Í dag eru tvær brýr fyrir bílaumferð, Höfðabakkabrú frá 1981 og Breiðholtsbrautarbrú frá 1993 auk brúar fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi til móts við Árbæjarlaug.
Stríðsminjar finnast einnig í dalnum en fimm herkampar voru á túni Ártúns á heimsstyrjaldarárunum síðari og má sjá ummerki um þá í túninu við bæinn. Einn stór kampur, Camp Baldurshagi, var á Víðidalssvæðinu en lítil ummerki eru þar eftir í dag.

Raforkuframleiðsla
Rafstöðin við Elliðaár var tekin í notkun sumarið 1921 og var raforkan framleidd með tveimur vélum og flutt eftir háspennuraflínu að aðveitustöð á Skólavörðuholti. Var raforkan fyrst og fremst notuð fyrir lýsingu í Reykjavík. Helstu mannvirki er tengjast raforkuframleiðslunni eru stíflurnar tvær, Árbæjarstífla sem var fullgerð árið 1929 og Elliðavatnsstífla sem var reist á árunum 1924-8 og endurgerð 1978, rafstöðvarhúsið sjálft ásamt fallstokknum sem liggur frá Árbæjarstíflu niður í rafstöðina auk nálægra húsa er tengjast starfseminni. Stærsta byggingin er þó Toppstöðin sem var vara- og álagsstöð fyrir meginrafstöðina og tók til starfa 1948. Hlutverki hennar lauk á áttunda áratugnum og hýsir húsið nú frumkvöðlasetur. Eftir að pípan í fallstokknum rofnaði árið 2013 hefur ekki verið virk raforkuframleiðsla í Elliðaárvirkjun (www.or.is)

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – kort

Skógrækt
Skógrækt hefur sett mikinn svip á Elliðaárdalssvæðið. Á 30 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951 var hafin skógrækt í Elliðaárhólma og var gróðursett þar árlega til um 1970. Í Sveinbjarnarlundi í Ártúnsholti eru enn eldri grenitré eða frá 1937 sem í dag eru talin hæstu grenitré á Íslandi eða um 20 metra há. Skógræktarfélag Reykjavíkur stundaði einnig skógrækt í Elliðaárdalnum um alllangt skeið í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur, t.d. í Breiðholtshvarfi (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Mikill vöxtur hefur verið á plöntuðum trjágróðri þar síðustu misseri og víða finnst þéttur skógur og há tré. Starfsmenn Reykjavíkurborgar sinna nú grisjun í skóginum.

Malarnám
Malarnám var stundað á nokkrum stöðum í dalnum og sjást þess vel merki enda olli það umtalsverðu jarðraski. Nokkuð stórar námur voru austan við Blesugróf og í Ártúnsholti. Einnig var numið grjót ofarlega í Víðidalnum þar sem Reiðhöllin stendur nú.

Heimild:
file:///C:/Users/Ómar%20Smári/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/BLPA87FJ/stefna_reykjavikur_um_sjalfbaeran_ellidaardal_-_skyrsla_starfhops_RFMKO8Z%20(1).pdf

Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur, leiddi FERLIR um Elliðaárdal og fræddi þátttakendur um jarðfræði Einardalsins. Elliðaárdalurinn er eitt fjölsóttasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda býður hann upp á fjölþætta möguleika til útivistar. Árnar eru kenndar við skip Ketilbjarnar gamla á Mosfelli, en hann kom hingað á skipi sínu Elliða og „kom í Elliðaárós“ að því er segir í Landnámu.
Í Elliðaárdal eru stígar og brautir og fræðsluskilti um jarðfræði og gróður dalsins.
Reykjavíkurborg keypti Elliðaárnar árið 1906 til beislunar vatnsafls en Elliðaárstöð hefur framleitt rafmagn frá árinu 1906. Um það leyti hefur líklega hafist trjárækt í Elliðaárdalnum og uppgræðslu verið haldið áfram sleitulaust síðan. En ekki er þarna allt sem sýnist!

Sjá meira undir Lýsingar.

Helgi Sigurðsson, sagnfræðingur á Árbæjarsafni, segir frá „Dal vættanna“ í DV árið 2001:
„Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga og á hverjum degi fara mörg þúsund manns um dalinn. Að öllu jöfnu er Elliðaárdalurinn fallegur, vinalegur og hættulaus en þegar gluggað er í söguna er margt öðruvísi en sýnist í fyrstu.

ellidaardalur-291Mýrardraugurinn
Helgi segir að Elliðaárdalurinn búi yfir ýmsum huldum vættum. „Segja má að flestir bæir sem áttu land að dalnum tengist draugagangi eða huldufólki á einhvern hátt. Efsti bærinn í dalnum er Elliðavatn. Á seinni hluta 19. aldar settust tveir vinnumenn þar að drykkju í beitarhúsum ásamt manni er nefndist Magnús Jónsson, en hann hafði lært nokkuð í frönsku. Nokkrum dögum seinna fannst Magnús helfrosinn í mýri nálægt Vatnsenda og voru hrafnar lagstir á náinn. Talið var víst að hann hefði orðið úti vegna drykkjunnar. Líkið var flutt heim að Elliðavatni. Gekk Magnús síðan aftur við beitarhúsin. Fólk hafði ekki svefnfrið fyrir söng og drykkjurausi á frönsku, höggum og hurðaskellum. Draugurinn var fyrst kallaður Mangi og sótti mest að öðrum vinnumannanna sem drukkið höfðu með honum og hrökklaðist sá burt. Eftir það sást draugurinn mest við beitarhúsin og í mýrinni þar sem Magnús varð úti og eftir það var hann nefndur Mýrardraugurinn.“

Með hausinn í hendinni
„Önnur saga sem tengist dalnum ofanverðum er einnig frá 19. öld. Eftir að Guðmundur á Kópavogsbýlinu dó urðu menn óþyrmilega varir við að hann lægi ekki kyrr. Hann reyndist mjög mannskæður. Dag einn, haustið eftir að hann andaðist, gekk maður nokkur sem Stefán hét upp að Vatnsenda og dvaldist þar fram undir sólsetur. Honum var fylgt vestur að svonefndu Vatnsendahvarfi. Þegar fylgdarmaðurinn var nýskilinn við Stefán sá hann mann rétt fyrir norðan sig og þekkti hann strax Guðmund úr Kópavogi. Stefáni varð ekki um sel. Hann hélt þó áfram og var draugurinn alltaf á hlið við hann uns hann kom niður á móts við Breiðholt. Þá nam draugurinn allt í einu staðar, tók ofan hausinn og marghneigði sig fyrir Stefáni með hausinn í hendinni og hvarf. Guðmundur í Kópavogi sótti einnig að bóndanum í Breiðholti en hann stóð af sér allar skráveifur. Talið er að Guðmundur sé enn á ferli og menn telja sig verða vara við hann annað slagið.

alfholl-221Draugasteinar
„Svo nefndir Draugasteinar eru við stíginn við suðurenda Árbæjarstíflu… Þetta eru nokkur björg, allt að mannhæðarhá og er talið að í þeim búi álfar. Uppi á Breiðholtsbarðinu við fjölbýlishúsið að Vesturbergi 2-6 er önnur álfabyggð samkvæmt Fornleifaskrá Reykjavíkur. Trúin á álfabyggðina var svo sterk að fjölbýlishús sem átti að byggja á staðnum var flutt til að raska henni ekki. Þetta geta allir séð sem fara um Vesturberg.“

Framhjáhald og morð
„Neðar í dalnum við austurenda Bústaðavegar stóð bærinn Bústaðir. Þar bjuggu eitt sinn hjón og var hjá þeim vinnumaður sem hét Þorgarður. Sagt var að konan héldi við Þorgarð og að bóndi þyrfti að sinna óvandari verkum og var oft úti yfir fé í illviðrum en Þorgarður sat heima. Eitt vetrarkvöld í byl kom bóndi ekki heim og heldur ekki nóttina eftir. Næsta morgun fannst hann í Elliðaánum með áverka sem menn ætluðu að hefði dregið hann til dauða og var Þorgarður fundinn sekur. Hann átti þess kost að greiða fébætur eða vera tekinn af lífi. Þorgarður fór til bóndans að Seli á Seltjarnarnesi og bað hann að leysa út líf sitt. Bóndinn var talinn vel í efnum og tók málaleitaninni ekki illa en það gerði húsfreyja hans. Þorgarður fékk því enga aðstoð og var tekinn af lífi. Gekk hann aftur og sótti að Selshjónunum og var því kallaður Sels-Móri. Hann var á ferli að minnsta kosti fram á síðustu öld.“

ell-224Sæskrímsli í Elliðaárvogi
„Árið 1883 var hraustmennið Guðmundur Guðbrandsson við Elliðaárvoginn að tína krækling í beitu. Skyndilega kom að honum ókennileg skepna þakin skeljum og á stærð við veturgamlan kálf. Guðmundur stóð í stimpingum við skepnuna í tvær klukkustundir en komst á endanum að Bústöðum. Hann var svo illa til reika að hann lá rúmfastur í tvo sólarhringa.“

Dvergar og álfar
Helgi segir að snemma vors 1990 hafi Erla Stefánsdóttir sjáandi verið í gönguferð um Elliðaárhólmann og orðið vitni að margvíslegri „innri birtingu náttúrunnar“ eins og hún orðaði það. „Strax og Erla kom yfir bogabrúna sá hún tvö sambyggð hús og „voru þybbnir dvergar þar á stjái“. Stutt þar frá var annar bær og voru smávaxnir dvergar úti fyrir, forvitnir og glaðir og störðu undrandi“ á hana. Ofar við ána sá Erla síðan jarðdverga eða gnóma, sem voru ekki hærri en 12 sentímetrar á hæð og klæddust björtum og litríkum fatnaði. Enn ofar, á hraunrana, kom hún í þorp jarðdverga. „Nokkur voru á einni hæð og fleiri á mörgum hæðum, með turnum og spírum og garðar voru í kringum hvert hús.“ Í furulundi þar skammt frá kom Erla síðan í álfabyggð og voru álfarnir á stærð við 6-8 ára börn. „Voru þeir græn- og rauðklæddir, með árur í sömu tónum og fötin. Sást vel inn til þeirra, voru herbergin lítil en mörg og mjóg snyrtilega búin.“ Á göngu sinni sá Erla einnig trjáverur og fortíðarmyndir kvenna við þvott á árbakka.“

Arnes í þófaramyllunni
„Meðal kunnustu útilegumanna á Íslandi fyrr á tíð var Arnes Pálsson, sem meðal annars bjó um skeið með Fjalla-Eyvindi og Höllu á Arnarvatnsheiði. Af Arnesi eru til ýmsar sögur og ein þeirra í Elliðaárdal. Í stuttu máli fjallar hún um gæslumann sem rakst á Arnes sofandi í þófaramyllunni snemma morguns: Arnes hafði staf í hendi og poka við hlið sér. Gæslumaðurinn greip það hvort tveggja og hljóp heim að Ártúni. Vaknaði þá Arnes og elti hann. Tókst gæslumanninum að senda stúlku til Reykjavíkur að… segja hvað um væri að vera. Reyndi hann síðan að tefja fyrir Arnesi en hann var ókyrr og enduðu samskipti þeirra með því að Arnes svipti gæslumanni flötum í bæjargöngunum og hljóp á brott. Hafði hann þá séð til þrjátíu manna flokks sem kom eftir Bústaðaholtinu frá Reykjavík. Veittu þeir Arnesi eftirför upp eftir Elliðaánum og þaðan allt suður í Garðahraun á Álftanesi þar sem hann hvarf þeim sjónum í skjóli myrkurs.“

skotufoss-331Morð og drekkingar
Að sögn Helga eru Skötufoss og Drekkingarhylur einhverjir sögufrægustu staðir í Elliðaárdalnum. „Ef enn er reimt i dalnum þá ætti það að vera þar, bæði vegna morðs sem þar var framið og þar var líka opinber aftökustaður. Árið 1704 bjó að hálfum Árbæ maður sem hét Sæmundur Þórarinsson. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason og móðir hans. Kærleikar munu hafa verið með þeim Sigurði og Steinunni og eggjaði hún hann til að drepa bónda sinn. Kvöld eitt í september fóru þeir Sæmundur og Sigurður til veiða í Elliðaánum. Þegar þeir voru staddir við Skötufoss gekk Sigurður aftan að Sæmundi og sló hann með tréfjöl og hratt honum í hylinn. Daginn eftir lét Sigurður þau boð út ganga að Sæmundar væri saknað. Söfnuðust menn saman til leitar og fannst lík Sæmundar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir sem drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var grafið en smám saman kom upp orðrómur um að Sigurður væri valdur að dauða Sæmundar eða hefði vitneskju um endalok hans. Var gengið á Sigurð og þegar hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var einnig gengið á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins. Fengu þau bæði líflátsdóm og voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. „Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við“, eins og segir í Vallaannál.“

ell-225Drekkingarhylur
Helgi segir að það hafi þótti í frásögur færandi að Steinunni Guðmundsdóttur var drekkt í læknum fyrir austan Kópavogsþingstað en ekki á hefðbundnum stað í „Elliðaá syðri“ eins og komist er að orði í Vallaannál.
Eins og flestum er kunnugt voru konur fyrst og fremst líflátnar með drekkingu. Ekki er vitað hversu mörgum konum var drekkt í Elliðaám en ein þeirra var Vigdís Þórðardóttir. Vigdís hafði borið út barn sitt árið 1696, að Ingunnarstöðum í Brynjudal, Kjós. Heimildir eru fáorðar um mál hennar en konur sem báru út barn á þeim tíma voru nær undantekningarlaust fátækar og einstæðar. Líflátsdómar fyrir útburð tíðkuðust á 17. öld og fram á annan áratug 18. aldar.“

Heimild:
-Dagblaðið Vísir – DV, 15. september 2001, bls. 51

Viðeyjarmegineldstöð
Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur, leiddi FERLIR um Elliðaárdal og fræddi þátttakendur um jarðfræði dalsins. Elliðaárdalurinn er eitt fjölsóttasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda býður hann upp á Einarfjölþætta möguleika til útivistar. Árnar eru kenndar við skip Ketilbjarnar gamla á Mosfelli, en hann kom hingað á skipi sínu Elliða og „kom í Elliðaárós“ að því er segir í Landnámu.
Í Elliðaárdal eru stígar og brautir og fræðsluskilti um jarðfræði og gróður dalsins.
Reykjavíkurborg keypti Elliðaárnar árið 1906 til beislunar vatnsafls en Elliðaárstöð hefur framleitt rafmagn frá árinu 1906. Um það leyti hefur líklega hafist trjárækt í Elliðaárdalnum og uppgræðslu verið haldið áfram sleitulaust síðan.
Jarðfræði Elliðaárdals er einstök vegna margbreytileika síns. Við Elliðaárósa eru merkileg setlög, kölluð Elliðavogslögin og má þar finna leifar ýmissa plantna sem uxu við Elliðavog fyrir nokkur hundruð þúsund árum og skeljar af grunnsævi.  Það má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla. Þá má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla. Í dalnum er jarðhitasvæði og eitt af vinnslusvæðum Orkuveitu Reykjavíkur.

MegineldstöðinMegineldstöð
Einar sagði m.a. frá myndun landsins í og utan Elliðaárdals. Elsta bergið væri um 3-4 milljón ára gamalt. Það fæddist í megineldstöð, sem reis úr sjó utan núverandi lands, þar sem nú eru Viðey og Engey. Eldstöðin var virk þar til fyrir um 2 milljón árum. Þá féll hún saman er kvikuþróin undir henni tæmdis og eftir stóð hluti af jöðrum hennar, þ.e. eru m.a. fyrrnefndar eyjar. Þar sem miðja eldstöðvarinnar var áður er nú um 50 metra dýpi. Þá var sjávarstaðan hærri og myndaðist t.d. vogur þar sem nú er Elliðaárdalur. Eftir að síðasta ísaldarskeiði lauk fyrir u.þ.b. 10.000 árum byrjaði landið að rísa hægt og bítandi. Dæmi um þáverandi sjávarstöðu má enn sjá í setlögum sunnan í dalnum.

FallElliðavogslögin
Beggja vegna Elliðaárósa eru merkileg  setlög sem lengi hafa verið umtöluð meðal jarðfræðinga. Þetta eru Elliðavogslögin. Þau sjást undir grágrýtinu í Ártúnshöfða en þekktasti hluti þeirra er í Háubökkum við Elliðavog. Þar hafa Elliðaárnar með hjálp sjávarins sorfið fram allháa þverhnípta hamra við ströndina. Lögin voru rannsökuð í byrjun 20.aldar af jarðfræðingnum Helga Péturss. Neðst sá hann grófan harðan ruðning sem hann áleit vera jökulruðning, þar ofan á var sjávarset með skeljum, síðan annað jökulruðningslag eftir nýtt framgangsskeið jökla. Efst var Reykjavíkurgrágrýtið. Með þessari athugun Forntkomst Helgi að því að ísöldin hafi ekki verið einn samfelldur fimbulvetur heldur hefðu skipst á jökulskeið og hlýskeið.
Þá má finna á stöku stað í Elliðavogslögunum skeljar sem eru af sömu tegundum og þær sem lifa við ströndina enn í dag. Í lögunum finnst einnig samanpressaður mór eða hálfgerður sultarbrandur. Talið er að skeljarnar séu um 300 þúsund ára gamlar en þá ríkti hlýskeið sem nefnt er Cromer. Yngra jökulbergslagið er hins vegar talið vera frá jökulskeiði sem nefnt er Holstein og ríkti fyrir um 250 þúsund árum. Sultarbrandurinn er yngsti hluti laganna og myndaður úr gróðri sem þarna óx á Elster-hlýskeiðinu fyrir nálægt 200 þúsund árum.
EinarMyndunarsaga Elliðavogslaganna og Reykjarvíkurgrágrýtisins er í stuttu máli þannig: Meginjöklar gengu yfir Reykjarvíkursvæðið og mótuðu mishæðótt landslag á ár-kvarteran berggrunninn. Þegar jökullinn hopaði í lok þriðja síðasta jökulskeiðs fylgdi sjórinn honum eftir inn yfir láglendið. Sjávarset settist í allar lægðir í berggrunninum. Ofan á sjávarsetið lagðist síðan árset, landið var risið úr sjó. Þá tóku ár og lækir að grafa sér farvegi í setlögin, en jafnframt tóku plöntur að nema land en leifar þessa gróðurs er einmitt surtarbrandurinn í Háubökkum og undir grágrýtinu í Ártúnshöfða.

Elliðavogshraun
Reykjavík er í næsta nágrenni við Reykjanesgosbeltið. Einungis eru um 7 km frá byggðamörkum að næsta eldgíg sem er í Búrfelli ofan LeitiHafnarfjarðar.
Fyrir 5200 árum gaus í stórum dyngjugíg sem nefnist Leiti og er austan Bláfjalla. Miklir og breiðir hraunstraumar flæddu niður um sandskeið og niður í Lækjabotna. Þaðan rann eldáin að Elliðavatni, sem hefur verið mun stærra en það er í dag. Þegar glóandi hraunið flæddi út í vatnið og yfir það urðu miklar sprengingar og gufugos. Í þessum hamförum mynduðust Rauðhólar. Hólarnir eru svokallaðir gervigígar. Þegar hraunið hafði brotist yfir Elliðavatn féll það niður með Elliðaám allt til sjávar í Elliðavogi.
Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið Leitarhraunt.d. í kringum Elliðaárhólmann.

Ísaldarminjar
Í Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilsvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín. Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg á undirlag sitt sem olli því að land þrýstist niður um tugi metra. Þegar jökull loks hörfaði varð sjávarstaða til skamms tíma mun hærri en þekkt er í dag. Við árósa og annars staðar, þar sem mikill framburður lausra efna frá bráðnandi jöklinum hlóðst upp, Fróðleikurmynduðust malarhjallar og setfyllur. Í Elliðaárdal má finna minjar um hærri sjávarstöðu frá ísaldarlokum og setmyndanir tengdar henni og frárennsli bráðnandi jökuls. Víða má finna rispaðar grágrýtisklappir, jökulgrópir, hvalbök (ávalar jökulheflaðar klappir), grettistök (stórir steinar og björg sem jökull hefur rifið upp og flutt til) og jökulruðninga (blanda af sandi, urð og grjóti sem víða er í þykkum lögum ofan á berggrunninum). Á þessum tíma mynduðust sandfjörur og malareyrar sem teygðu sig út með Blesugróf og Árbæjarhverfi. Þessar myndanir, nefndar strandhjallar og óseyrar, benda til að sjávarmál hafi verið um 40 m hærra en nú er. Glöggt dæmi um fornar strandlínur má t.d. finna innan við Ártún. Á þessum tíma voru Elliðaár beljandi jökulfljót en ekki lindár eins og nú er. (Sjá má kortið af Elliðaárdalnum í stækkun HÉR.)

Leitarhraun
Gos með hraunrennsli um Elliðaárdalinn hefur aðeins einu sinni orðið frá því að ísa leysti fyrir um 10 þúsund árum. Það er Leitarhraun sem er nefnt eftir gíg sem það kom úr austan Bláfjalla. Hraunið rann fyrir um 5000 (5300) árum og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann það í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla. Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann.
Leitarhraun á uppruna sinn í gígnum Leiti undir austanverðum Bláfjöllum. Frá honum streymdi mikill hraunmassi niður þar sem nú er Selvogur og Þorlákshöfn, auk fyrrnefnds hrauntaums er náði niður í Elliðavog. Hraunið liggur m.a. undir Kristnitökuhrauninu (Svínahrauni). Í því mynduðust Rauðhólar er glóandi hraunið rann yfir norðanvert Elliðavatn og áfram niður til sjávar í Elliðaárósum. Áin náði að renna ofan á heitu hrauninu, kæla og rífa sig inn í það á leið til sjávar.

Elliðaár
Elliðaárnar eru lindár en þær falla úr stöðuvatni og hafa tiltölulega jafnt og stöðugt rennsli, gróðurinn nær að vatnsborði, fiskigengd er mikil og fuglar una sér vel. Þær eru því sannkallaðir lífgjafar. Núverandi farvegir mótuðust eftir að Elliðavogshraunið rann. Talið er að áður fyrr hafi áin bara verið ein en eftir að hraunið fyllti hana þá hafi hún kvíslast í tvær.
Meðalrennsli Elliðaánna er um 5,5 m3 /sek.

Hamfaraflóð
Aðfaranótt þriðjudagsins 15. desember 1998 brast aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal með Elliðaáþeim afleiðingum að 12 m3 vatns á sekúndu streymdu niður í dalinn í rúmlega hálfa klukkustund. Ummerki flóðsins sjást á nærri 700 m2 svæði.
Þar sem flóðið reif með sér jarðveg og gróður í brekkunni við Rafveituheimilið opnuðust jarðvegssnið þar sem getur að líta áfoks-, gjósku- og mólög frá Nútíma (síðustu 10 þúsund ár), en þar sem jarðvegur skolaðist burtu má sjá berggrunn svæðisins og undirliggjandi jökulurð sem vitna til eldri hlýskeiðs og kuldaskeiðs.
Á svæðinu má sjá jarðvegsnið með öskulögum úr rofsárinu. Jarðvegurinn hefur verið að myndast í um 10-11 þúsund ár enda er elsta þekkta öskulagið svokallað Saksunarvatns-öskulag sem féll fyrir um 10200 árum síðan. Um miðbik jarðvegssniðsins má sjá mikla litabreytingu á jarðveginum. Neðarlega er dökkbrúnn mór en Skessuketillofar er ljósbrúnn fokjarðvegur. Þegar Leitahraunið rann fyrir um 5000 árum síðan hefur hraunstraumurinn ýtt Elliðaánum tímabundið úr þáverandi farvegi sínum út til jaðra dalsins. Á sama tíma var mýrarfláki staðsettur þar sem rofsárið er nú. Ummerki benda til þess að áin hafi náð að renna yfir mýrarflákann og rofið burt sem nemur um 2-3000 ára uppsöfnun af mó. Nokkru eftir þennan atburð hefur jarðvegur byrjað að safnast fyrir á ný. Vegna breyttra aðstæðna í umhverfinu hefur mýri ekki myndast líkt og áður heldur jarðvegur með meiri einkenni fokjarðvegs. Neðarlega í ljósbrúna fokjarðveginum má sjá svokallað landnámsöskulag sem féll árið 871 eða rétt áður en landnám hófst á Íslandi. Ofar í jarðveginum má greina svokallað Miðaldalag sem féll árið 1226. Efsta öskulagið í jarðveginum er frá Kötlu og féll í kringum árið 1500.
SkessukatlarÍ máli Einars kom fram að tveimur árum eftir „hamfara-flóðið“ höfðu 98 plöntutegundir fest rætur á fyrrum „hamfara-svæðinu“. Nú væri gróðurinn að taka yfir það sem áður virtist vera áhugaverð jarðfræðiyfirlit.

Fossarnir
Selfoss er myndarlegur foss skammt neðan Höfðabakka-brúarinnar. Nokkru neðar er Stórifoss, sem er beint framundan félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur. Skáfossar eru varla sjáanlegir nema þegar vatn er með meira móti í Elliðaánum. Þá rennur vatn eftir klöppunum á syðri bakkanum við Stórafoss og í ána rétt neðan við fossinn. Getur þá að líta smáfossa sem falla á ská, miðað við straumstefnu, út í ána og draga nafn sitt af því. Framundan rafstöðinni Kermóafosser Ullarfoss. Nafn sitt dregur fossinn væntanlega af því að þar hefur verið þvegin ull, en fossa með þessu nafni má finna allvíða í íslenskum ám. Neðsti fossinn í eystri kvísl Elliðaánna er Sjávarfoss. Hann hefur frá öndverðu verið gjöfull á lax og þar veiðast yfirleitt fyrstu laxar sumarsins. Myndir eru til af Sjávarfossi frá ýmsum tímum með mörgu stórmenni. Áður fyrr, þegar yfirvöld lands eða borgar vildu sýna erlendum gestum sínum sóma, var farið með gestinn inn að Elliðaám og hann látinn renna fyrir lax í Sjávarfossi.
Í vestari kvíslinni eru fjórir nafngreindir fossar. Skorarhylsfoss, sem einnig er nefndur Kermóafoss, er efstur. Á þessum slóðum í árhólmanum heitir svæðið Kermói. Næst fyrir neðan er Arnarfoss, en hann er gegnt Kúavaði í eystri kvíslinni, nokkru ofan við Ullarfoss. Þar talsvert fyrir neðan, eða skammt ofan við Elstahitaveitustokkinn sem er neðan rafstöðvarinnar er Búrfoss, rétt við Reykjanesbrautina, og skammt þar neðan við er Skötufoss.Við Skötufoss er Drekkjarhylur. Í Drekkjarhyl var konum drekkt, en ekki er vitað hve margar konur létu þar líf sitt.
Við Skötufoss eru fallegir skessukatlar.

Jarðhiti
Elliðaárdalurinn er einn af þremur jarðhitasvæðum á Reykjarvíkursvæðinu. Hin tvö eru í Laugardalnum og á Seltjarnarnesi. Jarðhitasvæðin í Reykjavík eru tengd gamalli megineldstöð sem kennd hefur verið við Viðey. Elliðaársvæðið er við suðurjaðar eldstöðvarinnar. Ummerki um jarðhita finnast á 8-10 km2 svæði, allt frá Breiðholtsmýri og norður fyrir Grafarvog. Sjálft vinnslusvæðið er um 300 m frá austri til vesturs og um 250 m frá norðri til suðurs. Frá 1967 hafa verið boraðar 16 djúpar holur (600-2300 m) á jarðhitasvæðinu og eru 8 þeirra nýttar. Holurnar skera móberg og hraunlög en streymi vatnsins stjórnast af sprungum og misgengjum. Hiti vatnsins er 80-100°C. Heita vatnið streymir úr norðaustri en tunga með kaldara vatni streymir á móti úr suðvestri.

Gróðurfar
Gróðurfar í Elliðaárdal er fjölbreytt. Fjölbreytileikinn ræðst af mismunandi gróðurlendum og ræktun. Helstu gróðurlendi eru: Mýrar, kvistlendi, valllendi, blómlendi, og skóglendi. Aðalsérkenni gróðurfarsins í dalnum eru slæðingar. En það eru plöntur sem hafa borist með manninum beint eða óbeint.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.
Sjá meira um Elliðaárdalinn HÉR, HÉR og HÉR.

Heimild m.a.:
-Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur
-http://nemendur.khi.is
-www.or.is

Syðri hluti hellisins
Í Huld, safni alþýðlegra fræða íslenskra, er m.a. fjallað um Arnes Pálsson útilegumann. Er frásögnin „eptir handriti séra Jóns Yngvaldssonar á Húsavík (dáinn 1876) rituðu eftir sögn séra Arnórs Jónssonar í Vatnsfirði (dáinn 1853), en Arnesarhellir í AkrafjalliArnes sagði honum sjálfur kringum 1790. Í handritinu er líst ástæðu fyrir útilegu Arnesar eftir að hann varð uppvís að þjófnaði, „ei fæ jeg sagt hvílíkum“, leitinni að honum á Akrafjalli og vist hans með Fjalla-Eyvindi. Í upphafi segir frá kænvísum viðbrögðum og góðum, en iðrunarfullum úrræðum Arnesar: „Vorið 1755 þegar Magnús amtmaður Gíslason sat á Leirá, en Arnór sýslumaður bjó í Bergsholti í Melasveit varð Arnes nokkur Pálsson á Akranesi eða í Garðasókn uppvís að þjófnaði, ei fæ jeg sagt hvílíkum. En áður hann yrði handsamaður og færður sýslumanni, sem þá var títt, hvarf Arnes úr byggðinni og fannst ekki, þó hans væri víða leitað og voru ýmsar getur um, hvað af honum hefði orðið. En er áleið sumar og nótt tók að dimma, fóru menn á Akranesi og í fleiri bæjum nálægt Akrafelli [í fyrri hluta lýsingarinnar er skrifað -fell] að verða varir hvarfa ýmsra muna úr útibúrum. Ei var heldur trútt um, að smalasveinar, er árla voru uppi, sæi mann bera fyrir sig uppi’ á Akrafelli, því hvarvetna umhverfis fjallið er byggð og bæir. Af þessu öllu saman kom upp kvittur sá og grunur, að Arnes mundi hafa byggistöð sína í Akrafelli og hugðu menn ekki gott til, er hausta og vetra tæki að eiga þar vogest slíkan yfir höfði sér. Hreppstjórar sveitanna báru nú þetta Ártúnvandræði undir héraðshöfðingja sína, amtmann og sýslumann, er báðir voru hyggnir og hugkvæmir; stefndu þeir þá að sér hreppstjórum öllum og virtustu mönnum af Akranesi og úr Mela- og Leirársveitum og réðu ráðum sínum um, hve hægast mundi að handtaka Arnes; var það þá afráðið að hefja skyldi fangaleit um allt Akrafell einn ákveðinn dag um haustið, í hreinu og björtu veðri eða fyrsta bjartan dag þar næstan og skyldu hreppstjórar allir kveða upp menn í kringum sig af hverjum bæ og var ákveðinn viss tími, þá allir skyldu jafnsnemma hefja leitina allt í kring upp á fellið. En svo Arnes skyldi á engan veg á undan skotizt, þá var svo ráðkænlega um hnútana búið, að allir leitarmenn skyldu vera á hvítum hásokkum, er næðu upp á mið læri og allir bera alhvítar húfur, svo hvar sem nokkur sæi nokkurn mann á annan veg búinn, þá væri að honum auðgengið, af öllum, er sæju hann. En til enn meiri vissu að vara, að Arnes því síður ætti nokkurn kost að komast undan, voru margir menn hér og þar, á beztu hestum, settir til aðgæzlu skammt frá fjallsrótunum, til að henda Arnes á hlaupi, ef hann einhversstaðar leitaði ofan til undanflúnings og höfðu allir þessir reiðmenn langskeptar ólarsvipur í hendi, til að hringvefja um hlauparann, ef færi gæfist, en þar sem mýrlent var, svo ei Leifar eftir setuliðið eru víðavarð vel hestum viðkomið, þar voru á víð og dreif valdir hinir knáustu og fráustu menn, skammt frá fjallsrótunum, til að elta og áhenda Arnes, ef ofan kynni að vilja hlaupa einhversstaðar, svo kalla mátti að honum væri hér á allan veg allar bjargir bannaðar til undankomu.
Nú er ei meir frá tíðindum að segja, fyr en kemur sá hinn ákveðni leitardagur og voru þá um 80 menn búnir til leitarinnar og höfðu alir þann viðbúning, sem hér var gert ráð fyrir gert. Þá var veður gott og bjart og hugðu menn gott til að fá handtakið Arnes, er ekkert vissi um allt þetta kænlega ráðabrugg.
Nú er að segja frá Arnesi, að þennan sama morgun fer hann árla á ferl og flakk úr fylgsnishreysi sínu, er var hæst á Akrafjalli [í hellisskúta undir Háahnúk], þar sem víðast mátti til sjá nálægt fjallinu; getur hann þá að líta, hvar sem auga rennir, að hvaðanæva drífa ríðandi menn að fjallinu. Einnig gætir hann þess, að allir mennirnir nema þeir, er fyrstir fóru, höfðu einkennisbúning til höfuðs og fóta; flýgur honum þá skjótt í hug, hvað nú  muni á seyði og þykir heldur óvænlega áhorfast fyrir sér.
Arnes sér nú leitarmennina drífa að á allar hliðar svo búna Tóft við Selfosssem áður segir. Hvorki átti hann alhvíta sokka né alhvíta húfu og hvorugt varð gripið upp úr grjótinu. Ei hafði hann heldur krít né hvítan lit, en hér rak bráð nauðsyn eptir að vera bæði snar og snjallráður eða gefast upp og þess kvaðst Arnes lengst síðan iðrazt hafa, að þeð ei gert hefði, en hann varð þó ei með öllu úrræðalaus. Arnes átti skyrtutötur. Af hennir rífur hann ermina, ristir sundur og vefur um höfuð sér og bindur um utan. Hvíta sokka átti hann enga og þá var þar ei hægt að fá og hvað var þá til ráða. Sokka á hann enga nema sauðsvarta og eins lita brók og buxur. Arnes fer úr sokkunum eða flettir þeim í vindil fast ofan á ristar, síðan sprettir hann upp í nærskornar stuttbuxur og brýtur þær upp fyrir mitt læri. Þannig sýndist hann klæddur í uppháa, hvíta sokka. Þá var nú enn ein þraut óunnin, sem var sú, að fá laumazt og læðast saman við aðra leitarmenn, svo enginn yrði var við. Hverju bragði hann beitti til þess man jeg ógerla, en þó tólkst honum það að og þannig gekk hann og leitaði með þeim allra manna vandlegast, allan daginn, og áminnti alltaf þá, er næst honum gengu, að leita sem vandlegast. En af því leitarmenn, sem voru úr 4 sveitum, voru margir svo ókunnugir innbyrðis, að eigi þekktu hvorir aðra, grunaði enginn Grágrýtisbjarg við hellisskútannArnes. En er lokið var leitinni síð dags og menn fóru að flokkast saman neðan undir fjallinu, drógst Arnes lítið aptur úr, kvaðst hafa týnt vetlingi úr barmi sér, og vilja svipast að honum og bað þá, er næst honum voru að halda áfram; hann mundi skila sér og við það skildi með þeim, að engan grunaði neitt, þótt öllum þætti undarlegt, að Arness kyldi hvergi vart verða og þóttust ei vita, hverju gegndi. En það er af Arnesi að segja, að honum þótti happ að sleppa, þótt þetta væri upphaf rauna hans, því hvað var ein ráðningarrefsing, þótt nokkuð sár væri, hjá öllu hinu illa, er langvinn, ófrjáls útilega hafði í för með sér, og að hljóta ár frá ári að lifa á ránum og stuldi, ófriðhelgi, úti á öræfum, í vetrarhörkum, og aldrei verða ugglaus um fjör og frelsi.
Næstu nótt kúrði Arnes enn í fylgsni sínu í fjallinu, en þorir þó með engu móti að haldast þar við lengur og býr sig að morgni til burtfarar, en veit þó víst ekki, hvert halda skuli, þá án alls undir vetur sjálfan. Hann hafði þá heyrt getið Fjalla-Eyvindar útilegumanns og heldur vel af honum látið, og kemur helzt í hug, að leita hans upp á líf og dauða…“ (Sjá svolítitið meira um Eyvind HÉR.)
Að lokum segir: „Sagt er að Arnes hafi borið Eyvindi bezta orð fyrir góðmennsku og guðrækni, en vart kvaðst hann [hafa verið] óhræddur um líf sitt fyrir Höllu og Innan við syðra opiðAbraham syni hennar (?) meðan hann lifði.
Tvö seinustu árin, sem Arnes lá úti, hafðist hann optast við í hellisskúta hjá Elliðaám, skammt frá Ártúni, unz ellibilun knúði hann að gefa sig alveg á vald byggðamanna kringum 1790 og var þá að nafninu settur í tugthúsið, en af því þá var verið að frumbyggja dómkirkju í Reykjavík, en Arnes var þjóðhagi, var hann hafður þar við smíðar og dó fjörgamall í Engey 7. september 1805 eins og segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar II, bls. 247.“ Arnes varð einnig um tíma eins konar dyravörður í fangelsinu í Reykjavík, en sú bygging hýsir nú Stjórnarráð Íslands. Til er kansellíbréf til Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns um að láta Arnes Pálsson lausan úr fangahúsinu í Reykjvík, hinn 4. febrúar 1792. Hann lést sem niðursetningur í Engey við Reykjavík árið 1805, sem fyrr sagði, 86 ára gamall.
Og þá var bara að leita að þessu fyrrum fylgsni Arnesar við Elliðaárnar, í landi Ártúns. Framangreind lýsing gefur staðsetninguna til kynna; „…í hellisskúta hjá Elliðaám, skammt frá Ártúni“. Nyrðri hluta ánna hefur verið raskað varanlega, allt frá rafstöðvarhúsunum upp fyrir stíflu (sjá HÉR). Þá hafa árnar hlaupið fram og aftur um ársvæðin, brotið bakka og fært til.
Gos með hraunrennsli um Elliðaárdalinn hefur aðeins einu sinni orðið frá því að ísa leysti fyrir um 10 þúsund árum. Það er Leitarhraun sem er nefnt eftir gíg sem það kom úr austan Bláfjalla. Hraunið rann fyrir um 5000 árum og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann Innan við nyrðra opiðþað í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla. Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann (sjá HÉR).
Þegar gengið var upp með og innan við árbakkana beggja vegna neðan frá var hvorki hella né skúta að sjá. Einu minjarnar voru eftir setuliðið, nokkur skeifulaga hlaðin skjól. Ólíklega hefur fylgsni Arnesar við vestan Ártúns því þar er bæði flatlent; flæðihætta, og þar var aðalþjóðleiðin austur um sveitir. Enn vottar fyrir grunni þóaramylluhússins, skammt frá aðalleiðinni yfir vaðið, en það kom einmitt við sögu þegar Arnes lenti í vandræðum og gafst næstum því yfirvöldum á vald.
Hólmahraunin hækka eftir því sem ofar dregur. Spurnir höfðu fengist af hraunsprungu í efsta hólmanum (Blásteinshólma) og innundir honum svolítið rými, varla þó nógu stórt til að hýsa manneskju. Dæmi var um í dagbókarfærslu lögreglunnar að þar hefðu þjófar falið þýfi fyrrum, lítilræði þó. Ferðin yfir í hólmann var ekki árennileg því ekki verður komist í hólmann nema í vöðlum.
Ljóst er að Arnes hefur ekki gert miklar kröfur til vistavera sinna ef marka má önnur nálæg skjól, sem við hann eru kennd, s.s. í Akrafjalli (-felli), við Hraunsholt í Garðabæ og Arnersarhelli við Hvalvatn (sjá HÉR). Hann hefur þó gjarnan búið svo um að munnarnir væru ekki við fjölfarnar sljóðir og ekki auðfundnir. Í Hvalvatni þarf t.d. að vaða spölkorn út í vatnið til að komast inn í skútann. Líklega hefur hann ekki með viðvarandi dvöl á hverjum stað.
Eftir að FERLIR hafði gengið fram og aftur um Elliðaáasvæðið kom einungis einn álitlegur staður til greina. Að vísu gæti áin hafa fært fyrrum hellisskútan í kaf og fyllt hann eða hann fallið saman. Hvorugt virtist þó sennilegt því líklegt mátti telja að Arnes hafi valið sér skjól á nokkuð öruggum stað, þar sem vel sást til mannaferða, en trauðla til hans. Auk þess hefur hann, eftir svo mörg ár á flótta, lært af refsins klækjum; fundið stað með fleiri en einum útgangi, Nyrðra hellisopiðef á þyrfti að halda – að fenginni reynslu. Fangavist yfirvaldsins á Ströndum hafði ekki verið nein sæla þótt alþýðufólkið hafi sýnt honum nærgætni. Viðbrögðin voru því, er hér var komið, að forðast yfirvaldið og þess menn með sem bestum ráðum.
Ljóst má vera að Arnes hefur gengið beina hjá Ártúnsfólkinu, en svo hafði bærinn heitið allt frá 1584 (áður hét hann Árland neðra). En vegna gestaferða um fjölfarinn túngarðinn hefur Arnes þurft öryggt afdrep. Eflaust hefur hann notað það sem skjól því sagan segir að komið hafi verið að honum sofandi í þóaramyllunni fyrrnefndu og munaði litlu að þá tækist að koma honum undir manna hendur. Flúði hann í hraunin við Álftanes, en þar má enn sjá skjól það er hann hafðist þá í um tíma (sjá t.d. HÉR).
Staðurinn, sem líklegastur er til að geyma „Arnesarhelli“ í Elliðaárdal sendur hátt, við Hólmstá, reyndar á besta stað. Tvö op er á hellisskútanum, sem er um 10 metra langur. Stærra opið, það nyrðra, horfir heim að Árbæ, en bærinn er þó ekki í sjónfæri. Utan við syðra opið er lausagrjót. Nokkra slíka steina má sjá innan við opið. Hellirinn er ekki auðfundinn, enda lágur. Ofar heitir Selfoss. Milli hans og hellisins eru leifar af tvískiptri tóft, hugsanlega tímabundinni selstöðu eða aðhaldi. Sunnar er Kermóafoss (Skorarhylsfoss/Indíánafoss). Við hann eru tveir grunnir skútar, en undir hraunveggnum þar er hið ágætasta skjól. Utan við hellismunnann er stórt grágrýtisbjarg, sem ísaldarjökullinn hefur skilið eftir. Við það má auðveldlega dyljast á alla vegu fyrir mannaferðum handan árbakkanna.
Hafa ber í huga að þarna gæti Arnes, hinn þrautreyndi útilegumaður á öræfum Íslands um mörg ár, hafa hafst við þau tvö ár er hann dvaldi við Ártún. (Sjá upphaf leitarinnar HÉR).
Frábært veður.
Nyrði hluti hellisins
Heimild:
-Huld – safn alþýðlegra fræða íslenskra, 1890-1898, I, bls. 31-37
-Örnefnastofnun Íslands

Við Elliðaárnar
Eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins er Elliðaárdalurinn. Elliðaárnar hafa oft verið nefndar perla Reykjavíkur, enda einstakt að laxveiðiá renni í gegnum höfuðborg. Reykjavíkurborg keypti Elliðaárnar árið 1906, ekki til laxveiða heldur beislunar vatnsafls og rafstöðin var reist um 1920. Um það leyti hefur líklega hafist trjárækt í Elliðaárdalnum en árið 1951 hóf Rafmagnsveita Reykjavíkur skógræktar- og uppgræðslustarf í árhólmanum, sem er eitt mesta aðdráttarafl dalsins.
Fuglalíf er fjölskrúðugt í Elliðaárdal og þar hafa einnig fundist fornminjar, m.a. frá tíð Innréttinganna.
Elliði sá sem Elliðaár eru nefndar eftir var skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns. Í Landnámu segir: „Ketilbjörn hét maður ágætur í Naumudal; hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar. Hann átti Helgu dóttur Þórðar skeggja. Ketilbjörn fór til Íslands, þá er landið var víða byggt með sjá [þ.e. sjó]. Hann hafði skip það er Elliði hét. Hann kom í Elliðaárós fyrir neðan heiði“.
Ingólfur Arnarson, landnámsmaður í Reykjavík, er talinn fyrsti eigandi Elliðaánna. Eflaust hafa laxveiðar verið stundaðar í Elliðaánum allt frá upphafi byggðar í Reykjavík, þótt áður hafi það verið með öðrum hætti en nú. Fram eftir öldum áttu bændur og kirkjan veiðirétt í Elliðaánum, en við siðaskiptin lagði Danakonungur eignir kirkjunnar undir sig og eignaðist um leið veiðina í Elliðaánum. Í upphafi lét hann stunda veiðarnar fyrir sig en síðan voru þær leigðar út, fyrst árið 1757, að því er talið er. Upp úr 1800 fór konungur að selja jarðir sem að Elliðaánum liggja. Átti hann laxveiðirétt í Elliðaánum í um 300 ár. Áður fyrr var laxinn veiddur ýmist með ádrætti í voginum við árósana, eða með stíflun árkvíslanna, annarrar í einu og var þá vatninu veitt í hina. Þannig var laxinn tíndur upp því sem næst á þurru. Reykvískur kaupmaður sem átti árnar um tíma gekk mjög nærri laxastofninum með því að veiða laxinn í kistur og voru báðar kvíslarnar þvergirtar með þeim búnaði. Laxinn fór ekki að rétta úr kútnum fyrr en Englendingur nokkur, Pyne að nafni, keypti árnar árið 1890. Þá hófust þar stangaveiðar með líkum hætti og nú eru stundaðar. Reykjavíkurborg keypti síðan Elliðaárnar árið 1906, sem fyrr sagði.
Elliðaárvirkjun var vígð árið 1921. Þremur árum síðar var hafizt handa við gerð miðlunarstíflu uppi við Elliðavatn. Henni var lokið 1926 og við þessar framkvæmdir fór Elliðavatnsengi ofan núverandi stíflu undir vatn. Fram að þeim tíma rann Bugða um engjarnar og sameinaðist Dimmu, sem var afrennsli Elliðavatns, sem var þá helmingi minna en það er nú. Neðan ármóta þessara þveggja áa fékk áin nafnið Elliðaár.
Líklegt er, að Ingólfur Arnarson hafi grafið fyrsta brunninn í Reykjavík. Um aldamótin 1900 voru 34 brunnar í Reykjavík og árið 1906 brauzt út taugaveikifaraldur vegna mengaðs vatns í mörgum þeirra. Árið 1909 var tekið neyzluvatn úr Elliðaánum til hausts en þá var vatnsveitan frá Gvendarbrunnum tilbúin.
Vesturfarinn Frímann B. Arngrímsson hvatti fyrstur manna til athugunar á möguleikum til virkjunar Elliðaánna til hitunar og lýsingar húsa í Reykjavík. Bæjarstjórn samþykkti þó ekki byggingu rafstöðvar þar fyrr en 26. september 1918. Steingrímur Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, var ráðinn rafmagnsstjóri í Reykja vík 1. júní. Kristján X og Alexandrína drottning hans vígðu stöðina 27. júní 1921.
Elliðaárnar falla úr Elliðavatni, þær kvíslast um miðbik dalsins og renna í tveimur kvíslum til sjávar. Er fleirtölumyndin Elliðaár dregin af kvíslum þessum..
Jarðfræði Elliðaárdals er stórkostleg vegna jarðfræðilegrar sundurgerðar. Við Elliðaárósa eru merkileg setlög, kölluð Elliðavogslögin og má þar finna leifar ýmissa plantna sem uxu við Elliðavog fyrir nokkur hundruð þúsund árum og skeljar af grunnsævi. Það má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla.
Í Elliðaárdal hafa fundist minjar sem tengjast nýsköpun í atvinnuháttum Íslendinga, en það eru leifar af byggingum sem reistar voru vegna ullarvinnslu Innréttinganna um miðja 18. öldina. Innréttingarnar, sem svo voru nefndar, höfðu það að markmiði að stuðla að framförum í atvinnulífi. Skúli Magnússon landfógeti hafði forgöngu um stofnun fyrirtækisins. Sögufrægasta byggingin frá tíð Innréttinganna er húsið við Aðalstræti 10. Minjar Innréttinganna, sem enn sjást og færri vita um, eru rústir sem standa í árhólmanum nokkru neðan við rafstöðvarbygginguna, á móts við veiðistað sem nefnist Teljarastrengur. Þarna voru þófaramylla, litunarhús og sútunarverkstæði, en vefsmiðjan var í Aðalstræti. Ástæða þess að þófaramyllunni og litunarhúsinu var komið fyrir í Elliðaárdal var sú að starfsemin þarfnaðist rennandi vatns. Tilgangur þæfingarinnar var að þétta ullarvoðir og gaf straumur árinnar drifkraftinn. Sneri hann vatnshjóli sem tengt var drifhjóli sem aftur tengdist búnaði sem hamraði ullina. Þegar ullin hafði verið þæfð, sem var mismikið eftir því til hvers átti að nota hana, var hún gjarnan lituð. Talið er að litunarhúsið hafi staðið skammt frá þófaramyllunni, en óvíst nákvæmlega hvar. Þó er talið að húsið hafi staðið nokkru neðan við mylluna. Tvennar aðrar rústir eru á þessum slóðum. Er talið að önnur hvor geti verið leifar sútunarverkstæðis.
Stríðsárin, 1939-1945, settu mark sitt á íslenskt þjóðlíf og ekki síst Elliðaárdalinn. Eftir hernám Íslands og tilkomu setuliðs, skiptu hermenn þúsundum hér á landi, fyrst Bretar, en síðan Bandaríkjamenn. Voru víða reistir braggar þar sem setuliðið dvaldist, svonefndir kampar, og voru nokkrir slíkir í Elliðaárdal. Sjást ummerki þeirra á nokkrum stöðum. Alls voru kamparnir fimm talsins. Sá efsti, nefndur Camp Baldurshagi, var ofarlega í Elliðaárdal, við nyrðri enda skeiðvallarins. Sjást þar rústir hans. Fjórar þyrpingar voru neðarlega við ána, Camp Phersing, skammt frá rafstöðinni, Camp Battle var aðeins neðar, Camp Hickham var í Ártúnsbrekkunni þar sem jarðhýsin eru nú og loks Camp Fenton Street, en hann var þar sem nú er athafnasvæði fyrirtækisins Ingvar Helgason. Fleiri braggaþyrpingar voru í næsta nágrenni, bæði á Ártúnshöfða og vestan Elliðaáa. Einu ummerki um hernaðarmannvirki við Elliðaárnar neðanverðar eru í Ártúnsbrekku. Annars vegar eru það dæld eftir sandpokavígi sem fallin er saman að mestu og hins vegar ummerki undir yfirborði jarðar, neðanjarðarbyrgi, en munni þess er hulinn jarðvegi.
Elliðaárnar voru síðasti farartálminn á leiðinni til Reykjavíkur þegar komið var til bæjarins úr austri. Lá þjóðbrautin um Ártún og yfir árnar á vaði rétt neðan við rafstöðina núverandi, eftir Bústaðahálsi, Öskjuhlíð og niður í Kvos. Er ekki að undra að fljótlega hafi þótt nauðsynlegt að brúa árnar og voru fyrstu brýrnar byggðar árið 1883. Nú er svo komið að Elliðaárnar eru sú á landsins sem flestar brýr eru yfir. Hafa glöggir menn talið yfir 20 brýr á ánum.
ElstaÁ 30 ára afmælisári Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951 hófu starfsmenn fyrirtækisins undir stjórn Steingríms Jónssonar, rafmagnsstjóra, skógræktar- og uppgræðslustarf í Ellidaárhólma og lögðu þar með grunn að þeirri skógrækt sem þar er. Fyrsta árið voru gróðursettar 3000 plöntur. Upp úr 1970 var dalurinn friðaður fyrir beit en nokkru áður var skógrækt hafin í afgirtu hólfi í árhólmanum. Við friðunina tók gróður við sér og hófst þá gróðurframvinda sem enn á sér stað.
Í Elliðaánum lifa fjórar tegundir fiska sem kalla mætti nytjafiska, aðallega lax, urrið og bleikja, en einnig má þar finna ál í litlum mæli. Í ánum er auk þess fjölskrúðugt botndýralíf sem er mikilvægur þáttur í uppvexti seiðanna.
Gos með hraunrennsli um Elliðaárdalinn hefur aðeins einu sinni orðið frá því að ísa leysti fyrir um 10 þúsund árum. Það er Leitarhraun sem er nefnt eftir gíg sem það kom úr austan Bláfjalla. Hraunið rann fyrir um 5000 árum og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann það í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla. Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann. Elsta bergið þarna er þó frá meginselstöð mun utar er gaf af sér hraunmyndun fyrir 3-4 milljón árum (sjá HÉR).

Heimildir m.a.:
http://www.rafheimar.is

Portfolio Items