Tag Archive for: fornleifar

Helgadalur

Gengið var að Helgadal, framhjá opi Níutíumetrahellis, niður skástigu gömlu Selvogsgötunnar, framhjá opi Vatnshellis og áfram upp að sögðum gömlum tóttum í austurhlíð Helgadals. Sjá má hvar gamla Selvogsgatan hefur beygt að vatninu í Dalnum og síðan haldið áfram á ská upp eftir hlíðinni, sunnan við tóttirnar. Svo virðist sem þarna gætu hafa verið nokkur hús. Sjá má móta fyrir stíg niður að vatninu, hugsanlega garði sunnan við tóttirnar og tótt niður við vatnið.

Helgadalur

Tóftir í Helgadal.

Gamall skáti sagði að Skátafélag Hafnarfjarðar (Hraunbúar) hafi á sínum tíma ætlað að byggja skála í Helgadal þar sem skemmtileg skátamót voru haldin um tíma. Rótað hefði verið og grafið fyrir uppistöðum, en síðan hafi verið horfið frá skálabyggingunni. Hvar það var nákvæmlega í dalnum er ekki alveg ljóst á þessari stundu.
Tóttarsvæðið í Helgadal sést vel, en erfitt er að greina einstaka tættur. Vatnsverndargirðingin liggur fast við þær. Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá árinu 1907 (áhíf 1908) kemur fram að þær hafi ekki verið vel greinanlegar þá, fyrir tæpri öld síðan, en hann lýsir þeim á þessum stað, sbr. meðfylgjandi mynd. Í þeirri frásögn lýsir hann og heimtröð og garðlagi við Skúlatún sunnan við Helgafell.
Fróðlegt væri að láta einhvern tíma grafa í tóttirnar til að fá úr því skorið hvað þarna hafi verið og hversu gamalt það er.
Gangan tók u.þ.b. 45 mínútur í ágætu veðri.

Helgadalur

Helgadalur – uppdráttur ÓSÁ.

Arngrímshellir

Á Reykjanesskaganum eru þekktir um 600 hellar og skjól. Líklega er rúmlega fjórðungur þeirra með einhverjum mannvistarleifum, enda náttúrulegir skútar og skjól jafnan verið notað undir fé eða annað frá upphafi byggðar hér á landi. Einnig má finna í hellum bæli, hleðslur og annað, sem telja má mannanna verk.

Húshellir

Í Húshelli.

Hellarannsóknarfélaginu er kunnugt um alla kunna hella og skjól á svæðinu. Einnig hvað í þeim er að finna. Mörg skjólanna hafa hins vegar aldrei verið skráð sem fornleifar þrátt fyrir skilgreiningu Þjóðminjalöganna, þar sem segir að „til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem byggðaleifar í hellum og skútum, staðir með þjóðsagnahefð og áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum.“
Skv. framangreindu mætti skipta hellum, skútum og skjólum á Reykjanesskaganum í tvo flokka, þ.e. a) án fornleifa og b) með fornleifum sbr. framangreint. Síðarnefnda flokkunum væri síðan hægt að skipta í tvo undirflokka; I) hella með titeknum mannvistarleifum, s.s. hleðslum, áletrunum, bælum o.fl. og II) þjóðsagnakennda hella.

Bjargarhellir

Bjargarhellir – hleðslur.

Undir síðarnefnda aðalflokkinn teljast u.þ.b. 100 fjárskjól á Reykjanesskaganum. Mörg þeirra hafa verið í notkun fram yfir aldamótin 1900. Má þar nefna Strandarhelli, Bjargarhelli, Gaphelli, Eimuból og Strandarselsból á Strandarheiði, Fjallsendahelli, Stekkshellir og Litlalandshelli í Ölfusi, Breiðabáshelli og Seljabótarhelli í Herdísarvíkurhrauni, Arngrímshelli (Gvendarhelli) og Krýsuvíkurhelli í Klofningum, fjárskjól í Bæjarfelli, Arnarfelli, við Vigdísarvelli og Ísólfsskála sem og í Katlahrauni, Fjárhella í Kálffelli, við Hvassahraun, Lónakot, Óttarsstaði, Straum og Þorbjarnarstaði í Hraunum, fjárskjól ofan við Ás og í Kaldárseli, Selgjá og Búrfellsgjá og þannig mætti lengi telja.

Gullbringuhellir

Gullbringuhellir – bæli.

Undir fyrrnefnda undirflokkinn teljast t.d. hellar eins og Gíslhellir við Rauðamel, Gullbringuhellir, Húshellir, Skjólið í Strandarheiði, Oddshellir í Kálffelli, Útilegumannahellar og Brauðhellir í Eldvörpum, Hestshellir og Dátahellir í Arnarseturshrauni, Sæluhúsið undir Lat, Loftsskúti og Brugghellir ofan við Hvassahraun, Helluhellir og Smalahellir við Kleifarvatn og t.d. Áni undir Hlíðarfjalli. Annars er letur og áletranir í mjög fáum hellum á Reykjanesskaganum (borgar sig ekki að upplýsa hvar).
Einn stærsti og fallegasti manngerði niðurgangurinn í helli á svæðinu er í Skjólinu í Strandarheiði og í Þorsteinshelli norðan við Selgjá. Óvíst er í hvaða tilgangi Skjólið var notað, en við það er bæði stekkur, tóft og fjárskjól. Gólfið innanvert er slétt og á því miðju er eitt einasta bein – sem segir svo sem ekkert. Þorsteinshellir er hins vegar augljóst tvískipt fjárskjól.
Undir seinni undirflokkinn teljast t.d. Sængurkonuhellir í Herdísarvíkurhrauni, Draugshellir í Ölfusi, Draugahellir í Valahnúk, Dauðsmannskúti í Kóngsfelli, Litlihellir við Selfjall, Rauðshellir við Helgafell og Strandarhellir, Dúnknahellir við Hraunssand og Smíðahellir við Selatanga og Sængurkonuhellir í Illahrauni.

Arngrímshellir

Í Arngrímshelli.

Ljóst er að mannvistarleifar í hellum á Reykjanesskaganum hljóta að tengjast bæði fjárbúskap og ferðum manna á milli byggðalaga. Auk þess tengjast þeir athöfnum manna, s.s. veiðum, hvort sem um var að ræða rúpna-, refa- eða hreindýraveiðum. Minjar alls þessa má sjá í hellunum. Hellarnir og skjólin eru þess vegna tilvalin rannsóknarefni fyrir áhugasama fornleifa- og/eða þjóðfræðinga á höfðuborgarsvæðinu, sem ekki vilja fara of langt til efnisöflunar.

Gíslhellir

Gíslhellir.

Minna má á að ekki er langt síðan að FERLIRsfélagar fundu niðurgang í Bjargarhelli. Um slíkan „gang“ er getið í gömlum þjóðsögum og er þá jafnan átt við Strandarhelli, sem er þar skammt frá. Ekki er ólíklegt að ætla að einhverjir hafi ruglað hellunum saman, enda hvorutveggja fjárskjól. Annars væri fróðlegt fyrir einhvern fræðinginn að taka fyrir „nafnafrávikskenninguna“ í tíma og rúmi. Eflaust gæti ýmisleg nýmæli komið út úr því. Margt óþarflegra hefur verið gert í fræðunum í gegnum tíðina. Með rannsókninni væri hægt að sameina hugmyndir og kenningar í ýmsum fræðigreinum.

Gíslhellir

Gíslhellir.

Vorrétt

Hraunin sunnan Nýjahrauns (Kapelluhrauns), milli Gerðis og Efri-hellra, eru tiltölulega slétt og vel gróin lyngi og birki, enda mun eldri og mosinn því á góðu undanhaldi. Kapelluhraunið, sem er bæði miklu mun hærra og úfnara, þakið hraungambra, rann árið 1151. Vestan við það eru nokkur hraun, þ.á.m. fjögur Selhraun, öll eldri en 4000 ára. Nyrst er Hrútargjárdyngjuhrauni (Óttarsstaðir, Straumur og Þorbjarnarstaðir), Geldingahraun eða Afstaphraunið eldra er ofar og síðan raða Selhraunin sér milli þess og Hrútargjárdyngjuhraunsins, sem er um 7200 ára.

Varða við Gerðisstíg

Gengið var frá Gerði upp með vestanverðri hraunbrún Kapelluhrauns upp í Efri-hellra, allnokkru vestan við Hrauntungur. Ætlunin var að skoða örnefni og minjar á svæðinu vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni, en svæðið nær talsvert út í eldra Afstapahraunið og Selhraunin. Á þessu landssvæði eru allnokkrar fornleifar þar sem finna má mannvistarleifar á a.m.k. 25 stöðum. Í fornleifaskráingu fyrir svæðið frá árinu 2006 eru taldar upp fornleifar á 14 stöðum, þar af sjást engar fornleifar á einum þeirra. Skráningin var unnin af Byggðasafni Hafnarfjarðar fyrir Skipulags- og byggingasvið Hafnarfjarðar. Í ferðinni voru allar fornleifar ljósmyndaðar, færðar á heilstæðan uppdrátt af svæðinu og hnitsettar. Ekki var tekið tillit til minja- eða verndargildis því þetta var ekki fornleifaskráning, einungis samanburður á fyrirliggjandi gögnum og aðgengilegum vettvangnum. Hafa ber sérstaklega í huga að allar minjarnar tengjast fyrrum búskaparháttum íbúanna í Hraunum og hafa því hátt minjagildi sem hluti af heilstæðu búskaparlandslagi bæjanna, einkum Þorbjarnarstaða, en bærinn og umhverfi hans verður að teljast eitt hið verðmætasta sem slíkt á höfðuborgarsvæðinu – og jafnvel þótt víðar væri leitað.
Ruddur Gerðisstígur um SelhraunMeðfram austurtúngarðinum á Þorbjarnarstöðum lá Straumsstígurinn, yfir Alfaraleiðina og áfram upp með Miðmundarhæð. Á hæðinni er Miðmundarvarða. Fornaselsstígur lá um hlið á austurtúngarðinum, yfir Alfaraleiðina og upp með Stekknum (rétt), sem þar er skammt austar undir klapparhæð. Við norðurtúngarðinn á Þorbjarnarstöðum var Þorbjarnarstaðarétt, vel hlaðin rétt af grjóti. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns árið 1918.)
Þegar komið var upp fyrir Gerði var komið inn á Alfaraleiðina, hina fornu þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Útnesja. Leiðin lá um Brúnaskarð eystra upp á Kapelluhraun, en svo nefndist jafnan neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallaðist Bruninn og enn ofar Háibruni. Alfaraleiðin sést þarna vel í annars grónu hrauninu þar sem hún liggur upp að brúnabrúninni, sem nú hefur verið raskað. Brunaskarð (vestra) sést því ekki og ekki heldur Stóravarðan, sem þar var á Brunabrúninni. Gatan telst til fornleifa, enda er víða á henni mannanna verk.
Garður suðvestan við Neðri-hellraHandan við Brunann er landamerkjalína Straums/Lambhaga og Hvaleyrar úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, rúst sem hlaðin var úr grjóti. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða. Nú stendur hún endurgerð í fjárborgarlíki uppi á hraunhól eftir að hraunbreiðan umhverfis hefur verið fjarlægð og þar með Alfaraleiðin, utan spölkornsspotta suðaustan við Kapellunna. Leiðin lá yfir hraunið uns komið var í Brunaskarð eystra (austara). Við hvort skarð voru vörður, er nefndust Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys. (Austan Brunans eru Leynirar. Um þá var gerð hinn fyrsti akvegur yfir hann. Hlaðið skjól er skmmt austar og er það skjól vegagerðarmanna.
Neðri-hellrarÚr skarðinu liggur Alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér var komið, var gengið inn á varðaðan stíg er liggur upp frá Gerðinu og nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans og er enn vel greinilegur, bæði gróinn enda hefur víða verið kastað upp úr honum grjóti og á stöku stað má sjá hliðarhleðslur til afmörkunar, einkum á brúnum. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð, milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur. Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Selhraun (Hraunamenn nefndu það/þau jafnan Seljahraun). Á nyrðri hraunbrún Geldingahrauns (eldra Afstapahrauns), sem liggur þarna þvert á leiðirnar) er fallin varða. Á austari brúninni er varða, sem enn stendur. Þegar komið er upp fyrir Hólana, inn á nokkuð slétt Seljahraun tekur við Seljahraunsstígur, sem liggur í krókum í gegnum það upp með Brunanum.
Gerði við Neðri-hellra - SeltóuÞegar komið er yfir Seljahraun (þ.e. eitt þeirra), blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur.
Áður en Seljahraunsstíg er fylgt áfram upp í Neðri-hellra, er rétt að staldra við. Merkingar Byggðasafns Hafnarfjarðar gefa til kynna að þarna kunni að leynast nokkrar fornleifar. Þær eru í klofnum klapparhólum skammt austar, stundum nefndar Gjár eða Rauðamelsklettar. Klettarnir eru norðan melsins og verða að teljast bæði álitlegar og nýtilegar klettaborgir, einkum vegna grasgróðurs í þeim og umhverfis þær. Nefndust þessar klettaborgir Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri eða bara Rauðamelsklettar. Vestur frá þeim tóku við Ennin, lágar brekkur.
Annars vegar (að norðanverðu) er um að ræða fyrirhleðslur í þríklofnum hraunhól, norðan línuvegar og vestan námuvegar.
Stekkur við Neðri-Hellra?Þar gæti verið komin Neðri-Rauðamelsklettarétt, sem Þorkell nefndi svo, því skammt ofar er greinileg Efri-réttin, eða Rauðamelsréttin syðri. Hún er einnig í klofnum aflöngum sprungnum klapparhól, en mun stærri. Í klofanum eru heillegar fyrirhleðslur á fjórum stöðum. Þessar réttir, sem og aðrar hliðstæðar í nágrenninu (í Réttargjá, Tobbuklettum og Grenigjá) voru jafnan notaðar sem rúningsréttir á vorin. Efri-rétt og réttin í Réttargjá voru þó einnig notaðar sem nátthagar þegar Neðri-hellrar voru brúkaðir til aðhalds.
Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellrar og Rauðhellir. Einnig Litli-hellir, en það mun vera nýrra nafn á litlu skjóli milli Réttargjáar og Rauðhellir (sem reyndar hefur stundum óvart verið nefndur Neðri-hellrar). Hafa ber í huga að Rauðimelur var einnig nefndur Rauðhólar, en um er að ræða gjall og theptragígaþyrpingu eldra hrauns, en Selhraunanna (Seljahraunanna), sem umlykja hann).
Rauðamelsstígur lá til austurs norðan við melinn, samkvæmt skrá Gísla Sigurðssonar. Nú man enginn eftir honum, e.t.v. hafa þetta. bara verið fjárslóðir. Reyndar má sjá litlar vörður við hann á a.m.k. tveimur stöðum, auk þess sem auðvelt er að fylgja honum upp með grónum hraunkantinum, áleiðis upp í Kolbeinshæðaskjól, sem síðar verður nefnt.
Álfaborgin - kirkjanStefnan var tekin til norðurs, að Neðri-hellrum. Hellarnir eru í grónu, tiltölulega litlu jarðfalli, undir lágri hraunhæð. Op á fyrirhleðslu er á móti austri. Hleðslan, um 80 cm há, stendur enn nokkuð heilleg. Fyrir innan er moldargólf, þakið tófugrasi fremst, en gróðursnauðara verður eftir því sem innar dregur. Þar má sjá kindabein á stangli. Rás liggur til norðurs, en endar fljótlega. Í suðaustanverðu jarðfallinu er fyrirhleðsla án ops. Í norðaustanverðu jarðfallinu utanverðu er gróin fyrirhleðsla, sem einhverju sinni hefur verið op inn í austari hluta fjárskjólsins, en hluti þess er fallinn niður. Svo er að sjá sem fjárhellirinn hafi verið tvískiptur.
Í nefndri fornleifaskrá eru Neðri-hellrar nefndir Rauðhellir, en Þorkell bóndi, langaafi þess sem þetta ritar, var ákveðinn í staðsetningu þeirra, enda nokkur mannvirki umhverfis er staðfesta orð hans í þeim efnum. Skammt suðvestan við Neðri-hellra (í fleirtölu) erVorréttin hlaðinn veggur; fyrirstaða eða hluti gerðis. Veggurinn er greinilegur, mosavaxinn og stingur í stúf við annars gróið umhverfið. Hann liggur með landslaginu til suðvesturs og norðausturs og er u.þ.b. 12 m langur. Norðan þess er hlaðið gerði undir Brunabrúninni. Innviðir þess eru grasi grónir, er segja nokkuð til um nýtinguna. Vegghleðslur standa, um 40 cm háar, einhlaðnar. Þær hafa því verið fyrir fé; mögulega nátthagi. Stærð hellanna og gerðisins benda til þess að tiltölulega fáu fé hafi verið haldið þarna. Örskammt austar með hraunbrúninni sést móta fyrir stekk, að því er virðist, tvískiptum, með föllnu forhlaði og heillegri lambakró.
Hér þarf einnig að staldra við stuttlega. Hafa ber í huga að stígurinn (stígshlutinn) að Neðri-hellrum nefndist Seljahraunsstígur. Samt var hann fjarri Fornaselsstíg, hvað þá Straumsselsstíg. Grasi gróna svæðið umhverfis Neðri-hellra og gerðið var stundum nefnt Seltó. Í seinni tíð vEfri-hellrarirðist þarna hafa verið ígildis sels, en þau sem slík voru aflögð í Hraunum um og eftir 1870. Þarna gæti því hafa eymt eftir af fyrrum búskaparvitjum og notkunin tekið mið af því, þ.e. fráfærur, aðhald og nytjar. Segja má að öll ummerki á þessu afmarkaða svæði bendi til þess, en þó vantar selið sjálft, þ.e. húsakostin. Ástæða þess gæti hreinlega verið nálægðin við bæinn, en þangað er ekki nema 15 mín. gangur eftir greiðfærum og ruddum stíg (stígum).
Skammt austan við Neðri-hellra er Rauðhellir; um 6 metra löng hraunrás. Ekki er að sjá að fyrirhleðsla hafi verið við opið, en greiður aðgangur fé hefur verið þar til skjóls. Mold er í botninum og tófugras fremst. Opið er mót suðvestri. Vörðubrot er ofan við munnann.
Skammt frá er Litli-hellir, en gróin fyrirhleðsla er fyrir munna skúta í grónu grunnu hraunsigi. Öll skjólin á svæðinu eru í vari fyrir austanáttinni (rigningaráttinni), en það er í samræmi við staðsetningu hinna u.þ.b. 250 selja, sem finna má á Reykjanesskaganum, þ.e. húsa og fjárskjóla tengdum selstöðunum.
Suður frá Rauðamelnum og suðaustan af Neðri-hellrum er Réttargjáin. Gjá þessi er einnig í sprungu í annars sléttu hrauni, sem snýr suðurvestur og norðaustur. Fyrirhleðslur eru á þremur stöðum í sprungunni. Þær eru að mestu fallnar, en sjást þó enn. Tilkomumest er austasta og innsta fyrirhleðslan, sem er þver á sprunguvegginn innanverðan (sjá mynd).
Milli Réttargjárinnar og næsta áfangastaðar, Vorréttarinnar (Brunaréttarinnar), er bæði stök og einstök klettaborg; Álfaborgin. Í miðju hennar er hár klettastandur; álfakirkjan. Börnin á Þorbjarnarstöðum höfðu tröllatrú á þessum stað. Hann mátti hvorki vanvirða né raska á nokkurn hátt. Mikil helgi var staðnum, enda höfðu margar frambornar óskir þeirra þaHleðsla í Efri-hellrumr ræst, auk annarra óútskýrðra tilvika. Eitt slíkt, mjög óvænt, átti eftir að gerast í þessari ferð um svæðið. Þorbjarnarstaðabörnin voru jafnan vöruð við að fara þarna um með látum, ella myndi illt af hljótast – og þau varnaðarorð voru ekki til einskis.
Skammt austar, í augsýn þaðan, er Þorbjarnarstaðarétt eða Vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum. Réttin er heilleg, veggir standa að mestu, um 1.0 til 1.20 m á hæð. Almenningur er í réttinni minni, en auk þess tveir dilkar, sem bendir til þess að réttin hafi einkum verið notuð af Þorbjarnarstaðafólkinu til frádráttar, þ.e. annars vegar þess fé og hins vegar annarra. Skjól og byrgi eru hlaðin nálægt réttinni. Hún er allsérstök og verskuldaður minnisvarði um aðrar slíkar, ekki einungis í Hraununum heldur um land allt. Einungis það að eyðuleggja þennan stað vegna akstursæfingasvæðis væri dæmi um fádæma verðmætafyrringu, m.ö.o., staðurinn er varðveislunnar virði – til lengri framtíðar litið.
Héðan var stígurinn, sem fylgt hefur verið, Gerðisstígur eða Seljahraunsstígur, nefndur Efri-hellrastígur allt upp að Efri-Fyrirhleðsla í Réttargjáhellrum, sem einnig voru/eru við vesturbrúnina á Brunanum. Þegar hér var komið, nefndist hraunið Brenna, en ofan Efri-hellra, Brunatunga. Úti á hrauninu var Brennuhóll, neðst í Brennunni. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti sótti kvarnarsteina í Brennuna og bar á bakinu, setti mosa undir bakið. Ofar taka við Hrauntungur, en þeim, þótt mannvistarlega teljast og merkilegar, verður ekki lýst hér, enda utan svæðisins.
Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar segir: „Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð, og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun.
Millum Vorréttarinnar og Kolbeinshæðarskjóls er hellir. Myndarleg varða stendur ofan við opið. Þessa skjóls er hvergi getið í örnefnalýsingum, en hefur án efa verið notað til einhvers brúks fyrrum.
Kolbeinshæðarskjól er heillegt. Hleðslur standa, um 1.60 m háar. Reft hefur verið yfir, líkt og algengt var um skútaskjól í Hraununum. Enn má sjá tré sem rafta í þessu skjóli.
Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur, sem fyrr var nefndur, suður og upp í Laufhöfðahraun suður í Gjásel, sem er nokkru norðvestan við Fornasel. Frá Jónshöfða liggur Hleðslur í RauðamelsgjáarréttStraumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar. Á miðjum Flánum er Fláavarðan. Eru nú engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Svonefnd Tobbuklettsvarða austari var hlaðin til glöggvunar á Fornaselsstíg. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur, sem lá allt til Krýsuvíkur, jafnframt fjallreiðarvegur á kafla. Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri. Hér er eittvað málum blandið.
Í Grenigjám eru allmiklar hleðslur og aðkoman eftirminnileg. Þegar komið er inn í réttina mót norðri sjást miklar hleðslur, sem mótaðar hafa verið eftir aðstæðum. Þessi staður, auk hraunmyndanna, er líklega einn eftirminnilegastur minjastaður, sem hægt er að koma á. Á hraunhæð norðan við Grenigjárrétt er Grenigjárvarðan (Tobbuvarðan). Vel gróið er umhverfis hæðina.
Tobbuvarðan eystri er á kletti við Fornaselsgötuna, sem fyrr sagði. Þaðan er skammt í Seljahraunin, en austur frá klettunum eru Ennin Hleðsla í Rauðamelssklettsréttinni efriáðurnefnd. Landamerkjalínan liggur úr Tobbuvörðu norður í Stekkatúnshæð vestari, þaðan í Tóhól eða Tó  rétt vestan við Sölvhól og þaðan í Pétursbyrgi. En stígurinn liggur frá Seljahrauni vestan Jóhannshóls og milli Stekkatúnshæðar vestari og eystri. Á Stekkatúnshæð eystri var Hádegisvarða (Miðdegisvarðan áðurnefnda), stóð hátt og var mikil um sig. Hæðin var því allt að einu nefnd Hádegishæð (Miðdegishæð, eftir því hvort horft var frá Þorbjarnarstöðum eða Gerði)). Varða þessi var reyndar ekki eyktamark frá Þorbjarnarstöðum, heldur sennilega Gerði og hefur því haft nafnið Miðdegisvarða. Norðan undir hæðinni var Stekkurinn eða Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Þarna var líka Stekksgatan eða Þorbjarnarstaðagatan, sem var frumkvöðull Fornaselsstígsins (-götunnar). Og þá var komið aftur að upphafsstað, öllu fróðari og með a.m.k. 25 staði að baki, sem höfðu að geyma einhverjar mannvistarleifar.
Til gamans má geta hremminga eins þátttakandans í ferðinni. Hann hafði haft GPS-hnitsetningartæki Loftmynd af svæðinumeð sér í vinstri flísjakkavasanum. Teknir höfðu verið punktar í Neðri-Rauðamelsklettaréttinni og eigandinn þá stungið tækinu í vasann. Staldrað var á ýmsum stöðum, sem að framan er lýst. Þegar komið var til baka neðan úr Efri-hellrum og gengið framhjá Álfaborginni ofanverðri virtist hann fá vitrun; hann staðnæmdist, þreifaði á flísjakkavasanum – og komst sér til skelfingar að rándýrt GPS-staðsetningartækið var horfið. Þá var ekki um annað að ræða en að þræða fyrrum leiðina upp eftir um Vorréttina og í Efri-hellra. Á þeirri leið var ekkert tæki að sjá. Leiðin til baka var þrædd að sama skapi. Ekkert var að sjá, enda erfitt um vik, því yfirborðið var algerlega samlitt tækinu. Þó fannst lóu- og hrossagaukshreiður við leitina, en þau voru látin afskiptalaus. Þegar komið var á móts við Álfaborgina var ákveðið að skoða betur aðkomusvæðið að henni í fyrstu ferðinni. Þar hafði verið staldrað við um stund og minning Þorbjarnarstaðafólksins rifjuð upp. Viti menn – þar á nákvæmlega sama stað Deiliskipulagstillagan af svæðinuog staldrað hafði verið við lá tækið. Og ekki bara það. Hlutaðeigandi hafði jafnan fyrir sið að slökkva á því eftir notkun, en nú var kveikt á tækinu. Gætu álfarnir hafa verið að skoða hvað mennirnir aðhöfðust?
Í nefndri „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kappelluhrauni“ má m.a. sjá að Rauðamelsréttargjá er í u.þ.b. 320 m fjarlægð frá réttri staðsetningu, nafnavíxl hafa orðið á stöðum og ekki er getið um allnokkra minjastaði, sem að framan er lýst.
Þegar svæðið er metið sem heild verður áherslan sett á þrennt; heilstæðar minjar mannvistaleifa. sögulegt samhengi og sérstaka náttúru í nálægð við byggð. Auk þess sem um er að ræða eitt verðmætasta búsetulandslag í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, verðmætara en Árbæjarsafn, hefur svæðið að geyma dæmigerð þróunarform náttúrunnar á svæðinu, þ.e. muninn á gróðurfari nútímahrauna og eldri hrauna eftir nýjasta ísaldarkeið. Fornleifafræðingar skrá jafnan sýnilegar minjar eða ummerki hugsanlegra minja, en líta framhjá náttúruminjunum, sem eru langt í frá ómerkilegri. Í náttúruminjunum geta falist átrúnaður á álfa og huldufólk, þjóðsagnakenndir staðir o.fl., sem sprottið hafa úr hugarfylgsnum nábúana og aðkomufólk hefur síðan sett á blöð öðrum til fróðleiks og áhrínis. Hvorutveggja heita í dag „þjóðsögur“.
Þegar slíkt svæði sem þetta er gaumgæft af nemanda í fornleifafræði, einstaklinga með áratuga þjálfun í að „lesa“ landið með aðstoð kunnugra, verður ekki hjá því komist að hugsa til þess hvernig kennslu í faginu er háttað við Háskóla Íslands. Nemar í fornleifaskráningu fara á vettvang, þeim er bent á minjar, þær eru mældar, uppdráttur gerður og lýsing færð í skrá eftir Grenigjár - minjar. FERLIR gefur gert fjölmarga uppdrætti af minjasvæðum á Reykjanesskaganumforskrift. Hvergi í náminu eru nemendur þjálfaðir í að leita að minjum – enda tekur slík þjálfun mörg ár. Samt er þeim hinum sömu treyst fyrir gerð fornleifaskráninga á einstökum svæðum er taka á mark á. Reynsla FERLIRs er sú að jafnvel hinir „lærðustu“ fornleifafræðingar eiga það til að sjást yfir fornleifar, og það jafnvel margar, á einstökum svæðum. Ágætt dæmi um það er brunnur bæjarins Arnarfells þegar úttekt Fornleifarverndar ríkisins var gerð á því svæði vegna fyrirhugaðrar kvikmyndartöku „Flags of ours fathers“, sem reyndar varð að litlu sem engu. Annað dæmi er fornleifaskráning á Miðnesheiði þar sem Gamli Kirkjuvogur var færður yfir í Djúpavog við Ósabotna. Í þeirri skráningu var Stafnessel sagt hafa eyðst, en minjar þess má samt sem áður sjá þar efra.
Alls þessa er að niðurlaginu lýtur er aðallega getið hér í tvennum tilgangi; í fyrsta lagi þarf að fara vel og vandlega yfir svæði þegar verið er að fornleifaskrá minjar á þeim og auk þess þarf að meta minjarnar í heild með hliðsjón af þarflegri varðveilsu til lengri tíma litið. Eyddar minjar af skammsýni koma verðandi kynslóðum að litlu gagni!
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

StraumsselsstígurP.S.
Þegar FERLIR leitaði á sínum eftir eintaki af nefndri fornleifaskráningu frá Fornleifavernd ríkisins með formlegri fyrirspurn í tölvupósti fengust alls engin viðbrögð – og það þrátt fyrir að kynnt hafði sérstaklega á vefsíðu stofnunarinnar að slík skýrsla væri til.
Leitað var eftir afriti af skýrslunni frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Forsvarsmaður hennar brást við eftir nokkurra vikna bið og kom hann afriti til greinarhöfundar. Þá kom í ljós að ekki hafði verið vandað nægilega vel til verka m.v. gefnar forsendur. Sú 16 bls. „Fornleifaskráning, sem boðið er upp á vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kappelluhrauni“, verður sagna sagt að teljast léttvæg í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga sem og borðliggjandi vettvangsheimilda.

Heimildir m.a.:
-Örnefnaskrár fyrir Þorbjarnastaði og Straum.
-Þorkell Árnason, bóndi á Þorbjarnarstöðum, og Ingveldur Jónsdóttir, dóttir Jóns Guðmundssonar, bónda og heppsstjóra, á Setbergi.

Gerðisstígur

Gerðisstígur.

 

Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og einn af FERLIRsfélögum, útskrifast frá BA-námi í fornleifafræði við Háskóla Íslands n.k. laugardag.

Vogar-21Að öllu jöfnu telst ekki í frásögu færandi að einhver nemi væri að útskrifast frá háskóla, þótt það ætti vissulega að gera það, en Ómar Smári getur varla talist til einhverra nemanda. Hann hafði starfað hjá lögreglunni á fjórða áratug, þar af helming tímans við rannsóknir sakamála og stjórnun, þegar hann ákvað að skrá sig í framangreinda fræðigrein. En hvers vegna að gera slíkt, kominn á gamalsaldur?
„Í fyrsta lagi er nú enginn eldri en honum finnst hann vera – aldur er jú afstæður.

Vogar-22Í öðru lagi gefur starfsmannastefna lögreglunnar svigrúm til náms samhliða starfinu. Starfsmenntunarsjóður Landssambands lögreglumanna hvetur einmitt starfsfólk til slíks. Og hvað er skyldara en lögreglurannsóknir og fornleifafræði? Í raun má segja að sérhver lögreglumaður ætti að byrja í fornleifafræði áður en hann fer í lögregluskólann því fræðigreinin tekur á frumatriðum rökrænna rannsókna, þ.e. niðurstöður þarf að byggja á vísindalegum og sannanlegum rökum. Tilgátur nýtast einungis sem möguleikar, en einungis sem slíkir. Segja má í grófum dráttum að lögreglurannsóknir byrji í raun þar sem fornleifafræðinni lýkur þótt vissulega eigi hvorutveggja samleið um margt.
Í þriðja lagi er vitað að starfstími opinberra starfsmanna, þ.m.t  lögreglumanna, er takmarkaður. Að margra mati er hann allt of langur m.v. stöðugt álag í langan tíma. Eftirlaunaaldursmörkin hjá stéttinni hafa lækkað svolítið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Þau þyrftu, þótt ekki væri nema út frá manneskjulegu sjónarmiði, að vera mun lægri, t.d. um 60 ára aldur eða 95 ára samanlagðan líf- og starfsaldur.

Vogar-23Í fjórða lagi hef ég lengi haft það sem áhugamál að leita uppi og skoða fornleifar á Reykjanesskaganum, fyrrum landnámi Ingólfs. Afraksturinn má m.a. sjá á www.ferlir.is.
Námið í fornleifafræði við HÍ var því ágæt viðbót við áhugamálið og gat gefið nýja og áður ónýtta möguleika í þeim efnum.
Í fimmta lagi er hverjum og einum, þegar styttist í starfslok hjá hinu opinbera, hollt að huga að framtíðinni á nýjum og ekki síður áhugaverðum starfsvettvangi. Hvaða atvinnuveitandi myndi t.d. ekki þyggja liðsinni starfskrafts með hestaheilsu nýútskrifuðum úr háskóla með margra áratuga starfsreynslu á vinnumarkaði?

 

Garður

Garður – fornleifauppgröftur.

Kópavogur
Fornleifaskráning fór fram í hluta af landi Kópavogs árið 2000 undir umsjón Bjarna F. Einarssonar, fornleifafræðings. Þó voru staðir eins og Þingnes ekki skráðir að öllu leiti. Staðurinn er í raun bæði í landi Reykjavíkur og Kópavogs og hann hefur verið rannsakaður í nokkur skipti, en aldrei að fullu. Margt bendir til þess að eldra nafn á staðnum sé Krossnes, en heitið Þingnes hefur fest sig í sessi á seinni tímum og verður væntanlega notað eftirleiðis.

Kópavogur

Álfhóll.

Það var annars einkennandi fyrir Kópavog, líkt og svo marga aðra staði á landinu, hversu gengið hafði verið óhikað á fornminjar og þeim ýmist eytt (meðvitað eða ómeðvitað), en seinni tíma iðrun einungis orðið til þess að opinbera vitund fólks um mistökin án þess að beinilínis hafi sést merki um að það hafi dregið dýrmætan lærdóm af þeim, sbr. Hjónadysina og Systkinaleiðin við Þinghól – og það þrátt fyrir fomlega friðlýsingu frá hinu háverðuga Alþingi Íslendinga. Þeir staðir, sem þó hafa verið varðveittir til framtíðar og teljast verða merkilegir, eru hins vegar ómerktir. Hér á eftir er byggt á skýrslu Bjarna, en jafnframt gerðar við hana smávægilegar athugasemdir. Hingað til hefur það ekki þekkst að gerðar séu athugasemdir eða ábendingar við fornleifaskráningarskýrslur, en kominn er tími til að breyta því, a.m.k. þeim er lúta að Reykjanesskaganum. Sumar hverjar virðast verulega ábótavant og aðrar beinlínis rangar. Þrátt fyrir það byggja opinberir aðilar mikilvægar ákvarðanir sínar m.a. á þeim gögnum.

Þinghóll

Afhjúpun upplýsingaskilta við Þinghól.

Í skýrslu Bjarna (frá árinu 2000) kemur m.a. fram að „ef velja á fornleifar sem eru einkennandi fyrir ákveðið hérað eða svæði er mikilvægt að vita hvaða fornleifar eru til svo hægt sé að velja.“
Einnig kemur fram að „í hugum nútímafólks er Kópavogur tiltölulega sögulaust sveitarfélag, sem á upphaf sitt að rekja til 20. aldar. Sveitarfélagið sjálft var ekki stofnað fyrr en 1948, en þétting byggðar hafði hafist nokkrum árum áður eða um 1936. Kaupstaðarréttindi fengust svo árið 1955. Á seinustu tveimur öldum var Kópavogur ekki í brennidepli og þótti jafnvel ekki búsældarlegt um að litast. Segir danski fræðimaðurinn Kristian P.E. Kålund svo frá jörðinni Kópavogi í ferðalýsingu sinni er birtist á prenti árin 1877-82: „Bærinn er áleiðum og ömurlegum stað; umhverfis hann eru lág grýtt hæðardrög eða dökkleitar þýfðar mýrar.“ Kópavogsjörðin var lang rýrasta jörðin af þeim jörðum sem eru í Kópavogslandi. Ekki er víst að jarðirnar hafi talist eftirsóknarverðar til ábúðar. Það að nafnið á Hvammi breyttist í Hvammskot árið 1552 gefur vísbendingar um það. Hvammskotsnafninu var svo breytt um 1875 af Þorláki Guðmundssyni alþingismanni í Fífuhvamm. Ekki hefur þó þróunin alltaf verið neikvæð því í jarðarbókum 17. aldar og Jarðamati Johnsens árið 1847 og yngri jarðamötum, hækkaði jarðarmat allra jarða innan bæjarlandsins nema Digraness.
Borgarholt Elsta ritaða heimild um byggð í landi Kópavogs er frá árinu 1234. Þá bregður Vatnsenda fyrst fyrir í Máldagaskrá um eignir Maríu kirkju og staðar í Viðey. Segir m.a. svo í skránni: „hvn a oc Elliðavatz land hálft. Oc allt land at vatzenda. Með þeim veiðvm oc gæðvm er þeim hafa fylgt at fornv. … Hamvndur gaf til staðarins holm þann. Erliggr j elliða am. niðr fra Vatzenda holmi.“ Heimildir segja svo ekkert um svæðið fyrr en árið 1313, í skrá um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá eru nefndir til sögunnar bæirnir Hvammur og Digranes, auk Vatnsenda. Segir m.a. svo um leigumálana í skránni: „At vatz ennda iij merkur.J hvamme c leigv.J digranesi iij merkur:“ Nafnið Kópavogur kemur fyrst fyrir í heimildum árið 1523. Er þar átt við Kópavogsþingstaðinn og tilefnið var dómur yfir Týla Péturssyni hirðstjóra, sem fundinn var sekur um morð o. fl. Bærinn Kópavogur kemur ekki fyrir í rituðum heimildum fyrr en1553, þá í afgjaldareikningum Eggerts hirðstjóra Hannessonar á Bessastöðum. Er þar afgjald Þorsteins ábúanda tilgreint, en það var „viijalne vatmell.“ Til eru aðrar og eldri heimildir um byggð í Kópavogi, en það eru fornleifarnar sem þar finnast. Margt er enn ósagt um þær, aðeins nokkrar þeirra hafa verið rannsakaðar og engar þeirra til fulls.

Elsta mannvirki sem í ýtarlegri sögu Kópavogs má lesa í Sögu Kópavogs I-III, sem Lionsklúbbur Kópavogs gaf út árið 1990 og endurminningum Huldu Jakobsdóttur „Við byggðum nýjan bæ“, sem Gylfi Gröndal ritaði árið 1988.
M.a. hefur fundist í Kópavogi jarðhýsi eitt, sem staðsett er undir minjum hins gamla Kópavogsþingstaðar, norðanvert við árósa Kópavogslækjar. Jarðhýsið er C-14 aldursgreint og var niðurstaðan óleiðrétt 1180 ± 130 BP. Sé niðurstaðan hins vegar leiðrétt með 95,4% vissu, er niðurstaðan sú að húsið hafi verið í notkun einhverntíma á bilinu 600 – 1200. Talið er að jarðhýsið geti jafvel verið frá 9. öld. Ofan á áðurgreindu jarðhýsi fannst smiðja, sem var mun eldri en frá 1500 miðað við afstöðu gjóskulaga, en reyndist vera frá því um 1800 samkvæmt C-14. Ástæðan fyrir þessu misræmi hlýtur að vera sú að viðurinn sem var aldursgreindur hefur borist í húsið á seinni tímum eða mistök átt sér stað á tilraunastofunni. Talið er að smiðjan geti verið frá 12. öld. Skammt suður af jarðhýsinu var byrgð þró. Viðarkolasýni úr henni var aldursgreint og niðurstaða þeirrar greiningar 900 ± 70 BP.

Latur

Latur – „Gamlar“ sagnir eru um að steinninn sé álfabústaður. Einnig kemur hann nokkuð við sögu Jóns bónda Guðmundssonar í Digranesi. Mun hann hafa setið við steininn og sungið þegar hann kom heim úr sollinum í Reykjavík á fyrri helmingi tuttugustu aldar.

Rannsóknin á Kópavogsþingstað sýnir svo að varla verður um villst að búseta hefur hafist á staðnum þegar á landnámsöld, kannski við upphaf hennar í lok 9. aldar. Jarðhýsi finnast nær aldrei ein og sér, þau eru ævinlega á bæjarstæðum, verslunarstöðum, þingstöðum eða eins og ýmislegt bendir til, á kumlateigum. Ekki er líklegt að jarðhýsið í Kópavogi hafi tilheyrt neinu öðru en bæjarstæði, sem er þá elsta bæjarstæði Kópavogs sem vitað er um í dag. Hvar bærinn hefur nákvæmlega staðið er ekki gott að segja, en þau jarðhýsi sem fundist hafa á bæjarstæðum hérlendis eru öll nálægt bæjarhúsunum, varla meira en 10 m frá þeim. Jarðhýsið í Kópavogi sker sig þó úr öðrum jarðhýsum hér á landi hvað tvö atriði varðar. Húsið er aðeins grafið niður um 20 sm í jökulruðninginn, sem er mjög lítið miðað við öll önnur jarðhýsi hér heima og erlendis. [Hér er í raun um vafamál að ræða, því hæpið er að kalla þetta „jarðhýsi“, svo grunnt sem það er og því fellur frekari rökstuðningur um nálægð við aðra bæjarhluta um sjálfan sig]. Á gólfinu er steinalögn sem gæti verið eldstæði, öll eða hluti hennar. Smiðjan ofan á jarðhýsinu segir okkur einnig að skammt frá hafi verið býli um 1200. Smiðjur virðast stundum hafa verið einhvern spöl frábæjarhúsum í öndverðu en færst svo nær býlunum, trúlega í upphafi miðalda, sbr. Stöng o.fl. bæi.Við önnur bæjarstæði í Kópavogi, Hvamm (Fífuhvamm), Digranes og Vatnsenda, eru/voru vafalítið mjög fornar minjar. Fífuhvammur er horfinn að mestu leyti, ef ekki öllu, og Digranes horfið að talsverðu leyti þó ýmislegt markvert kunni að leynast þar enn undir grasrótinni. Við Vatnsenda er enn búið og bæjarstæðið og nánasta umhverfi þess geymir örugglega mikið af upplýsingum um forsögu þess bæjar sem gæti hafa verið talsverð, samanber orðalag Máldagaskrá Viðeyjarkirkju. Í raun má segja að núverandi íbúðarhús standi á bæjarhól, en slíkir hólar geyma yfirleitt gríðarlegt magn upplýsinga um búskaparhætti á liðnum öldum. Niðurstaðan er því sú að þó að ritaðar heimildir segi ekki mikið um mannlífið á Kópavogsbæjunum að fornu og að svæðið virðist ekki hafa komið við sögu helstu atburða Íslandssögunnar, þá geyma fornleifarnar gríðarlegt magn af upplýsingum sem eru enn mikilvægari þegar hinar rituðu heimildir skortir. Í tilviki Kópavogs eru þær að sumu leyti einu heimildirnar sem við höfum um mannlíf og sögu svæðisins fyrstu aldirnar.

Þinghóll Í Sögu Kópavogs I segir að þegar klóak hafi verið grafið fyrir neðan Kópavogshælið, meðfram Fífuhvammsvegi, hafi verið fylgst með verkinu af fornleifafræðingi og hann skráð og teiknað upp eftir þörfum. Skilti á staðnum sýnir að hreinsað hefur verið ofan af gólfum og veggir lagaðir eitthvað til. Að öðru leyti virðist bærinn ekki hafa verið rannsakaður frekar. Skammt frá Digranesi stóð rúst sem líklega var fjárhús frá bænum. Var rústin fjarlægð með vélgröfu undir eftirliti Þjóðminjasafns.
Árið 1988 voru tvær dysjar rannsakaðar er gengu undir heitinu Hjónadysjar. Kom í ljós að þar hvíldu maður og kona og getum að því leittað þau hafi verið Sigurður Arason frá Árbæ og Steinunn Guðmundsdóttir, einnig frá Árbæ sem dæmd voru árið 1704 fyrir morð á eiginmanni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni.
Í Kópavogi hafa 53 staðir verið skráðir og á þeim voru meir en 75 minjar. Þá eru rústir á Þingnesi ekki taldar með, en þær eru fleiri en 18 og a.m.k. fjórar þeirra eru í landi Kópavogs.

Þinghóll

Minningarsteinn um erfðahyllinguna 1662 á Þinghól.

Fjórir staðir eru friðlýstir. Eru þeir Kópavogsþingstaður, Hjónadysjar, Systkinaleiði og Þingnes. Allir staðirnir voru friðlýstir árið 1938. Þingnes er þó að mestu leyti í landi Reykjvíkur, en hið friðhelga svæði nær þó eitthvað inn í land Kópavogs og vafalítið eru nokkrar rústir í landi Kópavogs (þær vestustu). Í friðlýsingu Kópavogsþingstaðar segir: 1. Þinghússtóft syðst á túninu og fangakofatóftir skammt frá. 2. Dysjar austan túns, nefndar Hjónadysjarnar og Systkinaleiðin. Ekki er svæðið tilgreint nánar. Rústir við sjálfan þingstaðinn eru taldar friðlýstar í fornleifaskrá, þó ekki sé víst hvernig lögin taki á þeim. Rústir fyrir utan þingstaðinn eru ekki taldar friðlýstar í fornleifaskrá. Þyrfti að endurskoða friðlýsinguna og friðlýsa allt svæðið. Í friðlýsingu Þingness segir að friðlýstar fornleifar séu: Mannvirkjaleifar á hinum forna Kjalarnessþingstað í Þingnesi, sem gengur út í Ellliðavatn að sunnanverðu.
Þinghústóftin (þingbúð) á Kópavogsþingstað var rannsökuð árin 1973-76, auk nokkurra minja undir henni. Rústin virðist síðan hafa verið endurhlaðin á staðnum. Hjónadysjar voru rannsakaðar og fjarlægðar árið 1988, en Systkinaleiði hvarf á fyrri helmingi þessarar aldar án nokkurra rannsókna. Á Þingnesi hófst rannsókn sumarið 1982 og stóð yfir í nokkur sumur. Ekki er víst að rannsóknum þar sé lokið.

Kópavogur

Álfhóll.

Af 53 stöðum sem skráðir voru töldust fjórir hafa hátt minjagildi, 17 talsvert, 32 lítið og enginn ekkert minjagildi. Staðir geta haft hátt minjagildi þó einstakar fornleifar við þá hafi talsvert, lítið eða ekkert minjagildi. 22 fornleifar á 19 stöðum eru horfnar, þ.m.t. þær sem voru rannsakaðar og fjarlægðar. Flestar, ef ekki allar, hafa horfið á þessari öld og aðeins tvær þeirra eru rannsakaðar, en það eru Hjónadysjarnar. Ástæður fjarlægingar eru m.a. athafnir setuliðsins á stríðsárunum og vöxtur bæjarins. Af 53 stöðum eru 11 í mikilli hættu, 9 í lítilli og 15 í engri hættu. Mikill meirihluti minjanna finnast stakar og lítið er um heilar heildir. Einu heildirnar eru Kópavogsþingstaðurinn ásamt bæjarstæðinu þar og Þingnes við Elliðavatn. Þessi staðreynd eykur gildi þessara tveggja staða.

Merkilegustu fornleifarnar í Kópavogi eru eftirfarandi fornleifar í númeraröð:
1. Jarðhýsi.
2. Smiðja.
3. Þingbúð. I –VIII: Skurðir. (Guðrún Sveinbjarnardóttir 1986:21). Kópavogsþingstaður og Kópavogsbærinn. Staðurinn býr yfir afarmiklum upplýsingum sem ná frá nútíma allt aftur á landnámsöld. Ekki er mikið til ritað um staðinn og þeim mun mikilvægari eru þær heimildir sem geymdar eru undir sverðinum. Þarna má ímynda sér að skálabyggingar, fjós og önnur hús séu geymd í heilu lagi eða í brotum. Þessu fylgir mikið magn af upplýsingum sem felast í gripum, beinum og jarðveginum sjálfum.
4. Álfhóllinn. Hóllinn er trúlega þekktasti álfhóll Kópavogs og hefur skapað sér slíkan sess í skipulagi bæjarins að varla verður honum hnikað héðan af. Hann er sýnilegt dæmi um þjóðtrú Íslendinga og hve sterk hún hefur verið allt fram á þennan tíma.

Kópavogur

Digranesbærinn.

5. Digranesbærinn. Hér stóð eitt sinn höfuðbýli Kópavogs. Hluti af bænum stendur enn ásamt tröðinni, kálgarðinum og ýmsum minjum undirsverðinum allt í kring. Vandamálið er hve nálægt skóla staðurinn er og hve ágengni er mikil. Þessu mætti snúa í andhverfu sína og gera það að höfuðgildi staðarins, þ.e. að tengja hann kennslu grunnskólabarna með beinum hætti.
5. Selstaða? Staðurinn er skammt frá bæjarstæði Fífuhvamms. Nálægðin bendir til þess að hér sé ekki selstaða, en þó er ekki loku fyrir það skotið að hér hafi verið haft í seli svo nálægt bæ. Örnefnin Selflatir,Selvellir og Selhryggur eru nokkuð langt frá til að geta verið í tengslum við þessar rústir. Hvort sem um er að ræða selstöðu eða annað þá eru rústirnar (mjög) fornlegar að sjá. Þær eru býsna nálægt fjölbýlishúsum og við þær liggja stígar. [Ef grannt er skoðað er ljóst að tóftirnar eru ekki leifar sels. Meiri líkur benda til beitarhúsatófta, enda vottar fyrir heykumli aftan við ílanga megintóftina. Sel Fífuhvamms má enn sjá norðan í Rjúpnahæð þar sem byggðin hefur enn ekki náð til þess og þess er getið í heimildum. Selsins er hins vegar ekki getið í fornleifaskráningarskýrslunni, sjá annars á vefsíðunni; Fífuhvammur – Fífuhvammssel].

Landamerkjasteinn

Landamerkjasteinn.

6. Landamerkjasteinninn Markasteinn. Fallegasti landamerkjasteinninn í Kópavogi. Hann hefur fengið nýtt hlutverk á seinni tímum, auk síns gamla, en það er að vera hluti af girðingu utan um Rjúpnahæð.
7. Beitarhús suður af Litlabás. Eins og algengt er þá er beitarhúsið ekki langt frá landamerkjum Vatnsenda og Vífilsstaða. Þannig var hægt að nýta betur sitt eigið land og jafnvel land nágrannans einnig. Húsið er eitt tveggja beitarhúsa í Kópavogi (eða á hinu skráða svæði) og það elsta. [Hér ber að hafa í huga fyrri umfjöllun um beitarhús því tóftir meints sels skammt frá Fífuhvammi virðast eldri en hér um ræðir].
BeitarhúsÍ þéttbýli Kópavogs og næsta nágrenni eru sem fyrr segir 53 staðir skráðir sem fornleifar og geyma þeir 75 stakar fornleifar. Kópavogur á sér ekki mjög mikla sögu sem lesa má um í rituðum heimildum, en fornleifarnar geyma býsna spennandi sögu sem nær að líkindum allt aftur til landnámsaldar. Eitt megin hlutverk þessarar fornleifaskrár er að hjálpa skipulagsyfirvöldum að standa vörð um fornleifarnar og marka stefnu í skipulagsmálum/minjavernd sem tekur mið af þessum fornleifum. Fornleifaskráningu lýkur í raun aldrei og hana þarf að endurskoða reglulega. Þegar einhverjar áður óþekktar fornleifar finnast við jarðrask ber að færa slíka staði inn á fornleifaskrá auk ákvæðanna um tilkynningu í þjóðminjalögum.“
Rétt er að taka undir og árétta orð Bjarna um mikilvægi fornleifanna með hliðsjón af menningarlegu mikilvægi þeirra því þau geta, ef vel er að verki staðið, sagt engu minni sögur en þær sem skráðar hafa verið með fjaðurstaf á hinu fornu skinnhandrit – og jafnvel bætt um betur.
Meginheimildir:
-Fornleifaskrá Kópavogs – Bjarni F. Einarsson – 2000.Aðrar heimildir m.a.:
-Bjarni F. Einarsson (a). The Settlement of Iceland; a Critical Approach. Granastaðir and the Ecological Heritage. Reykjavík 1995.
-Bjarni F. Einarsson (b). Fornleifaskrá Reykjavíkur. Skýrslur Árbæjarsafns XLVI. Reykjavík 1995.
-Bjarni F. Einarsson (c). „Um fornleifaskráningu á Íslandi, upphaf og ástæður. Fyrrigrein: Upphafið og lögin.“ Sveitarstjórnarmál. 1. tbl. 1996.
-Bjarn F. Einarsson. „Um fornleifaskráningu á Íslandi, upphaf og ástæður. Síðari grein: Skyldur okkar gagnvart fortíðinni. Sveitarstjórnarmál. 2. tbl.1996.
-Bjarni F. Einarsson. „Fornleifaskráning á Íslandi: Forsendur og markmið.“ Fréttabréf safnmanna. 6. árg. 1. tbl. 1997.
-Frásögur um fornaldarleifar 1817- 1823. Fyrri hluti. Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. Reykjavík 1983. Guðlaugur R. Guðmundsson.
-Hinar fornu jarðir Kópavogsþingstaðar. Örnefnastofnun. Handrit 1970.
-Guðmundur Ólafsson. „Sakamannadysjar í Kópavogi.“ LesbókMorgunblaðsins 23. mars 1996.
-Guðmundur Ólafsson. „Þingnes by Elliðavatn: The first Local Assembly in Iceland. “Proceedings of the Tenth Viking Congress. Universitetets Oldsaksamlings Skrifter. Ny Rekke. Nr. 9. Ósló 1987.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir. Rannsókn á Kópavogsþingstað. Meðviðaukum. Kópavogur 1986.
-Íslenskt fornbréfasafn. Fyrsta bindi. Kaupmannahöfn 1857-76.
-Íslenskt fornbréfasafn. Annað bindi. Kaupmannahöfn 1888.
-Íslenskt fornbréfasafn. Níunda bindi. Reykjavík 1909-13.
-Íslenskt fornbréfasafn. Tólfta bindi. Reykjavík 1923-32.
-Kaalund, Kristian P.E. Íslenskir sögustaðir I. Sunnlendingafjórðungur. Reykjavík 1984.
-Lýður Björnsson. „Kópavogur 1936 – 1955.“ Saga Kópavogs II. Frumbyggð og hreppsár 1935 – 1955. Safn til sögu byggðarlagsins. Ritstjóri Adolf J.E. Petersen. Kópavogur 1990.
-Magnús Þorkelsson (a). „Af Kópavogsbæjum frá fyrri öldum.“ Saga Kópavogs I. Saga lands og lýðs á liðnum öldum. Safn til sögubyggðarlagsins. Ritstjóri Árni Waage. Kópavogur 1990.
-Magnús Þorkelsson (b). „Þingstaðir í Kópavogslandi.“ Saga Kópavogs I. Saga lands og lýðs á liðnum öldum. Safn til sögu byggðarlagsins. Ritstjóri ÁrniWaag. Kópavogur 1990.
-Matthías Þórðarson. „Nokkrar Kópavogsminjar.“ Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1929. Reykjavík 1929.
-Orri Vésteinsson. „Fornleifaskráning og fornleifarannsóknir.“ Fréttabréf safnmanna. 5. árg. 4. tbl. 1996.
-Skipulags- og byggingalög 1997, nr. 73, 28. maí.
-Þjóðminjalög 1989, nr. 88, 29. maí. Með síðari breytingum.
-Þór Magnússon. „Skýrsla um Þjóðminjasafnið 1986.“· Árbók Hins ísl.fornleifafélags 1986. Reykjavík 1987

Keldur

Eftirfarandi fróðleikur um örnefni í Keldnalandi eru tekin saman af Halldóri Vigfússyni laugardaginn 27. ágúst 1949 í viðræðum við við Björn gamla Bjarnarson (93 ára) í Grafarholti. Þar kemur m.a. fram staðsetning á hringmyndaðri rúst er nefnd hefur verið Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft.
Síldarmannagarður„Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir Snæfellsáss og sótt sér í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi“. Helgusel í Helguhvammi neðan við Helgufoss undir Bringum heitir einnig eftir henni. Auk þess Helguhóll í Viðey og Helgusker í Kollafirði. Helgustekkur hefur verið látinn óáreittur og er nú við göngustíg er liggur aftan (austan) við háu fjölbýlishúsin við Frostafold. Fleiri minjar, sem minnst er á, má enn sjá í Keldnalandi. Þá kemur fram að Kaldá sé afrennsli Kleifarvatns.
„Slöðrið eða slakkinn milli holtanna Grafarholts og Keldnaholts heitir Klofningur. Þar niður vildi Einar skáld Benediktsson veita Úlfarsá [þetta er hið forna og upphaflega nafn árinnar (sbr. Landnámu) en hún er nú oftast nefnd Korpólfsstaðaá, Korpa, eða eftir öðrum bæjum sem eiga land að henni, einkum þar sem vöð voru á ánni.
GröfBjörn segist hafa átt hlut að því að nafni Kálfakots var breytt í Úlfarsá til þess að festa hið forna nafn], svo að hún félli í Grafarvog og mætti verða að góðri laxveiðiá í líkingu við Elliðaárnar. Einar eða faðir hans hafði keypt lönd á þessu svæði (Gröf og Keldur) og fengu þeir feðgar Björn, sem var þá ekki enn farinn að búa í Gröf, til að mæla fyrir þessari vatnsveitingu. Birni mældist að skurðurinn þyrfti að vera 11 feta djúpur, þar sem þurfti að grafa dýpst. Var verkið hafið og nokkur dagsverk unnin, en aðrir, sem lönd áttu að Úlfarsá, munu hafa amast við þessari röskun og bannaði Benedikt þá frekari framkvæmdir.

 

Gröf-2

Áður en sneiðin norðan af Keldnalandi var seld undir Korpólfsstaði (Thor Jensen), áttu Keldur slægjuland uppi við Úlfarsá, sem hét Tjarnengi [samnefnt slæguland var einnig frá Grafarholti litlu ofar. Á þeim slóðum byggði tengdasonur Bjarnar (Hreiðar Gottskálksson) nýbýlið Engi. Þar er hvylft mikil, sem heitir Flykkisgróf, og segir Björn, að hún sé norðaustur endinn á langri gjá, sem muni mega rekja við og við allt suðvestur að Kleifarvatni. Í gjá þessari hyggur Björn að vera muni afrennsli Kleifarvatns og komi fram í Kaldá. (Hann hefur þó að vísu ekki komið lengra suður en í Gjárétt)] .
Lautin austan [vestan] við túnið á Keldum, þar sem sumarhús Einars Pálssonar stendur nú, heitir Kúalág. Það nafn er frá þeim tímun er kýr voru látnar liggja úti á nóttum og lágu þær þá einna helst þar.

 

Keldur

Keldnakot.

Fyrir norðan Keldnabæinn og upp af honum er Keldnaholt. Vestan í því er Keldnakot. Þar var búið fram á seinni hluta síðastliðinnar aldar. Utan í Keldnaholti, norður af Kotinu, er hóll sem heitir Skyggnir [enn má sjá hlaðinn garð, nú kominn inn í skógrækt, frá Keldnakoti, allstóra tvískipta fjárhústóft og fleiri mannvirki skammt þar frá sem kotið var].
Suðvestur af kotinu gengur grjóthóll út úr holtinu. Suður og niður af honum var svo kallaður Lambarimi, nú sléttaður og ræktaður í tún, nyrsta nýræktin. Nafnið kom til af því að riminn var áður sleginn næst á eftir túninu og þótti hey af honum gott og var ætlað lömbum.
Gröf-3Mýrardragið upp með Keldnaholti að vestan heitir Keldnasund eða Sundið.
Á hábungunni beint vestur af Keldum er hringmynduð rúst, kölluð Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir Snæfellsáss og sótt sér í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi.
Niðri við Grafarvog, í mörkum Keldna- og Gufunesslands, heitir Kattarnef. Góðan spöl innar gengur lítil og lág eyri út í voginn. Hún heitir Naustatangi. Þar höfðu Keldnamenn lendingarstað og uppsátur fyrir báta, sem voru aðallega notaðir til hrognkelsaveiða. Voru þær veiðar stundaðar nokkuð frá bæjunum við Grafarvog, þó óhentugt væri vegna útfiris, en netalagnir voru út undan Gufuneshöfða.
Gröf-4Í fjöruborði milli Kattarnefs og Naustatanga skagar allmikil eyri út í voginn frá suðurlandinu (Grafarholtslandi). Á þessari eyri og síðan þvert yfir voginn er gamall grjótgarður, sem sést vel um fjöru. Þetta mannvirki segir Björn, að heiti frá fornu fari Síldarmannagarður. En síðustu not, sem hann veit til, að menn hafi reynt að hafa af garðinum, voru þó til laxveiði. Um það hafði hann fyrir sér frásögn Ólafs Stephensens frá Viðey, sem hafði sjálfur verið við þá veiðitilraun. Það mun hafa verið á árunum 1870-80.

 

Um flóð eða með byrjandi útfalli var dregið net í hlið, sem var á garðinum, og var ætlunin að króa fiskinni inni, svo að hann fjaraði uppi. Var mikill lax fyrir innan og enda selur. En undan útfallinu settist slý og þaraslæðingur í netið, og fiskurinn lagðist fast á, og undan þessum þunga öllum sprakk netið, svo að afli varð lítill eða enginn. Þessi garður er nú allmikið raskaður af sjávarfangi og af völdum veiðimanna, er voru þar með laxakláfa um og eftir síðustu aldamót. [Sem hliðstæðu við þennan garð bendir Björn á, að inni í Hvalfjarðarbotni er til örnefnið Vogargarðslág, þó að garður sjáist þar nú enginn. Þar eru og Síldarmannagötur. Garður þessi virðist nú alveg horfinn í leirunar í voginum].
KeldnakotÍ botni Grafarvogs eru grjótgarðar, sem mynda litla kví við ós Grafarlækjar. Þar hagar þannig til, að Keldnamegin við ósinn gengur fram smáeyri eða hryggur, og þar hefur því ekki þurft mikla hleðslu, aðeins að raða steinum ofan á. Grafarholtsmegin hefur hleðslan þurt að vera hærri, og þar er mjótt hlið á garðinum fyrir lækjarrennslið og sjávarföll. Þetta heitir Króargarður og mun hafa verið gerður kringum 1870 til laxveiði.
Landarmerki milli Grafarholts og Keldna segir Björn, að sé bein lína frá Grafarvaði á Úlfarsá í Grafarlæk, þar sem hann beygir fyrir Svartabakka. Þaðan ræður lækurinn til sjávar.
Örnefnatalningunni má ljúka með því að geta þess, að holtið þar sem nýi vegurinn að Keldum kemur á aðalveginn, heitir Nónholt og var eyktarmark frá Gröf. En ekki kvaðst Björn kunna að skilgreina með vissu eyktarmörk frá Keldum.“

Heimildir m.a.:
-http://www.keldur.hi.is/um_ornefni.htm?detail=1003119&name=frettasida

Grafarkot

Grafarkot, Grafarholt, Gröf og Keldur – kort 1908.

Eldvörp

Í Fréttablaðinu árið 2012 er umfjöllun;  „Gengu fram á óþekktar minjar„, eftir  Óla Kristján Ármannsson. Fjallað er um minjar í og við Eldvörp ofan Grindavíkur.

Óli Kristján Ármannsson

Óli Kristján Ármannsson.

„Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, fornleifafræðingur og áhugamaður um náttúru og menjar á Reykjanesi, telur að mannvistarleyfar í Eldvarpahrauni við Grindavík kunni að vera enn eldri en talið er. Í félagi við annan gekk hann fyrir nokkrum árum fram á byrgi sem enginn hefur komið nálægt í hundruð ára. Hann leiddi blaðamann og Gunnar V. Andrésson ljósmyndara um svæðið og fræddi um kenningar sínar. Minjarnar séu „Tortóla“ verkafólks við útgerð.

Fornminjar í Eldvarpahrauni þarf að rannsaka mun betur áður en tekin er ákvörðun um aðrar framkvæmdir á svæðinu, sem er í nýtingarflokki í drögum að rammaáætlun. Eldvörp eru norðvestur af Grindavík, ekki ýkja langt frá Bláa lóninu. Þar er að finna lítt rannsakaðar mannvistarleifar.

Gunnar V. Andrésson

Gunnar V. Andrésson.

„Og aldrei að vita hvað annað kæmi í ljós ef fram færi gagnger rannsókn á svæðinu,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu og fornleifafræðingur, sem safnað hefur margvíslegum fróðleik um náttúrufar og minjar á Reykjanesi. Hann telur að minjar sem er að finna í Eldvörpum séu jafnvel enn eldri en leitt hefur verið líkum að áður, því þær kunni að tengjast útgerð í Grindavík, en heimildir eru um verstöð þar frá miðöldum, allt frá tólftu og fram á fimmtándu öld.
„Menn hafa velt upp alls konar hugmyndum um þessi hlöðnu byrgi, þar á meðal hvort þarna kunni að hafa verið felustaðir sem fólk hafi komið sér upp eftir Tyrkjarán af ótta við fleiri árásir,“ segir hann, en telur sjálfur útilokað að þarna sé um einhverja mannabústaði að ræða, einkum smæðar þeirra vegna.

Ómar Smári Ármannsson

Ómar Smári Ármannsson.

„Mér finnst líklegra að þarna hafi verið fiskigeymslur. Nokkurs konar „Tortóla“ þess tíma þar sem verkafólk gat skotið fiski undan og sótt í þegar vistir þraut. Útvegsbændur áttu ekkert í þá daga – Skálholtsstóll átti allt. Sækja mátti þarna fisk til nauðþurfta. Um tveggja alda skeið sultu Grindvíkingar heilu hungri. Það skyldi því engan undra að þeir hafi reynt að koma einum og einum fiski í skjól til nota þegar í nauðir rak. Fólk þurfti ekkert að hlaða sér felustaði þarna í hrauninu þar sem nóg er um rúmgóða hella þar sem fjöldi fólks hefur getað látið fyrirberast. Auk þess líkjast byrgin í Eldvörpum öðrum fiskigeymslum með ströndinni, hvort sem er í Strýthólahrauni, við Nótarhól eða á Selatöngum.“

Fundu áður óþekkt byrgi
Um leið áréttar Ómar Smári að kenningar þessar kalli allar á mun meiri rannsóknir til þess að nálgast megi lausnina á þeirri ráðgátu sem þessar mannvistarleifar í Eldvörpum eru. Standist kenningin um undanskotið gæti þarna hins vegar verið um að ræða mannvistarleifar frá því ekki löngu eftir að gaus síðast í Eldvörpum 1228.
EldvörpÞá segir Ómar Smári annað benda til þess að hlöðnu byrgin hafi verið notuð undir eitthvað matarkyns. Á svæðinu eru nefnilega um sjötíu hlaðnar refagildrur sem enn sjást. „Og þá hafa menn viljað koma í veg fyrir að refurinn kæmist í eitthvað.“ Að auki voru refaskinn allmikil verðmæti hér áður fyrr og því eftir nokkru að slægjast með því að veiða refinn.
Eins bendir staðsetning byrgjanna til þess að um felustaði af einhverju tagi hafi verið að ræða. „Það fer enginn hingað lengst inn í torfarið hraun án einhvers sérstaks erindis,“ segir Ómar Smári. Enda er það svo að jafnvel nú, með vegi í grennd og göngufólk ágætlega búið, að handleggur er að komast að byrgjunum.
EldvörpNokkur hlaðin byrgi eru þekkt í Eldvarpahrauni og greinilegt að þangað hefur göngufólk komið til að skoða þau. Það svæði hefur verið þekkt frá því það fannst aftur, að sögn Ómars Smára, árið 1872. Seinna fjallaði Ómar Ragnarsson svo um það í einum af Stiklu-þáttum sínum í Sjónvarpinu. Alls er þar að finna um tólf hleðslur, að sögn Ómars Smára, byrgi og refagildrur.
Ómar Smári og félagi hans Óskar Sævarsson römbuðu svo fram á tvö til viðbótar nokkru fjær árið 2006 í einni af gönguferðum þeirra. „Það var eiginlega Óskar sem rak augun í þetta þar sem við stóðum þarna á gjábarminum. Eru þetta ekki hús, sagði hann og benti? Jú, sagði ég. Tvö!“ Einu sporin í mosanum við þessi byrgi eru eftir Ómar sjálfan. „Þarna væri kjörið að taka jarðvegssýni í öðru hvoru byrginu til aldursgreiningar,“ segir hann.

Verðgildi svæðisins gæti aukist
EldvörpByrgin eru hlaðin úr hraunhellum. „Síðan hefur verið hlaðið rekaviði ofan á og fergt með hraunhellum. Við þetta myndast kjöraðstæður til að geyma þurrkaðan fisk, annað hvort í stæðum eða hengja hann í rjáfur,“ segir Ómar Smári, en hraunið er náttúrulega þannig að ofan í það hverfur raki og svo blæs í gegn um hellurnar sem hjálpar til við að halda fiskinum þurrum. „Ofan í þessum byrgjum má núna sjá hellurnar sem hafa hrunið ofan í þau þegar rekaviðurinn hefur fúnað undan þeim í aldanna rás.“
Byrgin eru svo ekki einu leifarnar um mannvistir í hrauninu. Ekki langt frá borholu HS Orku í Eldvörpum er að finna stóran helli þar sem fjöldi fólks gæti látið fyrir berast. „Og inni í hellinum er hlaðinn garður þannig að ekki sést hvað er fyrir innan,“ segir Ómar Smári.

Eldvörp

Í Brauðhelli.

Alveg ofan í borholunni er svo svokallaður Brauðhellir, en hann opnaðist þegar jarðýta braut ofan af honum við framkvæmdir á svæðinu. „En hitaveitan má eiga það að þeir gengu vel frá í kringum hann og pössuðu upp á hann eftir að hann kom í ljós.“ Áður var bara á hellinum lítið op og mikil gufa í honum og hiti sem væntanlega hefur verið nýttur til að seyða brauð og nafnið af því dregið, en í hellinum má líka sjá fornar hleðslur.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

„Allt þetta svæði þarf að kanna í leit að fornminjum,“ segir Ómar Smári og telur að varlega þurfi að fara í frekari orkuvinnslu í Eldvörpum. Í drögum að rammaáætlun eru Eldvörp í nýtingarflokki og áform uppi um að reisa þar allt að fimmtíu megavatta jarðhitavirkjun. „Ef þetta fær að vera óraskað í eitt til tvö hundruð ár þá margfaldast verðgildið í náttúruperlum eins og þessum. Nálægðin við þéttbýli gefur svæðinu líka aukið gildi.“

Eldvörp

Hellir nálægt Bláa lóninu.

Ómar Smári Ármannsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fornleifafræðingur. Hann er sérstakur áhugamaður um gönguleiðir, náttúru og sögu Reykjanesskagans og heldur úti ferðavefnum Ferlir.is, þar sem boðið er upp á margvíslegan fróðleik um svæðið, auk skipulegra gönguferða fyrir smærri og stærri hópa. Fram kemur á vefnum að upphaflega hafi FERLIR staðið fyrir „FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík“ sem hóf starfsemi árið 1999. Verkefnið vatt svo upp á sig.
„Og ég fór í fornleifafræði, svona til þess að fræðimennirnir gætu ekki slegið mig af borðinu sem áhugamann,“ segir Ómar Smári kankvís.“

Heimild:
-Fréttablaðið, 125 tbl. 15.12.2012, Gengu fram á óþekktar minjar – Óli Kristján Ármannsson, bls. 36.
Eldvörp

Urriðakot

„Fornleifarannsóknir hafa staðið yfir á Urriðakoti á síðustu árum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Urriðakot á sér ekki langa sögu í heimildum en bæjarins er fyrst getið á 16. öld. Átti því enginn von á því þarna myndu koma í ljós svo umfangsmiklar fornminjar sem raun ber vitni.

Urridakot-fornleifauppgroftur-22

Við uppgröftinn hafa fundist skáli, fjós, geymsla, búr og soðhola frá landnámi fram á 11. öld. Nánari aldursgreining þarf að fara fram til að hægt sé að segja hvort minjarnar séu frá fyrstu tíð landnáms. Frá miðöldum – eða rétt eftir 1226 – hafa fundist leifar af búri, eldhúsi og skemmu, en ekki hefur komið í ljós neitt íveruhús frá þeim tíma. Það kann að hafa staðið ofan við uppgraftarsvæðið.
Varðveisluskilyrði eru ekki góð, torfið niðurbrotið, svæðið uppblásið svo að mannvistarlög eru hvergi þykk og jarðvegur súr þannig að lífrænar leifar varðveitast illa. Hvorki hafa fundist margir gripir né bein nema brunnin. Merkilegir gripir hafa þó fundist á svæðinu, fyrst og fremst snældusnúðar, annar skreyttur og hinn með áletruðum rúnum. Fátítt er að finna gripi með rúnaristum á Íslandi. Auk þess hafa fundist tvær perlur frá víkingaöld, bökunarhellur, brýni, innflutt frá Noregi, járnhnífar, naglar og ýmsar bronsþynnur.
Margt bendir til þess að þarna hafi verið seljabúskapur en ekki föst búseta. Er það mjög áhugavert þar sem ekkert sel hefur verið að fullu rannsakað á Íslandi.“
Urridakot-fornleifauppgroftur-23Þegar uppgröfturinn við Urriðavatn var skoðaður virtist a.m.k. tvennt augljóst. Rétt mun vera að þarna kann (og reyndar mjög líklega) hafa verið gömul selstaða, líklega frá 13. eða 14. öld. Miðaldalagið frá 1226 er undir veggjunum (sagt með fyrirvara um að aldursgreiningar sýna liggi fyrir). Enn eldri “Íveruskáli”, 12 metra langur, hefur líklegast verið tímabundinn nytjastöð frá ríkum þjóðveldisaldarhöfðingja, hugsanlega frá Hofstöðum. Við hliðina á skálanum er fjós frá sama tímabili, auk tveggja annarra húsa. Gólfið í fjósinu hefur verið flórað að hálfu. Haðinn garður vestan „beitarhússins“ styður þá tilgátu. “Soðholan” er væntanlega leifar samkomuhalds í eldra selinu. Eldhús yngra selsins hefur verið grafið upp og má sjá eldstæðið. Um er að ræða fyrsta eldhúsið í seli, sem grafið er upp í heild, á Reykjanes-skaganum.
Urridakot-fornleifauppgroftur-24Neðri tóftin, tvískipta eru líklega leifar af stekk. Efstu tóftirnar tvær eru sennilega baðstofa og búr).
 Bæði rýmastærðin og staðsetningin á selstöðinni er dæmigerð fyrir selstöður á Reykjanes-skaganum; norðaustan við vatn í aflíðandi brekku sem skjól fyrir austanáttinni (rigningaráttinni).
Selin voru tímabundnar og sérhæfðar nytjastöðvar til ýmissa nota, útstöðvar frá bæjunum. Á Reykjanesskaganum má í dag (2011) sjá a.m.k. 270 aðrar selstöður.

Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur, segir fundinn hafa komið verulega á óvart, enda á Urriðakot sér ekki langa sögu í heimildum en bæjarins er fyrst getið á 16. öld. „Fyrsta könnun var gerð í Urriðakoti 2007 en í fyrra átti að klára verkefnið. „Þá ákvað ég að opna á milli svæðanna sem voru til skoðunar. Ekkert sást á yfirborði og engar heimildir eru um eitt eða neitt á svæðinu en þarna fannst glæsilegt fjós frá landnámstíð.“

Urridakot-fornleifauppgroftur-26

Ragnheiður segir að við uppgröftinn hafi einnig fundist skáli, geymsla, búr og soðhola frá landnámi fram á 11. öld en nánari aldursgreining þarf að fara fram „til að hægt sé að segja hvort minjarnar séu frá fyrstu tíð landnáms. Frá miðöldum – eða rétt eftir 1226 – hafa þá fundist leifar af búri, eldhúsi og skemmu, en ekki hefur komið í ljós neitt íveruhús frá þeim tíma en það kann að hafa staðið ofan við uppgraftarsvæðið. Fáir en merkilegir gripir hafa fundist á svæðinu, fyrst og fremst snældusnúðar, annar skreyttur og hinn með rúnum. Fátítt er að finna gripi með rúnaristum á Íslandi. Auk þess hafa fundist tvær perlur frá víkingaöld, bökunarhellur, brýni, innflutt frá Noregi, járnhnífar, naglar og ýmsar bronsþynnur, að sögn Ragnheiðar sem segir margt benda til að í Urriðakoti hafi verið seljabúskapur en ekki föst búseta, en ekkert sel hefur verið að fullu rannsakað á Íslandi.
Urridakot-fornleifauppgroftur-3Um minjarnar segir Margrét Valmundsdóttir, fornleifafræðingur, þetta: „Í ljós hafa komið leifar skála frá þeim tíma sem land byggðist. Elstu mannvistarleifarnar liggja beint ofan á landnámslaginu [gjósku sem féll árið 871 +/- 2 ár] og svo höfum við grafið upp lítinn skála af elstu gerð sem er að minnsta kosti frá 11. öld, ef ekki eldri.“
Margrét segir að ekki fari á milli mála að minjarnar séu mjög gamlar þótt nákvæmri aldursgreiningu sé enn ólokið og uppblástur og seinni tíma framkvæmdir hafi raskað þeim nokkuð.
Nokkrir fornir gripir hafa fundist svo sem skreyttur snældusnúður úr íslenskum sandsteini, brýni og innflutt bökunarhella frá Noregi. Skálinn hefur ekki verið nema 10 metrar á lengd, byggður úr torfi. Ekki hafa fundist eldstæði í honum en eldunaraðstaða kann að hafa verið í öðru smágerðu mannvirki litlu neðan við hann. Það er frá sama tíma og geymir leifar af eldstæði, móösku og brenndum beinum.
Urridakot-fornleifauppgroftur-25„Það er ekki ólíklegt að þetta hafi verið sel. Þarna hafi ekki verið föst búseta. Mannvistarlög eru þunn og við höfum ekki fundið öskuhaug enn þá. Mögulega var selstaða í Urriðakoti frá landnámi fram á 15. öld þegar þarna reis bær og menn fóru að búa þarna árið um kring.“
Urriðakot er fyrst nefnt í jarðaskiptabréfi árið 1563 og er þá ein nítján jarða sem konungur fær í skiptum fyrir jafnmargar sem renna til Skálholtsstóls. Nú eru komnar fram vísbendingar um að jörðin hafi verið nytjuð því sem næst samfellt frá því að land var numið uns hún fór í eyði um 1960 en býlið þar brann skömmu síðar.“
Þegar minjasvæðið var skoðað með Ragnheiði mátti glögglega sjá hversu flókinn og merkilegur fornleifauppgröfturinn er. Innan um miðaldaminjar má bæði sjá, að öllum líkindum, selstöðu frá þjóðveldisöld og aðra dæmigerða frá 13. öld. Athygli vekur hversu eldri selstaðan hefur verið stór og umfangsmikil. Gæti niðurstaðan varpað nýrri sýn á þessa tegund búskaparhátta, sem hingað til hefur verið lítt rannsakaðir hér á landi.

Heimild:
-http://www.visir.is/ovaentur-fornleifa-fundur-i-urridakoti/article/2011705189893
-http://www.pressan.is/Menning/LesaMenningafrett/vikingar-fyrstu-ibuarnir-i-urridakoti–enn-finnast-landnamsminjar-i-gardabae
-http://www.pressan.is/Menning/LesaMenningafrett/djoflavorn-a-snaeldusnudnum-sem-fannst-i-gardabae—serfraedingur-rynir-i-runirnar
http://www.ni.is/midlun-og-thjonusta/hrafnathing/greinar/nr/13520

Urriðakot

Urriðakot – Yfirlit fornleifarannsókna.

Fornleifar

„Nýverið [2001] kom út skýrsla á vegum samgöngumálaráðuneytis um „Menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi„.
Forn-11Flestir sem starfa að íslenskri menningu hljóta að fagna henni enda er þar tekin afdráttarlaus afstaða með nauðsyn þess að efla menningartengda ferðaþjónustu. Í skýrslunni eru settar fram hugmyndir um leiðir sem ríkisvaldið hefur til að styðja þennan vaxtarbrodd íslensks atvinnulífs. Er öruggt að þær verði til góðs ef þær komast í framkvæmd.
Í skýrslunni er sú forsenda gefin að hér á landi séu ekki fornleifar sem vert sé að kynna (s. 17) og þess vegna beri fyrst og fremst að leggja áherslu á bókmenntir og sögu þjóðarinnar í menningartengdri ferðaþjónustu. Á þeim grundvelli er sett fram ákveðin skoðun á framvindu Íslandssögunnar og hvaða atriði á hverju tímabili séu helst líkleg til að vekja áhuga.
Forn-12Það er full ástæða til að efast um nauðsyn þess eða gagnsemi að ríkisvaldið byggi stefnu sína í ferðaþjónustu á einni tiltekinni söguskoðun, og víst er að í þessu tilfelli hefur þessi afstaða byrgt sýn á þá fjölmörgu möguleika aðra sem eru á vexti á þessu sviði. Ekki er hægt að kenna um áhugaleysi, því í skýrslunni er lögð áhersla á nauðsyn aukinna fornleifarannsókna (s. 11, 23). Þar ræður fremur skortur á þekkingu á íslenskum fornleifum og möguleikum til að hagnýta þær.

Íslenskar fornleifar
Það er almenn skoðun en röng að ekki séu á Íslandi miklar eða merkilegar fornleifar. Íslendingar notuðu að vísu lengstaf forgengileg byggingarefni eins og torf og tré þannig að mannvirkjaleifar skera sig ekki úr í landslaginu eins og byggingar úr steini myndu gera. Það þýðir hinsvegar ekki að leifarnar séu ekki til eða að þær séu ekki áhugaverðar.

Forn-13

Á vegum Fornleifastofnunar er unnið að skráningu fornleifa um allt land og hefur nú verið safnað upplýsingum um 53.000 íslenska fornleifastaði. Skráningin nær til um 44% landsins þannig að ætla má að alls séu 120.000 fornleifastaðir á landinu öllu. Það er því enginn skortur á fornleifum þó að viljann skorti til að nýta þær.
Í nýlegri könnun um áhuga erlendra ferðamanna á íslenskum menningararfi kemur í ljós að flestir nefna fornleifar sem það atriði menningararfsins sem þeir höfðu mestan áhuga á. Hinsvegar kom í ljós að þessir ferðamenn töldu gæði kynningar á fornleifum hvað lakasta og var um þetta atriði mestur munur á væntingum ferðamanna og frammistöðu íslenskrar ferðaþjónustu (Rögnvaldur Guðmundsson: Sagnagarður Íslands, 2000). Með öðrum orðum þá stöndum við ekki undir þeim væntingum sem erlendir ferðamenn hafa um eðlilega þjónustu á þessu sviði.

Dæmi frá Orkneyjum
Forn-10Á Orkneyjum er ferðaþjónusta ein stærsta atvinnugreinin og hafa eyjaskeggjar um 3,5 milljarða íslenskra króna í tekjur af henni árlega. 23% ferðamanna nefna fornleifar sem meginástæðuna fyrir því að þeir heimsækja eyjarnar, en 73% nefna fornleifar sem eina af ástæðunum, þannig að tekjur hinna tuttugu þúsund Orkneyinga af fornleifum einum eru á bilinu 1-2 milljarðar íslenskra króna (upplýsingar frá Orkney Enterprise). Til Íslands koma tvöfalt fleiri ferðamenn og ætti því að vera raunhæft markmið að við gætum haft 2-3 milljarða tekjur á ári af þessari auðlind. Eins og er eru tekjur Íslendinga af fornleifum varla meiri en nokkrar milljónir á ári.
Ástæðan fyrir því að ég tek Orkneyjar sem dæmi er að þar eru hvorki pýramíðar né kastalar sem setja svip sinn á landslagið heldur eru fornleifar þær sem vekja svo mikinn áhuga ekki ólíkar þeim íslensku að eðli og umfangi. Munurinn liggur í því að hinar orkneysku fornleifar hafa verið rannsakaðar og staðirnir í kjölfarið gerðir aðgengilegir gestum. Orkneyingar hafa verið lengi að við þetta og verið óhræddir við að fjárfesta í rannsóknum, kynningu á rannsóknarniðurstöðum og aðgengi að fornleifastöðum.

Hvernig getum við hagnýtt íslenskar fornleifar?
Forn-14Það eru margar leiðir til að hagnýta íslenskar fornleifar. Aðeins er fjallað um eina þeirra í áðurnefndri skýrslu, þá að gera fornleifauppgröft sem síðan er byggt á við kynningu á viðkomandi stað. Það er dýrasta leiðin og sú sem lengstan tíma tekur.
Ódýrari leiðir eru einnig til. Ljóst er að fjölmarga uppgrafna íslenska minjastaði mætti gera aðgengilega og kynna fyrir gestum. Í þeim skilningi má líta á eldri rannsóknir sem vannýtta auðlind.
En það þarf heldur ekki uppgröft til að hagnýta fornleifar. Sandblásin verbúð á eyðiströnd eða vallgróin beitarhúsatóft á lækjarbakka geta sagt meira um lífshætti og lífskjör Íslendinga á liðnum öldum en margar blaðsíður af ritmáli. Slíkar fornleifar er að finna um allt land og eru nánast endalausir möguleikar á því hvernig hægt er að nýta þær í ferðaþjónustu. Kynning á slíkum minjastöðum byggist á því að líta á þá sem hluta af landslaginu og skynjun þess. Það gerbreytir upplifun ferðamannsins af íslenskri náttúru þegar honum er bent á minjar um íslenskt samfélag og komið í skilning um þá lífshætti sem hér tíðkuðust og þá lífsbaráttu sem hér fór fram. Það er ekki ómerkileg saga.
Forn-20Fornleifar hafa þann meginkost fyrir ferðaþjónustu að þær eru staðbundnar og krefjast þess að menn ferðist til að hægt sé að skoða þær – öfugt við bókmenntir sem hver sem er getur notið í stofunni heima hjá sér. Þær hafa líka þann kost að þær eru dreifðar um allt land, sem þýðir að hægt er að hafa áhrif á hvert ferðamenn fara með því að stjórna uppbyggingu fornleifastaða.
Skynjun okkar Íslendinga af fortíðinni byggist nær alfarið á sögum og rituðu máli. Það er sérstaða okkar því fæstar aðrar þjóðir eiga jafnmikinn sagnaarf og við, eða eru jafnmeðvitaðar um hann. Það er sjálfsagt fyrir okkur að nýta okkur þessa sérstöðu í ferðaþjónustu, en það er ástæðulaust að láta hana takmarka möguleika okkar. Erlendis er mönnum tamara að skynja fortíðina í gegnum hluti – byggingar, listaverk eða gripi – og þeir búast við því að þeim sé miðlað upplýsingum með sama hætta þegar þeir koma hingað. Hversvegna eigum við að valda þeim vonbrigðum?“

Heimild:
-Orri Vésteinsson, Mbl. 7. des. 2001 – Fornleifar eru auðlind.

Hafnir

Hafnir – landnámsskáli.

Bessastaðir

Miðað við allan þann mikla fróðleik sem hafa má af fornleifum má segja að of lítið sé gert til að miðla honum.
Umfjöllun fræðimanna um einstakar fornleifarannsóknir eru jafnan of flóknar fyrir almenning Forn-1og áhugasömum leikmönnum er gert erfitt fyrir um þátttöku við að miðla áhugaverðu efni. Fornminjar eru eign allrar þjóðarinnar og því ætti það að vera bæði eðlilegt og sjálfsagt að fornleifafræðingar miðli upplýsingum um áhugavert efni til almennings. Vissulega eru miðlunarleiðirnar margar og sumar flóknari en aðrar, en m.v. þróun tækninnar virðist enn vera ótrúlega erfitt að nálgast upplýsingarnar, sérstaklega þegar um er að ræða sérhæfðar skýrslur og rit sem aðeins koma út í takmörkuðu upplagi. Fornleifafræðin á að vera opin og aðgengileg fyrir almenning. „Fornleifafræði er fræðigrein sem almenningur hefur áhuga á.
Fólk er forvitið um uppruna sinn, hvenær landið byggðist, hvaða minjar megi finna í Forn-2jörðu o.s.frv. Sést þetta t.d. á því að á flestum stöðum þar sem fornleifafræðingar grúfa sig niður á hnjánum með múrskeið í hönd og grafa má jafnan búast við forvitnum gestum sem vilja fræðast og fá svör við spurningum sínum. Fornleifafræðingar eru almennt séð meðvitaðir um þennan áhuga almennings og reyna eftir fremsta megni að svara spurningum forvitinna og miðla af þekkingu sinni. Fornleifarannsóknir eru alfarið í höndum þeirra sem hafa menntun í fornleifafræði og má segja umfjöllun um hana fari að mestu fram í gegnum fjölmiðla. Almenningur getur svo aflað sér frekari vitneskju, t.d. með því að heimsækja söfn, skoða fornleifauppgrefti eða lesa sér til um efnið. Í árdaga fornleifafræðinnar var aðkoma almennings hins vegar mun meiri þar sem fólk tók þá beinan þátt í uppgröftum, rannsóknirnar voru sem sagt mun opnari.
Forn-3Hugtakið opin fornleifafræði (e. public archaeology) var almennt ekki notað fyrr en í kringum árið 1972. Þá var merking þess helst bundin við starfsemi minjavörslunnar og aðkomu hennar að framkvæmda-tengdum forn-leifarannsóknum. Í slíkum rannsóknum þurfti oft að treysta á aðstoð frá almenningi, bæði við störf tengd rannsókninni, svo sem uppgröft, en einnig var mikilvægt að hafa stuðning frá almenningi gagnvart stjórnvöldum. Ef minjavarslan gat sýnt fram á að almenningur væri hliðhollur fornminjum gat hún þar með sýnt fram á að mikilvægt væri að vernda minjastaði. Rannsóknir sem framkvæmdar voru af fræðastofnunum og höfðu innanborðs sérfræðinga á sviðinu þurftu hins vegar ekki að stóla eins mikið á aðkomu almennings því tryggt var að fullnægjandi rannsókn færi fram. Almenningur átti því í vissum tilfellum greiðan aðgang að fornleifafræði á þessum tíma.

Forn-5

Eftir því sem tíminn leið og fornleifafræðin varð að meiri fræðigrein minnkaði hins vegar bein þátttaka almennings í rannsóknunum. Sú breyting fólst í því að fornleifafræðingar störfuðu fyrir hönd almennings við að rannsaka fornleifarnar í stað þess að almenningur kæmi beint að starfinu. Rétt er að taka fram að þróun hugtaksins opin fornleifafræði sem farið hefur verið yfir hér að framan á einkum við í Bandaríkjunum og Bretlandi. Notkun hugtaksins er ekki algeng hér á landi svo að höfundi sé kunnugt um en víst er að fornleifafræðingar eru þó meðvitaðir um það að þær fornleifar sem þeir rannsaka eru vissulega í eigu almennings og því á almenningur rétt á því að fræðast um þær.
Fræðsla er þó ekki eina ástæðan fyrir því að fornleifafræðingar vilja að almenningur kynni sér fornminjar. Hvort sem fræðimenn hafa tíma eða ekki Forn-6til að eiga samskipti við almenning er það eiginlega skylda fræðigreinarinnar í heild að gera það. Eftir því sem menntuðum fornleifafræðingum hefur fjölgað í greininni er meiri áhersla lögð á vísindalegar rannsóknir, magn gagna er orðið mun meira og sérhæfingin meiri. Með þessari þróun hefur bilið á milli fornleifafræðinga og almennings e.t.v. breikkað þar sem fornleifafræðingar einblína ekki eins mikið á það sem almenningur hefur áhuga á. Stórir gagnabankar af tölum og lýsingum falla ekki í kramið hjá almenningi. Hann vill miklu frekar heyra um túlkun eða hugmyndir fornleifafræðinga um hvernig mannlífið var áður fyrr, búsetuhætti í þeim byggingum sem verið er að rannsaka, hvernig umhverfið var nýtt o.s.frv.
Forn-7Fornleifafræðingar eiga samt sem áður ekki að setja sig á háan hest og halda að þeir geti svarað öllum spurningum sem koma frá almenningi, að þeir séu alvitrir um fyrri tíma. Það viðhorf er ekki líklegt til að afla fornleifafræðingum vinsælda meðal almennings. Fornleifafræðingar ættu miklu frekar að miðla upplýsingum til fólks vegna þess að þeir vilja það, til þess að almenningur öðlist frekari skilning á störfum þeirra. Fornleifafræðingar ættu einnig að geta séð hag sinn í að miðla upplýsingum til almennings. Ef fornleifafræðingar, sem og aðrir fræðimenn, eiga meiri samskipti við almenning munu fleiri skilja hvað fræðimennirnir gera og þar af leiðandi sýna þeim meiri stuðning. Hægt er að segja að þetta viðhorf sé þó nokkuð miðað út frá fræðimanninum, þ.e. hann ætlast til að almenningur sýni honum skilning og fái frið til að vinna sína vinnu. Þessu þarf þó ekki að taka sem svo.

Forn-8

Ef almenningur hefur skilning á störfum fornleifafræðinga og sýnir þeim stuðning fjölgar e.t.v. rannsóknum og þar með hagnast allir í stöðunni, þ.e. fleiri rannsóknir eru framkvæmdar og almenningur fær aðgang að frekari upplýsingum. Út frá sjónarmiði almennings má hins vegar segja að það sé hlutverk fræðimanna að upplýsa um sín fræði svo að fólk sé t.a.m. fróðara, taki meðvitaðri ákvarðanir og hafi val um menningartengda afþreyingu. Annað viðhorf sem tengist samskiptum þessara tveggja hópa er það að í langflestum tilfellum er það almenningur sem borgar fyrir fornleifarannsóknir. Greinin þarfnast fjármagns og þeir eru oft teknir úr opinberum sjóðum til að skipuleggja, rannsaka og varðveita fornleifar – því ætti almenningur að geta fengið eitthvað í staðinn. Í mörgum tilfellum vantar upp á það því eina útkoman úr rannsóknum eru í mörgum tilfellum skýrslur skrifaðar á fræðilegu máli sem hinn almenni lesandi ræður ekki við.
Afleiðingar af því að miðla ekki upplýsingum til almennings eru m.a. þær að fólk skilur ekki í hverju starf fornleifafræðinga felst. Devon Mihesuah sagði í grein sinni frá 1996 að eini munurinn á grafarræningjum og fornleifafræðingum væri tímamunurinn, sólarvörnin, litlir burstar og hirðusemin eftir að þeir yfirgæfu staðinn.5 Þetta er að sjálfsögðu ekki æskilegt viðhorf gagnvart störfum fornleifafræðinga. Það er því nokkuð augljóst að nauðsynlegt er að einhvers konar samskipti eigi sér stað á milli fornleifafræðinga og almennings til þess að þess konar viðhorf verði ekki ríkjandi gagnvart störfum fornleifafræðinga. Áhrifarík miðlun fornleifa til almennings ætti að vera eftirsóknarverð í augum fornleifafræðinga því það er nokkuð ljóst að báðir hópar njóta góðs af því.“

Heimild m.a.:
-M.A. ritgerð – Margrét Valmundsdóttir, janúar 2011.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.