Tag Archive for: Garðabær

Hlið

Leitað var Skjónaleiðis að Hliði á Álftanesi, en á því var sagður vera áletrunarsteinn frá árinu 1807. Steinninn var friðlýstur árið 1965, en hann hefur verið talinn glataður. Hans er m.a. getið í Árbók Fornleifafélagsins 1966 í umfjöllun Kristjáns Eldjárns eftir að Gísli Sigurðsson sýndi honum hann árið 1963.

Álftanes

Skjónaleiði.

Gengið var skipulega um svæðið og tekin mið af fyrirliggjandi vísbendingum, s.s. „innan garða“ og „eigi langt frá“.
Eftir nokkra leit á svæðinu fannst steinninn. Einungis sást lítillega í hann þar sem algróðið er í kring og jarðvegurinn að færa steininn í kaf. Eftir að hafa flett jarðveginum af steininum kom áletrunin í ljós svo og ártalið 1807. Um er að ræða vísu, sem klöppuð er á steininn. Hann var settur þarna yfir dauðan og eftirsjáanlegan Skjóna bóndans á Hliði. Gamlar sagnir eru til um steininn, en sennilega vita fáir núlifandi af honum (árið er 2000). Torfið var sett varfærnislega yfir steininn aftur og allt lagfært svo sem það var.

Best er að ganga að steininum á auðri jörð að vetrarlagi því á sumrin grær hár grasagróður á svæðinu og hylur undirborðið.

Álftanes

Hlið – túnakort 1917.

Á Hliði eru ýmsar sögulegar minjar. Sjórinn hefur hins vegar verið að brjóta þær niður smám saman og taka þær til sín. Þarna væri því tilvalið að koma upp golfvelli ef það mætti verða til þess að varnargarðar yrðu settir upp áveðurs með ströndinni.
Áletrunin á steininum hefur varðveist vel, en líklegt má telja að hún hafi lengi framan af verið ofan jarðar, en síðan smám saman hulist jarðvegi, hann sigið og loks gróið yfir.
Vísan hefur varðveist á prenti. Hún mun vera eitthvað á þessa leið:

1807

HEIGDAN
SKIONA HIER EG TEL
HESTEN BEST AD
LIDE ÞESSE JÖRSA
ÞIENTE VEL ÞEGAR HAN
BIO A HLIDE

Öll N eru öfug í áletruninni eins og altítt er. Vísan, uppfærð, er því svona;

(Heygðan Skjóna hér ég tel,
hestinn bezt að liði;
þessi Jörsa þénti vel,
þegar hann bjó að Hliði).

Skjónaleiði

Skjónaleiði – letursteinn.

Jörsi mun hafa verið Jörundur Ólafsson, ættaðan frá Fossum í Andakíl; hann kom um aldamótin 1800 að Hliði og bjó þar lengi, dó 1843. Kristján Eldjárn nefndi staðinn „Skjónaleiði“.

Rétt er að árétta að skv. núgildandi lögum (sem vonandi verður breytt fljótlega) skal hafa samráð við Fornleifavernd ríkisins áður en fornleifar eru grafnar upp, en að þessu sinni var einungis ætlunin að leita staðfestingar á að umrædd sögn ætti við rök að styðjast eður ei. Gengið var frá öllu sem fyrr og steinninn hulinn torfi.

Hlið

Við Hlið á Álftanesi.

Í nýjum þjóðminjalögum, eða í reglugerð þeim tengdum (sem ekki er til m.v. núverandi lög), þarf að skapa eðlilegan og sjálfsagðan samhljóm á milli stofnana (fagfólks (lærðra)) og áhugasamtaka (leikinna) um söfnun og skráningu upplýsinga. Ljóst er að áhugafólk virðist eiga mun greiðari leið að t.d. eldra fólki (vegna áhuga síns og fórnfýsi (ekki krafist greiðslu fyrir ótakmarkað vinnuframlag)) á hinum ýmsu stöðum og svæðum, fólki sem býr að öllu jöfnu yfir miklum upplýsingum um fyrri búsetu og búsetuhætti, minjar og sögu.

Hlið

Hlið á Álftanesi.

Áhugafólk virðist einnig vera fundvísara á minjar, sem ekki virðast meðvitaðar fræðingum. Hinir síðarnefndu virðast of uppteknir af greiningu, flokkun og fyrirfram mótuðum listum (formúlum), en hinir fyrrnefndu geta leyft sér að „leika af fingrum fram“, óháð kerfisskráningunni. Hvorutveggja er gott, út af fyrir sig, en saman mætti ná enn betri árangri. Búa þarf til vettvang til þess að þessar upplýsingar, sem ávallt eru að glatast, nýtist sem skyldi. Vettvangurinn þarf ekki að vera stofnun (opinberra kvenna eða karla) með lögbundið vald. Hún getur alveg eins verið aðstaða þægilegs viðmóts og gagnkvæmrar virðingar – samtalsvettvangur „jafningja“ án þvingana.

Hlið

„Minjar“ á Hliði.

Brennisteinsfjöll

Haldið var upp á Lönguhlíðar um Kerlingarskarð og þaðan upp í Kistudal. Dalurinn skartaði sínu fegursta svo stuðlabergið naut sín vel.

Námuhvammur

Tóftin í Námuhvammi oafn við brennisteinsnámurnar.

Skoðaðar voru brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum og þátttakendur fundu það sem leitað var að – minjar um bústaði námumanna. Minjarnjar eru í gili undir hlíðum fjallana og mjög heillegar þrátt fyrir að hafa verið yfirgefnar í um 140 ár.
Gengið var um Grindarskörð á bakaleiðinni. Á leiðinni mátti sjá norðurljósin í sinni fegurstu mynd. Þau eru hvergi fallegri en þar sem engra ljósa frá byggð nýtur við.
Norðurljósin munu verða til vegna þess að frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið.

Norðurljós

Norðurljós.

Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og þær senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norður- eða suðurljós.Margir af litum norðurljósanna myndast við svokallaðar forboðnar færslur eða ummyndanir milli orkustiga í sameindum og frumeindum í ystu lögum lofthjúpsins.
Sjaldgæf rauð norðurljós eru komin frá súrefni í mikilli hæð, yfir 200 km. Súrefni í um 100 km hæð myndar skæran gulan og grænan lit sem er bjartasti og algengasti liturinn í norðurljósum. Blár og fjólublár litur kemur frá jónuðum nitursameindum en óhlaðið nitur gefur rauðan lit. Purpurarauður litur við neðri rönd og gáraða jaðra á norðurljósum kemur einnig frá nitursameindum.
Veðrið var í einu orði sagt frábært.

Heimildir m.a.
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1512

Kerlingarskarð

Kerlingargil.

Helgadalur

Löngum hafa menn talið að fornar rústir kynnu að leynast í Skúlatúni og í Helgadal ofan við Hafnarfjörð. Fáir vita hins vegar hvar rústirnar eru. Enn færri vita um rústir undir Leirdalshöfða, í Fagradal og við Garðaflatir, jarðlæga garða í Breiðdal eða stekkjarmynd við Rauðshelli. Allt myndar þetta samfellda búsetuheild er gæti verið frá því áður en Hellnahraunið-yngra rann um 950, eða allt frá fyrstu árum landnáms hér á landi.

Helgafell

Skúlatún og Helgafell.

Í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1908 ritar Brynjúlfur Jónsson um rústirnar í Skúlatúni og Helgadal undir heitinu „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 – Gullbringusýsla„. Um Skúlatún skrifar hann eftirfarandi:
„Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33 – 34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, – þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, – sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Skúlastaðatún; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þennan stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið. Samt þótti með ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.

Skúlatún

Skúlatún. Helgafell að handan.

Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleyfarvatn (inn frá Krýsuvík) allt inn á milli Kaldársels og Helgafells. Norð-vesturhliðin á ásahrygg þessum kallast Undirhlíðar, liggur inn með þeim forn vegur, er kemur saman við Hafnarfjarðarveginn gamla milli Elliðavatns og Lækjarbotns. Þar hét Tröllabotn og var áfangastaður áður en bær var gjör í Lækjarbotni.

Skúlatún

Skúlatún.

Suðausturhliðin á ásahryggnum, sú er veit að Lönguhlíð og hraunflákanum áðurnefnda, kallast Bakhlíðar, og eru þær lægri en Undirhlíðar, þar er hraunflákinn er hærri en hraunin fyrir neðan ásahrygginn. Þaðan til Lönguhlíðar er þvervegur hraunflákans og hygg ég hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum í Breiðdal, sem er fyrir norðan Kleifarvatn, og hygg eg hann yfir mílu.
Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djúp með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 faðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á hornum er norðvestantil. Suður þaðan er og bunga á honum. Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, þvílíkt þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingaleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfrum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin.

Helgadalur

Tóft í Helgadal.

Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann huldinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi á þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var í þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að fær sig upp eftir hólnum.
Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir sig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér hefir verið bær og tún. Og þá virðist nafnið „Skúlatún“, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.“
Hér er Brynjúlfur að lýsa hugsanlegum mannvirkjum frá því fyrir árið 950. Ekki er ólíklegt að mögulegar minjar í Skúlatúni tengist minjum sunnan við Leirdalshöfða, jarðlægum vegghleðslum í vestanverðum Breiðdal og tóft í Fagradal. Allar gætu þessi mannvirki hafa verið í notkun fyrir þann tíma er að framan greinir og þá mun svæðið allt væntanlega hafa verið nýtt, enda vel gróið undir hlíðunum og nægt vatn, skógur nærtækur og fugl í hlíðunum.
Hellnahraun yngra umlykur Skúlatún. Það kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brenni­steins­fjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tví­bollum í Grinda­skörðum, var mikið og fór víða, enda bæði mjög slétt og þunnt.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sömu goshrinu. Nákvæmasta tímasetning á Yngra Hellnahrauninu (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) er sú að það hafi runnið á árunum 938-983 (Haukur, Sigmundur og Árný – 1991).

Helgadalur

Tóft í Helgadal.

Eldra-Hellnahraunið mun hafa myndað stíflu fyrir dal þann er Ástjórn dvelur nú í sem og Hvaleyrarvatn. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra- Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Út frá þessu má ætla að Hvaleyrarvatn og Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum.
Þá er athyglisvert í texta Brynjúlfs að hann minnist á hinn „forna veg, er kemur saman við Hafnarfjarðarveginn gamla milli Elliðavatns og Lækjarbotns. Þar hét Tröllabotn og var áfangastaður áður en bær var gjör í Lækjarbotni.“ Hér er hann að lýsa leið er lagðist af mjög snemma. Selstöður voru nokkrar við Lækjarbotna og átti m.a. Örfirisey selstöðu þar. Líklegt þykir að í eða nálægt Lækjarbotnum hafi verið gatnamót gömlu þjóðleiðanna, annars vegar frá Reykjavík og hins vegar til Hafnarfjarðar. Enn má greina hluta hennar frá Helgadal, yfir Búrfellsgjá, með Löngubrekkum vestan Hnífhóls og í gegnum Strípshraun. Þar greinist gatan, annars vegar norður að Þingnesi og hins vegar með norðanverðu Hólmshrauni í Lækjarbotna.
Brynjúlfur vissi ekki um aldur hraunanna, hefur jafnvel talið þau eldri en landnám og því ekki viljað fullyrða of mikið. Hann vissi heldur ekki af minjunum sunnan við hraunið, en hann hafði heyrt af rústum í Helgadal, nokkru norðar. Einnig vissi hann af rústum á Garðaflötum, enn norðar, en allar þessar minjar gefa vísbendingu um talsverða byggð undir hlíðunum fljótlega eftir landnám. Auk þess má greina mannvistarleifar við op Rauðshellis og hlaðinn stekk, gróinn, þar skammt frá.

Fagridalur

Tóft í Fagradal.

Brynjúlfur ritaði jafnframt um Helgadal. Í Árbókinni 1908 segir hann m.a.:
„Í sama skiptið sem mér var bent á Skúlatún, var þess getið um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og sæist þar til rústa. Skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta rétt. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur melhóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hlíðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt sig vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft 10 faðm. löng og nál. 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða.
Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveðna lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.

Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Hraunið sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafi verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nú eru hrauni huldir. Eigi verður sagt [hve]nær haun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftyir landnámstíð og eyðilegat meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o.fl. (sbr. Árb. fornl.fél 1903 bls. 43-44 og 47-50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar (Grindaskarðsvegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt til Hafnarfjarðar.“
FERLIR hefur skoðað rústirnar í Helgadal. Í rauninni liggur fátt annað fyrir en að hefja þar fornleifauppgröft með það fyrir augum að aldursgreina þær sem og setja þær í samhengi við aðrar sýnilegar minjar á svæðinu.

Heimildir m.a.:
-Brynjúlfur Jónsson, Árbók hins íslenska fornleifafélags, 1908, bls. 9 – 12.
-http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/H_YNGRA.HTM
-Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir – Krýsuvíkureldar II – Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns, er birtust í Jökli nr. 41 1991.
-http://www.ust.is/media/fraedsluefni/Astjorn__textiGT.pd
-Daniel Bruun, Íslenskt þjóðlíf (1987), bls. 26.

Gvendarhola

Fjórir Gvendarbrunnar eru á Reykjanesi, þ.e. Gvendarbrunnur við Alfaraleiðina, Gvendarbrunnur í Vogum, Gvendarbrunnar í Heiðmörk og Gvendarhola í Arnarneshæð.
GvendarholaÞað er líkt með Gvendarbrunnum og Grettistökum að Gvendur og Grettir hafa að öllum líkindum aldrei litið hvorutveggja augum. En það er nú önnur saga. Sá átrúnaður fylgdi svonefndum Gvendarbrunnum (sem talið var að Guðmundur Hólabiskup hinn góði hefði blessað) að vatnið í þeim læknaði mein. Enn hefur ekki fengist staðfest að  það ætti ekki við rök að styðjast.

Gvendarhola

Gvendarhola.

 

Vífilsstaðasel

Gengið var upp Vífilstaðahlíð eftir línuveginum.
Vífilsstaðaselið er austan hans í grónum skjólgóðum Vifilsstadasel - uppdrattur Iog grasi grónum hvammi. Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Vífilsstaði segir m.a. um Vífilsstaðasel og nágrenni: „Dýjakrókar er mýrin Krókamýri. Þar er nú Vatnsból Garðakauptúns og Garðahverfis. Upp frá Hálshúskrika liggur leiðin upp á Vífilsstaðaháls. Hér í norður, bak við Smalholt, er Rjúpnahlíð og þá Rjúpnadalur og svo Rjúpnahæð með Rjúpnahæðarvörðu sem héðan liggur landamerkjalínan í í miðja Kjóavelli, en þar var Kjóavallavarða. Þaðan liggur línan um Básinn eða Vatnsendabás austan í Sandahlíð og svo í Arnarbæli syðst í hlíðinni. Það er nefnt í fornu bréfi frá upphafi 16. aldar Arnarstapi. Héðan af Arnarbæli, sem er hornmark, liggur línan niður um Vatnsásinn eða Grunnvatnsás og þaðan upp í Víkurholtsvörðu á Víkurholti eystra. Þá er Víkurholt nyrðra. Hér norðar á holtinu er Vífilsstaðasel. Sunnan þess er Selholt, Selás suðaustan og Selhóll þar vestur af með Selkvíunum. Í mýrarkorni er svo Selbrunnurinn og hér vestur af liggur Selstígurinn. Milli Sandahlíðar að austan og Vífilsstaðahlíðar að vestan, norðan Vatnaássins, liggja Grunnuvötn, tjarnir og grónar grundir. Þar var slægnapláss fyrr meir og mótekja.“
FERLIR rissaði selstöðuna upp á leið sinni um Selholtið fyrir áratug síðan, líkt og sjá má hér. Nú, Vifilsstadasel - uppdrattur IIIþegar komið var í selstöðuna og hún rissuð upp að áratugafenginni reynslu, leit hún mun öðruvísi út, eins og sjá má hér til hliðar. Uppdrættirnir sem slíkur eru því lýsandi dæmi um mismunandi reynslusýn fólks á mannvistarleifar.
Svo virðist sem þarna séu bæði leifar af nýrri og eldri selstöðum. Sú síðarnefnda er undir brekku austan við þá fyrri. Hún er nú mjög óljós og erfitt að átta sig á húsaskipan. Þó virðist hún í samræmi við eldri gerð selja (klasa), óreglulegri og minni rými. Þegar bæjarskipan komst á, eins og við þekkjum hana best frá 19. öld, urðu selstöðurnar (rýmin) bæði stærri og reglulegri. Kví er undir klettavegg sunnan í kvosinni og eldri stekkur ofan og austan hennar. Stekkurinn með nýrri selstöðunni er norðaustan hennar. Vatnsstæðið er í miðri kvosinni vestan selstöðunnar. Nýrri selstaðan er greinilega frá tvíbýli eða tveimur bæjum. Þarna gæti því bæði hafa verið selstaða um tíma frá Vífilsstöðum og Hofsstöðum.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel.

„Vífilsstaðir sem nefndir eru eftir Vífli leysingja Ingólfs Arnarsonar komust í eigu Viðeyjarklausturs, og komust undir Garðakirkju eftir skiðaskiptin nánar tiltekið 1558. Ofan við miðja Vífilsstaðahlíð skammt sunnan við Grunnuvötn er Selás og sunnan ássins eru eru tóftir Vífilsstaðasels í skjólsælum hvammi. Upp af honum er Selhamarinn einnig nefndur Selholt. Selið virðist hafa verið nokkuð stórt, með álíka húsaskipan og víðast hvar tíðkaðist í seljum hér um slóðir. Skammt austan þrískiptra selhúsanna eru tóftir sem gætu verið af stekk og stöðli.“
Frábært veður – Gangan tók 2 kls og 22 mín.

Heimildir m.a.:
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Vífilsstaði
-Hraunavinir.is

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel.

Selgjá

Gengið var um Selgjá, eða Norðurhellagjá (Norðurhellragjá), eins og hún jafnan var nefnd. Gjáin dró nafn sitt af fjárhellum norðan hennar, en þeir voru jafnan nefndir Norðurhellar (Norðurhellrar).

Selgjárhellir

Selgjárhellir.

Síðar voru þeir aðgreindir og var þá hellir, sem er norðan úr Gjánni nefndur Selgjárhellir og hellar þar skammt vestur af nefndur Sauðahellirinn nyrðri og Sauðahellirinn syðri. Fyrrnefndi hellirinn gekk um tíma einnig undir nafninu Þorsteinshellir frá því að Þorsteinn Þorsteinsson í Kaldárseli nýtti hann um aldarmótin 1900. Sá hellir er fallega hlaðinn niður og tvískiptur.

Hleðslur eru á mörgum stöðum beggja vegna í vestanverðri Selgjá. Vel sést móta fyrir a.m.k. þremur seljum enn þann dag í dag, en talið er að þau hafi verið allt að 11 talsins þegar mest var.

Selgjá

Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

Rústirnar sjást sumar vel, en aðrar ver. Flest hafa selin verið minni í sniðum en t.d. Vífilsstaðasel. Rústirnar standa fast upp við gjárbarmana. Selstaða þarna er nefnd í Jarðabók 1703 og virðist skv. henni átta kóngsjarðir á Álftanesi hafa haft þar í seli. Í öllum heimildum er talað um selstöðu þarna í þátíð svo hún virðist vera mjög gömul. Stekkir og kvíar, sem voru hlaðnir, sjást greinilega á flestum staðanna.
Eins og kunnug var búsmalinn hafður í seli á sumrum frá fráfærum til tvímánaðar. Þangað var farið með allan ásauð og stundum kýr. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskonan) og ef fé var mjög margt hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Smalinn átti að sjá um að féð væri komið í kvíar á dagmálum og náttmálum til þess að það yrði mjaltað. Sniðugur smali kom sér upp nátthaga til að fé hlypi ekki út og suður á meðan hann hallaði sér um stund á annað eyrað.

Selgjá

Selgjá – selsminjar.

Selin voru venjulega þrjú hús; mjólkurhús, selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Vatn er ekki að finna í Selgjá, en hins vegar er gott vatn í Vatnsgjánni í Búrfellsgjánni, sem er þarna skammt sunnar. Í raun er Selgjáin og Búfellsgjáin hluti af sömu hraunrásinni frá Búrfelli, en vegna misgengis og ris landsins hafa þær aðskilist a.m.k. hvað hæðarmismuninn varðar.

Selgjá

Rjúpur í Selgjá.

Eftir gjánni lá Norðurhellagjástígur austur með gjánni. Við austurbrúnina er steinn með merkinu B. Annar samskonar steinn fannst skammt norðar, en snúa þarf honum við til að kanna hvort á honum er einnig merki. Steinar þessi hafa verið reistir upp á endann og “púkkað” með þeim. Telja má líklegt að þarna geti hafa verið um hestasteina að ræða, en erfitt er um festur þarna annarss staðar. Stígurinn liggur síðan upp úr gjánni sunnan syðstu seljarústanna.
Gengið var eftir Norðurhellagjárstíg suður með austanverðir gjánni og síðan áfram þangað til komið var á móts við syðstu rústirnar að vestanverðu. Gengið var yfir að þeim og m.a. litið inn í fjárhellinn, sem þar er. Í honum eru hleðslur. Bæði norðan hans og austan eru talsverðar hleðslur. Síðan var haldið norður með vestanverðum barminum og endað á upphafsstað. Á leiðinni var alltaf eitthvað sem bar fyrir augu. Hellarnir norðan og vestan gjárinnar voru ekki skoðaðir að þessu sinni, enda stutt síðan litið var á þá.
Gangan tók um 1 og ½ klst.

Þorsteinshellir

Fjárskjól við Selgjá (Þorsteinshellir).

Garðastekkur

Gengið var um Fógetastíg áleiðis að Garðastekk og áfram eftir Garðagötu.
Í leiðinni var hugað að LoftmyndMóslóða í Garðahrauni. Fógetastígur er hin forna leið í gegnum hraunið á leiðinni millum Reykjavíkur og Álftaness (Bessastaða). Garðagata liggur um Garðaholt frá Görðum, inn á Garðahraun við Garðastekk og sameinast Fógetastíg inni í hrauninu. Móstígur er austlægari, liggur frá Fógetastíg nyrst þar sem hann kemur inn á Garðahraun og síðan í suðlæga stefnu áleiðis að Engidalshrauni.
Í fornleifaskráningu fyrir Garðahraun segir m.a.: „Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. … Hinn götuslóðinn úr Hraunviki hefur vestlæga stefnu, og hefur hann verið alfaraleið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið.
Liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes. Rétt sunnan við, þar sem vegirnir skiptast, er Skyggnir, stór, einstæður klettur.“ segir í Búrfellshraunörnefnalýsingu. Troðningar sjást meðfram fjörunni í Hraunviki og upp með hraunbrúninni vestan við vikið, en um 50 m frá flæðarmáli, þar sem lítið vörðutyppi er á brúninni liggur gatan upp á hraunið og er þar geil í brúnina. Hraunið er allslétt um 400 m bein vestur frá Hraunviki og liggur leiðin um það slétta svæði og skiptist gatan sumstaðar í fleiri en eina rás en er allsstaðar mjög skýr. Hún liggur síðan í hlykk fram hjá hraunklettum þar sem hraunið er einna hæst og beygir til norðvesturs vestan við klettana. Þar sem gatan beygir er hraunið allslétt og gætu troðningar legið þaðan til suðurs og suðvesturs en ekki eru þeir skýrir. Frá beygjunni liggur gatan beint í um 300 m – og er þar samsíða fyrirhuguðu vegarstæði, sumstaðar innan við 20 m frá því, en fer undir veglínuna við hæl sem merktur er 1660 m. Þar beygir gatan til vesturs og liggur síðan niður úr hrauninu á móts við hleðsluna. Í flagmóunum vestan við hraunið má rekja götuna áfram til vesturs og hefur hún nokkuð beina stefnu á Selskarð. Þar sem gatan nálgast fjörumál í Lambhústjörn eru götupaldrar á stuttum kafla en síðan hverfur hún alveg í mýri og flög. Vestan við Selskarð sést framhald götunnar en þar hefur verið gerður malarvegur, nú aflagður. Líklegt er að gatan hafi klofnað við Selskarð og austari grein legið út á Bessastaði en hin á vesturhluta Álftaness.
Á móts við núverandi Eskines og Gálgahraun austanvertGarðaholtsveg liggur annar slóði upp í hraunið, um 100 m norðan við Garðastekk og liggur til norðausturs og sameinast aðalgötunni eftir um 250 m. Þetta mun vera gatan sem lá í Garðahverfi. Sú gata er mun ógreinilegri en aðalgatan út á Álftanes.
Í hrauninu er gatan víðast alldjúp geil, allt að 1 m djúp og 1-2 m breið, algróin. Brotnað hefur af götunni á einum stað við Lambhústjörn. Þessi leið hefur verið notuð fram á síðustu ár 19. aldar en sumarið 1873 var lagður vegur yfir Flatahraun frá Sjónarhóli í Engidal, og framhald á honum áleiðis á Hraunsholtið 1879. Endanleg vegtenging við Reykjavík kom þó ekki fyrr en 1897-99. Eftir það mun aðalleiðin á Álftanes hafa fylgt hinum uppbyggða vegi milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og beygt útaf honum í Engidal.“
Um Móslóðan segir skráningin: „Stígur úr Garðahverfi, lá meðfram Garðaholti og yfir Flatahraun og svo yfir hraunið inn að Arnarnesvogi, en þar tóku Garðhverfingar upp mó.

Gálgahraun

Troðningur þessi var nefndur Móslóði. (Ath.: G.S. nefnir hann Gálgahraunsstíg syðra, en ekki kannast Guðmann við það nafn, og mun það rangt. … Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. Hefur annar suðvestlæga stefnu nokkurnveginn á [Garða]holtsendann (þar sem sandnámið var. Hann var við líði fram um 1920, en er nú að mestu uppgróinn. Er þetta hinn fyrrnefndi Móslóði. Eftir honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar“, segir í örnefnalýsingu. Þessi stígur hefur verið sá austasti af þeim sem lágu yfir hraunið milli Garða og Hraunsholts. Hann hefur af lýsingunni að dæma legið upp í hraunið á svipuðum slóðum og Álftanesvegur kemur nú niður úr því að sunnan, og þaðan legið til norðurs uns hann sameinaðist Fógetagötu í miðju hrauninu. Víða sjást troðningar á þessum slóðum en hvergi er hægt að rekja ákveðna götu alla þessa leið. Þessi leið hefur verið ívið greiðfærari með reiðingshesta heldur en aðalleiðin sem lá norðar.“
Um Garðastekk segir: „Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. … Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u.þ.b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.“ segir í örnefnalýsingu.

Garðastekkur

Tveir túnbleðlar eru sunnan undir hraunbrúninni á móts við Garðaholtsveg. Norðan við austurendann á vestari blettinum er stekkurinn, grjóthlaðin rétt með 4 hólfum og vestan við hana gróin tóft. Réttin er hlaðin utan í hraunkant og hefur stekkjartún verið í kring. Það hefur nú verið ræktað. Fjær eru stórgrýttir flagmóar. Réttin skiptist í fjögur hlaðin hólf en milli hennar og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst. Sunnan við það er 11×9 m hólf með dyrum á vesturvegg og eru hleðslurnar allar bogadregnar í þessu hólfi. Sunnan við það er stærsta hólfið og er ekki gengt á milli. Það er 19×6 m og er aðeins gegnt úr því í annað af tveimur minni hólfum sem eru áföst við það sunnanvið. Þau eru bæði um 5×5 m með dyr á suðurvegg. Í krikanum sem myndast vestan við stekkinn er grasi gróin tóft, 10×4 m að utanmáli og mögulega kró eða smátóft aftan úr henni að austan. Gæti verið hinn eiginlegi stekkur.“ Ekki er minnst á leifar fjárborgar ofan við Garðastekk, sem verður að þykja allmerkilegar mannvistarleifar.
Garðagata sést vel þar sem hún liggur upp holtið norðan Garðaholts.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-Fornleifakönnun – Álftanesvegur milli Engidals og Selskarðs, Orri Vésteinsson, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 1999.

Garðahverfi

Fjárborg við Garðastekk.

Gálgahraun

Gengið var um Garðahraun í ljósaskiptunum.
Við slíkar aðstæður opinberast gjarnan svipbrigði hraunsins, líkt og litbrigðin á björtum sumarkvöldum. Hraun þetta nefnist ýmist Gálgahraun eða því er KLetturskipt í tvö nöfn, Garðahraun og Gálgahraun þar sem hið fyrrnefnda er suðausturhluti þess en hið síðarnefnda er nyrðri og vestari hlutinn. Miðhluti þess að sunnanverðu hefur einnig verið nefndur Klettahraun og við Engidal einnig Engidalshraun. Fleiri nöfn í sama hrauni eru t.d. Flatahraun, Vífilsstaðahraun, Svínahraun, Urriðakotshraun og Búrfellshraun. Hraunið er reyndar að uppruna hluti af Búrfellshrauni og er sú tunga þess sem teygir sig lengst frá upptökunum, gígnum Búrfelli, í NV-átt. Hraun þetta hefur verið aldursgreint um 7200 ára (Jón Jónsson, 1994).
Hraunið er víða mjög úfið og flokkast að mestu til apalhrauna en annars staðar er það sléttara og mætti kallast helluhraun. Ýmsar myndanir koma fram í úfna hlutanum þar sem djúpar hrauntraðir, niðurföll og upplyftir sprungnir hólar skiptast á. Bergtegundin er ólivínþóleiít og er slík bergbráð að jafnaði mjög þunnfljótandi. Þunnfljótandi basalthraun sem þetta geta, runnið að miklu leyti í lokuðum rásum undir yfirborði og skilið eftir sig hella en seinna getur þak þeirra hrunið og myndast þá dældir, rásir og niðurföll. Í hraunrennsli sem þessu kólna jaðrarnir mun hraðar, þar hægist á rennslinu, veggir hlaðast upp og renna myndast sem hraunið streymir eftir.

Útsýni

Í Garðahrauni er víða sléttur og gróningar. Í Gálgahrauni eru margar opnar rennur eða hrauntraðir. Í Klettahrauni eru háir klettar og djúp hvolf. Svæðið í heild er hið mesta augnayndi – hvert sem um það er farið.
Halli lands þarna er lítill og því hefur straumhraði hraunsins verið farinn að minnka verulega. Einnig hefur bergbráðin trúlega afgasast nokkuð komin þetta langt frá upptökunum en afgösun hægir verulega á rennslinu og leiðir til úfnara yfirborðs. Sennilega hafa margir straumar verið í gangi en á milli þeirra hefur lítið hreyfst og hraunljarnir eða storknaðir barmar myndast. Upplyftir sprungnir hólar eru afleiðing afgösunar þegar rennslið er nánast hætt yfirborðið orðið nokkuð storkið og gasið brýtur sér leið upp um það. Í tengslum við þetta og storkið yfirborð almennt myndast stundum svokallað flekahraun þar sem storknaði hlutinn brotnar upp í fleka við óreglulegt rennsli og straumamót undir niðri og yfirborðið ýfist upp.

Gálgahraun

Flekahraun er því eins konar millistig milli hellu- og apalhrauna en slíkt má sjá í Gálgahrauni/Klettahrauni á mörgum stöðum. Af dýpt rása, niðurfalla og gjóta og hæð hóla má sjá að hraunið er nokkuð þykkt. Jón Jónsson (1994) telur að almennt sé Búrfellshraun um 18-22 m þykkt út frá borunum gegnum það, en þykktin á Gálgahrauni er orðin eitthvað minni, e.t.v. 5-10 m. Þar sem yfirborðið er úfnast og hraunið hefur oltið hægt áfram í þungum straumum, gæti þykktin hæglega verið talsvert meiri en í sléttustu, helluhraunsflákunum er þykktin trúlega ekki f|arri þessu bili. Laus jarðvegur hefur lítið náð að safnast fyrir í hrauninu en þó er það nokkuð gróið og líklega fær ýmis konar gróður fínt skjól í því.
Ljónslappi

Eldfjallagjóska er fyrirferðamikil jarðvegsmyndun á þessum slóðum (Jón Jónsson, 1994). Sjaldgæft er að finna svona svipmikil hraun við bæjardyrnar eða inni í stórum þéttbýlum.
Sem fyrr sagði er Gálgahraunið stórbrotinn endir á samfelldum hraunstraumi alla leið ofan úr Búrfelli (sjá meira HÉR). Gálgaklettur er vestast í hrauninu og nafnið segir sjálfsagt allt um það sem þar gerðist fyrr á öldum. Af klettinum er víðsýnt til fjalla sem og helstu kennileita á höfuðborgarsvæðinu, sem oft lenda undir skemmtilegum sjónarhornum milli hraundranga. Ekki eru til heimildir um aftökur á þessum stað. Við Gálgana átti að vera staður sem kallaðist Gálgaflöt. Munnmæli herma að þar hafi sakamenn sem hengdir voru í gálgunum verið dysjaðir.
Grasi Gálgahraungrónir balar norðan við Gálgakletta eru grænni en aðrir staðir nærri klettunum. Ekki er ljóst hvar Gálgaflötin var en þessir balar koma sterklega til greina. Ritaðar frásagnir af því að mannabein hafi fundist við Gálgakletta bera þess vitni að þar hafi menn verið dysjaðir þó aðrar skráðar heimildir séu ekki fyrir hendi, sem fyrr sagði.
Garðahraun var beitiland frá Görðum og var þar tekinn mosi og rifið lyng til eldiviðar. Norðvesturhorn hraunsins heitir Hrauntangar og var þar þerrivöllur fyrir þang- og marhálm sem skorinn var á fjörunni neðan við hraunið. Þang til eldiviðar var sótt á þennan stað úr Garðahverfi fram á fyrstu ár 20. aldar. Marhálmurinn var þurrkaður og notaður til einangrunar í timburhús.
Hálmskurður var aðallega stundaður í Lambhúsafjöru í Lambúsatjörn. Skorinn marhálmurinn var notaður þegar illa áraði og heyfengur af skornum skammti og þótti góð búbót því nautgripir voru sólgnir í hann. Hálmur sem rak á Lambhúsafjörur var góður sem undirlag í rúm og til að útbúa dýnur. Hann var stundum notaður sem stopp í söðla og hnakka og jafnvel í sængur.

Birki

Marhálmurinn var algjörlega ónýtur sem eldsneyti en þegar farið var að byggja timburhús var hann mikið notaður til að einangra milli þilja. Hann var seldur til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og notaður í íshúsin, einkum Nordalsíshús og Ísbjörninn. Guðmundur Þóroddson í Lásakoti á Álftanesi hafði t.d. atvinnu af því að hirða marhálm í Skógtjörn, þurrka hann og flytja á tveimur hestum til kaupenda. Marhálmur hvarf að mestu veturinn 1918-19. Hálmurinn er mikilvæg fæða álfta sem Álftanes dregur væntanlega nafn sitt af. Margæsir sem staldra hér við á vorin og haustin á leið sinni til og frá vetrarstöðvunum í Bretlandi en sumarsvæði hennar eru í Grænlandi og Kanada sækjast í marhálminn. Það eru fleiri fuglar sem sækja í tjarnirnar á Álftanesi í grennd við Gálga- og Klettahraun. Talsverð búbót var af torfristu og mótekju en fjörumór þótti mun betri eldsmatur en hálmurinn. Garðhverfingar höfðu leyfi til að skera þang í fjöru en rekaþangið var betra og þornaði fyrr en þang sem var skorið í sjó. Það var ekki eins salt og brann líka betur. Mór og þang var þurrkað á þurrkvöllum í hrauninu og á hlöðnum þurrkgörðum. Það var síðan geymt í hlöðnum grjótbyrgjum. Þegar þangið var vel þurrt var það bundið upp í sátur sem voru bornar á bakinu heim á bæina. Þegar allt annað þraut var lyng rifið og notað sem eldsmatur og það litla sem fékkst af kvisti var líka tekið.

 

KofatóftFuglalífið er ákaflega fjölbreytt og tegundafjöldinn óvenju mikill. Kría og æðarfugl verpa í hrauninu norðantil og á Eskinesi var á síðustu öld komið upp æðarvarpi og í sambandi við það reistur lítill kofi fyrir varðmenn og er stutt síðan að þekja hans féll niður. Þessi kofi er í gjá ofan við Eskines.
Jón Jónsson, jarðfræðingur, segir í bókinni frá Fjöru til fjalls að sjávarstaða hafi verið lægri en nú er þegar Búrfellshraun rann. Eskines er kvísl eða hrauntangi sem gengur lengst út í Arnarvog og hefur stöðvast á þurru landi telur hann. Nesið hefur brotnað á undangenginni öld og sjór flæðir nú yfir stóran hluta þess á stórstraumsflóðum. Húsatóftir sem eru að eyðast sjást enn á Eskinesi. Erfitt er að henda reiður á hvort þetta er gömul verbúð eða kotbýli. í Jarðabók ÁM og PV frá 1703 segir m.a. í lýsingu Hraunsholts: „Skipsuppsátur og vergögn hefur jörðin við Ofanmannabúð“ og „Hrognkelsafjara lítil þar sem heitir Eskines“.

Eskines-22

Þórarinn Böðvarsson prestur í Görðum lét reisa kofa þarna um 1870. Sjást leifar hans enn í hraunkantinum. Þórarinn ætlaði að koma upp æðarvarpi í Eskinesi. Samkvæmt frásöng Ólafs Þorvaldssonar lét hann reisa kofa í hraunjaðrinum og þar eru vallgrónar minjar, þannig að það má vera að tóftirnar á nesinu séu af eldra húsi (Ofanmannabúð). Séra Þórarinn flutti karl og konu í kofann og lét þau hafa hænsnfugla hjá sér sem áttu að lokka æðakollurnar til að verpa í hreiðrin sem útbúin höfðu verið. Þetta hafði ekki tilætlaðan árangur og gafst Þórarinn upp á þessari tilraun stuttu seinna. Norðan við Eskineseyrartá eru tvö eða þrjú flæðisker sem sauðfé sótti mjög í á sínum tíma. Þar varð verulegur fjárskaði um 1900 þegar 40-50 kindur úr Hafnarfirði og Garðahverfi flæddi til dauðs.

Hraunkarl

Þeir sem kunnu að nýta það sem hraunin gáfu af sér töldu þau afar gjöful. Leiguliðar Garða fengu að beita þarna sauðfé sínu. Víða í grasgefnum lautum í hraunjaðrinum og út með ströndinni var ágætist útibeit fyrir sauðfé hvort heldur var að sumri eða vetri. Auðvelt var að útbúa fjárskjól í hraunskútum og má finna minjar um smala- og fjárskjól ásamt hlöðnum byrgjum á nokkrum stöðum. Þegar skyggnst er ofan í jarðföll, sprungur í hraunjöðrum og klettaborgum sjást þessar grjóthleðslur, eða vallgrónir torf- og grjótveggir. Stundum var hlaðið upp við sprungur og reft yfir til að nýta náttúrulegar aðstæður sem best. Slíkar minjar er hægt að finna í Klettahrauni og Gálgahrauni, t.d. á Grænhól, við Garðastekk og við Eskines.

Gálgaklettar/-ur

Hraunið gat verið ágætis beitiland en það var ekki hættulaust að nýta það. Sauðamenn fylgdu sauðfénu og gættu þess að það færi sér ekki að voða því víða leynast glufur í hrauninu sem geta valdið skaða. Á vetrum var fénu beitt í fjörunni á hólmum og flæðiskerjum. Það var því mikilvægt að gæta að sjávarföllum og koma fénu í land áður en féll að. Fjárkynið sem undi sér best í Klettunum var kallað Klettafé. Það var á útigangi í hrauninu nema þegar rekið var á fjall yfir hásumarið. Hraunið var leitótt og erfitt yfirferðar og féð styggt og meinrækt að sögn Ólafs Þorvaldssonar, sem bjó í Ási við Hafnarfjörð. Þetta leiddi til þess að iðulega kom fyrir að eitthvað af fénu komst ekki á fjall og var í hrauninu allt árið. Nokkur örnefni og kennileiti minna á þessa tíð, þ.á.m. eru Garðastekkur og Garðarétt, ásamt túnflekk og húsatóftum í hraunjaðrinum á móts við Prestaþúfu.

Garðastekkur

Beitin hefur án efa átt sinn þátt í að eyða kjarrgróðri sem eflaust hefur vaxið í hrauninu í öndverðu. Birki og víðir eru að ná sér á strik á stöku stöðum í hrauninu en það er að mestu vaxið lyngi, mosa og hverskyns lággróðri.  Hraunssvæði Garðahrauns er hið ágætasta útivistarland og margt er að sjá s.s. fyrr er lýst. Gróðurfar er fljölbreytt, klettamyndir stórfenglegar, djúpar gjótur og grunn jarðföll setja svip á landið og ströndin er heillandi. Við hraunjaðarinn eru fallegir bollar og hraunstrýtur og klettar af öllum stærðum. Áður fyrr þótti hraunið ekki mjög heillandi eða árennilegt öðrum en þeim sem þekktu það vel.
Álftanesgata eða Fógetagata (sjá meira HÉR) eins og forna alfaraleiðin út á Álftanes var nefnd, lá í krókum gegnum hraunið eftir ruddri slóð. Hún var ágæt yfirreiðar í björtu veðri en gat reynst hættuleg og valdið óhugnaði hjá fólki í dimmviðri, regni og vetrarhríð.

Borg

Gatan var líka nefnd Gálgahraunsstígur nyrðri og Sakamannastígur. Þessi nöfn voru nægjanlega skuggaleg til að setja hroll að ferðalöngum sem áttu leið um þessa grýttu og torfæru götu eftir að rökkva tók. [Heimild er þó til að síðastnefndu nöfnin hafi verið nefna á götu með sjónum að vestanverðu að Gálgakletti.] Gatan er enn nokkuð augljós og auðvelt að rekja sig eftir henni þar sem hún fetar sig upp á hraunið nærri Eskinesi við botn Arnarvogs yfir hraunið og að hraunbrúninni rétt norðvestan við Garðastekk. Hraunið þótti það villugjarnt að um tíma gat Arnes Pálsson falist þar á 18. öld, en hann var kunnur þjófur sem lagðist út og var samtíða Fjalla Eyvindi og Höllu. [Reyndar dvaldist Arnes í samnefndum helli við Hraunsholt, sem er í Garðahrauni, þar sem hann er enn.]
GanganÞrátt fyrir dulúð, drunga og harðneskjublæ sem fylgir óneitanlega Gálgahrauns- og Klettahrauns nöfnunum eru margir heillandi staðir á þessum slóðum. Þeir sem vilja kynnast þessu merka hrauni nánar ættu að gefa sér tíma og fara nokkrar ferðir um hraunið. Það er margt að sjá og um að gera að skyggnast eftir minjum og áhugaverðum stöðum.
Ekki má gleyma strandlengjunni sem er síbreytileg og tjarnirnar í Vatnagörðunum eru mjög sérstakar. Það er auðvelt að fara um hraunið allan ársins hring og hægt leita skjóls ef vindur blæs og regnið lemur. Þarna hafa skáld og myndlistarmenn eins og Kjarval, Pétur Friðrik, Eiríkur Smith og Guðmundur Karl oft leitað fanga.
Frábært veður í vetrarljósakiptunum. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Ólafur Þorvaldsson, Áður en fífan fýkur.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar.
-Jón Jónsson, Frá fjöru til fjalls.
-Jónatan Garðarsson.
-Atli Karl Ingimarsson.
-Jarðabók ÁM og PV – Hraunsholt.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Gálgaklettar

Gengið var um Gálgahraun, en hraunið sem og Klettahraun eru nyrstu hlutar Garðahrauns. Eftirfarandi lýsing er m.a. byggð á lýsingu Jónatans Garðarssonar um svæðið. Um Hraunin lá svonefndur  SelurFógetastígur, frá Reykjavík til Bessastaða, Garðagata og Móstígur.
„Nyrsti hluti Búrfellshrauns nefnist Garðahraun og skiptist í Engidalshraun og Klettahraun sem er líka nefnt Klettar. Allra nyrst er Gálgahraun þar sem hraunið gengur fram í Lambhúsatjörn og Skerjafjörð. Þetta er gott útivistarland og margt að sjá í hrauninu og fjörunni. Gróðurfar er fljölbreytt, klettamyndir stórfenglegar, djúpar gjótur og grunn jarðföll setja svip á landið og ströndin er heillandi. Við hraunjaðarinn eru fallegir bollar og hraunstrýtur og klettar af öllum stærðum. Myndarlegustu klettarnir bera einkennandi nöfn eins og Stóriskyggnir og Litliskyggnir og skammt frá þeim eru Vatnagarðarnir. Frægastir eru Gálgaklettar, eða Gálgar, sem eru þrír stórir hraundrangar sem standa í þyrpingu. Það eru Vesturgálgi, Miðgálgi og Austurgálgi, sem segja má að sé þríklofinn klettur og þar af leiðandi allt eins nefndir einu nafni Gálgaklofningar.

Hraunkarl

Við Gálgana átti að vera staður sem kallaðist Gálgaflöt. Munnmæli herma að þar hafi sakamenn sem hengdir voru í gálgunum verið dysjaðir. Grasi grónir balar norðan við Gálgakletta eru grænni en aðrir staðir nærri klettunum. Ekki er ljóst hvar Gálgaflötin var en þessir balar koma sterklega til greina. Ritaðar frásagnir af því að mannabein hafi fundist við Gálgakletta bera þess vitni að þar hafi menn verið dysjaðir þó aðrar skráðar heimildir séu ekki fyrir hendi.
Áður fyrr þótti hraunið ekki mjög heillandi eða árennilegt öðrum en þeim sem þekktu það vel. Álftanesgata eða Fógetagata eins og hin forna alfaraleið út á Álftanes var nefnd, lá í krókum gegnum hraunið eftir ruddri slóð.

Fógetastígur

Gatan var ágæt yfirreiðar í björtu veðri en gat reynst hættuleg og valdið óhugnaði hjá fólki í dimmviðri, regni og vetrarhríð. Gatan var líka nefnd Gálgahraunsstígur nyrðri og Sakamannastígur. Þessi nöfn voru nægjanlega skuggaleg til að setja hroll að ferðalöngum sem áttu leið um þessa grýttu og torfæru götu eftir að rökkva tók. Gatan er enn nokkuð augljós og auðvelt að rekja sig eftir henni þar sem hún fetar sig upp á hraunið nærri Eskinesi við botn Arnarvogs yfir hraunið og að hraunbrúninni rétt norðvestan við Garðastekk. Hraunið þótti það villugjarnt að um tíma gat Arnes Pálsson falist þar á 18. öld, en hann var kunnur þjófur sem lagðist út og var samtíða Fjalla Eyvindi og Höllu. [Arnes dvaldist í Arnesarhelli við Hraunsholt, nokkru austar, undir norðurbrún Flatahrauns.]
Þeir sem kunnu að nýta það sem hraunin gáfu af sér töldu þau afar gjöful. Hraunið tilheyrði Garðakirkju og fengu leiguliðar kirkjunnar að beita þar sauðfé sínu. Víða í grasgefnum lautum í hraunjaðrinum og út með ströndinni var ágætist útibeit fyrir sauðfé hvort heldur var að sumri eða vetri. Auðvelt var að útbúa fjárskjól í hraunskútum og má finna minjar um smala- og fjárskjól ásamt hlöðnum byrgjum á nokkrum stöðum. Þegar skyggnst er ofan í jarðföll, sprungur í hraunjöðrum og klettaborgum sjást þessar grjóthleðslur, eða vallgrónir torf- og grjótveggir. Stundum var hlaðið upp við sprungur og reft yfir til að nýta náttúrlegar aðstæður sem best. Slíkar minjar er hægt að finna í Klettahrauni og Gálgahrauni, t.d. á Grænhól, við Garðastekk og við Eskines.
 GálgahraunHraunið gat verið ágætis beitiland en það var ekki hættulaust að nýta það. Sauðamenn fylgdu sauðfénu og gættu þess að það færi sér ekki að voða því víða leynast glufur í hrauninu sem geta valdið skaða. Á vetrum var fénu beitt í fjörunni á hólmum og flæðiskerjum. Það var því mikilvægt að gæta að sjávarföllum og koma fénu í land áður en féll að. Féð gekk í fjöru frá Gálgaklettum inn að Eskinesi og þar rak oft ferskan marhálm sem var á við töðugjöf þegar hálmurinn var nýr. Fjárkynið sem undi sér best í Klettunum var kallað Klettafé. Það var á útigangi í hrauninu nema þegar rekið var á fjall yfir hásumarið. Hraunið var leitótt og erfitt yfirferðar og féð styggt og meinrækt að sögn Ólafs Þorvaldssonar, sem bjó í Ási við Hafnarfjörð. Þetta leiddi til þess að iðulega kom fyrir að eitthvað af fénu komst ekki á fjall og var í hrauninu allt árið.

 Gálgahraun

Nokkur örnefni og kennileiti minna á þessa tíð, þ.á.m. eru Garðastekkur og Garðarétt, ásamt túnflekk og húsatóftum í hraunjaðrinum á móts við Prestaþúfu. Beitin hefur án efa átt sinn þátt í að eyða kjarrgróðri sem eflaust hefur vaxið í hrauninu í öndverðu. Birki og víðir eru að ná sér á strik á stöku stöðum í hrauninu en það er að mestu vaxið lyngi, mosa og hverskyns lággróðri.  Hálmskurður var stundaður aðallega í Lambhúsafjöru í Lambúsatjörn. Skorinn Marhálmurinn var notaður þegar illa áraði og heyfengur af skornum skammti og þótti góð búbót því nautgripir voru sólgnir í hann. Hálmur sem rak á Lambhúsafjörur var góður sem undirlag í rúm og til að útbúa dýnur. Hann var stundum notaður sem stopp í söðla og hnakka og jafnvel í sængur. Marhálmurinn var algjörlega ónýtur sem eldsneyti en þegar farið var að byggja timburhús var hann mikið notaður til að einangra milli þilja. Hann var seldur til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og notaður í íshúsin, einkum Nordalsíshús og Ísbjörninn.

 Gálgahraun

Guðmundur Þóroddson í Lásakoti á Álftanesi hafði atvinnu af því að hirða marhálm í Skógtjörn, þurrka hann og flytja á tveimur hestum til kaupenda. Marhálmur vex í minna mæli nú en áður og hvarf að mestu veturinn 1918-19. Hálmurinn er mikilvæg fæða álfta sem Álftanes dregur væntanlega nafn sitt af. Margæsir sem staldra hér við á vorin og haustin á leið sinni til og frá vetrastöðvunum í Bretlandi en sumarsvæði hennar eru í Grænlandi og Kanada sækjast í marhálminn. Það eru fleiri fuglar sem sækja í tjarnirnar á Álftanesi í grennd við Gálga- og Klettahraun. Fuglalífið er ákaflega fjölbreytt og tegundafjöldinn óvenju mikill.
 GálgahraunTalsverð búbót var af torfristu og mótekju en fjörumór þótti mun betri eldsmatur en hálmurinn. Garðhverfingar höfðu leyfi til að skera þang í fjöru en rekaþangið var betra og þornaði fyrr en þang sem var skorið í sjó. Það var ekki eins salt og brann líka betur. Mór og þang var þurrkað á þurrkvöllum í hrauninu og á hlöðnum þurrkgörðum. Það var síðan geymt í hlöðnum grjótbyrgjum. Þegar þangið var vel þurrt var það bundið upp í sátur sem voru bornar á bakinu heim á bæina. Þegar allt annað þraut var lyng rifið og notað sem eldsmatur og það litla sem fékkst af kvisti var líka tekið.
Jón Jónsson jarðfræðingur segir í bókinni frá Fjöru til fjalls að sjávarstaða hafi verið lægri en nú er þegar Búrfellshraun rann. Eskines er kvísl eða hrauntangi sem gengur lengst út í Arnarvog og hefur stöðvast á þurru landi telur hann. Nesið hefur brotnað á undangenginni öld og sjór flæðir nú yfir stóran hluta þess á stórstraumsflóðum.

Tóft

Húsatóftir sem eru að eyðast sjást enn á Eskinesi. Erfitt er að henda reiður á hvort þetta er gömul verbúð eða kotbýli, en líklegast er að þetta sé hús sem Þórarinn Böðvarsson prestur í Görðum lét reisa um 1870. Hann ætlaði að koma upp æðarvarpi í Eskinesi. Samkvæmt frásöng Ólafs Þorvaldssonar lét hann reisa kofa í hraunjaðrinum og þar eru vallgrónar minjar, þannig að það má vera að tóftirnar á nesinu séu af eldra húsi. Séra Þórarinn flutti karl og konu í kofann og lét þau hafa hænsnfugla hjá sér sem áttu að lokka æðakollurnar til að verpa í hreiðrin sem útbúin höfðu verið. Þetta hafði ekki tilætlaðan árangur og gafst Þórarinn upp á þessari tilraun stuttu seinna. Norðan við Eskineseyrartá eru tvö eða þrjú flæðisker sem sauðfé sótti mjög í á sínum tíma. Þar varð verulegur fjárskaði um 1900 þegar 40-50 kindur úr Hafnarfirði og Garðahverfi flæddi til dauðs.
Þrátt fyrir dulúð, drunga og harðneskjublæ sem fylgir óneitanlega Gálgahrauns- og Klettahrauns nöfnunum eru margir heillandi staðir á þessum slóðum.

 Gálgahraun

Þeir sem vilja kynnast þessu merka hrauni nánar ættu að gefa sér tíma og fara nokkrar ferðir um hraunið. Það er margt að sjá og um að gera að skyggnast eftir minjum og áhugaverðum stöðum.
Ekki má gleyma strandlengjunni sem er síbreytileg og tjarnirnar í Vatnagörðunum eru mjög sérstakar. Það er auðvelt að fara um hraunið allan ársins hring og hægt leita skjóls ef vindur blæs og regnið lemur. Þarna hafa skáld og myndlistarmenn eins og Kjarval, Pétur Friðrik, Eiríkur Smith og Guðmundur Karl oft leitað fanga. Þeir sem hafa gaman af því að taka ljósmyndir ættu að finna ógrynni af skemmtilegum mótífum í klettum og klungrum.“
Selir léku sér í lygnunni á austanverðri Lambhúsatjörninni.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir:
-Ólafur Þorvaldsson, Áður en fífan fýkur.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar.
-Jón Jónsson, Frá fjöru til fjalls.

Gálgahraun

Ófeigskirkja

Ófeigskirkja var örnefni í Garðahrauni – allt til þangað til Álftanesvegurinn var lagður árið 1910. Þá var „kirkjan“ brotin undir vegstæðið, enda lá hún vel við höggi; brunahóll tilvalinn til undirlags.

Sumir

Hóllinn sá var reyndar dæmigerður fyrir ástleitni vegagerðarmanna þess tíma í nálæga hraunhóla – allt til þessa dags. Varla var til sá gígur, eldvarp eða auðunninn hóll að hann þyrfti ekki að nýta til vegagerðar. Í þá daga – og reyndar allt til þessa dags – hafa „vegagerðarmenn“ virst blindir fyrir öðru en verkefnum sínum hverju sinni. Til að bæta fyrir fyrrnefnt „slys“ var örnefnið „Ófeigskirkja“ fært yfir á næsta nálæga hól, svona til að sýna fram á að honum hafi bara alls ekki verið spillt. Aðrir benda nú á klettastand í hrauninu, öllu álfakirkjulegri.
Annars er Garðahraun, þrátt fyrir nálægðina við Listaverkþéttbýlið, hið fallegasta hraun. Litbrigðin eru óvíða meiri, svo mikil að það hefur orðið uppspretta listaverka hinna mestu listamanna þjóðarinnar, t.d. Kjarvals.
Kristján Eiríksson skráði örnefni í Garðahverfi veturinn 1976-77. Studdist hann m.a. við lýsingu Gísla Sigurðssonar á Garðahverfi, og var hún borin undir kunnuga í hverfinu og síðan samin ný lýsing að fyrirsögn þeirra.
Guðmann Magnússon, fv. hreppstjóri, á Dysjum (Austur-Dysjum) gaf einnig upplýsingar um Garðahraun og lét í té skriflega lýsingu af því austan Álftanesvegar. Þar getur hann m.a. um Ófeigskirkju.
„Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á ListaverkÁlftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greindist í tvo slóða í Hraunviki. Hefur annar suðvestlæga stefnu nokkurn veginn á Holtsendann (þar sem sandnámið var). Hann var við líði fram um 1920, en er nú að mestu uppgróinn. Er þetta hinn fyrrnefndi Móslóði. Eftir honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar. (Ath.: G.S. nefnir hann Gálgahraunsstíg syðra, en ekki kannast Guðmann við það nafn, og mun það rangt. …).
Hinn götuslóðinn úr Hraunviki hefur vestlæga stefnu, og hefur hann verið alfaraleið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið. Liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes. Rétt Fyrirmyndinsunnan við, þar sem vegirnir skiptast, er Skyggnir, stór, einstæður klettur. Skammt frá Skyggni var síðasta birkihríslan í Garðahrauni. Stóð hún af sér ágang manna og dýra fram undir 1940.“
Troðningar sjást meðfram fjörunni í Hraunviki og upp með hraunbrúninni vestan við vikið, en um 50 m frá flæðarmáli, þar sem lítið vörðutyppi er á brúninni liggur gatan upp á hraunið og er þar geil í brúnina. Hraunið er allslétt um 400 m bein vestur frá Hraunviki og liggur leiðin um það slétta svæði og skiptist gatan sumstaðar í fleiri en eina rás en er allsstaðar mjög skýr. Hún liggur síðan í hlykk fram hjá hraunklettum þar sem hraunið er einna hæst og beygir til norðvesturs vestan við klettana. Þar sem gatan beygir er hraunið allslétt og gætu troðningar legið þaðan til suðurs og suðvesturs en ekki eru þeir skýrir.

Grenhólsskjól

Frá beygjunni liggur gatan beint í um 300 m – og er þar samsíða fyrirhuguðu vegarstæði, sumstaðar innan við 20 m frá því. Þar beygir gatan til vesturs og liggur síðan niður úr hrauninu á móts við hleðslu. Í flagmóunum vestan við hraunið má rekja götuna áfram til vesturs og hefur hún nokkuð beina stefnu á Selskarð. Þar sem gatan nálgast fjörumál í Lambhústjörn eru götupaldrar á stuttum kafla en síðan hverfur hún alveg í mýri og flög. Vestan við Selskarð sést framhald götunnar en þar hefur verið gerður malarvegur, nú aflagður. Líklegt er að gatan hafi klofnað við Selskarð og austari
grein legið út á Bessastaði en hin á vesturhluta Álftaness. Á móts við núverandi Garðaholtsveg liggur annar slóði upp í hraunið, um 100 m norðan við Garðastekk og liggur til norðausturs og sameinast aðalgötunni eftir um 250 m. Þetta mu vera gatan sem lá í Garðahverfi. Sú gata er mun ógreinilegri en aðalgatan út á Álftanes.

Gata

Í hrauninu er gatan víðast alldjúp geil, allt að 1 m djúp og 1-2 m breið. algróin. Brotnað hefur af götunni á einum stað við Lambhústjörn. Þessi leið hefur verið notuð fram á síðustu ár 19. aldar en sumarið 1873 var lagður vegur yfir Flatahraun frá Sjónarhóli í Engidal, og framhald á honum áleiðis á Hraunsholtið 1879. Endanleg vegtenging við Reykjavík kom þó ekki fyrr en 1897-99. Eftir það mun aðalleiðin á Álftanes hafa fylgt hinum uppbyggða vegi milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og beygt útaf honum í Engidal.
Þar sem gamla þjóðleiðin kemur niður úr Gálgahrauni að vestan er lítil hleðsla úr hraungrýti utan í hraunkantinum norðan við götuna. Utan í hraunbrún, vallgróinn hvammur næst, fjær eru flagmóar.
Hleðslan er 3 m löng, einföld hraungrýtishleðsla, hvergi meir en tvö umför. Austan við hana er vallgróin hvilft upp í hraunbrúnina og er sokkin grjóthrúga um 16 m austar sem gæti hafa verið á móti hleðslunni. Á milli er óreglulegur þúfnarimi sem gæti verið yfirgróin vegghleðsla. Hefur verið einhverkonar rétt eða aðhald, mögulega stekkur.
Um 70 m suður af botni Lambhústjarnar, um 200 m vestur af vesturbrún Gálgahrauns er ferhyrnd tóft, fast austan við hestagirðingu sem nú er. Í blásnum móa, stórgrýttum Ferhyrnd regluleg tóft, grjóthlaðin með tvöfaldri, 0,7 m breiðri hleðslu. Hvergi er dyr að sjá.
Tóft þessi er skammt norðan við þjóðleiðina út á Álftanes, í jaðri fyrirhugaðs Myndrænnvegarstæðis. Sennilega kálgarður. 40 m í norðvestur frá þessum stað er 8 m löng steinaröð milli tveggja jarðfastra steina og gæti sá nyrðri hafa verið undirstaða undir stóra vörðu en hrúga af sokknu grjóti er í kringum hann.
Skammt norðan Álftanesvegar, þar sem Flatahraunið endar, er Grenishóll, hæðarhryggur til norðurs. Þar var síðast unninn refur um 1870 af Magnúsi Brynjólfssyni, hreppstjóra á Dysjum.
Ófeigskirkja nefndist klettur, sem brotinn var, þegar Álftanesvegurinn var lagður 1910. Hefur nafnið færzt á gervigíg aðeins norðan við Álftanesveginn. Íbúðarhúsið Hraun er skammt vestan við hann. Er það eina húsið, sem byggt er á þessu svæði, og sennilega verða ekki byggð fleiri, því allt hraunið á að verða útivistarsvæði.“
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Garðahverfi – Kristján Eiríksson
-Jónatan Garðason.
-Adolf J.E. Petersen: ‘Samgönguleiðir til Reykjavíkur að fornu og nýju.’ Reykjavík miðstöð þjóðlífs, Rv. 1977, s. 79-97.

Ófeigskirkja