Tag Archive for: Garðabær

Bessastaðir

Á Bessastöðum voru gerðar stórmerkilegar tilraunir í matjurtarrækt á ofanverðri 18. öld og þar heppnuðust fyrstu tilraunir til þess að rækta kartöflur á Íslandi, 1758, en ekki í Sauðlauksdal, eins og almennt hefur verið talið. Einnig var kartöflurækt snemma á Görðum.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Erlendur grasafræðingur, kallaður Köning, sem hingað var sendur til að skoða jurtir landsins, virðist hafa haft vetursetu á Bessastöðum 1763-64, en var hér hvorki lofaður né lastaður eftir því sem Íslandsárbók segir.

Allan síðari hluta átjándu aldar var mikil garðrækt á Bessastöðum og hafði þessi garðyrkjuáhugi áhrif víðar um nesið. Þegar Skúli fógeti fluttist að nýju að Bessastöðum, fékk hann silfurverðlaun árið 1772-73 fyrir kartöflurækt, en gullverðlaunin hreppti Ólafur amtmaður Stefánsson í Sviðholti.

Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen, amtmaður.

Garðræktin á Bessastöðum virðist hafa verið í hvað mestum blóma í stiftamtmannstíð Jóhanns Levetzow, sem kom að Bessastöðum árið 1785.
Stanley segir í ferðabók sinni árið 1789 “að lokinni máltíð fórum við út í garðana, sem eru fegurri, fjölskrúðugri og skipulagðir af meiri smekkvísi en mig hefði órað fyrir. Þessar plöntur eru ræktaðar þar og dafna flestar ágætlega, grænkál, kál, kálrabí: planta, sem hefir betri rófur en næpa og vex eins vel hér og í Danmörku”.

Skúli Magnússon skrifaði á svipuðum tíma lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þar getur hann um jurtir sem ræktaðar eru á Bessastöðum, í Viðey, Nesi, Reykjavík, Keflavík og víðar. Þær eru einkum gulrætur, hvönn eða hvannarót, brúnt, grænt, hvítt og rautt kál, gulrófur, piparrót, Pétursselja, kartöflur, radísur, redíkur, rófur og salat.

Heimildir:
-Sturla Friðriksson – Úr 200 ára sögu kartöflunnar á Íslandi – 1959.

Bessastaðir

Bessataðir fyrrum.

Bessastaðir

“Ásbjörn hér maðr Özurarson, bróðurson Ingólfs, hann nam land millum Hraunholtslækjar ok Hvassahrauns, Álptanes allt, ok bjó á Skúilastöðum.”

Bessastaðir

Lágmynd á Bessastaðakirkju.

Þannig segir í Landnámu og eru því heimildir um byggð á Álftanesi allt frá því á landnámsöld. Landnám Ásbjarnar náði yfir nánast allan gamla Álftaneshrepp. Skiptar skoðanir erum um hvar Skúlastaðir hafi verið, en oftast hefur verið giskað á Bessastaði eða Garða á Álftanesi. Ákvæði í elsta máldaga Bessastaðakirkju segja frá því að afkomandi Ásbjarnar Özurarsonar í beinan karllegg, Sveinbjörn að nafni, hafi átt Bessastaði. Þar hefur verið um að ræða annað hvort Sveinbjörn Ólafsson, sem uppi var á elleftu öld, eða Sveinbjörn Ásmundarson, sem uppi var á tólftu öld. Það gæti verið vísbending um tengsl landnámsmannsins við staðinn.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Nafnið Skúli tengist ekki landnámi á Álftanesi, né heldur nafn Bessa, og því enga ályktun hægt að draga af nöfnunum um það hvort Skúlastaðir hafi verið þar sem Bessastaðir eru nú.
Fornleifarannsóknir á Bessastöðum virðast ýta undir þá tilgátu að þar hafi bær verið þegar á landnámsöld og gætu þar með stutt þá kenningu að Skúlastaðir hafi verið Bessastaðir en ekki Garðar. Ummerki og rask fundust rétt undir landnámsgjóskunni og eru þá frá níundu öld. Öruggar minjar hafa fundist þar um búsetu þar frá elleftu öld.
Reyndar fara sérfræðingar og fræðimenn þarna villu vega. Minjar Skúlastaða eru í Helgadal, ekki langt frá Skúlatúni.

Heimild:
-Landnámabók og Álftanessaga – Anna Ólafsdóttir Björnsson – 1996.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Sveinn Björnsson

Í tímariti sjálfstæðismanna, Þjóðin, var árið 1941 fjallað um „Fyrsta ríkisstjóra Íslands„:

Þjóðin

Þjóðin 1941.

„17. júní síðastl. var merkisdagur í sögu Íslands. Þá var á Alþingi kjörinn hinn fyrsti ríkisstjóri landsins. Varð fyrir kjöri Sveinn Rjörnsson fyrrum sendiherra Íslands í Danmörku. Var það vel ráðið og viturlega, að velja þann mann í æðsta virðingarsæti ríkisins, sem allir landsmenn gátu borið óskert traust til og skipað hafði áður hinum vandamestu málum þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Verður það að segjast, að fyrsta ríkisstjórakosningin hafi tekist vel og giftusamlega.
Alþingi hefir gert þá ráðstöfun, að velja Bessastaði á Álftanesi sem ríkisstjórabústað. Bessastaðir eru fornt höfuðból, allt frá dögum Snorra Sturlusonar, og þar hafa höfðingjar setið oft og tíðum. Er Bessastöðum vel í sveit komið sem ríkisstjórabústað, skammt frá höfuðstaðnum, en þó nógu langt í burtu til að vera ekki umsetinn af erindislausu fólki.
Ríkisráðsfundur Á Bessastöðum eru ýmsar sögulegar minjar, aðallega frá dögum höfuðsmannanna og veru latínuskólans þar á staðnum, og þarf að varðveita þær.
Til bráðabirgða hafa ríkisstjóranum verið fengin híbýli til umráða í Alþingishúsinu. Þar eru skrifstofur hans, og hefir Pétur Eggerz cand. jur. verið skipaður ríkisstjóraritari.
Fyrir skömmu átti ríkisstjóri viðtal við blaðamenn í þeim húsakynnum, og þar hefir hann og frú hans veitt erlendum fulltrúum og embættismönnum landsins móttöku. Þar hefir og verið haldinn hinn fyrsti ríkisráðsfundur hans, en allar þessar samkomur hafa einkennt virðuleiki ríkisstjórans sjálfs, lúfmennsku hans og nærgætni við háa sem lága.“

Heimild:
-Þjóðin, tímarit sjálfstæðismanna, „Fyrsti ríkisstjóri Íslands“, 4. árg 1941, 2. hefti, bls. 56-57.

Bessastaðir

Bessastaðir 2023.

Bessastaðir

Bessastaðir eru, líkt og Þingvellir, einn af helgustu minjastöðum landsins.

Bessastaðir

Bessastaðir 1720.

Bessastaða er fyrst getið í íslenskum heimildum í eigu Snorra Sturlusonar. Við dráp Snorra 1241 gerði kóngur eigur hans upptækar og þá komust Bessastaðir í konungs eign. Með tímanum urðu Bessastaðir aðsetur fulltrúa erlends konungsvalds á Íslandi allt til loka 18. aldar.Eftir siðaskiptin vænkast hagur Bessastaða, því að bestu og arðvænlegustu sjávarjarðir Skálholtsstóls á Suðurnesjum voru lagðar undir Bessastaði. Áður voru Bessastaðir heldur lítil og rýr jörð.

Grímur Thomsen

Grímur Thomsen.

Grímur Thomsen keypti Bessastaði 1867 og eftir hans dag voru ýmsir eigendur að Bessastöðum. Sigurður Jónsson gaf ríkinu Bessastaði fyrir ríkisstjórabústað árið 1941 og síðan hefur þar verið aðsetur þjóðhöfðingja Íslands.
Þegar Skúli Magnússon var skipaður landfógeti árið 1749, fyrstur íslenskra mann, vildi hann síður búa á Bessastöðum í sambýli við amtmann og fékk leyfi til að sitja í Viðey og reisa sér þar bústað 1753-55. Viðey var ein af fjölmörgum kirkjujörðum á Íslandi sem komust í hendur Danakonungs eftir siðaskiptin.
Bessastaðastofa er eitt af elstu húsum landsins. Hún var byggð á árunum 1760-65 í tíð fyrsta íslenska amtmannsins, Magnúsar Gíslasonar. Arkitekt var J. Fortling. Magnús flutti til Bessastaða er húsið var fullbúið vorið 1766, en var þar aðeins skamma hríð, því bæði hjónin létust þar á sama árinu, 1766. Veggir voru hlaðnir úr tilhöggnu grágrýti og múrað á milli. Kalk, sandur og timbur var flutt frá Danmörku. Veggir voru meira en 1 metri á þykkt og þak reist úr 28 “pommerskum” bjálkum.

Bessastaðir

Bessastaðir 1722.

Árið 1760 kom til Bessastaða nýútskrifaður læknir, Bjarni Pálsson, sem fyrsti landlæknir á Íslandi og eini lærði læknirinn á landinu. Hann bjó þar í þrjú ár, eða þar til reistur var yfir hann sérstakur bústaður að Nesi við Seltjörn.
 Árið 1804 lauk hlutverki Bessastaða sem aðsetur umboðsmanna konungs á Íslandi. Sá, sem þá tók við, Trampe greifi, settist að í fangahúsinu í Reykjavík og varð sú bygging opinberlega embættisbústaður umboðsmann konungs árið 1819. Meðan Bessastaðir höfðu enn það hlutverk var staðurinn stundum kallaður “Konungsgarður” og fluttist það heiti nú á hús það sem nú kallast Stórnarráð og hýsir forsætisráðherra og áður forseta Íslands, en var upprunalega byggt sem tukthús 1761-1771.
Ástæða er til að vekja athygli á að um miðja 18. öldina voru reist fjögur vegleg steinhús á því svæði sem nú kallast Stór-Hafnarfjarðarsvæði, þ.e. Viðeyjarstofa (1753-55), Nesstofa (1761-66), Bessastaðastofa (1761-66) og Tukthúsið, nú Stjórnarráð Íslands (1761-1771). Einnig var lokið við Hóladómkirkju árið 1763 og Landakirkju í Vestmanneyjum árið 1774.

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Meðan Bessastaðir voru enn bústaður embættismanna konungs var sú kvöð á ábúendum annarra konungsjarða í nágrenninu að leggja fram vinnuafl á staðnum og jafnvel víðar svo sem á þeim bátum, sem fulltrúar konungs gerðu út á eigin vegum. Voru menn kvaddir til ýmissa starfa á Bessastöðum, s.s. vinnu við húsagerð, garðhleðslu, heyskap, maltgerð og torfskurð í mógröfum. Einnig voru menn sendir á eigin hestum til veiða í Elliðaánum og flytja laxinn til Bessastaða, sækja hrís suður í Hraun eða timbur austur í Þingvallaskóg.

Skólanaust

Skólanaust við Skansinn.

Einnig þurftu menn að leggja til eigin báta til að sigla með Bessastaðafólkið því til skemmtunar út um allan sjó. Ekki má gleyma þeirri kvöð að flytja fólk frá Bessastöðum yfir Skerjafjörð í Skildinganesi á Seltjarnarnesi eða jafnvel inn í Viðey.
Þegar hlutverki Bessastaða sem embættisbústaðar var lokið 1805 hófst nýr kafli í sögu staðarins. Árið 1805 fluttist þangað Latínuskólinn sem áður starfaði á Hólavelli í Reykjavík.
Skansinn, virki það, sem enn stendur, var byggt um 1668 og var það aðallega hugsað sem varnarvirki gegn “Tyrkjum”, sem hjuggu hér strandhögg 1627, ef þeir skyldu koma hingað aftur.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja.

Kirkjan á Bessastöðum var byggð á árunum 1780-1823 að turninn var fullbyggður. Kirkjuturninn er 15 metra hár og varekki byggður fyrr en á árunum 1822-23. Í turninum eru tvær klukkur, önnur frá 1741 og hin frá 1828. Talið er að kirkja hafi verið á Bessastöðum frá því snemma í kristni eða frá 11. öld. Margt er hægt að sýna ferðamönnum, sem koma að skoða kirkjuna eins og t.d. legsteina Páls Stígssonar, höfuðsmanns (d. 1566) og Magnúsar Gíslasonar, amtmanns og konu hans, Þórunnar Guðmundsdóttur (d. 1766).
Gagngerðar viðgerðir og breytingar hafa farið fram á Bessastaðakirkju eftir að Bessastaðir urðu forsetasetur. Í henni er t.d. nýtt gólf (gamla gólfið heldur sér í anddyrinu) og loft. Herra Ásgeiri Ásgeirsson lét sé einkum annt um kirkjuna og að tilstuðlan hans fékk kirkjan margar góðar gjafir.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja.

Herra Sveinn Björnsson lét gera róðurkrossin, sem nú er á norðurveggnum. Hann gerði Ríkarður Jónsson og ætlaði Sveinn Björnsson að hafa hann í stað altaristöflu. Prédikunarstóll er einnig eftir Ríkarð Jónsson. Alataristaflan er eign Listasafns ríkisins og er eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg), 1891-1924. Frú Georgía Thorsteinsson ræktaði sjálf hörinn í altarisdúkinn. Hún var frá Hobro á Jótlandi. Dúkurinn er gerður af Unni Ólafsdóttur.
Gjafir, sem kirkjunni hafa borist, er t.d. eikarhurðir í útidyrum, smíðaðar af sr. Harald Hope, Ytre Arna í Noregi og sömuleiðis tveir stólar með gullskreyttu leðri, smíðaðir eftir stólum frá 1700. Skrá í útihurð er gjöf frá Meistara- og sveinafélagi járnsmiða til minningar um séra Hallgrím Pétursson, sem einnig hafði verið járnsmiður. Gluggar í kór eru gjöf til herra Ásgeirs Ásgeirssonar á 60 ára afmæli hans.

Bessastaðakirkja

Í Bessastaðakirkju – altaristafla eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg) – vinstra megin minningarskildir um Kristján Eldjárn og Halldóru Eldjárn, svo Svein Björnsson og Georgíu Björnsson. Hægra megin minningarskjöldur um Ásgeir Ásgeirsson og Dóru Þórhallsdóttur.

Róðan á altari er gjöf til hr. Ásgeirs og frú Dóru. Kristhöfðuð úr kopar er á kórgafli, afsteypa af kristslíkneski í Dómkirkjunni í Niðarósi (frá 1000), gjöf til Ásgeirs. Steinsbiblía liggur á lektara í kór og er gjöf frá dönskum presti (útg. 1728). Skírnarfontur af óþekktum uppruna (frá um 1200) er í kirkjunni, hefur hann e.t.v. fylgt kirkjunni um aldaraðir. Skírnarskál er úr tini frá 1702. Oblátur – dósir eða baktursöskjur er á altarinu. Þær voru upprunalega gefnar til minningar um Magnús Gíslason, amtmann og konu hans, og einnig fyrir legstað í kirkjunni. En Jón Vídalín, list- og fornmunasafnari, fékk þær keyptar og eru þær í Þjóðminjasafninu, en eftirlíking var gerð, og er það hún, sem við sjáum á Bessastöðum. Í kirkjunni eru nýlegir steindir gluggar eftir Finn Jónsson og Guðmund Einarsson. Fyrsti glugginn á norðurhlið (F.J.).

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja – steindur gluggi.

Á altarinu eru oftast sex kertastjakar. Tveir eru 4-álma, gefnir af Guðrúnu Johnson árið 1956. Óvíst er um uppruna litlu koparstjakanna tveggja, en stærri koparstjaka tvo gaf Karen Hólm árið 1734 til minningar um Niels Fuhrmann, amtmann, sem kom að Bessastöðum 1718.
Nokkrum árum eftir að Niels Furhmann kom til Bessastaða kom þangað norsk stúlka, Appolonia Schwartzkopf, sem taldi að Furhmann hefði brugðið við sig heitorði. Hafði hún fengið hann dæmdan fyrir það í Hæstarétti og bar honum að eiga hana og sjá fyrir henni þangað tilþað gæti orðið. Á sama tíma voru á staðnum tvær danskar mæðgur, Katrín Holm og Karen, dóttir hennar. Þótti Appolinia amtmaður hafa meiri mætur á þeim en sér og taldi jafnvel að þær mæðgur vildu hana feiga. Að því kom að Appolonia lést í júni 1724 og upp kom sá kvittur að mæðgurnar hefðu byrlað henni eitur. Ekkert sannaðist um það, en Fuhrmann lést á páskum 1733. Karen Holm gaf kirkjunni tvo koparstjaka til minningar um Fuhrmann, amtmann. Er hann, mæðgurnar og Appolonina öll jarðsett að Bessastöðum.

Bessastaðir.

Bygging núverandi steinkirkju á Bessastöðum hófst 1773 og var hún vígð 1796.

Sá orðrómur er uppi að Appolonia gangi aftur á Bessastöðum. Um þetta mál hefur Guðmundur Daníelsson, rithöfundur, skrifað, skáldsöguna Hrafnhettu og Þórunn Sigurðardóttir hefur skrifað leikritið Haustbrúður.
Á norðurvegg kirkjunnar er platti með skjaldarmerki Íslands. Oft biðja ferðamenn um útskýringar á skjaldarmerkinu. Það sýnir landvættina skv. gamalli hefð eins og sagt er frá í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Um er að ræða fána Íslands, sem er krossfáni.

Bessastaðir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason / Félagsblað 5/1975. Grein eftir Katrínu Sívertsen.

Bessastaðir fyrrum

Bessastaðir fyrrum.

Álftanes - kort 1870

Eftirfarandi er yfirlit yfir sögu einstakra byggðalaga á Reykjanesskaganum vestanverðum:

Saga Reykjavíkur

Saga Reykjavíkur.

 -Anna Ólafsdóttir Björnsson: Álftanesnesið okkar. Kaflar úr sögu Bessastaðahrepps. Bessastaðahreppur 1998. 48 bls.

Þetta er kennsluefni í samfélagsfræði fyrir nemendur Álftanesskóla og er að nokkru stuðst við efni bókarinnar Álftanesssaga. Bessastaðahreppur – fortíð og sagnir. Efnið nær frá landnámi til loka 20. aldar.

-Anna Ólafsdóttir Björnsson: Álftanesssaga. Bessastaðahreppur – fortíð og sagnir. Reykjavík 1996. 311 bls.

Ritið skiptist í þrjá meginhluta. Sá fyrsti nefnist „Frá landnámi til 1800. Kotin og kóngsmennirnir“.

Álftanessaga

Álftanessaga.

Þar er m.a. lýsing Bessastaðahrepps, fjallað um landnám og fyrstu aldirnar, Lénharð fógeta, hvalreka, Bessastaðakirkju, skipskaða og ofviðri og hinstu ferð Appolloníu Swartzkopf. Auk þess eru fjórir undirkaflar sem skiptast á einstakar aldir, þá fimmtándu, sextándu, sautjándu og átjándu. Annar meginhluti kallast „Nítjánda öldin. Blómaskeið sjósóknar á Álftanesi“. Þar er m.a. fjallað um mannlíf á Álftanesi í upphafi aldarinnar, aldarfar og afkomu, skiptingu hreppsins, menntun og menningu, sjósókn og landbúnað. Þriðji meginhluti nefnist „Tuttugasta öldin. Búskapur og upphaf þéttbýlis“. Rætt er m.a um íbúaþróun, samgöngur, búskap, sjósókn og fiskvinnslu, landþurrkun og sjávarvarnir, veitumál, framfærslumál, skipulag, félagsstarfsemi og listir og atvinnulíf almennt.

Saga Hafnarfjarðar

Saga Hafnarfjarðar.

-Ásgeir Guðmundsson: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I-III. Hafnarfjörður 1983-1984. 446 bls., 446 bls., 557 bls.
Verkið er efnisskipt:

Í fyrsta bindi er einkum fjallað um stjórnmál, skipulagsmál, fjármál, höfnina og atvinnumál almennt.
Í öðru bindi er rætt um veitustofnanir, slökkvilið og löggæslu, skóla- og íþróttamál, heilbrigðismál og kirkjumál.
Í þriðja bindi er sjónum beint að stéttarfélögum, félagsstarfsemi, menningarmálum, félags- og æskulýðsstarfsemi, húsnæðismálum, verslun og viðskiptum, vegamálum og samgöngum og loks er hugað að fáeinum bæjarstofnunum. Í ritinu er einnig æviágrip bæjarfulltrúa og bæjarstjóra.

Álftanes

Álftanes – örnefni og bæir. (ÓSÁ)

Bessastaðahreppur í hundrað og tuttugu ár. Afmælisrit. Umsjón með útgáfu Soffía Sæmundsdóttir. [Bessastaðahreppur] 1998. 36 bls.
Í ritinu er einkum að finna stuttar frásagnir af skólamálum, kirkjustarfi, kórstarfi og félagslífi.
Einnig eru ávörp og viðtöl við yngri og eldri íbúa Bessastaðahrepps.

-Bjarni Guðmarsson: Saga Keflavíkur I-III. Keflavík 1992, 1997, 1999. 302 bls., 371 bls., 448 bls.
Fyrsta bindið tekur til tímabilsins 1766-1890. Greint er frá upphafi þéttbýlis en meginhluti ritsins fjallar um verslun og sjávarútveg á ýmsum tímum, en jafnframt er rætt um íbúa og atvinnuhópa, alþýðuhagi og lífið í þorpinu sem og bjargræði af landi.

Saga Keflavíkur

Saga Keflavíkur.

Annað bindið fjallar um tímann 1890-1920 og skiptist í sautján ólíka kafla. Rætt er um strandsiglingar og vegasamband, umhverfi og bæjarland, fólksfjölgun og húsbyggingar, heimilishald, kaup og kjör launafólks, útgerð og fiskiskip, verslun og viðskipti, heilbrigðismál, trú og kirkju, skólahald, bindindismál, félagslíf og menningarstarf, sveitarstjórn og lífið í Keflavík í fyrri heimsstyrjöldinni.
Þriðja bindið nær yfir tímabilið 1920 til 1949 og skiptist í 23 meginkafla og hefur hver og einn að geyma nokkra undirkafla. Rætt er um íbúaþróun, rafmagnsmál, vatnsveitu, samgöngur og fólksflutninga, útgerð og fiskveiðar, áhrif kreppunnar í Keflavík, verkalýðsmál, bryggjur og hafnarmannvirki, iðnað, verslun, skipulag og húsbyggingar, vöxt þéttbýlisins, lög og reglu, símamál, samkomuhald, félags- og menningarlíf, íþróttir, félagsmál, heilbrigði og velferð, skólastarf, áhrif seinna stríðs og breytingar á sveitarfélaginu.

Seltirningabók

Seltirningabók.

-Heimir Þorleifsson: Seltirningabók. Seltjarnarnes 1991. 320 bls.
Bókin skiptist í sex meginhluta og spannar að mestu tímann frá því um 1800 til 1991. Hver meginhluti skiptist í fjölda undirkafla, en aðallega er fjallað um hreppinn og stjórnsýslu, jarðir og ábúendur á Framnesi, útgerð, Mýrarhúsaskóla, Framfarafélagið og annað félagsstarf og loks kirkjuna í Nesi.

-Jón Þ. Þór: Gerðahreppur 90 ára. 13. júní 1908-1998. Gerðahreppur 1998. 293 bls.

Ritið skiptist í níu meginhluta og er hver þeirra yfirleitt með nokkrum undirköflum. Í upphafi er sögusviðið kynnt. Síðan tekur við kafli þar sem er m.a. fjallað um landnám, mannfjölda í Garðinum fyrir 1908 og eignarhald á jörðum í Garði og Leiru. Því næst er rætt um Garðinn sem verstöð. Stofnun Gerðahrepps er því næst gerð að umtalsefni og þar næst fjallað um starfsemi í Gerðahreppi á árunum 1908 til 1939, mannfjölda þar og byggðaþróun, sjávarútveg, verslun, kirkju og skóla. Þá er kafli um málefni hreppsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Því næst er greint frá vaxtarskeiði og velmegun á árunum 1946 til 1998 og m.a. rætt um mannfjölda, sveitarstjórn, veitustofnanir, skipulag, hafnarmál, skólamál og samstarf við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Að því búnu er kafli um atvinnulíf og loks er kafli um félagslíf.

Saga Grindavíkur

Saga Grindavíkur.

-Jón Þ. Þór: Saga Grindavíkur. Frá landnámi til 1800. Grindavík 1994. 282 bls.
Jón Þ. Þór og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir: Saga Grindavíkur. Frá 1800 til 1974. Grindavík 1996. 386 bls.
Fyrri bókin greinist í tíu meginhluta og eru flestir með nokkrum undirköflum. Í upphafi er sögusviðið kynnt og sagt frá örnefnum. Því næst er fjallað um landnám í Grindavík og upphaf byggðar. Þá eru kaflar um mannfjölda, bólstaði og búendur og búskapar- og lífshætti í Grindavík fyrir 1800. Næst er fjallað um sjávarútveg, síðan tengsl Grindavíkurjarða og Skálholtsstóls og þar á eftir um verslun. Loks eru kaflar um Tyrkjaránið 1627 og sölu stóls- og konungseigna.

Grindavík

Grindavík 2023.

Seinni bókin skiptist í níu meginhluta og eru flestir með fjölda undirkafla. Greint er frá Grindavík á öndverðri 19. öld og fólkinu þar árið 1801 í fyrsta hluta. Í öðrum hluta er fjallað um mannfjölda í Grindavíkurhreppi 1801-1974. Því næst er rætt um hverfabyggð og þorpsmyndun. Fjórði meginhluti tekur til sveitarstjórnar. Sá fimmti fjallar um atvinnuvegi almennt og sá sjötti hefur að geyma þætti úr verslunarsögu. Í sjöunda meginhluta er rætt um menningar- og félagsmál en í þeim áttunda um skólamál. Loks er fjallað um kirkju og trúmál.

Saga Njarðvíkur

Saga Njarðvíkur.

-Kristján Sveinsson: Saga Njarðvíkur. Reykjavík 1996. 504 bls.
Ritið skiptist í sautján meginhluta og hefur hver hluti nokkra undirkafla. Rætt er um umhverfi, staðfræði og náttúrufar; landnám og fyrstu þekkta byggð; búsetu og hagi á fyrri öldum, fram um 1700; íbúa Njarðvíkur og afkomu þeirra á 18. öld; atvinnuhætti og byggðarþróun á 19. öld; menntunar-, félags- og heilbrigðismál á 19. öld; ómagaframfæri, efnahag sveitarsjóðsins og þróun fólksfjölda í Vatnsleysustrandarhreppi á 19. öld; Njarðvíkurhrepp 1889-1908; Njarðvík í Keflavíkurhreppi 1908-1942; fólksfjöldaþróun og atvinnumál 1942-1994; uppbyggingu hafnarmannvirkja; uppbyggingu almenningsfyrirtækja og ýmis verkefni sveitarfélagsins 1942-1994; skipulagsmál, íbúðabyggingar og gatnagerð 1942-1994; skóla og bókasöfn frá 1942; stjórnmál, stjórnkerfi og fjárhag sveitarfélagsins 1942-1994, Njarðvíkurkirkjur á 20. öld; félagsstarf, skemmtanalíf og íþróttir 1942-1994.

Saga Garðabæjar

Saga Garðabæjar.

-[Ragnar Karlsson]: Garðabær. Byggð milli hrauns og hlíða. Safn til sögu Garðabæjar. Umsjón með útgáfu Erla Jónsdóttir. Garðabær 1992. 73 bls.
Farið er nokkrum orðum um þróun byggðar í landi Garðabæjar í aldanna rás, rætt um náttúrufar og umhverfi, fjallað um jarðfræði Garðabæjar, greint frá kirkjustaðnum Görðum, Bessatöðum, Vífilsstöðum, fjallað um byggð og búsetu í Álftaneshreppi, rætt um upphaf Garðahrepps og breytinguna í kauptún, sveitarstjórnarmál, bæjarbrag og félags- og menningarmál.

-Ragnar Karlsson: Keflavíkurbær 1949-1989. Fjörutíu ára kaupstaðarréttindi. Stiklur úr sögu og byggðarþróun. Keflavík 1989. 60 bls.
Ritlingurinn hefur að geyma upplýsingar um bæinn í máli og myndum frá ýmsum tímum í sögu byggðarlagsins.

Kópavogur

Kópavogur – jarðir.

Saga Kópavogs. Frumbyggð og hreppsár 1935-1955. Safn til sögu byggðarlagsins-1955. Safn til sögu byggðarlagsins. Ritstjóri Adolf J. E. Petersen. Kópavogur 1983. 247 bls. Bókin var endurútgefin árið 1990.
Í ritinu eru greinar og viðtöl sem tengjast sögu Kópavogs á umræddu tímabili. Ein grein er langlengst, „Kópavogur 1936-1955“ eftir Lýð Björnsson. Í henni er sagt frá því helsta sem snertir uppbyggingu Kópavogs á þessum árum.

Saga Kópavogs. Þættir úr kaupstaðarsögunni 1955-1985. Safn til sögu byggðarlagsins-1985. Safn til sögu byggðarlagsins. Ritstjórar Andrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson. Kópavogur 1990. 271 bls.

Kópavogur

Kópavogur 1965.

Í ritinu er greint frá upphafi kaupstaðarsögu Kópavogs, sagt frá bæjarstjórum og bæjarriturum, fjallað er um kosningaúrslit og meirihlutasamstarf, kirkju og söfnuði, bókasafnið, skipulags- og byggingamál, heilbrigðismál, félagsmálastofnun, æskulýðs- og íþróttamál og skólamál. Einnig er greint frá listastarfi, almenningssamgöngum, hafnargerð, götuheitum og mannfjölda, löggæslu, tengslum við vinabæi, stórafmælum Kópavogs og kjörnum fulltrúum.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1903.

Sigurður Skúlason: Saga Hafnarfjarðar. [Hafnarfjörður] 1933. 707 bls.
Bókin spannar tímabilið frá 874 til 1933. Langur kafli er um sögu verslunarstaðarins en síðan koma sjö efnisskiptir kaflar; upphaf Hafnarfjarðarkaupstaðar, landeign og skipulag, stjórnmál sem er að mestu bæjarfulltrúa- og bæjarstjóratal, atvinnumál, heilbrigðismál, kirkjumál, skóla- og menningarmál. Loks er yfirlitskafli. Í upphafi bókarinnar er fjallað um umhverfi Hafnarfjarðar og hinar fornu bújarðir í Firðinum.

http://www.hi.is/~eggthor/thettbyli.htm#9

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1913.

Hafnarfjörður

Í Dagblaðinu í apríl 1978 er m.a. fjallað um skiptar skoðanir á nýsamþykktum landamerkjum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, sem síðar urðu grundvöllur að uppbyggingu íbúabyggðar í landi Setbergs. Áður hafði Hafnarfjarðabær vaxið með eignarnámi nálægra jarða, en að þessu sinni var sú aðferð valin að nágrannasveitarfélög kæmu sér saman um breytingar á umdæmismörkum þvert á einstakar jarðir.

Setberg

Setberg 1959.

Í blaðinu mátti t.d. lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Ný landamerki Hafnarfjarðar — steypt upp á eignarlöndum án samráðs„: „Fjórir steinstólpar með ígreyptum koparskjöldum hafa nú verið settir upp á nýjum „landamærum” Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Er uppsetning þeirra i samræmi við samkomulag bæjarstjóra beggja bæjanna um makaskipti á landsvæði.

Hafnarfjörður

Merki á „landamerkjastöpli“ millum Hafnarfjarðar og Garðabæjar 1956.

Hið undarlega er að steinstólparnir hafa verið settir upp í eignarlöndum einstaklinga án þeirra leyfis og þykir íbúum og eigendum þess lands sem Garðabær nú afsalar Hafnarfirði einkennilega að málum staðið og lítil samráð við þá höfð þó ákvörðunin geti haft viðtæk áhrif á framvindu eignarréttar þeirra á lóðum og löndum. Við makaskiptin sem bæjarstjórnirnar hafa samþykkt fær Hafnarfjörður 109 hektara lands sem tilheyrt hafa Garðabæ. Garðabær fær í staðinn 33 hektara lands í hrauni milli kaupstaðanna.
Við makaskiptin lendir um fjórðungur jarðarinnar Setbergs í landi Hafnarfjarðar en um 75% jarðarinnar verður áfram í Garðabæ. Um 85—90% jarðarinnar Þórsbergs, sem byggð er úr landi Setbergs, lendir nú í Hafnarfirði. Stór hluti jarðarinnar Hlébergs, sem einnig er byggð úr landi Setbergs lendir einnig í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Þá lenda og ýmsar húsalóðir i einkaeign í landi Hafnarfjarðar.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Setberg 1983.

Íbúum og eigendum jarðanna þykir undarlegt að steypa ný landamerki án heimildar og vitneskju landeigenda og það áður en tillagan um makaskiptin er lögð fram á Alþingi en þar verður hún að hljóta samþykki áður en landamærabreytingin er lögleg. Ótti eigenda og ábúenda jarðanna sem lenda í Hafnarfirði stafar kannski ekki sízt af því að þeir óttast að fasteignagjöld hækki nú verulega, og jafnvel svo að eigendum verði gert ókleift að eiga áfram lönd sín, en jafnframt að löndin verði ekki seljanleg nema á venjulegu matsverði óbyggðra og óskipulagðra landsvæða, sem er aðeins hluti af því gjaldi sem lagt er til grundvallar fasteignagjalda á skipulögðu landi.
SetbergDB ræddi málin við nokkra aðila og fylgja umsagnir þeirra hér með.

Undir fyrirsögninni „Íbúar og landeigendur hissa á leynimakkinu með makaskiptin“ segir einn íbúi í Setbergslandi og skipulagsnefndarmaður í Garðabæ: „Ein af steinsúlunum fjórum sem steyptar voru í eignarlönd án vitundar landeiganda og löngu áður en tillaga um málið er komin fram á Alþingi.
Það einkennilega við makaskipti kaupstaðanna á landeignum er að um þau hefur ekki verið fjallað i skipulagsnefnd Garðabæjar,” sagði Sigurður Gíslason arkitekt, íbúi í Setbergslandi og nefndarmaður i skipulagsnefnd Garðabæjar.

Hafnarfjörður

Landamerkjastöpull á norðanverðu Norðlingaholti.

„17. nóvember var lagt fram á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ bréf frá skipulagsstjóra dagsett tveimur dögum áður ásamt drögum um lögsagnarumdæmisskipti. Þar lagði bæjarstjóri fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra að ræða framgang málsins við fulltrúa Hafnarfjarðar“. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum. Fulltrúi Alþýðubandalagsins sat hjá og lét bóka að hann teldi rétt að ekki aðeins landeigendum heldur og íbúum svæðanna er afsala átti yrði gerð grein fyrir gangi mála áður en lengra væri haldið.”

Hafnarfjörður

Merki á landamerkjastöplinum á Norðingaholti.

Sigurður sagði að í lok marz sl. hefði einhverjum af eigendum Setbergs og e.t.v. Þórsbergs verið skýrt frá málum. Var þá talað um að samhliða breytingunni fengju þessar jarðir hitaveitu og skolp frá Hafnarfjarðarbæ. Í viðræðum landeigenda síðar við yfirvöld í Hafnarfirði muni hins vegar hafa komið fram að það fæst ekki fyrr en svæðið byggist upp.

Taldi Sigurður að upplýsingar til eigenda væru mjög takmarkaðar og þeir fréttu utan að sér um framgang mála. Svartast hefði verið að Hafnarfjarðarbær lét steypa stjóra með landamerkjum án samráðs við landeigendur þar sem landamerkin voru steypt niður. Hefð væri að setja niður mælipunkta en mannvirki sem þessi væri einsdæmi að reisa án samþykkis landeigenda. Sigurður sagði að síðustu tvenn eða þrenn makaskipti bæjanna væru óuppgerð.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – landamerkjastöpull á Fjárhúsholti.

Hafnarfjörður hefði i öll skiptin tekið stærra land en átti að vera i skiptunum. Garðabæ hefði því vantað um 15—25 hektara til jöfnunar eftir því hvernig á málin væri litið.
Nú átti að jafna málin, sagði Sigurður. En staðreynd er að Garðabær fær 33 hektra í hrauni þar sem bæjarmörk voru óljós og Garðabær fær því að hluta til eitthvað af landi sem hann mun sennilega hafa átt fyrir. Hafnarfjörður fær í staðinn 109 hektara lands þar sem er fallegt byggingaland, sagði Sigurður.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – merki á landamerkjastöpli á Fjárhúsholti.

Þetta er réttlætt með því að Garðabær fái mjög gott byggingarland, en í 109 hekturunum sem Hafnarfjörður fær séu hlíðar, þegar uppbyggt svæði og eignarland,“ sagði Sigurður. „Ef frá er dreginn fyrri mismunur makaskipta sem var Hafnarfirði í vil um minnst 15 hektara, fær Garðabær nú 18 hektara fyrir 109. Er það á sama vegg og áður Hafnarfjörður stækkar en Garðabær minnkar. Hefði það átt að vera á annan veg því Hafnarfjörður leitar eftir makaskiptunum og ætti Garðabær því að bera hærri hlut,” sagði Sigurður.

Straumsvík

Straumsvík 1965. Á myndinni sjást m.a. Litli- og Stóri-Lambhagi.

Annar íbúi minnti á hið fræga dæmi er Hafnarfjörður fékk Straumsvík frá Garðabæ í skiptum fyrir kálgarðaland nálægt Garðabæ.
Sigurður Gíslason minnti á að í ýmsum lóðaskiptum kaupstaðaryfirvalda og landeiganda væri fyrirfram um það samið að bæjarfélag gerði skipulag og legði götur um landeigendur sæju um sölu ákveðins lóðafjölda i staðinn fyrir afsal annarra. Um slíkt hefði ekkert verið rætt nú enda litið sem ekkert um málin rætt við landeigendur.“

Í annarri grein undir fyrirsögninni „Makaskiptin flýta fyrir skipulagi í Setbergslandi“ segir bæjarstjóri Garðabæjar makaskiptin skynsamlega ráðstöfun.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – landamerkjastöpull efst á Setbergshamri.

„Við höfum átt fund með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og eigendum Þórsbergs og Setbergsfjölskyldunni. Við höfum lagt áherzlu á að svæðin sem Garðabær lætur af hendi fái hitaveitu og aðra þjónustu fljótt. Einhver vandkvæði eru á framkvæmdum hjá hitaveitunni, en makaskiptin flýta alla vega fyrir framkvæmdum hvað varðar skipulag og fleira á þeim svæðum, sem nú tengjast Hafnarfirði,” sagði Garðar Sigurgeirsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Garðar taldi makaskiptin mjög hagstæð Garðabæ. „Í stað afmarkaðs skika úr Garðabæ sem í eru snarbrattar hlíðar, byggð svæði og ekkert sambærilegt byggingarland við það sem Garðabær fær í staðinn,” sagði hann.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – landamerkjastpullinn á Setbergshamri; merkið hefur verið fjarlægt.

Hann taldi að önugt hefði verið fyrir Garðabæ að þjóna þeim hverfum sen nú fara til Hafnarfjarðar. Minnst tveir áratugir hefðu liðið þar til þjónusta hefði þar verið komin fyrir frumkvæði Garðabæjar. Þá dreifðu byggð sem nú er á þeim svæðum sem Hafnarfjörður fær vantar ákveðið skipulag og hitaveita er ekki lögð í svo dreifða byggð. Sömu erfiðleikar hefðu því verið áfram ríkjandi þarna ef Garðabær hefði áfram átt að sjá um málin. Ljóst þarf að vera hve margt fólk kemur til með að byggja óbyggð svæði áður en hitaveita og annað er þar lagt. Þess vegna er nauðsyn á skipulagi og framkvæmdum og landeigendur ættu að vera betur settir með það í höndum Hafnarfjarðar.
Garðar hvað nýju landamerkjastólpana ekki setta upp með vitund bæjarstjórnar Garðabæjar og harmaði að ekki skyldi samráð haft við landeigendur um þá framkvæmd. Þar hefði að verki verið verkfræðingur frá Skipulagi ríkisins.
Garðar kvað það ekki undarlegt að Garðahær skyldi minnka en Hafnarfjörður stækka. Allur Hafnarfjörður væri byggður úr landi Garðabæjar og Garðahrepps. Ekki skipti höfuðmáli, þó sama jörðin væri í tveimur lögsagnarumdæmum. Það væri jú allt eitt svæði sem þessir kaupstaðir skiptu með sér um að skipuleggja. Breytingin yrði að teljast skynsamleg.

HafnarförðurVarðandi framkvæmdir á hinum nýju svæðum Hafnarfjarðar í Setbergslandi og útjörðum Setbergs kvaðst Kristinn ekki vilja lofa neinu, „en það verður þegar farið að huga að framtíðarskipulagi og byggð þessara svæða og miklu eðlilegra að ætla að Hafnarfjörður geti lokið því verki mun fljótar en Garðabær.
„Við munum stuðla að því að einhverjar bráðabirgðaráðstafanir verði gerðar með hitaveitu á nýju svæðin og það verður reynt að stuðla að því að þær framkvæmdir verði gerðar svo fljótt sem unnt er,” sagði bæjarstjórinn.“ -ASt

HafnarfjörðurÍ erindi bæjarstjóra Hafnarfjarðar 3. apríl 1978 segir m.a. um framangreint: „Á undanförnum árum hafa fulltrúar Garðabæjar og Hafnarfjarðar rætt breytingar á lögsagnarumdæmismörkum bæjarfélaganna. Fyrir milligöngu skipulagsstjóra ríkisins, Zóphóníasar Pálssonar, og að hans tillögu hafa sveitarstjórnirnar gert með sér samning, fskj. nr. 1, sbr. samþykkt bæiarstjórnar Garðabæjar frá 17. nóv. 1977, fskj. nr. 2, og samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 22. nóv. s.l., fskj. nr. 3, um breytingu á lögsagnarumdæmismörkum sveitarfélaganna, sbr. og uppdrátt, fskj. nr. 4, sem sýnir hin nýju mörk sveitarfélaganna milli Engidals og Lækjarbotna eins og sveitarstjórnirnar hafa kornið sér saman um að þau verði m.a. (með vísan til nefndu landamerkjastöplanna):

HafnarfjörðurÍ frumvarpi til laga árið 1971 um „breyting á lögum nr. 46, 16. apríl 1971, um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar“ segir um framangreindar „landamerkjasúlur“:
13. Hnit X 22.094,89, Y 10.079,01 (steyptur stöpull í hraunjaðrinum milli Kaplakrika og Stórakróks).
14. Hnit X 22.110,63, Y 9,534.19 (steyptur stöpull efst á Setbergshamri).
15. Hnit X 21.657,44, Y 8.850,84 (steyptur stöpull efst á Fjárhúsholti).
10. Hnit X 21.590,11, Y 8.417,44 (steyptur stöpull á Norðlingahálsi, norðan vegar).
17. Hnit X 21.903,84, Y 7.972,13 (steyptur stöpull við gömlu landamerkjalínuna í Moshlíð, um 250 m sunnan Elliðavatnsvegar).
Hnit eru í hnitakerfi Reykjavíkur frá 1951.

Af framangreindum fimm steinstólpum á umdæmismörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar 1978 standa þrír enn. Merkið á einum þeirra, þ.e. á Setbergshamri, hefur verið fjarlægt, væntanlega í framhaldi af uppákomu þess tíma.

Hafnarfjörður

Umfjöllun Fjarðarpóstsins.

Í Fjarðarpóstinum 15. september 2005 má lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Garðabær hefur aldrei greitt fyrir Molduhraun„.
„Í ljós hefur komið að samningur sem bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Garðarbæjar gerðu sín á milli, hafa aldrei verið samþykktir af bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Því hefur aldrei verið veitt afsal fyrir 33 ha. svæði merkt B (grátt svæði) úr landi Hafnarfjarðar skv. umræddum samningi ódagsettum í mars 1978.
Svæði þetta er í landi Garðakirkju sem Hafnarfjarðarbær keypti árið 1913 og sést að hlut á myndinni hér að neðan. Þar má sjá, sem og í lögum um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar síðast frá 1964 að mörk eru m.a. frá vörðu við veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur (við Engidal) og í Hádegishól (rétt aftan við Fjarðarkaup) og í Miðaftanshól sem er gamalt hádegismark frá Hraunsholti. Þaðan liggja svo mörkin í vörðu í Stórakrók.

Hafnarfjörður

Landsspildan, sem um ræðir, er merkt B á uppdrættinum.

Skv. teikningu hér til hliðar nær umrætt 33 ha. svæði, sem Hafnarfjörður ætlaði að láta Garðabæ fá, ekki að Miðaftanshól og munar þar um 8 ha. ef tillit er tekið til að gráa svæðið nær út fyrir forn eignarmörk Hafnarfjarðar.
Þar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur framkvæmt eins og samningurinn hafi verið staðfestur telur Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður að samningurinn standi en eðlilegt væri að meta verðmæti landsins miðað við verðlag ársins 1978 og uppreikna með vísitölu. Hins vegar er ljóst að um 8 ha. lands eru utan þessa samnings og Hafnarfjarðarbær getur því selt það land á markaðsvirði nú sem er mun hærra en á verðlagi ársins 1978.“

Sjá einnig umdæmismörk Hafnarfjarðar frá 1908.

Heimildir:
-Dagblaðið 7. apríl 1978, bls. 8.
-https://timarit.is/page/3075930?iabr=on#page/n7/mode/2up
-https://www.althingi.is/altext/99/s/pdf/0514.pdf
-Fjarðarpósturinn 15. september 2005, bls. 6.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – umdæmismörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar í Kaplakrika.

Bessastaðir

Þann 19. september árið 1761 gaf Magnús Gíslason, amtmaður í Viðey, út eftirfarandi fyrirskipun: “Bændur þeir, 36 að tölu, sem eiga dagsverk að vinna um sláttinn á kóngsins garði, Bessastöðum, skulu hver sum sig hálfa dagsláttu eða svokallað fimm álna tún, að viðlagðri hæfilegri refsingu, sem sýslumaðurinn ber að annast.”

Bessastaðir

Gengið að Bessastöðum.

Í Öldinni okkar segir árið 1761: “Bygging stórhýsa úr höggnum steini er að hefjast á Bessastöðum og í Nesi við Seltjörn. Á Bessastöðum verður reistur embættisbústaður handa stiftamtmanninum, en í Nesi verður setur landlæknis og lyfjabúð.
Í hitteðfyrra var þegar tekið að losa grjót í Fossvogi í bygginguna á Bessastöðum, og var það flutt á gömlum sexæringi að lendingu þar, og í fyrra var byrjað að aka því heim á vagni, er hesti var beitt fyrir. Í sumar hefur fjöldi manna verið í efnisflutningum til Bessastaða, og tekið era ð grafa fyrir grunni hins nýja húss. Er það mikil vinna, því að grafið er átta eða níu álnir niður. Duggan Friðriksvon kom í vor með kalk í byggingarnar, og tveir múrar eru komnir til þess að vinna að steinsmíði og veggjagerð. Annar þeirra heitir Jóhann Georg Berger, en hinn Þorgrímur Þorláksson, íslenskur maður, er lært hefur iðn sína erlendis. Þeir eiga jöfnum höndum að vinna að báðum byggingunum, eftir því sem áfram miðar.

Bessastaðir

Bessastaðir – FERLIRsfélagar í heimsókn.

Næsta ár er von trésmiða. Nú í sumar lét Magnús Gíslason, amtmaður, einnig hefjast handa um undirbúning að byggingu typtunarhúss á Arnarhóli, enda þótt stjórnarvöldin í Kaupmannahöfn hafi ekki formlega samþykkt, aðþað skuli byggt hér.. Til þessarar vinnu hafa verið setter fangar, en Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli, hefur með höndum umsjón og verkstjórn alla.”

Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum sló Noregskonungur eign sinni á staðinn, sem varð fyrsta jörðin á Íslandi í konungseign. Þar varð brátt höfuðsetur æðstu valdamanna konungs hér á landi og var svo til loka 18. aldar.

Bessastaðir

Bessastaðir 1722.

Frá 1867 voru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum þess tíma, Gríms Thomsens (1820-1896), en hann fæddist þar. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (1826-1907) fæddist á Bessastöðum. Hann var eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á s.hl. 19. aldar. Eftir lát Gríms Tomsens voru Bessastaðir lengst af í eigu einstaklinga unz Sigurður Jónsson (1896-1965), forstjóri í Rvík. gaf íslenzka ríkinu staðinn til búsetu fyrir ríkisstjóra vorið 1941. Síðan hafa forsetar landsins haft aðsetur þar.
Kirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins. Byggingu turnsins lauk ekki fyrr en árið 1823 eftir að hætt var við að hafa þar útsýnisaðstöðu. Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu og heilögum Nikulási. Um miðja 14. öld átti kirkjan þriðjung Bessastaðalands.

Bessastaðir

Frederick W.W. Howell, Bessastadakirkja 1900.

Þegar erlendir landstjórar settust þar að, áttu bændur kirkjuna, sló konungsvaldið eign sinni á hana. Afleiðingar þess voru síður en svo ásættanlegar og árið 1616 var hún komin í slíka niðurníðslu, að það varð að endurbyggja hana. Allar aðrar kirkjur landsins voru skattlagðar til að afla fjár til verksins. Nýja kirkjan var mjög falleg bygging en það hafði láðst að setja trébita í hana, svo að hún fauk í stormi tveimum árum síðar. Viðirnir voru notaðir til byggingar nýrrar kirkju með torfveggjum til að hún stæði af sér fárviðri.

Bessastaðir

Bessastaðir 1720.

Árið 1773 ákvað Kristján 7., Danakonungur, að reisa skyldi steinkirkju á Bessastöðum, þar sem hin gamla var úr sér gengin. Það er ekki að fullu ljóst hver hannaði hana, en líklega var það G.D. Anthon. Steinveggirnir voru byggðir utan um gömlu trékirkjuna, sem var síðan rifin. Veggirnir eru rúmlega 1m þykkir, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni, sem sést austan kirkjunnar. Steinarnir voru fluttir á flatbytnum eftir skurði að Lambhúsatjörn og yfir hana að byggingarstaðnum. Þetta var seinlegur byggingarmáti, svo að kirkjan var ekki vígð fyrr en árið 1796. Eitt fyrstu embættisverka í kirkjunni var gifting ungs pars frá Reykjavík. Athöfnin fór fram í júlí 1796 að viðstöddum öllum fremstu mönnum þjóðarinnar.

Bessastaðir 1720

Bessastaðir 1720.

Skömmu eftir aldamótin 1700 þarfnaðist kirkjan þegar viðhalds og þá var ákveðið að ljúka byggingu hennar, því að turninn vantaði. Því verki var lokið árið 1823. Árið 1841 eignaðist Bessastaðaskóli Bessastaði. Skólabókasafnið var á efri hæð kirkjunnar allan tímann, sem skólinn starfaði þar. Kirkjan varð aftur að bændakirkju árið 1867.
Fyrsti bóndinn, sem keypti Bessastaði 1768, var Grímur Thomsen. Kirkjan þjónaði þessu hlutverki til 1941, þegar Sigurður Jónsson gaf þjóðinni staðinn með því skilyrði, að þar yrði aðsetur þjóðhöfðingja landsins. Við þessar breyttu aðstæður var innviðum kirkjunni líka breytt talsvert á árunum 1945-47 og þannig sjáum við hana nú á dögum. Trégólf kom í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja – gluggi.

Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956 í tilefni sextugsafmælis Ásgeirs Ásgeirssonar, annars forseta lýðveldisins, sem átti reyndar þetta merkisafmæli tveim árum áður. Gluggarnir eru 8 talsins og listamennirnir voru Finnur Jónsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Fyrsti glugginn til vinstri sýnir komu papa (Finnur).
Á grátunum, sem eru úr smíðajárni, eru myndir postulanna. Þessar myndir minna líka á verndarvættir landsins, drekann, fálkann, nautið og risann, sem er að finna í skjaldarmerki landsins. Guðmundur og Finnur gerðu þær líka.

Bessastaðakirkja

Í Bessastaðakirkju.

Stóri, útskorni krossinn á norðurveggnum (vinstri) er eftir Ríkarð Jónsson. Hann var áður altaristafla kirkjunnar, en var fyrst færður þaðan á vesturvegginn. Altaristaflan, sem kom í staðinn, kom af Þjóðminjasafninu 1921. Hún er máluð mynd af Kristi að lækna sjúka eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson).

Grafsteinn Magnúss Gíslasonar varalandstjóra (†1766) er í norðurveggnum í kórnum. Minningarskildir um látna forseta og eiginkonur þeirra eru á veggnum beggja vegna altaristöflunnar. Bak við skjöld Ásgeirs og Dóru eru duftker þeirra. Gagnger viðgerð á kirkjunni fór fram árið 1998.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja 2023.

FERLIR hefur nokkrum sinnum fengið að líta fornleifar þær, sem varðveittar eru undir Bessastaðastofu, augum. Þær lýsa á áhrifaríkan hátt aðstæðum og aðbúnaði fólksins á Bessastöðum fyrr á öldum. Forsetaembættinu eru þakkaðar góðar móttökur.

Heimildir m.a.:
-nat.is
-alftanes.is
-Öldin okkar 1761-1800

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Bessastaðanes

Á vef Umhverfisstofnunar 30. júní 2023 mátti lesa eftirfarandi:

Bessastaðanes

Pótintátar hinna ýmsu stofnana voru viðstaddir friðlýsingar Bessastaðarness.

 „Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti í dag Bessastaðanes sem friðland við hátíðlega athöfn að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garðabæjar.

Á Bessastaðanesi eru fjölbreyttar fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki sem eru mikilvæg fæðusvæði fugla. Í Lambhúsatjörn er m.a. vistgerðin marhálmsgræður sem er mikilvæg fæða fyrir ýmsar andfuglategundir s.s. margæsir.

Bessastaðir

Bessastaðir og Lambhús – uppdráttur danskra frá 1903.

Svæðið er viðkomustaður margæsar og rauðbrystings en auk þess er þar æðarfugl, sendlingur og tildra sem hafa alþjóðlegt verndargildi. Stórir máfar og hávella eru algengir vetrargestir og hundruð tjalda, stelka og lóuþræla koma þar við á fartíma. Fuglalíf er fjölbreytt allt árið og er mikilvægur viðkomustaður farfugla og sjaldgæfra fuglategunda.

Á Bessastaðanesi eru tún og akurlendi en einnig votlendi sem einkennist af vistgerðunum starungsmýravist, gulstaraflóavist og grasengjavist. Língresi- og vingulsvist er á allstórum flákum inni á miðju nesinu og á svokölluðum Rana.

Verndargildi vistgerðanna er miðlungs til mjög hás og eru votlendisvistgerðirnar og marhálmsgræður á lista Bernarsamningsins yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.
Friðlandið er 4,45 km2 að stærð.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Friðlýsing svæðisins miðar að því að vernda og varðveita til framtíðar náttúrulegt ástand svæðisins sem búsvæði fugla og mikilvægt viðkomusvæði farfugla. Markmiðið er einnig að vernda líffræðilega fjölbreytni svæðisins, lífríki í fjöru, grunnsævi, hafsbotni og vatnsbol, einkum með tilliti til fuglalífs. Jafnframt er markmiðið að vernda fræðslu- og útivistargildi svæðisins sem felst m.a. í líffræðilegri fjölbreytni, auðugu lífríki og tækifærum til útivistar.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með friðlandinu og ber ábyrgð á gerð stjórnunar- og verndaráætlunar í samvinnu við embætti forseta Íslands, Garðabæ, Minjastofnun Íslands og fleiri hagsmunaaðila.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – örnefni og minjar.

Bessastaðanes er hluti af alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði Skerjafjarðar. Fuglalíf er fjölbreytt allt árið og svæðið er mikilvægur viðkomustaður farfugla og sjaldgæfra fuglategunda.
Á svæðinu eru jafnframt fjölbreyttar fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki sem eru mikilvæg fæðusvæði fugla. Í Lambhúsatjörn er m.a. vistgerðin marhálmsgræður sem einkennist af fínkornóttu seti með beðum af marhálmi sem hefur takmarkaða útbreiðslu og er mikilvæg fæða fyrir ýmsar andfuglategundir s.s. margæsir.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Á Bessastaðanesi eru tún og akurlendi en einnig votlendi. Verndargildi vistgerðanna á svæðinu er frá því að vera miðlungs hátt og upp í mjög hátt og eru votlendisvistgerðirnar starungsmýravist, gulstaraflóavist og marhálmsgræður á lista Bernarsamningsins yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Fræðslugildi svæðisins er hátt með tilliti til lífríkis og menningarminja en þar er fjöldi menningarminja.

Skansinn

Skansinn á Bessastaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.

Á Bessastaðanesi er þjóðhöfðingjasetur.

Markmið friðlýsingarinnar
Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita til framtíðar náttúrulegt ástand svæðisins sem búsvæði fugla og mikilvægt viðkomusvæði farfugla.

Markmiðið er einnig að vernda líffræðilega fjölbreytni svæðisins, lífríki í fjöru, grunnsævi, hafsbotni og vatnsbol, einkum með tilliti til fugla. Jafnframt er markmiðið að vernda fræðslu- og útivistargildi svæðisins sem felst m.a. í líffræðilegri fjölbreytni, auðugu lífríki, tækifærum til útivistar innan þéttbýlis og nýtingar sem samrýmist verndun búsvæða fugla.
Svæðið er 4,45km2 að stærð.“

HÉR má sjá texta „Friðlýsingunnar“.

Heimild:
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/bessastadanes/

Bessastaðanes

Bessastaðanes – friðlýsing; kort.

Bessastaðanes

Bessastaðanes er bæði opið og aðgengilegt. Engar hömlur eru á umferð gangandi fólks um Nesið svo framarlega að hófsemi sé gætt. Útsýni er þarna tilkomumikið og auk þess má sjá, ef vel er að gáð, ýmsar minjar frá fyrri tíð. Við skoðun á svæðinu nú komu t.a.m. í ljós nokkrar áður óskráðar minjar, s.s. athvarf, byrgi og garðar. Og til fróðleiks má geta þess að skófir á jökulsorfnum klöppunum eru ekki hvítar eða gular (húsaglæða), líkt og annars staðar, heldur kóngabláar.
Bessastaðanes - örnefniÍ örnefnalýsingu Kristjáns Eldjárns um Bessastaði frá árinu 1973 segir m.a.: „Örnefnalýsing þessi er þannig gerð, að fyrst var athuguð nýleg skrá Örnefnastofnunar eftir Gísla Sigurðsson í Hafnarfirði, þar sem þó er ekki getið heimilda og sitthvað er talið með, sem í raun réttri eru ekki örnefni. Tekin var upp gömul landamerkjaskrá Bessastaða og farið gegnum Dægradvöl Benedikts Gröndals og hliðsjón höfð af uppdrætti af Álftanesi í Sjósókn, endurminningum Erlends Björnssonar, Breiðabólsstöðum, skráðri af Jóni Thorarensen, Reykjavík 1945, bls. 35. (Kortið er þó ekki rétt í öllum greinum og er reyndar varhugavert.)
GrastFleiri rit voru ekki könnuð, en allt var að lokum vandlega borið undir Björn Erlendsson á Breiðabólstöðum, sem fæddur er þar 1898 og hefur átt þar heima alla tíð. Fórum við tvisvar yfir allt efnið, haustið 1972 og 7. júní 1973. Sjálfur hef ég svo skoðað staðhætti og ummerki eftir föngum.
Örnefnin eru fá og strjál, enda er landið ekki sérlega stórt, fremur kennileitasnautt og mjög búið að breyta því með framræslu, sléttun og ræktun og vegagerð, einkum hið næsta húsunum. Á þetta síðasta verður að leggja mikla áherzlu, og á slíkt auðvitað við um marga aðra bæi, jafnvel flesta. Gömul ummerki kringum húsin á Bessastöðum eru lítil sem engin, og er þar orðin mikil breyting á síðan Benedikt Gröndal þekkti þar bezt til um miðja síðastliðna öld. Gömul verksummerki í landi Bessastaða eru yfirleitt fá, jafnvel inni í nesinu, þar sem land er þó mjög ósnert.
LambhúsÞað sem ég hef einkum tekið eftir er það sem nú skal greina: Tæpum 300 m fyrir innan hliðið milli túns og ness, hægra megin við veginn inn í nesið, er grunnur undan einhvers konar húsi, um 7×8 m, allstórir steinar í, og svipur fornlegur. Ekki er þetta kallað neitt sérstakt. Rétt austan við sjómerki sem mikið ber á lengra inni í nesinu (þetta er nýlegt siglingamerki), er mikil upphækkun, sem tekur sig út sem talsverður þúfnaklasi, 15–25 m í þvermál, en bersýnilega virðist þetta vera af manna völdum. Þótt ekki sé kringlótt, get ég varla ímyndað mér annað sennilegra en að hér hafi verið stór fjárborg eða fjárskjól. Og sú skýring á áreiðanlega við aðra svipaða upphækkun, en minni og reglulegri, um 125 m suðvestur frá sjómerkinu, 10–12 m í þvm.

Langivöllur

Hvort tveggja hefur þetta verið gert úr torfi eingöngu, og virðist allgamalt. Þá er það Skothúsið, sem seinna getur, og niðri í Rana eru á einum eða tveimur stöðum lítt forvitnilegar minjar eftir einhvers konar kofa. Og má þó ekki gleyma Skansinum, sem er vitanlega mesta mannvirkið frá fyrri tíð. Ég læt þessa getið um rústir eða ummerki mannabyggðar, af því að ég hef lengi reynt að hafa augun opin fyrir slíku og undrazt, hve fátæklegt þetta er. Ég hefði búizt við fleiri merkjum eftir búskaparumstang inni í nesinu en raun ber vitni. Á túninu sunnan við staðinn er brunnur, sem notaður var fyrir ekki alls löngu.
Tóft á VestÍ afsals- og veðmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu er svohljóðandi landamerkjaskrá Bessastaða með Lambhúsum, dagsett á Bessastöðum 31. maí 1890, undirskrifuð af Grími Thomsen og samþykkt af fyrirsvarsmönnum Eyvindarstaða og Brekku: „Þessi eru landamerki Bessastaða með Lambhúsum eftir fornum skjölum og brúkun frá ómunatíð: Bessastaðir eiga að austan, norðan og sunnan allt að sjó (Skerjafirði og Lambhúsatjörn), en milli Lambhúsa og Eyvindarstaða eru landamerki að norðan og norðaustan bein lína úr Grásteini á Brekkugranda eftir vörðum, sem þar eru hlaðnar fyrir utan Lambhúsaveitu og í miðjan Bessahólma, sem og heyri undir Bessastaði. Að sunnanverðu eiga Bessastaðir (Lambhús) að Grásteini á fyrrtéðum granda.“

Garður á VestariHefst nú hin eiginlega örnefnalýsing.Þegar ekið er Álftanesveg af Hafnarfjarðarvegi, sést hvernig Álftanes í þrengri merkingu takmarkast af Lambhúsatjörn að austan og Skógtjörn að vestan, en milli þeirra er tiltölulega mjótt eiði, sem vegurinn liggur eftir,þó miklu nær Lambhúsatjörn. Farið er fram hjá eyðibýlinu Selskarði (eða Selsgarði) á hægri hönd, við endann á Lambhúsatjörn, en fyrir vestan Lambhúsatjörn er mýri, sem heitir Álamýri og nær að Skógtjörn. Vegurinn sem um hana liggur áleiðis til Garðahverfis er kallaður Álamýrarvegur. Öll þessi nöfn eru óviðkomandi Bessastöðum.
Jökulleirinn

Þegar komið er um 65 m fram hjá Selskarði, liggur vegurinn upp á hrygg, sem stundum er á þessum stað kallaður Brekkugrandi oftar þó Bessastaðagrandi en líklega oftast aðeins Grandinn (en í rauninni er þetta aðeins svolítill spotti af hinni miklu jökulruðningsöldu, sem Bessastaðir og margir aðrir bæir á Álftanesi standa á og nær alla leið inn Bessastaðanes og endar við Skerjafjörð, en heldur svo áfram í Kársnesi beint á móti. Á Grandanum standa stórir steinar upp úr, en einn er eftirtakanlega hár og reisulegur, nokkuð vestur frá hliðinu heim að Bessastöðum og heitir hann Grásteinn ágætt kennileiti. Í hann eru klappaðar holur í röðum, og ber það til þess, að þegar vegurinn var lagður út nesið, var fyrst ætlunin að hann lægi yfir þann stað þar sem steininn stendur. Þetta var fyrir minni Björns Erlendssonar. Var þá búizt til að kljúfa steininn og holurnar gerðar. Einhver álög voru á steininum. Þegar svo átti að fara að reka fleygana og kljúfa steininn, slasaðist einn maðurinn. Var þá hætt við verkið, sem betur fór, því að steininn er hinn ágætasti og sögufrægur, sbr. Dægradvöl.

Bessahólmi

Eins og fram kemur í landamerkjaskránni eru merki milli Eyvindarstaða og Bessastaða bein lína úr Grásteini í miðjan Bessahólma og milli Brekku og Bessastaða úr Grásteini í Lambhúsatjörn. Á þessari öld mun þó einhver smátota hafa verið seld vestan af þessari keilu,og er því Grásteinn varla í landi Bessastaða nú, en þetta skiptir litlu máli hér.
Þegar á Grandann kemur, skiptist vegurinn í þrennt, í vestur, í norður og í austur eða heim að Bessastöðum. Liggur vegurinn heim á staðinn eftir jökulruðningnum, sem nú er hryggur með vel ræktuðu túni, sem fyrrum var tún Lambhúsa, hjáleigunnar frá Bessastöðum. Norðan við hrygginn, eða milli Bessastaða og Eyvindarstaða, er víðáttumikill mýrarslakki, Eyvindarstaðamýri sem virðist taka á sig nafnið Breiðamýri þegar kemur lengra vestur eftir.

Músavík

Björn Erlendsson virðist telja að nafnið Breiðamýri geti jafnvel átt við alla Eyvindastaðamýri einnig, en það örnefni er þó ekki hér talið með örnefnum Bessastaða. Úr mýrinni var áður afrennsli gegnum Grandann út út í horn Lambhúsatjarnar, svo sem 2–3 faðma fyrir utan núverandi hlið heim á staðinn. Þetta var niðurgrafinn lækur, sem illt gat verið að komast yfir vegna bakkanna, en vatn var lítið. Þó hét þetta Lambhúsaá. Hún sést ekki nú. Kennd var hún við Lambhús, smábýlið þar sem lektor Bessastaðaskóla bjó, en það var nokkru vestar en miðja vega frá kirkju að hliði og liggur vegurinn yfir bæjarstæðið nú. Sáust byggingarleifar og aska þegar vegur var endurbættur 1972–73, og þá fannst þar fallega tilhöggvinn steinn, sem nú er á Bessastöðum og hefur líklega verið stjórasteinn. Sjá má af landamerkjaskránni, að sá hluti Eyvindarstaðamýrar, sem næst hefur legið Lambhúsum, hefur heitið Lambhúsaveita, en það nafn er nú gleymt, enda öll mýrin þurrkuð og ræktuð og Lambhús horfin.

Skothús

Bessastaðaland takmarkast að sunnan af Lambhúsatjörn, sem er fjörður inn úr Skerjafirði og gætir þar mjög flóðs og fjöru, en að norðan af Bessastaðatjörn, sem einnig var eins konar fjörður eða vík þangað til 1953 að gerður var stíflugarður mikill fyrir framan hana, svo að nú er þar ferskt vatn og gætir ekki flóðs og fjöru. Að austan er svo Skerjafjörður. Einu nafni er allt þetta land kallað Bessastaðanes, en oft er það nafn helzt haft um landið innan við staðinn, í daglegu tali „Nesið“, „inni í Nesi“. Heima við bæjarhúsin, norður af flötinni milli húss og kirkju, þar sem fánastöng stendur nú, er hóll með snarbrattri brekku norður af, og segir B.Gr. (og B.E.) að þetta heiti Bessastaðahóll, og voru nýsveinar látnir velta þar niður heldur ómjúklega á dögum skólans.
Tóft NA

Á öllum jökulruðningnum sem áður var nefndur er þetta greinilegasta hólmyndunin, og mundi það ef til vill segja sína sögu um nafn bæjarins. Frá kirkju og vestur að Lambhúsum var nefndur Langivöllur, og var það þó einkum sunnan megin, en nú er þetta nafn haft um allt vesturtúnið.
Í norður og norðaustur af Bessastaðahól, niðri við tjörnina, voru áður fyrri allmikil ummerki eftir ýmiss konar búsumstang, og lýsir B.Gr. því nokkuð, en öll merki mega heita þar horfin meðal annars af því að sjór hefur brotið þarna mikið land, og er því erfitt að marka nákvæmlega fyrir hvar hvað eina var. Traðir lágu ofan að smiðju og þar var Sjóbúðarflöt og þar var Skevingstún og þar voru Akrarnir á móts við bæinn, en það voru „stórir ferhyrndir blettir, mig minnir tveir samfastir með lágum torfgarði á milli, mátti vel sjá móta fyrir „akurreinum“ eða löngum þverdældum“ (B.Gr.). 

Kóngabláar

Hjá Sjóbúðarflöt var tóft sem víst var kölluð Sjóbúð, og enn fremur mun þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör. Af öllu þessu sést aðeins votta fyrir leifum af gömlum garði sem sjór hefur brotið af meðan enn flæddi inn í tjörnina. Þessi nöfn mega nú heita óþekkt. Norður frá bústjórahúsi (sem nú er) var hólmynd í túninu og nefndist Smiðjuhóll og minnir á smiðjuna, en sést ekki lengur. Þarna norður frá ráðsmannshúsi og bílstjórahúsi nær sjó heitir nú Prentsmiðjuflöt, sem er nafn frá dögum Skúla Thoroddsens, enda sér þar enn steyptan grunn undan prentsmiðjuhúsi hans.
Sauðaborg

Í Bessastaðatjörn er áðurnefndur hólmi, þar sem æður verpur, og kalla landamerkjaskrá og B.Gr. hann Bessahólma, en stundum er hann kallaður Bessi, trúlega hvort tveggja stytting úr Bessastaðahólmi, sem stundum heyrist. B.E. segir að Bessahólmi sé langalgengast og séu það munnmæli, að Bessi bóndi á Bessastöðum sé heygður þar. Í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar var hólminn mikið stækkaður til suðurs með því að aka að honum grjóti og hnausum á ís. Lítill hólmi er nær Eyvindarstöðum og var hann einnig gerður að undirlagi Ásgeirs Ásgeirssonar, sem kallaði hann Kóra eftir fæðingarstað sínum Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét líka grafa skurð þvert yfir tangann norður af bílstjórahúsi og búa þannig til ey eða hólma, sem kallast Sandey en nýtt er þetta nafn að sjálfsögðu.

Húsaglæða

Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós en hann er nú úr sögunni, síðan stíflan var gerð. Áður fyrri, meðan enn fjaraði í tjörninni, kom upp með fjöru klettabelti eða brík frá tanganum áðurnefnda (nærri Prentsmiðjunni) og að Stekkjarmýrarhól í Breiðabólsstaðalandi og var þessi leið oft farin, ekki sízt ríðandi. Þetta var kallaður Steinboginn. Þetta er rangt sýnt á korti í Sjósókn.
Suður frá bæ voru áður mikil svöð, en nú eru þar ræktuð tún. Er mér ekki kunnugt um nein nöfn þar nema Kringlumýri sem Björn Erlendsson segir að hafi verið suðaustur frá útihúsunum sem nú eru eða vestur frá Músavík. 

Timburhus

Vafalaust er nú erfitt að takmarka hana vegna ræktunarbreytinga. Niður af henni eru tveir tangar út í Lambhúsatjörn, sem nú eru alltaf kallaðir Tangarnir, Vestaritangi og Eystritangi, og er þar mikið æðarvarp, en stóra víkin austan við þá heitir Músavík (eða Músarvík). Nesið austan við víkina heitir Rani og nær alla leið að ósnum þar sem mætast Skerjafjörður og Lambhúsatjörn, og allra fremst á Rananum heitir Ranatá hefur B.E. eftir Jakob Skansibróður sínum, sem er eldri en hann.
Efst á Rana, eða þar sem allrahæst ber á Bessastaðanesi, er hóll, sem heitir Skothús, og segir B.Gr. nokkuð frá því. Þar hefur verið eitthvert mannvirki, en engar sagnir eru um það.
Þar sem jökulaldan endar við Skerjafjörð heitir Svartibakki en norðan við hann er mýri sem heitir Litlamýri. Nyrzt í Nesinu heitir Sauðatangi, nokkuð löng og ekki vel afmörkuð strandlengja. Nyrzt og vestast við Dugguós er svo Skansinn eða Bessastaðaskans, hið gamla virki (sjá Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnasögu Íslendinga, Saga VI, 1968, bls. 122–38), og sér þar einnig rústir af smábýlinu Skans með túngarði. Árið 1901 keypti Tryggvi Gunnarsson Skansinn og girti þvert yfir í beina línu frá Bessastaðatjörn og í Skerjafjörð. Í yfirlýsingu um þetta 5. marz 1928 segir Theodóra Thoroddsen að þessi girðing hafi legið „eftir því sem ég man bezt, úr Bessastaðatjörn fyrir innan Skansinn þvert yfir nesið í svokallaða (sic) Skólanaust.“ Örnefnið Skólanaust er nú óþekkt, en einmitt þar sem þessi girðing hefur endað eru sýnilegir um 1 m langir endar af tveimur veggjum samhliða, sem sjór hefur að mestu brotið. Gætu þetta vel verið leifar af nausti, enda hefur B.E. eftir Jakob bróður sínum að kallað hafi verið Bátanaust rétt hjá Skansinum. Gæti verið eitt og hið sama (Ath. B.E. hefur naust í kvk. eins og Theodóra).

Skan

Hið gamla skipalægi Seilan er fram af Skansinum og Dugguósi. Við skipti milli Bessastaða og Breiðabólstaða fyrir allfáum árum féll dálítill hluti Breiðabólstaðaeyrar, næst Dugguósi, í hlut Bessastaða. Heitir það Eyraroddi. Öll þau örnefni þessarar lýsingar sem nú er hægt að staðsetja, hafa verið færð inn á uppdrátt, sem fylgja á lýsingunni.
Ath.: Ekki er nú vitað hvar Grímur Thomsen lét heygja hest sinn Sóta, framar en segir í Sjósókn, bls. 46, „í túninu fyrir norðaustan staðinn“. Í umtali er þetta stundum kallað Sótaleiði, sem virðist mega telja með örnefnum.

Skólanaust

Ókunnugt er mér, hvar Fálkahúsið stóð, svo og allt annað um fyrri tíðar húsaskipan á Bessastöðum.“

Í Árbók hins Ísl. fornleifafélags árið 1981, bls. 141-147, segir m.a. um einstakar fornminjar á Nesinu: „Af horfnum minjum á Bessastöðum má t.d. nefna tóftir smábýlisins Lambhúsa, sem voru miðja vega milli kirkjugarðs og heimreiðarhliðs, svo og „akrana“, sem Benedikt Gröndal segir frá, í túni fyrir sunnan staðarhúsin. Enn fremur traðir og garða o.fl. sem Gröndal nefnir einnig í Dægradvöl. Þó virðist það vera vonum minna sem horfið hefur, þótt nú sé ógerningur að segja nákvæmlega til um slíkt. Einhverjar útihúsatóftir hafa eflaust verið sléttaðar út. Þær mannaminjar sem enn eru við lýði og sýnilegar eru, mega heita færri en ætla mætti að óreyndu á höfuðbóli. Skulu þær nú taldar upp og þeim lýst í stuttu máli og vísast um leið til uppdráttarins á bls. 134.

Skansins ola

1. Túngarður. Eins og sjálfsagt er var garður kringum túnið, ýmist úr torfi eða grjóti, og lætur Gröndal hans lítillega getið. Búið er fyrir löngu að slétta yfir hann að langmestu leyti. Sjá má móta fyrir honum vestur frá staðnum þar sem hann skildi milli túnsins í Lambhúsum og Langavallar og hefur hann teygt sig þar niður í fjöru við Lambhúsatjörn. Einnig sést hann, ef vel er að gáð, innan við staðinn, þar sem hann hefur legið nokkurnveginn þvert yfir milli tjarnanna, Bessastaðatjarnar að norðan og Lambhúsatjarnar að sunnan. Þarf þó að standa vel á um árstíð og birtu til þess að hann megi greina þar.

Ska

Loks er svo þess að geta að enn er dálítill krókóttur partur eftir órofinn meðfram Bessastaðatjörn innanverðri, og má glöggt sjá að tjörnin hefur brotið hann niður, þar sem að húsunum veit, meðan enn gætti þar flóðs og fjöru. Þá má og sjá móta fyrir garðinum þvert yfir, rétt ofan við Prentsmiðjuflöt, sem nú heitir. Hefur þá verið, og er reyndar enn, allmikið athafnasvæði utan hans næst tjörninni. Í sambandi við túngarðinn og reyndar einnig túngarð Lambhúsa skal bent á að allir þessir garðar sjást einkar vel á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá 1831, þeim sem hér er birtur, þótt ónákvæmur sé á ýmsa grein. Hann er eigi að síður mjög mikilsverður. M.a. sést hvar sjávargatan lá niður að Bessastaðatjörn.

Skansinn-loftmynd

2. Prentsmiðjutóft. Á áðurnefndu athafnasvæði er vestast steinsteyptur ferkantaður grunnur undan prentsmiðjuhúsi Skúla Thoroddsen, frá því skömmu eftir síðastliðin aldamót. í því húsi varð prentsmiðjudanskan til. Grunnurinn er um 7×9 m að ummáli, ekki hár.
3. Húsatóftir á áðurnefndu athafnasvæði utan túns við Bessastaðatjörn. Austan við prentsmiðjugrunninn er garðspotti og stefnir þvert á sjávarbakkann, en austan við hann grasigrónar húsatóftir tvennar, að því er virðist, og stutt á milli, en erfitt er sökum mikils gróðurs að greina skilsmynd á þeim. Þær eru frammi á allháum sjávarbakka. Efalítið standa þær í sambandi við athafnasemi við sjóinn og tengjast örnefnum eins og Sjóbúð, Sjóbúðarflöt og Bessastaðavör.
4. Húsgrunnur, að því er helst virðist, gerður af allstóru grjóti og gamalgróinn á milli, er rétt við veginn á hægri hönd þegar ekið er inn í Bessastaðanes, um 300 m innan við hliðið. Ekkert nafn er á þessu og engar sagnir. Grunnurinn er ferkantaður, um 5×9 m. Þarna mun varla hafa verið peningshús, heldur timburhús til einhverra annarra nota á staðnum. 

Garður við Skans

Ekki er óhugsandi að þarna hafi Fálkahúsið verið, en helst til langt virðist það þó frá staðnum, enda er þetta ágiskun einber. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
5. Skansinn, Bessastaðaskans (Ottavirki) er við Skerjafjörð þar sem Dugguós var áður en stíflan var gerð milli Bessastaðatjarnar og sjávar. Skansinn er virki, í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir, en eru nú ávalir og grasi grónir. Mannvirki þetta var reist seint á
17. öld til varnar gegn aðvífandi ófriðarmönnum eins og t.d. Tyrkir voru. Annars skal Skansinum ekki lýst hér, heldur vísað til ritgerðar sem að miklu leyti fjallar um hann, sjá Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnarsögu Íslendinga, Saga VI, 1969, bls. 122. Skansinn var formlega friðlýstur með skjali dags. 25. okt. 1930 og friðlýsingarmerki sett upp þann 5. júní 1965.

Brunnur við Skansinn

Í Skansinum var smábýli, hjáleiga frá Bessastöðum, „kotrass auðvirðilegur“, segir Benedikt Gröndal í Dægradvöl. í Sjósókn segir Erlendur Björnsson á Breiðabólstöðum frá síðustu hjónunum sem í Skansinum bjuggu og syni þeirra Ólafi, sem kallaður var Óli Skans. Skansinn mun hafa farið í eyði fyrir aldamót, en seinna fékk Gísli Jónsson listmálari leyfi til að byggja sér þar hús og sér enn leifar af steyptum veggjum þess upp við suðurhlið virkisins. Minjar býlisins eru fyrst og fremst túngarður úr grjóti, girðir af hornið milli Skerjafjarðar og Bessastaðatjarnar, enn fremur útihúsarústir uppi á sjálfum Skansinum, gamallegar grónar tóftir í þýfðu túninu og við túngarðinn, loks brunnhola að því er virðist.

Prentsmiðjan

Innan við túngarðinn, þar sem hann kemur út í Skerjafjörð, er grjótveggur samsiða honum, 5-6 m bil á milli, og endar snögglega 25 m frá sjó. Helst dettur manni í hug að með þessum garði hafi átt að skýla bátum sem á land voru dregnir, sbr. það sem segir í örnefnalýsingunni að kallað hafi verið Bátanaust rétt hjá Skansinum. ,,í Skansinum var lendingin frá Bessastöðum,“ segir Erlendur Björnsson í Sjósókn. Allar minjar um búskap í Skansinum eru friðlýstar með honum.
Garður eða sjávargata

6. Skólanaust (?). Skammt fyrir innan Skansinn sjást tveir lágir veggspottar hlið við hlið, 1 m langir og eru sýnilega leifar af lengri veggjum sem sjórinn er búinn að brjóta niður. Þetta gætu verið leifar af svonefndu Skólanausti, sjá Örnefnaskrá, og mundu þá skólapiltar hafa geymt þar bát sinn.
7. Mannvirki nokkurt um 70 m suðaustur frá nýlegu sjómerki innarlega í Bessastaðanesi, á smáþýfðri grund. Þetta er töluverð upphækkun, mjög þýfð ofan, að öðru leyti eins og um 1 m hár pallur. Til að sjá er þetta eins og stór þúfnaklasi, enda hefur öðru hverju blásið í jaðrana en gróið upp aftur. Upphækkun þessi, sem greinilega er af mannavöldum, er 25 m á lengd og 15 m á breidd, nokkurn veginn eins og sporbaugur, en helst óregluleg á suðurhlið, enda er svo að sjá að þar hafi verið inngangur í það sem þarna hefur verið, sennilega sauðaborg eða hrossaskjól, því að kindur og hross gengu mjög úti í Bessastaðanesi fyrrum, en fátt um náttúrleg afdrep. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.

Kartöflugeymsla

Aths.: Gísli Sigurðsson í Hafnarfirði sagði mér 1.10.1976 að mannvirki þetta mundi ekki vera eldra en frá 1914, eða þar um bil. Einhver sagði honum að maður sem þá var á Bessastöðum hefði hlaðið þarna skjól handa útigangshrossum. Þetta gæti verið rétt þótt maður hefði frekar haldið að minjarnar væru eldri. Læt þetta fylgja með til minnis. K.E.
8. Mannvirki annað (sauðaborg) um 120 m vestur frá nr. 7 og svipað útlítandi, upphækkaður pallur þýfður, kringlóttur, 14 m í þvermál, í aflíðandi brekku móti vestri. Dyr hafa verið á vesturhlið. Allt um kring mótar fyrir veggjum sem upphækkuðum kraga. Varla kemur annað til mála en að þetta hafi verið sauðaborg, gerð að öllu eða mestu leyti úr torfi eins og nr. 7.

Bess

9. Sauðaborg, undirstöður hennar, innarlega í Bessastaðanesi, þar sem hallar til Skerjafjarðar, andspænis Kópavogskaupstað. Borgin hefur verið hlaðin úr grjóti, a.m.k. undirstöðurnar, kringlótt, um 10 m í þvermál. Þetta er skýrt, en svo virðist sem innan í þessum hring sé annar minni, 4-5 m í þvermál. Má vera að þessi innri hringur sé undirstaða borgar sem hlaðin hefði verið úr grjótinu úr eldri og stærri borg, en slíkri tilgátu ber að taka með varúð. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
10. Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber í Bessastaðanesi, eða eins og Gröndal segir í Dægradvöl: ,,Þar hæst á bungunni er kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi, þar sem fálkarar hafa líklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið“, og er þaðan víðsýni mikið og fagurt.“ (2. útg. 1965, bls. 4).

Sandey

Hvað sem líður ummælum Gröndals um fálkana, má telja mjög sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. Gæsir eru t.d. tíðir gestir í nesinu. Hóllinn sem tóftirnar eru á, er 9 m í þvermál við grunninn, sýnist að upphafi hafa verið náttúruverk en þó má vera að hann hafi smám saman hækkað af mannavöldum. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
11. Grjótgarður hlaðinn er rétt fyrir norðan Skothúsið, tveir armar 5 og 9 m og gleitt horn á milli. Þetta er tvíhlaðinn veggur úr býsna stórgerðu grjóti. Það er eins og þetta séu leifar af rétt og búið að flytja burtu mikið grjót fyrir löngu. Annars er út i bláinn að giska á hvað þetta hefur upphaflega verið.

Bessastaðatjörn

12. Tóftarbrot smá og ógreinileg eru á Ranatá framarlega. Tilgangslaust að giska á hvað verið hafi. [Líklega er annað hvort um að ræða skjól fyrir yfirsetumann er fylgdist með því að ær og sauðir flæddi ekki á skerjunum á og við Ranatá eða vatkmann yst á Nesinu, nema hvorutveggja hagfi verið.]
13. Tóftarbrot lítilfjörlegt er einnig fremst á Vestaritanga. Rennur mjög saman við þýfið þar og verður ekki séð til hvers verið hefur. [Gæti hafa verið sjóbúð eða fangageymsla fyrir þá er fluttir voru til aftöku yfir í Gálgakletta handan Lambhúsatjarnar.]

Hér með lýkur upptalningu sýnilegra minja í Bessastaðalandi. Á skránni eru sjóvarnargarðar við Lambhúsatjörn ekki meðtaldir enda að verulegu leyti nýir, ekki heldur brunnur eða brunnar staðarins, sem verið hafa í notkun til skamms tíma. Sumar minjarnar eru formlega friðlýstar, aðrar ekki.“
Árni Hjartarson fjallar um aldur jökulgarðsins á Álftanesi í Náttúrufræðingnum árið 1992. Þar segir m.a.: „Ysti sjáanlegi og ótvíræði jökulgarðurinn á höfuðborgarsvæðinu er Álftanesgarðurinn. Þorleifur Einarsson (1968, 1991) telur hann vera frá eldra-dryas. Aldur þessa kuldastigs er 11.800-12.000 BP. Hið íslenska heiti þess hefur verið dregið af Álftanesgarðinum og nefnt Álftanesstig. Garðinn má rekja þvert yfir Álftanes, um Bessastaði og í sjó við Bessastaðanes.
Fram undir síðustu ár mátti sjá hvar garðurinn tók land handan Kópavogs, yst á Kársnesi, þar sem bátahöfnin er nú. Aldursgreiningarnar frá Kópavogi og Suðurnesi staðfesta það sem aldursgreiningarnar á Fossvogssetinu gáfu raunar sterka vísbendingu um, að Álftanesgarðurinn sé frá lokum yngra-dryas eða preboreal.
TímataflaÁlftanesgarðurinn markar ekki ystu stöðu Suðvesturlandsjökulsins á yngra-dryas. Jökulruðningurinn á Fossvogssetinu við Skerjafjörð og aldursgreiningarnar frá Suðurnesi Seltjarnarness sýna að jökullinn hefur náð mun lengra út á yngra-dryas. Ystu mörk hans eru óþekkt enn sem komið er en vafalaust liggja þau nokkuð undan landi á botni Faxaflóa. Engar lífrænar leifar hafa fundist í Álftanesgarði og bein aldursgreining á honum er ekki fyrir hendi. Aldurinn liggur þó á bilinu 9.500-10.200 BP. Hugsanlega er hann á sama aldri og Búðaröðin á Suðurlandi, 9.700 BP (Árni Hjartarson og Ólafur Ingólfsson 1988).“
Sjá meira um Nesið HÉR. Og Skansinn HÉR.

Heimildir m.a.:
Örnefnalýsing KE fyrir Bessastaði – 7.6. 1973
-Árbók hins ísl. fornleifafélags 1981, bls. 141-147.
-Náttúrufræðingurinn, 62. árg. 1992, bls. 214-215, Ísaldarlok á Íslandi – Árni Hjartarson.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Bali

„Bali var austasta jörðin í Garðahverfi og er hún í Garðahrauni, en svo nefnist hraunið Garðamegin við merkin, en Hafnarfjarðarhraun hinum megin. Áður mun allt hraunið hafa verið nefnt Garðahraun.

Bali

Bali – bæjarteikning 1903.

Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún (ÖS-KE). Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns hafði Bali verið tómthús og hafði það verið uppbyggt u.þ.b tíu árum áður en jarðirnar voru skráðar. Það var þó komið í eyði þegar Jarðabókin var skráð og samkvæmt henni myndi það aldrei byggjast aftur nema mikill fiskigangur kæmi inn í Hafnarfjörð.“ (Jarðabók ÁM-PV).

Í Lesbók Morgunblaðsins 1977 er m.a. fjallað um bæi í Garðahverfi. Þar segir: „Bali er austastur bæja í Garðahverfi og stendur á hraunbrúninni, þar sem hraunið hefur runnið lengst í vestur. Þar var örlítið tún, en landið er aðeins rúmir 6 hektarar og allt í hrauni. Skammt er niður í fjöru og Hallgrímur sá er þar bjó framundir 1916 hafði bátkænu og veiddi mikið, bæði þorsk og grásleppu. Venjulega var aðeins 1 kýr í Bala en eftir 1930 fór Ólafur H. Jónsson kaupmaður í Hafnarfirði að búa í Bala. hann hafði þar um tíma 8 kýr og nokkrar kindur og keypti þá hey. En á seinni árum var hann hættur að hafa skepnur. Nú er Bali í eigu Garðabæjar og íbúðarhúsið er leigt Elísabetu Brand íþróttakennara, en Ingi Guðmundsson leigir gripahúsin og hefur þar hesta.“

Bali

Bali 1977.

Ari Gíslason skráði örnefni í Garðahverfi: „Hluti af Garðahreppi er það, sem fyrr var prestssetrið Garðar og hjáleigur þess. Þetta eru nú margar jarðir með samliggjandi túnum. Upplýsingar eru aðallega frá Guðmanni Magnússyni, Dysjum.
Eins og fyrr segir, eru þessar jarðir samtúna, og hallar þeim frá hæðinni, sem heitir einu nafni Garðaholt, og mót vestri niður til sjávar. Fyrst við merkin móti Hafnarfirði er Bali. Þar er klettur, sem heitir Balaklettur. Þar upp af er Balatjörn, og úr henni er Balatjarnarlækur. Upp með hraunbrúninni, ofan við Balatjörn, skerst hraunnef fram í tjörnina. Það heitir Mónef. Þar ofan við veginn í hraunjaðrinum er græn flöt, sem heitir Hvítaflöt og hraunnef þar ofar. Bakkastekksnef. Ofar er gamall stekkur, sem heitir Bakkastekkur. Mýrin öll, sem nær frá Garðaholti að hrauninu heitir Dysjamýri. Nú hefur henni verið skipt milli býla í hverfinu.“

Bali

Bali – loftmynd I.

Kristján Eiríksson skráði örnefni í Garðahverfi: „Stuðzt var við lýsingu Gísla Sigurðssonar á Garðahverfi, og var hún borin undir kunnuga í hverfinu og síðan samin ný lýsing að fyrirsögn þeirra. Þessir voru heimildarmenn: Guðmann Magnússon, fv. hreppstjóri, á Dysjum (Austur-Dysjum). Hann er fæddur á Dysjum 5. desember 1908 og hefur búið þar alla tíð, og ætt hans hefur verið á Dysjum síðan fyrir 1860.

Bali

Bali – liftmynd II; örnefni og minjar.

Jósef Guðjónsson í Pálshúsum. Hann er fæddur á Aðalbóli í Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún., 16. júní 1899. Hann kom að Pálshúsum árið 1919 og hefur búið þar síðan. Feðgarnir í Miðengi, Kristján Eyjólfsson og Ágúst Kristjánsson. Kristján er fæddur 9. september 1892 í Sviðholti á Álftanesi, og þar var hann alinn upp. Hann flutti í Miðengi 1928 og hefur búið þar síðan. Ágúst er fæddur í Miðengi 15. september 1931 og hefur alla tíð átt þar heima. Gísli Guðjónsson í Hlíð. Hann er fæddur á Setbergi 10. júlí 1891. Árið 1919 flutti hann að Hlíð og hefur búið þar síðan.

Bali

Balavarða (landamerkjavarða).

Tryggvi Gunnarsson í Grjóta. Hann er fæddur 14. janúar 1899 að Ragnheiðarstöðum í Flóa. Hann kom þriggja ára gamall að Miðengi í Garðahverfi, og var þar til 25 ára aldurs eða þar um bil. Þá flutti hann í Grjóta og hefur búið þar síðan. Ólafía Eyjólfsdóttir á Hausastöðum. Hún er fædd að Holti í Garðahverfi 17. desember 1890. Hún kom í Hausastaði 1895(?) og hefur að mestu átt þar heima síðan. Hefur sumt af henni verið fellt inn í þessa lýsingu, orðrétt eða því sem næst. Kristján Eiríksson skráði lýsinguna veturinn 1976 – 77.

Garðahverfi

Balastekkur.

Landamerki Garðahverfis eru úr steyptri vörðu á Balaklöpp vestan við Skerseyrarmöl. Þaðan er bein lína í Hvíluhól, en sá hóll er fast norðaustan við Garðaveginn til Hafnarfjarðar. Á Hvíluhól lögðu menn af sér byrði á leið til og frá Hafnarfirði. Úr vörðu á Hvíluhól er svo línan í vörðu á hraunbrún sunnan við Engidal Austasta jörðin í Garðahverfi er Bali, og er hún í Garðahrauni, en svo nefnist hraunið Garðamegin við merkin, en Hafnarfjarðarhraun hinum megin. Áður mun allt hraunið hafa verið nefnt Garðahraun.

Bali

Bali – matjurtargarður.

Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún. Beint framan hans var lítil tjörn, nefnd Innritjörn. Vestan Innritjarnar og Bala er Balatjörn, dálítil tjörn innan við malarkampinn. Hér áður ruddi tjörnin sig í gegnum kampinn, sem kallaður er Balamöl, þegar mikið var í henni. Var hún þá kölluð Balasíki. Svo sagði afi Guðmanns á Dysjum, og einnig nefnir Sveinbjörn Egilsson Balasíki í sjóferðasögu sinni. Balaklettur gengur í sjó fram innan (austan) við Balamöl. Vestan við hann var lending frá Bala.

Bali

Bali – húsgrunnur.

Íbúðarhúsið, sem nú er, stendur u. þ. b. 100 m beint upp af, þar sem gamli bærinn stóð. Það var byggt um 1931. Fjós og hlaða eru skammt upp af húsinu. Fjárhús standa upp við veginn til Hafnarfjarðar. Álatjörn er suður af Bala, niður við malarkampinn. Í hana hefur borizt mikil möl á seinni árum. Austan hennar er Balaklöpp, áðurnefnd, og landamerkjavarða á henni. Lítil tjörn er fast vestan markalínunnar, fast austan við Balaklöpp. Skammt austan við þá klöpp lá gamli vegurinn til Hafnarfjarðar upp á hraunið og síðan niður af hraunbrúninni og með sjónum til Hafnarfjarðar. Út af Balaklöpp er skerjarani langt úti í sjó, sem nefnist Torfasker.

Bali

Balarétt.

Dysjamýri er milli Garðahrauns og Garðaholts. Þessi örnefni eru á hraunjaðrinum með henni: Norðan við Bala gengur Mónef fram í mýrina. Hér áður var tekinn upp mór í Dysjamýri, en því var hætt, þegar Guðmann man eftir. Mórinn mun hafa verið þurrkaður á Mónefi. Áður lá vegur af Mónefi yfir Dysjamýri. Hann var nefndur Dysjabrú. Hvítaflöt er gróið hraunnef á vinstri hönd, þar sem vegurinn til Hafnarfjarðar liggur upp á hraunið. Næsta nef þar fyrir ofan er Oddsnef. (Ath.: G. S. segir, að Oddsnef hafi stundum verið kallað Hraunsnef, en ekki kannast Guðmann við það nafn). Þar sem hraunið skerst lengst út í Dysjamýri, fyrir innan Oddsnef, heitir Bakkastekksnef. Norðaustan í því eru tóftir af Bakkastekk.“

Bali

Nýliðar í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengu að spreyta sig við slökkvistörf og reykköfun í bænum Bala, rétt fyrir utan Hafnarfjörð, í gær [Mbl. 2004].

Í „Fornleifaskráningu í Garðabæ“ árið 2009 má lesa eftirfarandi um Bala: „“Bali hefur verið tómthús, fyrir átta eður tíu árum fyrst uppbygt. … Nú er þetta býli öldungiss eyðilagt og í tóftarbrot komið og byggist aldrei nema stór fiskiganga inn á Hafnarfjörð komi,“ segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703.
„Sýslumaður nefnir eigi býli þetta, en jarðabækurnar telja hér 3 smábýli, sem sé Garða kirkjueign (Lángeyri, Bali og Skerseyri), en prestur nefnir Lángeyri eingaungu,“ segir jarðaskrá Johnsens frá 1847.
„Balatún: Tún býlisins Bala. Er eiginlega í Garðahverfi, en þar sem hann er á Hrauninu verður hann hér með. Balatúngarður: Túngarður austan túnsins aðallega,“ segir í örnefnaskrá Hafnarfjarðar.

Bali

Fiskhjallurinn, sem lengi stóð eftir og var einu leifar í Bala síðustu árin, var brenndur á sjómannadaginn 4. júní 2023.

„Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún. .. Íbúðarhúsið, sem nú er, stendur u.þ.b. 100 m beint upp af, þar sem gamli bærinn stóð. Það var byggt um 1931 og brennt á æfingu nýliða slökkviliðsins 2004. Fjós og hlaða eru skammt upp af húsinu. Fjárhús standa upp við veginn til Hafnarfjarðar,“ segir í örnefnaskrá Garðahverfis. Nákvæm staðsetning býli þess
sem getið er í jarðabók er ekki þekkt, en samkvæmt lýsingu hefur það sennilega verið skammt frá hjalli sem er nú á þessum slóðum og er á hraunbrúninni.
Í lægð í hrauninu, um 220 m N af hjalli sem er við Balakletta skammt frá þar sem býlið Bali var áður, er lítil rétt hlaðin úr hraungrýti.

Bali

Bali – fjárhús.

Réttin er skammt vestur af Balaafleggjaranum sem liggur af Garðavegi, um 90 m SV af útihúsi, 15-20 m N af útihúsi. Réttin er í grasigrónu hrauni. Nokkuð þýft er inni í aðhaldinu og í kring. Réttin er eitt hólf, sem er í laginu eins og hálfur hringur, en frá hólfinu liggur garðbrot til norðurs. Aðhaldið er hlaðið upp við hraunbrún ofan í lægð, og myndar hraunbrúnin austurvegg réttarinnar. Þó er búið að hækka og bæta í hraunbrúnina með hleðslum á tveim stöðum. Aðhaldið er um 15×9 m N-S að utanmáli. Það er hlaðið úr hraungrýti af öllum stærðum og er tilgengið og yfirgróið. Þykkt hleðslanna er 0,5-1 m og mest hæð er 1 m, en er víðast nokkuð minni.“

Heimildir:
-Jarðabók ÁM og PV 1703.
-Lesbók Morgunblaðsins – 31. tölublað (28.08.1977)
-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Garðahverfi.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Garðahverfi.

Bali

Bali – fiskhjallurinn 2022.