Tag Archive for: Garðaholt

Búrfell

Í Listinni að lifa árið 2007 er grein eftir Sigurð Björnsson; „Gengið um Garðabæ„.

„Garðabær er hluti af Álftaneshreppi hinum forna, sem fyrst var skipt árið 1878 í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Síðar var Hafnarfjörður skilinn frá Garðahreppi og fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Þessi sveitarfélög heita nú Garðabær, Hafharfjarðarkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes.

Garðabær

Umhverfi og ásýnd Garðabæjar mótast að verulegu leyti af hrauninu, sem brann fyrir um það bil 7200 árum og rúmlega 3000 árum eftir að síðasta jökulskeiði lauk. Hraun þetta rann frá eldvarpinu Búrfelli, sem er suðvestan Heiðmerkur, 7,2 km í suðaustur frá Garðatorgi og 2,5 km norðaustur frá Helgafelli, sem er móbergsfjall myndað í eldgosi undir jökli á síðustu ísöld. Búrfellshraunið heitir ýmsum nöfnum eftir því hvar menn eru staddir hverju sinni, svo sem Smyrlabúðarhraun, Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Urriðakotshraun, Garðahraun og Gálgahraun. Hluti Búrfellshrauns rann einnig vestar og heitir þar ýmsum nöfnum, sem ekki verða rakin hér, nema hvað Hafnarfjarðarhraunið er hluti þess.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Hér er því hvorki skortur á hraunum né örnefnum. Tómas Guðmundsson skáld komst snilldarlega að orði þegar hann sagði í kvæði sínu, Fjallganga: „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt.“
Mér er ætlað að rekja hér örnefni og greina frá kennileitum í Garðabæ frá fjöru og fram til fjalla. í bókinni Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson er örnefnaskrá á 78 blaðsíðum svo ljóst má vera, að hér verður aðeins stiklað á stóru í stuttri grein. í þeirri bók geta þeir, sem áhuga hafa, aflað sér nánari fróðleiks um Garðabæ og örnefni þar.

Skógtjörn

Við Skógtjörn.

Mörk Garðabæjar og Álftaness liggja um tvær tjarnir, Lambhúsatjörn og Skógtjörn. Eiðin, sem áður skildu þessar tjarnir frá sjó, eru nú horfin í hafið, þannig að þær eru raunar báðar orðnar að vogum. Afrennsli frá Skógtjörn var til suðurs um Oddakotsós við miðbik tjarnarinnar og lágu hreppamörkin um ósinn. Vestan óssins var Hliðsnesið í Bessastaðahreppi með samnefndum bæ, og lá nesið til suðurs frá Álftanesinu. Hafið rauf eiðið norðan bæjarins og stóð hann þá á eyju, erfiðara varð um aðföng og róa þurfti með börnin á báti til þess að þau kæmust í Bjarnastaðaskóla.

Hliðsnes

Hliðsnes – loftmynd 2023.

Fyrstu jarðýturnar í eigu Íslendinga komu til landsins 1942 og eina þeirra, e.t.v. þá fyrstu, áttu bræðurnir Eyþór og Gunnar Stefánssynir frá Eyvindarstöðum á Álftanesi. Þeir voru fengnir með ýtuna til þess ýta upp í gamla ósinn og koma Hliðsnesinu í vegasamband inn í Garðahrepp. Bæjamörkin liggja hins vegar óbreytt, þar sem áður var ósinn suður úr Skógtjörninni. Hér er land allt hægt og sígandi að hverfa í hafið eins og sjá má af því, að bæði á botnum tjarnanna og úti fyrir ströndinni suður af Garðaholti og umhverfis Álftanes eru víða myndarlegir móhleifar, en mór myndast af gróðurleifum í mýrum inni á landi en aldrei í söltu vatni, enda engar gróðurlendur þar.

Álftanes

Álftanes – herforningaráðskort 1903. Hér sjást landamerkimum Skógtjörnina.

Á báðum þessum tjörnum er fjölskrúðugt fuglalíf, einkum vor og haust, þegar norðlægir farfuglar hafa þar viðkomu og er margæsin þar áberandi. Á eiðinu milli Lambhúsatjarnar og Skógtjarnar, hægra megin við veginn þegar ekið er út á Álftanes, er lágur hóll með tóftarbroti. Þarna stóð bærinn Selskarð. Sunnan við Selskarð og austur af Skógtjörninni, vestan Álftanesvegar, heitir Álamýri. Suð-austur frá Skógtjörn rís Garðaholtið. Vestan í holtinu standa Garðar, höfuðból og kirkjustaður frá fornu fari. Garðakirkja var aflögð árið 1914 og um miðja öldina var svo komið að aðeins stóðu eftir grjótveggirnir opnir fyrir veðri og vindum, gluggalausir og þaklausir. Til tals kom að brjóta veggina niður og nota í hafnargarð við Hafnarfjarðarhöfn.
GarðakirkjaÞví menningarslysi var þó forðað, sem betur fer, fyrir atbeina nokkurra góðra manna og þó einkum vegna atorku kvennanna í nýstofnuðu Kvenfélagi Garðahrepps, og fórnfúsra starfa þeirra. Þær endurreistu Garðakirkju og var hún vígð af séra Sigurbirni Einarssyni biskupi hinn 20. mars 1966.
Sunnan og vestan í Garðaholtinu er Garðahverfið. Þarna voru 25 býli og þurrabúðir árið 1868. Mörg þessi býli standa þar enn.
Nyrst i Garðahverfinu, niður undir Skógtjörn, eru Hausastaðir. Þar er minnisvarði um einn fyrsta vísi að reglulegu skólahaldi fyrir börn og unglinga hér á landi.

Hausastaðir

Hausastaðir – minnismerki.

Þessi skóli var starfræktur á vegum Thorkillisjóðsins árin 1791-1812, en sjóður sá varð til samkvæmt ákvæði í arfleiðslubréfi Jóns Þorkelssonar fyrrum skólameistara í Skálholti og átti hann að standa straum af skólahaldi fyrir fátækustu og mest þurfandi börn í Kjalarnesþingi.
Skammt suðaustur frá Garðakirkju stendur félagsheimilið Garðaholt, sem upphaflega var reist árin 1908-11 sem skóli og þinghús hreppsins. Aukið hefur verið við húsið nokkrum sinnum og hefur það í mörg ár þjónað sem samkomuhús bæjarins. Kvenfélagið sér um rekstur Garðaholts. Örskammt til vesturs frá Garðaholti, neðan við veginn til Hafnarfjarðar, stendir býlið Krókur, sem Garðabær á nú og rekur þar byggðasafn. Fyrri eigendur gáfu bænum húsin ásamt öllu innbúi.

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Efst á Garðaholtinu er fagur og mikill skógarreitur. Holtið var áður autt, grýtt og gróðurvana, því þarna næða norðanvindar. Árið 1955 fékk Sigurður Þorkelsson, skipasmiður, þarna land á leigu, girti það og hóf uppgræðslu og trjáplöntun. Hann byggði sér bústað ásamt konu sinni, Kristínu Gestsdóttur, sem nú er nýlátin. Þennan stað gerðu þau að þeim unaðsreit, sem þar er orðinn, og nefndu hann Grænagarð. Á Garðaholti er hringsjá, sem Rótarýklúbburinn í Görðum lét gera. Sigurður Björnsson, verkfræðingur, sá er ritar þessa grein, mældi á holtinu og hannaði hringsjána. Hún sýnir fjallahringinn, hæðir fjallanna og fjarlægðir frá Garðaholtinu. Á skífunni er sólúr.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Nyrst í Garðahrauni, skammt frá Lambhúsatjörn, er hraungúll, sem klofnað hefur og myndar tvo kletta eða þrjá. Klettana notaði Bessastaðavaldið sem aftökustað þeirra ógæfumanna, sem þeir töldu dauðaseka að þeirra tíma reglum og lagabókstaf.

Gálgahraun

Í Gálgahrauni.

Klettarnir nefndust Gálgaklettar eða Gálgaklofningar og hraunið Gálgahraun. Austan Gálgahrauns er Arnarnesvogur. Nyrsta spýja Garðahraunsins skagar í mjóum tanga út milli Arnarnesvogar og Lambhúsatjarnar og heitir þar Eskines.
Suður frá Arnarnesvogi rís Hraunsholtið og austan þess rennur Hraunsholtslækur til sjávar. Hann á upptök sín í Vífilsstaðavatni og nefnist efri hluti hans Vífilsstaðalækur. Lækurinn rennur með hraunjaðrinum sunnan við Flatahverfið. Úti í hrauninu er stakur hóll er nefnist Hádegishóll, eyktamark frá bænum Hraunsholti, og er á bæjamörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar.

Wegenerstöpull

Wegenerstöpull – Wegenerstöpull er annar tveggja steinstöpla (svipaður stólpi var reistur í Öskjuhlíð) sem reistur var af Alfred Wegener, þýskum vísindamanni, hér á landi vafalaust til viðmiðunar til að sýna fram á landrekskenninguna sína. Stöpulinn reisti Wegener í aprílmánuði árið 1930. Árið 2000 voru settar plötur með söguágripi á stöpulinn. Stöpullinn er ferkantaður, steyptur og rúmlega 3 m hár. Flatarmál er 1 x 1 m. Hann stendur við gangstétt efst á götunni Hegranes við gatnamót Arnarnes og Hegranes.

Austan við Arnarnesvog er Arnarnesið. Þar sem nú skerast göturnar Arnarnes og Hegranes, stendur „Wegenersúlan“, einn þeirra mælingastöpla, sem þýski visindamaðurinn Alfred Wegener lét steypa vorið 1930 í þeim rilgangi að mæla gliðnun landsins og sanna þar með landrekskenningu sína um rek meginlandanna á jarðarkringlunni. Honum auðnaðist ekki að færa sönnur á þá kenningu, hann varð úti á Grænlandsjökli það sama ár. Kenning Wegeners hefur nú fyrir löngu verið sannreynd með þeim nákvæmu mælingaaðferðum, sem nú eru tiltækar. Flekamót liggja um jarðeldabelti Íslands og Austur- og Vesturland gliðna í sundur til jafnaðar um 2 sentímetra á ári hverju.

Hofsstaðir

Hofsstaðir í Garðabæ.

Upp frá Arnarnesvogi og ofan Hafnarfjarðarvegar var byggður fyrsti þéttbýliskjarninn í Garðahreppi og nefnist hverfið Silfurtún. Í suðvestur frá Silfurtúninu rís Hofsstaðahæðin með bænum Hofsstöðum. í Hofsstaðalandi, norður af bænum, er nú risin Vídalínskirkja og safnaðarheimilið Kirkjuhvoll. Örskammt austur af kirkjunni og bænum og við hliðina á nýjum Tónlistarskóla Garðabæjar hafa verið grafnar upp minjar um forna byggð, sem talin er vera frá landnámsöld. Þar hafa bæjaryfirvöld látið gera minjagarð og er allur frágangur til fyrirmyndar og bæði skemmtilegt og stórfróðlegt að kynna sér þá sögu, er þar býr að baki. Suður frá Hofsstöðum stóð býlið Hagakot. Bærinn stóð þar sem nú er Tjarnarflöt 10. Gatan dregur nafn sitt af seftjörn, sem fyrrum var í ofanverðu túninu.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Gunnhildur.

Drjúgan spöl fyrir austan er sagt að Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar, hafi reist bæ sinn og nefndi Vífilsstaði. Á Vífilsstöðum var reist berklahæli árið 1910. Nokkru austar er svo Vífilsstaðavatnið, en sunnan við vatnið eru Dýjakrókar með uppsprettulindum. Þar er nú vatnsból Garðabæjar og Álftaness, en í vændum er að það verði aflagt innan skamms. Umhverfis vatnið liggur fjölfarinn göngustígur. Frá Vífilsstaðavatni rennur Vífilsstaðalækur, sem fyrr segir, og um mýri suður af Vífilsstöðum, sem nefnist Vatnsmýri. Austur frá Vífilsstöðum og norður af vatninu er hæð, sem nefnist Skyggnir. Smalaholtið rís norðaustan vatnsins, en sunnan þess er Vífilsstaðahlíð og nefndist hún áður Svínahlíð.

Arnarnes

Arnarnes (MWL).

Inn frá Arnarnesi gengur Arnarnesholt og þar fyrir austan er Nónhæð, nú innan bæjarmarka Kópavogs, en eftir að Garðabær og Kópavogur sömdu um breytt bæjamörk hinn 18. maí 1983 skiptir Arnarnesvegurinn nýi löndum inn eftir holtunum innan við Bæjarbraut. Sunnan holtsins rennur Arnarneslækur. Hann á upptök sín í Vetrarmýri, norðan Vífilsstaða, þar sem nú er golfvöllurinn, og rann þaðan norðan Dýjakróka í Stórakrók og niður í Arnarnesvog. Dýjakrókar voru á því svæði þar sem nú er iðnaðarhverfið við Iðnbúð.

Hnoðraholt

Hnoðri á Hnoðraholti.

Norðan Vetrarmýrar rís Hnoðraholt og dregur nafn sitt af Hnoðranum á norðurbrún holtsins, sem er brattur hóll með dritþúfu. Um Hnoðrann lá fyrrum markalínan milli Vífilsstaða í Garðahreppi og Hvammkots í Seltjarnarneshreppi, en Hvammkot nefndist síðar Fífuhvammur.

Smalaholt

Smalaholt – lágmynd.

Austur af Hnoðraholti er Leirdalur, sem fyrrum virðist að mestu hafa verið í eigu Vífilsstaða en hefur í áranna rás fallið til Fífuhvamms. Suður af Leirdal rís Smalaholtið, sem fyrr er nefnt. Suðaustur frá Smalaholti eru Kjóavellir. Þar er nú hesthúsabyggð.
Sunnan Kjóavalla og suðaustanvert við Vífilsstaðavatn rís Sandahlíðin, hæst hæða á þessum slóðum, 160 m yfir sjávarmáli. Þar uppi er fagurt útsýni til allra átta og blasa þar suðurfjöllin við göngumönnum. Norðan undir Sandahlíðinni er útivistar- og leikjavæði Skógræktarfélags Garðabæjar.

Grunnuvötn

Tóftir við Grunnuvötn.

Lægðin milli Sandahlíðar og Vífilsstaðahlíðar nefnist Grunnuvatnaskarð, en í suðaustur eru Grunnuvötn, tvær tjarnir, sem nú þorna upp á sumrum. Austan við Grunnuvötn rís hæð eða hóll, sem nefnist Arnarbæli, hefur einnig verið nefndur Arnarstapi og Arnarsetur. Á Arnarbæli eru landamörk milli Garðabæjar og Kópavogs og liggja þaðan suður í Húsfell. Suðvestan Grunnuvatna er hæð uppi á Vífilsstaðahlíðinni er nefnist Selás. Suðvestan undir Selási stóð Vífilsstaðasel. Þegar haldið er til suðurs frá Selási göngum við yfir Víkurholt, en þau eru tvö, og komum að Hjöllum. Hjallarnir er misgengisstallur, sem er allt að 60 m hár þar sem hann er hæstur sunnan undir Vífilsstaðahlíð.

Hjallar

Hjallar – misgengi.

Sprungan við rætur Hjallanna er nærri 5 km á lengd. Berggrunnurinn er grágrýti og hinn sami bæði uppi á Hjöllunum og á landinu, sem sigið hefur sunnan þeirra. Á Hjallabrún, sunnan við Víkurholt, lét Skógræktarfélag Reykjavíkur árið 1967 gera hringsjá, þar sem skoða má fjallahringinn. Næst eru Húsfell, Búrfell, Valahnúkar og Helgafell. Fjær blasa við Hengillinn, Vífilsfell, Bláfjöll, Þríhnúkar, Stóribolli eða Bollinn, Tvíbollar, og Syðstubollar. Vestan við Stórabolla er Kerlingarskarð en milli Tvíbolla og Syðstubolla er Grindarskarð, um það liggur Selvogsgata. Þar fyrir vestan komu Langahlíð, Hellutindar, Fjallið eina, Grænadyngja, Trölladyngja og Keilir.

Grásteinn

Grásteinn í Urriðakotshrauni.

Nú höldum við að nýju norður á móts við norðurenda Vífilsstaðahlíðar, er nefnist Hlíðarhorn. Uppi á Hlíðarhorni stendur varða, sem kallast Gunnhildur. Sjúklingar á Vífilsstöðum, þeir sem voru sæmilega rólfærir, gengu gjarnan upp að Gunnhildi, var haft til marks um heilsufar þeirra, að kæmust þeir þangað upp án þess að spýta blóði, þá væru þeir á batavegi og gætu jafnvel farið heim.

Gunnhildur

Gunnhildur.

Vestur frá Hlíðarhorni rís Urriðakotsholt og vestan undir því er Urriðakotsvatn, vestan þess eru svo Setbergshamar og Setbergsholt. Um þau holt liggja nú bæjamörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Áður fyrr var Setbergshverfið í Garðabæ.
Sunnan við Urriðakotsvatn heitir Dýjamýri og sunnan hennar rís Flóðahjalli og syðsti og hæsti hluti þeirrar hæðar nefnist Klif. Sunnan við Klifið kemur svo önnur Sandahlíð, því þær eru tvær með sama nafni á þessum slóðum. Sunnan Urriðakotsholts og norð-austan Flóðahjalla eru Urriðakotsdalir, þar og allt suður undir Sandahlíð hefur regla Oddfellowa búið sér glæsilegan golfvöll. Sunnan þess golfvallar eru þrjár hæðir, sem nefhast Tjarnholt. Sunnan Tjarnholta hefst Reykjanesfólkvangur og þar þekur Smyrlabúðarhraun stórt svæði og nær suður að Smyrlabúð, sem er hæð á Hjallabrún, rúman kílómeter vestan Búrfells.

Heiðmörk

Heiðmörk – tóft.

Suðvestan í Vífilsstaðahlíð hefur vaxið upp gróskumikill skógur sem er hluti Heiðmerkur. Í fyrstu var land Heiðmerkur aðeins innan Reykjavíkur. Sunnudaginn 25. júní 1950 var Heiðmörk opnuð almenningi við hátíðlega athöfn. Hinn 17. október 1957 jók Skógræktarfélag Reykjavíkur við upphaflegt svæði með samningi við stjórn ríkisspítalanna, sem leigði félaginu verulegt land frá Vífilsstöðum, m.a. Vífilsstaðahlíðina. Þessi hluti Heiðmerkur er innan Garðabæjar og 10. maí 1997 keypti bærinn það land af ríkinu.

Maríhellar

Maríuhellar.

Þarna er vinsælt útivistarsvæði og gönguleiðir í skjóli í norðannæðingi. Norður á móts við Hlíðarhorn er ekið inn í Heiðmörkina og liggur vegurinn um hraunið allt suður undir Hjalla. Þegar ekið er inn, þar sem áður var hlið á Heiðmerkurgirðingu, og upp á hraunkambinn verða Maríuhellar á vinstri hönd, rétt við veginn. Þetta voru fjárhellar frá Vífilsstöðum og Urriðakoti. Vestast í Maríuhellum er þröngur gangur niður í manngengan helli, sem liggur langt til norðurs undir Vífilsstaðahrauninu. Gegnt Maríuhellum, sunnan við veginn, er myndarlegur hraunhóll, Dyngjuhóll eða Hádegishóll, eyktamark frá Vífilsstöðum. Vestan undir miðri Vífilsstaðahlíðinni er bílastæði og grillaðstaða og í hlíðinni þar fyrir ofan er trjásýnireitur Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem fróðlegt er að skoða. Göngustígur liggur frá Maríuhellum suður eftir hrauntungunni. Á móts við Tjarnholtin komum við að Selgjá, sem er grunn en nokkuð breið hrauntröð mynduð í Búrfellsgosinu. Nyrst í gjánni vestanverðri er Selgjárhellir. Upp við barma Selgjár hafa menn fundið margar vallgrónar seljarústir. Jarðabók 1703 greinir frá selstöðu þarna og virðast átta kóngsjarðir á Álftanesi hafa haft þar í seli. Þegar komið er suður á Hjallabrún sést, að

Selgjá

Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

Selgjá er í beinu framhaldi af Búrfellsgjá, og eru þær því í raun sama hrauntröðin. Búrfellsgjá er mjög áhugaverð hrauntröð frá Búrfellsgíg og er vel þess virði að ganga eftir henni suður í Búrfell og að skoða sköpunarverk náttúrunnar í leiðinni. Samfelldur hraunstraumur hefur runnið eftir gjánum báðum.

Búrfellsgjá

Búrfellsgjá.

Hér blasir við að þessi stórleikur náttúrunnar, myndun Hjallanna og landsigið sunnan þeirra, hefur orðið eftir að eldar brunnu í Búrfelli fyrir rúmlega 7000 árum. Sprungan, sem liggur yfir hraunið í misgengisstallinum milli Selgjár og Búrfellsgjár, heitir Hrafnagjá. Niðri á flötinni í Búrfellsgjá, sunnan Hrafhagjár, er Gjárrétt. Hér var lögskilarétt fram til 1920 en réttin var notuð eitthvað lengur. Gjárrétt var friðlýst árið 1964. Við hamravegginn norðan réttarinnar er Vatnsgjá, þar eru nokkur þrep niður í ágætt vatnsból. Nær miðja vegu milli Gjárréttar og Búrfells heita Garðaflatir. Kringlóttagjá er hrauntjarnarstæði sunnan við Búrfell, sem myndast hefur seint í Búrfellsgosinu. Góðan spöl suðvestur af Kringlóttugjá eru Mygludalir. Við sérstök veðurskilyrði myndast þarna eitthvað, sem líkist mygluskán, kynnu að vera kísilþörungar.

Mygludalir

Mygludalir. Valahnúkar fjær.

Suður af Húsfelli er sameiginlegt umráðasvæði Garðabæjar og Álftaness. Það nefndist fyrrum „Almenningsskógur Álptaneshrepps.“ Mörk Almenningsskógarins liggja frá Húsfelli suður á Hæstaholt á Dauðadölum og kallast markapunkturinn nú á seinni tímum Markraki. Af Markraka liggja mörkin til vesturs sunnanvert við Leirdalshöfða í Markrakagil í Undirhlíðum eða Melrakkaskarð. Þetta eru jafnframt austur- og suðurmörk Hafnarfjarðarkaupstaðar. Eins og nafnið „Almenningsskógur“ ber með sér var gróðurfar hér fyrrum allt annað en nú. Þarna óx gróskumikill skógur því sagnir herma, að úr honum hafi árlega verið fluttir hestburðir af trjám og hrísi til eldiviðar á Bessastöðum. í Leirdal milli Leirdalshöfða og Lönguhlíðar hefur Skógræktarfélag Garðabæjar hafið uppgræðslu og trjárækt.

Þríhnúkar

Þríhnúkar – þverskurður.

Austur- og suðurmörk Almenningsskógar Álftaneshrepps liggja af Húsfelli upp í Þríhnúka. Austasti hnúkurinn kallast Strompur og er innan stjórnsýslumarka Kópavogs. Hann er sérstætt náttúruundur. Hnúkurinn er hár og brattur klepragígur og í toppnum er brekka niður að gígopi um 10 m að þvermáli.

Þríhnúkagígur

Í Þríhnúkagíg.

Við lok gossins hefur bráðið hraunið runnið brott og við það myndast um 110 m djúpur hellir með lóðréttum veggjum. Þarna ber að fara með mikilli gát því hrasi maður í brekkunni ofan við gígopið og falli niður í hellinn þarf ekki að spyrja að leikslokum. Jón heitinn Jónsson, jarðfræðingur, nefndi hellinn Svartholið. Frá Þríhnúkum liggja mörk Almenningsskógarins í Bláfjallahorn, þ.e. suðurenda Bláfjalla, þaðan vestur í Litla-Kóngsfell, sem er, eins og segir í markalýsingu Krýsuvíkurlands 1890, „lág, mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum.“ Stórkonugjá er norðaustan við Kóngsfell. [Hér fer höfundur villu vegar því nefnt „Kóngsfell“ er hægra megin við gamla Kerlingarskarðsveginn úr Selvogi, ofan skarðsins, en það er ekki „Stóra-Kóngsfell“, eins og ætla mætti af lýsingunni. Það er miklu mun norðaustar og fjarri „gömlu götunni“. „Litla-Kóngsfell“ er gígur, hægra megin við „gömlu götuna“ á Grindaskarðsleiðinni frá Selvogi, allnokkru sunnar en „Kóngsfellið“. Þá er „Konungsfellið“, öðru nafni „Stóribolli“, efst í Grindarskörðum. Um þau lág Selvogsgatan, öðru nafni Grindaskarðavegur, fyrrum.]

Litla-Kóngsfell

Litla-Kóngsfell – Selvogsgatan.

Hér upphefst nokkur vandi. Markalýsingum fyrri tíma til vesturs frá Litla-Kóngsfelli ber ekki saman og deila menn um eignamörk. Landamerkjadómur frá 1971 og Hæstaréttardómur um sýslumörk frá 1996 eru misvísandi. Hér stangast hvað á annars horn. Óbyggðanefnd tók ekki, í úrskurði sínum hinn 31. maí 2006, afstöðu til ágreinings um staðarmörk sveitarfélaga og þar með ekki til þessa vanda. Bráðnauðsynlegt er að fá botn í málin, rugling þennan leiðréttan, og að ágreiningi verði rutt úr vegi. Læt ég svo lokið frekari bollaleggingum í bili.“  – Sigurður Björnsson, verkfræðingur.

Álftanes

Álftanes – Örnefnakort – ÓSÁ.

Heimild:
-Listin að lifa, 2. tbl. 01.06.2007, Gengið um Garðabæ, Sigurður Björnsson, bls. 44-47.

Kóngsfell

Kóngsfell.

Garðakirkja

Í Lesbók Morgunblaðsins 1955 fjallar Árni Óla um Garðakirkju á Álftanesi, sem „Bráðum fer að rísa úr rústum„:

Garðakirkja

„Garðar á Álftanesi eru ekki taldir með landnámsjörðum, en þó mun hafa verið sett byggð þar þegar á landnámsöld. Jörðin er í landnámi Ásbjarnar Özzurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og eftir því sem næst verður komizt, hét sá Þjóstarr, er þar bjó fyrstur. Hann var kvæntur Iðunni dóttur Molda-Gnúps, landnámsmanns í Grindavík, og er talið að þau hafi átt þrjá sonu. Einn þeirra var Þorkell, er fór einhver fyrstur manna hér á landi alla leið suður til Miklagarðs, dvaldist þar nokkur ár og var „handgenginrt Garðskonunginum.“Garðakirkja
Annar sonur Þjóstars var Þormóður, er bjó að Görðum eftir föður sinn. Hann var kvæntur Þuríði dóttur Avangurs hins írska, er fyrstur byggði að Botni í Hvalfirði, og smíðaði sér haffært skip úr skógi þeim er þar var þá. Getið er tveggja barna þeirra Þormóðar, Barkar er átti Hallvöru dóttur Odda Ýrarsonar, og Jórunnar. — Landnáma segir frá því, að þeir Illugi rauði og Hólm-Starri hafi haft skifti á jörðum, konum og lausafé. Sigríður kona Illuga hengdi sig þá í hofinu á Hofstöðum í Reykholtsdal, „því að hún vildi ekki mannakaupið“. Ekki er getið um konu Starra, en líklega hefur hann tekið hana aftur þegar þannig fór um Sigríði, því að upp úr þessu fekk Illugi Jórunnar frá Görðum.

Garðakirkja

Garðakirkja 1960.

Um þessar mundir bjó i Vælugerði í Flóa sá maður er Öra hét. Svo er sagt að eftir ráðum Marðar gígju hafi hann orðið sekur þannig að hann skyldi falla óheilagur fyrir sonum Önundar bílds, nema í Vælugerði og örskotshelgi við landeign sína. Einu sinni rak Örn naut úr landi sínu og var þá veginn, og héldu allir að hann hefði fallið óheilagur. En Þorleifur neisti bróðir hans, keypti af Þormóði Þjóstarssyni í Görðum, er þá var nýkominn út á Eyrarbakka, að hann helgaði Örn. „Þormóður skaut þá skot svo langt af handboga, að fall Arnar varð í örskotshelgi hans“.
Má á þessu sjá, að Þormóður hefur verið íþróttamaður og nafnkunnur bogmaður. Synir Þjóstars hafa því þegar gert garðinn frægan, þótt ekki fari af þeim neinar sögur.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Og allt frá þeim tíma hafa Garðar verið merkur staður. Kirkja hefur sennilega verið reist þar skömmu eftir kristnitöku. Var hún helguð Pétri postula og er til skrá um presta þar síðan 1284. Þar var í gamla kirkjugarðinum svonefndur „vökumaður“. Var það trú hér á landi um eitt skeið, að sá, sem fyrstur væri grafinn í kirkjugarði, rotnaði ekki, heldur héldi stöðugt vörð um garðinn. Segir sagan, að eitt sinn er verið var að taka gröf í útnorðurhorni kirkjugarðsins, áður en hann væri færður inn“, þá var komið niður á rauðklæddan mann, órotinn, og skipaði prestur að byrgja gröfina þegar. Þetta hefur átt að vera einhver fornmaður í litklæðum, og hann vakir enn yfir kirkjunni, sem nú er líka utangarðs.
Garðakirkja
Torfkirkja var í Görðum öld fram af öld. En um miðja fyrri öld er komin þar timburkirkia. Hún entist illa og var orðin óhæf til messugerðar 1878. Þá var Þórarinn Böðvarsson prestur að Görðum. Hann vildi að söfnuðurinn tæki að sér kirkjuna og flytti hana til Hafnarfjarðar, en þar var þá meginhluti safnaðarins. Sóknarnefndin mun ekki hafa treyst sér til þessa, og varð það því úr, að ný kirkja var reist að Görðum og var hún hlaðin úr steini.
GarðakirkjaÞykir mér líklegt að notað hafi verið kalk úr Esjunni til þess að líma grjótið saman. Var kalkbrennslan í Reykjavík þá í fullum gangi, og þeir munu hafa verið vel kunnugir Egill Egilsen forstjóri kalkbrennslunnar og séra Þórarinn Böðvarsson. Kirkja þessi var reist árið 1879. Þótti hún merkilegt hús.

Þegar kom fram yfir aldamótin var farið að tala um það í fullri alvöru að reisa nýja kirkju í Hafnarfirði, og var séra Jens Pálsson því mjög fylgjandi. Hann átti þá 2500 kr. hjá kirkjunni, en bauðst til þess að láta þá skuld falla niður, ef söfnuðurinn vildi taka kirkjuna að sér og reisa nýtt guðshús í Hafnarfirði. Varð það svo úr, að með samningi gerðum 6. marz 1910, afhenti hann sóknarnefnd Garðakirkju til umsjónar og fjárhalds, og með þessum samningi gaf hann eftir skuld kirkjunnar við sig.

Garðakirkja

Garðakirkja – kertastjakar, nú í vörslu Þjóðminjasafnsins.

Eigi varð þó úr því þá þegar að farið væri að reisa kirkju í Hafnarfirði. En það sem reið baggamuninn í því efni var stofnun fríkirkjusafnaðar í Hafnarfirði veturinn 1913, og að hafin var bygging fríkirkju þar þegar á sama ári. Þá vildi þjóðkirkjusöfnuðurinn ekki láta sitt eftir liggja og reisti þar kirkju árið eftir. Var þá ákveðið að leggja Garðakirkiu niður og flvtja gripi hennar í nýju kirkjuna.
Þykir rétt að birta hér skrá yfir þá gripi, er Hafnarfjarðarkirkja fekk hjá Garðakirkju: Altaristafla (olíumálverk af upprisu Krists), harmoníum, skírnarfontur úr nýsilfri á tréfæti, tvö sálmanúmeraspjöld með tölum, 16 kerta ljósahjálmur úr látúni, 8 kerta ljósahiálmur kominn frá dómkirkjunni í Reykjavík, 6 kerta ljósahjálmur, 4 kerta glertalnahjálmur, tvær þríarmaðar ljósliljur úr látúni, 9 þríarmaðar ljósaliliur frá dómkirkjunni í Reykjavík, þrennir altarisstjakar og fvlgdu þeim tvö kertahvlki úr piátri, kirkjukaleikur úr silfri með patínu úr sama efni, oblátudósir úr nýsilfri, lítill þjónustukaleikur úr nýsilfri með tréhylki, lítill gamall þjónustukaleikur úr tini o. fl.

Garðakirkja

Hökull úr rósofnu flosi með gulum blómum stórgerðum og er ofið gullvír í, en gyltar smáþynnur (paillettur) saumaðar á: rósofinn gullvírsborði er við jaðra og um hálsmál og í krossi á baki: fóðrið úr ljósbrúnu lérefti: krækt á vinstri öxl. Getið fyrst í visitatiu 1769 (sbr. 1780), en virðist miklu eldri.

Auk þessa voru öll altarisklæði, gömul og ný, og ennfremur graftól.
Inni í kirkjunni að Görðum voru 8 minningarspjöld á veggjum. Þau voru ekki flutt til Hafnarfjarðar, heldur í Þjóðminjasafnið og eru nú geymd þar. (Á safninu er einnig fjöldi gripa frá Garðakirkju).
Seinasta guðsþjónusta var haldin í Garðakirkju 23. sunnudag eftir trinitatis 1914 (15. nóvember), en þjóðkirkjuna nýju í Hafnarfirði vígði Þórhallur Bjarnarson biskup 20. desember sama ár. Kom nú til orða að selja Garðakirkju til þess að afla fjár vegna kirkjubyggingarinnar, en það fórst þó fyrir.

Stóð nú Garðakirkja auð og hrörnaði óðum, svo að blöskraði öllum þeim, sem báru hlýjan hug til hennar. Og árið 1916 bundust 10 menn samtökum um að bjarga kirkjunni. Það voru þeir: Ágúst Flygenring kaupmaður, Carl Proopé kaupmaður, Chr. Zimsen umboðsmaður, Einar Þorgilsson kaupmaður, Gunnar Egilsson skipamiðlari, Jes Zimsen kaupmaður, Jón Einarsson verkstjóri, dr. Jón Þorkelsson, Sigurgeir Gíslason verkstjóri og Þórarinn Egilsson útgerðarmaður. Eru þeir nú allir látnir, nema hinn síðastnefndi. Einhver viðgerð fór nú fram á gömlu kirkjunni, en dugði lítt.

Garðakirkja

Minningartafla um séra Markús Magnússon, prest í Görðum á Álftanesi 1781-1825.

Tímans tönn gnagaði viði kirkjunnar jafnt og þétt, þótt lítið bæri á. Seinast var svo komið, að menn óttuðust að turninn mundi hrynja. Þá var hann rifinn, þakið tekið af og allt rifið úr kirkjunni innan veggja. Síðan hefur steintóttin staðið þarna gnapandi um langa hríð, en hún hefur látið furðu lítið á sjá. Vindar hafa gnauðað á henni, regnið hefur lamið hana, frost og snjór hafa kreist hana köldum greipum, en hún stóðst allt þetta. Má á því sjá hve vel hefur verið gengið frá veggjunum. Eru þeir og snilldar vel hlaðnir, og skyldi steinninn hafa verið límdur með kalki úr Esjunni, þá þarf engan að undra þótt kirkjurústin hafi staðið af sér öll veðraáhlaup um mörg ár, því að það kalk hefur reynzt óbilandi. Sama sumarið og Garðakirkja var reist, var reist steinhús í Reykjavík og límt með Esjukalki. Það stendur enn í Lækjargötu og sér ekki nein ellimörk á því, enda þótt það sé 75 ára gamalt. Eins hefði kirkjan getað staðið enn hnarreist og tíguleg, ef henni hefði verið sómi sýndur.

Garðakirkja

Garðakirkja fyrrum.

Þótt marga tæki það sárt hvernig fór um Garðakirkju, þá var eins og örlög hennar væri orpin þögn og hyldist í einhverri móðu. Það var engu líkara en að Hverfisdraugarnir sem séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum, setti niður í Stíflishólum á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Garða fyrir tvö hundruð árum, hefði losnað og villtu nú mönnum sýn hálfu meir en þeir höfðu áður gert. Það var eins og aðalsöfnuðurinn, sem nú átti heima í Hafnarfirði, gæti ekki séð út að Görðum. En öldruðu fólki úr Garðahverfinu, sem fór til kirkju inn í Hafnarfjörð, vöknaði jafnan um augu er það gekk fram hjá rústum Garðakirkju.
Nú er niðurlægingar tímabil gömlu Garðakirkjunnar senn á enda. Hún verður bráðum færð í sinn fyrra búning.
Árið 1053 var Kvenfélag Garðahrepps stofnað, og á stofnfundi þess var þegar rætt um, að eitt af því sem félagið ætti að beitast fyrir, væri að reisa Garðakirkju úr rústum. Síðan hafa 60 samhuga konur unnið að þessu í kyrrþey.

Garðakirkja

Grafskriftarspjald úr furu málað svart með úrskurði á, á báðum endum og við brúnir, gulmáluðum, og myndast við það eins og umgjörð: lengd mest 148 cm. og br. mest 73 cm.: útskurðurinn er í skelstíl, laglegt verk. Áletrunin er með gyltu skrifletri, nema nafnið, sem er með rómönsku upphafstafaletri. Grafskriftin er yfir norskan skipstjóra, Robert Walls, d. 9. ágúst 1788. – Grafskriftar þessarar er getið í visitatiu Hannesar biskups Finnssonar 1791.

Og þar sem konurnar leggjast á sveif, á við gamla vísan: Fram skal ganga haukur núna hvort hann vill eður ei. Hér mun og svo fara. Það er eins og sérstök blessun hafi fylgt þessu máli. Fjöldi manna, sem ber hlýjan hug til Garðakirkju, en hafði gleymt henni, hefur nú vaknað við, er konurnar voru komnar á stað, og ýmist lagt fram fé, eða lofað fé til viðreisnar kirkjunni. Aðrir munu á eftir koma. Og sóknarnefndin hefur þegar afhent félaginu kirkjurústina til eignar. Konurnar hafa fengið sérfróða menn til þess að athuga veggina til þess að ganga úr skugga um, að þeir sé enn svo sterkir að forsvaranlegt sé að byggja ofan á þá. Og veggirnir hafa staðizt prófið.
Verður nú brátt hafizt handa um að gera við veggina og koma þaki á kirkjuna. Er það ætlan Kvenfélagsins að gera kirkjuna aftur sem allra líkasta því er hún var áður, meðan hún var ein af snotrustu og merkilegustu kirkjum landsins. En þegar því er lokið er það annarra en Kvenfélagsins að ákveða hvort hún skuli gerð að sóknarkirkju aftur.
Margar minningar eru bundnar við Garða, og sú ekki sízt, að þar fæddist Jón biskup Vídalín árið 1666. Finnst mönnum ekki eðlilegt að kirkja ætti að vera einmitt á þeim stað, þar sem áhrifamesti kennimaður Íslands fæddist?
Garðakirkja var upphaflega helguð Pétri postula, þeim mikla kennimanni frumkristninnar. Nú þegar hún rís af grunni aftur, þá mætti hún vel heita Vídalínskirkja.“ -Á.Ó.

Í Fálkanum 1961 fjallar Sv.S um „Nútíma krossfara á Álftanesi“ og endurbyggingu Garðakirkju:

„Fálkinn heimsækir hóp erlendra sjáffboðaliða sem vinna í sumar vii að byggja upp Garðakirkju á Álftanesi.
Þeir, sem að undanförnu hafa átt leið fram Garðaholtið, hafa vafalaust tekið eftir framkvæmdum, sem nú eru hafnar við hina gömlu Garðakirkju. Þarna vinnur flokkur fólks frá fjórum löndum, og flest er fólkið komið langt að. Og þau sem þarna vinna, gera það ekki vegna vonarinnar um jarðneskan auð. Allt eru þetta sjálfboðaliðar, en fá húsaskjól og mat í samkomuhúsinu á Garðaholti.
Garðakirkja
Þegar við fórum þarna suðureftir fyrir nokkrum dögum, var heldur kalt í veðri, en vinnufólkið stóð snöggklætt við mokstur og akstur og það ríkti áhugi og starfsgleði. Stúlkurnar voru í meirihluta. Þær kepptust við að moka möl í hjólbörur, sem piltarnir óku, og í því að okkur bar að kom Hermann Ragnars danskennari, með fullar hjólbörur á fleygiferð, ók upp mjóan planka inn í kirkjuna og kom að vörmu spori með tómar börurnar út aftur. Meðan mokað var í börurnar hans, notuðum við tímann til spjalls.

Garðakirkja

Bragi Benediktsson.

—Hér vinnum við tuttugu og níu að viðgerð á kirkjunni, sagði Hermann, og þetta er fólk úr ýmsum áttum, fimmtán Bandaríkjamenn, sex Englendingar, einn frá Kanada, og svo erum við sjö Íslendingar.
— Hver kostar ferðir fólksins hingað?
— Hver og einn kostar sig sjálfur og margir eru komnir langt að. Bandaríkjafólkið hafði t. d. ekki sézt fyrr en í New York. Sama er að segja um Bretana. Þeir þekktust ekki fyrr en í ferðinni. Við, sem hér erum, búum öll í samkomuhúsinu hér á Garðaholti meðan á þessu stendur. Dagurinn er skipulagður, vinna og hvíldarstundir og alls vinnum við sjö tíma á dag. Fólkið, sem hér vinnur, er allt mótmælendatrúar, og ekki í neinum sértrúarflokki þar utan. Mér virðist það gera sér far um að fara eftir boðskap kristinnar trúar og hafa mjög heilbrigðar skoðanir.
Það er glatt og kátt, eins og æskufólki er lagið, og syngur og dansar á kvöldvökunum, sem við höfum öðru hverju.
Þetta sagði Hermann, og þá voru hjólbörurnar orðnar fullar og ekki til setu boðið. Ein stúlkanna, sem mokaði í hjá honum, er kona prests, sem gegnir líku starfi hjá æskulýðsráði kirkjusamtaka vestan hafs, og séra Bragi Friðriksson hér. Þetta var broshýr ung kona, frú Bash að nafni. Þau hjónin búa í Minneapolis. Þau ferðast mikið, sagði hún, og í fyrrasumar var maðurinn hennar lengst af í Noregi með vinnuflokk. Hún sagðist hafa mjög gaman af að dvelja hér og vinna við gömlu kirkjuna, — margháttað samstarf og svo hafði hún farið niður í Hafnarfjörð 17. júní, á þjóðhátíðina.
— Ég hélt, að landið væri allt hraun og grjót, því þegar við komum af flugvellinum, fórum við yfir svo hrjóstrugt land. En svo er þetta allt öðruvísi, og ég er hrifin af landinu.
GarðakirkjaLengra varð samtalið við prestsfrúna ekki, því að hár og grannur Breti, Richard að nafni, kom með sínar hjólbörur tómar, og stúlkurnar tóku til við moksturinn.
— Hvernig komuð þið Bretarnir hingað til lands?
— Við komum með skipi, Gullfossi. Uss, það var ljóta ferðalagið. Maður gubbaði allan tímann.
— Þú ert kannske ekki laus við sjóriðuna ennþá?
— Ég var alveg voðalega veikur. Hugsaðu þér það, að þegar við sáum Ísland rísa úr sæ, þá ruggaði það, – eða svo fannst mér.
— Eru nokkrar svona kirkjur í þínu heimalandi?
— Það held ég ekki, sagði Richard og varð hugsi. Það er annars skrítið hvernig þið byggið hús hérna á Íslandi, allt úr steinsteypu. Hvers vegna gerið þið það?
— Úr hverju ættum við annars að byggja?
— Úr múrsteini, auðvitað.
— Það er ekki nógu sterkt, og hús eins og þið byggið í Englandi, eru köld.
— Hvernig datt þér annars í hug að fara til Íslands í fríinu?
— Ég hef lesið dálítið um Ísland. Las t. d. stríðssögu Churchills og sitthvað í blöðum og tímaritum.
GarðakirkjaVið vesturgafl Garðakirkju var hópur manna að grafa. Þar á að byggja turn, og undir honum á að vera kyndiklefi.
Þar stóð Gary með skóflu í hönd og kunni auðsjáanlega tökin á því, sem hann var að gera.
— Ég á heima í Norður-Dakota, pabbi er bóndi og ég vinn alltaf heima á sumrin, milli þess sem ég er í skóla.
Gary vissi talsvert um Ísland áður en hann kom, og hafði m. a. gert tilraun til að hitta Richard Beck áður en hann lagði upp í ferðina. Eftir að hafa unnið um tíma við Garðakirkju, ætlaði Gary ásamt okkrum öðrum úr hópnum, til Norðurlanda, þar sem hann á ættingja, og það sama er að segja um Georg Engdahl frá Spokane í Washington ríki. Þeir eru báðir um tvítugt og þykir gaman að ferðinni.
— Ég bjóst við að eiga í erfiðleikum með að sofna á kvöldin í allri þessari birtu, sagði George, en svo er maður þreyttur eftir dagsverkið og þetta gengur bara vel. Þetta er annars undarlegt, að líta út klukkan ellefu á kvöldin, og það er næstum því sólskin. Það er varla að maður trúi sínum eigin augum.
Garðakirkja
Uppi á vinnupalli við suðurhlið kirkjunnar sátu fjórar stúlkur og losuðu gamla og lausa múrhúðun. Ragna Jónsdóttir sat á endanum og hamraði svo, að grjótið flaug í allar áttir.
— Þú ert þó ekki að brjóta niður kirkjuna?
— Hún verður bara betri á eftir.
— Er gaman að vinna hérna?
— Já, mér finnst það alveg stórfínt. Maður æfist svo vel í enskunni innan um alla þessa útlendinga. Þetta er líka gott fólk og góður andi.
— Ert þú í skóla?
— Já, í verknáminu.
— Hvað ertu gömul?
— Sextán, rétt bráðum.
— Hefurðu ekki reynt að kenna þeim íslenzku?
— Jú, þau geta sagt allt nema rababari!
Næst Rögnu sat Jane, átján ára, frá London.
— Ert þú lofthrædd þarna uppi?
— Ekkert að ráði. Þetta er ekki svo hátt.
— Komst þú með Gullfossi?
— Já, og var sjóveik.
— Hvað ætlið þið frá Englandi að vera hér lengi?
— Vitum það ekki nákvæmlega, líklega mánuð.
Og svo kom röðin að Myrna Hall. Hún er frá Seattle á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna, 23 ára og barnakennari að atvinnu.
— Þú ert kannske til í að hætta kennslunni og leggja fyrir þig byggingavinnu eftir þetta?
— Þetta er ágætt, en ég fer varla í það heima.
— Ætlar þú áfram til Norðurlanda?
— Já, auðvitað. Ég á fullt þar af frændfólki. Pabbi er sænskur og mamma norsk.
GarðakirkjaVið austurgaflinn voru nokkrra stúlkur að vinna. Þær hreinsuðu mosann, sem vaxið hafði upp á vegginn.
Rosin, nítján ára, frá Suður-Wales í Englandi, sagðist ekkert hafa verið sjóveik á Gullfossi, enda þetta ekki hennar fyrsta sjóferð. Rosin hefur ferðazt víða með foreldrum sínum, m. a. verið á Ítalíu, Hollandi og Frakklandi. Hún sagðist vera ákveðin í að fara norður, og þá helzt að Mývatni.
Ekki sagðist hún hafa vitað mikið um Ísland áður en hún kom hingað, en þó hafði verið mikið skrifað um landið meðan stóð á „Þorskastríðinu“.
— Ég hef alltaf verið löt að læra landafræði í skólanum, það er miklu betri landafræði að ferðast og sjá þetta sjálf, heldur en að lesa leiðinlegar bækur.
Sally Timmel frá Oconomowac í Wisconsin var næst Rosin í slagnum við mosann.
— Hvað þýðir nafnið á bænum þínum?
— Það veit ég ekki, þetta er Indíánamál.
— Hvenær datt þér í hug að fara til Íslands?
— Ég var ákveðin í að komast til Evrópu, og því þá ekki að byrja á Íslandi. Ég ætla að ferðast hérna um og mig langar til að sjá hverina.
— Þú hefur auðvitað haldið að við byggjum hér í snjóhúsum og kirkjan, sem þú ætlaðir að vinna við, væri úr ís?
— Nei, svo slæmt var það ekki, sagði Sally og hló við.
Rétt í þessu kom piltur hlaupandi ofan frá samkomuhúsinu, og mér datt í hug, að hann hefði sofnað eftir matinn og orðið of seinn. Það kom hins vegar í ljós, að Bob hafði verið í uppvaskinu.
— Er gaman að vinna í eldhúsinu?
— Nei, miklu betra að vinna úti.
– Verður þú lengi hér á landi?
— Nei, ekki mjög lengi. Ég er í skóla og verð að fara heim og nota síðari hluta skólafrísins til að vinna fyrir peningum til vetrarins.
Bob hafði, eins og fleiri, heyrt um Mývatn og um heitu gjána, þar sem maður getur farið niður í jörðina og synt í volgu vatninu. Hann sagðist iðka sund og knattleik í frístundunum og að sér þætti mjög gaman að vera hér í þessum vinnuflokki.
Séra Bragi Friðriksson, sem stjórnar framkvæmdum við Garðakirkju, sagði frá tildrögum þess, að þessi útlendu ungmenni komu hingað til uppbyggingarstarfsins.
Garðakirkja
Bragi sagðist hafa kynnzt starfsemi æskulýðsráða vestan hafs og hafa kynnzt nokkrum framámönnum mótmælendasafnaða í Bandaríkjunum og Kanada. Nú væri hafið margháttað samstarf í þessum efnum milli stofnana beggja megin hafsins og koma Bandaríkjamannanna og eins Bretanna, væri einn þáttur þess.

GarðakirkjaSéra Bragi sagði, að vinnan við kirkjuna gengi mjög vel og þetta væri úrvalsfólk. Þá sagði hann, að auk þessara sex Breta, væru hér nokkrir aðrir, sem ynnu sumarlangt, m. a. tveir við skátaskólann á Úlfrjótsvatni og einn við drengjabúðirnar í Reykholti.
Áður en langt líður, verður lagður nýr vegur að Garðakirkju. Hún mun nú á ný komast til þess vegs og virðingar, sem hún naut fram til ársins 1912, en þá var Hafnarfjarðarkirkja vígð, og eftir það var Garðakirkja lítið notuð.
Fyrir nokkru síðan var ekki annað fyrirsjáanlegt, en að þessi gamla kirkja yrði eyðileggingunni að bráð.
Er ég kvaddi þennan alþjóðlega vinnuflokk og hélt á braut, hljómuðu hamarshöggin og glaðværir hlátrar fólksins.
Hér áður fyrr fóru krossferðariddarar um lönd, brennandi og drepandi. Hér voru hins vegar krossfarar, sem komnir voru um langan veg til að byggja upp.“ – Sv. S.

Í Morgunblaðinu 22. mars 1966 er sagt frá endurvígslu Garðakirkju undir fyrirsögninni: „Meistara Jóns minnzt um land allt á sunnudag – Garðakirkja á Álftanesi endurvígð í tilefni þriggja aldar minningar hans„.
Garðakirkja„Meistara Jóns Vídalíns var minnzt með guðsþjónustu í öllum kirkjum landsins sl. sunnudag, en 300 ár eru liðin frá fæðingu hins mikla kennimanns og ræðuskörungs. Þá var minningarathöfn í hátíðasal Háskólans síðar um daginn. Flutti dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor þar erindi um Vidalin og guðfræðistúdentar sungu undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Kl. 9 um kvöldið var haldin hátíð í Skálholtskirkju, sem helguð var minningu Vídalins. Biskup Íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson, endurvígði Garðakirkju á Álftanesi þennan dag í tilefni þriggja aldar minningar meistarans.
Mikið fjölmenni var við endurvígslu Garðakirkju á Álftanesi. Voru þar viðstaddir éllefu prestar Kjalarnessprófastsdæmis, auk fyrrverandi biskups, Ásmundar Guðmundssonar. Gengu prestar og biskupar í skrúðgöngu til kirkjunnar ásamt sóknarnefnd. Vígsluvottar voru sr. Garðar Þorsteinsson sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson úr Keflavík, sr. Kristinn Stefánsson og sr. Bjarni Sigurðsson Mosfelli. Fyrir altari þjónuðu biskupinn og sr. Garðar Þorsteinsson. Eftir vígsluathöfnina hélt formaður sóknarnefndar, Óttar Proppé, ræðu í félagsheimili sveitarinnar á Garðaholti, og rakti bygginga sögu kirkjunnar.
Garðakirkja á Álftanesi var byggð árið 1879, að tilhlutan sr. Þórarins Böðvarssonar. Var hún þá með veglegustu kirkjum á landinu. Árið 1914 var hún síðan lögð niður og stóð ónotuð og vanrækt í 52 ár.
Garðkirkja[Árið] 1953 hóf kvenfélag sveitarinnar endurbyggingu og viðreisn kirkjunnar og 1960 var sérstök sókn mynduð þarna að nýju og leit sóknarnefndin á það, sem höfuðverkefni sitt að endurreisa kirkjuna. Arkitekt við endurbygginguna var Ragnar Emilsson og kirkjusmiður Sigurlinni Pétursson. Ragnar Emilsson arkitekt teiknaði einnig altari, skírnarfont og predikunarstól og smíðaði þau Friðgeir Kristjánsson Selfossi, en Ríkarður Jónsson myndhöggvari skar þau út. Er predikunarstóllinn helgaður minningu meistara Jón Vídalíns og setning úr einni ræðu hans skorinn í hann.
Á hátíðinni í Skálholtskirkju flutti dr. Steingrímur J. Þorsteinsson erindi um Jón Vídalín. Biskupinn las upp úr verkum hans og dr. Róbert A. Ottósson stjórnaði söng Skálholtskórsins og guðfræðistúdenta, forsöngvari var Kristinn Hallsson. Þá var almennur söngur og bænagjörð, sem sóknarpresturinn í Skálholti, sr. Guðmundur Ó. Ólafsson, annaðist.
Þess má geta, að dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor, flutti í útvarp erindi í tveimur hlutum um líf og starf meistara Jóns. Fyrri hlutinn var fluttur á sunnudagskvöld og nefndist Ævi og Athafnir. Seinni hlutinn var fluttur í gærkvöldi, og nefndist Kennimaðurinn.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 34. tbl 25.09.1955, Árni Óla, Garðakirkja á Álftanesi fer bráðum að rísa úr rústum, bls. 519-521.
-Fálkinn, Nútíma krossfarar á Álftanesi, Endurbygging Garðakirkju, 26. tbl 05.07.1961, bls. 6-9.
-Morgunblaðið 22. mars 1966, Garðakirkja endurvígð, bls. 21.

Garðakirkja

Garðakirkja 2021.

Garðaholt

Tveir „stríðskampar“ voru í Garðaholti á stríðsárunum, báðir í sunnanverðu holtinu, austan núverandi samkomuhúss (Garðaholts). Á báðum stöðunum má enn sjá leifar mikilla minja frá þessum tíma.

Garðaholt Camp Gardar voru sunnan móta Garðavegar og Garðholtsvegar á austanverðu Garðaholti. Búðirnar voru reistar sumarið 1940 fyrir undirfylki (Company) úr 1/7 Duke of Wellington Regiment. Í marsmánuði árið eftir tóku liðsmenn 11 Durham Light Infantry Regiment við og því næst 1 Tyneside Scottish Regiment í október sama ár. Í desember 1941 tók undirfylki C og flokkur úr 10th Infantry Regiment Bandaríkjahers við búðunum og dvaldi þar fram í júlí 1943 er hersveitin hélt af landi brott. Að jafnaði höfðu um 170 Bandarískir hermenn aðsetur í búðunum.

Garðar

Leifar í Camp Tilloi á Garðaholti.

Camp Tilloi var við Garðaholtsveg á austanverðu Garðaholti á móts við Grænagarð. Loftvarnabyssuvígi á Garðaholti þar sem húsið Grænigarður stendur í skógræktarlundi. Búðirnar voru reistar sumarið 1940 fyrir stórskotaliðsflokk (Section) úr 4 Heavy Anti Aircraft Battery sem hafði tvær 3,7 þumlunga loftvarnabyssur á Garðaholti ofan við veginn og þar sem nú stendur húsið Grænigarður í skógræktarlundi á holtinu. Herflokkurinn fluttist í nýtt loftvarnabyssuvígi á Laugarnesholti í Reykjavík í júlí 1941. Þá tók við samskonar flokkur á Garðaholti úr 203 Heavy Anti Aircraft Battery en sú liðsveit hafði einnig byssuvígi við Breiðabólsstað á Álftanesi og á Kópavogshálsi.

Garðaholt

Leifar í Camp Tilloi á Garðaholti.

Bandaríska stórskotaliðssveitin 494 Coast Artillery Battalion (AA) tók við í ágúst 1942 til október 1943 en þá tók Battery D, 748th Anti Aircraft Gun Battalion (áður 25th (Separate) Coast Artillery Battalion) við. Starfrækslu loftvarnarbyssanna í Camp Brighton við Breiðabólsstað var þá hætt en sveitin starfrækti loftvarnabyssuvígið á Garðaholti þar til í febrúar 1944 þegar sveitin flutti til Keflavíkurflugvallar. Um 140 – 170 bandarískir hermenn höfðu jafnan aðsetur í Camp Tilloi.

Garðaholt

Garðaholt – herkampar.

Samtals voru í Gardar og Tilloi-búðunum 36 braggar og 9 hús af öðrum gerðum þegar báðar höfðu verið yfirgefnar.

Heimildir:
-Herbúðir bandamanna í Hafnarfirði og nágrenni í síðari heimsstyrjöld. Samantekt eftir Friðþór Eydal, 1. ágúst 2011
-Skjöl bandaríska og breska hersins og Sölunefndar setuliðseigna í þjóðskjalasöfnum Bretlands, Bandríkjanna og Íslands.

Garðaholt

Garðaholt – herkampar; skilti.

Garðar

Sigurður Björnsson skrifaði um „Garðabæ“ í Félagsrit eldri borgara árið 2007:
„Garðabær er hluti af Álftaneshreppi hinum forna, sem fyrst var skipt árið 1878 í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Síðar var Hafnarfjörður skilinn frá Garðahreppi og fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Þessi sveitarfélög heita nú Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes.

Álftanes

Álftanes – Örnefnakort.

Umhverfi og ásýnd Garðabæjar mótast að verulegu leyti af hrauninu, sem brann fyrir um það bil 7200 árum og rúmlega 3000 árum eftir að síðasta jökulskeiði lauk. Hraun þetta rann frá eldvarpinu Búrfelli, sem er suðvestan Heiðmerkur, 7,2 km í suðaustur frá Garðatorgi og 2,5 km norðaustur frá Helgafelli, sem er móbergsfjall myndað í eldgosi undir jökli á síðustu ísöld. Búrfellshraunið heitir ýmsum nöfnum eftir því hvar menn eru staddir hverju sinni, svo sem Smyrlabúðarhraun, Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Urriðakotshraun, Garðahraun og Gálgahraun.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Hluti Búrfellshrauns rann einnig vestar og heitir þar ýmsum nöfnum, sem ekki verða rakin hér, nema hvað Hafnarfjarðarhraunið er hluti þess. Hér er því hvorki skortur á hraunum né örnefnum. Tómas Guðmundsson skáld komst snilldarlega að orði þegar hann sagði í kvæði sínu, Fjallganga: „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt.“
Mér er ætlað að rekja hér örnefni og greina frá kennileitum í Garðabæ frá fjöru og fram til fjalla. í bókinni Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson er örnefnaskrá á 78 blaðsíðum svo ljóst má vera, að hér verður aðeins stiklað á stóru í stuttri grein. í þeirri bók geta þeir, sem áhuga hafa, aflað sér nánari fróðleiks um Garðabæ og örnefni þar.

Skógtjörn

Garður/brú milli Skógtjarnar og Aukatjarnar.

Mörk Garðabæjar og Álftaness liggja um tvær tjarnir, Lambhúsatjörn og Skógtjörn. Eiðin, sem áður skildu þessar tjarnir frá sjó, eru nú horfin í hafið, þannig að þær eru raunar báðar orðnar að vogum. Afrennsli frá Skógtjörn var til suðurs um Oddakotsós við miðbik tjarnarinnar og lágu hreppamörkin um ósinn. Vestan óssins var Hliðsnesið í Bessastaðahreppi með samnefndum bæ, og lá nesið til suðurs frá Álftanesinu. Hafið rauf eiðið norðan bæjarins og stóð hann þá á eyju, erfiðara varð um aðföng og róa þurfti með börnin á báti til þess að þau kæmust í Bjarnastaðaskóla.

Garðahverfi

Garðahverfi – Örnefnakort.

Fyrstu jarðýturnar í eigu íslendinga komu til landsins 1942 og eina þeirra, e.t.v. þá fyrstu, áttu bræðurnir Eyþór og Gunnar Stefánssynir frá Eyvindarstöðum á Álftanesi. Þeir voru fengnir með ýtuna til þess ýta upp í gamla ósinn og koma Hliðsnesinu í vegasamband inn í Garðahrepp.

Skógtjörn

Við Skógtjörn.

Bæjamörkin liggja hins vegar óbreytt, þar sem áður var ósinn suður úr Skógtjörninni. Hér er land allt hægt og sígandi að hverfa í hafið eins og sjá má af því, að bæði á botnum tjarnanna og úti fyrir ströndinni suður af Garðaholti og umhverfis Álftanes eru víða myndarlegir móhleifar, en mór myndast af gróðurleifum í mýrum inni á landi en aldrei í söltu vatni, enda engar gróðurlendur þar. Á báðum þessum tjörnum er fjölskrúðugt fuglalíf, einkum vor og haust, þegar norðlægir farfuglar hafa þar viðkomu og er margæsin þar áberandi. Á eiðinu milli Lambhúsatjarnar og Skógtjarnar, hægra megin við veginn þegar ekið er út á Álftanes, er lágur hóll með tóftarbroti. Þarna stóð bærinn Selskarð. Sunnan við Selskarð og austur af Skógtjörninni, vestan Álftanesvegar, heitir Álamýri.

Selur

Selur í Skógtjörn.

Suð-austur frá Skógtjörn rís Garðaholtið. Vestan í holtinu standa Garðar, höfuðból og kirkjustaður frá fornu fari. Garðakirkja var aflögð árið 1914 og um miðja öldina var svo komið að aðeins stóðu eftir grjótveggirnir opnir fyrir veðri og vindum, gluggalausir og þaklausir. Til tals kom að brjóta veggina niður og nota í hafnargarð við Hafnarfjarðarhöfn. Því menningarslysi var þó forðað, sem betur fer, fyrir atbeina nokkurra góðra manna og þó einkum vegna atorku kvennanna í nýstofnuðu Kvenfélagi Garðahrepps, og fórnfúsra starfa þeirra. Þær endurreistu Garðakirkju og var hún vígð af séra Sigurbirni Einarssyni biskupi hinn 20. mars 1966.

Álftanes

Álftanes – herforningaráðskort 1903. Hér sjást landamerkimum Skógtjörnina.

Sunnan og vestan í Garðaholtinu er Garðahverfið. Þarna voru 25 býli og þurrabúðir árið 1868. Mörg þessi býli standa þar enn.
Nyrst i Garðahverfinu, niður undir Skógtjörn, eru Hausastaðir. Þar er minnisvarði um einn fyrsta vísi að reglulegu skólahaldi fyrir börn og unglinga hér á landi. Þessi skóli var starfræktur á vegum Thorkillisjóðsins árin 1791-1812, en sjóður sá varð til samkvæmt ákvæði í arfleiðslubréfi Jóns Þorkelssonar fyrrum skólameistara í Skálholti og átti hann að standa straum af skólahaldi fyrir fátækustu og mest þurfandi börn í Kjalarnesþingi.
Skammt suðaustur frá Garðakirkju stendur félagsheimilið Garðaholt, sem upphaflega var reist árin 1908-11 sem skóli og þinghús hreppsins.

Garðahverfi

Minnismerki um Hausastaðaskóla og Hausastaði.

Aukið hefur verið við húsið nokkrum sinnum og hefur það í mörg ár þjónað sem samkomuhús bæjarins. Kvenfélagið sér um rekstur Garðaholts. Örskammt til vesturs frá Garðaholti, neðan við veginn til Hafnarfjarðar, stendir býlið Krókur, sem Garðabær á nú og rekur þar byggðasafn. Fyrri eigendur gáfu bænum húsin ásamt öllu innbúi. Efst á Garðaholtinu er fagur og mikill skógarreitur. Holtið var áður autt, grýtt og gróðurvana, því þarna næða norðanvindar. Árið 1955 fékk Sigurður Þorkelsson, skipasmiður, þarna land á leigu, girti það og hóf uppgræðslu og trjáplöntun. Hann byggði sér bústað ásamt konu sinni, Kristínu Gestsdóttur, sem nú er nýlátin. Þennan stað gerðu þau að þeim unaðsreit, sem þar er orðinn, og nefndu hann Grænagarð.

Garðaholt

Garðaholt – hringsjá.

Á Garðaholti er hringsjá, sem Rótarýklúbburinn í Görðum lét gera. Sigurður Björnsson, verkfræðingur, sá er ritar þessa grein, mældi á holtinu og hannaði hringsjána. Hún sýnir fjallahringinn, hæðir fjallanna og fjarlægðir frá Garðaholtinu. Á skífunni er sólúr.
Nyrst í Garðahrauni, skammt frá Lambhúsatjörn, er hraungúll, sem klofnað hefur og myndar tvo kletta eða þrjá. Klettana notaði Bessastaðavaldið sem aftökustað þeirra ógæfumanna, sem þeir töldu dauðaseka að þeirra tíma reglum og lagabókstaf. Klettarnir nefndust Gálgaklettar eða Gálgaklofningar og hraunið Gálgahraun.

Hádegishóll

Hádegishóll – landamerkjavarða.

Austan Gálgahrauns er Arnarnesvogur. Nyrsta spýja Garðahraunsins skagar í mjóum tanga út milli Arnarnesvogar og Lambhúsatjarnar og heitir þar Eskines.
Suður frá Arnarnesvogi rís Hraunsholtið og austan þess rennur Hraunsholtslækur til sjávar. Hann á upptök sín í Vífilsstaðavatni og nefnist efri hluti hans Vífilsstaðalækur. Lækurinn rennur með hraunjaðrinum sunnan við Flatahverfið. Úti í hrauninu er stakur hóll er nefnist Hádegishóll, eyktamark frá bænum Hraunsholti, og er á bæjamörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar.“

Heimild:
-Félagsrit eldri borgara, 2. tbl. 12. árg. 2007. „Listin að lifa“ – 2. tölublað (01.06.2007), Sigurður Björnsson, verkfraðingur, Gengið um Garðabæ, bls. 44-45.

Garðabær

Garðabær – uppland – kort.

Garðakirkja

Sigríður Torlavius skrifar í Tímann árið 1965 um endurreisn Garðakirkju:
„Í meira en sex hundruð ár hafði staðið kirkja að Görðum á Álftanesi. Frá kirkjudyrum höfðu menn sýn yfir strönd og nes horfðu vestur um flóa, í sólsetursglóð eða kólgubakka. Þaðan mátti sjá fólk starfa að landbúnaði og við sjófang, báta róa til fiskjar, snúa í höfn — eða hverfa að fullu og öllu. Þar höfðu þjónað 43 klerkar, aðstoðarprestar meðtaldir, þegar ákveðið var árið 1914, að sóknarkirkjan skyldi flutt frá Görðum til Hafnarfjarðar í sjávarþorpið við hraunjaðarinn í botni víkurinnar.
gardakirkja-29Mismargt er ritað um þá klerka, sem staðinn hafa setið frá því þar var séra Ólafur Magnússon, sem árið 1284 gerði för sína til Noregs og andaðist þar ári síðar. Árni biskup Þorláksson sem Biskupa sögurnar segja, að hafi „farið fram sem ljón“ í stríði sínu við veraldlega valdið um eignir þær, sem kirkjunum höfðu verið lagðar, setti á staðinn frænda sinn séra Bjarna Helgason, árið 1285. Ekki undi Rafn lögmaður Oddson því, heldur tók staðinn af Bjarna og fékk í hendur Sturlu Sæmundssyni frá Odda. Fleiri urðu átök um yfirráð staðarins á þeim óróatímum.
Árið 1531 fékk séra Einar Helgason staðinn. Ekki var kært nábýlið með honum og Diðriki af Mynden, fógeta á Bessastöðum. Kvaðst klerkur albúinn að lesa ævisögu fógetans upp á Alþingi og væri honum það mátulegt, því bæði stæli hann og kæmi öðrum til að stela. Eftir að Diðrik var dauður óhreinan sveim, lagði þó ári sá aldrei til við séra Einar. En annan mann átti séra Einar að vini. Það var hinn blindi biskup Ögmundur Pálsson, sem svo hart var leikinn af Gissuri eftirmanni sínum. Hann bað séra Einar að skrifa bréfið til Ásdísar systur sinnar á Hjalla, um afhendingu Slifursins, sem duga átti honum til lausnar. Ekki treystu þeir Hvítfeld og Gissur bréfagerð séra Einars, heldur skrifaði Gissur sjálfur annað bréf og sendi séra Einar með það austur.
Árin 1569—1618 sat Jón Kráksson staðinn. Hann var hálfbróðir Guðbrands biskups Þorláksaonar og var með honum erlendis þegar Guðbrandur tók vígslu. Samtímis fengu þeir staðfesta dóma um endurheimt jarða, sem dæmdar höfðu verið af Jóni afa þeirra Sigmundssyni.
gardar-229Árið 1658 fluttist að Görðum Þorkell prestur Arngrímsson og þar fæddist honum sonur árið 1666, er kunnur varð samtíð og síðari öldum Jón biskup Vídalín. Jón Vídalín var að vísu prestur í Görðum um tveggja ára skeið, 1695—97, en virðist alltaf hafa verið með annan fótinn austur í Skálholti hjá Þórði biskupi Þorlákssyni Þó hafði hann bú á Görðum með móður sinni, en naumast hafa efnin verið mikil. Er að því vikið í Biskupasögunum, að eftir andlát Þórðar biskups, hafi Guðríður ekkja hans veitt Jóni fjárstyrk til að sigla, svo hann næði biskupsembætti og vígsju. Ári eftir að Jón tók vígslu, hélt hann brúðkaup sitt, en ekki sat velgerðarkona hans, biskupsekkjan, þá veizlu. Er sveigt að því, að þá hafi verið tekin að kólna vinátta þeirra. Ó-já, það er svo sem sitt hvað, sagnfræði og slúður!

Garðakirkja

Garðakirkja 1960.

Fleiri Garðaklerkum samdi illa við höfðingjana á Bessastöðum. Björn Jónsson Thorlacius, sem var þar prestur frá 1720—46, átti í miklum brösum við amtmanninn. Dætur átti séra Björn tvær og giftist önnur Halldóri biskupi Brynjólfssyni, en hin, sem var launbarn, varð eiginkona Skúla fógeta.
Á síðari öldum sátu á Görðum margir lærdómsmenn og menningarfrömuðir, eins og Árni biskup Helgason. Helgi lektor Hálfdánarson og Þórarinn prófastur Böðvarsson. Lét séra Þórarinn hlaða steinkirkju að Görðum árið 1879 og stóð hún ofar í brekkunni en hinar fyrri kirkjur höfðu staðið og utan við kirkjugarðinn. Lét hann Jón son sinn, sem þá var við nám erlendis, kaupa marga góða gripi til kirkjunnar.
Síðasti presturinn sem staðinn sat, var Árni prófastur Björnsson. Bjó hann áfram á Görðum til ársins 1928 þó að búið væri að flytja kirkjuna. En eftir að hann fluttist burtu, gerðist Guðmundur Björnsson ábúandi á jörðinni og situr hana enn.
Sem að líkum lætur voru kirkjugripir úr Garðakirkju fluttir í hina nýju sóknarkirkju. Altaristaflan var tekin að mást og fölna og þótti nauðsynlegt að skýra hana upp og hreinsa og var það gert í Reykjavík. Ólafur þingvörður Þorvaldsson hefur sagt mér, að eitt sinn, er hann var á heimleið frá Reykjavík, hafi hann mætt hóp manna, sem kom berandi með altaristöfluna frá Hafnarfirði.

Garðakirkja

Garðakirkja fyrrum.

Að Görðum stóð steinkirkjan eftir, rúin og auð. Veðraðist hún og hrörnaði smám saman og þar kom, að eftir stóð tóftin ein og starði holum gluggaskotum yfir hverfið, en þak féll inn. En þegar liðin voru tæp fjörutíu ár frá því, að guðsþjónustur lögðust af á staðnum, var svarað kalli hins hrunda guðshúss.
Árið 1953 stofnuðu 36 konur Kvenfélag Garðahrepps. Formaður var kosin Úlfhildur Kristjánsdóttir, húsfreyja á Dysjum og gegnir hún nú á ný formennsku í félaginu. Úlfhildur þótti alltaf ömurlegt að líta til kirkjurústanna, frá því fyrst hún fluttist í Garðahverfið. Því taldi hún, sem og aðrir stofnendur kvenfélagsins, að það væri í senn veglegt og verðugt hlutverk að gangast fyrir endurreisn kirkjunnar. Þær fengu Björn heitinn Rögnvaldsson byggingameistara til að athuga kirkjurústina og leggja á ráðin um framkvæmdir. Hann taldi, að steypa þyrfti 15 cm. þykkt styrktarlag innan á veggina og tóku konurnar strax til óspilltra mála. Þær söfnuðu sjálfboðaliðum og voru ósmeykar að leggja sjálfar hönd á þau verkfæri, sem beita varð hverju sinni. Þær grófu fyrir undirstöðum, unnu við múrverk og þaklagningu. Bætt var turni á kirkjuna, svo hún er enn reisulegri en áður var.

Garðakirkja

Garðakirkja 2022.

Við næst síðustu alþingiskosningar var leitað álits sóknarmanna á því, hvort þeir vildu að kirkja yrði á Görðum á ný. Var almennur vilji fyrir því og sóknarnefnd kosin. Er kvenfélagið hafði komið kirkjunni undir þak, afhenti það hana sóknarnefndinni og hafði það þá lagt fram 111 þúsund krónur í reiðufé, auk sjálfboðavinnunnar, sem var afar mikil. Ekki var þó stuðningi félagsins við kirkjuna lokið með þessu. Það heldur áfram að safna til hennar fé með ýmsu móti, hefur árlega kaffisölu og skemmtanir, veitir viðtöku gjöfum og áheitum. Það hefur stofnað minningarsjóð um látna félagskonu og skal verja minningargjöfunum til kirkjunnar. Auk hinna sérstöku fjársafnana leggur félagið árlega fimm þúsund krónur í kirkjubyggingarsjóðinn.
Nú er búið að ganga frá öllu múrverki í kirkjunni, utan sem innan, og lagt hefur verið í hana hellugólf úr íslenzkum steini. Eftir er að smíða bekki, prédikunarstól og altari og tefur það nokkuð framkvæmdir, að panta varð sérstaklega við í þá gripi, því ekki var til nægilega góður viður í landinu. Daginn sem ég kom að Dysjum var verið að ljósmynda kirkjuna að innan, svo að senda mætti myndirnar til útlanda, áður en ráðin væri kaup á ljósaútbúnaði. Allur verður búnaður hinnar endurreistu kirkju nýr, því engum dettur í hug að vilja krefjast aftur þeirra gripa, sem á löglegan hátt voru fluttir í nýja sóknarkirkju. Vonir standa til, að hægt verði að vígja kirkjuna fyrir næstu jól, rösklega hálfri öld eftir að lagðar voru niður guðsþjónustur að Görðum. Þá verður vonandi einnig búið að hlúa að gamla kirkjugarðinum og umhverfi kirkjunnar, en það verk er í höndum fegrunarnefndar sóknarinnar.
Það er full ástæða til að minna á að þakka það merkilega starf, sem Kvenfélag Garðahrepps hefur af hendi leyst við endurreisn kirkjunnar, sem fyrr en varir verður miðdepill þétthýlis, er koma mun í staðinn fyrir smábýlin, sem enn mynda byggðina milli hrauns og hafs. – Sigríður Thorlavius.

Heimild:
-Tíminn 15 apríl 1965, bls. 17 og 31.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Bali

„Bali var austasta jörðin í Garðahverfi og er hún í Garðahrauni, en svo nefnist hraunið Garðamegin við merkin, en Hafnarfjarðarhraun hinum megin. Áður mun allt hraunið hafa verið nefnt Garðahraun.

Bali

Bali – bæjarteikning 1903.

Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún (ÖS-KE). Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns hafði Bali verið tómthús og hafði það verið uppbyggt u.þ.b tíu árum áður en jarðirnar voru skráðar. Það var þó komið í eyði þegar Jarðabókin var skráð og samkvæmt henni myndi það aldrei byggjast aftur nema mikill fiskigangur kæmi inn í Hafnarfjörð.“ (Jarðabók ÁM-PV).

Í Lesbók Morgunblaðsins 1977 er m.a. fjallað um bæi í Garðahverfi. Þar segir: „Bali er austastur bæja í Garðahverfi og stendur á hraunbrúninni, þar sem hraunið hefur runnið lengst í vestur. Þar var örlítið tún, en landið er aðeins rúmir 6 hektarar og allt í hrauni. Skammt er niður í fjöru og Hallgrímur sá er þar bjó framundir 1916 hafði bátkænu og veiddi mikið, bæði þorsk og grásleppu. Venjulega var aðeins 1 kýr í Bala en eftir 1930 fór Ólafur H. Jónsson kaupmaður í Hafnarfirði að búa í Bala. hann hafði þar um tíma 8 kýr og nokkrar kindur og keypti þá hey. En á seinni árum var hann hættur að hafa skepnur. Nú er Bali í eigu Garðabæjar og íbúðarhúsið er leigt Elísabetu Brand íþróttakennara, en Ingi Guðmundsson leigir gripahúsin og hefur þar hesta.“

Bali

Bali 1977.

Ari Gíslason skráði örnefni í Garðahverfi: „Hluti af Garðahreppi er það, sem fyrr var prestssetrið Garðar og hjáleigur þess. Þetta eru nú margar jarðir með samliggjandi túnum. Upplýsingar eru aðallega frá Guðmanni Magnússyni, Dysjum.
Eins og fyrr segir, eru þessar jarðir samtúna, og hallar þeim frá hæðinni, sem heitir einu nafni Garðaholt, og mót vestri niður til sjávar. Fyrst við merkin móti Hafnarfirði er Bali. Þar er klettur, sem heitir Balaklettur. Þar upp af er Balatjörn, og úr henni er Balatjarnarlækur. Upp með hraunbrúninni, ofan við Balatjörn, skerst hraunnef fram í tjörnina. Það heitir Mónef. Þar ofan við veginn í hraunjaðrinum er græn flöt, sem heitir Hvítaflöt og hraunnef þar ofar. Bakkastekksnef. Ofar er gamall stekkur, sem heitir Bakkastekkur. Mýrin öll, sem nær frá Garðaholti að hrauninu heitir Dysjamýri. Nú hefur henni verið skipt milli býla í hverfinu.“

Bali

Bali – loftmynd I.

Kristján Eiríksson skráði örnefni í Garðahverfi: „Stuðzt var við lýsingu Gísla Sigurðssonar á Garðahverfi, og var hún borin undir kunnuga í hverfinu og síðan samin ný lýsing að fyrirsögn þeirra. Þessir voru heimildarmenn: Guðmann Magnússon, fv. hreppstjóri, á Dysjum (Austur-Dysjum). Hann er fæddur á Dysjum 5. desember 1908 og hefur búið þar alla tíð, og ætt hans hefur verið á Dysjum síðan fyrir 1860.

Bali

Bali – liftmynd II; örnefni og minjar.

Jósef Guðjónsson í Pálshúsum. Hann er fæddur á Aðalbóli í Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún., 16. júní 1899. Hann kom að Pálshúsum árið 1919 og hefur búið þar síðan. Feðgarnir í Miðengi, Kristján Eyjólfsson og Ágúst Kristjánsson. Kristján er fæddur 9. september 1892 í Sviðholti á Álftanesi, og þar var hann alinn upp. Hann flutti í Miðengi 1928 og hefur búið þar síðan. Ágúst er fæddur í Miðengi 15. september 1931 og hefur alla tíð átt þar heima. Gísli Guðjónsson í Hlíð. Hann er fæddur á Setbergi 10. júlí 1891. Árið 1919 flutti hann að Hlíð og hefur búið þar síðan.

Bali

Balavarða (landamerkjavarða).

Tryggvi Gunnarsson í Grjóta. Hann er fæddur 14. janúar 1899 að Ragnheiðarstöðum í Flóa. Hann kom þriggja ára gamall að Miðengi í Garðahverfi, og var þar til 25 ára aldurs eða þar um bil. Þá flutti hann í Grjóta og hefur búið þar síðan. Ólafía Eyjólfsdóttir á Hausastöðum. Hún er fædd að Holti í Garðahverfi 17. desember 1890. Hún kom í Hausastaði 1895(?) og hefur að mestu átt þar heima síðan. Hefur sumt af henni verið fellt inn í þessa lýsingu, orðrétt eða því sem næst. Kristján Eiríksson skráði lýsinguna veturinn 1976 – 77.

Garðahverfi

Balastekkur.

Landamerki Garðahverfis eru úr steyptri vörðu á Balaklöpp vestan við Skerseyrarmöl. Þaðan er bein lína í Hvíluhól, en sá hóll er fast norðaustan við Garðaveginn til Hafnarfjarðar. Á Hvíluhól lögðu menn af sér byrði á leið til og frá Hafnarfirði. Úr vörðu á Hvíluhól er svo línan í vörðu á hraunbrún sunnan við Engidal Austasta jörðin í Garðahverfi er Bali, og er hún í Garðahrauni, en svo nefnist hraunið Garðamegin við merkin, en Hafnarfjarðarhraun hinum megin. Áður mun allt hraunið hafa verið nefnt Garðahraun.

Bali

Bali – matjurtargarður.

Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún. Beint framan hans var lítil tjörn, nefnd Innritjörn. Vestan Innritjarnar og Bala er Balatjörn, dálítil tjörn innan við malarkampinn. Hér áður ruddi tjörnin sig í gegnum kampinn, sem kallaður er Balamöl, þegar mikið var í henni. Var hún þá kölluð Balasíki. Svo sagði afi Guðmanns á Dysjum, og einnig nefnir Sveinbjörn Egilsson Balasíki í sjóferðasögu sinni. Balaklettur gengur í sjó fram innan (austan) við Balamöl. Vestan við hann var lending frá Bala.

Bali

Bali – húsgrunnur.

Íbúðarhúsið, sem nú er, stendur u. þ. b. 100 m beint upp af, þar sem gamli bærinn stóð. Það var byggt um 1931. Fjós og hlaða eru skammt upp af húsinu. Fjárhús standa upp við veginn til Hafnarfjarðar. Álatjörn er suður af Bala, niður við malarkampinn. Í hana hefur borizt mikil möl á seinni árum. Austan hennar er Balaklöpp, áðurnefnd, og landamerkjavarða á henni. Lítil tjörn er fast vestan markalínunnar, fast austan við Balaklöpp. Skammt austan við þá klöpp lá gamli vegurinn til Hafnarfjarðar upp á hraunið og síðan niður af hraunbrúninni og með sjónum til Hafnarfjarðar. Út af Balaklöpp er skerjarani langt úti í sjó, sem nefnist Torfasker.

Bali

Balarétt.

Dysjamýri er milli Garðahrauns og Garðaholts. Þessi örnefni eru á hraunjaðrinum með henni: Norðan við Bala gengur Mónef fram í mýrina. Hér áður var tekinn upp mór í Dysjamýri, en því var hætt, þegar Guðmann man eftir. Mórinn mun hafa verið þurrkaður á Mónefi. Áður lá vegur af Mónefi yfir Dysjamýri. Hann var nefndur Dysjabrú. Hvítaflöt er gróið hraunnef á vinstri hönd, þar sem vegurinn til Hafnarfjarðar liggur upp á hraunið. Næsta nef þar fyrir ofan er Oddsnef. (Ath.: G. S. segir, að Oddsnef hafi stundum verið kallað Hraunsnef, en ekki kannast Guðmann við það nafn). Þar sem hraunið skerst lengst út í Dysjamýri, fyrir innan Oddsnef, heitir Bakkastekksnef. Norðaustan í því eru tóftir af Bakkastekk.“

Bali

Nýliðar í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengu að spreyta sig við slökkvistörf og reykköfun í bænum Bala, rétt fyrir utan Hafnarfjörð, í gær [Mbl. 2004].

Í „Fornleifaskráningu í Garðabæ“ árið 2009 má lesa eftirfarandi um Bala: „“Bali hefur verið tómthús, fyrir átta eður tíu árum fyrst uppbygt. … Nú er þetta býli öldungiss eyðilagt og í tóftarbrot komið og byggist aldrei nema stór fiskiganga inn á Hafnarfjörð komi,“ segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703.
„Sýslumaður nefnir eigi býli þetta, en jarðabækurnar telja hér 3 smábýli, sem sé Garða kirkjueign (Lángeyri, Bali og Skerseyri), en prestur nefnir Lángeyri eingaungu,“ segir jarðaskrá Johnsens frá 1847.
„Balatún: Tún býlisins Bala. Er eiginlega í Garðahverfi, en þar sem hann er á Hrauninu verður hann hér með. Balatúngarður: Túngarður austan túnsins aðallega,“ segir í örnefnaskrá Hafnarfjarðar.

Bali

Fiskhjallurinn, sem lengi stóð eftir og var einu leifar í Bala síðustu árin, var brenndur á sjómannadaginn 4. júní 2023.

„Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún. .. Íbúðarhúsið, sem nú er, stendur u.þ.b. 100 m beint upp af, þar sem gamli bærinn stóð. Það var byggt um 1931 og brennt á æfingu nýliða slökkviliðsins 2004. Fjós og hlaða eru skammt upp af húsinu. Fjárhús standa upp við veginn til Hafnarfjarðar,“ segir í örnefnaskrá Garðahverfis. Nákvæm staðsetning býli þess
sem getið er í jarðabók er ekki þekkt, en samkvæmt lýsingu hefur það sennilega verið skammt frá hjalli sem er nú á þessum slóðum og er á hraunbrúninni.
Í lægð í hrauninu, um 220 m N af hjalli sem er við Balakletta skammt frá þar sem býlið Bali var áður, er lítil rétt hlaðin úr hraungrýti.

Bali

Bali – fjárhús.

Réttin er skammt vestur af Balaafleggjaranum sem liggur af Garðavegi, um 90 m SV af útihúsi, 15-20 m N af útihúsi. Réttin er í grasigrónu hrauni. Nokkuð þýft er inni í aðhaldinu og í kring. Réttin er eitt hólf, sem er í laginu eins og hálfur hringur, en frá hólfinu liggur garðbrot til norðurs. Aðhaldið er hlaðið upp við hraunbrún ofan í lægð, og myndar hraunbrúnin austurvegg réttarinnar. Þó er búið að hækka og bæta í hraunbrúnina með hleðslum á tveim stöðum. Aðhaldið er um 15×9 m N-S að utanmáli. Það er hlaðið úr hraungrýti af öllum stærðum og er tilgengið og yfirgróið. Þykkt hleðslanna er 0,5-1 m og mest hæð er 1 m, en er víðast nokkuð minni.“

Heimildir:
-Jarðabók ÁM og PV 1703.
-Lesbók Morgunblaðsins – 31. tölublað (28.08.1977)
-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Garðahverfi.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Garðahverfi.

Bali

Bali – fiskhjallurinn 2022.

Garðar

Gengið var um Ráðagerði og nágrenni í fylgd Ágústar, bónda í Miðengi.

Garðalind

Garðalind.

Gengið var til austurs frá bænum og þá komið að hárri tótt með nokkrum hleðslum fyrir. Ágúst sagði að þarna hafi áður staðið þurrabúðin Hóll. Hún er gott dæmi um hinar mörgu hjáleigur frá Görðum, sem þarna voru víða. Hóllinn er svo til einu ummerkin eftir þær á svæðinu. Hver hjáleigubóndi átti að slá eina dagsláttur til að létt af leigu. Neðan við búðina og austan við hana má enn sjá móta fyrir Lindargötu. Gatan lá að Garðalind, aðalvatnsbóli Garðhverfinga. Ofan við lindina stendur stórt bjarg, Grettistak. Lindin er í raun undir steininum. Hlaðinn stokkur er niður frá henni og á honum hlaðin brú. Lindargatan heldur síðan áfram að Austurbæjunum. Sauðkind drapst í Garðalind og var brunnurinn þá fylltur með grjóti og möl. Það sést þó enn móta vel fyrir lindinni sjálfri og hlaðni stokkurinn er enn vel greinanlegur. Ofan og austan við hana er tótt, Garðhús.

Völvuleiði

Völvuleiði.

Gengið var til norðurs og austurs um Garðaholt. Á holtinu var höfð lukt á tímum Séra Þórarins Böðvarssonar og séra Jens Pálssonar (19. öldin). Nefndist luktin Garðaviti. Frá túnhliðinu liggur stígur í austur um Garðaholt, framhjá Torfavörðu og á Völvuleiði að Flatahrauni. Í dag er hæðin öll sögð heita Völvuleiði. Á og utan í því eru skotgrafir frá því á stríðsárunum. Ágúst fylgdi okkur suður með girðingunni neðan við rétt, sem þarna er og tilheyrir Ráðagerði, að þúfnahólum skammt ofan við skurð í mýri. Sagði hann hólinn líklega hafa verið hið svonefnda Völvuleiði, en nafnið síðan færst á holtið er fólk hafi ekki lengur vitað hvar leiðið var að finna.

Garðahverfi

Hallargerði.

Gengið var upp á holtið að skotbyrgjum, sem þar eru og snúa til norðurs. Um og í kringum þær eru ýmist grafnar eða hlaðnar skotgrafir. Sunnan þeirra, þegar fer að halla að Garðakirkju, eru hleðslur. Þar var þurrabúðin Höll í Hallargerði. Sést gerðið enn. Þegar gengið er frá túnhliðinu á Görðum, Garðatúnshliði, lá Garðagata vestan við svonefndan Götuhól, framhjá Mæðgnadys í norðanverðu Garðaholti rétt hjá Presthól, sem enn er þar nokkuð áberandi við gatnamót Garðaholtsvegar og Álftanesvegar.

Garðaholt

Garðaholt – örnefni – ÓSÁ.

Gengið var spölkorn eftir veginum til vesturs og síðan beygt vestur götuna að Miðengi. Þar við veginn voru bæirnir Gata, Háteigur og Ráðagerði. Ágúst sagðist ekki treysta sér til að benda á hvaða bær hafi verið hvar. Þarna eru allnokkrar hleðslur, sem skoða þarf nánar. Þá eru gamlar sagnir um dómhring við Ráðagerði, en ætlunin er að fara síðar á vettvang og reyna að staðsetja hringinn. Ágúst sagðist sjálfur ekki hafa heyrt af dómhring þarna, en svæðið næst og ofan við Ráðagerði hefur verið látið óhreyft að mestu.
Garðahverfi er minjasvæði. Við hvert fótmál birtist saga fyrri tíma. Óvíða annars staðar er að finna jafn ósnert heildarlandslag minja en umhverfis Garðakirkju.
Veður var frábært – lygnt og sól. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Mæðgnadys

Mæðgnadys.

Krókur

„Á Túnakorti 1918 má sjá bæjarstæði Króks, austan Garða, alveg upp við túngarð (185-42) og er girt kringum tún býlisins.
Sunnan við Krók er Nýibær. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Upp af Dysjum heitir Pálshús. Þar ofar er Krókur, og krokur-222enn ofar er gamli skólinn [185-32].“ (Bls. 3). Skv. Örnefnaskrá 1964 var Krókur „hjáleiga og stundum þurrabúð frá Garðastað, suður með Garðatúngarði […] Krókstún: tún býlisins, ekki ýkjastórt, en þó nytsamt“ (B65-6). Örnefnalýsing 1976-77 hefur þetta: „Fyrir ofan Nýjabæjartún er túnið í Króki, og stendur húsið efst í því, rétt upp við veginn. Fjós og hlaða eru rétt austan þess. Samkomuhús er rétt ofan vegar, sunnan við Garðaholtsveg (þ.e. veginn yfir Garðaholtið).“

Árið 1918 samanstóð Króksbær af sex torfhúsum og snéru framgaflar með standþili suðvestur að Króksbrunngötu (185-26) og garði (185-29). Við gerð Fasteignabókar 1932 var torfbærinn enn uppistandandi (bls. 23) en skv. Fornleifaskráningu 1984 var nýtt íbúðarhús byggt þremur árum síðar („1300-74“), timburhúsið með járnvörðum veggjum sem tilgreint er í Fasteignabók 1942-4 (bls. 81). Þessi bær stendur enn með þremur bárujárnsklæddum burstum og var sú sem er í miðjunni raunar byggð upp úr gamla torfbænum árið 1923. Austurburstin er frá 1934 en þá hafa torfveggirnir sennilega verið teknir niður og vesturburstin er frá 1945. Bærinn stendur nánast óbreyttur frá 1950 og er sérstakt að hann hefur haldið svipmóti torfbæjar, einnig hvað herbergjaskipan varðar. Fjósið og hlaðan á bak við eru frá 1920-30.
krokur-321Í Manntali árið 1801 er Krókur kallaður „húsmannspláss“ en þar bjuggu þá tvær jarðnæðislausar útgerðarfjölskyldur: hjónin Árni Einarsson og Ólöf Torfadóttir ásamt Unu Ögmundsdóttur, frændkonu mannsins, og hjónin Þórður Jónsson og Guðrún Ásbjörnsdóttir ásamt Steinunni Jónsdóttur, fátæku barni (bls. 355). Þegar Manntal var tekið 1816 voru þau fyrrnefndu flutt en þau síðarnefndu bjuggu enn á jörðinni. Þórður hafði fengið titilinn „kirkjuforsöngvari“, Steinunn var orðin vinnukona á heimilinu og í fjölskylduna hafði bæst dóttirin Guðríður og fóstursynirnir Jón og Jakob. (Bls. 409). 29 árum síðar voru þau öll farin og hjónin Þorvarður Jónsson og Guðrún Erlendsdóttir flutt úr grasbýli sínu á Hausastöðum í Krók en honum fylgdi einnig grasnyt. Hjá þeim voru Þorvarður 23 ára sonur og Ólöf 12 ára fósturdóttir. (Bls. 392). Býlið er ekki nefnt í Jarðatali 1847 en hins vegar í Jarðabók 1861 (bls. 38). Það var í eigu Garðakirkju fram um miðja 20. öld. Árið 1934 fluttust hjónin Vilmundur Gíslason og Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir í Krók og bjó hún þar til 1986, þá orðin 87 ára gömul. Síðan stóð bærinn mannlaus en 1990 gáfu afkomendur þessara síðustu ábúenda húsið ásamt innbúi til Garðabæjar og stendur nú yfir viðgerð. 
krokur-4Árið 1861 var jörðin talin 5 ný hundruð en 1932 var hún metin á 17 hundruð kr. Kúgildi voru tvö, úr 1500 m² matjurtagarði fengust 12 tunnur og af 1 ha túni 36 hestburðir af töðu. 1942-4 hafði matsverð jarðarinnar hækkað í 29 hundruð kr., auk kúgildanna voru 8 sauðir og eitt hross, garðurinn gaf af sér 15 tunnur og túnið 58 töðuhestburði. Hlunnindi voru hrognkelsaveiði, útræði, mótak og ýmislegt fleira en í Örnefnalýsingu segir frá Birni bónda í Króki sem var þar fram um 1917: „einn þeirra, sem sótti þang til eldiviðar í Lambhúsatjörn, og mun hafa verið sá síðasti, sem það gerði. Taldi hann þangið úr Lambhúsatjörn betri eldivið en þangið úr fjörunni í Garðahverfinu. Bar hann allt heim á sjálfum sér, því hest átti hann ekki.“

Heimildir:
-Garðahverfi. Fornleifaskráningu 2003. Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands, bls 40-41 – Ragnheiður Traustadóttir og Rúna Knútsdóttir.
-Ari Gíslason: Örnefnalýsing Garðahverfis. 1958.
-Fasteignabók löggilt af Fjármálaráðuneytinu samkv. lögum nr. 41, 8. sept. 1931, öðlast gildi 1. apríl 1932.
-Fasteignabók löggilt af Fjármálaráðuneytinu samkv. lögum nr. 3, 6. jan. 1938. 1942-1944.
-„Smábýlið Krókur í Garðaholti verður endurbætt í varðveisluskyni. Fágæt innsýn í líf um og fyrir miðja öld.“ Morgunblaðið 9. maí 2000. Bls. 14.
-Gísli Sigurðsson: Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum: 1964. Garðahverfi A69-70 / Garðaland B65-6, Bæjatal A477 / B462.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir: „1300-74“. Fornleifaskráning í Garðabæ 1984. Þjóðminjasafn Íslands.
-Kristján Eiríksson: Örnefnalýsing Garðahverfis skráð eftir lýsingu heimamanna. 1976-7.
-Ný Jarðabók fyrir Ísland, samin eptir tilskipun 27. maímánaðar 1848 og allramildilegast staðfest með tilskipun 1. aprílmánaðar 1861.
-Manntal á Íslandi 1801 suðuramt. Rvk. 1978.
-Manntal á Íslandi 1816 V. hefti. Rvk. 1973.
-Manntal á Íslandi 1845 suðuramt. Rvk. 1982.
-Uppdráttur af túnum í Garðahverfi: Garðar, Krókur, Nýibær frá 1918.

Krókur

Krókur.

Grjóti

Hjalti Harðarsson sendi FERLIR eftirfarandi:

„Ég hef haft gagn og gaman af samantekt ykkar um Garðahverfi.

Hausastaðakot

Hausastaðakot.

Móðurforeldrar mínir, Lovísa Guðmundsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, bjuggu í Grjóta í Garðahverfi alla sína búskapartíð frá 1925 (skv. byggingarbréfi). Afi og amma (Tryggvi og Lovísa) tóku töluvert af myndum fram eftir tuttugustu öld. Afi framkallaði og stækkaði myndirnar sjálfur. Ég á í fórum mínum nokkrar myndir sem þau tóku; þær elstu frá árinu 1924. Etv. er áhugi fyrir hendi á einhverjum af þessum myndum.
Ég læt hér fylgja í viðhengi pdf-skjal sem ég tók saman s.l. haust með myndum frá Grjóta og nágrenni. Nú í sumar er verið að gera upp íbúðarhúsið í Grjóta í samráði við Minjastofnun.“

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir 1907.Í skýrslu um „Verndarsvæði í byggð – Garðahverfi á Álftanesi; tillaga og greiðnargerð„, frá árinu 2017 segir m.a. um sögu hverfisins: „Garðar voru kirkjujörð og höfðu í kringum sig umfangsmikla hjáleigubyggð á 15. – 18. öld. Um 1800 var því sem næst allt land Garðasóknar í eigu kirkjunnar eða krúnunnar. Garðar voru svokallað gæðabrauð sem nutu góðs af nálægð sinni við Bessastaði og var Garðasókn ellefta tekjuhæsta sóknin á landinu af 179 sóknum árið 1737. Þrátt fyrir þá miklu fækkun fólks sem varð á Íslandi á 18. öld þá fjölgaði í Garðahverfi um þriðjung á öldinni. Það endurspeglar þá búsetuþróun sem þá átti sér stað á Íslandi almennt, þar sem fólk flykktist úr sveitunum til sjávarsíðunnar. Þannig hélst fjöldi lögbýla og hjáleigna stöðugur en tómthúsum fjölgaði mikið.

Garðahverfi

Garðahverfi.

Hjáleigubæir við Garða voru flestir smáir og jafnvel mörg heimili á hverjum þeirra. Fjöldi býla hefur tekið litlum breytingum í gegnum tíðina og bæjarstæðin lítið breyst. Hins vegar tók fjöldi bústaða miklum breytingum því ábúendur jarða leyfðu stundum byggingu þurrabúða í landi sínu en þessir íbúar urðu að treysta algjörlega á sjávarfang eða vinnu fyrir aðra.
Á Álftanesi, þ.m.t. Garðahverfi, voru karlar fleiri en konur en annars staðar á Íslandi voru konur um fimmtungi fleiri. Ástæðan gæti legið í mikilli sjósókn en hún var aðallega stunduð af karlmönnum. Sérstaða Álftaness var ennfremur fólgin í yngri aldurssamsetningu íbúa en annars staðar á landinu. Hlutfall barna 10 ára og yngri var mun hærra en landsmeðaltalið. Það bendir til þess að sjávaraflinn hafi ef til vill dregið úr sulti og harðindum og lífslíkur ungbarna því verið meiri en ella.

Garðahverfi

Garðahverfi.

Segja má að blómatími Álftaness hafi verið á 19. öld. Íbúum fjölgaði þar meira en annars staðar á landinu og útgerð og verslun blómstraði. Þar sem möguleikar voru á útræði byggðust upp litlir byggðarkjarnar og voru t.d. sex býli í kringum Dysjar og 32 manns skráðir þar til heimilis. Í manntalinu 1845 eru flestir heimilisbændur skráðir bændur með grasnytjar eða fiskarar og ljóst að allmargir stunduðu hvoru tveggja. Íbúum fækkaði svo aftur eftir aldamótin 1900 í kjölfar sóknar breskra togara á miðin og hruns í fiskveiðum. Þilskipaútgerðin og síðar togaraútgerðin leiddi síðan til fólksflutninga til aðalútgerðarstaðanna og á skömmum tíma fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar úr 374 í 1351. Margt af því fólki sem þangað flutti var þurrabúðafólk úr Garðahverfi og Bessastaðahreppi.

Garðar

Garðar í Garðahverfi.

Að Görðum var róið úr heimavör árið um kring en það kallast heimræði. Vegna þessa kann að hafa verið auðveldara að manna báta en á verstöðvum. Garðahverfi var ekki sjávarpláss í hefðbundnum skilningi heldur fremur viðleguver. Sjómenn fengu inni á lögbýlum og hjáleigum og greiddu fyrir vissa þjónustu. Þó virðist sem þar hafi eitt útver eða verstöð verið á 17. öld við svokallaða Óskarbúð en þaðan réri rösklega tugur báta þegar mest var. Að auki virðist sem íbúar hafi lifað jöfnum höndum af sjósókn og landbúnaði, því einungis 2 bæir af 31 lifðu þá eingöngu af búskap. Við sjósóknina var einkum notast við tvíæringa og hefur lítil notkun stærri báta verið útskýrð með því að útvegsmenn hafi viljað dreifa áhætt-unni og forðast að fá tóman feræring heim. Skúli Magnússon landfógeti skýrir þetta þó fremur þannig að menn hafi viljað vera eigin húsbændur og engum öðrum háðir. Þá er fátækt einnig nefnd sem orsakavaldur og getuleysi til að smíða og halda við stærri bátum.

Grjóti

Grjóti.

Vertíðir mótuðust af fiskgengd á slóðir. Vetrarvertíðin var mikilvægust og aflabrögðin mest. Hún hófst um 14. mars og stóð til 11. maí. Vorvertíðin tók þá strax við til hádegis á Jónsmessu. Yfir sumarið var jafnan lítið róið enda oftast lítinn afla að hafa og næg störf við búskapinn. Haustvertíðin byrjaði á Mikjálsmessu hinn 29. september, stóð fram á Þorláksmessu og var eingöngu stunduð af heimamönnum. Lokadagar vertíðanna voru hátíðardagar þar sem boðið var upp á kaffi, lummur, pönnukökur, brennivín og kjötsúpu. Sagt er að Garðhverfingar hafi þótt harðir í sjósókn sinni og síður látið veður hamla sér og róið fyrr en margir aðrir.

Grjóti

Grjóti.

Hrognkelsaveiðar voru stundaðar frá Garðahverfi en svæðið var eitt fengsælasta á Íslandi til slíkra veiða. Hrognkelsi voru mikilvæg til beita og fundust í nýtanlegu magni frá mars og fram í júlí. Grásleppuhrogn voru tínd í höndunum á stórstraumsfjöru þar sem þau voru fest við stóra steina en hrognkelsi voru einnig veidd með höndum eða sting. Sölvatekja voru mikilvæg hlunnindi en það fékkst næstum jafnhátt verði fyrir vætt (40kg) af sölvum eins og einum hlut af fullfermdu tveggja manna fari. Söl voru tínd og þurrkuð til sölu, en voru einnig notuð til að drýgja hey og komu jafnvel í staðinn fyrir hey. Vísbending um mikilvægi þessara hlunninda eru svokallaðir Péturssteinar við Hausastaðagranda, en þeir eru taldir vera jarðamerki milli prestssetursins og nágrannajarða til afmörkunar á réttindum til sölva sem vaxa í fjörunni. Sölvatekja var mikil á Hausastaðagranda, en hann náði um kílómetra út í fjörð og kom aðeins upp úr á fjöru.

Grjóti

Grjóti.

Elstu byggingar á svæðinu eru Garðakirkja og Garðaholt og þær eru jafnamt stærstar og íburðarmestar. Flest íbúðarhús á svæðinu eru fulltrúar húsakynna alþýðufólks; fremur látlaus, lítil og lágreist timburhús, klædd bárujárni. Þökin eru einföld hallandi mænisþök og húsin eru oft reyst á steyptum grunni sem einnig er kjallari. Byggðin er smágerð og húsin yfirleitt stakstæð og mynda litlar þyrpingar. Stíll flestra húsanna endurspeglar upprunalegt útlit. Þó er nokkuð algengt að byggt hafa verið við húsin eða þau bætt með einhverjum hætti, oft í samræmi við upprunalegan stíl.
Yngri húsin eru flest úr steinsteypu, í ýmsum stílum og yfir það heila nokkuð látlaus. Þrátt fyrir að þau séu ekki endilega í sama stíl og eldri húsinu eru þau lítið áberandi innan svæðisins. Söguleg gæði byggðarinnar hafa því haldið sér vel og menningarlandslag byggðarinnar sem hér hefur verið lýst er nokkuð heilsteypt. Garðahverfið hefur því haldist merkilega óspillt og upprunalegt í gegnum tíðina.

Grjóti

Grjóti – byggt árið 19019 og því aldursfriðað.

Hjáleigubyggð líkt og Garðahverfi státar af hefur mikið menningarsögulegt gildi sem hefur sterkar vísanir í sögu þjóðarinnar og lifnaðarhætti fyrri tíma. Samkvæmt fornleifaskráningu eru mjög margar og merkilegar minjar um búsetu að finna í Garðahverfi. Þær tengjast atvinnuháttum, s.s. sjósókn og búskap, samgöngum og menningarlegum þáttum á borð við trúarlíf, skólahald og jafnvel réttarsögu.

Garðakirkja

Garðakirkja.

Garðakirkja er merkilegur kirkjustaður með langa sögu, sem teygir anga sína víða, s.s. með frumkvöðlastarfi í kartöflurækt. Kirkjustaðurinn hefur jafnframt verið miðstöð mannlífs og menntunar. Saga skólastarfs er einnig merkileg á svæðinu með minjum um Hausastaðaskóla, fyrsta heimavistarskólann.
Eins og áður hefur komið fram er sjaldséð að hjáleigubyggð hafi varðveist jafn vel og í Garðahverfi og ekkert dæmi um slíkt á suðvesturhorninu. Einnig hafa hvergi minjar varðveist í jafn ríku mæli, því víðast hvar hafa bæir byggst upp við verstöðvar og uppbygging þeirra og hafnarmannvirkja meðfram ströndinni hafa orðið þess valdandi að fáar minjar eru enn varðveittar.
Auk alls þessa hefur byggðin verið girt af með görðum, bæði túngörðum og varnargörðum meðfram sjónum. Í fornleifaskrá kemur fram að mannvirki af þessu tagi hafi tíðkast frá fornu fari. Elstu minjar á svæðinu eru frá landnámi og líklegt er talið að hér hafi staðið vísir af þorpi á síðmiðöldum. Óhætt sé að segja að menningarsögulegt landslag af þessu tagi sé fátítt „ef ekki einstakt”. Menningarlandslagið í Garðahverfi, þar sem saman koma innbyrðis tengsl manngerðra minja, náttúrufars og sögu, myndar verðmæta heild. Slík heild hefur áhrif á varðveislugildi húsa á svæðinu og segir sögu byggðar á svæðinu. Því hefur menningarsögulegt gildi Garðahverfisins hátt varðveislugildi.“

Grjóti
Í „Húsakönnun – Garðahverfi á Álftanesi“ frá því í desember 2016 segir m.a.: „Byggðin í Garðahverfi hefur lítið breyst um langt skeið. Garðar voru kirkjujörð sem hafði í kring um sig umfangsmikla hjáleigubyggð á 15.-18. öld. Um 1800 var því sem næst allt land Garðasóknar í eigu kirkjunnar eða krúnunnar. Garðar voru svokallað gæðabrauð sem nutu góðs af nálægð sinni við Bessastaði og var Garðasókn ellefta tekjuhæsta sóknin á landinu af 179 sóknum árið 1737. Á Álftanesi voru þá tvö megin höfuðból, Garðar og Bessastaðir. Höfuðbólin töldust bæði til Álftaneshrepps allt til 1878 þegar þeim var skipt í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Önnur lögbýli árið 1703 voru Hausastaðir, Bakki og Dysjar en auk þess var búið á Pálshúsum, Nýabæ, Miðengi, Ráðagerði, Móakoti, Hlíð, Koti og Hausastöðum.
Grjóti
Þrátt fyrir þá miklu fækkun fólks sem varð á Íslandi á 18. öld þá fjölgaði í Garðahverfi um þriðjung á öldinni. Það endurspeglar þá búsetuþróun sem þá átti sér stað á Íslandi þar sem fólk flykktist úr sveitunum til sjávarsíðunnar. Þannig hélst fjöldi lögbýla og hjáleiga stöðugur en tómthúsum fjölgaði mikið.
Hjáleigubæir við Garða voru flestir smáir og jafnvel mörg heimili á hverjum þeirra. Fjöldi býla hefur tekið litlum breytingum í gegnum tíðina og bæjarstæðin lítið breyst. Hins vegar tók fjöldi bústaða miklum breytingum því ábúendur jarða leyfðu stundum byggingu þurrabúða í landi sínu en þessir íbúar urðu að treysta algjörlega á sjávarfang eða vinnu fyrir aðra.
Byggðin var nokkuð þétt og vel tengd saman því götur voru á milli allra bæja og allir vegir lágu til Garðalindar þangað sem íbúar sóttu vatn til fjóss og bæjar. Garðalindin var eina lindin sem aldrei þraut. Íbúar vörðust sífellt ágangi sjávar og voru meðal annars byggðir sjávarvarnargarðar, en sums staðar, til dæmis að Bakka hefur þurft að færa bæinn þrisvar sinnum frá sjónum svo vitað sé.
Á Álftanesi, þ.m.t. Garðahverfi, voru karlar fleiri en konur en annars staðar á Íslandi voru konur um fimmtungi fleiri. Ástæðan gæti legið í mikilli sjósókn en hún var aðallega stunduð af karlmönnum.
Grjóti
Sérstaða Álftaness var ennfremur fólgin í yngri aldurssamsetningu íbúa en annars staðar á landinu. Hlutfall barna 10 ára og yngri var mun hærra en landsmeðaltalið. Það bendir til þess að sjávaraflinn hafi ef til vill dregið úr sulti og harðindum og lífslíkur ungbarna því verið meiri.
Segja má að blómatími Álftaness hafi verið á 19. öld. Íbúum fjölgaði þar meira en annars staðar á landinu og útgerð og verslun blómgaðist. Þar sem möguleikar voru á útræði byggðust upp litlir byggðarkjarnar og voru t.d. sex býli í kringum Dysjar og 32 manns skráðir þar til heimilis. Í manntalinu 1845 eru flestir heimilisbændur skráðir bændur með grasnytjar eða fiskarar og ljóst að allmargir stunduðu hvoru tveggja. Íbúum fækkaði svo aftur eftir aldamótin 1900 í kjölfar sóknar breskra togara á miðin og hruns í fiskveiðum.
Þilskipaútgerðin og síðar togaraútgerðin leiddi síðan til fólksflutninga til aðalútgerðarstaðanna og á skömmum tíma fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar úr 374 í 1351. Margt af því fólki sem þangað flutti var þurrabúðafólk úr Garðahverfi og Bessastaðahreppi.
Grjóti.
Minjar í Garðahverfi á Álftanesi eru einstakar og menningarlandslagið sem þar hefur varðveist er fáséð. Hægt er að rekja rætur byggðarinnar aftur á miðaldir hið minnsta og þar er að finna margt merkilegra minja m.a. um sjósókn, samgöngur, búskap, skólahald, trúarlíf og jafnvel réttarsögu. Byggðin var girt af með hlöðnum görðum en mikið grjót er á holtinu sem hægt var að nýta í bæði byggingar og garðagerð.
Grjóti
Varnargarður var gerður meðfram sjónum og hinn mikli Garðatúngarður teygði sig frá Balatjörn í suðaustri, um Desjamýri og Garðaholt, til Skógtjarnar í norðvestri. Fleiri dæmi má taka um minjar sem þarna má finna, bæjarhóla, varir, brunna, útihús, garða, stekki, fjárrétt, fjárborg, gerði, kirkjugarð, aftökustað, steina með áletrunum og fornar leiðir. Auðveldlega má sjá rústir Hausastaðaskóla sem reistur var árið 1759 og var sérstaklega ætlaður almúgabörnum.
Í Garðahverfi hefur bæði verið stundaður landbúnaður og útræði en flest býlin eru landlítil. Byggðin, sem var orðin svo þétt, að vísir var kominn að litlu þorpi, var girt af með görðum og varnargarðar lágu með sjónum. Hér má sjá túnakort frá 1918 sem sýnir byggðina eins og hún er í upphafi 20 aldar.“

Um Hausastaðakot segir:

Hausastaðir

Hausastaðir.

„Hausastaðakot var hjáleiga sem lá undir Hausastöðum fram um 1640 en í eigu Garðakirkju eins og aðrar jarðir í Garðahverfi. Við gerð Jarðabókar árið 1703 var ábúandi Nikulás Jónsson og hjá honum sex menn í heimili. Skv. Manntali bjó þar árið 1801 nafni hans sem var jarðnæðislaus húsmaður og fiskari með konu og tvö börn en annar ábúandi var Árni Jónsson bóndi og fiskari með konu og eitt barn. Í Manntali 1816 var ábúandi einn, Gísli Sigurðsson, með þrjá í heimili en 1845 hafði aftur fjölgað í Koti eins og jörðin var einnig kölluð. Þar voru Ólafur Erlendsson hreppstjóri og fiskari og Helga Gamalíelsdóttir, fyrrverandi vinnukona í Miðengi, börn þeirra tvö, tvær vinnukonur og niðurseta. Tómthúsmennirnir voru tveir, báðir með konur og má ætla að önnur hjónin hafi átt heimili í þurrabúðinni Grjóta (188-9). Í Jarðatali 1847 er tilgreindur einn ábúandi og jörðin enn sögð kirkjueign. Hún er nefnd í Jarðabók 1861 og hélst skv. Fasteignabókum undir kirkjunni 1932 og 1942-4. Í Fasteignamati ríkisins má sjá að jörðin er enn í byggð en liggur nú undir Grjóta sem áður var þurrabúð (191-9). Núverandi eigandi Tryggvi Gunnarsson býr í Grjóta. Hausastaðakot var miðja vegu milli Grjóta og Hausastaða.
Grjóti
Jarðardýrleiki var óviss árið 1703 en landskuld 40 álnir, borguð með tveimur fiskavættum í kaupstað. Kúgildi var eitt, greitt í smjöri til Garðastaðar og uppyngdi staðarhaldari það. Í búpeningi átti bóndi eitt hross og eina kú en fóðrast gátu tvær. Kvaðir voru hestlán, dagsláttur, hrísshestur og mannslán allt árið. Ábúandi lagði sjálfur til húsavið en hafði móskurð í landi staðarins. Dýrleikinn var enn óviss 1847, landskuldin hin sama og kúgildið eitt en 1861 var jörðin talin 6,4 ný hundruð. 1932 var verð hennar með húsakosti 36 hundruð kr., kúgildi tvö, sauðir tíu og hrossið eitt. Afrakstur 1160 m² matjurtagarða voru 15 tunnur á ári. Jörðin hafði hrognkelsaveiði og útræði en uppsátur var í Hausastaðakotsvör (191-17). Á árunum 1942-4 hafði landverðið hækkað í 45 hundruð kr., í bústofninum voru fimm nautgripir, 14 sauðir og eitt hross og garðávextir um 13 tunnur á ári. Jörðin hélt fyrri hlunnindum. Árið 1918 var tún Hausastaðakots 1 ha en hafði 1932 stækkað í 1,5 ha og fengust af því 70 hestburðir af töðu en 104 á árunum 1942-4. Norðaustan megin var Garðatúngarður (185-42)/ 190-34) en girt var umhverfis allt túnið. Austan í því var Grjóti og þarnæst land Hlíðar en að vestan voru Hausastaðir. Spilda frá Hausastaðakotstúni teygði sig milli þess og Móakots niður að sjó.“

Grjóti
Í Morgunblaðinu 1977 fjallar Gísli Sigurðsson um Garðahverfi undir fyrirsögninni „Innan um grásleppu og lambær í Garðahverfi„:
„Garðahreppur, sem síðan í fyrra heitir Garðabær, er kenndur við kirkjustaðinn Garða. Það var meiriháttar jörð og átti til dæmis að verulegu leyti það land, sem Hafnarfjarðarbæ hefur byggst á. En umhverfis Garða hefur verið og er enn talsverður fjöldi smábýla og þurrabúða og mynda Garðahverfið svonefnda.
Af holtinu ofan við Garðahverfið er víðsýnt yfir Reykjavíkursvæðið, Álftanes, Garðabæ, Hafnarfjörð og strandlengjan suður með sjó blasir við þaðan. Ugglaust má deila um, hvaða staður á þessu mesta þéttbýlissvæði landsins sé fallegastur, en mín skoðun er sú, að í grænum hallanum, þar sem þessi litlu kot kúra, sé ein fegurst perla náttúrufegurðar — ekki bara á Reykjavíkursvæðinu, heldur á landinu öllu.
Grjóti
En fegurðin verður ekki látin í frystikistur fremur en bókvitið í askana hér áður fyrr. Framtíð Garðahverfis er óljós á þessari stundu og miklar líkur á, aðafdrifarík tímamót séu framundan. Staðreyndin er sumsé sú, að það er að verulegu leyti gamalt fólk, sem býr í örsmáu bárujárnshúsunum, sem standa þarna innan um grjót og gras. Ekki tekur meira en fimm mínútur að aka út eftir þangað úr Garðabæ, eftir malbikuðum veginum til Bessastaða og framhjá lúxusvillunum, sem tyllt hefur verið niður í hraunið af mikilli nærfærni við náttúruna. Á Garðaholtinu er beygt útaf malbikinu og allt í einu er maður kominn í annan heim, sem ber keim af Selvogi eða Hornströndum. Það er eins og steinsteypuöldin hafi aldrei náð þangað, — sem betur fer ætti maður líklega að álykta.
Grjóti
Þessi staður ber með sér andblæ löngu liðins tíma; áranna eftirfyrra stríð og kreppuáranna, þegar þrjátíu fermetra hús þóttu fullboðleg. Að sjálfsögðu voru þar hvorki baðherbergi né þvottahús, sjaldnast rennandi vatn — og rafmagnið kom löngu síðar. Fyrir utan kirkjujörðina Garða, var meðalstærð býla í Garðahverfi um 30 hektarar og þar var allt með talið: Tún, grjótflákar og beitiland. Það voru og eru kotbýli, þegar miðað er við landstærð jarða í sveitum almennt og búskapurinn hlaut að verða smár í sniðum. Áður fyrr voru hlunnindin fólgin í návist hafsins; grásleppa og jafnvel þorskur voru rétt utan við landsteinana. Þá réru allir sem róið gátu. Nú eru hlunnindin fólgin í návist þéttbýlisins og flestir verkfærir menn á sæmilegum aldri sækja vinnu til nágranna bæjanna.
Samkvæmt íbúaskrá frá síðasta ári, búa samtals 53 manneskjurá 18 bæjum og húsum í Garðahverfi. Aðeins vantar einn íbúa til viðbótar og þá væru að jafnaði þrír til heimilis á hverjum bæ. Á þremur bæjum teljast aldraðar konur einsetubændur og í einu húsi er einsetumaður. Meðalaldurinn er hár; margt af þessu fólki fór að búa um 1930 og er komið á áttræðisaldur og þar yfir Túnin í Garðahverfi ná saman og mynda fallega heild. En sú ræktun, sem þarna má sjá, var komin um og fyrir stríð og síðan hefur litið gerst. Flest íbúðarhúsin eru líka frá þeim tíma.
Auðvelt er að gera því skóna, að þarna yrði geysilega eftirsótt byggingarland. En ekkert skipulag hefur verið gert, sem nær yfir Garðahverfi. Á jörðunum er leyfilegt að byggja upp, ef þess yrði óskað, en nýbýli eða ný hús þar fyrir utan eru ekki leyfð, meðan skipulag er ekki til. En auðséð er að hverju stefnir. Rétt austan við hverfið eru útmörk Hafnarfjarðarbæjar, þar sem blokkir og raðhús sækja fram eins og óvígur her.
Grjóti
Ennþá er þó hægt að njóta þess á fallegum vordegi að koma niður á fjörukambinn hjá Katrínarkoti og sjá Gunnar í Breiðholti koma að landi, drekkhlaðinn af grásleppu. Ilmur af seltu og fiski berst frá ránum, þar sem grásleppan hangir og fáeinum skrefum þaðan eru lambær að gæða sér á grængresi í Hausastaðatúninu. Kristján í Miðengi er líka að huga að lambánum sínum, hálfníræður og ofar í hverfinu situr Tryggvi í Grjóta úti undir vegg og greiðir úr grásleppuneti. Hann vantar aðeins tvö ár í áttrætt. Og í Króki stendur Þorbjörg úti við vallgróinn bæjarvegginn og minnir á gömlu konuna í Brekkukoti í sögu Laxness.
GrjótiÞessi bær býr yfir rómantískri fegurð í sátt og samlyndi við náttúruná, en ekki eru aðrir til heimilis þar en Þorbjörg. Aðeins örfá skref þaðan er félagsheimiliðá Garðaholti, þar sem nútíðin býr; blótar Mammon með ærslum, fylliríi og öskrandi hávaða og á eftir man enginn hvar hann hefur verið. En það er önnur saga.
Að sjálfsögðu er tómt mál að tala um að varðveita alla skapaða hluti, sem eftir standa frá liðnum tíma. Hitt er svo annað mál, að það er óþarft að farga því öllu og væri óneitanlega skemmtilegt að geta varðveitt þó ekki væri nema einhvern hluta Garðahverfisins. Í því sambandi kemur mér sérstaklega í hug bærinn í Miðengi; íbúðarhús, sem er örsmátt á mælikvarða nútíðar og samsvarar að flatarmáli einu sæmilegu herbergi. Samt þótti það gott framfaraspor á sinni tíð og í húsum af þessu tagi ólust jafnvel upp stórir barnahópar.
Guðmann Magnússon á Dysjum, sem verið hefur hreppstjóri i Garðahreppi þar til á síðasta ári að byggðin fékk kaupstaðarréttindi er innfæddur í Garðahverfinu og hefur alla ævi átt þar heima.
Hann sagði, þegar framtíð Garðahverfis bar á góma: „Ég á von á, að hér risi þéttbýli. Helzt vildi ég að hverfið yrði friðað, en varla er hægt að búast við að það verði gert. Garðaholtið verður tekið undir íbúðarbyggingar og svo verður saxað á ræktaða landið unz ekkert verður eftir. Þetta var allt land Garðakirkju og því heyrir það undir jarðeignaheild ríkisins. En ábúðin á jörðunum er til lífstíðar. Það lítur út fyrir að Garðahverfið í núverandi mynd sé deyjandi byggð og að þar muni koma þéttbýli í staðinn, enda fallegt byggingarland — að minnsta kosti meðan túnin eru græn og ósnortin.“

Grjóti
Í skýrslum er Grjóti jafnan nefndur sem Hausastaðakot. Þar segir m.a.: „Byggingarár 1909, Garðav. Hausastaðakot. Tegund: Timbur. Klæðning: Bárujárn. Þakgerð: Mænisþak. Þakklæðning: Bárujárn. Undirstaða: Hlaðin í múr. Íbúðarhúsið í Hausastaðakoti er friðað skv. ákvæðum laga nr. 80/2012. Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Byggingarlist: Einfalt alþýðuhús. Menningarsögulegt gildi Íbúðarhús: löng saga búsetu. Umhverfisgildi: Hluti menningarlandslags. Upprunaleiki: Form og útlit húss hefur haldist vel þrátt fyrir viðbyggingu. Ástand: Ágætt. Varðveislugildi: Varðveislugildi vegna yfirbragðs byggðar. Niðurstaða varðveislumats: Hús er friðað (blátt)

GrjótiByggingarár 1935 Garðav. hlaða Hausastaðakots

Tegund: Steinsteypt, upphafleg gerð húss. Klæðning: Bárujárn. Þakgerð: Mænisþak. Þakklæðning: Bárujárn. Undirstaða: Steinsteypt. Útlit: Einlyft. Sambyggð hlaða, geymsla og rústir af hlöðu. Ekki lengur í landbúnaðarnotum. Byggingarlist: Einfalt byggingarlag. Menningarsögulegt gildi: Hlaða og útihús. Umhverfisgildi: Hluti landbúnaðarlandslags. Upprunaleiki: Útlit hússins nálægt upprunalegu útliti. Ástand: Ágætt en mætti við viðhaldi. Varðveislugildi: Varðveislugildi vegna yfirbragðs byggðar.

Grjóti

Grjóti – endurbætur í ágúst 2022.

Niðurstaða varðveislumats: Samstæð hús og heild sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi (gult)“.

Grjóti

Grjóti í október 2022. Verktakinn, Gunnar Ingi Jónsson frá Bæjarhúsum ehf, stendur við húsið.

Heimildir:
-Skýrsla: Verndarsvæði í byggð – Garðahverfi á Álftanesi; tillaga og greinargerð 2017.
-Húsakönnun: Garðahverfi á Álftanesi, desember 2016.
-Morgunblaðið, 31. tbl. 28.08.1977, Innan um grásleppu og lambær í Garðahverfi, Gísli Sigurðsson, bls. 7-10.
-Hjalti Hjartarson.
Grjóti

Garðar

Við bifreiðastæði á Garðaholti, við Garðaveg, eru tvær tóftir, misstórar. Þær eru leifar er tengdust „Garðavita“. Á holtinu var höfð lukt á tímum Séra Þórarins Böðvarssonar og séra Jens Pálssonar (19. öldin). Nefndist lukt þessi Garðaviti.
Skammt innar á holtinu eru sex járnfestingar og leifar af keðjum á fjórum stöðum umhverfis. Um er að ræða minjar fyrsta flugleiðsögubúnaðar á Íslandi. Þarna voru 4 möstur með 2-300 m bil á milli.  Líklega hefur hann verið reistur á árunum 1942-1951.

Garðaviti

Garðaviti.

Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Á háholtinu er viti, Garðaviti. Þar var áður torfvarða og kveikt á lugt“ (bls. 2). Örnefnaskrá 1964 bætir við: „Hann mun hafa verið reistur um 1870. Hann stóð á holtinu norður frá Garðahliði.“ (B29).
Örnefnalýsing 1976-7 hefur svo þetta: „Á klöpp fyrir ofan Háteig var viti hér áður, Garðaviti“ (bls. 6). Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóftir séu „uppi á háhólnum […] svo til beint upp af Háteigi“, alveg við veginn, ofan og austan hans og er hæðin grýtt allt um kring. Leifar sjást af tveimur tóftum hlið við hlið og virðast þær samfastar. Sú austari er stærri og greinilegri, innanmálið um 5,8 x 2 m. Hún er nokkuð niðurgrafin og um 1,1 m á dýpt. Stefnan er norður-suður. Sú vestari er öll ólögulegri, um 2,5 x 2 m að innanmáli.
Aðrar upplýsingar: Vitinn var í notkun sem ljósgjafi á tímabilinu 1868-1912 (G.R.G: 95). Tryggvi Gunnarsson í Grjóta (f. 1899) mundi eftir honum og sagði hann hafa verið notaðan sem mið af sjó fyrir fiskibáta en á stríðsárunum notuðu Bretar hann sem virki. Húsið var síðan „selt og flutt heim að Hlíð, þar sem það var notað sem kamar“.

Heimildir:
-Ari Gíslason: Örnefnalýsing Garðahverfis. 1958.
-Gísli Sigurðsson: Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna.
-Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum: 1964. Garðahverfi A39/Garðaland B29.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar Safn til sögu Garðabæjar III. Garðab. 2001.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir: „1300-39“. Fornleifaskráning í Garðabæ 1984. Þjóðminjasafn Íslands.
-Kristján Eiríksson: Örnefnalýsing Garðahverfis skráð eftir lýsingu heimamanna. 1976-7.

Garðahverfi

Garðaviti.