Tag Archive for: Grindavík

Selvogsgata

Í úrskurði Óbyggðanefndar (mál nr. 6/2004) er m.a. fjallað um Herdísarvík í Ölfusi:

Herdísarvík

Guðrún Ásmundsdóttir afhjúpaði minja- og örnefnakort FERLIRs af Herdísarvík.

„Herdísarvíkur er getið í rekaskrá Strandarkirkju í Selvogi sem er talin vera frá árinu 1275. Í máldaga Krýsuvíkurkirkju sem einnig er talinn frá því um 1275 kemur fram að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík.
Hinn 28. júní 1448 útnefndi Steinmóður Viðeyjarábóti og officialis Skálholtskirkju tólf presta dóm á prestastefnu í Skálholti. Jón Oddsson prestur á Þingvöllum hafði kært töku á sjöttungi hvals er rekið hafði í Herdísarvík. Þessi dómur fjallar eingöngu um rekarétt og skógarítak og er því ekki tekinn upp.

Herdísarvík

Herdísarvík – herforingjaráðskort.

Hinn 27. september 1563 lagði Páll Stígsson hirðstjóri niður sóknarkirkju í Krýsuvík að undirlagi Gísla biskups Jónssonar. Við það færðust bæði Krýsuvík og Herdísarvík undir forræði Skálholts.
Krýsuvík er að finna í Gíslamáldögum frá 1570 og síðar þó svo að kirkjan hafi verið lögð niður árið 1563. Þar segir sem fyrr að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík.
Jarðabók Árna og Páls yfir Selvog var tekin saman árið 1706. Þar er að finna eftirfarandi umsögn um Herdísarvík: „Skóg á jörðin lítinn og þó er hann nýttur til kolgjörðar heimabónda, hvorki er hann til að ljá nje selja, en mjög til að bjarga kvikfje í heyskorti. Sami skógur brúkast og til eldiviðar.
Lýngrif brúkast og til eldiviðar. Berjalestur hefur stundum til nokkurs hagnaðar verið.“ …

Herdísarvík

Herdísarvík og Stakkavík – kort.

Herdísarvík var seld með Krýsuvík undan Skálholtsstóli 8. ágúst 1787.
Í lýsingu séra Jóns Vestmanns í Vogsósum á Selvogsþingum frá 1840 koma meðal annars eftirfarandi upplýsingar fram um Herdísarvík: „Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæir eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt. Á öllum nútöldum bæjum er heyskapur mikið lítill, … en útigangshagar samt so góðir, að trúa má þeim fyrir skepnunum, þegar jörð er auð“.
Herdísarvík, sem var áður stólsjörð, var eign Krísuvíkurkirkju samkvæmt Jarðatali Johnsens frá 1847.
Í jarðamatinu frá 1849 er að finna svohljóðandi lýsingu á jörðinni Herdísarvík: „Uthagar miklir og góðir til fjalls og fjöru og skógur til egin þarfa og nokkurrar miðlunar. Vetrarbeit góð. … smalamennska fremur hæg og dýrbítur mikill“.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ. Gamla og nýja landamerkjalínan sjást á uppdrættinum.

Skýrslan sýnir einnig jarðamatið, þar sem meðal annars stendur: „Dýrbítur er einúngis þessari jörð til galla og slægiuleysi; allt annað er henni vel gefið, og bætist slægiuleysið upp af vetrarbeitinni, sem aldrei bregðst“. …
Hinn 20. nóvember 1886 var skrifað undir landamerkjalýsingu Herdísarvíkur.
Lýsingin, sem var þinglesin 3. júní 1889, er svohljóðandi: „Maríu kirkja í Krísuvík á í Arnessýslu samkvæmt máldögum jörðina Herdísarvík“.

Breiðabás

Í Breiðabás

Landamerki Herdísarvíkur eru þau er nú skal greina: „Að austanverðu, milli tjeðrar jarðar og kirkjujarðarinnar Stakkavíkur: bein stefna úr Breiðabás (= Helli samkvæmt máldögunum) sem er fjöruvik nokkurt ekki allskamt fyrir austan Herdísarvík, með litlum hellisskúta í hrauninu fyrir ofan, í Kongsfell, sem er gömul, ekki há, grámosavaxin eldborg umhverfis aflangan djúpan gíg, til hægri handar við þjóðveg úr Selvogi til Hafnarfjarðar góðan spöl fyrir austan Kerlingarskarð, nálægt veginum.
Að vestanverðu, milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur ræður mörkum stefnulína frá áður nefndu Kongsfelli í Seljabótarnef lágan hraunhnúk, vestast í Seljabót, við sjó fram“.
Kirkjan á þriðjung hvalreka og allann annann reka fyrir landi jarðarinnar frá Breiðabás að Seljabótarnefi og sömuleiðis allar landsnytjar innan hjer taldra ummerkja, með þeim takmörkunum, er síðar greinir (sbr. No 2). Ítök sem aðrir eiga í jörðinni Herdísarvík eru þessi:

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – náma.

1. Tveir þriðjungar hvalreka … eign Strandakirkju í Selvogi.
2. Allir brennisteinsnámar sem finnast í landi jarðarinnar með öllum þeim „málmjarðartegundum“ öðrum er námarnir kunna að geyma, hagagöngu fyrir hross í „vanalegum bithögum og áfangastöðum“ rjetti til vegagjörða og húsabygginga með „hæfilegum maturtagarði“ sem „nauðsynlegt“ er til þess að geta yrkt námana o. sv. fr. allt samkvæmt afsalsbrjefi 30. september og 4. Októb. 1858. Ítak þetta tilheyrir þrotabúi hins íslenzka brennisteins og koparfjelags. Undir lýsinguna skrifa Á. Gíslason og E. Sigfússon prestur í Vogsósum.
Í fasteignamatinu 1916-1918 segir um Herdísarvík: „Landamerki vafalaus. …
Beitilandið er víðlent, fjalllendi, hraun og heiði, mjög kjarngott, snjólétt, skjólgott, ágætt vetrarland fyrir sauðfé … Smalamenska erfið“.
Um Herdísarvík segir meðal annars í fasteignamatinu 1932:
„Beitiland jarðarinnar er talið nokkuð gott og í meðallagi víðlent. Einnig kemur fram að jörðin eigi rétt til uppreksturs í afrétt sveitarinnar. Jörðin verður fyrir ágangi afréttarfjár. Hvað varðar landamerki Herdísarvíkur þá greinir skýrsluhöfundur frá því að þar sem hann sé nýfluttur á jörðina þá hafi hann ekki ennþá fengið útskrift úr landamerkjaskrá sýslunnar. Hann veit hins vegar ekki til þess að neinn ágreiningur sé varðandi jörðina.

Herdísarvík

Gamla girðingin úr Seljabót í Lyngskjöld. Í landamerkjalýsingu Herdísarvíkur 1886 og Krýsuvíkur 1890, í Litla-Kóngsfell lá ekki um svonefndan Sýslustein sem sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu höfðu árið 1832 ákveðið sem sýslumörk. Sýslusteinn er ekki nefndur í landamerkjabréfunum.

Háskóli Íslands, eigandi Herdísarvíkur, fór fram á það árið 1979(?) að landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur yrðu ákvörðuð. Við vettvangsferð 6. júní 1979 kom í ljós að sjónhending úr Seljabótarnefi, sem er kennileiti í landamerkjalýsingu Herdísarvíkur 1886 og Krýsuvíkur 1890, í Litla-Kóngsfell lá ekki um svonefndan Sýslustein sem sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu höfðu árið 1832 ákveðið sem sýslumörk. Sýslusteinn er ekki nefndur í landamerkjabréfunum. Í greinargerð 25. júní 1979 lagði sýslumaður Gullbringusýslu til að mörk Krýsuvíkur yrðu ákveðin þannig: Bein lína úr Seljabótarnefi í Sýslustein, þaðan bein lína í Litla-Kóngsfell.“

Selvogsgata

Litla-Kóngsfell.

Aðilar málsins, annars vegar sýslunefnd Árnessýslu vegna sýslufélagsins, hreppsnefnd Selvogshrepps vegna sveitarfélagsins og Háskóli Íslands, sem eigandi Herdísarvíkur, og hins vegar bæjarstjórn Grindavíkurkaupstaðar vegna bæjarfélagsins, sýslunefnd Gullbringusýslu, fyrir hönd sýslufélagsins sem eiganda Krýsuvíkurlands að mörkum Árnessýslu, og loks landbúnaðarráðuneytið fyrir hönd ríkisins, sem eiganda ýmissa réttinda í Krýsuvíkurlandi, komu sér saman um eftirfarandi:
1. Mörk milli Árnessýslu og lögsagnarumdæmis Grindavíkurkaupstaðar eru bein lína úr hápunkti Litla Kóngsfells sunnan við Grindaskörð í Sýslustein undir Geitahlíðum og önnur bein lína úr Sýslusteini til sjávar um hraunstrýtu á Seljabótarnefi. …
Staðsetning (hnit) samkvæmt mælikerfi Landmælinga Íslands er þessi:
Litla Kóngsfell: X-682760,0 Y-390000.0
Sýslusteinn: X-692533,8 Y-378925,4.
Seljabóta<r>nef: X-692603,2 Y-376523,0.
2. Hreppamörk Selvogshrepps falla saman við sýslumörkin.
3. Mörk jarðanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur falla einnig saman við mörk Árnessýslu og lögsagnarumdæmis Grindavíkurkaupstaðar. …
Landamerkjabréfið var undirritað af málsaðilum 25. og 29. janúar og 16. febrúar 1980 og staðfest af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

[Framangreind ákvörðun er arfavitlaus].
Í kröfulýsingu vegna Herdísarvíkur, dags. 1. júní 2004, er vegna landamerkjalýsinga vestustu jarða í Selvogi vísað til lýsingar Almenningsskóga Álftanesshrepps frá 21. júní 1849, sem þinglesin var 22. sama mánaðar. Lýsingin er svohljóðandi:
„Með því mjer er á hendur falið í brjefi til mín af 19 Juni næstliðið ár frá viðkomandi herra sýslumanni [T. Guðmundsen, yfirstrikað] að boði Stiftamtsins umsjón þess almennings, sem er að finna í Alptaneshrepp, þá orsakast jeg til að lysa þess almennings takmörkum fyrir alþyðu á manntalsfundinum í Görðum innan sama hrepps, sem jeg veit glöggast fráskilið annara eignum og er því að álíta sjerskilið almennings sameignar land gamlra lögbílisjarða í Alptaneshrepp, hvers takmörk eru þessi. Fyrst milli Garðakirkju fjall<l>lands, ur steinhusi suður í Markagil á Marraka eður undirhlíðum þaðan á Hæðstaholt, á Dauðadölum á annan veg ur Dauðadölum norður í Húsfell af Húsfelli upp á Þríhnjuka þaðan á suðurenda Blafella, á milli afrjetta Alptanes og se<l>tjarnarneshreppa. A milli Gullbríngu og Arnessyslna af Bláfjöllum vestur á Kistufell. A milli Alptaneshrepps og almennings og Krísivíkur landa af Kistufelli niður á syðra Horn á Fagradals brún þaðan í Marrakagil, so í þúfu á fjallinu eina þaðan í Helguflöt norðaná Buðarhólum. A milli jarðanna Heimalands og afrjettar af Buðarhólum eptir Buðarhólagjá, þaðan aptur í Steinhús. Þetta ofantalið afrjettar og almennings land, sem er að finna fráskilið annara eignum lísi jeg til rjettarins fullkomnari úrskurðar gamallra lögbylisjarðajarða afrjettar að öðru nafni almenníngsland í Alptaneshrepp með öllum þeim herlegheitum sem þar er að finna. Eptir hverri rjettarins skipan hjer ofantaldri eg skyldast að fyrirbjóða og aðvara hvern þann mann sem ekki hefur fullkomið tilkall til almenningsítaks alla brukun hverju nafni sem heitir, innan ofantaldra takmarka að vitni þíngvitnanna og allra þeirra er orð mín heyra.“

Þrætugrenið var fyrrum á landamerkjum Árnessýslu og Gullbringusýslu. Um það liggur gamla girðingin upp úr Seljabót, sem nú er að mestu horfin.

Heimildir:
-Úrskurður Óbyggðanefndar – mál nr. 6/2004; Ölfus – Herdísarvík.
-https://obyggdanefnd.is/wp-content/uploads/04_2004-6_urskurdur.pdf

Lyngskjöldur

Lyngskjöldur – þrætugrenið.

Selatangar

Gestur Guðfinnsson skrifaði eftirfarandi um „Ögmundarhraun og Selatanga“ í Morgunblaðið árið 1970:
selatangar-230„Einhvers staðar segir í gömlum fræðum, að í Selatöngum sé „brimhöfn mikil.“ Þama var þó um langt skeið allmikil verstöð og sóttur sjór á árabátum framundir síðustu aldamót eða nánar tiltekið til 1880 eða þar um bil.
Verbúðalíf og sjósókn í Selatöngum hefur fráleitt verið neitt sældarbrauð, maður þarf ekki annað en koma á staðinn, ganga þar dálítið um og virða fyrir sér búðartóttirnar, lendinguna og skerjaklasann úti fyrir ströndinni, til að sannfærast um það.
En áður en lengra er farið út í lýsingu á verbúðalífi og sjósókn í Selatöngum, skulum við virða lítillega fyrir okkur umhverfið, landssvæðið á milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og gera okkur grein fyrir því í stór um dráttum. Það er að vísu ekki sérlega margbrotið, þótt bæjarleiðin sé nokkuð löng. Þetta svæði er landareign tveggja jarða, Krýsuvíkur og Ísólfsskála, og hefur Krýsuvík verið miklu stærri jörð en Ísólfsskáli, landareign hennar nær langt austur fyrir Eldborg eða að svokölluðum Sýslusteini, en þar er allt í senn: landamerki, hreppamörk og sýslumörk. Sömuleiðis langt til norðurs, hverasvæðið sunnan undir Sveifluhálsi, sem allir þekkja, tilheyrði t.d. Krýsuvík. Landareign Ísólfsskála nær hins vegar frá Nípum á Festarfjalli og austur að Selatöngum, en þar eru landamerki þessara tveggja jarða. Var þá miðað við hraunstand uppi í kampinum á Selatöngum, sem hét því undarlega nafni Dágon, en má nú heita alveg úr sögunni.
seltangar-231Verulegur hluti af þessu landi, svæðinu milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, er samfelld hraunbreiða. Aðallega er um tvö hraun að ræða, misjafnlega gömul og ekki runnin frá sömu eldstöðvum. Annars vegar hraunið austur frá fsólfsskála, sem ekkert heildarheiti virðist hafa, a.m.k. á kortum. Það nær á móts við Selatanga og er augsýnilega eldra en hraunið þar fyrir austan. Hins vegar hraunið í Krýsuvíkurlandi, yngra hraunið, en það heitir einu nafni Ögmundarhraun og er talið hafa runnið á 13. eða 14. öld. Dálítið ofan við veginn, sem liggur milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, þar sem heita Almenningar, getur að líta nokkra ósköp sakleysislega gjallhóla, eins konar rauðukúlur, sem fara ljómandi vel í landslaginu og gleðja gestsaugað. Þessar meinleysislegu kúlur eða hólar eru eldvörpin, sem ögmundarhraun hefur komið úr á smum tíma. Traðirnar, sem hraunið hefur myndað um leið og það rann, eru skýrar og greinilegar, og mokstursjötnarnir hafa látið bæði traðirnar og hólana í friði hingað til, svo er fyrir að þakka. Ég held, að við ættum að biðja guð og Náttúruverndarráð að sjá til þess, að þeim yrði einnig þyrmt í framtíðinni, jarðfræðin og sagan mæla eindregið með því, hvor á sinn hátt, þó að við sleppum öllum fagurfræðilegum vangaveltum. Þetta hefur verið mikið gos, gígarnir sem eru um 100 að tölu, eru á sprungusvæði milli Núphlíðarháls og Sveifluháls.

selatangar-232

Þaðan hefur ógurlegt hraunflóð runnið niður á jafnsléttuna, breiðzt síðan út til beggja handa og lagt undir sig svo að segja hvern blett og skika lands allt í sjó fram. Þetta er yfirleitt apalhraun, úfið og tröllslegt, einkum víða meðfram ströndinni, og hroðalega ógreiðfært yfirferðar. Það eru litlar sem engar heimildir til um hvernig umhorfs var á þessu svæði áður en Ögmundarhraun rann. Þó er vitað með vissu, að þarna var a.m.k. einn bær, Krýsuvík, sem stóð niður við sjóinn, líklega upp undan samnefndri vík, sem hraunið hefur að nokkru leyti afmáð og fyllt og er nú kölluð Hælsvík. í Krýsuvík var kirkja. Gosið hefur efalaust skotið fólkmu í Krýsuvík illilega skelk í bringu og ekki að ástæðulausu. Ekki hefur verið nema um 5 km vegalengd frá eldstöðvunum heim að bænum í Krýsuvík og landinu hallar þangað, þótt lítið sé að vísu eftir að kemur niður á selatangar-233láglendið. Enda fór líka svo, að Krýsuvík lenti í hraunflóðinu, færði hraunið sum húsin í kaf, en staðnæmdist annars staðar við húsveggina. Sér ennþá greinilega fyrir húsarústunum austast í hrauninu, þar sem nú heitir Húshólmi og Óbrennishólmi, m.a. sést þar fyrir aflöngu tóttarbroti, sem talið er að gæti verið rúst kirkjunnar.
Til er örstutt saga af þessum atburðum, upphafi gossins og hvernig smalamaður á að hafa bjargað sér og fénu undan hraunflóðinu. Sagan er skráð í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og læt ég hana fylgja hér með, þó að hún hafi sjálfsagt farið margra á milli og kannski brenglazt eitthvað á langri leið í meðförunum, en hún er á þessa leið: „Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram milli hálsanna.

selatangar-238

Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess er að höndum kæmi og fal sig guði; því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan Óbrennishólmi er hann var. Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstað inn og hraunin storknuð fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfír þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu.

Selatangar-239

Það var svo stórgert og hart að það var óvinnandi og varð ekki veginum komið á.“ Eins og kemur fram í þessari skemmtilegu munnmælasögu var bærinn byggður á nýjum stað eftir gosið, þar sem hann stóð til skamms tíma eða þangað til Krýsuvík fór í eyði, sömuleiðis kirkjan.
Leiðin úr Krýsuvík til Grindavíkur og í Selatanga var heldur ógreiðfær eftir gosið, ekki sízt með hesta. í kvæði frá 15. öld er þess getið, að karl einn fór yfir Ögmundarhraun og missti kapal sinn í hraungjá, hann varð fastur og gekk af einn hófurinn, en karl hét á hinn helga kross í Kaldaðarnesi, sem þá var til margra hluta nytsamlegur. Við það losnaði kapallinn og hófurinn greri aftur við. Nokkuð gömul mun líka eftirfarandi vísa, sem líklega er ort af einhverjum ferðalang, er átt hefur leið um hraunið og þótt það illt yfirferðar: Eru í hrauni Ögmundar ótal margir þröskuldar fáka meiða fæturnar og fyrir oss brjóta skeifurnar.

selatangar-241

Til er saga um hvernig vegur var ruddur yfir Ögmundarhraun. Sú saga minnir nokkuð á söguna í Eyrbyggju um Berserkjagötu, nema hvað berserkurinn í þessari sögu heitir Ögmundur, og af því á nafnið á hrauninu að vera dregið.
En víkjum nú aftur að Selatöngum og verbúðalífinu og sjósókninni þar. Selatangar eru í Krýsuvíkurlandi, vestast í Ögmundarhrauni og veiðistöðin þar talin á vegum ábúandans í Krýsuvík. Sjálfsagt hafa þó ýmsir aðrir en Krýsvíkingar róið þaðan, hvern ig svo sem samningum um það hefur verið háttað. T.d. er getið um, að þaðan hafi gengið biskupsskip frá Skálholti. Líkur eru til, að þaðan hafi verið róið þegar snemma á öldum, þótt af því fari ekki miklar sögur.
Í gömlum sóknarlýsingum er þess getið, að árið 1780 hafi róið þaðan 1 áttæringur, 1 sexæringur og 2 feræringar, og réru á þeim 13 heimamenn úr Krýsuvík og 16 austanmenn. Var veiði þeirra samanlagt 4580 fiskar.
selatangar-241En oft hafa þó útróðramennirnir í Selatöngum sjálfsagt verið fleiri. Til þess bendir m.a. sjómannavísa úr Selatöngum, sem sá merki fræðasafnari, sr. Jón Thorarensen, birti í Rauðskinnu á sínum tíma, en hann hefur leit að uppi og haldið til haga ýmsum fróðleik um verstöðina í Selatöngum. Vísunni fylgir sú saga, að ungur strákur hafi krækt sér í skipsrúm í Selatöngum með því að taka að sér að koma fyrir öllum nöfnum sjómannanna í einni vísu eða þulu. Mér telst svo til, að nöfn 82 sjómanna komi fyrir í vísunni, og þar af eru hvorki meira né minna en 23 Jóraar, og má mikið vera ef þar hefur ekki einhvern tíma verið ruglazt á mönnum.
Mikið er af gömlum búðartóttum í Selatöngum. Það eru vistar verur þeirra sem þarna höfðust við, þakið er að vísu af þeim og hurðirnar týndar og tröllum gefnar, en að öðru leyti eru þær hinar stæðilegustu, enda vel hlaðnar. En heldur virðast þetta hafa verið kaldranialagar og þrömgiar vistarverur, veggir úr hraungrjóti, einungis grjótbálkar til að liggja á, gólfpláss ekki teljandi og upphitun að sjálfsögðu engin. Og öðrum þægindum hefur ekki heldur verið til að dreifa.

Katlahraun-239

Sums staðar var hlaðið fyrir op á hellum eða hraunskútum og plássið notað til ýmissa þarfa, svo sem smíða eða mölunar og kallað samkvæmt því: Mölunarkór, Sögunarkór o.s.frv. Þá er þarna á töngunum mikið af görðum og fiskbyrgjum, þar sem fiskur var hertur eða verkaður á annan hátt. Talsverður trjáreki er þarna og notuðu vermenn rekaviðinn óspart til smíða í landlegum, sem munu hafa verið nokkuð algengar, vegna þess hvað brimasamt er við lendingarstaðinn. En fjaran og trjárekinn er líka mikið dundursefni flestum þeim sem nú heimsækja staðinn. Þarna rekst maður stundum á allt upp í tíu fimmtán álna tré, að maður nú ekki tali um rótarhnyðjurnar, sem margur kannski fær ágirnd á, kippir upp af götu sinni, og hefur heim með sér, enda missir víst enginn æruna fyrir slíkt nú orðið.
Katlahraun-231En það er fleira skoðunarvert þarna en hin gömlu mannvirki útróðrarmannanna og trjárekinn í fjörunni. Hraunið vestan við tangana er t.d. gríðarlega tröllslegt og stórbrotið meðdjúpum grasi grónum kvosum og skvompum og hraunhryggjum á milli. Það heitir Katlahraun. Þar er býsna gaman að eyða tímanum stund úr degi. Enn er reyndar margt ósagt um Selatanga, sem vert hefði verið að drepa á, t d. reimleikana og verbúðadrauginn Tanga-Tómas, en rúmið leyfir ekki lengra mál. Þegar landkrabbar eins og sá sem þetta ritar koma í forna verstöð eins og Selatanga horfa þeir náttúrlega blindum augum á marga hluti og skilja hvorki upp né niður í þeirri tilveru, sem þar var einu sinni, en nú er liðin undir lok. Það skjóta ýmsar spurningar upp kollinum, sem vafizt geta fyrir þeim, sem aldrei hefur migið í saltan sjó eða ýtt báti úr vör, hvað þá tekið brimlendingu á stað eins og Selatöngum.“

Heimild:
Morgunblaðið 16 maí 1970, bls. 8-9.

Selatangar

Selatangar varða við rekagötuna vestari að Ísólfsskála.

Bollar

Ætlunin var að halda í Hjartartröð í Stórabollahrauni og skoða niður í rásina. Nokkur op eru á henni. Rásin er í raun framhald af Leiðarenda, sem er þarna skammt vestar í hrauninu, um 750 m langur. Stuttur gangur er að tröðinni frá Bláfjallavegi, eða um 365 metrar.
Hjartartröð miðsvæðis - loftmyndÍ nýju hellabókinni (BH-2006, Íslenskir hraunhellar), er ekki getið sérstaklega um Hjartartröð vegna þess þá er hún orðin viðurkenndur hluti Leiðarenda. Í gömlu bókinni, Hraunhellar á Íslandi (1990) lýsir Björn þessum hluta rásarinnar: „Mikil hrauntröð liggur í Tvíbollahrauni [Stórabollahrauni] skammt norðan nýja Bláfjallavegarins vestan Markraka. Frá austri talið er fyrst um 150 m löng hrauntröð án þess að þak sé yfir. Þar vesturaf heldur hrauntröðin áfram um 200 metra og eru víða brýr yfir tröðinni á þeirri leið og því hellar undir, fæstir þó langir. Fyrir vesturenda hrauntraðarinnar tekur svo við um 110 m langur hellir. Hann er víðasthvar þröngur en í honum er töluvert um skemmtilegar hraunmyndanir. Í enda hans eru t.d. tugir dropsteina, þeir lengstu um 15 cm, og hundruð hraunstráa sem eru allt að 35 cm löng. Heildarlengd Hjartartraðar er um 310 metrar.
Fóðurstöðin - StóribolliHjörtur Jóhannsson fann hellinn í ársbyrjun 1990, þá 12 ára, og bar hellirinn þess ekki merki að þar hefði fólk verið áður. Hér er hellinum því gefið nafn Hjartar og nefndur Hjartartröð enda stór hluti hellisins fallinn saman og þar blasir nú aðeins við hrauntröð.“
Í dag ber hellirinn ummerki eftir heimsóknir fólks, sem ekki þykir vænt um hella. Plastpokar og drasl mátti sjá innan við anddyri meginrásarinnar, þeirra er Björn lýsti hér að framan. Eftir að hafa tekið þar til og komið ruslinu fyrir í einum pokanum var tröðin skoðuð nánar. Lýsing Björns er vel við hæfi og engu hallað þar í máli. Bæta má þó við hana einni lýsingu á hliðarrás til norðurs. Um gæti verið að ræða hið ákjósanlegasta fjárskjól með sléttum botni og góðri aðkomu, ef einhverjum hefði dottið í hug að reisa selstöðu í hinum fyrrum grónu Dauðadölum. Þar er bæði vatn og skjól að fá, auk þess sem Skúlanafngiftin (Skúlastaðir; fornt býli) gæti hafa verið nálægt Skúlatúni, óbrennishólma í Stórabollahrauni skammt frá Leiðarenda. Jón Jónsson, jarðfræðingur (1983) segir aldur hraunsins vera „1075 +/- 60 ár. Tvíbollahraun er því runnið árið 875 eða á árunum þar í kring. 

Vestasta op Hjartartraðar - Helgafell fjær

Tvíbollahraun gæti verið fyrsta hraun sem rann á Íslandi eftir að búseta hófst og hellar þess þá fyrstu hellar sem mynduðust hér á landi á sögulegum tíma.
Mikil hellarás er í hlíðinni niður úr gígunum, nafnlaus eftir því sem næst verður komist. Lengstu hellisbútarnir eru nokkrir tugir metrar en í nokkrum þeirra er hátt til lofts. Ekki er fært í alla hellisbútanna án þess að síga og eru sumir þeirra lítt eða ekki kannaðir.“ Hafa ber í huga að umrædd skrif eru í lok 20. aldar. Enn, í upphafi 21. aldar, hafa undirheimar hraunssvæðisins ekki verið fullkannaðir – og það einungis 36 km frá Grindavík, fjölmennasta þéttbýliskjarna á sunnanverðum Suðurnesjum. 

Hluti HjartartraðarAnnars er aðkoman að vestasta hluta Hjartatraðar eins og að framan er lýst. Þegar komið er inn í rásina, sem er bæði há og víð með sléttu gólfi, blasir við mikið hrun, en þegar haldið er inn og hægra megin við hrunið má auðveldlega komast framhjá því, fast við hellisvegginn. Þar fyrir innan er nokkurt hrun, en ef vilji er fyrir hendi er hægt að halda áfram yfir það og innar í rásina uns dropsteina- og hraunstráamyndunin birtist framundan. Þarna endar þessi hluti rásarinnar, en ljóst má þeim vera er þar staðnæmist og áður hefur skoðað efri hluta Leiðarenda, að stutt er þar á millum. En svona er sköpunarverkið – torskilið og blindgötuvarið.
Rás Hjartartraðar er bæði víð og há, enda ofanfari Leiðarenda. Meira hrun er í þessum hluta hraunrásarinnar líkt og venja er um stærri rásir, sbr. Búra. Mjórri rásir virðast halda sér skár og því betur sem þær eru á meira dýpi. Allt er þetta lögmálunum samkvæmt.
Þarna, lengst inni í Hjartartröðinni var tilvalið að staldra við og skoða myndunarferlið.
Hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan. Hraun renna ýmist í tiltölulega grunnum farvegum, svokölluðum hrauntröðum, nærri yfirborði hraunsins eða bráðin rennur neðanjarðar og leitar niður í óstorknaðan hluta hraunsins og sameinast honum. Við þetta lyftist yfirborð hraunsins og það getur þykknað verulega á stóru svæði auk þess sem svonefndir „troðhólar“ myndast. Þessa sér til dæmis víða stað á Reykjanesskaganum.

Hliðarrás Hjartartraðar

Þessi háttur, að hraunkvikan „troðist inn í“ hinn bráðna hluta hraunsins líkt og vatn í belg, er sennilega mun algengari en hinn fyrrnefndi, einkum þegar um rúmmálsmikil hraun er að ræða.
Þegar hraun rennur eftir hrauntröð myndast þegar í stað storkin skán á yfirborði þess. Þegar skánin þykknar getur hún orðið að föstu þaki yfir hraunrásinni sem helst stöðugt þótt lækki í hraunstraumnum undir. Hraunhellar eru sem sagt rennslisrásir eða „pípur“ sem hafa tæmst að meira eða minna leyti.
Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hraunkvika er blanda af mörgum efnum og því hefur hún ekki eitt skilgreint bræðslumark heldur storknar eða kristallast yfir langt hitabil, stundum stærra en 100°C. Burtséð frá þessu er hraun orðið að „hörðum steini“ löngu áður en það er fullstorkið. Reynslan er sú að hörð skorpa myndast á glóandi hrauni eftir fáeinar sekúndur og fljótlega er hægt að ganga á hrauninu á góðum skóm vegna þess hve slæmur varmaleiðari (eða góður einangrari) berg er.

Innan við vestasta op Hjartartraðar

Varminn frá 1200 stiga heitri kviku streymir sem sagt hægt út gegnum storknuðu skorpuna. Undir henni heldur bráðin kvikan að renna, bræðir grannbergið og finnur sér nýjar leiðir uns fóðuröfluninni líkur.
Storknun tekur þannig mjög mislangan tíma eftir ytri aðstæðum: Gjóska (eldfjallaaska, gjall og vikur) kólnar á fáeinum sekúndum, ekki síst ef gosið verður í vatni eða undir jökli. Hraun verða að „hörðum steini“ á skömmum tíma þótt glóðin geti varað í 10 ár inni í hrauninu, eins og gerðist í Eldfellshrauninu í Vestmannaeyjum þar sem varminn í hrauninu var nýttur til húshitunar í áratug. Kvika sem er djúpt niðri í jörðinni getur tekur aldir að storkna.
Þegar komið var út brosti sólin sínu breiðasta á hvanngrænan hraungambran. Ákveðið var að kíkja yfir í Leiðarenda og skoða efra innvolsið nánar í tengslum við framangreint.
Frábært veður (þegar út var komið). Ferðin tók
1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3763

Bollar

Gengið um Stórabollahraun.

 

Hetta

„Í Krýsuvík er Hetta, Hnakkur og Hattur. Kært er mér þetta, kem þangað aftur og aftur…“, segir í ljóðinu. Ljóðið segir til um röð toppanna á afmörkuðu svæði Sveifluhálsins (Austurhálsins) norðan Sveiflu.
Í hverasvæði HettuTilefni göngunnar að þessu sinni var eftirfarandi frásögn á vefsíðunni -tabernacleoftheheart.com-, en hún hljóðaði svona: „Eitt höfuðeinkenni keltneskrar kristni var T krossinn sem var borinn sem stafur og bjöllur léku veigamiklu hlutverki í keltnesku helgisiðunum og voru svo að segja einkennismerki reglumeðlima.
Alls staðar á Írlandi og í Skotlandi ristu paparnir keltneska krossinn á veggi hella þeirra sem þeir kusu sér gjarnan sem dvalarstaði. Slíkur kross hefur fundist í helli við Krýsuvík og hafa fornleifafræðingar sem rannsakað hafa hann staðfest, að líklega sé hann menjar um veru papanna á þessum stað. Það sem er athyglisvert í þessu sambandi er að fjallið sem hellirinn fannst í heitir Hetta. Augljóslega hefur hellirinn verið notaður sem athvarf á kyrrðardögum fyrir einstaka munka og þessir fornu bræður okkar notuðu sama táknmálið og tíðkast enn í dag í íhugunarklaustrum, það er að segja munkahettuna dregna yfir höfðuð sem tákn um að viðkomandi munkur óskaði þess að dvelja í þögn. Sjálft orðið Krýsuvík virðist varpa enn frekara ljósi á það hverjir hafa dvalið hér til forna. Á skosk-gelísku þýðir orðið cryce annað hvort kross eða rakaða krúnu á höfði munks. Ekki er ólíklegt að norrænir menn hafi kallað munkana krýsa.“
 

Myndanir í Hettu

Ekki er kunnugt um að heimild þessi komi fyrir annars staðar. Reyndar ætti heimildin að vera það merkileg að hennar ætti a.m.k. að vera getið í ferðabókum frá fyrri tíð og tilvitnunum varðandi veru papa hér á landi sem og fornleifaskráningum. En því er ekki að heilsa. Auðvitað gæti mönnum hafa sést yfir svo gamlan stað, enda langt um liðið, og hann gleymst. Hér að framan er staðurinn þó tilgreindur sérstaklega þrátt fyrir að heimildir og rannsóknir um hliðstæðar vísbendingar hafi farið fram annars staðar á landinu, s.s. á Suðurlandi. Framangreindar nafngiftir eru að mörgu leyti eðlilegar því Hnakkur er hnakklaga, Hattur er hattlega og Hetta er hettulaga.
FERLIRsfélagar hafa allnokkru sinni gengið framhjá og umhverfis nefnda Hettu ofan við Krýsuvík, en á þeim ferðum hefur gaumur ekki verið gerður sérstaklega að hellum eða skútum í hæðinni, enda framangreindar upplýsingar tiltölulega nýtilkomnar. Í stað þess slappa bara af heima og afneita tilvitnunni sem tómri vitleysu var ekki um annað að ræða en að rölta af stað og leita af sér hinn minnsta grun.
AfveltaHaldið var upp frá Krýsuvíkurhúsunum (starfsmannahúsinu og gróðurhúsunum) og stefnan tekin á Hettu. Tækifærið var notað og hverinn austan í hæðinni skoðaður. Í ljós kom að þarna hafði verið borað og talsverð ummerki um það skilin eftir í hverasvæðinu. Talsverður brennisteinn er þarna nú og má ætla að svæðið hafi verið nýtt þegar brennisteinn var sóttur í Baðstofu og í hverina ofan við Seltún. Fallegar útfellingar eru á hverasvæðinu og litadýrðin er mikil. Fara þarf mjög varlega um það því ókunnugir gætu auðveldlega farið sér að voða.
Stefnan var tekin á gilskorning sunnan í Hettu. Mikið sjónarspil er í gilinu fyrir þá sem kunna að meta jarðrakakonfekt. Umbúðirnar eru reyndar öngvar, en innihaldið þess áhugaverðara. Og ekki spillir útsýnið yfir neðanverða Krýsuvík, að Geitahlíð, Arnarfelli og Bæjarfelli fyrir upplifuninni. Þess ber að geta að upplýsandi sólstafir hjálpuðu til við að varpa ljóma á dýrðina þessa síðdegisstund.
SkútiÞegar upp úr gilskorningnum var komið tóku við gróningar millum tveggja hæða, Hettu á hægri hönd og „Járnbrautarinnar“ á þá vinstri. Reyndar er hér um einu og sömu „hæðina“ á hálsinum að ræða, þegar horft er á hana úr fjarlægð. Nafngiftin „Járnbrautin“ gáfu Vinnuskólapiltar í Krýsuvík þessum hluta, en einn liður í veru þeirra í vinnuskólanum var gönguferðir um nágrennið (sjá meira um vinnuskólann HÉR). Hetta sjálf er gróinn kollhæð ofan við húsakostinn. Ekki er útilokað að hæðin öll hafi jafnan verið nefnd Hetta, enda ekki óeðlilegt.
Skyggnst var eftir hugsanlegum helli eða skúta í hlíðunum. Skyndilega birtist „skepna“ framundan. Hún lá á bakinu með allar fjórar lappirnar upp í loftið. Kindaleg hegðun það, enda kom í ljós að hér var um afvelta rolluskjátu að ræða – í beitarhólfi Grindavíkurbænda. Kindin virðist hafa legið þarna drjúgan tíma og reynt hvað hún gat til að komast aftur á lappir, en án árangurs. Hún var ósködduð, þ.e. hrafninn og tófan höfðu ekki komist í hana. Augun voru vökul og fylgdust vel með. Eyrnarmerkið var skoðað, kindinni klappað á makka og reynt að tala hlýlega til hennar.

Á Hettu

Að því búnu var tekið í hornin og kindinni velt yfir á magann. Fætur reyndust óburðugir – í fyrstu a.m.k. Smám saman virtist kindin braggast, en þrátt fyrir fyrstu hjálpar- og stuðningsaðgerðir tókst ekki að fá hana til að kunna fótum sínum forráð. Því var afráðið að skorða kindina af á maganum í von um að tíminn myndi vinna með henni og hún standa upp að lokum.
Fetuð var fjárgata ofarlega með vesturhlíð Hettu (Járnbrautarinnar) og áfram suður fyrir hana. Þegar komið var yfir á þá hlið vöknuðu spurningar í tengslum við tilefni ferðarinnar. Frá toppi Hettu var hið ágætasta útsýni niður að Húshólma, hinni fornu Krýsuvík. Frá henni hlaut Hetta að vera hæsti punkturinn í landslaginu. Frá Hettu var hvergi betra útsýni yfir hafflötin undan ströndinni. Þaðan var auðvelt að fylgjast með skipakomum með ströndinni, enda sigldu víkingaskipin helst grunnt á þeim tíma. Frá hæðinni hefði auðveldlega verið hægt að gefa fólkinu í byggðinni merki um yfirvofandi hættur, auk þess sem ekki er nema u.þ.b. klukkustundar gangur á millum. Þá má vel við bæta að á toppnum eru sérkennilegar veðramyndanir, sem líkja má við altör. Þau gætu hafa þótt áhugaverð fyrir Guðsdýrkendur í nýjum heimkynnum.
KrýsuvíkEnn í dag er óljóst hverjir voru íbúar í hinni fornu Krýsuvík (rústir í Húshólma og Óbrinnishólma) og hvenær (sjá meira HÉR). Sumir telja þó að þarna hafi verið fyrir íbúar áður en norrænir menn numu hér land.
Vegna framangreind var ekki óraunhæft að ætla, að framangeindu gefnu, að á Hettu hafi í fyrndinni verið sjónpóstur eða varðstöð. Ekki var þó að sjá leifar eftir slíka á hæðinni. Hins vegar eru þarna víða grunn skjól og önnur fyrir öllum áttum, ef svo ber undir. Á einum stað hafði hrunið fyrir skúta, en gatið var það þröngt að ekki var komist inn fyrir með góðu móti. Opið horfið mót gömlu Krýsuvík. Mun neðar í hæðinni, mót suðvestri, eru op, sem ekki hafa verið fullkönnuð.
Hafa ber í huga að heimildin, sem varð tilefni ferðarinnar, er véfengjanleg, Auk þess er ekki vitað til þess að ummeki um veru papa hafi fundist á þessu landssvæði. Á móti má segja að fullnægjandi rannsóknir á minjunum í Ögmundarhrauni m.t.t. þessa hafa enn ekki farið fram.
Enginn fannst krossmyndin í ferðinni, enda ólíklegt að ein slík myndi finnast á veðruðu móbergi eftir svo langan tíma sem hér á að vera raunin á. Því var hvorki hægt að sanna né afsanna heimildina upphaflegu. En hvað um það…
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-tabernacleoftheheart.com

Efst á Hettu

Leiðarendi

 Stjórn Reykjanesfólkvangs baust til að heimsækja hellinn Leiðarenda með Árna B. Stefánssyni lækni og hellaáhugamanni. Nota átti tækifærið að skoða hellinn og ræða um leið ástand og aðgerðir við hraunhella í fólkvanginum. Árni var einn þeirra, sem fyrstur kannaði Leiðarenda árið 1991. Þá var hellirinn algerlega ósnortinn, en þótt ekki séu liðin mörg ár hafa ýmsar dásemdir hans verið eyðilagar og jafnvel fjarlægðar, s.s. dropsteinar.

Inngangur LeiðarendaÁrni sagðist sjá verulegan mun á hellinum frá því sem var. Margir háir og fallegir dropsteinar hafa verið brotnir, sömuleiðis hraunstrá, hraundellur og -rósir. Þá hefur verið þreifað á viðkvæmum bakteríumyndunum á veggjum. Hann sagði þó enn vera mikið heillegt til að varðveita fyrir áhugasamt hellafólk. Hefur hann þegar lagt drög að áætlunum um tilteknar ráðstafanir inni í hellinum sjálfum svo draga megi úr líkum á frekari skemmdum – og um leið auka áhuga og aðgengi að hellinum. Ætlunin að er ráðast í þær framkvæmdir í vetur.
Leiðarendi er sá hellir á Reykjanesskaganum, sem einna styst er að frá þjóðvegi – og jafnframt einn sá margbreyti-legasti á svæðinu. Hellirinn er, líkt og aðrir hrauhellar á Íslandi, í einni af hinum fjölmörgu hraunbreiðum landsins er geyma steingerða ævintýraheima þar sem glóandi hraunelvur hafa runnið neðanjarðar og skilið eftir sig ranghala og hvelfingar. Í hraunhellunum er að finna einstakar jarðmyndanir, – dropasteina, hraunspena, straumfægða veggi og litríkar útfellingar.
Árni Stefánsson fræðir viðstadda um undur hellisinsAllt þetta hefur Leiðarendi í Stórabollahrauni enn upp á að bjóða, nú 16 árum eftir að hann var fyrst kannaður. Hellirinn er 750 m langur, greiðfær og aðgengilegur, aðeins 36 km frá Grindavík og að honum er einungis 150 m. gangur, í mosagrónu hrauni, út frá við Bláfjallavegi.
Stórabollahraunið er u.þ.b. 2000 ára gamall og hafa dropsteinar og aðrar myndanir lítið breyst allan þann tíma. Ástæða er enn og aftur til að
brýna sérstaklega fyrir þátttakendum að raska engu og taka ekkert nema ljósmyndir. Yfir hrauninu er m.a. Tvíbollahraun, sem rann um 950 e.Kr. Auðvelt er að sjá skilin því síðarnefnda hraunið er apalhraun á þessu svæði, en Stórabollahraun rann lengstum sem helluhraun, líkt og Hellnahraunin eldra og yngra, sem einnig áttu för um þessar slóðir á mismunandi tímum.
Dropsteinar í LeiðarendaStórbollahraunið hefur runnið í Leiðarenda á tveimur stöðum. Hellnahraun yngra umlykur m.a. Skúlatún, þýfkenndan grasigróin hól í miðju hrauninu. Það kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum, var mikið og fór víða, enda bæði mjög slétt og þunnt.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sömu goshrinu. Nákvæmasta tímasetning á Yngra Hellnahrauninu (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) er sú að það hafi runnið á árunum 938-983 (Haukur, Sigmundur og Árný – 1991).
Eldra-Hellnahraunið mun hafa myndað stíflu fyrir dal þann er Ástjörn dvelur nú í sem og Hvaleyrarvatn. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra- Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Út frá þessu má ætla að Hvaleyrarvatn og Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum. (Sjá meira undir  Fróðleikur). (Reyndir hraunamenn geta nú orðið lesið aldursmörkin, þ.e. út frá því hvaða hraun rann á á undan hinu – með ákveðin viðmið að leiðarljósi).
Myndanir í LeiðarendaÍ stórvirki Björns Hróarssonar, jarð- og hellafræðings, „Íslenskir hellar“, bls. 209, er m.a. fjallað um Leiðarenda. Þar segir t.a.m.: “ Stóri-Bolli er austastur bollanna við Grindasköðr og þeirra stærstur eins og nafnið bendir til. Stóri-Bolli er um 150 metrar í þvermál og opinn til noðurs en gígbarmarnir til beggja hliða eru um 50 metra háir. Hraunið hefur fallið til norðurs og þekur svæðið norður að Undirhlíðum og Helgafelli en er mjög hulið yngri hraunum. Erfitt er að áætla stærð hraunsins þar sem svo mikill hluti þess er hulinn yngri hraunum en það gæti þó verið allt að 20 ferkílómetrar að flatarmáli.“
Um Leiðarenda segir meistari Björn: „Leiðarendi er um 900 metra langur hellir og hin mesta draumaveröld. Hellirinn gengur til beggja átta út frá niðurfalli og tengjast leiðirnar þannig að hellirinn liggur í hring (eins og merkilegur uppdráttur í bókinni sýnir). Hellirinn kvíslast og hefur þak vestari rásarinnar brotnað niður. Nokkru neðan niðurfallsins sameinast kvíslarnar á ný og þaðan liggja mikil og falleg göng til norðurs. Það er mjög sérstakt að fara í hellaferð innúr niðurfalli og koma svo út klukustundum síðar hinum megin niðurfallsins. Hreint ævintýri fyrir þá sem eru að gera slíkt í fyrsta ksipti.
Sauðkindin fornumvarða í LeiðarendaHellisgöngin eru víðast hvar lítt hrunin og hellirininn auðveldur yfirferðar þótt auðvitað þurfi aðeins að bogra á einstaka stað og klungrast á öðrum. Sérstaklega lækkar verulega til lofts nyrst í hellinum. Töluvert er um skraut, dropsteina, hraunstrá og storkuborð auk þess sem hraunið tekur á sig hinar ýmsu myndir. Á einum stað má til dæmis sjá fyrirbæri í lofti hellisins sem hellamenn kalla  „Ljósakrónuna“ og svo mætti áfram telja. Þá er beinagrind af sauðkind innarlega í hellinum og má með ólíkindum telja hve langt kindin sú hefur ráfað inn dimman hellinn. Var hún e.tv. að forðast eitthvað?
Hellismunninn er skammt frá hraunjarðri Tvíbollahrauns sem raunar hefur runnið inn í Leiðarenda á tveimur stöðum syðst og vestast í hellinum enda liggur hann þar undir Tvíbollahraun. Tvíbollahraun rann á fyrstu árunum eftir landnám. Ef til vill kom kindin sú sem bar beinin í Leiðarenda til landsins með víkingaskipi. Og ef til vill gleymdi hún sér og lokaðist inni þegar Tvíbollahraun rann.
LeiðarendiÞegar svo ógnarheitur hraunkanturinn nálgaðist hljóp kindin ef til vill inn í kaldan hellinn til að forðast lætin og hitann og þar bar hún beinin. Atburðarrás þessi verður raunar að teljast harla ólíkleg en verður þó ekki afsönnuð fyrr en beinin verða aldursgreind. Fornminjar í íslenskum hraunhellum hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar af sérfræðingum en merkileg bein er að finna í nær eitt hundrað hraunhellum og bíða þau rannsóknar.
Leiðarendi var kortlagður í desember 1992 og júlí 1993″.
Innst í syðsta hluta Leiðarenda er stór „hrauntjörn“. Þar lækkar hellirinn, en  hækka um leið því hrauntjörnin hefur brætt sig niður í undirstöðu(grann)bergið uns hluti hennar fann sér áframhald, sem varla verður rekjanlegt nema með mikilli fyrirhöfn. Það mætti þó vel reyna þegar betri tími gefst til.
Leiðarendi veginn og metinnEitt af sérkennum Leiðarenda eru þunnar hraunflögur á kafla. Þær hafa fallið af veggjum og úr lofti. Þær gefa til kynna mismunandi hraunstrauma í gegnum rásina, hverja á fætur annarri. Má líkja þeim við endurteknar samfarir fullorðinnar hraunrásar við nýja strauma.
Ljósakrónan fyrrnefnda er í tengirás Leiðarenda við efri hellisrásina, sem flestir ættu að forðast. Komið hefur fyrir að þeir, sem þangað hafa fetað sporið og síðan haldið í gegnum hrun er rásin leiddi þá í gegnum, hafi ekki fundið leiðina til baka. Eftir hræðsluköst og formælingar hefur svolítil vonardagsskíma birst þeim úr annarri átt og þeir þá getað skriðið sér til lífs að jarðfallinu fyrrnefnda.

Op LeiðarendaHins vegar má segja með sanni að einn heillegasti og fallegasti hluti Leiðarenda er í þessari rás, líkt og sjá má í bók Björns; „Íslenskir Hellar“ (fæst í öllum betri bókabúðum og er sérhverjum hellaáhugamanni og öðrum leitandi bráðnauðsynleg leiðsögn).
Við frásögnina af sauðkindinni, sem Björn lýsir og varð tilefni nafngiftarinnar, má bæta að öllum líkindum hefur sú arma mær verið að leita skjóls vegna einhvers, t.d. snjóa eða náttúruhamfara. Hafa ber í huga að mörg dýr geta gengið fram og til baka um niðmyrkra ranghala án ljóss. Það hefur hellaleitar-
hundurinn Brá t.a.m. sannað margsinnis. Það hefur því verið eitthvað annað en eðlilegheitin, sem varð sauðkindinni að aldurtila, s.s. eiturgufur hraunkvikunnar er lagðist yfir hraunrásina umrætt sinn. Ef svo hefur verið má ætla að hér á landi hafi verið urmull sauðfjár – og það fyrir aðkomu norrænna landnámsmanna hingað í kringum 874 +/-02.

Skúlatún - Helgafell fjærEinhverjir hafa þá verið hér fyrir (sem flestum er reyndar orðið ljóst – nema kannski starfsfólki Þjóðminjasafnsins.) Ef til vill munu órækar minjar Skúlatúns og minjar í Húshólma /Óbrinnishólma í Ögmundarhrauni  hjálpa til að varpa ljósi á þá birtingarmynd?!
Taka verður undir með ákveðna og meðvitaða rödd Björns þar sem hann segir að; „fornminjar í íslenskum hraunhellum hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar af sérfræðingum en merkileg bein er að finna í nær eitt hundrað hraunhellum og bíða þau rannsóknar.“

Frábært veður (að og frá hellinum). Ferðin tók 3 klst og 3 mín.
Leiðarendi

Krýsuvík

Í samtali við Loft Jónsson í Grindavík bar margt skemmtilegt á góða:
Loftur-21„Ég var að lesa frásögn í “Ferlir” um “Braggann á Krýsuvíkurheiði”. Þetta vekur upp ýmsar minningar frá æsku. Eins og þú veist þá ólst ég upp í Garðbæ og þar rétt við túnfótinn lá vegurinn til Krýsuvikur. Í seinni heimsstyrjöldinni, eftir að Amerikanar tóku við hersetu á Íslandi, þá önnuðust þeir stöðvar eins og á Þorbirni og í Krýsuvík. Á hverjum degi fóru fram vistaflutningar til og mannaskipti í Krýsuvík. Þessir ungu menn frá USA voru ýmsu öðru betra vanir en íslenskum vegum. Allavega, þegar maður skoðar gamla Krýsuvíkurveginn í dag þá hlýtur þetta að hafa verið mikill torfæruakstur.
Þessar sendingar áttu sér stað á sama tíma alla daga.  Og svo þegar bíllinn birtist á Vestara-Leiti þá tóku allir pollarnir á efri bæjunum sprettinn upp á veg í veg fyrir hann. Dátarnir voru mjög gjalfmildir og oftar en ekki fengum við hátt í vasana af alls konar sælgæti eða ávöxtum. Ingi í Búðum (Ingimar Magnússon) var okkar elstur og séðastur (en kannske ekki gáfaðastur). Hann betlaði af mömmu sinni daglega mjólk á þriggja pela flösku sem hann rétti síðan til hermannanna. Þeim virtist líka þetta vel því þeir skiptu mjólkinni bróðurlega á milli sín og Ingi fékk þar af leiðandi mikið meira í vasana en aðrir.

Baejarfellsrett-201Þar sem segir af Magnúsi Ólafssyni er sagt að Stóri-Nýibæ hafi farið í eyði 1938. Ég hef aðra sögu að segja. Fyrir fjárskipti í Grindavík, sem voru að ég held 1950, var ég í tvígang við réttir að vori í Krýsuvík þegar smalað var til rúnings þótt ég hafi ekki smalað vegna aldurs. Það var alltaf tjaldað við lækinn austan við kirkjuna og þá austan við lækinn við torfvegginn sem þar er. Réttað var í rétt suð-austan við Bæjarfellið. Mér er margt minnisstætt frá þessum dögum t.d. hverning karlarnir báru sig að við rúninginn, mörkun og geldingu á vorlömbunum. Í þá daga þekktist ekki annað en ketilkaffi í tjöldunum og eitt sinn er hitað var vatn í katlinum til kaffilögunar, þá setti Jón í Efralandi vasahnífinn sinn ofan í ketilinn.
Karlarnir spurðu undrandi hvað þetta ætti að þýða. Og Jón Krysuvikurkirkja 1940-21svaraði með mestu ró: “Ég ætla bara að sótthreinsa hnífinn minn. Ég skar afurfótahaft af rollu í dag og það var svolítið farið að grafa í henni”. Það hafði enginn lyst á kaffidrykkju í það sinn.
Eitt sinn var ég sendur upp í kirkju til Manga (Magnús Ólafsson) til þess að fá nál og tvinna, einhver hafði mist tölu af buxunum sínum. Ég man eins og það hefði verið í gær hverning allt var innanstokks hjá honum. Tíkin á strigapoka fram við dyr, rúmfletið í suð-austur horninu við altarið og einhver eldavél hinu megin.
En aftur að Nýja-Bæ. Einn dag vorum við Daddi í Ásgarði (Dagbjartur Einarsson), sem er tveimur árum eldri en ég, sendir upp að Stóra-Nýjabæ til að kaupa mjólk á þriggja pela flösku til notkunar í kaffi. Okkur var boðið inn í baðstofu og spurðir frétta.  Að sjálfsögðu hafði Daddi orðið þar sem hann var eldri en ég.  Og við fengum mjólk á flöskuna. Þannig að þá hefur Guðmundur í Stóra-Nýjabæ verið með kýr þarna og hann var með konu sína og dætur. Ég hef verið ca. 10-11 ára þegar þetta var.
Þetta er bara sett fram til fróðleiks og gamans en ekki til færslu í annála. – Kveðja, L.J.“

Krýsuvík

Krýsuvík.

Þórkötlusdys

Í aðalskipulagi Grindavíkur fyrir 2000-2020 má lesa eftirfarandi um fornleifar:

2.3.3. Friðlýstar minjar;
DysjarÍ Grindavík hafa átta staðir verið friðlýstir, en friðlýsing felur í sér kvöð á viðkomandi landareign. Eftirtaldar friðlýstar fornminjar eru allar merktar inn á aðalskipulagsuppdrætti:
-Dysjar tvær eða vörður (“Krýs og Herdís”) austan Kerlingardals (undir Geitahlíð), friðlýst 30.04.1964, þinglýst 05.05.1964.
-Leifar Krýsuvíkur hinnar fornu, í Húshólma, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-Fornt garðlag í Óbrennishólma, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-Verðbúðatóftir, fiskbirgi, fiskigarðar og önnur gömul mannvirki í hinni fornu verstöð Selatöngum, friðlýst 01.09.1966, þinglýst 5.9.1966.
-Lítil rúst í Kapellulág, við veginn upp á Siglubergsháls í landi Hrauns, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-“Goðahús” (nú “Goðatóft”) á Vesturbæjarhlaðinu á Hópi, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
Tóft-“Útilegumannabæli” svo nefnt í hraunkvos norðvestur af Húsatóftum (í Sundvörðuhrauni), friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-Festarstólpi úr járni, festur í klöpp (Bindisker) við höfnina, í landi Staðar, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.

2.3.4. Aðrar fornminjar
Fornleifastofnun Íslands hefur gert svæðisskráningu um menningarminjar í Grindavíkurkaupstað, skráð 2001. Alls voru skráðar upplýsingar um 311 fornleifastaði sem flestir hafa enn ekki verið kortlagðir, nema þeir sem þegar hafa verið friðlýstir, en öllum fornleifastöðunum er lýst í svæðisskráningunni. Í aðalskipulagi Grindavíkur 2000 – 2020 hafa helstu staðir þar sem fornleifar eru hvað þéttastar verið merktir inn sem þjóðminjaverndarsvæði. Þessir staðir eru á túnum Staðar og Húsatófta í Staðarhverfi, túnum Járngerðarstaða, Hóps, Þórkötlustaða, Hrauns og Ísólfsskála.
Samkvæmt gr. 4.20.1 í Forntskipulagsreglugerð taka þjóðminjaverndarsvæði til svæða þar sem eru friðlýstar fornminjar, þekktar fornleifar eða friðuð hús samkvæmt þjóðminjalögum. Það merkir ekki að uppbygging geti ekki farið fram á þessum svæðum. Þvert á móti er í aðalskipulaginu mælt með því að fornminjarnar verði notaðar til þess að Vinnustofan Þverá ehf 1
7 Grindavík aðalskipulag 2000-2020, tillaga að greinargerð 12.12.2001 undirstrika sérkenni þessara svæða og sem grundvöllur til að byggja sérkenni deiliskipulags á. Þegar framkvæmdir eiga sér stað á svæðunum ber að kalla til fornleifafræðing sem fylgjast skal með framkvæmdum. Utan þessara þjóðminjaverndarsvæða dreifast skráðir staðir með fornminjum um landsvæði Grindavíkur og er mælt með því að fornleifarnar verði kortlagðar sem fyrst og mótuð stefna um varðveislu þeirra og notkun. Meðal annars má nefna varðaðar þjóðleiðir og stíga þvert yfir Reykjanesið.
Nokkrar af vörðunum hafa verið kortlagðar t.d. við Skógfellaveg og er gert ráð fyrir að þær verði merktar og þeim haldið 
Verminjarvið. Þessi leið er felld inn í göngustígakerfi næsta nýbyggingarsvæðis Grindavíkur í aðalskipulaginu. Mikilvægt er að nota þau tækifæri sem gefast til þess að tengja fornleifarnar daglegu lífi bæjarbúa og kynna þær gestum bæjarins og gera þannig söguna áhugaverða og hluta af daglegu lífi.
Aðalskipulag Grindavíkur 2000 – 2020 gerir einnig ráð fyrir að gömlum hlöðnum siglingavörðum verði haldið við og þær varðveittar sem sögulegar minjar. Merkileg örnefni eru oft tengd fornum stöðum sem auka á menningarsögulegt gildi þeirra.
Eftirfarandi er nefnt sem dæmi um áhugaverðar fornminjar: Drykkjarsteinn. Í honum eru tvær holur og er önnur stærri. Í henni var næsta víst að vatn væri að finna til svölunar þyrstum ferðalöngum. Drykkjarsteinn var áður á náttúruminjaskrá en var felldur af henni þar sem hann var talinn til menningarminja. Á Hraunsseli og Selsvöllum eru seljarústir sem vert væri að vernda. Á Vigdísarvöllum eru minjar um búsetu á 19. öld en þar var áður sel. Varir og uppsátur eru á Þórkötlustaðanesi og í Járngerðarstaðahverfi vestan við Hópið.

Kapellan

Á Gerðavöllum vestan við Járngerðarstaði eru leifar eftir verslun og virkisgerð enskra og þýskra kaupmanna í Grindavík á 16. öld. Í Staðarhverfi er heildstætt búsetulandslag með minjum um landbúnað, útgerð og verslun sem æskilegt væri að varðveita sem heild.

Grindavíkurbær hefur undanfarin ár lagt sig fram við að safna og skrá sögulegar menningarminjar og mikilvæg örnefni. Sem liður í því hafa verið unnin og sett upp fjögur örnefna- og minjaskilti á völddum stöðum í bænum, þ.e. í Járngerðarstaðahverfi, Þórkötlustaðahverfi, Staðarhverfi og á Þórkötlustaðanesi. Fyrirhugað er að setja einnig upp slík skilti við Hópið (höfnina) og á Gerðavöllum. Afrit skiltanna hafa verið færð grunnskólanum í bænum svo nemendur geti nýtt sér upplýsingarnar. Ljóst er að þessi heimildaskráning er mun víðtækari en aðalskipulag bæjarins gerir ráð fyrir. Við framangreida lýsingu má og bæta (án þess að fara í grunnsækna og kostnaðarsama heimildavinnu, en með því yrði eftirfarandi listi miklu mun lengri) eftirfarandi (frá vestri til austurs):

Goðatóftin

1.   Sundlaug sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
2.   Brunn sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
3.   Bæjarleifar sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
4.   Garðlög sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
5.   Búð (tóft) ofan Háleyja.
6.   Refagildru ofan Staðarbergs.
7.   Hlaðin byrgi (3) vestan Eldvarpa.
8.   Hleðslur í hellarásum í Eldvörpum.
9.   Garðlög í Eldvörpum
10. „Brauðstíg sunnan Sundvörðuhrauns.
11. Hlaðið byrgi utan í Rauðhól við Eldvörp.
12. Prestastíg – gamla þjóðleið, tvískipta.
13. Hleðslur norðan í Sandfellshæð.
14. Refagildrur ofan Húsatófta.
15. Bæjarleifar í Staðarhverfi (umfram fornleifaskráninguna).
Byrgi16. Árnastíg, milli Húsatófta og Skipsstígs.
17. Forna leið milli Staðar og Járngerðarstaða.
18. Hleðslur við Hóftabrunna.
19. Hleðslur við Stekk[ar]hól.
20. Junkaragerði á Gerðavöllum.
21. Skyggni við Gerðavelli.
22. Tóftir norðan Gerðavalla.
23. Bæjaleifar við Járngerðarstaði.
24. „Blóðþyrninn“ vestan Bakka.
25. Forna varir í Járngerðarstaðahverfi.
26. Leifar Staðarhússins í Járngerðarstaðahverfi.
27. Álagahóls við verkhús Þorbjörns.
28. Miðaftanshól.
29. Gamla bæjarhólinn á Hópi.
20. Vatnstanga í Hópinu.
21. Minjar við Síkið.
22. Verminjar í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi.
Festarkengur23. Verminjar á Þórkötlustaðanesi ofanverðu.
24. Forn leið, Eyrarvegur (kirkjugatan) milli Þórkötlustaða (Hrauns) og Staðarhverfis.
25. Verminjar í Slokahrauni.
26. Skógfellavegur frá Járngerðarstöðum að Vogum (Vogavegur).
27. Skógfellavegur frá Þórkötlustöðum að Vogum (Vogavegur).
28. Sandakravegur (frá Krýsuvíkurvegi að Skógfellavegi).
29. Krosshlaðinn refagildra ofan Sandlága ofan Hrauns.
30. Gömul leið um Siglubergsháls.
31. Vatnsstæðið í Vatnsheiði (Vatnshæð).
32. Hleðslur í Gíslhelli.
33. Heðslur í Hesthelli.
Refagildra34. Bogarhraunsfjárborgin.
35. Borgarhraunsrétt.
36. Dalsel í Fagradal.
37. Minjar við Ísólfsskála.
38. Verminjar við Nótarhól.
39. Rúningsrétt í Stóra-Hamradal.
40. Sængurkonuhellir undir Lat.
41. Refagildrur í Skollahrauni.
42. Fornar verleiðir frá og ofan Selatanga.
43. Fjárskjól í Katlahrauni.
44. Fjárskjól norðan Litla-Hamradals.
45. Drumbdalastíg.
46. Gerði austan í Ögmundahrauni.
47. Búsetuminjar, fjárskjól, vatnsstæði, stekk og rétt í Litlahrauni.
48. Arngrímshelli (Gvendarhelli) í Klofningi.
49. Fjárskjólið í Fjárskjólshrauni.
50. Sæluhús undir Sláttudal.
Byrgi51. Hleðslur í Gullbringuhelli.
52. Rétt undir Lambhagatanga.
53. Dalaleið norðan Kleifarvatns að Kaldárseli.
54. Hleðslur í Húshelli.
55. Refagildrur í Hrútagjárdyngju.
56. Selatangar – verstöðvarminjar.
57. Gata um Ögmundahraun vestan Húshólma.
58. Minjar undir Stóra-Lambafelli.
59. Ketilsstígur frá Seltúni að Hrauntungustíg.
60. Hrauntungustígur.
61. Stórhöfðastígur.
62. Undirhlíðaleið.
63. Járngerðardys.
64. Þórkötludys.
65. Fornar minjar við Þórkötlustaði.
66. Heródes – álagasteinn.
67. Staðarhús við Þórkötlustaði.
68. Varir í Þórkötlustaði.
69. Dys ofan við Hraun.
70. Guðbjargarhellir ofan við Hraun.
71. Gamlibrunnur norðan við Hraun.
72. Tyrkjahellir undir Húsfjalli.
73. Hverfisteinar undir Húsfjalli.
74. Selminjar norðan Þorbjarnar (á Baðsvöllum).
75. Selminjar utan í Selhálsi (Hópssel).
76. Skjól í Arnarsetri.
77. Vegavinnubyrgi í Arnarsetri og 11 öðrum stöðum við Grindavíkurveginn.
78. Selminjar (Njarðvíkursel) við Seltjörn.
79. Dýrfinnuhellir norðan Lágafells.
Rétt80. Skipsstígur.
81. Selminjar undir Selbrekkum (gætu verið í Njarðvík).
82. Gerði undir Einbúa.
83. Stekkur í Borgarhrauni.
84. Krýsuvíkurleið.
85. Ögmundarstígur.

Af framangreindu má sjá að einhverjar minjar í Grindavíkurlandi hafa enn ekki komist á blað í framangreindu aðalskipulagi. Þó er ekki ólíklegt að aðalskipulaginu hafi fylgt fornleifaskrá um minjarnar, en hana er ekki að finna meðfylgjandi í heild sinni. Um er að ræða skrá um Menningarminjar í Grindavíkurkaupstað, svæðisskráning 2001, unnin af  Fornleifastofnun Íslands (Orri Vésteinsson). Gállinn er bara sá að til þess að fá að skoða þá skrá þarf að greiða óþarflega mikla fármuni fyrir – eitthvað sem þegar hefur verið greitt fyrir. FERLIR hefur og gjarnan veitt því athygli, þegar komið er á áhugaverða staði, að verðandi fornleifum er lítill áhugi sýndur.
Vegavinnubúðir

Sjóbúð

„Þar voru kölluð útver. Fram undir aldamótin 1900 voru sjóbúðirnar sem hér segir, en um aldamótin lögðust þær niður.

Sjóbúð

Sjóbúð í Herdísarvík.

Búðartóftin var hlaðin úr grjóti í innri hleðslu, en ytri hleðslu úr torfi og grjóti, hliðarveggir og gaflöð jafn hátt. Lengd tóftarinnar var þriggja rúma, en fyrir aftan rúmstæðin var allt að því rúmlengd, sem var notuð fyrir dót sjómanna. Flestar sneru búðirnar frá norðri til suðurs. Þegar búið var að hlaða tóftina voru reistir stafir upp með báðum hliðveggjum, og á þá neglt mjótt borð eftir endilangri tóftinni, þar á voru reistar sperrurnar og reft yfir með röftum. Bar þó við, að skarsúð væri í þeim, en mjög sjaldan. Af þeim gafli, sem dyrnar voru á, var reft á ská upp á endasperru og svo tyrft. — Sömuleiðis var þekjan úr torfi. — Oft var sniddutyrft utan yfir flattorfið. Í suðurendanum var glugginn. Hann var á miðjum gafli, reistur upp við þverásinn.

Selatangar

Selatangar – verbúð.

Utan með glugganum var hlaðið upp í sperruenda og út á gaflað úr grjóti, mold og torfi. Það var kölluð gluggatóft. Í glugganum voru 4 til 6 rúður, hver rúða um 28 centimetrar á hvern veg. Að innan var glugga-gaflaðið þiljað upp í sperrutopp. Grjótbálkar voru hlaðnir upp með endilöngum veggjum, og stafir reistir framan við þá upp í sperru við hvert rúmstæði. Í þá stafi var negldur rúmstokkurinn, sem lagður var ofan á grjótpallinn, sömuleiðis var rúmgaflinn negldur í báða stafi, bæði þann, sem var við vegginn og þann, sem var framan við rúmstæðið. — Þannig mynduðust stæðin, sem voru sléttuð með ýmsu, svo sem lyngi, þangi og heyi. Moldargólf var á milli rúma. Tvær hurðir voru fyrir dyrum.
Þannig litu verbúðirnar út, þegar vermennirnir settust að í þeim á kyndilmessu, eftir sín löngu og erfiðu ferðalög yfir heiðar og fjallvegi í misjafnri tíð og færð um hávetur. Þar bjuggu þeir um sig eftir föngum, í von um að geta barist til sigurs, til 11. maí, við storma og reiðan sjó. En þeir voru hraustir og mörgu vanir og kviðu engu.“

Heimild:
-Þættir af Suðurnesjum, Ágúst Guðmundsson 1869, bls. 112-113.

Selatangar

Selatangar – verbúð.

Eldvörp

Gengið var um norðurhluta Eldvarpa. Þessi hluti er allstórbrotinn, fallegir gígar og hyldjúpir svelgir. Teknir voru GPS-punktar á fjórum þeirra, en ekki reyndist unnt að komast niður í tvo til viðbótar vegna þess hver djúpir þeir voru. Í einum þeirra (sjá myndina) er falleg rás, en band þarf til að komast niður.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Sá fyrsti var 15 metra langur. Á honum voru þrjú op og reyndist hægt að komast niður í hann um nyrsta opið. Annar var um 15 metrar, bogadreginn. Þriðji var litskrúðug hola niður á við er endaði í sal. Litskrúðugir kleprar voru í lofti. Fjórði var með inngang í fallegu gígopi.

Eldvörp

Eldvörp.

Svæðið er eins og ostur. Ekki er að sjá að margir hafi stigið þar niður fæti. Þunnt hraunið brotnar auðveldlega undan fótum og hætta er á að stíga niður úr mosaþakinni skelinni. Landið er stórbrotið og býður upp á óvænta sýn við hvern gíg, hæð eða bugðu.
Í einum gíganna er víð rás. Hún lokaðist að hluta, en með lagni var hægt að komast úr henni inn í ókleifan gíg. Rásin var nefnd Tvígígahellir.

Eldvörp

Í Tvígígahelli.

Gengið var yfir slétt mosahraun, eftir gamalli götu, sem farið er að gróa yfir og inn í stóra og breiða hrauntröð austan við gíg milli Lágafells og Þórðarfells. Tröðin virðist enda í krika eftir 90° beygju, en mjó tröð er þaðan inn í tröð nær gígnum, hærri og fallegri. Í tröðinni er m.a. stórt fallegt skjól. Gengið var um gíginn og upp á hann að norðanverðu. Milli hans og Þórðarfells var op, sem leitað var að eftir lýsingu BH. Gekk vel að finna það. Innan þess reyndist vera um 90 metra langur hellir, um 10-15 metra breiður á köflum, en ganga varð hálfboginn um hann að mestu. Sandur var í botni.
Á bakaleiðinni var gengið inn á gamla götu austan Árnastígs og kom hún inn á hann norðan Eldvarpa. Við gatnamótin er varða.
Árnastígurinn var síðan genginn að upphafsstað.
Í Örnefnaskrám Grindavíkur er gefin eftirfarandi skýring á örnefninu Árnastígur: “ Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“
Veður var frábært – sól, lygnt og hiti. Gangan tók 4 klst og 11 mínútur.

Eldvörp

Í Tvígígahelli.

Í vor og í vetur hefur vatnsyfirborð Kleifarvatns lækkað nokkuð umfram sem það hefur verið undanfarin ár.
Nyja GrindavikEyja hefur m.a. stungið upp kollinum undan vesturströndinni. Síðdegis þann 6. júlí s.l. sigldu FERLIRsfélagar á Túttunni út í eyjuna og numu þar land. Við skoðun reyndist þarna vera u.þ.b. 16 m2 kollur á um 6 m háum brotabergsstandi. Eyjan, sem eflaust á eftir að stækka með lækkandi yfirborði vatnsins, var nefnd „Nýja Grindavík“ líkt og New York og New England. Því til staðfestingar var „kú“ leidd hringinn í kringum eyjuna og hélt teymandinn á skjaldarmerki Grindavíkur. Áður en eyjan var yfirgefin var hinu nýja landi sýndur íslenski fáninn til að koma í veg fyrir að einhverjir útlendingar gætu síðar „fyrstir manna“ sett upp sína fána til staðfestingar þeirra landnámi.
Nýja Grindavík var lýst fríríki og þar gilda engin lög – nema kannski sönglög. Eftir ánægjulega áningu í Nýju Grindavík var siglt til lands.

Nýja-Grindavík

Nýja-Grindavík – landnám.