Þórkötlusdys

Í aðalskipulagi Grindavíkur fyrir 2000-2020 má lesa eftirfarandi um fornleifar:

2.3.3. Friðlýstar minjar;
DysjarÍ Grindavík hafa átta staðir verið friðlýstir, en friðlýsing felur í sér kvöð á viðkomandi landareign. Eftirtaldar friðlýstar fornminjar eru allar merktar inn á aðalskipulagsuppdrætti:
-Dysjar tvær eða vörður (“Krýs og Herdís”) austan Kerlingardals (undir Geitahlíð), friðlýst 30.04.1964, þinglýst 05.05.1964.
-Leifar Krýsuvíkur hinnar fornu, í Húshólma, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-Fornt garðlag í Óbrennishólma, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-Verðbúðatóftir, fiskbirgi, fiskigarðar og önnur gömul mannvirki í hinni fornu verstöð Selatöngum, friðlýst 01.09.1966, þinglýst 5.9.1966.
-Lítil rúst í Kapellulág, við veginn upp á Siglubergsháls í landi Hrauns, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-“Goðahús” (nú “Goðatóft”) á Vesturbæjarhlaðinu á Hópi, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
Tóft-“Útilegumannabæli” svo nefnt í hraunkvos norðvestur af Húsatóftum (í Sundvörðuhrauni), friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-Festarstólpi úr járni, festur í klöpp (Bindisker) við höfnina, í landi Staðar, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.

2.3.4. Aðrar fornminjar
Fornleifastofnun Íslands hefur gert svæðisskráningu um menningarminjar í Grindavíkurkaupstað, skráð 2001. Alls voru skráðar upplýsingar um 311 fornleifastaði sem flestir hafa enn ekki verið kortlagðir, nema þeir sem þegar hafa verið friðlýstir, en öllum fornleifastöðunum er lýst í svæðisskráningunni. Í aðalskipulagi Grindavíkur 2000 – 2020 hafa helstu staðir þar sem fornleifar eru hvað þéttastar verið merktir inn sem þjóðminjaverndarsvæði. Þessir staðir eru á túnum Staðar og Húsatófta í Staðarhverfi, túnum Járngerðarstaða, Hóps, Þórkötlustaða, Hrauns og Ísólfsskála.
Samkvæmt gr. 4.20.1 í Forntskipulagsreglugerð taka þjóðminjaverndarsvæði til svæða þar sem eru friðlýstar fornminjar, þekktar fornleifar eða friðuð hús samkvæmt þjóðminjalögum. Það merkir ekki að uppbygging geti ekki farið fram á þessum svæðum. Þvert á móti er í aðalskipulaginu mælt með því að fornminjarnar verði notaðar til þess að Vinnustofan Þverá ehf 1
7 Grindavík aðalskipulag 2000-2020, tillaga að greinargerð 12.12.2001 undirstrika sérkenni þessara svæða og sem grundvöllur til að byggja sérkenni deiliskipulags á. Þegar framkvæmdir eiga sér stað á svæðunum ber að kalla til fornleifafræðing sem fylgjast skal með framkvæmdum. Utan þessara þjóðminjaverndarsvæða dreifast skráðir staðir með fornminjum um landsvæði Grindavíkur og er mælt með því að fornleifarnar verði kortlagðar sem fyrst og mótuð stefna um varðveislu þeirra og notkun. Meðal annars má nefna varðaðar þjóðleiðir og stíga þvert yfir Reykjanesið.
Nokkrar af vörðunum hafa verið kortlagðar t.d. við Skógfellaveg og er gert ráð fyrir að þær verði merktar og þeim haldið 
Verminjarvið. Þessi leið er felld inn í göngustígakerfi næsta nýbyggingarsvæðis Grindavíkur í aðalskipulaginu. Mikilvægt er að nota þau tækifæri sem gefast til þess að tengja fornleifarnar daglegu lífi bæjarbúa og kynna þær gestum bæjarins og gera þannig söguna áhugaverða og hluta af daglegu lífi.
Aðalskipulag Grindavíkur 2000 – 2020 gerir einnig ráð fyrir að gömlum hlöðnum siglingavörðum verði haldið við og þær varðveittar sem sögulegar minjar. Merkileg örnefni eru oft tengd fornum stöðum sem auka á menningarsögulegt gildi þeirra.
Eftirfarandi er nefnt sem dæmi um áhugaverðar fornminjar: Drykkjarsteinn. Í honum eru tvær holur og er önnur stærri. Í henni var næsta víst að vatn væri að finna til svölunar þyrstum ferðalöngum. Drykkjarsteinn var áður á náttúruminjaskrá en var felldur af henni þar sem hann var talinn til menningarminja. Á Hraunsseli og Selsvöllum eru seljarústir sem vert væri að vernda. Á Vigdísarvöllum eru minjar um búsetu á 19. öld en þar var áður sel. Varir og uppsátur eru á Þórkötlustaðanesi og í Járngerðarstaðahverfi vestan við Hópið.

Kapellan

Á Gerðavöllum vestan við Járngerðarstaði eru leifar eftir verslun og virkisgerð enskra og þýskra kaupmanna í Grindavík á 16. öld. Í Staðarhverfi er heildstætt búsetulandslag með minjum um landbúnað, útgerð og verslun sem æskilegt væri að varðveita sem heild.

Grindavíkurbær hefur undanfarin ár lagt sig fram við að safna og skrá sögulegar menningarminjar og mikilvæg örnefni. Sem liður í því hafa verið unnin og sett upp fjögur örnefna- og minjaskilti á völddum stöðum í bænum, þ.e. í Járngerðarstaðahverfi, Þórkötlustaðahverfi, Staðarhverfi og á Þórkötlustaðanesi. Fyrirhugað er að setja einnig upp slík skilti við Hópið (höfnina) og á Gerðavöllum. Afrit skiltanna hafa verið færð grunnskólanum í bænum svo nemendur geti nýtt sér upplýsingarnar. Ljóst er að þessi heimildaskráning er mun víðtækari en aðalskipulag bæjarins gerir ráð fyrir. Við framangreida lýsingu má og bæta (án þess að fara í grunnsækna og kostnaðarsama heimildavinnu, en með því yrði eftirfarandi listi miklu mun lengri) eftirfarandi (frá vestri til austurs):

Goðatóftin

1.   Sundlaug sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
2.   Brunn sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
3.   Bæjarleifar sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
4.   Garðlög sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
5.   Búð (tóft) ofan Háleyja.
6.   Refagildru ofan Staðarbergs.
7.   Hlaðin byrgi (3) vestan Eldvarpa.
8.   Hleðslur í hellarásum í Eldvörpum.
9.   Garðlög í Eldvörpum
10. “Brauðstíg sunnan Sundvörðuhrauns.
11. Hlaðið byrgi utan í Rauðhól við Eldvörp.
12. Prestastíg – gamla þjóðleið, tvískipta.
13. Hleðslur norðan í Sandfellshæð.
14. Refagildrur ofan Húsatófta.
15. Bæjarleifar í Staðarhverfi (umfram fornleifaskráninguna).
Byrgi16. Árnastíg, milli Húsatófta og Skipsstígs.
17. Forna leið milli Staðar og Járngerðarstaða.
18. Hleðslur við Hóftabrunna.
19. Hleðslur við Stekk[ar]hól.
20. Junkaragerði á Gerðavöllum.
21. Skyggni við Gerðavelli.
22. Tóftir norðan Gerðavalla.
23. Bæjaleifar við Járngerðarstaði.
24. “Blóðþyrninn” vestan Bakka.
25. Forna varir í Járngerðarstaðahverfi.
26. Leifar Staðarhússins í Járngerðarstaðahverfi.
27. Álagahóls við verkhús Þorbjörns.
28. Miðaftanshól.
29. Gamla bæjarhólinn á Hópi.
20. Vatnstanga í Hópinu.
21. Minjar við Síkið.
22. Verminjar í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi.
Festarkengur23. Verminjar á Þórkötlustaðanesi ofanverðu.
24. Forn leið, Eyrarvegur (kirkjugatan) milli Þórkötlustaða (Hrauns) og Staðarhverfis.
25. Verminjar í Slokahrauni.
26. Skógfellavegur frá Járngerðarstöðum að Vogum (Vogavegur).
27. Skógfellavegur frá Þórkötlustöðum að Vogum (Vogavegur).
28. Sandakravegur (frá Krýsuvíkurvegi að Skógfellavegi).
29. Krosshlaðinn refagildra ofan Sandlága ofan Hrauns.
30. Gömul leið um Siglubergsháls.
31. Vatnsstæðið í Vatnsheiði (Vatnshæð).
32. Hleðslur í Gíslhelli.
33. Heðslur í Hesthelli.
Refagildra34. Bogarhraunsfjárborgin.
35. Borgarhraunsrétt.
36. Dalsel í Fagradal.
37. Minjar við Ísólfsskála.
38. Verminjar við Nótarhól.
39. Rúningsrétt í Stóra-Hamradal.
40. Sængurkonuhellir undir Lat.
41. Refagildrur í Skollahrauni.
42. Fornar verleiðir frá og ofan Selatanga.
43. Fjárskjól í Katlahrauni.
44. Fjárskjól norðan Litla-Hamradals.
45. Drumbdalastíg.
46. Gerði austan í Ögmundahrauni.
47. Búsetuminjar, fjárskjól, vatnsstæði, stekk og rétt í Litlahrauni.
48. Arngrímshelli (Gvendarhelli) í Klofningi.
49. Fjárskjólið í Fjárskjólshrauni.
50. Sæluhús undir Sláttudal.
Byrgi51. Hleðslur í Gullbringuhelli.
52. Rétt undir Lambhagatanga.
53. Dalaleið norðan Kleifarvatns að Kaldárseli.
54. Hleðslur í Húshelli.
55. Refagildrur í Hrútagjárdyngju.
56. Selatangar – verstöðvarminjar.
57. Gata um Ögmundahraun vestan Húshólma.
58. Minjar undir Stóra-Lambafelli.
59. Ketilsstígur frá Seltúni að Hrauntungustíg.
60. Hrauntungustígur.
61. Stórhöfðastígur.
62. Undirhlíðaleið.
63. Járngerðardys.
64. Þórkötludys.
65. Fornar minjar við Þórkötlustaði.
66. Heródes – álagasteinn.
67. Staðarhús við Þórkötlustaði.
68. Varir í Þórkötlustaði.
69. Dys ofan við Hraun.
70. Guðbjargarhellir ofan við Hraun.
71. Gamlibrunnur norðan við Hraun.
72. Tyrkjahellir undir Húsfjalli.
73. Hverfisteinar undir Húsfjalli.
74. Selminjar norðan Þorbjarnar (á Baðsvöllum).
75. Selminjar utan í Selhálsi (Hópssel).
76. Skjól í Arnarsetri.
77. Vegavinnubyrgi í Arnarsetri og 11 öðrum stöðum við Grindavíkurveginn.
78. Selminjar (Njarðvíkursel) við Seltjörn.
79. Dýrfinnuhellir norðan Lágafells.
Rétt80. Skipsstígur.
81. Selminjar undir Selbrekkum (gætu verið í Njarðvík).
82. Gerði undir Einbúa.
83. Stekkur í Borgarhrauni.
84. Krýsuvíkurleið.
85. Ögmundarstígur.

Af framangreindu má sjá að einhverjar minjar í Grindavíkurlandi hafa enn ekki komist á blað í framangreindu aðalskipulagi. Þó er ekki ólíklegt að aðalskipulaginu hafi fylgt fornleifaskrá um minjarnar, en hana er ekki að finna meðfylgjandi í heild sinni. Um er að ræða skrá um Menningarminjar í Grindavíkurkaupstað, svæðisskráning 2001, unnin af  Fornleifastofnun Íslands (Orri Vésteinsson). Gállinn er bara sá að til þess að fá að skoða þá skrá þarf að greiða óþarflega mikla fármuni fyrir – eitthvað sem þegar hefur verið greitt fyrir. FERLIR hefur og gjarnan veitt því athygli, þegar komið er á áhugaverða staði, að verðandi fornleifum er lítill áhugi sýndur.
Vegavinnubúðir