Tag Archive for: Grindavík

FERLIR hefur verið óþreytandi að gefa lesendum bragð af minningum, bæði í texta og myndum.
AskurÁþreifanleiki hversdagins við bragðið er þó engu minni þegar staðið er á ströndinni, hvort sem er á Skyggni eða Sloka. Ásýndin mót hafinu við Grindavík getur á stundum verið tilkomumikil, einkum í hvassviðrum og austan þræsingi. Meðfylgjandi myndir eru hins vegar teknar þegar aldan fór mjúkum brám um bergið sem og mb. Ask, GK 65, þegar bátnum var siglt um innsiglinguna í Grindavíkurhöfn síðdegis.

Grindavík

Brim utan við Sloka.

 

 

Sauðabrekkugígar

Gengið var upp frá Krýsuvíkurvegi upp um svonefndan Holtsenda á sýnilegri norðurbrún Dyngnahrauns (Hrútagjárdyngjuhrauns). Þar er varða er sagði fyrrum til um brúnamörkin. Varða þessi sést mjög vel hvaðanæva í ofanverðum Almenningi. Skammt norðaustar ber minna á myndrænni fuglaþúfu.
Holtsendinn er norðausturmörk Hafurbjarnarholts. Neðar er tilkomumikill hraunuppistandsrani.
FjallsgjaAllt hraunsvæðið ofanvert er komið frá Hrútargjárdyngju fyrir um 5000 árum. Þó má sjá í því lítil síðari tíma gos, s.s. frá Sauðabrekkugígaröðinni. Um hefur verið að ræða stutt og lítið sprungureinagos sem bæði hefur gefið af sér litla gjósku og lítil hraun. Hið litla er þó fyrirhafnarinnar virði að berja augum, en hvaðan sem gengið er frá vegi tekur u.þ.b. 2 klst (í rólegheitum) að komast þangað á fæti.
Kapelluhraunið frá 1151 er mest áberandi þegar ekið er suður Krýsuvíkurveg. Áður höfðu runnið þar hraun eftir að dyngjugosunum lauk, í fyrstu sem rauðamelsgjallhaugar upp úr sjó en síðar sem stærri sprungureinagos.
SaudabrekkugigarGosið úr Hraunhól, sem er skammt norðan við Vatnsskarð, gaf af sér talsvert þunnfljótandi hraun er náði alla leið niður að ofanverðum Þorbjarnarstöðum, vestan við Þorbjarnarstaða-Rauðamel. Hraunhóll er nú rústir einar eftir efnisnám. Hraunið frá honum kemur fram í Selhrauni, um einn og hálfan kílómetra suður af Straumsvík, og hefur sannanlega runnið þar í sjó fram.
Neðst í Almenningum og Selhrauni koma fram þrjú hraun sem eru yngri en Búrfellshraun. Upptök þeirra eru ekki þekkt og hafa gígarnir líklega horfið undir yngri hraun. Eitt þessara hrauna er sýnu mest og hefur það runnið fram í a.m.k. fjögurra kílómetra breiðri tungu og fært þáverandi strönd allnokkuð út. Skáhallt norðaustur yfir Almenninga neðarlega hefur runnið þunnt hraun sem hverfur inn undir Kapelluhraun skammt suður af Straumsvík. 

Saudabrekkugja

Upptök þessa hrauns eru líklega norðan við Grænudyngju. Aldur hraunsins er óþekktur nema af afstöðunni til annarra hrauna, og er það yngra en Hrútagjárdyngja og eldra en Kapelluhraun.
Á gígsvæði þessu er allmikil gjá sem Hrútagjá heitir og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og myndar það ströndina milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Stærsti hluti hraunsins gengur í daglegu tali undir nafninu Almenningar. Að vestan hefur hraunið runnið upp að eða út á hraundyngju frá ísaldarlokum, Þráinsskjaldarhraun. Þegar Hrútagjárdyngja rann var sjávarstaða nokkru lægri en nú er og hefur hraunið fært ströndina mikið fram. Bungulögun Hrútagjárdyngju og Þráinsskjaldar veldur því að slakki er á milli dyngnanna og eins er slakki austan Hrútagjárdyngju, milli hennar og Undirhlíða. Yngri hraun hafa haft tilhneigingu til að renna í átt til sjávar eftir þessum slökkum. Ekki hefur enn tekist að aldurssetja Hrútagjárdyngju, en öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir um 5.000 árum.
Margar djúpar og gjár og misgengissprungur er að finna í Hrútagjárdyngjuhrauni. Þar á meðal er sprungurein sem er spölkorn norðvestan við Fjallið eina en meðfram henni lá áður ein af mörgum leiðum um Almenninginn. Gjáin, Fjallgjá, virkar eins og hellisop inn í Hrútagjárdyngjuhraunið séð frá Krýsuvíkurveginum. Skemmtilegt er að fylgja henni vestanverðir áleiðis upp að Fjallinu eina, þótt ekki væri fyrir annað en að smyrillinn verpir í gjárbarminum og lætur jafnan öllum illum látum er ókunnugir nálgast hreiðurstæðið.

Sauðabrekkuhellar

Sauðabrekkuhellar.

Annars er Fjallgjá austari hluti landsigsmisgengis milli hennar og Sauðabrekkugjár. Vestari snið þetta má sjá í gegnum Smyrlabúð, yfir mót Selgjár og Búrfellsgjár og um Hjallamisgengið í Heiðmörk. Austari sniðið liggur um Fjallsgjá, Helgadal, miðja Búrfellsgjá og Löngubrekkur. Ásýndin er ekki ólík því sem sjá má á Þingvöllum eða milli Hrafnagjár og Aragjánna í Vogaheiðinni.
Gengið var upp í Sauðabrekkugíga. Gígarnir eru skammt norðan Sauðabrekkugjár, en svo nefnist stórbrotin misgengissprunga með áberandi hamraveggjum sem eru hærri að austanverðu. Í lýsingu segir m.a.: „Sauðabrekkugígarnir urðu til við gos allnokkru eftir að Hrútagjárdyngjuhraunið rann. Hrauntungustígurinn liggur því sem næst yfir miðja gígaröðina“. Taka ber þessu með hæfilegum fyrirvara. Augljóst má telja að hraunið hafi runnið eftir Hrútargjárdyngjuhraunsgosið, enda um sprungureinagos að ræða. Þá hefur gosið verið bæði stutt og svolítið sætt, án þess þó að nokkur lifandi maður ætti þess kost að verja það augum fyrir u.þ.b. 1.600 árum. Hluti þess rann til stutt til norðurs og annar til austurs. Það náði að fylla gjá, sem þar er a.m.k. að hluta, en þó ekki alveg (sjá HÉR).

Búðargjá

Búðargjá.

Skv. nýlegum skrifum á gjá ein í Dyngnahrauni að heita Búðargjá. Sú á að fylgir sömu stefnu og misgengissprungan Sauðabrekkugjá. „Þetta er ekki sama sprungureinin sem sést á því að hún er öðruvísi ásýndar. Búðargjá er nokkurnvegin á landamerkjum Hafnarfjarðar- og Krýsuvíkurlands. Nafnið er fornt og talið tengjast Búðarvatnsstæðinu, sem er eigi allfjarri gjánni.“ Hafa ber þó í huga að á eldri landakortum og í örnefnalýsingum ber kennileiti þetta hvergi á góma og virðist því í fljótu bragði vera seinni tíma tilbúningur. En þegar eftirfarandi er skoðað má vera ljóst að um er að ræða gjána suðsuðvestur af Sauðabrekkum (ofan (norðan) Sauðabrekkugjár); Eftirfarandi landamerkjalýsing þar sem nafnið Búðarhólagjá kemur fyrir, en eldra nafn hennar er Búðargjá, var lesin upp á Görðum á manntalsþingi 22. júní 1849 og þinglýst þann dag: „Fyrst milli Garðakirkju fjalllands, úr Steinhúsi suður í Markagil eða Undirhlíðum, þaðan í Hæðstaholt á Dauðadölum á annan veg úr Dauðadölum norður í Húsfell upp í Þríhnúka, þaðan í suðurenda Bláfells á milli afrétta Álftanes- og Seltjarnarneshrepps. Á milli Gullbringu- og Árnessýslu af Bláfjöllum á Kistufell. Á milli Álftaneshrepps og Almenning og Krýsuvíkur landa af Kistufelli niður í syðra horn á Fagradalsbrún, þaðan í Marakkagil, svo í þúfu á Fjallinu Eina. Þaðan í Helguflöt norðan á Búðarhólum. Á milli jarðanna Heimalands og afréttar af Búðarhólum eptir Búðarhólagjá, þaðan aptur í Steinhús.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a:
-Náttúrufræðingurinn 1997-1998,  bls. 174.
-Hraun í nágrenni Straumsvíkur – Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson.
-Landamerkjalýsing frá Görðum.

Sauðabrekkuskjól

Sauðabrekkuskjól.

Brennisteinsfjöll

Ætlunin var að ganga upp Fagradal og inn í Brennisteinsfjöll. Tilgangurinn var að skoða bæði Kistuhella og Kistufellshella, og jafnvel Eldborgarhella. Í Kistuhrauni eru þekktir á þriðja tug hella eins og KIS-24 (yfir 1000m langur), Snjólfur fullan af dropsteinum, KIS-21, KIS-07, KIS-09, KST-07, KST-06 og hellirinn KIS-09 er sérlega áhugaverður hellir og þar er margt að skoða. Í Kistufelli eru rúmur tugur hella og það stórir, líkt og KST-05 (Loftgeimur), KST-06 (Kistufellsgeimur), KST-07 (Jökulgeimur) og KST-08 (Ískjallarann). Í Eldborgarhrauni er vitað um á annan tug hella, margir af þeim smáir, en þó einnig stórir s.s. FERLIR(enn ókannaður að hluta) og Lýðveldishellir.
útsýniSvæðið á Brennisteinsfjöllum (Kistufell, Kista og Eldborg) er ótrúlegur undraheimur … ósnertir litskrúðugir hellar og einstök náttúrufyrirbæri … og því nauðsynlegt að standa vörð um þessa einstöku veröld.
Upp úr Hvammadal var fylgt gömlum stíg upp hraunfoss, sem kemur þar niður hlíðina að sunnanverðu. Þennan stíg var m.a. farið á milli Kaldársels og Krýsuvíkur, en í seinni tíð einkum af rjúpnaveiðimönnum og göngufólki. Þegar upp á brúnina var komið var beygt til vinstri því ætlunin var að fylgja stíg austur með brúninni yfir á slétta hraunshellu Kistuhrauns, sem liggur þar milli Kistufellshraunsins í austri og Eldborgarhraunsins í vestri. Undir hinu síðarnefnda og vestar sjást fleiri Eldborgarhraun.
Á leið upp á brúnina kom í ljós stórt gat niður í u.þ.b. 30 m rás. Neðri hlutinn endar þar sem koma saman gólf og loft. Hafri er í gólfi. Efri hlutinn endar í hruni, en annað minna op er ofar. Eflaust væri hægt að fara lengra inn og áfram undir hraunið með viðeigandi búnaði. Rásin var nefnd Hvammabrúnshellir.

Hvamma

Eftir að gengið hafi verið fyrir gróft apalhraunið ofan brúnarinnar var komið inn á slétt og bert helluhraunið. Að spölkorn genginni var komið var upp á brúnina. Þaðan blasti við hið fallegasta útsýni; Kistufell lengst til vinstri (602 m.y.s), Kistugígarnir í miðið og Eldborg (570 m.y.s.) (Eldborgir) lengst til hægri. Auðvelt var að sjá hvernig landið lá framundan. Handyrtur þátttakandi festi útsýnið á blað, enda ekki hægt að taka mynd af því á eitt myndskeið. Við þessa mikilfenglegu sýn hallaði einn leiðangursmanna sér að öðrum og sagði: „Veistu hvenær þú ert kominn á leiðarenda?'“ „Við dauðann“, svaraði hinn að bragði. „Nei“, ekki alveg, dauðinn er einungis lokaáfanginn. Þú ert loksins kominn á leiðarenda þegar þú getur snert sjóndeildarhringinn. Sjáðu“, sagði hann, og teygði fram höndina mót fjallahringnum þar sem himinn og jörð runnu saman.

Brennisteinsfjöll

Ofan Fagradals.

Á leiðinni upp eftir komu í ljós nokkur falleg vatnsstæði í grónum bollum grunnra hraunrása. Í einni þeirra voru op inn í sæmilegar rásir. Tekin voru hnit, en rásirnar ekki skoðaðar að þessu sinni.
Þegar komið var undir brúnir Kistu var haldið upp eftir vestanverðum hlíðunum og staðnæmst við op Lýðveldishellis (KIS-30). Hellir þessi er skammt neðan (suðaustan) undir lítilli eldborg austan undir brúnum Háborgar (Eldborgar þeirrar er stendur hæst á brúnum Brennisteinsfjalla, en Eldborgin sjálf er skammt norðar, mjög umfangsmikil, en stendur lágt í hrauninu. Hæst ber norðurbrún hennar). Guðmundur Löve og Þröstur Jónsson fundu þennan helli árið 1994, þann 17. júní. Þeir voru þá á ferð þarna í mikilli þoku og rigningu þegar þeir svo til duttu niður um opið á þessum 200 metra helli. FERLIR leitaði hans á sínum tíma og uppgötvaði þá Þjóðhátíðarhelli Norðamanna (HVM-07), en þann dag bar einmitt upp á 17. maí. Hellisopin eru ekki langt frá hvoru öðru, en reyndar í sitt hvoru hrauninu.

17. maíÞá var stefnan tekin á FERLIR suðvestan undir Háborginni. Hellirinn, sem er með þeim litskrúðugri á landinu, var skoðaður hátt og lágt. Í fyrstu virtist hluti neðri rásarinnar hafa hrunið að hluta því hinn fallegi og einstaki grænleiti hraunfoss fannst ekki við fyrstu sín. Þegar reyndari hellamenn fóru síðan um rásirnar og beygðu inn í þær á réttum stöðum kom hann í ljós, á sínum stað og óskemmdur.
Næst var tekið hús á Kistuhellunum nokkur austar. Kistuhraun er suðsuðvestan við Kistufell, nær miðja vegu milli Kistufells og Eldborgar í Brennisteinsfjöllum. Efst á brúnum er mikil hraunbunga sem nefnd hefur verið Kista. Eldstöðin samanstendur einkum af tveim stórum gígum. Gígarnir eru báðir sporöskjulaga og hvor um sig um 150 metrar á lengd. Kringum eldvörpin sem hafa verið virk samtímis hefur hlaðist upp mikil hraunbunga. Svo virðist sem hrauntjörn hafi verið í gígunum um tíma og þá haft afrennsli um hraunhella.
Hraunið leggst ofan á Kistufellshraun í norðri og Hvammahraun í suðri og því yngra en þau enda talið runnið nálægt árinu 1000 eða um það leyti sem íslenskir ráðamenn voru keyptir til þess af norsku hirðinni að taka upp kristna trú og má því með sanni kalla kristnitökuhraun. Hraunið er hér nefnt Kistuhraun í heild sinni en sumstaðar er sá hluti þess sem rann niður af Lönguhlíð ofan Breiðdals nefnt Breiðdalshraun.

JökulgeimirÍ nóvember 2002 héldu Björn Símonarson, James Begley og Jakob Þór Guðbjartsson til hellaleitar í Brennisteinsfjöll. Var gengið í átt að Kistufelli. Í hrauninu milli Kistufells og Eldborgar á Brennisteinsfjöllum skráðu þeir félagar 16 hella. Þeir tilheyra flestir sama kerfi og eru því göt í sama hraunstraumi. Heildarlengd hraunrásarkerfisins er um 600 metrar, þ.e. vegalengdin frá upptökum að þeim stað sem nýrri hraun renna yfir er um 600 metrar. Kerfið er nokkuð flókið og rennur í mörgum samsíða hraunrásum. Rásirna eru frá 10 m á lengd og upp í 1000m. Þarna eru m.a. tveir hellar hlið við hlið (KIS-5) með fallegum flórum. í KIS-07 renna þrjár rásir saman og mynda fallega og stóra rás. Góð lofthæð, rennslisform, fallegir bekkir og gljáandi veggir. Heildarlengd hellisins er um 130 metrar. Um nokkuð flókinn helli er að ræða með nokkrum hellismunnum. Í KIS-09, sem er um 130 metrar á lengd, er um að ræða flókið kerfi sem liggur í a.m.k. tveim samsíða rásum sem tengjast með þröngum göngum. Í hellinum eru fallegir hraunfossar og ísmyndanir. KIS-24 er mikill og glæsilegur hellir með mörgum fallegum göngum. Þunnfljótandi hraunlag hefur slétt út gólfin og myndað þunna skán. Afhellar eru hingað og þangað. Ein rásin liggur þvert á meginrás og úr henni nokkrar aðrar. Fallegir bálkar með veggjum og litadýrð. Gljáfægðir separ í loftum, hraunsúlur og svo mætti lengi telja. Nokkrar 100 metra rásir eru þarna og fjölmargar styttri eða hringrásir. Þarna væri hægt að dvelja klukkustundum, eða jafnvel dögum saman og alltaf finna eitthvað nýtt.

Í BrennisteinsfjallahellumHellirinn er langt í frá fullkannaður en heildarlengd hans hefur verið áætluð 800 metrar. Þá má nefna KIS-27, sem einnig hefur verið nefndur Sá græni. Þessi hellir sem fékk viðurnefnið „Sá græni“ er um 240 metra langur. Niðurfallið er djúpt og í því gróður sem hellirinn dregur nafn sitt af. Þaðan eru um 40 metra löng göng upp eftir rennslisstefnu hraunsins og tvenn göng niðureftir, önnur um 60 metrar og hin um 140 metra löng. Fremur þröngt er víðast í hellinum og á sumum stöðum skiptast göngin í þrenn göng sem sameinast síðan aftur.
Þá var haldið yfir að hraunróti norðaustan hellasvæðis Kistu. Á leiðinni var gengið fram á tvö op. Undir því fyrra var um 100m rás. Hafraður hraunflór var í botninum. Þegar gengið var upp eftir rásinni var hægt að komast upp um op þar. Skammt norðar var lítið gat niður í jörðina og grönn rás. Hún var ekki könnuð að þessu sinni. Hæðin, sem myndar undirstöðu Kistunnar er mun eldra, líklega frá sama tíma og Kistufellið. Gróið er í sauminn svo auðvelt var að fylgja honum upp í Kistuna. Kistan er, eins og fram hefur komið, tvö eldvörp, um 120m hvort. Út frá þeim liggja fallegar hrauntraðir, bæði til suðurs og norðurs.
Í BrennisteinsfjöllumÞegar komið var niður að hinum stóru Kistufellshellum var ákveðið að fara einungis inn í einn þeirra að þessu sinni, Jökulgeimi. Snjór var framan við opið, en þegar inn var komið blasti við hvítt jökulgólfið, grýlukerti úr loftum og fallegir „ísdropsteinar“ á gólfi. Hitastigið inni var rétt um frostmark og það í júlí. Ekki var haldið inn yfir hrunið og inn í rásina að þessu sinni.
Skammt norðvestan við hellasvæðið var myndarlegt vatnsból. Þegar komið var inn á slétt Eldborgarhraunið á nýjan leik með stefnu niður að Fagradalsbrún kom í ljós op. Inn undir þar var u.þ.b. 30m löng rás, alveg heil, sem opnaðist í hinn endann. Botninn er sléttur, hæðin um 2m og breiddin um 5 m. Henni var gefið nafnið Opið. Erfitt er að koma auga á það í annars sléttri hraunhellunni, en við það eru tveir steinar, annar ofan í hinum.

Ferðin niður að Fagradalsbrún gekk vel, sem og niðurgangan. Útsýni er fallegt ofan af brúninni yfir Breiðdal, Undirhlíðar, Háuhnúka, Móskarðshnúka og yfir nánast allt höfðuborgarsvæðið að handan.
Björn Hróarsson hafði fyrir skömmu farið á þær hellaslóðir, sem lýst hefur verið. Hann flaug þangað með þyrlu. Sú ferð tók hann 12 mín. Hann lenti þá við Lýðveldishellinn og varð þar eftir með öllum búnaði. Að því búnu heimsótti hann 18 hella og fann einn nýjan fullan af dropsteinum er hann nefndi Snjólf. Sá hellir fannst ekki í þessari FERLIRsferð.

ÚtsýniVið athugun Björn kom í ljós að Lýðveldishellirinn er í Kistuhrauni en ekki í hraunum Eldborgar. Þá gekk hann á Eldborg, skoðaði gatið við Eldborgina (HVM-19), þá yfir í Þokuslæðing (Áttatíumetrahelli) og þaðan í Þjóðhátíðardagshelli Norðmanna, í Ferlir og dvaldi þar um stund, þá inn fyrir fimm hellismunna í KIS-24 og þvældist þar lengi … „Báða þessa hella þarf að kortleggja en það kæmi mér ekki á óvart þótt þær væru yfir kílómetri hvor um sig“ … gekk þá upp Kistuhraunið að meintum helli við hraundrýli (KIS-15) en var ekki markvert, gekk þá um eldvörp Kistunnar og fann þar hellinn Snjólf fullan af dropsteinum, þaðan var haldið í hellana vestur frá Kistu og margir þeirra skoðaðir og myndaðir, svo sem þessir og fleiri, KIS-21, KIS-07, KIS-09, KST-07, KST-06, hellirinn KIS-09 er sérlega áhugaverður hellir og þar margt að skoða … „Þá var gengið að Kistufellshellunum … og þar sem annars staðar á svæðinu tókst mér að laga lýsingar verulega“ … dvaldi hvað lengst í KST-05 (Loftgeimur) en einnig í KST-06 (Kistufellsgeim), KST-07 (Jökulgeim) og KST-08 (Ískjallarann) … gekk þaðan að gígnum og síðan töluvert á einhverja vitlausa punkta … og þaðan að götunum sem við tókum punkta á í snjónum (fyrir ári)… með mikilli leit í og með að götunum tveim … þau fundust ekki … og annað gatið sem við tókum punkt af í snjónum var ekki neitt…
Kistufell En hitt alveg geggjað … það er um 7 metra djúp gjóta og mér tókst að klifra þangað niður (og upp aftur) við illan leik … á botni þessarar 7 metra djúpu gjótu sést niður í hellisrás milli tveggja grjóthnullunga sem varna för niður í hellinn … Þarna þarf sem sagt vaska menn með járnkarla …. til að opna niður og um að gera að benda þeim á sem næst verða þarna á ferðinni með járnkarla í hendi að fara niður og færa til grjótið …. hafa þarf þó línu því það er ekki á allra færi að klifra niður og upp úr holunni … þaðan var gengið fram á brún Kerlingargils og niður það við illan leik … enda byrðin mikil og þreytan enn meiri … úrvinda komum við niður að bifreið sem beið okkar neðan Kerlingargils …. þá var klukkan korter yfir eitt eitt eftir miðnætti … og tók ferðin þvi 17 klukkustundir … og mátti ekki lengri vera … en hefði tekið um 20 klukkustundir ef ekki hefði verið notast við þyrlu … en var held ek vel varið … í það minnsta batnaði lýsingin á svæðinu og hellum þess verulega.“
Lokaorðin verða Björns og er óhætt að taka undir sérhvert orð með honum: „Svæðið þarna uppi á Brennisteinsfjöllum (Kistufell, Kista og Eldborg) er ótrúlegur undraheimur … og ósnertur … við þurfum að standa vörð um þessa einstöku veröld.“
Ferðin, sem tók 12 klst, var í einu orði einstök – enda gengið um einstakt svæði. Af því var gengið í 5 klst og 45 mín. Frábært veður.

Í Brennisteinsfjöllum

Í Brennisteinsfjöllum.

Þorbjarnarfell

Jón Þór Jóhannsson skrifaði eftirfarandi hugleiðingu í Þjóðviljann árið 1990 undir fyrirsögninni „Síðasta geislastoð Pikta„:

Jón Þór Jóhannsson

Jón Þór Jóhannsson.

„Piktar voru keltnesk þjóð sem bjó norðan múrs Hadríans í Skotlandi og í eyjunum þar norður og vestur af. Þjóðin hét svo af völdum rómverskra sagnaritara. Er nafngiftin talin þýða „málaða fólkið“, en það er hvorki víst né hitt að þeir hafi málað sig í raun og veru, því rómverskir sagnaritarar gáfu þjóðum ýmis nöfn. Piktar gerðu stundum bandalag gegn Rómverjum við aðra keltneska þjóð, Skota, en svo nefndu Rómverjar íra.
Piktar gerðu sér á steinöld borgir og standa sumar þeirra enn og nefndu þær „broch“, þ.e. brök, líkar öldruðum súrheysturnum. Í þeim og umhverfis þær bjuggu þeir fram á 3.-4. öld e.Kr.
Piktar á Hjaltlandi komu þó fram með nýjung í byggingalist snemma á 2. öld, svonefnd hjólhýsi („wheel-houses“), svo nefnd vegna þess að þau voru hringlaga með geislastoðum („radial piers“). Þessi hús finnast líka á Suðureyjum frá svipuðum tíma, svo sem í Dun Mor Vaul. Þessi hjólhýsi hverfa aftur á Suðureyjum á tímanum 200-400 e. Kr., en eins og Lainghjónin orða það í nýtútkomnu riti sínu um Kelta á Bretlandseyjum. „Celtic Britain and Ireland“: „Í Hjaltlandi gætu hjólhýsi enn hafa verið í notkun þegar víkingar komu þangað.“

Lindesfarne

Lindesfarne – árás víkinganna á klaustursbúa.

Engin önnur þjóð í veröldinni gerði geislastoðir sem uppistöðu í hús sín. Þær eru piktísk uppfinning og liðu undir lok ásamt Piktunum sjálfum þegar víkingar komu til Hjaltlands rétt fyrir 800.
Í millitíðinni höfðu Rómverjar farið frá Bretlandseyjum, írar gerst kristnir og loks einnig Piktar.

Lindesfarne

Lindesfarne-klaustrið 1814.

Munklífi þróaðist og þeir menn sem íslenskar bækur kalla Papa bjuggu á úteyjum við rýran kost og hafði hver maður sinn kofa. Voru sumir kofarnir hringlaga og aðrir ferningslaga. Á öðrum stöðum voru rík klaustur með veglegum byggingum, svo sem á eynni Lindisfarne.
Eldvörp
Keltnesk kristni var í blóma, en þá hrundi veröldin. Árið 793 réðust víkingar á Lindisferneklaustrið og lögðu það í rúst. Þessi kelfilegu tíðindi bárust um allt og náðu loks rétt á undan víkingunum sjálfum norður tii Hjaltlands, þar sem sátu klerkar af piktísku kyni í hjólhýsum sínum og hugleiddu. Nokkrir þeirra tóku til bragðs að setja klukkur sínar, bagla og guðsorðabækur í kúraka sína og sigldu til hafs. Það var um jólaleytið 793. Þeir ætluðu til Færeyja, en þar áttu þeir griðland. Gerði aftakaveður, hver lægðin gekk yfir af annarri og loks náðu þeir landi, en það var ekki Færeyjar. Þetta reyndist land sem ávallt hafði verið óbyggt, „semper deserta“, eins og þeir orðuðu það seinna við rithöfundinn Dicuilus. Það var nánar tiltekið í Grindavík á Íslandi 1. febrúar 794.
Þeir voru ekki alveg öruggir um sig í þessu ókunna landi, drógu því kúrakana á land og báru á sjálfum sér upp í landið, vestur fyrir Þorbjarnarfell, þar út í hraunið. Þar hlóðu Piktar sína síðustu geislastoð.“

Heimild:
-Þjóðviljinn, 171. tbl. 13.09.1990, Síðasta geislastoð Pikta – Jón Þór Jóhannsson, hugleiðing, bls. 5.

Heimildir:
Lloyd & Jennifer lang 1990: Celtic Britain and Ireland, The Myth of the Dark Ages, Irish Academy Press. Jón Jóhannesson 1956: Íslandssaga I, Ísafoldarprentsmiðja.

Eldvörp

Nýfundið byrgi í Eldvörpum.

 

Grindavík

Ratleik Grindavíkur fyrir árið 2010 hefur verið hleypt af stokkunum.
Um er að ræða sögutengda fróðleiksleit. Þátttakendur geta nálgast seðil á flestum betri veitingahúsum og í Saltfisksetrinu í Grindavík, ratleikur -3gengið um hverfin þrjú og skráð hjá sér upplýsingar á sérstökum grænlitum spjöldum, sem komið hefur verið fyrir á völdum
stöðum. Þetta er sjötta árið sem ratleiknum er haldið úti í bænum.
Ratleikurinn er auðveldur og fróðlegur úttivistaleikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta (3. júní) fram að Jónsmessu (24. júní). Í tilefni að því að 80 ár eru frá því að Slysavarnardeildin var stofnuð 2. nóvember 1930 er minnst mikilvægis sjóslysavarna og björgunarsveita. Ratleikurinn vísar á nokkra áþreifanlega minnisvarða. Fróðleikurinn byggir á Sögu Grindavíkur frá árinu 1994 sem Jón Þ. Þór tók saman, örnefnalýsingum og munnmælum fólks í Grindavík.

Í ár eru spjöldin á eftirfarandi stöðum með tilheyrandi fróðleik:

1. Í Staðarkirkjugarði – Í klukknaportinu er skipsklukka úr Anlaby. Minnisvarði er um Odd V. Gíslason prest á Stað 1879-1894 og brautryðjanda í slysavarnarmálum.

Sjoarinn2. Spölkorn fyrir neðan Bjarnargjá við Markaklett – Við Jónsbása fórst breski togarinn Anlaby 14. janúar 1902 með allri áhöfn. Skipstjórinn Carl Nilsen var þekktur fyrir aðför að Hannesi Hafstein og mönnum hans á Dýrafirði 1899.

3. Við hús björgunarmið-stöðvarinnar að Seljabót – Skrúfan fyrir framan björgunarmiðstöðina er úr franska togaranum Cap Fagnet.

4. Við Eyjabryggju – Við Eyjabryggju leggur björgunarskipið nefnt eftir fyrrnefndum Oddi. Oddur lagði m.a. áherslu á nauðsyn sundkunnáttu og fræddi um notkun lýsir og olíu til að lægja brim.

5. Við Þórkötlustaðanesvita (Hópsvita) – Þórkötlustaðanesviti (Hópsnesviti) var reistur 1928 til að lýsa sjófarendum. Vitinn var rafvæddur árið 1961.

6. Við gömlu bryggjuna í Þórkötlustaðanesi – 24. mars árið 1916 héldu 24 bátar til róðra en aðeins 20 náðu landi eftir að óveður skall skyndilega á. Í þrjá daga voru þeir taldir af þar til kútter Esther frá Reykjavík birtist með alla 38 skipsbrotsmennina.

Grind7. Rétt vestan við söguskiltið á Hrauni er gengið niður með girðingunni í Markabás að Skarfatanga – 24 mars árið 1931 strandaði franski togarinn Cap Fagnet. Slysavarnadeildin var þá nýstofnuð. Í fyrsta skipti var notuð fluglínubyssa við björgun og tókst að bjarga 38 manns.

8. Við heimkeyrsluna að Hrauni – Í Fitjaannál segir að árið 1602 hafi utan við Þórkötlustaði drukknað á stóru farmskipi Skálholtsstóls 24 piltar og voru þeir flestir jarðaðir við bænahúsið á Hrauni.

9. Skammt austan við Hraun við útskot undir Húsafelli – Enskur togari, Lois, strandaði í Hrólfsvík árið 1947. Áhöfn var bjargað fyrir hreina tilviljun. Dóttir Magnúsar Hafliðasonar á Hrauni var á leið út í fjós er hún sá ljós úti á sjó. Björgunarsveitin Þorbjörn sem þá var nýstofnuð, náði að bjarga 15 manns. 

Allir eru hvattir til þátttöku í þessum skemmtilega og heilsusamlega leik. Úrlausnarblöðum þarf að skila í Saltfisksetrið eigi síðar en 25. júní n.k. Dregið verður úr réttum lausnum. Heppnir geta unnið vegleg verðlaun.
Grindavikurmerki

Arnarbælisgjá

MBÞ hafði samband við FERLIR og benti á áhugaverðar hleðslur í Arnarbælisgjá í Hafnaheiði. Taldi hún að hleðslurnar gætu verið að einhverju leyti merkilegar.
Hleðsla í ArnarbælisgjáÍ Hafnaheiði eru nokkrar langar og djúpar gjár, s.s. Arnarbælisgjá, Mönguselsgjá og Súlnagjá, auk Hrafnargjár sunnan Súlna. Í og hjá gjám þessum eru minjar á allnokkrum stöðum. Margar eru nýlegri eftir ameríska varnarliðsmenn, en heiðin var æfingarsvæði þeirra yfir hálfrar aldar skeið, og eldri eftir heimamenn og þá miklu mun eldri. Sumar tengjast augljóslega selstöðum í heiðinni, s.s. Kirkjuvogsseli, Mönguseli, Merkinesseli og Miðseli, aðrar eru vegvísar fyrir ferðalanga á brýr yfir gjárnar og enn aðrar skjól refaskyttna.
Hleðslur og aðrar leifar eftir hermenn eru bæði með gjánni og ofan við hana, sennilega eftir herinn við æfingar. T.d. eru leifar af timburskúrum ofan og neðan við gjána, sem grjóti hefur verið hróflað að. Eftir standa gólf og grjóthrófið. Þá virðist sem hermenn hafi verið að nota gjána til æfinga í skotgrafahernaði. Hleðslur sem skjól eru víða og drasl hefur sest að í skjóli við gjárvegginn. Leifar blyshylkja o.fl. liggja í gjánum, sem á köflum er bæði djúp og víð, sumstaðar gróin í botninn.
Vestari veggirnirEitt grjótskjólið í grunnum gjáarhluta er áhugaverðara en önnur. Norðan við það er fallin mosavaxin varða. Veggirnir eru þrír og skarast þeir vestari líkt og þar hefði verið hlið. Vestan við skjólið er gjáin djúp, en greiðfær. Hrunið hafði lítillega úr bergveggjunum eftir nýjustu jarðskjálftana Suðvestanlands. Við hinn endann er einnig hlaðið byrgi, skeifulaga og óvandaðra. Enn annað byrgi er skammt vestar, en með vandaðri hleðslum. Ef gengið er áfram með gjánni má sjá fleiri hleðslur, en óvandaðar. Beggja vegna hennar eru hlaðnir stuttir og lágir „veggir“ fyrir skyttur.
Fyrstnefnda hleðslan er þó líklega ekki upprunalega frá hernum, heldur virðist hann hafa notað þarna eldra mannvirki. Norðan við hleðslurnar, á brúninni, eru leifar af vörðu er fyrr sagði, sem hermenn hlóðu ógjarnan, enda leifarnar augsjáanlegar eldri. Þá virðast hleðslurnar þannig að herinn hafi ekki gert þær því hermennirnir hlóðu ekki slíka vandaða veggi, heldur hrúguðu grjótinu upp. Þarna gæti því hafa verið rúningsrétt eða nátthagi fyrir fé, líklega frá Merkinesseli. Brú er yfir gjána austan við hleðslurnar. Austurveggurinn er fallinn að nokkru, sennilega vegna ágangs, en vesturveggirnir eru heillegir, um 80 cm háir.

Hleðslur undir Arnarbælisgjá

Sunnar eru Stapafell og Súlur. Bæði fellin er að hverfa vegna gegndarlausrar og óhóflegrar efnistöku. Síðarnefnda fellið virðist heillegt í fjarlægð, en þegar nær er komið má sjá að þar eru nú einungis „leiktjöld“, þ.e. að efsti hlutinn hefur verið látinn halda sér á meðan nagað hefur verið utan af fellinu allt um kring.
Stapafell og Súlur mynduðust undir ís og í sjó. Þar er mikið bólstraberg með ólívínkristöllum neðst í bólstrunum. Ástæður fyrir myndun bólstrabergs eru lítt kannaðar en talið er, að mismunur hitastigs hrauns og vatns og þrýstingur í vatninu hafi áhrif á myndun þess. Í bólstrunum er ólívín (meira neðst vegna sökks), plagíóklas og ágít (svart). Svört lög í Stapafelli eru aska (bendir til blandaðs goss), sem hefur setzt til í vatni (mjög reglulega lagskipt). Sprungur liggja víða í gegnum Stapafell. Í Súlum er bólstraberg í kjarnanum og má nú sjá bera bergganga í því er liggja upp undir topp. Ofan á er móbergshetta, sem bendir til þess að gosið hafi haldið áfram undir íshellunni eftir að undirstaðan hafði náð að „fóta sig“ ofan sjávarmarka.

Hleðslur undir Arnarbælisgjá

Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni. Mikið er um misgengi um gjárnar í Hafnaheiði. Heiðin hefur mikið breyst á tiltölulega stuttum jarðfræðilegum mælikvarða.
Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta og þá verða jarðskjálftar. Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi. Á Íslandi eru misgengi og gjár með SV-NA stefnu algengastar sunnanlands en hins vegar er S-N stefna ríkjandi norðanlands.
Í Hafnaheiðinni eru mörg misgengisþrep sem eiga smám saman eftir að liggja hvert upp af öðru líkt og Hjallamisgengið, sem er um 5 kílómetra langt og hæst er það um 65 metra hátt. Hreyfingar eru stöðugt á þessu svæði og því lítið um harða jarðskjálftakippi.
Hrófl um horfinn kofa í heiðinni - Súlur fjærMisgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár. 1. Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Arnarbælisgjá). 2. Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). 3. Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlandsbrotabelti).
„Þverbrotabelti“ er notað um sniðgengi eða kerfi sniðgengja sem tengja ása rekhryggja. Hér á landi eru tvö slík brotabelti, Tjörnesbrotabeltið sem tengir suðurenda Kolbeinseyjarhryggjar við Norðurgosbeltið, og Suðurlandsbrotabeltið sem tengir Reykjanes og Austurgosbeltið.
Helstu „hnikþættir“ á Íslandi eru Reykjaneshryggur og Kolbeinseyjarhryggur, sem hliðrast til austurs um Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltin. Hreyfingar Ameríku- og Evrasíuflekanna, sem þarna mætast, reka frá hvorum öðrum að jafnaði um 1 cm á ári til hvorrar áttar.
Tilurð þessara íslensku brotabelta er vel þekkt. Hryggjakerfi Norður-Atlantshafs rekur til vest-norðvesturs tæpan sentimetra á ári miðað við heita reitinn undir austlægri miðju landsins og með því að flæði möttulefnis undir Íslandi út frá þessari miðju er helsti drifkraftur flekahreyfinga, þá „leitast“ rekbeltin við að vera yfir heita reitnum.
Súlur að vestanverðuÍ 15 milljón ára jarðsögu Íslands hefur slíkur gosbeltaflutningur orðið að minnsta kosti þrisvar.
Þverbrotabelti einkenna allt rekhryggjakerfi jarðar, sem er um 60.000 km langt, og skiptist í búta sem hnikað er til hverjum miðað við annan. Almennt tengjast þverbrotabeltin ekki heitum reitum, heldur virðast þau hafa myndast um leið og rekhryggurinn sjálfur og haldast síðan nokkuð stöðug. Myndun þeirra er því sennilega háð spennusviðinu sem ríkti þegar hryggurinn var að myndast.

Rekbeltið á flekamótum

Frekari lesningu um misgengi er til dæmis að finna í greinum Páls Einarssonar í Náttúru Íslands og Náttúrufræðingnum, svo og í Jörðinni (JPV útgáfa, Rvk. 2005).
Reykjanesrekbeltið er einkennandi fyrir Reykjanesskaga og þar er að finna fjölmargar sprungur, misgengi og mjóa sigdali sem stefna í norðaustur-suðvestur átt (Jón Jónsson, 1967). Á Reykjanesskaganum beygja plötuskilin til austurs en það eru fjögur eldsstöðvarkerfi sem liggja skálægt á plötuskilunum. Þekkt eru tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Hvert gosskeið stóð í allt að fjórar aldir með um þúsund ára hléi á milli. Í ljósi þeirrar vitneskju og rannsóknum á eldri gosum, er líklegt að eldvirkni hafi verið svipuð, á fyrri hluta nútíma. Þessi eldstöðvarkerfi eru Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið, Brennisteinsfjallakerfið og Hengilskerfið. Reykjaneseldstöðvarkerfið liggur í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt. Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum.
Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega Rauðu örvarnar yfir Arnarbælifyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess. Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári.
Meðan gengið var um svæðið flugu 11 breskir rauðir örvafuglar (listflugsveitin Rauðu örvarnar) yfir með látum. Hún hafði verið pöntuð sérstaklega í tilefni dagsins. Elton John hvað?
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-María Berglind Þráinsdóttir.
-flensborg.is
-visindavefur.is
-Málfríður Ómarsdóttir, Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp.

Súlur að sunnanverðu

Ísólfsskáli
Eftir að sagt var frá opinberun  hellisgýmalds ofan Bjalla við Ísólfsskála, sem að öllum líkindum hefur verið þarna um tugþúsundir ára, þar af síðasta árþúsundið undir fótum manna og dýra, (örskammt inn undir Bjallabrúninni vestan Bólsins vottar reyndar fyrir þröngri rás inn undir móbergsstandinn og er munninn þakin kindabeinum – afurð fyrrum tófuveitinga), barst FERLIR eftirfarandi ábending.
Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Áður en kemur að henni er rétt að upplýsa um að þarna hafði tófan um tíma fundið sér skammskjól, stutt frá bústað mannanna, og ekki er ólíklegt að einhver hennar hafi einhvern tímann kíkt alla leið inn í gýmaldið. Úr því verður varla skorið úr þessu því nú er búið að eyðileggja það gersamlega og það án nokkurra undangenginna rannsókna eða í það minnsta einfaldrar skoðunnar, s.s. á mögulegum mann- eða dýrvistarminjum.
En hér kemur ábendingin eftirfylgjandi:
„Mundi eftir því þegar minnt var á hellafund ýtustjórans í MBL og á FERLIRsvefnum að ég átti einhverstaðar frásögn Ísólfs af dreng sem fór inn í helli þarna og var lengi að koma til baka. Svona svipaða sögu og er til um Breiðabáshellinn. Ég leitaði í öllum mínum blöðum, en ég tók upp samtal við Ísólf [á Skála] og hafði þann hátt á að skrifa svo samtalið inn á tölvu í rólegheitum. Loks fann ég viðtalið á spólu og hlustaði á það. Talið barst að hellum og Ísólfur fer að tala um Breiðabáshelli og eyðir drjúgum tíma í það að lýsa honum og talar um að efra gatið sé hátt uppi í Mosaskarði, kringlótt gat o.fl. [hér er sennileg átt við opið á Mosaskarðshelli uppi í miðju Mosaskarði].

Grafan

Þessa lýsingu Ísólfs lagði ég ekki fram þegar byrjað var að leita að Breiðabáshelli, mundi ekkert eftir henni á spólunni. Jæja, í viðtalinu fer hann að tala um að menn þurfi að hafa með sér súrefni og kaðla þegar farið er inn í hella. Ég strögglaði eitthvað varðandi súrefnisnotkun, taldi að nóg súrefni væri í hellum því ég hafði þá nýverið farið inn í Hýðið og Maístjörnuna. Þá fer hann að segja mér frá þessu atviki um strákinn sem var hjá honum og fór inn í hellinn og kom eftir langan tíma út í hálfgerðri andnauð. Hér kemur þetta orðrétt sem hann sagði, sem reyndar er ekki mikið. Ég tel mjög líklegt að þessi maður sé á lífi og ætti að vera tiltölulega auðvelt að finna hann. Vel gæti verið að Erling hefði heyrt þetta, eða jafnvel fleiri, sem voru í miklum tengslum við Ísólf: (Viðtal árið 1992 við Ísólf Guðmundsson á Ísólfsskála, afritað af segulbandi 30. maí 2006).
„Það var strákur sem var hjá mér, hann frændi minn. Það datt gat á klöpp þarna fyrir neðan húsið hjá mér, smá helvítis klöpp, og hann skreið inn í hellinn. Svo verð ég ekkert var við hann og ég fer að kalla í hann og hann ansar ekki. Andskotinn maður. Þá skreið hann þarna inn og ætlaði aldrei að koma út aftur, hann ætlaði aldrei að ná andanum. Hann gerði það ekki aftur.“

Ísólfsskáli

Erling sagðist aðspurður reka minni til að gat hafi verið við Skála. Hann væri þó ekki alveg viss. Ísólfur hafi búið í húsi því er Bergur reisti, s/a við núverandi hús. Þar við var matjurtargarður. Utan við garðinn var lítil hola, sem hægt að komast niður í. Líklega hafi verið fyllt upp í opið. Hann kvaðst myndi ræða við Guðmund Einarsson (Grindavík) eða Val Ármannsson (Keflavík), en þeir tveir frændur Ísólfs voru þeir er þarna voru lengstum.
Eftir að Erling hafði rætt við báða sagðist Guðmundur muna óljóslega eftir gatinu. Það hafi síðan verið fyllt og væri nú hluti af túninu eða jafnvel komið undir vegslóða á því. Hann taldi að þetta hefði verið lítill skúti, sem jafnvel hefði verið hægt að skríða inn í. Líklega hefði strákurinn í framangreindri sögu verið að fela sig fyrir Ísólfi, enda átti hann það til að vera helst til leiðinlegur við vinnumennina, sem hjá honum voru. Guðmundur gæti þó bent nokkurn veginn á staðinn þar sem gatið var, en leyfi landeigendafélagsins þyrfti til ef raska ætti bletti í túninu.
Ekki var talin ástæða til að leita staðfestingar á þessari sögu með kraftmiklum greftri, líkt og gert var í Draugshelli í Litlalandi í Ölfusi, en þar varð gröfturinn þó til að opinbera og staðfesta að hluta til forna þjóðsögu. Kannski væri því og þó, þrátt fyrir annað og í ljósi alls þessa, ástæða til að beita spaða á spönn í Ísólfsskálatúninu – og það fyrr en seinna. Þarna gæti leynst stærri hellir en talið er að óathuguðu máli.
Hellirinn

Hellisopið.

Katlahraun

„Suðurhluti Reykjanesskaga er ekki í alfaraleið. Þjóðbrautin liggur tugi kílómetra frá, og því hefur svo verið lengi að fáir ferðamenn hafa lagt leið sína til þessa landshluta. Það verður að teljast miður, ef höfð er í huga sú merkilega en jafnframt hrikalega náttúrufegurð sem þar gefst að skoða.
Katlahraun-221Einhver sérstæðasti staður suðurstrandar Reykjanesskagans er án efa ögmundarhraun. Það liggur milli Grindavíkur og Krýsuvíkur — á láglendinu milli fjalls og fjöru — og þekur um sextán ferkílómetra í það heila. Í hrauninu er að finná marga sérkennilega staði. Einn þeirra er þar sem heitir í Katlahrauni. Hann er nánast inni í miðju ögmundarhrauni og er harla vandfundinn enda hafa fáir Íslendingar séð hann. Staðurinn er eiginleg sigdæld og markast af háum hraunveggjum allt í kring.
Þegar gengið er fram á brún sigdældarínnar er sem yfir víðfeðman íþróttaleikvang að líta, slík er lögun hennar. Niðri í þessari hraunborg er yfir illfært og gróft helluhraun aö fara, sem er víða sprungið, og því hættulegt yfirferðar en fjölbreytnin í landslaginu þarna er töfrandi og svo til endalaus. Háa hraunstapa er að finna niðri í dældinni svo og ýmsar aðrar sérstæðar hraunmyndanir, svo sem þar sem helluhraunið hefur brotnað í hluta og staflast upp í þyrpingar og myndað allskyns hella og skúmaskot.
Í veggjunum eða hraunfjöllunum sem afmarka sigdældina eru margir hellar, misstórir eins og gengur, en þeir stærst u eru allt að tíu metra langir og álíka háir. Litlir bergskútar eru um allt í veggjunum og á einum stað er eins og þeir myndi eins konar hillusamstæðu í hraunfjallinu. Á öðrum stað má skoða einhverja sérkennilegustu hraunmyndun sigdældarinnar. Þar jafnast lögun bergsins á við kirkjuhurð! „Ef huldufólk er á annað borð til, þá býr það þarna,“ lét einhver hafa eftir sér sem leið átti um. Þessi náttúrlega hurð sést á einni ljósmyndinni sem fylgir þessum texta og er rétt að geta að hún er um tveir metrar á hæð en breiddin um hálfur annar metri.
Í heild sinni minnir þessi hraunborg í Ögmundarhrauni — sigdældin og hraunveggirnir í kringum hana — mjög á Dimmuborgir í Mývatnssveit. Gróðurinn er þó ekki eins mikill og nyrðra en kynjamyndirnar og sérkennileg lögun hraunsins er allt eins mikil. Og fyrst minnst er á gróður þá er vert að geta þess að fyrir utan mosann vex í þessari hraunborg um eins metra hár burkni um hásumartímann, og segja þeir sem komið haf a á staðinn á þeim tíma að hvergi annars staðar í landinu hafi þeir séð svo merkilegt blómskrúð sem þennan burknagróður inni í stórbrotnu helluhrauninu.
Katlahraun-222Nafn sitt dregur ögmundarhraun af manni þeim sem fyrstur er álitinn hafa rutt vegslóða yfir þetta illfæra svæði. Er sagt frá því í heimildum f rá átjándu öld að ögmundur nokkur hafi rutt veg um hraunið og veríð myrtur að launum austan við það, þar sem dys hans sé. Á nítjándu öldinni voru svo skráðar ítarlegri sagnir um Ögmund þennan. Jón Vestmann prestur í Selvogi skráir sögu um Ögmund og ögmundarhraun tvisvar á fyrri hluta nítjándu aldar. Hjá honum er sagan lik um Ögmund, nema þar vinnur hann við vegagerðina gagngert til að fá dóttur bónda nokkurs í héraðinu sér til handa, en bóndi drepur hann sofandi áður en hann fær hennar. Brynjólfur frá Minna-Núpi skráði einnig sögu um Ögmund og þetta hraun sem við hann er kennt á síðari hluta nítjándu aldar. Þar er sagan svipuð hinum fyrri en vegurinn um Ögmundarhraun fær þessa einkunn:
Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar
fáka meiða fæturnar
og fyrir oss brjóta skeifurnar.
Annars hefur mikið verið skrif að um Ögmundarhraun sem slikt. Einkum og sér i lagi hefur mikið verið fjallað um hugsanlegan aldur þess — og eru menn ekki á eitt sáttir um hvenær þetta hraun hafi flætt yfir. Þó er vitað með vissu að það hafi gerst eftir að landnám hófst. Er Ögmundarhraun samkvæmt því yngsta hraunið á Reykjanesskaga.
En hvenær í sögu Íslandsbyggðar hraunið rann eru menn ekki vissir um og um getgátur eru menn ekki sammála, sem fyrr segir. Hafa menn reyndar skipst í tvo nokkuð vel afmarkaða hópa í þessum efnum. Vill annar ætla að hraunið hafi runnið á fyrri hluta elleftu aldar, nánar tiltekið árið 1010, og byggir hann þá ágiskun sína á geislakolsaðferðinni svokölluðu, þar sem tekin eru sýni víða úr hrauninu og þau aldursgreind á rannsóknarstofu. Hinn hópurinn rýnir fremur í ritheimildir en jarðsýni og telur þær gefa eðlilegri og raunhæfari vísbendingu um aldur hraunsins. Er bent á að ekki sé getið hraungosa á Reykjanesskaga í heimildum fyrr en komi fram á sexlándu öld. Um sama leyfa hafi kirkjustaðurinn Krísuvík verið lagður niður sem slíkur og telur hópurinn orsökina vera hraunrennslið. Af þessu, svo og mörgu öðru, megi draga þá ályktun að Ögmundarhraun hafi runnið seint á árabilinu 1558 til 1563.
Hvað sem aldri Ögmundarhrauns liður, þá er það að finna i öllu sinu veldi við suðurströnd Reykjanesskaga — og þeir sextán ferkílómetrar sem það þekur eru mikilfengleg náttúruundur sem hver maður hrífst af. -SER.

Heimild:
-DV, 11. júní 1983, bls. 16-17.

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Draugshellir

„Gamlir annálar segja mér, að eldar hafi á liðnum öldum brunnið við Reykjanes, svo sem það ber merki um enn í dag. Árið 1210 var eldgos við Reykjanes og þá komu eldeyjar upp, sem svo sukku síðar í sjó. Eldgosin við Reykjanes raðast svo sem dökkar perlur á band.
Valahnukur-221Að vera uppi á Valahnúk og horfa yfir landið er lífsreynsla, þar sem ártöl annálanna renna um hugann.
— Eldar við Reykjanes hafa brunnið í fortíðinni og munu brenna í nútíðinni þó að um engar hrakspár sé að ræða. Það er reyndar langt síðan óhappaskipið Clam strandaði við Reykjanes og dauðir Kínverjar veltust í fjörunni. En það var ekki í fyrsta skiptið, sem harmileikur átti sér stað á þessu úthorni landsins okkar. Í mínum huga eru þeir síðustu þó eftirminnilegri en þeir sem sagan geymir, því suma þeirra sá ég sjálfur í morgunbirtu, en sá tími er líka liðinn en veldur minningum, sem vara til lokadags. Framundan eru nú rjúkandi hitasvæði Reykjaness, þar leitar hitinn, sem undir býr, nokkuð upp úr yfirborðinu og gufurnar mynda ský, þó að annars sé bjart í lofti. Sýrfell er þarna til vinstri, gamall goshaugur, fallegur í kyrrðinni, þó að annar hafi verið svipurinn, þegar það var að verða tii, en þá leit enginn maður moldu. Hér á báðar hendur, um það bil er gufusvæðinu lýkur, eru rústir af byggð. Þar bjó hann Höjer, líklega danskur Gyðingur, með sinni pólsku konu. Þar hafði karlinn komið upp gróðurhúsum og leirbrennslu og var hvort tveggja vel gert — líklega fyrsta tilraunin til nýtingar jarðvarma á Reykjanesi, fyrir utan litlu sundlaugina í hraunsprungunni þar sem fellur út og að, en er alltaf jafn góð.
Gunnuhver-221Þessi Höjer á Reykjanesi var duglegur maður en svolítið skrítinn eins og ég og þú. Hvað er orðið af honum núna veit ég ekki, en rústirnar af gróðurhúsunum ag leirbrennslunni eru ennþá til og mættu einhverjir nútímamenn taka þessar rústir til athugunar um leið og efnavinnsla hefst á Reykjanesi.
Það var gott að koma að Reykjanesvita eftir nokkuð langa göngu um hraun og sanda — en það var líka gott að koma til Höjers — kaktusarnir voru þá móðins og bakpokinn þyngri, þegar út úr gróðurhúsinu var komið. Svo heldur gangan áfram um hlykkjóttan veginn, þar sem eldur býr undir og víða andar úr sprungum, því Reykjanesið á meðal annars sögu sína skráða í hverju hraunlaginu yfir öðru. Sum þeirra eru eldri en landnám Moldagnúpssona, en önnur yngri, því eldar og úthaf hafa verið förunautar þessa eldsorfna skaga. Næst er komið að Háleyjum, þar sem brimaldan hefur hlaðið mikinn vegg úr fægðum steinum, fallegan til að sjá en erfitt að klöngrast yfir, þar morar allt af myndum og dýrð. Þessi steinagarður umlykur nokkurn grasblett, þar sem loðnan lá langt inni á landi eftir álandsveður áður en farið var að veiða hana svo óskaplega eins og nú er gert.
Þau eru mörg skipin, sem hafa skilið eftir kjöl sinn við þessa úfnu strönd, þar sem brimið þylur dauðra manna nöfn. Ég ætla mér enga skýrslugerð um skipaskaða við þessa strönd.
Það er til annála fært og margir aðrir lífs og liðnir mér færari þar um. Ég er husatoftir-221aðeins að ramba um Reykjanesið, sjálfum mér til ánægju, um leið og ég hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
Svo liggur leiðin milli úfins hrauns og sæbarinna stranda. Gjárnar kljúfa raunið á stundum, þar fellur út og að i lítið söltu vatni, því vatnskúpan undir er í andstöðu við sjóinn sem sækir að utan. Svolítið er af stórum álfiski i þessum gjám, en það er meira gaman að horfa á hann en að veiða. Svo opnast útsýn yfir einn hraunhólinn til hins yfir gefna Staðarhverfis, sem áður fyrr var eitt af æðaslögum athafnalífsins, en geymir nú kirkjugarð þeirra í Grindavík, þar sem Dannebrogsmenn og aðrir stórhöfðingjar hvila við hlið þeirra, sem sóttu sjóinn og unnu hörðum höndum. Staðarhverfið er hrörnandi og mannlaust síðan síðasti víkingurinn, hann Manni á Stað, stóð ekki upp úr stólnum sínum og hætti að hlæja svo að jörðin skalf. Hvert af þessum auðu húsum á sína sögu, margslungna og merkilega. Hér var hluti af því starfi, sem hefur svo dásamlega skilað okkur áfram til líðandi stundar, allt frá því að enskir, þýzkir og danskir börðust um Grindavík og hennar klippfisk, þar sem hundruð af Sölku Völkum hafa verið til.
Léttum fótum skal gengið um gamla staði. Hér á Blómsturvöllum (einkennilegt nafn í auðninni) stóð hús skáldsins Kristins Péturssonar — núverandi Kristins Reyrs. Ég tek úr föllnum veggjum einn smástein til minja um að hafa komið að vöggustað skáldsins, sem ennþá er „Staðhverfingur“.
Að styðja sig við kirkjugarðsvegginn er mikið áfengi fyrir hugann og horfa yfir byggðina sem var og um himna og haf, sem er eins og það var, brosandi eða þunglynt, eftir því hvaða örlög eru ákveðin.
Jarngerdarstadir-221Húsatóftir blasa við og að baki þeirra gjáin, sem margar ljúfar minningar eru tengdar við og þar ofar í hrauninu eru Eldvörpur, þar sem gufar upp úr eftir hvern rigningardag, og þar á hrafninn sér hreiður.
Húsatóftir var höfuðból, byggt á þáverandi byggðastefnu fyrir nær hálfri öld, en fór svo í rusl eins og mörg önnur góð áform, en varð síðar ríkiseign, svo ríkið mætti eignast hlut Húsatófta í Stapafelli með meiru. Við skátarnir fengum húsið og lönd þess lánuð og höfðum þar sumardvalarheimili fyrir börn í 3 ár. Það voru gleðileg ár — en krónurnar reyndust ekki nógu margar, því húsið var skemmt svo mikið um haust og vetur.
Víkurnar og varirnar í Staðarhverfi liggja lognværar þessu sinni, þó að oft hafi áður aldað þar meira. Mörg sprek Hggja þar á fjöru og sum langt uppi á landi, því brimaldan stríða hefur nokkuð óglögg landamæri. Svo er Staðarhverfið og Húsatóftir að baki, en framundan eru melar, sandur og hraunflákar, gjár, pollar og sprungur — og núorðið nokkrir hrynjandi fiskhjallar og stóra loftskeytastöðin nær því yfirgnæfir Þorbjörn með sína þjófagjá.
— Þá kemur Grindavíkin í sjónmál með sína Járngerðarstaði, Garðhús, Krosshús og svo framvegis. Þó að Grindavíkin sé virðulegur hluti af rambi um Reykjanesið, þá skal að sinni staldrað við og horft og hugsað, enda snarlega komið inn í annað landnám. Reykjanesið og þess harða lífsbarátta er land til að skoða.“ – Helgi S.

Heimild:
-Morgunblaðið, 13. júní 1973, bls. 11 og 19.

Grindavík

Járngerðarstaðir.

Silfurgjá

Utan við Vatnsstæðið á Járngerðarstöðum í Grindavík er gjá; Silfurgjá. Hún var jafnan nefnd Silfra af heimamönnum. Um þessa gjá, sem er ein af nokkrum, s.s. Stamphólsgjá, Bjarnagjá og Hrafnagjá, á þessu svæði, hefur spunnist eftirfarandi þjóðsaga:

Silfra norðvestan Vatnsstæðisins

„Í utanverðri Grindavík eru margar hyldjúpar gjáarsprungur með vatni í sem á yfirborði er að mestu ósalt og flæðir og fjarar í þeim eins og í sjónum. Ein af þessum gjám heitir Silfurgjá, skammt fyrir ofan túngarðinn á Járngerðarstöðum. Í gjá þessari segir sagan, að fólgin sé kista full af silfurpeningum. Hafa allar tilraunir til þess að hefja þennan fjársjóð upp strandað á því að þá er menn hafa náð kistunni upp á gjáarbarminn, þá hefir mönnum sýnzt allt Járngerðarstaðaþorpið standa í björtu báli og hafa menn því jafnan sleppt kistunni aftur. Síðasta tilraunin fór á þá leið að þeir slepptu ekki einungis kistunni heldur fylltu gjána upp með mold. Svo að nú er yfir kistunni grasi gróin brekka.“

Silfra á loftmynd - norðvestan Vatnsstæðisins

Hér er um tvenns konar sagnakenndan fróðleik að ræða; annars vegar er vatnsfyllta gjáin Silfra enn vel sýnileg norðvestan við Vatnsstæðið á Járngerðarstöðum og hins vegar hefur gjá sú er Gjáhús voru jafnan kennd við, austan Vatnsstæðisins, verið fyllt upp „svo nú eru þar grónar brekkur“. Gjá sú, sem hér um ræðir, var fyrrum skammt vestan við Garðshorn, sem nú stendur við Kirkjustíg í Grindavík, þ.e. suðvestan við gömlu kirkjuna, sem endurreist var frá Stað og síðar varð að leikskóla. Gamlir, en síungir Grindvíkingar (ennlifandi) muna gjá þessa. Hún var tiltölulega stutt og afgirt, enda bæði hyldjúp og með háum bergveggjum. Kolsvart, en tært, vatnið, endurpeglaði sérhvert andlit er niður í hana leit. Innfæddir stóðu jafnan í þeirri trú að þarna væri Silfra. Gjáin var hættuleg, en nálægð kirkjunnar endurspeglaðist í girðingunni umhverfis. Eftir stífa austanátt mátti  gjarnan finna rauðan fimmhundruðkarl eða jafnvel fjólubláan þúsundkarl fastan í henni. Það þóttu börnunum stórir „karlar“ í á daga, löngu fyrir daga kvótakónganna.
Börnin voru jafnan vöruð við Silfru. Sagt var að ef þau færu of nærri gjánni gæti Gjárskrímslið, sem byggi þar undirniðri, náð til þeirra. Líklega var þetta bara sagt til að fæla þau frá gjánni – enda full ástæða til. Þar bar, sem félli í gjánna, átti ekki afturkvæmt.
Skömmu eftir 1960 var „Silfra“ fyllt af möl. Fljólega greri yfir og gras óx á hvyrfli hennar. Gjárhúsgjárinnar skammt sunnar biðu sömu örlög. Brunnar við gömlu húsin voru og fyllti upp – og hurfu. Þetta var gert til að koma í veg fyrir hugsanleg slys á börnum – skiljanlega.
Silfurgjá sú sem er norðvestan við Vatnsstæðið á Járngerðarstöðum er hluti af stærra sprungusvæði. Hrafnagjá og Bjarnagjá suðvestan við Gerðavallabrunna, jafnvel Grænabergsgjá allnokkru vestar, eru hluti af sama sprungusvæðinu. Þarna eru skýr flekaskil Atlantshafshryggjarins er skilja Ameríkufleka jarðskorpunnar frá Evrópuflekanum. Vestanverð Grindavík er á austanverðum flekaskilunum. Íbúarnir fyrrum vissu af þessu. Þeir byggðu sé lítil hús og þá jafnan á öðrum hvorum sprungubarminum. Núverandi íbúar byggja sér stærri hús, jafnvel beggja vegna gjá. Þeir mega eiga von á að jafnvel sitt hvor hjónarúmshlutinn endi með tíð og tíma á Bjarnagjá og Hrafnagjá suðvestan Gerðisvallabrunnasitthvorum heimsálfaflekanum. Þá er og líklegt að uppfylltar gjárnar rísi upp einn slæman veðurdag við óhagstæð skilyrði og krefjist þess, sem þeim bar m.v. hinar þjóðsögulegu forsendur. Allir geta þó andað léttar; það er ekki víst að það gerist í dag eða á morgun – það getur alveg eins gerst í næstu viku.
Í dag er Silfra (Silfurgjá) skammt suðsuðvestan við götuna Norðurvör. Um hana, líkt og aðrar gjár við Grindavík, flæðir ferskvatn. Gjáin er vinsæll köfunarstaður froskafara, en sjá hængur er á að ferskvatnsstraumurinn í gjánni vill ógjarnan sleppa þeim sem hann ásælist. Enn þann dag í dag eru álög þjóðsögunnar því virk áhrínisorð – þótt á annan veg megi virðast. Áður var varnaðurinn falinn í silfurkistu og varnaði til handa þeim er hana ásældist. Í dag er varnaðurinn fólginn í því að ásælast ekki silfurtært vatn Silfurgjárinnar – því þá mun illa fara. Grindvíkingar og nærsveitingunar – GÆTIÐ VARÚÐAR þar sem Silfra er annars vegar, þá mun ykkur farnast vel!

Heimildir m.a.:
-Rauðskinna I, bls. 41
-Óbirt „Grindavíkursaga“

Silfra

Silfurgjá.