Þorbjarnarfell

Jón Þór Jóhannsson skrifaði eftirfarandi hugleiðingu í Þjóðviljann árið 1990 undir fyrirsögninni “Síðasta geislastoð Pikta“:

Jón Þór Jóhannsson

Jón Þór Jóhannsson.

“Piktar voru keltnesk þjóð sem bjó norðan múrs Hadríans í Skotlandi og í eyjunum þar norður og vestur af. Þjóðin hét svo af völdum rómverskra sagnaritara. Er nafngiftin talin þýða „málaða fólkið”, en það er hvorki víst né hitt að þeir hafi málað sig í raun og veru, því rómverskir sagnaritarar gáfu þjóðum ýmis nöfn. Piktar gerðu stundum bandalag gegn Rómverjum við aðra keltneska þjóð, Skota, en svo nefndu Rómverjar íra.
Piktar gerðu sér á steinöld borgir og standa sumar þeirra enn og nefndu þær „broch”, þ.e. brök, líkar öldruðum súrheysturnum. Í þeim og umhverfis þær bjuggu þeir fram á 3.-4. öld e.Kr.
Piktar á Hjaltlandi komu þó fram með nýjung í byggingalist snemma á 2. öld, svonefnd hjólhýsi („wheel-houses”), svo nefnd vegna þess að þau voru hringlaga með geislastoðum („radial piers”). Þessi hús finnast líka á Suðureyjum frá svipuðum tíma, svo sem í Dun Mor Vaul. Þessi hjólhýsi hverfa aftur á Suðureyjum á tímanum 200-400 e. Kr., en eins og Lainghjónin orða það í nýtútkomnu riti sínu um Kelta á Bretlandseyjum. „Celtic Britain and Ireland”: „Í Hjaltlandi gætu hjólhýsi enn hafa verið í notkun þegar víkingar komu þangað.”

Lindesfarne

Lindesfarne – árás víkinganna á klaustursbúa.

Engin önnur þjóð í veröldinni gerði geislastoðir sem uppistöðu í hús sín. Þær eru piktísk uppfinning og liðu undir lok ásamt Piktunum sjálfum þegar víkingar komu til Hjaltlands rétt fyrir 800.
Í millitíðinni höfðu Rómverjar farið frá Bretlandseyjum, írar gerst kristnir og loks einnig Piktar.

Lindesfarne

Lindesfarne-klaustrið 1814.

Munklífi þróaðist og þeir menn sem íslenskar bækur kalla Papa bjuggu á úteyjum við rýran kost og hafði hver maður sinn kofa. Voru sumir kofarnir hringlaga og aðrir ferningslaga. Á öðrum stöðum voru rík klaustur með veglegum byggingum, svo sem á eynni Lindisfarne.
Eldvörp
Keltnesk kristni var í blóma, en þá hrundi veröldin. Árið 793 réðust víkingar á Lindisferneklaustrið og lögðu það í rúst. Þessi kelfilegu tíðindi bárust um allt og náðu loks rétt á undan víkingunum sjálfum norður tii Hjaltlands, þar sem sátu klerkar af piktísku kyni í hjólhýsum sínum og hugleiddu. Nokkrir þeirra tóku til bragðs að setja klukkur sínar, bagla og guðsorðabækur í kúraka sína og sigldu til hafs. Það var um jólaleytið 793. Þeir ætluðu til Færeyja, en þar áttu þeir griðland. Gerði aftakaveður, hver lægðin gekk yfir af annarri og loks náðu þeir landi, en það var ekki Færeyjar. Þetta reyndist land sem ávallt hafði verið óbyggt, „semper deserta”, eins og þeir orðuðu það seinna við rithöfundinn Dicuilus. Það var nánar tiltekið í Grindavík á Íslandi 1. febrúar 794.
Þeir voru ekki alveg öruggir um sig í þessu ókunna landi, drógu því kúrakana á land og báru á sjálfum sér upp í landið, vestur fyrir Þorbjarnarfell, þar út í hraunið. Þar hlóðu Piktar sína síðustu geislastoð.”

Heimild:
-Þjóðviljinn, 171. tbl. 13.09.1990, Síðasta geislastoð Pikta – Jón Þór Jóhannsson, hugleiðing, bls. 5.

Heimildir:
Lloyd & Jennifer lang 1990: Celtic Britain and Ireland, The Myth of the Dark Ages, Irish Academy Press. Jón Jóhannesson 1956: Íslandssaga I, Ísafoldarprentsmiðja.

Eldvörp

Nýfundið byrgi í Eldvörpum.