Draugshellir

“Gamlir annálar segja mér, að eldar hafi á liðnum öldum brunnið við Reykjanes, svo sem það ber merki um enn í dag. Árið 1210 var eldgos við Reykjanes og þá komu eldeyjar upp, sem svo sukku síðar í sjó. Eldgosin við Reykjanes raðast svo sem dökkar perlur á band.
Valahnukur-221Að vera uppi á Valahnúk og horfa yfir landið er lífsreynsla, þar sem ártöl annálanna renna um hugann.
— Eldar við Reykjanes hafa brunnið í fortíðinni og munu brenna í nútíðinni þó að um engar hrakspár sé að ræða. Það er reyndar langt síðan óhappaskipið Clam strandaði við Reykjanes og dauðir Kínverjar veltust í fjörunni. En það var ekki í fyrsta skiptið, sem harmileikur átti sér stað á þessu úthorni landsins okkar. Í mínum huga eru þeir síðustu þó eftirminnilegri en þeir sem sagan geymir, því suma þeirra sá ég sjálfur í morgunbirtu, en sá tími er líka liðinn en veldur minningum, sem vara til lokadags. Framundan eru nú rjúkandi hitasvæði Reykjaness, þar leitar hitinn, sem undir býr, nokkuð upp úr yfirborðinu og gufurnar mynda ský, þó að annars sé bjart í lofti. Sýrfell er þarna til vinstri, gamall goshaugur, fallegur í kyrrðinni, þó að annar hafi verið svipurinn, þegar það var að verða tii, en þá leit enginn maður moldu. Hér á báðar hendur, um það bil er gufusvæðinu lýkur, eru rústir af byggð. Þar bjó hann Höjer, líklega danskur Gyðingur, með sinni pólsku konu. Þar hafði karlinn komið upp gróðurhúsum og leirbrennslu og var hvort tveggja vel gert — líklega fyrsta tilraunin til nýtingar jarðvarma á Reykjanesi, fyrir utan litlu sundlaugina í hraunsprungunni þar sem fellur út og að, en er alltaf jafn góð.
Gunnuhver-221Þessi Höjer á Reykjanesi var duglegur maður en svolítið skrítinn eins og ég og þú. Hvað er orðið af honum núna veit ég ekki, en rústirnar af gróðurhúsunum ag leirbrennslunni eru ennþá til og mættu einhverjir nútímamenn taka þessar rústir til athugunar um leið og efnavinnsla hefst á Reykjanesi.
Það var gott að koma að Reykjanesvita eftir nokkuð langa göngu um hraun og sanda — en það var líka gott að koma til Höjers — kaktusarnir voru þá móðins og bakpokinn þyngri, þegar út úr gróðurhúsinu var komið. Svo heldur gangan áfram um hlykkjóttan veginn, þar sem eldur býr undir og víða andar úr sprungum, því Reykjanesið á meðal annars sögu sína skráða í hverju hraunlaginu yfir öðru. Sum þeirra eru eldri en landnám Moldagnúpssona, en önnur yngri, því eldar og úthaf hafa verið förunautar þessa eldsorfna skaga. Næst er komið að Háleyjum, þar sem brimaldan hefur hlaðið mikinn vegg úr fægðum steinum, fallegan til að sjá en erfitt að klöngrast yfir, þar morar allt af myndum og dýrð. Þessi steinagarður umlykur nokkurn grasblett, þar sem loðnan lá langt inni á landi eftir álandsveður áður en farið var að veiða hana svo óskaplega eins og nú er gert.
Þau eru mörg skipin, sem hafa skilið eftir kjöl sinn við þessa úfnu strönd, þar sem brimið þylur dauðra manna nöfn. Ég ætla mér enga skýrslugerð um skipaskaða við þessa strönd.
Það er til annála fært og margir aðrir lífs og liðnir mér færari þar um. Ég er husatoftir-221aðeins að ramba um Reykjanesið, sjálfum mér til ánægju, um leið og ég hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
Svo liggur leiðin milli úfins hrauns og sæbarinna stranda. Gjárnar kljúfa raunið á stundum, þar fellur út og að i lítið söltu vatni, því vatnskúpan undir er í andstöðu við sjóinn sem sækir að utan. Svolítið er af stórum álfiski i þessum gjám, en það er meira gaman að horfa á hann en að veiða. Svo opnast útsýn yfir einn hraunhólinn til hins yfir gefna Staðarhverfis, sem áður fyrr var eitt af æðaslögum athafnalífsins, en geymir nú kirkjugarð þeirra í Grindavík, þar sem Dannebrogsmenn og aðrir stórhöfðingjar hvila við hlið þeirra, sem sóttu sjóinn og unnu hörðum höndum. Staðarhverfið er hrörnandi og mannlaust síðan síðasti víkingurinn, hann Manni á Stað, stóð ekki upp úr stólnum sínum og hætti að hlæja svo að jörðin skalf. Hvert af þessum auðu húsum á sína sögu, margslungna og merkilega. Hér var hluti af því starfi, sem hefur svo dásamlega skilað okkur áfram til líðandi stundar, allt frá því að enskir, þýzkir og danskir börðust um Grindavík og hennar klippfisk, þar sem hundruð af Sölku Völkum hafa verið til.
Léttum fótum skal gengið um gamla staði. Hér á Blómsturvöllum (einkennilegt nafn í auðninni) stóð hús skáldsins Kristins Péturssonar — núverandi Kristins Reyrs. Ég tek úr föllnum veggjum einn smástein til minja um að hafa komið að vöggustað skáldsins, sem ennþá er „Staðhverfingur”.
Að styðja sig við kirkjugarðsvegginn er mikið áfengi fyrir hugann og horfa yfir byggðina sem var og um himna og haf, sem er eins og það var, brosandi eða þunglynt, eftir því hvaða örlög eru ákveðin.
Jarngerdarstadir-221Húsatóftir blasa við og að baki þeirra gjáin, sem margar ljúfar minningar eru tengdar við og þar ofar í hrauninu eru Eldvörpur, þar sem gufar upp úr eftir hvern rigningardag, og þar á hrafninn sér hreiður.
Húsatóftir var höfuðból, byggt á þáverandi byggðastefnu fyrir nær hálfri öld, en fór svo í rusl eins og mörg önnur góð áform, en varð síðar ríkiseign, svo ríkið mætti eignast hlut Húsatófta í Stapafelli með meiru. Við skátarnir fengum húsið og lönd þess lánuð og höfðum þar sumardvalarheimili fyrir börn í 3 ár. Það voru gleðileg ár — en krónurnar reyndust ekki nógu margar, því húsið var skemmt svo mikið um haust og vetur.
Víkurnar og varirnar í Staðarhverfi liggja lognværar þessu sinni, þó að oft hafi áður aldað þar meira. Mörg sprek Hggja þar á fjöru og sum langt uppi á landi, því brimaldan stríða hefur nokkuð óglögg landamæri. Svo er Staðarhverfið og Húsatóftir að baki, en framundan eru melar, sandur og hraunflákar, gjár, pollar og sprungur — og núorðið nokkrir hrynjandi fiskhjallar og stóra loftskeytastöðin nær því yfirgnæfir Þorbjörn með sína þjófagjá.
— Þá kemur Grindavíkin í sjónmál með sína Járngerðarstaði, Garðhús, Krosshús og svo framvegis. Þó að Grindavíkin sé virðulegur hluti af rambi um Reykjanesið, þá skal að sinni staldrað við og horft og hugsað, enda snarlega komið inn í annað landnám. Reykjanesið og þess harða lífsbarátta er land til að skoða.” – Helgi S.

Heimild:
-Morgunblaðið, 13. júní 1973, bls. 11 og 19.

Grindavík

Járngerðarstaðir.