Tag Archive for: Grindavík

Kringlumýri

Í „Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði“ árið 1998 segir m.a. um Gestsstaði í Krýsuvík:

Gestsstaðir

Tóftir Gestsstaða í Krýsuvík – austan hálsa.

„Gestsstaðir skal hafa verið jörð heitið nálægt Krýsuvík undir Móhálsum austanverðum, þar allnærri sem nú liggur almenningsvegur. Sjer þar enn nú bæði fyrir túngarði og tóftum. En völlur er allur uppblásinn og kominn í mýri, mosa og hrjóstur, so ómögulegt er jörðina aftur að byggja. Þar með liggur hún aldeilis í Krýsuvíkurlandi og kann ekki fyrir utan skaða Krýsuvíkur landsnytjar að hafa. Hefur og so lánga tíma í eyði legið, en engi veit til nær hún hafi bygð verið.“ „Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunnan undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík. …Fram undan Hverafjalli eru rústir Gestsstaða, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir – minjar.

„Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Bæjartóftin er 10 ft löng frá austri til vesturs, hefur engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dys sjást ógjörla, en á suðurhlið hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum nér norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 5 fðm löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir verið umgirt, er það víða komið í sand af frárennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum sannleikann í þeim. Jörðin Gestsstaðir hefir verið í eign Krýsuvíkurkirkju. Hefur bærinn og kirkjan því verið flutt í Gestsstaðaland eftir eldinn. En við það hafa Gestsstaðir verið að nýta hjáleigur í nytum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“ Framangreind lýsing er höfð eftir Brynjúlfi Jónssyni frá árinu 1902.

Gestsstaðir

Gestsstaðir, austan hálsa – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna og Páls (1703) segir frá jörðinni Gestsstöðum nálægt Krýsuvík. Þá voru greinilegar bæði tóftir og túngarður þó mikið væri uppblásið. Bærinn hafði þá verið svo lengi í eyði að enginn vissi hvenær hann var byggður síðast.

Gestsstaðir

Tóft vestan við Gestsstaði.

Matthías Þórðarson, Þjóðminjavörður, friðlýsti eyðibýlið Gestsstaði við Krýsuvík árið 1930 á grundvelli lýsingar Brynjúlfs Jónssonar er birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903, bls. 50, undir yfirskriftinni „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“: „Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar enn fyrir tóftum, og hefir þar verið stórbýli á sínum tíma.

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Bæjartóftin er 10 fðm. löng frá austri til vesturs, hefir engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhliðinni hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum né norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 6 fðm. löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir og verið mikið og umgirt, en nú er það víða komið í sand af árennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum, að Krýsuvík hefði í fyrstu heitið Ges[s]tstaðir og staðið vestur við hálsinn.

Gestsstaðir

Gestsstaðir – eystri tóftin og gerði.

Nú þykist eg skilja sannleikann í þeim. Jörðin Geststaðir hefir verið eign Krýsuvíkurkirkju. Hefir bærinn og kirkjan því verið flutt í Geststaðaland eftir eldinn. En við það hafa Geststaðir verið sviftir nytjum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“
Í örnefnaskrá segir að á Gestsstöðum sjái fyrir miklum tóftum og að þar muni hafa verið stórbýli sem munnmæli séu um að hafi fyrrum heitið Krýsuvík. Rústirnar eru undir blásnum hól, ca. 150 m suðvestur af Krýsuvíkurskóla, á um það bil 30×50 metra stóru svæði. Í fornleifaskráningu Bjarna F. Einarssonar eru skráðar þarna 3 tóftir, bæjarrúst, garður/gerði og ógreinileg rúst.
Heimildir eru einnig um aðra rúst uppi á hálsinum ekki langt frá, hún stendur stök og greinilegt grjót í hleðslum.

Kringlumýri

Gestsstaðir „vestan hálsa“. Líklegra er þó að þarna sé um að ræða seltóft og þá væntanlega frá Húshólmabæjunum (Gömlu Krýsuvík).

Málið er að þeir Gestsstaðir, sem „hefðu í fyrstu heitið Gestsstaðir vestur við hálsinn“, hafa hingað til aldrei ratað inn í fornleifaskráningar, hingað til a.m.k., þrátt fyrir eftirlit Fornleifastofnunar með gildi slíkra skráninga. Tilvist minja um slíka heimild er þó til á vettvangi. Og telja má víst, að fornleifafræðingar, sem á eftir koma, munu ekki vísa í þessa heimild. Slík er smánin.

Kringlumýri

Kringlumýri vestan Sveifluhálss.

Vestan Móhálsa [eldra nafn á Sveifluhálsi] er að finna mjög fornar minjar, mjög líklega eldri en elstu minjar, sem hingað til hafa fundist hér á landi. Um er að ræða minjasvæði á þurrsvæði ofan mikillar mýri. Bæjarhóllinn er nú orðinn fordjarfaður; lítt mótar fyrir veggjum, nema kannski miðsvæðis. Þar virðist hafa verið meginbygging, en allt umhverfis virðast hafa verið ýmskonar húsakostir. Ekki sést móta fyrir girðingum eða gerðum umleikis.
Lækir renna beggja vegna minjasvæðisins. Líklegt má þykja að hæð þeirra í landslaginu og afurð þeirra hafi breyst í gegnum aldirnar. Neðar er umfangsmikil mýri og neðst í henni er forn skjólgóður gígur með vatnssvarmi.
Svæðið í heild er einstaklega skjólgott fyrir nánast öllum veðráttum.

Hettustígur

Hettuvegur – gatan er vel mörkuð í móbergið.

Hettusvegur, millum Krýsuvíkurbæjanna og Vigdísarvalla, liggur með vestanverðri Hettu ofan Kringlumýrar.  Vegurinn er vel markaður í hlíðina á köflum. Vegurinn sá virðist hafa týnst, eftir því sem hann varð fáfranari á millum svæðanna, en fannst síðan aftur eftir leit áhugamanna.

Krýsuvík

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – eystri bæjarhúsin (útihús).

Í fyrstu töldu FERLIRsfinnendur minjasvæðisins að þarna hefði verið um að ræða selstöðu frá „Húshólmabæjunum“, einum elstu mannvistarleifum í Krýsuvík sem og landinu öllu – sjá HÉR.

Kringlumýri

Kringlumýri – líklega ein elsta selstaðan á Reykjanesskaganum.

Tiltölulega auðvelt var að rekja augljósa forna götu niður og upp með mýrinni – allt þar til lækirnir koma saman neðan hennar, allt niður að Krýsuvíkur-Mælifelli. Þar hverfur gatan í hraunið er rann 1151 – áleiðis niður í Húshólma. Sjá HÉR.

Minsjasvæðið í Kringlumýri hefur aldrei notið verðskuldaðrar athygli hingað til, hvorki í umfjöllun né í fornleifaskráningum af svæðinu – hvað þá að það hafi verið rannsakað að verðleikum. Ekki er ólíklegt að minjarnar þar kunni að vera frá sama tíma og minjarnar í Húshólma – eða jafnvel enn eldri.

Til er frásögn af pöpum í Hettu ofan Kringlumýrar – sjá HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, 1998.
-JÁM III, 7; Ö-Krýsuvík, 8 15; Árbók 1903, 50.
-Krýsuvík – Trölladyngja, Fornleifaskráning, Fornleifavernd ríkisins 2008.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902, eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 50.
-Árni Magnússon og Páll Vídalin: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 7.

Kringlumýri

Kringlumýri.

Húshólmi

Í tímaritið Jökul 1988 skrifa Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson um „Krýsuvíkurelda„. Greinin nefnist „Krýsuvíkureldar I  – Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins“.

Ágrip
JökullÍ grein þessari er fjallað um aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins. Aldur hraunsins er kannaður í ljósi öskulaga sem eru undir því og ofan á.
Eitt þessara öskulaga er svonefnt miðaldalag og eru leidd sterk rök að aldri þess og uppruna. Einnig eru geislakolsaldursgreiningar leiðréttar með nýjustu aðferðum. Ofangreindar athuganir eru bornar saman við ritheimildir og teljum við okkur geta ákvarðað aldur Ögmundarhrauns upp á ár. Í lokin er getið um aldursákvörðun forns torfgarðs í Húshólma sem reynist vera eitt af elstu mannvirkjum sem fundist hafa á Íslandi.

Inngangur

Húshólmi

Húshólmi – tilgáta.

Nokkuð hefur verið ritað um aldur Ögmundarhrauns á Reykjanesi á undanförnum árum og hefur sitt sýnst hverjum. Jón Jónsson (1982, 1983) og Sigurður Þórarinsson (1974) hafa á grundvelli geislakolsaldursgreininga og afstöðu hraunsins til mannvistarleifa í Krýsuvík dregið þá ályktun, að það hafi brunnið á öndverðri 11. öld. Sveinbjörn Rafnsson (1982) hefur kannað sögulegar heimildir um hraunið og kirkjustaðinn í Krýsuvík og álítur hann, að hraunið hafi runnið seint á tímabilinu 1558-1563.

Húshólmi

Húshólmi – garður.

Þorvaldur Thoroddsen (1925) áleit að Ögmundarhraun gæti hafa runnið 1340 og Jónas Hallgrímsson (útg. 1934-37) var sömu skoðunar. Tómas Tómasson (1948) og Einar Gunnlaugsson (1973) hafa rakið heimildir um eldgos á Krýsuvíkursvæði en taka ekki afstöðu til aldurs Ögmundarhrauns. Ástæða þess, að áhugi hefur verið meiri fyrir könnun Ögmundarhrauns en annarra hrauna á Reykjanesi er sú, að það hefur runnið yfir bæ og önnur mannvirki s.s. fjárrétt og torf- og grjótgarða, sem sjást í hraunjaðrinum.
Gjóskulag sem nefnt hefur verið miðaldalagið hjálpar til við ákvörðun á aldri Ögmundarhrauns og skal fyrst reynt að varpa ljósi á aldur þess. Miðaldalagið er eina gjóskulagið frá miðöldum auk landnámslagsins sem finnst í jarðvegssniðum á svæðinu.
Í þessari grein verður skýrt frá niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru síðla hausts 1987.

Ögmundarhraun
Krýsuvíkureldar
Ögmundarhraun (mynd 1) er komið upp í eldstöðvakerfi sem oftast hefur verið kennt við Krýsuvík, en stundum við Trölladyngju. Eldstöðvakerfið einkennist aðallega af gígaröðum og gapandi gjám og sprungum. Sprungureinin er víðast um og innan við 5 km breið og nær 50 km löng. Hún nær frá Ísólfsskála í suðvestri, norðaustur um Núpshlíðarháls og Sveifluháls og áfram um Undirhlíðar og Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð. Við Helgafell endar gos virknin að mestu en sprungurnar ná lengra til norðausturs yfir Heiðmörk, Elliðavatn og Rauðavatn og enda í Mosfellssveit.

Trölladyngja

Trölladyngja og nágrenni.

Eldgos í kerfinu verða að líkindum með svipuðum hætti og gerðist í Kröflueldum, þ.e. í umbrotahrinum sem einkennast af gliðnun lands og kvikuhlaupum, oft jafnhliða eldgosum, en síðan verða hlé á milli.
Síðustu eldsumbrot í Trölladyngju- og Krýsuvíkurkerfinu mætti nefna Krýsuvíkurelda því þá eyddist bærinn í Krýsuvík. Útbreiðsla hrauna sem þá runnu er sýnd á mynd 1. Hraunin hafa að mestu fyllt Móhálsadal milli Núpshlíðarháls og Sveifluháls, og runnið til sjávar í suðri. Nyrst í Móhálsadal slitnar gígaröðin á 7 km kafla en tekur sig aftur upp norðan við Vatnsskarð og liggur þaðan meðfram Undirhlíðum allt norður á móts við Helgafell. Hraun frá þessum hluta gígaraðarinnar (Kapelluhraun o.fl.) hafa runnið til sjávar milli Hvaleyrarholts og Straumsvíkur og er ætlun okkar að fjalla nánar um þau í annarri grein um Krýsuvíkurelda sem nú er í smíðum. Jón Jónsson (1982) hefur áður haldið því fram að Ögmundarhraun, Kapelluhraun og Gvendarselshraun hafi runnið í sömu goshrinu.

Rústir í Ögmundarhrauni
Krýsuvíkureldar
Í Ögmundarhrauni em nokkrir óbrennishólmar, en svo nefnast landskikar umluktir sögulegu hrauni. Stærstur er Húshólmi sem er austast og neðst í hrauninu en nokkru vestar og ofar er Óbrennishólmi.

Húshólmi

Húshólmi – skáli í gömlu Krýsuvík þar sem nú er Húshólmi.

Rústir em í báðum þessum hólmum (mynd 2). Merkastar eru rústirnar í svonefndum Kirkjulágum sem em smáhólmar skammt vestan við Húshólma. Þeim hefur Brynjúlfur Jónsson (1903) lýst. Þar eru greinilegar rústir af bæjarhúsum sem hlaðin hafa verið að mestu úr lábörðu grjóti. Í efri láginni hefur hraunið mnnið upp að byggingum og að hluta yfir þær. Í neðri láginni er m.a. ein tóft sem hraunið hefur ekki náð að renna yfir og hefur verið talið líklegt að þar hafi verið kirkja eins og örnefnin Kirkjulágar og Kirkjuflöt benda til.

Húshólmi

Húshólmi – kirkjutóft.

Hús þetta virðist hafa verið brúkað eftir að hraunið rann sem sést af því hve miklu greinilegri og hærri tóftin er heldur en þær sem hraunið hefur lagst upp að. Húsið hefur dyr í vestur og snýr eins og kirkjur hafa gert um aldir.
Þar sem segir frá Krýsuvík í dagbók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (31. maí 1755) og einnig í hinni prentuðu ferðabók þeirra (Eggert Olafsson, 1772) er þess getið að hraunflóð hafi eytt kirkjustað sem Hólmastaður hét. Það átti að sögn heimamanna í Krýsuvík að hafa gerst tveim öldum áður en Eggert og Bjarni komu þar. Nafnið Hólmastaður bendir til að staðurinn dragi nafn af Húshólma en það nafn hefur hann vart fengið fyrr en eftir að Ögmundarhraun rann.
Landslag við bæjarrústirnar bendir til að bærinn hafi staðið nærri sjó, sennilega við austanverða vík, sem hefur verið hin eiginlega Krýsuvík, en hún hefur fyllst af hrauni í Krýsuvíkureldum. Í sjávarkampinn hafa menn sótt grjót í byggingar á hinu forna bæjarstæði í Krýsuvík.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Í Húshólma eru tveir garðar, sem hverfa inn undir hraunið (mynd 2). Efri garðurinn liggur þvert yfir hólmann og hefur að mestu verið hlaðinn úr torfi en þó sést í grjót á stöku stað. Allnokkur hluti hans er nú blásinn. Neðri garðurinn liggur í sveig vestast í hólmanum og er mun meira grjót í honum en þeim efri. Þessi garður mun marka það stykki sem nefnt var Kirkjuflöt. Efst í Húshólma er lítil fjárborg forn og niðri við gamla fjörukampinn er lítil hústóft.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi; fjárborg eða virki!?

Í Óbrennishólma eru tvö mannvirki. Annað er fjárborg sunnan til í hólmanum en hitt eru leifar af fjárrétt nyrst í honum og hefur Ögmundarhraun runnið að nokkru yfir og inn í hana (Jón Jónsson, 1982).
Gata liggur í Húshólma austan frá. Hún er greinilega rudd og 2-3 m á breidd og allgreiðfær. Augljóst er af ummerkjum að þessi vegagerð er ekki frá síðustu tímum. Í dagbók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferð þeirra til Krýsuvíkur er þess getið að þáverandi bóndi þar hafi lagt veg út í hólmann með miklu erfiði (sbr. Sveinbjörn Rafnsson, 1982). Þá gæti gatan hafa komist í núverandi horf. Engin gata er milli Húshólma og Óbrennishólma. Gata liggur úr neðri Kirkjulág og vestur að Selatöngum en í Óbrennishólma liggur gata frá Latfjalli og úr hólmanum niður að sjó. Af loftmyndum að dæma hefur gatan að hinu forna bæjarstæði í Krýsuvík austan að legið nokkru neðar en sú gata sem nú liggur í Húshólma (mynd 2).

Gjóskulagasnið
Krýsuvíkureldar
Til að kanna aldur Ögmundarhrauns voru mæld nokkur gjóskulagasnið, bæði við jaðra hraunsins og utan þess (myndir 3 og 5). Á þessu svæði eru nokkur lík gjóskulög af þekktum aldri.

Landnámslagið
Krýsuvíkureldar
Þekktasta gjóskulagið á þessu slóðum er svonefnt landnámslag. Lagið er venjulega tvílitt, neðri hlutinn er ljós og efri hlutinn dökkur, en á Reykjanesskaga er það oftast hvítgult og slitrótt en þó auðþekkjanlegt. Ekki hefur tekist að finna dökka hlutann á sunnanverðum skaganum eða vestar en í Reykjavík. Lagið hefur greinilega fokið til og því að líkindum fallið að vetri til. Landnámslaginu fylgja yfirleitt litaskipti í jarðvegssniðunum og er jarðvegurinn dökkur undir því, en ljósari ofan þess og fokkenndari. Þessi litaskipti hafa verið álitin marka upphaf búsetu í landinu (Þorleifur Einarsson, 1974). Lagið hefur verið notað til að ákvarða hvaða hraun á Reykjanesi hafi brunnið eftir að land byggðist (sbr. Jón Jónsson, 1983).

Aldur landnámslagsins
Krýsuvíkureldar
Um aldur landnámslagsins hefur allmikið verið ritað og hefur Margrét Hallsdóttir (1987) tekið saman yfirlit um það.

Reynt hefur verið að aldurssetja landnámslagið með þremur ólíkum aðferðum. Í fyrsta lagi með geislakolsgreiningum. Í öðru lagi með könnun á afstöðu þess til annarra þekktra gjóskulaga og aldur þess síðan reiknaður út frá jarðvegsþykknun. Í þriðja lagi með tengingu við frávík í sýrustigi í ískjörnum í Grænlandsjökli en frávikin eru rakin til eldgosa.

Landnámslagið

Landnámslagið.

Geislakolsgreiningar eru þeim annmarka háðar að mæliskekkja er sjaldnast minni en 50 ár til eða frá.
Þær aldursgreiningar sem til eru af landnámslaginu benda til síðari hluta níundu aldar (Sigurður Þórarinsson, 1977; Hreinn Haraldsson, 1981; Margrét Hallsdóttir, 1987).
Guðrún Larsen (1982, 1984) hefur sett fram þá tilgátu að sýrustigsfrávik í Grænlandskjörnunum 897-898 gæti orsakast af eldgosi því sem myndaði landnámslagið. Skekkjan er 1-2 ár. Bryndís G. Róbertsdóttir og Haukur Jóhannesson (1986) reiknuðu aldur lagsins út frá afstöðu þess til annarra þekktra öskulaga og fengu ártalið 901-902. Í þessari grein er reiknað með að landnámslagið sé fallið um 900.

Miðaldalagið
Krýsuvíkureldar
Annað nokkuð vel þekkt gjóskulag á Reykjanesskaga er svonefnt miðaldalag. Gunnar Ólafsson (1983) hefur kannað útbreiðslu þess og reynt að heimfæra það upp á eldgos sem getið er í rituðum heimildum. Lagið er þykkast yst á Reykjanesskaga þar sem það er um 20 cm og auðvelt er að rekja það inn allan skagann. Upptök öskulagsins eru í sjó við Reykjanestána. Leifar gígsins eru Karlinn, stakur drangur skammt undan landi, en hluti af gígbarminum er skammt norðvestur af Valahnúk og hefur yngra Stampahraunið runnið upp að honum.

Reykjanes

Reykjanes – loftmynd.

Yngra Stampahraunið er því runnið á sögulegum tíma. Miðaldalagið er dökkt og nokkuð jafngróft og auðgreint frá Kötlulaginu 1485 sem er kolsvart og fínkornótt en það finnst greinilega á norðanverðum skaganum.
Gunnar Ólafsson var í vafa um hvernig heimfæra skyldi gos þetta upp á ritaðar heimildir um eldgos á svæðinu. Hann komst að þeirri niðurstöðu að heimildir bendi til áranna 1226/27 eða 1231 en útreikningar á jarðvegsþykknun milli þekktra gjóskulaga (landnámslags og gjóskulags frá Kötlu sem ýmist er talið fallið um 1485 eða 1500 (Sigurður Þórarinsson, 1967; Guðrún Larsen, 1978), bendi til ársins 1340. Hann endar greinargerð sína á eftirfarandi orðum: „Hér verður ekki gert upp á milli þessara þriggja gosára.“

Aldur miðaldalagsins

Landnámsöskulagið

Dökka lagið með ljósum botni þar fyrir neðan er Landnámsöskulagið. Ofan þess má m.a. sjá Miðaldaöskulagið.

Til að gera sér betur grein fyrir því, hvaða ár miðaldalagið féll, er vert að rýna í heimildimar að nýju. Augljóst er, að goshrina hefur verið í sjó undan Reykjanesi frá 1210 eða 1211 til 1240, og virðist hún hafa náð hámarki á þriðja áratug aldarinnar. Annálar, Biskupasögur og Íslendinga Saga eru nokkuð samhljóða um þessa atburði. Hér á eftir verða heimildirnar prentaðar hráar. Það sem Setbergsannáll segir umfram aðra annála er talinn skáldskapur höfundarins. Stafsetning á Oddaverjaannál er ekki samræmd því Storm (1888) hefir fellt út hluta af textanum ef hann er samhljóða öðrum annálum, einkum Konungsannál og Lögmannsannál.
Tilvitnun úr annálabrotum Gísla Oddssonar er tekin eftir þýðingu Jónasar Rafnar (Gísli Oddsson, 1942) en frumritið er ekki til lengur, heldur aðeins latnesk þýðing (sjá Gísli Oddsson, 1917). Tilvitnanir í Íslendinga Sögu era teknar úr Sturlunga Sögu (1946).
Tilvitnanir í einsakar biskupasögur era teknar úr Biskupa Sögum (1858-1878). Tilvitnanir í aðra annála en annál Flateyjarbókar, annálabrot Gísla Oddssonar og Setbergsannál eru teknar úr Storm (1888). Annáll Flateyjarbókar er í Flateyjarbók (1945).

Eldey

Eldey.

1210:
„Elldur wm Reykianes: Saurli fann Elldeyiar hinar nyo enn hinar horfnar er alla æfi haufðu stadit“ (Oddaverjaannáll bls. 478). Sigurður Þórarinsson (1952, 1965) setur þessa heimild ranglega við 1211.
Um 1210?:
„Á vorum dögum hefur það gerst að hafið hefur á þriggja mílna svæði ólgað og soðið eins og í potti, en jörðin opnast og kastað upp úr djúpunum eldlegum gufum og myndað stórt fjall upp úr sjónum“ (Noregskróníka á latínu (Munch, 1850), þýðing Sigurðar Þórarinssonar (1965)). Sigurður Þórarinsson (1965) telur að hér sé átt við eldgos undan Reykjanesi 1211 og verður ekki annað séð en hér sé á ferð lýsing á myndun Eldeyjar.
1211:

Eldey

Eldey.

„Elldr kom vpp ór séa. Sörli Kols sonr fann Elldéyiar“ (Konungsannáll bls. 123).
„Elldr kom vpp or sia fyrir Reykia nesi. Sörli Kols son fann Elld eyiar“ (Skálholtsann áll bls. 182).
„Eldr kom upp ór sjó. Sörli fann Eldeyjar“ (Annáll Flateyjarbókarbls. 311).
„En viku fyrir andlát Páls biskups sýndist túngl svá sem roðra væri, ok gaf eigi ljós af sér um miðnætti í heiðviðri, ok bauð þat þá þegar mikla ógn mörgum manni“ (Páls biskups saga bls. 145; Páll biskup lést þriðjud. 29. nóv. 1211. Roðra=blóð – innskot höf.).
„..en hér má sjá, hversu margr kviðbjóðr hefir farit fyrir fráfalli þessa hins dýrliga höfðíngja Páls biskups: jörðin skalf öll og pipraði af ótta (harður jarðskjálfti varð þetta ár samkvæmt mörgum annálum og fórust 13-14 menn – innskot höf.); himin ok skýin grétu, svá at mikill hlutr spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá er náliga var komit at hinum efstum lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann ok fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómr stóð yfir sýndist náliga allar höfuðskepnur nokkut hrygðarmark á sér sýna frá hans fráfalli“ (Páls biskups saga bls. 145).

Önglabrjótsnef

Gígur ofan Kerlingarbáss. Karlinn fjær.

„Þat fylgir þessum fádæmum, at í sjálfu hafinu, viku sjávar suðr undan landinu, hefur upp komit af eldsganginum stórt fjall, en annat sökk niðr í staðinn, þat er upp kom í fyrstu með sömu grein“ (Guðmundar saga Arasonar Hólabiskups bls. 5; Vika sjávar er forn mælieining sem virðist hafa verið breytileg frá um fimm km upp í liðlega átta – innskot höf.).
Sigurður Þórarinsson (1965) rekur einnig nokkrar erlendar heimildir sem eiga við um neðansjávargos á öndverðri 13. öld og telur að minnsta kosti eina þeirra eiga við eldgosið 1211 (Munch, 1850).
1223:
„Elldz vppkuama fyrir Reykianese“ (Oddaverjaannáll bls. 479).
„Enn fremur eldgos við Reykjanes“ (Annálabrot Gísla Oddssonar, bls. 10). Sigurður Þórarinsson (1965) nefnir ekki þetta eldgos.

Karlsgígurinn

Stampahraunið á Reykjanesi.

1225:
„Sandwetur ai Jslandi“ (Oddaverjaannáll bls. 479).
„Sandvetur hinn mikli víðast um Island, svo peningur almúgans hafði litla björg afjörðu og varð oftast hey að gefa“ (Setbergsannáll bls. 25).
1226:
„Ellz vpqvama fyr Revkia nesi“ (Resensannáll bls. 24).
„Elldz upqvama fyrir Reykjanesi“ (Höyersannáll bls. 64).

Stampar

Stampagígaröðin myndaðist um 1230.

„Elldr i séa firir Réykianesi. Myrkr vm miðian dag“ (Konungsannáll bls. 127).
„Elldr fyrir Reykia nesi“ (Skálholtann áll bls. 186).
„Elldr fyrir Reykia nesi“ (Gottskálksannáll bls. 326). „Sandfalls wetur ai Jslandi. Elldr i séa fyrir Réykianesi. Myrkr vm miðian dag“ (Oddaverjaannáll bls. 479).
„Elldz vppkuama fyrir Reykianese“ (Lögmannsannáll bls. 255).
„Það varð til um sumarið, að mikið myrkur varð um miðdegi” (Setbergsannáll bls. 25).
„Vetur markverður vegna skaðlegs sandfoks; einnig myrkvi á hádegi. Eldgos úr hafi við Reykjanes“ (Annálabrot Gísla Oddssonar bls. 10).
„Eldr í sjó fyrir Reykjanesi. Myrkr um miðjan dag“ (Annáll Flateyjarbókar bls. 315).
„Sumar þetta var illt ok vátviðrasamt. Kom upp eldr ór sjónum fyrir Reykjanesi“ (Íslendinga Saga bls. 311).
„Sumar þetta var illt ok vandréðasamt. Kom upp eldr or sjónum fire Reykjanese“ (Guðmundar saga Arasonar hin elsta bls. 546).
1226/27:
„Þessi vetr var kallaðr sandvetr ok var fellivetr mikill, ok dó hundrað nauta fyrir Snorra Sturlusyni út í Svignaskarði“ (Íslendinga Saga bls. 314-15).
„Sandvetr hinn mikle ok fjárfellir” (Guðmundar saga Arasonar hin elsta bls. 548).

Gjóskusnið

Unnið við að greina gjóskulög í jarðvegssniði.

1227:
„Sandvetr” (Resensannáll bls. 24).
„Sanduetr a Islande“ (Lögmannsannáll bls. 256).
„Sand vetr“ (Skálholtsannáll bls. 186).
„Sanndvetr“ (Konungsannáll bls. 117).
„Sanduetr” (Gottskálksannáll bls. 326).
„Sanndvetr“ (Oddaverjaannáll bls. 480).

Stampar

Gígar í Yngra- Stampahrauni.

„Sandvetur eins og sá næsti á undan“ (Annálabrot Gísla Oddssonar bls. 10).
„Sandvetr“ (Annáll Flateyjarbókar bls. 315). Beinast liggur við að þessi sandvetur eigi við síðari hluta vetrar 1226/27 og annálagreinar um hann því samstofna frásögn Sturlungu og Guðmundar sögu biskups sem getið er hér næst að framan.
1231:
„Þetta var kallat sandsumar, því at eldr var uppi í sjónum fyrir Reykjanesi, ok var grasleysa mikil“ (Íslendinga Saga bls. 346).
„Þetta var kallat sandsumar, því at eldr var uppe fire Reykjanese ok var grasleysa mikil“ (Guðmundar saga Arasonár hin elsta bls. 553-554).
1238:
„Ellz vppqvama i Revkia nesi“ (Resensannáll bls. 25).
„Elldz upkuama fyrir Reykianesi“ (Höyersannáll bls. 65).
„Elldr firir Réykianesi“ (Konungsannáll bls. 130).
„Elldz vppqvama fyrir Reykia nesi. Varþ brestr mikill at Sauða felli ok margir fyrir burþir“ (Skálholtsannáll bls. 188).
„Elldr fyrir Reykia nesi“ (Gottskálksannáll bls. 327).

Karl

Karlinn við Reykjanes.

„Elldr firir Réykianesi“ (Oddaverjaannáll bls. 481).
„Eldgos við Reykjanes-skaga“ (Annálabrot Gísla Oddssonar bls. 10).
„Eldr uppi fyrir Reykjanesi“ (Annáll Flateyjarbókar bls. 317).
1240:
„Sól rávð. Elldr firir Réykianesi” (Konungsannáll bls. 131).
„Sol varð rauð” (Skálholtsann áll bls. 188).
„Sol raud sem blod: Elldur wpi fyrir Reykianesi“ (Oddaverjaannáll bls. 481).
„Sól rauð sem blóð. Eldgos aftur við Reykjanes“ (Annálabrot Gísla Oddssonar bls.10).
„Eldr fyrir Reykjanesi“ (Annáll Flateyjarbókar bls. 318).

Önglabrjótsnef

Hraun og aska nýlegra hrauna við Önglabrjótsnef á Reykjanesi. Karlinn fjær.

1340:

„Einnig Reykjaneshöfði (Sigurður Þórarinsson (1965) þýðir hér Reykjanesskagi og er svo í Sjávarborgarannál bls. 236 – innskot höf.) eyddist í eldi meira en að hálfu; sjást merki hans ennþá í rúmsjó, gnæfandi drangar, sem af þessu nefnast Eldeyjar, – eða Driftarsteinn, eins og eldri menn vilja kalla þá. Sömuleiðis Geirfuglasker, þar sem allt til þessa sjást fjölmargir brunnir steinar“ (Annálabrot Gísla Oddssonar bls. 11). Síðast nefnda frásögnin er einnig í Sjávarborgarannál við árið 1389 (Þorlákur Markússon, 1940-48) og í Árbókum Espólíns við árið 1390 (Jón Espólín, 1821). Þessi frásögn er hluti af reyfarakenndum frásögnum af eldgosum víða um land og hefur á stundum verið talin uppspuni. Þarflegt væri að kanna sannleiksgildi þessara frásagna betur, en ekki eru tök á því hér.

Önglabrjóstnef

Önglabrjótsnef. Karlinn fjær.

Höfundur Sjávarborgarannáls (Þorlákur Markússon) hefur ekki þekkt annálabrot Gísla Oddssonar og því haft annálsgreinina annars staðar frá og hún þá líklega ekki verið ársett í frumheimild. Jón Jóhannesson (sjá Þorlákur Markússon, 1940-48) hefir rannsakað Sjávarborgarannál. Í hann var sett efni úr a.m.k. einum annál sem nú er glataður, og telja verður víst að hann hafi haft ofangreinda frásögn úr eldri heimild, sem nú er með öllu ókunn. Hugsanlega hefur það verið sama heimildin og Gísli Oddsson hafði undir höndum en þó er það ekki víst. Espólín hefur frásögnina vafalítið úr Sjávarborgarannál. Það er umhugsunarvert að þessi frásögn finnst ekki í gömlu annálunum þ. á m. annál Flateyjarbókar sem er mjög ýtarlegur um fjórtándu öldina (hefur þó gosið í Öræfajökli 1350 í stað 1362) og þar er getið um Heklugosin 1341 og 1389.
ÖnglabrjóstnefFlestar heimildirnar em úr annálum en þeir éta oft hver upp eftir öðrum. Talið hefur verið að þeim annálum sem við nú þekkjum hafi verið steypt saman úr eldri skrám um 1280 (Jakob Benediktsson, 1976). Íslendingasögu verður að telja samtímaheimild og auðsæ tengsl em milli hennar og sögu Guðmundar góða. Það sést best á klausunum um árin 1226 og 1231, sem em nær samhljóða í báðum heimildum. Saga Páls biskups í Skálholti mun rituð skömmu eftir dauða hans og má því telja hana samtímaheimild.
Við lestur biskupasagnanna verður hverjum manni ljóst að höfundar þeirra hafa haft fyrir sér ritaðar skrár m.a. um náttúmhamfarir auk heimilda um marga aðra atburði sem sést best af því að inn í sögurnar er mjög víða skotið efni í upptalningarstíl sem kemur efni þeirra lítið við. Einnig ber að hafa í huga, að sumar klausurnar um eldgos og jarðskjálfta eru nær samhljóða í annálum og biskupasögunum og liggur þá beinast við að álykta að höfundar biskupasagnanna hafi haft frumgerðir annálanna undir höndum og þeir því nær samtíma heimildir um þá atburði sem hér em til umræðu. Því hefir reyndar einnig verið haldið fram að við endurritun biskupasagnanna hafi efni verið skotið inn í þær úr annálum, en það getur vart átt við Guðmundar sögu og Páls sögu því þær eru að sumu leyti ýtarlegri um þessa atburði en annálarnir.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – rann um 1226.

Í stuttu máli virðist sem tíð gos hafi verið í sjó undan Reykjanesi á árunum 1210 eða 1211 til 1240 en telja verður óvíst um eldgos 1340. Eldgos hafa verið. 1210 og/eða 1211, 1223, 1226, 1231, 1238 og 1240. Einnig gæti hafa gosið 1225 því þá getur Oddaverjaannáll um sandvetur. Sandvetur er veturinn 1226/27 samkvæmt Íslendinga Sögu og Guðmundar sögu góða, en annálar hafa sandvetur 1227. Hér er líklega átt við sama atburðinn.

Nýey

Ný eyja rís úr sjó.

Gjóskufalls er og getið við gosið 1231 og að það hafi verið að sumri til (sandsumar). Líklegt er að gjóska sem fallið hefur 1231 falli saman við gjóskulagið frá 1226 og myndi því ekki sérstakt öskulag. Telja má víst, að gjóskufallið, sem varð 1226 hafi verið mikið því getið er um, að myrkur hafi verið um miðjan dag. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur kannaði fyrir höfunda hvort um sólmyrkva hafi verið að ræða en enginn almyrkvi á sólu varð 1226. Því kemur vart annað til greina en að myrkvinn hafi verið af völdum gjóskufalls. Allmikið gjóskufall þarf til að svo sterkt sé til orða tekið, að myrkur hafi verið um miðjan dag. Ekkert annað gjóskulag er þekkt sem getur átt við þennan atburð. Við könnun á miðaldalaginu á Reykjanesi kemur í ljós, að það er víða fokið til og vantar sumstaðar alveg, sem bendir til að það eigi frekar við veturinn 1226/27 en sumrin 1226 eða 1231. Þá taka höfundar Biskupasagnanna og Íslendinga Sögu mun sterkar til orða um sandfallsveturinn og afleiðingar hans sem bendir einnig til meira öskufalls þá en 1231.

Óbrennishólmi

Óútskýrð tóft í Óbrennishólma.

Haukur Jóhannesson (1988) hefur mælt þrjú jarðvegssnið í Viðey. Eyjan er utan uppblásturssvæða og því má búast við nokkuð áreiðanlegum niðurstöðum úr útreikningum á aldri miðaldalagsins miðað við jarðvegsþykkt milli þekktra öskulaga. Jarðvegsþykknun er nokkuð jöfn síðustu 1000 árin eða á bilinu 0.04-0.06 cm á ári. í tveimur sniðanna eru þrjú þekkt öskulög, landnámslag, miðaldalag og Kötlulagið frá 1485.

Húshólmi

Húshólmi – garður. Landnámslagið er í garðinum.

Miðað við að landnámslagið sé fallið um árið 900 fást eftirfarandi ártöl fyrir aldur miðaldalagsins: 1170 og 1228 (meðaltal 1199). Út frá þeirri niðurstöðu er nánast útilokað að lagið hafi fallið á fjórtándu öld.
Af ofangreindu má vera ljóst, að yfirgnæfandi líkindi eru til að miðaldalagið hafi fallið 1226, líklega um haustið eða fyrri hluta vetrar, en vitaskuld getur hafa bæst í það 1231. Ekkert annað öskulag hefur fundist á Reykjanesi sem tengst getur þessum eldsumbrotum og gerum við ráð fyrir að það sé að meginhluta fallið síðla árs 1226.

Aldur Ögmundarhrauns – geislakolsaldursgreiningar

Latur

Latur í Ögmundarhrauni.

Til eru fimm geislakolsaldursgreiningar, sem tengjast Ögmundarhrauni. Árið 1974 tók Þorleifur Einarsson (munnl. uppl.) tvö koluð sýni úr eldstæði í rústunum í Kirkjulágum (efri láginni) í Húshólma og lét aldursgreina þau. Þorleifur telur að taka beri þessum aldursgreiningum með varúð þar sem þær geti verið af koluðum rekavið eða mó og því eldri en hraunið. Niðurstöður voru eftirfarandi.
U-2590 980 + 60
U-2591 960 ±170

Gjóskulög

Gjóskulög í jarðvegssniði.

Séu aldursgreiningamar miðjaðar (970 ár) og leiðréttar samkvæmt leiðréttingarlínuriti Stuivers og Beckers (1986) fæst að sýnið sé frá því um 1027 e.Kr. (mynd 4). Sé leiðrétt samkvæmt leiðréttingarlínuriti Stuivers og Pearsons (1986) fæst 1030.
Jón Jónsson (1982) lét gera þrjár aldursgreiningar árið 1979 á koluðum gróðurleifum undan hrauninu.
Tvö sýni, U-4355 og U-4356, vom undan Ögmundarhrauni efst í Óbrennishólma, og eitt sýni, U-4005, var tekið undan hrauninu austan í Núpshlíðarhálsi.
Jón telur þó ekki víst, að þar sé sama hraunið en aldurinn, sem fékkst, er mjög áþekkur hinum.
U-4355 905 ±60
U-4356 940 ±55
U-4005 925 ±70
Meðaltal: 923,3 ár. Miðgildi: 922,5 ár.
Þegar beitt er sömu leiðréttingaraðferð (Stuiver og Becker, 1986) og að ofan (miðgildi er 923 ár) þá koma fimm ártöl til greina: 1044, 1096, 1122, 1141 og 1156 (mynd 4). Sé aftur á móti leiðrétt samkvæmt Stuiver og Pearson (1986) fæst 1050, 1095, 1125, 1142 og 1148.

Álfakirkja

Hraun er hægt að aldursgreina.

Ástæðan fyrir því, að svo mörg gildi fást er óregla í 14C magni í andrúmsloftinu á þessum tíma, en leiðréttingarnar byggjast á geislakolsgreiningum á árhringjum í trjám. Aldursgreiningar Þorleifs gefa nokkuð hærri aldur en aldursgreiningar Jóns eins og búast mátti við af fyrirvara þeim sem Þorleifur hafði gert um aldursmun hraunsins og kolaleifanna í eldstæðinu. Aldursgreining Jóns Jónssonar (1982) af Gvendarselshrauni gefur svipaðar niðurstöður en aldursgreiningar af Kapelluhrauni gefa ekki ótvíræða niðurstöðu.

Gjóskulög undir og ofaná hrauninu

Gjóskulög

Gjóskulög í jarðvegssniði.

Landnámslagið fannst víðast hvar undir Ögmundarhrauni (mynd 5) þar sem grafið var, en milli þess og hraunsins fannst aftur á móti ekkert gjóskulag. Milli landnámslagsins og hraunsins var víðast 2-4 cm þykkur jarðvegur. Í sniðum sem tekin vom utan hrauns en nærri gígunum (mynd 3) reyndist jarðvegsþykktin vera 3-7 cm milli gjóskulagsins og gjalldreifar frá gígunum. Ofan á sjálfu hrauninu fannst aðeins eitt gjóskulag, miðaldalagið og var jarðvegur 0-4 cm þykkur milli hrauns og gjóskulags. Í sniðum sem tekin voru utan hrauns en nærri gígunum reyndist þykktin vera um 2-4 cm frá miðaldalaginu niður að gjalldreif frá Krýsuvíkureldum.

Rauðablástur

Gjall.

Hlutfallið milli jarðvegsþykktar frá landnámslagi að hrauni/gjalldreif annars vegar og þykktar frá hrauni/gjalli að miðaldalagi hins vegar er afar mismunandi frá einum stað til annars og því ekki einhlítt að brúka það til aldursákvörðunar hraunsins. Hraunið eða gjalldreifin frá gosinu er þó í flestum tilvikum mun nær miðaldalaginu en landnámslaginu.

Sögulegar heimildir
Fátt er sögulegra heimilda um eldgos á Reykjaneskaga á þessum tíma og eru þær allar knappar.

1151:
„Elldr i Trölladyngivm. Hvsrið“ (Konungsannáll bls. 115).
„Elldur wppi j Trolla dyngium“ (Oddaverjaannáll bls. 474).
„Eldr í Trölladyngjum. Húshríð“ (Annáll Flateyjarbókar bls. 301).
1188:
„Ellz vppqvama j Trolla dyngiu“ (Skálholtsannáll bls. 180). (Úr Skálholtsannál hefur glatast þ.á.m. fyrir árið 1151 – innskot höf.).

Trölladyngja

Trölladyngja.

Trölladyngja eða Trölladyngjur heitir nyrsti hluti Núpshlíðarháls. í sumum eldri heimildum (Árni Magnússon, 1955) er notað nafnið Dyngjur (og mun þá átt við Grænudyngju og Trölladyngju) og eru þær m.a. eyktarmark frá Kálfatjörn (Pétur Jónsson, 1937-39). Hingað til hefur ekki verið hægt með vissu að heimfæra þessar heimildir upp á eldgos.

Sveifluháls

Sveifluháls.

Einstöku menn hafa álitið að hér væri átt við Trölladyngju eða Dyngjufjöll í Ódáðahrauni (Ólafur Jónsson, 1945). Þar hefur þó ekki fundist hraun sem tengja má þessum heimildum. Þorvaldur Thoroddsen (1925) telur umrædd gos hafa verið í Trölladyngju á Reykjanesi og það gerði Jónas Hallgrímsson (1934-37) einnig. Sigurður Þórarinsson (1965) birti kort af Íslandi þar sem merkt em inn gos á sögulegum tíma og þar telur hann eldgos í Trölladyngju á Reykjanesi vera 1151, 1188 og 1360 en telur þó síðastnefnda ártalið óvisst.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – gígur Drottningar efst.

Jón Jónsson (1983) getur sér þess til að Brennisteinsfjöll hafi áður fyrri verið nefnd Trölladyngjur en ekki hafa fundist nein gögn önnur en klausa í annálabrotum Gísla Oddssonar (1942) sem styðja þá tilgátu og í raun engin ástæða til þar sem Trölladyngja eða Trölladyngjur hafa ávallt verið þekktar þar sem þær nú eru enda við alfaraveg milli Innnesja annars vegar og Krýsuvíkur og Grindavíkur hins vegar (sbr. Ólafur Þorvaldsson, 1949).
Það er athyglivert, að húsrið (þ.e. landskjálfti svo harður að hús hristast) er nefnt í Konungsannál og annál Flateyjarbókar, í framhaldi af eldgosinu. Vafalítið er samband þar á milli sem þá sýnir að átt er við Trölladyngjur á Reykjanesi en ekki í Ódáðahrauni.

Grindavík

Grindavík – jarðskjálftar í nóv. 2023.

Bæði er að jarðskjálftar geta verið nokkuð harðir á Reykjanesskaga og Trölladyngja og Dyngjufjöll í Ódáðahrauni eru fjarri byggð. Þess má einnig geta að eldvirkni í Dyngjufjöllum mun hafa verið hverfandi lítil á umræddu tímabili (Guðmundur E. Sigvaldason, o. fl. í undirbúningi).
Þegar litið er á ofangreindar niðurstöður hníga ýmis rök að því, að Ögmundarhraun hafi runnið á 12. öld og engin ástæða er til að véfengja frásagnir annála af gosi 1151. Gígaröð Krýsuvíkurelda spannar liðlega 25 km og miðhluti hennar liggur skammt austan við Trölladyngju. Eldgosið sem varð 1188 gæti vel hafa verið á svipuðum slóðum og hluti af sömu goshrinu. Þar sem svo langt hefur liðið milli gosanna þá er hugsanlegt að seinna gosið hafi verið mun minna, sbr. reynsluna af Mývatnseldum 1724-1729 og 1749.

Herbert kapelán

Traðarfjöll

Traðarfjöll – loftmynd.

Auk áðurnefndra heimilda um Krýsuvíkurelda er rétt að geta lýsingar Herberts kapelláns í Clairvaux í Frakklandi á hraunrennsli í sjó á Íslandi. Um rit hans, Liber miraculorum (Bók um furður), sem skrifuð var 1178 – 80 hefur Sigurður Þórarinsson (1952, 1975) fjallað allítarlega. Herbert lýsir ýmsum furðum sem gerst hafa á Íslandi og þar segir m.a. (þýð. Jakobs Benediktssonar, birt í grein Sigurðar Þórarinssonar, 1952): „Á vorum tímum hefur það sézt einhverju sinni, að hann (þ.e. vítiseldur – innskot höf.) gaus upp svo ákaflega, að hann eyðilagði mestan hluta landsins allt í kring. Hann brenndi ekki aðeins borgir og allar byggingar, heldur einnig grös og tré að rótum og jafnvel sjálfa moldina með beinum sínum. Og þótt furðulegt sé frásagnar, bráðnuðu fjöll úr grjóti og jafnvel málmi algjörlega fyrir eldi þessum eins og vax, runnu yfir landið og þöktu það, svo að dalirnir umhverfis fylltust af leðjunni og fjalllendi jafnaðist við jörðu. En bráðnu klettarnir, sem runnu út yfir allan jarðveginn í allar áttir, dreifðust síðan, þegar eldinum slotaði, og þá varð yfirborð jarðar eins og úr marmara og eins og steinlagt stræti, og jörðin, sem áður var byggileg og frjósöm, varð að eyðimörk.

Hraun

Hraunmyndun.

Þegar þessi ofsagrimmi eldur hafði eytt land þetta og allt, sem á því var, með óseðjandi græðgi sinni, jók hann við því enn skelfilegra undri, að hann réðst einnig á hafið við ströndina, og þegar hann kom út á hafsdjúpið, tók hann að brenna og eyða vatninu með fáheyrðum ofsa, allt niður á hyldýpi. Auk þess bar eldurinn með sér í flóði sínu gríðarstór fjöll og hæðir, sem aðrir gráðugir eldslogar höfðu steypt um, svo að þar sem vatnið varð að láta undan síga, kom land í staðinn, og fjöllin bárust út í hafsauga. Og þegar þau höfðu fyllt sjóinn algjörlega á löngu og breiðu svæði og gert hafsdjúpið jafnt sjávarströndu, varð sjórinn að þurru landi, svo að þar sem áður var vatn, varð nú fast land um 12 mílur og er ef til vill enn. Enn fremur eyddist í þessum eldum fræg borg og mannmörg, en þar var ágæt höfn við fjörð, sem eyðilagðist þó, þegar sjórinn þurrkaðist upp.“

Kapeluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort.

Sigurður Þórarinsson (1975) telur að hér sé á ferðinni ýkt og ruglingsleg lýsing sem annað hvort eigi við hraunrennsli í sjó og þá líklega Ögmundarhraun, eða jökulhlaup og þá líklega Kötluhlaup, nema hvorttveggja sé. Um heimildarmenn Herberts kapelláns fjallar Sigurður einnig og þar kemur nokkuð merkilegt í ljós. Frásögnina hefur Herbert líklegast eftir Eskil erkibiskupi í Lundi, en hann dvaldi í Clairvaux meðan ritið var samið.

Trölladyngja

Trölladyngja nyrst á Núpshlíðarhálsi.

Eskil erkibiskup vígði Klæng Þorsteinsson til biskups í Skálholti árið 1152, þ.e. árið eftir að annálar nefna gos í Trölladyngjum sem við teljum meginhrinu Krýsuvíkurelda og næsta víst að eldsumbrotin hafa þá verið ofarlega á baugi í fréttum frá Íslandi. Ljóst er að í riti Herberts er farið nokkuð frjálslega með tölur og stærðir en að öðru leyti á lýsingin ágætlega við Krýsuvíkurelda. Í eldsumbrotunum rann hraun í sjó fram bæði á norðan- og sunnanverðum Reykjanesskaga. Að norðanverðu runnu Kapelluhraun og Hvaleyrarhraun sem fylltu víkina sem var á milli núverandi Straumsvíkur og Hvaleyrarholts en að sunnanverðu Ögmundarhraun.

Sigurður Þórarinsson

Sigurður Þórarinsson.

Sigurður Þórarinsson (1975) taldi að sá hluti frásagnar Herberts sem segir að eldurinn beri með flóði sínu gríðarstór fjöll og hæðir sem berist út í hafsauga, eigi við jakaburð í Kötluhlaupi og má það vera rétt. Jafnlíklegt er að lýsingin eigi við um stórgerða hraunmúga sem ýttust fram með hrauninu. Þessi heimild tekur af allan vafa um að hraun hefur runnið í sjó á Íslandi á tólftu öld og þá fyrir 1180. Þar sem hraunrennsli í sjó á þessum tíma er aðeins þekkt frá Krýsuvíkureldum renna skrif kapillánsins frekari stoðum undir þá skoðun okkar að Ögmundarhraun hafi brunnið árið 1151. Ólíklegt er að átt sé við eldgosið 1188 því rit Herberts múnks er talið fært í letur 1178-80.

Aldur garðs í Húshólma

Húshólmi

Garður í Húshólma.

Grafið var eitt snið í gegnum efri garðinn í Húshólma og reyndist það forvitnilegt. Garðurinn er mjög vel varðveittur.

Húshólmi

Húshólmi – garður – uppdráttur.

Hliðar hans standa nokkuð vel og eru nær lóðréttar, um 40 cm háar (50-55 cm sé pælunni bætt við) en breidd garðsins er um 150 cm. Pælan, sem stungin hefur verið með garðinum beggja vegna til efnistöku, sést greinilega af litaskiptum í jarðvegi og er hún nú um 10-15 cm djúp í sniðinu. Neðst í pælunni norðan megin við garðinn var dreif af landnámslaginu en hún lá ekki inn undir garðinn svo það hefur fallið eftir að hann var hlaðinn. Þess skal getið til glöggvunar að sniðið var gaumgæfilega athugað og landnámsaskan var skoðuð í víðsjá (binocular smásjá) og borin saman við sýni af ösku úr öðrum sniðum. Miðaldalagið liggur upp að garðinum beggja vegna. Hann er því hlaðinn fyrir 900 en þegar miðaldalagið féll um 1226/27 var verulega fokið að honum.

Húshólmi

Fjárborgin í Húshólma.

Einnig var grafið snið við fjárborgina efst í Húshólma og þar lá miðaldalagið upp að vegghleðslunni og er hún því allnokkru eldri en öskulagið.
Eins og áður var bent á virðist sem kirkja hafi verið í notkun í Húshólma eftir að hraunið rann. Sveinbjörn Rafnsson (1982) getur þess að kirkjan í Krýsuvík hafi verið lögð af 1563.

Húshólmi

Kirkjutóftin við Húshólma.

Telja má nær fullvíst að hraunið hafi runnið 1151 og í því gosi hafa bæjarhúsin í hinni fornu Krýsuvík og garðarnir farið undir hraun. Kirkjan hefur því að líkindum verið í notkun í allt að fjórar aldir eftir að Ögmundarhraun rann. Nafnið Hólmastaður bendir til þess að þar hafi verið kirkja eftir að Húshólminn fékk nafn og þá síðar en hraunið rann.

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar efst.

Eftir að hin forna Krýsuvík fylltist af hrauni neyddust ábúendur í Krýsuvík til að gera út frá Selatöngum sem eru vestast í Ögmundarhrauni og eftir jarðeldinn eina mögulega lendingin í landi Krýsuvíkur. Kirkjan í Húshólma er mitt á milli Selatanga og hins yngri Krýsuvíkurbæjar. Það gæti verið ástæðan fyrir því að kirkjan var ekki færð um leið og bærinn. Hún hefur verið miðsvæðis. Búandkarlar þeir sem Eggert og Bjami höfðu tal af í maílok 1755 hafa hugsanlega ruglað saman eldgosinu 1151 og því að kirkjan í Krýsuvík var aflögð 1563.
Það þótti guðleg forsjón að Reykjahlíðarkirkju við Mývatn skyldi ekki taka af í Mývatnseldum. Hlýtur fommönnum ekki hafa þótt það jafnstórt undur að kirkjan ein skyldi standa eftir af húsum í Krýsuvík hinni fornu, er hraunið umlukti hólminn sem hún stóð á?

Sjá einnig um aldur Ögmundarhrauns HÉR.

Heimild:
-Jökull, 1. tbl. 01.12.1988, Krýsuvíkureldar I – Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins, Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson, bls. 71-85.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Grindavík

Í Sjómannadagsblaðinu 1976 er fjallað um „Grindavík – hina dæmigerðu verstöð„.

Grindavík„Ef maður ætti að stinga upp á dæmigerðri sunnlenskri verstöð að fornu og nýju, kæmi nafn Grindavíkur fljótlega upp í hugann. Haugabrim, grýtt lending og saltur stormurinn vælir í hraunum og gjótum. Manneskjurnar, stórhentir menn, svipmiklar konur og glaðvær börn, og búsmalinn nagar sölt stráin sem þar eru sverari í rótina en annarsstaðar, eins og hann Jón í Möðrudal orðaði það. Svo koma umskiptin. Stór og falleg hús, höfn, viðlegupláss fyrir hundrað skip, félagsheimili og hitaveita og þegar vindurinn blæs og hann hífir upp sjó, er skjól í höfninni fyrir næðingnum, skjól í húsunum og búfé sést naumast lengur.
Saga Grindavíkur er líklega jafnlöng sögu íslensku þjóðarinnar eftir að land byggðist. Það kemur af sjálfu sér. Til þess þarf engar bækur, aðeins heilbrigða skynsemi. Fiskur fyrir landi og útræði voru vandfundin; annars segir svo í Landnámu: „Maður hét Hrólfur Höggvandi. Hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur. Þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir.
Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver allt. Þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.

Hóp

Líkleg bólfesta fyrsta landnámsmannsins í Grindavík.

Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu og gerðist þar fjölbyggt, áður en jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldvelli. En Vémundur, sonur Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn.“

Grindavík

Grindavík 2000.

[Frá Hrossagarði sigldu þeir til Grindavíkur og settust þar að, Molda-Gnúpur og fylgdarlið.]
Það fylgir ekki sögunni hvaða búskaparhættir voru stundaðir í Grindavík [fyrrum], en maður getur sér þess til að þeir hafi verið með líkum hætti og annarsstaðar við sjávarsíðuna, sjóróðrar og kvikfjárrækt. Sé á hinn bóginn gripið til þess að geta í eyðurnar, tekur varla betra við.
Stöðum eins og Grindavík, mannlífi fornmanna þar yrði betur lýst í tónverki eða ljóði. Einu má þó slá föstu, að þar hefur fólk búið allar götur síðan og þvílíku ástfóstri hafa menn tekið við þennan stað, að búseta hefur aldrei niður fallið [utan jarðeldaáranna 1150-1270].

Grindavík

Grindavík 1958.

Til er örstutt lýsing á Grindavík, rituð fyrir meir en fjórum áratugum af norðlenskum bónda, Jóni Sigurðssyni á Ystafelli en hún hljóðar svo: „Grindavík er sunnan á (Reykjanes) skaganum vestanverðum og mjög langt er til næstu byggða. Þar er haglendi nokkurt, en engjar eru litlar. Hraun ganga allsstaðar í sjó fram, með smáhöfðum og vogum á milli, en ofan við byggðina mörg smáfell og núpar. Þykir fagurt í Grindavík. Bæir standa hér í þorpum margir saman, þar sem helst eru lendingar. Er útræði aðalbjargræði manna, þó að brim séu mikil og nægð af skerjum og boðum fyrir landi. Þó eiga Grindvíkingar allmargt sauðfjár.

Grindavík

Grindavík – brim.

Oft rekur dauðan fisk í Grindavík. Eru brimin svo sterk, að fiskar ráða ekki ferðum sínum á grunnsævi, og rotast á boðum og skerjum. Eitt sinn t.d. urðu fjörur rauðar af karfa eftir stórbrim. Slíkur reki var algengur víða sunnanlands.
Skálholtsbiskupar höfðu öldum saman aðalútræði úr Grindavík. Svo voru þeir voldugir, að þeir fengu þar kaupstað settan vegna skreiðar sinnar, þó að afskekkt væri og hafnlaust að kalla.“
Svona kemur hinum greinda norðlenska bónda Grindavík fyrir sjónir og má aetla að svipuð hafi myndin verið í huga landsmanna fyrr á tímum.

Grindavík

Grindavík 2020.

En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var ritað. Grindavík, eins og hún er í dag, er nýtískubær, malbikaður vetur um Suðurnes og til Reykjavíkur, banki, sýsluskrifstofa og hvaðeina, sem þarf til þess að reka nýtísku bæjarfélag og höfnin er bæði stór og fullkomin, þótt skip ráði nú ekki alltaf ferðum sínum inn og út, eins og fiskurinn forðum.
En þrátt fyrir allt, þá er nú ekki lengra síðan en svo að menn báru fisk upp úr skipum [á baki] við klappir og garða að menn á góðum aldri réru í sínu ungdæmi úr grýttri vör.

Atvinnuvegir Grindvíkinga
Grindavík
Í ágætri grein sem Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri, ritaði um Grindavík í Sveitarstjórnarmál árið 1974 segir hann þetta um atvinnu Grindvíkinga; „Upp úr síðustu aldamótum færðist landbúnaðurinn frekar í aukana, og var þá farið að auka ræktun túna.
ÞórkötlustaðanesEftir 1920 þótti t.d. sjálfsagt að nota landlegudaga, sem oft voru margir, til að skera ofan af ræktanlegu landi og gera úr því tún. Verkfæri voru ristuspaði, skófla og haki. Til sömu tíðar jókst og útgerðin, og um 1920 munu 24 bátar hafa verið gerðir út frá Grindavík frá hinum 3 aðallendingarstöðum í hreppnum, sem þá voru í Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þorkötlustaðahverfi.
Sem áður er sagt, voru árabátar notaðir frá landnámstíð allt til ársins 1926. Þá fyrst voru vélar settar í 2 báta, sem notaðir voru á vetrarvertíð, og hétu þeir eftir það trillubátar. Þetta lánaðist svo vel, að í árslok 1927 var búið að setja vélar í alla báta í hreppnum nema einn. Á vetrarvertíð árið eftir mátti segja, að trillubátaöldin væri gengin í garð í Grindavík, þar sem þá voru allir bátar komnir með vél.
ÞórkötlustaðanesEins og allir vita, liggur Grindavík fyrir opnu hafi, þar sem brimaldan gengur óbrotin á land. Stærð og þyngd bátanna takmarkast þess vegna löngum af því, að hægt væri að setja þá á land. M.a. af þeirri ástæðu komu vélar mun seinna í báta í Grindavík en víða annars staðar á landinu, þar sem hafnarskilyrði voru betri frá náttúrunnar hendi.
Fljótlega upp úr aldamótunum komu spil til sögunnar til að draga bátana á land. Spil þessi voru smíðuð úr tré, og gengu menn umhverfis þau og sneru þeim þannig, að dráttartaugin vatst upp á lóðrétt kefli. Spil þessi voru seinna endurbætt, svo að hægt var að nota þau við setningu trillubátanna, og síðan voru þau látin duga til að draga dekkbátana, sem voru 7-8 lestir að stærð.

Húsatóftir

Húsatóftir og Grindavík – uppdráttur frá einokunarverslunartíma Dana. Enn má sjá minjar dönsku verslunarinnar neðan við Húsatóftir.

Sem sögur herma, mun kóngsverzlun hafa verið í Staðarhverfinu fram til ársins 1745, en hana tók af í náttúruhamförum. Þessi staður mun því frá upphafi hafa verið talinn líklegust lega fyrir báta. Af þeim sökum mun útgerð dekkbáta fyrst hafa verið reynd frá Staðarhverfinu, og á árunum 1920-24 voru 2 dekkbátar gerðir út þaðan, en sú útgerð lagðist þó niður af ýmsum ástæðum.
GrindavíkUpp úr 1930 er svo farið að dekka síærri trillubátana og olli það vaxandi erfiðleikum við að setja þá með þeim frumstæðu spilum, sem áður er lýst. Varð það til þéss, að menn fóru að gera þvi skóna að grafa ós í gegnum rifið, sem lokaði Hópinu í Járngerðarstaðahverfi, og menn sáu að gæti orðið gott skipalægi, hvernig sem viðraði.
Á árinu 1939 er svo ráðizt í að grafa ósinn með handverkfærum og eftir þá framkvæmd gátu þeir bátar, sem þá voru til, komizt inn í Hópið á hálfföllnum sjó og fengið þar örugga legu. Árið 1945 var fengið dýpkunarskip, sem Reykjavíkurhöfn átti til að grafa ósinn, og má þá segja, að útgerðarsaga Grindavíkur í nútímastíl væri hafin. Síðan hefur nær óslitið verið unnið að endurbótum í Hópinu og hamarmannvirki verið byggð, svo að nú er Grindavíkurhöfn orðin ein öruggasta bátahöfn á landinu. Innsiglingin (sundið) er þó enn eins og á dögum Molda-Gnúps, erfið og varasöm. Gengur úthafsaldan óbrotin inn á grynningar í víkinni, og verður hún stundum ein samfelld brimröst, sem engri fleytu er fært um. Með stærri og betri skipum verða landlegudagar vegna brima þó sífellt fátíðari.
GrindavíkÁ árunum 1939-1942 varð mikill afturkippur í athafnalífi og þróun Grindavíkur. Voru þar að verki áhrif frá heimsstyrjöldinni síðari 1939-1945, sem þá geisaði. Markaðir lokuðust fyrir fisk í Miðjarðarhafslöndum Evrópu þegar í byrjun stríðsins, svo að saltfiskurinn, sem var aðalframleiðslan, lá óseldur fram eftir ári 1939. Þegar svo úr rættist í árslok og Bretar fóru að kaupa allan saltfisk af Íslendingum og síðan alla okkar fiskframleiðslu til stríðsloka, var hin svokallaða setuliðsvinna komin til sögunnar. Mannaflinn fór í hana, en útgerð dróst mjög saman. Ýmsir fluttu þá í burtu og fólkinu fækkaði. Þetta lagaðist þó aftur fljótlega upp úr 1945 með tilkomu betri hafnarskilyrða í Hópinu, sem áður er getið.

Grindavík

Grindavík – Málverk Lindu Oddsdóttur.

Landbúnaður var lengst af annar aðalatvinnuvegur Grindvíkinga og stundaður af kappi fyrst og fremst sem hliðargrein við sjávarútveginn.
Upp úr síðustu aldamótum færðist svo nýtt fjör í búskapinn með aukinni ræktun túna, eins og fyrr er sagt. Samkvæmt landbúnaðarskýrslum er búfjáreign Grindvíkinga árið 1930 63 nautgripir, 2781 sauðkind og 67 hross. Árið 1940 eru samsvarandi tölur 92 nautgripir, 2857 sauðkindur og 51 hross, og virðist búskapur þá vera í hámarki.

Grindavík

Grindavík – innsiglingin í Hópið.

Eftir að höfn er byggð í Hópinu og grundvöllur skapaðist fyrir útgerð stærri báta, má segja, að mikil breyting verði á atvinnuháttum hreppsbúa. Fleiri og fleiri fara að byggja afkomu sína eingöngu á útgerð og fiskiðnaði, en landbúnaði hrakar til sömu tíðar. Árið 1945 virðist þessi neikvæða þróun vera hafin, en þá eru 80 nautgripir, 2386 sauðkindur og 78 hross til í hreppnum. Nautgripum fækkaði mjög á næstu árum, og 1963 er síðustu kúnni fargað. Enn er þó sauðfjárrækt nokkuð stunduð, en aðallega af eldri mönnum í hjáverkum. Nú eru 1429 sauðkindur og 26 hross í hreppnum og fækkar með hverju ári.“
Ennfremur hefur bæjarstjórinn þetta að segja um byggðaþróun í Grindavík, í sömu grein:

Íbúa- og byggðaþróun
GrindavíkGrindavík er talin frá ómunatíð hafa verið í 3 hverfum: Staðarhverfi vestast, Járngerðarstaðahverfi í miðið og Þorkötlustaðahverfi austast. Milli þessara hverfa voru svo taldir einstaka bæir: Húsatóftir milli Staðar- og Járngerðarstaðahverfis. Hóp milli Járngerðarstaðaog Þorkötlustaðahverfis og Hraun rétt austan við Þorkötlustaðahverfi, en Ísólfsskáli nokkru austar. Krýsuvíkurhverfi var einnig tilheyrandi Grindavíkurhreppi allt til ársins 1936, að hluti af Krýsuvíkurlandi var lagður undir Hafnarfjarðarbæ.

Grindavík

Grindavík – Staður 1927.

Sögur herma, að í öndverðu hafi helztu jarðir í hreppnum verið Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir og Hraun. Með nýjum og nýjum kynslóðum í aldanna rás skiptust heimajarðimar, og bændum, þ.e.a.s. jarðeigendum, fjölgaði, og jarðir urðu fleiri og smærri. Einnig hafa jarðirnar gengið kaupum og sölum, ýmist verið konungs-, kirkju- og síðar ríkisjarðir eða bændajarðir. Nú eru lóðir og lendur í hreppnum ýmist í eigu ríkis, sveitarfélags eða hinna ýmsu landeigenda.
Frá landnámstíð og allt framá þessa öld var íbúunum gjarnan skipt eftir því, hvort þeir áttu land eða voru landlausir. Þeir, sem land áttu, nefndust bændur, en hinir þurrabúðar- eða tómthúsmenn. Eftir að þéttbýliskjarnar fóru að myndast fyrir alvöru, leið þessi skilgreining undir lok.
GrindavíkByggðin var frá upphafi í þremur hverfum, eins og oft hefur verið að vikið. Risu þessi hverfi umhverfis lendingarstaðina. Tók enginn lendingarstaðurinn öðrum fram, svo að nokkra úrslitaþýðingu hefði fyrir byggðaþróunina. Ibúafjöldinn hefur því ráðizt af öðrum ástæðum, s.s. framtaki fólksins, húsakosti o.s.frv.
Árið 1890 er tekið manntal í Staðarprestakalli, þ.e.a.s. í Grindavíkurhreppi að Krísuvík undanskilinni. Þá eru samtals 302 íbúar í sókninni. I Staðarhverfi búa þá 63 íbúar, í Járngerðarstaðahverfi 145 og í Þorkötlustaðahverfi 94 íbúar.
Grindavík
Með byggingu hafnar í Hópinu í Járngerðarstaðahverfi skapast fyrst þær breyttu aðstæður, sem valda því, að útgerð leggst með öllu niður frá Staðar- og Þorkötlustaðahverfunum og hefur fljótlega þau áhrif, að byggðin dregst saman á þessum stöðum og þó sérstaklega í Staðarhverfinu, sem er fjær. Enda fór svo, að Staðarhverfið fór fljótlega í eyði.

Grindavík

Grindavík – Grafið inn í Hópið 1939.

Lengst var búið á Stað eða til ársins 1964. Örlög Þorkötlustaðahverfis urðu nokkuð á annan veg. Byggð hefur að vísu ekki aukizt síðan höfnin var gerð, en heldur ekki minnkað verulega, sumpart mun þetta stafa af tiltölulega lítilli fjarlægð frá höfninni og sumpart af því, að hraðfrystihús var reist þar árið 1946 og veitti mikla atvinnu, einmitt um sama leyti og róðrar lögðust niður frá hverfinu sjálfu.
Eins og áður er getið, stóðu atvinnuvegir með nokkrum blóma á fyrstu áratugum þessarar aldar og fjölgaði íbúunum þá nokkuð. Árið 1900 eru íbúarnir 357, og árið 1938 eru þeir orðnir 553.

Camp Vail

Grindavík – Camp Vail á Þorbirni.

Á stríðsárunum kom svo afturkippurinn, sem áður er lýst, svo að árið 1945 er íbúatalan komin niður í 489. Það er svo ekki fyrr en 1950 sem íbúatölunni frá 1938 er aftur náð eða því sem næst. Eftir það heldur fjölgunin áfram jafnt og þétt, þannig að árið 1960 eru íbúamir 734, fimm árum síðar eru þeir orðnir 913, og árið 1968 fara þeir yfir 1000. Árið 1970 voru þeir 1169, hinn 1. desember 1973 voru Grindvíkingar 1456, og nú, hinn 1. desember 1974 munu þeir vera alveg um 1600.
Einsog sést af framansögðu fer íbúatala Grindavíkur nú ört vaxandi og aðkomumenn eru þar margir svo að segja allt árið, því höfnin er mikið notuð til fisklöndunar á öllum árstímum, skip vilja spara sér siglingu til Faxaflóahafna með fisk sem fenginn er fyrir sunnan Reykjanes.
Sjómannadagurinn hefur ávallt verið hátíðisdagur í Grindavík. Það er ekki nein sérstök tilviljun að Sjómannadagsblaðið minnist Grindvíkinga sérstaklega. Það hefur staðið til lengi. Grindvíkingar hafa haldið uppi merki sannrar sjómennsku í þessu landi og ritnefndin sendir þeim sérstakar árnaðaróskir þennan dag.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 11. tbl. 01.06.1976; Grindavík – hin dæmigerða verstöð, bls. 9-17.
Sjómannadagsblaðið

Þórkötlustaðanes

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1992 ritar Hinrik Bergsson viðtal við Júlíus Danílesson um „Útgerðarsögu í Þórkötlustaðanesi„.

Hinrik Bergsson„Óljóst tengjast bernskuminningar mínar, ferðum suður í Þórkötlustaðarnes með bræðrum mínum og frænku, til að færa föður okkar mat eftir róður eða beitningu, og kannski var rennt fyrir smáufsa af bryggjusporðinum í leiðinni. Seinna, þegar ég fór að vinna í tímavinnu hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða, minntist ég sögusagna mér eldri manna sem tóku þátt í sjósókn og uppbyggingarstarfsemi og síðan endalokum útgerðar í Nesinu.
Það teygðist því stundum úr kaffitímunum við frásagnir af sjóróðrum, vinnu, fólki og spaugilegum atburðum.

Grindavík

Hraðfrystihús Þórkötlustaða – Byggt 1946 og tók til starfa 1947.

Þarna voru menn að minnast sinna mestu manndómsára, þegar þeir voru flestir í útgerð og sjósókn og voru sínir eigin herrar.
Þeim fækkar nú óðum sem róið hafa ur Nesinu og á síðasta ári lést Magnús Þórðarson frá Búðum, en hann lifði lengst þeirra formanna sem reru úr Nesinu. Til að koma á blað þessu tímabili í útgerðarsögu Grindavíkur átti ég tal við Júlíus Bjargþór Daníelsson. Hann er fæddur 27. ágúst 1910 og er sonur hjónanna Daníels Daníelssonar og Þóru Jónsdóttur frá Garðbæ.

Allur fiskur seilaður upp

Þórkötlustaðanes
Frá því ég man fyrst eftir mér réru Þórkötlungar úr Buðlungavör (buðlungur=fiskhlaði), og voru að jafnaði gerðir út 5 tíæringar á vetrarvertíðum en í vertíðarlok sem ávallt var 11. maí, var þeim hvolft í naust fyrir ofan vörina en minni skip sexróin, voru notuð á sumrin og haustin, segir Júlíus er hann rifjar upp liðan tíma.

Grindavík

Áttæringar í Nesi.

Árið 1929 komu fyrstu vélarnar í skipin í Þórkötlustaðahverfi. Þá var Þórkatlan keypt af Jóni bróður mínum og fleirum og með þeim byrjaði ég að róa ári síðar suður í Nesi. Í fyrstu var engin bryggja, lent var í Nesvörinni og allt seilað upp. Þá var eitt færið bundið upp í hnykil og alar seilar bundnar saman og tvær laggarbaugjur settar við og rakið ofan af hnyklunum þar til komið var inn í vörina, þá var vaðið í land og skipið strax dregið á land með spili sem knúið var af líkamskraftinum. Síðar kom vélspilið sem létti mikil setninguna.
Upp úr vörinni fóru fljótlega að rísa fiskverkunarhús, beitningarskúrar, ískofar sem beitugeymsla og lifrarbræðsla. Þá voru þrjú íbúðarhús byggð í Nesinu; Höfn, Arnarhvoll og Þórshamar.

Byrjað á bryggjusmíði

Þórkötlustaðanes

Bryggjan í Nesi.

Vorið 1932 var fyrst farið að huga að bryggjusmíði og var hún staðsett um 35 metra sunnan gömlu bátavararinnar og unnið við hana í tvö sumur.

Þórkötlustaðanes

Uppsátu í Nesinu norðan við bryggjuna. Höfn fjær.

Bryggjan var þannig að byggð, að í henni voru steyptir veggir, grjótfylling og steypt þekja og hallaði hún fram í sjó. lengdin var 70 m. og breiddin 8 m.
Kostnaður við bryggjugerðina var 37 þús. kr. Ríkið greiddi þriðjung kostnaðar en heimamenn 2/3, sem tíðkaðist á þessum tíma. Bryggjusmíðin tókst vel í alla staði og hún gjörbreytti allri aðstöðunni til hins betra. Erfiður uppburður á fiski var nú úr sögunni, því nú fóru bílarnir fram á bryggjuna og fluttu fiskinn beint úr bátunum. Þá voru steyptir stokkar með eikarhlutum norðan við bryggjuna ári síðar, til að setja bátana á. Fljótlega kom í ljós að bryggjan náði oaf stutt fram, bátarnir flutu ekki upp með henni þegar lágsjávað var og eins var sker fyrir framendanum sem var til mikilla óþæginda.

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi.

Því var farið að huga að lengingu bryggjunnar, en það var ekki fyrr en árið 1945 sem hún var lengd með 20 m löngu keri sem steypt var af heimamönnum á stokkum norðan við bryggjuna. Þessi síðasta framkvæmd í nesinu kom ekki að miklum notum því margir voru þá komnir í bretavinnuna og ári síðar var Hraðfrystihús Þórkötlustaða stofnað. Það voru því aðeins Guðmundur Ben. á Svani, Magnús í Búðum á Sæbjörgu og Haraldur á Eyvindarstöðum á Vini sem gerðu þarna út eina vetrarvertíð, en örlög útgerðar í Nesinu voru brátt ráðin, því öll skipin voru seld og enginn þeirra sem gerði þar út flutti sína útgerð út í Hópið í Járngerðarstaðahverfið, nema óbeint sem hluthafar í Hraðfrystihúsinu.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes/Hópsnes – Uppdráttur ÓSÁ.

Þegar mest var hins vegar í útgerð í nesinu voru 11 skip gerða þaðan út og þá voru umsvifin ekki minni en í Járngerðarstaðarhverfinu.
Byggðin drógst saman, fiskhúsin voru rifin og sjö íbúðarhús voru flutt úr Nesinu og Hverfinu og nú líktist Nesið stóru byggðarsafni frá fjórða áratugnum. Þannig fylgir búsetan örlögum atvinnuháttanna. En í Nesinu hefur ávallt verið mikil happalending, eins og þessi gamla þjóðsaga um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum vitnar um.

Þjóðsagan um sundin
Þórkötlustaðanes
„Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund, Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfuðbólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðasrtöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.
Engir aukvisar munu bændurnir þó hafa verið, þótt nafna þeirra sé ekki getið, því þeir höfðu mannaforráð, svo sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sóttu meira en fjöldinn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e., þegar aldan vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land, þegar þeir heimabændurnir komu hvor í sínu sundi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.
Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkatla það á, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykir allt hafa orðið að áhrínsorðum, þannig að enginn bátur hefur farist á Þórkötlustaðasundi.“

250-400 fyrir vertíðina

Þórkötlustaðanes

Vélspilið á Nesinu.

Margi vermenn komu í Nesið oft ára eftir ár. Þetta voru mest aðkomumenn autan úr sveitum, úr Hreppunum, Tungunum og alla leið autan úr Skaftafelli. Þeir reru á vetrarvertíðinni frá því seinni partinn í janúar og fram til 11. maí. Það fiskaðist oft mjög vel á þessum árum og oft var tvíróið sama daginn.
Ég man eftir því, segir Júlíus, að eina vertíðina fengum við 500 skipspund af þurrfiski, þ.e. 160 kg. í hverju pundi. Eitthvað nálægt 80 tonnum. Menn voru yfirleitt ráðnir uppá kaup frá 250 upp í 400 kr. fyrir vertíðina, sem hélst fram undir stríð.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðabæirnir.

Tíðarfarið var ákaflega misjafnt þá eins og nú. Þetta var brimverstöð og sundið varasamt en með gætni og varkárni fór allt vel og ekki veit ég til að skip farist á Þórkötlsutaðasundi og það gengið eftir sem segir í þjóðsögunni.
Ég kveð Júlíus Daníelsson á heimili hans á Hrafnistu í hafnarfirði. Hans minni er enn gott og hann hefur frá mörgu að segja frá liðnum tíma. M.a. sína eigin útgerðarsögu eða þátttöku hans við hin ýmsu skipsströnd en Júlíus var einn af þeim sem björgðu skipverjunum af Cap Fagnet þann 24. mars 1931 og er annar núlifandi þeirra björgunarsveitarmanna. Þá var fluglínutæki í fyrsta sinn notað við björgunarstörf hérlendis.“ – Hingrik Bergsson

Heimild:
-Sjómanndagsblað Grindavíkur 1992, Hinrik Bergsson, Útgerðarsaga í Þórkötlustaðanesi, bls. 35-36.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – loftmynd.

Kerin

Í „Svæðisskráningu fyrir Hafnarfjörð“ 1989 er m.a. fjallað um Undirhlíðarveg, „aðalleiðina“ millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur fyrrum.

Undirhlíðarvegur

Undirhlíðar

Stóri-Hríshvammur.

„Fyrst skal hér lýst þem vegi, sem mest var farinn og aðallega þegar farið var með hesta. Vestur sá var tekinn úr Hafnarfirði öðru hvoru megin Hamarskotshamars, upp yfir Öldur, þar sem nú er kirkjugarður Hafnfirðinga, upp í Lækjarbotna, með Gráhelluhrauni sunnanverðu, upp að Gjám, sem er hraunbelti frá því móts við Fremstahöfða, upp í Kaldársel.

Kaldá

Kaldá við Kaldársel.

Þar var venjulega aðeins staldrað við, hestar látnir drekka, þegar farið var yfir ánna, því oftast var ekki um annað vatn að ræða, fyrr en til Krýsuvíkur var komið. Frá Kaldárseli lá leiðin yfir smáhraunbelti, uns komið var að Undirhlíðum. Lá vegurinn suður með þeim, víðar allsæmilegur, moldar- og melagötur. Vegurinn liggur yfir eitt hraunhaft, norðarlega með Undirhlíðum, kringum eldvörp þau sem Ker heita, og hefur hraun streymt þar upp undan hlíðinni á vinstri hönd, þegar suður er farið. Syðst undir Undirhlíðum, eða nokkru sunnar ern Stóri-Hríshvammur, er farið yfir með rauðu gjalli, og heitir sá melur Vatnskarðsháls, þaðan er stutt í Vatnsskarð, þar sem hinn nýi vegur liggur nú úr hrauninu upp á hálsinn.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur í bakgrunni.

Í Vatnsskarði var talin hálfnuð leiðin milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Venjulega var áð þar snöggvast, lagað á hestunum, gert að, sem kallað var, stundum skipt ofan, einkum ef lest var ekki þung. Þegar lagt var upp úr Vatnsskarði, taka við honum svonefndu Hálsar, réttu nafni Sveifluháls, og má segja, að suður með hálsinum sé góður vegur. Sem næst þriggja stundarfjórðunga lestargang frá Vatnsskarði skerst dálítil melalda fram úr hálsinum, og heitir þar Norðlingaháls. Nokkru þar sunnar tekur við stór Grasflöt, sem Hofmannsflöt heitir.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur).

Við suðurenda hennar rís upp úr hálsinum hæsti tindur Sveifluháls, sem Miðdegishnjúkur heitir. Veit ég ekki hvernig það nafn er til orðið – en gamalt er það. Ef um dagsmörk er að ræða í því sambandi, getur það ekki komið frá Krýsuvík. Fremur gæti það átt við frá Hvaleyri eða Ási eða annars staðar í grennd Hafnarfjarðar. Þegar Hofmannsflöt sleppir, er skammt ófarið að Ketilsstíg, þar sem vegurinn liggur yfir hálsinn. Stór steinn er á hægri hönd og á honum dálítil varða, og er það leiðarmerki um það, að þeir sem til Krýsuvíkur ætluðu tækju stíginn upp hálsinn, en héldu ekki lengra suður með, því sá vegur lá til Vigdísarvalla og enda alla leið suður fyrir háls, og er syðsti útvörður þess langa og tildótta háls, fagurt, keilulagað fell, – Mælifell.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Þegar Ketilsstígur er tekinn, liggur vegurinn fyrst upp allbratt klettahögg, en þegar upp á það er komið, liggur Ketillinn svo að segja fyrir fótum manns. Ketillinn er kringlóttur, djúpur dalur eða skál inn og ofan við hálsinn.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Grasflöt er í botni ketilsins, sem er svo djúpur, að born hans mun vera jafn undirlendinu fyri neðan Hálsinn. …Ketilsstígur liggur því í fullan hálfhring um Ketilinn, hærra og hærra, þar til á brún kemur. Láta mun nærri, að verið sér 30-40 mín. upp stíginn með lest, enda sama þótt lausir hestar væru, því að flestir teymdu hesta sína upp stíginn. … Þegar upp á brún kemur, sést, að hálsinn er klofinn nokkuð langt norður, allt norður að Miðdegishnjúk, og eru í þeirri klauf sanddalir, sem Folaldadalir heita. Af vestari brún hálsins liggur vegurinn spölkorn eftir sléttum mel to suðuausturs, og blasir þar við hæsta nípa hálsins og heitir Arnarnípa. Litlu sunnar er komið að dálitlu stöðuvatni, sem Arnarvatn heitir. Eftir það fer að halla niður af hálsinum að sunnan, og er nú ekki eins bratt og að vestan, þar til komið er fram á síðari brekkuna, sem er brött en stutt.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Þegar brekkunni sleppir, er komið í grashvamm, sem Seltún heitir. …Þegar í Seltún kemur, er talið, að komið sé til Krýsuvíkur, þó er um einnar stundar lestargangur heim í Krýsuvík. …Úr Seltúnshvamminum er farið yfir alldjúpt gil, Segil. …Sunnan gilsins er Seltúnsbarð. ….Af Seltúnsbarði er haldið yfir svonefnda Vaðla. Eftir það taka við melar, og liggur vegurinn þar á vesturbakka Grænavatns. Nokkuð norðvestar er Gestsstaðavatn, umlukt háum melum, og sést ekki af veginum.

Grænavatn

Grænavatn.

Þegar Grænavatni sleppir, er örstuttur spölur suður á móts við við Nýjabæina, Stóra-Nýjabæ til vinstri, Litla-Nýjabæjar til hægri, og þar með komið í Krýsuvíkurhverfi. Milli Nýjabæjanna og heimajarðarinnar Krýsuvíkur er um 12 mín. gangur. Tún heimajarðarinnar liggur sunnan undir og upp í Bæjarfelli, en bæjarhús, kirkjan og kirkjugarðurinn standa á hól eða hrygg sunnarlega á túninu.
Hér hefir verið lýst að nokkru aðalveginum milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar, sem eins og fyrr segir, var oftast farinn og aðalleiðin á sumrin, þegar farið var lausríðandi eða með lest, og var þessi leið tali um 8 klst. lestargangur.“

Heimildir:
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, Fornleifastofnun Íslands, bls. 265-266.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 83-87.

Undirhliðarvegur

Undirhlíðarvegur.

Gvendarsel

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði“ 1998 er m.a. fjallað um gamlar leiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur; Vatns- eða Dalaleið, sem voru í raun sitthvor leiðin vestan og austan Kleifarvatns millum Krýsuvíkur og Kaldárssels.

Vatns- eða Dalaleið

Breiðdalur

Breiðdalur.

„Áður en við yfirgefum þessar slóðir að fullu, skulum við nú, þegar við hverfum frá Krýsuvík að þessu sinni, fara leið, sem við höfum ekki farið áður. Þessi leið er hin svonefnda Vatns- eða Dalaleið.

Slysadalur

Slysadalur.

Nú vill svo til, að nokkur kafli hins nýja vegar frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur liggur með Kleifarvatni að vestan, svo að nú gefst fleiri mönnum kostur á að fara [þessa] leið en áður var. …Það er þá fyrst, að þessi leið er stysta og beinasta lestarleiðin milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Hún er greiðastaða og hægasta leiðin. Hún liggur í sérkennilegu og fögru umhverfi. Hún er nokkrum annmörkum háð, – og hún gat verið hættuleg. Þessi leið var ekki hægt að fara, jafnvel svo árum skipti, nema ísar verið tryggir, og lágu til þess tvær meginástæður. Annars vegar réðu hér um vetrarhörkur, hins vegar náttúrfyrirbæri, sem enn eru óskýrð, svo fullsannað sé. Hér kom fram sem oftar, að ekki fóru ávalt saman óskir ferðamannsins og lögmál náttúrunnar. Til þess að hægt væri að fara þessa leið með hesta að vetri til, varð Kleifarvatn að vega á hestís. Reynslu voru menn búnir að fá fyrir því, að Kleifarvatni var ekki að treysta á ís með hesta fyrr en eftir vetrarsólhvörf.

Hellan

Hellan vestan Kleifarvatns.

…Á þessari leið gátu ísar verið ótryggir víðar en á Kleifarvatni, sem síðar mun vikið að. …Landi því, sem að Kleifarvatni liggur, er þannig háttað í höfuðdráttum: Fyrri suðausturenda vatnsins er móbergshöfði, sem gengur í vatn fram og heitir Geithöfði. Þá nokkru lengra til suðausturs er hæðarbunga, sem Gullbringa heitir. Þá tekur við grámosahraun, sem steypst hefur fram af fjallinu norðan Vörðufells og runnið í mjóu belti í vatn fram og heitir Hvammahraun. Eftir það tekur Vatnshlíðin við, brött og nokkuð grafin af giljum, sem ófær er hestum, og þar með lokast leiðin austan Kleifarvatns, því að vatnið liggur upp að hlíðinni, en stórgrýtt er í henni við landið. Innst í Vatnshlíðinni eru Hrossabrekkur, brattar og giljóttar. Þegar ufir þær er komið, telst, að komið sé inn fyrir Kleifarvatn að austan.

Kleifarvatn

Innri-Stapi.

Vestan Kleifarvatns liggur Sveifluháls, brattur, tildóttur og svipmikill. Tveir stapar skaga austur úr hálsinum út í vatnið og heita Syðri- og Innri-Stapi. Vegurinn liggur upp á stöpunum, em milli þeirra gengur klettarani fram að vatninu, en til þess að menn kæmust leiðar sinnar með vatninu, varð að komast framan undir þessum klettarana, en til þess að hægt væri að komast þar með klyfjahesta, varð vatnið að vera allmikið fjara. – eða lítið vaxið ef í vexti var. Nokkru innar en Innri-Stapi gengur hálsinn eða hamrar úr honum þverhnípt í vatn á litlum spöl. Þarna er hin svonefnda Hella.

Nýjaland

Nýjaland.

Þegar hátt er í vatninu, náði það upp í Helluna, er stórgrýtt er í botnin undir hamrinum. Einstigi, aðeins fyrir gangandi menn, lá eftir Hellunni um 10-20 , ofar vatni, en svo var stígur þessi tæpur, að ekki fóru hann nema stöku menn, og það aðeins þegar autt var, og þá sumir á sokkaleistum, og lofthræddir fóru þar alls ekki. Þegar inn fyrir Helluna kom, voru torfærur á Vatnsleiðinni yfirstígnar. Að öðru leyti var þessi leið sem hér segir:

Svunta

Svunta.

Þegar farið var frá Krýsuvík, var venjan að vetri til að fara inn með Lambafellum, yfir Svuntulækinn, milli Lambafells og Norðurkotsness, þaðan beint inn Nýjaland og inn á Kleifarvatn. Væri hins vegar farið á auðu, var farið úr Norðurkotsnesi, vestan við Nýjaland um Kaldrana. …Af Kaldrana liggur leiðin inn yfir Sand, um Syðri-Stapa. Eftir það var farið ýmist alveg með vatninu eða aðeins ofar, þar til komið er inn á Blesaflöt…. Af áður umgetinni hæð innan Blesaflatar liggur gatan inn í Breiðdal, sem sendinn er að sunnanverðu, en að austan og norðan samfelldur, harðvellisgróður og sem tún yfir að líta.

Breiðdalur

Breiðdalur – Helgafell fjær.

Upp úr norðurbotni Breiðadals er farið yfir allbratt malhaft, og þegar norður af því kemur, er komuð í Syðri-Leirdal, sem er aðeins sandur og leir, og svo má heita, að samtengdur sé innsta dalnum á þessari leið. – Slysadal. …Þegar Slysadal sleppur, er komið í Bakhlíðar. Liggur gatan með þeim, um smáhæðir og daladrög, þar til komið er á Gvendarselshæð. Þar var haft í seli á síðustu öld, og sagt hefur verið, að þar hafi svo þykkur rjómi verið á trogum, að haldið uppi vænni silfurskeið, aðrir segja skaflaskeifu. Frá Gvendarseli er stutt, þar til farið er ofan af Undirhlíðum, í Kúadali, og þá komið á Krýsuvíkurleið, aðalleið, skammt sunnan Kaldárssels.“

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 271-272.
-Ólafur Þorvaldsson; Ábók 1943-48, bls. 91-94.

Vatns- og Dalaleið

Vatns- og Dalaleið.

Kastið

Í hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvélinni „Hot Stuff“ er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943, kl. 16:20.
Flugvélin Slysavettvangurvar að koma frá Bretlandi með stefnu á Meeks-völl. Hún var hluti af 8. flugsveitinni í Bovington í Englandi. Fjórtán menn af fimmtán manna áhöfn fórust í slysinu. Þetta var mesta flugslys hér á landi fram á þennan dag. Leitarsveitir komu að flakinu daginn eftir, kl. 15:05. Aðkoman reyndist hryllileg. Afturhluti vélarinnar var brunninn og annað eftir því.
Gengið var vestur fyrir Kastið og síðan haldið á fjallið. Innst á því, upp undir hlíðum Fagradalsfjalls, eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Einhver athöfn virðist hafa farið fram við hjólastellið því skrælnaðar rósir trjónuðu upp úr því. Traðk var í kring. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum.
Eftirminnilegar Á slysavettvangiljósmyndir voru teknar á vettvangi skömmu eftir slysið. Einn maður, George A. Eisel, skytta í afturturni vélarinnar, komst lífs af. Hann sat fastur í flakinu í 26 tíma og það tók hjálparmenn einn til viðbótar að ná honum út. Eldur kom upp í vélinni, en hellirigning á svæðinu slökkti hann fljótlega. Vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá slysinu fyrr en þremur dögum síðar. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjanna um allan heim.

Hot Stuff

Áhöfnin á Hot Stuff er fórst í Kastinu hinn örlagaríka dag, auk þriggja annarra.

Aðrir, sem fórust þennan örlagaríka dag, voru skv. slysaskýrslu Bandaríkjamanna þeir Charles H. Barth, Frank L. Miller, Morrow Krum, Fred. A. Chapman, Theodore C. Totman, Robert Humprey, Joseph T. Johnson, Robert H. Shannon, James E. Gott, Lloyd C. Weir, Kemmeth A. Jeffers og Paul H. McQueen, Sá er lifði

Kastið

Kastið – leifar Hot Stuff.

flugslysið af hét George. A. Eisel og var stélskytta, sem fyrr sagði.
Þessa örlaganótt nálgaðist flugvélin Kaldaðarnesflugvöll. Fllugvélinni var flogið lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til að lenda. Þess í stað hélt hann áfram til vesturs með suðurströndinni í u.þ.b. 60 fetum. Við Reykjanes snéri vélin til norðurs. Ekkert fjarskiptasamband var við hana. Flugvélinni var beygt í austlæga stefnu og flugmaðurinn virðist stefna sjónflug inn á Meeks-völl. Lélegt skyggni og lágskýjun hindraði það. Flugmaðurinn reyndi að fljúgja undir skýjum. Þá varð slysið. Hún rakst á 1100 feta hæðina, 150 fet frá toppnum á a.m.k. 160 mílna hraða.
Í febrúar þetta ár hafði 
Andrews hershöfðingi orðið yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Í minningargrein um hans sagði H.H., „Hap“ Arnold, yfirmaður flugflota Bandaríkjamanna að hann teldi að Andrews hefði verið gerður að yfirmanni innrásarliðs bandamanna í Evrópu, en þá stöðu fékk síðan Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi, síðar forseti Bandaríkjanna. Segja má því með sanni að atburður þessi hafði viss áhrif á heimssöguna.

Áhöfn og farþegar
Capt. Robert H. Shannon – Pilot †
Lt. Gen. Frank Maxwell Andrews – Copilot †
Capt. James E. Gott – Navigator †
T/Sgt. Kenneth A. Jeffers – Radio Operator †
S/Sgt. Lloyd C. Weir – Crew Chief †
S/Sgt. Paul H. McQueen – Gunner †
Civilian Adna W. Leonard – Methodist Bishop and Chairman of the Corps of Chaplains †
Brig. Gen. Charles A. Barth Gen. Andrews Chief of Staff †Hot Stuff Crew in front of aircraft
Col. Marlow Krum – Member of Gen. Andrews Staff †
Col. Frank L. Miller – US Army, Chief of Chaplains †
Maj. Theodore C. Totman – Gen. Andrews Secretary †
Lt. Col. Fred A. Chapman – US Army†
Maj. Robert H. Humphrey – US Army Chaplain †
Capt. Joseph T. Johnson – Gen. Andrews Aide †
S/Sgt. George A. Eisel – Tailgunner – lifði slysið af

Andrews
Flugvélin

Consolidated B-24D-1-CO Liberator
Serial no: 42-23728
USAF 8th. Airforce 93rd. Bombardment Group.

FERLIR hefur það jafnan fyrir sið að láta allt óhreyft á vettvangi. Dæmi eru um að fólk, sem tekið hefur með sér hluti úr óhappaflugvélum, til minningar um atburðinn eða einungis komur þess á Kastid-7slysavettvang, hafi sjálft orðið fyrir óhappi skömmu síðar.

Þannig má nefna dæmi um komu FERLIRs í Kastið utan í Fagradalsfjalli þar sem skoðuð var nefnd flugvél. Einn félaganna vildi ólmur taka með sér bráðinn álbút til minningar um þennan sögufræga atburð. Hann var talinn frá því. Skömmu síðar gerði hann sér ferð á vettvang með það fyrir augum að ná sér í hlut úr flugvélinni. Á leiðinni til baka týndi hann gleraugunum sínum, farsímanum og krítarkortinu, hlutum sem hvað mikilvægastir eru nútímamanninum. Hann fór þá til baka og skilaði hlutnum, en gripirnir eru enn ófundnir. Ef hann ætlar að endurheimta þá þarf hann líklegast að fara á Vörðufell í Selvogi og hlaða þar vörðu. Skv. þjóðsögunni á hann þá að endurheimta gripina.
Sjá meira HÉR og HÉR.

Kastið

Kastið lengst t.h. í Fagradalsfjalli.

 

Krýsuvík

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði 1998“ segir m.a. um Gestsstaði og Kaldrana í Krýsuvík.

Gestsstaðir

Gestsstaðir

Tóftir Gestsstaða.

„Gestsstaðir skal hafa verið jörð heitið nálægt Krýsuvík undir Móhálsum austanverðum, þar allnærri sem nú liggur almenningsvegur. Sjer þar enn nú bæði fyrir túngarði og tóftum. En völlur er allur uppblásinn og kominn í mýri, mosa og hrjóstur, so ómögulegt er jörðina aftur að byggja. Þar með liggur hún aldeilis í Krýsuvíkurlandi og kann ekki fyrir utan skaða Krýsuvíkur landsnytjar að hafa. Hefur og so lánga tíma í eyði legið, en engi veit til nær hún hafi bygð verið.“

Gestsstaðir

Tóft vestan við Gestsstaði.

„Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunnan undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík. …Fram undan Hverafjalli eru rústir Gestsstaða, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað.“
„Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi.

Gestsstaðir

Gestsstaðir – vestari tóftin (skáli).

Bæjartóftin er 10 ft löng frá austri til vesturs, hefur engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhlið hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum nér norðurhliðinni. Skammt austar er fjóstóft, 5 fðm löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir verið umgirt, er það víða komið í sand af frárennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum sannleikann í þeim. Jörðin Gestsstaðir hefir verið í eign Krýsuvíkurkirkju. Hefur bærinn og kirkjan því verið flutt í Gestsstaðaland eftir [jarð]eldinn. En við það hafa Gestsstaðir verið að nýta hjáleigur í nytum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“

Kringlumýri

Kringlumýri undir Móhálsum.

Fram kemur að Gestsstaðir hafi fyrst, eftir eldana, sem lögðu Gömlu Krýsuvík í og við Húshólma í eyði, verið „Fram undan Hverafjalli, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað“. Sunnan undir Hverafjalli, nú Hettu, er að finna minjar, mjög fornar, í svonefndri Kringlumýri. FERLIRsfélagar fundu rústirnar árið 2010 og töldu að þar hefði verið selstaða frá Húshólmabæjunum fyrrum. Selstígurinn liggur til suðurs í átt að Krýsuvíkur-Mælifelli. Minjarnar, sem eru miklar umleikis, verulega fornfálegar, eru í grasi gróinni hlíð ofan mýrardraga. Neðan þeirra er ágætt vatnsból í grónum gígbotni.

Kringlumýri

Minjar í Kringlumýri. – uppdráttur ÓsÁ.

Minjar þessar hafa nánast ekkert verið metnar,  hvergi skráðar (annars staðar en hér á vefsíðunni – sjá HÉR), en þær eru augljóslega eldri en þær fornu minjar,  sem nú má sjá sunnan við Gestsstaðavatn.

Kaldrani

Kaldrani

Tóftir Kaldrana.

„Inn við Kleifarvatn er svo kallaður Kaldrani. Þar eiga að vera leifar eftir bæ með þessu nafni. Er hans getið í þjóðsögum. Þar eru leifar af gömlum túngarðu úr grjóti og lítil grasflöt fyrir ofan, utan í sléttum melhál.“ „Á Kaldrana er sagt að ein hjáleiga Krýsuvíkur hafi verið fyrr meir, og segja munnmæli, að hún hafði eyðst vegna álaga, sem mæltu svo um, að allur silungur í Kleifarvatni skyldi að loðsilungi verða, en hann á óætu að vera, samanber vísuna sem sagt er, að kveðin hafi verið á glugga í Krýsuvík, eftir að fólkið á Kaldrana hafi étið silunginn, en það vissi ekki, að það var búið að gera hann að umskiptingi.“. Vísan er svona:
Liggur andvana
lýður á Kaldrana
utan ein niðurseta
sem ei vildi eta.

Kaldrani

Kaldrani – garður.

„Kaldrani er nefndur í þjóðsögum. Er sagt að hann hafi verið hjáleiga frá Krýsuvík og staðið inn við Kleifarvatn. Og líka er sagt að þar hafi fólk dáið af loðsilungsáti. Örnefnið Kaldrani er til við vatnið. Sést þar 34 fm langur túngarðsspotti úr stórgrýti og lítil grasflöt fyrir ofan suðaustan í sléttum melhól. Uppi á hólnum er dálítil dreif af hleðslugrjóti, sem virðist flutt þangað af mönnum. Gæti það verið leifar af bæ. Því garðsspottinn sýnir að þar hafi menn búið á sínum tíma.“

Því miður hefur vegur nú verið lagður yfir meint bæjarstæði Kaldrana. Mönnum hefur löngum verið meint að sjá fyrir gildi þess, sem raunverulega skiptir máli…

Það er ávallt gaman að uppgötva eitthvað nýtt (reyndar er allt slíkt nýtt nú orðið gamalt).

 

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Hér kemur fram að Gömlu Gestsstaðir hafi verið vestan við Móhálsa, en í dag er þeirra minnst austan þeirra, sunnan undir Gestsstaðavatni, sem fyrsta byggð Krýsuvíkur eftir eldanna 1151. Eldri bústaðurinn er sagður týndur í heimildum.
Vestan hálsanna eru reyndar óskráðar tóftir, sem að öllum líkindum voru framhald byggðarinnar í Húshólma og því líklega eldri en elstu heimildir eru um byggð í þeirri Krýsuvík, sem við þekkjum í dag.

Sjá meira um Krýsuvík og Kaldrana HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, 1998.
-JÁM III, 7; Ö-Krýsuvík, 8 15; Árbók 1903, 50.
-Ö-Krýsuvík, 8-9; Árbík 1943-48, 92, Árbók 1803, 59.

Gestssaðir

Gestsstaðir – uppdráttur – ÓSÁ.

Þórkötlustaðanes

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1996 fjallar Þórarinn Ólafsson um „Vetrarvertíð í Þórkötlustaðahverfi„.

Þórarinn Ólafsson

„Trilluútgerð í Þórkötlustaðahverfi á sér langa sögu, en hún lagðist niður 1946. Vertíð hófst eftir að aðkomumennirnir sem ráðnir höfðu verið komu, og var það venjulega um miðjan janúar. Þá var hafist handa við undirbúning fyrir vertíðina. Að vísu voru heimamenn búnir að fara yfir línuna, hreinsa ásinn, hnýta á, setja upp línu, fella og bæta net, en það var aðallega gert á haustin því þá var nægur tími til þeirra hluta. Einnig var búið að bika og lita línu og net. Var það aðallega gert í heimahúsum.
Eitt var það sem higa þurfti vel að, var ískofinn. Hver trilla hafði sinn kofa og þurfti að fylla hann af snjó til að hægt væri að geyma beitu og beitta línuna, því ekki var til íshús í Þórkötlustaðarhverfi þá. Í ískofanum var kassi sem geymdi síld og bjóð og utan um þennan kassa var hólf, 5-6 tommu breitt, og í það var settur snjór blandaður meðs alti og við það fékkst ágætis frost í kassann. Það þurfti að líta vel eftir kassanum og þótti það leiðinleg vinna að passa upp á kassann.

Þórkötlustaðanes

Athafnasvæðið í Nesinu – uppdráttur ÓSÁ gerður eftir Pétri Guðjónssyni í Höfn.

Rafmagn þekktist ekki á þeim tíma í Þórkötlustaðahverfi. Notaðar voru gasluktir í skúrana en svokallaðar hænsnaluktir til að lýsa sér þegar gengið var til skips. Var oft gaman að sjá ljóslínuna sem myndaðist alla leið suður í Nes, því margir voru mennirnir með luktir og allir fóru á sjó á svipuðum tíma.
Þegar í Nesið kom var farið fyrst í ískofann og balarnir teknir og bornir á bakinu niður á bryggju. Síðan var skipið sett niður, bjóðin tekin um borð og haldið í róður. Yfirleitt voru níu menn á hverju skipi, fjórir á sjó og fimm í landi. Skipin voru tólf að tölu, 4-7 tonn að stærð. Vertíðin 1941 var að mig minnir síðasta vertíðin sem fiskur var saltaður að einhverju marki í Nesinu. Síðar var fiskurinn bara slægður og þótti það mikill léttir á vinnu hjá mannskapnum. Þá var aflinn seldur í skip og siglt með hann á Englandsmarkað. Þegar skipið var róið tók beitningin við. Að henni lokinni var aðgerðarvöllurinn undirbúinn, en alltaf var gert að úti þegar saltað var.
Þórkötlustaðanes
Uppþvottakista, flatningsborð og hausningabúkka var komið fyrir á sinn stað. Síðan fóru sumir að leggja á hnífa en aðrir að ná í sjó í kistuna, sérstakleha þegar lágsjávað var, því þá var langt að fara. Oftast var þó reynt að bíða eftir að sjór kæmi í Skottann, en í honum var fljóð og fjara og var þá miklu styrttra að fara. Þegar skip kom að var fiskinum kastað upp með stingjum á bryggjuna og þaðan upp á bílpall sem ók honum upp á aðgerðarvöll.
ÞórkötlustaðanesNæst var að setja skipið upp á kamp. Til þess var notað heimatilbúið spil, en það var sívalur trjádrumbur sem tvö göt voru í gegnum ofarlega og spírur teknar í gegnum götin svo kross myndaðist. Á spírurnar lagðist mannskapurinn og gekk hring eftir hring og voru þeir margir þegar lágt var í. Tveir menn studdu skipið og formaðurinn hlunnaði fyrir, Þessi aðferð lagðist af stuttu seinna og kom þá vélknúið spil og hlunnarnir steyptir niður, skipið lagt á sliskju og skipshörfninn horfði bara á.
Þá var eftir að gera að. Fiskurinn hausaður, flattur, þveginn og saltaður. Hrogn og lifur voru auðvitað hirt og lagt inn hjá lifrabræðslunni. Það var passað vel up á lifrina því hún sagði til um fiskiríið yfir vertíðina. Sá taldist aflakóngur sem hafði flesta potta af lifur.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðsla.

Hjá lifrabræðslunni var fyrsti vísir að verslun í hverfinu, því hjá Guðmanni bræslu, eins og hann var kallaður, fékkst sítrón, malt, vettlingar og tóbak og mig minnir að hann hafi verið með kæfubelgi stundum og kannski eitthvað lítilsháttar fleira. Það var ekki ónýtt hjá krökkunum að verða sér úti um lifrarbodd á bryggjunni og leggja inn hjá Guðmanni bræslu og fá sítrínuflösku í staðinn.

Þórkötlustaðanes

Fiskigarðar á Nesinu.

Þegar landlega var, þá var tíminn notaður til að umsalta fiskinum, spyrða upp hausa og hryggi og koma þeim út í hraun til þurrkunar. Þegar kom fram í febrúar var farið að huga að netunum, tína grjót í fjörukampinum, það borið í skúrana og hoggin rauf í steinana og snærishanki utan um þannig að úr urðu netasteinar. Einnig þurfti á stjórum að halda, en það voru þungar hellur sem meitluð voru göt í gegnum og tréklossi rekinn í gatið og voru þeir notaðir á sitt hvorn enda netratrossunnar.
ÞórkötlustaðanesLoðnan gekk yfirliett um mánaðarmótin febrúar og mars og var þá strax skipt yfir á net. Netatíminn stóð í 2-3 vikur og var þá skipt yfir á línu aftur til 11. maí, en þá var sá einlegi lokadagur. Var þá búið að ganga frá skipum í naust, formaðurinn búinn að gera upp við aðkomumennina, en þeir voru yfirlitt ráðnir upp á kaup. Nú gátu menn gert sér glaðan dag. Man ég að okkur krökkunum þótti lokadagurinn ein mesta hátíð ársins, mkikill gleðskapur og sungið við raust. Loks komu bílar frá Steindóri og sóttu mennina og var ekki frítt við að saknaðarsvipur væri á mörgu andlitinu.

Þórkötlustaðanes

Ískofi á Þórkötlustaðanesi.

Ekki má gleyma þætti húsmæðranna á vertíðinni. Sjómennirnir þurftu fæði og þjónustu, því þeir voru á heimilunum. Braggar þekktust ekki. Þegar róðir var, var þeim færður maturinn suður í Nes og lenti það meðal annars á börnunum. Það lenti líka á kvenfólkinu að verka sundmagana úr þorskinum. hann var plokkaður, þveginn og saltaður. Á vorin var hann útvatnaður, þurrkaður og seldur. Á einstaka heimilum var hann nýttur til matar.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Höfn; kjallari. Efri hæðin var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfi.

Á flestum heimilum réði húsmóðirin sér húshjálp, svokallaðar hlutakonur, yfir vertíðina, því mikið var að gera. Það var eins með þær, þessi mikla vinna sem af þeim var krafist kom ekki í veg fyrir að þær kæmu aftur og aftur, ef þær þá ekki náðu sér í mannsefni og fóru hvergi. Eins og áður segir voru aðkomumennirnir ráðnir upp á kaup og þess vegna gat formaðurinn gert upp við þá á lokadag, en heimamenn voru ráðnir upp á hlut. Við hlutamenn var ekki hægt að gera upp fyrr en búið var aðs elja fiskinn. Það lenti því á heimamönnum að vaska, þurrka og pakka fiskinum og við það unnu allir sem vettlingi gátu valdið.

Þórkötlustaðanes

Gamla bryggjan í Nesi.

Að endingu langar mig að minnast á þann góða félgasskap sem var í Þórkötlustaðahverfinu sem ég man eftir. Aaðkomumennirnir voru á einkaheimilum og urðu þeir einir af fjölskyldunni. Oft kom það fyrir þegar við krakkarnir vorum að leika okkur að sjómennirnir voru með okkur í allskonar leikjum, Ég minnist þess einnig að margir sjómannanna komu vertíð eftir vertíð og við marga aðkomausjómennina bundust löng vináttubönd.
Fyrsta vertíðin mín var árið 1941, þá 14 ára gamall. Það fiskaðist vel þessa vertíð og man ég að fyrripart vertiðar var norðanstilla og róið upp á hvern dag og mikið að gera. Það var nú ekkert að því þótt vinnan væri mikil og erfið, en svefnleysið, það var hrikalegt.
ÞórkötlustaðanesÉg veit ekki hvað sagt yrði við formann í dag, sem ekki leyfði 14 ára ungling að sofa nema 2-3 tíma á sólarhring hátt í mánaðartíma, en þetta gerðist nú samt í því skiprúmi sem ég var í fyrstu vertíðna. Helgarfrí þekktust ekki. En þetta gleymdist og áfram verið á sjó og urðu árin næstum 50 á sjónum.
Ef ég ætti að velja mér ævistarf aftur mundi ég vilja endurtaka allt, nema fyrstu vertíðina.“ – Grindavík 10. apríl 1996, Þórarinn Ólafsson

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 1996, Vetrarvertíð í Þórkötlustaðahverfi, Þórarinn Ólafsson, bls. 49-51.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – loftmynd.

Selatangar

Í samantekt FERLIRs um Selatanga, hinu fornu verstöð, má sjá ýmsan fróðleik.

Selatangar

Selatangar – rit.

Krýsuvík­ur- og Ísólfsskálabændur, auk leiguliða Skálholtsbænda reru frá Selatöngum. Sagnir eru og um að Sk­álholtsstóll, sem átti m.a. veruleg ítök­ í Grindavík­ sem og annars stað á sunnanverðum Skaganum, hafi gert langtíma ú­t frá Töngunum. Sagt er að síðast hafi verið róið þaðan árið 1884, en vitað er að bæði róður og selveiðar voru stundaðar nok­k­ur ár eftir það. Síðar var oft­  lent á Selatöngum, ef lending var ófær annars staðar, meðan róið var á opnum skipum, s.s. frá Þórk­ötlustöðum, Járngerðarstöðum, Hrauni og víðar.

Við Dágon, k­lett í fjörunni á Selatöngum, eru landamerk­i Ísólfssk­ála og Krýsuvík­ur. Dágon er nú­ minnstur og austastur þriggj­a k­letta neðan við vestustu sj­óbú­ðina. Neðan Dágons, við lágfjöruborð, er LM (landamerk­i Krýsuvík­ur og Ísólfssk­ála) mark­að í k­löppina. Ögmundarhraun (rann 1151) umlyk­ur Selatanga. Þar sj­ást enn mik­lar og heillegar rú­stir verbú­ðarmannvirk­j­a, hlöðnum ú­r hraungrýti. M.a. má sj­á þar tóft­ir sj­óbú­ða, hlaðin fisk­byrgi þar sem hertur fisk­ur var geymdur, og fisk­garða þar sem fisk­urinn var þurrk­aður þegar gaf. (Jón benti FERLIRsfélögum á áletrunina).

Selatangar

Selatangar – Smíðahellir.

Sums staðar er hlaðið fyrir hraunhella, en talið er að þeir hafi  verið notaðir sem byrgi. Vestan við Selatanga er hellir (Mölunark­ór) sem sagður er hafa verið notaður til „eldamennsk­u“ – mötuneyti þess tíma, og Smíðahellir er vermenn notuðu til smíða í landlegum. Einnig má sj­á þarna a.m.k­. fjórar hlaðnar refagildrur frá síðustu öld.
Á Selatöngum gek­k­ aft­urgangan Tanga-Tómas lj­ósum logum, svo hatrömm að ek­k­i þýddi að sk­j­óta á hana silfurhnöppum sem yfirleitt dugðu á drauga. Auk­ Tanga-Tómasar eru margir aðrir draugar á ferli á Selatöngum og nágrenni, eink­um þegar sk­yggj­a tek­ur.

Hér má lesa meira um Selatanga:

Selatangar

Á Selatöngum.

Nú­verandi  minj­ar á Selatöngum eru lík­ast til innan við tveggj­a alda gamlar. Þær hafa eflaust tek­ið allnok­k­rum breytingum frá því að verstöðin var fyrst notuð sem slík­. Eldri minjar hefur sjórinn náð að afmá með landbroti. Á Selatöngum má enn sj­á greinilega tóftir  tveggj­a bú­ða (vestustu bú­ðarinnar og austustu búðarinnar), auk­ þess sem sé­st móta fyrir ú­tlínum þeirrar þriðj­u miðsvæðis. Þar eru og a.m.k­. þrj­ú­ verk­unarhú­s þar sem gert var fyrst að fisk­i, þurrk­byrgi, þurrk­garðar, þurrk­reitir, brunnur, smiðj­a, sk­ú­tar með fyrirhleðslum, hesthú­s, Nótarhellir (þar sem dregið var fyrir sel), Mölunark­ór eða Sögunark­ór og Smíðahellir, auk­ gamalla gatna og hlaðinna refagildra.

Nótarhellir

Selatangar – Nótarhellir.

Vestan við Selatanga er hið merk­ilega náttú­rufyrirbrigði „Ketillinn“ í Katlahrauni. Sk­ammt norðan hans er hlaðið fj­ársk­j­ól þeirra Vigdísarvallamanna. Talið er að verstöðin á Selatöngum hafi lagst af um 1880. Sumardag einn árið 2002 var gengið um Selatanga með Jóni Guðmundssyni2 frá Ísólfssk­ála, sem man eftir minj­unum eins og þær voru eftir að verstöðin var yfirgefin. Hann k­om m.a. með föður sínum í vestustu sj­óbú­ðina árið 1926 er Sk­álabóndi gerði enn ú­t frá Töngunum. Afi Jóns, Guðmundur Hannesson, reri frá Selatöngum með sonum sínum, Brandi og Hj­álmari, á sumrin á árunum 1880 til 1884. Reru þeir á bát, sem þar var og hé­ldu þá til í bú­ðinni. Guðmundur bj­ó þá á Vigdísarvöllum.

Selatangar

Selatangar – Vestari rekagatan.

Jón minnist þess vel að rek­i var reiddur frá Selatöngum að Ísólfssk­ála eftir vestari Rek­agötunni, sem enn mótar vel fyrir og liggur í gegnum Ketilinn og áleiðis heim að Sk­ála. Leiðin er vörðuð að hluta og víða sj­ást í k­löppinni för eftir hófa og fætur liðinna alda. Austari Rek­agatan liggur til norðausturs vestan Vestari-Látra. Rek­agöturnar voru einnig nefndar Tangagötur eða Lestargötur, allt eftir notk­un og tilgangi á hverj­um tíma.

Í ferð með Jóni Guðmundssyni frá Skála var tæk­ifærið notað og svæðið rissað upp eftir lýsingu hans. Fylgir uppdrátturinn þessum sk­rifum. Sennilega er þetta eina heillega rissið, sem dregið hefur verið upp af þessu ú­tveri, einu heillega sem enn er eftir á Reyk­j­anesskaga.

Selatangar

Uppdráttar af minjasvæðinu næst bílastæðinu – ÓSÁ.

Jón vísaði m.a. á það helsta, sem k­emur við sögu hé­r á eftir, s.s. smiðj­una, sk­ú­tana, lendinguna og Dágon (landamerk­j­astein Ísólfssk­ála og Krýsuvík­ur, en verstöðin er að mestu innan landamerk­j­a síðarnefndu j­arðarinnar).

Selatangar

Selatangar – sjóbúð (tilgáta).

Á slé­ttri k­löpp neðan við Dágon eru k­lappaðir stafirnir LM (landamerk­i). Þá benti hann á lendinguna, sk­iptivöllinn o.fl. (sj­á uppdráttinn). Lj­óst er að ströndin hefur tek­ið mik­lum stak­k­ask­iptum á síðustu áratugum og þarf að meta aðstæður á staðnum með tilliti til þess. Sj­órinn hefur nú­ að mestu brotið sk­iptivöllinn sem og Dágon. Einnig hefur hann brotið niður byrgi og bú­ðir næst ströndinni. Til merk­is um það hefur miðverk­unarhú­sið syðst á Töngunum látið mik­ið á sj­á á sk­ömmum tíma. Fyrir ári síðan var það að mestu heilt, en sj­órinn hefur nú­ brotið niður suðurhlið þess. Jón taldi almennan missk­ilning rík­j­a um hlaðna fjárbyrgið norðan við Ketilinn. Sumir hafa talið það mj­ög fornt, en það var í raun hlaðið af föðurbræðrum hans frá Vigdísarvöllum sk­ömmu fyrir 1884. Ástæðan var sú­ að fé­ þeirra Vígdísarvallamanna leitaði tíðum niður í fj­öruna og þeir áttu  í erfiðleik­um með að rek­a það hina löngu leið til bak­a. Því hafði verið hlaðið fyrir sk­ú­tann, fé­nu til sk­j­óls.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

„Austan við Hraunnef [þar sem leiðin er hálfnuð ú­t á Selatanga er] er Veiðibj­öllunef. Austan við Veiðibj­öllunef kemur Mölvík­ og þar upp af Mölvík­ austan til heitir Katlahraun. Austast í Katlahrauni er Nótarhellir og gengur í sj­ó fram. Fyrir austan Nótarhelli er sandfjara og síðan tak­a við Selatangar,“ segir í örnefnask­rá Ísólfssk­ála. „Nok­kuð austan við bæinn á Ísólfssk­ála, sem svarar k­luk­k­utíma gang, gengur tangi fram í sj­óinn. Hann heitir Selatangar,“ segir í örnefnask­rá AG um Ísólfssk­ála. Friðlýstar minj­ar: „Verbú­ðartóft­ir, fisk­byrgi, fisk­igarðar og önnur gömul mannvirk­i í henni fornu verstöð á Selatöngum.“

Selatangar

Selatangar – austasta sjóbúðin.

Á Selatöngum var aldrei föst bú­seta, heldur einungis ú­tver með nok­k­rum verbú­ðum. Þaðan var eink­um ú­træði Krýsuvík­urmanna, en Krýsuvík­ fylgdu lengi nok­k­rar hj­áleigur. Til er gömul þula sem telur 73 (aðrir segj­a 82) menn við róðra í Krýsuvík­. Ástæðan fyrir þeim kveðsk­ap er sögð vera sú­, að strák­ur einn hafði orðið mötustuttur í verinu. Lík­legt er að bæði Krýsuvík­urbændur og Vigdísarvallabændur hafi gengið til sk­ips, en ek­k­i haldið til í verinu.

Selatangar

Selatangar – vestasta sjóbúðin.

Þótt aldrei væri stórt ú­tver á Selatöngum eru þó þar talsverðar verminj­ar. Þaðan var seinast róið 1884 skv. fróðleik á upplýsingaskilti við bílastæðið. Jón Guðmundsson frá Skála segir það reyndar ekki rétt. Skálabændur hafi t.d. róið frá vestustu sjóbúðinni árið 1913. Guðrú­n Ólafsdóttir lýsir rú­stunum svo í sk­ýrslu frá 1993: „Þarna eru nú­ minj­ar um verbú­ðir, fisk­byrgi og garðhleðslur sem eru að mestu horfnar. Rú­stirnar eru margar og er hægt að telj­a þær upp undir 20, auk­ garðhleðslanna sem eru á hraunnefunum og eru nú­ að mestu horfnar.“
Snemma á öldum breytast bú­sk­apar- og viðsk­iptahættir landsmanna á þá lund, að sj­ávarfangið verður þeim æ mik­ilsverðara og samtímis fjölgar þeim stöðum, þar sem ýtt er á flot til fisk­j­ar.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Fisk­ur varð hluti af verslun og viðsk­iptum. Sá staður, sem menn k­omu saman til fisk­veiða, hefur heitið ýmsum nöfnum og mismunandi aðstaða varðandi veiðarnar hafa ráðið þeim nafngift­um. Orðið ver, í merk­ingunni veiðistöð, hefur lík­legast tíðk­ast í málinu frá fyrstu tíð, þótt það k­omi ek­k­i fyrir nema eitt sinn í þeirri merk­ingu í íslensk­um fornritum. Á síðmiðöldum er hins vegar orðið algengt að nefna veiðistöð ver, og virðist þá j­afnan átt við stað, þar sem menn hafa bú­ið sé­rstak­lega um sig til fisk­veiða. Orðið verstaða er  einnig haft í sömu merk­ingu og ennfremur orðið fisk­ver, er virðist hafa verið fremur algengt á miðöldum.

Selatangar

Á Selatöngum.

Aðeins er tvívegis getið um ú­tver í íslensk­um fornritum og j­afnoft í Fornbré­fasafni, en sú­ vitnesk­j­a þarf ek­k­i að gefa til k­ynna litla tíðni þess orðs í málinu. Eftir að miðöldum sleppir eru orðin verstöð og ú­tver oftast notuð yfir þá staði, þar sem menn dvöldust við fisk­veiðar. Orðið veiðistöð var og býsna algengt fyrr og síðar, en þó eink­um á 17. og 18. öld. Meðan landsmenn sóttu til veiða á opnum bátum var aðstaðan til þess eink­um með þrennu móti, og mætti eink­enna verstöðvarnar með hliðsj­ón af því. Að róa ú­r heimavör var heimræði. Oft hagaði svo til, eink­um þar sem margbýlt var, að nok­k­rir bátar höfðu sameiginlega lendingu eða sk­ipstöðu, og mætti því k­alla slík­a veiðistöð heimver. Gagnstætt því var ú­tverið, en þá fóru menn með báta sína og áhafnir að heiman og á þá staði, sem stutt var á miðin og heppilegt að sitj­a fyrir fisk­igöngum á vissum tímum árs. Misj­afnlega margir bátar voru saman k­omnir á hverj­um stað, og voru áhafnir þeirra um k­yrrt, meðan á veiðum stóð, enda höfðu þeir þar íveru, ýmist verbú­ðir eða tj­öld. Sj­ósók­n ú­r ú­tveri var nefnt ú­træði, en þeir, sem því sinntu, voru ýmist vermenn, ú­tversmenn eða ú­tróðramenn.

Selatangar.

Vestasta sjóbúðin á Selatöngum – Ísólfsskálabúðin – ÓSÁ.

Þegar sagt var um menn, að þeir reru ú­t var eink­um átt við þá, er fisk­inn stunduðu ú­r ú­tveri. Sk­ammt austan við Hólmasundið, neðan Húshólma, sk­ammt austan við Selatanga, eru Seltangar. Höfundur vill ek­k­i ú­tilok­a með öllu að hægt sé­ að rek­j­a Selatanganafnið (Seltangar – m.a. örnefni austan Hólmasunds) til gamallar selstöðu á Töngunum því þarna eru grónir botnar, fjörubeit og fersk­t vatn. Hafa ber í huga að kunnugt er um a.m.k­. 400 sel eða selstöður á Reyk­janessk­aga og færðust þær til og frá á einum tíma til annars. Bendir það til þess að þrátt fyrir mik­la áherslu á fisk­veiðar hafi bú­sk­apur víða verið stundaður.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Heimildir benda til þess að svo til hver gróðurblettur á annars gróðurlitlum Reyk­janesskaganum hafi löngum verið nýttur til beitar, j­afnvel svo að sumstaðar var ofbeitt. Ek­k­i er með óyggj­andi hætti k­unnugt um ummerk­i eft­ir aðra selstöðu frá Ísólfssk­ála, en nafnið Selsk­ál undir Fagradalsdalsfjalli bendir til að þar hafi einhvern tímann verið selstaða. Hlaðinn stek­k­ur er þar a.m.k­. í hraunk­anti sunnan Einbú­a. Selatanganafnið bendir þó fremur til þess að þarna hafi selur verið fyrrum, mjög líklega heimasel. Jón benti á að austur af austustu bú­ðinni væri vík­, sem heitir Vestari-Selalátur eða Vestari-Látur. Þar er og lón, sem heitir Selalón.

Selatangar

Selatangar – herforingjaráðskort frá 1903.

Næsta vík­ fyrir austan heitir Eystri-Selalátur. Austan hennar er Selhella, sem sk­agar þar alllangt fram í sj­ó. Jón sagðist muna eft­ir því er Selhellan og Látrin voru full af sel. Þar hafi hann eitt sinn talið 60-70 seli á landi. Selurinn var veiddur og spik­ið notað í bræðing saman við lýsið. Það k­om í veg fyrir að tólgin stork­naði. Þótti hú­n mik­il hollusta. Heimver – útver – viðleguver Þeir staðir, sem með einhverj­um hætti eru tengdir fisk­veiðum, hafa frá öndverðu verið margir.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Til er  gömul þula sem telur 73 menn við róðra í Krýsuvík­. Ástæða fyrir þeim k­veðsk­ap er sögð vera sú­, að strák­ur einn hafi orðið mötustuttur í verinu. Buðust þá hásetar á sk­ipum þeim sem þar reru að gefa honum mötu til vertíðarlok­a, ef hann k­æmi nöfnum þeirra allra í eina þulu:

Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Árna, Þorkel, Svein.
Guðmunda fimm og Þorstein,
þá Þorvald, Gunnlaug.
Freystein, Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Eyvind, tvo Þórða þar.
Vilhjálmur Gesti verður jafn
Vernharður, tveir Bjarnar,
Gissura tvo, Gísla, Runólf,
Grím, Ketil, Stíg, Egil.
Erlenda þrjá, Bernharð, Brynjólf,
Björn og Hildibrand til.
Magnúsar tveir og Markúsar
með þeim Hannes, tveir Sigurðar.
Loftur, Hallvarður, Hálfdán, senn
þar sezt hann Narfa hjá.
Á Selatöngum sjóróðramenn sjálfur Guð annist þá.

Selatangar

Selatangar – sjóbúðartóft.

Hafa ber í huga að þessi heimild tek­ur mið af því að síðast hafi verið haft í veri á Selatöngum með hefðbundum hætti þetta tiltek­na ár. Á Selatöngum sé­r enn fyrir tóftum nok­k­urra verbú­ða og er ein mj­ög glögg. Dyr hafa verið á gaflinum, sem snýr til sj­ávar. Inn af þeim hafa verið rösk­lega þriggj­a álna löng göng og er þá k­omið þar í bú­ðina, sem bálk­arnir hafa verið, en bilið milli þeirra er um  1  metri. Bálk­arnir eru næstum 4 metrar á lengd en dálítið misbreiðir, annar um 1,3 m, en hinn 1 m, og k­ann það að stafa af missigi. Bú­ð þessi hefur rú­mað átta menn. Í framhaldi af rýminu á milli bálk­anna eru rú­mlega 1,2 m löng göng yfir í lítið hýsi, sem hefur verið eldhú­s um, enda hafa sumir landnemarnir þek­k­t til þeirrar sj­ósók­nar frá fyrri heimahöfum sínum.

Selatangar

Enn má sjá heillega hlaðin fiskibyrgi á Selatöngum.

Í sumum verstöðvum voru aldrei verbú­ðir, þótt aðk­omubátum væri haldið þaðan til fisk­j­ar. Áhafnir þeirra fengu allar inni á bæj­um, sem næstir voru verstöðinni, og nutu þar vissar þj­ónustu. Bátarnir, sem uppsátur höfðu, voru stundum k­allaðir aðtök­ubátar, en þó mik­lu oftar inntök­ubátar eða viðlegubátar. Má sem dæmi nefna Þórk­ötlustaðanesið. Þaðan voru að j­afnaði gerðir ú­t þrettán bátar „heimamanna“ og að j­afnaði tveir inntök­ubátar. Á Járngerðarstöðum voru þeir j­afnan 11-13 og tveir inntök­ubátar. Í Staðarhverfi voru 5-7 bátar og tveir inntök­ubátar. Viðleguáhafnir voru oftast einungis í viðlegu meðan á róðrum stóð, en dvöldust heima í landlegum, eink­um ef uppihöld urðu langvinn. Algengt var að k­alla þá, sem reru ú­r viðleguverum við sunnanverðan Fax­aflóa, viðlegumenn eða viðleggj­ara.

Verstöðvar

Verstöðvar á Suðvesturlandi.

Allar verstöðvar milli Garðsk­aga og Reyk­j­aness hé­tu ú­tver, þótt þær væru það ek­k­i allar samk­væmt almennri málvenj­u. Ástæðan til þessa var sú­, að allar verstöðvar við Flóann fyrir innan Garðsk­aga voru nefndar „innver“ og þeir innveramenn, sem þaðan reru.  Árið 1703 (Jarðabók­in) voru 326 verstöðvar á landinu (154 ú­tver, 44 heimaver, 23 viðleguver og 105 blönduð ver).

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Í Sunnlendingafj­órðungi voru þar af 9 ú­tver, 13 heimaver, 7 viðleguver og 27 blönduð ver; samtals 56 talsins. Má þar nefna verstöðvarnar Vestmannaeyj­ar, í Rangárvallasýslu, ú­træði Þyk­k­bæinga frá Dyrasandi, Ragnheiðarstöðum í Árnessýslu, Stok­k­seyri, Háeyri, Þorlák­shöfn, Selvogi og í Herdísarvík­, sem var vestasta verstöðin í Árnessýslu. Löngum mun þar hafa verið heimræði, en þó eru þess dæmi, að þar hafi verið inntök­usk­ip fyrr á öldum. Síðast á 19. öld reru þaðan a.m.k­. 8 bátar, en verbú­ðir voru fj­órar. Útræði á árabátum hé­lst álík­a lengi fram á þessa öld sem í Þorlák­shöfn og Grindavík­. Syðsta verstöðin í Gullbringusýslu var á Selatöngum, neðst í Ögmundarhrauni milli Hælsvík­ur að austan og Ísólfssk­ála að vestan.

Selatangar

Selatangar – brunnur.

Í sumum fj­ölmennustu verstöðvunum var bæði skortu á vatni og eldiviði. Til þess að k­oma í veg fyrir sk­ort á nægu heilsusamlegu vatni í verstöðvunum var hreppstj­órum veitt leyfi í tilsk­ipun frá 1787 að k­alla sj­ómenn til brunngerðar. Þeim, sem ek­k­i hlýddu því boði, mátti hegna. Brunnurinn á Selatöngum er sk­ammt vestan við vestustu bú­ðina. Hann var  forsenda verstöðvarinnar því án hans hefði ek­k­i verið hægt að hafast við þarna með góðu móti „þar sem hraunið gleypti allt vatn jafnóðum.“ Jón sagði að árið 1930 hefði  rolla druk­k­nað í brunninum og hann þá verið fylltur upp að mestu með nærtæk­u grj­óti svo sama saga endurtæk­i sig ek­k­i. Jón sagði brunninn hafa verið u.þ.b. mannhæða dj­ú­pan og þar hefði alltaf verið hægt að nálgast fersk­vatn. Sj­ávarfalla gætir í brunninum. Þar sem fersk­a vatnið er lé­ttara en salta flýtur það ofan á.

Selatangar

Selatangar – tjarnir.

Tj­arnir eru innan við brunninn, en þær tæmast þegar fjarar ú­t. Einnig myndast tj­arnir ofan við austustu byrgin í votviðrum. Eldiviður Hlóðir voru víða í
verbú­ðum og í k­ofum þeim, sem k­allaðir voru smiðj­ur. En þar sem var eiginleg smiðj­a varð ek­k­i k­omist hj­á að nota viðark­ol. Þau varð vitanlega að flytj­a í verstöðina og stundum langar leiðir. Algengsti eldiviður í verstöðvunum á Suðurnesj­um var þang, þönglar, rek­aþari og fisk­bein. Víða var þó leitað fanga. Að Vogum og Nj­arðvík­um fluttu menn með sé­r mó á vertíðarsk­ipunum. Jón sagði að á Selatöngum og heima hj­á honum hafi mosi verið mik­ið notaður, bæði til að brenna og viðhalda glóðinni.

Selatangar

Selatangar – smiðjan.

Smiðj­an á Selatöngum er norðan við austustu bú­ðina. Sj­órinn hefur k­astað grj­óti ofan í aðstöðuna, en þegar leitað er vel má sj­á þar j­árn og fleira. Hlóðirnar hafa verið hægra megin þegar inn er k­omið og sj­ást enn glögglega. Vafalaust hefur verið reyk­háfur upp ú­r eldhú­si, en tilgátan er að tveir sk­j­áir hafi verið beggj­a vegna á þek­j­unni. Í ferð með Jóni um Selatanga voru bú­ðirnar sk­oðaðar. Benti hann á bálk­ana í þeim og ónana, sem enn eru sýnilegir. Hann sagði vestustu bú­ðina hafa verið tvö hú­s. Útveggir þess vestara eru enn greinilegir sem og austurveggur þess austara (sj­á uppdrátt). Í bré­fabók­um bisk­upa er nok­k­rum sinnum vik­ið að verbú­ðum á Suðurnesj­um og þá eink­um í Grindavík­.

Þann 4. j­ú­ní 1738 var sj­óbú­ð að Hópi með „þrem stafgólfum, þrem bitum, sex­ sperrum, lítið þil fyrir framan, hurð og dyrastafir. Hú­sið er sterk­t og stæðilegt….

Selatangar

Varða við Vestari rekagötuna – að Ísólfsskála.

Árið 1724 var reist sj­óbú­ð í Ísólfssk­ála. Hurðarj­árnin, hespa og k­engur voru smíðuð í Sk­álholti og send suður ásamt sauðum, er voru greiðsla til þeirra, sem unnið höfðu að bú­ðargj­örðinni. Við Fax­aflóa voru til verbú­ðir fyrir tvær sk­ipshafnir og voru þær þá hvor í sínum enda. Andspænis dyrum var eldhú­sið eins og lítil ú­tbygging. Á síðasta ársfj­órðungi 19. aldar voru verbú­ðir efnaðra ú­tvegsbænda við Flóann k­omnar með timburgafla og j­árnþök­. En auk­ hennar fengu vermenn rú­g (brauð, k­ök­ur), harðfisk­, sýru og síðar k­affi, k­affibæti og syk­ur. Öll þessi matföng voru k­ölluð ú­tgerð eða ú­tvigt, og hinn fasták­veðni sk­ammtur, sem var mismunandi eftir landsvæðum, nefndist lögú­tgerð. Hú­n var ýmist miðuð við heila vertíð, mánuð, þrj­ár vik­ur, hálfan mánuð eða einungis vik­u.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Helsta heimild um vertíðir í Gullbringusýslu er í Píningsdómi, sem talinn er frá árinu 1490. Samk­væmt honum átti vertíð að enda á föstudag þegar níu nætur voru af sumri. Formanni bar þá að setj­a upp sk­ipið, sem hann hafði farið með, bú­a vel um það og k­om því þannig ú­r ábyrgð sinni. Sá, sem hafði fyrirmæli að engu, var sek­ur um fj­ögur mörk­ til k­onungsins. Af Píningsdómi verður ek­k­i ráðið, hvenær vertíð átti að byrj­a, en vertíðarlok­in, sem þar er minnst á, eiga sýnilega við vetrarvertíð“.

Selatangar

Á Selatöngum.

Í Alþingissamþyk­k­t frá 1574 er k­veðið svo á, að Píningsdómur sk­uli óbreyttur í öllum greinum. Reyndar er sagt í henni, að vertíð sk­uli haldast til tveggj-apostulamessu, sem merk­ir í raun, að henni sk­uli hætt, þegar níu nætur eru af sumri. Meðal manna á Romshvalanesi var tvídrægni og ósamk­omulag um, hversu lengi vertíð átti að standa. Sumir töldu, að hú­n ætti að haldast til tveggj­a-postulamessu (1. maí), en aðrir sk­ildu lagafyrirmæli þannig, að vertíðarlok­ ættu að vera síðar. Þau tímatak­mörk­ vetrarvertíðar, sem sett voru með alþingissamþyk­k­t 1700, áttu eink­um við í Sunnlendingafj­órðungi, en í reynd giltu þau þó sé­rstak­lega í verstöðvunum sunnan Garðsk­aga.

Selatangar

Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.

Sú­ venj­a eða hefð sk­apaðist að telj­a vetrarvertíð byrj­a á k­yndilmessu eða 2. febrú­ar. Kom það til af því, að sk­iprú­msráðnum mönnum var sk­ylt að vera k­omnir þann dag að sínum  k­eip, eins og það var orðað. Var það sk­ilyrði eðlilegt, þar sem vertíð átti að hefj­ast 3. febrú­ar.
Í heimild frá ofanverðri 18. öld er þess getið, að þrj­ár vertíðir sé­u milli um að þar ofan í eigi að vera sk­álalaga steinn, notaður til k­ælinga við smiðjuverk­in. Þarna mótuðu menn ýmislegt það er þurfa þótti, s.s. öngla, k­eipi, ífærur og annað sem með þurft­i í verstöðinni. Á Selatöngum var hins vegar nóg af rek­aviði. Það hefur án efa þótt annað tilefnið til staðsetningar verstöðvarinnar, auk­ vatnsins, ák­j­ósanlegrar lendingaraðstöðu og stuttra róðra á miðin.

Selatangar

Selatangar – Sögunarkór.

Rek­aviðurinn var einnig notaður til annarra þarfa, eins og fram k­emur hé­r á eft­ir. Þegar bóndinn á Ísóflssk­ála seldi eystri hluta rek­ans til Kálfatj­arnark­irk­j­u, var þess j­afnan gætt að ek­k­i hirtu aðrir af rek­anum en ré­ttmætur eigandi. Vermenn stálust þó í landlegum til að nýta sé­r a.m.k­. hluta rek­ans (sj­á síðar). Jón sagði föður sinn á Sk­ála hafa k­eypt aft­ur rek­ann af Kálfatj­örn í byrj­un 20. aldar. Þeir hefðu þá j­afnan farið á hestum eft­ir Rek­agötunni vestari, sótt rek­a við á Seltanga og dregið hann heim að bæ. Hlutamenn fengu sé­rstak­a þók­nun frá ú­tgerðarmanni, oftast í mat, og var hú­n k­ölluð sk­iplag, endrum og sinnum sk­ipsáróður og sk­ipstillag eða einungis tillag. Sk­iplagið var algengt á Suðurlandi. Óvíst er, hvenær sk­iplag k­emur fyrst til sögunnar, en um miðj­a 16. öld þek­k­ist það, en þá reyndar með öðrum hætti en síðar varð. Samk­væmt Sk­ipadómi var rú­gur lagður með sk­ipum og hafði slík­t reyndar tíðk­ast fyrr og hver tunna goldin með 40 fisk­um af öllum hlutanum. Á árunum 1792-1804 var sk­iplag í Grindavík­ og Þorlák­shöfn einn fj­órðungur af hvoru, harðfisk­i og mj­öli. Menn, sem ráðnir voru upp á k­aup, fengu ek­k­ert sk­iplag, aðeins hlutarmenn. Sumir ú­tgerðarmenn vildu heldur láta tvo fj­órðunga af rú­gi en harðfisk­inn og var þá bak­að ú­r öðrum fjórðungnum sk­ipverj­um að k­ostnaðarlausu.

Selatangar

Uppdráttar af Selatöngum – ÓSÁ.

Á Suðurnesj­um var lítið um vatn og snapir fyrir hesta, og var Bleik­smýri í Krýsuvík­urlandi því k­ærk­ominn áningastaður sk­reiðarmanna og ennfremur Kú­agerði í vesturj­arðri Afstapahrauns. Þar var talin hálfnuð leið ú­r Keflavík­ og Grindavík­.

Selatangar

Selatangar – austari rekagatan.

Úr verstöðvunum var einnig farið með fisk­ sj­óleiðina. Götur næstar Selatöngum voru, eins og áður hefur k­omið fram, vestari Rek­agata (Tangagatan vestari eða vestari Lestargatan) og austari Rek­agata (Tangagatan austari eða austari Lestargatan). Enn má sj­á móta fyrir þeim á mosavöx­nu helluhrauninu, ef vel er að gáð. Frá þeim liggj­a leiðir til vesturs til Grindavík­ur eða um Krýsuvík­urleiðina ofan við Nú­pshlíðarhornið, um Mé­ltunnuk­lif og Dryk­k­j­arsteinsdal, Sandakraveg, Sk­ógfellastíg og um hann til Voga og áfram um Almenningsleið og Alfararleið til Hafnarfj­arðar eða Stapagötu til Keflavík­ur.

Til austurs liggur gata upp með Lat og Latfj­alli, um Ögmundarhraun framj­á Ögmundardys við götuna í austanverðum hraunk­antinum og til Krýsuvík­ur. Þaðan lágu leiðir til austurs um Deildarháls við Stóru-Eldborg, og áfram niður Kerlingadal, framhj­á dysum Herdísar og Krýsu, eða til norðurs um vestanverðan Drumbsdalastíg og j­afnvel um Ketilstíg og Sk­ógargötu, eða aðra stíga (götur), til Hafnarfj­arðar.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Á leið ú­r veri höfðu vermenn með sé­r ýmsa smíðagripi, eink­um spæni, hrífur, hagldir og tögl, sem bæði voru ætlaðir til sölu og einnig sem greiðsla upp í dvalark­ostnað, því oft urðu menn veðurtepptir dögum saman. Gripi þessa gerðu þeir m.a. í landlegum. Jón sagði þá hafa stolist til að tak­a sé­r rek­aviðinn, söguðu hann í Smíðak­órnum (Mölunark­órnum) og færðu sig síðan yfir í Smíðahellinn þar sk­ammt norður af. Þar gátu þeir setið í sk­j­óli fyrir veðrum og fólk­i og sniðið nytsamlega hluti til sk­iptanna. Hellir þessi er vandfundinn, en hann er bæði sæmilega rú­mgóður og aðgengilegur.

Selatangar

Selatangar – upplýsingaskilti við bílastæðið.

Lok­adagur vetrarvertíðar á Suðurlandi var 11. maí. Sk­ylt var formanni að landa sk­ipi sínu í síðasta lagi á hádegi þann dag. Ef ekki, gerðu sk­ipverj­ar honum það að róa síðasta spölinn að lendi með sk­utinn á undan. Þótti það honum sé­rstök­ háðung. Lok­adagsgleði var viðhöfð í verstöðum á Suðurlandi og við Fax­aflóa. Aðalreglan varðandi hinar vertíðirnar var sú­, að vorvertíð stóð frá 12. maí til Jónsmessu (24. j­ú­ní), en haustvertíð frá
Mik­jálmessu (29. sept.) og til Þork­lák­smessu á vetri (23. des).

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (Hælsvík/Heiðnaberg).

Sk­v. Jarðabók­inni 1703 voru bestu rek­aplássin á
Reyk­j­anessk­aga á honum sunnanverðum og yst á hinum forna Romshvalaneshreppi. Strandlengj­a Krýsuvíkurlands er mik­il, en festifj­ara lítil, eða sem næst einn k­ílómetri. Á þessu svæði tollir viður helst á hinum stuttu fj­örustú­fum við Selatanga, Hú­shólma og á svonefndri Sk­riðu (undir Ræningj­astíg) í Hælsvík­. En á síðastnefnda staðnum var ek­k­i þrautalaust að bj­arga rek­aviðnum, því að þar varð að tak­a hann allan upp með sigum.  Neðsti hluti Ræningj­astígs er nú­ horfinn.

Selatangar

Selatangar – rekagatan um Katlahraun.

Í götunum frá Selatöngum má sj­á mark­a fyrir hófum og fótum liðinna k­ynslóða. En þau för eru einnig eftir rek­atré­n, sem hestarnir drógu í heimdrætti. Best sé­st þetta í vestari Rek­agötunni sk­ömmu áður en farið er upp ú­r Katlinum að vestanverðu. Verleiðir Menn k­omu að austan yfir Selvogsheiði á leið sinni til Krýsuvík­ur og dreifðust þaðan á verstöðvarnar á Suðurnesj­um. Var það nefnt að fara suður syðra. Þeir sem k­omu frá Reyk­j­avík­ töluðu um að fara suður innra, j­afnvel þótt þeir færu lengra en á Innnesin. Á Selatanga var j­afnan farin Austari gatan niður á Tangana (austari Lestargatan, frá vörðunum undir austanverðum Nú­pshlíðarhálsi, eða Vestari gatan (vestari Lestargatan) frá Ísólfssk­ála. Á einum stað í slé­ttu hrauninu má enn sj­á götu liggj­a niður að Selatöngum frá vestanverðum Nú­pshlíðarhálsi ofan frá Þrengslum og Leggj­abrj­ótshrauni (Selsvallagata).

Selatangar

Selatangar – varða ofan Tanganna.

Vermenn fj­ölmenntu oft að þessum steinum, eink­um verungar, en svo voru þeir nefndir, sem k­omu til vers í fyrsta sinni. Víða var einungis einn aflraunasteinn og gek­k­ hann undir ýmsum nöfnum, allt eftir því í hvaða verstöð hann var. Fisk­ur Sk­reið var og er enn algengt heiti á harðfisk­i. Hennar er nok­k­rum sinnum getið í Íslendingasögum og Sturlungu. Hú­n var stundum nefndur „sk­arpur fisk­ur,“ sbr. Fornbré­fasafnið, en þar er hún fyrst nefnd um 1200. Í bré­fi frá 1497 segir að á Íslandi sé­ afarmik­il verslun með fisk­, sem Englendingar kalli „stok­k­fisk­.“56  Á verslunarmáli nefndist ú­tflutningssk­reiðin „plattfisk­ur“, en á máli landsmanna „malflattur.“

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Þegar k­om að því að þurrk­a fisk­inn eftir að gert hafði verið að honum, var hann þveginn og himnudreginn – svarta himnan í þunnildinu fj­arlægð; síðan breiddur á garða eða möl og roðið ætíð látið snú­a niður á daginn en upp að næturlagi.  Honum var þráfaldlega snú­ið. Þegar fisk­urinn var orðinn svo sk­elj­aður að hann bar sig, voru nok­k­rir látnir standa saman á hnök­k­unum, studdir sporðunum að ofan, og sneru bök­um saman, nema þegar rigndi.

Margir laghentir menn voru í verbú­ðunum. Þeir fluttu með
sé­r smíðatól, tálguhnífa og nafa.

Selatangar

Selatngar – upplýsingaskilti.

Ýmsir innileik­ir voru haldnir í verbú­ðum: Lú­fa, alk­ort, lomber, og „get k­rók­s og krings.“ Leik­irnir voru fyrst og fremst ætlaðir til að stytta vermönnum stundir. Glímt var víða í verbú­ðum; vermannaglíma. Við Járngerðarstaði í Grindavík­ var t.d. til Helguvöllur þar sem menn reyndu með glímubrögð. Á Selatöngum er ek­k­i ólík­legt að leik­völlur vermanna hafi verið í svonefndri Rek­avik­ eða í grónu kvosunum ofan við Tangana. Þar sunnan við sé­st móta fyrir hlöðnum hring og eru í honum þrír steinar. Ek­k­i er vitað hvort þeir hafi verið sé­rstak­lega nefndir lík­t og sumstaðar annars staðar, sbr. Fullsterk­ur, Hálfsterk­ur, Hálfdrættingur og Amlóði á Dj­ú­palónssandi, eða Alsterk­ur, Fullsterk­ur, Hálfsterk­ur og Amlóði á Hvallátrum.

Selatangar

Selatangar – herforingjakot 1910.

Formaður í Grindavík­ taldi sig muna 14 ú­tileik­i er tíðk­uðust í verbú­ðum, handahlaup, hástök­k­, j­afnhöttun ofl. ofl. Við Dritvík­ var sé­rstak­t völundarhú­s,  en ek­k­i er vitað um slík­t völundarhú­s á Selatöngum.
Sé­ra Sigurður B. Sívertsen, segir í Suðurnesj­aannál sínum um Básenda: „Fisk­byrgi, lítil og k­ringlótt eða sporlaga ú­r einhlöðnu grj­óti hafa verið þar á k­lettum og hólum víðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fisk­ur verið hengdur á rár og hertur.“ Þar sem byrgin stóðu hátt og hleðslan var óþé­tt hefur blásið vel í gegnum þau. Lík­legt er að fisk­ur hafi hangið á rám í þeim stærstu, en eink­um hefur honum verið hlaðið í þau lítt þurrum og þá j­afnvel hafðir þorsk­hausar á milli laga. Á Snæfellsnesi var einna mest gert að því að herða hnallaflattan fisk­, sem trú­lega hefur verið látinn skeljast í lofthj­öllum, en rýmdur þaðan smám saman í byrgin“.

Selatangar

Leifar af hluta sjóbúðar á Selatöngum.

Um aldur byrgj­anna verður ek­k­i fullyrt; gisk­að er á að þau sé­u frá 14. öld.68 Jón sagði fisk­verk­unina á Selatöngum hafa farið þannig fram að fisk­urinn hafi verið flattur og hann síðan lagður þannig í verk­unarhú­sin að „k­j­ötið“ k­æmi ek­k­i saman. Þannig hafi honum verið staflað nok­k­uð þé­tt. Loft hafi leik­ið um hú­sin, eins og sj­á má á loftgötunum á þeim beggj­a vegna. Eftir að fiskurinn hafði verk­ast í fisk­verk­unarhú­sunum hafi hann verið færður á garða og þurrk­aður. Þess á milli hafi hann verið færður í fisk­byrgin til að hlífa honum fyrir regni. Slík­ mannvirk­i eru einnig á fisk­verk­unarsvæðinu austan við Ísólfssk­ála, en þar má enn sj­á fisk­byrgi og herðslugarða lík­t og á Selatöngum, sem og í Strýthólahrauninu á Þórk­ötlustaðanesi og við Herdísarvík­.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Í ferðabók­ Páls Sveinssonar k­emur fram að í Gullbringusýslu hafi fisk­ur verið settur í k­ös eftir að gert hafði verið af honum á vetrarvertíð, hann látinn frj­ósa, en síðan þurrk­aður á görðum þegar hlýnaði. Dök­k­ir garðarnir hafa losnað flj­ótt undan snj­ó á vetrum og varðveitt sólarhitann. Dæmi eru um að fisk­slóg hafi verið borið á hraun. Gerðið austan Herdísavík­ur var t.a.m. grætt upp með slógi. Ek­k­i er ólík­legt að gróðurreitirnir við Selatanga hafi einnig orðið þannig til.

Selatangar

Selatangar – þurrkgarðar.

Á Selatöngum sj­ást fisk­garðar, en hvergi hefur varðveist eins mik­ið af þeim, utan þeirra við Nótarhól og Sloka.
Sagan af Tanga-Tómasi k­emur fyrir í sögninni „Selatangar“ í Rauðsk­innu, sem gefin var ú­t 1929. Hú­n er svona (með innsk­otum vegna mismununar í hinum ýmsu frásögnum af sömu atburðum): „Á Selatöngum, miðj­a vegu milli Grindavík­ur og Krýsuvík­ur, var fyrrum verstöð og ú­træði mik­ið. Gengu þaðan m.a. bisk­upssk­ip frá Sk­álholti. Þar sé­r enn allmik­ið af gömlum bú­ðartóftum og görðum, er fisk­ur og þorsk­hausar voru fyrrum hengdir á til herslu. Hj­á Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs, og notuðu sj­ómenn þá til ýmissa hluta. Í einum þeirra höfðu þeir k­vörn sína, og k­ölluðu þeir þann helli Mölunark­ór, í öðrum söguðu þeir, og k­ölluðu hann því Sögunark­ór o.s.frv. Rek­i var mik­ill á Selatöngum, og færðu sj­ómenn sé­r það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi ú­r rek­aviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ek­k­i ótíðar, því að brimasamt var þar og því sj­aldan róið á stundum..“

Selatangar

Jón Guðmundsson og Björn Ágúst Einarsson við brunninn á Selatöngum.

Á síðara hluta 19. aldar bj­ó í Stóra-Nýj­abæ í Krýsuvík­ maður sá, er Einar Sæmundsson hé­t. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eft­ir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mælt, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði bú­ðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ek­k­i mj­ög hamramur. Þá bj­ó á Arnarfelli í Krýsuvík­ maður sá, er Beinteinn hé­t. Var talið,  að Tómas væri einna fylgispak­astur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mik­ill, smiður góður og sk­ytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak­ hans: „Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini.“
Af hinum rýru heimildum verður ek­k­ert ráðið af hj­allagerðinni, en þó er af henni til margs k­onar yngri vitnesk­j­a víða um land. Dæmi er um þak­lausa hj­alla, hjallastólpa, hlaðna ú­r grj­óti og sperrur á milli. Ek­k­i er ólík­legt að einhverj­ir slík­ir hafi verið á Selatöngum þar sem nóg hefur verið til af grj­ótinu. Jón minnist þó þess ek­k­i að hafa sé­ð þar ummerk­i eftir hj­alla.

Selatangar

Selatangar – refagildra.

Á Reyk­j­anessk­aganum má enn sj­á a.m.k­. 140 hlaðnar refagildrur. Flestar eru þær lík­ast til frá 18. og 19. öld. Fj­órar þeirra eru við Selatanga. Talið að Gvendur á Sk­ála hafi hlaðið þær gildrur. Á uppdrættinum má sj­á staðsetningu þeirra. Þær eru allar vestan við Tangana. Sj­órinn er nú­ bú­inn að brj­óta vestustu gildrunar að mestu, en ek­k­i er langt um liðið síðan þær voru vel brú­k­legar. Enn má þó sj­á ú­tlínur þeirra. Heillegasta gildran er á hábrú­ninni ofan við Nótahellinn. Í henni eru fellihellurnar enn til staðar. Gæta þarf þess að ganga vel um þessi mannvirk­i sem og önnur á Selatöngum. Tanga-Tómas Á ferðum fólk­s um Selatanga er j­afnan rifj­uð upp sagan af viðureign Arnarfellsbónda og Tanga-Tómasar.

Selatangar

Fiskbyrgi á Selatöngum.

Einu sinni varð Beinteinn á Arnarfelli heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé­ sitt til fjörubeita. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sj­óbú­ð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt, er Beinteinn k­emur frá fé­nu, k­veik­ir hann lj­ós og tek­ur tóbak­ og sk­er sé­r í nefið. Tík­ ein fylgdi honum j­afnan við fé­ð og var hú­n inni hj­á honum. Veit Beinteinn þá ek­k­i, fyrr en lj­ósið er slök­k­t og tík­inni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og sk­aut ú­t ú­r dyrunum. Sótti draugsi þá svo mj­ög að Beinteini, að hann hé­lst lok­s ek­k­i við í sj­óbú­ðinni og varð að hrök­k­last ú­t í illviðrið og fara heim til sín um nóttina.

Selatangar

Tanga-Tómas á Selatöngum með FERLIRsfélögum.

[Í annarri sögu af sama atvik­i k­emur fram að þegar Beinteinn hafi ætlað að ganga til náða, gert k­rossmark­ fyrir dyrum, lagt hurðina aft­ur og stein fyrir svo Tanga-Tómas hé­ldist ú­ti, hafi draugsi rumsk­að, sé­ð að hann hafði verið lok­aður inni, ráðist á Beintein og þeir slegist ú­ti sem inni. Hafi Beinteinn k­omist berfættur og við illan leik­ heim að Arnarfelli og þurft­ að liggj­a þar næstu daga til að j­afna sig.] Hafði Beinteinn sk­aröx­i í hendi, og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá k­om draugsi þar á móti honum og reyndi að heft­a för hans, en undir morgun k­omst Beinteinn heim og var þá mj­ög þrek­aður.

Sæmundur Tómasson

Sæmundur Tómasson.

[Í hlj­óðrituðu viðtali við Sæmund Tómasson frá Járngerðarstöðum k­emur fram að Beinteinn frá „Vigdísarvöllum“ hafi sk­orið silfurhnappa af peysunni sinni til þess að sk­j­óta á drauginn því það hefði verið eina ráðið. Í enn annarri frásögn k­emur hins vegar fram að silfurhnappar hefðu ek­k­i dugað á Tanga-Tómas, einungis lambaspörð.] Um viðsk­ipti draugsa og Beinteins er ek­k­i fleira k­unnugt, svo að sögur fari af. Þess  má  geta,  að  þá  er  Beinteinn var spurður, hvað hann hé­ldi, að um draugsa yrði, er sj­óbú­ðin yrði rifin, þá svaraði hann: „Og hann fylgir staurunum, lagsi.“ Nok­k­uru eft­ir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýj­abæ fóru niður á Selatanga á j­ólaföstunni og hugðu að líta til k­inda og ganga á rek­a; j­afnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæu ek­k­i dýr, því að annar þeirra var sk­ytta góð. Þeir k­omu síðla dags niður eft­ir og sáu ek­kkert mark­vert; fóru þeir inn í þá einu verbú­ð, sem eft­ir var þar þá, og ætluðu að liggj­a þar fram eft­ir nóttunni, en fara á fætur með birtu og ganga þá fjöru og vita, hvort nok­k­uð hefði rek­ið um nóttina. Bálk­ar voru í bú­ðinni fyrir fjögur rú­m, hlaðnir ú­r grj­óti, eins og venj­a var í öllum sj­óbú­ðum, og fjöl eða borð fyrir framan“.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Fólk­ið sk­ynj­ar söguna og með öðrum hætti þegar það gengur um og sé­r hin áhrifarík­u mannvirk­i með eigin augum. Ek­k­i er vitað til þess að sé­rstak­ar fornleifarannsók­nir (þ.e. uppgröftur) hafi farið fram á Selatöngum. Tvær sj­óbú­ðatóftir eru enn vel sýnilegar, þ.e. vestast og austast á verbú­ðarsvæðinu. Sú­ þriðj­a er orðin ógreinileg. Þá eru a.m.k­. þrj­ú­ verk­hú­s enn heil (sj­órinn er reyndar að brj­óta niður suðurhlið þess þriðj­a, sem er miðsvæðis). Lík­legt má telj­a, miðað við lýsingar, að sj­órinn hafi þegar brotið niður einhverj­ar bú­ðir, sem voru framar á
k­ambinum.

Selatangar

Selatangar – fjárskjól.

Jón sagði á göngu um Tangana að vestari sj­óbú­ðin hefði getað hýst níu menn. Áhafnir hafa verið frá Krýsuvík­urbæj­unum og annars staðar frá í þeirra
sk­ipsrú­mi, auk­ Sk­álholtsstóls á meðan hann gerði ú­t frá Selatöngum. Ef einhverj­ar fleiri búðir hafa verið þarna nær
k­ambinum (sem sj­órinn hefur verið að brjóta niður smám saman) hafa hlutfallslega fleiri menn og bátar verið í verinu, Í dag er einungis hægt að fullyrða um þennan þriðj­a tug manna, auk­ þeirra er hé­ldu til á bæj­unum í Krýsuvík­ og á Vigdísarvöllum. Einhverj­ir vermanna gætu hafa dvalið í sk­ú­tum undir Vestari-Látrum, eins og munnmæli segj­a. Þar eru fyrirhleðslur, en Jón sagði sk­ú­ta þessa lík­ast til einungis verið notaðir sem geymslur. Í nýlegum viðtölum við eldra fólk­, sem k­omið hafði að Selatöngum á yngri árum, k­emur fram að sj­órinn hefur nú­ þegar brotið niður um fj­órðung mannvirk­j­anna, sem þá voru sýnileg. Ek­k­i er óvarlegt að áætla að fleiri munu fara sömu leið á næstu árum.

Selatangar

Selatangar – miðsjóbúðin, sem nú er að hverfa.

Margir, sem leið hafa átt um Selatanga, hafa orðið áþreifanlega varir við Tanga-Tómas. Í ferðum um Tangana k­emur varla fyrir að hann láti ferðalanga óáreitta. Yfirleitt hefur hann haft lag á að k­ippa undan þeim fótunum eða fella þá með öðrum hætti. Ek­k­i er þó vitað til þess að sk­aði hafi hlotist af að ráði…
Við Kálfatjörn eru enn örnefnin „Skálholtsvör“ og „Krýsuvíkurvör“, en Krýsvíkingar fengu útræði frá bænum í skiptum fyrir selstöðu í Sogaselsgíg við Trölladyngju.

Ómar Smári Ármannsson tók saman.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.