Tag Archive for: Grindavík

Gullbringuhellir

Farið var að jaðri Hvammahrauns austan Kleifarvatns til að leita Hvammahraunshellis.

Jón Bergsson leiddi leitarhópinn, en hann hafði rekist á hellisop þarna á leið sinni um Gullbringur nokkrum áratugum fyrr. Hann var þá ljóslaus og gat ekki kannað nánar.

Gullbringuhellir

Gullbringuhellir – bæli.

Þarna, norðan Gullbringu (ranglega merkt á landakort), liggur Dalaleiðin í fleyg upp gras- og lyngbrekku, upp með suðurjaðri hraunsins og áfram norður yfir það allnokkru ofar, neðan hinnar eiginlegu Gullbringu. Norðan hennar er Gullbringuhellir (Jónshellir).

Greinilegt var að engin umferð hefur verið um hellisopið í langan tíma. Dýjamosi er á steinunum innan við opið, en þar voru hvorki spor og né önnur ummerki. Haldið var niður í hellinn, en nokkuð hrun er í fremst í honum. Komið var niður á slétt gólf stórrar hraunrásar. Hraunstrá voru í loftum. Innar þrengist rásin. Þar var hlaðið sporöskjulaga fleti á þurrum stað. Gólfið undir er slétt og grjótið var greinilega týnt til og flórað þarna undir fleti. Ofan við fletið var fúin spýta, en til hliðar við þar voru nokkur smábein. Haldið var innar í hellinn, en eftir u.þ.b. 40 metra lækkar hann og þarf að skríða að opi þar sem rásin hallar niður á við og víttkar á ný (eftir um 70 metra). Ákveðið var að fara ekki lengra að sinni, en skoða bælið betur. Ofan við það virtist hellisveggurinn vera svartur af sóti á kafla. Fallið hafði úr loftinu að veggnum. Góð birta er allt að bælinu og sést vel frá því að opinu, en ekki sést í fletið ef staðið er við opið og horft inn.

Gullbringuhellir

Í Gullbringuhellir.

Hellirinn var nefndur Jónshellir þangað til annað kemur í ljós. Jafnframt var ákveðið að láta Hellarannsóknarfélagið vita um hellinn því skoða þarf hann nánar, einkum innan og neðan við þrengslin. Þegar haldið var upp frá jarðfallinu birtist um 10 m. hellisrás.
Á næstunni verður reynt að grafa upp sögur og sagnir af notkun hellisins, en allt eins er víst að þarna hafi forðum verið athvarft eða skjól fyrir vegfarendur á leið um Dalaleiðina sunnanverða.
Skammt ofar og norðar í Hvammahrauni er Hvammahraunshellir (lýst síðar).
Í bakaleiðinni var litið ofan í Brunntorfuhelli, en hann er á um fimm metra dýpi. Sá hellir bíður enn nákvæmari skoðunar.
Veður var frábært – hlýtt og bjart.

Gullbringuhellir

Gullbringuhellir. Nafnarnir Jón Bergs og Jón Svanþórsson við opið.

Árni Guðmundsson

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1993 skrifar Ólafur Rúnar Þorvarðarson frásögn Árna Guðmundssonar frá Teigi um komu hans í franska fiskiskútu á þriðja áratug síðustu aldar utan við Þórkötlustaðahverfi undir fyrirsögninni „Um borð hjá Frönsurum“.

Ólafur Rúnar

Árni hafði frá mörgu að segja eftir áratuga langa sjómennsku og fer frásögn hans hér á eftir.

„Það mun hafa verið nálægt sumarmálum, að við héldum út á Fasæli síðla dags að leggja línu. Línan var venjulega látin liggja yfir nóttina og dregin næsta dag, ef veður leyfði. Við vorum fjórir á bátnum, sem var opinn vélbátur. Veður var gott, og er við höfðum lagt, héldum við áleiðis til lands. Engir bátar eða skip voru á miðunum í nánd við okkur utan ein skúta sem var á færum og hélt sig nærri þeims lóðum, er við höfðum byrjað að leggja línuna.
Nálguðumst við nú skútuna og sáum að þar var mannskapur uppi. Voru uppi getgátur háseta minna um það hverrar þjóðar þeir menn kynnu að vera, uns við veittum því athygli að frakkaklæddur maður með hatt á höfði byrjaði að veifa og kalla til okkar. Ég hafði á orði að líklega vildi hann okkur eitthvað þessi og rétt væri að athuga það nánar. Ekki leist mínum mönnum meira en svo á það tiltæki, en ég bað þá að bíða rólega á meðan ég færi um borð og lögðum við svo að skútunni.

Árni Guðmundsson

Farsæll GK 56, sem Árni í teigi og bræður hans gerðu út frá Þórkötlustaðahverfi. Um borð er talið frá v: Vilmundur Daníelsson frá Garbæ, Þorkell Árnason frá Teigi og Guðmundur Guðmundsson bróðir Árna formanns.

Sá frakkaklæddi tók á móti mér þegar ég kom upp á þiðjur, tók undir hönd mér og leiddi mig niður í káetu. Þóttist ég vitað að það færi skipstjórinn. Býður hann mér að setjast, og hellir í tvö staup. Gerum við vegunum góð skil og af málfari hans og bendingum ræð ég að þeir séu franskir sjómenn. Ekki var frönskukunnáttu minni mikið fyrir að fara en eftir eitt eða tvö staup til viðbótar vorum við þó farnir að skilja hvor annan nóg til þess að ég þóttir vita erindi hans. Var það í því fólgið að biðja mig um að koma fyrir sig skeyti til franska konsúlatsins á Íslandi. Sem við sitjum í káetunni, kemur þar niður hávaxinn maður, sem ég áleit vera stýrimann skútunnar. Taka þeir skipstjóri tal saman og fer sá fyrrnefndi upp að því loknu. Settist skipstjóri nú við skriftir. Fékk hann mér síðan bréf í hendur og héldum við svo upp á þilfar.

Árni Guðmundsson

Frönsk skúta líkri þeirri er fram kemur í viðtalinu.

Skúta þessi var frekar lítil en tvímastra. Heldur fannst mér aðbúnaður bágborinn um borð. Ég tók eftir því að hásetarnir voru berhentir við færin. Höfðu þeir aðeins skinnpjötlur í lófunum og voru hendur þeirra bólgnar og kaunum hlaðanar eftir langa útivist. En þeir höfðu aldeilis ekki setið auðum höndum á meðan ég var niðri í káetu hjá skipstjóranum. Kom nú í ljós hvert erindi stýrimaður hafði átt niður því þegar ég var að stíga af skipsfjöl, sá ég að búið var að koma um borð í bátinn okkar tveim pokum af kartöflum ásamt talsverðu af kexi og rauðvíni.
Árni GuðmundssonMér þótti nú leitt að geta ekki launað þeim þetta með einhverjum hætti og eftir að hafa rætt málið við drengina mína var ákveðið að gefa þeim sjóvettlingana sem við höfðum meðferðis. Voru það fimm pör, sem þeir þáðu með þökkum. Ég vildi nú bæta þeim þetta upp enn frekar og varð því að samkomulagi með okkur að hittast aftur á svipuðum slóðum næsta dag. Yfirgáfum við síðan skútumenn og héldum til lands. Hafði ég í huga að færa þeim fleiri pör af vettlingum eða einhvern annan ullarfatanð. Færði ég þetta í tal við konu mína þegar heim kom og var það auðsótt mál.
Með birtingu morguninn eftir vaknaði ég við það, að farið var að hvessa af austri. Beið ég þá ekki boðanna, en kallaði á hásetana mína saman í hvelli. Þegar við komum út á miðin fórum við strax að darga. Vindur fór vaxandi og við höfðum ekki verið lengi við línudráttinn er við sáum skútuna koma siglandi austan að fyrir fullum seglum. Stefndi hún í átt til okkar, en sveigði af leið er nokkrar bátslengdir voru á milli og hélt til hafs. Veifuðu þeir frönsku í kveðjuskyni enda ekki tiltök að komast um borð vegna veðursins. Skildi þar með okkur og höfðum við ekki meira af þeim að segja. En skeytinu komum við áleiðis og vonandi hefur það ratað rétta boðleið.
Lýkur hér frásögn Árna Guðmundssonar.
Frösnku skúturnar, er stunduðu víðar á Íslandsmiðum fra á þessa öld, voru einkum frá bæjunum Paimpol og Dunkerque. Þyngst var sókn þeirra hingað á ofanverðri 19. öld og fram að árum fyrri heimstyrjaldar. Voru á því tímabili oftast 150-350 skútur árlega á Íslandsmiðum. Eftir það fór þeim ört fækkandi og samkvæmt heimildum er síðast getið franskrar fiskiskútu að veiðum hér á landi árið 1938.“ – ÓRÞ

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 1993, Um borð hjá Frönsurum, Ólafur Rúnar Þorvarðarson, bls. 32-33.

Flagghúsið
Flagghúsið í Grindavík hefur nú verið endurbyggt að hluta. Í hugum núlifandi stóð það sem hálfgerður stakur hjallur ofan við gömlu bryggjuna í Járngerðarstaðarhverfi, en fyrir frumkvæði hjónanna Erlings og Guggu, hefur hann nú gengið í Loftmynd af svæðinu ofan við gömlu bryggjunaendurnýjun lífdaga. Háleitar hugmyndir eru um framtíðarnotkun þessa fyrrum notardrjúga og örumviðarskorna geymsluhúss. Ein hugmyndin er t.d. að nýta það undir krambúð, önnur að þar verði aðstaða fyrir listviðburði og svo mætti lengi telja. Staðsetningin, í hjarta gömlu Grindavíkur, er líka hin ákjósanlegasta fyrir hvað sem er – ekki síst á tímum ferðamennskueflingar sem mótvægi við samdrátt í aflaheimildum, en fiskur og fiskvinnsla hefur verið helsta lífsviðurværi þorps-/bæjarbúa í u.þ.b. 780 ár.  Menningin hefur þó löngum ýmist blundað í Grindvíkingum eða legið „undir steini“ því ekki hefur alltaf verið mikill tími, a.m.k framan af, til að nýta hana sem skyldi, hvorki til afþreyingar né andlegs hugarfóðurs. Þetta er þó óðum að breytast – ekki síst skilningurinn. Það er reyndar kominn tími til að skipulagsyfirvöld í Grindavík staldri við stutta stund, kalli á sinn fund áhugasamt fólk um endurmat og leiti eftir hugmyndum að „vistvæna“ tilögugerð þar sem tekið verði tillit til áþreifanlegra menningarverðmæta. Fá, eða jafnvel engin sveitarfélög á landinu, hafa sýnt af sér slíkt fordæmi – ef af verður.
Í næstu nálægð við Flagghúsið (Olafsenshús) eru gömul hús, þ.e.a.s. þau sem ekki hafa verið rifin, er bæði hafa verið gerð upp að hluta eða verið látin drabbast niður. Sum húsanna, sem þarna voru, mætti endurbyggja með tiltölulega litlum tilkostnaðir (þegar heildarmynd gömlu þorpsmyndarinnar er höfð að markmiði til lengri framtíðar). Öruggt má telja, ef það verður gert, munu bæði íbúarnir sem og aðkomufólkið verða núlifandi ákvörðunaraðilum ævarandi þakklátir fyrir vikið. Eftir því sem tíminn líður munu líkur á endurgerð og enduruppbyggingu þessa kjarnasvæðis minnka og jafnvel að engu verða. Komandi kynslóðir munu þá verða mun fátækari á menningararfinn, auk þess sem vanrækt verður að gefa afkomendunum kost á að kynnast Flagghúsið í endurbygginguhúsakosti og aðstæðum forfeðra Grindvíkinganna – hinna miklu sjósóknara og höndlara.
Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur. Það er talið vera byggt árið 1917. Það hefur verið, sem fyrr segir, í endurnýjun árdaga. Erling Einarsson í EP verk h/f, eigandi hússins, og Gugga eiginkona hans, áformuðu af framsýni að koma húsinu í upprunalegt horf og eru framkvæmdir nú komnar vel á veg. Ljóst er þó að mikið verk er enn fyrir höndum. Erling smíðaði sperrur, hálfhandlama, og verkaði panelklæðningu sem fór inn í húsið með ákveðnum aðferðum þannig að nú lítur hann út fyrir að vera a.m.k. hundrað ára gamall (þ.e. panellinn). Gugga kom m.a. með framkvæmanlegar tillögur og annaðist bókhaldið. Verkið hugsuðu þau hjónin sér að taka í markmiðssettum áföngum – ef vonir ganga eftir um viðhlítandi stuðning til mótvægis við eigið framlag. Þau hafa nú þegar náð að loka húsinu með klæðningu, en gluggaásetning, dyraumbúnaður o.fl. eru enn á hugarstreymisstigi.
Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af því að það þjónaði sjófarendum á Járngerðarstaðasundi. Dagbjartur Einarsson frá Ásgarði (1876-1944 ) hætti formensku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum leiðbeiningar ú landi um veðurhofur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft hættuleg og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn. Þá var hífður upp einn belgur ef vá Flagghúsloftið að endurnýjun lokinnivar í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddi aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járngerðastarhverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessum starfa sem viðukenningu fyrir hjálp á hættustundum.
Einungis þetta eina hús er ennþá uppistandandi af verslunarhúsum Einars kaupmanns í Garðhúsum (sjá mynd á vefsíðunni frá því um 1960). Flagghúsið hafði áður verið íbúðarhús í Garðhúsum, byggt 1890 og síðar flutt o gert að pakkhúsi við Einarsbúð. Í dag er þetta hús upphaflegt viðmið skipulagðrar byggðar í Grindavík, enda öll húsnúmer í bænum frá þessu húsi talin. Flagghúsið hefur gegnt margvíslegum verkefnum meðal annars verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, skemmtistaður, leikhús, andansstaður, stefnumótastaður, athvarf, beitu­skúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna sögusvið nóbelsverðlaunaskáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar “Sölku Völku”. Þarna er uppspretta myndlistar málarans Gunnlaugs Scheving enda miðja margra mynda hans. Nafngift hússins er komin, sem fyrr sagði, af flaggstönginni, sem var á vesturgafli hússins. Þar voru sjómenn, sem fyrr sagði, varaðir við ef aðgæslu var þörf á Járngerðarstaðarsundi. Þá var flaggað lóða­belgjum, einum, tveim eða þrem, Einarsbúð (nú horfin) og Pakkhúsiðeftir því hversu slæmt sundið var. Eins var verkafólk kallað til með flaggi þegar breiða átti saltfisk á nálæga þurrkreiti eða taka þurfti fiskinn saman. Við endurbygginguna var skipt um þak, sperrur, bæði gólfin, fóttré og burðarbita bæði neðri- og efri hæðar. Einnig var skipt um klæðningu og stóran hluta burðarvirkis í gafli og hliðum hússins. Grjóthleðslur sökkuls voru endurhlaðnar svo og framstéttin. Reynt var með sérstakri bæsun að ná lit og áferð nýrra viðarhluta sem líkastan gömlu viðarhlutunum. Húsið var einangrað að utan og klætt bárujárni líkt og áður var. Þannig hafa inn­veggir húss­ins verið gerðir sýnilegir,  en  þeir  geyma byggingarlag  hússins og sögu gengina kynslóða sem skráð er á veggi hússins, bæði með málningu og útskurði. Útlit glugga og gluggaskipan verður upprunaleg þegar upp verður staðið. Sett verður flaggstöng á gafl hússins líkt og áður var.
Eins og áður sagði eru háleitar hugmyndir um að hýsa í Flagghúsi framtíðarinnar krambúð með menningar- og sögutengda starfsemi að markmiði, starfsemi sem sæmir merkri sögu hússins, byggðarlaginu svo og komandi kynslóðum. Þarna er um að ræða ómetanlegar minjar, sem ekki má glata, en öllu heldur gera að lifandi sýningarsal, hvort sem verður á verkum og handbragði forfeðranna eða orðsins látbragði.
Málverk G.S. af Einarsbúð og Pakkhúsinu í tilefni af leiksýninguUm langt skeið hefur mörgu hugsandi fólki verið það vel ljóst að Flagghúsið er veruleg menningarverðmæti sem ekki hefði mátt glata og orðið hefur verið að varðveita í upprunalegri mynd.
Endurbygging Flagghússins hefur hingað til kostað verulegar fjárhæðir og ekki hefur verið á eins manns færi að standa straum að endurbyggingu þess. Herslumuninn vantar þó enn til að klára húsið og gera nothæft til áhugaverðra hluta. Líklegt má telja að í framhaldi af því muni smitáhrifa gæta, þ.e. að áhugi á að vernda og endurbyggja nálæg hús mun fara vaxandi og þau ganga í endurnýjun nýtingardaga. Fylgi mun aukast við að svæðið allt verði jafnvel notað til uppbyggingar og varðveislu „gamalla“ húsa – bæjarkjarna hinnar gömlu Grindavíkur.
Sem lið í sporgöngu þessa fór fram menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins laugardaginn 21. okt. 2007. Gangan hófst við nýtt örnefna- og söguskilti af Járngerðarstöðum, sögusviði Tyrkjaránsins 1627. Skiltið er við gatnamót Verbrautar og Víkurbrauta, næstu gatnamót ofan við Pakkhúsið.
Uppdráttur af gamla bæjarkjarnanum á JárngerðarstöðumGenginn var hringur um hverfið, m.a. að þeim stað þar sem að þjóðsagan segir að “tyrkjaþistill” vaxi. Gengið var að dys Járngerðar og Járngerðarstaðabæjunum. Eitt horn leiðisins stóð þá undan beygju í götunni, en við nýlegar úrbætur á henni, var endanlega valtað yfir leiði gömlu konunnar – örnefnatilurð hverfisins. Síðan var gengið til baka meðfram strandlengjunni, með Járngerðarstaðavíkinni og vörunum, að gömlu bryggjunni og ýmislegt skoðað sem  fyrir augu bar á leiðinni. Reynt var að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Boðið var upp á uppákomur s.s. hákarlasmakk o.fl.. Gangan endaði svo við gamla Flagghúsið, sem þá var í miðjum endurnýjunarkliðum. Það var til sýnis þátttakendum, auk þess sem Erling Einarsson rakti sögu þess og endurnýjunaráform.

Flagghúsið

Flagghúsið, eins og það er í dag (des. 2020).

Til fróðleiks má geta þess að afkomendur Dagbjarts Einarssonar frá Garðhúsum og Valgerðar Guðmundsdóttur frá Klöpp komu um haustið saman í húsi björgunarsveitarinnar Þorbjörns af sérstöku tilefni, m.a. tengt Pakkhúsinu. Þau bjuggu í Ásgarði í Grindavík. Við það tækifæri var stjórn björgunar sveitarinnar færður til varðveislu silfurskjöldur í ramma, en þar má lesa æviágrip og um Flagghúsið í dag (2008) - grunnurinn á Vörum sést v/megintilurð þess að Dagbjarti var færður þessi silfurskjöldur frá formönnum í Járngerðarstaðar hverfi árið 1944.
Dagbjartur Einarsson fæddist að Garðhúsum í Grindavík 18. október 1876. Foreldrar hans voru Einar Jónsson óðalsbóndi og hreppstjóri og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Selvogi.
Dagbjartur bjó í foreldrahúsum til fullorðinsára, en þá gerðist hann lausamaður og síðar formaður og útgerðarmaður. Kona Dagbjarts var Valgerður Guðmundsdóttir frá Klöpp í Þórkötlustaðarhverfi. Þau reistu sér bú þar sem hét að Völlum. Árið 1925 urðu þau fyrir miklum búsifjum vegna aftakaveðurs og flóðs sem gerði í janúar við suðurströnd landsins. Þá reistu þau hjón framangreint hús ofarlega í kauptúninu og nefndu Ásgarð.

Flagghúsið

Flagghúsið, ein og það er í dag (des. 2020).

Dagbjartur hætti formennsku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum á Járngerðarstaðarsundi leiðbeiningar úr landi um veðurhorfur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft erfið og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg, en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn.  Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddu aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans.
Heimilisfesta Flagghússins ehf, kt. 6206012090, er að Efstahrauni 27, 240 Grindavík, sími: 4268438. Símtölum frá öllu áhugasömu fólk með nýtingarhugmyndir verður svarað, hvort sem þær lúta að Flagghúsinu eða nálægum húsum, s.s. Bakka, Kreppu, Júlíusarhúsi, Vörum og Sæmundarhúsi eða endurbyggingu horfinna húsa á svæðinu.
(Sjá einnig umfjöllun um Flagghúsið – endurnýjun I).

Flagghúsið 

Grindavík

Loftur Jónsson skrifaði um örnefni í landi Þórkötlustaða í Sjómanndagsblað Grindavíkur árið 1992.

Loftur Jónsson„Nú þegar akfær hringvegur er kominn um „nesið“, fjölgar því fólki sem leggur leið sína þar um á bílum eða fótgangandi. Þá er bærði fróðlegt og skemmtilegt að vita nánari deili á landinu og ýmsum kennileitum.
Loftur Jónsson frá Garðbæ hefur á undanförnum árum safnað saman miklum fróðleik um örnefni hér á svæðinu og skráð skipulega neiður. Hann hefu rátt viðtöl við fjölmarga eldri Grindvíkinga og þannig náð að halda til haga ýmsum fróðleik sem annars hefði fallið í gleymskunnar dá.
Því fólki fækkar óðum sem stundar störf úti í náttúrunni, s.s. við smalamennsku, göngu á reka o.fl. Við þessi störf voru örnefni nauðsynleg til aðhægt væri að staðsetja með vissu, hvar kind hefði sést, hvar fundist hafði reki sem bjarga mátti undan sjá og eins hvar rekafjörur og lönd skiptust. Sjómannadagsblað Grindavíkur birtir með leyfi Lofts Jónssonar eftirfarandi grein um örnefni í Nesinu og Þórkötlustaðahverfi.

„Suður úr Reykjanesskaganum gengur allmikið nes. Að vestanverðu við nes þetta er Járngerðarstaðavík en að austan er Hraunsvík. Nes þetta er allt þakið hrauni og sumt bendir til að hraun það sé að minnsta kosti að einhverju leyti runnið eftir landnámsöld (sbr. Árb. Fornlfél. 1903, 47). Að austanverðu heitir nesið Þórkötlustaðanes og er það í landi Þórkötlustaða en að vestan heitir það Hópsnes og er sá hluti í landi Hóps. Í daglegu tali er það eingöngu nefnt Nesið.

Áframhald af landi Þórkötlustaða nær inn á Reykjanesskagann og er fremur mjótt en langt. Mest allt landið er þakið hrauni. Bæirnir standa austast í landareigninni innan við nesið og niður við sjóinn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Örnefni og kennileiti í landi Þórkötlustaða eru sem hér segir: Vestan við vita sem er í nesinu og heitir Hópsviti er vatnsgjá niður við sjávarkampinn. Þar beint niður undan í flæðarmálinu er stór steinn. Hann heitir Markasteinn og skilur hann lönd Þórkötlustaða og Hóps. Í hann eru klöppuð tákn L.M. um landamerki. Suðaustur af vitanum er grasflöt niður við kampinn; Stóra-Látraflöt, að mestu komin undir kamp. Austur af vitanum er grasi vaxinn hóll, nokkuð stór með grasflöt norður af; Tófuflatarhóll. Þar var tófugreni fyrr á tímum. Niður undan honum austan til var Litla-Látraflöt. Hún er nú komin undir grjót úr kampinum. Austan við Tófuflatarhól eru Strýthólar. Vestri-Strýthóll með tveimur þúfum en Eystri-Strýthóll niður við kampinn. Útfiri er töluvert og heitir fjaran Látur. Selalátur var þar áður fyrr. Hóll var fram undan Tófuflatarhól; Þanghóll, en hann er nú kominn undir kampinn. Hann skipti reka. Fyrir vestan eru Kotalátur. Þar eiga Einland, Buðlunga og Klöpp reka. Austan Þanghóls eru Austurbæjarlátur. Austast í Nesinu að framanverðu er smátangi sem heitir Nestá. Norður af Nestá er stór hóll á kampinum; Leiftrunarhóll. Norður af honum er Stekkatún sem nær að Flæðitjörn. Hún er ofan við sjávarkampinn. Niður undan og norðan Leiftrunarhóls er Stekkjarfjara. Látragötur eru slóðar úr vesturenda Stekkatúns fram í Látur. Við enda Stekkjarfjöru er klettur í fjöruborðinu og er sem sker um flóð. Hann heitir Driti.

Þórkötlustaðanes

Örnefni ofan bryggjunnar í Þórkötlustaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.

Síðan tekur við Vörin stundum kölluð Nesvör til aðgreiningar frá Buðlunguvör. Vararsker er sunnan við vörina, það fer í kaf á flóði. Tveir boðar eru framundan Vararskeri á Þórkötlustaðasundi; Fjósi á bakborða og utar er Lambhúsi á stjórnborða. Sundvarða við Buðlungu átti að bera í fjós og lambhús á túninu hjá Einlandi og þaðan eru nöfnin dregin.

Upp af Vörinni og norðan við Flæðitjörn er Sundvörðuhóll, þar stendur sundvarða. Vestan Flæðitjarnar eru hlaðnir grjótgarðar; Hraunsgarðar. Hraunsmenn þurrkuðu þar skreið þegar þeir lentu í Nesvör. Skotti er nokkuð stór pollur ofan kampsins, norðan Vararinnar og þar norður af er hóll, flatur að ofan með hlöðnum grjótgörðum, kallaður Krabbagerði. Fram undan Krabbagerði í flæðarmálinu og við syðri enda Herdísarvíkur eru háar klappir nefndar Draugur. Þar norður af er vík; Herdísarvík. Upp af henni við norðurenda eru klettahólar sem heita Kóngar. Upp af Kóngum tekur við Kóngahraun, sandorpið hraun, og inn undir miðju Nesi í norðvestur frá Kóngahrauni er hár hóll með grasþúfu í toppinn sem heitir Gjáhóll. Hjá Gjáhól er löng lægð en mjó frá norðri til suð-suðvesturs sem heitir Gjáhólsgjá. Rétt norðan við Kónga er grasflöt fram við kampinn; Miðmundaflöt og þar framan við eru Miðmundaklettar.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Síðan tekur Þórkötlustaðabót við og skiptist hún í tvo hluta. Fyrst Syðribót og síðan Heimribót. Norðaustan við klapparana sem skiptir bótunum eru klappir í flæðarmálinu; Hundaklettar. Upp af Heimribót eru sandflatir nefndar Brunnflatir. Neðst á Brunnflötum við kampinn var grafinn brunnur þar sem skepnum var vatnað áður en brunnur var grafinn hjá Þórkötlustöðum. Eftir Brunnflötum lá gata og sunnan við sandorpnar hæðir vestur af Brunnflötum, við norðurenda Gjáhólsgjáar, í átt að Rifinu (Eyri). Hét hún Eyrargata en litið markar fyrir henni nú. Önnur gata er norðar og liggur um Kirkjuhóla og fram hjá Hópi. Norður frá Heimribót er fremsti og vestasti hluti túnsins kallaður Sigla og þar í er Siglulaut.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – loftmynd 1954.

Austur af Heimribót taka við Vötnin. Þar rennur fram ósalt vatn um fjöru og var þar þveginn og skolaður þvottur áður fyrr. Austur af Vötnunum, á klöppunum, er Stóralón og suður af því Kollóttasker. Upp af Stóralóni er Bakkinn; hár grasivaxinn bakki. Nokkuð austan Stóralóns er Buðlunguvör. Vestan hennar er hringmynduð klöpp með lóni í miðju. Hún heitir Svalbarði. Klofi út í Svalbarða skiptir reka og þangfjöru á milli Buðlungu og Þórkötlustaða. Fyrir ofan Buðlunguvör er slétt klöpp kölluð Skiptivöllur. Þaravaxin klöpp vestan og utan við vörina er kölluð Þangklöpp. Austan við vörina er Stóraklöpp og þar fram af er Vararsker. Það kemur upp á stórstreymisfjöru. Norðaustan við vörina er túnið í Buðlungu og kallað Buðlungudalur. Í suðvesturhorni þess er sundvarða og átti hún að bera í þríhyrnu á svonefndri Brunnskák þegar róið var inn sundið.

Austur af Stóruklöpp eru básar; Vestastibás, Þvottabás, Miðbás og Malarbás. Síðan taka við Slok og er austast Slokatá. Slokin draga nafn af áberandi soghljóði, sérstaklega undir austanátt. Vestan Slokatáarinnar er Lágafjara og síðan Vestrimölin og þar ofan kampsins er Klapparmói. Eystrimöl er neðan við kampinn að austan, ofan við Slokatá. Upp af Slokatánni ofan kampsins eru Hrossbeinalágar, nú komnar að mestu undir kampinn. Austan á Slokunum er bás sem heitir Markabás. Hann skiptir löndum og reka á milli Hrauns og Þórkötlustaða. Upp af honum ofan kamps er hraunhóll með grasþúfu í toppinn. Hann heitir Markhóll.

Randeiðarstígur er gata á milli Hrauns og Þórkötlustaða og var hann farinn áður fyrr er aðalumferðargatan lá fyrir neðan Þórkötlustaði og var þar komið á Eyrargötuna.

Eystraleiti (í daglegu tali nefnt Leiti) er smábunga á milli bæjanna. Vestraleiti er aftur önnur bunga í vestur þar sem skiptast lönd Þórkötlustaða og Hóps. Vestan undir há-Leiti er Kúakrókur, nú tún.

BuðlunguvörOfan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Efst í Leyninum og austan við götuna er grasivaxinn hóll með hraunklöppum umhverfis og heitir hann Grenhóll. Norð-norðvestan við Grenhól við götuna er skjólsamt fyrir sauðfé og heitir þar Skítastaður.

Vatnsheiði eru þrjár gróðurlitlar, samvaxnar hæðir norður af Húsafelli og nær sú fremsta vestur fyrir og fram fyrir það. Þær heita Fremstahæð, Miðhæð og Innstahæð. Nafnið er dregið af vatnskötlum í Innstuhæð og þornar þar ekki nema í mestu þurrkum. Þar eru landamerki á milli Hrauns og Þórkötlustaða.

ÞórkötlustaðirÍ norðvestur frá Innstuhæðinni, í Vatnsheiði, er hæð eða smáhnúkur; Sundhnúkur og er hann á landamerkjum milli Þórkötlustaða og Járngerðarstaða. Þaðan í norður eru hraunhólar úr brunnu hraungjalli. Heita þeir Lyngrimi. Austan Svartsengis eru sléttar klappir með melum og vikri á milli og heitir þar Sprengisandur og lá gamli Vogavegurinn þar um. Skógfellshraun tekur við þar fyrir norðan og er það all úfið í hraunbrúninni að sunnan. Upp úr Skógfellshrauni rís allhátt fell sem heitir Stóra-Skógfell. Litla-Skógfell er þar nokkru norðar en er allmikið lægra og skiptir það löndum á milli Voga og Járngerðarstaða. Stóra-Skógfell skiptir löndum á milli Járngerðarstaða og Þórkötlustaða og eru merkin í næsta hnúk. Vogavegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi. Mitt á milli Skógfella er svonefndur Hálfnunarhóll (í Járngerðarstaðalandi) og er þar talið hálfnað til Voga frá Þórkötlustöðum.

Kastið

Kastið.

Hraunið á milli Skógfella og Fagradalsfjalls heitir Dalahraun og nær það fram á móts við Kast. Það er lágt og víða sléttar klappir og mosaþembur. Úr Stóra-Skógfelli liggur markalínan í gjána í Kálffelli en það er lágt fell eða bunga sem er framarlega í Kálffellsheiði. Frá Kálffelli liggja landamerkin í vatnskatla í Fagradals-Hagafelli og þaðan í Innstuhæð á Vatnsheiði eins og áður segir. Samkv. þessu er Sandhóll sem er vestur af kasti og Fagridalur sem er kvos inn í Fagradalsfjall austan við Aura í landi Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða. Aurar heita melar innan við og austan Dalahraun og þar norður af eru grasflatir sem heita Nauthólaflatir. Þar var heyjað af bændum á Þórkötlustöðum. Vesturhluti Beinavörðuhrauns nær vestur í land Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell, sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls, er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða.“

Framangreint var skráð samkv. viðtali við systkinin í Buðlungu Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og Jón Eyjólfsson. Þau eru fædd þar og uppalin. Yfirfarið af Árna Guðmundssyni, Teigi, og Jóni Daníelssyni, Garðbæ.- Grindavík 22. nóv. 1976, Loftur Jónsson [sign.].“

Heimild:
-Sjómanndagsblað Grindavíkur, Örnefni í Nesinu og landi Þórkötlustaða, Loftur Jónsson frá Garðbæ, bls. 34-40.

Sloki

Sloki – uppdráttur ÓSÁ.

Oddur V. Gíslason

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1991 er frásögn um þegar „minnisvarði um sr. Odd V. Gíslason“ var afhjúpaður í Staðarkirkjugarði.

Oddur V. Gíslason

Frá athöfninni.

„Minnisvarði um Odd V. Gíslason var afhjúpaður í kirkjugarðinum á Stað í Grindavík 22. september 1990. Sr. Oddur var prestur í Grindavík og Höfnum 1879-1894 og var mikill forvígismaður um slysavarnir og fræðslu í þeim efnum.
Minnisvarðinn er gerður af listamanninum Gesti Þorgrímssyni, steyptur í brons og stendur á áletruðum steini. Hann er reistur að frumkvæði sóknarnefndar Grindavíkur og Hafna auk ættingja sr. Odds og Slysavarnarfélags Íslands.
Gunnar TómasonOddur beitti sér fyrir fræðslumálum í Grindavík og var á undan sinni samtíð um nýjungar. Þá stofnaði Oddur bjargráðanefndir um land allt sem voru undanfarar slysavarnadeilda sem voru stofnaðar seinna.
Við athöfnina tóku til máls Svavar Árnason, formaður sóknarnefndar, og herra Ólafur Skúlason biskup yfir Íslandi, sem minntust sr. Odds og starfa hans. Eftir athöfnina í Staðarkirkjugarði bauð bæjarstjórn Grindavíkur til kaffisamsætis í félagsheimilinu Festi. Þar rakti Gunnar Tómasson, varaforseti Slysavarnarfélags Íslands, æviferil Odds. Þar kom m.a. fram að hann fór ekki alltaf troðnar slóðir og var orðinn þjóðsagnarpersóna í lifandi lífi. Fræg er sagan af Oddi þegar hann rændi brúði sinni Önnu Vilhjálmsdóttur frá Kirkjuvogi í Höfnum á gamlársdag árið 1870 til að giftast henni.“

Oddur Vigfús Gíslason (8. apríl 1836 – 10. janúar 1911) var íslenskur guðfræðingur, sjómaður og baráttumaður. Hann barðist lengi vel fyrir því að íslenskir sjómenn lærðu að synda, einnig að sjómenn tækju með sér bárufleyg svokallaðan, sem var holbauja með lýsi í og lak lýsið í sjóinn og lygndi með því bárurnar, og ýmsum öðrum öryggisatriðum fyrir sjómenn. Horft hefur verið til Odds sem frumkvöðuls sjóslysavarna á Íslandi.

Oddur V. Gíslason

Bátur Björgunarsveitar Þorbjörns í Grindavík, Oddur V. Gíslason.

Oddur var prestur, fyrst að Lundi í Borgarfirði frá 1875, svo á Stað í Grindavík var þar frá 1878 til 1894 þegar hann fluttist til Kanada og tók við preststörfum í Nýja Íslandi þangað til hann fluttist til Chicago og fór að læra til læknis á gamalsaldri og útskrifaðist, kominn á áttræðisaldur.

Oddur. Gíslason

Séra Oddur V. Gíslason.

Oddur talaði fyrir því að sjómenn tækju upp að sigla á þilskipum í stað róðrarbáta.

Björgunarskip björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík er nefnt eftir Oddi.

Oddur stóði í mikilli útgáfustarfsemi, gaf meðal annars út fyrstu kennslubókina í ensku hér á Íslandi, gaf út fjölmörg rit tileinkuð sjómönnum og árið 1892 gaf hann út rit sem kallaðist Sæbjörg og fjallaði um ýmis mál sem honum þótti geta farið betur á Íslandi. Hann lést 10. janúar 1911, 74 ára gamall og var jarðsunginn í Brookside cemetery í Winnipeg, Manitoba.

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 1991, Minnisvarði um sr. Odd V. Gíslason afhjúpaður, bls. 18.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Oddur_V._G%C3%ADslason

Oddur V. Gíslason

Hæna

Í Bæjarbót árið 1985 er sagt frá „Hænsnahúsinu í Grindavík“. Frásögnin var tekin úr Fálkanum 9. janúar 1932. Þar er sagt frá frumkvöðlastafi Einars Einarssonar í Krosshúsum um hænsnarækt og eggjabúskap. Hafa ber í huga að „frumkvöðlastarf“ líkt þessu hafa jafnan, því miður, fremur hvatt „kjaftakerlingar“ hversdagsins til dáða en aðra áræðnari til varanlegri árangurs.

Hænsnabúið í Grindavík

Hænsnahúsið

Hænsnahús Einars í Grindavík.

Vaxandi trú á land vort og mátt íslensku þjóðarinnar lýsir sjer ekki hvað síst í ýmsum verklegum framkvæmdum íslendinga á síðari árum.
Einn af ötulustu framkvæmdamönnum meðal yngri manna hjer á landi, Einar Einarsson í Krosshúsum í Grindavík (sonur Einars kaupmanns í Garðhúsum) hefir nú ráðist í að setja á stofn hænsnabú, sem er stærra og myndarlegra en áður eru dæmi til á Íslandi.
Hænsnabúið í Grindavík er rúmlega hálfs þriðja árs gamalt, og eru þar nú um 1000 hænur.

Hænsnahús

Í hænsnahúsi Einars.

11. maí 1929 voru fyrstu ungarnir teknir út úr 266 eggja Grand Danois útungunarvjel búsins. Hænsnabúið er í 70 m langri og 6’A m breiðri byggingu með geysistórum gluggum. Stofnkostnaður búsins var 20 þús. krónur.

Til þess að sjá um þetta hænsnabú varð Einar Einarsson að fá sjer útlending, er kunni starf sitt til hlítar. Fyrir valinu varð danskur maður, Einar Tönsberg að nafni. Hann byrjaði að vinna sem aðstoðarpiltur á dönsku hænsnabúi, er hann var 10 ára gamall. Síðar gekk hann í skóla og lauk gagnfræðaprófi 16 ára gamall. Næstu 5 ár vann Tönsberg síðari á vetrum við eitt af stærstu hænsnabúum í Danmörku, en ferðaðist á sumrin, meðal annars til Svíþjóðar og Þýzkalands til þess að skoða þar hænsnabú og kynna sjer hænsnarækt af eigin sjón og reynd. í því skyni var hann einnig á sjerstökum námskeiðum. Í nóvember 1930 kom hann til íslands og var þá ráðinn umsjónarmaður hænsnabúsins í Grindavík. Hefir hann gegnt því starfi prýðilega, en nú eru störf búsins að verða meiri en svo, að hann fái unnið þau hjálparlaust.

Hænsnahús

Í hænsnahúsi Einars.

Á hænsnabúinu í Grindavík hefir varpið aukist mjög upp á síðkastið, vegna þess að hænurnar eru undir vísindalegu eftirliti. Víðast hvar hjer á landi verpa hænur aðeins frá febrúarbyrjun til septemberloka, en hjá Einari í Krosshúsum verpa þær 10-11 mánuði á ári. Þann mánaðartíma, sem hænurnar verpa ekki, fella þær fiður, og er því hagað svo með sjerstökum aðferðum, að þær gera það í júnímánuði, bæði vegna þess,að þá eru egg ódýrust og því minnst markaðsspjöll. En einnig mega hænsnin best við því að vera fiðurlítil í júní vegna veðráttunnar.
í Danmörku og Canada þykir það yfirleitt góð eggjatekja á hænsnabúum að fá daglega í október-, nóvember-, desember og janúarmánuði það mörg egg, að samsvari 20% af fjölda hænsnanna. Það er því eftirtektarvert, að á hænsnabúinu í Grindavík er ekkjatekjan miklu hærri. Núna er hún 45% á dag af fjölda hænsnanna, ef með eru taldir hænuungar, sem ekki hafa enn náð fullum þroska. Sje hins vegar aðeins miðað við hænur, sem náð hafa fullum aldri, verður útkoman 65%.

Hænsnahús

Egg hænsnahússins.

Það fyrsta, sem vekur athygli, þegar maður skoðar hænsnabúið í Grindavík, er það að hænurnaar eru allar drifhvítar og prýðilega aldar og hirtar.
Þær eru allar af hreinræktuðu ítölsku kyni, og keypti Einar Einarsson upphaflega hænsnastofn af besta hænsnabúi í Danmörku. Til þess að hænsnin úrkynjist ekki, er jafnan slátrað í júnímánuði öllum þeim hænum, sem ekki hafa verpt svo miklu, að svari kostnaði. Aftur á móti eru þær hænur, sem verpt hafa 200 eggjum eða meiru, teknar frá og aldar sjerstaklega til þess að láta þær verpa útungunareggjum. Hanar til undaneldis eru ekki teknir úr eggjum annara hæna en þeirra, sem verpt hafa í minnsta lagi 230 eggjum á ári. En auk þess eru annaðhvert ár keypt útungunaregg frá fyrirmyndarhænsnabúum erlendis, til þess að hænsnin verði ekki of skyld og hraustur kynstofn haldist.
Með stofnun fyrsta fyrirmyndar – hænsnabús á íslandi, sem jafnast fyllilega á við samskonar stofnanir erlendis, hefir hann vissulega unnið mikið þarfaverk. Sá, er þetta ritar, álítur, að vel sje vert að skreppa til Grindavíkur til þess eins að sjá þennan myndarbúskap Einars í Krosshúsum, enda hafa þó nokkrir menn gert það.
Til útungunar eru eingöngu notaðar vjelar, og er útungunartíminn 20 dagar. Á sjötta degi eru eggin lýst og tekin frá þau, sem reynast ófrjó. Eggin eru enn lýst á tólfta og átjánda degi og ef þá sjest, að ungar hafa dáið í einhverjum af eggjunum, eru þau tekin burt. Ef loftið í vjelunum verður of þurrt, eru látnir bakkar með vatni undir eggin, og fæst við það nægur raki.
Eggjunum er snúið þrisvar á sólarhring, því að ella mundi rauðan í þeim síga og fóstrin deyja.
HænsnahúsHitinn á eggjunum á að vera 103° á Fahrenheit. Útungunaregg mega aldrei vera eldri en tólf daga, þegar þau eru látin í vjelarnar, því að eftir þann tíma fara rauðan og frjóefni hennar að tapa sjer.
Á tuttugasta og fyrsta degi eru ungarnir teknir úr vjelunum og látnir undir upphitaða skerma, sem nefndir eru fósturmæður. Venjulega koma 75-80% af hraustum ungum úr vjel. Á fyrsta degi er þeim að eins gefinn sandur og vatn, en næsta dag er þeim gefið haframjöl og sjerstakt þurrfóður, sem í eru ýms efni, þar á meðal þurrkaðar áfir.
Nú á tímum, þegar alþjóð manna er orðið ljóst, að Íslendingar eiga umfram alt að búa að sinni eigin framleiðslu og leitast við að fullnægja þörfum sínum með innlendum iðnaði, hljóta menn að líta á þetta framtak Einars Einarssonar með velvild. Með stofnun fyrsta fyrirmyndar-hænsnabús á íslndi, sem jafnast fyllilega á við samskonar stofnanir erlendis, hefir hann vissulega unnið mikið þarfaverk. Sá, er þetta ritar, álítur, að vel sje.’vert að skreppa tíl Grindavíkur til þess eins að sjá þennan myndarbúskap Einars í Krosshúsum, enda hafa þó nokkrir menn gert það.
Samkvæmt verslunarskýrslum hafa á árunum 1918—1928 verið flutt inn egg fyrir verðmagn sem hjer segir:
Ár 1918 2.536 kr.
— 1919 10.656 —
— 1920 15.986 —
— 1921 77.424 —
—’ 1922 105.650 —
— 1923 137.328 —
— 1924 97.060 —
— 1925 144.924 —
— 1926 156.704 —
— 1927 134.856 —
— 1928 149.118 —

Einar Einarsson

Einar Einarsson.

Þar með er talið það verð, sem gefið hefir verið fyrir þurkuð egg frá 1921. Árið 1928 hefir einnig verið byrjað að flytja inn niður soðin egg, en ekki svo að neinu næmi það ár.
Meðan þeim upphæðum, sem hjer er getið, er árlega fleygt út úr landinu fyrir vöru, sem hjer er auðgert að framleiða, er sannarlega ekki alt sem skyldi.
En því er ver, að það eru ekki eggin ein, sem vjer Íslendingar höfum látið útlendinga færa okkur hingað árum saman á erlendum skipum, í stað þess að framleiða vörurnar sjálfir og efla þannig atvinnu og velmegun í landinu.
Einar í Krosshúsum segir, að gömlil „præserveruð“ útlend egg og gömul íslensk egg spilli allmikið eggjamarkaði hjer, því að enn sje fjölda margir, sem ekki geri sjer ljóst, hve geysimikla kosti glæný egg hafi fram yfir gömul, hálfskemd (gg. Einar lætur stimpla öll egg frá hænsnabúi sínu, og merki hans á að tryggja kaupendum góða vöru. Verðið segist hann miða við verð á fyrsta flokks eggjum í Danmörku.
Einar Einarsson segist muni geta selt lifandi hænuunga, svo að þúsundum skiptir, ef markaður bjóðist. Væri vel, ef hann gæti þannig smám saman útvegað sem flestum hænsni af hinu ágæta ítalska kyni. Hann kveðst og liafa sell uin 1000 liaMisni til veislumatar í Reykjavík síðast liðið ár. Framtakssemi Einars og allur sá myndar bragur, sem auðkennir þessa slarfsemi hans, gefur góðar vonir um, að hún geti orðið öðrum athafnamönnum vorum til fyrirmyndar. – Sigurður Skúlason.

Á myndunum sem hjer fylgja er sýnt: Efst á bls. 3 hænsnabúið að utan, en neðar á sömu síðu gangir inni í húsi. Á þessari bls. sjest efst í dálkinum piltur með hænu og  eggjakarfá stendur hjá, en neðst er það sýnt, hvernig umbúðirnar eru, sem eggin koma í á markaðinn.

Heimild:
-Bæjarbót, 11. tbl. 01.12.1985, Hænsnahúsið í Grindavík – Úr Fálkanum 9. janúar 1932, bls. 3-4 – bls. 2.
-Morgunblaðið, 162, Útför Einars Einarssonar í Krosshúsum, tbl. 19.07.1962, bls. 2.
-Einar Einarsson, Krosshúsum látinn, Faxi 7. tbl. 01.09.1962, bls. 117.

Einar Einarsson

Halldór Laxness

Í Faxa árið 1982 birtist hugvekja í tilefni af áttræðisafmæli Haldórs Laxness þar sem hann m.a. mærir Grindavík – og það ekki að ástæðulausu.

Grindavík

Grindavík 1939.

Á árunum 1937—1939 gaf Lestrarfélagið í Grindavík út tímarit, sem nefndist Mímir. Markmiðið með útgáfu ritsins var, eins og segir í 1. tölublaði, að reyna að vekja af dvala Lestrarfélagið Mími, er sofið hafði svefni hinna réttlátu um nokkurt skeið. Var ritið selt til ágóða fyrir félagið, á 10 aura eintakið. Ritstjórar voru Einar Kr. Einarsson, skólastjóri, Jochum Eggertsson og
Einar Einarsson í Krosshúsum. Í 4. tölublaði Mímis frá 1937 er viðtal við Halldór Laxness. Viðtalið hefur Einar Einarsson í Krosshúsum að líkindum átt við skáldið og í tilefni þess að
Halldór Laxness er áttræður um þessar mundir. Þótti við hæfi að fá það birt hér í Faxa nú. Fer viðtalið hér á eftir:

„Tíðindamaður blaðsins heimsótti Halldór Kiljan Laxness þar sem hann dvelur nú [í Krosshúsum] yfir páskana, önnum kafinn yfir ritvél sinni. Þrátt fyrir mikið annríki var skáldið svo vingjarnlegt að svara nokkrum spurningum, sem tíðindamaður lagði fyrir hann.
-Kemur framhald af „Ljósi heimsins“?

Halldór Laxness

Halldór Laxness.

-Já, næsta ár mun koma út ný bók, framhaldssaga af niðursetningnum, sem nú er ekki lengur niðursetningur, eins og þér vitið. Hvers vegna nefnduð þér bókina „Ljós heimsins“? Bókin skýrir frá baráttu skáldsins við heimskuna og tregðuna.
-Þér notið alveg sérstakt mál í bók yðar, haldið þér ekki, að það geti aflagað mál hinnar yngri kynslóðar?
-Ég vona að mál bókarinnar sé auðvelt aflestrar og spilli ekki málsmekk neins.

-Á hve mörg mál hafa bækur yðar verið þýddar?
-Dönsku, þýsku, sænsku, ensku og hollensku og verið að vinna að þýðingu á frönsku.

-Mörgum finnst þér vera svartsýnn í bókum yðar?
-Það er alltaf sagt að raunsæishöfundar séu svartsýnir. Lífið er ströng barátta, og sögur mínar eru raunsæar. Þegar lífsskilyrði alþjóðar batna verður skáldskapurinn ósjálfrátt bjartsýnni.
-Haldið þér ekki að útlendingar geti fengið of slæmar hugmyndir um Ísland við að lesa bækur yðar?
-Það held ég ekki, vesaldómur almennings er í flestum löndum meiri en á Íslandi, svo það er ekkert nýtt fyrir útlendinga að heyra um fátækt fólk. Annars er fólkið allsstaðar eins, aðeins ofurlítið breytt á yfirborðinu. Þegar maður er búinn að tala dálitla stund við mann frá t.d. Buenos Aires er maður óðar kominn inn á sama umræðu etni og í samtali við fólk hér í Grindavík.
-Viljið þér segja ofurlítið frá þessu ferðalagi, sem þið fóruð í sumar?
Ég hefi skrifað ofurlítið um það annarstaðar, og ég er líka ónýtur að segja ferðasögur. Það koma náttúrlega fyrir ýms atvik á ferðalagi, en þeim hef ég mest gaman af þegar ég er búinn að skrifa um þau í skálsögum, kannski í ofurlítið breyttri mynd.

Krosshús

Krosshús.

-Sumir hneykslast á ýmsu í bók yðar „Ljós heimsins“ t.d. 16. kap.
-Það er með bók eins og jólaköku, jólakökur mega ekki vera eintómar rúsínur, en ef engin rúsína er í þeim, er það heldur engin jólakaka.
-Hvernig líst yður á Grindavík?
-Mér líst afar vel á Grindavík. Þar vinn ég betur en víðast hvar annarstaðar, hér skrifaði ég seinni hlutann af „Fuglinn í fjörunni“ og „Napóleon Bónaparte“ og gerði uppkast að „Ljós heimsins“. Eftir kynningu minni af öðrum íslenskum sjóþorpum, held ég, að Grindavík sé með bestu plássum landsins. Húsin eru rúmgóð og falleg, mættu kannski standa skipulegar. Sjáið þér börnin þama úti á túninu, öll vel klædd með höfuðföt og sko. Þið ættuð að sjá pláss eins og Ólafsvík og Bíldudal og Eskifjörðog víðar þar sem fólk varla hefur eldsneyti til að kynda undir pottinum með.
Vér þökkum herra Laxness fyrir samtalið, óskum honum gleðilegra páska og kveðjum.“

Heimild:
-Faxi, 4. tbl. 01.05.1982, Í tilefni áttræðisafmælis Halldórs Laxness, bls. 92.

Grindavík 1958

Grindavík (Járngerðarstaðarhverfi) 1958.

Sigvaldi Kaldalóns

Minnisvarði um lækninn og tónskáldið Sigvalda Kaldalóns var vígt 10. nóvember 1996 en það er staðsett við Kvennó í Grindavík. Af því tilefni flutti Gunnlaugur A. Jónsson, barnabarn Sigvalda, ávarp í Kvenfélagshúsinu:

Grindavík

Afhjúpun minnisvarðans.

Góðir áheyrendur!
Fyrir hönd Kaldalónsfjölskyldunnar vil ég af heilum hug þakka þá ræktarsemi sem þið Grindvíkingar sýnið minningu afa míns, Sigvalda S. Kaldalóns, læknis og tónskálds, með því að reisa honum fagran minnisvarða og boða af því tilefni í dag til þessarar ánægjulegu samkomu nú á 50. ártíð Sigvalda.
Þessi ræktarsemi ykkar og trúfesti við minningu Sigvalda Kaldalóns er í fullu samræmi við hlýhug Grindvíkinga og velvild í hans garð alveg frá byrjun, og raunar í takt við aðdragandann að því að hann settist að hér í Grindavík þegar hann var skipaður héraðslæknir í Keflavíkurhéraði árið 1929 í óþökk Læknafélagsins. Sú saga er kunnari en svo að hana þurfi að rifja upp.

Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi ásamt Einari Dagbjartssyni.

En óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi tekið hinum nýskipaða lækni opnum örmum með Einar í Garðhúsum í broddi fylkingar sem tók Sigvalda og fjölskyldu hans inn á heimili sitt meðan verið var að reisa honum læknisbústað hér í Grindavík.

Það fer vel á því að minnisvarðinn um Sigvalda skuli reistur hér við Kvenfélagshúsið því með því félagi starfaði Sigvaldi mikið enda lét hann jafnan mikið til sín taka á sviði menningarmála í Grindavík og hefur Einar Einarsson skólastjóri í Grindavík komist þannig að orði að ár Sigvalda hér hafi verið eins og „menningarleg vígsla í héraðinu“ og að áhrifin af veru hans hér verði aldrei þurrkuð út, og víst er um það að lögin „Suðurnesjamenn“ og „Góðan daginn Grindvíkingur“ munu seint gleymast Suðurnesjamönnum.

Í Grindavík bjuggu þau hjónin Sigvaldi og Margrete Kaldalóns í fimmtán ár og voru árin hér að mörgu leyti frjóustu ár Sigvalda á tónlistarsviðinu þrátt fyrir að hann ætti lengst af við heilsuleysi að stríða. Margir hafa orðið til að vitna um þá miklu gestrisni sem einkenndi menningarheimili þeirra hjóna.
Margir af kunnustu listamönnum þessarar þjóðar dvöldu á heimili þeirra lengri eða skemmri tíma. Má þar nefna Gunnlaug Scheving listmálara, Stein Steinarr skáld og Ríkharð Jónsson myndhöggvara að ógleymdum bróður Sigvalda, Eggerti Stefánssyni rithöfundi og söngvara.

Sigvaldi Kaldalóns

Minnisvarðinn.

Í sumum tilfellum var dvöl þessara kunnu listamanna á heimili Sigvalda ekki aðeins lyftistöng fyrir menningarlíf í Grindavík heldur fyrir alla þjóðina. Þannig hafa Grindavíkurár Gunnlaugs Scheving hlotið þann sess að vera sérstakur kapítuli í sögu íslenskrar myndlistar, eins konar óður til íslenskra sjómanna með svipuðum hætti og lag Sigvalda Kaldalóns „Suðurnesjamenn“.
Móðir mín, Selma Kaldalóns, hefur lýst því hvernig faðir hennar samdi lög sín: „Hann samdi þegar hann var í stemmningu,“ hefur hún sagt og bætir við: „Hann samdi stundum úti á göngu, raulaði þá fyrir sér lagstúf og spilaði strax, þegar hann kom heim. Oft samdi hann líka seint á kvöldin eða á nóttunni. Það kom líka fyrir, að hann reis frá matborðinu og gekk að hljóðfærinu til þess að leika það, sem þá sótti á hann. Hann hafði þörf fyrir að láta aðra njóta með sér og stundum fór hann út á götu og mætti kannski sjómanni, sem var að koma upp úr skipi, og sagði við hann: – Komdu snöggvast inn með mér, ég ætla að spila fyrir þig lag, – það er nýtt lag.“
Sigvaldi varð snemma mjög heilsuveill, og þegar þar við bættist að hann gat aðeins lagt stund á tónsmíðar í hjáverkum frá annasömum læknisstörfum er með ólíkindum hve miklu hann fékk áorkað. Það er þó ekki magn tónsmíðanna sem mun halda nafni hans á lofti um ókomin ár heldur sú staðreynd að fjölmörg laga hans urðu svo að segja á svipstundu þjóðareign og eru það enn þann dag í dag.
Jóhanns skáld úr Kötlum komst þannig að orði um tónlist Sigvalda í minningargrein:

Grindavík

Kvenfélagshúsið.

„Vart mun finnast sú sál á Íslandi, að hún hafi ekki einhverju sinni orðið snortin af söngvum hans, vart sú rödd, sem ekki hefur reynt að taka undir þá. Eins og mild kveðja vorboðans hafa þeir borizt efst upp í dali, yzt út á nes, bóndinn hefur raulað þá yfir fé, sjómaðurinn á vaktinni, heimasætan á meðan hún beið unnustan síns. Þetta eru tónar alþýðunnar í upphafningu norræns blóma, yljaðir af hjartaglóð snillingsins. Þetta eru tónar, sem allir skilja og eiga og þess vegna geta þeir ekki dáið.“
Það var ekki ætlun mín að rekja hér æviferil afa míns, Sigvalda Kaldalóns, heldur fyrst og fremst að þakka ykkur Grindvíkingum fyrir þá ræktarsemi sem þeir hafa nú í dag með svo afgerandi hætti sýnt minningu Sigvalda Kaldalóns. Alveg sérstaklega vil ég þakka menningarmálanefnd Grindavíkur fyrir hennar þátt í þessu máli og ánægjuleg kynni af nefndarmönnum meðan á undirbúningi þessarar minningarhátíðar hefur staðið.
Af kynnum mínum af því ágæta fólki er ég þess fullviss að menningarmálin eru í góðum höndum hér í Grindavík sem fyrr.
Enn á ný: Kærar þakkir og til hamingju með minnisvarðann.

Hér má sjá myndband frá athöfninni.

Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi og Karen Margrethe.

Árið 1929 fluttist til Grindavíkur skáldið og læknirinn Sigvaldi Kaldalóns, með komu hans þurftu grindavíkingar ekki lengur að sækja læknisþjónustu til Hafnarfjarðar eða Keflavíkur.
Hagur bæjarbúa af Sigvalda var mikill, hann hafði mikil áhrif á félags- og mennngarlífið. Leið Sigvalda til Grindavíkur var ekki auðveld. Þegar staða héraðslæknis í Keflavík losnaði árið 1929 upphófst mikið átakamál milli Læknafélagsins og Jónasar frá Hriflu sem þá var dómsmála- og heilbrigðisráðherra.
Læknafélagið sá til þess að einungis ein umsókn bærist um þetta starf en fyrir tilstilli manna í ráðuneytinu og hugsanalega Jónasar barst á borð umsókn frá Sigvalda Kaldalóns. Var Sigvaldi ráðinn til embættisins en Læknafélagið sem var á móti ráðningunni beitti ýmsum brögðum meðal annars að sjá til þess að enginn í Keflavík myndi hýsa hann.
Þrátt fyrir mótlætið þáði Sigvaldi starfið og sá Jónas frá Hriflu um að hann fengi húsaskjól í Grindavík og að bæjarbúar myndu reisa honum bústað sem þeir stóðu við.

Grindavík

Læknishúsið – Hamraborg, Vesturbraut 4. Byggt 1930. Teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

Sigvaldi varð vinsæll í Grindavík, átti hann það til að kalla til sín fólk af götunni bara til þess eins að spila fyrir það og gestagangur einkenndi heimilislíf læknishjónanna, þess má geta að nokkrar þjóðþekktir einstaklingar bjuggu hjá þeim hjónum um tíma. Gunnlaugur Scheving listmálari bjó hjá þeim í rúmlega eitt ár og þar urðu til hans merkustu sjávarmyndir. Halldór Laxness bjó hjá þeim hjónum meðan hann vann að Sölku Völku. Steinn Steinar fékk einnig að njóta góðs af gestrisni læknishjónanna og vann við sín hugarefni.
Sigvaldi missti heilsuna mjög skyndilega sumarið 1945 og ári seinna fluttu þau hjón aftur til æskustöðva hans. Þá var starfs- og tónlistardögum hans lokið og einu ári síðar lést hann.
Árið 2004 var stofnað í Grindavík klúbbur til heiðurs Sigvalda Kaldalóns, klúbburinn hefur tvíþætt hlutverk annað er að vera bakhjarl knattspyrnudeilarinnar og hitt er að halda í heiðri verkum Sigvalda Kaldalóns með því að halda tónleika og menningartengda atburði.

Heimild:
-http://www.grindavik.is/listaverk
-http://grindavik.is/felogogsamtok og Jón Þ.Þór 1996,bls.315-320.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðahverfi. Læknishúsið er fyrir miðri mynd.

Grindavík

Árið 2001 var gerð fornleifaskráning um, „Járngerðarstaði og hjáleigur“. Hér er getið um sumt það, sem fram kemur í skýrslunni um gömlu bæina og merkar minjar.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir

Jángerðarstaðir – gamli bærinn.

Landnámsmenn í Grindavíkurhreppi voru tveir: Molda-Gnúpur Hrólfsson, er nam Grindavík, og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson, er nam Selvog og Krýsuvík. Gnúpur þessi fór til Íslands fyrir víga sakir og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og allt Álftaver. Þar bjó hann, uns byggðin spilltist af hraunstraumi. Eftir vetursetu á Höfðabrekku fór hann um vorið ásamt sonum
sínum vestur til Grindavíkur, og tóku þeir sér þar bólfestu. „Vitneskja okkar um upphaf byggðar í Grindavík takmarkast við frásögn Landnámu af Molda-Gnúpi og sonum hans, og ekkert er vitað með neinni vissu um byggðina og sögu hennar næstu þrjár aldirnar.“
Heimildir um sögu jarðarinnar og ábúendur þar fyrir 1700 eru mjög af skornum skammti. Í fornbréfum er jarðarinnar sjaldan getið nema helst í sambandi við fjöruréttindi. Er þó sýnt að hún hefur komist í eigu Skálholtsstaðar ekki síðar en um miðbik 15. aldar. Er Wilkinsmáldagi var settur, árið 1397, hafði Staðarkirkja í Grindavík eignast hálfa heimajörðina á Stað og að auki ítök í Húsatóttum, Járngerðarstöðum og Hrauni.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir; Vesturbær, Austurbær og Valdastaðir.

Áttatíu árum síðar, 1477, setti Magnús biskup Eyjólfsson kirkjunni nýjan máldaga og átti hún þá allt heimaland á Stað. Í þeim máldaga kom ekkert fram um eignarhald á öðrum jörðum í víkinni, en líklegt er að þær hafi þá allar verið komnar í kirkjueign.
Í manntali 1703 voru tíu hjáleigur á Járngerðarstöðum, engin þeirra er þó nefnd með nafni. Þá voru tíu í heimili á höfuðbólinu. Á árunum 1785-1791 voru flestar stólsjarðirnar seldar og hófst sala stólseigna í Grindavík 30. júlí 1785 með sölu jarðanna Hrauns og Ísólfsskála. Um sölu Járngerðarstaða hafa engin skjöl fundist en jörðin mun engu að síður hafa verið seld um þetta leyti Jóni Jónssyni, ættföður Járngerðarstaðaættar.
Í manntali 1801 voru Járngerðarstaðir tvíbýli með 8 hjáleigum.
1816 voru þeir einnig tvíbýli með 9 hjáleigum, þar af einu tvíbýli.
1845 áfram tvíbýli og 9 hjáleigur, þar af eitt tvíbýli. Á túnakorti sem gert var 1918 kemur fram að tún eru slétt og voru þau flestöll sléttuð stuttu áður en kortið var gert.
Járngerðarstaðir voru þingstaður Grindvíkinga.

Náttúrufar og jarðabætur

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir 1890.

Landamerki Járngerðarstaða 1889 voru: „Að vestan byrjuð: Frá Markhól við sjóinn beina stefnu á Stapafellsþúfu, þaðan á Arnarstein fyrir ofan Snorrastaða vatnsgjá, úr Arnarsteini í þúfuna á Skógfelli litla, þaðan í þúfuna á Stagafelli, þaðan beint fram í Markalón á Hópsrifi.“ Landamerkjum þessum var mótmælt af eigendum Hóps og Húsatópta.
Í lýsingu Grindavíkursóknar frá 1840-41 eftir sr. Geir Bachmann er svohljóðandi kafli um Járngerðarstaði: „Þýfð hafa tún verið á Járngerðarstöðum, en eru mikið sléttuð í seinni tíð af bóndanum Þórði sál. Einarssyni og þar núverandi bónda sgr. Einari Jónssyni. Hafa og nokkrir hjáleigubændurnir í seinni tíð þessa jarðarbót eftir þeim upp tekið. – Bæði í túninu og utan túns eru djúpar vatnsgjár, í hverjar sjór fellur að í og út; í sumum þeirra er oft veiddur áll, og mætti þó mikið meira veiða, ef atorka væri og rækt við höfð. Það hafa Járngerðarstaðir til landskosta fram yfir Stað og Húsatóttir og meiri en nokkurt annað býli í þessari sókn, að fyrst er þar nóg vatn í gjám þessum handa fénaðinum, og svo í öðrum smá stöðutjörnum, eins og líka þar er grasgefnast utantúns, þó eigi megi hagar heita.“
Á bls. 145-6 í sömu lýsingu segir: “ hlunnindi eru hér í sveit engi nema trjáreki, og ef menn kalla svo, allgóð sauðganga í fjörunni þá vel vetrar. …
Alla tíma eru kýr hér inni nema þá 2 mánuði, sem í seli eru. … Engin eru hér beitihús á vetrum, borgir né fjárhús. Sauðfé, sem fátt er, gengur allt úti í fjörunni gjafarlaust og kemur aldrei í hús.
Það liggur undir upphrófluðum skjólgörðum, til hverra það er rekið á hverju kvöldi. … Hver sá maður, er býli hefir hér í sókn, hefir og 1 eða 2 kálgarðsholur, eftir því ræktaðar sem hver er hneigður til atorku og pössunarsemi.“
„Jörðin nær frá sjó og upp til fjalls eins og önnur býli hér. Stendur bærinn niðri við sjó, og eru þar nokkur önnur býli, sem hafa sameiginlegt land nema túnblettina. Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir: Vallarhús, Kvíhús, Rafnshús, Akurhús, Gjáhús (Norður- Gjáhús heita nú Vík, en SuðurGjáhús tilheyra Garðhúsum), Krosshús, Garðhús, Völlur (byggður úr Kvíhúsum), Hóll og Langi. Sjóbúðir eru nefndar 1703: Gullekra, Krubba og Litlu-Gjáhús.“ (Örn.,1)
Elsta heimild um húsakost og mannvirki í Vesturbænum á Járngerðarstöðum er úttekt frá 7. júní 1882, þar eru talin upp: baðstofa, göng frá baðstofu að bæjardyrum, bæjardyr, skáli frá bæjardyrum til eldahúss, eldahús og búr í norðurenda baðstofu. (J.Þ.Þ og G.M.H,58).

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – bæir og sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Völlur (hjáleiga)
„Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir: …Völlur (byggður úr Kvíhúsum)…“ (Örn.,1).
Aðrar upplýsingar Skv. Guðjóni Þorlákssyni, sem býr í Vík, fór Völlur í miklu flóði 1924. Tóftin er að mestu horfin, þó sést aðeins móta fyrir henni í túninu ASA við Járngerðarstaði.

Gömlu-Rafnshús (hjáleiga)

Staður

Staður-loftmynd 1954.

„Hrafnshús eru á milli Gjáhúsa og Akurhúsa út við túngarðinn… Hrafnshús, sem áður stóðu milli Ekurhúsa og Kvíhúsa, eru í seinni tíð flutt þangað, hvar þau nú eru.“ (G.B.,137).
„Upp af Fornuvör eru leifar eftir Kvíhús niðri á sjávarbakkanum, og þar eru Gömlu-Rafnshús um 150 m austar.“ (Örn.,3).

Loftskofi (hjáleiga)

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – loftmynd 1954.

Í manntali frá 1816 er Loftskofi hjáleiga frá Járngerðarstöðum með 2 í heimili.

Nýibær (hjáleiga)
Í manntali frá 1816 er Nýibær hjáleiga frá Járngerðarstöðum með 3 í heimili.

Lambhús (hjáleiga)
Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Hjáleigur eru .. Lambhús, önnur hjáleiga, bygð fyrir innan xx ár“.

Hlaðhús (hjáleiga)
Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Hlaðhús, níunda hjáleiga, gömul.“

Gullekra (verbúð)
„Sjóbúðir eru nefndar 1703: Gullekra, …“ (Örn.,1)
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 segir: „Til forna hafa hjer verið þessar búðir: Gullekra, hefur verið tómthús, búðarleiga var xx álnir.“

Rafnshús

Rafnshús – Járngerðarstaðir fjær.

Krubba (verbúð)

Grindavík

Grindavík – sjóbúð.

„Sjóbúðir eru nefndar 1703: …, Krubba,…“ (Örn.,1).
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 segir: „Til forna hafa hjer verið þessar búðir: … Krubba. Og svo tómt hús, búðarleiga var xx álnir.“

Litlu-Gjáhús (verbúð)
„Sjóbúðir eru nefndar 1703: … Litlu-Gjáhús.“ (Örn.,1).
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 segir: „Til forna hafa hjer verið þessar búðir: … Litlu-Gjáhús, hafði grasnyt. Landsskyld var l álnir.“

Skjalda (hjáleiga)

Grindavík

Skjalda.

Geir Bachmann segir svo í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41: „Eyðikotið kallast Skjalda og liggur í vestur útnorður út við túngarðinn.“ (G.B., 137)

Járngerðarstaðir  (verbúð)
Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Þar gánga skip heimabóndans og þau inntökuskip, er þángað til fiskiafla ráðast fyrir undirgift, sem heimabóndi tekur, og lætur þá verbúð og vergögn í tje fyrir skipsöfnina.“

Járngerðarstaðir  (verbúð)

Grindavík

Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Skip stólsins gánga hjer venjulega iii eður iiii, og hafa þeir verbúðir fyrir sig, sem stóllinn uppbyggir. En soðningu kaupa skipverjar. Hafa þessi skip stólsins verið so um lángar stundir, en alt þar til í tíð Mag.
Brynjólfs var gefin til heimabóndans undirgift undir þau skip, sem fleiri voru en tvö af stólsins hendi.Og hýsti þá heimabóndi þá skipsöfn. En í tíð Mag. Brynjólfs var uppbygð önnur staðarins verbúð, sem síðan hefur viðhaldist, og engin undirgift verið frá stólnum lögð til bóndans.“

Járngerðarstaðir  (verbúð)
Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Á Járngerðarstöðum eru fáeinna verbúða stæði, nú forfallinna, og hafa þar legið við skipshafnir inntökuskipa, sem undirgift gefið hafa.“

Járngerðarleiði

Járngerðardys

Dys Járngerðar – áður en malbikað var hana.

„Járngerðarleiði hafa menn kallað dálítinn aflangan bala í túninu á Hrafnshúsum á Járngerðarstaðahverfi. Eg lét grafa í þann bala, og reyndist hann gamall öskuhaugur.“ (B.J., 46)

Virki

Virki

Virkið ofan við Stórubót.

Í Skarðsárannál, þar sem segir frá árinu 1532, stendur: „Gerði sagður Jóhann Breiði sér þá vígi eður virkisgarð skammt frá búðum á Járngerðarstöðum, sem enn sér merki“
„Þar sem nú er urð og grjót, voru grænir grasbalar fyrir u.þ.b. hálfri öld. Enn má þó greina þarna nokkur ummerki mannvistar, og er t.d. töluvert eftir af hól, þar sem munnmæli herma, að virki Jóhanns Breiða hafi staðið“ (J.Þ.Þ., 240).

Dys
Í Skarðsárannál, þar sem segir frá árinu 1532, stendur: „Tóku sig þá til hinir þýzku menn og Bessastaða fóveti, og komu óvart um nótt upp í Grindavík, komust upp í virki Jóhanns og slógu hann til dauðs og alla hans menn, en tóku skip og góss og allt hvað þeir áttu. Þar sést kuml þeirra eða dysjar hjá virkisgarði.“

Sel

Baðsvallasel

Baðsvellir – Baðsvallasel; uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstöðu hefur jörðin og brúkar enn nú þar sem heita Baðsvellir, og kvarta menn um að þar sjeu hagar oflitlir og þröngvir. Item sje þar stórt mein að vatnsleysi,
þá þerrar eru, og fyrir þessa lesti selstöðunnar segja menn fulla nauðsyn til að kaupa selstöðu annarstaðar.“
Baðsvellir voru skammt frá Járngerðarstöðum, þar sem nú er skógræktarlundur Grindvíkinga, skammt fyrir norðan Selháls. (J.Þ.Þ.,165).

Akurhús (hjáleiga)
„Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir:…Akurhús…“ (Örn.,1).
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703, bls. 18, eru Akurhús sögð „fimta hjáleiga bygð um langan aldur. Jarðardýrleiki óviss sem um hinar.“
„Akurhús sópaðist af grunni í sjávarflóði 1925, en þá urðu nokkrir bæir að hólma.“ (Örn.,3).
„Akurhús, út við garð, rétt í suðurátt.“ (frá Járngerðarstöðum) (G.B.,137).

Tún
„Jörðin nær frá sjó og upp til fjalls eins og önnur býli hér. Stendur bærinn niðri við sjó, og eru þar nokkur önnur býli, sem hafa sameiginlegt land nema túnblettina.“ (Örn.,1).

Garðhús (hjáleiga)

Garðhús

Garðhús.

„Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir: …Garðhús…“
(Örn.,1).
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703, bls. 19 eru Garðhús sögð gömul og jarðardýrleiki óviss.
„Hjáleigan Garðhús stóð nokkru austan við heimabæinn á Járngerðarstöðum, lítið eitt norðar en stórhýsið, sem Einar G. Einarsson reisti og enn stendur. Síðasti torfbærinn stóð fram á þessa öld, og var hann notaður sem verbúð í nokkur ár, eftir að steinhúsið var byggt. … Býlið var tekið út … 14. júní 1861, en blaðsíðan, sem úttektin er færð á er svo ílla farin, að litla vitneskju er af
henni að hafa um húsakost á hjáleigunni og ástand hennar. Þó má greina, að þetta ár hefur verið í Garðhúsum baðstofa, sem var sex álna löng með inngangi og hálf fimmta alin á breidd.
Hún var öll undir súð, með einu rúmi, og á henni var einn þriggja rúða gluggi. Fimm aðrar byggingar voru taldar í úttektinni …“ (J.Þ.Þ. og G.M.H,62-3).

Gjáhús (hjáleiga)
„Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir: …Gjáhús (Norður-Gjáhús heita nú Vík, en Suður-Gjáhús tilheyra Garðhúsum)…“ (Örn.,1)
Í Jarðabók Árna og Páls, bls. 18 segir: „Gjahus, sjötta hjáleiga bygð um langan aldur. Jarðardýrleiki óviss sem á heimajörðu.“
Í Manntali 1801, bls. 323 eru Gjáhús einbýli, en 1816 eru þau orðin tvíbýli.

Hóll (hjáleiga)

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðahverfi.

„Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir: …Hóll…“ (Örn.,1).
„Á Hóli bjuggu árið 1822 hjónin Sturlaugur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir, en er þau fluttust brott, virðist hjáleigan hafa lagst í eyði um hríð. Árið 1840 var Hóll kominn í byggð á ný og hélst svo fram yfir aldamót.“ (J.Þ.Þ. og G.M.H.,71).

Krosshús (hjáleiga)

Járngerðarstaðir

Gjáhús og Krosshús 1930.

„Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir: …Krosshús…“ (Örn.,1).
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703, bls. 19 segir: „Krosshús, sjöunda hjáleiga, gömul hjáleiga.
Jarðardýrleiki óviss sem á heimajörðu.“
„Krosshús í austur líka, en lengra frá og út við túngarðinn“ (frá Járngerðarstöðum) (G.B.,137)
Elsta heimild um húsakost í Krosshúsum er úttekt frá árinu 1888. „Samkvæmt henni hafa bæjarhúsin verið fjögur: baðstofa, göng, bæjardyr og eldhús. Baðstofan var fimm ára gömul, hálf sjötta alin á lengd og fimm álnir á breidd. Hún var öll undir súð, ,,…sem er að sjá lítt fúin en nokkuð vatnssósa af megnum slaga,“ eins og segir í úttektinni. Baðstofan var þiljuð innan, með ,, fjalargólfi fyrir gangi“, fjögurra rúða glugga og tveim rúmum. Önnur bæjarhús voru minni og sýnilega í lakara ástandi.“ (J.Þ.Þ. og G.M.H.,66).

Kvíhús (hjáleiga)

Járngerðarstaðahverfi

Járngerðarstaðahverfi – loftmynd 1954.

Kvíhús voru hjáleiga frá bænum Járngerðarstöðum í Grindavík. (Sjá Járngerðarstaði.)
„Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir: …Kvíhús…“ (Örn, 1).
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703, bls. 17 segir: „Qví hús, þriðja hjáleiga yfir l ára gömul. Jarðardýrleiki óviss sem á heimajörð.“ (50 ára)
Kvíhús eru ekki nefnd í manntali 1801 né 1816, en 1845 eru þar 6 í heimili.
„Kvíhús í suður frá heimabænum. … Kvíhús standa árlega í miklum voða fyrir sjóaráfalli…“ (G.B.,137).
„Upp af Fornuvör eru leifar eftir Kvíhús niðri á sjávarbakkanum…“ (Örn., 3).
„Jörðin nær frá sjó og upp til fjalls eins og önnur býli hér. Stendur bærinn niðri við sjó, og eru þar nokkur önnur býli, sem hafa sameiginlegt land nema túnblettina.“ (Örn., 1).

Langi (hjáleiga)
„Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir: …Langi.“ (Örn., 1).
„Austan við Járngerðarstaði var kot, sem hét Langi, eins og áður er getið. Túnið milli Járngerðarstaða og Garðhúsa var Langatún.“ (Örn.,4)

Rafnshús (hjáleiga)

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðahverfi.

„Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir: …Rafnshús…“ (Örn., 1).
Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem rituð var 1703 bls. 18, voru Hrafnshús innan við 40 ára, þ.e. byggð eftir 1663. Jarðardýrleiki óviss.
„Hrafnshús eru á milli Gjáhúsa og Akurhúsa út við túngarðinn… Hrafnshús, sem áður stóðu milli Ekurhúsa og Kvíhúsa, eru í seinni tíð flutt þangað, hvar þau nú eru.“ (G.B.,137).
„Jörðin nær frá sjó og upp til fjalls eins og önnur býli hér. Stendur bærinn niðri við sjó, og eru þar nokkur önnur býli, sem hafa sameiginlegt land nema túnblettina.“ (Örn., 1).

Vallhús (hjáleiga)
„Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið, en kotabæir þessir: …Vallarhús…“ (Örn, 1).
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703, bls. 17 segir: „Hjáleigur eru Vallarhús. Hefur verið um lángan aldur. Jarðardýrleiki óviss sem á heimajörðu.“
„Vallarhús standa í suðurátt að heiman að sjá innan í öllum kotakransinum.“ (G.B.,137)

Staðhættir í Grindavík

Járngerðarstaðir

Kort af Járngerðarstaðahverfi – ÓSÁ.

Land Grindavíkur er að mestu þakið hrauni sem runnið hefur eftir lok síðustu ísaldar.
Hraunflákar skipta Byggðinni í þrennt og milli hraunanna eru gróin svæði þar sem byggðin hefur risið. Sjóndeildarhringur Grindvíkinga til norðurs einkennist af frekar lágum en
svipmiklum fjöllum sem flest eru í landi sveitarfélagsins. Til suðurs er ströndin fyrir opnu úthafinu og er víðast hvar lág og lítið vogskorin. Nokkrar litlar víkur ganga inn í hana og eru
Staðarvík, Járngerðarstaðarvík og Hraunsvík þeirra stærstar.

Landnám og byggðaþróun

Hóp

Hóp; fornar minjar – uppdráttur ÓSÁ.

Í landnámabók er greint frá því að Molda-Gnúpur Hrólfsson hafi numið land í Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson í Selvogi og Krýsuvík um árið 934. En Grindavíkurhreppur náði yfir tvær kirkjusóknir, Staðarsókn og Krýsuvíkursókn allt til ársins 1946. Synir Moldar-Gnúps settust að á þremur höfuðbólum sem hin 3 hverfi1 Grindavíkur heita eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast. Þessi hverfi eru meðal þess sem einkenndi gerð og þróun byggðar í Grindavík fram á þessa öld. Lítið sem ekkert er vitað um byggð í Grindavík næstu þrjár aldir eftir landnám en gert er ráð fyrir því að hverfin þrjú hafi byrjað að myndast strax á 10. eða 11. öld. Líklegt verður að teljast að staðsetning hverfanna ráðist af samspili graslendis á þessum stöðum og því að aðstaða til sjósóknar hefur verið góð. Hverfin þrjú voru aldrei formlegar einingar heldur aðeins þrír hreppshlutar og á milli þeirra voru engin formleg mörk, heldur réðust þau af landamerkjum jarða. Um það bil þremur öldum eftir landnám (á 13. öld) hófst eldgosahrina sem almennt gengur undir nafninu Reykjaneseldar. Þessi umbrot ollu miklum landspjöllum í Grindavík. Rituð heimild frá því um aldamótin 1700 gefur til kynna að þau hafi jafnvel eytt vestasta hluta byggðarinnar sem þá var. Má reikna með að öskulagið hafi þakið alla sveitina, kæft gróður og valdið bændum miklum búsifjum.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðarhverfi 1958.

Byggðin í hverfunum í Grindavík virðist hafa verið í svipuðu formi frá 13. öld og allt til upphafs 20. aldar. Byggð í hverfunum virðist hafa svipað mjög hver til annarrar og ekkert hverfi virðist hafa verið á nokkurn hátt fyrir hinum. Þó hefur Staður haft nokkra sérstöðu. Þar var kirkjustaður og grafreitur Grindvíkinga og þar hafði verslun einnig þróast og því munu Grindvíkingar hafa átt tíðari erindi þangað en á aðra bæi í sveitinni.
Eftir Svarta dauða 1402 mun þungamiðja byggðar hafa færst nær sjónum og sjávarútvegur efldist. Grindavíkurhverfin munu þá hafa vaxið og byggðin aukist. Risu þar fjöldi verbúða.
Ekki er ljóst hvenær Grindavík varð verslunarstaður, en heimildir eru um aukna verslun þar á 15. öld og líklegt virðist að Skálholtsstóll hafi átt þar vörugeymslu- eða verslunarhús í lok aldarinnar.
Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, var tekin saman árið 1703, voru allar jarðir í Grindavík, aðrar en Húsatóftir, í eigu Skálholtsstóls og voru það framundir aldamótin 1800, er biskupsstóll var lagður niður í Skálholti og stólsjarðirnar seldar. Húsatóftir voru konungseign, en höfðu verið eign Viðeyjarklausturs fyrir siðaskipti.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðahverfi 1946.

Á 15. öld og fyrri hluta þeirrar 16. stunduðu Englendingar og Hansakaupmenn verslun í Grindavík. Ekki voru samskipti þeirra þó friðsamleg og kom til átaka milli þeirra með mannavígum.
Þegar einokunarverslun Dana var komið á 1602 var Grindavík meðal þeirra 20 hafna sem gert var ráð fyrir að siglt yrði til árlega. Leyfi sem Hansakaupmenn höfðu til verslunar var úr gildi fallið. Íslandsversluninni var skipt milli þriggja borga, Kaupmannahafnar, Málmeyjar og Helsingjaeyrar. Í hlut Kaupmannahafnar komu Grindavík, Keflavík, Hafnarfjörður, Dýrafjörður, Ísafjörður og Hofsós. Þrátt fyrir þetta héldu Þjóðverjar áfram að versla á Íslandi á fyrstu áratugum 17. aldar og oft komu skip þeirra til Grindavíkur á þessu tímabili. Ákvæði um árlega skipakomu á verslunarstaði voru oft hunsuð og einokunarverslunin var stopul framan af.
Á einokunartímanum risu ýmiss konar verslunarhús í Grindavík eins og öðrum verslunarstöðum, bæði úr timbri og torfi. Verslunarfélögin fluttu tilsniðin hús til landsins af nokkrum gerðum. Mörg voru gerð úr láréttum stokkum, önnur voru grindarhús, klædd lóðréttum borðum og um 1765 risu svokölluð bolhús á mörgum verslunarstaðanna. Fáein hús eru enn uppi standandi frá þessum tíma annars staðar á landinu. Flest eru þau í Neðstakaupstað á Ísafirði, en þar getur að líta hús af þeim þremur gerðum sé hér hafa verið nefndar.

Grindavík

Grindavík – seilað í Norðurvör.

miðja 18. öld var Grindavíkurhöfn talin ófær venjulegum hafskipum og beinar siglingar þangað höfðu fallið niður. Vörur sem ætlaðar voru Grindavíkurverslun voru fluttar að Básendum og þaðan voru þær fluttar á hestum og bátum til Grindavíkur. Grindavík varð eins konar úthöfn Básendaverslunar.
Við afnám einokunarverslunarinnar 1786 voru eignir hennar seldar og víðast bárust nokkur tilboð. Enginn sýndi þó verslunareignunum í Grindavík áhuga í fyrstu enda staðurinn ekki árennilegur til verslunarreksturs. Veturinn 1788 – 1789 keypti Árni Jónsson á Eyrarbakka þó verslunina í Grindavík, meðal annars fjögur hús í landi Húsaftófta. Verslunarrekstur hans gekk afar illa og lognaðist út af um 1796. Haustið 1802 var verslunarhúsið rifið og efni þess selt og árið 1806 höfðu öll verslunarhúsin verið seld og rifin. Verslun lá niðri í Grindavík fram undir lok aldarinnar. Um aldamótin 1900 sóttu Grindvíkingar verslun til Lefoliiverslunar á Eyrarbakka og Duusverslunar í Keflavík.

Saga Grindavíkur

Flagghúsið

Flagghúsið 1910 og Einarsbúð.

Einar G. Einarsson var fyrsti staðbundni kaupmaðurinn en hann hóf verslun í Grindavík árið 1897. Verslun hans dafnaði vel og að sama skapi dró úr umsvifum Eyrarbakka- og Keflavíkurverslana. Árið 1902 var stofnsettur þar löggildur verslunarstaður á ný en í þetta sinn var hann við Járngerðarstaðarvík. Árið 1932 tók til starfa önnur verslun á staðnum undir nafninu Gimli og upp úr 1940 hóf Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis starfsemi í Grindavík en Kaupfélag Suðurnesja tók svo við rekstrinum og varð stærsta verslunarfyrirtækið á staðnum.
Frá fyrstu tíð hefur sjósókn verið stunduð í Grindavík ásamt landbúnaði og héldust þeir búskaparhættir fram á miðja 20. öld. Vægi landbúnaðar var mikið á fyrstu öldum byggðarinnar  í svokölluðum landbýlahverfum. En þegar sjávarútvegur jókst á 14. öld byggðust svokölluð sæbýlahverfi í námunda við verstöðvar.
Á árunum 1840 og 1841 voru aðeins 7 aðalbýli í sókninni og 13 hjáleigur. Aðalbýlin voru þessi, talin vestan frá, Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir, Hóp, Þórkötlustaðir, Hraun og Ísólfsskáli.
Byggð í Staðarhverfi var nokkuð stöðug á árunum 1801 – 1920 en lagðist svo alveg af fljótlega eftir 1920. Byggð í Þórkötlustaðahverfi og Járngerðarstaðahverfi var nokkuð jöfn fram til ársins 1910. Fólksfjöldi var svipaður en á fyrri hluta 20. aldarinnar dró þó nokkuð í sundur með hverfunum. Að lokum var svo komið að Þórkötlustaðahverfi var orðið nokkurs konar úthverfi við hlið meginbyggðarinnar.
Síðari heimsstyrjöld hafði mikil áhrif á byggðaþróun Grindavíkur. Fyrstu áhrif styrjaldarinnar voru að stórir markaðir lokuðust tímabundið árið 1939 en síðla sama árs tóku Bretar við nær allri vöru sem sett var á markað. Vinna tengd hersetuliðinu dró fólk frá fiskvinnslu svo tímabundin fækkun varð í Grindavík.

Fiskveiðar og útgerð

Grindavík

Grindavík 1963.

Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa löngum verið aðaluppistaðan í atvinnu og lífsbjörg í Grindavík.
Frá því Grindavík byggðist og fram á miðja 19. öld var ein og sama veiðiaðferð notuð, handfæri. Oftast var stutt róið, öldum saman á sömu miðin, út á víkurnar eða stutt út fyrir þær.
Fyrstu grindvísku bátarnir hafa sjálfsagt verið mjög litlir. Jafnvel aðeins fyrir tvo til fjóra. Skipin hafa verið smátt og smátt að stækka og talið er að um miðbik 14. aldar hafi tólfæringar verið mjög algengir í Grindavík. Strax á 15. öld sóttust erlendir menn mjög eftir fiski í Grindavík og lögðu útvegsmenn mikið kapp á að auka útgerð sína. Bændur í öðrum landshlutum sendu vinnumenn sína á vertíð í verið á Suður- og Vesturlandi, og hafa þá verið settar upp einhvers konar verbúðir. Um miðja 19. öld var fyrst komið með lóð (línu) til Grindavíkur. Línan var stutt í byrjun og stutt á milli öngla, um 100 önglar á streng og 5-6 strengir með áttæringum, en þær smálengdust, ár frá ári en í upphafi var ávallt beitt á sjó. Þessi aðferð tíðkaðist fram um síðustu aldamót. Þá er byrjað að nota net og um svipað leyti er hætt að beita línur á sjó.

Grindavík

Grindavík – fyrsta bryggjan í Járngerðarstaðahverfi.

Árið 1924 hófst vélvæðing báta í Grindavík, nokkru seinna en annars staðar á landinu. Ástæða þess er líklega léleg hafnaraðstaða fyrir stærri báta miðað við önnur vogskornari landsvæði.
Árið 1928 voru allir bátar sem gerðir voru út frá Grindavík orðnir vélbátar en þá þurfti enn að setja bátana á land eftir hvern róður, það var ekki fyrr en á 20. öld sem menn byrjuðu að nota spil til þess að draga báta á land. Fyrsta bryggjan í Grindvík var byggð í Járngerðarstaðahverfi, önnur var svo byggð í Þórkötlustaðahverfi árið 1930 og 1933 var bryggja byggð í Staðarhverfi.
Árið 1939 var Ósinn grafinn og er með ólíkindum að það hafi tekist þar sem allt var grafið með handverkfærum. Dýpkun hafnarinnar árið 1949 markaði svo enn á ný tímamót í uppbyggingu staðarins. Í framhaldinu urðu miklar breytingar á atvinnuháttum þegar fyrirtæki um fiskvinnslu og útgerð voru stofnuð og voru hafnarframkvæmdir miklar á næstu árum og áratugum.

Landbúnaður

Grindavík

Grindavík 1925.

Eitt einkenni elsta hluta bæjarins er að húsin standa frekar strjált og eru túnskákir víða á milli en þetta helgast af því að svokallaður tómthúsbúskapur, sjósókn ásamt landbúnaði, tíðkaðist í Grindvík fram undir miðja 20. öld. Vægi landbúnaðar var mikið á fyrstu öldum byggðarinnar en hann hefur þó alla tíð verið erfiður í Grindavík, eldsumbrot með hraunrennsli og öskulagi hafa skert gróður og valdið búsifjum. Til að fóðra búpeninginn hafa bændur því þurft að grípa til fleiri ráða en heyskapar, einkum seljabúskapar á sumrin og fjörubeit og söfnun hríss og lyngs til að drýgja hey fyrir kýr. Sel eru þekkt víða í Grindavík og eru sum þeirra ævaforn.
Núlifandi Grindvíkingar (fæddir upp úr 1940) muna enn vel eftir því að á hverju heimili voru hænur og kindur og sums staðar einnig kýr, en þeir sem héldu kýr seldu oft nágrönnum sínum hluta af mjólkinni. Heimilisfeðurnir voru flestir sjómenn. Enn í dag er fjárbúskapur í Grindavík þó það sé í mjög litlu mæli og eingöngu stundaður af tómstundabændum.

Járngerðarstaðahverfi

Grindavík

Grindavíkurkirkja – málverk eftir G. Scheving.

Járngerðarstaðir voru vettvangur Grindavíkurstríðsins 1532 og Tyrkjaránsins 1627 og vex þar blóðþyrnir er heiðið og kristið blóð blandaðist.
Árið 1703 voru „öngvar engjar“ á Hópi. „Flæðihætt er fyrir sauð, og líka brýtur sjófargángur túnið, og er hætt við enn meira landbroti.“ Bærinn varð snemma eign Skálholtsstaðar, líkt og flestir útvegsbæir á suðurströnd Reykjanesskagans.
Um Járngerðarstaði 1840 segir í Landnámi Ingólfs III6 „eigi fagurt á Járngerðarstöðum, því þó þar ei sé ýkja illa húsað, þá stendur bærinn og allt hverfi þetta nema Krosshús niður í dæld eða dalverpi, og er þaðan hvergi víðsýnt. Þýfð hafa tún verið á Járngerðarstöðum, en eru mikið sléttuð í seinni tíð af bóndanum Þórði sál. Einarssyni og þar núverandi bónda sr. Einari Jónssyni. Hafa og nokkrir hjáleigubændurnir í seinni tíð þessa jarðarbót eftir þeim upp tekið. Bæði í túninu og utanhúss eru djúpar vatnsgjár, í hverjar sjór fellur að í og út; í sumum þeirra er oft veiddur áll, og mætti þó mikið meira veiða, ef atorka og rækt við höfð. Það hafa Járngerðarstaðir til landkosta fram yfir Stað og Húsatóptir og meiri en nokkurt annað býli í þessari sókn, að fyrst er þar nóg vatn í gjám þessum handa fénaðinum, og svo í öðrum smá stöðutjörnum, eins líka þar er grasgefnast utantúns, þó eigi megi hagar heita. Mætti þó halda þar fáum skepnum heima á sumardag, hvað ekki má heita mögulegt á Stað og Húsatóptum.“

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.

Árið 1847 voru Járngerðarstaðir eign Skálholtsstaðar líkt og flestir betri útvegsbæir á suðurströnd Reykjanesskagans. „Selstöðu hefur jörðin og brúkar þar sem heitir Baðsvellir.
Hjáleigur eru; Vallarhús, Lambús, Kvíhús, Hrafnshús, Akurhús, Gjáhús, Krosshús, Garðhús og Hlaðhús. Búðir til forna voru; Gullekra (tómthús), Krubba (tómthús) og Litlu-Gjáhús, skv. Jarðabók Árna Magnússonar 1703. Þá var „heimræði árið um kring og lending í betra lagi. Engvar öngvar. Jörðin nær frá sjó upp til fjalls eins og önnur býli hér.“
Elsta úttekt bæjarins er af Vesturbænum frá 1882. Þar voru þá baðstofa, göng, bæjardyr, skáli, eldahús, búr í norðurenda baðstofu, fjós með 3 básum, hesthús fyrir 3 hesta, heyhús, smiðja, sjómannabúð, fiskhjallur, húsagarður með bæjarrönd, túngarður 160 fðm, traðargarður 85 fðm og kálgarður. Fyrir sumu þessu mótar fyrir enn í dag.

Grindavík

Grindavík – gamli skólinn.

Þróun byggðarinnar í Járngerðarstaðahverfi hefur einkennst mjög af atvinnuháttum og landfræðilegum aðstæðum. Árið 1925 gerði mikið sjávarfljóð í Grindavík er eyðilagði mörg hús og skemmdi stórkostlega uppsátrið í annarri vörinni og eyðilagði hina að mestu.

Fram til þess tíma bjuggu margir í torfhúsum sem skemmdust í flóðinu. Mikið af húsum í gamla bænum er byggður á næstu árunum eftir flóðin, 1925-1930. Í Landnámi Ingólfs segir um 1840 „á bæ þessum bagar vatnsleysi til neyslu.“ En vatn hefur væntanlega ávallt verið verðmæti í Grindavík enda hraunið gljúpt og regnvatn rennur fljótt niður og saltur sjór gengur undir skagann og brim yfir hann og ofanvatn því oft heldur salt. Enda var í Grindavík lengi steypt vatnsþró við hvert hús þar sem regnvatni var safnað. Eftir að vatnsveita kom í bæinn var þessum þróm iðulega breytt í salernisaðstöðu.

Grindavík

Grindavík – Einarsbúð t.h.

Breyttir atvinnuhættir, eftir 1950 þegar útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki eru stofnuð, hafa haft áhrif á heimilishald í Grindavík en smám saman lagðist búfjárhald af á heimilum og útihús grotnuðu því niður eða voru tekin til annarra nota.

Niðurstaða
Í Landnámu er sagt að Molda-Gnúpur Hrólfsson hafi numið Grindavík ásamt sonum sínum. Elsta ritaða heimild sem minnist á Járngerðarstaði sjálfa er Wilkinsmáldagi frá 1397. Annars eru heimildir um jörðina fyrir 1700 af mjög skornum skammti.

Heimild:
-Fornleifaskráning, Járngerðarstaðir í Grindavík og hjáleigur. Þjóðminjasafn 2001.
-Húsakönnun, Gamli bærinn í Grindavík – janúar 2015.

Járngerðarstaðahverfi

Járngerðarstaðahverfi – húsakort.

Staðarhverfi

Árið 199 var gerð rannsóknar skýrsla um „Fornleifar Staðarhverfi“. Hér er getið um sumt það, sem fram kemur í skýrslunni um gömlu bæina og merkar minjar.

Staður

Staður

Staður.

Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið.
Elsta heimild sem varðveist hefur um húsakost á Stað, er „Reikningur kirkjunnar og Staðarins í Grindavík“, sem gerður var eftir andlát síra Gísla Bjarnasonar árið 1657. Þar var bæjarhúsum lýst allnákvæmlega þó að innbyrðis afstaða þeirra sé ekki skýr. (jþþ,101-3).
Torfbær var á staðnum fram til 1938 er Jón Helgason ábúandi á Stað byggði steinhús ásamt stórri viðbyggingu. Grunnur og tröppur steinhússins sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð.
Skv. munnlegri heimild (Ólafur Gamalíelson, uppalinn á Stað) stóð síðasti torfbærinn við NV horn núverandi kirkjugarðs. Tóftirnar eftir torfbæinn voru sléttaðar út fyrir nokkrum árum en traðirnar eru enn greinilegar norðan við kirkjugarðinn.
„Bærinn á Stað stóð eina 4-500 metra upp (norðvestur) frá sjó og var túnið að mestu sjávarmegin við hann… – Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið.“ (Örn.).

Kirkjustaður. 37,3 hdr. 1847. Skálholtskirkjujörð. 1657 voru 7 hjáleigur: Krókshjáleiga, Beinróa og Brykrukka, Hús Ólafs Sighvatssonar, Hús Daða Símonarsonar, Vestur-Hjáleiga og ein ónafngreind auk einnar ónafngreindrar í eyði. Saga Grindavíkur I, 104. 1703 voru Sjávarhús, Krókur og Beinróf  hjáleigur, Bergskot 1803. Staður var prestsetur til 1928 en fór í eyði 1964 og þar með Staðarhverfi. Ö-Staður, 4; GB, 49-50. “Til forna átti Staður rétt til vatnssóknar í Baðstofu í Húsatóftalandi. Til endurgjalds áttu Húsatóftir þangfjörutak á Stað.» GB, 39. Á tuttugustu öld byggðust eftirfarandi tómthús í landi Staðar: Merki, Lönd, og Melstaður.

Staður

Staður fyrrum.

c. 1200: Staður í Grindavík (G) -Maríu, Jóni post, Stefáni, Ólafi, Blasíu, Þorláki, Katrínu. Kirknaskrá Páls, DI XII, 9.
1367: lxx. Kirkia ad stad j grindavijk er vijd med gude sælle mariu Jone postula. þad ber allt samann vid wilchinzbok. bæde vm reka og annad. vtann hier stendr suo. Kirkia a reka fra Biargsenda og til gardzenda er geingur fyrir vestann arfadalinn. Jtem stendur hier suo. skalhollttzstadr a helming j hualreka ollum vid stad j grindavijk ef meira er en iiij vætter. millum Rangagiogurs og valagnupa annad ber samann. vtann vilchinzbok helldur nockut meira. Hítardalsbók, DI III, 221-222.

Staður

Staður 1960.

1397: a halftt heimaland oc halftt annad mælisland ad Hvsatopttum og mork vadmäla af Jarngierdarstodum. alldri skal minna gialldast þott sa hafi eingi fie er þar byr. giallda skal oc alla kirkiutiund þott hann giori meiri oc aller heimamenn. Þadann skal oc eigi giallda legkaup vnder heimamenn. gialldi þo presti legsaungskaup. [+á grasnautnar hvalreka, reka og viðreka] Þar skal vera heimilisprestur. sa er kirkiu vardveiter. skal abyrgiast hana ad aullu oc allt kirkiufie Kirkia ä Skogfell. giallda skal til Skalholltz vjc skreidar hvert är oc flytia til Hialla. Hun a fiordung j Lonlandi. og skal sa hafa leigu af þeim sem kirkiu vardveiter slijka sem settist vid þann er þar byr. Skalhollt a helming j hvalreka ollum vid stad j Grindavik ef meire er enn iiij vætter millum Rangagiogurs oc Valagnvpa. Þar eiga fleiri j. enn þad verdur attungur skipttingarhvals er hlytst j þessu takmarke j Skalhollti. og þvi eiga Staderner fiordung vr aullum hval. vmm framm aa kirkian or Grindavijk settung vr Hvsatoptta hlut aukist ij kyr oc iij ær. ij hvs. iij hundrad. Jtem gefist sidan sira Ormur tok med einn hestr. portio vm iij ar xvij aurar; Máldagi Staðrkirkju, DI IV,
101-102.

Staður

Staður – uppdráttur ÓSÁ.

1477: Grindavijk. Kirkian ad stad j grinndavijk er vijgd med gude oc sælle gudz modur märie. jone postula. stephano. olauo. Blacio biskupe. Thorlacho Biskupe oc heilagre katrijnu meyiu fiorum nottum eptir allra heilagra messo. hun a allt heima lannd oc halft annars mælis lannd ad husatoptum oc mork vadmala. af jarngerdartodum. aldreij skal minna gialldst þott sä hafi einngin fee sem þar byr. giallda skal oc alla kirkiutijunnd þott hann giore meire oc allir heimamenn. þadan skal oc ej giallda lægkaup vnndir heimamenn. giallde þo preste legsaungskaup. hun ä ä grasnautnnar hualreka fiorar vættir oc settunng vr þeim hluta er husatoptum fylgir. enn sa hualreke er frä valagnupum til biarnnargiär. enn ef hualur er meire enn iiij vætter þa skal skipt j helmijnnga oc skal hafa stadur j grinndavijk oc jarngerdarstader oc husatoptir helmijnng. þar skal vera heimilisprestur sa er kirkiu vardveitir [oc] skal abyrgiast hana oc allt kirkiufee.kirkia a reka fra gardzbiargz ennda oc til gardz ennda er geingur fyrir vestann arfuadale. hälfur vidreke j mille biarnnargiär oc marks ä arfadalznese. halfur vidreke ä oddbiarnnarkelldu. kirkia a skogfell. hun a iiij kyr. xij ær. iiij saude veturgamla. nockrer hluter jnnann gätta feelitlir et cetera giallda skal til skalhollts .vj. hunndrud skreidar huert är oc flytia til hialla. hun a fiordung j lonalannde oc skal sa hafa leigu af þeim sem kirkiu vardveitir slijka sem hann sættist a vid þann er þar byr. skalhollt a helmijnng I hualreka ollum vid stad j grinndavijk. ef meire er enn iiij vætter millum rangagiogurs [oc valagnupa]. Máldagi Staðarkirkju, DI VI, 125-26. [Þjsks Bps A II, 1, bl. 122a-b].

Staður

Staður. Kirkjan stóð á hólnum nær.

1491-1518: Stadar maldagi j grindavik. Kirkian aa stad j grindavik er vigd med gude: sælli marie og johanne postula. steffano. olafe konge. blasio biskupi. thorlake biskupe. heilagre mey katrine: iiij nottvm eptir allra heilagra messo. hun aa allt heimaland: og hvn aa allt halft annad mælisland at husaþottum. og mork vadmala ath jarngerdarstodvm. alldri skal minna gialldazt þott sa hafi eigi fie er þar byr: giallda skal og alla kirkiv tivnd þott hann giore meire og allir heimamenn. þadan skal og giallda legkaup undir heimamenn. giallda þo presti liksaungskaup. hvn aa grasnautnar hvalreka iiij vættir og siettung vr þeim hlvta er hvsaþottvm fylgir. en sa hvalreki er fra valagnvpvm og til biarnargiar. ef hvalvr er meire en iiij vættir: þa skal skipta j helminga: og skal hafa grindavik og jarngerdarstodvm og hvsaþottir helming. þar skal vera heimilisprestur sa er kirkiu vardveitir: skal hann äbyrgiazt hana at ollv og alltt kirkiv fie: kirkia aa reka firir biarksenda og til gardsenda er gengvr firir vestan arfadali: halfur vidreki aa millvm biarnargiar og markz aa arfadalsnesi. halfur vidreki a oddbiarnarkielldu. kirkia a skogfell: hvn a vj kyr og hesta ij: vj c j busbuhlutum: med skipi: hvn a fiordvng j lonalandi og skal hafa af þeim sem kirkiv vardveitir sliktt sem hann verdvr vid þann asattvr er þar byr.skalholtz stadvr aa hellming j hvalreka ollvm vid stad j grindavik ef meire er enn iiij vættir aa millvm rangagiogvrs og valagnvpa þar eigv flerie j: En þad verdur attungur skiptingar hvals. er hlytzt j þessv takmarki j skallhollt. og þvi eiga
staderner fiordung vr ollvm hval. og vm fram kirkian j grindavik siettung vr hvsaþotta hlvta. Máldagi Staðarkirkju, DI VII, 48-49 [AM 238 4to, bl. 28 (Bessastaðabók skr. c. 1570); JS 143 4to, bl. 19-20, 149-50 skr. 1696 – þessi máld er samstofna Vilchin og sennilega eldri útg. ef eitthvað er – stofninn án efa frá 13. öld sbr. ábyrgðarákv og orðalag eins og ‘búsbúhlutir’].
1553-54: Máldagi Staðarkirkju, DI XII, 663-664.
1575: Máldagi Staðarkirkju, DI XV, 640.
16.2.1907: Selvogsþing lögð niður og Krýsuvíkursókn lögð til Staðar í Grindavík. PP, 95 [lög].

Staður

Staður. Síðasta íbúðarhúsið – byggt um 1930.

16.11.1907: Kirkjuvogssókn lögð til Staðar. PP, 12 [lög].
1909: Staðarkirkja flutt í Járngerðarstaðahverfi. PP, 102.
29.10.1929: Krýsuvíkurkirkja lögð niður og sóknin lögð til Grindavíkurkirkju. PP, 95 [stjórnarráðsbréf].
1840: Á Stað eru mikið slétt og í gróanda yfrið fögur tún; eru þau undirorpin afarmiklu sandfoki af öllum vindum frá útnorðri til landsuðurs, við hvað þau árlega skemmast og til þurrðar ganga. Við aldamótin voru af þeim vel fóðraðar 4 kýr, en nú á dögum gefa þau ekki af sér fóður fyrir 1 kú, þó vel í ári láti, og verður því að afla þess, á vantar, kjarna úr fjöru og lyngi úr heiði. Af sjóar ágangi er túninu líka mikill skaði búinn af sunnanveðrum og brimi. Bera þau enn að sönnu menjar eftir mikla flóðið 1798, og munu þó aðrar enn yngri vera. … Fáir eru kostir við jörð þessa, nema ef telja skal trjáreka, að hverjum eru þó mikil áraskipti, og allgóða fjárgöngu á vetrardag í fjörunni. En þess fleiri mætti telja hennar ókosti, t.d. í áföllum af feykilegu sandfoki, sem og líka sjóargangi í stórflóðum. Aldeilis engin hagabiet á sumardag, hvorki fyrir sauðfé, kýr né hesta, hverjir við minnstu brúkun horast niður af hagaleysi, en búsmali allur þá í sel rekinn, að eigi tapist hér heima né verði mönnum ónýtur fyrir fóðurleysi eða gangi á túnum manna. Vatnsskortur er hér líka mikill, og eigi vatn að fá handa fénaði nema út undir Staðarbergi í gjá, sem fellur að og út í …” sóknarlýsing, Landnám Ingólfs III, 134.
21.1.1925: “gekk sjórinn langt upp á Staðartún, flæddi næstum upp að kirkjugarði, braut stórt skarð í malarkambinn og gróf sig þar niður í mold “svo túnið er nú með öllu varnarlaust fyrir hverju venjulegu stórstraumsflóði.” “ GB, 49.

Hrafnkelsstaðaberg (bústaður)

Rafnkelsstaðaberg

Gatklettur í [H]Rafnkelsstaðabergi.

Vestan við Háleyjarbungu er smálægð. Framan við hana er Krossvíkin en utar tekur við Krossvíkurberg, sem einnig er nefnt Hrafnkelsstaðaberg. Þykir það nafn benda til þess að þarna hafi verið bær meðan Staður var í „miðri sveit“. (GB,30; Örn.)

Beinrófa/Beinróa (hjáleiga)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjáleigur eru: … Beinrófa… Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok“ (GB,40). Þeirrar hjáleigu er hvergi getið í eldri heimildum
svo vitað sé nema hjá Árna Magnússyni. (GB,57) og ekki er vitað hvar hún á að hafa staðið.

Blómsturvellir (hjáleiga)
Skammt austur af kirkjugarðinum var bakki, allstór, nefndur Blómsturvöllur. Hann var fast austan við túnið. Húsatóftir voru austast á Blómsturvelli. Hafa þær líklega verið af samnefndu býli – en þess getur Geir Bachmann svo í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41: „Blómsturvellir, austan til í túninu, af sandi eyðilagðir síðan 1800, og sést þar nú lítt til rústanna.“ (Landnám Ingólfs III, bls. 134).
Blómsturvellir eru taldir í byggð í úttektargerð árið 1774 (GB,57).
„Nú hefur verið sléttað úr Blómsturvelli og er þar nú bílastæði við kirkjugarðinn og tóftirnar alveg horfnar. Þá nær nýi kirkjugarðurinn aðeins út á Blómsturvöll.“ (Örn.).

Hús Daða Símonssonar (hjáleiga)
„… þetta vor [1657] voru sjö hjáleigur byggðar í landi Staðar… tvær voru kenndar við ábúendur sína, … og Hús Daða Símonssonar… Enginn veit nú, hvar … bæir þeirra Ólafs og Daða stóðu, en
hugsanlegt er, að … þeir… hafi verið hjáleigurnar, sem síðar voru nefndar Blómsturvellir og Stóragerði.“ (JÞÞ,104).

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Hús Ólafs Sighvatssonar (hjáleiga)
„… þetta vor [1657] voru sjö hjáleigur byggðar í landi Staðar… tvær voru kenndar við ábúendur sína, Hús Ólafs Sighvatssonar…Einna myndarlegastur virðist bær Ólafs Sighvatssonar hafa verið …
Enginn veit nú, hvar … bæir þeirra Ólafs og Daða stóðu, en hugsanlegt er, að … þeir… hafi verið hjáleigurnar, sem síðar voru nefndar Blómsturvellir og Stóragerði.“ (JÞÞ,104).

Krókur (hjáleiga)

Staður

Staður-loftmynd 1954.

„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: … Krókur… Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok“ (GB,40).
Krókur stóð vestur við Móakot. Hann var í byggð 1703 en sr. Geir Bachmann segir í sóknarlýsingu sinni frá 1840, að um hann sjáist lítil merki, en að hann hafi staðið „í túninu sem nú er ræktað milli
Móakots og Staðar“. (Örn.;GB,57).

Krubba/Krukka/Brykrukka (hjáleiga)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: … Krukka … Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok.“ (GB,40).
„Krubbhóll er fast sunnan við Dægradvöl. Sagt er, að á honum hafi fyrir löngu staðið hjáleigan Krubba og dragi hann nafn sitt af heinni. Er þar líklega um að ræða sömu hjáleiguna og séra Geir
Bachmann nefnir Krukku í sóknarlýsingu sinni: Krukka veit ég ei, hvenær var í lögð í eyði, en þar er nú lambhús.“ (Örn.).
Enn heitir Krukkuhóll rétt neðan við brunninn í Staðartúni. (GB, 57).

Kvíadalur (hjáleiga)

Staðarhverfi

Kvíadalur.

Sr. Geir Bachmann telur í sóknarlýsingu sinni frá 1840 upp hjáleigur staðarins: „c. Kvíadalur, kvígilda- og húslaust, tómthús. Landskuld 1 vætt.“ (GB,40).
Kvíadalur hefur verið lagður undir staðinn þegar úttekt var gerð 1928. Skammt suður af Hundadal er Brunndalur, slétt flöt neðst í túni. Liggur hann frá austri til vesturs næst sjávarkambinum.
Hjáleigan Kvíadalur var suðaustast í Brunndal, niður við kamp. Sjást rústir hans vel ennþá er örnefnaskrá fyrir Stað er gerð 1977. (GB,34,40,50; Örn.).
„Neðst í Staðartúni, rétt ofan við kampinn, þar sem hafrótið hefur hlaðið sínum mörgu sæbörðu hnullungum í myndarlega hrönn, þarna austarlega fyrir miðri Staðarbótinni – þar standa
enn lágar grasi grónar tóftir hjáleigunnar Kvíadals … Í manntali 1822 er Kvíadals ekki getið, svo að þá mun þar ekki hafa verið byggð. En fólk hefur verið þar löngu fyrr, því að í þessu sama
manntali eru tveir menn fæddir í Kvíadal annar 1767 hinn 1786. Í manntali 1829 eru talin þar til húsa Hálfdán Jónsson 32 ára og Gróa Gísladóttir kona hans ári yngri. [Engin byggð í Kvíadal
1833-1845. Síðustu ábúendur voru Eyjólfur Oddsson og Vilborg Ólafsdóttir] … Skammt varð á milli gömlu hjónanna í Kvíadal. Vilborg dó 30. maí 1918 en Eyjólfur ári síðar 22. maí 1919.
Síðan hefur Kvíadalur legið undir Stað en gróin tóftarbrotin niðri við sjávarkambinn minna okkur enn í dag á hið hógværa mannlíf í smábýlinu í túnfætinum á prestssetrinu.“ (GB, 66-67).

Litlagerði (hjáleiga)

Staðarhverfi

„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: … Litlagerði … Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok.“ (GB,40).
„Litlagerði var u.þ.b. 70-100 m í vestur frá Staðargerði, þar í túnjaðrinum.“ (Örn.).
„Frammi á Gerðistöngum vestanverðum spölkorn vestan við rústirnar af Stóragerði sér enn móta fyrir undirstöðum húsanna í Litlagerði innan um sæbarða hnullunga, sem brimið hefur
skilið þar eftir í síðasta flóði. Ótrúlega nærri sjónum hefur bærinn staðið. Rétt framan við bæjarþilin hefur brimhvítt löðrið úðazt yfir svartar fjöruklappirnar. Áður fyrr var Litlagerði þó í enn
nánara sambýli við hafið, því að svo segir sr. Geir Bachmann í sóknarlýsingu sinni 1840: „Þar sem Litlagerðishúsin stóðu er nú hár og stórgrýttur malarkambur“. Það virðist vera upphaf byggðar
í Litlagerði innan þess tímaramma, sem hér er miðað við, að þangað kemur vorið 1851 Halldór nokkur Bjarnason austan af Skeiðum. (GB,72).
Lagðist í eyði 1914. (GB,73).

Staðarhverfi

Staðarhverfi og konungsverslunin – uppdráttur ÓSÁ.

Melstaður (hjáleiga)
„Melstaður nefnist nýbýli frá Stað. Húsið er um 5-600 m norðaustur frá Stað, sunnan undir svonefndun Hvirflum. Húsið var byggt 1936, en skemmdist mjög í eldi árið 1950 og lagðist þá af föst búseta á Melstað.“ (Örn.).

Móakot (hjáleiga)

Staðarhverfi

Móakot.

Sr. Geir Bachmann telur í sóknarlýsingu sinni frá 1840 upp hjáleigur staðarins: „a. Móakot, kvígilda og húsalaust, þó fylgir grasnyt. Landskuld 2 vættir.“ (GB,40).
„Móakot var u.þ.b. 150-200 m austan við Stað. Garður var milli túnanna. Nú er hann horfinn og túnin sameinuð.“ (Örn.).
„Móakot var í byggð fram á öld steinsteypunnar og ber þess augljós merki enn í dag, þar sem stæðilegt hús ber sig vel og reisulega, þótt það hafi staðið að mestu autt og yfirgefið í þrjá áratugi.
Það stendur hátt á barðinu vestast í Staðartúni… Bærinn stendur uppi fyrir miðri Staðarbótinni, víkinni, sem liggur opin til hafs milli Staðarmalar og Gerðistanga…“ (GB,57-58).
Elsta byggð sem minnst er á í bók Gísla er frá 1822, byggð lauk 1945.

Nýibær (hjáleiga)

Staðarhverfi

Staðarhverfi – loftmynd 1954.

„Nýibær var utan við Bringinn, nálægt 100 m norður af Bergskoti.“ (Örn.).
Búseta í Nýjabæ hófst vorið 1889 og lýkur 1910 er heimilisfólkið flutti til Reykjavíkur. Nú sjást engin merki um þennan bæ, en hann mun hafa staðið rétt norðan við Staðartúnið þar sem þjóðvegurinn
liggur nú út á Reykjanes. (GB,76-77).

Sjávarhús (hjáleiga)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: …Sjávarhús. Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok.“ (GB,40).
Hjáleigan Sjávarhús stóð líklega á Staðarklöpp austur hjá Staðarvör. Skv. lýsingu sr. Geirs Bachmann hvarf hún í Básendaflóðinu 1799. (GB,25,26; Örn.).
Þau stóðu austur hjá Staðarvör en eyðilögðust í Básendaflóðinu 1799. (GB,56).

Stóragerði/Staðargerði (hjáleiga)

Staðarhverfi

Stóra-Gerði.

„Staðargerði eða Stóragerði stóð niður á svonefndum Gerðistöngum , u.þ.b. 250 m suður frá Löndum. Venjulega var það bara nefnt Gerði.“ (Örn.).
Sr. Geir Bachmann telur í sóknarlýsingu sinni frá 1840 upp hjáleigur staðarins: „b. Stóragerði, kvígildislaust, baðstofa og eldhús, samt grasnyt fylgir. Landskuld 2 vættir.“ (GB,40)
„Nesið milli Staðarbótar og Arfadalsvíkur heitir Gerðistangar… Nes þetta dregur nafn af bænum sem á því stóð og var kallað Stóra-Gerði. Trúlegt er að upphaflega hafi bærinn heitið Staðargerði,
enda kemur það nafn oft fyrir í manntalsbókum og víðar. Fyrst hefur verið girt þarna hólf utan við Staðartúnið, notað fyrir nátthaga eða því um líkt. Síðan er byggður þar bær – Staðargerði. –
Löngu síðar annar bær – Litla-Gerði. Þá fær fyrra býlið nafnið Stóra-Gerði. Enn sjást bæjarrústir Stóragerðis vel og bera glöggan vott um hýbýli þar og húsaskipan enda er ekki nema um hálf
öld síðan það fór í eyði … Heim að þessum fornu, grænu rústum liggja fagurlega hlaðnar traðir í mjúkum boga. Fram af bænum hefur verið traustlega hlaðinn kálgarður. Á bæjartóftunum
sést að þetta hefur verið reisulegur bær og rúmgóður. Steinlímdir kambar baðstofunnar standa að nokkru leyti enn … Árið 1786 bjó í Stóragerði Þorgeir nokkur Halldórsson, ekkjumaður með 5 menn í heimili. Þá var vel búið í Stóragerði, því að Þorgeir var hæsti framteljandi í Staðarhverfi – 4 hundruð.“ (GB,68-9).
Stóragerði er í „löglegri byggingu“ þegar úttekt var gerð 1928. (GB,50).

Stóra-gerði

Stóra-Gerði. Uppdráttur ÓSÁ.

„Hjáleiga frá Stað. Getið er um mann fæddan í Stóragerði 1745 en búskapar þar er fyrst getið 1786 og var búið þar til 1919.“ Ekki er ljóst hvaðan þessar heimildir eru komnar en líklegast er að þær komi frá heimildamönnum er rætt var við árið 2002.
1840: “Stóragerði, í landsuður frá Stað, fram á Gerðistöngum.” SSGK, 134. Þar segir jafnframt að Litlagerði hét hjáleiga sem braut í Básendaveðrinu 1799 en 1851 er aftur byggð hjáleiga með því nafni og var þar búið til 1914.
„Stóragerði var í „landsuður frá Stað, fram á Gerðistöngum.“ Hefur þess verið getið til, að nafn hjáleigunnar hafi upphaflega verið Staðargerði, en síðan breytt í Stóragerði, er hjáleigan Litlagerði var byggð lítið eitt vestan á töngunum. […] Bærinn byggðist ekki aftur […], og var því sögu hjáleigunnar lokið um fardaga árið 1918.“ Saga Grindavíkur 1800-1974, 41-42.
„Enginn veit nú, hvar Beinróa eða bæir þeirra Ólafs og Daða stóðu, en hugsanlegt er, að tveir þeir síðarnefndu hafi verið hjáleigurnar, sem síðar voru nefndar Blómsturvellir og Stóragerði.“ Saga
Grindavíkur 1800-1974, 104.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði – uppdráttur.

“Enn sjást bæjarrústir Stóragerðis vel og bera glöggan vott um híbýli þar og húsaskipan […] Heim að þessum fornu, grónu rústum liggja fagurlega hlaðnar traðir [sjá 009] í mjúkum boga. Fram af bænum hefur verið traustlega hlaðinn kálgarður . Á bæjartóftunum sést að þetta hefur verið reisulegur bær og rúmgóður. Steinlímdir kampar baðstofunnar standa að nokkru leyti enn og bera þögult en greinilegt vitni um mannlíf fortíðarinnar á þessum bæ […].” segir í Staðhverfingabók eftir Gísla Brynjólfsson.
“Staðargerði eða Stóragerði stóð niður á svonefndum Gerðistöngum, u.þ.b. 250 m suður frá Löndum. Venjulega var það bara nefnt Gerði,” segir í örnefnalýsingu. Á heimasíðu Ferlis segir:
„Stóra-Gerði er dæmi um grindvískan bæ í Staðarhverfi. Vel má enn sjá húsaskipan, fallega heimtröðina, brunninn og garðana í kring.“ Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918, því sem næst í miðju túninu. Þá eru níu hús á bæjarhólnum auk þriggja annarra útihúsa í túninu. Tóftir Stóragerðis eru enn varðveittar um 550 m suðaustur af Stað GK-028:001, yst á Gerðistöngum. Heimatúnið er óraskað og ekki hafa orðið miklar breytingar þarna nema af völdum sjávar og gerð sjóvarnargarðs á svæðinu seint á síðustu öld.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði – uppdráttur.

Norðan við bæinn eru gróin tún inn til landsins en skammt sunnan hans tekur við stórgrýttur sjávarkampur. Bæjarhóllinn er 30 x 20 m að stærð og snýr norður-suður. Tóftir síðasta bæjarins ná yfir stærstan hluta hólsins og ekki eru greinileg ummerki um uppsöfnuð mannvistarlög undir honum. Þau sjást þó á smá kafla norðaustan við bæinn, þar sést bæjarhóllinn og er um 0,3 m á hæð og gróinn. Bæjartóftin er 27 x 17 m að stærð, snýr norður – suður og skiptist í níu hólf/hús auk gangs. Op eru fjögur til vesturs (hólf 1-5) og þar voru stafnar bæjarins. Eins og segir hér ofar þá stendur einn dyrakarmurinn ennþá uppi (sjá hólf 3), þar var baðstofan. Tvö hólf eru opin til austurs (hólf 6-7) og eitt til suðurs (hólf 8). Hólf 9 er norðarlega inni í tóftinni, austan við hólf 4-5.

Hleðsluhæð í hólfunum er mest um 1,3 m og umför grjóts allt að átta. Veggirnir eru grjóthlaðnir og víða er tekið að hrynja úr þeim. Þetta eru engu að síður heillegar minjar og mjög sjónrænar. Hér neðar er nákvæmari lýsing á hólfunum. Hólf 1 er syðst og er raskað til suðurs. Það er 4,1 x 2 m að innanmáli en helmingur þess er horfinn, það sést á túnakorti frá 1918. Stafnar þess snéru til vesturs. Hólf 2 er norðan við hólf 1. Það er 6,1 x 5 m að innanmáli og snýr norður-suður. Hólfið er opið til vesturs, þar var þil. Á túnakorti frá 1918 sést að þarna voru fleiri hólf en þau eru horfin.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Hólf 3 er norðan við hólf 2 og var baðstofa. Steinlímdir karmar bæjardyranna standa enn að hluta. Hólfið er 5,5 x 2,5 m að innanmáli. Hólf 4 er norðan við hólf 3. Það er 4,3 x 1,7 m að innanmáli og opið til vesturs. Hólf 5 er nyrst í bæjarröðinni. Það er 4,1 x 1,9 m að innanmáli og veggirnir hafa hrunið hér að hluta. Hólf 9 er austan við hólf 4-5, inni í tóftinni. Það er 5 x 1,8 m að innanmáli og snýr norður-suður. Það er opið inn í hólfið í suðausturhorni, innan úr hólfi 6. Til austurs í bæjartóftinni eru tvö hólf opin. Hólf 6 er norðar. Það er 4 x 1,8 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Í suðvesturhorni þess er op inn í gang sem liggur yfir í hólf 9. Hann er 3 m langur. Hólf 7 er sunnar. Það er 4,7 x 2,1 m að innanmáli og op er í suðausturhorni. Gangur liggur til suðvesturs, yfir í hólf 2. Gangurinn er 6 m langur og bogadreginn. Hólf 8 er sunnan í bæjartóftinni. Það er 6,4 x 2,8 m að innanmáli og opið til suðurs. Op er á því til norðvesturs, yfir í hólf 2.

Vestur-Hjáleiga (hjáleiga)
Vestur-Hjáleiga virðist hafa staðið í hlaðvarpanum á Beinróu samkvæmt elstu heimild sem varðveist hefur um húsakost á Stað: „Reikningur kirkjunnar og Staðarins í Grindavík“ frá 1657. (JÞÞ,101,104)

Hjallur
Eftir að hjáleigunni Sjávarhúsum skolaði burt 1799 var byggður fiskihjallur á Staðarklöpp. Um 1916 mátti sjá tættur efst á klöppinni en þeim skolaði síðar burt í flóðum. (GB,56; Örn.)
Samkvæmt Gísla Brynjólfssyni stóð sjóhús á Staðarklöpp fram til 1930. (GB,26).

Kirkja – Staðarkirkja

Staðarhverfi

Letursteinn í kirkjunnar stað.

„Á Stað í Grindavík mun kirkja hafa verið reist í öndverðri kristni en fyrst er hennar getið í kirknatali Páls biskups frá um 1200. Og á Stað stóð hún að öllum líkindum á sama grunni, í meira en 700 ár a.m.k… Allt fram til ársins 1836 var torfkirkja á Stað. Þá var reist timburkirkja… Trúlega hefur Staðarkirkja ætíð staðið á þeim stað, sem síðasta kirkjan stóð – inni í kirkjugarðinum, þar sem klukkuturninn er nú. Sáluhliðið var þá á vesturhlið garðsins, fram undan kirkjudyrum. Í því var klukknaport. Aðrar dyr voru á kórgafli til afnota fyrir prestinn vegna þess hve þröngt var orðið í framkirkjunni þegar guðsþjónustan hófst.
Kirkjan var, ásamt Guði og mörgum dýrlingum helguð Blasíusi biskupi… Staðarkirkja var allvel efnuð, átti heimaland allt, rekasælar fjörur (ásamt með Skálholtskirkju), 4 hundr. í fríðu, 7 hundr. í skipum. Auk þess hafði Staðarprestur tekjur af tveim jörðum með kúgildum austur í Árnessýslu, Stóru-Borg í Grímsnesi (30 hundruð að fornu mati) og Hvoli í Ölfusi (20 hundr.).“ (GB,136-7).

Staður

Staður. Kirkjan stóð á hólnum nær. Gröf sjómannanna af Anlaby er vinstra megin ofanvert.

„Sumarið 1858 var reist ný kirkja fyrir forgöngu sr. Þorvalds Böðvarssonar, sem þá hélt Stað. Var hún af sömu gerð og hin fyrri kirkja en nokkuð stærri eða um 50 m2. Er fram tekið í kirkjulýsingunni, að hún sé byggð á traustum grunni og rammbyggileg… Kirkja sr. Þorvalds var sú síðasta á Stað.“ (GB,142).
„Kirkjan stóð vestarlega í garðinum. – Þann 26. september 1909 var ný kirkja vígð að Járngerðarstöðum og tók sú við af Staðarkirkju, sem þá var aflögð.“ (Örn.).
„Ekki er vitað, hve margar kirkjur hafa verið á Stað í aldanna rás, en af vísitasíugerð frá árinu 1642 má sjá, að þá hafði síra Gísli Bjarnason nýlega látið reisa þar kirkju. Hún er elsta Staðarkirkjan, sem við vitum eitthvað um að gagni, og var lýst svo í vísitasíugerðinni: „Kirkjan í sjálfri sér með kórnum sterk og ný að sínum viðum, súðþak og nýtt öðrumegin. Kirkja og kór í 8 stafgólfum og kapella inn af kórnum. Að auki hálfþil undir bita milli kórs og kirkju og þil bak altaris, sem víðast umhverfis kirkjuna og framanfyrir. Tveir stólar kvennamegin, einn langbekkur kallmannamegin.
3 glergluggar vænir. Hurð á járnum með koparhring, innlæst. Hefur síra Gísli látið gjöra kirkjuna og lagt til marga viðu.“ (JÞÞ, 108).

Kirkjugarður – Staðarkirkjugarður

Staðarhverfi

Staðarhverfi – kirkjugarður.

„Kirkjugarðurinn er í túninu fast suðaustan við bæinn og ekki nema 2-3 m á milli skemmunnar og hans“ (Örn.).

Klukknaturn/Sáluhlið

Staðarhverfi

Klukknaport í Staðarkirkjugarði.

Sáluhliðið hefur verið á vesturhlið garðsins fram undan kirkjudyrum. (GB,137).
„Enda þótt klukknaportið á Stað í Grindavík sé nú löngu horfið, eigum við af því nákvæma lýsingu … Í sáluhliði, sem er 6 ál. vítt með kræktri rimlahurð á járnum er KLUKKNAPORTIÐ 2 1/6 al. á vídd og eins á breidd á 4 stólpum 4ra álna háum greypuðum á undirstokka að neðan og syllum hið efra og að neðanverðu eru greypaðir í fjóra stólpa út við veggi kirkjugarðsins, hverjir stólpar að eru styrktir með skástífum á jörð fyrir utan og innan sáluhliðið … Sjálft er klukknaportið með einfaldri súð á alla fjóra vegu uppmjókkandi, og í toppi vindhani á stöng. Undir súðinni er allt um kring rimlar negldir á slár, sem saman binda ennþá betur umgetna 4 stólpa klukknaportsins.
Uppi í því hanga á ramboltum tvær góðar klukkur sem hringt er með útleggjurum …“ (GB,55).

Lambhús
„Hún (Krukka) á að hafa staðið vestur við Móakot, þar sem nú sé lambhús.“ (GB,57).

Bergskot (þurrabúð)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjáleigur eru: … Bergskot … Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok“ (GB,40).
„Hæðin vestan og ofan við bæinn á Stað heitir Bringur. Bergskot var uppi á Bringnum, í norðvestur frá Stað. Þar voru tveir bæir sambyggðir þegar Á.V. og S.V.G. mundu eftir.“
(Örn.).
Bergskot I er þurrabúð í úttekt árið 1928. Bergskot II hafði lagst niður í tíð sóknarprestsin þegar úttekt var gerð 1928. (GB,50).
„Uppi á bringunum rétt ofan og utan við Stað stóð tómthúsið Bergskot. Þegar þar var mannflest voru þarna mörg lágreist þil í beinni bæjarrönd, sem sneri fram að sjónum. Var gott útsýni af
stéttinni til hafs og strandar… stundum voru þarna þrjú heimili… Bergskot hafði enga grasnyt frekar en aðrar þurrabúðir. Þar lifði fólkið á sjónum haust, vetur og vor en fór gjarna í kaupavinnu um
sláttinn og fékk sauði til frálags í heimilið fyrir veturinn. Í tiltækum manntölum er ekki getið um byggð í Bergskoti fyrr er 1845.“ (GB,62).
Síðasti ábúandi flutti burt 1927. (GB, 64).

Lönd (þurrabúð)
Staðarhverfi„Sunnan við Bjarnasand eru smáklappir, oft nefndar Landaklappir, en þurrabúðin Lönd var beint upp af þeim. “ (Örn.).
„Það var árið 1911, að stofnað var nýtt býli í landi Staðar. Það var nefnt á Löndum… Nýbýlið á Löndum fékk 900 ferfaðma lóð á grundinni skammt norðvestur af fjárhúsunum og má enn
sjá greinileg merki þess. Vilmundur reisti þar timburhús. Það var 3 herbergi og eldhús. Á því var óinnréttað ris, við innganginn var skúr með flötu þaki. Það var klætt með járni á tveimur
hliðum en pappa á tveimur. Gólfflötur þess var 37,6 fermetrar. Þessi lýsing er tekin úr fasteignamati 1916… Árið 1946 fluttist fjölskyldan frá Löndum til Reykjavíkur.“ (GB,77-79).

Merki (þurrabúð)
„Einar Einarsson og Guðrún Ingvarsdóttir voru gefin saman í hjónaband 10. nóvember 1908. Þetta sama ár fengu ungu hjónin leyfi Staðarprests til að byggja sér hús á Hvirflunum við landamerkin
milli Staðar og Tófta. Það kölluðu þau Merki. Þetta var hið snotrasta býli á fallegum stað með útsýni vestur yfir Staðartúnið, suður til Gerðistanga austur um Arfadalinn og víkina… Guðrún og
börn hennar fluttust frá Merki til Keflavíkur árið 1943. Síðan hefur ekki verið búið í Merki og litli bærinn löngu fallinn.“ (GB,75).

Vör – Staðarvör

Staðarvör

Staðarvör.

„Hér við Bjarnasand er eitt af stórmannvirkjum áraskipaútgerðarinnar: Flórlögð Staðarvörin, slétt og breið neðan úr stórstraumsflæðarmáli uppundir grasbakkana ofan við sandinn. Hún
hefur varðveitzt furðu vel, þótt áratugir séu síðan hér var skipi lent.“ (GB,26).
ÁV og SVG vita ekki með vissu hvenær hún var gerð, en telja sennilegast að það hafi verið rétt upp úr síðustu aldamótum. (Örn.).

Brunnur – Staðarbrunnur

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

„Lægðin neðan við Bring nefnist Dægradvöl. Þótti góð dægradvöl að slá hana. Í suðurjaðri Dægradvalar lét séra Brynjólfur Magnússon grafa mikinn brunn árið 1914.“ (Örn.).
Skip fylgdu prestsetrinu Stað frá fornu fari og fram á daga sr. Brynjólfs Magnússonar. En með stjórnarbréfi 10. sept. 1914 var presti leyft að verja 300 krónum af andvirði skipanna til að grafa brunn á staðnum og er honum ýtarlega lýst í úttektinni 1928. Þar með er skipastóll Staðar úr sögunni…(GB,42).
„Í úttekt á Stað 16. júlí 1928 er 7. liður í upptalningu á mannvirkjum þannig: Brunnur byggður og tilbúinn ár 1914 að dýpt 23 fet, að þvermáli 6 fet, mjókkandi niður, hringhlaðinn að innan og hleðslan sementeruð ofan frá og niður að klöpp, er tekur við fyrir neðan miðju. Steinsteypur kragi er í kringum brunninn ofan jarðar og yfir sjálfu brunnopinu þak úr plönkum með hlera. Öflug vinda er til upphölunar á vatninu. Brunnurinn með öllum útbúnaði er í óaðfinnanlegu lagi. – (Álag því ekkert).“ (GB,82).

Brunnur -Kvíadalsbrunnur

Staðarhverfi

Kvíadalsbrunnur.

„Brunnur var beint vestur af Kvíadal. Hann er nú alveg horfinn í sjávarkampinn. Þessi brunnur mun hafa verið notaður í Staðarhverfinu áður en brunnurinn í Dægradvöl var gerður.“ (Örn.).
„Vatn handa fénaði var hvergi að fá í Staðarlandi nema út undir Staðarbergi í gjá, sem fellur að og út í með hverju sjávarfalli. Neyzluvatn var tekið úr brunni syðst í túninu en það var slæmur sjóblendingur.“ (GB,39).

Bryggja
Fram af svonefndum Hvilftum er bryggjustúfur, byggður 1933, meðan útgerðin var hér í fullu fjöri. (GB,25).

Heimild:
-Rannsóknarskýrsla, Fornleifar í Staðarhverfi, Þjóðminjasafn Íslands 1999.
-Deiliskráning í Grindavík: Stóragerði, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2017.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Tag Archive for: Grindavík