Tag Archive for: gróður

Borgarkot

Þegar gengið er um bergsvæði Reykjanesskagans og umhverfið barið augum má víðast hvar sjá skófir, glæður eða fléttur, hvort sem um er á 300.000 ára gömlu grágrýti, 12.000 ára móbergi eða yngra en 11.000 ára hrauni. Oftast nær má sjá litskrúðugar skófir og fléttur við ólíkar aðstæður. Gulleit fuglaglæðan er t.d. áberandi niður við ströndina (keimlík steinmerlu, veggjaglæðu, klettaglæðu og hellisglæðunni er finnst við hellisop), dökkbrúnt gálgaskegg (líkist í útliti mjög jötunskeggi), sem vex á Gálgakletti á Álftanesi, og dregur nafn sitt af fyrsta og eina fundarstaðnum á Íslandi, eða hvíta púðabreyskju.
Fuglaglæða á Geldingasteinum (SG)Hver er munurinn á öllum þeim 700 glæðum, merlum, skeggjum, þembum, voðum, fléttum, nepjum og skófum, sem til eru hér á landi?
Orðin fléttur og skófir eru að vissu marki mismunandi nöfn yfir sama fyrirbærið, sambýli svepps og þörunga. Þó er viss merkingarmunur á orðunum. Orðið fléttur í þessari merkingu kemur fyrst fyrir í bók Helga Jónssonar, Bygging og líf plantna – Grasafræði, sem út kom árið 1906. Hann notaði það yfir allan þann hóp sveppa sem mynda sambýli við þörunga og hefur sú merking orðsins haldist síðan. Litið var á fléttur sem sjálfstæða fylkingu plönturíkisins alveg eins og sveppi og mosa. Ekkert orð í málinu hafði þessa merkingu fyrir, því að fram að þessu hafði almenningur ekki gert neinn greinarmun á fléttum og mosum, en kallaði fléttur oftast mosa (samanber litunarmosi, hreindýramosi). Blaðkenndar fléttur voru stundum nefndar skófir (geitaskóf, engjaskóf, veggjaskóf) eða grös (fjallagrös, maríugrös).
Fjallagrös eru fléttur. Í dag er hins vegar litið á fléttur sem hluta svepparíkisins og eru það aðeins sérstæðir lifnaðarhættir sem greina þær frá sveppum, það er sambýlið við þörungana sem jafnframt gerir þær frumbjarga.
Púðabreyskja við KlifsholtOrðið skófir er aftur á móti gamalt í málinu og er notað yfir blaðkenndar eða hrúðurkenndar fléttur, sem auðvelt er að skafa af steinum. Blaðkenndar fléttur á jarðvegi voru einnig nefndar skófir (engjaskófir), og jafnvel mosar með sama vaxtarlag samanber dýjaskóf yfir mosann Marchantia. Runnkenndar fléttur eins og hreindýramosi eða skollakræða voru aldrei nefndar skófir. Kragaskóf eða skeljaskóf er algeng skóf á steinum. Segja má að allar skófir séu fléttur ef við undanskiljum dýjaskófina, en ekki eru allar fléttur skófir.
Skófir, sem eru einnig kallaðar fléttur, eru í raun ekki sjálfstæðir einstaklingar heldur sambýli svepps og þörungs. Sveppurinn í hverju sambýli er einstakur og er ekki að finna nema í einni fléttutegund. Þörungurinn er hins vegar ekki eins trygglyndur og getur sama þörungategundin fundist í mörgum fléttutegundum.
Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fléttunnar dregið af heiti sveppsins, enda má oft finna sömu ljóstillífandi tegundina í mismunandi fléttum. Samjálp þessara lífvera felst í því að sveppurinn leggur þörunginum eða gerlinum til hagstæð búsetuskilyrði, meðal annars raka og vörn gegn geislum sólarinnar, en nýtir sér í staðinn frumframleiðslu þeirra.
Þetta sambýlisform gerir þessum lífverum kleyft að lifa við mjög bágar aðstæður og oft vaxa þær og dafna á stöðum þar sem aðrar lífverur eiga erfitt uppdráttar. Fléttur eru auk þess venjulega meðal fyrstu lífvera til að nema ný landsvæði, svo sem á nýju hrauni, og eru því áberandi í frumframvindu svæða.
Fléttur eru hvað mest áberandi á steinum en víða eru steinar þaktir fléttum af ýmsum gerðum. Margir átta sig alls ekki á að um er að ræða lífverur, halda jafnvel að flétturnar séu einhverjar dauðar slettur á steinunum þótt þeir trúi nú kannski ekki alveg á þjóðsöguna um Kiðhús, kerlinguna og snúð hennar. Aðrir halda að allt sem vex svona á steinum sé „bara mosi“ og gera ekki greinarmun á fléttum og mosa sem þó er mjög mikill. Fléttur vaxa víðar en á steinum t.d. ofan í grassverði á deiglendi eða innan um mosa og annan gróður í móum.
Skófir í Fjallinu einaHér á landi hefur meira en 700 tegundum flétta verið lýst og finnast með reglulegu millibili nýjar tegundir. Til dæmis fundust þrjár nýjar blaðfléttur hér á landi á árið 2006. Í heild hefur rúmlega 15 þúsund tegundum flétta verið lýst í heiminum, en geri má ráð fyrir að þær séu langt um fleiri.
Fléttur eru í samkeppni við aðrar plöntur um bæði raka og sólarljós. Þær eiga oft erfitt uppdráttar í slíkri samkeppni, sökum þess hversu lágvaxnar þær eru. Þær eru því sérstaklega áberandi á stöðum þar sem plöntur þrífast ekki eins vel, svo sem hátt til fjalla og á klettum og steinum.
Fléttum hefur verið skipt upp í í þrjá hópa eftir vaxtarformi. Þetta eru runnfléttur, sem eru greinóttar og vaxa lítillega upp frá undirlaginu. Dæmi um runnafléttu er hreindýramosi. Blaðfléttur eru hins vegar eins og nafnið gefur til kynna blaðkenndar. Dæmi um blaðfléttur eru fjallagrös. Hrúðurfléttur mynda hrúður á klettum og trjáberki og eru þær einnig kallaðar skófir.
Fléttur eru ekki náttúrulegur hópur í sama skilningi og til dæmis spendýr eða skordýr, það er hópar sem eiga sér einn sameiginlegan forföður. Líklegra þykir að nokkrir hópar sveppa hafi tekið upp sambýli við þörunga og blábakteríur nokkrum sinnum í lífssögunni.
Kragaskóf /skeljaskófFléttur vaxa í sambýli við sveppi og flokkast sem sérdeild innan  jurtaríkisins. Flétturnar eru af tveimur ættkvíslum xanthoria og caloplaca. Fléttum er oft skipt í þrjá flokka eftir útliti: skorpufléttur, blaðfléttur og greinafléttur. Fléttur eru myndaðar af sambýli sveppa við þörunga. Sérhver fléttutegund er mynduð af einum svepp og einum eð tveimur tegundum þörunga. Margar af fléttunum vaxa mjög hægt en geta aftur á móti lifað í margar aldir. Fléttum er það sameiginlegt að þær eru  mjög viðkvæmar. Þær þola litla loftmengun, umgang beit og áburð. Af plöntum eru það flétturnar sem fyrst nema land og segja má að þær undirbúi jarðveginn fyrir næsta flokk plantna og jafnvel framvindu lífs á jörðinni. Erfitt getur verið að greina fléttur. Gular, rauðar og gráar fléttur eru einna algengastar og mest áberandi í náttúrunni. Fléttur  hafa  löngum verið notaðar til litunar (jurtalitun) og lækninga (jurtalækninga).
Skorpufléttur eru eins og grautarslettur á yfirborði þess efnis sem þær vaxa á. Þær eru oft mjög fastar á yfirborði efnisins. Fléttur eins og veggjaglæða og strandglæða flokkast til skorpufléttna.
Allra efst í fjörunni ofan við þörungana eru grjót og klappir iðulega þaktar skófum sem oft eru svartar og líkjast tjöruskán á steinunum. Skófirnar geta þó verið margvíslegar á litinn, grænar, gráar, appelsínugular eða hvítar. Oft mynda þær skorpur á steinunum en geta einnig verið smáar fíngerðar hríslur eða blaðlaga og festar við steininn með stilk.
Til eru allmargar tegundir skófna sem lifa efst í fjörunni en flestar þeirra er einnig að finna annars staðar. Þó eru til tegundir eins og fjörusverta (Verrucaria maura) sem bundin er við efri hluta fjörunnar og myndar þar þunna svarta skán á klöppunum. Græna flæðaskófin (Verrucaria mucosa) lifir um alla fjöruna niður að neðstu fjörumörkum og er eina tegund skófna sem lifir í neðri hluta fjörunnar hér við land. Hún er dökkgræn á litinn.
Ef litið er á þörunga og sveppi, er vart hægt að hugsa sér verri stað en þurrt grjót til að lifa á. Þörungar lifa í vatni, sveppir á lífrænu efni. Steinninn er hvorugt. Steinar eru oft þurrir dögum, jafnvel vikum, saman. Þeir verða fljótt kaldir í kulda og heitir í hita svo að á steini eru aðstæður mjög sveiflukenndar og erfiðar. Hvorug þessara lífvera gæti lifað þarna stök, en þegar þörungarnir og sveppurinn hjálpast að sem heild þá sigrast þær á þessum mjög svo erfiðu aðstæðum og meira en það. Þær sigrast á steininum líka. Fléttur gefa gjarnan frá sér efni sem smátt og smátt vinna á steininum og þannig undirbúa þær jarðveginn, í orðanna fyllstu merkingu, fyrir allan annan gróður.

Heimildir m.a.:
-www.visindavefur.is

Skófir á hraunreipum

Rofabarð

Rétt eftir landnám jókst uppblástur hér á landi. Síðan hefur uppblástur verið eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Um landnám var rúmlega helmingur (yfir 60%) landsins gróinn, en nú einungis tæplega fjórðungur. Meira en helmingur gróðurlendis er horfinn og svo mun verða enn um sinn.
Helstu orsakir uppblásturs eftir landnám eru t.d. minnkandi loftslag, af völdum náttúrunnar, mikil gjóskugos, eyðing skóga, af mannavöldum og hugsanlega ofbeit Forn gata ofan Krýsuvíkurbúfjárs á afmörkuðum svæðum. Tvær fyrri orsakirnar eru af völdum náttúru og getur því enginn stjórnað því. Vitað er á landnámsöld var loftslag nokkuð hlýrra en á síðari öldum og þessi kólnun á þátt í auknum uppblástri. En uppblástur er gróðureyðing af völdum vinda og vatns á mörkum gróðurlendis og auðnar. Einkum eru það móar sem blása upp en sjaldan mýrar en við sérstakar aðstæður getur hvorutveggja  náð að blása það upp. Þegar fólk gengur um landið, ekki síst Reykjanesskagann, nú til dags með það fyrir augum að gaumgæfa minjar og áætla hvernig umhorfs hafi verið fyrrum þarf að hafa í huga að landið hefur breytt um ásýnd – sumstaðar verulega.
Margir telja að ofbeit búfjárs t.d. lausagangur hesta og sauðfjárs hafi mikil áhrif á jörðina. Með beitinni verður lággróðurinn lágvaxnari og grisnari. Mikið traðk getur opnað gat í grasrótina svo uppblástur af völdum vinda og vatns getur farið af stað. Sauðfé sækir einnig í fersk gras, sem aftur á erfiðara um vik. Á móti má segja að þar sem búfénaður hefur haft viðdvöl um lengri tíma, t.d. í og við selstöðurnar eða fjárskjólin, er grasgróðurinn í hvað bestu ásigkomulagi, jafnvel öld eftir að hann hvarf þaðan.
Gjóskugos er annað atriði sem hefur haft veruleg áhrif á umhverfi Reykjanesskagans. Í miklum gjóskugosum fellur gosaska á víðlend gróðursvæði og kaffærir  gróðurinn. Vindurinn fær mikið efni til þess að taka með sér og dreifa. En gróðurinn er þó jafnan fljótur að jafna sig og vaxa upp í gegnum öskuna og binda hana í jarðveginum. Stór gjóskugos hafa átt sér stað fyrir landnám án þess að uppblástur færi úr böndunum, en hitinn frá hraunkvikunni og endurnýjun hraunanna, hvert ofan á annað, hefur takmarkað lífslíkur gróðurs á sumum svæðum.
Eftir landnám var skógurinn höggvinn miskunnarlaust til kolagerðar og eldiviðar. Eftir það var búfénaði beitt á rjóðrin svo hann átti erfitt með að vaxa upp að nýju. Nú er aðeins um 1/100 hluti landsins skógi vaxinn. Fólk er þó byrjað að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að vernda skógana og eru nú nokkrir skógar hér á landi verndaðir. Í þeim er bannað að höggva trén eða hafa búfjár lausan. Takmarkalaus skógrækt er þó ekki lausnin.
Gróðureyðing í KrýsuvíkÞað er fleira sem náttúran sjálf gerir sem skaðar getur gróðurinn. Sem dæmi má nefna jarðskjálfta og snjóflóð. Í snjóflóðum grefst mikið af gróðri undir mörgun tonnum af snjó og skriðum. Getur það tekið dágóðan tíma fyrir gróðurinn að ná sér aftur upp. Í aurskriðum geta stór gróðursvæði farið undir mold og mulning. Í jarðskjálftum hristist jörðin og getur t.d. mold runnið yfir gróður og þannig sökkt honum í mold.
Það eru einkum móar sem blása upp, sjaldan mýrar því bleytan bindur korn mýramósins saman svo vindur nær ekki tökum á þeim. Við sérstakar aðstæður getur þó vindrof hins vegar náð að þurrka mýrar sem síðan blása upp.
Menn hafa einnig mikil áhrif á uppblástur og gróðureyðingu. Má þar nefna bílaslóða. Alltof víða er hægt að rekja slóð bíla þar sem ökumenn hafa verið að keyra um að því er virðist stefnulaust. Þeir skilja oft eftir sig ljót för í jarðveginum sem geta verið lengi að ná sér. Þessar slóðir eru einnig hættulegar fyrir  gróðurlendi, opna uppblæstri leið og skapa farvegi fyrir afrennsli regn- og leysingavatn. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því víða má sjá hvar vatn hefur grafið fornar götur og reiðleiðir.
Þannig hefur verið stöðug barátta milli uppblásturs og sjálfsgræðslu Íslands, allt frá því að land greri upp eftir að ísaldarjöklar hurfu af landinu fyrir 10.000 árum. Breytist loftslag ekki helst jafnvægi milli uppblásturs og gróðureyðingar, álíka mikið land blæs upp og grær upp. Ef hins vegar loftslag batnar dregur úr uppblæstri, en sjálfsgræðsla eykst, svo gróðurlendi stækkar. Í versnandi loftslagi eykst uppblástur, en sjálfsgræðsla hægir á sér, svo gróðurlendi dregst saman.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Uppblástur er eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Svæðið umhverfis Reykjavík, bústað fyrsta landnámsmannsins, hefur orðið uppblæstri að bráð. Þar sem áður var birkiskógur eru nú ber holt og blásnir melar með mýrasundum á milli. Hrauna- og móbergssvæðin á SV-landi eru mjög illa farin af uppblæstri, Reykjanesskaginn nær alveg blásinn, gróðurlaus og ber. Fyrstu kynni flestra erlendra ferðamanna af íslenskri náttúru eru hrjóstrin milli Keflavíkur og Reykjavíkur, fremur napurleg landkynning.
Jarðvegseyðing er hins vegar ekki séríslenskt vandamál. Víða um heim á sér stað gífurleg jarðvegseyðing. Ofbeit og ofnýting lands kom af stað gífurlegum uppblæstri (Sahara stækkar stöðugt, Bandaríkin, Ástralía og víðar). Skógarhögg og brennsla skóga og meðfylgjandi álag á landið (Grikkland hið forna. Regnskógar hitabeltisins) hafa gjörbreytt gróðurlendi til hins verra. Loftslagsbreytingar eiga hér einnig sinn þátt. Og sífellt hverfur meira gróðurlendi undir mannvirki og malbik.
Gróðureyðing í ofanverðri Krýsuvík

Lönguhlíðahorn

Við fyrstu sýn virðist Reykjanesskaginn hrjóstugur á að líta, en ef betur er að gáð kemur í ljós margbreytilegt gróðurfar. Fyrst ber að nefna mosann sem klæðir hraunin á stórum svæðum. Setur hann óneitanlega mikinn svip á Grámosi /Gamburmosilandið. Grámosinn (gamburmosi) er ríkjandi tegund og ræðst tilvist hans af hinu raka úthafslofti. Annars staðar er gróskumikill lynggróður, t.d. krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberja-lyng, sortulyng og beitilyng.
Grámosi eða gambur-mosi hefur hlotið tegundarheitið hraungambri (Racomitrium lanuginosum). Þetta er einn algengasti og mest áberandi mosinn á öllum suður- og vesturhluta Íslands svo og í strandhéruðum Austurlands. Hann er einn fyrsti landneminn í nýjum hraunum. Við úthafsloftslag á snjóléttum svæðum verður hann einráður á allmörgum áratugum, og myndar samfelldar, mjúkar mosaþembur á 100 ára gömlum hraunum og eldri. Á snjóþyngri svæðum með landrænna loftslagi nær hann ekki að kveða niður keppinauta sína, sem þá verða stundum ráðandi í gróðurfari, einkum hraunbreyskja. Mosinn hverfur smám saman af yfiráðasvæðum sínum og skilur þá eftir jafrðveg fyrir aðrar plöntur. Þannig má sjá mosann enn hafa yfirráð í nýrri hraununum, en annar gróður hefur tekið yfir í þeim eldri.
Við öflun eldsneytis hér áður fyrr voru allir möguleikar gjörnýttir. Var safnað mosa, þangi, þönglum og þara til Grámosieldsneytis? Einnig sprekum, mor og smáreka. Kalviður og skógviður í skógi var notaður til eldsneytis ef um það var að ræða. Grámosinn var rifinn upp í hraununum og einkum notaður til eldiviðardrýginda?
Mosinn þekur víða hraunbreiður eins og lagt hafi verið yfir þær þykkt, mjúkt teppi. Í raun eru þetta óteljandi, smáar plöntur sem vaxa þétt hver upp að annarri. Mosar eru ólíkir öllum hinum plöntunum sem hér hafa verið upptaldar. Stundum er sagt að mosaplöntur séu „frumstæðar“ vegna þess að mosar uxu á jörðinni langt á undan blómplöntunum. Mosar mynda ekki blóm eða fræ en þeir fjölga sér og dreifa með örsmáum gróum. Mosar hafa ekki rætur, en sumir þó s.k. rætlinga, og aðeins agnarsmá laufblöð. Mosar eru til af fjölmörgum tegundum og eru oft, ásamt fléttunum, fyrstu lífverurnar sem ná að vaxa á grjóti eða hraunum og mynda þannig jarðveg fyrir aðrar plöntur.
Mosinn breytir litum. Þannig verður hann grænn í vætutíð, en grár í þurrkum.

Heimildir m.a.:
www.floraislands.is
www.natmus.is
www.nams.is
www.umhverfissvid.is

Grámosi

Lönguhlíðahorn
Enginn veit með vissu hvað íslenzka flóran hefur að geyma margar tegundir af plöntum. Á hverju ári finnast allmargar nýjar tegundir, bæði af sveppum, fléttum og mosum sem ekki var áður vitað að væru til á Íslandi. Það er hins vegar sjaldgæfara að nýjar blómplöntur og byrkningar finnist. Undantekningar eru þó þó blómin sem fundust við Árnastíginn um árið…

Hvönn

Hvönn.

En eftir því sem best er vitað í dag, á þessari stundu, munu um 5.400 villtar tegundir plantna vaxa í landinu.
Fjöldi plöntutegunda á Íslandi er hlutfallslega lágur miðað við mörg önnur sambærileg svæði með svipuð veðurskilyrði. Skýringu þess er einkum að leita í einangrun landsins og skömmum tíma síðan ísöld lauk, en kuldaskeið íslandar hafa útrýmt mörgum tegundum, sem síðan hafa ekki átt afturkvæmt. Þó má á ári hverju sjá nýja landnema, ef vel er að gáð.
Á Íslandi eru nú skráðar:
-um 2000 tegundir af sveppum, auk um 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni.
-um 710 tegundir af fléttum.
-um 600 tegundir af mosum.
-um 430 tegundir villtra blómplantna.
-um 40 tegundir af byrkningum.

Bikarblóm

Bikarblóm.

Á Reykjanesskaganum er stundum sagt að þar sé einungis eitt blóm – og þá er mosinn ekki meðtalinn. Þetta blóm heitir stundum lambagras, stundum geldingahnappur, stundum bláklukka, stundum brönugras – allt eftir hvernig á það er litið. Þetta eina blóm vekur alltaf jafn mikla athygli, hvar sem til þess sést á annars fáskrúðugu landi. Þess vegna er svo mikilvægt að líta niður fyrir sig og í kringum sig næst þegar þegar gengið er utan vegar á skaganum. Horfa þarf á litla blómið, lit þess og lögun. Hvorutveggja segir til um nafn þess.
Á Reykjanesskaganum er annars stór hluti hans þakin hraunum og eru þau klædd mosaþembu (hraungambra), mólendi eða jafnvel kjarri, allt eftir aldri hraunanna.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Að öðru leyti ber mest á lyng- og heiðagróðri, mólendi eins og það er oftast kallað, en minna ber á graslendi eða jurtastóði þó það sé einnig til og þá aðallega í lautum og bollum. Einnig er töluvert kjarrlendi í brúnum. Á seinni árum hefur sá trjágróður sem gróðursettur hefur verið sett svip á landið og jafnframt hefur annar gróður tekið verulegum framförum vegna skjóls og friðunar. Þó má sjá verulega gróðureyðingu á einstökum svæðum, s.s. í Krýsuvík og á Strandarheiði og upp með fjallshlíðum, s.s. í Brennisteinsfjöllum.
Allur gróður á sér ákveðinn líftíma. Þá deyr hann og annar gróður tekur við. Á meðan vinna vindar, vatn og frost á veikburða gróðrinum og gerir nýjum erfitt uppdráttar.
Sjá meira um gróðir á Reykjanesskaganum HÉR, HÉR og HÉR.Heimildir m.a.:
-http://floraislands.is/

Hraungambri

Hraungambri.