Færslur

Borgarkot

Þegar gengið er um bergsvæði Reykjanesskagans og umhverfið barið augum má víðast hvar sjá skófir, glæður eða fléttur, hvort sem um er á 300.000 ára gömlu grágrýti, 12.000 ára móbergi eða yngra en 11.000 ára hrauni. Oftast nær má sjá litskrúðugar skófir og fléttur við ólíkar aðstæður. Gulleit fuglaglæðan er t.d. áberandi niður við ströndina (keimlík steinmerlu, veggjaglæðu, klettaglæðu og hellisglæðunni er finnst við hellisop), dökkbrúnt gálgaskegg (líkist í útliti mjög jötunskeggi), sem vex á Gálgakletti á Álftanesi, og dregur nafn sitt af fyrsta og eina fundarstaðnum á Íslandi, eða hvíta púðabreyskju.
Fuglaglæða á Geldingasteinum (SG)Hver er munurinn á öllum þeim 700 glæðum, merlum, skeggjum, þembum, voðum, fléttum, nepjum og skófum, sem til eru hér á landi?
Orðin fléttur og skófir eru að vissu marki mismunandi nöfn yfir sama fyrirbærið, sambýli svepps og þörunga. Þó er viss merkingarmunur á orðunum. Orðið fléttur í þessari merkingu kemur fyrst fyrir í bók Helga Jónssonar, Bygging og líf plantna – Grasafræði, sem út kom árið 1906. Hann notaði það yfir allan þann hóp sveppa sem mynda sambýli við þörunga og hefur sú merking orðsins haldist síðan. Litið var á fléttur sem sjálfstæða fylkingu plönturíkisins alveg eins og sveppi og mosa. Ekkert orð í málinu hafði þessa merkingu fyrir, því að fram að þessu hafði almenningur ekki gert neinn greinarmun á fléttum og mosum, en kallaði fléttur oftast mosa (samanber litunarmosi, hreindýramosi). Blaðkenndar fléttur voru stundum nefndar skófir (geitaskóf, engjaskóf, veggjaskóf) eða grös (fjallagrös, maríugrös).
Fjallagrös eru fléttur. Í dag er hins vegar litið á fléttur sem hluta svepparíkisins og eru það aðeins sérstæðir lifnaðarhættir sem greina þær frá sveppum, það er sambýlið við þörungana sem jafnframt gerir þær frumbjarga.
Púðabreyskja við KlifsholtOrðið skófir er aftur á móti gamalt í málinu og er notað yfir blaðkenndar eða hrúðurkenndar fléttur, sem auðvelt er að skafa af steinum. Blaðkenndar fléttur á jarðvegi voru einnig nefndar skófir (engjaskófir), og jafnvel mosar með sama vaxtarlag samanber dýjaskóf yfir mosann Marchantia. Runnkenndar fléttur eins og hreindýramosi eða skollakræða voru aldrei nefndar skófir. Kragaskóf eða skeljaskóf er algeng skóf á steinum. Segja má að allar skófir séu fléttur ef við undanskiljum dýjaskófina, en ekki eru allar fléttur skófir.
Skófir, sem eru einnig kallaðar fléttur, eru í raun ekki sjálfstæðir einstaklingar heldur sambýli svepps og þörungs. Sveppurinn í hverju sambýli er einstakur og er ekki að finna nema í einni fléttutegund. Þörungurinn er hins vegar ekki eins trygglyndur og getur sama þörungategundin fundist í mörgum fléttutegundum.
Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fléttunnar dregið af heiti sveppsins, enda má oft finna sömu ljóstillífandi tegundina í mismunandi fléttum. Samjálp þessara lífvera felst í því að sveppurinn leggur þörunginum eða gerlinum til hagstæð búsetuskilyrði, meðal annars raka og vörn gegn geislum sólarinnar, en nýtir sér í staðinn frumframleiðslu þeirra.
Þetta sambýlisform gerir þessum lífverum kleyft að lifa við mjög bágar aðstæður og oft vaxa þær og dafna á stöðum þar sem aðrar lífverur eiga erfitt uppdráttar. Fléttur eru auk þess venjulega meðal fyrstu lífvera til að nema ný landsvæði, svo sem á nýju hrauni, og eru því áberandi í frumframvindu svæða.
Fléttur eru hvað mest áberandi á steinum en víða eru steinar þaktir fléttum af ýmsum gerðum. Margir átta sig alls ekki á að um er að ræða lífverur, halda jafnvel að flétturnar séu einhverjar dauðar slettur á steinunum þótt þeir trúi nú kannski ekki alveg á þjóðsöguna um Kiðhús, kerlinguna og snúð hennar. Aðrir halda að allt sem vex svona á steinum sé „bara mosi“ og gera ekki greinarmun á fléttum og mosa sem þó er mjög mikill. Fléttur vaxa víðar en á steinum t.d. ofan í grassverði á deiglendi eða innan um mosa og annan gróður í móum.
Skófir í Fjallinu einaHér á landi hefur meira en 700 tegundum flétta verið lýst og finnast með reglulegu millibili nýjar tegundir. Til dæmis fundust þrjár nýjar blaðfléttur hér á landi á árið 2006. Í heild hefur rúmlega 15 þúsund tegundum flétta verið lýst í heiminum, en geri má ráð fyrir að þær séu langt um fleiri.
Fléttur eru í samkeppni við aðrar plöntur um bæði raka og sólarljós. Þær eiga oft erfitt uppdráttar í slíkri samkeppni, sökum þess hversu lágvaxnar þær eru. Þær eru því sérstaklega áberandi á stöðum þar sem plöntur þrífast ekki eins vel, svo sem hátt til fjalla og á klettum og steinum.
Fléttum hefur verið skipt upp í í þrjá hópa eftir vaxtarformi. Þetta eru runnfléttur, sem eru greinóttar og vaxa lítillega upp frá undirlaginu. Dæmi um runnafléttu er hreindýramosi. Blaðfléttur eru hins vegar eins og nafnið gefur til kynna blaðkenndar. Dæmi um blaðfléttur eru fjallagrös. Hrúðurfléttur mynda hrúður á klettum og trjáberki og eru þær einnig kallaðar skófir.
Fléttur eru ekki náttúrulegur hópur í sama skilningi og til dæmis spendýr eða skordýr, það er hópar sem eiga sér einn sameiginlegan forföður. Líklegra þykir að nokkrir hópar sveppa hafi tekið upp sambýli við þörunga og blábakteríur nokkrum sinnum í lífssögunni.
Kragaskóf /skeljaskófFléttur vaxa í sambýli við sveppi og flokkast sem sérdeild innan  jurtaríkisins. Flétturnar eru af tveimur ættkvíslum xanthoria og caloplaca. Fléttum er oft skipt í þrjá flokka eftir útliti: skorpufléttur, blaðfléttur og greinafléttur. Fléttur eru myndaðar af sambýli sveppa við þörunga. Sérhver fléttutegund er mynduð af einum svepp og einum eð tveimur tegundum þörunga. Margar af fléttunum vaxa mjög hægt en geta aftur á móti lifað í margar aldir. Fléttum er það sameiginlegt að þær eru  mjög viðkvæmar. Þær þola litla loftmengun, umgang beit og áburð. Af plöntum eru það flétturnar sem fyrst nema land og segja má að þær undirbúi jarðveginn fyrir næsta flokk plantna og jafnvel framvindu lífs á jörðinni. Erfitt getur verið að greina fléttur. Gular, rauðar og gráar fléttur eru einna algengastar og mest áberandi í náttúrunni. Fléttur  hafa  löngum verið notaðar til litunar (jurtalitun) og lækninga (jurtalækninga).
Skorpufléttur eru eins og grautarslettur á yfirborði þess efnis sem þær vaxa á. Þær eru oft mjög fastar á yfirborði efnisins. Fléttur eins og veggjaglæða og strandglæða flokkast til skorpufléttna.
Allra efst í fjörunni ofan við þörungana eru grjót og klappir iðulega þaktar skófum sem oft eru svartar og líkjast tjöruskán á steinunum. Skófirnar geta þó verið margvíslegar á litinn, grænar, gráar, appelsínugular eða hvítar. Oft mynda þær skorpur á steinunum en geta einnig verið smáar fíngerðar hríslur eða blaðlaga og festar við steininn með stilk.
Til eru allmargar tegundir skófna sem lifa efst í fjörunni en flestar þeirra er einnig að finna annars staðar. Þó eru til tegundir eins og fjörusverta (Verrucaria maura) sem bundin er við efri hluta fjörunnar og myndar þar þunna svarta skán á klöppunum. Græna flæðaskófin (Verrucaria mucosa) lifir um alla fjöruna niður að neðstu fjörumörkum og er eina tegund skófna sem lifir í neðri hluta fjörunnar hér við land. Hún er dökkgræn á litinn.
Ef litið er á þörunga og sveppi, er vart hægt að hugsa sér verri stað en þurrt grjót til að lifa á. Þörungar lifa í vatni, sveppir á lífrænu efni. Steinninn er hvorugt. Steinar eru oft þurrir dögum, jafnvel vikum, saman. Þeir verða fljótt kaldir í kulda og heitir í hita svo að á steini eru aðstæður mjög sveiflukenndar og erfiðar. Hvorug þessara lífvera gæti lifað þarna stök, en þegar þörungarnir og sveppurinn hjálpast að sem heild þá sigrast þær á þessum mjög svo erfiðu aðstæðum og meira en það. Þær sigrast á steininum líka. Fléttur gefa gjarnan frá sér efni sem smátt og smátt vinna á steininum og þannig undirbúa þær jarðveginn, í orðanna fyllstu merkingu, fyrir allan annan gróður.

Heimildir m.a.:
-www.visindavefur.isSkófir á hraunreipum

Rofabarð

Rétt eftir landnám jókst uppblástur hér á landi. Síðan hefur uppblástur verið eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Um landnám var rúmlega helmingur (yfir 60%) landsins gróinn, en nú einungis tæplega fjórðungur. Meira en helmingur gróðurlendis er horfinn og svo mun verða enn um sinn. Helstu orsakir uppblásturs eftir landnám eru t.d. minnkandi loftslag, af völdum náttúrunnar, mikil gjóskugos, eyðing skóga, af mannavöldum og hugsanlega ofbeit Forn gata ofan Krýsuvíkurbúfjárs á afmörkuðum svæðum. Tvær fyrri orsakirnar eru af völdum náttúru og getur því enginn stjórnað því. Vitað er á landnámsöld var loftslag nokkuð hlýrra en á síðari öldum og þessi kólnun á þátt í auknum uppblástri. En uppblástur er gróðureyðing af völdum vinda og vatns á mörkum gróðurlendis og auðnar. Einkum eru það móar sem blása upp en sjaldan mýrar en við sérstakar aðstæður getur hvorutveggja  náð að blása það upp. Þegar fólk gengur um landið, ekki síst Reykjanesskagann, nú til dags með það fyrir augum að gaumgæfa minjar og áætla hvernig umhorfs hafi verið fyrrum þarf að hafa í huga að landið hefur breytt um ásýnd – sumstaðar verulega.
Margir telja að ofbeit búfjárs t.d. lausagangur hesta og sauðfjárs hafi mikil áhrif á jörðina. Með beitinni verður lággróðurinn lágvaxnari og grisnari. Mikið traðk getur opnað gat í grasrótina svo uppblástur af völdum vinda og vatns getur farið af stað. Sauðfé sækir einnig í fersk gras, sem aftur á erfiðara um vik. Á móti má segja að þar sem búfénaður hefur haft viðdvöl um lengri tíma, t.d. í og við selstöðurnar eða fjárskjólin, er grasgróðurinn í hvað bestu ásigkomulagi, jafnvel öld eftir að hann hvarf þaðan.
Gjóskugos er annað atriði sem hefur haft veruleg áhrif á umhverfi Reykjanesskagans. Í miklum gjóskugosum fellur gosaska á víðlend gróðursvæði og kaffærir  gróðurinn. Vindurinn fær mikið efni til þess að taka með sér og dreifa. En gróðurinn er þó jafnan fljótur að jafna sig og vaxa upp í gegnum öskuna og binda hana í jarðveginum. Stór gjóskugos hafa átt sér stað fyrir landnám án þess að uppblástur færi úr böndunum, en hitinn frá hraunkvikunni og endurnýjun hraunanna, hvert ofan á annað, hefur takmarkað lífslíkur gróðurs á sumum svæðum.
Eftir landnám var skógurinn höggvinn miskunnarlaust til kolagerðar og eldiviðar. Eftir það var búfénaði beitt á rjóðrin svo hann átti erfitt með að vaxa upp að nýju. Nú er aðeins um 1/100 hluti landsins skógi vaxinn. Fólk er þó byrjað að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að vernda skógana og eru nú nokkrir skógar hér á landi verndaðir. Í þeim er bannað að höggva trén eða hafa búfjár lausan. Takmarkalaus skógrækt er þó ekki lausnin.
Gróðureyðing í KrýsuvíkÞað er fleira sem náttúran sjálf gerir sem skaðar getur gróðurinn. Sem dæmi má nefna jarðskjálfta og snjóflóð. Í snjóflóðum grefst mikið af gróðri undir mörgun tonnum af snjó og skriðum. Getur það tekið dágóðan tíma fyrir gróðurinn að ná sér aftur upp. Í aurskriðum geta stór gróðursvæði farið undir mold og mulning. Í jarðskjálftum hristist jörðin og getur t.d. mold runnið yfir gróður og þannig sökkt honum í mold.
Það eru einkum móar sem blása upp, sjaldan mýrar því bleytan bindur korn mýramósins saman svo vindur nær ekki tökum á þeim. Við sérstakar aðstæður getur þó vindrof hins vegar náð að þurrka mýrar sem síðan blása upp.
Menn hafa einnig mikil áhrif á uppblástur og gróðureyðingu. Má þar nefna bílaslóða. Alltof víða er hægt að rekja slóð bíla þar sem ökumenn hafa verið að keyra um að því er virðist stefnulaust. Þeir skilja oft eftir sig ljót för í jarðveginum sem geta verið lengi að ná sér. Þessar slóðir eru einnig hættulegar fyrir  gróðurlendi, opna uppblæstri leið og skapa farvegi fyrir afrennsli regn- og leysingavatn. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því víða má sjá hvar vatn hefur grafið fornar götur og reiðleiðir.
Þannig hefur verið stöðug barátta milli uppblásturs og sjálfsgræðslu Íslands, allt frá því að land greri upp eftir að ísaldarjöklar hurfu af landinu fyrir 10.000 árum. Breytist loftslag ekki helst jafnvægi milli uppblásturs og gróðureyðingar, álíka mikið land blæs upp og grær upp. Ef hins vegar loftslag batnar dregur úr uppblæstri, en sjálfsgræðsla eykst, svo gróðurlendi stækkar. Í versnandi loftslagi eykst uppblástur, en sjálfsgræðsla hægir á sér, svo gróðurlendi dregst saman.
Uppblástur er eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Svæðið umhverfis Reykjavík, bústað fyrsta landnámsmannsins, hefur orðið uppblæstri að bráð. Þar sem áður var birkiskógur eru nú ber holt og blásnir melar með mýrasundum á milli. Hrauna- og móbergssvæðin á SV-landi eru mjög illa farin af uppblæstri, Reykjanesskaginn nær alveg blásinn, gróðurlaus og ber. Fyrstu kynni flestra erlendra ferðamanna af íslenskri náttúru eru hrjóstrin milli Keflavíkur og Reykjavíkur, fremur napurleg landkynning.
Jarðvegseyðing er hins vegar ekki séríslenskt vandamál. Víða um heim á sér stað gífurleg jarðvegseyðing. Ofbeit og ofnýting lands kom af stað gífurlegum uppblæstri (Sahara stækkar stöðugt, Bandaríkin, Ástralía og víðar). Skógarhögg og brennsla skóga og meðfylgjandi álag á landið (Grikkland hið forna. Regnskógar hitabeltisins) hafa gjörbreytt gróðurlendi til hins verra. Loftslagsbreytingar eiga hér einnig sinn þátt. Og sífellt hverfur meira gróðurlendi undir mannvirki og malbik.
Gróðureyðing í ofanverðri Krýsuvík

Krækiberjablóm

Þegar gengið er um móana má, ef vel er að gáð, sjá fyrir fótum nokkrar berjategundir, s.s. bláber, krækiber, hrútaber og skollaber.
Bláberjalyngið er sumargrænn smárunni. Blöðin eru breytileg að gerð og lögun. Blómin, sem nefnast sætukoppar, eru nokkur saman efst á árssprota fyrra árs. Fullþroska eru berin dökkblá að utan en grænleit að innan með litlausum en bragðgóðum safa. Bláberjalyng er að finna um allt land, einkum í votlendi og mólendi. Bláberjarunninn blómgast í maí – júní og er þá u.þ.b. 10 – 30 cm. á hæð. Það fer mikið eftir árferði hvenær berin verða nægjanlega þroskuð til tínslu en líkt og með önnur íslensk ber má ekki reikna með fullum þroska fyrr en eftir miðjan ágúst. Ber, blöð og rót voru talin kælandi og barkandi. Þau voru notuð gegn lífsíki, köldu og skyrbjúgi. Gott þótti að strá dufti af rótinni á holdfúa sár.
BlaberAðalbláber
eru dökkblá og í sumum tilfellum svört ber sem vaxa villt víða um landið. Að innan eru þau rauð og bragðið er súrsætt. Aðalbláber vaxa í skógum, lautum og mólendi og oft er mest um þau á snjóþungum stöðum.
Algengust eru þau á norðanverðu landinu en heldur sjaldgæfari á landinu sunnarverðu, en þó ekki óalgeng. Aðalbláberjalyngið er grænn smárunni. Blöðin eru smásagtennt, ljósgræn, þunn og egglaga. Þau eru græn báðum megin en roðna er líður að hausti. Aðalbláberjalyngið blómgast í júní og er þá 10-30 cm. á hæð. Berin eru þó sjaldnast fullþroska fyrr en eftir miðjan ágúst. Ber, blöð og rót voru talin kælandi og barkandi. Þau skyldu nota, líkt og hálfnefnur þeirra, við lífsýki, köldu og skyrbjúgi. Te má gera af blöðunum til daglegrar notkunar. Aðalbláber hafa verið notuð við ýmis konar kvillum tengdum sjóninni. Rannsóknir benda til þess að aðalbláber bæti nætursjón, a.m.k. tímabundið. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á aðalbláberjum sem sýna að jurtin bætir sjón í rökkri, styttir þann tíma sem það tekur að venjast myrkrinu o

g styttir þann tíma sem augun eru að ná sér eftir að hafa orðið fyrir skerandi birtu. FERLIR hefur nýtt sér áhrifin, einkum þegar gengið er í myrkri eða áður en farið er niður í myrkvaða hella. Önnur áhrif berjanna virðast vera stutt og koma strax fram, þannig að ráðlagt er að nota berin eða þykkni úr þeim, rétt áður en þörf er á betri nætursjón.
Í MBL þann 15. ágúst 2000 er í grein fjallað um upphaf berjatímans: “Krækiber, bláber og aðalbláber hafa verið tínd hér á landi allt frá landnámi. Berjatíminn er nú hafinn og víst að margir eiga eftir að leggja leið sína í berjamó enda eru berin talin holl og af mörgum hreinasta sælgæti. Margir berjatínslumenn eiga sitt uppáhalds berjasvæði þar sem þeir fylla ílát sín ár hvert um þetta leyti. Aðrir ferðast um landið þvert og endilangt til að leita uppi ný berjasvæði og kynnast um leið margs konar náttúru enda útiveran stór hluti berjatínslunnar.
Ber hafa áreiðanlega alltaf verið höfð til matar á Íslandi. Í bók Hallgerðar Gísladóttur, Íslensk matarhefð, kemur fram að samkvæmt íslensku þjóðveldislögunum mátti tína ber upp í sig á eignarlandi annarra en það varðaði sektum að tína þau og flytja burtu. Þar kemur einnig fram að krækiberjavín var bruggað í Skálholti snemma á öldum, sennilega vegna skorts á innfluttu messuvíni.
Berjaskyr var algengur réttur síðsumars og á haustin áður fyrr. Berin voru gjarnan geymd í súru skyri fram eftir vetri eða í sýru og drukkin með henni til bragðbætis. Berin hafa áreiðanlega oft stuðlað að því að draga úr skorti á C-vítamíni, sem var mjög algengur hérlendis, einkum á vetrum. Krækiber eru óvíða borðuð annars staðar en á Íslandi þó þau vaxi í fleiri löndum eins og t.d. á Grænlandi, í Kanada og í Skandinavíu. Samar, Inúítar og norður-amerískir indíánar borða raunar mikið af þeim.
Bláber og aðalbláber eru náskyld en aðalbláberin þykja betri enda sætari og safaríkari. Bláber eru fremur smá hér á landi en þykja bragðgóð. Þau eru vinsælust fersk en einnig notuð í bökur, grauta og í skyr. Þau má frysta og þurrka og gera úr þeim saft, hlaup og sultur. Best er þó að borða berin fersk, næstbest er að frysta þau því þá varðveitist eitthvað af C-vítamíninu en versti kosturinn með tilliti til næringargildis er að gera sultu eða saft.”
Hrútaberjalyng er algengt á láglendi um allt land. Það vex í frjósömum brekkum og bollum,einnig oft í skógarbotnum. Plantan er með löngum, skriðulum renglum, sem eru bæði blöðóttar og hærðar. Þessar renglur, sem stundum eru kallaðar skolla- eða tröllareipi, geta orðið allt að tveir metrar á lengd. Blómstönglarnir eru uppréttir og með þyrnum. Blóm eru fá saman og eru bikarblöðin niðurbeygð en krónublöðin upprétt. Hrútaberin þroskast fremur seint á sumrin, þau eru safamikil og örlítið súr á bragðið. Berin hafa töluvert verið nýtt til sultugerðar. Dropar af hrútaberjum þykja styrkjandi bæði fyrir maga og hjarta. Einnig er talið að þeir lækni skyrbjúg. Droparnir eru búnir til á eftirfarandi hátt: 100 gr. af steyttum berjum eru sett í 1/2 lítra af sterku brennivíni og geymt á flösku í heitum sandi í þrá daga. Hið þunna er síðan síað frá og geymt.
Hið síðastnefna hefur áreiðanlega vakið athygli einhvers.
Skollaber vaxa innan um lyng og kjarr. Berin vaxa ætíð í breiðum, en oftast á fremur litlum svæðum. Þau eru víða að finna á norðanverðu Snæfellsnesi, á Vestfjörðum og við utanverðan Eyjafjörð. Skollaber eru einnig að finna nyrst á Austfjörðum. Ef vel er að gáð má einnig finna þau á Reykjanesskaganum. Hvítu blöðin fjögur eru ummynduð laufblöð sem lykja um blómsveipinn. Blómin sjálf eru nær svört eða rauðsvört á litinn. Skollaber þroskast ekki fyrr en seint á haustin, oft í september. Oftast þroskast ekki nem 2-3 ber í hverjum sveip.kraekiber

Lönguhlíðahorn

Við fyrstu sýn virðist Reykjanesskaginn hrjóstugur á að líta, en ef betur er að gáð kemur í ljós margbreytilegt gróðurfar. Fyrst ber að nefna mosann sem klæðir hraunin á stórum svæðum. Setur hann óneitanlega mikinn svip á Grámosi /Gamburmosilandið. Grámosinn (gamburmosi) er ríkjandi tegund og ræðst tilvist hans af hinu raka úthafslofti. Annars staðar er gróskumikill lynggróður, t.d. krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberja-lyng, sortulyng og beitilyng.
Grámosi eða gambur-mosi hefur hlotið tegundarheitið hraungambri (Racomitrium lanuginosum). Þetta er einn algengasti og mest áberandi mosinn á öllum suður- og vesturhluta Íslands svo og í strandhéruðum Austurlands. Hann er einn fyrsti landneminn í nýjum hraunum. Við úthafsloftslag á snjóléttum svæðum verður hann einráður á allmörgum áratugum, og myndar samfelldar, mjúkar mosaþembur á 100 ára gömlum hraunum og eldri. Á snjóþyngri svæðum með landrænna loftslagi nær hann ekki að kveða niður keppinauta sína, sem þá verða stundum ráðandi í gróðurfari, einkum hraunbreyskja. Mosinn hverfur smám saman af yfiráðasvæðum sínum og skilur þá eftir jafrðveg fyrir aðrar plöntur. Þannig má sjá mosann enn hafa yfirráð í nýrri hraununum, en annar gróður hefur tekið yfir í þeim eldri.
Við öflun eldsneytis hér áður fyrr voru allir möguleikar gjörnýttir. Var safnað mosa, þangi, þönglum og þara til Grámosieldsneytis? Einnig sprekum, mor og smáreka. Kalviður og skógviður í skógi var notaður til eldsneytis ef um það var að ræða. Grámosinn var rifinn upp í hraununum og einkum notaður til eldiviðardrýginda?
Mosinn þekur víða hraunbreiður eins og lagt hafi verið yfir þær þykkt, mjúkt teppi. Í raun eru þetta óteljandi, smáar plöntur sem vaxa þétt hver upp að annarri. Mosar eru ólíkir öllum hinum plöntunum sem hér hafa verið upptaldar. Stundum er sagt að mosaplöntur séu „frumstæðar“ vegna þess að mosar uxu á jörðinni langt á undan blómplöntunum. Mosar mynda ekki blóm eða fræ en þeir fjölga sér og dreifa með örsmáum gróum. Mosar hafa ekki rætur, en sumir þó s.k. rætlinga, og aðeins agnarsmá laufblöð. Mosar eru til af fjölmörgum tegundum og eru oft, ásamt fléttunum, fyrstu lífverurnar sem ná að vaxa á grjóti eða hraunum og mynda þannig jarðveg fyrir aðrar plöntur.
Mosinn breytir litum. Þannig verður hann grænn í vætutíð, en grár í þurrkum.

Heimildir m.a.:
www.floraislands.is
www.natmus.is
www.nams.is
www.umhverfissvid.isGrámosi

Vigdísarvellir

Árið 1993 gerði Guðrún Gísladóttir skýrslu fyrir stjórn Reykjanssfólkvangs um “Gróður, jarðveg og mannvistarminjar í Reykjanesfólkvangi” og jafnframt gerði hún tillögur um úrbætur.
Í niðurstöðum og tillögum skýrslunnar segir m.a.:
“Ástand gróðurs er víða afar bágborið í Reykjanesfólkvangi og er brýnt að lagfæra ástandið á þeim svæðum sem eru illa farin. Fjölbreyttar búsetuminjar eru á fólkvangnum allt frá landnámi til 20. aldar. Rústirnar þarf að gera upp annars er hætta á að þær hverfi áður en langt um líður því grjót og torf samlagast umhverfinu, ekki síst ef svæðið grær upp. Þarna eru dýrmæt menniningarverðmæti sem verður að bjarga með endurbyggingu. Eina húsið sem er uppistandandi frá gamalli tíð er Krýsuvíkurkirkja frá 1857.
Mikilvægt er að gróður verði í framtíðinni í samræmi við íslenskt náttúrfar. Við uppgræðslu lands skal því einungis nota íslenskar jurtir og fræ en varast að nota lúpínu og barrvið. Beina skal aðgerðum að þeim svæðum sem verst eru farin, þ.e. svæðinu frá Kleifarvatni suður að sjó, Sveifluhálsi og Vesturhálsi, Breiðdal og Undirhlíðum. Mikilvægt er að náttúran sjálf fái að sjá um gróðurframvindu í hraunum og því ber að varast að planta þar trjám.
Búsetuminjar eru fjölbreyttar, t.d. bæjarhverfi, verstöð og seljarústir. Á milli þessara minja eru órjúfanleg tengsl. Bændur höfðu í seli og stunduðu sjó á vertíð. Sökum hagleysis var búfé rekið í sel og vegna hafnleysis héldu bændur til í verstöð á vertíðum. Það er því mikilvægt að þessum tegundum minja verði sinnt þegar rústir verða gerðar upp. Beina skal agerðum fyrst að verstöðinni á Selatöngum, síðan Krýsuvíkurbænum með útihúsum og þá Selsvöllum. Það ætti í framtíðinni að gera upp allar rústir fólkvangsins og hafa nokkrar skepnur t.d. í Krýsuvík, en þess verður að gæta að gróður hljóti ekki skaða af.”
Í skýrslunni er fjallað ítarlega um gróður og jarðveg í Reykjanesfólkvangi, markmið með endurheimt landgæða, tillögur um leiðir til varðveislu gróðurlenda og uppgræðslu lands, aðferðir í uppgræðslumálum, ástand og aðgerðir á mismunandi svæðum fólkvangsins, forgangsröðun svæða, búsetu áður fyrr í Reykjanesfólkvangi, ástand rústa og umfang, forgangsröðun verkefna og tillögur um lagfæringar og upphleðslu mannvistarminja og auk þess hugleiðingar um nýtingu Reykjanesfólkvangs.
Um búsetu áður fyrr í Krýsuvíkursókn segir m.a.: “Rústir í Reykjanesfólkvangi bera fyrri búsetu ótvírætt vitni. Elstu minjar búsetu er að finna í Húshólma og Óbernnishólma í Ögmundarhrauni. Byggðin sem þar fór í eyði þegar Ögmundarhraun rann um 1151. Um búsetuna þarna eru ekki skráðar heimildir og eru því rústirnar eina vísbendingin um hina fornu byggð Krýsuvíkur og má ljóst vera að byggðin hefur verið umfangsmeiri en rústirnar segja til um. Elsta ritaða heimildin um búsetu í Krýsuvíkursókn er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þá voru íbúar í Krýsuvíkursókn 34 og var þá búið í Krýsuvík og 7 hjáleigum. Býlin voru í þyrpingu undir Bæjarfelli og rétt norðar þar sem Stóri og Litli Nýibær stóðu. Fram undir 1825 var fjöldi íbúa og býla stöðugur en eftir það fór ásókn í nýbýli að aukast í sókninni. Til að byrja með voru stofnuð nýbýli undir Bæjarfelli, þ.e. Garðshorn og Lækur. Landrými var hins vegar takmarkað og voru þrjú nýbýli stofnuð fjarri Bæjarfelli á árunum 1830-1850. Vigdísarvellir og Bali á svokölluðum Vigdísarvöllum og Fitjar undir fellinu Strákum suður undir sjó. Fólksfjöldinn í sókninni jókst stöðugt og varð mestur á 6. áratug 19. aldar þegar rúmlega 70 manns byggðu sóknina. Á þeim árum byggðust kotin Arnarfell, Snorrakot og Hnaus, sem voru í byggð einujngis í skamman tíma.
Eftir 1865 fór svo að halla undan fæti fyrir byggðinni. Fólkinu fækkaði um leið og býlin lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Eftir aldarmótin voru íbúarnir orðnir færri en í byrjun 18. aldar og einungis 3 bæir í byggð. Litli Nýibær og Vigdísarvellir lögðust í eyði eftir jarðskjálfta 1905. Eftir það hélst byggð í Krýsuvík og Stóra Nýjabæ um skamma hríð og í byrjun 4. áratugarins var Krýsuvíkurhverfið allt. Þar með lauk sögu sjálfþurftarbúskapar og nýir tímar komu til sögunnar. Rústir sem verður lýst hér á eftir eru leifar gamla sveitasamfélagsins og eru minjar um líf og afstöðu fólks fyrir ekki svo löngu síðan. Aðstöðu fólks og lifnaðarhætti eiga börn nú á tímum engin tök á að gera sér í hugarlund. Ef hins vegar býlin yrðu gerð upp og unglingar fengju að vinna að því með eldra fólki myndi sjálfsagt nýr heimur opnast fyrir þeim. Hið sama gildir um þá sem kynnast uppgerðum húsunum.”
Guðrún lýsir síðan ástandi mannvistaleifanna eins og þær voru árið 1993. Tíu árum síðar, eða árið 2003, má segja að ýmislegt hafi breyst, bæði hvað varðar aukna vitneskju og eflda vitund fólks um minjar þær er hún fjallar um í ritgerð sinni. Ennþá stafar þó sama hættan að þeim, ekki síst vegna skilningsleysis þeirra aðila er ákvarðanir þurfa að taka um framkvæmdir á einstökum svæðum.
“Allar rústirnar þarf að merkaj vel og hafa upplýsingar um sögu þeirra á staðnum. Það ætti að vera framtíðarmarkmið að hlaða upp rústirnar… Ég sé þetta svæði fyrir mér sem eitt verðmætasta útivistarsvæði á suðvesturhorni landsins þar sem hægt verður að sameina náttúru- og söguskoðun.
Í Svíþjóð hefur sænska ferðafélagið gert upp marga bóndabæi, iðnaðarhverfi frá 19. öld og reyndar líka herragarða og fangelsi. Þessi hús eru nú notuð sem farfuglaheimili og njóta óhemju vinsælda ekki síst vegna sögulegs gildis. Í Danmörku njóta víkingaaldabæirnir mikilla vinsælda. Í Lejre utan við Hróarskeldu er stórt svæði lagt undir þessa starfsemi… Með því að gera upp býli og hafa starfsfólk á staðnum sem vinnur með gamla laginu er enginn vafi á því að fólk mun sækja staðinn hvort sem er til að fá sér kaffisopa eða dvelja lengur. Á hverju svæði fyrir sig þarf að vera til staðar saga svæðisins, s.s. Krýsuvíkurhverfisins og lýsing á náttúruverðmætum í nágrenninu.”
Minna má á að ekki er nema ár síðan að bæjarstjórn Hafnarfjarðar léði landsvæði undir Arnarfelli, í hjarta Krýsuvíkurhverfisins – hinna gömlu búsetuminja og heilstæða sögusvæðis, undir kvikmyndatöku erlendrar stríðsmyndar með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og mengun minjanna. Slíkt getur tæpast talist mikil virðing fyrir þeim verðmætum og hinni miklu arfleifð, sem þarna er að finna. Flokka verður slíka ákvörðun undir stundarafglöp að óathuguðu máli.
Staðreyndin er sú að taka þarf framkomnar ábendingar Guðrúnar til alvarlegar skoðunnar, ekki síst nú þegar kröfur almennings um varðveislu menningarverðmæta verða æ háværari og mikilvægra áhrifa ferðamennskunnar er farið að gæta í miklu mun ríkari mæli en áður var. Reykjanesfólkvangur býr yfir miklum tækifærum, sem óþarfi er að glopra niður vegna vanþekkingar eða áhugaleysis þeirra er gæta eiga hagsmuna þeirra svæða er hann tilheyrir. Auk náttúruminja má nefna ótrúlega aðgengilega sýn á jarðfræðifyrirbæri, hvort sem um er að ræða frá ísaldarskeiðum eða nútíma. Telja má að a.mk. 15 hraun hafi runnið á Reykjanesskaganum frá því að land byggðist og hefur það óneitanlega sett mark sitt á búsetu fólks og þróun byggðar frá upphafi vega. Ef vel er að gáð má bæði sjá og þreifa á sannindum um búsetu- og atvinnusögu svæðisins frá því að fyrstu íbúarnir stigu á land til dagsins í dag – rúmlega 1100 árum síðar. Er ekki kominn tími til að nútímafólkið reyni a.m.k. að varðveita hluta þeirrar sögu til handa komandi kynslóðum þessa lands?

Heimild:
-Skýrsla Guðrúnar Gísladóttur um “Gróður, jarðveg og mannvistarminjar í Reykjanesfólkvangi” – 1993.

Gullkollur
Gróður á Reykjanesskaganum er að mörgu leyti líkur gróðri annars staðar á landinu. Af öllum plöntum á landinu má finna á honum rúmlega 60% af þeim. Gamburmosinn er einkennisplantan, enda víða nýlega hraun. Ferskvatnstjarnir í bland við saltan sjóinn er og meðal einkenna svæðisins.
Valllendi er víða. Allir þekkja grundir, þurra bala, brekkur og ræktuð tún, sem er að finna hvarvetna á skaganum. Á þessum stöðum eru grastegundir mest áberandi og setja sterkan svip á landið.
Fjara nefnist svæðið þar sem láð og lögur mætast. Breidd fjörunnar er mjög mismunandi og fer eftir staðháttum, aðallega þó halla lands. Við klettótta strönd er breiddin nær engin en við árósa og í grunnum víkum getur hún orðið nokkuð löng. Neðri mörk fjörunnar eru oft miðuð við mestu stórstraumsfjöru og efri mörkin við hæsta stórstraumsflóð, en einnig er hægt að fara eftir útbreiðslu ákveðinna lífvera. Fjara er mjög sérstætt búsvæði. Það stafar einkum af því að flestar lífverur eru ýmist á kafi í sjó eða á þurru eftir því hvernig sjávarföllum er háttað. Í annan stað hefur öldurót mikil áhrif á lífverurnar. Þar sem er mjög brimasamt og undirlagið óstöðugt ná engar lífverur fótfestu, eins og víða við suðurströnd landsins.
Þær plöntur sem eru einskorðaðar við fjöru eru aðallega þörungar en efst í henni eru líka nokkrar eiginlegar fjörutegundir eins og hin svarta fjöruskóf, sem er fléttutegund, og grastegundin sjávarfitjungur. Þá er að geta þess að allmargar landplöntur vaxa eingöngu við efstu fjörumörk og ná oft talsvert niður í fjöru. Af þeim má nefna blálilju, hrímblöðku, skarfakál, fjöruarfa og fjörukál, sem allar hafa tiltölulega þykk og safamikil, blágræn blöð. Þessar tegundir þola háan saltstyrk og á stundum stirnir á saltkrystalla í blöðum þeirra.
Því ofar sem dregur við strönd bætast sífellt fleiri tegundir í hóp strandplantna. Oft ber þar mikið á baldursbrá, tágamuru, kattartungu, holurt og geldingahnappi auk ýmissa grastegunda, einkum melgresi, ef sandur er laus í sér.
Víða flæðir sjór yfir annað votlendi og þá myndast mjög sérstakt gróðurlendi, svo kallaðar sjávarfitjar. Langmest ber á grasleitum tegundum á þessum svæðum, grösum og hálfgrösum (einkum störum), en þó leynast smáar og fagrar jurtir inni á milli, eins og stjörnuarfi, strandsauðlaukur, kattartunga og sandlæðingur.
Til eru ýmsar gerðir af valllendi. Séu grastegundir nær einvörðungu drottnandi í svip landsins kallast það graslendi. Aðrar blómplöntur, eins og fíflar, brennisóley, hvítsmári og gulmaðra, vaxa jafnan inni á milli grasanna, ef vel er að gáð, einkum ef örlítil rekja er í rót eða landið smáþýft.
Stundum eru aðrar blómplöntur miklu meira áberandi í valllendinu til að sjá en grösin og þá kallast það blómlendi eða jurtastóð. Blómlendið er sjaldnast mjög víðáttumikið en er einkum neðst í brekkum, meðfram ám og lækjum eða í lautadrögum. Víða þar sem valllendi er hefur það orðið til úr mólendi við það að vera beitt. Hinar ýmsu gerðir af valllendi voru oft nýttar til slægna fyrr á öldum og síðar var farið að rækta þar tún.
Ekki er til neinn algildur mælikvarði á hvað kalla skal votlendi. Flestum er þó tamt að nota það orð um gróður, þar sem jarðvegur er blautur nær árið um kring, en sumir nota það einnig um tjarnir, læki og vötn. Oft er erfitt að draga þarna skýr mörk á milli.
Algengustu gerðir votlendis eru flói og mýri. Vatnsstaða í votlendi er ærið breytileg en í megindráttum eru skilin á milli flóa og mýrar þessi: Í flóanum flýtur vatn oftast yfir grassverðinum, hann er nær hallalaus og rennsli á vatni er lítið sem ekkert. Í mýrinni stendur vatn sjaldnast yfir grassverðinum, henni hallar oftast nær og vatnið er jafnan á hægri hreyfingu; að jafnaði ber talsvert á þéttum mosa í rót. Af þessu sést að oft getur verið skammt á milli tjarnar og flóa annars vegar og mýrar og þurrlendis hins vegar.
Flóar eru víðáttumiklir, bæði á láglendi og í hálendinu. Brokflói er afar útbreiddur og einkennistegund hans er klófífa en blöð hennar nefnast brok. Síðla sumars er brokflói hvítur yfir að líta, þegar fífan er í algleymingi, en á haustin setur rauðbrúnt brokið sterkan svip á hann. Ýmsar starir eru einnig mjög algengar í flóum. Ljósustararflói kemur næst brokflóa að víðáttu og er allalgengur víða um land og er hann blágrænn til að sjá. Einnig má nefna gulstararflóa, er sker sig úr sem gulgrænar rákir, sem er víða algengur á láglendi. Þessar þrjár af gerðir flóum er mjög auðvelt að greina úr fjarlægð á litnum einum saman.
Mýrar er hvarvetna að finna, frá ystu annesjum til hæstu hæða, þar sem samfelldur gróður nær. Einkennistegundir mýrarinnar eru ýmsar starir, eins og mýrarstör, stinnastör og hengistör. Mýrar eru oft þýfðar og vaxa ýmsar lyngtegundir á þúfnakollum.
Fyrr á árum var víða heyjað í votlendi.
Á eftirstríðsárum heimsstyrjaldarinnar síðari hófst verulegt átak í því að ræsa fram votlendi til að auðvelda ræktun túna. Það leiddi til þess að víðlend votlendi voru eyðilögð. Því hefur nú verið hætt og jafnvel hefur verið reynt að endurheimta það votlendi sem tapaðist með því að fylla upp í skurði.
Venja er að fjalla um kjarr- og skóglendi sem eina heild, þó að á þessu tvennu sé þó nokkur munur.
Birki er eina íslenska trjátegundin sem myndar skóga. Hæstu birkitré verða rúmir 10 metrar á hæð, s.s. við Kerið í Undirhlíðum, og á ýmsum stöðum eru 5 -10 metra háir skógar. Mörg tré í skógum eru einkar fögur, beinvaxin með ljósan börk. Í gömlum bókum, eins og fornsögum, annálum og ferðabókum, eru víða til frásagnir um mjög vöxtulega skóga fyrr á öldum. Eyðing skóga á að verulegu leyti rót sína að rekja til ágengni manna og búsmala hans.
Birki myndar einnig víðáttumikið kjarr, sem er að stærstum hluta innan við tveir metrar á hæð og oft mjög kræklótt og margstofna. Margir álíta að kjarrlendið sé leifar af fornum birkiskógum og er það án efa rétt. Á hinn bóginn verður birki sem vex á útkjálkum vart miklu hærra. Meginhluti alls kjarr- og skóglendis er fyrir neðan 250 metra hæð yfir sjó en þó hefur birki fundist í um 600 metrum ofan sjávarmáls.
Aðrar trékenndar tegundir, eins og gulvíðir og loðvíðir, mynda sums staðar kjarr einnig. Botngróðri í kjarr- og skóglendi svipar oft til gróskumikils valllendis eða mólendis.
Mólendi er yfirleitt þýft þurrlendi, vaxið grasleitum plöntum eða lágvöxnum runnagróðri.
Ein algengasta planta landsins er af hálfgrasaætt og nefnist þursaskegg. Hver planta lætur mjög lítið yfir sér og fáir þekkja hana en samfelldar breiður þursaskeggs varpa sérstökum móleitum blæ á óræktarmóa vítt um land.
Auk þursaskeggsmós eru lyngmóar allalgengir. Flestar einkennistegundir mólendisins eru mjög auðþekktar og dregur mólendið oftast nafn sitt af þeim. Algengustu lyngmóarnir eru krækilyngs-, bláberjalyngs-, sortulyngs- og beitilyngsmór. Oft vaxa þessar tegundir saman að meira eða minna leyti.
Af öðrum gerðum mólendis má nefna fjalldrapamó, hrísmó öðru nafni, og sauðamergsmó.
Vel gróið mólendi þykir með fegurstu gróðurlendum landins og sérstaklega síðla sumars og fram eftir hausti skartar mórinn sínum fallegustu litum.
Mólendi er jafnan mjög ríkt af tegundum en á stundum hleypur svo mikill mosi í svörðinn að blómplöntur láta undan síga. Þá nefnist gróðurlendið mosamór og líkist hann þá mosaþembu sem algeng er í hraunum. Mosaþemba er þó sjaldnast talin til mólendis heldur litið á hana sem sérstakt gróðurlendi.
Berangur setur sterkan svip á landið. Í kjölfar búsetunnar átti sér stað mikil eyðing jarðvegs og gróðurs sem erfitt hefur verið að hemja allt til þessa dags. Auðnir landsins eru samt ekki með öllu gróðurlausar þó að jarðveg skorti. Plönturnar búa yfir sérstökum hæfileikum til þess að ræta sig og kljást við óblíð skilyrði.
Á bersvæði mynda plöntur sjaldnast samfellda gróðurþekju heldur vaxa þær jafnan strjált. Á melum ræðst þéttleiki plantna einkum af hversu rakaheldnir melarnir eru og hvernig yfirborðsgerð þeirra er háttað. Á vorin eru miklar hreyfingar í yfirborði melanna, þegar klaki fer úr jörð, og þá er hætta á að plöntur missi rótfestuna.
Af algengum melaplöntum má nefna geldingahnapp, lambagras og holurt eða fálkapung öðru nafni. Á síðari árum hefur innflutt plöntutegund, alaskalúpína, náð að breiðast verulega út á melum, einkum á Reykjanesskaganum.
Lítinn vind þarf til þess að hreyfa við yfirborði sanda. Plöntum reynist því talsvert erfitt að festa þar rætur. Sumar tegundir eiga þó auðveldara en aðrar með að vaxa þar. Dæmi um slíka tegund er melgresi eða melur. Nokkurt skjól myndast í vari af stórvöxnum blöðum melgresis og því safnast sandur þar fyrir og háir hólar myndast. Ávallt er þó nokkur hreyfing á sandinum svo að melgresishólarnir flytjast úr stað með tímanum.
Nokkuð hefur verið gert af því að rækta upp mela og sanda á undanförnum áratugum. Sums staðar hefur sú uppgræðsla lánast allvel en ekki gengið sem skyldi annars staðar.
Ekki eru skörp mörk á milli gróðurs á láglendi og í hálendi landsins. Samfelldur gróður nær vart hærra en í tæpa 500 metra.
Þar sem snjór liggur lengi fram eftir vori þekur snjómosi svörð og myndar harða skorpu.
Fjallað er um gróðureyðingu á öðrum stað á vefsíðunni.

Heimildir m.a.:
-http://www1.nams.is/

Sóley

Sóley við Miðsel.

Lönguhlíðahorn
Enginn veit með vissu hvað íslenzka flóran hefur að geyma margar tegundir af plöntum. Á hverju ári finnast allmargar nýjar tegundir, bæði af sveppum, fléttum og mosum sem ekki var áður vitað að væru til á Íslandi. Það er hins vegar sjaldgæfara að nýjar blómplöntur og byrkningar finnist. Undantekningar eru þó þó blómin sem fundust við Árnastíginn um árið…
HvönnEn eftir því sem best er vitað í dag, á þessari stundu, munu um 5.400 villtar tegundir plantna vaxa í landinu.
Fjöldi plöntutegunda á Íslandi er hlutfallslega lágur miðað við mörg önnur sambærileg svæði með svipuð veðurskilyrði. Skýringu þess er einkum að leita í einangrun landsins og skömmum tíma síðan ísöld lauk, en kuldaskeið íslandar hafa útrýmt mörgum tegundum, sem síðan hafa ekki átt afturkvæmt. Þó má á ári hverju sjá nýja landnema, ef vel er að gáð.
Á Íslandi eru nú skráðar:
-um 2000 tegundir af sveppum, auk um 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni.
-um 710 tegundir af fléttum.
-um 600 tegundir af mosum.
-um 430 tegundir villtra blómplantna.
-um 40 tegundir af byrkningum.

Bikarblóm

Á Reykjanesskaganum er stundum sagt að þar sé einungis eitt blóm – og þá er mosinn ekki meðtalinn. Þetta blóm heitir stundum lambagras, stundum geldingahnappur, stundum bláklukka, stundum brönugras – allt eftir hvernig á það er litið. Þetta eina blóm vekur alltaf jafn mikla athygli, hvar sem til þess sést á annars fáskrúðugu landi. Þess vegna er svo mikilvægt að líta niður fyrir sig og í kringum sig næst þegar þegar gengið er utan vegar á skaganum. Horfa þarf á litla blómið, lit þess og lögun. Hvorutveggja segir til um nafn þess.
Á Reykjanesskaganum er annars stór hluti hans þakin hraunum og eru þau klædd mosaþembu (hraungambra), mólendi eða jafnvel kjarri, allt eftir aldri hraunanna. Að öðru leyti ber mest á lyng- og heiðagróðri, mólendi eins og það er oftast kallað, en minna ber á graslendi eða jurtastóði þó það sé einnig til og þá aðallega í lautum og bollum. Einnig er töluvert kjarrlendi í brúnum. Á seinni árum hefur sá trjágróður sem gróðursettur hefur verið sett svip á landið og jafnframt hefur annar gróður tekið verulegum framförum vegna skjóls og friðunar. Þó má sjá verulega gróðureyðingu á einstökum svæðum, s.s. í Krýsuvík og á Strandarheiði og upp með fjallshlíðum, s.s. í Brennisteinsfjöllum.
Allur gróður á sér ákveðinn líftíma. Þá deyr hann og annar gróður tekur við. Á meðan vinna vindar, vatn og frost á veikburða gróðrinum og gerir nýjum erfitt uppdráttar.
Sjá meira um gróðir á Reykjanesskaganum HÉR, HÉR og HÉR.

Heimildir m.a.:
-http://floraislands.is/Hraungambri

Sveppur

 Á Íslandi eru nú þekktir um 2000 tegundir af sveppum. Þá eru ekki taldir með rúmlega 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni.

Sveppir skiptast í marga flokka, en stærstir eru kólfsveppir og asksveppir. Til kólfsveppa teljast meðal annarra allir svokallaðir hattsveppir. Einnig teljst ryð- og sótsveppir sem lifa á blómplöntum og síkja þær, til kólfsveppa. Einkennandi fyrir kólfsveppi er kólfbeðurinn sem klæðir þá að einhverju leyti að utan, á hattsveppum þekur hann blaðkenndar fanir sem eru neðan á hattinum. Hver kólfur myndar 4 kólfgró á toppnum.
Til asksveppa teljast bæði disksveppir og skjóðusveppir, og einkennandi fyrir þá er askbeðurinn, sem er þéttsettur grósekkjum sem nefnast askar, og eru þeir venjulega hver með 8 gróum sem þeir skjóta upp í loftið þegar þeir eru fullþroska. Margir asksveppir sníkja á lifandi plöntum, en margir eru rotverur sem lifa á dauðum lífrænum efnum. Þeir stærstu mynda oft skrautlega diska eða skálar, og þekur asklagið efra borð þeirra. Aðrir asksveppir eru aðeins sýnilegir sem myglulag utan á því undirlagi sem þeir vaxa á.
Af öðrum minni flokkum sveppa má nefna oksveppi, eggsveppi, kitrusveppi og slímsveppi. Margir oksveppir lifa aðallega á myglustigi, en aðrir sníkja á skordýrum og sýkja þau. Eggsveppir valda sumir sjúkdómum á plöntum, en aðrir mynda eins konar myglu á lífrænum efnum í vatni, eða valda sjúkdómum á vatnaplöntum eða fiskum. Kitrusveppir lifa nær eingöngu í vatni. Slímsveppir er sjálfstæður hópur lífvera sem líklega eru óskyldir sveppum. Slímkórallinn er t.d. af flokki slímsveppa.
Sveppir eru því mjög margvíslegir og fjölbreyttir að allri gerð, og ef þú vilt kynnast þeim betur, skaltu velja Flóra Íslands hér til hliðar.
Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur varð fyrstur Íslendinga til að rannsaka og greina íslenzka sveppi af alvöru.
Meðfylgjandi myndir af sveppum tók FERLIR nýlega á ferð sinni um túnin að Bessastöðum.

http://www.floraislands.is/sveppir.htm
Sveppur

Setberg

Myndin hér að neðan er af Setbergsbænum við Hafnarfjörð árið 1771. Þar bjó þá Guðmundur Runólfsson, sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þegar konungur bauð kálgarðagerð í landinu, var svo mælt fyrir, að sýslumenn skyldu ganga á undan Setbergsbærinn á 18. öldöðrum með góðu eftirdæmi. Guðmundur Runólfsson gerði það, en svo dýrseldir þóttu honum kaupmenn, er hann var látinn borga spesíudal fyrir níu kvint af kálfræi, að hann kærði það fyrir rentukammerinu. Eftir það lækkaði verðið, og sýslumaður lét bændum í té fræ án endurgjalds. Komust þá upp 84 kálgarðar í Kjalarnesþingi. En nú hefur sýslumaður þá sögu að segja, að flestir hafi hætt við kálgarðana “eftir að okkar góðu verndarar við verslunina þótti það við hæfi að hræða fólkið frá slíku handafla með því að færa okkur fræ, sem ekki dugar, er ég hef mátt kaupa af þeim í tvö ár. Af því hefur ekki sprottið upp úr jörðinni ein einasta planta, sproti eða blað nokkurs staðar, hvorki í Gullbringu-, Kjósar- né Borgarfjarðarsýslu. – Þess konar fræ kom í Hólminn í tvö ár í röð, og annað árið jafngott í Hafnarfjörð”, segir sýslumaður í greinargerð um frækaup sín.

Öldin okkar 1771Tóftir gamla bæjarins á Setbergi

Landrof
Gróður breytist frá einum tíma til annars. Margt getur haft áhrif á það. Reykjanesið er ágætt dæmi um miklar gróðurbreytingar frá upphafi landsnáms til dagsins í dag.
HveravirkniGróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari fljótlega eftir að land byggðist. Frjókornarannsóknir hafa sýnt að láglendi var að miklu leyti skógi eða kjarri vaxið við landnám. Landið hefur því tapað nær öllum sínum skógum og kjarri og hugsanlega meira en helmingi gróðurþekju sinnar á síðastliðnum 1100 árum. Víða í byggð virðast umskipti frá skógi eða kjarri í nær skóglaust land hafa verið snögg og ef til vill aðeins tekið einn til tvo mannsaldra. Jarðvegur breyttist einnig. Jarðvegur myndaður eftir landnám er víða grófkornóttur með lélega samloðun, hann er ljósari og með miklu meira af áfoksefnum en jarðvegur frá því fyrir landnám. Jarðvegsbreytingarnar sýna hversu þétt uppblásturinn fylgdi í kjölfar skógaeyðingarinnar.
Ísland er eitt virkasta eldfjallaland í heimi. Hér hafa orðið gos að meðaltali á um 5 ára fresti frá landnámi. Gosunum fylgir gjóska sem sest í jarðveginn og ljær honum óvenjulega eiginleika, bæði eðlisfræðilega og efnafræðilega. Gjóskan er eðlislétt – allir vita hve léttur vikur er. Vindur og vatn ná því að hreyfa og flytja kornin auðveldlega til. Þykk öskulög mynda lög í jarðveginum sem auðveldlega grefst undan eða fýkur burt þegar gróðurhulan verndar ekki lengur.
Selin Þá er Ísland ákaflega vindasamt land. Sé gróðurþekjan fjarlægð er jarðvegurinn mjög auðrofinn hvort heldur er af vindi eða vatni. Einkum hefur vindurinn verið afkastamikill. Verstu uppblástursskeiðin er ekki hægt að kalla annað en náttúruhamfarir. Dæmi er hinn hamslausi uppblástur sem geisaði í Landssveit og Rangárvöllum og náði hámarki undir lok 19. aldar og sem hefði getað lagt stóran hluta Rangárvallasýslu í eyði. Gróður eyddist annars vegar við uppblástur þannig að vindurinn reif burt jarðveg þar til ekkert varð eftir nema jökulurðin undir en hins vegar við það að þau ógrynni sands sem losnuðu og bárust but með vindi, lögðust yfir gróður annars staðar og kæfðu hann.
Þetta tvennt, tíð eldgos og vindasamt veðurfar, var vissulega til fyrir landnám en olli þó ekki verulegum skaða á gróðurþekju. Eldgos hafa ekki verið tíðari eftir landnám en næstu árþúsund þar á undan. Sigurður Þórarinsson benti t.d. á að útbreiðsla skóga á Suðurlandi gæfu ekki til kynna að eldgos væru frumorsök að eyðingu skóga: helstu skógarleifar er þvert á móti að finna í nágrenni virkustu eldfjallanna: Bæjarstaðarskógur er nálægt rótum Öræfajökuls, Næfurholtsskógur og Galtalækjarskógur eru í næsta nágrenni Heklu og í Skaftártungum, skammt austan Kötlu, er talsvert kjarr. Merki um staðbundinn uppblástur munu finnast í jarðvegi frá því fyrir landnám en þau eru fá. Meira að segja feiknarleg gjóskugos, miklu stærri en komið hafa eftir landnám, virðast ekki hafa valdið verulegri jarðvegseyðingu. Hún hófst ekki fyrr en þriðji þátturinn bætist við með umsvifum mannsins.
Rof Því er stundum haldið fram að jarðvegseyðingu megi rekja til kólnandi loftslags. Fátt bendir til þess að svo sé. Uppblástur hófst skömmu eftir landnám og áður en veðurfar tók að kólna að ráði nálægt 1200. Þorleifur Einarsson taldi til dæmis að á þeim tíma hafi holtin umhverfis Reykjavík verið orðin gróðurvana og uppblástur þar um garð genginn. Annað sem mælir á móti því að frumorsök hnignandi gróðurfars hafi verið kólnandi loftslag er að skógar virðast víða hafa haldist lengst inn til landsins, á mörkum byggðar og óbyggða sem sést til dæmis á breyttum skógarítökum kirkna. Þar hefðu þeir þó átt hörfa fyrst vegna kólnandi loftslags. Litla ísöldin hefur þó lagst á sveif með eyðingaröflunum og haft áhrif, til dæmis í stærri jökulfljótum sem brutu gróið land, meiri jökulhlaupum og í framskriði jökla sem skildu seinna eftir sig gróðurvana auðnir og báru oft einnig fram fínkornótt efni sem farið gat á flakk.

Það sem líklega skipti sköpum og hrinti af stað vítahring jarðvegseyðingar eftir landnám er að gjóskufall hefur miklu afdrifaríkari afleiðingar fyrir gróður á skóglausu landi. Nokkurra tuga sentimetra gjóskufall getur kæft gróður á graslendi og þar sem beit eða sláttur hefur tekið ofan af gróðri, og náð að drepa allar plönturnar sem flestar hafa sína vaxtarbrodda neðanjarðar, í sverði eða rétt ofan við yfirborð. Þá liggur gjóskan óvarin fyrir vindi og vatni og verður upphaf að sandfoki og frekari gróðureyðingu á nærliggjandi svæðum þegar aðflutt efni kæfa gróður á nýjum stað. Jafnþykkt gjóskulag kann að hafa lítil áhrif á skóg og kjarrlendi þar sem eru tré og runnar sem standa upp úr. Botngróður deyr en hávaxnari gróður heldur að gjóskunni og kemur í veg fyrir að hún fari að fjúka, og skapar auk þess betri skilyrði fyrir uppvöxt botngróðurs á nýjan leik.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir,
prófessor í líffræði við HÍ

http://www.land.is/landbunadur/wglgr.nsf/key2/hofudstodvar.html

Rof

Landrof.