Tag Archive for: Hafnarfjörður

Krýsuvík

Í Skinfaxa árið 1951 er ma.a. fjallað um „Landið og framtíðina – Boranir eftir jarðhita í Krýsuvík„:

Krýsuvík

Krýsuvík – Nicholas Pocock 1791. Fyrstu tilraunir til jarðboranna á Íslandi voru á árunum 1755-1756. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru upphafsmenn og boruðu þeir þrjár holur, eina holu í Laugarnesi og tvær í Krýsuvík. Þeir félagar lentu í því að gufa og leirgos fékkst úr seinni holunni í Krýsuvík og nýr hver myndaðist, þeir þurftu því að stöðva borun á þeirri holu.

„Í Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. — Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa jafnan miklar vonir til hans staðið og standa enn.
Fyrstu jarðboranir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknarráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom.
Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver og í Seltúni. Jarðhorar voru grannir. Nokkurt gufumagn kom þó, en þar sem holurnar voru þröngar, stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.

Krýsuvík

Krýsuvík – Gróðurhúsin 1950.

Haustið 1946 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, ein með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1946—47 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveitu Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þessa höfðu verið notaðir snúningsborar. Fallborar geta borað víðari holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Ennfremur er minni festuhætta fyrir þá gerð, en áður hafði það tafið mikið, hve borar vildu festast.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðurstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst. Var þá borinn fluttur í svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð, var aftur fenginn bor frá rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum. Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau, eins og þau voru þá.
Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Hveradalina til þess að bora upp þessar stíflur. Ennfremur hafa víðari holur verið boraðar með fallbornum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst.

Olavíus

Olavíus – Krýsvíkurnámur. Olavius, sem gerði uppdráttinn af námusvæðinu, hét Ólafur Ólafsson (1741–1788).

Gufumagn, sem fyrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þrefalt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa boranir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krýsuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir. Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæta svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun hefur gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að 13 m. á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum.
Það var 12. sept. síðastl., að verulegur árangur varð af borunum í Seltúni. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora, og orðin var 229 m djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 tommu víðum járnpípum 100 m niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram, síðan það byrjaði, og kemur úr holunni allvatnsblönduð gufa. Hefur magnið verið mælt við mismunandi mótþrýsting, þ.e. þrengt hefur verið mismunandi mikið að gosinu.

Krýsuvík

Krýsuvík – borholan í Hveradölum undir Baðstofu árið 2000. Nú er búið að hylja holuna með jarðvegi.

Gufa sú, sem úr holunni kemur, mun geta framleitt um 5000 kílóvött rafmagns. En auk þess koma úr holunni um 30 1 af 100° heitu vatni á sekúndu, sem nota mætti i hitaveitu eða til annars. — Til samanburðar má geta þess, að Hafnarfjarðarbær notar nú 3000 kílóvött rafmagns. Gos kemur úr 5 holum alls, þótt gosið úr fyrrnefndri holu sé langmest, en heildargufan úr öllum holunum er 60 tonn á klst.
Í ráði er að virkja þarna í Seltúni, og hefur ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkjunum verið send greinargerð um þetta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki.  Bráðabirgðaáætlun sýnir, að slík gufuvirkjun yrði nokkru ódýrari en samsvarandi vatnsvirkjanir. Stendur rafveitan í sambandi við ítölsk orkuver, sem reynslu hafa af gufuvirkjunum. Hafa Ítalir gufuorkuver, sem framleiða 300 þús. kilóvött rafmagns. Til samanburðar má geta þess, að nýja Sogsvirkjunin, eins og bún er nú áætluð, mun framleiða 31 þús. kílóvött.“

[Þessi grein er byggð á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra i Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen rafveitustjóra í Hafnarfirði, varðandi boranir, en hann veitir borunum og raforkuframkvæmdum í Krýsuvík forstöðu. — S. J.]

Heimild:
Skinfaxi, 1. tbl. 01.04.1951, Landið og framtíðin, Krýsuvík, bls. 17-23.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS-Orku í Krýsuvík undir Hettu árið 2025. Fleiri rannsóknarholur eru fyrirhugaðar í Krýsuvík í yfirstandandi rannsóknaráfanga en fjöldi þeirra og staðsetningar mun helgast að nokkru leyti af þeim niðurstöðum sem fást úr fyrstu rannsóknarboruninni við Sveifluháls. Hveradalir og Baðstofa fjær.

Jarðhitarannsóknir

Jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu eiga sér áratugalanga forsögu áður en HS Orka hóf djúprannsóknarboranir á Krýsuvíkursvæðinu vorið 2025 þegar fyrsta rannsóknarholan boruð við Sveifluháls þá um sumarið.

Krýsuvík

Krýsuvík – næsta borstæði Hs Orku undir Sveifluhálsi, norðan Bleikhóls, framundan.

Markmið rannsóknanna var að kanna hvort finna megi svæði með nægjanlegum hita og því sem kallast lekt – það er hvort heitt vatn geti flætt auðveldlega um jarðlögin. Ef sú verður niðurstaðan er þess vænst að svæðið nýtist vel til heitavatns- og raforkuframleiðslu til framtíðar – þrátt fyrir öll vonbrigðin í þeim efnum fram til þessa. Saga jarðborana í Krýsuvík lýsir þó þróun slíkrar tækni vel, allt frá upphafi til þessa dags.

Austurengjahver

Austurengjahver. Þar hófust jarðboranir í tilraunaskyni árið 1945, en áður hafði verið boraðar nokkrar holur í Nýjalandi austan Seltúns.

Á vefsíðu HS Orku má t.d. lesa eftirfarandi varðandi jarðhitarannsóknir í Krýsuvík.

Þjóðhagslega mikilvægt svæði
„Krýsuvíkursvæðið er talið eitt af mikilvægustu jarðhitasvæðum landsins þegar kemur að því að tryggja afhendingaröryggi á heitu vatni fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið, og mögulega einnig fyrir landsvæðið utar á Reykjanesskaga. Einnig gæti svæðið gegnt lykilhlutverki í að mæta vaxandi raforkuþörf landsins.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS-Orku í Krýsuvík árið 2025.

Á þessari stundu liggja ekki fyrir nægar upplýsingar til að meta nýtingarmöguleika svæðisins að fullu. Rannsóknarboranirnar eru því fyrst og fremst liður í því að kanna fýsileika svæðisins og dýpka þekkingu á jarðfræðilegum aðstæðum þar.

Löng saga rannsókna
Jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu eiga sér langa sögu og má rekja fyrstu skráðu könnunina allt aftur til ársins 1756 þegar gerðar voru rannsóknir á hverum og leirpottum í Krýsuvík, sem teljast meðal fyrstu vísindalegu jarðfræðirannsókna á Íslandi.

Seltún

Seltún – borhola.

Í gegnum árin hafa síðan farið fram margvíslegar rannsóknir og boranir á svæðinu. Á árunum 1941–1951 voru boraðar fjölmargar grunnar holur í nágrenni Krýsuvíkur með það að markmiði að afla gufu til rafmagnsframleiðslu fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið. Borholurnar leiddu í ljós jarðhita en ekki í nægjanlegu miklu magni til að hefja raforkuframleiðslu á þeim tíma. Holurnar þóttu samt gagnlegar sem undanfari frekari rannsókna síðar meir.

Aukinn kraftur í rannsóknir með djúpborunum
Orkustofnun hóf kerfisbundnar rannsóknir á svæðinu árið 1970 og í kjölfarið voru boraðar nokkrar djúpar rannsóknarholur. Á síðari árum hefur umfang rannsókna aukist verulega, sérstaklega frá aldamótunum 2000.

Sogin

Sogin við Trölladyngju – borplan.

Þá hófust boranir í Trölladyngju á vegum Hitaveitu Suðurnesja sem síðar var skipt upp í tvö fyrirtæki, HS Orku og HS Veitur. Í þessum borunum mældist mjög hár jarðhiti eða yfir 350°C í dýpstu holum (TR-1 og TR-2). Auk þess hafa verið gerðar víðtækar viðnámsmælingar með TEM og MT aðferðum, kortlagning á jarðhitaeinkennum og rannsóknir á gastegundum og jarðefnafræði svæðisins.

Besta mögulega tækni nýtt við rannsóknir
Frá árinu 2020 hefur HS Orka unnið markvisst að undirbúningi frekari rannsóknarborana í Krýsuvík.

Jarðhitakort

Reykjanesskagi – jarðhitakort ISOR.

Í því skyni hefur teymi vísindamanna í auðlindastýringu HS Orku sett upp þrívítt jarðfræðilíkan sem byggir á öllum helstu fyrirliggjandi rannsóknum og gögnum. Þetta líkan veitir dýpri skilning en áður á jarðfræðilegri uppbyggingu svæðisins og styður við ákvarðanir um boranir sem og mögulega framtíðarnýtingu jarðhitaauðlindarinnar.

Miklu kostað til án fullvissu um árangur
Borun fyrstu djúpu rannsóknarholunnar á áður ókönnuðu jarðhitasvæði felur í sér verulega fjárhagslega áhættu fyrir viðkomandi fyrirtæki.

Jarðhitakort

Hitastigulskort ISOR af Íslandi. Reykjanesskagi virðist auðugur af jarðhita.

Kostnaður við borun getur numið allt að einum milljarði króna, án nokkurrar tryggingar fyrir því að borunin skili árangi. Þrátt fyrir að bestu mögulegu vísindaaðferðum sé beitt við mat á svæðinu er alls óvíst að boranirnar skili tilætluðum árangri.

Fleiri rannsóknarholur eru fyrirhugaðar í Krýsuvík í yfirstandandi rannsóknaráfanga en fjöldi þeirra og staðsetningar mun helgast að nokkru leyti af þeim niðurstöðum sem fást úr fyrstu rannsóknarboruninni við Sveifluháls.“

Nýting jarðhita á Íslandi

Svartengi

Svartsengisvirkjun við Grindavík.

Íslendingar hafa skipað sér í fremstu röð hvað varðar nýtingu á jarðhita. Lengi skorti kunnáttu til að beisla þessa orku, en rannsóknir á henni hófust fyrst um miðja 18. öld. Sú ákvörðun að safna upplýsingum og reynslu á þessu sviði hefur stuðlað að því að hér á landi hefur byggst upp sérþekking á heimsmælikvarða. Til marks um það má nefna að þegar Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna var stofnaður árið 1978 var ákveðið að hann yrði á Íslandi. Fjárhagslegur ávinningur þjóðarbúsins af nýtingu jarðvarma til upphitunar húsa er gríðarlegur enda er um að ræða innlenda orkulind sem ekki er háð sveiflum á erlendum markaði.

Reykjanesvirkjun

Reykjanesvirkjun.

Jarðhitinn hefur að að mestu verið nýttur til upphitunar húsa og í dag njóta þess u.þ.b. 90% allra heimila auk fjölda sundlauga víðsvegar um landið. Einnig hefur áhersla á raforkuframleiðslu með jarðhita aukist síðustu ár. Rafmagn er þannig framleitt með jarðhita að borað er eftir gufu sem þá kemur upp með þrýstingi. Gufan er svo notuð til þess að keyra hverfla sem drífa rafal, sem aftur skilar rafmagni.

„Háhitasvæðin eru notuð til raforkuframleiðslu og einnig til húshitunar, í minna mæli til iðnaðar. Ekki er unnt að nota vatn háhitasvæðanna beint til neyslu og erfitt er að nota það beint til húshitunar án vandamála við útfellingar og tæringu…

Nesjavallavirkjun

Nesjavallavirkjun.

Þegar varmaorka er nýtt til að framleiða raforku nýtast aðeins um 10% varmans en 90% er skilað sem afgangsvarma við lægri hita. Þennan varma má nýta til hitunar ef markaður finnst en að öðrum kosti er honum dreift til umhverfis eða dælt aftur niður í jarðhitakerfið.“

Jarðhiti er hvergi mikilvægari í orkubúskapnum á heimsvísu en á Íslandi og eru yfir 60% af frumorkunotkun hérlendis vegna nýtingar hans til framleiðslu á heitu vatni og rafmagni, til ylræktar og annarra nota.

Hellisheiðavirkjun

Hellisheiðavirkjun.

Jarðhiti á Íslandi á rætur að rekja til úrkomu sem kemst í snertingu við heitan berggrunn líkt og gerist á flekamótum annars staðar á jörðinni. Háhitasvæði eru í hinu virka gos- og gliðnunarbelti þar sem hraunkvika er víða á nokkurra kílómetra dýpi. Lághitasvæðin eru í jarðskorpu sem er eldri og hefur kólnað nokkuð um leið og hana hefur rekið út frá gosbeltunum. Á síðustu öld var mikið átak gert í virkjun jarðhita til húshitunar. Á síðari árum hefur einnig verið framleitt töluvert af raforku í jarðhitavirkjunum. Slíkar virkjanir eru yfirleitt á háhitasvæðum og framleiða í mörgum tilfellum einnig heitt vatn samhliða raforkuframleiðslunni.

Heimildir:
-https://www.hsorka.is/verkefni/jardhitaleit-a-krysuvikursvaedinu/rannsoknir-a-krysuvikursvaedinu/
-https://is.wikipedia.org/wiki/Jar%C3%B0hiti
-https://orkustofnun.is/natturuaudlindir/jardhiti

Seltún

Seltún – leifar stíflu í Seltúnslæk vegna jarðborana um miðja 20. öld.

Krýsuvík

FERLIR spurði https://chatgpt.com (algoritma) um Krýsuvík. Svörin komu s.s. ekki á óvart. Þau voru bæði mjög takmörkuð og verulega yfirborðskennd. Nánast allt er skipti raunverulega máli var þar undanskilið. Upplýsingarnar gætu komi fáfróðu fólki að einhverju gagni, en nákvæmlega engar þeim er betur þekkja til.

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskóladrengir.

Svörin byggjast nánast einungis á ferðaþjónustuvefsíðum fjársterkra opinberra aðila, sem reyndar búa yfir takmörkuðum upplýsingum. [Ljósmyndir á slíkum vefsíðum eru jafnan stolnar frá öðrum]. Algerlega er sniðið hjá vefsíðum sem hafa að geyma þær upplýsingar er raunverulega skipta máli hvað smáatriðin varðar. Talsvert bar og á „fölskum“ upplýsingum, s.s. varðandi „svonefnda „Skátalaug“, byggða á upplýsingum einstakrar Flikr-myndavefsíðu, en laugin sú er alls ekki til sem slík undir því nafni. Hún var gerð af drengjum í Vinnuskólanum í Krýsuvík árið 1962, líkt og lesa má t.d. á www.ferlir.is. Samt sem áður byggir chatgpt grundvöll sinn á þessum röngu upplýsingum!?

Krýsuvík

Krýsuvík 2023.

Upplýsingarnar, sem fengust í leitinni, voru helst þessar [sumar hverjar reyndar kjánalegar]:
„Krísuvík [ranglega stafsett] er mjög áhugavert svæði á Reykjanesskaga og hér eru nokkrar upplýsingar — landsfræði, sögu, náttúru og hvað er hægt að gera þar:

Almennar upplýsingar

Krýsuvík

Krýsuvík – borholan í Hveradölum undir Baðstofu árið 2000.

Krýsuvík er jarðhitasvæði og hluti af gos- og sprungurein á Reykjanesskaga. Svæðið liggur um 35‑40 km frá Reykjavík, eftir vegarleiðum. Krýsuvík tilheyrir eldvirkni sem tengist flekaskilum Atlantshafshryggjarins, þar sem jarðskorpan gliðnar.

Náttúra og jarðfræði
Mikil jarðhita- og eldfjallaumhverfi: hverir, leirhverir, gufuhverir, sprungur, hraunlög o.fl. Seltún er einn þekktasti hverasvæðið þar, með litríku jarðvegi, brennisteinslitum og móum. Grænavatn og

Gestsstaðavatn

Gestsstaðavatn.

Gestastaðavatn eru sprengigígar/lækir sem mynduðust með eldgosum og eldsumbrotum. Grænavatn er til dæmis um 46 metra djúpur  [gígur] og grænn vegna hitasvipaðs lífræns og efnasambanda. Krýsuvíkurberg eru strandklettar við sjó með ríkulegu fuglalífi — mikið um rjúpur, teistu, súlu og aðra sjófugla yfir sumartímann. Klettarnir eru um 40 m á hæð og 15 km á breidd.

Saga og mannvirki
Krýsuvík var áður stór býli og jörð, með kirkju reistri árið 1857. Kirkjan var endurbyggð 1964. [Bærinn Krýsuvík undir Bæjarfelli á sér sögu frá því á 12. öld].

Húshólmi

Húshólmi – forn skáli.

Bærinn, Krýsuvíkurbær, lagðist í eyði — mest vegna hraunflóða, m.a. Ögmundarhrauns. Sumar rústir bæjarins sjást enn, til dæmis í Húshólma.
Á svæðinu var reynt að nýta jarðgufu (tilraunaboranir) um miðja síðustu öld, t.d. fyrir orku, en árangur var ekki eins mikill og vonast var til og starfsemi var svo hætt.

Hvað má gera ef þú ferð þangað

Seltún

Seltún.

Gönguferðir um svæðið, bæði í jarðhitasvæðunum, upp í Sveifluháls, og að/fyrir Krýsuvíkurberg klettunum með útsýni og fuglalífi. Skoða hverina áhrifamestu — t.d. Seltún, þar sem leirhverir og gufuhverir eru, með stígum eða gönguleiðum til að heimsækja. Sjá gosgígana og sprengigígavötnin (Grænavatn, Gestastaðavatn, Augun “Augun” jafnt við veginn). Fuglalíf við Klettana við sjóinn.

Hér eru nýjustu upplýsingar sem ég fann varðandi jarðskjálfta, landrisi/sigi og mögulega gosáhættu í Krýsuvík og nágrenni. Eins og alltaf, þær geta breyst hratt — ég mæli með að fylgjast með Veðurstofu Íslands og öðrum opinberum aðilum til að fá stöðugar uppfærslur.

Nýleg virkni – Skjálftahrinur

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það hafa verið reglulega skjálftahrinur við Krýsuvík/Kleifarvatn. T.d. hrina þar sem stærsti skjálftinn var um 3,3 stig.  Það hafa komið skjálftar af stærðinni ~3,1 við Seltún í Krýsuvík.
Oftast eru skjálftarnir minni og sá stærsti í einni hrinu er oftast um 3 stig.

Landsig / Landrisi
Veðurstofan hefur mælst hraðara landsig í Krýsuvík en áður. Eftir gosið við Svartsengi í júlí 2023 hefur aflögun (sigi) í Krýsuvík strax aukist. GPS-gögn sýna að Krýsuvík reis nokkuð samfellt frá 2020, en síðan haustið 2023 byrjuðu mælingar að sýna sigi.

Jarðhitavirkni

Austurengjahver

Austurengjahver.

Aukið gufustreymi og suðan á yfirborði hefur verið skráð, sem bendir til aukinnar jarðhitavirkni. Sum skjálftahrinur sýna ekki þau einkenni sem benda beint til kvikuinnstreymis til yfirborðs, heldur virkni tengda jarðhita og spennubreytingum í jarðskorpunni.

Kvikuinnsöfnun og mögulegt gos
Undanfarið hefur kviku safnast fyrir undir svæðinu við Svartsengi og mælingar sýna að magn kviku í kerfinu undir Svartsengi sé nú orðið svipað eða meira en það sem var áður en síðasta gos hófst. Hins vegar, engin gögn benda til þess að kvika sé að færast nær yfirborði í Krýsuvík sjálfri núna.

Áhætta og ályktanir – Með hliðsjón af núverandi gögnum

Seltún

Seltún – borhola er sprakk í október 1999.

Það er aukinn órói (earthquake activity + deformation) í Krýsuvík og nágrenni, sem getur verið undanfari virkni (t.d. gos), en að svo stöddu eru engar staðfestar vísbendingar um að gos sé á næstu grösum.
Landsig og breytingar á yfirborði benda til að kviku og jarðhiti séu að hafa áhrif á þrýsting og uppbyggingu í jarðskorpunni, sem getur skapað spennu.
Jarðhitavirkni (gufur, yfirborðsáhrif) getur valdið skjálftum án þess að kvika komist upp — þ.e. sá þáttur sem oftast má greina með því að skoða dýpi skjálfta og aðrar mælingar.
Samkvæmt sérfræðingum og Veðurstofu Íslands er ástandið nálægt því að vera orka „goslíkt“, en það vantar ákveðin merki um kviku undir yfirborði sem myndu benda til að gos sé á næstu stundum.

Krýsuvík

Krýsuvík árið 2000.

Hér er samantekt á helstu vísbendingum um ástandið í Krýsuvíkarkerfinu núna — skjálftavirknina, aflögun (sig/landris), og hversu líklegt er að gos gæti brotist út, út frá nýjustu upplýsingum:

Helstu gögn og mælingar – Skjálftavirknin
Reglulegar hrinur skjálfta við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærðir oftast um 3 stig eða lægri. Til dæmis var skjálfti um 3,0‑3,3 nálægt Krýsuvík talið eðlilegur hluti af virkni svæðisins.
Dýpi skjálftanna er yfirleitt nokkuð lágt, sem bendir til að þeir séu nærri yfirborði, oft tengdir sprungum eða hitahreyfingum.

Aflögun jarðskorpunnar (sig/landrisi)

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Frá haustinu 2023 hefur landið við Krýsuvík/Kleifarvatn byrjað að sigjast (neðansjávar eða yfirborðssig), þ.e. lóðrétt aflögun niður á við. Í upphafi (fyrir 2020–2023) var landris, en síðan hefur þróunin snúist við og sig að aukast. InSAR‑gervihnattamyndir (satellítamælingar) styðja þetta: smávægilegar yfirborðsbreytingar sem staðfesta að aflögun er í gangi.

Jarðhitavirkni og önnur yfirborðseinkenni
Aukið gufustreymi og suðan (vapour / steam) við yfirborð sem bendir til að virkni undir yfirborði hafi aukist. Jarðhitavirkni virðist stýra mörgum skjálftum, fremur en kvikuinnstreymi að yfirborði. Þetta þýðir að margt af órói getur verið tengt hitakerfum og vatni, ekki endilega eldgosahættu.

Gossennilegri hætta og mat á henni

Krýsuvík

Baðstofa – hverasvæði í Krýsuvík.

Veðurstofa Íslands hefur fjallað um aukna líkur á gosviðburði við Svartsengi kerfið vegna kvikuinnsöfnunar.
En fyrir Krýsuvík sjálft er ekki að finna staðfestar vísbendingar um að kvika sé á leið að brotast fram (no clear evidence of magma intrusion to surface) þrátt fyrir skjálfta- og aflögunarvirkni.

Hættumat hefur verið yfirleitt ekki hækkað fyrir Krýsuvík til móts við gos; sérfræðingar benda á að þótt líkur séu til staðar, þarf fleiri fyrirferðamiklar vísbendingar (t.d. kviku uppstreymi, vaxandi aflögun eða stærri og dýpri skjálftar) til að benda á að gos sé „á næsta leiti“.

Til að aðstoða við að sjá heildarmynd

Krýsuvík

Krýsuvík – dyngja við Nýjaland.

Landris var ríkjandi fyrir 2023. Sig að aukast, einkum frá hausti 2023; aflögun mælist hraðari en áður.

Skjálftar
Regluleg virkni, oft minni skjálftar. Fortsætt virk skjálftavirkni, stundum um 3 stig; tengsl við jarðhita veldur mörgum skjálftum.

Jarðhitavirkni / gufugos / yfirborðsbreytingar

Seltún

Seltún – hveravirkni.

Hitavirkni var til staðar en ekki mjög hröð í þróun. Aukið gufustreymi og suða; þessi virkni eykst og getur hlaupið á skjálftum og aflögun.

Gosáhætta / fyrirboðar
Takmarkaðar vísbendingar um gos nær yfirborði; hætta talin til staðar í Reykjanesskerfinu almennt Enn sem komið er ekki vísbendingar um yfirborðsgos í Krýsuvík; en ástandið telst „á verði“ ef þróun heldur áfram.

Líkindi og tímasetning

Grindavík

Grindavík – eldgos er kann möguelga að rugla einhverja í rýminu…

Sérfræðingar segja að magn kviku sem hefur safnast undir svæðinu við Svartsengi sé nálægt því sem áður leiddi til goss, þannig að hættustig hefur hækkað þar.
Fyrir Krýsuvík er meiri óvissa. Vegna þess að mörg merki eru tengd jarðhita og vatnsdælingu/söfnun heldur en beinu kvikuinnstreymi, er erfitt að spá nákvæmlega hvenær eða hvort gos muni brotna út þar.
Ef gos myndi hefjast, gæti það verið með tiltölulega veikum fyrirboðum — skjálftar væru áberandi, aflögun (sig/landris) myndi aukast, og yfirborðseinkenni eins og aukin suða, gufumyndun, mögulega gasvetni gætu aukist. En þessi merki eru nú þegar á mörkum þess að vera finnanleg.

Jarðhitasvæðið í Krýsuvík – Skátalaug

Krýsuvík

Krýsuvík – sundlaugin.

Jarðhitasvæðið í Krýsuvík er staðsett á Reykjanesskaga á Íslandi. Það er sunnan við Reykjanes, mitt í sprungusvæðinu á Mið-Atlantshafshryggnum sem liggur um Ísland. Krýsuvík samanstendur af nokkrum jarðhitasvæðum, eins og Seltúni. Þar hafa myndast sólfótur, gufur, leirpottar og hverir, og jarðvegurinn er litaður skærgulur, rauður og grænn. Brennisteinsnámur voru grafnar á árunum 1722–1728 og á 19. öld. Þýski vísindamaðurinn Robert Bunsen heimsótti staðinn árið 1845 og setti fram tilgátu um myndun brennisteinssýru í náttúrunni, byggt á rannsóknum þar.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Nálægt jarðhitasvæðum eru nokkrir mar[g]ar — gígar sem mynduðust við sprengingar ofhitaðs grunnvatns. Óvenjulega grænbláa Grænavatnið hefur myndast í einu af þessum marum. Tilraunaborholur voru gerðar hér snemma á áttunda áratugnum og sumar þeirra hafa breyst í óreglulega, gervihveri. Ein þeirra sprakk árið 1999 og skildi eftir gíg.

Krýsuvík er vinsælt göngusvæði og ferðaþjónustuinnviðir — eins og tréstígar — hafa verið þróaðir.

Krýsuvík

Krýsuvík – skilti frá 2025 frá HS-orku um jarðhitarannsóknir á svæðinu.

Stærsta stöðuvatnið á svæðinu, Kleifarvatn, byrjaði að minnka eftir stóran jarðskjálfta árið 2000; 20% af yfirborði þess hefur síðan horfið Ekkert er minnst á stígandi vantaþróun]. Á þessu svæði voru nokkrir bæir fram á 19. öld, en eftir það voru þeir yfirgefnir [ekkert minnst á bæina þá eða bæjarmyndina í heild]. Aðeins lítil kapella, Krýsuvíkurkirkja, byggð árið 1857, stóð eftir þar til hún brann til grunna 2. janúar 2010. [Krýsuvíkurkirkja var aldrei kapella. Hún var endurbyggð eftir brunann og er nú á sínum upprunalega stað].“

Sumt er sem sagt sæmilegt en ekkert er ágætt, t.d. er hvorki fjallað um endurgerð Krýsuvíkurkirkju né sögu svæðisins sem og áhugaverðustu minjar þess.
Miðað við framangreint er tölvugervigreindin tæknilega verulega skammt á veg komin að teknu tilliti til allra hinar margvíslegustu fyrirliggjandi fróðlegu upplýsinga sem í boði eru – ef vel er að gáð…

Krýsuvík

Krýsuvík – bæjarstæði.

Austurengjahver

Í Hamri árið 1950 er m.a. fjallað um „Gufugos í Krýsuvík – Hagnýtingarmöguleikar gufunnar„:

Seltún

Seltún árið 1950.

„Eins og lesendum blaðsins er kunnugt af fréttum þá fékkst feiknamikið gufugos úr borholu, sem Rafveita Hafnarfjarðar var að láta gera í Seltúni í Krýsuvík.
Holan er um 230 m. djúp og 8“ víð og samkvæmt lauslegri áætlun er gufumagnið talið um 50 tonn á klst. Boruninni hefur Valgarð Thoroddsen stjórnað, en en verkið hafa unnið Guðmundur Jónsson og Eyjólfur Kristjánsson.
Í þessu tilefni þykir blaðinu rétt að rekja nokkuð sögu hitarannsókna og jarðborana í Krýsuvík.

Fyrstu jarðboranir vegna rannsókna á hita voru framkvæmdar undir stjórn Steinþórs heitins Sigurðssonar haustið 1941 og 1942 samkv. ósk Hafnarfjarðarbæjar. Þá voru boraðar 3 mjög grannar rannsóknarholur niður við Kleifarvatn á sprungulínu, sem talin var frá Austurengjahver niður að hver við suðurenda Kleifarvatns. Þessar borholur gáfu ekkert gos, en gáfu hinsvegar nokkra vitneskju um jarðlagamyndun á svæðinu.

Austurengjar

Austurengjahver – borstæði.

Síðan var engin borun framkvæmd í Krýsuvík þar til sumarið 1945, að Valgarð Thoroddsen rafveitustjóri gerði um það tillögu til bæjarráðs að hafizt yrði handa um frekari rannsókn og borun á jarðhitasvæði Krýsuvíkur aðallega með tilliti til raforkuvinnslu og að fyrst í stað yrðu teknir á leigu borar en síðar festi Hafnarfj.bær kaup á jarðbor til að geta annast sjálfur boranirnar.
Bæjarráð féllst einhuga á tillögu rafveitustjóra og var þá fyrst Rafmagnseftirlit ríkisins fengið til að bora. Var þá byrjað að bora við Austurengjahver en aðstæður voru þar mjög erfiðar og borunin bar ekki tilætlaðan árangur.

Seltún

Seltún um 1950.

Þá var borinn fluttur niður að Seltúni og boraðar þar 2 holur og gaf önnur þeirra allmyndarlegt vatnsgos, sem þó síðar hjaðnaði niður. Hin holan gaf gufugos, en vegna þess hve holan var grönn stíflaðist hún fljótlega bæði af hruni inn í holunni svo og af efnum úr gufunni, sem féllu út á veggi hennar. Um þetta leyti var ákveðið að bæjarsjóður festi kaup á jarðbor frá Svíþjóð af gerð, sem nefndur er fallbor. En þeir borar sem hingað til voru notaðir voru snúningsborar og hafði reynst töluverð festuhætta með þeirri gerð.
Með fallbornum var hinsvegar minni hætta á festu auk þess, sem mögulegt var með honum að bora margfalt víðari holur fyrir svipað verð borvéla og með svipuðu vélaafli. Gallinn við fallbora var þó að vísu sá, að erfitt var að ná upp sýnishornum af þeim jarðlögum, sem borað var í gegnum, því efnið kemur upp mulið sem sandur, og ennfremur eru þeir seinvirkari heldur en snúningsborar.

Krýsuvík

Borholan í Hveradölum undir Baðstofu 2023.

Meðan beðið var eftir bornum var Ólafur Jóhannsson fenginn til að bora vegna fyrirhugaðar garðyrkjustöðvar. Hann boraði 3 holur og gaf ein þeirra stöðina gufugos, og er sú gufa notuð ennþá til hitunar íbúðarhúss garðyrkjumanna.
Fyrsta verkefni borvélar bæjarins var að bora holu fyrir væntanlega gróðrarstöð. Var borað í þeim tilgangi niður í 120 m. dýpi en ekkert gos fékkst úr þeirri holu. Með þeim tækjum, sem fylgdu hinni sænsku borvél, reyndist ekki mögulegt að bora dýpra og stafaði það aðallega af ófullkomnum tækjum, sem fylgdu henni til að ná frá botni efni því, sem boraðist upp. Síðan hafa verið smíðuð hér slík tæki, eftir amerískri fyrirmynd, sem reynst hafa sæmilega.

Seltún

Seltún – borhola.

Rafmagnseftirlit ríkisins var fengið til að dýpka þessa holu með snúningsbor, því gert var ráð fyrir að gos myndi fást, ef dýpra væri borað. Það bar þó ekki tilætlaðan árangur því borkróna festist og varð því að hætta með við þá holu.
Næst var byrjað að bora í Seltúni með fallbornum og hann látinn bora upp stíflu í hinni grönnu holu, sem þar hafði verið boruð áður með snúningsbor rafmagnseftirlitsins.
Hola þessi gaf þá gos að nýju en sýnt þótti að nauðsynlegt vlæri að bora verulega víðari holu en áður hafði verið gert.
Rafmagnseftirlitið var fengið að bora áfram fyrir gróðarstöðina og voru borðaðar 2 grannar holur, af þeim stífaðist önnur fljótlega og var boruð upp með höggbornum síðar en hin gaf töluvert gufugos.

Krýsuvík

Krýsuvík – Gróðurhúsin 1950.

Gróðurhúsin eru nú hituð upp með gufu frá Hveradölum, en vegna stækkunar þeirra, sem nú stendur yfir, er verið að byrja á nýrri holu þar með fallbornum, sem verður töluvert víðari heldur en þær holur, sem áður hafa verið borðaðar fyrir gróðrastöðina. Þessi hola verður í efstu jarðlögum og boruð 12″ víð en grennist vegna margfaldrar fórðunar, væntanlega niður í 6″. Búast má við gosi það áður en komið er niður í 150 m dýpi.
Aðalverkefni höggborsins hefur verið í Seltúni. Þar hafa verið borðaðar víðustu holurnar og tekin upp sú nýbreytni hér á landi að hætti jarðborana eftir gufu á Ítalíu að fóðra holurnar að innan með járnrörum. Þetta er gert með þeim hætti, að fyrst er settur t.d. 16″ járnhólkur í afsta jarðlagið, síðan er borað niður í um 20 m. dýpi og sett 14″ rör þar niður. Þá er norað um 50 m. niður í því röri og niður úr því og settar þar 12″ pípur, í 100 m. dýpi 10″ rör og eftir aðstæðum reynt að fóðra enn dýpra niður með röri, sem gengur innan í síðustu fóðrun.

Seltún

Seltún – leifar af stíflu í Seltúnslæknum vegna borana.

Hver af þessum fóðringum þarf að ná upp að yfirborði jarðar, og háfa á þeim 2 lokur fyrir lóðrétt og lárétt útstreymi, strax og líkindi eru til þess að gufugos geti komið. Meðan á borun stendur, er holan ávallt höfð full af vatni. Efnið, sem úr holunni borast er náð upp með sogdælu, sem hangir í vír og rennt er niður í holuna. Þessar sogdælur eru smíðaðar hér eins og áður er um getið.
Hinn sænski fallbor reyndist fljótlega of veikbyggður fyrir borun í mjög djúpum og víðum holum og hefur honum verið breytt og hann lagfærður á ýmsa lund.

Seltún

Seltún – hverasvæðið.

Árangur borananna í Seltúni er flestum kunnur af blaðaskrifum í sambandi við síðustu atburði, sem þar hafa gerzt.
Hagnýtingarmöguleikur þess hita, sem þarna kemur úr jörð geta verið margvíslegir. Fyrst og fremst hefur verið hugsað um raforkuvinnslu. Að sjálfsögðu er mögulegt að nota þennan hita til hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, en það kemur þó fljótlega í ljós að kostnaður við slíkt fyrirtæki mundi verða það mikill, að telja má að hann verði ofviða ekki stærra bæjarfélagi en Hafnarfirði. Ef miðað er við kostnað við hitaveitu Reykjavíkur og miðað við núverandi verðlag, myndi slíkt fyrirtæki kosta tugi millj. kr. Hitaorkuna mætti einnig nota á ýmsan hátt í iðnaði og til eymingar. Svo inniheldur jarðgufan ýmis efni, sem athugandi er hvort arðvænlegt sé að vinna úr henni, svo sem kolsýru, vatnsefni, ammoníak o.fl.

Krýsuvík

Krýsuvík árið 2000.

Erlendis hefur jarðgufa hvergi verið hagnýtt í stórum stíl, nema á Ítalíu. Þar hefur frá því um aldamótin verið unnin gufa úr jörð og var í byrjun nær eingöngu hugsað um efnavinnslu. Síðar með aukinni bortækni og auknu gufumagni hefur þessi starfsemi aðallega beinzt að því að nota jarðgufuna til raforkuframleiðslu.
Í héraðinu Larderello í Toscana á Ítalíu var árið 1948 í notkun 5 raforkuver rekin með jarðgufu. Það stærsta þessara orkuvera var 84 þús. kw. en hið minnsta 3500 kw. en samtals voru þau það ár 137 þús. kw. Það ár var í byggingu nýtt orkuver, sem nú mun sennilega hafa tekið til starfa en það átti að vera 150 þús. kw. Svo að samtals eru þarna nú jarðgufuraforkuver tæplega 300 þús. kw.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS Orku í Krýsuvík árið 2025. HS Orka hóf djúprannsóknarboranir á Krýsuvíkursvæðinu vorið 2025 og var fyrsta rannsóknarholan boruð við Sveifluháls þá um sumarið. Markmið rannsóknanna er að kanna hvort finna megi svæði með nægjanlegum hita og því sem kallast lekt – það er hvort heitt vatn geti flætt auðveldlega um jarðlögin. Ef sú verður niðurstaðan er þess vænst að svæðið nýtist vel til heitavatns- og raforkuframleiðslu til framtíðar.

Til samanburðar má geta þess, að Sogsvirkjunin, Elliðaárstöðin og varastöðin eru til samans 25 þús. kw.
Til þess að fá það mikla gufumagn, sem nauðsynlegt er í slíkar stórvirkjanir hafa Ítalirnir þurft að bora djúpar holur. Þeir hafa borað í meira en 1000 m. dýpi, en hafa nýlega tekið í notkun nýja borvél, sem þeir gera ráð fyrir að geti borað niður í 2—3 þús. m. Slíkar borvélar eru mjög dýrar í innkaupi og rekstri. Innkaupsverð svo afkastamikillar vélar mun vera nokkuð innan við 2 millj. króna.
Stærsta borhola, sem boruð hefur verið í Larderello gaf af sér 220 tonn af gufu á klst. en eins og áður er getið fékkst við lauslega mælingu að gosið sem braust út í Krýsuvík fyrra þriðjudag sé um 50 tonn á klst.
Næst liggur fyrir að gera nákvæmar mælingar á magni gufunnar, hitastigi, rakastigi hennar lofttegundum og efnainnihaldi þeirra. Slíkar mælingar þarf að gera við og við um nokkurt tímabil og mun síðan að loknum þeim rannsóknum verða teknir til athugunar og gerðar áætlanir um þá hagnýtingarmöguleika, sem til greina koma.“

Heimild:
-Hamar, 21. tbl. 22.09.1950, Gufugos í Krýsuvík, bls. 3.

Austurengjahver

Austurengjahver – leifar jarðborana á svæðinu um 1945.

Krýsuvík

Í Alþýðublaðinu árið 1947 er frétt frá Krýsuvík;  „Borhola í Krýsuvík gýs heitu vatni og gufu„:

Seltún

Seltún – borhola er sprakk í október 1999.

„Gufusprengingar út frá borholum hafa orðið í Krýsuvík (1999), Bjarnarflagi (1967) og Kröflu (1976). Eftir eru gígbollar nokkrir tugir metra að stærð. Í Krýsuvík sprakk upp gömul borhola í Seltúni þar sem nú er vinsæll viðkomustaður ferðafólks.

Borhola í Krýsuvík gýs heitu vatni og gufu. Næg orka til fyrirhugaðra framkvæmda
„Á sunnudaginn tók heitt vatn og gufa að gjósa upp úr borholu í Hveradölum í Krýsuvík, og stóð gosstrókurinn 15 metra í loft upp. Er þarna um að ræða nægilegt vatn og gufumagn til fyrirhugaðra framkvæmda á þessum stað.

Krýsuvík

Borað í Krýsuvík 1947.

Áður hefur verið sagt nokkuð frá þeim miklu jarðræktar- og búnaðarframkvæmdum, sem Hafnarfjarðarbær undirbýr í Krýsuvík.
Í sambandi við þann undirbúning hefur verið borað eftr heitu vatni og gufu í svonefndum Hveradölum. Á sunnudaginn tók borhola, 37 metra djúp og 4 þumlunga breið, að gjósa heitu vatni og gufu, og er gosstrókurinn 15 metrar að hæð. Er þá þegar fundið nægilegt vatn og gufuorka handa gróðrarstöð, sem þarna á að rísa og mjólkurbúi, sem byggja á á þessum slóðum.
Jarðborun stendur og yfir í Seltúni í Krýsuvík. Er önnur holan þegar 100 m á dýpt, en mjó. Hin er 10 þuml. víð og er borun hennar fyrir skömmu hafin.
Þótt svona vel hafi tekizt til með jarðborun í Hveradölum, verður önnur hola boruð þar til vara.“

Heimild:
-Alþýðublaðið 7. ágúst 1947, Borhola í Krýsuvík gýs heitu vatni og gufu, bls. 1.

Krýsuvík

Borhola (fyrir miðri mynd) í Hveradölum undir Baðstofu.

Krýsuvík

Jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu eiga sér langa sögu og má rekja fyrstu skráðu könnunina allt aftur til ársins 1756 þegar gerðar voru rannsóknir á hverum og leirpottum í Krýsuvík, sem teljast meðal fyrstu vísindalegu jarðfræðirannsókna á Íslandi.

Krýsuvík

Krýsuvík 2023.

Í gegnum árin hafa síðan farið fram margvíslegar rannsóknir og boranir á svæðinu. Á árunum 1941–1951 voru boraðar fjölmargar grunnar holur í nágrenni Krýsuvíkur með það að markmiði að afla gufu til rafmagnsframleiðslu fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið. Borholurnar leiddu í ljós jarðhita en ekki í nægjanlegu miklu magni til að hefja raforkuframleiðslu á þeim tíma. Holurnar þóttu samt gagnlegar sem undanfari frekari rannsókna síðar meir.

Í Alþýðublaðinu 1951 segir m.a. af „Framkvæmdum og fyrirætlunum í Krýsuvík„.

Seltún

Seltún – gufugos 1950.

„Krýsuvík er eitt þeirra hverasvæða landsins, sem mestar framtíðarvonir eru við bundnar, og mestar tilraunir hafa verið gerðar á með virkjun fyrir augum.
Í eftirfarandi grein, sem tímarit ungmennafélaganna „Skinfaxi“ birti fyrir nokkru og byggð er á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra í Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen, rafveitustjóra í Hafnarfirði, varðandi jarðboranir og raforkuframkvæmdir, er gerð allítarleg grein fyrir því, sem gert hefur verið í Krýsuvík.

Á síðari árum hefur margt og mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Hafnarfjarðarkaupstaðar í Krýsuvík. Verður hér stuttlega skýrt frá því, sem þegar hefur verið gert þar og helztu fyrirætlunum.
Krýsuvík liggur um miðbik Reykjaness að sunnanverðu, milli Grindavíkur og Herdísarvíkur, en suðvestan við Kleifarvatn. Fyrr á tímum var þar höfuðból með sex hjáleigum, og um síðustu aldamót lifðu þar um 40 manns. Var sauðfjárræktin undirstaða búskaparins þar og sömuleiðis sjósókn.

Krýsuvíkurtorfan

Krýsuvíkurtorfan – uppdráttur ÓSÁ.

— Síðan tók fólki stöðugt að fækka og byggðin að eyðast. Olli því að sjálfsögðu breyttir búskaparhættir og þjóðarhættir, og auk þess samgönguleysi. Kom þar að lokum að aðeins einn maður dvaldi í Krýsuvík, og hafðist hann við í leifum af kirkjunni. Leið þó ekki nema einn vetur, að mannlaust væri í Krýsuvík, áður en starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar settist þar að.
Hafnarfjarðarbær fékk eignarrétt á ræktunarlandi og hitasvæði í Krýsuvík árið 1937. Undirstaða framkvæmda þar hlaut að teljast vegarlagning þangað, en lög um Krýsuvíkurveg höfðu verið samþykkt á alþingi árið 1936. Síðan sá vegur tengist Suðurlandsundirlendinu, hefur hann komið í góðar þarfir á vetrum, — ekki hvað sízt á síðastliðnum vetri.
— Milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur eru 25 km. Framkvæmdir í Krýsuvík eru þríþættar, og hafa þessir þrír þættir frá upphafi verið aðskildir, þótt á síðasta ári hafi tveir þættirnir verið sameinaðir undir eina stjórn. Þessir þrír þættir eru: Ræktun í gróðurhúsum, grasrækt og kúabúsframkvæmdir Og boranir eftir jarðhita.

Gróðurhús

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnan í gróðurhúsunum.

Vegna jarðhitans eru skilyrði til ræktunar í gróðurhúsum ótakmörkuð í Krýsuvík. Nú eru gróðurhúsin orðin fjögur, og eru ca. 1600 ferm. undir gleri. Tvö þessara gróðurhúsa (600 ferm.) voru tekn í notkun vorið 1949, en hin tvö er verið að ljúka við. Í gróðurhúsunum eru einkum ræktaðir tómatar, agúrkur, gulrætur og blóm. Í
sambandi við gróðurhúsin er auk þess hálfur hektari útiræktar, þar sem gert er ráð fyrir að rækta alls konar grænmeti. Jarðhitinn, sem gróðurhúsin eru hituð með, er gufa, og er hún leidd í þró þar sem katli hefur verið komið fvrir, og hitar gufan þannig vatnið í hitakerfi gróðurhúsanna, en það er venjulegt miðstöðvarkerfi.
Í sambandi við gróðurhúsin hafa verið reist tvö íbúðarhús, ca. 360 ferm. að grunnflatarmáli, fyrir bústjóra og starfsfólk. Eru í húsunum öll þægindi, vatnsleiðsla, skólpræsi og rafrnagn frá dieselraístöð.

Búskapur

Krýsuvík

Krýsuvík 1962- fjósið (HH).

Í Krýsuvík eru ca. 300 ha. ræktanlegt graslendi, en auk þess melar, sem e.t.v. mætti rækta með sérstakri aðferð.
Kom fljótt til tals að setja þarna á fót stórt kúabú, er jafnan gæti séð Hafnfirðingum fyrir ferskri og góðri barnamjólk. Á þessum grundvelli hafa verið hafnar allmiklar búskaparframkvæmdir, þótt enn megi þær teljast á byrjunarstigi. Þegar hafa verið brotnir um 30 ha. lands, en vinnslu er misjafnlega langt á veg komið, vinna undir grasfræssáningu á þessu vori. Grafnir hafa verið 8 km. langir opnir skurðir til landþurrkunar, en ca. 45 km. löng lokræsi (kílræsi). Tveir súrheysturnar hafa verið reistir. Eru þeir 5 m. í þvermál og 14 m. háir. Fjós fyrir 154 kýr og tilheyrandi ungviði er komið undir þak.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið; uppdráttur.

Hér er komið framkvæmdum í búskaparmálum í Krýsuvík, en um framhaldið verður ekki sagt á þessu stigi málsins. Það er rétt að geta þess, að í Krýsuvík er mjög votviðrasamt, og verður bví naumast gerlegt að vera háður náttúrunni með verkun á heyi. Gera má ráð fyrir. að þarna mætti hafa um 300 kýr.
Öll mannvirki, sem hingað til hafa verið reist í Krýsuvík, bæði vegna rætkunar í gróðúrhúsum og fvrirhugaðs búskapar. eru hin vönduðustu og af fullkomnustu gerð.

Boranir eftir jarðhita

Seltún

Seltún – borhola.

Í Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. — Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa jafn miklar vonir til hans staðið og standa enn.
Fyrstu jarðbornir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknaráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við
suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom.
Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver og í Seltúni. Jarðborar voru grannir.
Nokkurt gufumagn, kom þó, en þar sem holurnar voru þröngar, stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Haustið 1946 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði, fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, alm. með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1948 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveitu Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þessa höfðu verið notaðir spúningsborar. Fallborar geta borað víðari holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Enn fremur er minni festuhætta fyrir þá gerð, en áður hafði það tafið mikið, hve borar vildu festast.
Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðurstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst.

Seltún

Seltún árið 1950.

Var þá borinn fluttur í svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð var aftur fenginn bor frá Rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum. Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau eins og þau voru þá. —
Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Hveradalina til þess að bora upp þessar stíflur. Enn fremur hafa víðari holur verið borðara með fallbornum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst. Gufumagn, sem fvrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þrefalt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa boranir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krýsuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir.
Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæta svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun hefur gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að að 13 m. á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum.

Seltún

Seltún – borhola 1956.

Það var 12. sept. síðatl. að verulegur árangur varð af borunum í Seltúni. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora og orðin var 229 m. djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 tommu víðum járnpípum 190 m. niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram síðan það byrjaði, og kemur úr bolunni all vatnsblönduð gufa. Hefur magnið verið mælt við mismunandi mótþrýsting þ.e. þrengt hefur verið mismunandi mikið að gosinu. Gufa sú, sem úr holunnii kemur, mun geta framleitt um 5000 kílóvött rafmagns. En auk þess koma úr holunni um 30 l. af 100° heitu vatni á sekúndu, sem nota mætti í hitaveitu eða til annars. — Til samanburðar má geta þess að Hafnarfiarðarbær notar nú 3000 kílóvött rafmagns. Gos kemur úr 5 bolum alls, þótt gosið úr fyrrrnefndri holu sé langmest, en heildargufan úr öllum holunum er 60 tonn á klst.

Seltún

Seltún – borhola.

Í ráði er að virkja þarna í Seltúni, og hefur ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkiunum verið send greinargerð um þetta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki. Komið hefur í liós, að ítalsk og svissnesk fyrirtæki ein telja sig geta sinnt svo sérstæðu verkefni, sem hér um ræðir. Stendur Rafveita Hafnarfjarðar nú í sambandi við ítölsk fyrirtæki varðandi þessi mál.
Bráðabirgðaáætlun sýnir að slík gufuvirkjun yrði nokkru ódýrari en samsvarandi vatnsvirkjanir. Stendur rafveitan í sambandi við ítölsk orkuver, sem revnslu hafa af gufuvirkjunum. Hafa ítalir gufuorkuver, sem framleiða 300 þús. kílóvött rafmagns. Til samanburðar má geta þess, að nýja Sogsvirkjunin, eins og hún er
nú áætluð, mun framleiða 31 þús. kílóvött.
Borunum er að sjálfsögðu haldið áfram í Krýsuvík.“

Heimild:
-Alþýðublaðið, 20. sept 1951, Framkvæmdir og fyrirætlanir í Krýusuvík, bls. 5.

Seltún

Seltún – borhola er sprakk í loft upp í október árið 1999.

Sléttuhlíð

Sumarið 1925 úthlutaði fasteignanefnd Hafnarfjarðar fyrstu lóðunum fyrir sumarbústaði í Sléttuhlíð ofan bæjarins, þeim Jóni G. Vigfússyni og Magnúsi Böðvarssyni með skógrækt á svæðinu að markmiði.

Sléttuhlíð

Sléttuhlíð fyrir 100 árum – bústaður Jóns Gests.

Um svipað leyti hófst skógræktin á svæðinu. Með henni hófst ræktun og uppgræðsla í annars niðurbitnum hlíðunum sem var því að miklu leyti ógróin þegar fyrstu bústaðirnir risu, en eitthvað var um kjarrlendi í hraunhvammi í norðurenda hlíðarinnar. Árið 1941 voru girðingar settar upp sem hjálpuðu mikið til við uppvöxt gróðurs þar sem fjárbeit var enn almenn.
Kringum 1940 fjölgaði eftirspurn eftir landi fyrir sumarhús og var þá úthlutað nokkrum lóðum. Árið 1950 bættust einnig nokkur sumarhús við eftir að vatsnveitan var leidd í stokk.

Sléttuhlíð

Sléttuhlíð – haust 2025.

Á svæðinu er einnig að finna gróðurspildur, kallaðar Landnemaspildur sem hefur verið úthlutað til einstaklinga eða félagasamtaka sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur haft umsjón með.
Þarna hefur í áranna rás vaxið upp myndarlegt skógræktarsvæði með tilheyrandi sumarhúsbyggð. Landnemaspilduum umhverfis var fyrst úhlutað árið 1979 og svo aftur um 1990 og má í dags sjá dæmi um árangurinn.

Sléttuhlíð

Sléttuhlíð – haust 2025.

Skipulögð skógrækt í Sléttuhlíð hófst (skrifað 2025) fyrir sléttum 100 árum. Skv. því eru að lögum allar fyrrum mannvistaleifarnar á svæðinu frá þeim tíma orðnar að fornleifum. Í dag er öll hlíðin skógi vaxin og haustlitirnir, sem endurspegla nú upphafsins, er bæði táknmál vonar og fyrirheitar. Hvergi er fegurrðin meiri í umdæmi Hafnarfjarðar á haustin – og þótt lengra væri leitað. Mörg mannanna handverk má sjá í hlíðunum, sem aldrei hafa verið skráðar á blað sem slíkar.
Sjá meira um Sléttuhlíð HÉR og HÉR  – og auk þess MYNDIR.

Sléttuhlíð

Sléttuhlíð – bústaður Jóns gests 2025.

Krýsuvík

Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands og fjölbreytt litadýrð náttúrunnar á hverasvæðinu við Seltún hefur heillað margan ferðamanninn, auk listamanna. Stórbrotið landslag Krýsuvíkur er vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Hér ber einna hæst sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn að ógleymdum Sveifluhálsi og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjarg, stórbrotinn útvörður svæðisins niður við ströndina. Margar gamlar gönguleiðir liggja út frá Krýsuvík, sem áhugavert er að huga nánar að.

Lifandi náttúra
HverKynngikraftur náttúrunnar blasir við augum í Krýsuvík. Höfuðskepnurnar eldur, vatn, loft og jörð hafa mótað umhverfið í aldanna rás. Gufustrókar stíga til himins, sjóðandi leirhverir leika taktfasta sinfóníu, hverahvammar skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu. Náttúruöflin eira engu í glímunni við gróðurinn, vatnsrof leikur stórt hlutverk þegar það rignir og ísa leysir. Vindurinn flettir þekjunni burtu og feykir jarðvegi á haf út þar sem öldur ólmast við klettaströnd og mola standbergið hvíldarlaust. Þetta er íslensk náttúra í öllu sínu veldi.

Litrík hverasvæði
BaðstofaHelstu hverasvæði Krýsuvíkur eru Seltún, Hverahvammur, Hverahlíð,  Austurengjar, suðurhluti Kleifarvatns og Sveifla undir Hettutindi, sem Sveifluháls heitir eftir. Við Seltún er Svunta og stór leirhver sem myndaðist þegar Drottningarhola sprakk haustið 1999. Fúlipollur er austan þjóðvegar og enn austar er Engjahver sem magnaðist við mikinn hverakipp 1924. Hann er líka nefndur Stórihver og svæðið umhverfis hann Austurengjahverir.

Land í mótun
Land í mótunVirka gosbeltið sem liggur eftir Reykjanesskaga er milli landreksflekanna sem kenndir eru við Evrópu og Ameríku. Elsti hlutinn eru Lönguhlíðarfjöll norðaustan Kleifarvatns sem sýna merki tveggja kuldaskeiða og tveggja hlýskeiða. Sveifluháls er móbergshryggur sem myndast hefur við gos undir íshellu á kuldaskeiði. Sunnan Krýsuvíkurhverfis milli Geitahlíðar og Sveifluháls eru nokkur lög af grágrýtishraunum, sum þakin jökulbergi, en efst ber mest á mó og mýrlendi. Jarðlögin sjást vel í Krýsuvíkurbergi. Rauðskriða á Krýsuvíkurheiði og Trygghólar eru leifar gamalla eldgíga sem hraun hafa runnið frá. Fyrir vestan og austan Krýsuvík eru yngri hraun, Litlahraun, Krýsuvíkurhraun og Ögmundarhraun sem eiga upptök sín í Brennisteinsfjöllum, gígum við Eldborgir sunnan Geitahlíðar og í gossprungum í Móhálsadal.

Sprengigígar kallast á
GrænavatnLandslag í Krýsuvík er mótað af umbrotum og jarðeldum. Grænavatn, Gestsstaðavatn og Augun eru sprengigígar sem myndast hafa við sprengigos á ýmsum tímum. Grænavatn er stærst um 46 m djúpt. Vatnið fær lit sinn af hveraþörungum og kristöllum sem draga grænan lit sólarinnar í sig. Gestsstaðavatn heitir eftir fornu býli sem fór í eyði á miðöldum. Beggja vegna þjóðvegarins eru lítil gígvötn sem kallast Augun.

Krýs og Herdís deila um landamerki
DysjarÞjóðsagan hermir að Krýsuvík sé nefnd eftir Krýs sem bjó í Krýsuvík. Hún átti í deilum um landamerki við grannkonu sína, Herdísi í Herdísarvík. Báðar töldu sig órétti beittar og ákváðu að skera úr í deilumáli sínu í eitt skipti fyrir öll. Sammæltust þær um að leggja af stað frá bæjum sínum við sólarupprás og ákveða mörk landa sinna  þar sem þær mættust. Þegar þær hittust á Deildarhálsi taldi Krýs að Herdís hefði lagt fyrr af stað en um var samið. Tóku þær að biðja hvor annarri óbæna ásamt jörðum þeirra. Herdís lagði það á Krýsuvík að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða að loðsilungi en Krýs mælti svo fyrir um að ein eða fleiri skipshafnir skyldu drukkna í Herdísarvíkurtjörn. Sagan um þessa landaþrætu kerlinganna hefur lifað meðal Krýsvíkinga í ýmsum myndum og sýnir kynngimagn Krýsuvíkur.

Fornminjar
TóftÍ landi Krýsuvíkur eru víða merkar fornleifar og búsetuminjar. Elstar eru Gestsstaðarústirnar, sennilega frá fyrri hluta miðalda. Mestar eru fornleifarnar í Krýsuvíkurhverfi undir Bæjarfelli þar sem höfuðbólið og flestar hjáleigurnar voru. Nútímavæðing hefur lítið komið við sögu og jörðin haldist nánast óbreytt frá fyrri tíð, en snemma á sjöunda áratugnum varð sögulegt slys á bæjarhólnum. Krýsuvíkurbærinn, sem stóð vestan kirkjunnar, var þá kominn að falli og voru stórvirkar vinnuvélar notaðar til að ryðja hólinn og slétta út minjar um þennan merka bæ. Neðan hólsins og allt í kringum hann eru gömlu túnin með túngörðum sínum ósnertum að mestu, tóftir gömlu kotanna og fleiri merkar fornminjar.

Dulúð regnsins
Það getur verið mjög votviðrasamt í Krýsuvík því þar gætir fyrst áhrifa frá lægðum sem nálgast landið úr suðvestri. Umhleypingar eru algengir með tilheyrandi úrkomu en í norð- og austlægum áttum má gera ráð fyrir þurrviðri í Krýsuvík. Þá skartar staðurinn sínu fegursta, en einnig getur dulúðin sem fylgir þokulofti og skýjuðu veðurfari búið yfir ólýsanlegri fegurð.

Einföld bændakirkja
KrýsuvíkurkirkjaKrýsuvíkurkirkju er fyrst getið í kirkjuskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups um 1200. Margt bendir til að kirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum kristni, en núverandi kirkju byggði Beinteinn Stefánsson á Arnarfelli 1857. Þetta er lítið guðshús einfaldrar gerðar, án turns, og eina húsið sem enn stendur á bæjarhólnum. Kirkjan var aflögð sem helgidómur og rúin öllum verðmætum 1929. Eftir það notaði einbúinn Magnús Ólafsson, síðasti íbúi Krýsuvíkur, hana sem íbúðarhús til 1945. Endurbygging kirkjunnar hófst 1957 og var hún endurvígð 31. maí 1964 og færð Þjóðminjasafninu til eignar. Árið 1997 var Sveinn Björnsson listmálari jarðsettur í kirkjugarðinum en þá voru liðin 80 ár frá síðustu greftrun þar. Á vorin er haldin messa í kirkjunni og altaristafla eftir Svein hengd þar upp, en tekin niður við messu á haustin og færð til vetrarvistar í Hafnarfjarðarkirkju.

Fuglalíf og eggjataka
KrýsuvíkurbjargUm 57.000 sjófuglapör verpa í Krýsuvíkurbergi, aðallega rita og svartfugl, sem skiptist í álkur, langvíur og stuttnefjur. Einnig verpir þar nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi. Fyrrum var eggjataka mikil og máttu kotamenn taka tiltekið magn af fugli og eggjum úr berginu. Svo mikið fékkst af svartfuglseggjum á vorin að þau voru flutt á mörgum hestum heim til bæjanna. Sömu sögu var að segja af bergfuglinum sem gaf af sér kjöt og fiður. Á Krýsuvíkurheiði og í nágrenni Bæjarfells verpir mófugl, spói, heiðlóa, snjótittlingur og fleiri tegundir. Arnarfell og Arnarfellsstjörn eru kunn kennileiti á Krýsuvíkurheiði og á miðjum Sveifluhálsi eru Arnarvatn og Arnarnípa. Þessi nöfn vísa til þess að ernir hafi orpið á þessum stöðum í eina tíð.

Mannrækt í Krýsuvíkurskóla
KrýsuvíkurskóliUm miðjan áttunda áratuginn hófust miklar byggingaframkvæmdir á mel sunnan Gestsstaðavatns, en þar var ætlunin að reisa skóla fyrir unglinga sem þurftu á sérúrræðum að halda. Áður en byggingunni var lokið var fallið frá hugmyndinni og stóð húsið autt um margra ára skeið þar til Krýsuvíkursamtökin fengu það til afnota. Hafa þau rekið þar meðferðarheimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir fíkniefnaneytendur.

Hnignandi gróður

Í Krýsuvík

Gróðri hefur farið mjög aftur í Krýsuvík á síðustu öldum. Talið er að jörðin hafi verið kjarri vaxin milli fjöru og fjalls af birkiskógi og víðikjarri, áður en Ögmundarhraun brann. Í jarðabók Páls Vídalín og Árna Magnússonar 1703 er sagt að skógur til kolagerðar nægi ábúendum. Skógurinn eyddist að mestu á harðindaskeiði sem gekk yfir landið í lok 19. aldar. Þá hófst landeyðing með miklum uppblæstri og vatnsrofi í landi Krýsuvíkur. Sauðfjár- og hrossabeit hafði einnig afdrifarík áhrif. Á Sveifluhálsi eru fáeinir grasbalar sem gefa til kynna að þar hafi verið mun grónara í eina tíð. Svæðið sunnan Kleifarvatns einkennist af miklu mýrlendi, slægjulandinu Vesturengjum og Austurengjum. Austan Arnarfells er Bleiksmýri og sunnan Trygghóla er Trygghólamýri.

Ritháttur Krýsuvíkur
TóftirÞegar gamlar sagnir frá Krýsuvík eru skoðaðar kemur glögglega fram að nafn víkurinnar er ætíð ritað með ý en ekki í eins og oft sést í seinni tíð. Örnefnið Krýsuvík er trúlega dregið af orðinu Crux sem merkir kross og hefur Krossvíkin hugsanlega verið við sjóinn nærri Húshólma í Ögmundarhrauni þar sem munnmæli herma að fyrsti bærinn hafi staðið. Mesta fuglabjarg Reykjaness Krýsuvíkurberg, mesta fuglabjarg Reykjaness, er um 7 km langt frá Bergendum við Keflavík í austri til Heiðnabergs vestan Hælsvíkur og 40 hektarar að flatarmáli. Bergið er um 50 m hátt á löngum kafla en Strandaberg, austasti hlutinn, er um 70 m hátt.
Rauðskriða er áberandi kennileiti á vesturhluta bergsins en neðan hennar var einstigið Ræningjastígur sem var eina gönguleiðin niður í fjöru. Meðan enn var farið á sölvafjöru var jafnan farið af sjó því bergið var ekki árennilegt öðrum en sigmönnum. Ræningjastígur var samt fær þeim sem treystu sér til að feta hann en nú er hann ófær með öllu.

Höfuðból og hjáleigur
KrýsuvíkurbjargKrýsuvík var heil kirkjusókn og eitt mesta höfuðból landsins með mörgum hjáleigum. Munnmæli herma að byggðin hafi upphaflega verið í Húshólma, óbrennishólma í austanverðu Ögmundarhrauni.  Þar er altént mjög fornt bæjarstæði sem kallað er Hólmastaður í eldri heimildum. Hjáleigur voru að jafnaði fimm til átta talsins en í gömlum heimildum er getið um 13 býli. Á heimajörðinni voru Suðurkot, Norðurkot, Snorrakot, Stóri-Nýibær, Litli-Nýibær, Arnarfell og nýbýlið Lækur. Fjær voru kotin Vigdísarvellir, Bali, Fitjar og Fell. Kaldrani stóð við suðvesturenda Kleifarvatns og Gestsstaðir sunnan Krýsuvíkurskóla.

Fiskisæld undir berginu
Sjósókn var alla tíð mikilvæg fyrir afkomu Krýsvíkinga. Undir Krýsuvíkurbergi, Hælsvík og lengra út með var löngum fiskisælt en þar er engin lending. Líklega hefur góð lending verið í Hólmastað eða gömlu Krýsuvík, en eftir að Ögmundarhraun rann tók hana af og eftir það var gert út frá Selatöngum. Biskupsskip frá Skálholti, skip útvegsbænda í Árnes- og Rangárþingum og sjávarbænda í Hraunum gengu frá Selatöngum með leyfi Krýsuvíkurbónda.  Krýsvíkingar stunduðu einnig útróðra frá Herdísarvík um aldir.

Kynlegt er Kleifarvatn
Krýsuvík 1810Kleifarvatn er 10 ferkílómetrar að flatarmáli og stærsta stöðuvatn á Reykjanesskaga. Það er á milli Sveifluháls í vestri og Vatnshlíðar í austri. Aðrennsli í vatnið er takmarkað og ekkert frárennsli er sjáanlegt ofanjarðar. Vatnsborðið fylgir grunnvatnsyfirborði svæðisins sem sveiflast um allt að 4 m á tugum ára. Félagar úr Stangveiðifélagi Hafnarfjarðar fluttu bleikjuseiði í Kleifarvatn um 1960 og dafnar fiskurinn bærilega í vatninu. Áður fyrr þóttust menn verða varir við kynjaveru líka stórum ormi í vatninu.

Sjá meira undir Krýsuvík – yfirlit HÉR og HÉR.

Heimild:
-visithafnarfjordur.is

Krýsuvík

Krýsuvík.

Rauðamelur

Í Fjarðarfréttum í sept. 2025 var fjallað um „Náttúruvætti í hættu – Óskráður Rauðamelur á hættusvæði„:

Rauðamelur

Áætlað efnistökusvæði Rauðamelsnámu (úr umhverfismatsskýrslu).

„Í umhverfismatsskýrslu Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarhafnar var gert ráð fyrir að stækkuð Straumsvíkurhöfn myndi m.a. fela í sér aðstöðu fyrir starfsemi fyrirtækisins Carbfix vegna uppbyggingar Coda Terminal í Hafnarfirði. Eftir að kynningu umhverfismatsskýrslu lauk breyttust áformin að því leyti að ekki var lengur gert ráð fyrir aðstöðu fyrir Carbfix í höfninni. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ, dags. 24.6.2025, koma hin breyttu áform fyrst og fremst til að leiða til breyttrar áfangaskiptingar við uppbyggingu hafnarinnar.

Rauðamelur

Stóri-Rauðamelur – núverandi námusvæði.

Gert er ráð fyrir að taka 1.240.000 m³ af efni úr áður skemmdri Rauðamelsnámu og á mörkum áhrifasvæðis vinnslunnar er náttúruvætti, Litli Rauðamelur sem ekki hefur verið skráður á minjaskrá og talinn horfinn.
Rauðmalarhólar myndast þegar hraun renna út í stöðuvötn eða mýrlend – eða gos verður í sjó eða vatni.
Litli Rauðamelur er aðeins í um 150 m fjarlægð frá Rauðamel og er alveg óraskaður – ennþá.

Rauðamelur

Litli-Rauðamelur næst og eyðilagður Stóri Rauðamelur fjær.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar segir: „Skógargatan liggur áfram suður yfir Rauðamel litla (132) og austan við Rauðamel stóra (133), en Suðurnesjavegurinn lá milli Rauðamelanna. Rauðimelur litli var lágur melhóll. Rauðimelur stóri var sunnar. Hann var feiknastór, og var varða á honum í gamla daga. Vestast á honum var rofabarð með hríslum. Nú eru melar þessir horfnir vegna flugvallargerðar og komin tjörn, þar sem sá syðri var.“
Þrátt fyrir fullyrðingu þess efnis að Litli-Rauðimelur sé horfinn „lifir“ hann enn góðu „lífi“ skammt norðnorðaustan þess Stóra – GG.“

Heimild:
-Fjarðarfréttir 11.09.2025, Náttúruvætti í hættu – Óskráður Litli Rauðamelur á hættusvæði, bls. 18.
-https://vefblad.fjardarfrettir.is/p/fjardarfrettir/11-9-2025/r/10/18-19/6849/1993125

Rauðamelur

Litli-Rauðamelur 2024.

Hafnarfjörður

Hér verður fjallað um helstu minnismerkin í umdæmi Hafnarfjarðar. (Ef einhverjir vita betur um annað og meira er þeim bent á að hafa samband við www.ferlir.is).

Elín Björnsdóttir (1903-1988)

Elín Björnsdóttir

Minnismerki – Smalaskála.

Ofan Smalaskála í Smalahvammi undir Klifsholti austan Slétturhlíðar er steinn með áletruninni Elín Björnsdóttir með ártalinu 1903-1988. Elín var Eiginkona Jóns Magnússonar, kenndur við Gróðarstöðina Skuld í Hafnarfirði. Hann fékk úthlutað ræktunarlandi í Smalahvammi árið 1945, reisti þar bústað og undir hag sínum þar vel ásamt eiginkonu og börnum. Þegar Elín lést kom Jón minningarsteininum fyrir í hlíðinni og reisti við hann allmikil steinlistaverk, sem enn standa. Jón lést árið 2002.

Minning um mann – hornsteinn

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; minning um mann.

Á steinhleðslu gegnt Ljósatröð 2 er lítið skilti með áletruninni „Minning um mann“ og við hlið þess „hornsteinn“ greyptur í hlesluna.

Sigurður Hannes Oddsson fæddist í Hafnarfirði 11. júlí 1941. Hann lést 4. maí 2017.
Siggi gekk til liðs við frímúrarastúkuna Hamar í Hafnarfirði og var mjög virkur í störfum hennar. Þegar stúkan Hamar réðst í að byggja nýtt stúkuheimili að Ljósutröð var hann ráðinn sem byggingarstjóri, annaðist undirbúning og framkvæmd byggingarinnar.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; minning um mann.

Hamarsbræður voru honum mjög þakklátir og hlaut hann ýmsan virðingarvott vegna starfa sinna fyrir stúkuna.

Minnismerkið gerði frímúrarinn Tómas Guðnason í félagi við tvo aðra. Í samtali við FERLIR sagði hann merkið reyndar ekki vera um einn sérstakan heldur getur það átt við alla, allt eftir hugmyndaflugi þess sem túlkar það hverju sinni. Þegar kveðjusamkomur væru haldar í frímúrarahúsinu eftir jarðafarir hafi hann stundum sett blóm við merkið til minningar um hinn látna.

Sörli

Sörli

Sörli.

Hestamannafélagið Sörli var stofnað 7. febrúar 1944. Félagsaðstaða og reiðhöll Sörla er að Sörlastöðum við Sörlaskeið 13a í Hafnarfirði. Minnismerki um stofnuna er á hestasteini er norðan við reiðhöllina.

Vatnshlíðarlundur –
Hjálmar R. Bárðarson

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Vatnshlíð.

Í Vatnshlíð norðvestan Hvaleyrarvatns er minningarlundur. Lundurinn er til minningar um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra og Else Sörensen Bárðarson.
„Vatnshlíðarlundur – Til minningar um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra og Else Sörensen Bárðarson. Þau gáfu hluta eigna sinna til landgræðsluskógræktar, þar sem áður var lítt gróið bersvæði.
Með virðingu og þökk – Landgreiðslusjóður 2012″.
Landgræðslusjóður 2012.“

Lundurinn er í hlíðinni vestan Hvaleyrarvatns. Neðan hans til suðurs má sjá sléttan gróinn bala í hlíðinni er hýsti fyrrum bústað þeirra hjóna. Skógarreiturinn umhverfis er ágætur vitnisburður um áhuga og elju þessara skógræktarunnenda.

Vatnshlíð

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Vatnshlíð.

Í Vatnshlíðarlundi, ofan við upplýsingaskilti um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson og Else Sörensen Bárðarson  og vestan við minnisvarða um þau hjónin er bekkur. Á bekknum er skilti eð eftirfarandi áletrun: „Fyrir öll börnin okkar – í minningu þeirra: Þorlákur Ingi Sigmarsson, Sindri Pétur Ragnarsson, Orri Ómarsson. Starfsfólk bráðamóttöku barna 2021.“

Mirai no Mori – Klifsholti – Íslensk-japanka félagið

Klifsholt

 Mira No Mori.

Árið 2001 hófu félagar í Íslensk-Japanska félaginu gróðursetningu trjáa í landnemaspildu í Klifsholti, norðan við Sléttuhlíð í Hafnarfirði. Skógurinn ber heitið Mirai-no-mori, þ.e. skógur framtíðar. Tíðkast hefur ár hvert að fara að reitnum og gróðursetja tré.

Reiturinn er við reiðstíg er liggur frá Sléttuhlíð að Búrfellsgjá, norðan Smalaskálaholts. Í reitnum er tré-/járnsúla með áletrunni Mirai-no-mori (未来の森).

Trjálundur Alþjóðasamataka Lions

Hafnarfjörður

Lions.

Trjálundur Alþjóðasamtaka Lions er ofan/austan Sléttuhlíðar, skammt frá Kaldárselsvegi. Við reitinn er steinstöpull. Á honum er skjöldur með áletrunni:
„Fundur Alþjóðastjórnar Lions haldinn á Íslandi 2019 – Guðrún Yngvarsdóttir, alþjóðaforseti Lions 2018-2019“.

Trjálundur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; minning um látna Lionsfélaga.

Trjálundur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar er rétt norðvestan við Smalaskálahvamm norðan Kaldárselsvegar. Í honum er stuðlabergssteinn. Á hann er letrað: „Stofnaður 14. apríl 1956. Til minningar um látna félaga„.
Lionsfélagar í Hafnarfirði hafa jafnframt sett upp bekki bæði umleikis Hvaleyrarvatn og við göngustíga í höfðunum umhverfis vatnið til minningar um látna félaga. Tveir bekkjanna eru t.d. ofan við Værðarlund, báðir með áletruninni: „Lionsklúbburinn Ásbjörn – Gjöf frá Minningarsjóði Gísla S. Geirssonar.“

Á öðrum bekkjum eru sambærilegar áletranir. Bekkirnir eru á völdum stöðum þar sem lúnir geta hvílst og safnað orku til áframhaldandi átaka á ferð sinni umhverfis vatnið sem og um nærliggjandi skógarlundi. Allt er með góðvilja gjört.

Trjálundur Rotary I

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.

Trjálundur Rótarý er skammt vestan Klifsholts undir Smalaskálahvammi. Við lundinn er bekkur. Á honum eru þrír skildir með áletrunum: vinstra megin: „Bekkir á Græna treflinum.
Hægra megin: „Þessi bekkur er gjöf Rótarýsklúbbs Hafnarfjarðar til þeirra sem um stíginn fara„. Á undirskildi stendur: „Til minningar um Rótarýfélaga.
Jón Guðmundsson f. 1929 – d. 2002.
Jón Guðmundsson f. 1929 – d. 2000.
Jón Vignir karlsson f. 1946 – d. 2017.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.

Á þeim þriðja stendur: „Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs?

Bekkur þessi núlifandi Rótraýfélaga er sá æðsti og efsti af 11 slíkum, sem Rótarýfélagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, hafa komið fyrir við malbikaða göngustíginn vestan Kaldárselsvegar, allt frá nýju spennustöðinni á milli gömlu og nýju hesthúsanna, að Gjánum norðan Kaldársels, allt að leiðarlokum við trjálund þeirra vestan Klifsholts er geymir minningastein þeirra um látna félaga – göngulúnum til hvíldar á langri leið. Tilgangurinn og markmiðið er að heiðra og varðveita minninguna um horfna félaga.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.

Sem fyrr segir er efsti bekkurinn helgaður minningu þriggja Jóna með umræddri spaksgrein. Sá 10. (í Gjánum) er helgaður Helga G. Þórðarsyni f. 1929 – d. 2003 og Steingrími Atlasyni f. 1919 – 2007 með áletruninni: „Staldraður við, njóttu stundarinnar. Níundi bekkurinn er helgaður Birni Árnasyni f. 1928 – d. 2007 og Steinari Steinssyni  f. 1926 – 2015. „Vingjarnlegt orð sem fellur í dag getur borið ávöxt á morgun“ er grafið á bekkinn þann.
Áttundi bekkurinn segir af Guðmundir Friðriki Sigurðssyni f. 1946 – d. 2022 og Sigurði Þorleifssyni f. 1948 – d. 2018 með eftirfarandi ábrýningu: „Gleðstu yfir góðum degi“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki ; Rótarý.

Sá sjöundi er minning um Stefán Júlíusson f. 1915 – d. 2002 og Jón Bergsson f. 1948 – d. 2018. Áletrunin: „Megi dagur hver fegurð þér færa“.
Sjötti bekkurinn: Trausti Ó. Lárusson f. 1929 – d. 2021 og Þórður Helgason f. 1930 – d. 2018. Þeir frá yfirskriftina „Ástin er drifkraftur lífsins“.
Fimmti bekkurinn, nálægt Skógrækt Hafnarfjarðar, er tileinkaður Alberti Guðmundssyni f. 1926 – d. 2016, Sigurbirni Kristinssyni f. 1924 – d. 2011 og Sigurði Kristinssyni f. 1922 – 2005. „Megi gæfan þig geyma“.

Fjórði bekkur er tileinkaður Gísla Jónssyni f. 1929 – d. 1999 og Skúla Þórssyni f. 1943 – d. 2008 með orðunum „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý. bekkur við skógarlund félaga félagsins.

Þriðji þakklætisniðurseturstaðarmöguleikinn er í boði Guðjóns Steingrímssonar f. 1924 – d. 1988 og Steingríms Guðjónssonar f. 1948 – d. 2023. Þeir bjóða upp á „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“.
Annar hvíldarbekkurinn á Kaldárselsgöngustígnum er í minningu Valgarðs Thoroddsens f. 1906 – d. 1978 og Stefáns Jónssonar f. 1909 – d. 2001 með orðunum „Upplifðu fegurð náttúrunnar“.
Fyrsti bekkurinn, sem reyndar bíður flesta óþreytta velkomna á leið út úr bænum og verður að teljast sá velkomnasti heimleiðinni er tileinkaður minningu Níels Árnasonar f. 1923 – d. 2016 og Bjarna Þórðarsonar f. 1936 – d. 2012. Á bekknum er eftirfarandi áletrun: „Hver áfangi er leiðin að sigrinum“.

Sjá HÉR tengil Fjarðarfrétta um bekki Rótarýsfélaga Hafnarfjarðar.

Trjálundur Rotary II

Rotary

Rótarý – minningarsteinn.

Í trjálundi Rotarys vestan Smalaskála austan Sléttuhlíðar, skammt innan bekkjarins upphafsfyrrnefnda, er stuðlabergssteinn. Á honum er merki Rotarys og undir því má lesa: „Rótarýklúbbur – stofnaður 9. okt 1946. Í minningu látinna félaga“.
Neðst á steininum er lítill málmskjöldur, illlæsilegur. Á honum stendur: „Steininn er reistur fyrir gjöf Níelsar Árnasonar í tilefni af 50 ára starfsafmæli hans í klúbbnum.“
Eins og margir eldri Hafnfirðingar muna stýrði Níels Árnabíói (Hafnarfjarðarbíói) af mikilli röggsemi um margra áratuga skeið.
Lítilmátlegi málmskjöldurinn neðst á minningarsteinstöpli um látna Rotarys-félaga lýsa honum vel.

Á merkisafmæli Níels Árnasonar voru liðin 50 ár frá því hann gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar. Hann hefur alla tíð verið virkur og sannur Rótarýfélagi og af því tilefni var hann gerður að heiðursfélaga klúbbsins. (Við álestur niðurspjaldsins þurfti reyndar að beita svolitlum „göldrum“ til framköllunar.)

Rotary

Rotary – minningarskjöldur Níels Árnasonar. Letrið var framkallað með krít.

Níels afhenti Rotaryklúbbnum á afmælisdaginn sinn þann 5. júní eina milljón kr. í þakklætisskyni fyrir ánægjulegt starf í klúbbnum og til minningar um látna félaga. Sjórnin samþykkti einróma tillögu forseta um að hluta fjársins yrði varið til að reisa minningarstein í skógræktarsvæði félagsins um látna félaga og „hefur þegar verið gengið frá pöntun á slíkum stein og verður hann settur upp fljótlega“. Hér má sjá steininn þann.

Guðlaug Lára Björgvinsdóttir (1946-2021)

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Guðlaug B.

Við gangstíg gegnt Eskivöllum 21 er bekkur, gefinn íbúum Hafnarfjarðar af Braga Brynjólfssyni. Á bekknum er skilti: „Til minningar um Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur (Lóa), 14.04.1946-11.01.2021“.

Bragi var innfæddur Hafnfirðingur, fæddist, að eigin sögn, „hálfur inni í Hellisgerði“. Staðreyndin er sú að foreldrar Braga bjuggu í húsi er skagaði fyrrum inn í Hellisgerði, en sjálfur fæddist drengurinn á St. Jósepsspítala, en dvaldi í uppvaxtarárunum í viðbyggingu nefnds húss.
Bragi giftist Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur árið 1968 og hófu þau búskap í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu alla tíð, lengi á Hjallabraut 92 og síðustu árin á Eskivöllum 21a.

Bragi Brynjólfsson lést 12. mars 2024. Nauðsynlegt er að bæta við minningarskilti um eiginmanninn Braga á bekkinn þann at’arna.

Hjartarsteinn

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Björgvin Halldórsson.

Hjartasteinn til heiðurs tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni var afhjúpaður framan Bæjarbíós við Strandgötu 6 í Hafnarfirði 2018. Um var að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar. Hátíðin er haldin í Bæjarbíói.

Hjartasteinn til heiðurs leikaranum, söngvaranum, tónskáldinu, skemmtikraftinum og Hafnfirðingnum Þórhalli Sigurðssyni, best þekktum sem Ladda, var lagður fyrir framan Bæjarbíó í hjarta Hafnarfjarðar 2022. Hjartasteininn hlaut Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Þórhallur Sigurðsson.

Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur var lagður í hjarta Hafnarfjarðar fyrir framan Bæjarbíó 30. apríl 2022. Hugmynd að fallegum virðingarvotti og minnisvarða kviknaði fyrst í samtali við höfundinn sjálfan í kjölfar þess að hún var heiðruð í Hafnarfirði fyrir ritverk hennar og framlag til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna 2018. Guðrúnu og fjölskyldu leist vel á hugmyndina og nú hefur hjartasteinn til minningar um einn ástsælasta og vinsælasta rithöfund okkar tíma verið afhjúpaður. Guðrún kvaddi þann 23. mars.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Guðrún Helgadóttir.

Eins og áður sagði er Magnús sá fjórði sem nýtur þess heiðurs að hljóta Hjartasteininn í Hjarta Hafnarfjarðar. Fyrir eru hjartasteinar til heiðurs Björgvini Halldórssyni, tónlistarmanni og bæjarlistarmanni Hafnarfjarðar, Þórhalli Sigurðssyni, Ladda leikara og tónlistarmanni, og þá er hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar, sem lést 23. mars 2022.

Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson er fjórði listamaðurinn sem fær Hjartastein sér til heiðurs við Bæjarbíó í Hafnarfirði.

HMB

Hafnarfjörður - minnismerki

Hafnarfjörður – minnismerki; HMB.

Þann 12.11.2015 spann eins hreyfils kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF til jarðar í Hafnarfjarðarhrauni með þeim afleiðingum að báðir flugmennirnir létust. Þeir voru báðir flugkennarar við Flugskóla Íslands.

Mennirnir hétu Hjalti Már Baldursson og Haukur Freyr Agnarsson. Hjalti Már var búsettur í Hafnarfirði og Haukur Freyr var búsettur í Garðabæ.

Hjalti Már og Haukur Freyr störfuðu sem flugkennarar hjá Flugskóla Íslands.

Hafnarfjörður - minnismerki

Hafnarfjörður – minnismerki; HMB.

Haukur fæddist 17. júlí 1990. Hjalti Már fæddist 9. febrúar 1980.

Skömmu eftir slysið komu ættingjar Hjalta fyrir hvítmálum trékrossi á slyssstaðnum. Á krossinum var spjald með áletruninni „HMB“.

Minnismerkið er staðsett skammt vestan Neðri Straumsselshella ofan Straumsels, í svonefndum Almenningi.

Minningarbekkur

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Reykjavíkurvegur.

Við göngustíg vestan Reykjavíkurvegar skammt sunnan Hjallabrautar er bekkur. Á bekknum er skjöldur: „Minningarbekkur – Um hjónin Stefán G. Sigurðsson, kaupmann, og Laufeyju Jakobsdóttur. Brúkum bekki í Hafnarfirði. Öldungaráð Hafnarfjarðar, Félag sjúkraþjálfara, Félag eldri borgara í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær“.
Fleiri „Minningarbekkir“ eru víðs vegar í Hafnarfirði.

Mjólkurbú Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Mjókurbú Hafnarfjarðar.

Mjólkurvinnslustöð Mjólkurbús Hafnarfjarðar var stofnuð árið 1934. Jóhannes J. Reykdal á Þórsbergi var fenginn til að standa fyrir framkvæmdum. Fór hann utan í fyrravetur og samdi um kaup á vélum.Byggingin sem tekin var í notkun árið 1947 þótti hin myndarlegasta. Var húsið byggt úr járnbentri steypu með korklögðum veggjum að innan. Það var tvílyft utan vélasalarins sem var í fullri hæð. Ketilshúsið var þar á bak við á neðri hæð og á efri hæðinni var skrifstofa og móttökusalur fyrir mjólk. Á bak við húsið var akvegur að húsinu og undir honum kolakjallari og sýrugeymsla. Á efri hæð í öðrum enda hússins var rannsóknarstofa, skyrgerð og geymsla. Talsverður styr stóð um Mjólkurvinnslustöðina vegna deilna milli mjólkurstöðva.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Mjólkurbú Hanarfjarðar.

Mjólkurbú Hafnarfjarðar var lagt niður árið 1949 og var í húsinu ýmiss konar starfsemi þar til það var brotið niður árið 1981.

Minnismerkið, þrír upphleyptir mjólkurbrúsar á trépalli, stendur nú þar sem Mjólkurvinnslustöðin, Lækjargata 22, stóð á suðausturhorni Öldugötu og Lækjargötu. Á skilti undir brúsunum stendur: „Hér stóð Mjólkurbú Hafnarfjarðar, stofnað 17. ágúst 1934“.

Örn Arnarson (1884 – 1942)

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarson.

Nyrst við Austurgötu stóð áður Hótel Hafnarfjörður en þar er nú minnismerki um Örn Arnarson skáld sem bjó þar um tíma. Hótel Hafnarfjörður var eitt af fyrstu steinhúsum bæjarins, byggt árið 1912.

Í Þjóðviljanum 9. ágúst 1973 mátti lesa, bls. 12: „Minnismerki um Örn Arnarson – Nýlega hefur verið komið upp minnismerki um Örn Arnarson í Hafnarfirði, en þar bjó hann síðari hluta ævi sinnar, lengst af í Hótel Hafnarfirði. Stóð það þar sem minnismerkið er nú“.

Í gamla hússtæðinu er minnismerkið; Ankeri umlukið lábörðu grjóti umleikis. Undir ankerinu er láréttur stuðlabergssteinn. Á hann ofanverðan er letrað: „Örn Arnarson átti heima hér“. Á norðurhliðina er letrað: „Með hendur á hlunni og orfi, vann hugurinn ríki og lönd“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarson.

Örn Arnarson (dulnefni Magnúsar Stefánssonar) (12. desember 1884 – 25. júlí 1942) var íslenskt skáld og rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir ljóðabók sína Illgresi sem kom út árið 1924. Þekktustu ljóð hans eru til dæmis: Þá var ég ungur, Stjáni blái og Íslands Hrafnistumenn, en það ljóð varð síðan innblásturinn að nafni Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna.

Magnús Stefánsson fæddist að Kverkártungu á Langanesströnd í Norður-Múlasýslu. Þar bjuggu foreldrar hans Ingveldur Sigurðardóttir og Stefán Árnason.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarsson.

Á harðindaárunum eftir 1880 svarf svo að þeim að þau brugðu búi vorið 1887 og réðust vinnuhjú að Miðfirði.

 Magnús stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði veturinn 1907 – 08, en þaðan lauk hann gagnfræðaprófi. Kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskólanum þar sem hann var við nám veturinn 1908 – 09.

Þegar Magnús lét af sýsluskriftunum, fluttist hann til Hafnarfjarðar og átti þar heima lengstum síðan. Fékkst hann þá einkum við afgreiðslu og skrifstofustörf, en hvarf oft að einhvers konar útivinnu á sumrin eins og til dæmis síldar- og vegavinnu. Hann kom nokkuð að sögu íþróttamála í Hafnarfirði og var m.a. formaður Knattspyrnufélagsins Framtíðarinnar.

Hrafna-Flóki

Á skilti við „Flókavörðuna“ ofan við Hvaleyri má lesa eftirfarandi:

Flókavarða

Hvaleyri – Flókavarða; minnismerki.

„Um Flóka Vilgerðarson má lesa í Landámsbók. Samkvæmt henni var Flóki norskur víkingur sem ætlaði sér fyrstur mann að setjast á Íslandi um 870. Hann lagði af stað snemma sumars frá mörkum Hörðalands og Rogalands í Noregi, stað sem var kallaður Flókavarði, síðar Ryvarden, til að leita óbyggðs lands vestur í hafi sem sæfarendur vissu af en höfðu lítið kannað. Flóki hafði með sér þrjá hrafna til að vísa sér leið, en áttavitar þekktust þá ekki á Norðurlöndum. Honum tókst með aðstoð hrafnanna að finna landið og fékk þannig nafnið Hrafna-Flóki. Hann kom fyrst að Suðausturlandi, sigldi vestur með ströndinni, fyrir Reykjanes, þvert yfir Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og nam loks staðar norðan Breiðafjarðar í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum.

Flókavarða

Flókavarða – skilti.

Vatnsfjörður var mikið gósenland fyrir veiðimenn. Þar var mikið af fugli, fiski og sel sem reyndist Flóka og förunautum hans auðtekin bráð. En Flóki hafði líka með sér búpening sem dó úr hungri næsta vetur, því að komumennirnir höfðu ekki áttað sig á því að á þessum sumarfagra stað þurfti að afla heyja til að halda búpeningi lifandi yfir veturinn. Vonsvikinn ákvað Flóki því um vorið að snúa aftur heim. Áður en hann lagði af stað gekk hann upp á hátt fjall fyrir norðan Vatnsfjörð, sá þar fjörð fullan af hafísum og gaf landinu nafnið Ísland sem það hefur borið síðan.

Flókavarða

Flókavarða – texti á skilti.

Á heimleiðinni varð Flóki fyrir óhappi. Á sunnanverðum Faxaflóa slitnaði bátur aftan úr skipinu en í honum var einn af förunautum Flóka sem hét Herjólfur. Flóki vildi ekki skilja hann eftir og hélt til lands. Hann kom í Hafnarfjörð og fann þar hval rekinn á eyri út frá firðinum og gaf eyrinni nafnið Hvaleyri. Þar fann hann Herjólf sem hafði tekið land annars staðar, á stað sem var síðan kallaður Herjólfshöfn. Ekki er núna ljóst hvar sá staður hefur verið.

Hér á Hvaleyri hafa íbúar í Sveio í Noregi nú reist vörðu (varða) til minningar um Flóka og komu hans í Hafnarfjörð og fært Hafnfirðingum að gjöf. Varðan er nákvæm eftirmynd af samskonar minnismerki sem þeir hafa áður reist í Ryvarden í Noregi, staðnum þar sem Flóki lagði af stað í landnámsleiðangur sinn. Þótt sá leiðangur mistækist varð hann þó til að gefa Íslandi það nafn sem það hefur borðið síðan.“

Hansakaupmenn í Hafnarfirði

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki við Flensborgarhöfn um veru Þjóðverja í Hafnarfirði fyrrum

Á upplýsingaskilti við Smábátabryggjuna (Flensborgarhöfnina) í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi um Hansabæinn Hafnarjörð:

„Hið svokallaða Hansasamband var stofnað í Lübeck í Þýskalandi á 13 öld og var bandalag kaupmanna í verslunargildum borga í Norður- og Vestur-Evrópu. Lübeck var á þessum tíma mjög öflug verslunarborg og útskipurnarhöfn inn á Eystrasaltið eftir að elsti skipaskurður Evrópu var opnaður árið 1398 á milli Trave og Elbe.

Upp úr 1470 hófu Hansakaupmenn að sigla til Íslands, upphaflega komu þeir einungis frá Bergen í Noregi en fljótlega eiggin frá þýsku Hansaborgunum Hamborg, Lübeck og Bremen. Konungur hafði veitt Hansakaupmönnum leyfisbréf til verslunar á Íslandi árið 1468 en mikil samkeppni myndaðist á milli enskra og þýskra kaupmanna um bestu hafnirnar hér á landi í kjölfarið og til eru heimildir frá árinu 1475 um ófrið þeirra á milli við Hafnarfjörð.

Hafnarfjörður

Flensborgarhöfn – skilti.

Minnismerki var afhjúpað á Óseyrarbryggju við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði í júlí 2003 um fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á Íslandi, árið 1533. Kirkjan stóð á Háagranda í Hafnarfirði þar sem þýskir Hamborgar kaupmenn stunduðu verslun sína í rúmlega eina öld. Hún var reist til þess að þjóna þýskum farmönnum og var grafreiturinn við kirkjuna hinsta hvíla þeirra sem týndu lífi fjarri fósturjörðinni. Kirkjan var reist úr þýskum kjörviði og henni haldið við af Þjóðverjum allt til ársins 1603, en þá var þeim meinuð hvers kyns verslun á Íslandi. Var kirkjan tekin niður nokkrum árum síðar.
Forsetar Íslands og Þýskalands afhjúpuðu minnismerkið, sem er verk þýska listamannsins Hartmuts Langs, sem kallar sig Lupus. Dr. Johannes Rau, forseti Þýskalands, flutti stutt ávarp við afhjúpunina.

Vinabærinn Cuxhaven

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – afhjúpun Cuxhaven-minnismerkisins.

25. nóvember 2013 var afhjúpað minnismerki um vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi. Á upplýsingaskilti við minnismerkið má m.a. lesa eftirfarandi:
“Borgin Cuxhaven í Þýskalandi og Hafnarfjörður stofnuðu formlega til vinarbæjarsamstarfs á haustmánuðum 1988 og hefur það vinabæjarsamband verið mjög virkt á margan hátt æ síðan.

Söguskiltið er staðsett við „Kugelbake“ á strandstígnum við höfnina en í tilefni af 25 ára afmæli vinabæjarsamstarfsins árið 2013.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – merki Hafnarfjarðar og Cuxhaven.

Þýska borgin gaf Hafnarfjarðarbæ fjögurra metra háa eftirgerð af 30 metra háu siglingarmerki sem reist var árið 1703 við ströndina nyrst í Neðra Saxlandi þar sem áin Saxelfur (Elbe) rennur í Norðursjóinn.

Kugelbake er borgarmerki Cuxhaven líkt og vitinn er merki Hafnarfjarðar og tilvalið þótti að staðsetja söguskiltið við siglingamerkið til þess að útskýra betur tilurð þess.

Sem dæmi um frekari afrakstur vinabæjarsamstarfsins má nefna að árið 1993 var vígt nýtt torg í miðborg Cuxhaven sem hlaut nafnið „Hafnarfjördurplatz“ og á Óseyrarsvæðinu í Hafnarfirði fékk við sama tækifæri ný gata nafnið „Cuxhavengata“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki og söguskilti.

Strax við stofnun vinabæjarsamstarfsins árið 1988 var auk þess tekin ákvörðun um að stofna til svokallaðs „Cuxhavenlundar“ við Hvaleyrarvatn og hefur sú hefð skapast að þegar sendinefndir frá Cuxhaven koma hingað í heimsóknir gróðursetji fulltrúar þeirra hér tré þegar færi gefst enda hefur lundurinn stækkað mikið og gróið upp á undanförnum árum.

Í tilkynningu frá Hafnarfjaraðrbæ segir að auk þessa hafi samstarfið verið mikið og gefandi í æskulýðs- og íþróttamálum, mennta- og menningarmálum, á stjórnmálasviðinu og að ógleymdu viðskiptalífinu.
Cuxhavenborg hefur árlega fært Hafnfirðingum að gjöf jólatré sem lýst hefur upp á aðventunni, fyrst á suðurhöfninni en hin síðari ár í Jólaþorpinu á Thorsplani.”

Minnismerkið er vestan Strandgögu gegnt Dröfn.

Bein þriggja manna fundin á Hvaleyri 

Hvaleyri

Hafnarfjörður – Bein þriggja manna; minnismerki.

Árið 1922 tók Magnús bóndi Benjamínsson, sem þar á heima í Hjörtskoti á Hvaleyri, höfuðkúpu af manni og nokkra hálsliði þar úr bakkanum og gróf í kistli í mónum þar hjá, fjær sjó. Haustið 1924 varð hann var fleiri beina þar yzt í bakkanum og sumra í fjörunni. Gróf hann þá dálítið til og tók enn úr bakkanum 2 höfuðkúpur og mörg bein önnur, úr tveim mönnum. Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, var gert við vart og fór jeg að skoða beinin.
Höfuðkúpurnar voru heillegar og mátti sjá af tönnunum, að önnur væri af öldruðum manni, en hin af miðaldra. Bein þessi munu, að hans áliti, hafa verið frá síðari öldum og þótti honum ekki ástæða til að varðveita þau í Þjóðminjasafninu. Þau voru talin sennilega kristinna manna leifar og voru flutt í kirkjugarð Hafnarfjarðar. Kirkjugarður var á Hvaleyri, í einungis hundrað metra fjarlægð frá fundarstaðnum.

Minningarplatti er suðaustast við jaðar Hvaleyrartúns þar sem beinin fundust á honum stendur: „Bein þriggja manna fundin á Hvaleyri 1926“.

Altari sjómannsins

Altari sjómannsins

Minnismerki – Altari sjómannsins við Víðistaðakirkju.

Til minningar um horfna sjómenn.

Minnisvarðann gerði Erlingur Jónsson árið 1993 og stendur hann framan við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.

Minning um drukknaða fiskimenn
Við Kaplakrika Hafnarfjörður
Minnisvarði í Kaplakrika í Hafnarfirði.
In memoriam – Minning um drukknaða fiskimenn.

Eiríkur Jónsson, f. 2.6.1857, d. 18.4.1922 og synir hans
Benjamín Franklín, f. 12.3.1892, d. 28.2.1910
Bjarni, f. 24.9.1896, d. 8.2.1925
Jón Ágúst, f. 17.8.1902, d. 18.4.1922

Kaplakriki

Minnismerki – Kaplakriki.

Drottinn drangan blessi
góðir menn hann verndi.

Reistur af Guðbjörgu Jónsdóttur og Birni Eiríkssyni, Sjónarhóli, Hafnarfirði 2.6.1957.
Stendur við íþróttahúsið í Kaplakrika, Hafnarfirði.
Minnisvarðinn var endurgerður árið 2016.
Platan er samhljóða því sem stendur á dranganum og er fest á vegginn aftan við hann.

Sigling
Minnisvarði um sjómenn

Tæpum tuttugu árum eftir að hafin var fjársöfnun til að reisa „minnismerki um drukknaða hafnfirzka sjómenn“ var „heiðursmerki sjómanna“ vígt við Strandgötu í Hafnarfirði. Verkið heitir „Sigling“ og er eftir Þorkel G. Guðmundsson, auk nafns verks og höfundar er áletrunin: „Heiðursvarði hafnfirzkra sjómanna. Reistur 1974 af Hafnarfjarðarbæ.“ Í stað þagnar sem oft fylgir afhjúpun minnismerkja um samfélagsleg áföll var hrópað ferfalt húrra við afhjúpunina, fyrir hafnfirskri sjómannastétt.

Minnisvarðinn stendur framan við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði.

Knattspyrnufélagið Haukar

„Stofnfundur Knattspyrnufélagsins Haukar
(endurritun úr fundargerðarbók.)

1. fundur.
Sunnudaginn 12. apríl 1931 komu nokkrir drengir saman í húsi KFUM til þess að stofna íþróttafélag er eigi að standa á grunndvelli KFUM.

Haukar

Minnismerki – Haukahúsið.

Þeir sem eru stofnendur félagsins eru þessir:
Óskar Gíslason, Karl Auðunsson, Jens Sveinsson, Þórður Guðbjörnsson, Jóhannes Einarsson, Helgi Vilhjálmsson, Sigurgeir Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Jón Halldórsson, Bjarni Sveinsson, Hallgrímur Steingrímsson, Nikolaj Grímsson, og Geir Jóelsson.

Á fundi gerðist sem hér segir:
Sigurgeir Guðmundsson sagði frá för sem hann og tveir aðrir drengir fóru til þess að tala við Jóel Ingvarsson um stofnun þessa félags.
Í stjórn félagsins voru þessir kosnir. Karl Auðunsson formaður, Sigurgeir Guðmundsson gjaldkeri. Hallgrímur Steingrímsson ritari.
Varamenn voru kosnir Bjarni Sveinsson varaformaður en Nikolaj Grímsson vararitari.
Fleira var ekki lagt fyrir fundinn og honum því slitið.
Hallgrímur Steingrímsson ritari.“                                                                                                                                                                                                                              Minnismerkið er við inngang húss nr. 15 við Hverfisgötu, fyrrum húss KFUM og K.

Víðistaðir

Víðistaðir

Minnismerki – Víðistaðir.

Til minningar um
Bjarna Erlendsson, 1881-1972 og Margréti Magnúsdóttur, 1889-1960 sem reistu býli að Víðistöðum árið 1918 og bjuggu þar til æviloka.
Minnisvarðinn sendur í Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Hellisgerði
Bjarni Sivertsen (1763-1833)

Faðir Hafnarfjarðar. Brjóstmyndin gerð af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara.
Minnisvarðinn stendur í Hellisgerði.

Friðrik Bjarnason (1880-1962)
Fæddist á Stokkseyri 27. nóvember 1908.
Fluttist til Hafnarfjarðar árið 1908.

Friðrik Bjarnason

Minnismerki – Friðrik Bjarnason.

Organisti við Hafnarfjarðarkirkju í 36 ár.
Kennari, tónskáld og kórstjóri.
Stofnaði Karlakórinn Þresti árið 1912.
Hann lést 28. maí 1962.

Karlakórinn Þrestir gekkst fyrir afhjúpun minnismerkisins í tilefni af 100 ára afmæli kórsins 19. febrúar 2012.
Verkefnið var styrkt af Hafnarfjarðarbæ.
Minnisvarðinn stendur við Hafnarfjarðarkirkju

Guðmundur Einarsson (1883-1968)
Frumkvöðull að vernd og ræktun Hellisgerðis 1923.

Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði brjóstmyndina sem er á klettavegg við Fjarðarhelli í Hellisgerði.

Brjóstmyndin var afhjúpuð 5. október 1963.

Guðmundur Einarsson

Minnismerki – Guðmundur Einarsson.

Í tilefni af fjörutíu ára afmæli Hellisgerðis var 5. október 1963 afhjúpaður minnisvarði af Guðmundi Einarssyni (1883-1968), trésmíðameistara og framkvæmdastjóra trésmiðjunnar Dvergs, en hann átti frumkvæðið að stofnun garðsins, ræktun hans og vernd. Þá hélt Guðmundur framsögu á fundi í Málfundafélagi Magna 15. mars 1922, þar sem hann benti á hvílík áhrif það gæti haft til bóta fyrir bæinn ef félagið kæmi upp blóma- og skemmtigarði þar sem sérkenni landsins, hraunborgirnar og gjárnar, fengju að halda sér og njóta sín óspillt, jafnframt því að hlúa að gróðrinum. Fullyrti Guðmundur að slíkur garður myndi vera félaginu til sóma og bænum til prýði. Árið eftir hófust fyrstu framkvæmdir í garðinum en myndin af Guðmundi er felld inn í hraunvegg, rétt við hellinn í gerðinu.

Hellisgerði

Minnismerki – Bjarni Sívertsen.

,,Hellisgerði er skrúðgarður Hafnarfjarðar og liggur vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Nafnið tengist Fjarðarhelli fyrir miðju garðsins sem var upphaflega fjárskjól. Hellisgerði var afhent Málfundafélaginu Magna í sumarbyrjun 1923 og hófst ræktun sumarið eftir. Sumarið 1927 var Hellisgerði opnað almenningi á sunnudögum og nokkrum árum seinna var það opið alla daga eftir hádegi yfir sumarmánuðina. Núna er Hellisgerði almenningsgarður sem er öllum opinn. Þó svo að Hellisgerði sé formlega talið vera níutíu ára gamalt má rekja upphafið til ræktunartilrauna athafnamannsins Bjarna Sívertsens.”

Guðmundur Gissurarson (1902-1968)

Fyrsti forstjóri Sólvangs og formaður byggingarnefndar Sólvangs.
Gjöf Félags ungra jafnaðarmanna til Sólvangs.
Gestur Þorgrímsson gerði verkið 1966.

Verkið stendur við Hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði.

Jóhannes J. Reykdal (1874-1946)
Reykdalsstífla 1906

Reykdal

Minnismerki – Jóhannes Reykdal við Reykdalsstíflu.

Jóhannes J. Reykdal var stórhuga brautryðjandi og athafnamaður sem reisti m.a. þrjár vatnsaflsvirkjanir í Læknum í Hafnarfirði. Sú hin fyrsta var gangsett þann 12. des. 1904 og markaði sá viðburður upphaf rafvæðingar Íslands. Þá voru kölduljós kveikt í 15 húsum í bænum auk fjögurra götuljósa. Hörðuvallavirkjun, nokkru ofar í Læknum, var svo gangsett haustið 1906. Afl hennar, 37 kW, fullnægði þörf bæjarins fyrir rafmagn. Kallast hún nú Reykdalsvirkjun. Sú þriðja, enn ofar, var gangsett árið 1917.

Jóhannes J. Reykdal (1874-1946)

Jóhannes Reykdal

Minnismerki – Jóhannes Reykdal.

Rétt sunnan golfvallarins í Setbergi er þessi minnisvarði um Jóhannes Reykdal og fjölskyldu hans. Þau voru grafin í heimagrafreit þar sem nú er minnisvarðinn.

“Heimagrafreiturinn Setbergi er staðsettur að Hólsbergi 13 í Hafnarfirði. Þar hvílir Jóhannes Jóhannesson Reykdal ásamt konu sinni Þórunni Böðvarsdóttur Reykdal og fimm börnum þeirra sem dóu þegar þau voru á aldrinum 12 til 34 ára (þau hjónin eignuðust alls 12 börn)”.

Jóhannes Reykdal

Minnismerki – Jóhannes Reykdal.

“Lengi stóð grafhýsi í Setbergshverfi ofan Hafnarfjarðar. Athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal var sá fyrsti sem þar hvíldi. Hann varð goðsögn í lifanda lífi þegar hann bókstaflega lýsti upp Hafnarfjörð árið 1904 með því að setja þar upp rafmagnsljós.
Fyrir nokkrum árum var hins vegar mokað yfir grafreitinn en áður voru þeir sem síðast voru þar greftraðir fluttir í kirkjugarð bæjarins og jarðaðir þar.”

Þau sem þarna er minnst eru Reykdalshjónin og fimm af börnum þeirra:

Jóhannes J. Reykdal,
f. 18.1.1874 – d. 1.8.1946
Þórunn B. Reykdal,
f. 21.10.1883 – d. 3.1.1964

Ásgeir Reykdal,
f. 25.7.1906 – d. 24.6.1933
Böðvar Reykdal,
f. 23.6.1907 – d. 2.1.1931

Helgafell

Minnismerki – Óskar Páll Daníelsson.

Jóhannes Reykdal,
f. 3.11.1908 – d. 30.12.1942
Friðþjófur Reykdal,
f. 28.7.1911 – d. 26.2.1934
Lovísa Reykdal,
f. 18.11.1918 – d. 20.4.1931

Óskar Páll Daníelsson (1979-2012)

f. 18. október 1979, d. 12. janúar 2012

Frá Dýrð til Dýrðar

Þetta skilti er vestan í klettabelti Helgafells við Hafnarfjörð en Óskar Páll hrapaði þar.

Stefánshöfði

Stefánshöfði

Minnismerki – Stefánshöfði.

Stefánshöfði er vestan við Kleifarvatn. Höfðinn er nefndur eftir Stefáni Stefánssyni f. 5.12.1878, d. 22.12.1944, eða Stebba guide, en ösku hans var dreift í vatnið árið 1944. Skjöldur á klettavegg Stefánshöfða við veginn.

Þórður Edilonsson (1875-1941)

Þórður Edilonsson fæddist 16. september 1875 og lést 14. september 1941. Hann var stúdent frá MR 1895 og lauk prófi frá læknaskóla í Reykjavík 1899. Vann á sjúrahúsum erlendis 1899-1900, en varð staðgengill héraðslæknis í Keflavík sumarið 1899.

Sólvangur

Minnismerki – Þórður Edilonsson.

Settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1900-1903, aðstoðarlæknir í Reykjavík með aðsetur í Hafnarfirði. Aftur settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1903-1908. Settur Héraðslæknir í Hafnarfirði 1908 til æviloka 1941.
Þórður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Hafnarfirði, m.a. í bæjarstjórn, fræðslustjórn, stjórn sparisjóðs Hafnarfjarðar o.fl. Hann sat einnig í stjórn Læknafélagsins.

Kona hans var Helga Benediktsdóttir skálds Sveinbjarnarsonar Gröndal. Þau áttu tvo syni.

Minnisvarðinn stendur við Sólvang í Hafnarfirði og er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.

Brautryðjendur
Til minningar um brautryðjendurna, Þorvald Árnason, Jón Gest Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld, sr. Garðar Þorsteinsson sem unnu óeigingjarnt starf við skógrækt í Hafnarfirði.

Brautryðjendur

Minnismerki – Brautryðjendur.

Aðalheiður Magnúsdóttir (1914-1994) – Andrés Gunnarsson (1904-2003).

Í minningu hjónanna Aðalheiðar Magnúsdóttur og Andrésar Gunnarssonar.

Minnisvarðinn stendur í Andrésarlundi við Hvaleyrarvatn.

“Á skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar sem haldinn var við Hvaleyrarvatn um miðjan júlí var Björnslundur vígður í minningu Björns Árnasonar, bæjarverkfræðings og skógarbónda. Afhjúpuðu börn Björns minningarskjöld í Seldal [undir Stórhöfða].
Í fimmtu og síðustu skógargöngu Skógræktarfélags Hafnafjarðar 9. ágúst s.l. var afhjúpaður minnisvarði í Gráhelluhrauni um fjóra menn sem lögðu sitt af mörkum til að efla skógræktarstarf í Hafnarfirði um miðja síðustu öld. Það voru Þorvaldur Árnason, Jón Gestur Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld og sér Garðar Þorsteinsson sem áttu allir setu í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um langa hríð.”

Guðmundur Þórarinsson

Minnismerki – Guðmundur Þórarinsson.

Í Gráhelluhrauni er auk þess minningarskjöldur um Guðmund Þórarinsson, skógræktarmann og kennara. Í Húshöfða ofan við Hvaleyrarvatn er minningaskjöldur um Kristmundsbörn annars vegar og Ólafslundur til minningar um Ólaf Daníelsson, skógræktanda, hins vegar.
Björn Árnason var lengi bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Hann átti drjúgan þátt í vega- og stígagerð á skógræktarsvæðunum ofan við bæinn. Þegar erfiðlega gekk að fá fjárveitingar til slíkra framkvæmda brá hann á það ráð að jafna kostnaðinum yfir á “Ytri-höfnina”, athugasemdalaust. Í dag vildu fáir vera án þessara stíga er gerir þeim kleift að ganga um skógræktarsvæðin með auðveldum hætti. Og Ytri-höfnin er fyrir löngu komin í gagnið.

Björn Árnason (1928-2007)
Björnslundur

Björn Árnason

Minnismerki – Björn Árnason.

Til minningar um Björn Árnason bæjarverkfræðing og skógarbónda

Minnisvarðinn stendur í skógræktinni við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975)
Guðmundarlundur

Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975) kennari gróðursetti furulundinn.
Sumarið 1965 hóf Guðmundur gróðursetningu á stafafuru í Gráhelluhrauni og er þar nú þéttur skógur. Minningarskjöldur hans er á stórri hraunhellu við göngustíginn í miðjum skógræktarreitnum sem hann plantaði út.

Minnisvarðinn er i Gráhelluhrauni.

Hólmfríður Finnbogadóttir (1931-2019) – Reynir Jóhannsson (1927-2012)

Hólmfríður Finnbogadóttir

Minnismerki – Hólmfríður Finnbogadóttir.

Hólmfríður hóf störf hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar 1980, sat í stjórn og var formaður og síðan framkvæmdastjóri til 2013.

Afhjúpað á sjötíu ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2016.

Minnisvarðinn stendur við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.

Hólmfríður Finnbogadóttir
Hólmfríður Finnbogadóttir og Reynir Jóhannsson hófu skógrækt hér 1980.

Ingvar Gunnarsson (1886-1961)

Ingvar Gunnarsson

Minnismerki – Ingvar Gunnarsson.

Til minningar um Ingvar Gunnarsson fyrsta formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

,,Árið 1930 hóf Ingvar Gunnarsson kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar gróðursetningu í Undirhlíðum en Litli-Skógarhvammur var girtur í ársbyrjun 1934. Sama vor hófu nemendur Barnaskóla Hafnarfjarðar ræktun Skólalundar undir stjórn Ingvars. Næstu árin plöntuðu börnin út mörg þúsund trjáplöntum, en starfinu lauk þegar fullplantað var í girðinguna fáum árum seinna. Skógrækargirðingin fékk lítið sem ekkert viðhald en 1942 gerði bæjarstjórnin samning við

Skólalundur

Í Skólalundi.

Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar um sumarbeit innan bæjargirðingarinnar. Fjáreigendur tóku að sér að annast viðhald allra girðinga í upplandinu, en þrátt fyrir samninginn töldu þeir sig ekki hafa efni á að viðhalda skógræktargirðingunni. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ritaði bæjarstjóra bréf 1948 og óskaði eftir því að girðingin væri endurnýjuð. Sumarið áður hafði sauðfé gert sig heimakomið í Skólalundi og skemmt birkikjarrið mikið og bitið stöku skógarfurur og grenitré.
Þann 25. júní 2005 fór fram táknræn athöfn í Undirhlíðaskógi þegar 75 trjáplöntur voru gróðursettar í Skólalundi til að minnast 75 ára afmælis Skógæktarfélags Íslands og að 75 ár voru liðin frá því að Ingvar Gunnarsson gróðursetti þar fyrstu trén.” [Undirhlíðar]

Minnisvarðinn stendur í Skólalundi í Undirhlíðum

Jónas Guðlaugsson (1929-2009)

Cuxhavenlundur

Minnismerki – Jónas Guðlaugsson.

Vinabæjarfélagið Cuxhaven – Hafnarfjörður.

Jónas Guðlaugsson fæddist á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum 21. apríl 1929 og lést 30. júlí 2009. Jónas var ekki nema 13 ára þegar hann setti upp vindmyllu við heimili sitt sem var tengd rafgeymi og lagði rafmagn í bæinn. Það kom engum á óvart þegar hann hóf nám í rafvirkjun á Selfossi og seinna í Reykjavík. Hann hélt síðan til Hamborgar í Þýskalandi til að læra rafmagnstæknifræði og lauk prófi árið 1959. Á Þýskalandsárunum kynntist hann Dórótheu Stefánsdóttur frá Siglufirði og gengu þau í hjónaband og eignuðust fjögur börn.

Cuxhavenlundur

Minnismerki – Jónas Guðlaugsson í Cuxhavenlundi.

Jónas starfaði við raflagnateikningar eftir að hann sneri aftur heim til Íslands og var verkstjóri á teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í eitt ár en kenndi einnig við Iðnskólann á Selfossi áður en hann réðst sem tæknifræðingur til Rafveitu Hafnarfjarðar árið 1962. Þar gat hann sér gott orð og var gerður að rafveitutstjóra árið 1969. Hann var rafveitustjóri til ársins 1999 þegar hann lét af störfum.

Föstudaginn 6. júlí komu nokkrir félagar úr Vinabæjarfélaginu Cuxhaven – Hafnarfjörður ásamt nokkrum góðum gestum frá Þýskalandi saman í Cuxhaven lundinum við Hvaleyrarvatn.

Cuxhavenlundur

Afhjúpun minningarreitsins í Cuxhavenlundi.

Tilgangur samfundarins var afhjúpun minningarskjaldar um Jónas Guðlaugsson fyrrverandi rafveitustjóra og formann félagsins til margra ára. Ekkja Jónasar Dóróthea Stefánsdóttir afhjúpaði skjöldinn sem komið var fyrir á látlausum steini sem er skammt frá minningarsteini um Rolf Peters, en þeir voru miklir mátar. Að afhjúpun lokinni voru gróðursett 30 tré sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gaf til minningar um Jónas, en hann var alla tíð dyggur stuðningsmaður Skógræktarfélagsins. Síðan héldu allir viðstaddir í Selið, höfuðstöðvar Skógræktarfélagsins, þar sem bornar voru fram veitingar.

Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.

Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996)
Ólafslundur

Ólafslundur

Minnismerki – Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson.

Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996) var einn af stofnendum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hann var kjörinn í varastjórn á stofnfundinum og starfaði með félaginu alla tíð. Hann tók við formennsku árið 1965 og gegndi þeirri stöðu lengst allra eða í 24 ár. Hann var vakinn og sofinn í starfinu og fáir einstaklingar hafa lagt eins mikið af mörkum við ræktunarstarfið og hann. Ólafur var útnefndur heiðursfélagi á 45 ára afmæli félagsins 1991, en tveimur árum fyrr hafði hann látið af formennskunni eftir áratuga farsælt starf. Á ýmsu gekk í formannstíð Ólafs og félagið varð fyrir nokkrum áföllum. Með þrautseigju sinni, æðruleysi og dugnaði tókst Óla Villa að færa alla hluti til betri vegar. Til að minnast þessa mæta forystumanns var útbúinn fjölbreyttur skógarreitur í suðausturhlíðum Húshöfða, sem nefndur er Ólafslundur. Þar stendur minningarsteinn Ólafs Tryggva Vilhjálmssonar.

Cuxhavenlundur

Minnismerki – Rolf Peters.

Ólafur fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1915 í Illugahúsi (Kóngsgerði) í vesturbæ Hafnarfjarðar. Hann var lengst af starfsævinni leigubílstjóri og bjó ásamt fjölskyldu sinni að Bólstað í Garðabæ. Ólafur var einn helsti hvatamaður að stofnun Skógræktarfélags Garðabæjar.

Rolf Peters
Jónas Guðlaugsson og Rolf Peters frá Cuxhaven áttu mikinn þátt í þeim góðu samskiptum sem mynduðust milli vinabæjanna Hafnarfjarðar og Cuxhaven í Þýskalandi eftir að stofnað var til þeirra árið 1988. Þetta leiddi til þess að árið 1993 var stofnað félag í Hafnarfirði um vinabæjarsamstarfið og tók Jónas strax sæti í stjórn félagsins. Hann var formaður félagsins á árabilinu 1999 til 2007 og voru stjórnarfundir gjarnan haldnir á heimili hans og Dórótheu Stefánsdóttur.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Jónas var jafnan í fararbroddi þegar gesti frá Þýskalandi bar að garði og sá til þess að þeir nytu þess besta sem Hafnarfjörður hafði upp á að bjóða. Þegar Jónas ákvað að láta af stjórnarsetu vegna heilsufarsástæðna árið 2007 voru þau hjón gerð að heiðursfélögum í Vinabæjarfélaginu. Þetta var ekki eina viðurkenningin sem Jónasi hlotnaðist því borgaryfirvöld í Cuxhaven veittu honum heiðursorðuna ,,Schloss Ritesbüttel“ árið 2002 og Johannes Rau forseti Þýskalands sæmdi hann heiðursorðunni ,,Das Verdienstkrauz 1. Klasse“ árið 2003. (Cuxhaven-lundur)

Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Systkinalundur

Systkinalundur

Minnismerki – Systkinalundur.

Systkinalundur Gunnlaugs Kristmundssonar, Ingibjargar Kristmundsdóttur og Guðmundar Kristmundssonar.

Þau systkinin voru fædd á Haugi í Núpsdal í Miðfirði en fluttust síðar öll til Hafnarfjarðar. Hélt Ingibjörg heimili með Gunnlaugi þar í bæ en síðar með Guðmundi í Sveinskoti á Hvaleyri. Sandgræsluvörður var Gunnlaugur skipaður árið 1907 og gegndi síðan því starfi í 40 ár, en sandgræðslustjóraembættið var ekki formlega stofnað fyrr en 1942.

Minnisvarðinn var afhjúpaður árið 1989 og stendur hann í skógarlundi við Hvaleyrarvatn, sem við þau systkinin er kenndur og kallaður Systkinalundur.
Minnisvarði um Gunnlaug Kristmundsson er einnig í Gunnarsholti.

Skátalundur

Skátalundur

Minnismerki – Látnir skátar.

Við skátaskála Gildisskáta við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er minnismerki um látna skáta. Þótt sérhverra þeirra sé ekki getið á minningarskildinum ber að taka viljan fyrir verkið.

Ofangreind minnismerki má finna í landi Hafnarfjarðar. Líklega eru minnismerkin mun fleiri, ef allt er talið, s.s. minnismerki, vatnshjólið, um fyrstu rafvæðinguna við Lækinn sem og hin ýmsu minningarmörk víðs vegar um bæinn.

Þannig má segja að hinir ýmsu „merkimiðar“ á einstökum stöðum, s.s. á Arnarklettum við Arnarhraun, og hin mörgu upplýsingaskilti á tilteknum sögustöðum bæjarins bæti verulega um betur í þeim efnum.

Heimild m.a.:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/hafnarfjordur-minn/Hafnarfjörður

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Sigling. Á skildi neðst á listaverkinu mála lesa: „Þorkell Gunnar Guðmundsson (1934)
Sigling – sailing. 1961 – Sett til heiðurs hafnfirskri sjómannastétt 1976.

 

Tag Archive for: Hafnarfjörður