Tag Archive for: Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarvegur

Í Vísi 1915 er fjallað um Hafnarfjarðarveginn. Skömmu síðar sama ár skrifar B.B. um veginn. Skrifin eru áhugaverð, einkum í ljósi þess að umræða var þegar orðin um fyrirhugaða sporbraut (járnbraut) milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Byrjað var á járnbrautarsporalagningunni 1918, en frá henni var horfið skömmu síðar, eins og lýst er glögglega annars staðar á vefsíðunni. Hafnarfjarðarvegurinn, einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins, hefur sjaldnast fengið að njóta sín af verðleikum. Hann er bæði gömul saga og ný…

Hafnarfjarðarvegur

Vegurinn er merktur inn á kort af Reykjavík frá 1876 ( Benedikt Gröndal). En merktur sem „Gamli vegur“ á korti frá 1887 (Sveinn Sveinsson) en sem Gamli Hafnarfjarðarvegur á korti Benedikts Gröndals frá sama tíma.Vegurinn lá frá Arnarhóli um traðirnar að Traðarkoti og norðan í Skólavörðuholti og í átt að Öskjuhlíð. Vegurinn hefur verið aflagður að mestu árið 1887.Um 1887 er vegurinn merktu inn á kortið frá vegamótum Klapparstígs og Laugavegar, hann er þá aflagður og merktur sem Gamli vegur, hann hefur legið yfir Frakkastíg á milli Laugavegar og Grettisgötu, hefur síðan sveigt yfir Grettisgötu á móts við númer 32, legið síðan í átt að gatnamótum Njálsgötu og Vitastígs, yfir Bergþórugötu við húsnúmer 31 og yfir lóð Austurbæjarskóla og yfir Barónsstíg á móts við Heilsuverndarstöðina. Hann lá svo upp á Öskjuhlíðarveg vestan við Eskihlíð. Greinilegt er að Skólavörðustígur og Öskjuhlíðarvegur hafa leyst þennan veg af hólmi um 1870 en þá var hafist handa við að gera Öskjuhlíðarveg.

„Án efa er þessi vegur einn hinn allra fjölfarnasti vegarspotti á þessu landi. þótt hann sé ef til vill talinn lögum samkvæmt sýsluvegur, þá er hann í reyndinni sannkallaður þjóðvegur og því er það æði einkennilegt, að með fullum sanni má segja, að vegarkafli þessi — milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar — mun vera einn hinn ógreiðfærasti og óhentugasti til umferðar, allra lagðra vega landsins. Í fyrsta lagi, er hann frá upphafi hálfu mjórri en hann ætti og þyrfti að vera, og er það höfuðgalli. Svo mjór er hann víða, að alveg er ógjörningur að koma bifreið fram hjá öðrum vagni, sem hún mætir á veginum og vita allir hér um slóðir hvílík vagnaumferð er á þessari leið og sama máli gegnir um lestir, sem fara mjög um veginn bæði vor og haust.

Hafnarfjarðarvegur

Hafnarfjarðarvegur, lengst t.v., skv. herforingjakorti 1919.

Af því, hve vegurinn er mjór, hafa fyr og síðar hlotist ýms slys og áföll og jafnvel hefir það orðið mönnum að bana. Í öðru lagi er það alveg óskiljanlegt hversu viðhaldið á þessum vegi er bágborið. Um hann allan eru djúpar gjótur og sumstaðar stærðar hnullungssteinar upp úr honum, svo það líkist meira óruddum „fjallabaksvegi“. Ennfremur eru brýrnar, sem bygðar hafa verið yfir lækina á leið þessari, þær ómyndir, að tæpíega er farandi yfir þær með bifreið eða flutningavagn. það eru handónýta fjalir, sem búast má við að hrynji, niður þá og þegar. Þar að auki eru þessar brúarmyndir alt of mjóar og ekki bætir það úr skák, að gleymst hefir að setja handrið fram með þeim eða við endana, svo í nokkru lagi sé.

Hafnarfjarðarvegur

Hafnarfjarðarvegur 1947 – Fossvogur.

Af þessum ástæðum, sem þegar eru nefndar, þykir það því nær ógerningur að halda uppi bifreiðaferðum um þennan veg. Bæði er það, að þeir, sem málinu eru kunnugir af reynslunni, telja það jafnvel lífshættu að aka bifreiðum um veginn suður í Hafnarfjörð og svo er hitt, að á meðan honum er svo illa haldið við, þá slitna hjólin og vagnarnir svo óbærilega mikið, að úthaldskostnaðurinn fer fram úr öllu hófi. En trúað gætum vér, að mörgum mundi bregða við, ef bifreiðaferðir milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hættu með öllu, því það hefir reynslan sýnt, að þörfin á slíkum flutningatækjum er geysimikil á þessari leið.

Arnarnes

Arnarnes 1903 – herforingjaráðskort.

Vonandi sjá þeir, sem ráðin hafa og völdin í þessu máli, nauðsynina á því, að bæta úr þessum miklu brestum og ætti næsta sumar ekki að líða svo, að veginum verði ekki gjörbreytt og bættur sem þörf krefur. þessa mundi margur óska, því það eru ekki tugir, heldur hundruð, sem um veginn fara marga daga.
Vonandi hætta menn að kýta og metast um það, hverjir eigi að framkvæma verkið, en hefjast heldur handa sem allra fyrst að hægt er og svo að um muni.
Það er ábyrgðarhluti, að bíða eftir slysunum og hálf leiðinlegt að vera orsök í því, að menn þurfi um alla eilífð að ferðast um svo fjölfarinn veg eins og skrælingjar, og enginn búhnykkur er það fyrir þjóðfélagið, að tefja eða hefta för manna að óþörfu.“

Í Vísi í sama mánuði skrifar B.B. um „Veginn milli Rvíkur og Hafnarfjarðar“:

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegur í Hafnarfjarðarhrauni, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

„Um hann var grein í »Vísi« 9. þ. m. Á þeirri tíð, er Gullbringu- og Kjósarsýsla var eitt sýslufélag, mun hafa verið ákveðinn sýsluvegur frá Rvík suður með sjó, og er kaflinn milli landa Ríkur og Hafnarfj. hluti af þeim vegi. Sýslan gerði á sínum tíma vegarspotta þennan akfæran, en bæði var þá afvanefnum að gera og miðað að eins við þörf tímans, sem þá var, og því er vegurinn að gerðinni eins og fyrnefnd grein lýsir honum.

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegur – fyrirhuguð lagning milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.

Þegar sýslunni var skift, hlaut hver sýslan þann kafla til viðhalds, sem í henni lá. Kársnes, milli Fossvogs og Kópavogs, er syðsta horn Kjósarsýslu. Yfir það liggur vegur þessi, og hlaut Kjósarsýsla þann klafa. Honum hefir verið sæmilega við haldið, enda gleypti hann mesLalt vegafé sýslunnar árlega, (oftast 300—700 kr.) svo aðra vegi sýslunnar hefir orðið að vanrækja.
Er þessi vegur þó svona út úr sýslunni, og henni ekki fremur að notum, en hann lægi í öðru héraði.

En er umferð Heilsuhælisins og bílanna bættist á þenna mjóa og veikgerða veg, sá sýslunefnd Kjósarsýslu fram á, að henni var ókleift að halda honum í standi, og í eðli sínu óskylt, svo lítið sem sýslurnar nota hann. Var þessi kafli því numinn úr tölu sýsluvega Kjósarsýslu frá nýári 1915. En við hann var svo vel gert síðastl. sumar, að nú er kafli þessi skárstur af Hafnarfjarðarveginum.

Hafnarfjarðarvegur

Hafnarfjarðarvegur 1947 – Arnarneshæð.

Eitt af listaverkum aukaþingsins í fyrra var breyting á vegalögunum frá 1907, er ákveður að vera skuli flutningabraut frá Rvík til Hafnarfjarðar milli lögsagnarumdæmanna, en þess viðhaldi hennar sé ráðstafað á annan hátt, en lögin 1907 ákveða. Verri grikk var varla unt að gera hinni litlu Kjósarsýslu; því nú eru helst horfur á, að henni verði skipað að halda vegarkafla þessum við sem flutningabraut. En undir það getur hún ekki gengist, Á nýafstöðnum sýslufundi þar var ákveðið, að leita 1000 kr. láns fyrir sýslusjóð, til að bæta bráðustu viðgerðarþörf á sýsluvegum þar, sem legið hafa þar óbættir, af því alt féð lenti í viðhaldi hins óþarfa vegarkafla. Það horfir því til vandræða, ef þvinga ætti sýsluna til að taka á sig í viðbót þenna Kársnesskafla Hafnarfjarðarbrautarinnar, og er vonandi að til þeirra óyndisúrræða verði ekki að taka.

Hafnafjarðarvegur

Gamli Hafnafjarðarvegurinn 1971 – brú í Fossvogi. Fjær er Borgarpítalinn.

Vanhugsað væri að lappa upp á þenna veg til lengdar, eins og hann er. Eigi að fullnægja samgangnaþörfinni þarna, verður að byggja nýjan veg á öðrum stað, og yrði óvíða eða lítil not að þeim vegi, sem nú er, við þá vegargerð. Líklega væri skynsamlegast að leggja þarna sporbraut (járnbraut), og skal eg leyfa mér að láta í ljósi hugmynd mína um legu vegarins (eða sporbrautar), er fullnægja mundi framtíðarþörfinni.

Vegurinn, sem nú er, liggur yfir 6 hæðir (með lægðum á milli) og er víða of brattur. Ætti að leggja framtíðarveg um sama svæði, yrði að sneyða hæðirnar meira og jafnframt beygja inn í dalverpin, og hlyti það að lengja veginn mikið, til að fá hann sæmilega hallalítinn og hægan. Eg hygg því að vegurinn yrði ekki mikið lengri, þó valin væri önnur leið, er nú skal lýst.

Hafnarfjarðarvegurinn

Hafnarfjarðarvegurinn 1947 – malbikið orðið holótt.

Sé um sporbraut að ræða, skal nota hið mælda járnbrautarstæði upp að Blesugróf, ella austur veginn austur á móts við Bústaði, þá járnbrautarleiðina upp fyrir Blesugróf, þá austan við Digranessháls, um Fífuhvamm, Nónskarð, austan Hofstaðaholtið, vestan við Vífilstaði, um Hagakot, og síðan yfir hraunið til Hafnarfjarðar.
Á þessari leið er ein aðal-bugða, en færri lægða- og hæðabeygjur, en ef fara ætti gömlu hálsaleiðina; og heilsuhælið, sem svo mikið notar veginn, fær hann nær sér.
Þetta er a. m. k. þess vert að athuga það.“ – B.B.

Heimildir:
-Vísir, 119. tbl. 09.04.1915, Hafnarfjarðarvegurinn, bls. 1.
-Vísir, 126. tbl. 16.04.1915, Vegurinn milli Rvíkur og Hafnarfjarðar, bls. 2.

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegurinn í Hafnarfjarðarhrauni.

Kaldársel

Ætlunin var að ganga á Undirhlíðum til suðvesturs, framhjá Stóra-Skógarhvammi, um Móskarðshnúka, framhjá Markrakagili (Melrakkagili), upp á Háuhnúka (262 m.y.s.) og að Vatnsskarði þar sem gengið verður til baka um Breiðdal og Slysadali að upphafsstað.

Markrakagil

Þegar gengið er frá Bláfjallavegi (sunnan við námuna) er fyrst farið um lága melhæð og lágum hæðum síðan fylgt á ásnum. Gil eru í hlíðinni og verður Stóra-Skógarhvammsgil fyrst áberandi. Í Skógarhvammi er skógrækt Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Nú eru liðin u.þ.b. hálf öld síðan byrjað var að gróðursetja tré þarna í hlíðunum og hefur af hlotist hinn myndarlegasti skógur, líkt og í Ingvarslundi nokkru norðar með þeim. Utan í gíg neðan og skammt sunnan við Bláfjallaveginn vottar fyrir fornum hleðslum.
Þá var komið að svonefndum Móskarðshúkum. Hauhnukar-2Örnefnið hefur valdið ágreiningi í gegnum tíðina, en hvað sem því líður er þarna um að ræða bæði fallegar og tignarlegar móbergskletta-myndanir, sem verð er að gefa góðan gaum. Myndræn skál er í „Hnúkunum“ og ef gengið er umleikis þá má bæði sjá fallegar myndanir og góð skjól.
Áður en komið var upp á Háuhnúka; efstu hæðir Hlíðarinnar, má sjá steina á stökum móbergsstandi. Þar mun vera um að ræða landamerki Hafnarfjarðar (?) og Krýsuvíkur. Loks var komið á efsta Háahnúkinn. Þar er varða. Staðsetninguna má ráða af hinu fallegasta útsýni í allar áttir; einkum til suðurs og suðvesturs.

Markrakagil

Markrakagil.

Markrakagil er síðan á hægri hönd. Aðrar lýsingar segja Markrakagil og Vatnsskarð vera eitt og hið sama. Landamerki Hafnarfjarðar liggja um gilið og í beina línu í Markraka ofan við Dauðadali suðaustan við Helgafell. Mörkin eru reyndar óviss vegna þessa álitamáls, en samhengi er í nöfnunum á þessum tveimur stöðum. Markraki er eitt af mörgum nafngiftum refsins, melrakkans.
Þá var komið í Vatnsskarð. Ofan við það er varða; líklega hin fornu landamerki, en þarna munu landamerkin hafa legið fyrir aldarmótin 1900 (sjá herforingjakort frá 1919).
VatnsskardOfan í Melkrakagili (Vatnsskarðsgili?) er fallegur berggangur, einn sá fallegasti og aðgengilegasti á Reykjanesskaganum. Hann var barinn augum. Loks var Dalaleiðinni fylgt um Breiðdal og Slysadölum að upphafsstað. 

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1945 lýsir Ólafur Þorvaldsson svonefndri Dalaleið, þ.e. um fyrrnefnda dali að norðanverðu Kleifarvatni: „Áður en við yfirgefum þessar slóðir að fullu, skulum við nú, þegar við hverfum frá Krýsuvík að þessu sinni, fara leið, sem við höfum ekki áður farið. Þessi leið er hin svonefnda Vatns- eða Dalaleið. Nú vill svo til, að nokkur kafli hins nýja vegar frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur liggur með Kleifarvatni að vestan, svo að nú gefst fleiri mönnum kostur á að fara þessa leið en áður var.
Þessi leið mun ekki hafa talizt til höfuðleiða milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar, enda sjaldan farin, og þá helzt á vetrum. Þó tel ég hana ekki með öllu ómerkilega, og ber fleira til en eitt. Það er þá fyrst, að þessi leið er stytzta og beinasta lestaleiðin milli Krísuvíkur og Hafnarfjarðar. Hún er greiðasta og hægasta leiðin. Hún liggur í sérkennilegu og fögru umhverfi. Hún var nokkrum annmörkum háð, — og hún gat verið hættuleg.“

Breiðdalur

Breiðdalur – Helgafell fjær.

Þegar komið var að endamörkum var rifjuð upp fyrr ferð um svæðið, líkt og sjá má á eftirfarandi texta: Gengið var frá Krýsuvíkurvegi ofan við Vatnsskarð um Breiðdal, Leirdal og Slysadali, haldið yfir á Skúlatún í Skúlatúnshrauni og síðan niður í Kaldársel framhjá Gvendarselshæðargíga og Kaldárhnúka.
Gengið var niður í sunnanverðan Breiðdalinn og áfram til norðausturs vestan Breiðdalshnúks. Norðan hans var beygt upp á holtin og haldið áfram á þeim til norðausturs, yfir í Leirdal. Þar er Leirdalsvatnsstæðið, annað af tveimur. Beygt var frá því og gengið að Leirdalshöfða og með honum niður í Slysadali. Dalirnir eru vel grónir. Í þeim norðanverðum er nokkuð er líkist tóftum, en Breiddalur-2gæti verið hvað sem er. Dalirnir virðast vera einn, en Bláfjallavegurinn sker nú dalina. Landið þarna er að mestu innan hinna fornu Almenningsskóga Álptaneshrepps, en Slysadalir eru innan lögsögu Hafnarfjarðar. Útlendur ferðamaður var að koma frá Krýsuv
ík á 19. öldinni, hafði farið um Hvammahraun og Fagradal að vetrarlagi. Hin leiðin var um Helluna þarna vestan af, í austanverðum hlíðum Sveifluhálsins ofan við Kleifarvatn, en það mun hafa verið óvegur og ekki fyrir hesta. Vilpur voru í dalnum og voru þær ísi lagðar. Fór svo að maðurinn missti tvo hesta sinna niður um ísinn, en mannskaði varð enginn.

Skílatún

Skúlatún norðanvert.

Áður en komið var upp á þjóðveginn var beygt til austurs, yfir nokkrar klettasprungur. Í þeim óx fallegur burkni. Nokkur jarðföll eru þarna á svæðinu og í nokkrum þeirra litlir og lágir skútar.
Skúlatúnið blasti við í austri. Í Landnámu er tveggja jarða getið innan þess svæðis sem Garðabær nær til. Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarssonar, er sagður hafa búið á Skúlastöðum, en nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Eru munnmæli um að Skúalstaðir hafi verið þar sem Skúlastaðahraun er, sem er norðan við Lönguhlíðarhorn, innan Almenningsskóga Álftaneshrepps.

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Gengið var í átt að Skúlatúni. Að sumra áliti gæti þar hafa verið landnámsbær, en þó er það talið ólíklegt. Skúlatún er þúfótt graseyja í Tvíbollahrauni (Skúlatúnshrauni). Ekki skyldi þó efast fullkomlega eða útiloka með öllu að þar undir kynnu að leynast einhverjar minjar. Skúlatúnshraun (stundum einnig nefnt Hellnahraun eldra) er slétt helluhraun og er talið hafa runnið fyrir 2000 árum.
Tvíbollahraun eða Hellnahraun yngra eru frá því um 950. Það kom úr Brennisteinsfjallakerfinu, líklega frá Stórabolla í Grindaskörðum og stíflaði meðal annars Hvaleyrarvatn. Hraunið myndar ströndina milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts.

Gullkistugjá

Gullkistugjá.

Gengið var norður hraunið, yfir Gullkistugjá og í beina stefnu að nyrsta hluta Gvendarselshæðargíga. Gígarnir eru tilkomumiklir og er hægt á gönguleiðinni norður með þeim austanverðum að lesa jarðfræði gíganna sem og svæðisins, auk tilkomu hraunsins, nokkuð vel, allt nema kannski aldurinn.
Gengið var niður með Kaldárhnúkum og niður að Kaldá, þar sem gangan endaði.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 3 mín.
breiddalur

Hafnarfjörður

„Kotin og þurrkvíin“ – síðari hluti frásagnar Gísla Sigurðssonar, lögregluþjóns, í Þjóðviljanum árið 1960. „Hér segir Gísli nokkuð frá gömlu hafnfirzku kotunum, byggðahverfunum og gömlum örnefnum. En hann segir líka frá riddaranum og þurrkvínni hans, svo og kóngsins böðli og Bessastaðavaldinu, en fáa staði landsins hefur erlent vald leikið jafn grátt og byggðina á Suðurnesjum, bæði fyrr og síðar, og engir Íslendingar heldur lengur borið menjar erlendrar yfirdrottnunar en fólkið þar.

Gísli sigurðsson

Gísli Sigurðsson fyrir framan lögreglustöðina.

Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði hefur ekki aðeins safnað heimildum er komnar hafa verið að því að glatast, heldur hefur hann einnig grafið upp þræði úr sögu Hafnarfjarðar um hálfa fjórðu öld aftur í tímann. Í fyrri hluta spjallsins við hann vorum við komin að því að ræða um einstaka bæi og örnefni.
— Með fyrstu bæjarnöfnunum sem heimildir eru um hér í Hafnarfirði, segir Gísli, er Brúarhraun. Það var byggt um 1770, en líklega mun hafa verið þar sjóbúðarnefna á 17. öldinni.
Klofi var byggður 1775 og Gestshús um 1790. Fram af Gestshúsum var á sínum tíma byggð fyrsta hafskipabryggja í Hafnarfirði og Bæjarútgerðarhúsin standa á Klofalóðinni. Nýjahraun, (nú 27 við Strandgötu) var byggt 1806.
Garður eða Sigþrúðarbær stóð þar sem byggt var hús Einars Þorgilssonar (nr. 25 við Strandgötu). Markúsarbær (Markús þessi var forfaðir Brynjólf Jóhannessonar leikara) stóð þar sem nú er Sjálfstæðishúsið (nr. 29 við Strandgötu). Fyrsti bær við Lækinn var Weldingshús, byggt um 1784 og kennt við Kristján Welding, steinsmið og assistent við verzlanir hér. Frá honum er mikil ætt komin. Lækjarkotsnafnið kemur fyrst fram um 1830, en það er ekki það Lækjarkot sem síðar var kunnugt móti Dverg.
brandsbaer IIBæirnir voru eins oft kenndir við konur, t.d. Kolfinnubær, — sem einnig var nefndur Tutlukot. Á Hamrinum var Hamarsbærinn, sem Bjarni Oddsson verzlunarmaður hjá Linnet byggði á öldinni sem leið. Sjóbúð var þar nokkru sunnar. Hamarsbæjarnafnið færðist svo yfir á annan bæ, sem nú er Hellubraut 9, en upphaflegi Hamarsbærinn var svo kallaður Bjarnabær, og er nafnið í góðu gildi enn, Hella er byggð um 1870, og heitir þar svo enn. — Þá kemur næst suður í Flensborgar- eða Skuldarhverfið. Þar verður fyrst fyrir Guðrúnarkot. Nafn þetta lifir fram yfir 1860. Þar umhverfis rís svo heil bæjarþyrping, kölluð Skuldarhverfi. Hvernig nafnið er til komið er óvíst, en líklegt má telja að bæirnir hafi verið í skuld við Flensborgarverzlunina; það voru fátæklingar sem þarna bjuggu.
Óseyri verður til 1770-1774 og Ásbúð um svipað leyti og Melurinn. Brandsbær heitir svo eftir fyrsta búanda þar, Guðbrandi að nafni.

Hafnarfjordur 1890

Hafnarfjörður 1890.

Í Vesturbænum var t.d. Skamagerens Hus, er fyrst hét svo, en síðar aldrei kallað annað en Skóbót. Skerseyrar og Bala er beggja getið í jarðabók Árna Magnússonar. Þar vestur frá var líka bær sem kallaður var Sönghóll, og hefur sennilega einhverntíma verið glatt á hjalla þar.
Fyrst framan af virðist Hafnarfjarðarnafnið aðeins hafa náð yfir byggðina norðan Lækjarins. Byggðin í hrauninu skiptist í Lækjarþorpið, það náði frá Gerðinu (hjá Barnaskólanum) og inn að Gunnarssundi. Brúarhraunshverfið náði frá Guðarssundi að Linnetsstíg — og suður að Læk við Ósinn. Frá Linnetsstíg tók við Skemmuþorpið vestur að Reykjavíkurvegi. Stofuþorpið eða Akurgerði var þaðan vestur að Merkúrgötu eða Klofa og Gestshúsum. Frá læknum og suður að Hamri var stundum nefnt Miðfjörður, nokkru seinna er öll byggðin suður að Hamri nefnd Hafnarfjörður. Bærinn Jófríðarstaðir suður á Hamrinum hét áður Ófriðarstaðir, nefndur í heimildum frá 1595 sem sérstakur bær — og var þá konungsjörð. Árið 1816 er þetta land, allt sunnan frá Bruna (Hafnarfjarðarmegin við Straum) og allt vestur að Fiskakletti í Hafnarfirði komið í eigu Bjarna riddara Sívertsens.

Sívertsenshús

Sívertsenshús.

— Bjarni riddari var víst einn umsvifamesti Hafnfirðingur, fyrr og síðar.
— Já, og þegar hann fór að stofna til skipasmíða byggði hann m.a. þurrkví fyrir 3 skip við Skipaklett. Hún var til fram að 1882 eða 1884, ég talaði við fólk sem mundi hana þar. Í sóknarlýsingu sr. Árna Helgasonar prófasts í Görðum er ágæt lýsing á henni. Sr. Árni segir þar: „Í Hafnarfirði er grafin gröf inn í malarkambinn í hléi við klettasnös sem gengur fram í fjörðinn til suðurs skammt fyrir vestan það elzta höndlunarhús. Í þessa gröf gengur sjór með hverju aðfalli, en um fjöruna er hún þurr. Fyrir framan er hurð og sterkt plankaverk með grjóthleðslu fyrir innan, nema þar sem hurðin er. Hingað eru á haustin, með stórstraumsflóði, leidd 3 þilskip. Fleiri rúmast þar ekki, en eigi veit ég hvort þetta má heita hróf. Flest þilskip standa allan veturinn í fjörum hinu megin fjarðarins, sunnan til við Óseyrartanga, bæði þau sem hér eiga heima og eins nokkur annarstaðar frá“. Á Skipakletti er nú risin aðalbygging Hraðfrystihúss Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.

Hafnarfjordur 2008

Lækurinn í Hafnarfirði.

— Voru ekki fleiri „klettarnir“ — og hefur þú ekki safnað örnefnum almennt?
—Jú, ég hef safnað töluverðu. af gömlum örnefnum, bæði eftir munnlegri geymd og skráðum heimildum og reynt að rekja sögu þeirra. „Klettanir“ voru t.d. „Brúarhraunsklettur“, „Fjósaklettur“, „Skipaklettur“ (stundum nefndur jagtaklettur) — hann er sem fyrr segir horfinn undir Bæjarútgerðina, og loks var Fiskalettur“. Hann var þar sem nú er Vesturgata 32; var fjórklofinn. Hann hét svo vegna þess að af þessum kletti var hægt að fiska úr landi áður fyrr. Það var strax dýpi fyrir utan og „þar á leirnum var oft mikill fiskur fyrrum.

Hamarinn

Hamarinn í Hafnarfirði.

Vesturhamarinn gekk líka stundum undir nöfnunum Sjávarhamar og Skiphamar, en Vesturhamarsnafnið hefur alltaf borið sigur af hólmi. Allir þessir „klettar“ eru fyrir löngu horfnir nema eitthvað mun enn sjást af Fiskakletti. Fyrir sunnan fjörðinn var Grandinn með Skiphól, Kringlu og Háagranda. Þar fyrir suunan tekur Hvaleyrin við. Á Hvaleyri hafa sennilega verið einhver reisulegustu bæjarhús á landinu, bæði á 19. og 20. öld. Þorsteinn Jónsson bjó þar á 19. öld og 1850—1870 bjuggu þar Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir. Ég hef lýsingu á bæ þeirra; það var mjög myndarlegur bær. Hjáleigur á Hvaleyri voru allt að því 6, og hétu þær eftir körlunum sem á þeim bjuggu. Sveinskot fær nafn af Sveini Eiríkssyni er býr þar frá 1840—1855. Halldórskot eftir Halldóri búanda þar 1847—1877. Hjartarkot eftir Hirti er bjó þar 1868—1872. Vesturkot mun lengst af hafa verið kallað því nafni af því það var vestast, en það var líka nefnt Drundurinn af því það var yzta totan á eyrinni. Ennfremur voru á Hvaleyri Þórðarkot og Tjarnarkot.

Hvaleyri

Hvaleyri 1772.

Þegar mest var byggt voru þar sex hjáleigur samtímis, og húsmenn að auki, bæði á aðalbænum og hjáleigunum. Í sambandi við þessa könnun mína á nöfnum hef ég fengið lýsingar af bæjunum í bænum hjá mörgu ágætu fólki og hef getað borið lýsingar þess saman. Þá fór ég einnig að grafa upp hvaðan fólkið var komið, og er langt kominn með það en það er tafsamt verk. Heimildarbækurnar eru orðnar um hundrað, manntöl og kirkjubækur norður til Eyjafjarðar og og austur í Skaftafellssýslu, því fólkið var komið hingað og þangað að. Þá hef ég einnig kannað dómabækur í þessu sambandi.

Árið 1603 býr á Hvaleyri Guðlaugur nokkur Guðlaugsson. Í Alþingisbók frá Kópavogsþingi er hans getið það ár. Þeir voru teknir fjórir saman fyrir þjófnað, en svo virðist sem hann hafi tekið á sig sökina, því Jónar tveir sluppu og einnig Ólafur nokkur Pétursson er var „borgaður út fyrir góðra manna bænarstað og sakir ætternis, og svo vegna „eyðar konu sinnar og barna og erfiðleika í búskap“..

Hvaleyri

Hvaleyri 1772.

Ekkert slíkt hlífir Guðlaugi og um hann segir svo: „Um Guðlaug Guðlaugsson þá ályktast svo og fullnaðist að áðurskrifaður Guðlaugur undirbjó og lofaði með fullnaðarhandsölum sjálfviljuglega konunginum og hans umboðsmönnum að þjóna sína lífstíð, og refsa það honum verður skipað eftir lögmáli, það gjöra að því tilskyldu að hann hefði nokkurt auðkenni það hann mætti bera alla sína daga fyrir vondan glæp og tilverknað, og til merkis ef hann kann aftur um að hlaupast, en steli hann aftur eða sýni hann aðra nokkra óhlutverdni, þá sé hann réttfangaður og dræpur“… Hvaleyrarbóndi þessi er þannig brennimerktur og gerist Bessastaðaböðull til þess að bjarga eigin lífi og félaga sinna, annarra en þess sem var „borgaður út fyrir góðra manna bænarstað og sakir ætternis“.

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.

Sonur Guðlaugs, Jón að nafni, bjó í Hamarskoti og giftist dóttur lögréttumanns á Vatnsleysuströnd. Ormur Jónsson býr á Hvaleyri 16S6—1714. Hann var leiguliði konungs. Ábúðarkjör hans eru þessi: „Kvaðir eru; Mannlán um vertíð, tveir hríshestar heim til Bessastaða með skyldu, en margoft þar fyrir utan einn hríshestur, tveir eða þrír á ári fyrir bón, og einu sinni í tíð Heidemanns sjö um árið og tveimur áskyldum. Hér að auki tveir dagslættir árlega heim til Bessastaða og fæði bóndinn verkamennina sjálfur. Ennþá hér á ofan skipaferðir hvenær sem umboðsmaðurinn á Bessastöðum kallar, vetur eða sumar, og er óvíst hve margar verði, fæðir bóndinn mann þann ávallt sjálfur, hvort sem reisan varir lengur eða skemur“. Auk þess þegar upptalda er svo lambsfóður án endurgjalds.

Hvaleyri

Hvaleyri – loftmynd 1954.

Í þessu sambandi er vert að minnast þess að Hvaleyrarbóndinn hafði marga hjáleigubændur og hefur hann vafalaust reynt að koma sem mestu af þessum kvöðum yfir á þá, svo þá sem endranær hafa byrðarnar komið þyngst niður á þeim fátækustu.
Gísli hefur frá mjög mörgu fleiru að segja, en þetta verður að nægja að sinni. Við sleppum því að ræða nú um veru Englendinga og Þjóðverja á Hvaleyri, sem báðir höfðu þar aðsetur og þá sinn hvoru megin við Ósinn, og var ærið róstusamt stundum. Gömlu skipanaustin, sem þó voru enn við lýði fyrir ekki löngu árabili, munu nú horfin.“

Heimild:
-Þjóðviljinn 26. apríl 1960, bls. 6-7 og 10.

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum.

Húshellir

Nafnið Fjallið eina hefur löngum vafist fyrir mörgum. Fjallið eina er ekki aðeins nafn á einu fjalli eins og ætla mætti, heldur þremur, ef fjöll skyldi kalla. Þau eru þessi:

Fjallið eina

Fjallið eina – dæmigerður stapi.

1) Móbergshnjúkur (223 m) skammt vestan við Krýsuvíkurveg, norður af Sveifluhálsi fyrir sunnan eða suðvestan Óbrinnishólabruna.
2) Ávöl alda (401 m) í Árnessýslu, austan undir Bláfjöllum í Reykjanesfjallgarði.
3) Lágt fell (210 m) í Vatnsleysustrandarhreppi í Gullbringusýslu. Því er þannig lýst í örnefnaskrá: “Vestan við Höskuldarvelli er norðurendi á frekar lágu felli, sem er mjög langt og mjótt og liggur til suðurs. Heitir það Oddafell, stundum nefnt Fjallið eina.” (Örnefnaskrá Stóru- og Minni-Vatnsleysu). Sesselja G. Guðmundsdóttir segir í bók sinni, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, að við vesturjaðar Höskuldarvalla sé “Oddafell sem Þ. Thoroddsen kallar Fjallið Eina og er það eina heimildin um þetta nafn á fellinu. Líklega hefur verið einhver nafnaruglingur hjá Thoroddsen því Fjallið eina er til á þessum slóðum eða nokkrum kílómetrum norðaustan við Dyngjur.”

Hverinn eini

Hverinn eini.

Hér gæti verið komin skýring á staðsetningu útilegumanna á Reykjanesskaganum er kveður á um dvöl þeirra undir Núpshlíðarhálsi sunnan Selsvalla, en þeir færðu sig síðan norður með fjöllunum og fundu sér stað nálægt Hvernum eina. Menn gætu hafa verið að færa fjöllin og jafnvel hverina til eftir því sem þeir best þekktu. Þannig gæti Oddafellið hafa heitið Fjallið eina um stund þar sem Hverinn eini var þar. Menn gætu hafa tengt hann staðsetningu útilegumannanna. Þeir gætu því hafa haldið til í helli við Fjallið eina norðan Hrútargjárdyngju, sem reyndar er ekki svo langt í burtu, en þó í öryggri fjarlægð frá þeim stað, sem vitnaðist um þá við Selsvelli. Í Húshelli við Fjallið eina eru hleðslur og mannvistarleifar. Hellirinn er við gömlu þjóðleiðina upp frá Stórhöfða áleiðis til Krýsuvíkur.
Þetta er einungis hugmynd – og ber að virða hana sem slíka.

Húshellir

Op Húshellis.

Kaldársel

Gengið var frá Kaldárseli eftir Kúastíg, um Kýrskarð og Gvendarselshæðargíga, yfir Undirhlíðar, niður í Kerin og suður með vestanverðum Undirhlíðum. Litið var niður í dýpi Aðalholu og sigið niður í Aukaholu. Um er að ræða gamlar djúpar (17 m og 10 m) sprungugjár, sem nýrra hraun hefur runnið niður í og smurt veggi og lausagrjót, formað súlur og ýmis litbrigði. Bandspotti reyndist nauðsynlegur til að komast upp úr holunni.

Kerin

Kerin í Undirhlíðum – Helgafell fjær.

Undirhlíðarnar eru framhald af Sveifluhálsinum til norðurs, ef svo má segja. Nyrsti hluti þeirra að austanverðu nefnast Gvendarselshæðir og Gvendarselshæðargígar norðan þeirra. Þeir eru stórbrotnir þar sem þeir liggja á sprungurein austan með hæðinni og út frá henni til norðausturs.
Selfarir voru lengi tíðkaðar við Kaldá og voru hjónin Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir á Hvaleyri síðust til að hafa þar í seli. Selförum var hætt í Kaldárseli árið 1865 eða 1866 og lögðust þar með af í Álftaneshreppi og líkast til á öllu Reykjanesi. Eftir það var reynd búseta í Kaldárseli sem lagðist fljótlega af vegna rýrra landkosta.

Aukahola

Aukahola.

Við Kaldársel eru m.a. bæjarrústir, fjárhústóft og gerði sem eru friðlýstar fornminjar. Nær friðlýsingin einnig yfir hleðslu undir vatnsveitustokk sem lagður var frá Kaldárbonum áleiðis til Hafnarfjarðar 1917 – 1918. Var 1600 m löng trérenna látin flytja vatnið og því sleppt niður í Gráhelluhraun við Sléttuhlíð. Það rann síðan um 3 km neðanjarðar og kom upp í Lækjarbotninum við norðurenda hraunsins. Vatnsból Hafnfirðinga er nú við Kaldárbotna og er vatnasvæðið girt af þ.á.m. Helgidalur sem var áður vinsæll útivistastaður. Kaldá sprettur fram undar Kaldárhöfða og streymir um 1100 m leið ofanjarðar áður en hún hverfur ofan í gljúpt hraunið. Talið er að hún renni í sjó fram við Straumsvík og hraunin sunnan Hafnarfjarðar. Ofan við Karlársel eru Gjárnar, merkileg náttúrusmíð.

Sprungur

Vatnsból Hafnfirðinga í Kaldárbotnum.

Kaldárstraumur á upptök í sunnanverðum Bláfjöllum og Lönguhlíð. Hann streymir þaðan til norðvesturs um Húsfellsbruna og Heiðmörk. Grunnvatnsskil liggja frá Straumsvík og í vesturenda Lönguhlíðar. Berggrunnurinn er úr hraunum, grágrýti og móbergsmyndunum. Þótt hraunin þeki víðáttumilkil svæði á þessum slóðum liggja þau að mestu yfir grunnvatnsborði. Sprungur auka mjög vatnsleiðni og hafa afgerandi áhrif á grunnvatnsstreymið. Sprungurnar eru hluti af sprunguskara sem kenndur hefur verið við Krýsuvík. Þær beina grunnvatninu úr sunnanverðri Heiðmörk til suðvesturs í átt til Kaldárbotna.

Aðalhola

Aðalhola.

Athyglisvert er að fyrir vikið streymir grunnvatnið á þessum slóðum ekki hornrétt á grunnvatnshæðarlínur, eins og algengast er, heldur skálægt á þær. Straumþunginn fylgir því sprunguskaranum. Í Kaldárbotnum sést örlítið brot af því vatni sem þarna er á ferð. Meðalrennsli Kaldár skammt neðan upptakanna er 800 l/s samkvæmt mælingum í vatnshæðarmælinum vhm 124, en sveiflur eru miklar í rennslinu. Kaldá er einskonar yfirfall úr grunnvatnsstraumnum. Einum kílómetra neðar er hún öll horfin til grunnvatnsins á ný. Neðan við Undirhlíðar sveigir grunnvatnið út úr sprunguskaranum og flæðir um hraunin til norðvesturs uns það birtist í fjörulindum í Straumsvík og í Hraunsvík, en svo nefnist bugurinn milli Hvaleyrarholts og Straumsvíkur. Þar upp af ströndinni eru vatnsból Álversins. Sennilegt er að einungis minnihluti lindarennslisins komi í ljós í fjörulindum þegar lágt stendur í sjó en að meirihluti þess sé jafnan í flæðarmálinu sjálfu eða neðan þess. Kaldárstraumur er langmesti grunnvatnsstraumurinn á höfuðborgarsvæðinu. Stærð hans er áætluð 5 – 10 m³/s.
Gengið var frá Kaldárseli frá seltóftunum sunnan undir húsgafli KFUMogK. Kaldá rennur þar um hraunið neðanvert. Sunnan hennar eru áklappaðir letursteinar. Sólin baðaði bakkana og vatnið lét sér við klakana.

Aukahola

Í Aukaholu.

Fylgt var Kúsastígnum að Kaldárhnúkum nyrst á Undirhlíðum og þeim síðan fylgt til suðurs að Kýrskarði um skógræktina til suðurs með vestanverðum hlíðunum. Gengið var upp skarðið og upp að Gvendarselshæð. Gvendarselshæðargígar sáust þar norðar, en haldið var ofan og framhjá einum syðsta gígnum og áfram upp að hinu svonefnda Gvendarseli. Þar eru tóftir selstöðu, en hvort hún hafi verið brúkuð til lengri eða skemmri tíma er erfitt að álykta með því eina að horfa á tóftirnar.
Gengið var niður dal milli Undirhlíða og Gvendarselsgíga og var stefnan tekin að rafmagnsmastri fremst á brún Undirhlíða, að vestanverðu. Þar fyrir neðan eru Kerin, falleg náttúrufyrirbæri, hluti af gígaröð. Hægt er að gagna niður í nyrðri gíginn og um gat upp í þann syðri. Hann er kjörinn áningastaður, enda skjólgóður með afbrigðum. Ofan við barma hans vex ein stærsta villta birkihrísla á Reykjanesskaganum, ca. 5-6 m há. Hið ágætasta útsýni var frá Kerunum suðvestur að Keili og Grænudyngju með Fjallið eina í forgunni. Stighækkandi sólin baðaði hæstu fjallakollana.

Stóri-Skógarhvammur

Stóri-Skógarhvammur framundan.

Undirhlíðastígnum var fylgt til suðurs, yfir Bláfjallalveg og inn að Stóra-Skógarhvammi. Þar hefur átt sér stað mikil gróðursetning trjáplatna s.l. 40 ár á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Guðmundur Þórarinsson, kennari, var m.a. einn frumkvöðla þessarar gróðursetningar og er lundurinn í raun lifandi minnisvarði um þann ágæta , annars hlédrægna, heiðursmann.
Undirhlíðar eru hluti af vestra gosbelti landsins, sem liggur eftir endilöngu Reykjanesi noður í Langjökul, oft kallað Reykjanesgosbeltið. Helstu einkenni þess eru móbergshryggir með hraunþekju inn ámilli. Móbergshryggirnir hafa sennilega myndast á síðasta jökulsskeiði, sem stóð yfir í um 100.000 ár og lauk fyrir um 10.000 árum. Þeir hafa myndast við gos undir jöklum, þars em gosefni ná ekki að renna sem hraun heldur hlaðast þau upp nálægt gosstöðvum sem móbergsfjöll eða móbergshryggir, allt eftir lengd gossprungu.

Aðalhola

Í Aðalholu.

Undirhlíðar er dæmigerður móbergshryggur. Á hlýskeiðum renna gosefnin aðallega sem hraun er mynda breiður í dali og lægðir á milli gosbergsmyndana. Harun,s em myndast hafa eftir síðustu ísöld kallast nútímahraun og eru Kapelluhraun (rann 1151) og Skúlatúnshraun dæmi um slík hraun. Skúlatúnshraun er svonefnt dyngjuhraun, en dyngjuhraun eru í raun stafli af mjög þunnum hraunlögum.
Undirhlíðar eru móbergshryggur með bólstrabergskjarna, sem myndast hefur á ísöld, en síðustu ísöld lauk fyrir u.þ.b. 10.000 árum.
Bólstraberg er stundum nefnt kubbaber eða bögglaberg eftir stærð bólstranna.

Gvendarselshæð

Gvendarsel í Gvendarselshæð.

Fornleifakönnun var gerð árið 1998 og Dalaleið, sem liggur ofan Undirhlíða (Gvendarselshæðar) var könnuð árið 2003. Á svæðinu fundust sex fornleifar á þremur stöðum. Þær eru Gvendarsel (sel frá Görðum, fjórar rústir), óþekktar rústir í gíg vestan við Báfjallaveg og Undirhlíðarvegur, gömul þjóðleið, sem lá til Krýsuvíkur. Undirhlíðavegur er þegar spilltur á kafla þar sem Bláfjallavegur fer yfir hann. Dalaleiðin var forn þjóðleið er lá til Krýsuvíkur.
Vestan við Stóra-Skógarhvamm er alllöng sprunga á misgengi. Um er að ræða eldri sprungu í nýrra hrauni. Óbrennisbrunahraunið hefur runnið niður í gömlu gjána og myndað falleg litbrigði sem og formað hinar ýmsustu hraunmyndanir.
Óbrinnishólar er röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu um 700 metra vestan við Undirhlíðar og tæpum 2 km sunnan við Kaldársel. Hólaröðin sjálf er um 900 metrar á lengd. Hæsti gígurinn er um 44 metra hár yfir næsta umhverfi og 124 metrar yfir sjó.

Óbrinnishólar

Óbrinnishólar eru nú nánast óþekkjanlegri frá fyrri tíð vegna gífulegrar efnistöku.

Óbrinnishólar tilheyra Krísuvíkureldstöðvakerfinu. Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða sem sést af gróðurleifum sem fundust milli gosmyndanna. Um fyrra gosið í Óbrinnishólum er lítið vitað eða hvenær það gaus, en frá því eru a.m.k. 3 gígir og virðist gosið hafa verið á sama stað þá og í því síðara. Hraun frá þessu gosi er nú hulið yngri gosmyndun. Það er aðeins á einum stað sem fundist hefur hraun frá fyrra gosinu og var það í sjálfum gíghólnum. Þetta hraun er frábrugðið hinu hrauninu að það inniheldur verulega meira ólivín. Síðara gosið hófst fyrir 1800 árum og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum. Hæðin sem Óbrinnishólar eru á er að mestu úr bólstrabergi og grágrýti. Eftir endilangri hæðinni er um 50 metra breiður sigdalur. Að vestan takmarkast hann af 4-6 m háu misgengi. Rétt austan við sigdalinn rísa gígarnir og stefnir röðin eins og dalurinn. Óbrinnishólahraun er undir Kapelluhrauni við Straumsvík.

Óbrinnishólar

Í Óbrinnishólahelli.

Eftir að kíkt hafði verið niður í Aðalholu, lítt árennilega, var haldið yfir að Aukaholu skammt sunnar með sprungunni.
Sigið var á böndum niður í hana. Fallegar hraunmyndanir eru niður í sprungunni og enn bættu grýlukertin og klakaseparnir á gólfum um betur. Hellirinn í holunni er á tveimur hæðum. Birta kemur og niður um stórt op sunnan við það sem farið var niður um.
Gengið var til baka um Óbrinnishólabruna með stefnu á Kaldársel. Víða sáust refa- og rjúnaspor, auk þess fjölmargar rjúpur sásust á flugi með hlíðunum.

Kaldársel

Áletrun við Kaldársel.

Hvaleyrarlón

Gísli Sigurðsson skrifaði um „Fornubúðir og Hvaleyrartjörn“ í tímaritið Sögu árið 1963:
„Fornubúðir hét hann, verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð á miðöldum. Hann er talinn hafa staðið á Hvaleyrargranda, sem líka er nefndur Hafnarfjarðargrandi eða Grandinn við Hafnarfjörð. Þarna er hann talinn hafa staðið, frá því sögur hófust um verzlun og siglingar til Hafnarfjarðar fram til ársins 1677, að verzlunarstaðurinn var fluttur norður yfir fjörðinn, í land Akurgerðis, hjáleigunnar hjá Görðum. Talið er, að færsla þessi hafi átt sér stað sérstaklega vegna þess, að þrengdist um hann af landbroti og sjávargangi.
hvaleyrartjorn-kortHvaleyri er höfði, sem skagar norður í Hafnarfjörð. Hann er um 20 metrar yfir sjávarmál, þar sem hann er hæstur heim við Hvaleyrarbæ. Höfðanum hallar heiman frá bæ suð-vestur og vestur niður að Hvaleyrarsandi, norð-vestur, norður og norð-austur fram á bergbrún ekki ýkja háa, og er þar fjaran undir og fellur sjór upp að berginu.

Hvaleyri

Hvaleyri – örnefni.

Frá Drundinum, en svo er vestasti eða nyrzti hluti höfðans stundum kallaður, lækkar bergið smátt og smátt, þar til hæðin yfir sjávarmál er varla meira en 1 til 2 metrar neðst og austast í túninu. Hvaleyrargrandinn er langur tangi, sem liggur frá Hvaleyrartúnum inn og austur með suðurlandinu. Hann er skilinn frá suðurlandinu af tveimur tjörnum, Hvaleyrartjörn, sem er vestar og nær Hvaleyri og nokkru stærri, og Óseyrartjörn, sem er austar og innar. Hvaleyrartjörn nær heiman frá Hvaleyrartúngarði út að Skiphól, og er þröngur ós úr henni út í Óseyrartjörn.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1900 – Óseyri og Hvaleyrarlón fjær og Flensborg fremst.

Hjá Óseyri er annar ós, sem flytur allt rennsli inn og út úr báðum tjörnunum. Fram undir aldamótin 1800 mun hér hafa verið aðeins um eina tjörn að ræða. Verður síðar vikið að því. Hvaleyrargrandi er einna breiðastur vestast, en það gerir, að spölkorn frá túngarðinum skagar lítið nes, Hjallanes, inn í Hvaleyrartjörn, og eykur hún nokkuð breidd hans. Nokkru innar er svo Skiphóll. Þar er Grandinn einnig allbreiður, því að í norður frá Skiphól gengur Eyrarsker út í f jörðinn. Í hléi við Eyrarsker sveigin Grandinn allmikið út, og heitir þar Kringla. Var þar lítil bunga, sem fé hafnaði á í smástreymi. Fyrir þennan sveig verður Óseyrartjörn allbreið vestast. Frá Kringlu sveigir Grandinn aftur inn að landinu og stefnir nú til landsuðuráttar allt inn á Háagranda gegnt Óseyri. Frá Eyrarskeri og Kringlu liggur Grandinn eins og vængur á grúfu. Veit barðið að tjörninni og er þar nær þverhnípt í sjó niður, þegar lægst er í tjörninni.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón.

Frá barðbrúninni lækkar Grandinn aflíðandi út og niður í fjörðinn, en vængbroddurinn teygist inn austan við Háagranda gegnt Flensborg. Milli Háagranda og Óseyrar er ósinn eða Ósmynnið, og er þar mikill straumur á föllum, en þó sérstaklega á útfalli. Nöfnin Óseyri og Óseyrartjörn munu vera ung, varla eldri en frá síðasta fjórðungi 18. aldar. Óseyri finnst þá fyrst sem bæjarnafn í kirkjubókum. Lýsing sú af Grandanum, sem hér hefur verið gerð, er eins og hann var á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, en síðan hafa miklar breytingar orðið.
Hvaleyrartjorn-223Um 1910 mátti heyra gamalt fólk segja frá því, að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi Hvaleyri náð allt út undir Helgasker, en landsig og landbrot af sjávargangi hafi eytt landinu, eins og nú mætti sjá. Hvað sem líður sannleiksgildi þessarar sagnar, er eitt víst: við Hafnarfjörð hefur orðið mikið landbrot, ekki sízt á Hvaleyri og Grandanum. Stafar þetta mikið af því, að bergtegund sú, sem mest mæðir á bæði sjór og loft, er svo gljúp og laus í sér, að hún molnar viðstöðulítið og eyðist. Á Grandanum hefur alla tíð verið laus jarðvegur.
Gísli bóndi Jónsson í Vesturkoti á Hvaleyri hefur veitt inn hefur eyðzt um allt að 10 metra. Eyðing þessi gat vel orðið jöfn, um 20 metrar á öld eða 200 til 220 metrar frá því á landnámsöld til þessa dags. Þetta er ekki lítið land, ef mælt er sunnan frá Gjögrum inn með Víkum, kringum Höfðann og inn eftir öllum Granda. Myndi okkur bregða í brún, ef land þetta allt væri risið úr sjó einhvern morguninn, þegar við risum úr rekkju.

Hafnarfjörður

Herforingjaráðskort; Hafnarfjörður og Álftannes 1903.

Eyðing þessi eða landbrot hefur ekki gerzt í snöggum stökkum. Heldur hefur það verið að gerast dag hvern, ár hvert og öld. Komið hefur þó fyrir, að stórar spildur hafa brotnað upp í aftaka veðrum. Landbrot þetta hefur valdið því, að jarðarafgjöld af Hvaleyri hafa farið lækkandi, eftir því sem aldir runnu.
Á nokkrum stöðum í annálum er getið um, að landbrot hafi orðið á Hvaleyri. Setbergsannáll, sem skráður er um og eftir aldamótin 1700, getur þess á tveimur stöðum. Eru þær frásagnir á þessa leið.
1231: „Hrundi hjáleiga ein til grunna syðra hjá Hvaleyri af sjávargangi og varð aldrei síðan byggð, því sjór braut tún.“
1365: „Kom mikið vestanveður með stórflóði um veturnætur syöra,“ og gjörði mikið landbrot á Álftanesi, svo tók af bæ einn, en fólk hélt lífi. Þar er nú eyðisker í sjónum fyrir framan (e. t. v. Valhús). „í sama veðri braut upp aðra jörð í sömu sveit, Hvaleyri, með sandfjúki og sjávargangi.“

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1909.

Fyrir þessum sögnum Setbergsannáls eru ekki sagðar staðgóðar heimildir, enda einn annála til frásagnar. Þó vekur orðalagið nokkurn grun um, að höfundurinn hafi stuðzt við skrifaðar heimildir, þar sem segir við árið 1231 syðra hjá Hvaleyri og 1365 syðra. Höfundur Setbergsannáls, Gísli bóndi Þorkelsson á Setbergi við Hafnarfjörð, hefði varla farið að orða þetta þannig, hefði hann ekki haft fyrir sér annála og tekið orðið syðra upp eftir þeim. Þó komið gæti til greina, að hann hafi einnig stuðzt við munnlega geymd, hefði ártölunum varla verið haldið svo vel þar til haga sem gert er í annálunum fornu. Heimildir Gísla, hafi þær verið skrif legar, virðast horfnar með öllu. En þeir, sem búið hafa við Hafnarf jörð og á Hvaleyri og horf t upp á þá eyðingu og landbrot og allar þær breytingar, sem orðið hafa á síðustu árum, draga varla í efa frásagnir um landbrot í Setbergsannál.
Hvaleyri-228Næstu heimild um sandfok og landbrot af sjávargangi hér við Hafnarfjörð er að finna í Jarðabókinni frá 1703. Þar segir svo um Hvaleyri: „Tún spillist af sandágangi.“ Og um landbrot annars staðar við f jörðinn má margt finna í sömu heimild. Til dæmis segir um Bakka í Garðahverfi: „Tún spillist stórlega af sjó, sem það brýtur og sand á ber… svo menn segja, að bærinn hafi þess vegna þrisvar frá sjó fluttur verið og sýnist túnið mestan part muni með tíðinni undir ganga.“ Bakki er nú kominn í eyði, og það, sem eftir er túnsins, hefur verið lagt undir annað býli í hverfinu, Pálshús. Þá er vert að geta þess, að svo virðist sem svipuð bergtegund sé undir jarðlaginu hjá Bakka og Dysjum og sú, sem eyðist hvað mest yfir í Hvaleyrarhöfða.

Hvaleyri

Hvaleyri – herforingjaráðskort 1903.

Melshöfði er nú eyðisker, en 1703 voru þar þrjár hjáleigur og verbúð. Stórbýlið Hlið á Álftanesi er nú komið í eyði. Sjór gengur stöðugt á túnið og eyðir því. Heit laug sem eitt sinn var í miðju túni, er nú frammi í sjó og kemur aðeins upp um blásandi fjöru. Svona mætti telja margt dæmið til viðbótar af Álftanesi og víðar við sunnanverðan Faxaflóa. Varla er að undra, þótt verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð hafi verið færður af Hvaleyrargranda vegna landbrots af sjávargangi 1677.
Svo víða er þess getið, að verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð hafi staðið á Hvaleyrargranda, að það verður ekki í efa dregið. Spurningin, sem svara verður, er því sú: hvar á Grandanum stóð verzlunarstaðurinn? Ekki er úr vegi að Hafnfirðingur, þótt leikmaður sé í söguvísindum, geri nokkra tilraun til að ráða þá gátu. Tveir staðir hafa verið tilnefndir á Grandanum: heima við túngarð og á Skiphól.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1720.

Þriðji verður tilnefndur, en það er Háigrandi, yzti tangi Hvaleyrargranda. Hverjar eru svo heimildir, og hvern þessara staða styðja þær bezt? Annálar koma hér aðallega til greina, þá skipti, sem gjörð voru 1775 á Hvaleyri, og svo uppdráttur gerður um svipað leyti.
Við 1413 segir í annál, að Ríkharður, enskur maður, hafi komið skipi sínu í Hafnarfjörð. Eftir þetta er oft getið um komu enskra skipa. Síðar taka þýzkir að venja komur sínar hingað, og verða þá allmiklar viðsjár með þeim og Englendingum. Þetta staðfesta bæði enskir og þýzkir annálar og fleiri heimildir. Virðist svo sem þýzkir hafi með tímanum hrakið enska héðan því nær alveg.
Setbergsannáll segir svo árið 1520: „Kaupstaðir danskra voru þá ekki víða byggðir, en víða voru þá búðir þeirra þýzku með því móti, að tjaldað var yfir tóttunum. Sér enn merki þeirra syðra, bæði kringum Hafnarfjörð og í Hraunum og annarstaðar.“ Eftir þetta sigldu þýzkir lengi upp Hafnarf jörð eða fram um 1600. 

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður á 18. öld. Hvaleyri fjær.

Sami annáll segir svo frá við árið 1663: „Drukknuðu á Hvaleyrargranda í Hafnarfirði 3 menn, Ásbjörn Jörinsson og sonur hans, Jörin; sá þriðji hét Jón, sonur hans, frá Bjarnastöðum í Selvogi. Vildu ríða yfir ósinn frá kaupstaðnum, sem þá var á grandanum, en ósinn var eigi reiður. Sá fjórði náðist með lífi, hélt sér við hestinn.“ Fitjaannáll segir svo frá bessu sama atviki: „25. júní drukknuðu á Hafnarfjarðar-granda hjá Hvaleyri, hvar gömlu kaupmannabúðirnar stóðu, þrír menn, einn þeirra Ásbjörn Jörinsson og synir hans tveir, áttu heima á Bjarnastöðum í Selvogi.“
Hafnarfjörður 1554Jarðabókin frá 1703 getur ekki með einu orði verzlunarstaðarins forna við Hafnarfjörð, að hann hafi staðið á Hvaleyrargranda. Hefði þó mátt búast við því, þar sem stutt var um liðið frá flutningi hans. 1775 fara fram skipti a túnum og lendum Hvaleyrar milli þeirra Þorsteins bónda Jónssonar og Poltz skipstjóra. Skiptin á Grandanum verða a 90 faðma spildu, og er henni skipt í þrjár 30 faðma skákir, sem þeir leiguliðarnir síðan skipta milli sín í 15 faðma skákir. Um sama leyti, 1775—1777, er uppi hér norskur sjóliðsforingi, Minor að nafni, er vann að kortagerð, strand- og djúpmælingum. Byrjaði hann við Garðskaga og komst vestur á Breiðaf jörð. Gerði Minor kort, sem við hann er kennt. Hann drukknaði í maí 1777 ásamt tveimur af matrósum sínum, og eru þeir jarðaðir í Garðakirkjugarði. Af uppdrætti Minors má margt merkilegt ráða:

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – Hans Erik Minor 1788.

Fyrst: Grandinn liggur miklum mun utar en síðar varð.
Annað: Grandinn er þakinn jarðlagi og gróinn allt út á Háagranda, en ekki malarhryggur, eins og síðar varð.
Þriðja: Hvaleyrargrandi er miklu breiðari þá en síðar varð.
Fjórða: Tjörnin er ein milli Grandans og suðurlandsins, ekki skipt í tvær, eins og síðar varð.
Fimmta: Tjörnin er 77 fet í ytri endann og grynnri innar og útfiri mikið.
Sjötta: Skiphóll er þá áfastur suðurlandinu, en ekki Grandanum, eins og síðar varð.
Sjöunda: Engar upplýsingar er af þessum uppdrætti að fá um forna verzlunarstaðinn, eru þó aðeins 100 ár liðin frá færslunni.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón 1954.

Í skiptaskjalinu frá 1775 er ekki minnzt á yzta hluta Grandans, Kringu eða Háagranda. 90 föðmunum er allvel lýst, þar sem sagt er, að tvær innri skákirnar séu bærilegar til slægna og undir fiskhjalla. Heimustu skákinni er þannig lýst, að hún sé lökust, bæði grýtt og gróðursnauð nema Hjallanes, sem bæði er gott til slægna og undir fiskhjalla. Í þessu ágæta skjali er hvergi neitt að finna, er bendi til þess, að á þessum hluta Grandans hafi verzlunarstaðurinn staðið að fornu. Hefði þó vafalaust enn mátt sjá tættur eða tóttarbrot, ef þar hefði verið verzlunarstaður. Ef verzlunarstaðurinn hefði verið þarna heimast á Grandanum, hefðu þeir Bjarnastaðafeðgar ekki farið að ríða ósinn óreiðan til þess að komast frá kaupstaðnuni.
Hvaða ályktanir verða þá dregnar af framanskráðu um verzlunarstaðinn við Hafnarfjörð?

Hvaleyri

Hvaleyri – kort.

Að enskir munu fyrstir hafa siglt upp fjörðinn og þá vafalaust valið verzlunarstaðnum aðsetur. Að þýzkir hafi síðan tekið staðinn og haldið honum. Báðir þessir aðilar munu hafa valið stað, þar sem gott var athafnasvæði. Gott að afferma og ferma skip. Og þar sem viðsjár miklar voru með þeim, urðu þeir að velja staðinn þannig, að gott væri til varnar. Heim við tún var ekki gott athafnasvæði, þar sem skipin hafa þá orðið að liggja langt frá landi út í Tjörninni og því erfitt að afferma þau og ferma. Þar var frá náttúrunnar hendi ekki gott til varnar. Þessi staður er því með öllu útilokaður. Skiphóll kemur ekki heldur til greina. Hann var þá ekki áfastur Grandanum. Þá er eftir Háigrandi, og er það tvímælalaust álitlegasti staðurinn.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón 2023.

Í þann tíma, sem verzlunarstaðurinn var á Hvaleyrargranda, hefur Háigrandi verið eins konar höfði eða hólmi. Ekki var það eins dæmi, að verzlunarstað væri valinn staður á hólmum eða höfðum yzt við f jörðu og víkur. Þannig stóð Hólmskaupstaður við Reykjavík yzt á granda, en hann var færður um eða eftir 1700. Þar mátti fram til 1884 sjá nokkra grastó, eftir því sem Þórbergur Þórðarson segir í ritgerð um það efni í Landnámi Ingólfs. Á þessum hólma eða höfða, Háagranda, hefur auðveldlega mátt koma fyrir húsum, tóttum sem tjaldað var yfir.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón 2024.

Vel mátti fleyta allstórum skipum og leggja þeim við háan, þverhníptan bakkann og binda þau. Ferming og affermmg var því óvenju hagstæð. Af landi varð Háigrandi ekki sóttur nema frá einni hlið og þar auðvelt að verjast óvinum.

En það, sem tekur af öll tvímæli um legu verzlunarstaðarins, eru þó ummæli Skarðsár- og Setbergsannála um drukknun þeirra Bjarnastaðafeðga, Ásbjörns Jörinssonar og sona hans. Hann vildi ríða ósinn frá verzlunarstaðnum, en ósinn var óreiður.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði voru friðlýst sem fólkvangur 3. apríl 2009 til að vernda lífríki og leirur svæðisins sem eru m.a. mikilvægt búsvæði fugla og til að tryggja útivistar- og fræðslusvæði til útiveru og fuglaskoðunar. Dýralíf í leiru er allauðugt og er fuglalíf sérlega auðugt á svæðinu.

Við þekkjum þetta Hafnfirðingar, sem munum ósinn milli Háagranda og óseyrar meðan hann var óheftur. Þá var hann hverjum hesti ófær, með an harðast var í honum útstreymið. Að öllu þessu athuguðu mun því mega f ullyrða, að Fornubúðir, verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð, hafi staðið á Háagranda innst á Grandanum við Hafnarfjörð.“
Sveinskot var á túninu ofan við Herjólfshöfn, Halldórskot skammt norðvestar og Vesturkot vestar. Golfklúbburinn Keilir fékk síðasta íbúðarhúsið að Vesturkoti undir golfskálann fyrst eftir að byrjað var á golfvellinum á Hvaleyri 1967. Efst í túninu stóð bærinn Hvaleyri. Hjartarkot var sunnan undir Hvaleyrarholtinu. Fleiri kot voru við höfðann, en erfitt er nú að greina staðsetningu þeirra vegna röskunar á svæðinu.“

Heimild:
-Saga, 3. árg. 1960-1963, 2. tbl., bls. 291-298.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón. Fornubúðir voru yst á grandanum að handan.

Hvaleyrarlón

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1926 má lesa eftirfarandi um „Fundin bein á Hvaleyri þriggja manna„:
„Á Hvaleyri, sunnan við Hafnarfjörð, brýtur jafnan af túninu að norðanverðu, og eru þar nú orðnir háir bakkar við fjörðinn, neðst berg, allhátt, á því malarlag þykt og efst þykt moldarlag. Fyrir 30 árum, svo jeg veit til, varð vart mannabeina á einum stað þarna í bakkanum, ofarlega í moldarlaginu, og fundust þar nokkrir gnpir.
Hvaleyri - 223Bein sáust stundum í fjörunni undir berginu. — Fyrir þremur árum tók Magnús bóndi Benjamínsson, sem þar á heima í Hjörtskoti, höfuðkúpu af manni og nokkra hálsliði þar úr bakkanum og gröf í kistli í mónum þar hjá, fjær sjó. Haustið 1924 varð hann var fleiri beina þar yzt í bakkanum og sumra í fjörunni. Gróf hann þá dálítið til og tók enn úr bakkanum 2 höfuðkúpur og mörg bein önnur, úr tveim mönnum. Var mjer nú gert við vart og fór jeg að skoða beinin.
Höfuðkúpurnar voru heillegar og mátti sjá af tönnunum, að önnur væri af öldruðum manni, en hin af miðaldra. Eftir skýrslu Magnúsar um upptöku beinanna og því, sem sjá mátti af þeim, vantaði enn mikið af beinum yngra mannsins; hafði hann legið litlu innar í bakkanum, en raunar virtust allar beinagrindurnar hafa legið þjett saman. Að sögn Magnúsar lágu bein gamla mannsins þannig, að sjá mátti að hann hafði ekki orðið lagður til, heldur jarðsettur kreptur. Svo var nú áliðið, að jörð var frosin og ákvað jeg að fresta frekari rannsókn til næsta sumars. Fór jeg svo 13. ág. 1925 og athugaði fundarstaðinn.

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur ÓSÁ.

Við rannsóknina komu í ljós fætur yngra mannsins, báðir heillegir, og hægri handleggur, sem hafði verið sveigður inn yfir miðju. Efri hluta beinagrindarinnar hafði Magnús tekið upp að öðru leyti. Lærleggir voru 50 cm. að lengd. Fæturnir voru alveg beinir; hafði maðurinn verið lagður til og rjett grafinn; vissu fæturnir lítið eitt (15°) sunnar en í háaustur. Hjá beinum hans varð ekki vart fleiri beina, en ekki var grafið vítt út frá þeim. Beinin voru um 50 cm. (19 þuml.) Frá núverandi grassverði og hafa menn þessir ekki verið grafnir dýpra. Ekki varð vart við leifar af líkkistum, en hornhnapp af fötum hafði Magnús fundið. Sennilega hafa líkin verið grafin í fötunum. Magnús tók nú upp aftur höfuðkúpu þá, er hann hafði grafið í móann fyrir 2 árum. Hún var af ungum manni; sýndu það tennurnar í kjálkunum, sem voru heilir og með allsendis óslitnum tönnum; efri tanngarð vantaði.
hvaleyri - 224Bein þessi munu vera frá síðari öldum og þótti mjer ekki ástæða til að varðveita þau í Þjóðminjasafninu. Þau eru sennilega kristinna manna leifar og voru flutt í kirkjugarð Hafnarfjarðar. Er leitt er getum að því, hversu stendur á þessum grefti hjer utan kirkjugarðs á Hvaleyri, þar sem þó var kirkjugarður, notaður fram á 17. öld, og kirkja eða bænhús fram yfir 1760, má minna á frásagnir sjera Jóns Egilssonar í Byskupa-annálum hans, þar sem hann skýrir frá því, að á dögum Magnúsar Skálholtsbyskups Eyjólfssonar (1477—90), hafi ábótinn í Viðey ráðist á Englendinga, sem lágu hjer hjá Fornubúðum, og unnið sigur á þeim, en mist þó son sinn í bardaganum.
hvaleyri-221Enn segir sjera Jón, að á dögum Stefáns byskups Jónssonar, árið 1518 eða þar um, hafi Englendingar og Hamborgarar í Hafnarfirði barist þar. »Unnu þýzkir og rýmdu hinum í burtu og fluttu sig fram á eyri og hafa legið þar síðan«, segir sjera Jón. Fornubúðir munu hafa verið þar sem enn sjer leifar 2 stórra búða í túnfætinum fyrir austan Hjörtskot, en búð Hamborgara frammi á eyrinni mun hafa verið þar, sem nú heitir Skiphóll á Hvaleyrargranda. Menn þá er fjellu í fyrri bardaganum af liði ábóta, hefur hann óefað fært til graftar og Hamborgarar hafa einnig að sjálfsögðu grafið landa sína á heiðarlegan hátt. Um 30 árum síðar er þess getið, að þeir ættu sjer kirkju þarna.

Hvaleyri

Hvaleyri – loftmynd 1954.

Aftur á móti munu bæði Íslendingar og Hamborgarar hafa álitið hina ensku óvini sína, er þeir drápu, ófriðhelga menn, sem ekki sæmdi að veita gröft í vígðum reit. Þó þykir mjer líkast til, að bein þeirra þriggja er fundist hafa nú í Hvaleyrarbakka, sjeu fremur úr sjódauðum mönnum, er fundist hafa reknir hjer á Hvaleyri, en að þau sjeu bein nokkurra þeirra enskra manna, sem drepnir hafa verið hjer í öðrum hvorum þessara bardaga, því að sem mörgum mun kunnugt var sá siður algengur fyrrum, að jarða eða dysja ókend lík, er rak af sjó, þar nærri er þau fundust. Þau voru ekki færð til kirkjugarðs, heldur grafin í óvígðri mold, því að óvíst þótti, nema þau væru af ókristnum mönnum eða óbótamönnum. Hjer gengu fyrrum ræningjar oft á land, helzt Englendingar, sem stálu bæði fólki og fje, og eftir Tyrkjaránið var lengi uggur og ótti við útlendinga, sem voru á sveimi hjer við land. – Matthías Þórðarson“.
Sjá meira HÉR og HÉR.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélegas, 39. árg. 1925-1926, bl.s 57-58.

Hvaleyri

Hvaleyri – örnefni.

Sauðabrekkur

Gengið var frá Krýsuvíkurvegi um Hrútargjárhraun yfir að Markhellu eða Markhelluhól eins og hún er stundum nefnd. Frá henni var gengið niður að Búðarvatnsstæði, upp um Sauðabrekkur að Sauðabrekkugjá og norður eftir henni um Sauðabrekkugíga á leið til baka niður hraunið. Í leiðinni var gengið framhjá Gapinu, mikilli holu í miðju hrauninu.

Markhella

Við Markhellu. Dæmigerð tilfærsla landamerkja fyrrum.

Á Markastein, oftar nefnd Markhella, á einnig að vera klappað “ÓTTA” “STR” „KRYSU“. Síðan lá línan að liggja frá þessum Markasteini í stefnu upp í Krýsuvíkurland. Merkingarnar fundust á Markasteini, en ekki á Klofakletti eða Klofningskletti,eins og hans er getið í sumum landamerkjalýsingum. Hér gæti verið um einhverja misvísun að ræða.
Landamerkjabréf milli Óttarstaða og Hvassahrauns er ritað 26. maí 1890 og undirritað vegna Óttarstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur. Lýsing merkja er svona: “Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið-Krossstapa, frá honum í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól. Frá Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, frá þeim stað í Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krýsuvík; í hann er klappað: Ótt, Hvass, Krv.”

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

Landamerkjabréf er til milli Hvassahrauns, Lónakots og Óttarstaða ritað 13. júní 1890, samþykkt frá öllum þremur jörðunum. Lýsing merkja er þessi:
“Merkin byrja í svonefndum Markaklett við sjóinn austanvert við Hraunsnes, úr Markakletti í Skógarhól, úr Skógarhól í Stórgrænahól, úr Stóragrænhól í Hólbrunnsvörðu, úr henni í Skorásvörðu, úr henni í Miðkrossstapa, sem er horn mark á Lónakotslandi, svo heldur áfram sömu stefnu millum Hvassahrauns og Óttarstaða úr Miðkrossstapa í Klofningsklett með vörðu sunnanvert við Einirhól, úr Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, úr Búðarvatnsstæði í Markhelluhól, sem er hornmark frá Hvassahrauni, Óttarstöðum og Krýsuvík.”
Vatn var í Búðarvatnsstæðinu. Vestan við það er klettur, einnig nefndur Markhella eða Markhelluhóll. Stundum hefur verið áhöld um við hvorn klettinn hafi verið miðað í landamerkjalýsingum. Búðavatnsstæðið hefur áreiðanlega skipt miklu máli fyrir beit í heiðinni og ferðir um hana hér fyrrum. Margir slóðar liggja að vatnsstæðinu og vel gróið er í lægðum í kring.

Sauðabrekkuskjól

Sauðabrekkuskjól.

Haldið var upp í Sauðabrekkur og fram á barm Sauðabrekkugjár. Honum var fylgt til norðurs, um svonefnda Sauðabrekkugíga. Um er að ræða fallega gígaröð ofan við gjána. Austar hafa verið aðrir gígar, en þunnfljótandi hraun fyllt í þá að mestu. Í einum gígnum er bæli, slétt gólf og hraunbekkur. Gluggi er í bælinu, en steinn hafði verið settur fyrir.
Ginið er hluti gamallar gjár, sem nýrra hraun hefur runnið ofan í og fyllt að mestu. Eftir stendur þessi hluti, óuppfylltur. Dýpið er um 20 metrar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Sauðabrekkur

Gígur í Sauðabrekkugígaröðinni.

Flókaklöpp

Sveinbjörn Rafnsson skrifaði um „Flókaklöpp“ – Bergristur á Hvaleyri í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1974:

Lega fornminjanna
flokaklopp IAð grunni mun Hvaleyrarhöfði við Hafnarfjörð vera úr svokallaðri yngri grágrýtismyndun frá hlýviðrisskeiði jökultímans. Frammi á miðjum Hvaleyrarhöfða glyttir í jökulsorfnar grágrýtisklappir. Þar mun Álftanesjökullinn hafa gengið fram fyrir um 12000 árum; stefna jökulrákanna á klöppunum liggur þvert á Álftanesröðina. Þarna er útsýn góð bæði til Straumsvíkur og Hafnarf jarðar og út á Álftanes. Í áðurnefndar klappir hafa menn höggvið ýmis teikn og skráði greinarhöfundur og mældi bergristur þessar hinn 7. júlí 1970. Risturnar hafa verið gerðar í fjórar afmarkaðar klappir eða steina. Af meðfylgjandi rissmynd má sjá afstöðu þessara fjögurra steina en rétt er að geta þess jafnframt að klappir eru þarna fleiri þótt marklausar séu. Þó verða risturnar ekki greindar nú til gagns nema á þremur steinanna. Syðsta klöppin er nú ólæsileg og hraklega útötuð í steinsteypu eftir stríðsumsvif breta í heimsstyrjöldinni síðustu.

Hvaleyri

Hvaleyri – skotbyrgi.

Allt í kringum steinana eru steinsteypt byrgi og byssustæði frá þeim tíma. [Á dögum Jónasar Hallgrímssonar hefur staðurinn verið „paa den nordvestlige Ende af det hoje og smukke Hvaleyrartún“, Rit eftir Jónas Hallgrímsson III (1933) bls. 144. í lýsingu Sigurðar Skúlasonar á steinunum segir hann þá „standa upp úr nýræktinni á höfðanum (í Vesturkotslandi).“ Sigurður Skúlason (1933) bls. 27.] Steypan í þessi mannvirki hefur verið blönduð og hrærð á klöppinni syðstu; þó má enn greina einstöku höggna rák út undan steypuhúðinni. Bergristurnar eru á fornminjaskrá og því friðaðar forminjar.

Um fyrri rannsóknir Hvaleyrarrista
flokaklopp IIMargir hafa ritað um og rannsakað Hvaleyrarristurnar og mun þess nú getið að nokkru. Jónas Hallgrímsson skáld mun líklega fyrstur manna hafa rannsakað steinana fornfræðilega í júní 1841. Frásögn Jónasar einkennist af sannri gleði uppgötvarans og kveðst hann hafa fundið „paa en af disse Blokke, den regelmæssigste og smukkeste, flere gamle Runer“, í skýrslu sinni til Finns Magnússonar.
Þegar Jónas frétti fyrst af ristum þessum fór tvennum sögum af þeim; sögðu sumir þarna vera rúnir en sumir farmannanöfn. Taldi Jónas farmannanöfnin höggvin með latínustöfum ofan í rúnateiknin á steininum með flestar risturnar.

Hvaleyri

Hvaleyri – rúnaristur.

Slær hann þeirri hugdettu fram, þó með nokkrum hálfkæringi, að Hrafna-Flóki og skipshöfn hans hafi rist nöfn sín rúnaletri á steininn. [Rit eftir Jónas Hallgrímsson III (1933) bls. 144—5 og bls. 167—8 og athugasemdir Matthíasar Þórðarsonar á bls. 295. Rit eftir Jónas Hallgrímsson II (1932) bls. 80, 82: „Flókasteinninn minn, eður hvað ég á að kalla hann“ og 108.] Jónas virðist einkum hafa gert sér grillur út af þremur atriðum, öllum vandmeðförnum og villandi, þegar hann slær þessu fram. Í fyrsta lagi Skarðsárbókartexti Landnámu; Björn á Skarðsá hefur tekið Hauksbókartexta upp í Landnámugerð sína en ekki Sturlubókartexta; í Sturlubók Landnámabókar er Hvaleyrar eða Hafnarfjarðar ekki getið. Hvaleyrar er sennilega getið í Hauksbókartexta Landnámu af því að snemma á öldum hefur þar þótt góð höfn, „Herjólfshöfn“. Nú er landslag þarna mjög breytt frá því sem var. [Gísli Sigurðsson (1961).]

flokaklopp III

Jón Jóhannesson álítur frásögn Hauksbókar „auðsæilega staðsögn úr Hafnarfirði“ [Jón Jóhannesson (1941) bls. 178.] en þar getur eins vel verið um lærðan tilbúning að ræða. Breytir það engu um kunnugleika Hauks lögmanns Erlendssonar á þessum slóðum. [Jón Jóhannesson (1941) s. st. Helgi Guðmundsson (1967) bls. 46—8]. Jónas Hallgrímsson hefur sennilega stuðst við Landnámu-útgáfuna 1829 en þar er Skarðsárbókar-texta fylgt allnákvæmlega. Krítisk útgáfa Landnámsbókar kom ekki út fyrr en 1843. [Skarðsárbók (1958) bls. XLIV—XLV og bls. 6. – Landnámabók (1900) bls. 5 og 131]. Í öðru lagi hefur Jónasi verið ofarlega í huga orðrómurinn um farmannanöfn á steininum; þannig eru á steininum „Navnene paa det Skibsmandskab, som Vikingen Flóki havde med sig“.

Hvaleyri

Flókasteinn – ristur.

Í þriðja lagi virðist Jónas álíta að unnt sé að lesa með vissu úr fangamörkum steinsins eiginleg nöfn eigenda þeirra. Jónas hefur á veglegri teikningu af Flókasteini sínum sleppt ýmsu, bæði ártölum og skrauti, eins og hann getur um með þessum orðum: „De mange nyere Navne, som blot tjente til að vansire og forvirre Tegningen, er med Flid udeladte.“ [Rit eftir Jónas Hallgrímsson III (1933) bls. 168 og 145, teikningin er á bls. 169 án skýringartexta. 1 Ny kgl. Saml. 3296, 4to, kapsel 9, sem er pappírar frá P. G. Thorsen, eru þrjár teikningar af hæsta Hvaleyrarsteininum: I „Frumrit“ 28X19 sm með dönskum skýringartexta eftir Jónas Hallgrímsson (nú styrkt með lérefti). Eftir þessari teikningu er mynd sú sem hér er prentuð en neðst í vinstra horni hennar stendur með blýanti „Flókasteinn“. II Afrit 33X19 sm með íslenskum skýringartexta eftir Gunnar Hallgrímsson. Textinn er þýðing á I nema eftirfarandi: „teiknað þann 27 og 28 Júní 1841. af Gunnari Hallgrímssyni enn af Jónasi Hallgrímssyni þann 25 og 26 sama mánaðar“. Í vinstra horni neðst hefur Thorsen skrifað: „Fra Jonas Hallgrimssons p. 25. Nov. 1842. Th.“. III Afrit 27X17 sm með dönskum texta eins og í nema fyrirsögnin er: „Den saakaldte Flókasteinn (Flokesten) ved Havnefjord (Hafnarfjörður) i Island“. Pappírinn er hálfgagnsær].

flokaklopp IV

Nú víkur sögunni suður til Kaupmannahafnar þar sem Finnur Magnússon prófessor hefur tekið við skýrslu Jónasar um Flóka-stein. Ljóst er að Finnur hefur þegar í stað ginið við þessari flugu Jónasar. Í bréfi til C. C. Eafns hinn 22. október 1841 lýsir Finnur m. a. gögnum frá fornleifa-athugunum Jónasar Hallgrímssonar. Telur hann fyrst úrdrætti úr dagbókum Jónasar og síðan „dertil horende Tegning af ældgamle mærkelige Binderuner fra en stor Sten paa Hvaleyri ved Havnefjorden, (en af Figurerne har en paafaldende Lighed med en eller to paa Ammerwat-Stenen).“ [Nationalmuseet i Kobenhavns arkiv, Island, Diverse ældre administrative Sager].
Hér hefur Finnur bætt gráu ofan á svart. Með Ammerwatsteininum er átt við danskan rúnastein sem nú er jafnan kallaður 0ster Logum steinninn. Stendur steinn sá við danska herveginn á Jótlandi og er talinn áletraður á víkingaöld.

Flókaklöpp

Flókaklöpp – ristur.

Á steininum stendur með rúnum hairulfR, eða Herjólfur. [Danmarks Runeindskrifter (1942) dálkur 40—42]. Virðist Herjólfur Hrafna-Flóka hafa minnt Finn á Herjólf danska. Af pappírum P. G. Thorsens er ljóst að Finnur hefur haldið Flókasteinshugmynd Jónasar að fleiri vinum sínum í Höfn. Hefur Thorsen skrifað á minnismiða hjá sér eftirfarandi: „En Sten siges at være fundet paa Isl. 1841 om landnám.“ [Ny kgl. Saml. 3296, 4to, kapsel 9, miði þessi er lítill, aðeins 10X4 sm að stærð].
Árni Helgason í Görðum er hinn næsti sem getur Hvaleyrarrista Segist hann í lýsingu sinni á Garðaprestakalli 1842 hafa skoðað þær; „mörg nöfn gat ég þar lesið, sem voru alþekkt nöfn danskra og þýzkra, og eru þessi nöfn líklega skrifuð þar af sjómönnum framandi þjóða, helzt meðan kaupstaðurinn var þeim megin við fjörðinn; sumstaðar er hvað skrifað ofan í annað. Mögulegt er að þeir sem betur eru læsir geti þar fundið rúnir.“[Landnám Ingólfs III (1937—39) bls. 218]. Hér er orðrómurinn um farmannaristur kominn enn á ný enda skammt milli lýsinga. Líklegt er að beint eða óbeint samband sé milli lýsinga þeirra Árna og Jónasar.

flokaklopp V

Magnús Grímsson var nemandi í Bessastaðaskóla árið 1845. Var þá þegar farinn að vakna með honum áhugi á forn- og þjóðfræði og „dirfist“ hann í februar sama ár til að skrifa Finni Magnússyni og spyrjast fyrir um rúnir. [Rigsarkivet, Finn Magnussens arkiv, Breve fra Islændere A 3, Magnús Grímsson til Finns, 27. 2. 1845]. Var það upphaf nokkurra bréfaskipta. Síðar á sama ári skrifar Magnús Finni aftur og segir þar m. a.: „Á Hvaleyri við Hafnarfjörð er steinn mikill sem Jónas sál. kvað hafa skoðað. Á honum eru bandrúnir margar, og hef ég tíðum reynt mig á að lesa úr þeim.“ Enn segir Magnús: „sýnist mér ei ólíkt að hér væru nöfn Herjólfs og Þórólfs smjörs, sem getið er í Landn. 3. kap Af því ég efast ei um að þér hafið eptirrit, uppdrátt og nákvæma lýsingu steins þessa, sem í mörgu er merkilegur, þá gef ég ei um að skýra betur frá honum .. ,“ [Rigsarkivet, Finn Magnussens arkiv, Breve fra Islændere A 3, Magnús Grímsson til Finns, 28. 8. 1845]. Ári síðar segir Magnús í bréfi til Finns: „Ekki hefi ég enn getað skoðað Hvaleyrarsteininn nákvæmar, en ég ætla samt að gjöra það.“ [Rigsarkivet, Finn Magnussens arkiv, Breve fra Islændere A 3, Magnús Grímsson til Finns, 28. 2. 1846. Ekki minnist Magnús á Hvaleyrarstein í bréfi til Finns, 28. 6. 1847, sem geymt er í Ny kgl. Saml. 3296, 4to, kapsel 9].

Flókaklöpp

Flókaklöpp – tákn.

Af skrifum Magnúsar er ljóst að honum hefur verið mæta vel kunnugt um rannsókn Jónasar Hallgrímssonar á ristunum, svo vel að hann þekkir Flókasteinshugmynd hans og veit meira að segja að Finnur á bæði uppdrátt og eftirrit af steininum. Magnús er því í öllu háður hugmynd Jónasar Hallgrímssonar nm frásögn af steininum. Magnús hefur lengi haldið tryggð við þessa hugmynd. Árið 1854 hlaut Magnús, fyrir milligöngu Jóns Sigurðssonar, styrk til fornfræðaferða um Island frá „Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab“. Þá gafst Magnúsi tækifæri til að ferðast um Íngólfurs landnám“ eins og hann orðar það í bréfi til C. C. Rafns. Segist Magnús hafa komið „til Hvaleyri’ hvor der efter min Mening, er den ældste Runeindskription i Landet.“ [Ny kgl. Saml. 1599 IV, 2a fol. Magnús Grímsson til C. C. Rafns 14. 11. 1854].

Flókaklöpp

Flókaklöpp – tákn.

Þannig er hugdetta Jónasar orðin að fastri hugmynd hjá Magnúsi Grímssyni. Um afdrif þessarar hugmyndar um Hvaleyrarsteininn er ekki kunnugt, en vera má að Jón Sigurðsson hafi átt þátt í því að koma Magnúsi niður á jörðina. 1 handritasafni Jóns er varðveitt allgóð blýants teikning af hæsta Hvaleyrarsteininum, en henni hefur ekki verið veitt athygli áður. [17 JS. 149, fol.]. Ekkert bendir til að teikningin sé eftir Jón Sigurðsson sjálfan og ef litið er til þess sem hér hefur verið tilfært á undan er langsennilegast að Magnús hafi gert hana. Enginn skýringartexti fylgir teikningunni. Teikningin virðist einungis sýna efsta flöt steinsins alveg eins og teikning Jónasar. Hún er miklu nákvæmari um sumt og tilfærir ártölin á steininum. Hún er ekki áreiðanleg um allt en erfitt er að gera þessu fullkomin skil þar sem áletranirnar eru víða ógreinilegar og máðar. Teikningin er hér prentuð á bls. 78.

flokaklopp VI

Kristian Kálund getur Hvaleyrar í drögum að staðsögulýsingu Íslands. Segir hann að þar séu á nokkrum flötum klöppum „endel latinske forbogstaver og árstallene 1628 og 1777, samt nogle binderuner og lignende.“ Segir Kálund að almennt sé haldið að verslunarmenn, sjómenn og aðrir, sem leið hafi átt þar hjá, hafi gert risturnar.  [Kristian Kálund (1877) bls. 28. Ummæli í Kristian Kálund (1882) bls. 102]. Er Kálund hinn fyrsti sem talar berum orðum um og tilfærir á prenti ártöl á Hvaleyrarsteinum. öðrum hefur þó ekki tekist að lesa ártalið 1628 á steinunum og er það því sennilega misskilningur Kálunds.
Sigurður Skúlason á greinargóða og sígilda lýsingu Hvaleyrarsteina í riti sínu um sögu Hafnarfjarðar. Er hann hinn fyrsti sem segir steinana með ristunum vera fjóra talsins. Áhugi Sigurðar beinist einkum að ártölum steinanna.

Flókaklöpp

Flókaklöpp – ristur.

Þykir rétt að láta lýsingu hans á Flókasteini Jónasar fylgja orðrétta: „Á hæsta steininum, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr: 1657 (á þrem stöðum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þessa er þar 87, sem á annað hvort að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu: 1678, 1681, 1707 og 1723, en auk þess er þar höggið A 81 (— Anno 1681?), A 91 (— Anno 1691?) og 17C (— 1700).“ Sigurður lýsir ristum á öðrum steinum svo: „Á allstórum bungumynduðum grásteini norðvestur af fyrr nefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar). Á flötum kletti suður af þeim síðast nefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á stórum flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (— Anno 1657?).“ [Sigurður Skúlason (1933) bls. 27]. Af afstöðuskissu þeirri sem hér fylgir má sjá hversu greinargóð þessi lýsing er.

flokaklopp VII

Upplýsingarnar um ártölin 1777 koma heim og saman við athuganir greinarhöfundar. Hvað varðar klettinn með tveimur ristum en engu ártali þá kom greinarhöfundur aðeins auga á eina ristu þar, bókstafina B H S í ramma. Yfirborð steinsins kann að hafa hulist jarðvegi að einhverju leyti, ekki síst vegna stríðsumbrotanna sem áður eru nefnd. Stóri flati steinninn skömmu austar, með ártali frá sautjándu öld, er klöppin sem nú er skemmd af steinsteypu. Sigurður minnist á tvo fyrri rannsakendur, þá Jónas Hallgrímsson og Árna Helgason. Telur Sigurður réttilega tilgátur Jónasar um aldur og uppruna markanna á hæsta steininum mjög fjarri sanni. Þó hafi Jónas haft rétt fyrir sér í því að rúnateiknin séu eldri en bókstafirnir og ártölin á steininum. Fremur er Sigurði í nöp við notkun Árna Helgasonar á orðinu „nöfn“ um fangamörk á steininum. [Sigurður Skúlason (1933) bls. 28]. Rétt er í því sambandi að minnast þess að fangamörk voru áður fyrr notuð í stað nafnsundirskriftar, ekki síst af lítt læsum eða pennavönum mönnum, svo að orðalag séra Árna þarf ekki að vera mjög undarlegt.

Flókaklöpp

Flókaklöpp – ristur.

Þá telur Sigurður það „vafalaust“ að útlendingar, sjómenn og kaupsýslumenn, hafi gert sumar risturnar, en ekkert sé því til fyrirstöðu að Íslendingar hafi gert einhverjar þeirra. [Sigurður Skúlason (1933) bls. 29].
Er þó sönnu nær að ekkert er vafalaust í þessu efni. Loks álítur Sigurður rétt að tímasetja risturnar til 17. og 18. aldar og ef til vill til 16. aldar. Anders Bæksted ritar um Hvaleyrarristur í verk sitt um íslenskar rúnaristur. Fremur lítið er á lýsingu hans að græða þótt ágæt ritaskrá fylgi. Telur hann risturnar vera frá 17. og 18. öld.
Með Jónasi Hallgrímssyni hef jast rannsóknir Hvaleyrarrista árið 1841. Áhuginn er þá einkum bundinn við teikn lík rúnum, að öðrum ristum er lítt hugað. Blendingur sagna úr samtíðinni, heit þjóðernisrómantísk trú á fornritin ásamt frjóu ímyndunarafli móta einkum viðhorfin fram eftir 19. öldinni. Með Kálund á síðari hluta aldarinnar er ártölunum á steinunum loks veitt nokkur athygli og striki slegið yfir fyrri grillur um risturnar. Þegar Sigurður Skúlason ritar lýsingu sína á Hvaleyrarsteinum beinist öll athyglin að ártölum ristanna, að öðrum ristum er lítt hugað. Sigurður álítur risturnar einkum frá 17. og 18. öld sem og Bæksted sem minnist á risturnar í riti útgefnu 1942.
flokaklopp-228Um íslensk mörk og fangamörk og menningar-sögulegt gildi Hvaleyrarrista Af rannsóknarsögu varð ljóst að menn hafa nokkuð einhliða athugað tvenns konar teikn á Hvaleyrar-steininum. Teikn steinanna má vissulega greina í ártöl og teikn lík rúnum (varla umsvifalaust „bandrúnir“) og önnur teikn og skraut. En algjör aðgreining ártala og marka verður rannsakendum að fótakefli þegar til túlkunar kemur. Ártöl steinanna eru hin mikilvægustu til tímasetningar á ristunum ef þau eru ófölsuð. Helstu líkur til þess að ártölin séu frá þeim tíma sem þau nefna eru þrenns konar.

Flókaklöpp

Flókaklöpp – ristur.

Í fyrsta lagi er staðsetning ristanna á hæsta steininum. Þar eru teiknin og ártölin svo óreglulega staðsett að ekki eru líkur til að þau hafi verið sett á sama tíma. Óregluleg dreifing í rúmi bendir til óreglulegrar dreifingar í tíma; slíkt kemur heim við hin mismunandi ártöl og mælir þannig gegn fölsun.
Í öðru lagi hafa menn á dögum Jónasar Hallgrímssonar (1841) ekki verið sammála um uppruna ristanna; yngsta ártalið á steinunum er 1781 og eru þá sextíu ár milli þess og sagnanna sem Jónas hefur, en það er nógur tími til þess að velkja munnlega sögu svo að mörg verði afbrigði hennar.
í þriðja lagi eru ýmis auðkenni ristanna, einkum þó að ártölin umlykja fangamörk sem eru gerðþróunarlega mismunandi en gerðir þeirra sýna nokkra fylgni við ártölin. Það er kunn fornfræði að mismunandi gerðir hluta og teikna benda til mismunandi tíma (typologi).
hvaleyri - kortHér á eftir verður drepið á nokkur atriði varðandi þróun marka og fangamarka á Íslandi og stöðu Hvaleyrarrista í þeirri þróun.
Þróun íslenskra marka og fangamarka er menningar-sögulegt efni sem að vissu leyti er tengt innsiglafræði (sfragistik) og fornbréfafræði (diplomatik). Einnig er það tengt réttarsögu með fornum lagagreinum um mörk og einkunnir. Breytingar á gerð og notkun marka og fangamarka eru háðar víðtækum samfélagslegum breytingum og um efnið verður því ekki fjallað nema mjög yfirborðskennt í grein sem þessari.
Áður en lengra er haldið er rétt að minnast ögn á nokkur orð og merkingar þeirra. Orðið fangamark má skýra með orðum Jóns Sigurðssonar þótt merking þess sé ef til vill nokkru víðtækari en hann segir: „Þesskonar mark, sem vottar um eign einstaks manns á hlutnum eða einræði yfir honum er kallað fángamark.“ [24 JS. 496, 4to. Skýring í Finn Magnusen (1841) bls. 184: „bogstavlig oversat: fangne eller bundne Tegn“ er mjög vafasöm].

Flókaklöpp

Flókaklöpp – ristur.

Orðið „búmerki“ mun vera þýðing á danska orðinu bomærke, sennilega hefur islenska orðið um þetta einkum verið mark. Orðið bandrúnir eða bundnar rúnir (jafnvel samanstungnar rúnir) er notað um rúnastafi sem settir eru hver ofan í annan; þannig geta þeir myndað eitt teikn fyrir hvert orð, sbr. „Rista má rúnastaf einn fyrir ord hvört“. Samanburðarefni við Hvaleyrarheimildina er sennilega mikið að vöxtum þótt enn sé það lítið rannsakað. Árni Magnússon, Finnur Magnússon og Jón Sigurðsson söfnuðu allir eða rituðu um íslensk fangamörk. Árni Magnússon safnaði mörkum úr íslenskum innsiglum andlegra og veraldlegra manna. [Ljósprentuð í Sigilla Islandica I—II (1965—67)].
Finnur Magnússon veitti einkum athygli og safnaði mörkum af fornminjum og bergi á Íslandi. [Í Antiqvariske Annaler IV (1827) bls. 357—64 hefur Finnur Magnússon gert drög að skrá yfir þá staði þar sem búmerki er að finna höggvin í berg á Íslandi.

Sönghellir

Í Sönghelli.

Í Ny kgl. Saml. 3296, 4to, kapsel 9, eru tvö fangamarkasöfn, annað úr Sönghelli á Snæfellsnesi eftir séra Ásgrím Vigfússon, og hitt af kirkjuhurð á Hofi í Vopnafirði líklega eftir séra Guttorm Þorsteinsson; þessi söfn virðast komin frá íslensku prestaskýrslunum frá fyrri hluta 19. aldar um fornleifar. Finn Magnusen (1841) bls. 182—83].
Jón Sigurðsson safnaði miklu safni marka af íslenskum innsiglum. Ennfremur skrifaði Jón ritgerð, sem hann sendi til Homeyers prófessors í Berlín, og heitir hún í uppkasti „Um mark, fángamark (búmerki) á íslandi“. Þessi ritgerð er ef til vill með því greinarbesta sem ritað hefur verið um íslensk innsigli, og fylgja menningarsögulegar athugasemdir um mörk og fangamörk. [JS. 496, 4to. Þar er bæði búmerkjasafn og ritgerðaruppkast Jóns.]. Þegar Homeyer ritaði bók sína um „Die Haus- und Hofmarken“ tók hann einnig með íslenskt efni og styðst um það nær eingöngu við úrvinnslu þeirra Finns og Jóns.
hvaleyri - skotgrofBúmerki eru þekkt frá fyrri tíma víða úr Norðurálfu, og jafnvel frá vorum dögum í Dölum Svíþjóðar. [C. G. Homeyer (1870). Mats Rehnberg (1938). Mats Kehnberg (1948)]. Þau voru hin mikilvægustu áður fyrr meðan menn kunnu almennt ekki að lesa eða skrifa. Þýðing þeirra hefur sennilega minnkað með undanhaldi ólæsis en engu að síður má gera ráð fyrir nokkurri íhaldssemi í notkun þeirra og svipmóti.
Prestar og embættismenn og embættisaðall kunnu vafalaust að lesa og skrifa á Íslandi fyrrum og vel má vera að meðal landeigenda hafi lestrar- og skriftarkunnátta verið venjuleg. Leiglendingar og vinnufólk, sem var allur þorri þjóðarinnar, þurftu hins vegar alls ekki að kunna að lesa og skrifa til að stunda störf sín. Þessu fólki var þó skylt að kunna og virða búfjár- og fangamörk.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Samkvæmt Jónsbók fóru allir leigusamningar á jörðum fram munnlega með tveimur vitnum en árið 1705 kvað konungleg tilskipan á um að jarðir skyldi leigja með skriflegum samningi og skriflegar kvittanir skyldu koma fyrir greidda leigu [30 Lovsamling for Island I (1853) bls. 623—24]. Varð þá brýn nauðsyn sérhverjum leiguliða að kunna að lesa og skrifa. Ekki er ólíklegt að minnkandi notkun búmerkja og endanlegt hvarf þeirra af sjónarsviðinu standi í einhverju sambandi við breytingar sem þessa. Jón Sigurðsson hefur bent á mikilvægi lagagreina um mörk og einkunnir bæði í Þjóðveldislögum og Jónsbók. [JS. 496, 4to.]. Norski réttarsögufræðingurinn Absalon Taranger nefnir með réttu einnig Járnsíðu (Hákonarbók).

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Í norskum lögum eru ekki hinar nákvæmu greinar íslenskra laga um mörk og einkunnir og telur Taranger þar nokkru valda um mikla sauðfjárrækt Íslendinga. [Absalon Taranger (1897) bls. 86—88]. Kann það vel að vera, en benda má á að ákvæði í Grágás um viðarmörk, sem sennilega hafa verið nokkurs konar búmerki,33 eru tekin upp bæði í Járnsíðu og Jónsbók. Þetta gæti því fremur bent til viðarskorts á Íslandi en sauðfjárfæðar í Noregi. Ekki er ástæða til að ætla annað en að búmerki og eyrnamörk búfjár hafi flust til Íslands þegar með frumbyggjum úr Noregi eða Vesturhafseyjum. Líklega er mark á fjöl með Hringaríkisskreyti frá Hólum í Eyjafirði eitt elsta íslenskt dæmi um búmerki. Þó þarf markið ekki að vera jafn gamalt skreytinu. Á Valþjófsstaðahurðinni má sjá mörk sem skorin hafa verið í umgjörðirnar um hinar eiginlegu myndkringlur hurðarinnar. Í þessu sambandi er athyglisverður til samanburðar markaskurður í norskum híbýlum og kirkjum.
hvaleyri-223

Á miðöldum var algengt víða um Evrópu að borgarar og bændur, sem ekki höfðu skjaldarmerki, notuðu búmerki í skildi innsigla sinna. Fram á sautjándu öld notuðu menn á Íslandi oft búmerki í innsigli sín. Samtímaheimildir votta að á þau hefur stundum verið litið sem bandrúnir sem lesa mátti úr. [Ole Worm’s Correspondence with Icelanders (1948) bls. 222, bréf frá Magnúsi Ólafssyni í Laufási 4. 9. 1630, í danskri þýðingu í Breve fra og til Ole Worm I (1965) bls. 227].
Líklegt er að eitthvert samband sé milli notkunar búmerkja almennt og notkunar þeirra á innsiglum. Segir Jón Sigurðsson í ritgerð sinni að á sautjándu öld sjáist enn almennt rúnaletur á innsiglum, „. .. og má finna þetta framyfir miðja öld, einkum meðan hángandi innsigli finnast fyrir bréfunum. Þareptir komu innsigli með latínsku bandaletri (sem nú er kallað allianceletur) með upphafsstöfum nafnanna (t. d. „S. M. S.“ bundið á tvo vegu fyrir Skúla Magnússon). Á átjándu öld er þetta venjulegast, og mun ekki víða finnast rúnaletur á innsiglum. Nú á þessum tímum er það og sjaldgæft, en menn hafa full nöfn sín með latínustöfum.“ [38 JS. 496, 4to.]. Ekki eru eiginleg búmerki skilgreinanleg sem skjaldarmerkjalegs eðlis (heraldísk), því að þau eru gerð úr einföldum strikum og þess vegna ekki unnt að gera ur þeim skjaldarmerkjalegar myndir sem samanstanda af lituðum flötum. Hins vegar mun ýmist að þau séu bundnar rúnir eða hreinlega merki sem ekki er unnt að leysa upp í letur. [C. G. U. Scheffer (1957) og Hallvard Trætteberg (1957)].

Flokaklopp-225

Víkjum nú að Hvaleyrarristum. Á elstu tímasettu ristunum, þ. e. þeim: sem ártölin 1653 og 1657 klofna um, má sjá að þær eru harla líkar búmerkjum. Þegar komið er „framyfir miðja öld“ tekur við „allianceletur“, oft með endastafnum S. sem sennilega táknar -son. Ekki hafa þó allar tímasettar latínustafasamstæður endastafinn S. Er af þeirri ástæðu ef til vill unnt að leggja nokkurn trúnað á þá sögn, sem Jónas Hallgrímsson tilfærir, að útlenskir menn hafi klappað sum merkjanna í steinana. Hins vegar kemur þessi þróun, breytingin úr búmerki í allianceletur, nokkuð vel heim við ætlan Jóns Sigurðssonar. Þó ber að hafa í huga að Hvaleyrarristur eru ekki nógu stórt safn fangamarka til þess að þetta sé almennt óyggjandi. Mörg teikna hæsta steinsins eru ótímasett og hafa á sér ósvikinn blæ búmerkja. Bæði Jónas Hallgrímsson og Sigurður Skúlason álitu þau eldri en latínustafina eins og rakið er að framan. Það er að vísu rétt að yngsta tímasetta latínustafasamstæðan (LMB 1781) og eitt þessara marka skerast. Af því er þó erfitt að segja hvort muni eldra eða yngra, en með hliðsjón af tímasettum mörkum steinsins virðist álit þeirra Jónasar og Sigurðar líklegt til að vera rétt.

Hvaleyri

Hvaleyri – Minorsteinninn.

Má nú draga saman. Ártöl ristanna á steinunum frammi á Hvaleyrarhöfða eru sennilega ófölsuð; til þess bendir afstaða þeirra hvers til annars, gerðþróunarleg eindrægni markanna sem með þeim standa og ágreiningur um uppruna ristanna 1841, en þær eru þá orðnar svo gamlar að menn eru ekki sammála um hann. Heimildin um þróun íslenskra fangamarka á Hvaleyri mun eiga sér margar hliðstæður til samanburðar á Íslandi. Þá hefur verið drepið á söfnun og skrif um mörk, fangamörk og búmerki á Islandi og annars staðar. „Búmerki“ hafa sennilega borist til Íslands með fyrstu mannabyggð.
Fornar lagagreinar benda til mikilvægi marka á Íslandi. Stuðst hefur verið við ritgerð Jóns Sigurðssonar „Um mark, fángamark (búmerki) á íslandi“ og komist að þeirri niðurstöðu að hið takmarkaða fangamarkasafn á Hvaleyri komi vel heim og saman við frásögn Jóns af gerð fangamarka í innsiglum. Þá hefur þeirri tilgátu verið varpað fram að þverrandi notkun búmerkja standi í einhverju sambandi við vaxandi lestrar- og skriftarkunnáttu almennings og lagakröfur um skriflega jarðaleigusamninga í byrjun 18. aldar.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 71. árg. 1974, bls. 75-91.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Hausastaðaskóli

Gengið var um Langeyri og Malir, skoðaðir gamlir fiskreitir og síðan haldið út með ströndinni með Bala, Dysjum og Görðum. Gengin var Lindargata að Garðalind og síðan út á Hliðsnes og að Hausastaðaskóla.

Langeyri

Langeyri og nágrenni – örnefni.

Langeyri var upphaflega tómt hús í landi Garðakirkju sem stóð autt árið 1703 vegna aflabrests. Þegar fríhöndlunin gekk í garð 1787 lögðu danskir lausakaupmenn Langeyri undir sig og reistu sér íbúðarhús og vöruskemmur. Örnefnið Rauðhúsnef er frá þeim tíma er rauðlituð dönsk hús stóðu við tangann er kallast í dag Rauðsnef. Þar var í eina tíð hvalstöð sem lagðist niður þegar alvarlegt slys varð í stöðinni. Núverandi Langeyrarbær var byggður árið 1904 og telst vera dæmigerður hafnfirskur hraunbær af stærri gerðinni.

Fagrihvammur

Fagrihvammur.

Nokkru vestar eru fleiri gömul hús Eyrarhraun, Fagrihvammur og steinbærinn Brúsastaðir. Utar taka við Brúsastaðamalir eða Litlu-Langeyrarmalir og Skereyrarmalir. Hér voru fyrirtaks malir fyrir smábáta sem þurftu ekki að fara djúpt til að afla vel.
Finna mátti samskonar malarkamba inn eftir öllum Hafnarfirði í aldarbyrjun. Langeyrarmalir voru lengstar malanna og hér reisti August Flygenring fiskvinnsluhús 1904. Malirnar voru mikið athafnasvæði og var saltfiskur breiddur til þurrkunar á góðviðrisdögum á fiskreitum í hrauninu sem enn sést móta fyrir, t.d. utan við beygjuna neðan við Eyrarhraun.

Allians

AllianZ-fiskreitur við Hrafnistu. Var eyðilagður er viðbygging var gerð.

Fiskverkunarhúsin voru rifin á níunda tug 20. aldar. Líklegt er að þessir fiskreitir verði eyðilagðir innan skamms vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda á svæðinu. Allians-reiturinn, sem var þarna skammt ofar, var t.d. rifinn uppá einum degi þegar síðast var byggt við Hrafnistu. Í rauninni virðist það hafa verið óþarfa eyðilegging ef tekið er mið af byggingunni, sem reist var á svæðinu. Í rauninni hefði verið táknrænt að vernda þennan gamla fiskreit svo til við gaflinn á þessu dvalarheimili aldraðra sjómanna.

Langeyri

Langeyri og nágrenni – Loftmynd 1954. Fiskreitir víða.

Þegar saltfiskverkun var sem mest í bænum á fyrrri hluta 20. aldar var fjöldi fiskreita og stakkstæða um allan bæ þar sem fiskurinn var breiddur og þurrkaður. Það er enn hægt að skoða fagurlega hlaðna fiskreiti á nokkrum stöðum í bænum þó mjög hafi verið þrengt að þeim. Alliansreitur (stundum nefndur Allanzreitur) er sunnan Hrafnistu. Hann er kenndur við Allen Major, framkvæmdastjóra hinna ensku Hellyers bræðra sem stunduðu útgerð frá Hafnarfirði 1924 – 1929. Annar þekktur fiskreitur var Einarsreitur, sem Einar Þorgilsson útgerðarmaður og kaupmaður lét útbúa, er á svæðinu milli Arnarhrauns, Smyrlahrauns, Álfaskeiðs og Reykjavíkurvegar.

Einarsreitur

Einarsreitur.

Byggð hefur verið í landi Garðabæjar frá landnámstíð og er talið að núverandi landsvæði bæjarins hafi tilheyrt þremur mönnum. Vestasti hlutinn hafi verið land Ingólfs Arnarsonar, landið í kringum Vífilsstaði í eigu Vífils, leysingja Ingólfs, og syðsti hlutinn í eigu Ásbjarnar Özurarsonar, sem Landnáma segir að hafi fengið land á milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, Álftanes allt og bjó á Skúlastöðum. Talið er að Skúlastaðir hafi annað hvort verið þar sem nú eru Bessastaðir eða þar sem nú er kirkjustaðurinn Garðar á Álftanesi en við hann er Garðabær kenndur.

Hausastaðaskóli

Minnismerki við Hausastaðaskóla.

Minnismerki stendur nú þar sem Hausastaðaskóli var. Enn má sjá tóftir hans. Skólinn var annar fyrstu skóla á Íslandi fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-17 ára. Skólinn starfaði á árunum 1792-1812. Skólinn var stofnaður handa fátækum börnum sem fengu ekki tækifæri til að læra. Það voru bæði strákar og stelpur í skólanum sem þótti merkilegt því stelpur gengu ekki í skóla þá. Fyrst í stað voru 6 stelpur og 6 strákar en þeim fjölgaði fljótlega. Eftir 1804 fækkaði þeim aftur. Markmið Hausastaðaskóla var ekki bara að lesa, skrifa og reikna, heldur líka að ala upp fátæk börn. Minnisvarði um Hausastaðaskóla var reistur árið 1979.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Sjá meira um Hausastaðaskóla HÉR.

Heimild m.a.:
-http://www.gardabaer.is/default.asp?cat_id=69
-http://www2.hafnarfj.is/hafnarfj.nsf/pages/merkir_stadir
-Jón Skálholtsrektir – minning um Jón Þorkelsson Thorkillius, Rvík 1959.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli.