Tag Archive for: Hafnarfjörður

Gísli Sigurðsson

„Gísli Sigurðsson – stutt æviágrip, fæddur, uppalinn, æfistarf o.fl. –
Ég er fæddur á Sólheimum í Hraunamannahreppi í Árnessýslu 23. júní 1903, þriðjudaginn í níundu viku sumars á fyrstu stundu. Foreldrar mínir voru Sigurður Gíslason og Jóhanna Gestsdóttir, bæði vinnuhjú.
Gisli sigurdsson -IIIIÉg fylgdist svo með foreldrum mínum á ýmsa bæi í Hreppnum fram til átta ára aldurs, að ég fluttist með þeim hingað til Hafnarfjarðar, haustið 1911.
Fjórtán ára lauk ég burtfararprófi úr Barnaskóla Hafnarfjarðar, 1917, og fermdist sama ár. Gerðist ég þá verkamaður, eða eyrarvinnu karl á mölinni og gegndi því starfi til 1930.
Var mér þá veitt lögregluþjónsstarf hér í bæ og hef gegnt því síðan.
Blm: Hver eru helztu áhugamál þín?
Ég held að þessari spurningu verði bezt svarað á þessa leið. Ég tel mig hafa verið félagslyndan frá upphafi. Árið 1911 gerðist ég félagi í K.F.U.M og átti þar marga gleðistund. Ég hreifst ungur af Skátahreyfingunni og gerðist nokkurskonar foringi fyrir þeim flokki er Jón Oddgeir Jónsson stofnaði hér 1925. Upp úr 1960 var ég tekinn gildur í Hjálparsveit Skáta hér í Hafnarfirði.
Frá 1919 fram til þessa dags hef ég svolítið fylgst með íþróttahreyfingunni. Einnig þar hef ég átt gleðistundir í góðra vina hópi. Móðir mín var sögufróð kona og kveikti í mér þrá til lesturs góðra bóka. Af þessu leiddi, að ég fékk snemma löngun til að fræðast. Af þessum sökum er fræðatínsla mín sprotin.
Landi og náttúra þess hefur löngum haft mikil áhrif á mig og togað mig út til sín, en þó sérstaklega Hafnarfjörður og næsta nágrenni hans. Við útivist um fjöll og dali hafa augu mín opnast fyrir þeirri miklu litadýrð, sem allstaðar blair við manni. Ég hefi því reynt að tileinka mér verk málara og er meistarinn Kjarval minn maður þó fleiri séu sem ég met mikils. Söngur fuglanna, niður vatnanna hafa kennt mér að hlusta eftir hljómum og ómum. Þar af leiðir, að ég hef gaman af hverskonar hljómlist. Ofurmennið Ludvig von Beetoven er meistari minn.
husholmi-1011Allt þetta tel ég áhugamál mín og fleira, sem of langt yrði upp að telja.
Blm: Er eitthvert örnefni skemmtilegt hér í nágrenni Krýsuvíkur, sem þú getur sagt okkur frá?
Þau eru svo mörg og skemmtileg örnefnin í Krýsuvíkurlandi, að þau skipta hundruðum. Hvað segir þið um þessi nöfn: Arnarnýpa, Arnarvatn, hattur, Hetta, Seltún, Grænavatn, Drumbsdalir, Arnarfell, Bleiksmýri, Skriða, Selalda og bæjarnöfnin öll.
En eigi maður að nefna eitthvert örnefni og stað þess, þá er enginn vafi á að merkastur er Húshólminn og fornu bæjarrústirnar þar í hrauninu. Þarna er um að ræða þrjú langhús sem hraunið hefur runnið kringum. Nokkru neðar er svo Kirkjuflötin, þar sem þess er til getið, að Krýsuvíkurkirkja hafi eitt sinn staðið. Um þennan stað er margt að segja. En þó er þögnin sem hann umlykur stórbrotnust. Staður þessi er nú verndaður af Fornminjasafni Íslands.
Blm: Kannt þú ekki einhverja góða sögu um Lambahelli hérna í Bæjarfelli?
Lambahellir-1 Árið 1966 var ég þátttakandi í Vormóti Hraunbúa í Krýsuvík. Ég bjó þennan tíma allann í Lambahelli. Sögu skal ég segja frá dvöl minni þar. Á kvöldin þegar ég var lagstur til svefns heyrði ég alltaf eitthvert þrusk. Það var svo lágt, að það hefði aðeins heyrst af því að í hellinum var alger þögn. Ég undi mér við þetta þrusk og sofnaði vanalega út frá því. Stundum heyrði ég það þegar ég vaknaði. Hvernig á því stóð vissi ég ekki fyrr en síðasta daginn. Ég kom þá neðan af mótssvæði og gekk hægt til bústaðar míns. Þegar ég leit inn í hellinn sá ég þá sem þruskinu hafði valdið. En þar var móleit hagamús. Þegar ég sá hana var hún að snúast kringum matarleifar sem þarna lá á bréfi. Ég stanzaði til að trufla ekki máltíð þessa fallega dýrs. Undir mér lengi við að horfa á hve styrndi á feldinn hennar og sjá hve einstaklega snyrtilega hún gekk að  mat. Svo mun hún hafa orðið mín vör. Hvarf hún þá á bak við stein og líklega í holu sína.
Allir skátar eru eru góðir laxmenn. Þetta veit ég og þekki af langri reynslu. En betri laxmann eða löxu hef ég aldrei haft en þessa hagamús. Mættum við þar af læra að ganga snyrtilega um og snyrtilega með hófsemi og nærgætni hvar sem leið okkar liggur.
Blm: Hvenær fréttir þú síðast af Arnarfells-Labba?
selatangar-2011 Ég  býst við að hér sé átt við Selatanga-drauginn, Tómas. Árin 1855-1860 bjó í Arnarfelli Beinteinn smiður Stefánsson. Hann komst í allnáin kynni við Tómas á Selatöngum haust eitt er hann bjó í Arnarfelli. Eftir þessi kynni gerðist hann Beinteini fylgisspakur. En Beinteinn þóttist eiga nokkurs að hefna í samskiptunum og því bjó hanns ér til byssukúlu af silfri. Því eins og aðrir draugar var Tómasi ekki fyrir komið með öðru móti en skjóta á hann silfurkúlu. Morgun einn 1959 þegar kona Beinteins kom út úr bænum sér hún hvar Tómas er í rekatimburhlaða er þar var á hlaðinu. Segir hún bónda sínum tíðindin. Þess kal getið að konan var skygn, en það var Beinteinn ekki. Beinteinn þrýfur til byssu sinnar og hleður vel og síðast lætur hann kúluna í byssuna. Gengur svo út. „Komdu hérna kona“, segir Beinteinn. Nú horfir þú á Tómas þá segir þú mér til og þá hleypi ég af. Konan tekur byssuna og miður, en Beinteinn heldur um gikkinn. „Svona“, sagði konan, og skotið reið af. Eldglæringar blossuðu upp í viðarhlaðanum og stóð hann von bráðar í björtu báli, en konan og Beinteinn lágu bæði flöt á hlaðinu, svo vel hafði Beinteinn hlaðið byssuna. Síðan fara ekki sögur af Tómasi eða Seltjatanga-draugnum.“

Heimild:
-Handrit, skrifað af Gísla og er varðveitt í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn á skrifstofunni.

Seltún

Í bókinni „Auður úr iðrum jarðar“ skrifar Sveinn Þórðarson m.a. um Brennisteinsnám í Krýsuvík og víðar.
Seltun-22„Brennisteinn hefur fyrir víst verið fluttur héðan á tóftu öld og út allar miðaldir..:“ Í Árna sögu biskups er vikið að brennisteins-útflutningi eftir fall þjóðveldisins 1262-64. Þar kemur fram að konungur vill nú einkarétt til brennisteinskaupa en áður hafi erkibiskupinn í Niðarósi mátt kaupa hér „frjálslega brennustein og fálka“. Erkibiskup beitti sér gegn þessu áformi konungs og urðu lyktir þær að kirkjan fékk tíund af þeim brennisteini sem fluttur var til Noregs. Engar hömlur virðast hins vegar hafa verið lagðar á það hér á miðöldum að menn græfu sjálfir eftir brennisteini og seldu hann hverjum sem kaupa vildi…
Suðvestanlands, í Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum, var grafið eftir brennisteini en í mun minna mæli en fyrir norðan.
Seltun-23Brennisteinn var notaður í hernaði til þess að búa til gríska eldinn sem svo kallðaðist en honum var meðal annars varpað á skip til að kveikja í þeim. Þá var brennisteinn notaður til þess að gera herbrest en honum var ætlað að skjóta óvinum skelk í bringu.
Þegar farið var að nota brennistein til púrgerðar á Norðurlöndum á fimmtándu öld er líklegt að ásókn í brennistein frá Íslandi hafi aukist. Styrjaldi í Evrópu, til dæmis hundraðárastríðið, jók vitaskuld eftirspurnina og hann varð arðvænleg verslunarvara. Enskir kaupmenn keyptu brennistein sem fluttur var landleiðina úr Mývatnssveit að Straumi við Hafnarfjörð. Þjóðverjar keyptu líka talsvert af honum af Íslendingum. Þegar Kristján III (1534-1559) var á dögum reyndi hann að herja út lán hjá Englandskonungi. Var þá um það rætt að Seltun-28veðsetja Ísland og Færeyjar fyrir láninu.
Til þess að gylla Ísland fyrir Englendingum var tekið fram að hér væri gnægð af brennisteini.
Friðrik II (1559-1588) hafði úti öll net og öngla til að hafa sem mestar tekjur af landinu enda runnu þær óskiptar í fjárhirslu hans. Hann áskildi sér einkarétt á brennisteinstekju árið 1561 og lét lengi upp frá því reka brennisteinsnám og verslun með brennistein á sinn kostnað. Lýsi var notað til þess að hreinsa brennisteininn. Konungur tók sér því einkarétt til lýsisikaupa bæði norðan- og sunnanlands og einnig í Noregi 1562…

Seltun-24

Gísli Magnússon, Vísi-Gísli, hafði einkaleyfi til brennisteinstekju um hríð eða frá 1647. Hann missti einkalyfi sitt í hendurnar á auðugum, flæmskum kaupmanni, sem var lánadrottinn Danakonunga árið 1665. Þriðja einkaleyfið var veitt tveim Þjóðverjum árið 1724, en þeir máttu einungis flytja brennisteininn til Danmerkur eða Noregs. Hreinsistöð var reist í Kaupmannahöfn. Sú hreinsistöð var starfrækt til ársins 1729.
Þegar Innréttingar Skúla Magnússonar voru stofnaðar um miðja átjándu öld var komið upp húsi í Krýsuvík árið 1753 til að vinna brennistein á Íslandi. Erfiðlega mun hafa borið við að selja brennisteininn þrátt fyrir að verðinu væri í hóf stillt. Því var það að Norðmaðurinn Ole Hencel var sendur hingað til lands sumarið 1775, en hann var nemandi við námuskólan í Kóngsbergi. skyldi hann meðal annars skoða námurnar norður í landi og í Krýsuvík en þá hafði raunar ekki verið grafið eftir brennisteini þar um alllangt skeið eða frá 1764. enn fremur skyldi hann kynna sér aðferðir sem notaðar voru við brennisteinsnámið og hreinsunina og gera tillögur um úrbætur ef þurfa þætti.

seltun-25

Hreinsunin fór í stuttu máli fram þannig að lýsi var hellt í járnpott þegar brennisteinninn var að því kominn að bráðna og því hrært saman við hann en allur leir blandaðist lýsinu og flaut ofan á. Þegar brennisteinninn var þunnbráðinn var lýsið fleytt ofan af ásamt óhreinindunum og var til þess notuð járnskólfa með götum. Þá var brennisteinninum ausið í gegnum sáld í trémót. Þess var gætt að þau væru gegnsósa af vatni til þess að brennisteinninn festist ekki í þeim.

seltun-26

Hneckel lagði til að brennisteinninn yrði þveginn með vatni, en til þess þurfti annan útbúnað, semhann teiknaði upp. Slíkur búnaður var algengur í námum þar sem grafið var eftir málmsandi.
Sumarið 1812 fór Englendingurinn John Parker til Krýsuvíkur. Undirrót ferðarinnar var stríð bandamanna við Frakka. Árið 1858 keypti breskur plantekrueigandi í Vestur-Indíum, Joseph William Bushby, brennisteinsnámurnar í Krýsuvík af Sigurði Sigurðssyni á Stórahrauni og Sveini Eiríkssyni bónda í Krýsuvík „við afarverði“, eða á 1.400 ríkisdali. 

seltun-27

Bushby hóf þegar að grafa og afla brennisteins og lagði út í mikla fjárfestingar. Hélt hann námurekstrinum áfram tvö sumur en kostnaðurinn við að flytja brennisteininn óhreinsaðan á klyfjahestum til Hafnarfjarðar reyndist mikill svo að eftirtekjan varð rýr. Eftir það fara engar sögur af brennisteinsnámi á hans vegum.
Dr. E.W. Perkins gerði sér ferð til Íslands sumarið 1868 þeirra erinda að skoða og kanna brennisteinsnámurnar í Krýsuvík. Hann hvarf síðan af landi brott en kom aftur umhaustið ásamt tveimur löndums ínum. Hafði þá verið stofnað félag í London, „Krísikrbrennisteinsfélagið“, sem hafði „keypt“ námurnar af Bushby samkvæmt því sem segir í Þjóðólfi. Hið rétta er að tveir Bretar, Goeorge Seymour og farðir hans, tóku námurnar á leigu til 14 ára.

Seltun-29

Oddur V. Gíslason var ráðinn verkstjóri við brennisteinsgröftinn sem hófst þá um veturinn. Þennan vetur, 1868-1869, voru tíu og stundum yfir tuttugu manns við brennisteinsgröft í Krýsuvík. Grafnar voru upp 650 lestir af óhreinsuðum brennisteini en gert var ráð fyrir að úr honum mætti vinna ríflega 100 lestir af hreinsuðum brennisteini. Skömmu fyrir jól 1870 fórst skip á leið til landsins á þeirra vegum undir Eyjafjöllum og fara engar sögur af frekara brennisteinsnámi þeirra í Krýsuvík eftir það.
Árið 1872 er getið um Bretann George Thome við brennisteinsgröft í Krýsuvík ásamt bræðrum sínum.
Seltun-30Thomas George Paterson, málafærslumaður frá Edinborg, tók námurnar í Krýsuvík á leigu 1876. Um vorið árið eftir kom til landsins bróðir hans, efnafræðingurinn William Gilbert Spence Paterson, og „útreiknaði brennisteinsjörðina í „Krýsivík“. Ári síðar var stofnað félag, Brennisteinsfélag Krýsuvíkur, sem síðar hlaut nafnið Hið íslenska brennisteins- og kopafélag. Enn var nýtt félag stofnað, Bórax-félagið árið 1882, en forsprakki beggja þessara félaga var Paterson í Edinborg.
Svo hagaði til í Krýsuvík þegar hér var komið við sögu að lítið var orðið eftir af brennisteini ofanjarðar þar sem auðvelt var að ná í hann. Því urðu menn að færa sig ofar í fjallshlíðina og grafa eftir honum þar.
Til þess að koma honum niður eftir var útbúinn rennustokkur og undir hann Seltun-31brugðið krosstrjám. Fyrst var brennisteininum mokað í hann ásamt leir og öðrum óhreinindum. Eftir stokknum rann vatn sem bar brennisteininn með sér. Neðar höfðu verið myndaðir stíflupollar sem öllu var hleypt í, vatninu, brennisteininum og því sem kom upp með honum. Þegar fyrsti pollurinn var orðinn fullur var látið renna í hinn næsta og þannig koll af kolli. Brennisteinninn settist á botninn og þegar búið var að hleypa úr vatninu var honum mokað upp á handbörur og borinn burt.
Brennisteinninn var fluttur á hestum til Hafnargjarðar og geymdur þar uns hægt var að flytja hann úr landi. Í lestunum voru 70-80 burðarklárar. Tveir bátasmiðir frá Skotlandi voru fengnir til þess að smíða stóran bát til þess að flytja brennistein frá námunum yfir Kleifarvatn árið 1870 en leiðin til Hafnarfjarðar eftir Ketilsstíg vestur yfir Sveifluháls var vafalaust ógreiðfær hestum með klyfjar. Við norðurenda vatnsins voru reistir tveir „járnskúrar“ eins og þeir voru kallaðir, að öllum líkindum sem geymslur, og einnig var byggt geymsluhús í Hafnarfirði.
Á námusvæðinu í Krýsuvík voru reist tvö hús og voru bæði klædd bárujárni. Hið sama á líklega við skúrinn við Kleifarvatn. Munu þetta hafa verið fyrstu bárujárnshúsin á Íslandi.
Ofangreindum framkvæmdum mun að mestu hafa verið lokið um mitt ár 1880. Þá um sumarið auglýsti Spence Paterson ýmsan varning til sölu tengdum námugröftinum.“
Í fornleifaskráningu svæðisins kemur m.a. fram að „engar sýnilegar minjar sé að finna við Seltún frá brennisteinsvinnslunni“ og að námuhúsin framangreindi hafi verið „þar sem nú er bílastæði“. Hvorutveggja er rangt. Námuhúsin stóðu á Seltúnsbarði. Auk þess má sjá minjar bæði norðan við Kleifarvatn og undir Baðstofu vestan Hveradals. Steinsteypuminjar og tréþil í Seltúnslæknum neðan þjóðvegar eru minjar borunar á svæðinu eftir heitu vatni um miðja síðustu öld.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín. 

Heimild:
-Sveinn Þórðarson, Auður úr iðrum jarðar, saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi, XII. bindi, Reykjavík 1998, bls. 113-127.
-Frank Ponzi, Ísland fyrir aldamót, 1995.
-Fornleifaskráning fyrir Krýsuvík og Trölladyngju, 2008.

Seltún

Seltún – ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar 1882. Aðstaða brennisteinsvinnsumanna.

Krýsuvík

Í Sögu Hafnarfjarðar má lesa um tilraunir til rafmagnsframleiðslu í Krýsuvík sem og virkjun jarðvarma til húshitunar á miðri síðustu öld, eða stuttu eftir að bærinn fékk hluta Krýsuvíkurlands eftir að íslenska ríkið tók það eignarnámi 1941.
seltunkr-2„Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hófust handa um að láta kanna, hvort unnt yrði að nýta gufuna í Krýsuvík til rafmagnsframleiðslu og ráða þannig bót á þeim annmörkum, sem voru í rafmagnsmálum Hafnfirðinga. Ef vel tækist til, stóðu vonir til þess, að unnt reyndist að ná þeim markmiðum, að sjá Hafnfirðingum fyrir nægri raforku án truflana og spennufalls og einnig rafmagni til stóriðnaðar, og síðast en ekki sízt, að koma upp rafmagnsveitu í bænum.
Haustin 1941 og 1942 voru boraðar þrjár holur í Krýsuvík, 90 m, 145 m og 132 m djúpar við suðurenda Kleifarvatns, og annaðist Rannsóknarráð ríkisins verkið að beiðni Hafnarfjarðarbæjar. Úr holum þessum fékkst hvorki heitt vatn né gufa, en hins vegar mældist töluverður hiti. Hlé var á borunum 1943 og 1944, en vorið 1944 ályktaði bæjarráð að fara þess á leit við ríkisstjórnina, að hún notaði heimild þá, er fólst í þingsályktunartillögu um rannsókn á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík.
Haustið 1945 samþykkti bæjarstjórn hafnarfjarðar að hefja jarðboranir á ný í Krýsuvík á grundvelli áætlunar, sem Rafmagnseftirlit ríkisins hafði gert. Tilgangur jarðborananna var að rannsaka möguleika á virkjun jarðvarmans í Krýsuvík til raforkuframleiðslu og einnig að fá hita fyrir gróðurhús og íbúðarhús á staðnum. Í upphafi var notazt við lítinn tilraunabor, sem Jarðborunardeild ríksins átti, en með honum var einungis hægt að bora litlar holur. Árið 1946 festi Hafnarfjarðarbær kaup á stærri bor. Með þeim borunum var ljóst, að unnt var að fá geysimikla gufu í Krýsuvík.
Krysuvik-24Fyrstu árin gengu boranir erfiðlega vegna lítillar reynslu og hins sérstæða jarðvegs, sem bora þurfti. Sumarið 1949 fól bæjarstjórn rafveitustjóra að gera áætlun um kostnað við virkjun á gufu úr borholunum í Seltúni í Krýsuvík til að framleiða raforku, er fullnægði rafmagnsþörf Hafnarfjarðar og nágrennis. Í árslok 1951 var borunum í Krýsuvík svo langt komið, að í holunum voru um 60 tonn af gufu á klukkustund, sem samsvaraði um 7-8000 kw, ef alt væri virkjað. Áætlun var lögð fram um gufuaflsstöð. Bæjarráð samþykkti að óska þess við þingmann Hafnarfjarðar, að hann bæri fram á Alþingi frumvarp til laga um virkjun gufunnar í Krýsuvík. Tveimur dögum síðar, 5. des. 1951, flutti Emil Jónsson á Alþingi frumvarp til laga um virkjun jarðgufu í Krýsuvík. Frumvarpið dagaði upp, ekki síst vegna þess a á sama tíma var unnið að öðrum áfanga Sogsvirkjunar. Þar við bættist, að virkjun á borð við þá, sem fyrirhuguð var í Krýsuvík, var alger nýjung hér á landi og því vart við því að búast, að málið fengi brautargengi þegar í upphafi. Þar með lauk jarðborunum þeim, sem hófust að ráði í Krýsuvík 1945.

Krysuvik-25

Hitaveita frá Krýsuvík komst aftur á dagskrá vorið 1955, en þá var stefnt að samstarfi Hafnarfjarðar og Reykjavíkurborgar um auknar jarðboranir og hagnýtingu gufuorku í Krýsuvík í því skyni fyrst og fremst, að þaðan yrði lögð hitaveita til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Síðla árs 1955 hófust viðræðu að frumkvæði Reykjavíkur um fyrirhugaða hitaveitu frá Krýsuvík. Viðræðum var haldið áfram á árinu 1956. Drög að samningi lá fyrir, en ákvörðun var frestar. Í maí 1957 gerði Reykjavíkurborg Hafnarfjarðarbæ tilboð um sameignafélag um virkjun jarðhitans í Krýsuvík. Skortur á nægilega stórvirkum jarðborum hamlaði afgreiðslu málsins.
Meðan á þessum viðræðum við Reykjavíkurborg stóð um heitaveitu í Krýsuvík, voru einnig kannaðir aðrir möguleikar á því að hagnýta jarðhitann þar. Árið 1955 voru gerðar athuganir á því í Krýsuvík á vegum saltvinnslunefndar, hvort unnt væri að nota gufuna þar til að framleiða salt.
Það var ekki fyrr en 1960, að hinn stórvirki jarðbor ríkisins og Reykjavíkurborgar hóf boranir í Krýsuvík. Árið 1963 var gerð grein fyrir þeim árangri, sem náðst hafði við boranir í Krýsuvík, og rannsóknum, sem var verið að gera í nágrenni Hafnarfjarðar í sambandi við jarðhita.
Árið 1964 varð sú stefnubreyting að horfið var frá því að halda áfram borunum í Krýsuvík, enda var ljóst, að hita veita frá krýsuvík krafðist víðtækra undirbúningsrannsókna.

Krysuvik-26

Haustið 1969 gerði Hafnarfjarðarbær samning við Virkni h.f. um, að félagið gerði samanburðarkönnun á hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, annars vegar með heitu vatni og hins vegar með rafmagni, frá jarðhitasvæðinu í Krýsuvík eða nágrenni hennar. Niðurstaðan varð sú að hraða skyldi viðræðum um hugsanlega samvinnu við reykjavíkurborg um nýtingu hins mikla jarðhitavatns á Reykjasvæðinu í Mosfellssveit og kaupum á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur. Í nóvember 1971 hófust formelgar viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar og Reykjavíkurborgar um hugsanleg kaup á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur til að hita upp hús í Hafnarfirði. Það var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 18. okt. 1972.“
Á ferð FERLIRs um fyrrum sögusvið jarðborana til raforku- og hitaveituöflunar í Krýsuvík kom í ljós að ein borholan, sem steypt hafði verið yfir, hafði látið á sér kræla; sprengt af sér byrðinginn og af óhljóðum að dæma undir niðri, virtist til alls líkleg. Skammt frá var önnur borhola þangað til fyrir áratug síðan, en þá sprakk hún í loft upp með tilheyrandi afleiðingum. Líklegt má telja að hinar borholurnar sex láti einnig að sér kveða í náinni framtíð, verði ekkert að gert.
Þess má geta að fyrrum borholusvæðið í Krýsuvík er nú eitt vinsælasta ferðamannaaðdráttarafl hér á landi.
Þrjár ástæður eru fyrir að ekki er enn búið að virkja í Krýsuvík; andvararleysi bæjarfulltrúa, takmörkuð tæknikunnátta fyrrum og frumkvæði annarra á virkjun jarðvarmans utan Krýsuvíkur.

Heimild:
-Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar 1908-1983, II. bindi, Skuggsjá 1983, bls. 31-43.

Seltún

Seltún – borhola 1956.

Þýskabúð

Sunnudaginn 23. apríl 1995 fundust mannabein í fjörunni norðan við Straum. Maður, sem verið hafði á gangi í fjörunni vestan við Straumsvík, gekk þar fram á bein, u.þ.b. 300 metrum norður af Straumsbænum. Fundurinn hefði ekki komist á vefsíðu FERLIRs nema vegna þess að beinin reyndust vera af fornmönnum.

Fjaran

Við skoðun á vettvangi hafði komið í ljós að um mannabein væri að ræða. Þetta voru um 40 bein, s.s. lærleggir, brot úr höfðukúpu, rifbein, hryggjarliðir, tennur o.fl. Beinin voru að rannsókn lokinni tekin í vörslu lögreglunnar.
Sýnishorn af beinafundinum var í framhaldinu sent til rannsóknarstofu í Danmörku. Í ágústmánuði barst niðurstaðan eftir nákvæma geislakolsrannsókn. Beinin reyndust af fleiri en einni manneskju. Þau höfðu legið í sjó og þess vegna þurfti að taka tillit til þess við aldursákvarðanir. Sjórinn varðveitir betur samsætur en landið. Með leiðréttri aldurgreiningu reyndist aldur beinanna vera frá því um miðja 11. öld.
Geislakol (C14) er geislavirk kolefnissamsæta. Með greiningu á geislakoli er hægt að ákvarða raunaldur lífræns efnis. Allar lífverur taka í sig C14 úr umhverfinu. Þegar lífvera deyr hættir upptaka efnisins en það sem eftir situr í vefjum minnkar jafnt og þétt. Helmingunartími geislakols er 5730 ár. Með því að mæla magn geislakols í lífrænu efni er hægt að reikna út hvenær lífvera dó. Aldursgreiningu með geislakoli er hægt að gera á t.d. beinum, viðarbútum, kolum, fræjum og skjeljum sjávardýra. Aðferðin var þróuð af Williard Libby og kom fyrst fram 1949.
Beinin Geislavirk frumefni klofna og mynda ný frumefni með jöfnum hraða. Frumefnið fer að klofna um leið og bergið storknar eða lífveran deyr. Helmingur af upphaflega efninu klofnar og verður að öðru efni á ákveðnum tíma og sá tími er kallaður helmingunartími en klofnunin er stöðugt ferli. Hlutfallið á milli efnanna er síðan mælt til að ákvarða aldurinn.
Helmingunartíminn er ein milljón ára. Með því að reikna út prósentuhlutfall geislavirks móðurefnis og stöðugs dótturefnis má aldursgreina sýnið. Í þessu dæmi, þar sem magn móðurefnis og dótturefnis er jafnt (1:1), vitum við að einn 9 helmingunartími er liðinn og að sýnið er 1 milljónar ára gamalt. Þegar hlutfall móðurefnis og dótturefnis nær 1:15 vitum við að sýnið er 4 milljóna ára. Þegar helmingunartími er gefinn er yfirleitt gefin upp mæliskekkja, þ.e. ± einhver ár.
Öll atóm hafa þéttan kjarna sem inniheldur svo til allan þunga atómsins. Umhverfis atómið eru neikvætt hlaðnar rafeindir. Kjarninn inniheldur tvær gerðir af ögnum, róteindir, sem eru jákvætt hlaðnar agnir, og nifteindir sem eru óhlaðnar. Rafeindir segja til um sætistölu en massi atómsins er samanlagður massi róteinda og nifteinda (massatala). Kolefni hefur atómnúmerið 6 en atómmassi þess getur verið 12, 13 eða 14. Þegar kraftarnir, sem binda nifteindir og róteindir saman, eru ekki nægjanlega sterkir klofnar kjarninn og er ferlið geislavirkt.
Hér á landi hafa einkum tvær aðferðir verið notaðar til að reikna út raunverulegan aldur jarðlaga. Önnur þeirra er framangreind geislakolsaðferð. Hún byggist á því að við stöðuga skothríð nifteinda myndar 14N (köfnunar-efni) í háloftunum 14C (kolefni) samsætu sem er geislavirk. 14C blandast síðan hinu venjulega 12C og kemur þannig inn í CO2 (koltvíoxíð) og þaðan til lífveranna. Þegar lífveran deyr hættir hún að taka við CO2 svo að þá er sama magn af 14C og 12C í lífverunni og í andrúmsloftinu. 14C samsæturnar byrja aftur á móti að brotna niður í lífverunni um leið og hún deyr. 14C brotnar þá niður í 14N og sá tími sem það tekur helming þess að breytast er 5.730 ± 40 ár og er það helmingunartími 14C þar sem um stöðugt ferli er að ræða.
Straumur Þessi aðferð mælir styrk geislakols í sýni og byggist á náttúrlegri β-geislun. β stendur fyrir svokallaða betageislun sem verður til í kjarna þegar nifteind breytist í róteind og orkumikla rafeind. Á síðustu árum hefur nýrri aðferð verið beitt til mælinga á geislakoli en sú aðferð byggir á massagreiningu (AMS), þ.e. þeirri staðreynd að nýtt geislakol er heldur þyngra en hinar kolefnissamsæturnar. Kostir þessara mælinga eru að minna sýni þarf til mælinganna og sá tími, sem tekur að mæla sýnið. er mun styttri.
Geislakolsaldur er gefinn upp sem aldur í geislakolsárum BP (before present) og er þá talið frá árinu 1950 en það ár hefur verið valið sem staðalár. Mæliniðurstöður beggja aðferða þarf að leiðrétta svo hægt sé að lesa úr þeim raunaldur í almanaksárum.
10 Geislakolsaðferðina er aðeins hægt að nota á lífrænar leifar. Plöntur taka til sín CO2 við ljóstillífun og dýr með kalkskeljar nota CO2 úr sjó við gerð skeljanna. Auk þess lifa dýr á lífrænu efni, þ.e. jurtum sem tillífa. Þannig er hægt að aldursgreina tré, kol, mó, fræ, skeljar, bein, pappír, hár, tennur og eggjaskurn svo eitthvað sé nefnt.
StraumsvörEkki er hægt að nota þessa aðferð lengra aftur í tímann en 50 þúsund ár og eiginlega varla lengra aftur en 30 til 35 þúsund ár en þá er orðið svo lítið eftir af 14C að það er tæplega mælanlegt. Geislakolsaðferðin hefur nýst fleirum en jarðfræðingum, svo sem fornleifafræðingum, sagnfræðingum og mannfræðingum.
14C/12C hlutfallið í andrúmsloftinu endurspeglar nánast samstundis framleiðslu 14C í heiðhvolfinu. Blöndunin tekur um það bil tvö ár. Þetta samsætuhlutfall er til staðar í öllum lífverum, sem anda að sér andrúmslofti og lifa á landi, þannig að aldur þeirra er núll ár við dauða, með tilliti til geislakolsgreininga. Blöndun 14C/12C hlutfallsins í andrúmsloftinu við heimshöfin tekur miklu lengri tíma, og mismunurinn milli hlutfallsins í andrúmsloftinu annars vegar og sjónum hins vegar leiðir til sýndaraldurs (reservoir age) sjógerða, sem er hærri en núll, og nemur hann hundruðum og allt að þúsundum ára á okkar dögum, með tilliti til geislakolsgreininga. Þetta stafar af því að sjávardýr og plöntur taka til sín gamalt kolefni með breyttu 14C/12C hlutfalli meðan þær lifa.
Í rauninni er beinafundurinn fyrrnefndi eitt og aldurgreiningaraðferðin önnur. Hvorutveggja er mikilvægt. Vitundin um mikilvægi hins síðarnefnda hefur verið viðurkennd eftir miklar rannsóknir, en vitundin um hið nærtæka, mögulegan vettvang og tengsl hans við fundinn, hefur verið vantækt.

StraumurLjóst er að beinin, sem eru úr fleirri en einni manneskju, gætu hafa verið umvafin sjóblandi um nokkurn tíma, en þeim hefur ekki skolað langt. Til þess eru of litlar líkur að þau hafi fundist svo mörg saman á einum stað á tilteknum tíma.
Í viðtölum við gamalt fólk kemur fram að sjórinn nemur að jafnaði um 50 metrum af strönd Reykjanesskagans á einum mannsaldri. Að vísu er það mismunandi eftir staðsetningum, minna í innvíkum en útnesjum, en að teknu tilliti til meðvitaðra minja og staðsetningu þeirra miðað við strandstöðu má áætla „landaftökuna“.
FERLIR fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Norðan við Straum eru nokkrar varir, s.s. Straumsvörin og Þýskubúðarvarir. Svo vill til að 300 m norðan við Straum eru norðausturmörk Þýskubúðar, þekkts verslunarstaðar frá og eftir miðaldir (fram eftir 16. öld). Efsti hluti notadrjúgra hlaðinna mannvirkja ofan Straumsvarar sjást enn, u.þ.b. öld eftir að þau voru gerð.
Tangi er út í Straumsvíkina skammt norðaustan fundarstaðarins. Milli hans og annars tanga í vestri eru Þýskubúðarvarir (tvær). Innan þeirra er hlaðinn garður, varnargarður hinnar síðustu Þýskubúðar sjávarmegin.
ÞýskabúðSögn er um bænhús eða kirkju á Bænhúshól austan Óttarsstaðabæjanna. Staðurinn, sem er á grónum hól, hefur ekki verið rannsakaður. Sá trúarstaður er þó að líkindum yngri en sá sem hér greinir.
Telja verður ólíklegt að beinin séu af fólki, sem af einhverri ástæðu gæti hafa verið komið fyrir í sjónum í Straumsvík. Líklegra er að það hafi verið lagt þarna til hinstu hvílar, í föstu landi. Sjórinn hafi síðan smám saman tekið það til sín og þar með beinin.
Ef svæðið landmegin er skoðað af varfærni mætti ætla að hluti þess hafi verið manngert. Ferkantaður blettur, innan malarkambsins (og austan kálgarðsins austan núverandi húss), er bæði sléttari og hærri en umhverfið. Hann er afgirtur með hlöðum garði. Ekki er útilokað að þar hafi fyrrum verið grafreitur. Hann hafi síðan verið færður annað, gróið yfir og hann síðan gleymst smám saman. Því má ætla að beinin, sem fundust þennan sunnudag 1995, gætu hafa verið úr ystu gröfum þessa fyrrum grafreits – og að fleiri grafir megi finna þarna.
FERLIR skoðaði er ekki kunnugt um að að þarna hafi framangreindu möguleiki verið kannaður.
Þetta dæmi er því miður ágæt vísbending um að ekki séu nægilega mikilvæg tengsl á milli rannsóknaraðila hjá lögreglu og fornleifafræðinga, sem mögulega kunna að halda áfram hinum „meinlega“ og um leið skammtímalega þætti rannsóknar.

Heimildir m.a.:
-LH – RLR – MBL – 1995.
-http://www.instarch.is/instarch/ordasafn/
-http://www.flensborg.is/

Seltún

Eftirfarandi er úr grein um sögu brennisteinsvinnslu hér á landi eftir Ingvars Birgirs Friðleifssonar í Lesbók Morgunblaðsins árið 1997:
Krysuvikurnama-5„Þótt Íslendingar hefðu ekki mikil not af jarðhitanum, allavega ekki þegar átti að tíunda hann til skatts eins og í Jarðabókinni, hafði Danakóngur þeim mun meira gagn af brennisteini sem víða finnst á gufuhverasvæðum. Brennisteinn var snemma fluttur út frá Íslandi og varð er fram liðu stundir dýr verslunarvara. Svo virðist sem erkibiskup í Niðarósi hafi á 13. öld haft nokkurs konar einkarétt til að flytja eða kaupa brennistein frá Íslandi, en síðar náði kóngur réttinum undir sig. Ekki er vitað hvað mönnum erkibiskups gekk til að flytja út brennistein, því púðurgerð hófst ekki í Evrópu fyrr en eftir 1400. Lýður Björnsson, sagnfræðingur, hefur komið með þá athyglisverðu tilgátu að prestar hafi ef til vill kveikt í brennisteini í kirkjum sínum til að hrella sóknarbörnin, sýna þeim hvernig Vítislogar líta út og leyfa þeim „að finna lyktina“ (Lýður Björnsson, munnlegar upplýsingar 1995).
Á fyrri hluta 16. aldar keyptu Hamborgarar brennistein á Íslandi og varð Danakóngur að kaupa af þeim brennistein til púðurgerðar á krysuvikurnamur-4geypiverði. Árið 1561 forbauð kóngur Íslendingum að selja útlendingum brennistein, nema þeir hefðu sérstakt leyfisbréf. Eftir þetta lét danska stjórnin flytja út brennistein frá Íslandi út 16. öldina og var verslunin svo arðsöm framan af að kóngur hafði eitt sinn 6000 ríkisdala ábata af einum skipsfarmi. Þetta svaraði til 1500-2000 kýrverða sem jafngilda 150-200 milljónum króna í dag. Brennisteinsverslunin var þá helsti arður sem Danir höfðu af Íslandi.
Helstu brennisteinsnámurnar voru í Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum á Suðvesturlandi og í Þingeyjarsýslu (Hlíðarnámur í Námafjalli, Fremrinámur, Kröflunámur og Þeystareykjanámur). Fróðlegt er að lesa um hvernig kóngsins mönnum tókst í skugga Stóradóms, sem þá var verið að lögfesta, að sölsa undir sig námuréttindi í Mývatnssveit vegna legorðsmála þar í sveit (sjá Ásverjasögu eftir Arnór Sigurjónsson, 1967).
Í byrjun 17. aldar hætti stjórnin sjálf að kaupa og flytja brennistein enda fór hann þá mjög að falla í verði í Evrópu. Var brennisteinsnámið því í minni metum á 17. og 18. öld og fengu þá ýmsir einkaleyfi til brennisteinsverslunar. Brennisteinsvinnsla var einn liður í Innréttingum Skúla Magnússonar, fógeta, en var lítt arðbær.“

Heimild:
-Ingvar Birgir Friðleifsson, Lesbók Morgunblaðsins 20. sept. 1997, bls. 10-13.

Brennisteinsvinnsla

Brennisteinsvinnsla Við Seltún.

Krýsuvík

Fyrir þá, sem eru lítið fyrir lestur, er ágætt að byrja á því að lesa niðurlag þessarar umfjöllunar. Við það gæti áhuginn á frekari lestri kviknað. Ekki eru hafðar myndir með textanum svo þær dragi ekki athyglina frá innihaldinu.

Þann 18. júní 1999 kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli Hafnarfjarðarbæjar gegn íslenska ríkinu. Efnislega krafa málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var að krefjast afsals fyrir landi því sem Hafnarfjarðarbær fékk vegna eignarnáms jarðarinnar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ sem og öllum hlunnindum sem jörðunum fylgja. Undanskilið er það land sem þegar hafði verið afsalað með afsalsbréfi til Hafnarfjarðar af ríkinu og var útgefið 20. febrúar 1941, en það land er nú innan lögsögu Hafnarfjarðar, þ.e. landið sunnan Kleifarvatns utan nefndra jarða.
Með lögum nr. 11/1936 var ríkinu heimilað að taka nefndar jarðir eignarnámi og skyldi afhenda sveitarfélaginu Hafnarfirði afnotarétt jarðanna þannig að það fengi þörf fyrir hita, ræktun og sumarbeit fullnægt. Gullbringusýslu skyldi afhenda lítt ræktanlegt beitiland jarðanna sem afréttarland fyrir sauðfé.
Með lögum nr. 101/1940 var kveðið svo á, að Gullbringusýsla skyldi fá lítt ræktanlegt beitiland jarðanna í samræmi við skiptagerð, sem gerð hafði verið á árinu 1939 samkvæmt fyrirmælum framangreindra laga, en Hafnarfjörðir skyldi fá jarðirnar að öðru leyti.
Hafnarfjörður taldi sig aðeins hafa fengið hluta þess landssvæðis sem hann hefði átt rétt á samkvæmt þessu. Talið var að megintilgangur laganna frá 1940 hefði verið sá að afla ríkinu lögformlegrar heimildar til að afsala Hafnarfirði beinum eignarrétti að því landsvæði, sem því hefði verið markað í skiptagerðinni. Framganga Hafnarfjarðar í tengslum við afsalsgerðina og eftirfarandi aðgerðarleysi þess um árabil gæfi ótvírætt tl kynna, að það hefði verið ásátt við að tilgangi laganna hefði á þeim tíma verið fullnægt. Var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að hafna kröfum Hafnarfjarðar gegn ríkinu.

Í rauninni er framangrein niðurstaða mun merkilegri en í fyrstu mætti ætla.

Í dómi Hérðasdóms koma fram sögulegar staðreyndir er varða undanfara eignarnámsins. Á árinu 1935 flutti Emil Jónsson, þáverandi alþingismaður Hafnarfjarðarkaupstaðar, frumvarp til laga „um eignarheimild á nokkrum löndum og á afnotarétti landsvæða í Hafnarfirði, Garðahreppi og Grindarvíkurhreppi og um stækkun lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar“, eins og í yfirkskrift frumvarpsins segir. Frumvarpið varð að lögum nr. 11/1936. Í 4. tl. 1. gr. laganna er ríkisstjórninni veitt heimild til að taka eignarnámi jarðirnar Krýsuvík (í lögunum segir Krísuvík) og Stóra-Nýjabæ í Grindavíkurhreppi.

Í greinargerð sem frumvarpinu fylgdi segir, að á árinu 1933 hafi verið lögð fram 3 frumvörp, sem öll hafi hnigið til sömu áttar og miðast við það, að bæta úr brýnni og aðkallandi þörf Hafnarfjarðarkaupstaðar á ræktanlegu landi. Ástæður hafi í engu verulegu breyst frá þeim tíma. Áhugi fyrir aukinni ræktun sé mikill og almennur í Hafnarfirði, en landið sé lítið nærtækt, nema hraun sem sé óræktanlegt með öllu. Í niðurlagi greinargerðar með frumvarpinu segir svo: „Enn er það nýmæli í þessu fr., að Krísuvík í Grindavíkurhreppi og Stóri-Nýjibær verð tekinn með. Er það gert með tilliti til þess, að þar eru einu jarðhitasvæðin í nágrenni Hafnarfjarðar. Hafa kaupstaðarbúar mikinn hug á að tryggja sér þau og notfæra á ýmsa lund síðar. Jarðir þessar eru nú lausar út ábúð og í eyði, svo tíminn yrði aldrei betur valinn en einmitt nú.“

Í 1. mgr. 2. gr. laganna frá 1936 segir, að eignarnámsbætur til eiganda jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar skulu metnar af gerðardómi þriggja manna og mælt fyrir um það, hverjir skuli skipa þá til setu í gerðardóminum.

Gerðardómurinn skilaði niðurstöðu, sem dagsett er 4. nóvember 1936. Þar er tekin afstaða til verðmætis ýmissa kosta og hlunninda jarðarinnar í 10 liðum og verður hér á eftir gerð grein fyrir niðurstöðu gerðardómsins um hvern einstakan þátt.

Í I. kafla er húsakostur jarðanna beggja verðmetinn og komist að þeirri niðurstöðu, að þar í liggi engin verðmæti.

Í II. kafla dómsins er fjallað um ræktað og ræktanlegt land og sá hluti landsins metinn á kr. 10.000, án þess að landsvæðið sé afmarkað með nokkrum hætti.

Í III. kafla gerðardómsins eru vötn og tjarnir jarðanna verðmetnar og komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé þar eftir neinu að slægjast að undanskildu Kleifarvatni. Í niðurlagi kaflans segir svo um Kleifarvatn: „En vitanlega er með öllu ómögulegt að gera sér nokkra grein fyrir því, hversu mikið vatnið kynni að auka verðmæti landsins, en eitthvert tillit virðist þó verða að taka til þess, er heildarverð landsins er ákveðið.“

Í IV. kafla eru námuréttindi jarðarinnar verðmetin. Þar er einkum fjallað um möguleika á nýtingu brennisteinsnáma, en brennistein hafði áður verið unninn þar úr jörðu. Í niðurlagi kaflans segir: „Eftir því sem fyrir liggur, virðist því ekki unnt að meta námur þessar til neinnar verulegrar hækkunar á landi jarðanna. En vera má, að þær skipti einhverju máli í sambandi við iðnað þar á staðnum, vinnslu leirs eða annara efna. Námuréttindi í landinu teljum við því að meta mætti á kr. 2000-tvöþúsund-krónur.“

Næsti kafli varðar Krýsuvíkurbjarg. Þar er nýtingarmöguleikum lýst og komist að þeirri niðurstöðu, að bjargið sé nokkur þáttur í verði jarðanna, eins og það er orðað í dóminum. Matsverð þessa þáttar nam kr. 4.000.

Í VI. kafla er jarðhiti jarðanna metinn til verðs. Þar eru raktir ýmsir nýtingarkostir og komist að þeirri niðurstöðu, að verðmæti jarðhita á allri Krýsuvíkurtorfunni sé kr. 30.000.

Óræktanlegt land er metið til verðs í VII. kafla gerðardómsins og lýst kostum þess sem afréttarlands til sauðfjárbeitar. Svo virðist sem gerðardómsmenn sjái ekki að hafa megi önnur not af landinu en til beitar og verðmat gerðardómsins miðist við þau afnot. Í niðurlagi kaflans segir, að óræktanlegt eða lítt ræktanlegt land megi áætla 5.000 kr. virði.

Í VIII. og IX. kafla dómsins er greint frá ítökum, bæði umræddra jarða í annarra manna löndum og eins ítökum annarra í landi jarðanna tveggja, Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar. Í X. kafla eru önnur hlunnindi jarðanna metinn. Það var álit gerðardómsins að þeir hagsmunir, sem lýst er í þremur síðustu köflum hans, væru svo óverulegir, að þeir hefðu engin áhrif á heildarmatsverð jarðanna.

Heildarmatsverð jarðarinnar með gögnum öllum og gæðum nam þannig kr. 51.000.

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sem haldinn var 17. nóvember 1936 var fjallað um niðurstöðu gerðardómsins og möguleg kaup bæjarfélagsins á jörðunum tveimur. Lagt var til að bjóða ríkissjóði að kaupa helming hitaréttinda jarðanna, en gengi það ekki eftir myndi bæjarfélagið kaupa jarðirnar með öllum gögnum og gæðum fyrir matsverð. Þetta var kynnt í bréfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar til þáverandi forsætisráðherra, sem dags. er 18. nóvember s.á. og áréttað í símskeyti 24. sama mánaðar. Tilmælum bæjarstjóra virðist hafa verið svarað með bréfi dags. 3. desember s.á. en það svarbréf liggur ekki fyrir en þetta má ráða af framlögðu bréfi bæjarstjóra til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins dags. 10. desember s.á. Í því bréfi leggur bæjarstjóri til, að kaupverð jarðanna verði greitt með tilteknum hætti, sem þar er nánar lýst. Í niðurlagi bréfsins segir svo: „Ef upphæðin, mót von minni, skyldi reynast of lág, geri jeg ráð fyrir að hana mætti auka nokkuð. Þetta vænti jeg að hið háa ráðuneyti láti nægja til þess að eignarnámið geti farið fram.“

Íslenska ríkið eignaðist jarðirnar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ með afsali dags. 4. maí 1937. Í afsalinu kemur fram, að ríkissjóður hafi greitt eignarnámsþola (Einari Benediktssyni) „matsverð hinna eignarnumdu jarðeigna, sem með matsgjörð, framkvæmdri 4. nóvember 1936 samkvæmt ákvæðum niðurlags 2. gr. fyrgreindra laga, var ákveðið samtals kr. 51.000- fimmtíu og eitt þúsund kr, að frádregnum þeim kr. 2000.00- tvö þúsund-kr., sem téð námuréttindi eru metin í nefndri matsgjörð…..“ eins og þar segir.

Ekkert virðist síðan hafa verið hreyft við málinu þar til á árinu 1939 en þá var þeim mönnum, sem skipuðu gerðardóminn frá 1936, falið að ákveða landamerki milli ræktanlegs og óræktanlegs lands Krýsuvíkurtorfunnar, að beiðni þáverandi ríkisstjórnar, bæjarstjórans í Hafnarfirði og sýslumanns Gullbringusýslu. Hinn 1. maí 1939 var ákvörðun tekin á fundi gerðardómsmanna, sýslumanns Gullbringusýslu og bæjarstjórans í Hafnarfirði, um stærð ræktaðs og ræktanlegs land, sem tilheyra skyldi Hafnarfjarðarkaupstað og það afmarkað á sama kort og gerðardómurinn hafði áður notað. Fram kemur, að fulltrúar Gullbringusýslu og Hafnarfjarðarkaupstaðar hafi eftir atvikum fallist á ákvörðun gerðardómsmanna og undirrita þeir hana athugasemdalaust. Afmörkun landsvæðisins er sú sama og lýst er í kröfugerð stefnanda undir A lið.

Þáverandi sýslumaður Bergur Jónsson, f.h. Gullbringusýslu, fór þess á leit við atvinnu- og samgönguráðuneytið í bréfi dags. 6. júní 1939 að fá keypt til eignar þann hluta Krýsuvíkurtorfunnar, sem félli utan þess svæðis, sem Hafnarfjarðarkaupstað hafði verið ákvarðað fyrir kr. 5.000, sem svaraði til matsverðs. Með bréfi dags. 23. júní s.á. til sama ráðuneytis var þess óskað af hálfu bæjarstjórans í Hafnarfirði, Friðjóns Skarphéðinssonar, „að hið háa ráðuneyti gefi Hafnarfjarðarbæ afsal fyrir því landi jarðanna, sem gerðardómurinn hefur afmarkað, svo og öllum jarðhitanum“. Þessi tilmæli áréttaði bæjarstjórinn með bréfi dags. 29. september s.á.

Með lögum nr. 101/1940 er lögum nr. 11/1936 breytt. Í 1. mgr. 1. gr. laganna, sem raunar eru aðeins ein lagagrein, segir svo: „Jarðir þær, sem um getur í 4. tölul. 1. gr. skal afhenda Hafnarfjarðarkaupstað og Gullbringusýslu þannig, að sýslan fái í sinn hlut lítt ræktanlegt beitarland jarðanna til sumarbeitar fyrir sauðfé, samkvæmt skiptagerð, sem framkvæmt var af hinni þar til kjörnu matsnefnd, sbr. niðurlag þessarar greinar, 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fái jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem jörðunum fylgja og fylgja ber að undanteknum námuréttindum.“

Í greinargerð, sem fylgdi frumvarpi til þessara laga kemur fram, að eldri lögin frá 1936 hafi þótt svo óljós, að landbúnaðarráðherra hafi ekki talið sig geta framkvæmt landskiptin, samkvæmt tillögu matsnefndar (gerðardómsins). Af hálfu Emils Jónssonar, flutningsmanns frumvarpsins, kemur fram, að lagafrumvarpið sé lagt fram að ósk bæjarstjórans í Hafnarfirði, til að „taka fram skýrar en áður var það, sem ég tel, að samkomulag hafi verið um þegar lögin á sínum tíma voru sett.“ Með bréfi dags. 21. maí 1940 til atvinnumálaráðuneytisins ítrekaði Friðjón Skarphéðinsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fyrri tilmæli sín með vísan til þeirra tveggja bréfa, sem áður er getið. Þar er þess óskað að ráðuneytið „láti Hafnarfjarðarbæ í tje afsal fyrir Krísuvíkurlandi samkv. lögum nr. 11, 1. febr. 1936, og samkv. lögum um breytingu á þeim lögum frá síðasta Alþingi, sem væntanlega hafa þegar hlotið staðfestingu“, eins og í bréfi hans segir.

Með afsali dags. 20. febrúar 1941 afsalaði landbúnaðarráðherra til Hafnarfjarðarkaupstaðar til eignar og umráða landsvæði því, sem nú er í eigu kaupstaðarins og er landamerkjum lýst með sama hætti og fram kemur í kröfugerð stefnanda undir A lið og áður er vikið að. Að auki er öllum hitaréttindum afsalað til kaupstaðarins á allri Krýsuvíkurtorfunni og aðstöðu til hagnýtingar þeirra. Í afsalinu kemur fram, að Hafnarfjarðarkaupstaður skuli hafa afnot af Kleifarvatni, svo og allan veiðirétt í vatninu, en óheimilt sé að setja girðingu meðfram vatninu, nema fyrir eigin landi. Þar segir ennfremur: „Öll námuréttindi eru undanskilin í afsali þessu og geymist eiganda þeirra óhindraður umferðar- og afnotaréttur af hinu afmarkaða svæði Hafnarfjarðarkaupstaðar, eftir þörfum.“ Þá er getið um það í afsalinu, að Hafnarfjarðarkaupstaður hafi greitt að fullu andvirði landsins kr. 44.000, að viðbættum áföllnum kostnaði kr. 6.813.10 og lýst nánar með hvaða hætti greiðslan var innt af hendi. Í upphafsorðum afsalsins segir svo: „Samkvæmt lögum nr. 101,14 maí 1940, sbr. lög nr. 11, 1. febrúar 1936, afsala ég hér með f.h. ríkissjóðs til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vegna Hafnarfjarðarkaupstaðar til eignar og umráða landi úr jörðunum Krísuvík og Stóra-Nýjabæ (Krísuvíkurtorfunni)…..“ Neðanmáls í afsalinu er ritað: Samþykkur f.h. Hafnafjarðarkaupstaðar þt. Rvk 24/2 ´41 Friðjón Skarphéðinsson. Undirritun hans er vottuð af tveimur vottum.

Með afsali dags. 29. september s.á. afsalaði landbúnaðarráðherra til Gullbringusýslu „öllu lítt ræktanlegu beitilandi jarðanna Krísuvíkur og Stóra-Nýjabæjar (Krísuvíkurtorfunnar) í Grindavíkurhreppi í Gullbringusýslu, til sumarbeitar fyrir sauðfé og er þá jafnframt undanskilið úr jörðum þessum það land, sem með afsalsbréfi ráðuneytisins, dags. 20. febrúar 1941, hefur verið afsalað Hafnarfjarðarkaupstað…“ Einnig er í afsalinu sölu hitaréttinda til Hafnarfjarðarkaupstaðar getið og afnotaréttar kaupstaðarins að Kleifarvatni. Þá kemur fram í afsalinu að andvirði landsins kr. 5.000 að viðbættum kostnaði kr. 961,86 sé að fullu greitt.

Á sjöunda áratug aldarinnar reis ágreiningur um norðurmörk Krýsuvíkurlands og suðurmörk Hafnarfjarðarbæjar, sem lauk með dómi landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu uppkveðnum 14. desember 1971 í máli nr. 329/1964. Sóknaraðilar málsins voru Jarðeignadeild ríkisins og Gullbringusýsla, en Hafnarfjarðarbær var varnarmegin. Í upphafi dómsins segir: „Sýslusjóður Gullbringusýslu er aðili að máli þessu sem eigandi beitiréttar á öllu útlandi Krísuvíkur, sem ekki er eign Hafnarfjarðarkaupstaðar, og hinn reglulegi dómari, þá Björn Sveinbjörnsson, settur sýslumaður, er oddviti sýslunefndar Gullbringusýslu. Hefur hann því vikið sæti…….“. Í dóminum er hvergi að finna vísbendingu um það, að Hafnarfjarðarbær hafi þá talið sig eiga tilkall til eignarréttar að landsvæði því, sem beitarréttur Gullbringusýslu nær til.

Á árinu 1981 óskaði þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar eftir upplýsingum hjá landbúnaðarráðuneytinu um eignarnám það, sem átt hafði sér stað á grundvelli laganna frá 1936 og 1940. Af gögnum málsins má ráða, að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi allt frá árinu 1982 gert kröfu til eignarréttar yfir þeim hluta Krýsuvíkurlands, sem Gullbringusýslu var veitt beitarafnot af með afsalinu frá 29. september 1941.

Lögin nr. 11/1936 eins og þeim hafi verið breytt með lögum nr. 101/1940, voru skýr og afdráttarlaus. Hafnarfjörður og Gullbringusýsla áttu að skipta með sér Krýsuvíkurtorfunni.

Hafnarfjörður hefur nokkrum sinnum farið fram á það við landbúnaðarráðuneytið, að gengið yrði frá afsali til bæjarins fyrir jörðunum Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ í heild sinni, eins og kveðið sé á um í lögunum frá 1936 og 1940, en án árangurs. Með bréfi dags. 1. september 1982 hafi bæjarstjórn Hafnarfjarðar komið á framfæri við ráðuneytið samþykkt sinni frá 18. maí 1982 um að skora á ráðuneytið að gefa út afsal fyrir jörðunum og sjá til þess að lögsagnarumdæmi kaupstaðarins yrði stækkað til samræmis við 4. gr. laga nr. 11/1936. Það bréf hafi verið ítrekað 18. nóvember 1983, en ráðuneytið látið hjá líða að svara erindinu. Bæjarstjóri stefnanda hafi ritað landbúnaðarráðherra bréf þann 10. september 1985 og enn óskað svars, sem fyrst hafi borist 18. nóvember 1986. Þar hafi kröfum bæjarstjórnar verið hafnað. Sama svar hafi borist við tveimur bréfum bæjarins frá 1996, þar sem kröfur bæjarins voru enn ítrekaðar og enn hafi sama afstaða borist með bréfi ráðuneytisins dags. 25. mars 1997.

Ríkið byggir á því, að allir málsaðilar hafi litið svo á, allt frá því að lögin frá 1940 komu til framkvæmda og fyrrgreind afsöl höfðu verið gefin út, að ríkissjóður væri eigandi að því lítt ræktanlega landi, sem Gullbringusýsla hafði afnot af til sumarbeitar. Það hafi verið sameiginlegur skilningur aðilanna að fullnægt hafi verið öllum skyldum ríkissjóðs, samkvæmt lögunum frá 1936 og 1940. með afsölunum tveimur. Stefnandi hafi engar kröfur sett fram í þessu sambandi, fyrr en rúmum 40 árum síðar. Líta verði til þess, hvernig umráðum og vörslum landsvæðanna hafi verið háttað sem og, hvernig huglæg afstaða málsaðila hafi verið, en hún sýni ótvírætt, að enginn þeirra hafi dregið í efa grunneignarrétt stefnda að deilulandinu með þeim takmörkunum sem falist hafi í afsölunum tveimur, en stefnandi og réttargæslustefndi eigi þar aðeins takmörkuð réttindi til afnota, annars vegar til sumarbeitar fyrir sauðfé og hins vegar hitaréttindi og takmörkuð réttindi yfir Kleifarvatni, auk umferðarréttar. Stefndi vísar í þessu sambandi til dóms landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar í málinu nr. 329/1964: Jarðeignadeild ríkisins og sýslusjóður Gullbringusýslu gegn Hafnarfjarðarkaupstað. Í máli því hafi verið deilt um landamerki jarðar, aðliggjandi Krýsuvíkurtorfunni. Jarðeignadeild ríkisins hafi verið aðili að málinu, sem og sýslusjóður Gullbringusýslu, en hinn síðarnefndi sem eigandi beitarréttar á öllu útlandi Krýsuvíkur. Stefnandi hafi verið varnaraðili málsins. Í þessu máli hafi því aldrei verið haldið fram af hálfu stefnanda, að hann væri rétthafi að landi því, sem nú sé deilt um. Beri því almennt og eins og málið horfi nú við sömu aðilum að telja dóm þennan hafa sönnunargildi, sbr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

Þá sé ljóst, að mati ríkisins, að Hafnarfjarðarkaupstaður hafi ekki greitt fyrir annað en hitaréttindi í Krýsuvíkurtorfunni og það land sem talist hafi ræktað og ræktanlegt í skiptagerðinni frá 1. maí 1939. Hafnarfjörður hafi alls greitt kr. 44.000 fyrir ræktaða og ræktanlega landið, jarðhitann og Krýsuvíkurbjarg, sem sé innan marka hins afsalaða lands, svo sem nánar sé tilgreint í afsalinu frá 20. febrúar 1941. Þrætulandið hafi aftur á móti verið afhent Gullbringusýslu til sumarbeitarafnota, sem greitt hafi fyrir, sem svaraði til matsverðs alls landsins, samkvæmt matsgerðinni frá 1936. Sú ráðstöfun hafi verið í samræmi við heimildarlög eignarnámsins.

Ríkið kveðst byggja á þeirri meginreglu kröfuréttar um fasteignakaup, að sú réttarlega þýðing sé lögð í útgáfu afsals, að eignarréttur sé óskilyrtur og að kaup hafi verið efnd m.a. með greiðslu umsamins kaupverðs. Með afsalinu til Hafnarfjarðar frá 1941 hafi því landi verið afsalað, sem afnotaréttur Gullbringusýslu náði ekki til og hafi Hafnarfjörður einungis greitt fyrir það land og þau réttindi, sem afsal hafi tilgreint, en á það hafi verið ritað samþykki af hálfu Hafnarfjarðar. Fyrirsvarsmenn Hafnarfjarðar hafi á þeim tíma ekki staðið í þeirri trú, að þeir væru að greiða fyrir land það, sem nú sé krafist afsals að, enda hafi Hafnarfjörður hvorki þá né síðar greitt fyrir umþrætt landsvæði.

Ríkið byggir á því, að réttur til útgáfu afsals fyrir því landsvæði, sem um sé deilt í málinu, sé fallinn niður sökum fyrningar samkvæmt lögum nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Frá útgáfu afsals þann 20. febrúar 1941, uns mál þetta var höfðað þann 30. apríl 1998 hafi liðið rúm 57 ár og hugsanlegar kröfur Hafnarfjarðar á hendur ríkinu því löngu fyrndar, sbr. 4. gr. laga nr. 14/1905, jafnvel þótt miðað yrði við lengstan fyrningartíma, sem þau lög geri ráð fyrir. Ríkið byggir einnig á því að hugsanlegur kröfuréttur til útgáfu afsals á grundvelli laganna sjálfra frá 1940 sé fyrndur. Hafi falist í greiðslu Hafnarfjarðar árið 1941 andvirði lands sem ekki var gefið út afsal fyrir, sé réttur til afhendingar og/eða útgáfu afsals, samkvæmt þeim gerningi, löngu fallinn niður fyrir fyrningu.

Ríkið byggir einnig á því að krafa stefnanda sé niður fallin sökum tómlætis, enda hafi engir fyrirvarar gerðir af hálfu Hafnarfjarðar, er löglærður bæjarstjóri samþykkti afsalið fyrir hans hönd, fjórum dögum eftir útgáfu þess, en í því hafi verið vísað til laganna nr. 101/1940, auk skiptagerðarinnar frá 1939. Liðið hafi rúm 40 ár uns Hafnarfjörður lýsti annarri skoðun í bréfaskiptum sínum við landbúnaðarráðuneyti, en málið muni fyrst hafa komið til skoðunar hjá Hafnarfjarðarbæ á árinu 1981. Síðan hafi liðið 17 ár þar til mál þetta var höfðað.

Með vísan til þess, að lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar hafi ekki verið breytt með lögum, varðandi landsvæðið umdeilda verði einnig að telja lögin frá 1936 og 1940 úr gildi fallin, þar sem þau hafi komið að fullu til framkvæmda í samræmi við tilgang þeirra. Í greinargerð með frumvarpi er varð að lögum nr. 40/1946 komi skýrt fram í fylgiskjali (bréfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar) að einungis hafi verið um að ræða landið, sem Hafnarfirði hafi verið afsalað þann 20. febrúar 1941.

Verði litið svo á, að Hafnarfjörður hafi, samkvæmt lögum nr. 101/1940, átt lögvarinn eignarrétt að umþrættu landsvæði sé eignarhald ríkinu löngu helgað samkvæmt lögum nr. 46/1905 um hefð. Samkvæmt 1. gr. laganna megi vinna hefð á fasteign án tillits til þess, hvort hún hafi áður verið einstaks manns eign eða opinber eign. Ekki sé ágreiningur um það, að stefndi hafi haldið eignarráðum að umræddu landsvæði allt frá því að landið var tekið eignarnámi. Það hafi verið áréttað og óumdeilt í fyrrgreindu landamerkjamáli. Hafnarfjörður hafi ekki vefengt rétt ríkisins til eignarhaldsins í samræmi við 2. mgr. 4. gr. laga nr. 46/1905, fyrr en með málsókn þessari, en frá því að afsalið til Hafnarfjarðar frá 20. febrúar 1941 uns málið var höfðað hefur liðið tæplega þrefaldur hefðartími samkvæmt 2. gr. laganna og enn lengri tími sé miðað við framkvæmd eignarnámsins. Liðið hafi meira en 20 ára hefðartími sé miðað við rekstur og dóm í áðurnefndu landamerkjamáli.

Af þessum sökum beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Hafnarfjarðar. Einnig beri að líta svo á, að það sé aðeins á færi löggjafans að hlutast til um aðra tilhögun eignarréttar yfir landssvæðinu, sbr. 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins, sbr. og meginreglu í 1. og 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

Dómurinn lítur svo á, að við túlkun laganna verði líta til tilgangs þeirra. Ber þar fyrst að nefna, að skipan sú, sem komst á með afsali ríkisins til Hafnarfjarðar hinn 20. febrúar 1941, virðist hafa þjónaði þeim tilgangi, sem að var stefnt með lögunum frá 1936. Hafnarfjörður fékk allt ræktað og ræktanlegt land Krýsuvíkurtorfunnar til eignar, ásamt hitaréttindum alls hins eignarnumda landsvæðis. Í þessu sambandi má benda á bréf Friðjóns Skaphéðinssonar, þáverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarkaupstaðar til atvinnu- og samgönguráðuneytisins frá 23. júní 1939. Þar er þess óskað, „að hið háa ráðuneyti gefi Hafnarfjarðarbæ afsal fyrir því landi jarðanna, sem gerðardómurinn hefur afmarkað, svo og öllum jarðhitanum“, sjá bls 5 að framan. Einnig verður ekki fram hjá því litið, að sami Friðjón áritaði samþykki sitt á afsalið frá 20. febrúar 1941 án nokkurs fyrirvara. Til hins sama bendir langvarandi aðgerðarleysi Hafnarfjarðar.

Athyglisvert er að dómurinn lítur til áratuga aðgerðarleysis og tómlætis Hafnarfjarðar í garð Krýsuvíkurlands. Hafnarfjörður hafi í rauninni hvorki sýnt ræktarsemi við Krýsuvíkurlandið né reynt að nýta það síðustu áratugina.

Ríkið byggði einnig á því að krafa Hafnarfjarðar sé niður fallin sökum tómlætis, enda hafi engir fyrirvarar gerðir af hálfu Hafnarfjarðar er löglærður bæjarstjóri samþykkti afsalið fyrir hans hönd, fjórum dögum eftir útgáfu þess, en í því hafi verið vísað til laganna nr. 101/1940, auk skiptagerðarinnar frá 1939. Liðið hafi rúm 40 ár uns stefnandi lýsti annarri skoðun í bréfaskiptum sínum við landbúnaðarráðuneyti, en málið muni fyrst hafa komið til skoðunar hjá Hafnarfjarðarbæ á árinu 1981. Síðan hafi liðið 17 ár þar til mál þetta var höfðað.

Verði litið svo á, að Hafnarfjörður hafi, samkvæmt lögum nr. 101/1940, átt lögvarinn eignarrétt að umræddu landsvæði sé eignarhald ríkinu löngu helgað samkvæmt lögum nr. 46/1905 um hefð. Samkvæmt 1. gr. laganna megi vinna hefð á fasteign án tillits til þess, hvort hún hafi áður verið einstaks manns eign eða opinber eign.

Þegar horft er til fyrningar og tómlætis Hafnarfjarðarbæjar á nýtingu og uppgræðslu í Krýsuvík gæti Grindavíkurbær með réttu gert tilkall til landsvæðisins því útgerðarbærinn hefur langt umfram Hafnarfjörð annast uppgræðslu á svæðinu, auk þess sem bændur þar hafa nýtt landið öðrum fremur til sauðfjárbeitar og annarra hlunninda, s.s. rjúpnaveiði, útivist og heilsueflingar. Þá má með rökum sýna fram á eðlileg landfræðileg og söguleg tengsl Krýsuvíkursvæðisins við lögsagnarumdæmi Grindavíkur, bæði í fortíð og nútíð. Það ætti því ekki, á grundvelli framangreinds dóms og sömu raka, að vera því margt til fyrirstöðu að Grindavíkurbær geri tilkall til landsvæðisins, að huta eða í heild.

Rétt er að geta þess, með vísan til nútíma stjórnsýslu, að Krýsuvíkurland var afhent Hafnarfjarðarbæ á „silfurfati“ á sínum tíma. Einn maður, öðrum fremur, átti hluta að því. Og hver voru tengslin?

Guðmundur Emil Jónsson (f. 1902) var alþingismaður fyrir Hafnarfjörð 1934-’37, 1942-’53 og 1956-’59. Landskjörinn alþingismaður var hann 1937-’42, 1953-’56 og 1959 og alþingismaður Reykjaneskjördæmis 1959-´71. Hann var samgöngumálaráðherra 1947-’49, forsætis-, sjávarútvegs og samgöngmálaráðherra 1958-’59 sjávarútvegsmála- og félagsmálaráðherra 1959-’65 og utanríkisráðherra 1965-’71.
Emil var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1930-’37 og bæjarstjóri í Hafnarfirði 1930-’62. Hann var formaður bæjarráðs 1942-’54 og formaður Krýsuvíkurnefndar 1938-’42 svo eitthvað sé nefnt.

Hvar eru nú alþingismenn Grindvíkinga? Ef hægt hefur verið að setja lög um séreignabreytinguna um 1940 ætti ekki að verða erfitt að setja lög um réttlætislagfæringu á heimfærslu landsins nú 65 árum síðar.
Alþingismenn eru jafnan ragir við að takast á við réttlætismál, einkum hagsmunatengd. Vonandi er þó til einhver slíkur – þótt ekki væri til annars en að hafa þor til að kynna sér málið.

Heimild m.a.:
-Hæstaréttardómur nr. 40/1999.
-Saga Hafnarfjarðar – III. bindi.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Gestsstaðir

Gengið var frá útivistarsvæði skátanna austan undir Bæjarfelli að gömlu Krýsuvíkurrréttinni. Þaðan var haldið eftir gamalli götu í átt að Drumbsdalavegi.

Krýsuvíkurgata

Krýsuvíkurgata vestan Bæjarfells.

Gatan liggur fyrst norðan vegarins, fer síðan yfir hann þar sem varða er hlaðin norðan við veginn og liggur síðan áfram samhliða honum að sunnanverðu. Á einum stað má sjá hlaðið í moldarflag. Við götuna eru gamlar fallnar og hálffallnar vörður. Gengið var upp Sveifluhálsinn þar sem Drumbsdalavegur liggur upp hann og honum fylgt í lægð í hálsinn uns komið var að þeim stað austan Drumbs er sást yfir að gígum þeim er Ögmundarhraun rann úr, um Bleikingsdal og yfir að Vigdísarvöllum.

Gestsstaðir

Gestsstaðir – vestari tóftin (skáli).

Á hálsinum er lítil varða. Þar var snúið við og gengið eftir stíg norður með austanverðum Sveifluhálsi. Þar ofarlega hálsinum, í grónu dragi, er greinilega gömul tótt og hlaðið út frá henni. Tóttin virðist vera frá sama tíma og aðrar tóttir Gestsstaða, sem þarna eru nokkru norðar. Hún hefur þó hvergi verið skráð svo vitað sé. Sunnan undir hól, suðvestan Krýsuvíkurskóla, er löng tótt og skammt austar eru fleiri tóttir.

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Í tóttunum eru merki um friðlýstar minjar. Eftir að minjarnar höfðu verið skoðaðar var gengið til suðurs að Skugga, klettum austan undir sunnanverðum Sveifluhálsi. Frá honum var haldið yfir á Krýsuvíkurveginn og hann genginn að upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tík 3 klst og 3. mín.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Frá Skugga var gengið til austurs að Bæjarfelli og síðan austan með því norðanverðu. Þar var fyrst fyrir Hafliðastekkur og hleðslur undir stórum steini. Skammt austar er tótt uppi í hlíðinni og enn austar sést móta fyrir gömlum stekk. Frá honum var gengið yfir að Rauðhól og leitað réttar, sem þar átti að hafa verið skv. gamalli lýsingu. Ekkert sést nú móta fyrir réttinni, enda búið að leggja veginn utan í hólinn. Skoðað var brúarstæði á gömlu Krýsuvíkurleiðinni og skoðað hrossagaukshreiður, sem þar var undir gamla brúarstæðinu. Þá var litið á mógrafirnar sunnan vegarins. Þaðan var gengið var til suðurs að Snorrakoti, eftir vörslugarði þess til vesturs og beygt síðan til suðurs að Norðurkoti. Skammt norðan kotsins er tótt er liggur neðan við heimtröðina, sem þarna er greinileg. Í tóttum Norðurkots er merki um friðlýstar minjar. Þaðan var gengið að Læk og skoðaðar tóttir gamla bæjarins sem og tóttir austan þeirra. Á Vestarilæk, sem rennur vestan tóttanna, var fyrrum kornmylla. Gengið var yfir að Suðurkoti. Norðan utan í gömlum vörslugarði norðan nýrri garðs, sem liggur á milli Bæjarfells og Arnarfells, er gömul tótt.
Gangan endaði síðan á útivistarsvæði skrátanna eftir 3 klst og 11 mín ferð.
Frábært veður.

Gestsstaðir

Tóftir Gestsstaða.

Hafnarfjörður

Í ár [2013] eru liðin 250 ár frá fæðingu Bjarna Sívertsen en hann hefur oftar en ekki verið kallaður faðir Hafnarfjarðar. Sívertsenshúsið, Vesturgötu 6, er elsta hús bæjarins. Það hefur verið gert upp í upprunalega mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi á merkilega sögu Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans.

Bjarni SivertsenHver var Bjarni Sívertsen?
Saga þessi byrjar á bænum Nesi í Selvogi fyrir réttum 250 árum en þá kom þar í heiminn lítill drengur sem síðar hlaut nafnið Bjarni en hann var sonur hjónanna Sigurðar Péturssonar og Járngerðar Hjartardóttur. Við fæðingu barna velta menn því oft fyrir sér hvað mun á daga þeirra drífa á lífsleiðinni. Á þessum tíma var barnadauði tíður og því var alls óvíst að Bjarni litli kæmist til manns. Hann var sonur fátækra bænda og því má segja að æfi hans hafi í raun verið ákveðin fyrirfram.
Á 18. öld og reyndar á þeirri 19. líka var það svo til óþekkt að menn færðust á milli stétta enda var það almennt viðurkennt að hver stétt ætti aðeins að fást við þau viðfangsefni sem henni bæri. Bjarni var, eins og áður segir, fátækur bóndasonur og eðli málsins samkvæmt átti hann að verða kotbóndi líkt og faðir hans. Bjarni hlaut fábreytta menntun í æsku eins og algengt var með bændasyni á þessum tíma og undir eðlilegum kringumstæðum hefði æviskeið hans átt að verða keimlíkt ævi venjulegs kotbónda. Hann hefði átt að taka við búi foreldra sinna, búa í torfkofa, kvænast konu úr sömu stétt, eignast fjölda barna sem fæst kæmust á legg, deyja í týru af grútarlampa úr hor eða elli um fimmtugt og að lokum enda í týndri gröf við einhverja litla sveitakirkju. En sú varð nú ekki raunin og varð æviskeið Bjarna alls ólíkt þessari döpru lýsingu.

Klifrað upp metorðastigann
Í ljóðinu Hótel jörð eftir Tómas Guðmundsson er dvöl okkar mannanna á jörðinni líst á skemmtilegan hátt. Þar kemur fram að sumir láta sér linda það að lifa úti í horni óáreittir og spakir á meðan aðrir lenda í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
Þegar æviskeið Bjarna er skoðað kemur í ljós að hann var í þeim hópi sem sóttist eftir meira í lífinu en því sem sjálfkrafa kom og tilheyrði frekar þeim sem hópi sem reyndi eftir megni að krækja sér í þægilegt sæti. Bjarni hóf ekki búskap sjálfur heldur gerðist vinnumaður hjá Jóni Halldórssyni lögréttumanni í Nesi og Rannveigu Filippusdóttur konu hans.
Rannveig SivertsenÞegar Bjarni hafði starfað um hríð hjá Jóni og Rannveigu sem vinnumaður gerðist hann ráðsmaður þeirra og sá um rekstur búsins. Seint á 18. öld gerðist svo sá hörmulegi atburður að Jón drukknaði í miklum flóðum ofan Ey
rarbakka, varð Rannveig þá ekkja en Bjarni rak áfram búið fyrir hana. Skömmu síðar eða árið 1783 kvæntist Bjarni Rannveigu. Nokkur aldursmunur var á þeim hjónum, Bjarni var þá um tvítugt en Rannveig var orðin 39 ára. Eftir brúðkaupið hófu þau hjónin búskap á Bjarnastöðum í Selvogi og bjuggu þar allt til ársins 1794. Bjarna hafði þarna tekist hið ómögulega, það er að flytjast á milli stétta. Hann var að vísu enn bóndi en tilheyrði nú stétt ríkra landeigenda í stað fátækra leiguliða.

Spurningin sem menn spyrja sig enn þann dag í dag er hvernig fór hann að þessu, hvað gerði hann, eða gerði hann ef til vill ekkert? Var það kannski Rannveig sem sá hvaða hæfileikum Bjarni var búinn og ákvað að nýta sér þá. Þá kemur einnig til greina að ástin hafi einfaldlega kviknað og viðskiptasjónamið engu skipt. Þessum spurningum verður án efa aldrei svarað til fullnustu en niðurstaðan var sú að bæði stóðu mun betur að vígi eftir en áður og hver veit nema þau hafi einnig verið hamingjusamari.

Bóndi verður kaupmaður
Bjarni lét þó ekki hér við sitja heldur hélt hann áfram í leit sinni að betra sæti. Þegar hann og Rannveig höfðu búið á Bjarnastöðum í sex ár lét hann næst til skarar skríða. Nú ætlaði hann einum stalli ofar og vildi gerast kaupmaður. Árið 1789 gerði hann samning við norska lausakaupmenn, bræðurna Hans og Frederik Ryland og gerðist umboðsmaður þeirra. Samkvæmt verslunarlögunum frá 1787 höfðu lausakaupmenn frjálsan rétt til að stunda viðskipti í landinu en utan kaupstaðanna máttu þeir einungis versla í fjórar vikur í hverri höfn. Norsku bræðurnir, eins og aðrir lausakaupmenn versluðu hér einungis á sumrin en samningur þeirra við Bjarna gekk út á það að á haustin fékk hann þær afgangs vörur sem ekki höfðu selst um sumarið til að selja í umboðssölu yfir veturinn.

thilskipSkemmst er frá því að segja að D. Chr. Petersen Eyrarbakkakaupmaður kærði þessa verslun landeigandans Bjarna fyrir dönskum yfirvöldum og var hún dæmd ólögleg og var Bjarna gert að hætta henni. Kæra Petersens er lýsandi fyrir tíðarandann á þessum tíma. Þarna erum við aftur komin að kjarna málsins, menn tilheyrðu ákveðinni stétt og samfélagið ætlaðist til þess að menn héldu sig þar. Bjarni sætti sig ekki við þessi málalok og ákvað vorið 1793 að sigla til Kaupmannahafnar í þeim tilgangi að verða sér úti um verslunarréttindi og lán til að geta hafið verslunarrekstur. Óhætt er að segja að Bjarni hafi verið réttur maður á réttum stað því þetta sama ár voru verslunarhúsin í Hafnarfirði tekin af Muxoll kaupmanni sem keyrt hafði sinn rekstur þar í gjaldþrot og ekki var búið að úthluta verslunarleyfinu í bænum.
Bjarni fékk 4.000 rd rekstrarlán auk þess sem hann skuldbatt sig til að taka við Hafnarfjarðarversluninni frá og með 24. apríl 1794. Bjarna hafði nú aftur tekist hið ómögulega, það er að klifra upp stéttastigann í annað sinn. Til að fullkomna klifrið breytti hann nafni sínu úr Bjarni Sigurðsson og skrifaði Bjarni Sívertsen undir skuldabréfið að danskra sið.

Veldi Bjarna og Rannveigar
akurgerdi 1836Umsvif og áhrif Bjarna jukust hratt í Hafnarfirði og til merkis um það keypti hann konungsjarðirnar Akurgerði og Ófriðarstaði (síðar Jófríðarstaði) árið 1804 og ellefu árum síðar keypti hann einnig jörðina Hvaleyri og var hann þá kominn með yfirráð yfir stærstum hluta lands í firðinum. Þessa aðstöðu sína notaði hann meðal annars til að láta keppinauta sína í verslun í firðinum greiða sér rífleg lóðargjöld.
Skömmu fyrir aldamótin hóf hann einnig samhliða verslunarrekstrinum útgerð á þilskipum frá Hafnarfirði. Hann vissi að margar þjóðir höfðu verið við veiðar við Ísland og gengið vel. Því þarf ekki að undra að Bjarni hafi velt því fyrir sér hvers vegna Íslendingar gætu ekki hagnast á þessum veiðum eins og Bretar eða Hollendingar svo dæmi séu tekin.

Sivartsenshusid-IÓfriðarstaði keypti Bjarni í þeim tilgangi að reisa þar skipasmíðastöð. Árið áður hafði hann gert tilraun með skipasmíði í fjörunni við Akurgerði og tókst svo vel til að hann afréð að reisa skipasmíðastöðina. Árið 1806 sannaði svo þessi skipasmíðastöð nauðsyn sína því þá um vorið kom póstskipið hingað til lands mikið laskað eftir óveður sem það hreppti á leið sinni til landsins. Var gert við skipið í skipasmíðastöð Bjarna í Hafnarfirði og var það eini staðurinn hér á landi sem réð við það verkefni. Á næstu áratugum óx stöðugt veldi og auður Bjarna og Rannveigar en auk verslunarinnar sem þau ráku í Hafnarfirði opnuðu þau einnig verslanir í Reykjavík og Keflavík. Jafnhliða verslunarrekstrinum ráku þau öfluga þilskipaútgerð að ógleymdri skipasmíðastöðinni.

Bjarni bjargar þjóðinni
Um haustið 1807 lét Bjarni úr höfn í Hafnarfirði á skipi sínu De tvende Söstre en samferða honum var meðal annarra Magnús Stephensen konferensráð. Ferð þeirra var heitið til Kaupmannahafnar en þá hafði sú frétt ekki borist til landsins að stríð geisaði á milli Dana og Englendinga. Skemmst er frá því að segja að 19. september hertóku Englendingar skip Bjarna og þau sem í samfloti voru og færðu til hafnar í Skotlandi. Samkvæmt æviminningum Bjarna voru Íslandsförin 15 sem Englendingar hertóku þetta haust. Það var fyrirséð að ef skipin fengju ekki að flytja vistir til Íslands myndi ekkert annað en hungursneyð bíða þjóðarinnar.

sivartsenshusid-IITil að reyna að koma í veg fyrir þetta sneru Bjarni og Magnús sér til Sir. Josephs Banks, sem var breskur náttúrufræðingur og mikill Íslandsvinur eftir að hann heimsótti landið 1772. Banks var mikilsmetinn maður í Englandi og forseti Konunglegu bresku vísindaakademíunnar 1778-1820. Bjarni taldi það lífsspursmál fyrir þjóðina að Íslandsförin fengju að sigla með vistir og annað til Íslands. Í endurminningum sínum lýsti Bjarni sjálfur atburðunum í London á eftirfarandi hátt: „Síðan fengum við honum [Banks] okkar bónarbréf til höndlunarráðsins um það, að Íslensk höndlunarskip yrðu frígefin, og að þau, meðan á stríðinu stæði, mættu fara á milli landa, því annars mundi fólk á Íslandi ei geta lífi haldið.“
Bjarna Sívertsen tókst með aðstoð Magnúsar og Banks að fá öll skipin utan eitt látin laus síðla sumars 1808. Helstu rökin sem þeir beittu voru að öll skipin utan það eina sem ekki fékkst látið laust hefðu verið tekin fyrir 4. nóvember en þann dag sögðu Englendingar Dönum formlega stríð á hendur. Fyrir þessa vinnu sína og önnur afrek í þágu Íslands, eins og það var orðað, var Bjarni Sívertsen sæmdur Riddarakrossi Dannebrog-orðunnar 11. apríl 1812 af Friðriki VI, konungi Danmerkur og Íslands. Eftir það var hann ávallt kallaður Bjarni riddari.

Úti er ævintýri

sivartsenshus-IIIÞað var þó eins með þetta ævintýri og önnur að allt tekur enda og miðvikudaginn 24. ágúst 1825 lést Rannveig Filippusdóttur í Sívertsenshúsinu í Hafnarfirði. Í kjölfarið var búi þeirra hjóna skipt upp og dróst verslun Bjarna þá mikið saman. Skömmu síðar hætti Bjarni verslunarrekstri sínum í Hafnarfirði og fluttist alfarinn til Kaupmannahafnar þar sem hann giftist í annað sinn. Seinni kona Bjarna var dönsk og hét Henriette Claudie, fædd Andersen. Eignuðust þau saman eina dóttur. Tveimur árum síðar, eða í júlí 1833 andaðist Bjarni í Danmörku, þar sem hann þrátt fyrir glæstan feril, hvílir nú í týndri og ómerktri gröf líkt og margir íslenskir kotbændur frá hans tíð.

Elsta húsHafnarfjarðar
Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar byggt á árunum 1803-05 af Bjarna Sívertsen ,,föður Hafnarfjarðar”. Húsið sem er múrað í binding var fyrst reist í Danmörku en síðan flutt til Íslands og reist á Akurgerðislóðinni þar sem það stendur enn. Upphaflega var húsið íbúðarhús Bjarna Sívertsen og fjölskyldu hans en síðar hefur það gengt ýmsum hlutverkum uns það var gert upp í upprunalega mynd og gert að safni til að heiðra minningu Bjarna Sívertsen og Rannveigar Filippusdóttur. Á sjötta áratug 20. aldar komu upp hugmyndir um að flytja húsið í Hellisgerði, gera það upp og opna í því safn um Bjarna og sögu hans. Ekkert varð úr þessum áformum á þeim tíma en árið 1964 flutti Bjarni Snæbjörnsson ræðu á klúbbfundi hjá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar um húsið. Lagði hann eindregið til að klúbburinn beitti sér fyrir varðveislu og endurreisn þess og í febrúarmánuði 1965 heimilaði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar Rótarýklúbbnum að endurbyggja hús ið og ákvað jafnframt að greiða úr bæjarsjóði ¼ kostnaðarins enda átti allt verkið að vera unnið í samráði við þjóðminjavörð og bæjarverkfræðing. Bæjarstjórn tók húsið uppá sína arma endanlega árið 1973 og ári síðar var það vígt sem sýningahús á vegnum Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Úr dagbók Henry Holland í Íslandsferð 1810
sivartsenhus-IVSkemmtileg lýsing er til af því þegar Englendingurinn Henry Holland kom til Hafnarfjarðar árið 1810 en þá stóð veldi Bjarna þar hvað sterkustu fótum. „Það er einkennilegt að koma til Hafnarfjarðar. Háir og úfnir hraunkambar fela staðinn fyrir komumanni, þar til hann kemur fram á hraun brúnina, en þá opnast fyrir honum fjarðarbotn, og við hann standa 15–20 íbúðarhús úr timbri, lík reykvísku húsunum, en líta þó yfirleitt betur út. Þetta er Hafnarfjörður.
Helzti maðurinn þar á staðnum er Bjarni Sívertsen, vel efnaður kaupmaður. Hann var um þessar mundir í Englandi eða öllu heldur á heimleið þaðan, en kona hans, frú Rannveig Sívertsen, var heima ásamt tveimur börnum þeirra, syni og dóttur. Sonurinn er fríður unglingur, hógvær, kurteis og vel menntaður. Hann talar vel ensku en hefir þó aldrei til Englands komið, en bæði systkinin hafa dvalizt nokkur ár í Kaupmannahöfn. Við vorum kynntir þeim á dansleiknum í Reykjavík og þáðum þá heimboð til fjölskyldunnar, þegar leið okkar lægi um Hafnarfjörð. Minnugir þess héldum við beina leið til húsa Sívertsens kaupmanns. Þar var okkur tekið með svo hjartanlegri gestrisni, að okkur hlýnaði um hjartarætur.
Heimili Bjarna Sívertsens er hið langfegursta, sem við enn höfum séð á Íslandi. Það er ekki nóg að segja að það sé fallegt, heldur er það beinlínis glæsilegt, bæði að húsgögnum og öðrum innra búnaði og umgengni. Í setustofunni eru þrír stórir speglar, og tveir að auki í stærsta herberginu, Miðdegisverðurinn var framúrskarandi vel framreiddur. Þar var á borð borið stórt fat með kindakjötssmásteik ásamt Lundúnabjór, einnig voru á borðum pönnukökur, búnar til af frábærri kunnáttu, kryddaðar með kúrennum auk annars góðgætis. Við sváfum í æðardúnssængum, þvoðum okkur úr Windsor-sápu, – í stuttu máli nutum þess munaðar, sem engan okkar hefði dreymt um, að fyrir hittist á ferðalagi um Ísland.“

Heimild:
Fjardarpósturinn, 39. tbl. 31. árg. Fimmtudagur 24. október 2013, bls. 7,8 og 10.

hafnarfjordur fyrrum

Krýsuvík

 Brennisteinn var unninn í Krýsuvík um miðja 18. öld. Til er umsögn um námusvæðið og lýsing á ummerkjum þar stuttu síðar. Af þeim má sjá að á svæðinu ætti enn að móta fyrir tóftum af búðum námumanna. Ætlunin var að ganga um vinnslusvæðin og leita ummerkja.

Loftmynd af námusvæðunum í Krýsuvík

Þegar aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – Krýsuvík, er skoðað má reka augun í eftirfarandi um Krýsuvíkursvæðið: „Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð, bæjarbúar voru sjálfum sér ekki nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups. Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum. Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði. Eftir það upphófst mikið málaþras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí 1940. Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. 

Minjakort í aðalskipulaginu 2005-2025 - rauðir deplar

Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.
Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík.
Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmiskonar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.
Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í íbúðarhúsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrarstöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið.

Við Seltún

Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. Voru rúmlega 50 piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmiskonar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.
Bústjórahúsið var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu. Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnuskólans í Krýsuvík. Árin liðu, húsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu. Sveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997.
Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir Í Baðstofuhússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknarlögreglumanninum Sveini Björnssyni, sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.“
Þá kemur kafli um fornleifar. Þar segir m.a.: „
Krýsuvík var heil kirkjusókn og eitt mesta höfuðból landsins með mörgum hjáleigum. Munnmæli herma að byggðin hafi upphaflega verið í Húshólma, óbrennishólma í sunnanverðu Ögmundarhrauni. Þar er mjög fornt bæjarstæði sem kallað er Hólmastaður í eldri heimildum. Hjáleigur voru að jafnaði fimm til átta talsins en í gömlum heimildum er getið um 13 býli. Á heimajörðinni voru Suðurkot, Norðurkot, Snorrakot, Stóri-Nýibær, Litli-Nýibær, Arnarfell og nýbýlið Lækur. Fjær voru kotin Vigdísarvellir, Bali, Fitjar og Fell. Kaldrani stóð við suðvesturenda Kleifarvatns og Gestsstaðir sunnan Krýsuvíkurskóla.
Krýsuvíkurkirkju er fyrst getið í kirkjuskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups um 1200.
Minjaleifar undir BaðstofuMargt bendir til að kirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum kristni, en núverandi kirkju byggði Beinteinn Stefánsson á Arnarfelli 1857. Þetta er lítið guðshús einfaldrar gerðar, án turns, og eina húsið sem enn stendur á bæjarhólnum. Kirkjan var aflögð sem helgidómur og rúin öllum verðmætum 1929. Eftir það notaði einbúinn Magnús Ólafsson, síðasti íbúi Krýsuvíkur, hana sem íbúðarhús til 1945. Endurbygging kirkjunnar hófst 1957 og var hún endurvígð 31. maí 1964 og færð Þjóðminjasafninu til eignar. Árið 1997 var Sveinn Björnsson listmálari jarðsettur í kirkjugarðinum en þá voru liðin 80 ár frá síðustu greftrun þar. Á vorin er haldin messa í kirkjunni og altaristafla eftir Svein hengd þar upp, en tekin niður við messu á haustin og færð til vetrarvistar í Hafnarfjarðarkirkju.
Í ítarlegri skýrslu Bjarna F. Einarssonar um fornleifar og umhverfi í Krýsuvík eru 22 minjar teknar út sem merkar fornleifar og/eða þær sem lagt er til að verði merktar og gerðar aðgengilegar fyrir ferðamenn.

Krýsuvík 1810

Minjunum er skipt upp í fjóra flokka eftir mikilvægi:
1 Meint staðsetning Kaldrana, túngarðsleifar eyðibýlis, friðlýstar árið 1930.*
2 Rústir, trúlega sel.****
3 Rúst, hugsanlega sel en mögulegt er að hér hafi staðið hjáleigan Fell.*
4 Stóri-Nýibær, bæjarhóll og ógreinilegar rústir.**
5 Litli-Nýibær, bæjarhóll og afar fallegur brunnur.***
6 Gestsstaðir. Fornt eyðibýli (11-12. öld). Friðlýst 1964.****
7 Garður, trúlega engjagarður gerður úr jarðvegi og torfi.**
8 Mógrafir.*
Tóft í Krýsuvík9 Krýsuvíkurhverfi, rústir Krýsuvíkurbæjarins ásamt hjáleigum í og við heimatúnið. Hér má sjá heillegt
bæjarstæði fyrri tíma, stóran bæjarhól með húsarústum, tröðum, túngörðum o.fl. Ein hjáleigan,
Norðurkot er friðlýst frá 1964. Auk þess var Krýsuvíkurkirkja tekin á fornleifaskrá 1964.****
10 Rétt og rústir. Réttin er gott dæmi um litla heimarétt.**
11 Rúst, stekkur og skúti.****
12 Arnarfell, eyðibýli.***
13 Rétt, hlaðin úr grjóti, vel farin og falleg.**
14 Fitjar, heillegar rústir eyðibýlis.****
15 Fjárhús.****
16 Rústir, trúlega sel.****
17 Eyðibýli, e.t.v. rústir hjáleigunnar Eyri er fór í eyði 1775.****
18 Rústir, trúlega skepnuhús.*
Krysuvik-22119 Sundavarða, sjómerki og rúst.***
20 Nátthagi, eini nátthaginn sem vitað er um í Krýsuvíkurlandi.***
21 Rúst, afar falllegt beitarhús, skúti að hluta.***
22 Rétt, gamla Krýsuvíkurréttin.**
**** = gull *** = silfur ** = brons * = aðrar minjar.“
Hér að framan er ekki minnst á sýnilegar tóftir á námusvæðunum í Baðstofu eða við Seltún. Hins vegar eru merktar inn fornleifar (sel) utan í vestanverðu Nýjalandi sunnan Kleifarvatns, en þar eru engar slíkar. Bæði var það vegna þess að svæðið flæddi reglulega þegar hækkaði í Kleifarvatni og auk þess skorti þar vatn í millum til þess að hægt væri að byggja þar selstöðu. Norðar eru tóftir, líklega af bænum Kaldrana, sem þar átti að hafa verið í fornöld.

Krysuvik-222

Aftur á móti er Kaldranasel ekki skráð í hinni „ítarlegri“ skýrslu. Ekki heldur útihúsa frá fornbýlinu Gestsstöðum, forna tóft suðaustan Stóra-Nýjabæjar, tóft á Bæjarfellshálsi og svo mætti lengi telja.
Við Seltún eru og leifar frá brennisteinsvinnslunni um miðja 18. öld. Ein tóftin er skammt suðvestan við aðalnámuvinnslusvæðið. Safnhaugurinn var þar sem nú er bifreiðastæði.
Við skoðun á nágrenni Baðstofu mátti sjá leifar gömlu námubúðanna. Þær eru nú að hluta komnar undir veg, sem lagður var upp í Baðstofu þegar borað var fyrir heitu vatni fyrir Krýsuvíkurhúsin árið 1954.
Þegar fyrrnefnt aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – Krýsuvík er skoðað má reka augun í fjölmargt um Krýsuvíkursvæðið, sem hér hefur verið rakið að hluta. En þar er líka fjölmargt ósagt. Spyrja mætti – og það með nokkrum sanni; hvers vegna er verið að leggja svona mikla vinnu í „rannsóknir“, „skráningar“ og miklar „skýrslugerðir“, sem væntanlega er ætlað að byggja marktækar ákvarðanir á, þegar svo augljóslega er kastað til höndunum?! Er með sæmilegu móti hægt að byggja heilt aðalskipulag tiltekins svæðis á slíkum gögnum?
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – KRÝSUVÍK.Leifar brennisteinsvinnslunnar frá því á 19. öld

Hafnarfjörður
Í febrúarmánuði árið 1477, fimmtán árum fyrir sögufræga siglingu yfir til Ameríku árið 1492, kom ítalskur sæfari að nafni Kristófer Kólumbus til Íslands.

Íslandskort

Íslandskort 1548.

Frá þessu segir í ævisögu Kristófers, sem á frummáli heitir Historia del Almirante Don Cristóbal Colón. Ævisagan var skrifuð af syni hans Ferdinand Kólumbus að honum látnum. Söguna skrifaði hann m.a. sem andsvar við tilraunum spánsku krúnunnar til að gera lítið úr hlut Kólumbusar í landafundunum miklu. Sú rimma snerist, eins og svo margar aðrar, um tilkall til valda og auðæfa. Leiðangur Kólumbusar var farinn með fulltingi Ísabellu drottningar af Spáni gegn samkomulagi um verulega upphefð Kólumbusi til handa ef leiðangurinn bæri árangur. Afkomendur hans höfðu hins vegar verið þvingaðir til að afsala sér þeim forréttindum að miklu leiti. Það er athyglisvert að ein af rökum spánsku krúnunnar í því máli voru að Kólumbus hefði fengið hugmyndina að leiðangri sínum hjá öðrum, sem vekur spurningar um hvort slíkur orðrómur hafi verið á kreiki á þeim tíma?
KólumbusÍ stuttri frásögninni lýsir Kólumbus Íslandi sem eyju jafn stórri og Englandi, og gefur upp sínar mælingar á staðarhnitum. Hann segir að Englendingar sigli þangað með vörur sínar, einkanlega frá Bristol. Hann segir að hafið við landið hafi ekki verið frosið þegar hann var þar, en öldur hafi verið ógnarháar. Kólumbus skrifaði þennan stutta texta, ásamt fleiri svipuðum, til að sýna að hann hefði víða farið og væri fær um að leiða leiðangurinn yfir Atlantshafið til að leita Indía.
Sumir telja í dag að Kólumbus hafi komið að Rifi á Snæfellsnesi með Englendingum, en þeir sigldu gjarnan þangað, hæfilega langt frá dönsku valdi sem kærði sig lítið um að þeir væru að stunda hér verslun. Aðrir benda á að væringjar hafi jafnan verið með þýskum og enskum og þá ekki síst á Snæfellssnesi þar sem fyrir voru ágætar verstöðvar. Barátta þeirra náði ekki hámarki fyrr en 1532 og þá í Grindavík, sem reyndar var afleiðing átaka milli þeirra á Snæfellsnesi og á Básendum. Þarna líða 55 ár á millum.
Aðrir segja að Kólumbus hafi umrætt ár komið til Hafnarfjarðar og þar fengið þær upplýsingar er dugðu honum sem nægilega von um mögulegan áfangastað „fyrir handan“. Kólumbus var ekki að leita eftir upplýsingum frá löndum sínum eða samferðamönnum, þær gat hann fengið heima við, heldur öðrum ókunnugum er kynnu að búa yfir áhugaverðum og nýtanlegum upplýsingum, þ.e. heimamönnum eða jafnvel ókunnum útlendingum, jafnt þýskum sem öðrum. Sambland hvoruveggja í bland við enska var þá hvað ákjósanlegast í Hafnarfirði, einni þekktustu millilanda- og verslunarhöfn er sögur fóru af á þeim tíma.
KólumbusHafa ber í huga að Kólumbus var hér á landi tæplega hálfu árþúsundi, endurtek; tæplega fimmhundruð árum, eftir að Íslendingar höfðu fyrst siglt yfir til Ameríku. Það verður að teljast langur tími í afspurnarsögu sæfarenda, ekki síst í ljósi þeirra uppgötvana, sem áttu sér stað á því tímabili Evrópu.
Íslendingar, Grænlendingar, Suðureyjabúar, Norðmenn og jafnvel margir Vestur-Evrópubúar, vissu þá þegar að land var fyrir þar fyrir vestan. Það vantaði bara nógu áhugasaman mann með sæmilegan stuðning til að endurtaka siglinguna yfir erfitt úthafið á mun verri sjóskipum en áður höfðu þekkst, þ.e. víkingaskipunum, bestu haffarkostum sögunnar frá upphafi. Seinni tíma skip, að víkingunum gengnum, voru að nokkru leyti betri burðarskip og sérbúin til flutninga með ránsfeng frá nýlendunum; þræla og gersemar, en varla á óþekktum siglingaleiðum.
Bjarni Herjólfsson fór til Ameríku frá Ölfusárósum og Leifur Eiríksson frá Grænlandi, auk margra annarra. Þeir leituðu nýrra möguleika, en enginn þeirra var jafn skuldbundinn öðrum og Kólumbus þegar hann sigldi leiðina með óhöfnum sínum á Santa María, Pina og Ninja, til sama staðar (reyndar svolítið sunnar). Norrænir menn höfðu áður hitt innfædda og vildu þá friðmælast. En mjólkuvaran fór illa í þá og afleiðingarnar voru lagðar út á verri veg. Kólumbus þekkti hins vegar vel til yfirgangsemi þess tíma og nýtti sér hana, á kostnað innfæddra. Að vísu uppskar hann þá stundina með látunum meiri veraldleg verðmæti, en afkomendur innfæddra eiga síðar, með smá umhugsun, eftir að meta hógværð, tillitsemi og virðingu norrænna manna fyrir forfeðrum þeirra, meir en þeir hafa gert hingað til.
Segja má að Kólumbus hafi nýtt sér fyrirliggjandi þekkingu annarra til að framkvæma það sem fáir eða enginn hafði áhuga á þá stundina, þ.e. Ameríku. Það, þegar á samhengið er litið, hefur í rauninni lítið breyst. Ameríkanar mega því vera þakklátir, eða hitt þá heldur, fyrir þennan seinni tíma áhuga.

Heimild m.a.:
-http://www.sssig.com/landafundir-grein-mbl.htm

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1772.