Fundin bein drengsins, sem týndist fyrir 5 árum úr Hafnarfirði.
„Laugardaginn 24. maí 1924 hvarf 7 ára gamall drengur úr Hafnarfirði, Þórður Guðjónsson, skósmiðs, Magnússonar. Var drengurinn á leið úr Hraunrétt til Hafnarfjarðar. Það er um kl.-stundar gangur. Hafði hann áður farið þá leið.
Eftir að drengurinn hvarf var hans leitað dögum saman. Var oftast fjöldi manna í leitinni. Einn daginn fóru nokkrir menn með hund af sporbundakyni með sér, ef vera kynni, að hann þefaði uppi slóð drengsins, en það varð ekki að notum. Öll leit varð árangurslaus. Spora varð vart við Ásfjall, skömmu sunnar en leiðin liggur frá réttinni tíl Hafnarfjarðar, en ekki urðu þau rakin áfram.
Á fimtudaginn var, 30. maí. meir en 5 árum síðar, var það svo um kvöldið, að Sigurjón Sigurðsson, lausamaður að Hlíð í Garðahverfi, og Þorvaldur Arnason, prests, Björnssonar, voru að leita að hesti. Voru þeir stadddir í Óbrynnishólabruna, fyrir neðan Snókalönd, á.að gizka niður undan miðjum Undirhlíðum, nokkuð neðarlega í hraunbrunanum. Við Undirhlíðar liggur gatan úr Hafnarfirði til Krýsivíkur, en þetta var miklu neðar og nálægt því, sem mætist land Hafnarfjarðar og Hraunabæja. Var þá Sigurði gengið fram á höfuðkúpu, þrjá leggi, svo og stígvél af unglingi, og voru i því tá- og ristarbein. Var þetta nokkuð tekið að hverfa i mosann.
Önnur vegsummerki fundust ekki að því sinni, en Sigurður þóttist þegar viss um, að þetta væru bein Þórðar heitins. Flutti hann það með sér í klút til Hafnarfjarðar og afhenti sýslumanni þau. Voru þau Þegar flutt í líkhús þjóðkirkju-safnaðarins, en Sigurður skýrðí frá atvikum fyrir rétti.
Sýslumaðurinn bað Sigurð þá að fara aftur á staðinn, þar sem beinin fundnst og gera það, sem unt væri, til þess að leita þar í grend, ef vera kynni, að meira fyndist. Gerði Sigurður svo. Fór hann i gær og með honum Gísli Guðjónsson, bóndi í Hlið, og Jósef Guðjónsson í Pálshúsum í Garðahverfi. Hófu þeir nákvæma leit á staðnum, þar sem beinin fundust, og umhverfis hann. Leituðu þeir niður í mosann og rótuðu í honum upp með múrskeið. Á sama stað og áður, í hraungjótu undir klapparnefi, fundu þeir með þessu móti bein drengsins, svo að þeir telja ekki hugsanlegt, að neitt sé nú eftir ófundið af þeim. Sáu þeir merki þess, að mosi hefði verið losaður þar af mannavöldum, svo sem til þess að hvílast á. Benda líkur til, að þar hafi drengurinn búist um að lokum. Þeir fundu einnig hitt stígvél hans, sem áður var ófundið, svo og fataleyfar, sem ekki var unt að hirða. Hnappa fundu þeir eða tölur og fjörustein úr blágrýti, sem drengurinn hefir haft á sér, en ekki fleiri menjar.
Segja þeir, að staðurinn, þar sem beinin fundust, sé 10 faðma innan við gaddavírsgirðingu, sem sett hefir verið um bæjarland Hafnarfjarðar, og skilur hún það þar frá landi Hraunabæja. Var girðingin sett þarna fyrir þremur árum, eða tveimur árum eftir að drengurinn hvarf. Ber hæð eða bala á milli, svo að ekki sést frá girðingunni þangað í mosann, sem beinin voru. Þeir félagar fluttu beinin til Hafnarfjarðar og bíða þau greftrunar í líkhúsinu, sem og áður er getið. Síðan gáfu þeir þegar skýrslu fyrir rétti um ferðina og árangur hennar.
Spor þau eða mannaför, sem sáust í leitinní forðum, segja þeir Sigurður að hafi verið töluvert neðar heldur en beinin fundust, í vestur til útnorðurs þaðan. Bendir það til þess, að drengurinn hafi síðast stefnt til fjalls þegar dimma tók af nóttu.“
Heimild:
-Vikuútgáfa Alþýðublaðsins, 3. árg. 05.06.1929, bls. 3.
Tóur í Kapelluhrauni.