Tag Archive for: Hafnarfjörður

Þorbjarnastaðastekkur

Gengið var upp með vestanverðum Þorbjarnarstaðatúngarðinum með það fyrir augum að skoða Straumsstíg (Straumsselsstíg) upp í Tobbuklettaskarð, rekja síðan markavörður með hraunbrún til suðurs, fara niður í Grenigjá og fylgja gjáargötunni inn á Straumsselsstíg og síðan til baka.

Tóftir Þorbjarnarstaða í Hraunum

Meðfram austurtúngarðinum á Þorbjarnastöðum lá Straumsstígurinn. Honum var fylgt norður með tvöfalt hlöðnum túngarðinum. Var þá fyrst komið að Lambhúsinu, sem er rétt utan við Lambhús-hliðið. Vikið var svolítið af leið. Við norðurtúngarðinn er/var Þorbjarnastaðaréttin, vel hlaðin rétt af grjóti. Hún hefur haldist vel – hleðslur eru um 120 cm að jafnaði. Hér var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot – fallegt mannvirki og fagur vitnisburður um fyrrum búskaparhætti í Hraunum.
Skammt austur frá hliðinu á austurtúngarðinum eru tveir hraundrangar, nær mannhæðarháir og voru áberandi af sjó fyrrum. Þeir nefndust Riddarar. Um þá og Riddarann á Helgafelli (austanvert fellið) var mið á Rifið út frá Óttarsstaðatúni. Þar utan við er nú innsiglingin inni í Straumsvíkurhöfnina. Fiskurinn lá gjarnan í hraunkantinum og það vissu útvegsbændurnir.
Í GránuhelliRétt suður af Þorbjarnarstaðatúni er Miðmundahæð. Á henni er Miðmundarvarða og austur af henni er svonefnt Seljahraun sem nær svo að merkjum. Rétt er að geta þess að Geldingahraun (Afstapahraunið eldra) er þarna þversum á millum – ein og glöggleg má sjá). Ofan þessa hrauns er eru svo gjár sem heita Grenigjár. Neðan við Seljahraunið er svo hæð sem heitir Gvendarbrunnshæð og þar er gömul svalalind Gvendarbrunnur. Þá er Rauðimelur, austur af honum er í Hrauninu Rauðamelsrétt. (Þegar hér var komið var örnefnalýsingin komin út fyrir göngusvæðið). Því er hér farið aftur inn á Straumsselsstíg neðan (norðan) Geldingahrauns.
Hér liggur stígurinn upp með sléttri klapparhæð. Norðan hennar er Stekkurinn; falleg heimafjárrétt Þorbjarnarstaðafólksins. Fyrrnefnda var sameignarrétt, en þessi; undir hárri hraunklapparbrún í góðu skjóli, tvíhlaðin af festu, var réttin þeira. Í henni er hlaðin lambakró, sem segir nokkuð til um til ganginn, líkt og sjá má í heimarétt Óttarsstaðamanna allnokkru norðvestar.
Eftir að Stekkurinn/réttin hafði verið virt virðingarinnar viðlits í kvöldsólinni var haldið til vesturs yfir að Gránuhelli/-skúta. Hlaðinn ingangurinn sést vel kunnugum, en getur leynst furðuvel ókunnugum. Innan við opið er flórað gólf, eitt af fáum fjárskjólum með ummerkjum um slíka natni við sauðkindina.
Tobbuklettar austariSkammt norðaustar er varða á enn einum hraunhólnum. Hún virðist merkingarlaus, en ef betur er að gáð má sjá allgóða sprungu í hólinn við vörðuna. Þegar farið var niður í sprunguna var hægt að horfa inn í hinn myndarlegasta skúta þvert á gjána; allgott skjól fyrir þann eða þá, sem þar vildu leynast. Grjót hafði verið fært til við innganginn, en alls ekki þannig að það yki útsýnið í skjólið. Ef laust hefði verið um þetta skjól má ætla að einhver hafi haft um það leynd óskráð orð – einhvern tímann.
Haldið var áfram upp eftir Straumsselsstíg. Í Geldingahrauni er hástend varða, á uppréttu klettanefni. Gengið var  yfir línuveginn og stígnum fylgt upp í Tobbukletta. Klettarnir nafngreindu eiga að hafa verið þrír; og þeir eru það, ef vel er að gáð.
Í örnefnalýsingum hefur verið getið um Tobbukletta vestari og Tobbukletta austari. Einhverra hluta vegna hefa vestari klettarnir verið færðir vestar svo austari Tobbuklettar hafa orðið að Tobbuklettum austari. Í raun eru klettarnir u.þ.b. 30 metra frá hvorum öðrum – sitt hvoru megin við Tobbuklettaskarð.
GrenigjárréttFörum spölkorn til baka. Í örnefnalýsingu segir að „af Tókletti lá landamerkjalínan suður yfir Seljahraun í Tobbuklett vestari. Þar uppi á klettunum er Tobbuklettsvarða. Í skrá G.S. segir, að þarna hafi einnig verið Tobbuklettsrétt. „Nafnið þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar. Vestur frá Tobbuklettum eru klettar miklir og margsprungnir. Óvíst er um heiti þeirra, en vestan þeirra eru Grenigjár. En suður frá Tobbuklettum liggur landamerkjalínan um Flárnar eða Flárnar nyrðri eða Neðriflár.“
Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. „Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefur verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir, í Tobbukletti vestri (skoðað 21. júlí ’80, B. S.).“
Þegar svæðið er skoðað gaumgæfilega mátti sjá hleðslu (aðhald) í klettunum austan Straumsselsstígs. Grasgróningar eru í botninum. Opið er mót norðvestri. Hraunkarl við GrenigjárréttLandamerkjavarðan er ofan skjólsins. Skammt vestar eru Tobbuklettar vestari. Í þeim er fyrirhleðsla í klettasprungu. Ofan sprungunnar er varða; „Tobbuklettsvarða“?
Reyndar ætti austari varðan að hafa þann titil því svo til í beina stefnu frá henni til suðurs eru a.m.k. 6 vörður; landamerkjavörður. Tvær þeirra standa á Draughól. Svo til beint ofan við Grenigjár eru tvær vörður.
Þegar stefnan var tekin frá þeim niður í Grenigjár (sem fremur ættu að heita Birkigjár m.v. hávaxnar birkihríslurnar í lægðum gjánna), var tiltölulega auðvelt að rata leiðina niður í Grenigjárréttina. Gjárnar eru þó ekki nefndar eftir gróðrinum heldur grenjum, sem þar voru (eru).
Réttin er mótuð í náttúrulega ílanga klapparhæð. Fyrirhleðslur er í gjánni og hlaðið umhverfis. Op er á réttinni til norðurs. Austan þess er sérkennilegur og sérstakur hraunkarl, líkt og oft má sjá í aplahraunum.
Þegar gengið var til baka, mót kvöldsólinni, var komið að Miðmundahæð suðaustan Þorbjarnarstaða, eyktamarki frá Þorbjarnarstöðum. Þar er fyrrgreind stór varða.
Þegar komið var niður með tvíhlöðnum görðum hinna gömlu Þorbjarnarstaða, þess einstaka staðar er hýsti, verndi og kom fjölda barna til mannvista, þ.e. tóftir bæjarins anspænis bláköldum nútímanum, stærðarinnar farmskipi og álveri í bakgrunni, vakna óneitanlega spurningar – um lífið og tilgang þess??!!
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Straum (AG og GS) og Þorbjarnarstaði (GS).
-Þorkell Árnason, bóndi á Þorbjarnarstöðum og Ingveldur Jónsdóttir, húsfreyja á Þorbjarnarstöðum.

Alafaraleið

Varða við Alfaraleið.

Straumssel

Stefnan var tekin í Straumssel um vestari Straumsselsstíg (Mosastíg). Ætlunin var m.a. að skoða selið og fjárskjólin ofan við selið.
Straumssel-22Í lýsingum er talað um tvær götur upp í Straumssel. Straumsgatan liggur frá Straumi að vestanverðu til suðurs, skammt austan við Straumsréttina. Frá götunni liggur stígur, hér nefndur Straumsstígur, upp á hraunstallana vestan Þorbjarnarstaða. Þar greinist gatan; annars vegar til suðurs yfir Alfaraleiðina austan Draugadala, upp í gegnum Seljahraunið og áfram upp í gegnum Mjósundið (Gjásels- og Fornaselsstígur) og hins vegar upp hraunið vestan Grenigjáa á landamerkjum Straums og Óttarsstaða. Gatan fylgir vestanverðu Gráhelluhrauninu og Draughólshrauni, upp með Straumsselshöfða [neðan við selið] og upp í Straumssel að vestanverðu. Auðvelt er að rekja þessa götu upp frá Straumi þar sem hún liggur til suðurs austan Straumsréttar, yfir Reykjanesbrautina og áfram til suðvesturs (nálægt fallinni fjárgirðingu á mörkum Straums og Óttarsstaða sem fyrr sagði). Hin gatan (sú eystri) hverfur ofan við Mjósundið og vestan við Laufhöfða á kafla undir kjarr, sem hefur gróið þar vel upp, en kemur fljótlega aftur í ljós skammt sunnar. Stefnan á vestari götunni er hins vegar tekin á áberandi landamerkjavörðu skammt neðan stígs milli Straumssels og Óttarsstaðasels. Þaðan er gatan auðrakin í hvort selið sem er.
Straumsselsfjarhellar nyrdri-22Straumsselsstígsins eystri er getið í örnefnalýsingu, sem fyrr sagði. Hann liggur til suðurs vestan Sölvhóls og áfram fast við vestanverðan túngarð Þorbjarnastaða. Grunsemdir eru um að þessi stígur, sem síðan liggur beint út frá Þorbjarnastaðartúninu til suðurs og áfram áleiðis upp í Gjásel og Fornasel, sem voru sel frá Þorbjarnastöðum og hugsanlega Lambhaga, hafi verið forn gata þaðan. Þessi sel lögðust af allnokkru fyrr en Straumsselið. Túngarðurinn í Straumsseli var hlaðinn um 1900 en þá hafði selsbúskapur í Hraunum lagst af með öllu. 

Straumsselsfjarhellar nyrdri-23

Þess vegna er ekki nú hlið á garðinum þar sem selsstígurinn mætir túninu. Eystri selstígurinn er merktur að hluta, en á röngum stað að hluta frá selinu en réttur áleiðis niður Laufhöfða.
Þessi selsstígur liggur til suðsuðausturs vestan við Stekkinn (Efri Þorbjarnarstaðaréttina) sunnan Þorbjarnastaða, yfir Mið-Seljahraunið (þau eru fjögur á þessu svæði), framhjá Miðmundarhæð (á hægri hönd), um “grennsta” haftið á Seljahrauni og áfram til suðausturs austan Grenigjáa, upp með Eystri Tobbuklettum, um Flárnar, meðfram austanverðu Draughólshrauni og upp meðfram Jónshöfða. Stígurinn hlykkjast um hraunið. Við Laufhöfða eru gatnamót. Þar beygir Straumsselsstígur til suðurs þar sem hann liggur um Katlana.

Straumsselsfjarhellar sydri-5

Skammt þar austan við er Kápuhellir, í landi Þorbjarnarstaða. Norðan undir Straumsselshöfða beygir stígurinn til vesturs og kemur vestan og sunnan hans upp í selið. Reyndar skiptist gatan undir norðurhorni höfðans, en þaðan liggur gata áleiðis að Straumsselshæð og inn í selið að norðaustanverðu.
Á leiðinni sást vel yfir að Tobbuklettum og vörðu við Grenigjár, en í þeim er nokkuð stór rétt innan hraunhólaþyrpingar. Selsstígurinn er vel markaður í klöppina á kafla, einkum neðst í Flánum. Einnig er hægt að komast inn á hann eftir stíg af Gerðarstíg, sem er austastur þessara stíga. Hann liggur til suðurs austast í Seljahraununum.
Fyrir ofan Straumssel er Straumsselshæð og á henni Straumsselshæðarvarða. Ofar og sunnar eru Stórhæðir. Efst austan til er Fremstihöfði en í Straumssel-23suðvestur sér í hæstu hæð Gömluþúfu. Í því er Gömluþúfugrenið.
Sunnarlega í Straumselshöfða er Höfðavatnsstæðið, uppi á hól. Þar á sumrum var drykkur fyrir tvo smala og hunda þeirra.
Straumsselið er eitt hið merkilegasta á Reykjanesskaganum. Seltætturnar eru í Straumselstúni. Þarna stóð bær fram á síðustu öld, sem Guðmundur Tjörvi lét reisa. Bærinn brann síðan. Áður var faðir hans, Guðmundur (sonur Krýsuvíkur-Gvendar) um tíma skógarvörður í Almenningum og hélt þá til í selinu.
Seltúnsgarðar liggja um nokkurn hluta túnsins. Gamla selið er hér innangarðs sem og Selsgarðurinn, matjurtargarður. Vatnsstæði er í skúta norðan við þær, Selsbrunnurinn. Hlaðin hestarétt er vestan við Selstúnið.
straumsselsstígur eystri-2Í Straumsseli var búið stundum á 19. öldi. Síðast á árunum 1890-1895. Bæjarhúsin eyddust af bruna og hefur ekki verið búið þar síðan. “Í suðri sést í Hafurbjarnaholt, kennt við Björn Gnúps-Bárðarson, Hafur-Björn, sem samninginn gerði við bergbúann forðum. Gerðu þeir helmingaskipti í fjáreign. Segir sagan að þá hafi komið hafur og hrútur í féð og var þá sem tvö höfuð væru á hverri skepnu. Gerðist Björn þá fjárríkasti bóndi á Suðurnesjum”.
Straumsstígurinn kemur í selið ofan við hestaréttina. Líklega hefur hún verið notuð af hestafólki, t.d. þeim sem þurftu að hitta Guðmund skógarvörð í Straumsseli á meðan hrístakan stóð yfir.  Einnig hefur heimilisfólk í selinu notað hesta fyrir utan auðvitað vöruflutninga.
Suður frá garði frá selinu liggur Straumshellnastígur, suður að Straumshellum nyrðri, miðja vegu milli Gömluþúfu og Straumssels. Þaðan liggur stígur í Straumshellana syðri. Hér voru allgóð fjárskjól og hafði Tjörvi þarna fé. Við syðri hellana er Gerðið, sem notað var til samrekstar.
Norðan við neðri hellana er gott varðað vatnsstæði í hraunkvos. Í neðri hellunum er rúmgóður fjárhellir utan í holti og snýr opið til vesturs. Hlaðið er framan við munnann. [Skammt sunnan við opið mótar vel fyrir öðrum miklum hleðslum við op. Hleðslurnar eru fallnar og hafði lokast fyrir opið, en hefur nú verið opnað á ný. Þarna mun vera op á öðrum fjárhelli, sem langur gangur átti að hafa verið inn í].
TobbuklettarÍ efri hellunum er rúmgóður fjárhellir og vel manngengur. Hlaðið er fyrir munnann, en hellisopið er innan við fallega hlaðið gerði í hraunbala. Ofan við gerðið að norðanverðu er hlaðið byrgi eftir refaskyttu, sem Jónas Bjarnason og félagar hlóðu eftir miðja 20. öld, væntanlega úr grjóti réttarinnar.
Vestari selsstígnum var fylgt úr hlaði. Hann liggur til suðurs út frá bænum og beygir síðan til vesturs og loks til norðurs. Stígurinn til vesturs yfir að Óttarsstaðarseli þverar hann vestan við selið. Stígurinnn er vel markaður í landið og er augljós á köflum.
Straumsselsstígnum var fylgt til norðurs vestan Straumsselshöfða og yfir á vestari Straumsselsstíginn, sem síðan var rakin áleiðis niður að Þorbjarnastöðum með viðkomu í Tobbuklettum.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Straum og Óttarsstaði.

Straumssel

Straumssel. Tóftir af húsi skógarvarðarins efst til vinstri.

Vorrétt

Hraunin sunnan Nýjahrauns (Kapelluhrauns), milli Gerðis og Efri-hellra, eru tiltölulega slétt og vel gróin lyngi og birki, enda mun eldri og mosinn því á góðu undanhaldi. Kapelluhraunið, sem er bæði miklu mun hærra og úfnara, þakið hraungambra, rann árið 1151. Vestan við það eru nokkur hraun, þ.á.m. fjögur Selhraun, öll eldri en 4000 ára. Nyrst er Hrútargjárdyngjuhrauni (Óttarsstaðir, Straumur og Þorbjarnarstaðir), Geldingahraun eða Afstaphraunið eldra er ofar og síðan raða Selhraunin sér milli þess og Hrútargjárdyngjuhraunsins, sem er um 7200 ára.

Varða við Gerðisstíg

Gengið var frá Gerði upp með vestanverðri hraunbrún Kapelluhrauns upp í Efri-hellra, allnokkru vestan við Hrauntungur. Ætlunin var að skoða örnefni og minjar á svæðinu vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni, en svæðið nær talsvert út í eldra Afstapahraunið og Selhraunin. Á þessu landssvæði eru allnokkrar fornleifar þar sem finna má mannvistarleifar á a.m.k. 25 stöðum. Í fornleifaskráingu fyrir svæðið frá árinu 2006 eru taldar upp fornleifar á 14 stöðum, þar af sjást engar fornleifar á einum þeirra. Skráningin var unnin af Byggðasafni Hafnarfjarðar fyrir Skipulags- og byggingasvið Hafnarfjarðar. Í ferðinni voru allar fornleifar ljósmyndaðar, færðar á heilstæðan uppdrátt af svæðinu og hnitsettar. Ekki var tekið tillit til minja- eða verndargildis því þetta var ekki fornleifaskráning, einungis samanburður á fyrirliggjandi gögnum og aðgengilegum vettvangnum. Hafa ber sérstaklega í huga að allar minjarnar tengjast fyrrum búskaparháttum íbúanna í Hraunum og hafa því hátt minjagildi sem hluti af heilstæðu búskaparlandslagi bæjanna, einkum Þorbjarnarstaða, en bærinn og umhverfi hans verður að teljast eitt hið verðmætasta sem slíkt á höfðuborgarsvæðinu – og jafnvel þótt víðar væri leitað.
Ruddur Gerðisstígur um SelhraunMeðfram austurtúngarðinum á Þorbjarnarstöðum lá Straumsstígurinn, yfir Alfaraleiðina og áfram upp með Miðmundarhæð. Á hæðinni er Miðmundarvarða. Fornaselsstígur lá um hlið á austurtúngarðinum, yfir Alfaraleiðina og upp með Stekknum (rétt), sem þar er skammt austar undir klapparhæð. Við norðurtúngarðinn á Þorbjarnarstöðum var Þorbjarnarstaðarétt, vel hlaðin rétt af grjóti. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns árið 1918.)
Þegar komið var upp fyrir Gerði var komið inn á Alfaraleiðina, hina fornu þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Útnesja. Leiðin lá um Brúnaskarð eystra upp á Kapelluhraun, en svo nefndist jafnan neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallaðist Bruninn og enn ofar Háibruni. Alfaraleiðin sést þarna vel í annars grónu hrauninu þar sem hún liggur upp að brúnabrúninni, sem nú hefur verið raskað. Brunaskarð (vestra) sést því ekki og ekki heldur Stóravarðan, sem þar var á Brunabrúninni. Gatan telst til fornleifa, enda er víða á henni mannanna verk.
Garður suðvestan við Neðri-hellraHandan við Brunann er landamerkjalína Straums/Lambhaga og Hvaleyrar úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, rúst sem hlaðin var úr grjóti. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða. Nú stendur hún endurgerð í fjárborgarlíki uppi á hraunhól eftir að hraunbreiðan umhverfis hefur verið fjarlægð og þar með Alfaraleiðin, utan spölkornsspotta suðaustan við Kapellunna. Leiðin lá yfir hraunið uns komið var í Brunaskarð eystra (austara). Við hvort skarð voru vörður, er nefndust Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys. (Austan Brunans eru Leynirar. Um þá var gerð hinn fyrsti akvegur yfir hann. Hlaðið skjól er skmmt austar og er það skjól vegagerðarmanna.
Neðri-hellrarÚr skarðinu liggur Alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér var komið, var gengið inn á varðaðan stíg er liggur upp frá Gerðinu og nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans og er enn vel greinilegur, bæði gróinn enda hefur víða verið kastað upp úr honum grjóti og á stöku stað má sjá hliðarhleðslur til afmörkunar, einkum á brúnum. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð, milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur. Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Selhraun (Hraunamenn nefndu það/þau jafnan Seljahraun). Á nyrðri hraunbrún Geldingahrauns (eldra Afstapahrauns), sem liggur þarna þvert á leiðirnar) er fallin varða. Á austari brúninni er varða, sem enn stendur. Þegar komið er upp fyrir Hólana, inn á nokkuð slétt Seljahraun tekur við Seljahraunsstígur, sem liggur í krókum í gegnum það upp með Brunanum.
Gerði við Neðri-hellra - SeltóuÞegar komið er yfir Seljahraun (þ.e. eitt þeirra), blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur.
Áður en Seljahraunsstíg er fylgt áfram upp í Neðri-hellra, er rétt að staldra við. Merkingar Byggðasafns Hafnarfjarðar gefa til kynna að þarna kunni að leynast nokkrar fornleifar. Þær eru í klofnum klapparhólum skammt austar, stundum nefndar Gjár eða Rauðamelsklettar. Klettarnir eru norðan melsins og verða að teljast bæði álitlegar og nýtilegar klettaborgir, einkum vegna grasgróðurs í þeim og umhverfis þær. Nefndust þessar klettaborgir Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri eða bara Rauðamelsklettar. Vestur frá þeim tóku við Ennin, lágar brekkur.
Annars vegar (að norðanverðu) er um að ræða fyrirhleðslur í þríklofnum hraunhól, norðan línuvegar og vestan námuvegar.
Stekkur við Neðri-Hellra?Þar gæti verið komin Neðri-Rauðamelsklettarétt, sem Þorkell nefndi svo, því skammt ofar er greinileg Efri-réttin, eða Rauðamelsréttin syðri. Hún er einnig í klofnum aflöngum sprungnum klapparhól, en mun stærri. Í klofanum eru heillegar fyrirhleðslur á fjórum stöðum. Þessar réttir, sem og aðrar hliðstæðar í nágrenninu (í Réttargjá, Tobbuklettum og Grenigjá) voru jafnan notaðar sem rúningsréttir á vorin. Efri-rétt og réttin í Réttargjá voru þó einnig notaðar sem nátthagar þegar Neðri-hellrar voru brúkaðir til aðhalds.
Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellrar og Rauðhellir. Einnig Litli-hellir, en það mun vera nýrra nafn á litlu skjóli milli Réttargjáar og Rauðhellir (sem reyndar hefur stundum óvart verið nefndur Neðri-hellrar). Hafa ber í huga að Rauðimelur var einnig nefndur Rauðhólar, en um er að ræða gjall og theptragígaþyrpingu eldra hrauns, en Selhraunanna (Seljahraunanna), sem umlykja hann).
Rauðamelsstígur lá til austurs norðan við melinn, samkvæmt skrá Gísla Sigurðssonar. Nú man enginn eftir honum, e.t.v. hafa þetta. bara verið fjárslóðir. Reyndar má sjá litlar vörður við hann á a.m.k. tveimur stöðum, auk þess sem auðvelt er að fylgja honum upp með grónum hraunkantinum, áleiðis upp í Kolbeinshæðaskjól, sem síðar verður nefnt.
Álfaborgin - kirkjanStefnan var tekin til norðurs, að Neðri-hellrum. Hellarnir eru í grónu, tiltölulega litlu jarðfalli, undir lágri hraunhæð. Op á fyrirhleðslu er á móti austri. Hleðslan, um 80 cm há, stendur enn nokkuð heilleg. Fyrir innan er moldargólf, þakið tófugrasi fremst, en gróðursnauðara verður eftir því sem innar dregur. Þar má sjá kindabein á stangli. Rás liggur til norðurs, en endar fljótlega. Í suðaustanverðu jarðfallinu er fyrirhleðsla án ops. Í norðaustanverðu jarðfallinu utanverðu er gróin fyrirhleðsla, sem einhverju sinni hefur verið op inn í austari hluta fjárskjólsins, en hluti þess er fallinn niður. Svo er að sjá sem fjárhellirinn hafi verið tvískiptur.
Í nefndri fornleifaskrá eru Neðri-hellrar nefndir Rauðhellir, en Þorkell bóndi, langaafi þess sem þetta ritar, var ákveðinn í staðsetningu þeirra, enda nokkur mannvirki umhverfis er staðfesta orð hans í þeim efnum. Skammt suðvestan við Neðri-hellra (í fleirtölu) erVorréttin hlaðinn veggur; fyrirstaða eða hluti gerðis. Veggurinn er greinilegur, mosavaxinn og stingur í stúf við annars gróið umhverfið. Hann liggur með landslaginu til suðvesturs og norðausturs og er u.þ.b. 12 m langur. Norðan þess er hlaðið gerði undir Brunabrúninni. Innviðir þess eru grasi grónir, er segja nokkuð til um nýtinguna. Vegghleðslur standa, um 40 cm háar, einhlaðnar. Þær hafa því verið fyrir fé; mögulega nátthagi. Stærð hellanna og gerðisins benda til þess að tiltölulega fáu fé hafi verið haldið þarna. Örskammt austar með hraunbrúninni sést móta fyrir stekk, að því er virðist, tvískiptum, með föllnu forhlaði og heillegri lambakró.
Hér þarf einnig að staldra við stuttlega. Hafa ber í huga að stígurinn (stígshlutinn) að Neðri-hellrum nefndist Seljahraunsstígur. Samt var hann fjarri Fornaselsstíg, hvað þá Straumsselsstíg. Grasi gróna svæðið umhverfis Neðri-hellra og gerðið var stundum nefnt Seltó. Í seinni tíð vEfri-hellrarirðist þarna hafa verið ígildis sels, en þau sem slík voru aflögð í Hraunum um og eftir 1870. Þarna gæti því hafa eymt eftir af fyrrum búskaparvitjum og notkunin tekið mið af því, þ.e. fráfærur, aðhald og nytjar. Segja má að öll ummerki á þessu afmarkaða svæði bendi til þess, en þó vantar selið sjálft, þ.e. húsakostin. Ástæða þess gæti hreinlega verið nálægðin við bæinn, en þangað er ekki nema 15 mín. gangur eftir greiðfærum og ruddum stíg (stígum).
Skammt austan við Neðri-hellra er Rauðhellir; um 6 metra löng hraunrás. Ekki er að sjá að fyrirhleðsla hafi verið við opið, en greiður aðgangur fé hefur verið þar til skjóls. Mold er í botninum og tófugras fremst. Opið er mót suðvestri. Vörðubrot er ofan við munnann.
Skammt frá er Litli-hellir, en gróin fyrirhleðsla er fyrir munna skúta í grónu grunnu hraunsigi. Öll skjólin á svæðinu eru í vari fyrir austanáttinni (rigningaráttinni), en það er í samræmi við staðsetningu hinna u.þ.b. 250 selja, sem finna má á Reykjanesskaganum, þ.e. húsa og fjárskjóla tengdum selstöðunum.
Suður frá Rauðamelnum og suðaustan af Neðri-hellrum er Réttargjáin. Gjá þessi er einnig í sprungu í annars sléttu hrauni, sem snýr suðurvestur og norðaustur. Fyrirhleðslur eru á þremur stöðum í sprungunni. Þær eru að mestu fallnar, en sjást þó enn. Tilkomumest er austasta og innsta fyrirhleðslan, sem er þver á sprunguvegginn innanverðan (sjá mynd).
Milli Réttargjárinnar og næsta áfangastaðar, Vorréttarinnar (Brunaréttarinnar), er bæði stök og einstök klettaborg; Álfaborgin. Í miðju hennar er hár klettastandur; álfakirkjan. Börnin á Þorbjarnarstöðum höfðu tröllatrú á þessum stað. Hann mátti hvorki vanvirða né raska á nokkurn hátt. Mikil helgi var staðnum, enda höfðu margar frambornar óskir þeirra þaHleðsla í Efri-hellrumr ræst, auk annarra óútskýrðra tilvika. Eitt slíkt, mjög óvænt, átti eftir að gerast í þessari ferð um svæðið. Þorbjarnarstaðabörnin voru jafnan vöruð við að fara þarna um með látum, ella myndi illt af hljótast – og þau varnaðarorð voru ekki til einskis.
Skammt austar, í augsýn þaðan, er Þorbjarnarstaðarétt eða Vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum. Réttin er heilleg, veggir standa að mestu, um 1.0 til 1.20 m á hæð. Almenningur er í réttinni minni, en auk þess tveir dilkar, sem bendir til þess að réttin hafi einkum verið notuð af Þorbjarnarstaðafólkinu til frádráttar, þ.e. annars vegar þess fé og hins vegar annarra. Skjól og byrgi eru hlaðin nálægt réttinni. Hún er allsérstök og verskuldaður minnisvarði um aðrar slíkar, ekki einungis í Hraununum heldur um land allt. Einungis það að eyðuleggja þennan stað vegna akstursæfingasvæðis væri dæmi um fádæma verðmætafyrringu, m.ö.o., staðurinn er varðveislunnar virði – til lengri framtíðar litið.
Héðan var stígurinn, sem fylgt hefur verið, Gerðisstígur eða Seljahraunsstígur, nefndur Efri-hellrastígur allt upp að Efri-Fyrirhleðsla í Réttargjáhellrum, sem einnig voru/eru við vesturbrúnina á Brunanum. Þegar hér var komið, nefndist hraunið Brenna, en ofan Efri-hellra, Brunatunga. Úti á hrauninu var Brennuhóll, neðst í Brennunni. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti sótti kvarnarsteina í Brennuna og bar á bakinu, setti mosa undir bakið. Ofar taka við Hrauntungur, en þeim, þótt mannvistarlega teljast og merkilegar, verður ekki lýst hér, enda utan svæðisins.
Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar segir: „Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð, og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun.
Millum Vorréttarinnar og Kolbeinshæðarskjóls er hellir. Myndarleg varða stendur ofan við opið. Þessa skjóls er hvergi getið í örnefnalýsingum, en hefur án efa verið notað til einhvers brúks fyrrum.
Kolbeinshæðarskjól er heillegt. Hleðslur standa, um 1.60 m háar. Reft hefur verið yfir, líkt og algengt var um skútaskjól í Hraununum. Enn má sjá tré sem rafta í þessu skjóli.
Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur, sem fyrr var nefndur, suður og upp í Laufhöfðahraun suður í Gjásel, sem er nokkru norðvestan við Fornasel. Frá Jónshöfða liggur Hleðslur í RauðamelsgjáarréttStraumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar. Á miðjum Flánum er Fláavarðan. Eru nú engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Svonefnd Tobbuklettsvarða austari var hlaðin til glöggvunar á Fornaselsstíg. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur, sem lá allt til Krýsuvíkur, jafnframt fjallreiðarvegur á kafla. Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri. Hér er eittvað málum blandið.
Í Grenigjám eru allmiklar hleðslur og aðkoman eftirminnileg. Þegar komið er inn í réttina mót norðri sjást miklar hleðslur, sem mótaðar hafa verið eftir aðstæðum. Þessi staður, auk hraunmyndanna, er líklega einn eftirminnilegastur minjastaður, sem hægt er að koma á. Á hraunhæð norðan við Grenigjárrétt er Grenigjárvarðan (Tobbuvarðan). Vel gróið er umhverfis hæðina.
Tobbuvarðan eystri er á kletti við Fornaselsgötuna, sem fyrr sagði. Þaðan er skammt í Seljahraunin, en austur frá klettunum eru Ennin Hleðsla í Rauðamelssklettsréttinni efriáðurnefnd. Landamerkjalínan liggur úr Tobbuvörðu norður í Stekkatúnshæð vestari, þaðan í Tóhól eða Tó  rétt vestan við Sölvhól og þaðan í Pétursbyrgi. En stígurinn liggur frá Seljahrauni vestan Jóhannshóls og milli Stekkatúnshæðar vestari og eystri. Á Stekkatúnshæð eystri var Hádegisvarða (Miðdegisvarðan áðurnefnda), stóð hátt og var mikil um sig. Hæðin var því allt að einu nefnd Hádegishæð (Miðdegishæð, eftir því hvort horft var frá Þorbjarnarstöðum eða Gerði)). Varða þessi var reyndar ekki eyktamark frá Þorbjarnarstöðum, heldur sennilega Gerði og hefur því haft nafnið Miðdegisvarða. Norðan undir hæðinni var Stekkurinn eða Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Þarna var líka Stekksgatan eða Þorbjarnarstaðagatan, sem var frumkvöðull Fornaselsstígsins (-götunnar). Og þá var komið aftur að upphafsstað, öllu fróðari og með a.m.k. 25 staði að baki, sem höfðu að geyma einhverjar mannvistarleifar.
Til gamans má geta hremminga eins þátttakandans í ferðinni. Hann hafði haft GPS-hnitsetningartæki Loftmynd af svæðinumeð sér í vinstri flísjakkavasanum. Teknir höfðu verið punktar í Neðri-Rauðamelsklettaréttinni og eigandinn þá stungið tækinu í vasann. Staldrað var á ýmsum stöðum, sem að framan er lýst. Þegar komið var til baka neðan úr Efri-hellrum og gengið framhjá Álfaborginni ofanverðri virtist hann fá vitrun; hann staðnæmdist, þreifaði á flísjakkavasanum – og komst sér til skelfingar að rándýrt GPS-staðsetningartækið var horfið. Þá var ekki um annað að ræða en að þræða fyrrum leiðina upp eftir um Vorréttina og í Efri-hellra. Á þeirri leið var ekkert tæki að sjá. Leiðin til baka var þrædd að sama skapi. Ekkert var að sjá, enda erfitt um vik, því yfirborðið var algerlega samlitt tækinu. Þó fannst lóu- og hrossagaukshreiður við leitina, en þau voru látin afskiptalaus. Þegar komið var á móts við Álfaborgina var ákveðið að skoða betur aðkomusvæðið að henni í fyrstu ferðinni. Þar hafði verið staldrað við um stund og minning Þorbjarnarstaðafólksins rifjuð upp. Viti menn – þar á nákvæmlega sama stað Deiliskipulagstillagan af svæðinuog staldrað hafði verið við lá tækið. Og ekki bara það. Hlutaðeigandi hafði jafnan fyrir sið að slökkva á því eftir notkun, en nú var kveikt á tækinu. Gætu álfarnir hafa verið að skoða hvað mennirnir aðhöfðust?
Í nefndri „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kappelluhrauni“ má m.a. sjá að Rauðamelsréttargjá er í u.þ.b. 320 m fjarlægð frá réttri staðsetningu, nafnavíxl hafa orðið á stöðum og ekki er getið um allnokkra minjastaði, sem að framan er lýst.
Þegar svæðið er metið sem heild verður áherslan sett á þrennt; heilstæðar minjar mannvistaleifa. sögulegt samhengi og sérstaka náttúru í nálægð við byggð. Auk þess sem um er að ræða eitt verðmætasta búsetulandslag í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, verðmætara en Árbæjarsafn, hefur svæðið að geyma dæmigerð þróunarform náttúrunnar á svæðinu, þ.e. muninn á gróðurfari nútímahrauna og eldri hrauna eftir nýjasta ísaldarkeið. Fornleifafræðingar skrá jafnan sýnilegar minjar eða ummerki hugsanlegra minja, en líta framhjá náttúruminjunum, sem eru langt í frá ómerkilegri. Í náttúruminjunum geta falist átrúnaður á álfa og huldufólk, þjóðsagnakenndir staðir o.fl., sem sprottið hafa úr hugarfylgsnum nábúana og aðkomufólk hefur síðan sett á blöð öðrum til fróðleiks og áhrínis. Hvorutveggja heita í dag „þjóðsögur“.
Þegar slíkt svæði sem þetta er gaumgæft af nemanda í fornleifafræði, einstaklinga með áratuga þjálfun í að „lesa“ landið með aðstoð kunnugra, verður ekki hjá því komist að hugsa til þess hvernig kennslu í faginu er háttað við Háskóla Íslands. Nemar í fornleifaskráningu fara á vettvang, þeim er bent á minjar, þær eru mældar, uppdráttur gerður og lýsing færð í skrá eftir Grenigjár - minjar. FERLIR gefur gert fjölmarga uppdrætti af minjasvæðum á Reykjanesskaganumforskrift. Hvergi í náminu eru nemendur þjálfaðir í að leita að minjum – enda tekur slík þjálfun mörg ár. Samt er þeim hinum sömu treyst fyrir gerð fornleifaskráninga á einstökum svæðum er taka á mark á. Reynsla FERLIRs er sú að jafnvel hinir „lærðustu“ fornleifafræðingar eiga það til að sjást yfir fornleifar, og það jafnvel margar, á einstökum svæðum. Ágætt dæmi um það er brunnur bæjarins Arnarfells þegar úttekt Fornleifarverndar ríkisins var gerð á því svæði vegna fyrirhugaðrar kvikmyndartöku „Flags of ours fathers“, sem reyndar varð að litlu sem engu. Annað dæmi er fornleifaskráning á Miðnesheiði þar sem Gamli Kirkjuvogur var færður yfir í Djúpavog við Ósabotna. Í þeirri skráningu var Stafnessel sagt hafa eyðst, en minjar þess má samt sem áður sjá þar efra.
Alls þessa er að niðurlaginu lýtur er aðallega getið hér í tvennum tilgangi; í fyrsta lagi þarf að fara vel og vandlega yfir svæði þegar verið er að fornleifaskrá minjar á þeim og auk þess þarf að meta minjarnar í heild með hliðsjón af þarflegri varðveilsu til lengri tíma litið. Eyddar minjar af skammsýni koma verðandi kynslóðum að litlu gagni!
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

StraumsselsstígurP.S.
Þegar FERLIR leitaði á sínum eftir eintaki af nefndri fornleifaskráningu frá Fornleifavernd ríkisins með formlegri fyrirspurn í tölvupósti fengust alls engin viðbrögð – og það þrátt fyrir að kynnt hafði sérstaklega á vefsíðu stofnunarinnar að slík skýrsla væri til.
Leitað var eftir afriti af skýrslunni frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Forsvarsmaður hennar brást við eftir nokkurra vikna bið og kom hann afriti til greinarhöfundar. Þá kom í ljós að ekki hafði verið vandað nægilega vel til verka m.v. gefnar forsendur. Sú 16 bls. „Fornleifaskráning, sem boðið er upp á vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kappelluhrauni“, verður sagna sagt að teljast léttvæg í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga sem og borðliggjandi vettvangsheimilda.

Heimildir m.a.:
-Örnefnaskrár fyrir Þorbjarnastaði og Straum.
-Þorkell Árnason, bóndi á Þorbjarnarstöðum, og Ingveldur Jónsdóttir, dóttir Jóns Guðmundssonar, bónda og heppsstjóra, á Setbergi.

Gerðisstígur

Gerðisstígur.

 

Reykjanes

Upphafið – Eggert og Bjarni
Upphaf rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík má rekja aftur til ársins 1756. Þá voru Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson þar á ferð en þeir voru meðal helstu boðbera upplýsingastefnunnar hér á landi. Þeir félagar könnuðu jarðhitann í Sveifluhálsi austanverðum og boruðu þar m.a. 32 feta djúpa rannsóknarholu. Rannsóknirnar breyttu ekki þeirra fyrri skoðunum á uppruna jarðhitans, þ.e. að hann væri ekki kominn úr iðrum jarðar heldur skapaðist á nokkurra feta og í mesta lagi nokkurra faðma dýpi í jörðinni (Eggert Ólafsson 1975).

Boranir 1941-1951
krysuvik-999Milli 15 og 20 grunnar holur voru boraðar í nágrenni Krýsuvíkur á árunum 1941-1951, líklega allar innan við 200 m djúpar. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um þessar boranir, en tilgangurinn með þeim var að afla gufu til rafmagnsframleiðslu fyrir Hafnarfjörð og voru þær kostaðar af bæjarsjóði Hafnarfjarðar og Rafveitu Hafnarfjarðar (Ásgeir Guðmundsson 1983, Halldór Ármannsson og Sverrir Þórhallsson 1996).
Ein þessara holna, stundum nefnd Drottningarholan, sem boruð var í Seltúni árið 1949, blés allt til ársins 1999. Talið er að hún hafi sofnað snemma í október það ár en þann 25. október varð feikna mikil gufusprenging í holunni. Talið er að holan hafi stíflast vegna útfellinga og að úr sér genginn holubúnaðurinn hafi gefið sig þegar þrýstingur byggðist að nýju upp í aðfærsluæðum holunnar sem hafði blásið samfellt í 50 ár.

Boranir 1960
Í framhaldi af viðræðum Hafnarfjarðarbæjar og Reykjavíkurborgar um hitaveitu frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur voru boraðar þrjár holur í næsta nágrenni Krýsuvíkur árið 1960. Til verksins var notaður nýr jarðbor, Gufubor ríkisins og Reykjavíkurborgar. Holurnar urðu 1275, 1220 og 329 m djúpar. Ekki var settur raufaður leiðari í holurnar og hrundu þær þegar þeim var seltun-998hleypt í blástur.
Áður höfðu
fengist upplýsingar um jarðlög og hita í holunum. Niðurstöður borananna ollu nokkrum vonbrigðum þar sem mestur hiti í holunum reyndist á 300–400 dýpi, 200–225°C, en neðar fór hitinn lækkandi. Boranirnar voru kostaðar af ríkissjóði (Ásgeir Guðmundsson 1983, Halldór Ármannsson og Sverrir Þórhallsson 1996). Þessar þrjár holur hafa í umfjöllun um rannsóknir yfirleitt verið nefndar hola 1, 2 og 3 og í seinni tíð KR-1, KR-2 og KR-3.

Borun 1964
Árið 1964 var boruð 300 m djúp hola í Krýsuvík til vatns- og gufuöflunar fyrir gróðurhús á staðnum. Þessi hola hefur verið nefnd hola 4 eða KR-4.

Krýsuvíkuráætlun 1970–1971
Árið 1970 hófst á vegum Orkustofnunar kerfisbundin rannsókn á Krýsuvíkursvæðinu í kjölfar fimm ára áætlunar sem stofnunin hafði gert um rannsókn háhitasvæða. Í áætluninni var Krýsuvíkursvæði skilgreint þannig að það náði yfir jarðhitasvæðin í Krýsuvík og nágrenni, þ.e. við Trölladyngju og milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls (Stefán Arnórsson og Stefán Sigurmundsson 1970).
Tilgangurinn var að kanna útbreiðslu heits bergs og vatns á svæðinu, berghita, vatnsforða heita bergsins og gegndræpni þess, en niðurstöður slíkrar könnunar voru taldar nauðsynleg undirstaða fyrir raunhæfar áætlanir um nýtingu jarðvarma í stórum stíl. Í heildarskýrslu Jarðhitadeildar Orkustofnunar um rannsókn jarðhitans á Krýsuvíkursvæði (Stefán Arnórsson o.fl. 1975) er gerð ítarleg grein fyrir niðurstöðum rannsóknanna sem voru m.a. jarðfræðikortlagning, mælingar á smáskjálftum, jarðsveiflumælingar, viðnámsmælingar, segulmælingar, þyngdarmælingar, efnafræði jarðhitavatns, boranir og borholurannsóknir.

Þrjár rannsóknarholur voru boraðar árið 1971 og ein til viðbótar árið 1972. Hola 5 (KR-5) við suðurenda Kleifarvatns varð 816 m djúp, hola 6 (KR-6) norðan við Trölladyngju varð 843 m djúp og hola 7 (KR-7) við Djúpavatn varð 931 m djúp. Hola 8 (KR-8) var boruð 1972 við Ketil vestan undir Sveifluhálsi og varð hún 930 m djúp.

seltun-997

Sem fyrr var borað niður í gegnum hæsta hitann í öllum borholunum og voru settar fram þrjár skýringar á því:
(1) Uppstreymi á miklu dýpi undir svæðinu og þaðan skástreymi í átt til yfirborðs til allra hliða, meira eða minna.
(2) Aðskilin uppstreymissvæði, líklega eitt undir Sveifluhálsi og annað undir Trölladyngju og lárétt streymi út frá þeim á tiltölulega litlu dýpi. Lárétta streymið leiðir til myndunar á svepplaga massa af heitu vatni og bergi ofan á uppstreyminu.
(3) Dvínandi hitagjafi undir svæðinu án verulega minnkaðs rennslis inn í það neðan frá. Þetta leiðir til lækkunar á hita vatnsins í rótum jarðhitakerfisins og eykur líkur á kólnun ofan frá.
Höfundar skýrslunnar töldu skýringu (1) ekki koma til álita þar sem hola 8 fór einnig í gegnum hæsta hitann en hún var talin staðsett í miðju megineldstöðvarinnar í Krýsuvík. Ekki var talið unnt að skera úr um það með fyrirliggjandi þekkingu hvort skýring (2) eða (3) ætti betur við um Krýsuvíkursvæðið eða hvort einhverjir aðrir þættir réðu hinum viðsnúnu hitaferlum í borholunum. Hátt eðlisviðnám djúpt undir jarðhitasvæðinu var talið geta stafað af lágum hita eða litlum poruhluta og fremur talið styðja hugmyndina um dvínandi hitagjafa.
Í grein Stefáns Arnórssonar o.fl. (1975) um rannsóknirnar á Krýsuvíkursvæðinu koma fram sömu niðurstöður nema hvað tilgáta (1) hefur verið felld út. Þessar niðurstöður ollu ekki síður vonbrigðum en niðurstöður borananna árið 1960 og hafa vafalítið ýtt undir það að ekki varð af frekari rannsóknum á svæðinu um sinn og áhugi stjórnvalda og annarra beindist að öðrum jarðhitasvæðum.

Rannsóknir á níunda áratugnum
seltun-996Um 1980 var enn farið að huga að jarðhitanum á Krýsuvíkursvæðinu. Frá því að rannsóknum á Krýsuvíkursvæðinu lauk hafði mikil reynsla fengist af rannsóknum á háhitasvæðinunum við Kröflu og í Svartsengi.
Í erindi á ráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands haustið 1980 kynnti Valgarður Stefánsson líkanhugmynd af svæðinu byggða á endurskoðun rannsóknargagna frá Krýsuvík. Valgarður segir að viðsnúnir hitaferlar séu tákn um lárétt streymi í bergi og telur að hitadreifing í borholum bendi til að uppstreymi sé annars vegar austan við Seltún í Krýsuvík og hins vegar við Trölladyngju en niðurstreymi á milli svæðanna, þ.e. í Móhálsadal. Hér er í raun endurvakin skýring (2) frá Krýsuvíkuráætlun og hún talin eiga við rök að styðjast.

Á árunum 1983-1986 var af og til unnið að jarðhitarannsóknum á svæðinu á vegum Orkustofnunar. Niðurstöður þeirra rannsókna hafa aldrei verið teknar saman í heild en þær hafa að nokkru leyti komið fram í ýmsum skýrslum og greinum, m.a. á vegum Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Fljótlega komu t.d. fram hugmyndir um hliðrun Krýsuvíkurgosreinarinnar til vesturs eða norðvesturs um 1-3 km frá því á síðasta jökulskeiði og bent var á samsvarandi hliðrum í gosrein Brennisteinsfjalla. Einnig kom í ljós að sprungukerfi með stefnu nálægt norður-suður, framhald skjálftasprungna á Suðurlandi til vesturs, virtust tengjast jarðhitanum við Krýsuvík og við Sandfell (Sigmundur Einarsson 1984).
seltun-995Kifua (1986) telur í skýrslu sinni um jarðhitasvæðið við Trölladyngju sem unnin var við Jarðhitaskólann að austur-vestur útbreiðsla jarðhitaummyndunar virðist eiga rætur að rekja til eiginleika s.s. brota í jarðaskorpunni sem liggja undir yfirborðslögum og tengjast hugsanlega skjálftabeltinu.
Í erindi Sigmundar Einarssonar og Hauks Jóhannessonar á ráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands vorið 1988, sem að hluta byggðist á rannsóknum á vegum Orkustofnunar, er rakin gosvirkni í Trölladyngjubrotakerfinu á nútíma. Þar er einnig minnst á eldvirkni í Krýsuvík austan við Sveifluháls, en hún talin liggja utan við meginbrotakerfið.
Í grein Sigmundar Einarssonar o.fl. (1991), sem einnig byggðist að hluta á rannsóknum Orkustofnunar, er gerð allítarleg grein fyrir yngstu goshrinunni í Trölladyngjukerfinu. Þar kemur m.a. fram að óreglur eru í gossprungu Krýsuvíkurelda þar sem hún liggur gegnum jarðahitaummyndun við Vigdísarvelli.
Sumrin 1983-1984 voru gerðar viðnámsmælingar á háhitasvæðinu við Trölladyngju en talin var þörf á verulegum viðbótarmælingum til að unnt yrði að draga af þeim nægjanlega öruggar ályktanir um gerð jarðhitasvæðisins (Ólafur G. Flóvenz og Kristján Ágústsson 1985).

Rannsóknir fyrir Lindalax hf. 1986
seltun-994Árið 1986 gerði Orkustofnun ítarlega skýrslu um jarðhitasvæðið við Trölladyngju og byggðist hún að mestu á niðurstöðum rannsókna undagenginna ára og frekari úrvinnslu eldri gagna (Orkustofnun og Verkfræðistofan Vatnaskil 1986).
Í niðurstöðum er gert ráð fyrir að Trölladyngjusvæðið sé vestasti hlutinn af stóru jarðhitasvæði sem teygi sig austur að Kleifarvatni og suður í Sandfell og tengist náið eldvirkni á nútíma. Út frá viðnámsmælingum og borholugögnum er jarðhitakerfinu skipt í efra kerfi á 300–500 m dýpi og talið að hiti í því geti verið allt að 260°C. Í neðra kerfi, sem ekki hefur verið borað í (neðan 900 m), er gert ráð fyrir að hitinn geti verið á bilinu 270–300°C og byggist sú niðurstaða á efnarannsóknum í gufuaugum. Gróft mat á vinnslugetu svæðisins er í skýrslunni talið benda til að orkan í efstu 1000 m nægi til framleiðslu 100 MW af varmaorku í 140 ár.

Heimild:
-Yfirlit rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík. Unnið fyrir Orkustofnun, júní 2000.

Krýsuvík

Krýsuvík – Hveradalur.

Straumssel

Gengið var frá Straumi um Mosastíg upp á Alfaraleið, vestur eftir henni að Óttarsstaðaselsstíg (Rauðamelsstíg) og stígnum fylgt upp í Óttarsstaðasel með viðkomu í Bekkjaskúta, Sveinshelli og Meitlaskjóli. Skoðaðar voru mannvistarleifar í selinu, s.s. fjárskjól, seltóttirnar, stekkir og kvíar, vatnsbólið og nátthaginn (réttin).

Straumur

Þá var haldið lengra upp í Almenning og skoðað Gerðið og Straumselsfjárskjólið syðra, Straumselsfjárskjólið nyrðra, vatnsból og selið ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Á bakaleiðinni var gengið um eystri Straumsselsstíginn með viðkomu í Stekknum ofan við Þorbjarnarstaði. Á leiðinni var reynt að rifja upp ýmislegt úr mannlífi bæjanna síðustu áratugina áður en þeir lögðust í eyði og þar með ofanverð mannvirkin, sem ætlunin var að skoða.
Í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000 er m.a. fjallað um Straum og Óttarsstaði.
„Bærinn Straumur sunnan álversins og Straumsvíkur dregur nafn sitt af ferskvatni sem sprettur fram í fjörunni og í tjörnum í hrauninu. Talið er að vatnið eigi uppruna sinn í Kaldárbotnum og Undirhlíðum. Sjávarfalla gætir í þessum ferskvatnstjörnum, sem eru einstök náttúrufyrirbæri. Svæðið umhverfis Straum kallast Hraun. Þar voru um 12 býli og kot um aldamót 1900.
Ottarsstadir eystriStraumshúsið var byggt 1926 af Bjarna Bjarnasyni (1889-1970), skólastjóra í Hafnarfirði og að Laugarvatni, sem ætlaði að reka þar stórbú. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði húsið. Árið 1968 keypti Hafnarfjarðarbær Straumsbúið og leigði það út til ýmiskonar starfsemi. Á níunda áratug 20. aldar voru Straumshúsin gerð upp og hýsa nú listamiðstöð.
Gamli bærinn Straumur er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og nýttur sem miðstöð listamanna, sem hafa stundum opið hús fyrir gesti og gangandi.
Árið 2006 og síðar ber mest á verkum Hauks Halldórssonar, stórlistamanns, í gamla bænum og utan hans (Þórsvagninn smíðaður í Kína).
Ottarsstadir vestInnanhúss er fjöldi vandaðra listaverka og mest ber á ævintýraheimi íslenzkra goðsagna, sem hefur sprottið úr hugarfylgsnum Hauks. Hann er einn fárra manna, sem hefur séð í gegnum goðafræðina og búið til heim hennar í formi módels, sem hann útskýrir á lifandi og mjög skemmtilegan hátt.
Straumur er stór jörð sem bezt sést af því að hún á land til móts við Krýsuvík. Austanmegin er land Þorbjarnarstaða, en land Óttarsstaða að vestan. Straumur hafði hinsvegar þann annmarka sem bújörð, að þar er nánast ekkert tún og heima við er varla hægt að tala um ræktanlegt land.
Ekki lét Bjarni Bjarnason, síðar skólastjóri á Laugarvatni, það aftra sér frá því að hefja fjárbúskap í stórum stíl í Straumi þegar hann var skólastjóri í Hafnarfirði. Hann hefur ekki fundið kröftum sínum fullt viðnám við kennslu og skólastjórn svo kappsfullur og átakamikill sem hann var.
Bekkjaskuti-4Bjarni eignaðist Straum og hóf búskap þar 1918, þá ókvæntur. Fallegur burstabær sem fyrir var á jörðinni brann til kaldra kola 1926, segir Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Óttarsstöðum, sem horfði á eldsvoðann. En Bjarni hefur ekki látið þetta áfall draga úr sér kjarkinn, heldur snúið sér að því á næsta ári að koma upp nýju húsi (1927).
Með fullu starfi varð Bjarni að byggja búskapinn í Straumi á aðkeyptu vinnuafli og ólíklegt að nokkur maður hafi rekið stærra bú í Hraunum fyrr eða síðar. Ég hef fyrir því orð Þorkels sonar hans á Laugarvatni, að Bjarni hafi haft 400 fjár í Straumi, en Þorkell fæddist í Straumi 1929, sama ár og Bjarni flutti austur að Laugarvatni. Búskap hans í Straumi lauk þó ekki fyrr en 1930.
Nærri má geta að mjög hefur verið treyst á vetrarbeit, en samt verður ekki hjá því komizt að eiga allverulegan heyfeng handa 400 fjár, ef jarðbönn verða. Þeirra heyja varð aðeins aflað að litlu leyti í Straumi og mun Bjarni hafa heyjað austur í Árnessýslu.
Ottarsstadasel-5Lítið eða ekki neitt sést nú eftir af fjárhúsunum, en eins og áður var vikið að, byggði Bjarni af verulegum stórhug hús í burstabæjarstíl, ólíkt þeim lágreistu byggingum sem fyrir voru á Hraunabæjunum. Húsið í Straumi stendur enn; það er staðarprýði og fellur ákaflega vel að umhverfinu.
Ekki kemur á óvart að höfundur hússins er Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistari ríkisins, og hefur hann þá teiknað húsið um líkt leyti og Laugarvatnsskólann. Teikningin er til og merkt manni sem að líkindum hefur starfað hjá Guðjóni, en Þorkell Bjarnason á Laugarvatni segir, og hefur það eftir föður sínum, að Guðjón sé arkitektinn. Það er einnig staðfest á minningarskildi sem upp var settur í Straumi.
Ýmisskonar búskapur var um árabil í Straumi, þar á meðal svínabú. Í meira en 20 ár bjó enginn í húsinu og það var að grotna niður, bæði að innan og utan. Sáu sumir þann kost vænstan að rífa húsið, en ekki varð þó af því og Hafnfirðingar sýndu þann metnað að vilja varðveita það.
Straumsselsfjarhellar nyrdriSett var á laggirnar menningarmiðstöð í Straumi með vinnuaðstöðu fyrir listamenn. Sverrir Ólafsson myndhöggvari hefur frá upphafi verið forstöðumaður listamiðstöðvarinnar, auk þess sem hann hefur eigin vinnustofu í Straumi. Það kom í hans hlut að endurgera húsið að innan og utan með fulltingi Hafnarfjarðarbæjar og styrk frá Álverinu og einstaklingum. Hlöðunni hefur verið breytt í 150 fermetra sýningarsal eða vinnustofu sem fær birtu frá þrem kvistgluggum á framhliðinni. Þar fyrir aftan er stór vinnustofa með þakglugga og birtu eins og allir myndlistarmenn sækjast eftir.
Straumsselsfjarhellar sydri-3Á þeim áratug sem listamiðstöðin í Straumi hefur starfað hafa um 1000 listamenn dvalið í Straumi; fólk úr öllum listgreinum og frá 32 þjóðlöndum. Í þeim hópi eru rithöfundar, kvikmyndagerðar-menn, tónlistarfólk, arkitektar, hönnuðir, málarar, myndhöggvarar og leirlistafólk.
Í íbúðarhúsinu eru íbúðir fyrir listamenn; þar geta búið 5 í einu. Mikil spurn er eftir vinnustofum í Straumi, sem menningarmálanefnd Hafnarfjarðar og forstöðumaðurinn ráðstafa, enda eru allskonar verkfæri látin í té.
Straumsland náði lítið eitt út með Straumsvíkinni að norðan en fyrst og fremst er það í hrauninu fyrir sunnan. Bæjarstæðið í Straumi var fyrr á tímum á sama stað, en túnin voru ekki annað en smáblettir og hefur líklega munað mest um Lambhúsgerði sem þekkist af hlöðnum grjótgarði lítið eitt vestan við Straum. Við bæinn var sjálft Straumstúnið, sem aðeins var smáskiki, og sunnan við Keflavíkurveginn var ein skák til viðbótar og grjótgarður í kring; þar hét Fagrivöllur.
Straumsselsfjarhellar sydri-4Þar sem Keflavíkurvegurinn liggur fyrir botni Straumsvíkur stóð áður hjáleigan Péturskot og eru Péturskotsvör og Straumstjarnir þar niður af. Austan við Ósinn var býlið Litli-Lambhagi en sunnar, undir brún Kapelluhrauns, var hjáleigan Gerði. Þar er nú sumarbústaður.“
„Svo að segja beint suður af Straumsvík, snertuspol handan við Keflavíkurveginn, eru rústir bæjarins á Þorbjarnarstöðum. Ekki ber mikið á þeim; grasbeðjan miskunnar sig yfir þessi fátæklegu mannanna verk. Um búskap og mannlíf á Þorbjarnarstoðum er næsta lítið að finna í rituðum heimildum, en búsetu þar lauk eftir 1930. Svo er að sjá af tóftunum að þarna hafi alla tíð verið torfbær. í kring er talsvert graslendi sem venð hefur tún. Hlaðnir túngarðar standa enn uppi, svo og Þorbjarnarstaðarétt.
SveinsskutiEinn af mörgum fallegum blettum í landi Þorbjarnarstaða, sem nú er í eigu Hafnarfjarðar, er við tjarnirnar sem verða inn af Straumsvík. Þar eru silfurtærar upppsprettur undan hraumnu, vatnsból sem  ekki hefur brugðist.

Gamalt íbúðarhús er á Óttarsstöðum eystri, en það er ónýtt vegna hirðuleysis. Í gegnum brotna glugga og opnar dyr eiga snjór, regn og vindar greiða leið, en á hlaðinu skartar vörubílshræ. Annað bílhræ er í fallega hlaðinni tóft lítið eitt sunnar.
Óttarsstaðahúsið er samt sögulega merkilegt. Upphaf þess má rekja til skipsstrands sem varð við Þórshofn, skammt sunnan við Stafnes árið 1881. Þá rak kaupfarið James-town mannlaust að landi og var bjargað úr því góðum feng af dýrindis húsaviði, um 100 þúsund plönkum. Þótti þetta mikil himnasending í timburskortinum og risu af þessum viðum mörg ný hús suður með sjó og þetta eina hús í Hraununum, á Óttarstöðum eystri (1885). Húsið var síðar bárujárnsklætt.
straumsselsstígur eystriÁður hafði bærinn á Óttarsstöðum eystri verið vestar, uppi í brekkunni hjá vesturbænum. Fátt er þar til minja um hann annað en hlöðuveggir sem hafa verið fágætlega vel hlaðnir og standa enn.
Síðustu ábúendur á jörðinni, hjónin Guðrún Bergsteinsdóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson hættu búskap þar 1952. Síðasti maður sem hafði fasta búsetu í Hraunum var hinsvegar Guðmundur sonur þeirra. Hann var bátasmiður og byggði sér hús niðri við fjörukambinn, en það er nú horfið. Guðmundur bátasmiður lézt 1985.
Þennan jarðarpart, sem talinn var 5 ha, á fjolskyldan þó ekki lengur. Guðni Ívar Oddsson keypti hann 1979 og flutti síðan til Ameríku. Hann er dáinn en sonur hans, Paul I. Oddsson, erfði jörðina og hefur hann aldrei til Íslands komið.
Spölkorni vestar og uppi á hæð stendur bærinn á Óttarsstöðum vestri, fallega varðveittur timburbær, bárujárnsklæddur, og gefur góða hugmynd um útlit bæja snemma á öldinni áður en steinsteypuöld hófst. Þarna er fallegt bæjarstæði og líklega það elzta í Hraunum, einkum er víðsýnt út yfir Norðurtúnið, Langabakka og flóann til norðurs.
ThorbjarnarstadirTil suðurs sést minna en ætla mætti, því hraunbrúnin þar er há. Vestur af bænum hefur myndast hryggur tignarlegra hraunhóla og eftir honum endilöngum er frábærlega fallega hlaðinn grjótgarður. Austan við bæinn, þar sem eru grasi grónar lautir, er merkilegur hraunhóll í einni lautinni. Hann er svo sprunginn að hann er ekki kallaður hóll, heldur Hrafnagjá, enda hægt að ganga á jafnsléttu í gegnum hann á ýmsa vegu. Munnmæli herma að kirkjugarður hafi verið hjá Óttarsstöðum og hefur verið talið að enn móti fyrir honum. Þar eru og leifar af bænahúsi.

Á Óttarsstöðum vestri var búið til 1966, en bænum hefur verið vel við haldið. Þar bjuggu Ragnheiður Hannesdóttir, húsfreyja og Guðmundur Sigurðsson, bátasmiður. Hann var síðasti maður sem átti heima í Hraunum.
Thorbjarnarstadir-2Síðustu ábúendur á Óttarsstöðum eystri: Hjónin Sigurður Kristinn Sigurðsson og Guðrún Bergsteinsdóttir ásamt ungum syni, og síðan hjónin Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ingvarsson frá Ketilvöllum í Laugardal. Þau hófu búskap þar 1918, keyptu jörðina þá og bjuggu þar til 1966, en dóu þá með þriggja vikna millibili. Þau Óttarsstaðahjón áttu tvær dætur, Jónínu og Ragnheiði, sem er 84 ára og lét greinarhöfundi ýmislegt gagnlegt í té. Hún minnist þess úr föðurhúsum að faðir hennar sló allt túnið með orfi og ljá, enda var það ekki véltækt. Bústofninn var um 100 kindur þegar mest var, einn hestur og tvær kýr. Síðustu fimm árin bjuggu þau aðeins með kindur.
BurkniRagnheiður minnist þess að fénu var haldið að fjörubeit og þá staðið yfir því, en langmest var þó beitt á hraunið. Faðir hennar og Sigurður bóndi á Óttarsstöðum eystri reru saman til fiskjar þegar gaf á sjó, en þeir fóru aðeins Þórunn Bergsteinsdóttlr í Eyðikoti um aldamótin 1900.“
Búskapur í Eyðikoti lagðist af um miðja 20. öld. Það kom þátttakendum helst á óvart hversu fjölmargar áhugaverðar mannvistarleifar væri að sjá í Almenningi á ekki lengri leið. Fornleifaskráning á þessu svæði er líka mjög takmörkuð og segja má með nokkurri hóflegum sanni að hún sé til bágborinnar skammar. Fjölmargar vefsíður FERLIRs fjalla um göngusvæðið. Ef áhugi er fyrir hendi má huga að leitarmöguleiðum hér fyrir ofan…
Jónsbúð, sem var hjáleiga frá Straumi, var í ábúð frá 16. öld fram til 1910. Kotið er ágætt dæmi um slík í Hraununum sem og víðar á Reykjanesskaganum frá þeim tíma.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Menningarblað/Lesbók – laugardaginn 18. mars, 2000, BYGGÐ OG NÁTTÚRA Í HRAUNUM – 2. HLUTI – EYÐIBYGGÐ VIÐ ALFARALEIÐ.
-Menningarblað/Lesbók – laugardaginn 25. mars, 2000, NÚTÍMINN FÓR HJÁ GARÐI – Gísli Sigurðsson

Straumssel

Straumssel – bær skógavarðarins.

Sólsetur

Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug).
Sólarlag eða sólsetur telst þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring.

Sólarupprás

Sólarupprás við Hvaleyrarvatn.

Sólargangur á við hreyfingu sólar á himninum. Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug) á uppleið, en sólarlag eða sólsetur þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring. Lengd sólargangs er tíminn frá sólarupprás til sólseturs. Í almanaki telst dögun þegar sólmiðjan er 18° undir sjónbaug og á uppleið, og svo birting þegar hún er 6° undir sjónbaug. Samsvarandi telst myrkur þegar sólmiðjan er 6° undir sjónbaug og á niðurleið, og svo dagsetur þegar hún er 18° undir sjónbaug. Hádegi er þegar sólmiðjan er í hásuðri, en miðnætti hálfum sólarhring síðar.
Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?

Sólarupprás

Sólarupprás við Hvaleyrarvatn.

Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands er að finna fróðlega töflu um sólarhæð og sólarátt (stefnu til sólar) í Reykjavík á tíu daga fresti yfir árið. Taflan sýnir umsvifalaust á hvaða klukkutíma sólin kemur upp en til að fá meiri nákvæmni þarf að beita svokallaðri brúun (interpolation). Í töflunni kemur glöggt fram að tímasetning sólaruppkomu breytist mikið yfir árið hér á norðurslóð, en einn spyrjandinn spyr meðal annars um það.
Í hinni prentuðu útgáfu Almanaksins eru sýnd birting, sólris, hádegi, sólarlag og myrkur í Reykjavík fyrir hvern dag ársins. Þar sést að sól kemur upp kl. 3:22 og sest kl. 23:31 þann 1. júní í ár sem einn af spyrjendum ber fyrir brjósti. Báðar þessar tímasetningar færast um um það bil 2-3 mínútur á dag á þessum árstíma.

Sólsetur

Sólsetur við Hafnarfjörð.

Sérstakar töflur í Almanakinu sýna einnig dögun, birtingu, sólris, hádegi, sólarlag, myrkur og dagsetur á sjö daga fresti fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri, Grímsey, Norðfjörð og Vestmannaeyjar. Þar kemur fram að tíminn frá sólaruppkomu til sólarlags í Reykjavík er 21 klst. og 11 mínútur á sumarsólstöðum (21. júní) og 4 klst. og 8 mínútur á vetrarsólhvörfum (21. desember). Samsvarandi tölur fyrir Ísafjörð eru 24 klst. annars vegar og hins vegar 2 klst. og 45 mínútur.

Sólsetur

Sólsetur við Snæfellsjökul.

Samkvæmt töflum Almanaksins voru vorjafndægur í ár þann 20. mars kl. 13:31. Það merkir að þá var sólin í vorpunkti á festingunni. Þessi tímasetning færist fram á við um tæpar 6 klukkustundir árið 2002 og aftur árið 2003 og fellur því þá á 21. mars. Árið 2004 er hins vegar hlaupár og þá færist tímasetningin tæpan sólarhring aftur á bak. Þetta endurtekur sig síðan á fjögurra ára fresti. Haustjafndægur, sumarsólstöður og vetrarsólstöður færast til á sama hátt milli ára. Haustjafndægur eru í ár 22. september kl. 23:04 og falla því á 23. september næstu tvö ár, 2002 og 2003, en verða aftur 22. september árin 2004 og 2005, og síðan áfram á víxl.
Gerpir er sem kunnugt er austasti tangi landsins og þar kemur sólin fyrst upp. Vestlæg lengd hans er 13°29,6′ en Reykjavík er á 21°55,8′. Þarna munar 8°26,2′ en hver gráða samsvarar 4 mínútna mun á sólartíma. Tímamunurinn er því 33 mínútur. Sólin kom upp á vorjafndægrum í Reykjavík í ár klukkan 7:28 en á Gerpi klukkan 6:55. Vestasti tangi landsins, Bjargtangar, er hins vegar 2°36,3′ vestar en Reykjavík og sólin kom því upp þar 10 mínútum seinna en í Reykjavík eða klukkan 7:38. Heildarmunurinn á sólristímanum yfir landið er því 43 mínútur og sami munur á við um tímasetningu sólseturs á jafndægrum. Munur á tímasetningu hádegis er einnig sama tala og það á við allt árið.

Sólsetur

Sólsetur við Hafnir.

Athugið að munurinn á landfræðilegri lengd segir að vísu alltaf til um muninn á sólartíma á þennan einfalda hátt en það á ekki almennt við um muninn á tímasetningum sólaruppkomu eða sólarlags. Til þess að hann sé í beinu hlutfalli við lengdarmuninn þurfa staðirnir annaðhvort að hafa sömu breidd eða við þurfum að vera á jafndægrum eins og hér á undan.
Í Almanakinu kemur einnig fram hvenær tungl kemur upp og sest og hvenær það er í suðri, og sömuleiðis hvenær er flóð og fjara; allt fyrir hvern dag ársins.
Margvíslegar aðrar upplýsingar af þessu tagi er að finna í Almanakinu og eru lesendur eindregið hvattir til að kynna sér þær.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B3largangur
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1625

Bessastaðanes

Lambhúsatjörn – kvöld.

Helgafell

Í Árbókinni 1908 fjallar Brynjúlfur Jónsson um „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907„; annars vegar í Gullbringusýslu og hins vegar í Skúlatúni. Þar fjallar hann bæði um tóftir í Skúlatúni og í Helgadal.
Helgadalur-23„Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Sculastatun; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þenna stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið.
Helgadalur-24Samt þótti mér ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.
Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleifarvatn (inn frá Krýsuvík) alt inn á milli Kaldársels og Helgafells. Suðausturhliðin á ásahryggnum, sú er veit að Lönguhlið og hraunflákanum áðurnefnda, kallast Bakhlíðar [Gvendarselshæð], og eru þær lægri en Undirhlíðar, þar eð hraunflákinn er hærri en hraunin fyrir neðan ásahrygginn. Þaðan til Lönguhlíðar er þvervegur hraunflákans, og hygg eg hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum á Breiðdal, sem er fyrir norðan Kleifarvatn, og hygg eg hann yfir mílu.
Gvendarsel-21Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djup með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 fðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á honum er norðvestantil.
Raudshellir-21Suður þaðan er og bunga á honum. Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, ólíkt því þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingarleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfirum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin. Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann hulinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi af þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var i þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að færa sig upp eftir hólnum. Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir mig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér heflr verið bær og tún. Og þá virðist nafnið »Skúlatún«, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.“

Helgadalur-26

Helgadalur – uppdráttur ÓSÁ.

Þá fjallar Brynjúlfur um minjarnar í Helgadal: „Í sama skiftið sem mér var bent á Skúlatún um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta var þess getið sæist þar til rústa. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur hóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hliðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt síg vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhliðvegg suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.
Helgadalur
Hraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafl verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nu eru hrauni huldir.

Skúlatún

Skúlatún.

Eigi verður sagt nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (sbr. Árb. fornl.-fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt þaðan til Hafnarfjarðar.“
Í dag, árið 2011, mótar ekki fyrir húsum í Skúlatúni. Þar með er ekki sagt að þar kunni ekki að leynast hús, einkum austast í túninu. Í Helgadal sér fyrir 9 m löngum skála sem og þremur öðrum byggingum. Líklegt má telja að í dalnum hafi verið tímabundin búseta kúabúskapar yfir sumartímann allt frá fyrstu tíð búsetu hér á landi, líkt og sá má við sambærilegar aðstæður við Urriðavatn. Við uppgröft þar mætti eflaust finna þar skálann, fjós og jafnvel fleiri byggingar. Líklegt má telja að minjar við Rauðshelli tengist Helgadalstóftunum. “

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1908, Brynjúlfur Jónsson; Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 eftir Brynjúlf Jónsson. Í Gullbringusýslu. II Skúlatún, bls. 9-11.

Helgadalur

Helgadalur.

Austurengjar

Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju, og við Sandfell. Fjögur þau fyrst töldu sýna sig samfelld í viðnámsmælingum, en Sandfellssvæðið er laust frá. Meginsvæðið er hringlaga um 50 km2 að flatarmáli innan 10 ohmmetra jafnlínu.

austurengjar-998

Austurengjahitinn er í útjaðri jarðhitakerfisins skv. viðnámsmælingum, líkt og Trölladyngjuholurnar vestan megin. Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær frá Austurengjahver norður í Kleifarvatn. Töluverð ummyndun sést í bergi alllangt út frá beggja megin. Auk jarðhitans eru á þessari hitarák nokkrir sprengigígar sem gosið hafa gjalli og smá-hraunum með úrkastinu. Ein 600 m djúp borhola er við Kleifarvatn um 150 m vestan við hverarákina. Hæstur hiti í henni er um 160°C. Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver við jarðskjálfta, var áður lítilfjörlegur. Stórir hverasprengigígar eru norðurfrá honum en eldri, sem bendir til að grunnt sé á jarðhitakerfi nærri suðu líkt og í Krýsuvík.
Um er að ræða fólkvangur; friðlýst útivistarsvæði: Reykjanesfólkvangur. Náttúruminjar; Keilir, Höskuldarvellir og Eldborg við Trölladyngju. Tegundir á válista: tunguskollakambur, sem einnig er friðlýst tegund, sem og laugadepla. Friðlýstar minjar: Kaldrani (Gestsstaðir við jaðar svæðisins).
Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær frá Austurengja hver norður í Kleifarvatn. Töluverð ummyndun sést í bergi alllangt út frá beggja megin. Auk jarðhitans eru á þessari hitarák nokkrir sprengigígar sem gosið hafa gjalli og smáhraunum með úrkastinu. Sá stærsti er um 100 metrar í þvermál skammt norðaustur af Stóra-Lambafelli og mikil gjalldreif austur frá honum. Gígar þessir eru frá því snemma á nútíma. Ein 600 metra djúp borhola er við Kleifarvatn um 150 metra vestan við hvera rákina. Hæstur hiti í henni er um 160 °C. Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver við jarðskjálfta, var áður lítilfjörlegur. Stórir hverasprengigígar eru norður frá honum en eldri, sem bendir til að grunnt sé á jarðhitakerfi nærri suðu líkt og í Krýsuvík. Köldunámur heita vestan í Sveifluhálsi langt norður frá jarðhitanum í Krýsuvík. Þar skammt vestur af eru gufuaugu í hraunbolla og nokkur brennisteinn (Leynihver), en í hlíðinni köld jarðhitaskella. Gipsmulningur sést sem bendir til að þar hafi einhvern tíma verið brennisteinshverir.
Krýsuvík, oft einnig (ranglega) ritað Krísuvík, er fornt höfuðból sunnan við Kleifarvatn sem lagðist í eyði á síðustu öld austurengjar-997og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands. Þar er stórbrotið landslag sem mótað er af umbrotum og jarðeldum, og er það vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Áhugavert er að skoða sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn. Og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjarg sem er fuglabjarg niðri við ströndina, þar verpa um 57.000 sjófuglapör aðallega rita og svartfugl. Þar verpir einnig nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi. Í Krýsuvík er mikið um gamlar gönguleiðir sem áhugavert er að skoða. Hér má skoða eina gönguleið þetta er gönguleið um Krýsuvík – Sveifluháls – Ketilsstíg -leiðin er um 12-14 km löng og tekur um 4-5 klst, hækkunin er um 120 m.
Helstu hverasvæði Krýsuvíkur eru Seltún, Hverahvammur, Hverhlíð, Austurengjar, suðurhluti Kleifarvatns og Sveifla undir Hettutindi. Þar má sjá gufustróka sem stíga til himins og sjóðandi leirhveri má sjá í Seltúni og Hverahvammar sem skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu.
austurengjar-991Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju og við Sandfell og eru hverasvæðin mjög ólík.
Hveravirknin er samfelldust í Hveradölum og við Seltún með gufuhverum og leirhverum. Á þessum stað er mikið um brennisteinshveri og er hæsti hiti í borholum um 230°c en ekki hefur verið borað dýpra en 1200m.
Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær norður í Kleifarvatns. Á þessari hitarák eru sprengigígjar sem gosið hafa gjalli. Stærsti gígurinn er um 100 m í þvermál og er staðsettur norðaustur af Stóra-Lambafelli. Við Kleifarvatn er ein 600 m djúp borhola og þar er hæsti hitinn um 160°c. Áhugasamir virkjunarsinnar horfa ní [2013] löngunaraugum til svæðisins.
Þegar kemur að stórhuga virkjunarframkvæmdum ber að hafa í huga sögu Krýsuvíkursvæðisins; hingað til hefur ekkert lukkast er langanir hafa staðið til.

Heimildir m.a.:
-http://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&frm=1&source=web&cd=1&ved=0CCUQFjAA&url=http%3A%2F%2Fwww.rammaaaetlun.is%2Fmedia%2Fbeinleid%2FMinnisblad-67-Austurengjar.pdf&ei=avfJUZXfIYaT0QWgpYGgDQ&usg=AFQjCNFKQYQCW9u-yRnHIPfmwacvzrrAAw&bvm=bv.48293060,d.d2k
-http://is.wikipedia.org/wiki/Kr%C3%BDsuv%C3%ADk

Lambafell

Lambafell í Krýsuvík – forn dyngja.

Kaldá

Þann 11. maí árið 2002 var Dagur vatnsins haldinn hátíðlegur. Gestum var veitt leiðsögn um vatnsbólin og rakin saga beinnar og óbeinnar vatnsöflunar í 84 ár.
kaldarbotnar-1Þetta tækifæri er einnig nýtt til þess að heiðra Jón Jónsson jarðfræðing fyrir störf hans að hinni fyrstu eiginlegu vatnsvernd, sem sett var á höfuðborgar-svæðinu á sjöunda áratug liðinnar aldar. Höfuðborgarsvæðið allt hlýtur að standa í þakkarskuld við þá menn sem höfðu til að bera þá framsýni og þekkingu sem til þurfti, við aðstæður í umhverfismálum sem voru allt aðrar en við þekkjum í dag.
Ekki þarf að fjölyrða um það tjón sem af hefði hlotist ef efnisnámur, sumarbústaðir, sorphaugar, vegir og bensínstöðvar hefðu fengið að byggjast upp á þeim svæðum sem lögð voru undir þessa fyrstu vatnsvernd. Enda var það ekki reiðilaust af hálfu ýmissa hagsmunaaðila sem að töldu sig býða tjón af.
Samkvæmt upplýsingum Jóns Jónssonar var það að undirlagi þáverandi vatnsveitustjóra í Reykjavík, Þórodds Th. Sigurðssonar, að þessi vinna hófst.
Jón gerði sér fljótlega ljóst að það grunnvatn sem notað var tengdist bergsprungum og misgengjum sem höfðu það mikla útbreiðslu að víðtæk friðun varð að eiga sér stað ef takast ætti að tryggja vatnsgæðin til frambúðar.
Haustið 1964 kemur út skýrslan “Um verndun grunnvatns” eftir Jón Jónsson og þeirri skýrslu fylgdi jarðfræðikort með bergsprungum og misgengjum í mælikvarðanum 1:100.000.
Þetta kort varð svo grunnurinn að fyrsta kaldarbotnar-2vatnsverndarkorti höfuðborgarsvæðisins sem út kom í árslok 1968 og var undirritað af oddvitum allra hlutaðeigandi sveitarfélaga. Þessi tímamótaskýrsla lagði megin línurnar um umgengni og takmarkanir í kringum vatnsbólin og tók ekki síst til Kaldárbotna. Til gamans má grípa niður í kaflann um Kaldárbotna en þar stendur meðal annars:

“Vatnsinntakið er í misgengissprungu þeirri sem myndar vesturbrún Helgadals… Þegar að grunnvatnsborð er það hátt í Kaldárbotnum að það kemur fram líka í Helgadal, má þar sjá hvernig vatnið streymir eftir sprungunni …. og rennur þannig beint í inntakið. Nú eru haldnar samkomur í Helgadal á sumri hverju og má sjá þess menjar í gjánni lengi á eftir…”
Nokkru aftar í skýrslunni kemur svo ráðgjöf um það að Helgadal og Kaldárbotna alla ætti skilyrðislaust að friða og girða af með mannheldri girðingu og að “sá nýi vegur sem um dalinn hefur verið lagður er lítt til bóta og alltof nærri vatnsbólinu.”
Hafnfirðingar tóku þessar ábendingar til greina með þeim árangri að Kaldárbotnar urðu eitt öruggasta, tryggasta og hagkvæmasta vatnsból á landinu og munu verða lengi enn.
Það er eftirtektarvert að það er fyrst snemma á 20. öldinni sem þéttbýlistaðirnir sem að nú mynda höfuðborgarsvæðið, kaldarbotnar-5koma sér upp vatnsveitum. Hafnarfjörður 1908, Reykjavík 1909. Það er ekki fyrr en 1951 sem að Hafnarfjörður fer að nýta beint það mikla grunnvatn sem að fellur um Kaldársel og nágrenni. Vatni úr Kaldá hafði þó verið veitt inn á vatnasvið Lækjarbotna 1918 en þar var fyrsta eiginlega vatnsból Hafnarfjarðar.
Nýting Hafnarfjarðar á hinum mikla grunnvatnsstraumi sem liggur m.a. um Kaldárbotna, var þó ekki vandræðalaus. Því réði fyrst og fremst skortur á þekkingu. Talsverðum fjármunum var varið til lagnar aðveituæðar sem að enn er í fullu gildi en mjög litlu varið til vatnsbólanna sjálfra. Afleiðingar þessa voru þær að þegar að vatnsbólin þornuðu upp í langvarandi þurrkum, þá voru inntaksmannvirkin það ófullkomin að ekki var með góðu móti hægt að afla vatnsins, þó svo að nægt vatn hafi verið til staðar.
Vanþekking á grunnvatninu kristallast í því, að um árabil voru haldnar samkomur í Helgadal skammt norðan Kaldárbotna og þar komið fyrir salernisaðstöðu fyrir gesti. Samskonar vandamál voru á ferðinni á vatnasviði Gvendarbrunna í Reykjavík.
Á árunum upp úr 1980 voru truflanir á rekstri Vatnsveitu Hafnarfjarðar nokkuð algengar en þar var í flestum tilfellum ekki um að ræða vatnsskort heldur mismunandi áherslur í rekstri veitunnar. Þetta kom vel í ljós þegar líða tók á áratuginn.
kalda-321Hinsvegar var mótuð áætlun um könnun á grunnvatni með borunum á aðliggjandi svæðum. Að því máli komu margir aðilar en Hafnfirðingar stóðu einir að þessum athugunum enda aðrar vatnsveitur ekki starfandi á vatnasviði Kaldár fyrr en í Vatnsendakrikum en þangað eru þó aðeins tæpir 4 km frá Kaldárbotnum.
Það eru því athuganir Vatnsveitu Hafnarfjarðar annarsvegar og Vatnsveitu Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) hinsvegar sem að hafa lagt til þekkingu á grunnvatninu. Vatnsveita Reykjavíkur á norður- og austurhlutanum en Vatnsveita Hafnarfjarðar á suður og vesturhlutanum.
Staða mála í dag [2011], er sú að fyrir dyrum er heildarendurskoðun vatnsverndar og þá vinnu munu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) væntanlega leiða.

Heimild m.a.:
-http://www.hafnarfjordur.is/media/audlindastefna/Audlindastefna-Hafnarfjardar-Vatn.pdf.pdf.pdf

Sprungur

Vatnsból Hafnfirðinga í Kaldárbotnum.

Ástjörn

„Með friðun tiltekinna landssvæða er verið að tryggja rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Ósnortin náttúra er takmörkuð auðlind, auðlind sem á heimsvísu fer þverrandi. Reglur um friðlýst svæði eru mismunandi og fara eftir markmiðum friðlýsingar, eðli svæðisins og samkomulagi við hagsmunaaðila.

astjorn-kortÁstjörn
Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið.
Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuð-borgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna eina flórgoðavarpið á Suðvesturlandi en tegundinni hefur fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. aldar og er flórgoði  alfriðuð tegund og á válista.  Í tjörninni er mikið smádýralíf sem er þó lítt rannsakað.
Ástjörn við Hafnarfjörð er í kvos vestan undir Ásfjalli. Bakkar tjarnarinnar eru raklendir og að norðaustanverðu er stórt mýrarstykki niður undan gamla Ásbænum.
Upp af votlendinu taka við þurrir grýttir móar sem eru að gróa upp og hefur trjám verið plantað í þá norðan og austan megin við tjörnina. Tvö gömul tún eru norðan tjarnarinnar, annars vegar við Stekk og hins vegar við Ás.

Ástjörn og Ásfjall
Ástjörn og Ásfjall var friðlýst sem fólkvangur árið 1996. Fólkvangurinn umlykur friðland Ástjarnar en Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Útsýni af fjallinu er gott og sérstaklega áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði og sögu höfuðborgarsvæðisins. Á Ásfjalli eru minjar um hersetu fyrr á öldinni.“

Heimild:
-http://www.ust.is/einstaklingar/nattura/fridlyst-svaedi/sudvesturland/astjorn-hafnarfirdi/

Ástjörn

Við Ástjörn.