Austurengjar

Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju, og við Sandfell. Fjögur þau fyrst töldu sýna sig samfelld í viðnámsmælingum, en Sandfellssvæðið er laust frá. Meginsvæðið er hringlaga um 50 km2 að flatarmáli innan 10 ohmmetra jafnlínu.

austurengjar-998

Austurengjahitinn er í útjaðri jarðhitakerfisins skv. viðnámsmælingum, líkt og Trölladyngjuholurnar vestan megin. Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær frá Austurengjahver norður í Kleifarvatn. Töluverð ummyndun sést í bergi alllangt út frá beggja megin. Auk jarðhitans eru á þessari hitarák nokkrir sprengigígar sem gosið hafa gjalli og smá-hraunum með úrkastinu. Ein 600 m djúp borhola er við Kleifarvatn um 150 m vestan við hverarákina. Hæstur hiti í henni er um 160°C. Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver við jarðskjálfta, var áður lítilfjörlegur. Stórir hverasprengigígar eru norðurfrá honum en eldri, sem bendir til að grunnt sé á jarðhitakerfi nærri suðu líkt og í Krýsuvík.
Um er að ræða fólkvangur; friðlýst útivistarsvæði: Reykjanesfólkvangur. Náttúruminjar; Keilir, Höskuldarvellir og Eldborg við Trölladyngju. Tegundir á válista: tunguskollakambur, sem einnig er friðlýst tegund, sem og laugadepla. Friðlýstar minjar: Kaldrani (Gestsstaðir við jaðar svæðisins).
Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær frá Austurengja hver norður í Kleifarvatn. Töluverð ummyndun sést í bergi alllangt út frá beggja megin. Auk jarðhitans eru á þessari hitarák nokkrir sprengigígar sem gosið hafa gjalli og smáhraunum með úrkastinu. Sá stærsti er um 100 metrar í þvermál skammt norðaustur af Stóra-Lambafelli og mikil gjalldreif austur frá honum. Gígar þessir eru frá því snemma á nútíma. Ein 600 metra djúp borhola er við Kleifarvatn um 150 metra vestan við hvera rákina. Hæstur hiti í henni er um 160 °C. Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver við jarðskjálfta, var áður lítilfjörlegur. Stórir hverasprengigígar eru norður frá honum en eldri, sem bendir til að grunnt sé á jarðhitakerfi nærri suðu líkt og í Krýsuvík. Köldunámur heita vestan í Sveifluhálsi langt norður frá jarðhitanum í Krýsuvík. Þar skammt vestur af eru gufuaugu í hraunbolla og nokkur brennisteinn (Leynihver), en í hlíðinni köld jarðhitaskella. Gipsmulningur sést sem bendir til að þar hafi einhvern tíma verið brennisteinshverir.
Krýsuvík, oft einnig (ranglega) ritað Krísuvík, er fornt höfuðból sunnan við Kleifarvatn sem lagðist í eyði á síðustu öld austurengjar-997og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands. Þar er stórbrotið landslag sem mótað er af umbrotum og jarðeldum, og er það vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Áhugavert er að skoða sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn. Og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjarg sem er fuglabjarg niðri við ströndina, þar verpa um 57.000 sjófuglapör aðallega rita og svartfugl. Þar verpir einnig nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi. Í Krýsuvík er mikið um gamlar gönguleiðir sem áhugavert er að skoða. Hér má skoða eina gönguleið þetta er gönguleið um Krýsuvík – Sveifluháls – Ketilsstíg -leiðin er um 12-14 km löng og tekur um 4-5 klst, hækkunin er um 120 m.
Helstu hverasvæði Krýsuvíkur eru Seltún, Hverahvammur, Hverhlíð, Austurengjar, suðurhluti Kleifarvatns og Sveifla undir Hettutindi. Þar má sjá gufustróka sem stíga til himins og sjóðandi leirhveri má sjá í Seltúni og Hverahvammar sem skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu.
austurengjar-991Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju og við Sandfell og eru hverasvæðin mjög ólík.
Hveravirknin er samfelldust í Hveradölum og við Seltún með gufuhverum og leirhverum. Á þessum stað er mikið um brennisteinshveri og er hæsti hiti í borholum um 230°c en ekki hefur verið borað dýpra en 1200m.
Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær norður í Kleifarvatns. Á þessari hitarák eru sprengigígjar sem gosið hafa gjalli. Stærsti gígurinn er um 100 m í þvermál og er staðsettur norðaustur af Stóra-Lambafelli. Við Kleifarvatn er ein 600 m djúp borhola og þar er hæsti hitinn um 160°c. Áhugasamir virkjunarsinnar horfa ní [2013] löngunaraugum til svæðisins.
Þegar kemur að stórhuga virkjunarframkvæmdum ber að hafa í huga sögu Krýsuvíkursvæðisins; hingað til hefur ekkert lukkast er langanir hafa staðið til.

Heimildir m.a.:
-http://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&frm=1&source=web&cd=1&ved=0CCUQFjAA&url=http%3A%2F%2Fwww.rammaaaetlun.is%2Fmedia%2Fbeinleid%2FMinnisblad-67-Austurengjar.pdf&ei=avfJUZXfIYaT0QWgpYGgDQ&usg=AFQjCNFKQYQCW9u-yRnHIPfmwacvzrrAAw&bvm=bv.48293060,d.d2k
-http://is.wikipedia.org/wiki/Kr%C3%BDsuv%C3%ADk

Lambafell

Lambafell í Krýsuvík – forn dyngja.