Tag Archive for: Hafnarfjörður

Krýsuvíkurkirkja

Eftirfarandi grein skrifaði Hrafnkell Ásgeirsson í Morgunblaðið eftir að hafa setið messu í Krýsuvíkurkirkju árið 2000. Innihaldið gefur ágætar upplýsingar af sögu svæðisins. Á fyrri hluta tuttugustu aldar lagðist kirkjusókn í Krýsuvík niður og var kirkjan afhelguð á árinu 1929. Hrafnkell Ásgeirsson segir hér frá messu í Krýsuvíkurkirkju.

Hrafnkell

„Á HVÍTASUNNUDAG, 11. júní sl., sóttum við hjónin messu í Krýsuvíkurkirkju. Hér var um að ræða upphaf árþúsundaverkefnis Hafnarfjarðarbæjar. Prestur var síra Gunnþór Ingason, prestur í Hafnarfjarðarkirkju.
Presturinn skýrði frá því að skv. ákvörðun þjóðminjavarðar hefði verið fest upp mynd í kirkjunni af Birni Jóhannessyni, velgjörðarmanni kirkjunnar, eins og komið verður að hér á eftir og hengd yrði upp eftir vetrarsetu altaristafla, máluð af Sveini heitnum Björnssyni, listmálara og rannsóknarlögreglumanni í Hafnarfirði. Þá hefði kirkjunni verið afhent frá móðurkirkjunni í Hafnarfirði biblía, skrautrituð af Ingólfi P. Steinssyni, tengdasyni Björns Jóhannessonar.
Kirkjan var þéttsetin enda ekki stór. Þegar ég leit yfir hópinn gerði ég mér grein fyrir að stór hluti kirkjugesta voru afkomendur síðustu ábúenda í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, hjónanna Kristínar Bjarnadóttur og Guðmundar Jónssonar. Þau voru mikið dugnaðarfólk, eignuðust 18 börn, eitt lést í æsku en öll hin 17 komust til manns. Eiginmaðurinn tók sjálfur á móti mörgum barnanna í fæðingu enda ekki um marga íbúa að ræða í sveitinni. Þegar þau brugðu búi á fyrri hluta síðustu aldar fluttust þau til Hafnarfjarðar og flest barna þeirra fluttust einnig til Hafnarfjarðar.
Stori-NyibaerÁ mínum yngri árum vann ég með nokkrum sona þeirra hjóna í fiski. Þetta voru dugnaðarmenn sem höfðu frá ýmsu að segja. Ég var í barnaskóla og Flensborg með nokkrum barnabörnum þeirra hjóna og þetta var hörkunámsfólk.
Kirkjan var byggð árið 1857, smiður var Beinteinn Stefánsson, afi Sigurbents heitins Gíslasonar, byggingarmeistara í Hafnarfirði, sem bjó lengst af við Suðurgötuna, en sá endurbyggði kirkjuna. Á fyrri hluta tuttugustu aldar lagðist kirkjusókn í Krýsuvík niður og var kirkjan afhelguð á árinu 1929.
Þegar ég sat í kirkjunni kom mér í hug að eftir afhelgun kirkjunnar notaði Magnús Ólafsson í Hafnarfirði, faðir byggingarmeistaranna Ólafs og Þorvarðar Magnússona, kirkjuhúsið sem íverustað. Ekki var þar mikið rými fyrir sex manna fjölskyldu.
Krysuvikurkirkja-3Björn Jóhannesson, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar, var mikill hugsjónamaður. Hann helgaði líf sitt verkalýðs- og bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann hafði næmt auga fyrir því sem ekki mátti farga og var reiðubúinn að leggja sinn skerf fjárhagslega til þess þótt hann hafi aldrei verið neinn efnamaður.
Ég nefni þar aðeins tvö dæmi: Varða hafði lengi staðið á Ásfjalli og sást hún vel frá Hafnarfirði. Einhverra hluta vegna hafði varðan fallið. Beitti hann sér fyrir því að smala saman hópi manna til þess að leggja fram fé til að endurhlaða vörðuna og fékk síðan hagleiksmann til verksins. Björn sagði að það vantaði stórt í ásýnd bæjarins þegar varðan væri ekki til staðar.
Á sjötta áratug síðustu aldar fékk Björn heimild bæjaryfirvalda í Hafnarfirði til þess að endurbyggja kirkjuna í Krýsuvík en Krýsuvík var þá orðin eign Hafnarfjarðarbæjar. Kostaði hann sjálfur endurbyggingu hennar og réð smiðinn Sigurbent Gíslason, mikinn völundarsmið, til verksins.
Krysuvikurkirkja-6Fórst Sigurbent verkið vel úr hendi eins og vænta mátti. Kirkjan var síðan endurvígð 31. maí 1964 af þáverandi biskupi, Sigurbirni Einarssyni, að viðstöddu fjölmenni og var þá um leið afhent þjóðminjaverði til varðveislu.
Að lokinni messu neyttu kirkjugestir súpu í Krýsuvíkurskóla þar sem nú er unnið merkt og fórnfúst starf.
Vinnustofa Sveins heitins Björnssonar listmálara í Krýsuvík var þennan dag opnuð almenningi. Kirkjugestir skoðuðu vinnustofu Sveins undir leiðsögn sona hans. Sveinn lést árið 1997 og var grafinn í kirkjugarðinum í Krýsuvík.
Það var friðsæl og hátíðleg stund á hvítasunnudag í kirkjunni í Krýsuvík.“

Heimild:
-Hrafnkell Ásgeirsson, mbl.is, Laugardaginn 1. júlí, 2000.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja endurgerð.

Krýsuvík

Gengið var um Krýsuvíkurtorfuna.

Krýsvík

Krýsuvík – örnefni.

Í Krýsuvíkurlandi eru tóftir 17 bæja, en að þessu sinni voru 12 þeirra, er stóðu næst höfuðbólinu, skoðaðar, þ.e. Krýsuvíkur, Norðurkots, Snorrakots, Hnauss (Hnausa) er einnig var nefnt Garðshorn, Gestsstaða, Fells, Litla-Nýjabæjar, Stóra-Nýjabæjar, Lækjar, Arnarfells, Suðurkots og Vesturkots. Mönnum hefur greint á um staðsetningu Hnausa. Í örnefnalýsingu GS segir að Hnaus hafi verið lengra út í mýrinni norðan Norðurkots og Snorrakots, við stíg frá enda Norðurkotstraða. Skv. því hefur Snorrakot verið tómthús, reyndar örindiskot. Í örnefnalýsingu AG er Snorrakot staðsett norðaustan Norðurkots. Hnaus er ekki að finna á korti með aðalskiplagi Hafnarfjarðar í Krýsuvík. Líklegt má telja að þar sem merkt er Snorrakot á korti hafi Hnaus og Garðshorn verið, enda eru örnefni þar sem benda til þess, s.s. Hnausblettur og Garðshornsblettur í mýrinni austan við Norðurkot. Hnausgarður var annað nafn á Norðurkotstúngarði. Snorrakot hefur þá verið þar sem það er merkt á kort, í sömu tóftum og hin kotin fyrrnefndu. Líklega hafa þau verið stuttan tíma í ábúð hverju sinni og þá tekið mið af byggingargerð og útliti, staðsetningu þar sem garðurinn víxlast og húsráðanda þess tíma. Tóft efst við milligarð Norðurkots hefur væntanlega tilheyrt Snorrakoti.

Garðshorn

Tóftir Garðshorns.

Í manntalinu árið 1845 eru 8 bæir í byggð í Krýsuvíkursókn. Árið 1822, höfðu bæst við nýbýlið Lækur og hjáleigurnar Vigdísarvellir og Bali. Að Læk bjó Halldór Magnússon og Margrét Þorleifsdóttir ásamt tveimur börnum og móður húsbóndans.
Hinir löngu og miklu túngarðar í Krýsuvík eru flestir beinir og nýrri en hinir eldri og minni og krókóttari garðar, s.s. frá Norðurkoti, Snorrakoti og næst Læk. Gamli túngarður er heitið á innri túngarðinum í Krýsuvík. Svipaður garður er umhverfis Læk. Umhverfis hann eru einnig beinni, hærri og lengri garðar. Bendir það til þess að nýbýlið hafi verið reist upp úr eldra býli sem sjá má leifar af í miðju túninu. Burst horfði þar mót suðri og beggja vegna voru jafn stór torfhýsi er notuð hafa verið til annars síðar. Fjárhústóft er austast í túngarðshorninu.
Utar og niður með bjargi stóðu Fitjar og Eyri, ofar og vestar voru Vigdísarvellir og Bali og ofar í Krysuvik 1887landnorður var Kaldrani.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík segir m.a. um bæjartorfuna: „Höfundur þessarar örnefnalýsingar er Gísli Sigurðsson lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði. Aðalheildarmaður var Ólafur Þorvaldsson og Krýsuvíkurbræður, synir Guðmundar í Krýsuvík, aðallega tveir; voru fluttir til Hafnarfjarðar, annar bjó á Holtsgötu ?, en hinn í Þorgeirstúni. Skráin var unnin á milli 1960–70.
Krýsuvík [er] fornt höfuðból í Grindavíkurhreppi. Nú í eyði. Kirkjustaður, annektia ýmist frá Strönd í Selvogi eða Stað í Grindavík.
Landamerki jarðarinnar eru: Að austan gegnt Herdísarvík þessi: Seljabót við sjó. Þaðan beina línu í Sýslustein á Herdísarvíkurhrauni. Þaðan um Lyngskjöld miðjan. Þaðan í Stein á Fjalli. Þaðan í Brennisteinsfjöll í Kistufell. Þaðan í Litla Kóngsfell, sem er gamall gígur, suður frá Grindarskörðum.
Að norðan gegnt upprekstrarlandi Álftaneshrepps hins forna: Litla Kóngsfell, þaðan Krysuvik 1910um Lönguhlíðarfjall í Markraka á Undirhlíðum, þaðan í Markhelluhól. Þá gegnt Vatnsleysustrandar-hreppi og Grindavíkurhreppi: Markhelluhóll, þaðan um Dyngjufjöll og vestur Núpshlíðarháls í Dágon, klettadrang við Selatanga.
Krýsuvíkurbærinn stóð á svo nefndum Bæjarhól hallaði honum niður til suðurs og var þar Hlaðbrekkan. Suð-austan við bæinn stóð Kirkjan í Kirkjugarðinum. Hallaði hér einnig niður frá Kirkjunni, bæði sunnan við að framan og austan til bak við, Kirkjubrekkan. Krýsuvíkurtúnið var eiginlega allstórt. Í lægð undan Hlaðbrekkunni, voru í eina tíð þrjár stórar þúfur, sem nú hafa verið sléttaðar út. Nefndar Ræningjadysjar, þar áttu þrír Tyrkir að hafa verið vegnir og dysjaðir.

Krysuvik - vadid

Ræningjahóll er hryggur sem gengur vestur túnið allt að garði. Suður af honum var Suðurtún eða Suðurkotstún, en neðst í stóð Suðurkotsbærinn. Vestast í túni þessu, heitir Kinn. Lækjartún lá niður undan Brekkunum. Austurtún lá austan traðanna. Vesturtún lá vestast í túninu norðan við hrygginn. Þar var í eina tíð Vesturkot, og því nefnt Vesturkotstún. Norðurtúnið var stærsti hluti túnsins, lá bak við bæinn, vestan hans og norðan. Lægð var eftir túninu endilöngu, nefndist Dalur. En upp frá honum Brekkan. Hesthúskofatótt var vestarlega í henni. Þar vestar var Hellisbrekkan. Uppundir klettunum var Lambahellir eða Bæjarfellshellir. Traðirnar láu frá austurvegg bæjarins bak við Kirkjugarðinn og síðan til suðurs og niður að Læknum. Norðurtúnið lá allt að Norðurkoti, sem virðist hafa verið eitt af aðalhjáleigunum.

Norðurkot

Norðurkot í Krýsuvík 1892.

Eiginlega stóð Norðurkotsbærinn utan túns. Norðurkotstraðir lágu úr túninu heim að bænum og framhjá honum. Norðurkotsrústirnar, eru gleggstu rústirnar sem enn eru sjáanlegar í Krýsuvíkurhverfinu. Úr tröðunum liggur stígur yfir að Snorrakoti rétt norðan við Norðurkot og lengra út á mýrinni er Garðshorn, sem einnig var nefnt Hnaus. Túnblettir fylgdu þessum bæjum. Norðurkotstún, Garðshornsblettur og Hnausblettur.
Krýsuvíktúngarðar voru mikil mannvirki. Reiknast um 5 kílómetrar að lengd. Hafi þeir verið 1½ metri á hæð 1½ metri þykkir að neðan og 0,50 metr. að ofan, mætti gera sér í hugarlund hve mikið hefur farið í þá og þá gera sér ljóst þetta mikla verk.

Krysuvik - Laekur

Austurtúngarður lá ofan úr Felli hjá Norðurkoti og niður að Læk Krýsuvíkurlæk. Suðurgarðurinn eða Lækjargarðurinn nyrðri lá austan frá Garðshorni með fram öllum læknum að norðanverðu. Austur undan kirkjunni var Traðarhliðið og þar Vaðið. Austan við það var Vatnsbólið, en neðan Uppistaðan og þar var Millan má enn sjá lítið eitt af Millutóttinni. Traðargarðarnir voru miklir og standa enn. Traðargarðurinn eystri og Traðargarðurinn vestri Traðargarðurinn syðri lá sunnan lækjarins. Austan frá Hnaus. Sunnan Vaðsins var Lækur Lækjarbærinn. Má enn sjá nokkuð vel rústir hans. Hér vestan við láu Þvergarðar tveir. Þvergarðurinn eystri og Þvergarðurinn vestri og allbreitt svæði milli þeirra. Nefndist Milli garða.
Ofurlítill túnkragi Lækjartún lá kringum bæinn. Lækur var byggður upp nýr af nálinni kringum 1830. Hét sá Krysuvik - nordurkotGuðmundur er það gerði. Gekk ætíð undir nafninu Hellna-Guðmundur. Hellna-Gvendur. Kringum Millutóttina var Milluflötin. Vesturtúngarðar voru eiginlega tveir Innri Túngarður eða Gamli Túngarður lá í hlykkjum og krókum niður vestast í Hellisbrekkunni. Allt út á hólinn sunnan Vesturkots. Vesturtúngarðurinn yngri lá aftur á móti ofan úr klettum Bæjarfells ofanvert við Lambahellir, hlaðinn af grjóti efst. En af torfuhnausum er neðar kom og beint suður. Við Lækinn þar sem hann rann út úr túninu komu Lækjargarðarnir í hann. Áfram lá garðurinn allt austur um Arnarfell, fell er rís upp suð-vestur frá Krýsuvíkurbæ. Og upp í skriður fellsins og er þar hlaðinn af grjóti. Á garðinum miðjum undan Arnarfellsbæ er Arnarfellstúngarðshliðið. Við vesturrana fellsins liggur Vesturgarður Arnarfellstúns upp spölkorn í fellið. Arnarfellsbærinn stóð í miðju túni og má enn sjá rústir hans. Kringum hann var Neðratúnið.

Krysuvik - vitlausi gardur

Upp þaðan lá slóði í Efratúnið (74), sem var í slakka vestan í fellinu. Þar var Fjárhúsrúst og í klettunum þar upp af var Arnarfellshellir eða Kristínarhellir. Saga er til sem skýrir nafn þetta. Kristín hét vinnukona í Krýsuvík. Hún lagði hug á vinnumann á bænum, en hann vildi ekki þýðast hana. Varð hún hugsjúk af þessu og hvarf. Var hennar leitað en hún fannst ekki. Eftir nokkurn tíma kom hún svo heim og sagðist hafa dvalið í helli þessum. Hellirinn liggur upp í móti og er í honum steinn, sem er hið besta sæti. Uppi á Arnarfelli er Arnarfellsvarða eða Tyrkjavarða. Sagt er að hún hafi verið hlaðin nokkru eftir Tyrkjaránið. Eru þar ummæli á, að meðan hún stendur muni tyrkir ekki koma og ræna Krýsuvíkurstað. Fram undan, eða vestur undan Fellinu er Stekkjarmýri og suður frá henni Arnarfellstjörn og örfokaland þar umhverfis. Austan í fellinu nær miðju er garður. Af grjóti í fellinu, en af torfi er út kemur á mýrina.

Stinuhellir

Arnarfellsgarður. Hann tengist þvergarðinum vestri og því myndast þarna gerði eða afgirt beitarland. Var þarna kúabeit, enda kallaður Kúablettur. Í bletti þessum var lítil tjörn, nefndist Spegillinn. Þarna var einnig allgóð mójörð, og Mógrafir.
Bæjarfell er ekki stórt, en setur þó svip á umhverfið. Stekkjarstígur lá úr Norðurkotströðum austan í fellinu að garði þar, sem nefndur var Vitlausi Garður. Þegar hlaðnir höfðu verið allir hinir garðarnir og byrjað var á þessum, þótti hjáleigubændum í Krýsuvík nóg komið af görðum og töldu þessa garðhleðslu því hina mestu vitleysu. Þar af er nafnið komið. Stígurinn liggur í gegnum Vitlausagarðshlið. Og áfram með fellinu, að stórum steini Hafliða. En við stein þennan var Hafliðastekkur. Stígur þessi var einnig nefndur Kirkjustígur, því hann fór kirkjufólkið frá Vigdísarvöllum og Bala, þegar það fór Hettuveg.

Stori-Nyibaer

Norður af er túnbali að sjá. Hér stóð Nýibær litli eða Litli-Nýibær á Bæjarhólnum í miðju Litla-Nýjabæjartúni. Nú sér ekki lengur marka fyrir Litla-Nýjabæjartúngörðum. Suður frá Grjóthólsrétt stóð Stóri-Nýibær eða Nýibær stóri á Nýjabæjarhól eða Stóra-Nýjabæjarhól því sem næst í miðju Stóra-Nýjabæjartúni. Nýjabæjartraðir láu heim vestan frá Grjóthól. Nýjabæjartúngarðar láu að túninu að norðan, Norðurtúngarður að Traðarhliðinu. Vesturtúngarður frá Traðarhliðinu og allt vestur og niður um túnið, að Suðurtúngarði. Að austan var Nýjabæjarlækur. Hann átti upptök sín spölkorn fyrir ofan túnið í Dýjakrókum.

Krysuvik - Tradir

Í Norðurtúninu var fjárhús, nefndist Járnhús var fyrsta útihúsið, sem þakið var klætt með járni. Kring um það var Járnhúsflöt. „

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir m.a.: „Krýsuvík var um langan aldur sérstök kirkjusókn með hjáleigum sínum, þar til nú fyrir nokkrum árum. Sé Stór-Nýibær talinn tvíbýlisjörð, eins og mun hafa verið fram undir síðustu aldamót, og sé því ennfremur trúað, að byggð hafi verið á Kaldrana, þá hafa hjáleigurnar verið fjórtán og heitið svo:

Stóri-Nýibær (Austurbær): 1703 nefndur einn Nýibær. 1816: nefndur svo. 1847: eins.
Litli-Nýibær (Vesturbær): 1816: nefndur svo. 1847: eins.
Litli-Nýibær: 1703 nefndur svo. 1816: nefndur svo. 1847: eins.
Krysuvik 2010Norðurkot: 1703: Norðurhjáleiga. 1816: nefnt svo. 1847: eins.
Suðurkot: 1703: Suðurhjáleiga. 1816: nefnt svo. 1847: eins.
Lækur: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: eins.
Snorrakot: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Hnaus: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Arnarfell: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Fitjar: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Gestsstaðir : 1703: nefnt í eyði. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Vigdísarvellir: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: nefnt.
Bali: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: nefnt.
Kaldrani: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.

Krýsuvík

Krýsuvík – túnakort 1918 lagt ofan á loftmynd. ÓSÁ

Verður nú reynt að staðsetja býli þessi bæði við það, sem komið er og mun koma síðar. Krýsuvík hefur nú staðið um langan aldur norðvestur frá Arnarfelli, undir austanverðu Bæjarfelli, sem er norðvestur frá Arnarfelli og nokkru hærra. Nyrzt í heimatúni var svo Norðurkot, Snorrakot og Hnaus. Tvö hin síðastnefndu hafa verið smábýli í Norðurkotstúni, og má benda á það, að norðausturhorn túnsins heitir Snorrakotstún; smálækur skilur það frá aðaltúninu. Syðst í túninu var Suðurkot, og austan við bæjarlækinn var svo býlið Lækur. Landnorður frá Krýsuvík eru svo bæirnir Stóri- og Litli-Nýibær.“
Frábært veður, þrátt fyrir þoku (sem er bara eðlilegur veðurþáttur í Krýsuvík). Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík.
-Örnefnalýsing Gísla Siguðrssonar fyrir Krýsuvík.

Krýsuvík

Horft til Krýsuvíkur úr Hveradal.

Hvaleyrarvatn

Frá Hafnarfirði er tilvalið að leggja upp í ýmsar göngu ferðir, stuttar eða langar. Eg skrifaði fyrir nokkrum árum um sumar af þeim gönguslóðum, og verð því stuttorður um þær hér.

Hvaleyrarvatn-stekkur

Hvaleyrarvatn – stekkur.

Af Krýsuvíkurveginum og Kaldárselsveginum er örstutt að fara að Hvaleyrarvatni. Mörgum finnst ljótt og auðnarlegt þarna við vatnið, en litli dalurinn við Hvaleyrarvatn vinnur við viðkynningu. Hann er stúdía í gráum og daufgrænum litum, en ekki veit ég til, að neinn listmálari hafi tekið sér mótív þaðan, og þeir sem vilja helzt smeðjurómantískar ídyllur, ættu heldur ekki að gera það. Við Hvaleyrarvatn er einhver ísmeygileg þjóðsagnastemning í anda Werenskiolds og Kittelsens.
Og til eru líka þjóðsögur, sém tengdar eru vatninu. Þar á að vera nykur. Einu sinni var hafi í seli frá Hvaleyri í Seldal, en svo nefnist kvosin suðaustur frá vatninu. Stúlka ein gætti búfjár þarna. Eitt sinn, þegar að var komið, var stúlkan horfin, en brjóstin af henni fundust í Seldal. — Var talið að nykurinn hefði étið stúlkuna, en af einhverjum ástæðum ekki viljað brjóstin. Þessa sögu sagði mér dr. Bjarni Aðalbjarnarson, sem var alinn upp á Hvaleyri.“

Hvaleyrarvatn-233

Hvaleyrarvatn.

Heimild:
-Mánudagsblaðið, 13. árg. 1960, 22. tbl. bls. 2.

Flóki

Gengið var um Dauðadalastíg frá Bláfjallavegi að Helgafelli og síðan til baka upp götu vestar í Tvíbollahrauni, upp með Markraka og að upphafsstað. Í leiðinni var litið á hina einstöku Dauðadalahella.
Kvikuflétta í DauðadalahellumÍ lýsingu af Dauðadalastíg segir m.a.:
„Dauðadalastígur liggur á milli Kaldársels og Kerlingaskarðs um Dauðadali. Þegar farið var upp með Helgafelli að austanverðu var stefnan tekin á norðurhluta Þríhnúkahrauns. Leiðin liggur um hraunhaft, eftir mosagrónu Tvíbollahrauni og um nokkuð sléttar hraunhellur að Dauðadalahellum. Þaðan liggur leiðin um lághrygg Markraka, yfir Bláfjallaveg, en eftir það er hægt að fylgja slóð á milli hrauntungna í áttina að Tvíbollum þar sem Selvogsgatan tekur við.“
Á kortum er Dauðadalastígur sýndur koma frá austanverðu Helgafelli, inn í elsta Húsfellsbrunann frá því um 950 og síðan liggja um hraun er kom frá Grindaskörðum (1100 – 4000 ára). Síðan liggur hann um Tvíbollahraunið frá því um 950, niður á Hellnahraunið frá sama tíma og eftir því til suðurs uns hann beygir upp með suðvestanverðum Markraka og fylgir honum síðan utanverðum áleiðis upp á Selvogsgötu. Þegar þessi kafli er rakinn, þ.e. frá Tvíbollahraunsbrúninni, en þar eru gatnamót, og eftir Hellnahrauninu er ljóst að hann hefur legið að vatnsbólum í innanverðum Dauðadölum. Þar eru miklir gróningar og auljóst af gróðurtorfunum að þar hafi verið vel grasi gróið fyrrum. Dalurinn er í góðu skjóli fyrir austanáttinni. Í gróningunum eru uppþornaðar kvosir, sem fyrrum hafa verið vatnsfylltar. Þurr lækjarfarvegur með hraunkantinum til vesturs bendir til þess að þarna hafi verið umtalsvert vatn áður fyrr. Þegar svæðin norðan- og austanvert við lækjarfarveginn eru skoðuð nánar má sjá sambærilega stíga víðar í mosahrauninu. Kindagöturnar liggja þarna allar að sömu þurfalindinni.
DauðadalastígurEf haldið er aftur að fyrrgreindum gatnamótum á ofanverðri Tvíbollahraunsbrúninni má vel sjá hvar gatan suður eftir hrauninu beygir til vinstri með honum neðanverðum, liggur síðan aftur upp á slétt Tvíbollahelluhraunið og fylgir úfinni hraunbrún upp með vestanverðum Dauðadalahellum. Eflaust hafa hellaopin litla athygli vakið fyrrum, enda voru ljóslausir ferðalangar ekki að gera sér sérstakan útidúr til að kíkja niður í slík ómerkilegheit í þá daga. Nú sækjast ferðalangar einkum í litadýrð þessara hella (Dauðadalahella, Flóka o.fl.). Þeir fylgja þó ekki hinni fornu götu, heldur hafa mótað sína eigin frá Bláfjallavegi inn að Markraka og niður með honum að norðanverðu – inn á hellasvæðið.
Fyrrnefndur Dauðadalastígur liggur sem sagt þarna í beygju til austurs aftur upp á Tvíbollahraunið. Þar fylgir stígurinn sléttu helluhrauninu upp með norðanverðum Markraka (utan við hellasvæðið) og eftir sléttu helluhrauninu milli úfinna apalhraunkarga beggja vegna með stefnu á Grindarskörð. Stígurinn kemur inn á Selvogsgötuna þar sem hún greinist annars vegar í leiðina að Kerlingaskarði og hins vegar í svo til beina stefnu að Grindaskörðum.

Selvigsgata/Dauðadalastígur

Selvogsgata/Kerlingarskarðsvegur/Dauðadalastígur.

Þegar gengið er um þetta hraunsvæði má, sem fyrr er lýst, sjá nokkur hraunskeið, s.s. hraun úr Grindaskörðum (1100-4000 ára gamalt, enda vel gróið líkt og sjá má í Grindarskörðunum sjálfum), Tvíbollahraunið (frá því um 950) og Hellnahraunið (rúmlega 2000 ára gamalt). Austar er Húsfellsbruni (frá svipuðum tíma og Tvíbollahraunið (950). Inni á millum er grágrýtismyndanir kaplatóarhæða (rúmlega 7000 ára gamlar). Efst, í bókstaflegri merkingu, trjóna Helgafells- og Húsfellsmóbergsmyndanirnar í norðvestri (eldri en 11000 ára). Í heildina er á svæðinu að ræða einstaka jarðsögu (þ.e. ef fólk kann á annað borð að lesa úr henni).
Þegar kíkt var inn í Dauðadalahellana mátti vel greina frumtilurð hraunsins. Litadýrðin er og ógleymanleg. HFyrrum vatnsból í Dauðadölum - Helgafell fjærellarnir urðu að sjálfsögðu til í neðanjarðarhraunrásum. Storknað loftið hefur fallið á nokkrum stöðum og þar með gefið áhugasömu fólki tækifæri til að líta dýrðina augum. Fyrir utan rauða eldlitinn má sjá brúnar slettur á köflum sem og einstaka og hreint ótrúlega listviðburði náttúrunnar.
Í stórvirkinu „Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson segir hann m.a. eftirfarandi um Tvíbollahraun og Dauðadalahellana: „Tvíbollahraun rann frá tveimur gígum sem eru skammt frá Grindaskörðum. Eldgosið varð um það leyti sem fyrstu landnámsmennirnir voru að setjast að á Íslandi og hraunið því álíka gamalt og elstu mannvistarleifar hér á landi. Ef til vill var gosið í Tvíbollum fyrsta eldgosið sem menn fylgdust með hér á landi. Meginhraunflóðið var til norðurs, hraunelfan klofnaði um hæðina austan við Dauðadali, Mjó álma úr því rann milli hennar og Lönguhlíðar og breiddist nokkuð út þar vestur af en meginhraunflóðið féll norður að Helgafelli og norður með að suðvestan. Tvíbollahraun eÍ Dauðadalahellumr allt að 18 ferkílómetrar að flatarmáli.“
Jafnframt segir Björn um Dauðadalahellana (þ.m.t. Flóka): „Heildarlengd hellisins er um 1096 metrar en hellirinn var fyrst kortlagur árið 2003. Flóki teygir arma sína víða og er einn sérkennilegasti og flóknasti hellir landsins:“
Þrátt fyrir að Dauðadalastígur sé ranglega teiknaður til suðurs út frá brún Tvíbollahrauns, en ekki til austurs, eins og stígurinn liggur í raun (stystu leið að Grindaskörðum), hefur honum jafnan verið rétt lýst (miðað við framangreinda vettvangsathugun).
Vegna efasemdanna var ákveðið að skoða legu stígsins af meiri nákvæmni.
Farið var upp frá Helgafelli (sunnanverðu). Þangað upp eftir var ekki hægt að merkja stíg, enda sandoprið með fjallinu. Ofan við fjallið tók við stígur í beina línu að einu háspennumastrinu og áfram inn að hraunbrúninni. Þar lá hann upp aflíðandi brekku og áfram upp með sléttu hrauninu og beygði síðan til vinstri, í áttina að Dauðadalahellunum. Frá þeim lá síðan gata skammt frá hraunbrúninni beina leið upp á Selvogsgötu, skammt ofan við gatnamótin þar sem hún greindist að Grindarskörðum annars vegar og Kerlingarskarði hins vegar. Gengið var til baka niður Selvogsgötuna. Þessi ganga var ekki skráð sérstaklega, en kemur hér sem viðbót við framangreint.

Dauðadalastígur

Dauðadalastígur.

Þessi leið er ekki síður þægileg en Selvogsgatan og alls ekkert mikið lengri (ef farið var um Kaldársel). Önnur leið kemur hins vegar inn á svæðið á móts við mitt austanvert Helgafell. Á þessari leið samanlagt eru hin ágætustu skjól. Þegar gengið var á sínum tíma hluta af Dauðadalastígnum var m.a. verið að kanna hina “opinberu leið”, þ.e. vestan við Markraka. Það virtist hins vegar ekki ganga alveg upp því hún virtist svo úrleiðis (eins og hún er núna), ef fara hefur átt austur í Selvog. Hins vegar hefur hún alls ekki verið svo vitlaus ef vatnsstæðið í Dauðadölum hefur verið eins og það er sagt hafa verið – “kjörinn áningarstaður”. Af ummerkjum að dæma hefur þarna verið tjörn fyrrum. Uppþornaður lækjarfarvegurinn styður þá upplýsingu. Grösugt er umhverfis og tilvalið að tjalda. Þarna gæti hafa verið áningarstaður líkt og var við Smyrlabúðir. Umrædd gata upp með sunnanverðu Helgafelli gæti verið tengd götunni um Kýrskarð, en þá er hún svolítið úrleiðis (og þó)? Hvíta línan gæti hafa verið leiðin, sem gengin var upp frá sunnanverðu Helgafelli, en hún sést vel og greinilega. Sú leið er að öllum líkindum hluti af Dauðadalaleiðinni (sem gæti verið tvískipt að hluta).
Það ætti að verða  verðugt verkefni að skoða betur svæðið suðaustan Helgafells því þar eru nokkrar götur. Ein liggur t.a.m. svo til beint frá fellinu í átt að Fagradalsmúla, um slétt hraun. Þá leið segjast Stakkavíkurbræður hafa farið á leið þeirra til Hafnarfjarðar.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Dauðadalahellar

Í Dauðadalahellum.

 

Hellisgerði

„Hellisgerði í Hafnarfirði dregur nafn af hraunhelli, sem er í gerðinu; Fjarðarhelli.
Er það nú skúti einn, en var áður miklu stærri. Þar í grennd lékum hellisgerdi - loftmyndvið börnin okkur oft. Heyrðum við þá sungið og talað inni í hellinum og einu sinni sá ég þar barnssokka og rósaleppa breidda á stein. Það sama sá ég einu sinni uppi í Kaplakrika.- (Sögn Karólínu Árnadóttur.)

Huldufólkstrú virðist hafa verið ærið algeng í Hafnarfirði áður fyrr allt til þess að bærinn tók að vaxa. Hér sást huldukona tína litunarmosa í hrauninu og hér heyrðist vagnaskröltið, þegar veslings huldufólkið var að flýja undan nýbyggingum og gatnagerð. En hvar hefur það nú samastað? — Kannski í Hamrinum. Þess vegna er rétt gert að friða hann fyrir röskun.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 19. árg. 1960, Af gömlum blöðum – Guðlaugur E. Einarsson, bls. 22.

Hellisgerði

Hellisgerði 1950.

Almenningur

Flugslysið í Hrútadyngjuhrauni, þegar flugmaður Cessnu-152 flugvélarinnar brotlenti, varð skömmu eftir kl. 19:00 á fimmtudagskvöldið 10. ágúst. Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 11. ágúst af atburðinum sagði m.a. undir fyrirsögninni „Heppnir að sleppa svona vel í hrauninu“: „Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í flugvélinni sem brotlenti í Kapelluhrauni á fimmtudagskvöld. Flugkennari og nemi hans sluppu svo til ómeiddir úr slysinu.
Slysstaðurinn efst í SkógarnefiÓhappið varð upp úr klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Mennirnir voru við hægflugsæfingar á svokölluðu Suðursvæði sem er mikið notað fyrir slíkar æfingar. Bragi Baldursson, aðstoðarforstöðumaður rannsóknarnefndar flugslysa, segir allt benda til þess að æfingarnar hafi verið með eðlilegum hætti. „Vélin virðist hafa sigið aðeins til jarðar og þá hefur annar vængurinn að líkindum ofrisið með þeim afleiðingum að vélin fór að snúast um sig. Mennirnir komu henni á réttan kjöl en urðu að brotlenda í hrauninu,“ segir Bragi. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir.
Flugvélin, sem er eins hreyfils kennsluvél af gerðinni Cessna-152, lenti á hjólunum en hvolfdi síðan.
Mennirnir kölluðu sjálfir eftir aðstoð Neyðarlínu og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang þar sem erfitt var að komast akandi að slysstað. Mennirnir voru fluttir til skoðunar á slysadeild en fengu að fara heim að henni lokið.“ Í meðylgjandi myndatexta segir síðan: „Mildi þykir að ekki fór verr en vélin, sem er í eigu flugfélagsins Geirfugls, er talin ónýt. Var í undirbúningi að flytja hana.“

Kennileiti í BreiðagerðisslakkaÍ framangreindri frétt er slysstaðurinn enn og aftur sagður vera í Kapelluhrauni – sem er í 6 km fjarlægð til norðurs. Staðreyndin er hins vegar að óhappið varð í Hrútadyngjuhrauni, nánar tiltekið efst og austast í Skógarnefinu, u.þ.b. 100 metrum norðan landamerkja Hvassahrauns og Óttarsstaða. Í rauninni er fréttaflutningur þessi dæmigerður fyrir aðra slíka af sambærilegum óhöppum. Jafnan gætir mikillar ónákvæmni í staðsetningum og svo virðist sem forstöðumenn fréttamiðlanna líti það léttvægum augum – enda vita þeir kannski á stundum ekki betur sjálfir.
Brak í BreiðagerðisslakkaFyrr um morguninn hafði FERLIR fylgt Baldri J. Baldurssyni, áhugamanni um gömul flugvélaflök, á vettvang flugslyss er varð fyrir tæpum 64 árum í Breiðagerðisslakkanum í Strandarheiði. Um 15 mín gangur er að vettvangnum frá línuveginum skammt sunnan við Fornasel. Staðurinn, sem um ræðir liggur í línum; annars vegar milli Auðnasels og Knarrarnessels og hins vegar milli Keilis og Atlagerðistangavita. Þar á litlum hraunhól er varða. Vestan hólsins er talsvert brak úr hinni þýsku flugvél er þar fórst.
Um er að ræða Junkers 88 könnunarherflugvél. Samkvæmt skýrslum sást þýska flugvélin nálgast Keflavík um 13:52 þann 24.04.1943. Tvær bandarískar vélar voru sendar á móti henni, en flugmaðurinn reyndi Framhlutinn fjarlægður af vettvangiað dyljast í skýjum. Það kom þó ekki í veg fyrir að vélin væri skotin niður. Þrír áhafnameðlimir létust, en einn komst lífs af, fjarskiptamaðurinn, Sgt. Anton Mynarek. Hann komst úr vélinni í fallhlíf áður en hún brotlenti í Gjáhrauni, en var tekinn til fanga af landgönguliðum.
Bræðurnir Hafsteinn og Þórir gengu fram á þýska flugmanninn við Arnarbæli og fylgdu honum niður á gamla Keflavíkurveginn þar sem landgönguliðar tóku hann til fanga. Sveinn sagðist hafa frétt að því að aðfarirnar hafi ekki beinlínis verið til fyrirmyndar. Ameríkanarnir hefðu öskað á þennan hættulega óvin sinn, miðað á hann byssum og skipað honum að leggjast í jörðina þrátt fyrir að hann hafi greinilega verið nokkuð meiddur.
Báðir hinir bandarísku flugmenn, sem eltu þá þýsku, voru sæmdir Silfurstjörnunni þann 30. apríl 1943 fyrir vikið. Þessi Þjóðverji var fyrsti flugliðinn sem Bandaríkjamenn handtóku í Seinni heimstyrjöldinni. Lík þeirra sem fórust voru grafin að Brautarholti á Kjalarnesi, en eftir stríð voru þau flutt í Fossvogskirkjugarðinn.
Sá, sem bjargaðist, stg. Anton Mynarek, kom hingað til lands mörgum árum seinna. Lýsti hann fangavistinni í bragga við Elliðaár, en þar átti hann slæma vist fyrstu dagana í kulda og einangrun, en síðan rættist úr vistinni.
Talsvert er af braki úr vélinni við hraunhól í slakkanum, m.a. hluti af hjólastellinu, annað dekkið, vélarhlutar, slöngur og tannhjól. Álhlutar eru úr vélinni í slakkanum skammt norðvestar.
Tiltölulega auðvelt er að ganga að flakinu ef tekið er mið af stórri fuglaþúfu (hundaþúfu) á barmi Litlu-Aragjár ofan Afturhlutanum lyft uppGrindavíkurgjár. Þegar komið er að henni sést varðan á hraunhólnum vel. Slysstaðurinn í Breiðagerðisslakka er ágætt dæmi um fyrri tíma slysavettvang – þar sem allt var látið óhreyft og ummerkin tala enn sínu minnisvarðamáli.
Þá var ákveðið að fylgja línuveginum og síðan gamalli götu austur Hrútadyngjuhraun skammt vestan Lónakotssels. Gatan er vörðuð. Vandinn var bara sá að hinar heillegu vörður voru allnokkru vestan selsstígsins. Nokkur hraunhveli, jarðföll og skútar voru á leiðinni, en gatan leið án teljandi athugasemda upp með hraunhæðunum vestan Lónakotssels. Ofan (suðvestan) selsins héldu vörðurnar áfram. Vonir voru farnar að glæðast um að gatan kynni að leiða ferðafólkið upp í svonefndan Skógarnefsskúta. Hún hélt áfram upp að Neðri-Krosstapanum og norðan hans áfram til austurs, upp yfir landamerki Lónakots og áfram yfir landamerki Hvassahrauns og Lónakots. Þar efra var talsvert að jarðföllum, en engir nýtanlegir skútar. Þá beygði gatan með gróðurlænu til suðurs, svo til beint upp í vestustu og neðstu hraunhóla Skógarnefsins. Síðasta varðan var þar við vatnsstæði. Undir því var hið ágætasta skjól – grasi gróið.
Þyrla lenti þarna efst og austast í Skógarnefinu. Klukkan var um 17:00. Þegar FERLIR kom á vettvang voru þar þrír fulltrúar Rannsóknarnefnar flugslysa auk þyrluflugmannanna. Tilgangurinn var að flytja flugvélina úr hrauninu niður á veg þar sem flutningabifreið beið þeirra.
Fagmennirnir kunnu greinilega vel til verka. Þeir höfðu rannsakað slysavettvanginn í þrjá daga, en nú var ætlunin að ljúka verkinu. Flugvélin hafði að mestu brotnað í tvennt í árekstrinum við hraunið. Þyrluflugmennirnir byrjuðu að flytja framhlutann; hreyfil, stjórnklefa og vængi. Þá tóku þeir til við að flytja afturhlutann og aukahluti, sem losnað höfðu frá flugvélinni við áreksturinn. Allt gekk þetta fljótt og bærilega fyrir Afturhlutinn fjarlægður af vettvangisig þrátt fyrir talsverðan norðanstreng. Nú eru engin ummerki eftir þetta fyrrnefnda flugslys í Skógarnefinu – einungis jarðvegsumrót á 6 metra kafla.
Eftir að hafa fylgst með björgunaraðgerðunum var stefnan tekin niður Skógarnefið, framhjá Lónakotsseli og niður á þjóðveg.
Það verður að segjast eins og er að einstakt verður að teljast að FERLIR hafi fengið að fylgjast með frá upphafi til lokavinnslu þess á vettvangi. Ljóst er að nútímakröfur til vinnubragða rannsakara á vettvangi eru allt aðrar en voru fyrrum – eða fyrir einungis hálfri öld síðan. Fróðlegt var að fylgjast með fulltrúum Flugslysarannsóknarnefndar á vettvangi – ekki síst í ljósi þess að ekki er langur tími liðinn síðan kröfur voru gerðar til þess að rannsóknardeildir lögreglu færu með rannsóknir slíkra slysa. Það virðist nú liðin tíð (sem betur fer).

Gangan, fram og til baka tók um 1 og 1/2 klst. Frábært veður.

Skógarnef

Slysstaðurinn í Skógarnefi.

 

Hrútagjárdyngja

Þegar FERLIR var á gangi um Hrútagjárdyngjuhraun nokkru austan svæðis ofan brúna í Almenningi er liggur milli Óttarsstaðasels og Lónakotssels, virtist mikið ganga á.
Mosavaxin varða við forna leiðGengið hafði verið upp gleymdan fornan stíg vestan við Rauðamelsstíg (sennilega Skógargötuna), í gegnum Óttarsstaðasel og áleiðis upp í Skógarnef. Þyrla hafði lent við litla flugvél, sem hafði hrapað í gróið hraunið efst og austast í Skógarnefinu, og snúist á bakið. Flugvélin bar einkennistafina TF-OND, Cessna 152, og virtist talsvert skemmd. Tveir menn sem verið höfðu í flugvélinni sakaði lítt. FERLIRsfélagar höfðu ekki verið sjónarvottar að aðdraganda óhappsins, en reyndu í framhaldinu að forvitnast svolítið um það.
Í frétt MBL um málið sagði síðan: „Tilkynning um að lítil, tveggja sæta Cessna-152-flugvél með tveimur mönnum innanborðs hefði hrapað í hrauninu suður af álverinu í Straumsvík barst til Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar kl. 19.09 í gærkvöldi.
Á vettvangiLögreglubíll frá Hafnarfirði var strax sendur á vettvang og var kölluð til þyrla, sem flutti mennina á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss en erfiðlega gekk að komast að vélinni þar sem hún lenti í Kapellu- eða Selhrauni um 6 km frá veginum.
Að sögn vakthafandi læknis voru mennirnir afar brattir miðað við óhappið en í gærkvöldi var ekki gert ráð fyrir að þeir yrðu lagðir inn heldur útskrifaðir eftir frekari rannsóknir. Ekki var talið að mennirnir þyrftu á áfallahjálp að halda. Þeir vildu ekki ræða við fjölmiðla.
Rannsókn á tildrögum slyssins hófst strax í gærkvöldi og mun standa yfir næstu daga.“
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu fóru lögreglumenn á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar Á vettvangiþar sem ökutæki varð ekki fært um hraunið. Höggið er flugvélin lenti á jörðinni hefði verið töluvert því jarðvegur hafði rifnað upp, nefhjólið brotnað af og skrokkur vélarinnar verið aflagaður. Fulltrúi Rannsóknarnefndar flugslysa var með í för og hélt hann rannsókn sinni áfram þegar flugmaðurinn, nemi, og kennari úr vélinni voru fluttir á slysadeild til skoðunnar. Þeir hefðu verið að æfa hægflug í u.þ.b. 1000 feta hæð; dregið af vélinni og sett flapsana út til að geta flogið hægt. Þegar þeir hafi tekið eftir að flugvélin var að missa hæð reyndu þeir að gefa vélinni inn, en hún þá farið að halla á hliðina. Við það fór flugvélin niður og gat áhöfnin ekki komið í veg fyrir að hún hafnaði í jörðinni í beygjunni. Vélin lenti á nefinu og rann þannig stuttan spöl áður en hún fór yfir sig og hafnaði á hvolfi. Áhöfnin hafi síðan komist af sjálfdáðum út úr vélinni.
Að sögn flugmanna, sem rætt var við, er svæðið þar sem Á vettvangióhappið varð, hluti af aðalæfingasvæði flugnema. Slík atvik séu sem betur fer svo fátíð að sérhvert slíkt verður að teljast til einstakra tíðinda. Hér hafi verið um mannbjörg að ræða og það skipti öllu máli. Rannsókn á óhappinu myndi væntanlega upplýsa nánar um ástæðu þess. FERLIR minnist þess ekki að sambærilegt óhapp hafi áður orðið á þessu svæði – þrátt fyrir hina miklu flugumferð um langt skeið.
Í fréttum fjölmiðla af slysinu var staðsetning þess eitthvað á reiki, ýmist nefnd Afstapahraun, Kapelluhraun eða Selhraun. Ef vel er að gáð gefur gróðurinn í hraununum nokkuð góða mynd af aldri þeirra. Hrútadyngjuhraun er elst sjáanlegu hraunanna neðan móbergshálsanna (sem urðu til í gosum undir ísaldarjökli), um 5000 ára, enda grónast og með fjölbreytilegastri flóru. Selhraunin fjögur, neðanverð, eru yngri, en Afstapahraunið eldra er runnið hefur þvert á þau gæti verið Sveppur við Óttarsstaðaselum 4000 ára. Kapelluhraun, öðru nafni Nýjahraun eða Bruninn, rann árið 1150, enda nær eingöngu þakið mosa (hraungambra). Hrútadyngjuhraunið er upprunnið úr dyngju, enda umfangsmest, en hin komu úr gjóskugígum. Á meðfylgjandi myndum er augljóslega um dyngjuhraun að ræða.

Það sem vakti annars sérstaka athygli í þessari ferð voru hinir myndarlegustu sveppir víðast hvar í hraununum. Þeir höfðu greinilega náð að þroskast því þeir virtust í góðum blóma.
Gangan frá Óttarsstaðafjárborginni upp í ofanvert Skógarnefið tók u.þ.b. klukkustund. Flugvélaflakið er því nálægt 6 km ofan við Reykjanesbrautina. Frábært veður.

Skógarnef

Þyrla hífir vélina upp.

 

Straumur

FERLIR kynnti fyrir nokkru og birti mynd af kirkjulíki með bogadyrum og tveimur turnum, sem byggt hafði verið upp úr gömlum fiskbyrgjum og síðar skjóli sunnan við Straum.

Kirkjan

Kirkjan.

Spurningin var hvort heimild hefði fengist til að nota efnið úr hinum gömlu byrgjum og þá hver hafi gefið þá heimild.
Kannski það væri nú orðin stefna einhvers staðar að nota þann gamla efnivið, sem enn er til í gömlum mannvirkjum og gera úr honum eitthvað alveg nýtt – enda hitt mannvirkið ónýtt. Bent var á að hlaðin mannvirki umhverfis Straum má svo til öll telja til fornminja. Og um þær gilda sérstök lög og sérstakar reglur.
Nú er búið að endurhlaða annað byrgið úr grjóti kirkjunnar og færa það sem eftir var skammt norðar þar sem nú er verið að endurbyggja hana úr „nýju“ grjóti. Einhver virðist vera farin að taka hlutverk sitt alvarlegar en áður.
Straumsbærinn gamli stóð á lágum hraunhrygg nokkurn veginn þar sem Straumshúsið stendur nú. Umhverfis hann var einhlaðinn túngarður. Fiskbyrgi voru á hólnum austan vesturgarðs. Þau voru síðar notuð sem skotbyrgi þegar fjárhúsin voru í fjárhússkarðinu þarna neðan við. Skammt austar er Straumsréttin, hlaðin niður við Urtartjörnina/Brunntjörnina. Ef skortur er á grjóti á svæðinu gæti grjótið í henni verið kjörinn efniviður fyrir framtaksama við gerð stærri mannvirkja. Einnig hlaðin rétt/nátthagi í svonefndum Kúadal nokkru sunnar. Þá eru hinir löngu garðar, sem reyndar eru nú orðnir að mestu jarðlægir, kjörinn efniviður til enn stærri verka. En svo er líka hægt að hlaða bara ný mannvirki annars staðar en ofan á þeim gömlu – úr áður ónotuðu grjóti.

Byrgi

Byrgi við Straum.

Í einum staðarmiðlinum (localmedia) var nýlega sagt frá röskun fornminja suður af Straumsvík: „Undanfarið hefur borið á því að skemmdir hafa verið unnar á fornleifum í landi Hafnarfjarðar. Um er að ræða hlaðna garða, gamlar girðingar og ýmis merki um búsetu í bæjarrústum.
Á svæðinu sunnan við álver Alcan í Straumsvík hefur borið á því að skemmdir hafa verið unnar á fornminjum sem þessum. Hlaðnir garðar hafa verið rofnir til að greiða fyrir umferð ökutækja á svæði þar sem fyrirtæki rekur litboltagarð (Paintball). Einnig hefur fornminjum verið raskað við Listasmiðjuna Straum þar sem röskun varð við sköpun listaverks. Bjarki Jóhannesson er sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar og segir hann að óheimilt með öllu að raska gömlum hlöðnum görðum, vörðum og öðrum fornleifum í landi nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins, samkvæmt 9. og 10. grein þjóðminjalaga. Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, leiki vafi um aldur þeirra skal hafa samband við skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar eða Byggðasafn Hafnarfjarðar“. Fréttinni fylgir svo mynd af órsökuðum garði sunnan Óttarsstaða þar sem fyrrum lá leiðin heim að austari bænum skammt vestan Eyðikots.
Satt best að segja, og það með mildilegu orðalagi, er lítið sem ekkert markvisst opinbert eftirlit með fornminjum í umdæmi Hafnarfjarðar. Hið sama gildir um önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Þau fáu skipti, sem einhver æmtir eða bendir á eyðileggingu þeirra, þá er um að ræða rödd áhugafólks um minjar á svæðinu. Opinber stjórnsýsla, hvort sem um er að ræða á ríkis- eða sveitarstjórnarstigi, hefur hingað til haft dregið fyrir þann glugga aðstöðu sinnar er lýtur í átt að fornminjum.

Byrgi

Byrgi við Straum.

Það þarf ekki annað en mann, sæmilega búinn til fótanna, til að berja nýlegar skemmdir augum. Ekki er langt síðan FERLIR benti á (reyndar með aðstoð MBL) gröfu við mokstur nálægt hinum forna garði í neðstu Tóunni í Afstapahrauni. Skýringin, sem gröfustjórinn gaf, var sú að hann hefði ekki vitað af garðinum. Samt var hann kominn u.þ.b. 200 m út fyrir leyft röskunarsvæði. Annað dæmi er núverandi röskun á síðustu leifum Alfaraleiðarinnar um Hellnahraun vestan golfvallarins.
Flestir geta verið sammála um að handritin okkar séu verðmætir forngripir, jafnvel þótt fæstir geti lesið það sem í þeim stendur. Í rauninni má líkja þessu við það að einhver tæki sig til og krotaði í eitt handritanna. Eflaust yrði allt vitlaust. Minjarnar, jafnvel þær sem hlaðnar eru úr grjóti, eru einnig „handrit – hin áþreifanlegu tengsl okkar við fortíðina – og því verðmæti, engu síður en textarnir á skinnsíðum handritanna. Þeim þarf að forða frá tilviljanakenndri og handahófslegri eyðileggingu.
Á heimasíðu Fornleifastofnunar Íslands á Netinu er m.a. fjallað um fornleifar. Þar segir að “fornleifar séu efnislegar minjar genginna kynslóða. Sjálfar kynslóðirnar hverfa ein af annarri og hugsanir þeirra að mestu leyti með þeim. Fornleifarnar voru hluti af veruleika forfeðranna sem mikilvæg mannvirki, kennileiti eða staðir og þær skiptu þá miklu máli. Gátu þær meira að segja verið þeim lífsnauðsynlegar. Án þessara fornleifa væri sagan harla óáþreifanleg og jafnvel álitamál hvort við værum sjálfstæð þjóð yfirleitt. Er hægt að byggja land og halda uppi menningu án beinna tengsla við söguna?
Íslendingar eru stoltir af sögu sinni. Áþreifanlegar leifar þessarar sögu eru fornleifarnar. Þess vegna eigum við að gera þeim hátt undir höfði, varðveita þær og vernda.

Kirkjan

Unnið að kirkjubyggingunni.

Landslagið er mikilvægur hluti af veruleika manneskjunnar og einn þeirra þátta sem skapa hana. Skilgreiningin á því að vera Vestfirðingur er t. d. að hluta til fólgin í því landslagi sem einkennir Vestfirðina og Vestfirðingar kalla heimaslóðir. Í þessu landslagi eru fornleifarnar mikilvægur þáttur með sínum formum og sögnum og þær eru gjarnan úr sömu efnum og landið sjálft. Það er því mikilvægt að standa vörð um fornleifar landsins, vegna þess að þær útskýra að sumu leyti skilgreiningar okkar á sjálfum okkur.
Þéttbýlissvæði eru mörg hver að vaxa út um landið og sú þróun mun vonandi halda áfram í náinni framtíð. Margar fornleifar verða á veginum, sumar jafnvel alveg óþekktar í dag. Þó að svæði kunni að vera skráð einu sinni og jafnvel tvisvar, er það aldrei trygging fyrir því að ekkert meira kunni að leynast undir yfirborðinu. Því er mikilvægt að fara nákvæmlega yfir þau svæði sem raska á til að minnka hættuna á óvæntum uppákomum fornleifa eins og framast er unnt. Slíkar uppákomur eru yfirleitt dýrar og tímafrekar. Það getur verið þarft að minnast þess að oft finnast skemmtilegustu fornleifarnar við óvæntustu aðstæðurnar.
Saga okkar er að hluta til skráð í umhverfi okkar, umhverfi sem við höfum skapað smátt og smátt í aldanna rás. Sjálf skilgreinum við okkur sem einstaklinga í gegnum umhverfið og þjóðin sem slík skilgreinir sig út frá þessu umhverfi og það sem þar kann að leynast. Við berum öll ábyrgð á sögu okkar og menningu og þar eru fornleifarnar engin undantekning.

Straumur

Kirkjan við Straum á Jónsmessu.

Þorbjarnastaðir

Við skoðun á örnefnalýsingum fyrir Þorbjarnarstaði kom í ljós áður óráðin misræmi, m.a. varðandi Grúnuskúta (Gránuhelli) og Kápuhelli. Í annarri lýsingunni (GS) eru þessi skjól sögð vera við heimatún Þorbjarnastaða, en staðsetning þeirra ekki tilgreind nánar.

Þorbjarnarstaðarétt

Í hinni er Gránuskúti sagður „sunnan við Fornarsel“, en í lýsingunni er Gjásel nefnt Fornasel og öfugt. Þá er Kápuhellir sagður vera „í brúninni á“ Laufhöfðahrauni. Þótt báðir staðirnir séu í landi Þorbjarnarstaða munar hér verulegum vegarlengdum. Hingað til hefur ekki verið vitað um skjól við [Fornasel], en Kápuhellir við Jónshöfða í vesturjarðri Laufhöfðahrauns er þekktur. FERLIR hefur skoðað hann áður. Eftir allnokkra leit að hugsanlegum Gránuskúta við Þorbjarnarstaði fékk FERLIR ávísun á fallegan helli sunnan Þorbjarnastaða, austan undir Miðmundarhæð. Var hann tilgreindur sem Gránuskjól. Hleðslur eru fyrir munnanum og gólfið flórað.
Nú var tilefnið m.a. að kanna með hugsanlegt skjól við [Fornasel].
Gengið var að þorbjarnarstaðaréttinni undir Sölvhól norðan Þorbjarnarstaða, að brunni bæjarins, inn á Alfaraleið og henni fylgt að mótum Gerðisstígs (Hólaskarðsstíg). Þeim stíg var fylgt upp hraunið að Neðri-hellum, framhjá vörðuðum skúta í Selhrauni, að vorréttinni undir Brunabrúninni, upp að Efri-hellum og þaðan gengið eftir Kolbeinshæðarstíg upp að Kolbeinshæðarskjóli. Stígnum var fylgt suður yfir Kolbeinshæðir og upp að Laufhöfðavörðu og áfram að Gjáseli [Fornaseli] þar sem m.a. ætlunin var að skoða svæðið af nákvæmni með hliðsjón af upplýsingum í örnefnaskrá. Þarna kynni Gránuskúti að leynast einhvers staðar, en svæðið er nú vel kjarri vaxið.
Brunnur Þá var stefnan tekin niður að Kápuhelli við vesturbrún Laufhöfðahrauns, Straumsselsstíg fylgt niður að áður vísiteruðum Gránuskúta austan undir Miðmundarhæð og síðan að Stekknum (réttinni) sunnan Þorbjarnastaða. Lokaáfanginn var Alfaraleiðin til austurs, að Brunabrúninni sunnan Gerðis.
Í þessari ferð var aðalheimildin örnefnalýsing, upphaflega skráð af Gísla Sigurðssyni, örnefni eftir Ástvald Þorkelsson frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónsson frá Hlíð, Magnúsi Guðjónsson frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti. Einnig var stuðst við gömul landamerkjabréf.
3. júní 1978 fóru sr. Bjarni Sigurðsson og Haukur bróðir hans á vettvang ásamt hinum þremur öldruðum mönnum. Þeir fimmmenningar gerðu ýmsar athugasemdir við lýsingu Gísla. Flestar þeirra skráði sr. Bjarni jafnóðum, en fáeinar ritaði Sigríður Jóhannsdóttir eftir sr. Bjarna 5. júní 1978. Loks gerði sr. Bjarni fáeinar athugasemdir í október 1980.
Gísli Guðjónsson er fæddur á Setbergi 1891, kom í Hraunin um 10 ára og var þar til 1917, 8 ár í Gerði og önnur 8 á Óttarsstöðum. Jósef Guðjónsson er fæddur 1899, kom að Óttarsstöðum 2-3 ára og var þar til 1918. Gústaf er fæddur 1906, kom í Eyðikot 1907 og var þar til 1937. Sr. Bjarni og Haukur bróðir hans ólust upp í Straumi frá 1930.
Hér fer á eftir lýsing Gísla Sigurðssonar með þeim leiðréttingum, sem að framan greinir. Landamerkjalýsing er tekin upp úr Landamerkjabók fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Í örnefnaslýsingunni kemur fram að meðfram austurtúngarðinum lá Straumsstígurinn. „Norðar, eða við norðurtúngarðinn var Þorbjarnarstaðaréttin, vel hlaðin rétt af grjóti. Hún stendur norður undir Sölvhól. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns 1918.) Eitt örnefni enn er hér nálægt túninu, Mosaflesjur, þar sem mosinn var þurrkaður til eldiviðar.
Neðri Austurtúngarðinum var fylgt niður að brunni Þorbjarnastaða. Hann er í Brunntjörninni norðan við túnin, grunnur, en fallega hlaðinn umhverfis. Ferskt vatn leysir undan hrauninu sunnan við hann. Að brunninum liggur hlaðinn gata eða garður. Af honum var ullin jafnan þvegin í tjörninni.
Norðan tjarnanna má enn sjá Suðurnesjaveginn ofan af Brunanum niður af Hraunhorninu. Af honum lá Gerðisstígur heim að Gerði eða Gerðisbæ, sem stóð í hjalla í Gerðistúni. Stígur lá frá bænum upp á Brunabrún upp í Hraunhornsstíg. Niður undan Hjallanum voru Gerðisbalar, Stóri-Bali nær og Litli-Bali fjær. Norðan Balanna er Gerðistjörn. Í henni var Gerðisvatnsból og vestur frá henni Stakatjörn. Fyrrnefndur stígur, sem lá upp á Brunabrúnina, var kallaður Kirkjustígur. Hann sést enn, liggur upp frá túninu norðan við Gerði og upp á alfaraleið. Þessi stígur var mest genginn, er sóttur var mosi í Kapelluhraun.
Sunnan Gerðistúns var tjörn, er nefndist Gerðistjörn syðri, en sameiginlega voru allar tjarnirnar nefndar Gerðistjarnir eða Þorbjarnarstaðatjarnir.
Um Brúnaskarð eystra liggur alfaraleiðin upp á Kapelluhraun, en svo nefnist neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallast Bruninn og enn ofar Háibruni. Áður hefur verið getið um mosatekju í Kapelluhrauni.
LandamerkjalínaÞorbjarnastaða að austan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali (þar sem m.a. má sjá nokkur hlaðin skjól) og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, húsnefna hlaðin úr grjóti uppi á hól. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys.
Þegar farið var vestur yfir Brunann lá leiðin áfram, þar til komið var í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri.“
Vorréttin Vörður þessar eru nú horfnar, sem og meginhluti leiðarinnar um Kapelluhraunið. Einungis má sjá enda leiðanna sitt hvoru megin við brúnirnar, auk nokkurra metra kafla við kapelluna. Öllu öðru hefur verið raskað. Það hefði ekki verið slæmt nú ef götunni hefði verið hlíft við eyðileggingunni og hægt hefði verð að sýna hana áhugasömu fólki um gamlar þjóðleiðir. Þegar staðið er við hana lá leiðin í stefnu á græn hús, sem nú hafa verið byggð í vestanverðu hrauninu og áfram að brúninni. Á henni eru nú þrír steinar þar sem gatan kom niður. Neðan Brunans sést gatan síðan vel þar sem hún liðast vestur yfir hraunið ofan Gerðis og Þorbjarnastaða.
„Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur.“
Gerðisstíg var nú fylgt til suðurs. Hann er vel gróinn og breiður á kafla. „Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur.“
Efri Kerið er ekki stórt en nokkuð djúpt. Nú vaxa í því stórir fallegir burknar. Og enn má sjá hleðsluna, sem Þorkell bóndi, ættaður frá Guðnabæ í Selvogi, hlóð við norðurbrún kersins. Þótt hér sé verið að lýsa aðstæðum og örnefnum við Gerðisstíg er Þorbjarnastaðakerið og Dalirnir nokkuð vestan stígsins.
„Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins. Þegar komið er yfir Seljahraun, blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur. Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellar eða Litlu-Hellar.“
Við Neðri-Hella eða -Hellra er m.a. fallega hlaðið ferkantað gerði undir Brunabrúninni. Ofar má, ef vel er að gáð, sjá móta fyrir löngum garði, nú mosavöxnum. Hellarnir sjálfir er spölkorn ofar. Hleðslur eru við opin. Mjög gróið er í kringum hellana.
„Rauðimelur var einnig nefndur Rauðhólar. Norðan melsins voru klettaborgir, áberandi vegna gróðurs í kringum þær. Nefndust þær Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri eða bara Rauðamelsklettar. Vestur frá þeim tóku við Ennin, lágar brekkur. En Rauðamelsstígur lá vestur norðan við melinn, samkvæmt skrá Gísla Sigurðssonar. Nú man enginn eftir honum, e.t.v. hafa þetta bara verið fjárslóðir. Suður frá melnum var Réttargjá. Gjá þessi var sprunga, sem sneri suður og norður.“
Skammt vestan við Rauðamelskletta er víð hraunsprunga, gróin í botninn. Í henni er heilleg há fyrirhleðsla. Ljóst er að þarna hefur annað hvort verið nátthagi eða gerði. Skammt suðaustan sprungunnar er fallegt, nokkuð stórt skjól með op mót norðvestri. Gamalt vörðubrot er ofan við opið. Ekki er að sjá að þessa skjóls eða „sprunguréttarinnar“ sé getið í örnefnalýsingum.
„Skammt suður þaðan í Brunabrúninni var Þorbjarnarstaðarétt eða vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum.“
Kolbeins Réttin stendur enn vel heilleg. Á Brunanum, ofan hennar, er nú æfingasvæði Skotfélags Hafnarfjarðar. Réttin hefur þó fengið að vera að mestu óáreitt. Í henni eru tveir dilkar auk almennings.
„Héðan var stígurinn kallaður Efrihellnastígur allt upp að Efrihellum, sem hér voru við brúnina á Brunanum. Þegar hér var komið, nefndist hraunið Brenna, ofan Efrihellna, brunatunga, er lá hér suður. Úti á hrauninu var Brennuhóll, neðst í Brennunni. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti sótti kvarnarsteina í Brennuna og bar á bakinu, setti mosa undir bakið.“
Reynt var skyggnast eftir því hvort þarna væru ummerki eftir að kvarnasteinn hefði verið unninn á staðnum, en erfitt er að átta sig á því enda mosavaxið.
Hér á eftir kemur svolítill útúrdúr frá þessari ferð, miðað við gönguáætlunina.
„Halda skal nú hér fram með Brennu, allt þar til kemur í Hrauntungukjaft. Þar taka við Hrauntungur, sem liggja norðaustur eftir milli Brennu og Brunans. Þær eru nokkrar að víðáttu, og er skógurinn einna mestur þar, allt að 4 m há tré. Úr kjaftinum liggur Hrauntungustígur norðaustur og upp á Háabruna, út á helluhraunið og austur eftir því upp að Hamranesi vestan Hvaleyrarvatns. Er þetta skemmtileg gönguleið. Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhellar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin [Þorbjarnastaðafjárborg] á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir [með krosshlöðnum aðgangi]. Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir.“
Gránuskúti Ekki var farið í Hrauntungur, að Þorbjarnastaðafjárborginni eða upp í Brunntorfuhelli að þessu sinni. Um þessa staði er fjallað í öðrum lýsingum á vefsíðunni. Í heimildum er svæðið nefnt Brunatorfur, en þarna við mætast Óbrennishólabruni og Nýibruni (Nýjahraun).
„Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, staðsett á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu (G.G.) voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur.“
Hér er Fornasel nefnt Gjásel, en í öðrum heimildum er Gjáselið norðar af þessum tveimur seljum á þessu svæði, en Fornaselið sunnar. Framangreind lýsing passar vel við Fornaselið, enda önnur tilgreind örnefni skammt frá því.
„Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Hér lengra og ofar er Þúfuhólshraun með Þúfuhól og þar á Þúfuhólsvörðu. Svæði þetta nefndist líka Hundaþúfuhólshraun, Hundaþúfuhóll og Hundaþúfuhólsvarða.“ En Gísli Guðjónsson og Jósef Guðjónsson segja, að þessi örnefni séu ekki til hér, heldur séu þau vestur af Tóhólum í Óttarsstaðalandi.“
Framangreint er ágætt dæmi um mismunandi upplýsingar um örnefni. Það sem einn telur sig vita hlýtur að vera hið eina rétta. Sama mun gilda um aðra þá er telja sig hafa aðrar upplýsingar. Staðreyndin er hins vegar að bæði breytast örnefni með tíð og tíma og jafnvel milli manna því ekki taka allir nákvæmlega vel eftir ábendingum eða þeir áætla út frá þeim. Þannig hefur þetta verið og mun verða – líkt og þessi heimildarörnefnalýsing gefur glögga mynd af.
Nú er aftur haldið af stað þar sem frá var horfið við Efri-Hella. Gránuskúti „Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð [stundum nefnd Kolbeinshæðir], og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun.“
Fyrir Kolbeinshæðarskjóli er falleg fyrirhleðsla. Sjá má enn spýtur sem notaðar voru til að refta yfir skjólið. Vel er gróið í kringum það og óvíða má sjá stærri krækiber en einmitt þarna. Staðurinn er enda einstaklega skjólgóður. Stígurinn sést enn í annars grónu hrauninu. Honum var fylgt áfram suður yfir hæðina, upp að Laufhöfðavörðu á Laufhöfða. Þar var komið inn á stíg, sem er framhald af Straumsselsstíg og liggur upp í Gjásel og Fornasel, sem fyrr var nefndur til sögunnar.
„Suður og upp frá lautinni, sem fyrr var nefnd, er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir.“
Nú var úr vöndu að ráða. Lýsingin á Fornaseli passaði vel við Gjásel; niðurgrafið vatnsstæði við selið, þrjár vistarverur og rústir eftir kvíar norðan undir hæðinni. En hvað um Gránuskúta?
Gengið var suður fyrir selstöðuna og svæði skoðað mjög vel. Eins og áður var lýst er það nú kjarri vaxið og það torveldaði leitina. Eftir nokkra leit fannst gott skjól innan við kjarr, vandfundið. Ekki var hægt að greina mannvistarleifar í eða við það. Staðsetningin gat hins vegar staðist. Tekinn var gps-punktur – til öryggis.
Kápuskjól Haldið var til norðurs með vestanverðu selstæðinu. Þá – skyndilega – mátti með glöggum augum greina mikla vegghleðslu í kjarri vöxnum bolla vestan undir hæðunum. Í dag myndi það teljast til suðurs. Við nánari athugun kom í ljós hellisop með fyrirhleðslum. Inni var rúmgott skjól. Mosi við opið benti til þess að þarna hefði ekki nokkur lifandi vera stigið niður fæti um langa tíð. Spurningin er hvort þarna kunni Gránuskúti að hafa verið opinberaður, en um hann hefur jafnan verið fjallað í þátíð hingað til, líkt og hann hafi týnst. Þarna er a.m.k. veglegt fjárskjól og það við sel. Ekki er að sjá að því hafi verið lýst annars staðar – hingað til. Segja má með sanni að þarna sé komið enn eitt fjárskjólið á þessu svæði (auk Brunntorfuhellis, Kápuhellis og tveggja hella, sem á eftir að nefna undir Miðmundarhæð).
„Suðvestur héðan var Litlaholt og lá milli Straumssels og Hafurbjarnarholts, en um Hafurbjarnarholtsvörðu lá landamerkjalínan. Þaðan lá línan um Nyrztahöfða og um Norðurhöfðaslakka, á Mjóhöfða og um Miðhöfðaslakka, þaðan í Fremsthöfða í Þrívörður. Gísli Sigurðsson segir, að þær hafi verið nefndar Lýritti, en það hafa heimildarmenn sr. Bjarna ekki heyrt. Héðan lá aftur á móti línan austur og ofan við Brundtorfur og kom þar á Stórhöfðastíg, sem lá svo áfram vestur að Fjallinu eina. Úr Hafurbjarnarholti lá landamerkjalínan niður um hraunið austur af Straumsseli niður um Katla og niður á Fremri-Flár. Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða.“
Leit var gerð að vatnsstæðinu, en það fannst ekki að þessu sinni. Mörg vatnsstæði í hraununum eru enda þurr nú eftir litla snjóa og takmarkaða vætutíð. Þó stendur vatnsstæðið við Fornasel jafnan fyrir sínu.
Stekurinn „Í brúninni á hrauni þessu var Kápuhellir. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöfða austast í Straumsselshöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson). Verður þá Straumsselsstígurinn innan merkjanna.“
FERLIR hafði áður komið að Kápuhelli utan í Jónshöfða, við vesturmörk Laufhöfðahrauns. Að þessu sinni var gengið í gegnum Gráhelluhraunið og beint að hellinum. Best er þó að fylgja stígnum frá Gjáseli til norðvesturs því varða ofan við Kápuhelli vísar á hann. Hellirinn er aðgengilegastur um gróninga frá stígnum. Um er að ræða skúta inn undir hraunhæð í einni af hinum mörgu lægðum á svæðinu. Hann er þó í þeirri austustu og vísar varðan á hann, sem fyrr segir. Fyrirhlesla er við hann. Skammt ofan við hann, undir sömu hæðarbungu, er annað hlaðið skjól, grynnra. Vel gróið er umhverfis lægðina og því ljóst að þarna hefur fé verið haft til nytja.
Nöfnin Grána og Kápa eru fengin frá fé Þorbjarnastaðabóndans, en stundum er talað um grátt og kápótt kyn slíkra skepna.
„Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur [ætti að heita Gjáselsstígur, en mætti þess vegna heita framangreint því hann liggur áfram framhjá því upp í Fornasel] suður og upp í Laufhöfðahraun suður í selið. Frá Jónshöfða liggur Straumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar. Á miðjum Flánum er Fláavarðan.“
Varðan sést enn. Á kafla er Straumsselsstígur grópaður í slétta hraunhelluna.
„Eru nú engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur, sem lá allt til Krýsuvíkur, jafnframt fjallreiðarvegur á kafla.“
Veg þennan má enn sjá í hrauninu. Hún hefur stundum verið nefnd Straumsselsstígurinn vestari því leiðin liggur um Straumssel að vestanverðu.
Gránuskjól „Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri (skoðað 21. júlí ’80, B. S.).
Tobbuvarðan eystri var á eystri klettinum.“
Þótt fjallað sé um mannvistarleifar í þátíð í lýsingu þessari er ekki þar með sagt að mannvirkin séu horfin, eins og dæmin hafa sýnt. Varðan ofan við Tobbukletta eystri stendur enn. Auk þess má enn sjá fyrirhleslur í klettunum þar fyrir neðan (austan).
„Þaðan er skammt í Seljahraun, en austur frá klettunum eru Ennin áðurnefnd. Landamerkjalínan liggur úr Tobbuvörðu norður í Stekkatúnshæð vestari, þaðan í Tóhól eða Tó rétt vestan við Sölvhól og þaðan í Pétursbyrgi.“
Pétursbyrgi er hlaðið skjól við stíginn, þ.e.a.s. vestari stíginn, sem fyrr er getið, því annar austari liggur um Selhraunið niður að Stekknum.
„En stígurinn liggur frá Seljahrauni vestan Jóhannshóls og milli Stekkatúnshæðar vestari og eystri. Á Stekkatúnshæð eystri var Hádegisvarða [í annarri örnefnalýsingu er hún nefnd Miðmundarvarða og hæðin Miðmundarhæð], stóð hátt og var mikil um sig. Hæðin var því allt að einu nefnd Hádegishæð. Varða þessi var ekki eyktamark frá Þorbjarnarstöðum, heldur sennilega Gerði. Norðan undir hæðinni var Stekkurinn eða Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Þarna var líka Stekksgatan eða Þorbjarnarstaðagatan. Er þá komið heim að túngarði.“
Skömmu áður en komið var að Stekknum var litið við í fyrstnefndu Gránuskjóli. Austari Straumsselsstígurinn kemur niður að Stekknum skammt austan þess. Austan við Stekkinn má enn sjá hleðslu eftir stórt gerði.
Þorbjarnarstaðir Þegar komið var niður fyrir Stekkinn (réttina) var gengið inn á Alfaraleiðina af Þorbjarnastaðagötunni. Alfaraleiðinni var fylgt til austurs (nú tilgreint norður). Gatan liðast um hraunið. Sunnan við Þorbjarnastaði tekur hún vinkillaga hlykk á sig til suðurs, en síðan á ný til austurs. Gatan er vel greinileg inn í gróinn hvamm að Brunabrúninni sunnan Gerðis. Þar hefur Brunanum verið ýtt með jarðýtum út fyrir brúnina svo ekki er hægt að sjá lengur hvar gatan lá um „Vestari Brunaskarð“. Hún endar því við „hina áþreifanlegu eyðileggingarbrún nútímamenningarinnar“. Ofar eru nú þrír steinar til merkis um mörkin.
Framangreind leið er í rauninni einstakt tækifæri og tiltölulega auðveld leið til að kynnast fyrrum búskaparháttum og atvinnusögu svæðisins – á tiltölulega skömmum tíma. Hvar sem stigið er niður eru minjar og saga þeirra birtist auðveldlega ljóslifandi.
Reynslan hefur kennt okkur að það sem eyðilagt er nýtist engum. Einungis með stöðugri meðvitund, viðurkenningu á eigin fortíð og meðvitund um mikilvægi framtíðar verður mikilvægum verðmætum forðað frá glötun. Varðveitt verðmæti nýtast framtíðinni – glötuð verðmæti nýtast engum.
Frábært veður – lyngna og gróðurangan. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Brunnur

Brunnur við Þorbjarnarstaði.

Arnarfell

Þegar til stóð að hluti Hollywoodpeningamyndarinnar „Flags of our Fathers“ með frægum leikstjóraframleiðanda yrði tekin hér á landi hlupu einstaklingar, félög og stofnanir hver um annan þveran til greiða fyrir að svo mætti verða. Svo mikill var atgangurinn að allir sem hluta áttu að máli vildu leggja sitt af mörkum – svo þeir mættu uppskera sinn hlut af peningakökunni.
Íslenski fáninn á Eiríksvörðu á ArnarfelliHughrif eins og virðing fyrir landinu og þrautseigri sandgræðslu í Stóru-Sandvík, tillitsemi við viðkvæma náttúru og aðgát gagnvart aldagömlum kirkjustað gleymdust algerlega – því PENINGAR voru í boði. Meira að segja stofnanir eins og Fornleifavernd ríkisins og Landgræðsla ríkisins (fyrrum Sandgræðsla ríkisins) féllu á kné; annars vegar með því að vantelja fjölda fornleifa á svæðinu í og við Arnarfell og hins vegar að gefa viðstöðulaust eftir um aðstöðu á svæðunum – án teljandi skilyrða. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, sem fékk Krýsuvíkursvæðið til umráða með „fjandsamlegri yfirtöku“ úr umdæmi Grindavíkur fyrrum, birtist almenningi með einnar og hálfrar milljóna krónumerki í augum og brosti, auk þess em nefndir og ráð bæjarins settu umsvifalaust já á kjörseðilinn. Gengið var að öllum kröfum leikstjóraframleiðandans – skilyrðislaust.
Sviðsmynd á ArnarfelliÞá kom æmt úr einungis einu horni – FERLIR gerði athugasemdir við fyrirhugaða vegarlagningu og jarðrask, auk þess sem ábendingar voru lagðar fram um að forsendur ákvörðunartöku, sem byggð var á fornleifaskráningu á svæðinu væri ábótavant. Bent var á a.m.k. 12 fornleifar aðrar, sem sérfræðingar Fornleifaverndar ríkisins höfðu bara alls ekki ert ráð fyrir. Í kjölfarið birtist yfirklór forstöðumanns stofnunarinnar, en ekkert málefnalegt. Forn þjóðleið, sem leggja átti t.d. undir plan starfseminnar við Krýsuvíkurveginn, átti að vera uppþornaður lækjarfarvegur, nafnkenndur skúti í fellinu náttúrufyrirbrigði, brunnur gamla Arnarfellsbæjarins léttvægur o.s.frv. Ekki var litið á fornt arnarhreiður á Arnarfelli sem varðveislufyrirbæri og svo mætti lengi telja. Í stað þess að taka öllum Gamla þjóðleiðin og planið við Arnarfellviðbótarábendingum fengins höndum fór stofnunin í algera vörn – og hélt sig þar. Viðbrögðin sýndu ótvírætt viðhorf hennar til áhugafólks þessa lands um minjar og verndun þeirra – sem verður að teljast sérstakt áhyggjuefni. Hafa ber í huga að FERLIR hefur yfir að ráða menntuðu fólki á sviði fornleifafræðinnar sem og fólki með miklu mun meiri reynslu í leit og vettvangskönnun að fornleifum, en Fornleifastofnun ríkisins býr yfir.
Landgræðsla ríkisins, sem væna greiðslu, kom með útspil er virtist vitrænt þá, en sýndarleikur í ljósi nýjustu vitneskju. Gert var að skilyrði að planið fyrrnefnda yrði fjarlægt sem og öll ummerki eftir veg að fellinu. Þá yrði gengið frá öllu jarðvegsraski eftir sprengjugígi og hlíðar, sem til stóða að svíða með gaslogum, myndu verða græddar upp – pasta og punktur. En hver varð raunin tveimur árum síðar?
Til stóð að hindra FERLIRsfélaga að ganga um bæði Arnarfellssvæðið og Stóru-Sandvíkursvæðið á meðan á upptökum stæði. Öryggisverðir voru ráðnir, en allt kom fyrir ekki. FERLIRsfélagar gengu inn og út um svæðin, bæði á meðan á undirbúningi og myndatökum stóð, án þess að nokkuð var við ráðið. Fylgst var alveg sérstaklega með öllum efndum í ljósi gefinna loforða.
Í miðjum kliðum féllust forystumenn fyrirsvarsstofnunnar kvikmyndafélagsins Hollywoodiska á rök FERLIRs, bauð til vettvangsfundar og féllst á að lágmarka mögulegar skemmdir á landi. Í trausti þess að viðkomandi stofnanir myndu standa við sitt voru hin jákvæðu viðbrögð hlutaðeigandi aðila talin ásættanleg. Annað kom hins vegar á daginn.
Enn má sjá skaða á gróðri í hlíðum Arnarfells þar sem hann hafði verið sviðinn með gaslogum. Einnig í Stóru-Sandvík þar sem olía var notið í sama skyni (vegna misstaka að sögn). Vegstæðið að fellinu er enn óraskað sem og hluti plansins svonefnda. Hinn hluti þess er nú ófrágengið bifreiðaplan við Ísólfsskálaveg við austanvert Ögmundarhraun – öllum til ama. Hitt er öllu verra að eftirhreitunum hefur verið sturtað á Krýsuvíkurheiðna ofan við Selöldu – einnig öllum til ama. Jarðvegsdúkur, sem hindra átti skemmdir á ofanáliggandi jarðvegi, stendur upp úr hrúgunum á báðum stöðum sem minnisvarði um loforð, sem ekki stóð til að efna. Dúkurinn umræddi gat hvorki endurheimt hluta hinnar fornu þjóðleiðar né gróðurinn sem þar var. Ummerkin á vettvangi dæma sig sjálf.
„Stórmyndin“ Flags of our Fathers hefur litlu áorkað fyrir Hafnarfjörð og Grindavík. Hún varð einungs augnabliks afþreying þeirra sem er hvort er eð sama um allt nema sjálfa sig. Söguleg tengsl hennar við Ísland og sögu þess, arf þjóðarinnar eða menningu hennar er og verður ENGIN – til framtíðar litið. Sár landsins eru og verða þó enn til staðar um ókomin ár.
Malarhrúgurnar ofan við Selöldu sem og ófrágengið bifreiðastæðið við austanvert Ögmundarhraun eru Landgræðslu ríkisins til skammar. Þær eru einnig táknrænar fyrir afstöðu Fornleifarverndar ríkisins Hestshellir– sem og bæjarstjóra og nefnda Hafnarfjarðarbæjar.
Hér, þrátt fyrir bölsýnina, fylgir stutt saga af peningaáhuganum vegna umræddrar stórmyndar; ein senan átti að gerast við hellisop. Hestshellir við Grindavíkurveginn varð fyrir valinu. Leitað var til bæjarstjóra, en hann taldi hellinn í landi Járngerðarstaða. Kvikmyndafólkið hafði upp á einum jarðeigandanna, (Grindvíkingi #1) og hringdu í hann. Sá vissi ekkert um Hesthelli, en þegar hann heyrði upphæðina 50.000 kr. nefnda samþykkti hann viðstöðulaust. Seinna sagði Grindvíkingur #1 frá því að þegar hann heyrði að einhver hefði viljað greiða honum þessa upphæð fyrir eitthvað sem hann vissi ekkert um – hefði hann bara samþykkt það si svona.
Framangreind frásögn endurspeglar bæði viðbrögð einstaklinga og stofnana við alls kyns gylliboðum hverdagsins. Svona virðast hlutirnir ganga á Eyrinni í dag.

Stríðsfáni

Stríðsfáni reistur á Arnarfelli.