Tag Archive for: Hafnarfjörður

Krýsuvík

Í „Fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík – Trölladyngju“ árið 2008 er m.a. fjallað um bæina Vigdísarvelli, Bala og Fell:

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir.

„Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls frá 1703 var á Vigdísarvöllum selstaða frá Þórkötlustöðum í Grindavík. Henni var lýst sem góðri en langt og erfitt að fara. Selstaðan var í landi Krýsuvíkur en Þórkötlustaðabændur fengu að nýta hana í skiptum fyrir skipsstöðu í Þórkötlustaðalandi.

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.

Á Vigdísarvöllum var og er eitt besta gróðurlendi í Grindavíkurhreppi en staðurinn var hins vegar afskekktur. Árið 1830 var þar reist nýbýlið Vigdísarvellir og skömmu síðar nýbýlið Bali. Ekki er alveg ljóst hvaða ár Bali byggðist, það er ekki nefnt í heimildum fyrir 1840 þegar fyrst er getið búsetu þar, en árið 1846 bjó þar sex manna fjölskylda. Síðasta heimild um búsetu á Bala er frá árinu 1850.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Á Vigdísavöllum var búið allavega til ársins 1901, mögulega með einhverju hléi milli 1870 og 1890. Þriðja nýbýlið á svæðinu sem heimildir eru um er býlið Fell. Þar er getið búsetu í manntalinu 1855 en hvorki fyrr né síðar. Í lok janúar árið 1905 hrundu eða stórskemmdust öll hús á Vigdísarvöllum og fór bærinn eftir það í eyði.“

Krýsuvík

Fell í Krýsuvík.

Leifar tveggja býla eru á norðanverðum Völlunum; Bali að austanverðu og Vigdísavellir vestar (síðar rétt). Skammt sunnar eru minjar selstöðunnar frá Þórkötlustöðum. Engar minjar eru eftir býlið Fell, enda var það kotbýli ekki á eða við Vigdísarvelli heldur sunnan við Stampa milli Grænavatns og Stóra-Nýjabæjar í Krýsuvík. Þar í gróinni kvos má sjá leifar bæjarins, sem mun einungis hafa verið í byggð um skamman tíma. Á botni Litla-Stamps má enn sjá leifar óskráðs stekks frá bænum.

Heimildir:
-Árni Magnússon og Páll Vídalin: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 14.
-Jón Þ. Þór: Saga Grindavíkur frá landnámi til 1800, 166.
-Jón Þ. Þór og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir: Saga Grindavíkur frá 1800 til 1974, 86-87.
-Árni Óla: Strönd og Vogar, 252.

Bali

Bali.

Gestsstaðir

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns, eru að öllum líkindum elstu bæjarleifar á svæðinu tan þeirra er sjá má glögglega í og við Húshólma ofan hinnar fornu Krýsuvíkur. Ari Gíslason segir í örnefnalýsingu sinni um Krýsuvík að „Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunnan undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Þorsteinn Bjarnason frá Háholti safnaði og skráði örnefni í Krýsuvík. Þar er getið um Gestsstaði sbr.: „Framan undir Hverafjalli eru Gestsstaðir, sjást þar húsarústir. Gestsstaða er getið í jarðamatsbók Árna Magnússonar sem eyðibýlis og veit þá enginn hvenær í byggð hefir verið. Þess er og getið í jarðamatsbókinni, að bærinn hafi staðið undir Móhálsum. Þetta örnefni er nú ekki til í daglegu tali; óefað hefir nafnið Móhálsar náð yfir nokkuð stórt land, sem nú hefir fleiri nöfn. Skammt frá Gestsstöðum er Gestsstaðavatn.“

Krýsuvík

Gestsstaðir – eystri bæjarhúsin (útihús).

Gísli Sigurðsson lýsir Gestsstöðum í örnefnalýsingu hans um Krýsuvík: „Á flötum fremst í dölunum hafa nú risið Krýsuvíkurhúsin. Þar eru vermigróðurhús og íbúðarhús. Þar framundan er Gestsstaðavatn. Kringum það eru svo Gestsstaðamelar. Þess er vert að geta, að Gestsstaðavatn, Grænavatn, Augun og Stampar eru allt sprengigígar, eftir því sem jarðfræðingar telja. Hveradalalækurinn eystri rennur sem fyrr er frá sagt niður í Vaðlana og nefnist þar eftir þeim. Annar Hveradalalækur vestri kemur úr Hveradölum og rennur fram milli melanna. Lækur þessi er aðaluppistaðan í Krýsulæk vestri. Fram undan melnum vestan lækjarins munu hinir fornu Gestsstaðir hafa staðið, sér þar móta fyrir rústum tveggja bygginga. Vestan þessa mela er lítill lækur og mætti nefna hann Gestsstaðalæk. Gestsstaðamói liggur fram undan rústunum, fram á mýrina.“

Kringlumýri

Gestsstaðir „vestan hálsa“. Sennilega er um að ræða eina elstu selstöðu á Reykjanesskaganum – frá fyrrum Krýsuvíkurbæjunum ofan Hólmasunds.

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði“ frá árinu 1998 segir m.a. um Gestsstaði:
„Gestsstaðir skal hafa verið jörð heitið nálægt Krýsuvík undir Móhálsum austanverðum, þar allnærri sem nú liggur almenningsvegur. Sjer þar enn nú bæði fyrir túngarði og tóftum. En völlur er allur uppblásinn og kominn í mýri, msa og hrjóstur, so ómögulegt er jörðina aftur að byggja. Þar með liggur hún aldeilis í Krýsuvíkurlandi og kann ekki fyrir utan skaða Krýsuvíkur landsnytjar að hafa. Hefur og so lánga tíma í eyði legið, en engi veit til nær hún hafi bygð verið.“ „Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunna undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík. …Fram undan Hverafjalli eru rústir Gestsstaða, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir – minjar.

Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Bæjartóftin er 10 ft löng frá austri til vesturs, hefur engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhlið hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum nér norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 5 fðm löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir verið umgirt, er það víða komið í sand af frárennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum sannleikann í þeim. Jörðin Gestsstaðir hefir verið í eign Krýsuvíkurkirkju. Hefur bærinn og kirkjan því verið flutt í Gestsstaðaland eftir eldinn. En við það hafa Gestsstaðir verið að nýta hjáleigur í nytum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir – eystri tóftin og garður.

Í „Fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík – Trölladyngju“ árið 2008 er getið um Gestsstaði: „Jarðabók Árna og Páls (1703) segir frá jörðinni Gestsstöðum nálægt Krýsuvík. Þá voru greinilegar bæði tóftir og túngarður þó mikið væri uppblásið. Bærinn hafði þá verið svo lengi í eyði að enginn vissi hvenær hann var byggður síðast.
Matthías Þórðarson Þjóðminjavörður friðlýsti eyðibýlið Geststaði við Krýsuvík árið 1930 á grundvelli lýsingar Brynjúlfs Jónssonar: „Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar enn fyrir tóftum, og hefir þar verið stórbýli á sínum tíma. Bæjartóftin er 10 fðm. löng frá austri til vesturs, hefir engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhliðinni hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum né norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 6 fðm. löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir og verið mikið og umgirt, en nú er það víða komið í sand af árennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum, að Krýsuvík hefði í fyrstu heitið Geststaðir og staðið vestur við hálsinn. Nú þykist eg skilja sannleikann í þeim. Jörðin Geststaðir hefir verið eign Krýsuvíkurkirkju. Hefir bærinn og kirkjan því verið flutt í Geststaðaland eftir eldinn. En við það hafa Geststaðir verið sviftir nytjum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“
Í örnefnaskrá segir að á Gestsstöðum sjái fyrir miklum tóftum og að þar muni hafa verið stórbýli sem munnmæli séu um að hafi fyrrum heitið Krýsuvík.!

Gestsstaðir

Gestsstaðir – vestari tóftin (skáli).

Í Jarðabók Árna og Páls (1703) segir frá jörðinni Gestsstöðum nálægt Krýsuvík. Þá voru greinilegar bæði tóftir og túngarður þó mikið væri uppblásið. Bærinn hafði þá verið svo lengi í eyði að enginn vissi hvenær hann var byggður síðast.
Matthías Þórðarson, Þjóðminjavörður, friðlýsti eyðibýlið Gestsstaði við Krýsuvík árið 1930 á grundvelli lýsingar Brynjúlfs Jónssonar er birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903, bls. 50, undir yfirskriftinni „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902„: „Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar enn fyrir tóftum, og hefir þar verið stórbýli á sínum tíma. Bæjartóftin er 10 fðm. löng frá austri til vesturs, hefir engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhliðinni hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum né norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 6 fðm. löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir og verið mikið og umgirt, en nú er það víða komið í sand af árennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum, að Krýsuvík hefði í fyrstu heitið Ges[s]tstaðir og staðið vestur við hálsinn. Nú þykist eg skilja sannleikann í þeim. Jörðin Geststaðir hefir verið eign Krýsuvíkurkirkju. Hefir bærinn og kirkjan því verið flutt í Geststaðaland eftir eldinn. En við það hafa Geststaðir verið sviftir nytjum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“

Gestsstaðir

Tóft vestan við Gestsstaði.

Rústirnar eru undir blásnum hól, ca. 150 m suðvestur af Krýsuvíkurskóla, á um það bil 30×50 metra stóru svæði. Í fornleifaskráningu Bjarna F Einarssonar eru skráðar þarna 3 tóftir, bæjarrúst, garður/gerði og ógreinileg rúst. Heimildir fundust einnig um aðra rúst uppi á hálsinum ekki langt frá, hún stendur stök og greinilegt grjót í hleðslum.

Gestsstaðir eru líklega eitt af elstu býlunum í landi Krýsuvíkur. Heimildir gefa vísbendingar um að þeir séu jafnvel eldri en Krýsuvíkurbærinn sjálfur. Hér þyrfti að gera frekari rannsóknir til að hægt sé að meta verndargildi minjanna.“

Heimildir
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði 1998.
-JÁM III, 7; Ö-Krýsuvík, 8 15; Árbók 1903, 50.
-Krýsuvík — Trölladyngja; Fornleifaskráning, Rammaáætlun 2008.
-Brynjúlfur Jónsson: “Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902”, 50.
-Örnefnaskrá Krýsuvíkur. Ari Gíslason skráði, 6.
-Bjarni F. Einarsson: Krýsuvík, nr. 233.
-http://www.ferlir.is/?id=4043
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík – Þorsteinn Bjarnason frá Háholti safnaði og skráði.
-Örnefnalýsing Krýsuvíkur. Gísli Sigurðsson skráði.

Gestssaðir

Gestsstaðir – uppdráttur – ÓSÁ.

Náma

Námusvæði eru víða á Reykjanesskaganum. Sem dæmi um eitt sveitarfélaganna á Skaganum má nefna Hafnarfjörð. Í marsmánuðu árið 2004 lagði starfshópur um námumál í Hafnarfirði fram greinargerð og tillögur fyrir Skipulags- og byggingaráð bæjarins. Innihaldið er í besta falli lélegur brandari um háalvarleg mál – ekki síst í ljósi reynslunnar, fyrirliggjandi staðreynda um verðmæti óraskaðs lands til lengri framtíðar litið og annarra möguleika í námuvinnslu.
Náma í Undirhlíðum - við BláfjallavegHópurinn hélt 14 fundi og fór í skoðunarferð um námasvæðin. Í greinargerðinni eru lagðar fram niðurstöður starfshópsins í samræmi við samþykkt Skipulags- og byggingaráðs. Auk þess fjallaði hópurinn um neðangreind sértæk mál sem til hans var vísað og gerði um þau tillögur til skipulags- og byggingaráðs: Bráðabirgðaleyfi til handa JVJ verktökum til efnisvinnslu í Undirhlíðum og leyfi til handa Borgarvirkis ehf til grjótnáms í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, auk þess sem viðbrögð við úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna efnisvinnslu í landi Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni/Hrauntungum var kynnt. Loks var kveðið á um losun jarðvegsefna og óvirks byggingaúrgangs, sbr. m.a. eftirfarandi:

Fyrri stefnumótun
Haustið 2001 var lögð fram skýrslan “Stefnumótun og verklagsreglur um efnistöku í landi Hafnarfjarðar” og var sú Undirhlíðanáman - loftmyndstefnumótun sem í henni fólst samþykkt á fundi bæjarstjórnar 13.11.2001. Áður hafði umhverfisnefnd bæjarins samþykkt hana fyrir sitt leyti (29.10.2001) sem og Skipulags- og umferðarnefnd (23.10.2001). Skýrsla þessi er yfirgripsmikil og er þar að finna stefnumótun, framkvæmdaáætlun, ástandslýsingu einstakra efnistökusvæða ásamt tillögum um tilhögun vinnslu eða frágang og verklagsreglur um veitingu framkvæmdaleyfa, eftirlit o.fl. Auk þess er í skýrslunni ítarleg heimildarskrá, viðauki með leiðbeiningum Skipulagsstofnunar og yfirlitskort af efnistökusvæðum.
Skýrslan og sú stefnumótun sem hún inniheldur tekur mið af þeirri staðreynd að skipulagi efnistöku í bæjarlandinu hefur í gegn um tíðina verið ábótavant og hefur það leitt til umhverfisspjalla. Ennfremur skorti á að efnistakan færi fram í samræmi við skipulags- og byggingalög, lög um náttúruvernd og lög um mat á umhverfisáhrifum. Skýrslan og stefnumótunin byggir fyrst og fremst á “umhverfissjónarmiðum og eru helstu meginviðhorf í umhverfisvernd lögð til grundvallar, þ.e. hugmyndafræði sjálfbærrar nýtingar, nytjagreiðslureglan, mengunarbótareglan og varúðarreglan.
HamranesnámanStefnumótunin felur í sér þrenn meginmarkmið: Að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi með skynsamlegri nýtingu jarðefna þannig að komandi kynslóðir njóti sömu gæða Að vernda sérstakt landslag og jarðmyndanir í landi Hafnarfjarðar og spilla ekki mikilvægum náttúruvættum og náttúruminjum Að efnistaka sé í samræmi við hlutaðeigandi lög og að ekkert jarðrask fari fram án tilskyldra leyfa Skilgreindar eru leiðir til að ná þessum markmiðum og síðan fjallað um stjórnskipan efnistökumála, efnistökusvæði í aðalskipulagi, deiliskipulag efnistökusvæða, mat á umhverfisáhrifum, framkvæmdaleyfi og gjaldtöku.

Námurekstur á Höfuðborgarsvæðinu
Námusvæði í KapelluhrauniVið stefnumótun í efnistökumálum er nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar yfirlit yfir slíka starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn hafði ekki tök á að gera á þessu nákvæma greiningu en hér að neðan er finna gróft yfirlit. Efni  sem unnið er úr helstu efnistökunámum má skipta í neðangreinda  flokka:
Fyllingarefni, notað til jarðvegsskipta á byggingarsvæðum, vega- og gatnagerðar, landfyllinga við sjávarsíðu, hafnargerðar o.fl. Helstu efni eru:
Skeljasandur og sandur/möl Skeljasandur og sandur/möl af sjávarbotni. Skeljasandur er mikið notaður í uppfyllingar við sjávarsíðu.  Þetta er ódýrasta efnið þegar um mikið magn er að ræða, en yfirleitt þarf að setja ofan á það lag út t.d. bögglabergi. Unnið af botni Faxaflóa þar sem mikið magn er til staðar. Þá er einnig notað mikið magn af basaltsandi sem dælt er upp í Hvalfirði og Kollafirði.  Slíkur sandur hefur verið notaður í steypu og vandaðar fyllingar.  Mjög hefur gengið á námur á þessum stöðum og er nú reynt að takmarka notkunina eins og kostur er. Leyfisveitandi er iðnaðarráðuneytið.
Bögglaberg (gosmyndunum frá ísöld). Hentar mjög vel sem burðarhæft fyllingarefni undir vegi, götur og byggingar. Helstu námur eru Vatnsskarð í landi ríkisins í Krýsuvík (lögsagnarumdæmi Grindavíkur örskammt sunnan Hafnarfjarðarlands), Undirhlíðar í Hafnarfirði, Bolaöldur og Lambafell (tvær námur) í landi Ölfushrepps. Efnið er bæði notað óunnið og harpað í mismunandi kornastærðir.
Námusvæði í KapelluhrauniHraungrýti unnið úr lausu yfirborðslagi apalhrauna. Notað á svipaðan hátt og bögglabergið, Mun núorðið eingöngu unnið í landi Skógræktar ríkisins vestan Krýsuvíkurvegar í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar.  Þessari vinnslu fylgja mikil umhverfisspjöll þar sem fremur lítið efni fæst á hverja flatareiningu.
Mulningur frá grjótnámi.  Við grjótnám myndast allhátt hlutfall mulins efnis sem gjarna er notað í fyllingar sem tengjast notkun grjótsins.
Grjót.  Einkum notað til sjávarna og þá unnið í mismunandi stærðum eftir ölduálagi. Námurnar eru í tvenns konar jarðlögum:
Grágrýti, helstu námur hafa undanfarið verið Hamranes í  Hafnarfirði og Geldinganes í Reykjavík. Áður fyrr voru opnaðar námur á ýmsum stöðum vegna einstakra verkefna.

Námusvæði í Kapelluhrauni

Hraungrýti, unnið úr hraunlögum eftir að yfirborðsvinnsla lausra efna hefur farið fram. Eina náman á svæðinu af þessu tagi sem nú mun í notkun er í Kapelluhrauni ofan iðnaðarsvæðisins í Hellnahrauni
Steypuefni, einkum möl og sandur af hafsbotni og úr sjávarseti sem nú er ofan sjávarmáls. Steypumöl er þó unnið úr bögglabergi í nokkrum mæli.
Iðnaðarefni, efni til sementsframleiðslu og annarrar sérhæfðrar vinnslu.  Gjallvinnsla í Óbrennishólum fellur undir þennan flokk.

Bögglabergsnámur
Af fyllingarefnum er bögglabergið mikilvægast og ljóst að mikil þörf verður fyrir það um fyrirsjáanlega framtíð. Því er mikilvægt að tryggja góðan aðgang að slíkum námum jafnframt því að haga vinnslu þannig að umhverfisáhrif verði í lágmarki.  Jafnframt er unnt að hætta allri annarri vinnslu fyllingarefna svo sem yfirborðsvinnslu hrauns, nema þegar slíkt er liður í því að nýtt land er tekið undir byggingarsvæði samkvæmt skipulagi.
RauðamelsnámurEkki liggja á lausu upplýsingar um vinnslu úr hinum ýmsu bögglabergsnámum sem fyrr er getið, nema Undirhlíðanámu, sjá töflu hér að neðan.
Greiðsla til landeiganda (Hafnarfjarðarbæjar) fyrir efni úr námunni er 10 kr. á m3 og hefur verið óbreytt frá 1994. Verktaki stendur skil á greiðslum til Þjónustumiðstöðvar, en engar mælingar eða annað beint eftirlit með efnismagni fer fram af hálfu bæjarins. Efnið er notað bæði óunnið og mulið og harpað í mismunandi kornastærðir. Verð á óunnu efni til verktaka mun vera um 175 kr á m3 án vsk.
Matsskýrsla vegna umhverfisáhrifa námavinnslunnar í Undirhlíðum hefur verið unnin af Umhverfis- og tæknisviði Hafnarfjarðar, samkvæmt henni má vinna allt að 2 millj. m3 til viðbótar úr núverandi námu og um 5 – 6 millj. m3 í nýrri námu vestan þeirrar sem nú er í notkun. Heildarmagn gæti þannig orðið allt að 8 millj. m3.
Ekki liggur fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna Vatnsskarðsnámu og ekki er til áætlun um nýtingu hennar eða afmörkun svo vitað sé. Þetta hlýtur að teljast óviðunandi þar sem námavinnslan hefur mikil áhrif á ásýnd lands og umhverfi á Þorbjarnarstaða-Rauðamelsnámursvæðinu.  Náman er í landi Krýsuvíkur rétt utan landamerkja Hafnarfjarðar og því í lögsögu Grindavíkur. Landeigandi er ríkissjóður og fer landbúnaðarráðuneytið með forræði námunnar. Réttmæti eignarhalds ríkissjóðs hefur þó verið dregið í efa.
Upplýsingar liggja ekki fyrir um efnismagn úr námunni á undanförnum árum en gróflega má áætla að það sé á bilinu 300 – 500 þús. m3 á ári. Núverandi samningur ríkisins og rekstraraðila var gerður 30.11.2000 og rennur út 31.12. 2004. Kveður hann á um fastar greiðslur sem taka breytingum samkvæmt byggingavísitölu, 2.900 þkr á ári í upphafi, en nú um 3.400 þkr. á ári. sem svarar til um 6 til 11 kr. á m3 m.v. fyrrgreindar forsendur um magn.
Rekstur bögglabergsnámanna er með tvennum hætti. Í Vatnsskarði annast sérstakt fyrirtæki sem ekki er í verktakastarfsemi vinnsluna og selur verktökum eða örðum kaupendum efnið. Í öðrum námum hafa verktakafyrirtæki reksturinn með höndum og nota efnið í eigin verk eða selja örðum í mismiklum mæli.

Grjótnámur
Eins og fyrr greinir eru tvær grjótnámur í landi Hafnafjarðar. Grágrýtisnáman í Hamranesi er þegar að mestu fullnýtt samkvæmt gildandi mati á umhverfisáhrifum og því nauðsynlegt að ganga frá svæðinu sem fyrst. SmalaskálahæðarnámurAð vestanverðu afmarkast námasvæðið af klettarana sem skilinn var eftir til að minnka áhrif námuvinnslunnar á ásýnd landsins. Komið hafa upp hugmyndir um að hagkvæmt væri að nýta námasvæðið undir byggingaland, en þá væri eðlilegast að fjarlægja ranann, en það gæfi um 100 þús. m3 af grjóti.
Í Kapelluhrauni ofan iðnaðarsvæðisins í Hellnahrauni er grjótnám sem heimilað hefur verið samkvæmt mati á umhverfisáhrifum sem gerði ráð fyrir vinnslu 4 – 500 þús. m3 grjóts.  Um þriðjungur þess hefur þegar verið nýttur.
Fyrrgreindar grjótnámur hafa einkum verið nýttar af Hafnarfjarðarhöfn en einnig af verktökum sem hafa annast sjóvarnir á Álftanesi. Þeir greiða nú sem svarar 88 kr. á m3 grjóts og 25 (verð eru án vsk) á m3 mulnings .
Rekstur grjótnáma er með örðum hætti en rekstur bögglabergsnáma að því leyti að vinnslan er alfarið tengd ákveðnum verklegum framkvæmdum. Því er ekki grundvöllur til samfellds reksturs með sama hætti. Þó ber þess að geta að mölun bergs er sífellt að verða ódýrari kostur, malað efni úr grjótnámum getur keppt við efni úr bólstrabergsnámunum ef flutningsvegalengd er lítil. 

Tillögur stafshópsins
Rauðhólsnáman við KeflavíkurveginnGóður aðgangur að námum er nauðsynleg forsenda þess að unnt sé með hagkvæmum hætti að þróa byggð og byggja samgöngumannvirki svo sem vegi, hafnir og flugvelli. Í landi Hafnarfjarðar eru ákjósanlegar aðstæður til námuvinnslu og er þar um auðlind að ræða sem eðlilegt er að nýta fyrir sveitarfélagið sjálft sem og aðra aðila. Jafnframt þessu tekur hópurinn undir þá áherslu á náttúru- og umhverfisvernd sem fyrri stefnumótunin byggir á. Hópurinn telur að unnt sé að samræma sjónarmið nýtingar og umhverfisverndar við efnistöku í landi Hafnarfjarðar.
Við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags verði gert ráð fyrir nauðsynlegri efnistöku á afmörkuðum svæðum sbr. nánari tillögur hópsins hér á eftir. Önnur efnistaka verði ekki leyfð.
Engin efnistaka fari fram í landi Hafnarfjarðar án tilskilinna leyfa þar sem m.a. er kveðið á um frágang svæðis samkvæmt sérstakri áætlun eða deiliskipulagi.
Ný efnistökusvæði á landi í eigu bæjarins verði eingöngu tekin í notkun að undangengnu mati á umhverfisáhrifum.
Fyrir efnistöku á landi í eigu bæjarins komi sanngjarnt efnistökugjald. Tekin verði upp sú meginregla að viðhafa útboð á leyfum til efnistöku.
Eftirlit með efnistöku verði markvissara en nú er og lúti að magni sem unnið er, umgegni á vinnslutíma og frágangi að vinnslu lokinni.
Gerð verði áætlun um frágang náma og efnistökusvæða þar sem vinnslu hefur verið hætt. Endanlegum frágangi verði lokið innan 5 ára.
Þegar á næsta sumri fari fram hreinsun á aflögðum námasvæðum.

Tillögur um efnistök svæði
Vatnsskarðs- og Rauðhólsnáman1. Undirhlíðanáma (bögglaberg). Efni verði áfram unnið í  núverandi námu og stefnt að því að vinna þar eins mikið magn og kostur er. Gerð hefur verið matsskýrsla um umhverfisáhrif vinnslunnar og í henni afmarkað námasvæði til vesturs frá núverandi námu, vestan núverandi vegar. Hópurinn leggur til að bæjaryfirvöld leggi áherslu á leið 3 í skýrslunni sem felur í sér vinnslu allt að 8 mill. m3. Afmörkun vinnslusvæðis ráðist af endanlegri niðurstöðu  mats á umhverfisáhrifum.
2. Vatnsskarðsnáma (bögglaberg). Vatnsskarðsnáman hefur mjög mikil áhrif bæði landfræðilega og skipulagslega í nánasta umhverfi lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarbæjar. Nauðsynlegt er að skipuleggja námuvinnsluna og frágang hennar og að hafa gott og reglulegt eftirlit með henni.Vegna legu svæðisins er eðlilegt að yfirvöld í Hafnarfirði komi að því máli. Því er lagt er til að bærinn leiti leiða til þess að ná eignarhaldi á námusvæðinu í Vatnsskarði sem nú telst í eigu ríkissjóðs. Svæðinu hefur þegar verið raskað og þar eru möguleikar til mikillar efnistöku til langs tíma.

Námusvæði sunnan Stórhöfða

Þar sem náman er á áberandi stað í landslagsheild sem mótar aðkomuleið að upplandi Hafnarfjarðar leggur starfshópurinn áherslu á að Hafnarfjarðarbær móti sér stefnu um hvernig beri að vinna efni á þessu svæði m.t.t. til landslagsbreytinga.
Lagt er til að námuvinnsla þessi verði tilkynnt til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu en núverandi samningur við landbúnaðarráðuneytið gildir til 31. desember 2004.
3. Landareign Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni (hraungjall). Úrskurðanefnd skipulags og byggingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun bæjaryfirvalda um að synja aðilum um framkvæmdarleyfi. Lagt er til að leitað verði samkomulags við landeiganda um að vinnsla á lausu hrauni verði takmörkuð við þegar röskuð svæði og henni hætt alfarið þegar því líkur.  Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála tók ekki afstöðu til þess hvort áframhaldandi vinnsla á svæðinu væri matsskyld enda það ekki hennar hlutverk. Framkvæmdin hefur verið tilkynnt til Skipulagsstofnunar og er úrskurður Skipulagsstofnunar sá að framkvæmdin sé matsskyld, sbr. úrskurð hennar dags. 1. mars 2004. Starfshópurinn leggur áherslu á að takamarka eigi námuvinnslu á þessu svæði við þegar raskað hraun.

Náma í Íbrinnishólum

4. Kapelluhraun ofan Hellnahrauns (grjótnám). Grjótnám fari áfram fram í Kapelluhrauni á svæði því sem þegar hefur farið í gegn um mat á umhverfisáhrifum og til að byrja með í því magni sem þar er gefin heimild fyrir (um 400-500 þús. m3).  Hópurinn leggur til að skoðuð verði frekari námuvinnsla grjóts á röskuðu landi umhverfis námuna og á nærliggjandi svæðum og unnið nýtt mat á umhverfisáhrifum þegar tillaga um umfang stækkunar og/eða ný námusvæði liggur fyrir. Reynist ekki forsendur fyrir nægjanlegri stækkun á þessu svæði verði hugað að nýtingu annarra svæða í Kapelluhrauni sem þegar hefur verið raskað með yfirborðsvinnslu.
5. Hamranes (grjótnám). Vinnslu er að mestu lokið í samræmi við mat á umhverfisáhrifum. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um notkun námunnar en hópurinn leggur til að skoðaðar verði aðrar hugmyndir í rammaskipulagi íbúðabyggðar Völlum. Hópurinn leggur því til að metið verði hvort fjarlægja beri með frekari vinnslu rana þann sem skilinn var eftir vestan námunnar og svæðið þannig gert aðgengilegt sem byggingarsvæði eða til annarra nota.   Við lok námuvinnslu verði  gengið frá námunni  þannig að vel fari í landslagi og öryggi íbúanna tryggt.
6. Óbrennishólar (gosefni til iðnaðarframleiðslu). Vinnsla á gosefnum í Óbrennishólum verði takmörkuð við þegar raskað svæði og í samræmi við  fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum.  Gerð verði frágangsáætlun fyrir svæðið og vinna samkvæmt henni hafin sem fyrst.

Rekstrarfyrirkomulag, leyfisveitingar, gjaldtaka og eftirlit
Eldborgir sem þessa er ekki lengur að finna innan umdæmis HafnarfjarðarHópurinn leggur til að í Undirhlíðanámu verði einungis einn rekstraraðili samtímis. Núverandi rekstraraðili hefur stundað þar vinnslu með óformlegu leyfi bæjaryfirvalda frá 1987. Hann hefur sótt um formlegt rekstrarleyfi og leggur hópurinn til að það verði veitt til 5 ára, en að þeim aðlögunartíma liðnum taki við nýtt fyrirkomulag sem byggi á útboði. Vegna samkeppni og lágra námugjalda sem nú tíðkast í öðrum námum, einkum Vatnsskarðsnámu er ekki talið raunhæft að hækka námugjöld í Undirhlíðanámu á aðlögunartímanum verulega frá því sem nú er. Lagt er þó til að gjaldið hækki í samræmi við hækkun byggingavísitölu frá 1994 þegar það var síðast ákveðið og verði á þessu ári kr. 15 á m3 fyrir utan vsk. Gjaldið hækki síðan árlega til samræmis við vísitöluna eins og hún er í ársbyrjun.
Grjótnám fer yfirleitt fram í tengslum við ákveðnar framkvæmdir en liggur niðri þess á milli og verður ekki séð að grundvöllur sé til samfellds reksturs eins og í bögglabergsnámum. Lagt er til að veitt verði leyfi vegna hverrar einstakrar framkvæmdar og gjaldtaka verði samkvæmt rúmmetragjaldi eins og verið hefur.
Lagt er til að eftirlit með efnistöku verði markvissara en nú er og lúti að magni sem unnið er, umgegni á vinnslutíma og frágangi að vinnslu lokinni.
Lagt er til að lokið verði við gerð verklagsreglna um úthlutun leyfa,  uppgjör námugjalda, eftirlit með vinnslu og efnismagni,  umgegni á vinnslutíma, frágang að vinnslu lokinni og önnur atriði. Frágangsáætlun verði unnin af verktaka og fylgi framkvæmdarleyfinu. Gengið verði stranglega eftir því að frágangsáætlanir séu gerðar og þeim framfylgt.
Í grjótnámum verði gerð frágangsáætlunar og framkvæmd frágangs á vegum bæjarins Bærinn getur þá mælt fyrir um að vinnslu skuli háttað með tilteknum hætti m.t.t. frágangs. Gert er ráð fyrir að núverandi grjótnámur geti nýst undir byggð  Í öðrum námum annist leyfishafi þessa þætti undir eftirliti bæjarins og beri kostnað af þeim.“
Hvergi er getið um heimildir til efnistöku eða leyfi til að eyðileggja náttúruverðmæti.
Í fylgiskjali með greinargerðinni og tillögunum er reyndar athyglisverðasti hlutinn, sem reyndar ekkert mark hefur verið tekið á síðustu þrjú árin (eins og reyndar gildir um skýrsluna í heild).

Fylgiskjal 1 – Aflögð námusvæði
1. Gígur SV í Kapelluhraunsgígaröðinni: Gígurinn er vestan Krýsuvíkurvegar nokkru áður en komið er að Djúpavatnsvegi og er þetta stærsti gígurinn í gígaröðinni. Náman er ekki sjáanleg frá veginum en vegslóði liggur upp í hana. Tekið hefur verið úr gínum vítt og breytt og hann stórskemmdur.
2. Kapelluhraun SV gígs í nr. 1. Náman er spölkorn frá gígnum í stefnu á Fjallið eina í fremur sléttu hrauni. Rauðamöl hefur verið unnin þarna þannig að myndast hefur djúp gjá með snarbröttum veggjum og verður á telja að talsverð slysahætta stafi af þessari námu. Á svæði þarna skammt frá við hraunjaðarinn hafa greinilega verið stundaðar skotæfinga og er þar mikill sægur af tómum skothylkjum.
3. Kapelluhraunsgígar austan krýsuvíkurvegar. Gígaröðin liggur til NA frá gíg  nr. 1, austan Krýsuvíkurvegarins. Rótað hefur verið í allri gígaröðinni og hún meira eða minna verið eyðilögð.
4. Eldgígur sunnan Kvartmílubrautar. Suður frá u.þ.b. miðri Kvartmílubraut liggur slóði að gígum sem rauðamöl hefur verið unnin úr. Miklar skemmdir hafa verið unnar á gígunum og miklu rusli hefur verið í þá fleygt.“

Vonandi hefur starfshópurinn ekki fengið greitt fyrir þessa „fjórtánfundavinnu“ sína því bæði eru forsendur vinnunnar meingallaðar og niðurstöðurnar eftir því. Gleymst hefur að telja upp nokkur námuvinnslusvæði í bæjarlandinu og auk þess verður að telja framtíðarsýn þátttakendanna verulega hæpna, bæði með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum um raunveruleg verðmæti ósnortins lands til lengri tíma litið og nútíma möguleika í jarðvegsnýtingarendurvinnslu. Af fylgiskjölunum að dæma er getið bæði um eyðileggingu og slysahættu. Ekki er að sjá að brugðist hafi verið við þeim ábendingum frekar en öðru sem fram kemur í skýrslunni.

Hraunhóll

Hraunhóll undir Vatnsskarði.

 

Arnarfell

Kvikmyndataka „Flags of our fathers“ hófst við Arnarfell föstudaginn 25. ágúst (2005). Þá var búið að svíða gróður í norðausturlíð fellsins með samþykki Hafnarfjarðarbæjar og Landgræðslu ríkisins.

Stóra-Eldborg

FERLIRsfélgar – Stóra-Eldborg að baki.

Ætlunin var m.a. að ganga um svæðið, en auk þess að skoða vörðurnar við Ræningjastíginn, Arnarfellsréttina, Trygghólana, Bleiksmýrartjörnina, Vegghamra, Stórahver, Lambafellin og vestanvert Kleifarvatn að Syðristapa.
Þegar leggja átti af stað við Vestari-Læk sunnan við Ræningjahól kom að maður á bíl, sem kvaðst vera að vakta svæðið vegna kvikmyndatökunnar. Engum væri heimilt að fara um svæðið meðan á tökum stæði. Maðurinn virtist meina það sem hann sagði.
FERLIR kynnti sig til sögunnar. Vörðurinn varð skrítinn í framan og sagði: „Þið megið alls ekki ganga um svæðið“.
„En við munum ganga um svæðið. Hvað ætlar þú að gera í því?“, var svarið.
„Ha, ekkert, held ég,“ svaraði vörðurinn. Honum leyst greinilega ekkert á að hindra göngu hópsins.“ Hann tók upp síma og hringdi. Félagi hans birtist von bráðar. Saman stóðu þeir og horfðu á eftir hópnum liðast suður heiðina.

Arnarfellsrétt

Arnarfellsrétt í Krýsuvík.

Staðnæmst var við vörðu suðaustan við Bæjarfell. Önnur varða var skammt sunnar. Enn önnur varða var allnokkru sunnar. Milli þeirra er Arnarfellsréttin, heilleg að mestu. Réttin var aðalskilaréttin á svæðinu fyrir 1950. Fram að þeim tíma réttuðu t.d. Grindvíkingar þar, en eftirleiðis í Þórkötlustaðarétt. Síðan færðist skilaréttin yfir í Eldborgarrétt skammt austar.
Gengið var niður að Trygghólum og þar vent til austurs og síðan til norðurs. Upp í gegnum heiðina ganga a.m.k. tveir grónir dalir, að hluta. Annar er þó betur gróinn. Hann kemur að sunnanverðri Bleiksmýrartjörn (Arnarfellsvatni). Þarna var fyrrum áningarstaður skreiðarlestarmanna á leið að og úr verum. Enn markar fyrir götum í námunda við vatnið. Þá markar fyrir tóftum vestan við vatnið.

Arnarfell

Varða við þjóðleið skammt frá Arnarfelli.

Þá var gengið til norðurs um austurenda Arnarfells. Þar var greinilega mikið í gangi. Dátar með alvæpni stóðu í litlum hópum, tökulið, aðstoðarlið, þjónustulið og liðamótalið gekk fram og til baka um svæðið. Smíðuð höfðu verið byrgi í fjallið og kaðall stengdur á brúnum. Suðausturhlíð fjallsins hafði verið klaufalega sviðin með gaslampa. Fyrir göngufólkinu virtist fólkið þarna vera sem lítil börn í tilbúnum ímyndunarleik. En mikið virtist til haft og mörgu til tjaldað. Skammt norðar, við þjóðvegsbrúnina, voru ótal hjólhýsi, tjöld og annar búnaður; þ.e. mikið umleikis fyrir lítið og margt af því ómerkilegt í annars merkilegu umhverfinu.
Enginn virtist gefa göngufólkinu gaum, þrátt fyrir yfirlýsta gæslu. Bæði innendir og erlendir urðu á vegi hópsins. (Myndir bíða birtingar). Nýjum bugðóttum vegslóða var fylgt til norðurs, haldið yfir þjóðveginn og áfram áleiðis upp í Vegghamra.
Fallegur rauðamölsgúlpur er ofan vegarins. Rauðamölshólar eru vstan við Vegghamrana. Þegar komið var yfir þá blasti við leikmynd. Þarna var tekin ein af fyrstu íslensku leiknu kvikmyndunum er gerðist á Tunglinu. Umhverfið er einstakt og vonandi verður það aldrei selt til eyðileggingar líkt og hluti Arnarfellsins.

Gullbringa

Gullbringa.

Ofar taka við sanddalir. Vestan þeirra eru Austurengar og Austurnegjahver, stundum nefndur Stórihver. Hann er einn stærsti vatnshver landsins. Stíg var fylgt frá honum áleiðis að Hverahlíð austan Lambafellanna. Frá Hverahlíð, þar sem fyrir er skáli Hraunbúa, var gengið vestur með sunnanverðu Kleifarvatni og síðan norður með því vestanverðu, yfir svonefnt Nýjaland. Áðru hefur verið sagt frá skrímsli við vatnið nálægt Lambatanga. Vestan hans má sjá tóftir Kaldrana, eins elsta bæjar í Krýsuvík. Þar eru nú friðlýstar tóftir.
Strönd vatnsins var fylgt yfir á Syðristapa, þar sem göngunni lauk.
Aðrennsli í vatnið á yfirborði er nokkrir smá lækir að sunnanverðu. Auk þess rennur úr hlíðunum í kring í rigningu og er snjó leysir á vorin. Kleifarvatn er afrennslislaust á yfirborði og gert hefur verið ráð fyrir að vatnsborðið falli saman við grunnvatnsflötinn í umhverfinu og sé háð sömu sveiflum og hann. Kleifarvatn hefur verið notað sem úrkomumælir á Suðvesturlandi.
Kleifarvatn er þekkt fyrir að vaxa og minnka til skiptis og er munur hæsta flóðfars og lægstu vatnshæðar um 4 metrar. Vatnsborðið sveiflast með úrkomu- og þurrkatímabilum en þó hafa orðið sneggri breytingar samhliða jarðskjálftum t.d. 1663 og 2000.

Gullbringa

Gullbringa.

Kleifarvatn liggur í djúpri dæld milli tveggja móbergshryggja í sprungustefnu landsins NA-SV Við vatnsborðshæð 140 m y.s. er meðaldýpi þess 29,1 m, flatarmál Kleifarvatns 10 km2 og rúmmál þess er 290 Gl. Nú er vatnsborðshæðin 136,3 m y.s., flatarmálið er um 8 km2 og rúmmál þess hefur minnkað niður í um 255 Gl.
Kleifarvatn er þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi,um 10 km2 og eitt af dýpstu vötnum landsins 97m. Fyrir einhverjum árum síðan voru silungsseiði látin í vatnið og dafnar fiskurinn ágætlega í því.
Vatnsbotn Kleifarvatns hefur þéttst í áranna rás með leir og öðru seti. Lekt vatnsbotnsins var því minni en jarðlaganna í kring og því stóð vatnsborðið hærra en grunnvatnið. Þegar sprungur opnast í botni Kleifarvatns þá breytist lekt þ.e. viðnám jarðlaganna og vatnið hripar niður um sprungurnar. Smám saman nær Kleifarvatn á ný jafnvægi við grunnvatnið í kring. Hversu lengi og hversu mikið mun það halda áfram að lækka áður en jafnvægi næst á ný?
Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga. Það hefur ekkert frárennsli. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel, sem fyrr sagði.

Bæjarfellsrétt.

Krýsuvíkurrétt (Bæjarfellsrétt) í Krýsuvík.

Gullbringusýsla er fyrst nefnd í skjali frá árinu 1535 og náði hún yfir hluta hins forna Kjalarnesþings. Gullbringa er sýnd á herforingjaráðskortum sem hæðarbunga við suðaustanvert Kleifarvatn (308 m). Stefán Stefánsson sem kallaður var „gæd“ (af „guide“) taldi það þó hæpið, þar sem kunnugir menn á þessum slóðum hefðu jafnan kallað lyngbrekku þá sem er vestan í Vatnshlíðinni Gullbringu og nær hún niður undir austurströnd vatnsins.
Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi sagði að grasbrekkur frá Hlíðarhorni vestra og austur að Hvannahrauni væru nefndar Gullbringur (Örnefnaskrá í Örnefnastofnun).
Jón Ólafsson úr Grunnavík taldi að nafnið Gullbringa nærri Geitahlíð væri frá Dönum komið sem hafi talið það fallegt og viðeigandi þar sem staðurinn lá nærri sýslumörkum við Árnessýslu. (Kristian Kålund: Íslenzkir sögustaðir I:51).

Gullbringa

Gullbringa að baki.

Álitið er að staðurinn hafi fyrrum verið blómlegri en síðar hefur orðið vegna uppblásturs.
Ekki virðast beinar heimildir um þinghald í eða við Gullbringu og er því margt á huldu um þessa nafngift. Gullbringur eru í Mosfellsheiði, en sýslunafnið getur ekki átt við þær þar sem þær eru ekki í sýslunni. Örnefnið Gullbringa eða -bringur er til víðar á landinu og virðist merkingin vera ‘gróðursælt land’.
Ævintýranleg ferð. Veður var frábært, lygna og sól. (4:04)

Heimild m.a.:
-http://visindavefur.hi.is/
-http://www.os.is/vatnam/kleifarvatn/kleifjfi/frame.htm

Arnarfell

Byssubyrgi í Arnarfelli.

Fiskaklettur

Fiskaklettur hefu skipað mikilvægan sess í sögu Hafnarfjarðar frá upphafi byggðar. Áður var hann útvörður hraunsins í Hafnarfirði, skagaði út í sjó, en nú er hann upp úr landfyllingu og því á þurru landi.

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2022.

Fiskaklettur var lengi eins konar útvörður Hafnarfjarðar, á meðan bærinn var lítill kaupmannsbær. Mjög aðdjúpt var við klettinn og fiskigöngur áttu það til að lóna við hann og því var hann kjörinn veiðistaður. Þaðan er nafnið dregið.
Fiskaklettur er merktur inn í uppdrátt, sem gerður var eftir mælingum sjóliðsforningjans H.E. Minor frá árunum 1776-78. Á uppdrættinum eru merkt inn þau fáu hús, sem stóðu við Hafnarfjörð ásamt þeim kennileitum, sem markverðust þóttu. Fiskaklettur er þar sýndur rétt vestan við verslunarhúsin í Akurgerði.

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2024.

Þegar stjórnvöld ákváðu að reisa tvo vita í Hafnarfirði árið 1900 var annar þeirra byggður hátt uppi á hraunbrúninni, þar sem Vitastígur er nú, en hinn vitinn var settur niður vestur með sjó. Síðar, þegar Fríkirkjan var risin, skyggði hún á vitann á hraunbrúninni. Þess vegna var ákveðið að stækka efri vitann og færa þann neðri innar í fjörðinn. Var vitinn endurreistur á Fiskakletti eftir 1913, en þar stóð hann til ársins 1931 þegar hann var rifinn.
Á árunum eftir 1960 var gamla hafskipsbryggjan, sem var sú fyrsta á landinu (tekin í notkun árið 1913), endurbætt og stækkuð. Hún var rétt innan við Fiskaklett. Gerð var landfylling í áttina að Norðurgarði og komst þá Fiskklettur smám saman á þurrt. En þrátt fyrir hafnargerð og byggingu fiskverkunarhúsa var Fiskakletti jafnan hlíft, enda talinn náttúrulegur minnisvarði, sem bæri að vernda.

Akurgerði

Akurgerði og klettar ofan þess – samsett mynd.

Í rauninni var Fiskaklettur friðaður óvart. Hafnfirðingar báru virðingu fyrir klettinum. Fyrir einhverjum árum fór Fiskaklettur svo inn á deiliskipulag sem friðaður staður og því líklegt að hann fái að standa enn um sinn. Hann mun verða inni á milli húsa í nýju íbúðarhverfi, sem þarna á að rísa.
Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar merkti Fiskaklett árið 1981 og lét setja á hann koparskjöld, sem á stendur: „Þetta er Fiskaklettur, einn af framvörðum hafnfirska hraunsins, sem mikil fiskimið voru við hér fyrr á árum“.

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2005.

Álfakirkja

Gengið var að Óttarsstaðafjárborginni (Kristrúnarborg). Borgin er mjög heilleg. Hún var hlaðin af Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum ásamt vinnumanni hennar, Guðmundi Sveinssyni, árið 1870.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg (Kristrúnarborg).

Skammt austan við hana er Smalaskálahæðir. Í þeim rauðamölshóll í djúpri hraunkvos (Smalaskálakeri). Á hólnum stóð eitt sinn listaverk eftirmyndlistamanninn Hrein Friðfinsson er hann nefndi Slunkaríki, en er nú niðurnítt.
Gengið var upp að Brennuseli, en á leiðinni var leitað að öðru kolaseli, sem fannst fyrir u.þ.b. tveimur árum, en týndist aftur. Það fannst skammt norðan við Brennisel. Það virðist vera mun eldra. Brenniselið er með fallegri fyrirhleðslu og tótt í gróinni kvos. Birki grær yfir hana að sumarglagi svo erfitt getur reynst að koma auga á hana á þeim árstíma. Austan hennar er hlaðið fjárskjól og varða ofan þess. Þarna mun hafa verið reft yfir stóru hleðsluna fyrrum og hún verið notuð sem fjárskjól sbr. örnefnaskrá Óttarsstaða.

Álfakirkja

Álfakirkja – fjárskjól.

Álfakirkjan var talinn einn helgasti staður álfanna í Hraunum. Hraunmenn voru ekki neitt smeykir við að nýta fjárskútann undir klettinum því það var trú mann að álfarnir héldu verndarhendi yfir sauðfénu.
Haldið var upp í nyrsta krossstapan (hinir eru ofan við Lónakotssel), Álfakirkjuna, einn helgasta stað álfanna í Hraunum, og hún skoðuð. Norðan og undir henni er hlaðið fjárskjól. Þá var haldið til suðurs upp í Lónakotssel. Í selinu eru þrjú hús, þrír stekkir og fjárskjól í hraunkvos. Fjárskjólið er niður og utan í hraunkvosinni vestan við selið. Í henni er einnig einn stekkjanna eða gömul rétt. Norðaustan seljanna er stekkur og annar sunnan þeirra. Tækifærið var notað og selið rissað upp.

Brennisel

Brennisel.

Þá var haldið yfir að Óttarsstaðaseli. Suðvestan þess er Þúfhólsskjól, hlaðið fjárskjól. Vestan selsins er annað hlaðið fjárskjól, Óttarsstaðarselsskúti nyrðri. Sunnan við selið í Tóhólatagli er Tóhólaskúti, fjárskjól með fyrirhleðslu. Selið sjálft er einungis eitt hús, sem er óvenjulegt miðað við önnur sel á Reykjanesskaganum. Í flestum seljanna er húsin þrískipt; viðverurými og geymsla og síðan utanáliggjandi eldhús með sérinngangi.
Sunnan selsins er þrískiptur stekkur og lítil rétt. Enn sunnar er Óttarstaðarselsskúti syðri, hlaðið fjárskjól. Norðnorðaustan hans er hlaðinn nátthagi. Norðan selsins er Meitlahellir eða Meitlaskúti, svo til alveg við Óttarsstaðaselsstíginn (Skógargötuna). Stígnum var fylgt til norðurs. Á leiðinni var komið við í Sveinsskúta, hlaðið fyrir fjárskjól, og Bekkjarskúta, einnig hlöðnu fjárskjóli í hraunkvos. Komið var niður á Alfararleið og henni fylgt til vesturs uns hringnum var lokað.
Frábært veður.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn er í kvos sem er umlukin hæðardrögum á þrjá vegu; Vatnshlíð að norðanverðu, Húshöfða að austanverðu og Selhöfða að sunnanverðu. Selhraun lokar fyrir afrennsli vatns að vestanverðu. Vatnssveiflur eru jafnan að mestu háðar veðurfari.
BeitarhusSkógræktarfélag Hafnarfjarðar hóf uppgræðslu við vatnið árið 1956. Nú er svæðið orðið kjörið útivistarsvæði. Göngustígar liggja um skóginn og í kringum vatnið, um 20 mínútna léttur gangur. Á svæðinu eru einnig nokkrar minjar frá tímum fjárbúskapar, sem gaman er að skoða, auk þess sem hlaðin hafa verið ágæt skeifuskjól á stöku stað.
Hús Skógræktarfélags Hafnarjarðar er í Húsmúla, en í Selhöfða er skáli Gildisskátanna. Sumarhús er undir Vatnshlíðinni, en vestan hans er Bleikingsháls.
Ákjósanlegt er að byrja göngu frá bílastæðinu norðan við vatnið. Í Húshöfða má t.d. sjá tótt af hlöðnum stekk efst á hæð, Beitarhúsahálsi, norðan húss Skógræktarfélagsins. Sunnan hússins er nokkuð stór tótt í hlíðinni. Það er rúst beitarhúss, Veturhúss, frá Jófríðastöðum, en var síðast nótað árið 1922 frá Ási. Þar skammt sunnar í hlíðinni við göngustíg er minnisvarði í svonefndum Systkinalundi. Hann er um Kristmundarbörn, en þau létu eftir sig minningarsjóð til styrktar skógræktarstarfi í Hafnarfirði.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarsel.

Sunnan við Hvaleyrarvatn, undir Selhöfða eru tóttir tveggja selja. Austar eru tóttir, líklega sels frá Ási, niður undan skátaskálanum, en vestar, á grónum tanga, eru tóttir Hvaleyrarselsins. Þar lagðist selsbúskapur af eftir að smali frá Hvaleyri fann selsstúlku látna og illa leikna niður við vatnið. Talið var að nykur, sem átti að hafa haldið til í vatninu annað hvert ár, hafi ráðist á og banað stúlkunni. Nykurinn átti, skv. sögnum, að búa hitt árið í Urriðakotsvatni, en hann mun hafa drepist þar frostaveturinn mikla árið 1918. A.m.k. sást aldrei til hans eftir það.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Vestan við veginn, sem liggur vestan við vatnið, eru hleðslur í klapparkvos. Þar gæti hafa verið stekkurinn frá Hvaleyrarseli. Sunnan við Selhöfða er Seldalur, þangað sem vegurinn liggur. Sunnan hans er Stórhöfði. Uppi á hálsinum, vinstra megin við veginn þegar komið er að Seldal, er tótt. Norðan hennar er ágæt gönguleið til norðurs upp á Selhöfða.

Hvaleyrarvatn

Fjárborg (stekkur) á Selhöfða austan Hvaleyrarvatns.

Þegar þangað er komið er beygt til hægri, upp á klapparhæðina, sem þar er. Á henni eru leifar gamallar fjárborgar, auk annarrar minni og eldri skammt austar, líklega eldri stekkur.

Ássel

Ássel.

Auðvelt er fyrir vant fók að koma auga á hvorutveggja, en erfiðara fyrir aðra. Þær eru augljósastar þegar staðið er norðan við hleðslurnar og horft í átt að Stórhöfða. Þá sjást þær vel.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Ágæt gönguleið er niður af Selhöfða til vesturs, á milli furulunda. Þá er komið að vatninu á milli seljanna og auðvelt að ganga meðfram því til baka – að bílastæðunum.
Þessi ganga tekur u.þ.b. klukkustund.

Hvaleyrarsel

Tóftir Hvaleyrarsels.

Sauðabrekkuskjól

Ætlunin var að rekja þann kafla Hrauntungustígs er liggur frá Hrauntungum upp að Sauðabrekkugjá. Hlutarnir beggja vegna liggja nokkurn veginn ljósir fyrir, en á Í Sauðabrekkugígaskjóliþessum kafla ofanverðum koma a.m.k. þrjár götur til greina, einkum að austanvörðu. Í leiðinni var m.a. litið á Fjallsgrensvörðuna, Fjallsgrenin og Sauðabrekkugjárgígaskjólið.
Hrauntungustígurinn liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Brunann að Hrauntungum. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings og að Sauðabrekkum. Þá er farið yfir Sauðabrekkugjá um Mosa vestan við Fjallið eina að Hrútagjárdyngju. Stefnan er síðan á Hrúthólma og farið um nokkuð slétt helluhraun að Hrútafelli. Þá er stutt yfir á Ketilsstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur.
Hrauntungustígurinn er ein af hinum gömlu þjóðleiðum millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Markmiðið var að eftir þessa ferð lægi ljóst fyrir hvar „meginleið“ Hrauntungustígsins hafi legið fyrrum.
Sem fyrr sagði var aðaltilgangur ferðarinnar að skoða þann hluta Hrauntungustígsins, sem liggur á milli Sauðabrekkugjár að Fjallgrensvörðunni á hæsta hluta Almennings. Þessi kafli virðist hafa reynst mörgum erfiður og fáum hefur tekist að rekja hann réttu leiðina. Líklega er torræðið ein af ástæðum þess að Hrauntungustígurinn hefur greinst í nokkrar leiðir ofan við Sauðabrekkugjár, flestar austar en sú sem hér var ætlunin að greina.
Í SauðabrekkugígaskjóliGengið var upp austanverðan Almenning. Mikið kjarr er nú aftur komið í Almenning, en hann var fyrr á öldum eitt helsta hrísforðabúr Hraunamanna og Álftnesinga og eitt besta beitarland, sem völ hefur verið á á Reykjanesskaganum. Stefnan var tekin upp fyrir Þrísteinsvörðu með beina stefnu á Fjallgrensvörðuna. Austan hennar var beygt til suðurs og miðið sett á Fjallsgreinin norðan Sauðabrekkugjárgígaraðarinnar ofan Sauðabrekkugjár.

Grenin eru a.m.k. tvö. Það austara er merkt með lítilli vörðu, en norðvestan við það vestara er hlaðið skjól fyrir refaskyttuna. Skammt vestar er hlaðið byrgi í lítilli klettasprungu. Frá því sést vel yfir neðri hluta hraunsléttunnar norðan grenjanna. Skolli hefur ekki getað komist þeim megin að grenjunum óséður.
Þá var haldið upp í Skjólið í Sauðabrekkugjárgígunum. Það er í einum gíganna. Gengið er inn um þröngt op, en þegar inn er komið er þar rúmgott skjól. Innsti hluti gólfsins hefur verið flóraður svo þar hefur verið hið besta bæli. Gluggi er á skjólinu, en hella fyrir. Op er fyrir stromp. Separ eru í loftum svo þarna inni er fagurt um að litast. Að öllum líkindum hefur þetta verið afdrep fyrir refaskytturnar í Fjallsgrenjunum – og jafnvel aðra er leið áttu um og þekktu vel til, því opið er ekki auðfundið.
Meginhluti Almennings er hraun úr Hrútargjárdyngju. Þó má sjá yngri hraun þar inni á milli, s.s. hraun úr gígum Sauðabrekkugjár. Hraunið hefur verið þunnfljótandi og líklega tekið fljótt af. Meginhluti hraunsins er, líkt og gígarnir, norðan gjárinnar, en hún er auk þess að vera sprunga er Sauðabrekkugjá misgengi. Það er mest áberandi efst í gjánum, upp undir austanverðum Sauðabrekkum. Lítill hrauntaumur hefur runnið til austurs, myndar þunnfljótandi tjörn og m.a. fyllt upp samhliða djúpa sprungu austan Sauðabrekkugjár. Einungis lítill hluti, sennilega sá dýpsti og breiðasti, hefur „lifað af“ fljóðið, en á veggjum hans má sjá hvernig þunnfljótandi hraunið hefur smurt veggina. Um merkilegt jarðfræðifyrirbæri er þar um að ræða.
Og þá var að hefjast handa við að greina Hrauntungustíginn frá þeim stað er hann kemur inn á gjána. Stígurinn sést mjög vel austan gjárinnar og er auðrakinn þaðan áleiðis að Hrútárgjárdyngu. Þá er hann mjög áberandi ofan við gjána þars em hann liggur um slétt helluhraun Sauðabrekkugjárgíganna. Hraunið er einungis þakið mosa, en að mestu ógróið að öðru leyti er segir nokkuð til um aldur þess.
Skammt norðvestan gíganna beygir gatan upp á hrauntjarnarbrún með stefnu til norðurs. Stígar þar geta auðveldlega afvegaleitt fólk, en ef mjög vel er að gáð má sjá stíginn liðast „mjúklega“ um hraunið. Þar er hann bæði breiður og augljós. Austan við stíginn er jarðfall og í því rúmgóður skúti (gott skjól – 6359316-02200230).
FjallgrensvarðaÞá heldur stígurinn áfram um annars nokkuð slétt hraunið. Þessi kafli hefur afvegaleitt marga, en að þessu sinni voru kjöraðstæður til rakningar. Stígurinn sást mjög vel í hrauninu. Þegar komið er út úr nýrra hrauninu taka við gróningar. Þar stefnir stígurinn til vinstri, áleiðis að Fjallsgrensvörðu, sem er áberandi á þessari leið.
Við vörðuna greinist Hrauntungustígur í tvennt, vinstri og hægri, en báðir angarnir koma saman á ný neðan við holt eitt (varða á því) suðvestan Hafurbjarnaholts. Þaðan liðast stígurinn um norðanverðan Almenning að Gjáseli og frá því áfram inn á Skógræktarsvæði ríkisins. Þar hefur trjám verið plantað í stíginn. Vörðurnar má sjá í skóginum, en nauðsynlegt er að saga niður þau tré, sem eru í stígsstæðinu, enda bæði ágætt og skemmtilegt að leyfa stígnum að halda sér um hraunið niður að Hrauntunguopinu. Stígurinn liggur inn í tungurnar og er augljós, framhjá hlöðnu Hrauntunguskjólinu og að brún þeirra að norðanverðu. Þar hefur hrauninu verið eytt sem og stígnum.
Ef haldið er áfram yfir hrauntungusvæðið og stefnt á vörðu þar að handan kemur stígurinn í ljós að nýju. Þar sést hann vel þar sem hann liðast niður að Krýsuvíkurvegi. Vestan vegarins er slétt hraunhella og færi vel á því að gera þar lítið bílastæði og láta stíginn enda við það. Óþarfi er að rembast við hann lengra, enda svæðið þar austan við nú óðum að byggjast óðslega upp til lengri framtíðar.
Um er að ræða fallega gamla þjóðleið millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Hér að framan er lýst þeirri leið stígsins, sem telja verður skemmstan þar á millum. byrgiGengið er um fallegt hraunlendi með miklu og stórbrotnu útsýni á allar hendur – alla leiðina.
Ástæða er til að viðhalda hinum mörgu gömlu þjóðleiðum á Reykjanesskaganum. Vaxandi áhugi er meðal fólks að fá tækifæri til að feta í fótspor forfeðra og – mæðra og njóta þess umhverfis og þeirrar náttúru er þau urðu aðnjótandi fyrrum.
Ef leiðin væri gengin enda á milli tæki það ca. 6 klst.
Frábærlega skemmtilegt slagveður er setti dulúðlegt yfirbragð á fjarrænt útsýnið. Vel mátti ímynda sér hvaða takmarkaða skjól fólk fyrr á öldum hafði af fatnaði sínum við þær „hefðbundu“ aðstæður er nú voru á svæðinu. Þátttakendur voru nú í þeim besta hlífðarfatnði, sem völ er á, en gegnblotnuðu samt. Á móti kom að tiltölulega hlýtt var í veðri svo gangan var fyrst og fremst ánægja yfir að uppgötva „týnda“ hlekkinn sem og kærkomið tækifæri til að grandskoða svæði, sem sjaldan er gengið – af fáum.
Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Sauðabrekkuskjól

Sauðabrekkufjárskjól.

Hvatshellir

Eins fram kemur varð nokkur þræta um Hvatshelli eftir að honum var lýst nýfundum í sept. 1906. Slíkar þrætur koma jafnan í kjölfar óvæntra uppgötvana. Þær eru þó ekki alltaf á rökum reistar. Hér er eitt ágætt dæmi um viðbrögð við fundi Hvatshellis er birtist í Þjóðólfi 28. sept. 1906 og bar yfirskriftina „Ketshellir“:
Hvatshellir„Hellir í Garðahrauni, er félagar úr göngumannafélaginu „Hvat“ komu í hér í sumar, hefur orðið að blaðamáli. Kölluðust félagar þessir hafa fundið hér nýjan helli og skírðu hann „Hvatshelli“. Síðan hefur „Reykjavíkin“ skýrt frá því eptir kunnugum manni, að hellir þessi hafi verið kunnur nú í manna minni, hafi verið haldinn landamerki milli Garða og Setbergs og verið kallaður Kershellir. Þar við bætir og ritstjóri „Reykjavíkur“ því, að hann hafi þekkt þennan helli fram undir mannsaldur. En hér mun vera óhætt að bæta því við, að hellir þessi hefur að vísu um 350 árin síðustu verið haldinn landamerki milli Setbergs og Garða. Er til enn vitnisburður um landamerki frá 2. janúar 1625, útgefinn af Þorvaldi Jónssyni og samþykktur og staðfestur af Magnúsi Þórarinssyni og Sveini Ögmundarsyni. Segir Þorvaldur þar svo frá; „að minn faðir Jón Jónsson bjó 15 ár á þráttnefndri jörðu (Setbergi); byggði þá mínum föður jörðina Setberg þann sálugi mann Ormur bóndi Jónsson, hver eð sat í Reykjavík og tilgreindi bóndinn Ormur þessi takmörk; úr miðjum Flóðum, upp miðjan Flóðhálsinn; sjóndeilding úr miðjum fyrsögðum hálsi og í hvíta steininn, sem stendur í Tjarnholtum og þaðan sjóndeilding í Ketshellir. Úr Ketshellir og í mitt hraunið og þaðan úr miðju hrauni og ofan í Gráhellu. Úr Gráhellu og ofan í Lækjarbotna. Innan þessara takmarka bauð og bífalaði bóndinn Ormur mínum föður og allt að yrkja og sér í nyt að færa og aldrei hefi eg þar nokkra efan heyrt. Og var eg á fyrrsagðri jörðu í minni ómagavist hjá föður mínum í þau 15 ár hann þar bjó; en eg hefi nú áttatíu vetur og einn, er þessi vitnisburður var útgefinn, eptir hverjum eg má sverja með góðri samvizku“.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Af þessu mætti það verða augljóst, að þessu nýfundi „Hvatshellir“ hefur verið mönnum kunnur í mörg hundruð ár, og heitir nafni Ketshellir.
„Hvatsmenn“ eru í sjálfu sér ekki syndugri menn en aðrir í Galelía, þó að þá hafi hent þessi hellaglöp. En af þessari hendingu væri jafngott, að menn dragi sér þá kenning að vera ekki of veiðibráðir að nema lönd í heimahögum annara, þar sem þeir eru ókunnugir, en spyrja sig heldur fyrir hjá smalapiltinum, áður en þeir fara að skíra landnámin. Að hlaupa í það umsvifalaust að búa til örnefni, þótt menn af ókunnuguleika viti ekki að það væri til áður, getur orðið til mikils ills og komið til leiðar skæðasta glundroða, buldri og þrefi, þar sem svo stendur á eins og hér, að það hittir á æfagömul landamerki.“

Í Ketshelli

Svo mörg voru þau orð. En skoðum þetta svolítið  nánar. Séra Friðrik var ekki að lýsa Ketshelli. Hann var að lýsa innkomunni í Kershelli og síðan nýfundnum afhelli hans; Hvatshelli, sem er ekki á landamerkjum heldur skammt ofar (norðaustar) í Smyrlabúðahrauni. Ketshellir er hins vegar á landamerkjum, einnig nefndur Selhellir og Setbergsselshellir/Hamarskotsfjárhellir. Landamerkjavarða stendur ofan á hellisþakinu þar sem fyrirhleðsla er undir í hellinum. Þar voru mörk Garðalands (Setbergs) og Hamarskots. Syðri endi hellisins hýsti hluta selstöðu frá Hamarskoti. Í fyrrnefndri lýsingu frá 1625 er getið um að landamerkin liggi um Ketshelli, sem er rétt. Hann kemur bara Kershelli og Hvatshelli ekkert við svo framangreind viðbrögð voru því algerlega óþörf.

Setbergssel

Markavarðan í Setbergsseli.

Kershellir var einnig þekktur og töldu ýmsir er þekktu til að Hvatsmenn hafi verið að lýsa honum þegar þeir töldu sig hafa fundið nýjan óþekktan helli er þeir skírðu Hvatshelli. Það voru þeir hins vegar ekki að gera þó svo að Hvatshellir sé í raun hluti sömu rásar og Kershellir. Þeir voru því ekki að umbreyta örnefni heldur búa til nýtt á áður óþekktu. Sumir gagnrýnenda voru í raun að afhjúpa ókunnugleik sinn á þessum stað því ekki er að sjá að þeir hafi sjálfir farið á vettvang, borið saman heimildir og metið aðstæður.
Hafa ber í huga að fáir hraunhellar voru þekktir á þessum tíma hér á landi, enda erfitt að skoða þá með þeim búnaði er þá var til staðar.

Heimild:
-Jón Þorkelsson – Þjóðólfur 28. sept. 1906.

Ketshellir

Landamerkjavarða á Ketshelli.

Lónakot

Leitað var að og skoðaðir Grænhólsskjól og Hausthellir í landi Lónakots og Sjónarhólshellir í landi Óttarsstaða.

Sjónarhólshellir

Sjónarhólshellir eru nálægt mörkum jarðanna og Grænhólsskjól nálægt mörkum Hvassahrauns, en Hausthellir skammt vestan við heimatúnið í Lónakoti. Því hefur verið haldið fram að Sjónarhólshellir hafi einnig verið nefnt Smalaskálaskjól, en það er norðvestan í Smalaskálahæð, sbr. örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði: „Vestan við Rauðamel stóra er mikil klapparhæð, sem nefnist Smalaskáli. Uppi á hæðinni er skotbyrgi. Syðst í hæðinni er Smalaskálaker, sporöskjulaga jarðfall með rauðamelshól í botni. Norðvestan undir hæðinni er Smalaskálaskúti, hellir, sem fé lá inni í. Þar var skógarhrísla stór, sem óx fyrir hellismunnann. Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, frá því fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.“ Síðastnefnda skjólið hefur verið staðsett á fyrrgreindum stað. Einnig var reynt að staðsetja Magnúsardys í Lónakotslandi í þessari ferð.

Hausthellir

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot minnist hann m.a. á Hausthelli og Magnúsardys, sbr.: „Markaklettur [er] á innanverðu Hraunsnesi. Af Markakletti lá landamerkjalínan milli Lónakots og Hvassahrauns upp í Skógarhól, þaðan í Stóra-Grænhól. Suður frá Grænhól var svo Grænhólsker, hættulegt fé. En í austur frá hólnum var Grænhólsskjól. Vestur [á væntanleg að vera austur því að vestan er land Hvassahrauns, auk þess Brunnhólar eru austan markanna, í Lónakotslandi] frá Sjónarhól var Brunnhóll. Í hrauninu niður frá Hádegishæð var sprungin klöpp, nefndist Magnúsardys. Maður að nafni Magnús varð þarna úti og var urðaður í sprungunni. Suður og upp frá Magnúsardys var Hraunsnesþúfa og Hausthellir, fjárskjól gott.

Grænhólsskjól

Örnefni þau, sem hér hafa verið nefnd, liggja öll neðan Suðurnesjavegar og nú Reykjanesbrautar og alfaraleiðar, sem áður er nefnd.“
Fram kemur að Hádegishæð er skammt ofan við túngarðinn: „Umhverfis þennan þúfnakarga var Kotagarðurinn, hlaðinn, einfaldur grjótgarður. Nokkru lengra uppi í hrauninu var Hádegishæð.“ Nokkrar sprungur eru neðan Hádegishæðar og því erfitt að staðsetja Magnúsardysina þar með einhverri vissu. Það var því ekki gert að þessu sinni.
 Vestan við heimatúnið er Hausthellir í gróinni kvos. Grónar hleðslur eru framan við opið og dyr á þeim. Hellirinn sjálfur er fremur lítill, en reft hefur verið yfir tóftina framan við hann. Skjólgóður nátthagi er suðvestan við hellinn og hlaðinn brunnur austan hans (í Brunnhóll).
Sjónarhólshellir-2Þegar leitað var að framangreindu var gengið fram á afvelta lamb. Reynt var að færa það á fætur, en þá lagðist það út af. Augun lýstu ótta og angist. Blóð virtist vera aftan við vinstri afturfót. Veikindi gætu einnig hafa verið orsökin.
Hugsanleg skýring kom í ljós í hrauninu skammt vestar. Skolli rak skyndilega út trýnið upp úr skúta og „hvopsaði“ áður en hann hvarf inn. Eftir stutta bið sást hann á ferðinni innan við opið.
Haft var samband við Bjarnferð, fjárumsýslumann svæðisins, og honum kynnt ástand lambsins. Þá var Helgi Gam. í Grindavík fenginn til að takast á við dýrbítinn enda ekki forsvaranlegt að hafa hann þarna svona skammt frá fjárhúsunum í Lónakoti, vomandi yfir fénu nótt sem dag.
SkotbyrgiÍ örnefnalýsingu SG (með leiðréttingum) fyrir Óttarsstaði kemur eftirfarandi fram um Sjónarhólshelli: „Fyrir ofan fjörukampinn var uppgróinn sandbakki, sem nefndist Sandar. Þar vestast eru landamerki milli Óttarsstaða og Lónakots. Ofan við Sanda er Sandatjörn, skiptist milli Óttarsstaða og Lónakots. Úr Söndum liggur landamerkjalínan í Markhól, sprunginn klapparhól skammt fyrir ofan kampinn. Þaðan liggur línan suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónahólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður.

Hleðslur við Sjónarhólshelli, líkt og við Hausthelli, eru enn nokkuð heillegar. Gróið er framan við bæði skjólin og vatnsstæði í nágrenni beggja.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Lónakot.
-Örnefnalýsing fyrir Hvassahraun.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstari.
-Gísli Sigurðsson.

Lonakot

Lónakot.