Tag Archive for: Hafnarfjörður

Krýsuvík

Krýsuvík kemst í eigu Hafnarfjarðarbæjar

Krýsuvík

Horft yfir Krýsuvík um 1962 (HH).

Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð; bæjarbúar voru ekki sjálfum sér nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups. Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum. Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði. Eftir það upphófst mikið málaþras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí 1940. Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.

Framkvæmdir og rekstur

Krýsuvík

Vinnuskóladrengir við vinnu í gróðurhúsi í Krýsuvík (HH).

Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík. Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmis konar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.

Vinnuskóli

Krýsuvík

Vinnuskóladrengir við vinnu í fjósinu í Krýsuvík (HH).

Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í íbúðarhúsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrarstöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. Voru rúmlega 50 piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmis konar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.

Bústjórahúsið

Krýsuvík

Bústjórahúsið (Sveinssafn).

Bústjórahúsið í Krýsuvík var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu. Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnuskólans í Krýsuvík. Árin liðu, húsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu. Sveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997. Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir hússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknarlögreglumanninum Sveini Björnssyni, sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.

Skátar

Hverahlíð

Skátaskáli í Hverahlíð.

Skátar í Hraunbúum reistu skátaskála við Hverahlíð við suðurenda Kleifarvatns 1945-46. Þennan skála nýttu skátar á sumrin og veturna um langt árabil. Á áttunda áratugnum fengu skátarnir afnot af hluta heimatúns Krýsuvíkurjarðarinnar og komu sér þar upp aðstöðu. Reistu þeir lítinn skála í gömlu fjárhústóftinni og sléttuðu túnið. Á þessum stað halda Hraunbúar árlegt vormót sitt á hvítasunnunni.

Fornleifar

Selalda

Selalda; Krýsuvíkursel og Eyri – uppdráttur ÓSÁ.

Hvergi er hins vegar minnst í „Aðalskipulaginu“ á meintar fornleifar á svæðinu, einungis endurtekin almenn klausa um skilgreiningu á fornleifum skv. þjóðminjalögum.
Þrátt fyrir allt hið innihaldslausa í „Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025“ eru t.d. Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði, steinhlaðið veiðihús, heilleg fjárhústóft í Litlahrauni, steinhlaðin réttin sem og fjárskjólið þar í hrauninu, miðunarvarðan ofan Krýsuvíkurbjargs, tófta Krýsuvíkursels ofan Heiðnabergs, bæjartófta Eyris sem og annarra merkilegra fornleifa í heiðinni er hvergi getið í „Aðalskipulaginu“.

Orkuvinnsla

Seltún

Seltún – orkuvinnsla.

Heildarskýrsla um rannsókn jarðhitasvæðisins kom út 1975. Miðað við stærð svæðisins, hita í jarðhitakerfinu, að 80% þess er aðgengilegt til borana o.fl. var reiknað út að svæðið geti staðið undir vinnslu raforku sem svarar til 2400 GWh/ári í 50 ár, eða afl þess sé 300 MW til sama árafjölda. Í Rannsóknaráætlun fyrir Krýsuvíkursvæðið sem Íslenskar orkurannsóknir unnu fyrir Hitaveitu Suðurnesja er sótt um rannsóknarleyfi á 295 km2 svæði sem nær til Krýsuvíkur, Trölladyngju og Sandfells. Helsti rannsóknaráfanginn er borun þrettán rannsóknarholna allt 2500 m djúpar og einnig er ætlunin að bora rannsóknarholur til grunnvatnsrannsókna. Tilgangur er að kanna vinnslueiginleika jarðhitans m.t.t. nýtingar og til að auka við þekkingu á jarðhitanum. Jarðhitaholurnar verða boraðar með þeim hætti að þær geti nýst síðar til virkjunar. Af þessum þrettán holum er fyrirhugað að bora a.m.k. sex í Krýsuvík.
Í framhaldi af sprengingu á hverasvæðinu við Seltún haustið 1999 var leitað til Orkustofnunar um athugun til að svara spurningu um hvort hætta væri á frekari hamförum. Orkustofnun hefur lagt fram áætlun um nauðsynlegar athuganir og rannsóknir.

Námuvinnsla

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Í skýrslunni, Eldstöðvar á Reykjanesi er sett fram tillaga um námuvinnslu. Suður á Krýsuvíkurbergi eru tvö forn eldvörp. Þeirra mest er Selalda og frá henni liggur röð flatra gjallhóla til norðausturs. Austari hluti þeirra heitir Trygghólar. Þarna er mikið efni að mestu leiti gjall, rauðamöl og vikur. Rauðskriða heitir gíghóll alveg fram á bergbrún og er sjór sem óðast að brjóta hann niður. Talsvert efni er þar að finna.

Beitiland

Austurengjar

Stöðull á Austurengjum.

Hrossabeit er í tveimur hólfum á Vestur- og Austurengjum frá Hvammsholti að Grænavatni. Við Hvamma standa um 10 sumarhús en upphaflega var gefið leyfi fyrir hnakkageymslum á þessum stað. Hafnarfjarðarbær og hestamannafélagið Sörli hafa gert með sér samkomulag um að þar megi mest vera 50 hross og gilti samningurinn frá 1988 til 1993. Í samningnum er ákvæði um að félagið viðhaldi girðingu og annist áburðardreifingu þannig að gróður rýrni ekki. Ath. Vantar upplýsingar um nýjan samning.
Í sauðfjárbeitarhólfi á Krýsuvíkurheiði eru fjárbændur í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi með samningi sem gildir til 1. janúar 2009. Hólfið er um 1500 ha að stærð. Landgræðslan er ráðgefandi varðandi beitarþol og uppgræðslu og leggur til grasfræ eftir þörfum. Árleg áburðaþörf er 20 tonn miðað við fullnýtingu hólfsins.
Samningur á milli Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, Grindavíkurbæjar og Vatnsleysustrandarhrepps um nýtt sauðfjárbeitarhólf og bann við lausagöngu utan beitarhólfa var samþykkt s.l. vor. Tilgangur samkomulagsins er að auka umferðaröryggi á vegum á Reykjanesskaga og skapa sátt um sauðfjárhald á Reykjanesi. Á Krýsuvíkurjörðinni nær girðingin að núverandi beitarhólfi á Krýsuvíkurheiði og að jarðamörkum á Sveifluhálsi og þaðan að Selhögum og norður fyrir Djúpavatn. Samningurinn gildir til 20 ára.

Krýsuvíkurskóli

Krýsuvíkurskóli

Krýsuvíkurskóli.

Um miðjan áttunda áratuginn hófust miklar byggingaframkvæmdir á mel sunnan Gestsstaðavatns, en þar var ætlunin að reisa skóla fyrir unglinga sem þyrftu á sérúrræðum að halda. Áður en byggingunni var lokið var fallið frá hugmyndinni og stóð húsið autt um margra ára skeið eða þar til Krýsuvíkursamtökin fengu það til afnota 1986. Hafa þau rekið þar meðferðarheimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir fíkniefnaneytendur. Á heimilinu dvelja að jafnaði 20 Íslendingar og Svíar í einu og eru þar frá sex mánuðum upp í tvö og hálft ár. Máttur náttúrunnar er augljós í Krýsuvík og styður við hugmyndfræðina sem notuð er við meðferðina.

Heimild:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – Krýsuvík; greinargerð 2 20. janúar 2006, lagfært 20. mars 2006.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Brunntorfur

Lárus Kristmundsson á Brunnastöðum hafði upplýst að hann hefði eitt sinn gengið fram á fallegt fjárskjól ofan skógræktargirðingarinnar vestan Krýsuvíkurvegar, sunnan við Brundtorfur (Brunatorfur/Brunntorfur). Framan við það væri krosshleðsla.

Brunntorfur

Brundtorfufjárskjól.

Þann 8. apríl 2004 var gengið upp fyrir girðinguna og litið yfir hraunið. Það virtist óvinnandi vegur að finna þarna nokkurn skapaðan hlut – hraunhólar, hæðir, lægðir og runnagróður um allt. Ef leita ætti svæðið allt væri það ca. viku vinna fyrir tvo menn. En um leið og húfan var sett upp tók derið 45 gráðu kipp réttsælis og stefni í vestur. Höfuðið var rétt af í húfunni og derið síðan elt inn í hraunið. Og viti menn (og að sjálfsögðu konur). Framundan, á tiltölulega sléttu mosahrauni, birtist lítið jarðfall. Ofan í því voru hlaðnir gangar í Y frekar en í X, sbr. meðfylgjandi mynd. Þeir skiptust niður í sitthvort hellisopið. Fyrir innan voru rúmgóðir fjárhellar. Hleðslur voru inni í þeim nyrðri.
Skammt sunnan við hellana liggur Stórhöfðastígur upp hraunið. Hann er varðaður frá Krýsuvíkurveginum áleiðis upp að Fjallinu eina. Þarna umhverfis eru fallegir grónir hraunbollar. Varða er á hraunhól skammt norðvestar. Hún er greinilega vegvísir að hellunum. Allnokkru norðvestar er Þorbjarnarstaðafjárborgin. Hellarnir Brundtorfuhellireru í landi Straums svo þarna gætu hafa verið sauðahellar Þorbjarnarstaðafólksins í tengslum við borgina. Greinilegt er að ekkert hefur verið gengið um svæðið og hleðslurnar hafa alveg fengið að vera í friði, enda erfitt að koma auga á þær.
Skv. örnefnaskrá Þorbjarnastaða mun skúti þessi vera fjárskjól, nefnt Brundtorfuhellir í Brundtorfuskjóli.
Þann 
15. nóvember 2007 var enn og aftur lagt af stað frá Krýsuvíkurvegi móts við Bláfjallavegsafleggjara í leit að Brundtorfuhelli og Brundtorfuskjóli líkt og getið hafði verið um í örnefnaskrá fyrir Þorbjarnarstaði. FERLIR skoðaði skjólið fyrst fyrir u.þ.b. 20 árum og síðan hellinn fyrir 7 árum og aftur þann 8. apríl 2004, líkt og að framan greinir. Hlaðin er gata að hellisopinu (-opunum), en hún greinist síðan til sitt hvorrar handar, að sitt hvoru opinu.
Nú var ætlunin, enn og aftur, að leita að skjólinu, skoða og taka hnit á það. Einnig á að reyna að finna aftur Brundtorfuskjólið, mikla hleðslu fyrir slútandi skúta, ekki ólíkt Brenniseli.
Leitin að Brundtorfuhelli tók 11 mínútur. Tíminn var því notaður til að leita að Brundtorfuskjólinu, en erfiðið bar ekki árangur að þessu sinni. Það gekk þó betur næsta sinnið (sjá einnig Þorbjarnarstaðaborg (Fjárborgin).
Í Brunntorfum eru a.m.k. fjögur fjárskjól.
Frábært veður.

Brunntorfur

Fjárskjólið í Brunntorfum.

 

Óttarsstaðir

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Óttarsstaði segir m.a. um svæðið umleikis Óttarsstaðafjárborgin (Kristrúnarborg): „Vestur af Löngubrekkuhæðum er gömul fjárborg glögg, sem heitir Borg, og þar vestar og niður að vegi er hóll, Sauðaskjól. Nú er á honum hár rafmagnsstaur.
Ottarsstadir-531Norðvestur frá Sauðaskjóli eru Högnabrekkur í Lónakotslandi.
Ofan við Borgina eru svonefndir Litluskútar, og þar ofar liggur þar þvert yfir svonefndur Breiðiás, hraunbreiða, sér hæð, er með keri ofan í. Vestur af Litluskútum er í Lónakotslandi Skjöldubali. Upp af Löngubrekkum, í norðaustur af Breiðás, er Litliás rétt ofan við gamla veginn. Þar austur af honum heita Brenniselshæðir, og austan við Löngubrekkur er svo Gvendarbrunnshæð í Straumi.
Austur af Lónakotsseli eru tveir klettar, nefndir Valklettar, og þar austur af er sérkennilegur hóll með helli undir, sem heitir Steinkirkja.“
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði segir um sama svæði: „Frá Gvendarbrunni liggur gamla hestaslóðin (fyrsti Keflavíkurvegurinn) vestur framan við Gvendarbrunnshæð og áfram suður með Löngubrekkum. Vegurinn er nú uppgróinn fyrir löngu, en þó sést víða móta fyrir honum. Víða voru hlaðnar vörður á klapparhólum með veginum, og standa sumar þeirra enn.
Ottarsstadir-532Þar suður og upp af er stakur klapparhóll, klofinn, kallaður Steinkirkja. Norðan í henni er upphlaðinn fjárskúti. Suðvestur af Steinkirkju eru hólar, sem Valklettar heita. Vestur og niður af þeim er hæð, sem nefnist Breiðás.
Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, frá því fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.
Skammt suður frá fjárbyrginu eru Litluskútar og þar austur af slétt hæð, sem nefnist Litliás.“
Einungis Ari minnist á svonefnt „Sauðaskjól“ og tilgreinir staðsetninguna. Að vísu er staurinn stóri horfinn, en enn má sjá umbrot eftir hann á „hólnum“. En þar sem leiða mátti líkur að því að hóll hefði aldrei fengið slíkt örnefni var umhverfið gaumgæft. Kom þá í ljós nefnt sauðaskjól. Um hefur verið að ræða allgott skjól í stóru grónu jarðsigi með fyrirhleðslum.

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði, Ari Gíslason.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði, Gísli Sigurðsson.

Óttarsstaðaborgin

Óttarsstaðaborgin.

Krýsuvík

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar 10. des. 1949 er m.a. fjallað um fyrirhugaða mjólkurframleiðslu í Krýsuvík sem og byggingu fjóssins norðan Grænavatns:

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

„Ráðgert er að stofna til búreksturs til mjólkurframleiðslu í Krýsuvík með ca. 100 mjólkandi kúm, til að byrja með. Síðar verði kúnum fjölgað fljótlega upp í 300, og meira síðar. Með 300 kúm í Krýsuvík, og þeirri mjólkurframleiðslu, sem nú er í bænum og næsta nágrenni hans má gera ráð fyrir að hægt verið að fullnægja mjólkurþörf bæjarins fyrst um sinn. Væri með því stigið mikið heillaspor fyrir bæjarbúa, að geta ávallt fengið nýja mjólk og góða, í stað þeirra, sem nú er flutt hingað um langan veg og vægast sagt er misjöfn að gæðum.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Framkvæmdir þessar hófust árið 1946. Jarðræktarframkvæmdir hafa verið fólgnar í skurðgrefti til að þurrka landið. Land hefir einnig verið brotið til ræktunar svo tugum hektara skiptir. Tveir votheysturnar byggðir. Fjós er í byggingu og sömuleiðis íbúðarhús fyrir bústjóra. Keyptar hafa verið vélar til jarðrækar, flutninga o.fl. Það sem vantar fyrst og fremst er íbúðarhús fyrir starfsfólk, að fullgera fjós og bústjórahús og kaupa gripi.
Bústjórinn var ráðinn fyrir þrem árum, Jens Hólmgeirsson, og hefir hann undirbúið framkvæmdir og stjórnað þeim. Er ekki vafi á að þegar búið tekur til starfa verður það í fremstu röð hvað fyrirkomulag og tækni snertir.

Krýsuvík

Krýsuvík 1962- fjósið (HH).

Kostnaður við framkvæmdir allar snertandi kúabúið, mun nú vera orðinn um 1 millj. kr., ræktunarkostnaður, byggingakostnaður og vélakaup, en þar af hafa vélar verið keyptar fyrir um 300 þús. kr. Bæjarútgerðin hefir greitt allan þenna kostnað.”
Eins og kunnugt er varð aldrei af búrekstrinum í Krýsuvík. Bæði var það vegna þess að andstæð stjórnmálaöfl voru á móti honum og auk þess voru sett lög er skilyrti gerilseyðingu mjólkur til handa tilteknum leyfishöfum. Þar með varð framtíð kúabúsins í Krýsuvík dæmt til að mistakast. Fjósið hefur verið notað undir fé, svín og sem leiksvæði Vinnuskólabarnanna í Krýsuvík á sjöunda áratug 20. aldar.
Fallin fjósbyggingin og súrheysturnarnir standa nú eftir sem minnismerki um háleita drauma og stjórnmálaleg umskipti.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar 10. des. 1949.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Óttarsstaðir.

FERLIR ákvað að skoða og ganga eftir landamerkja- og örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði og Straum því þegar hvorutveggja eru lesnar virðast þær einfaldlega ekki ganga upp.
Ottarsstadir-522Í ljós kom að svonefndri „Markhellu“ í svonefndum „Markhelluhól“ virðist stórlega ofaukið, en í dag miðast samt sem áður bæði landamerki framangreindra jarða sem og bæjarmörk Grindavíkur, Vatnsleysustrandar og Hafnarfjarðar í dag. Niðurstaðan varð sú að einhver eða einhverjir hafi gert sér það dundur um miðja síðustu öld að færa mörkin til suðausturs um ca. 600 metra með því að krota þar á slétta klöpp í hól stafi þriggja jarða. Um er að ræða vott um eitt fyrsta veggjarkrot hér á landi. Viðkomandi gleymdi/u hins vegar einni jörðinni er þar ætti að mæta klöppinni þeirri arna; Straumi.
Hverfum til baka að upphafinu, þ.e. örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði: „Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots byrja rjett fyrir ofan sjávarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á: Ótta. Lón .
Ottarsstadir-523– Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.“ „Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið-Krossstapa, frá Mið-Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól. Frá Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, frá Búðarvatnsstæði i Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krýsuvík; í hann er klappað: Ótta., Hvass., Krv.-“
„Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra-Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu , frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krísuvíkurlandi.“
Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar.
Frá Spóa hlykkjar Skógargatan sig eftir lægðum upp að Reykjanesbraut og suður fyrir hana.
Ottarsstadir-524Austan við Rauðamel stóra er Gvendarbrunnshæð og þar um liggur landamerkjalínan í Gvendarbrunn, sem er stór hola í klöpp við elzta veginn. Í Gvendarbrunnshæð vestanverðri er fjárhellir, kallaður Gvendarbrunnshellir.
Seljahraun er lágt brunahraun upp af Gvendarbrunns-hæðinni. Þar var mikið bláberjalyng og var mikið farið þangað til berja í gamla daga. Landamerkjalínan lá frá Gvendarbrunni suður yfir Seljahraun og þaðan upp í Mjósundavörðu.
Landamerkjalínan liggur suður og upp úr Mjósundavörðu, yfir hraunflatneskju, sem nefnd er Flatahraun. Þar vestarlega er smájarðfall, grasi gróið. Eru þar tvö op nær samliggjandi. Ekkert vatn er þarna nema í frostum. Upp frá hraunbreiðu þessari eru brekkur, sem nefnast Bringur. Neðst í þeim er lítill klapparhóll, sprunginn, nefndur Steinhúsið. Efst í Bringum er Markaklettur (nefndur Klofaklettur í landamerkjalýsingu). Á hann eru klappaðir stafirnir Ótta., Str. Landamörkin liggja þar um og upp í Eyjólfshól. Á honum er varða, sem kallast Eyjólfshólsvarða, en kringum hólinn eru mosahæðir, sem nefnast Mosar. Línan liggur áfram suður í Markastein.
Ottarsstadir-525Mosar eru kallaðir í hrauninu rétt sunnan gjárinnar [Sauðabrekkugjár].. Krýsuvíkurmörkin liggja yfir þá. Aðeins sunnan við gjána og vestan við Stóru-Sauðabrekku eru Sauðabrekkuskjól við Sauðabrekkuhella. Þaðan er stutt vestur í Markhelluhól. Í honum er klöpp, sem nefnist Markhella, og eru klappaðir i hana stafirnir Ótta., Hvass., Krv. Er þetta hornmark á milli Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur.
Úr Markhelluhól liggur merkjalínan um vestasta hluta Sauðabrekkugjár, en þá um Búðarvatnsstæði, og skiptist það jafnt milli Óttarsstaða og Hvassahrauns.“
Skoðum þá lýsingar af Straumslandi: „Landamerki milli Straums og Óttarstaða byrja við sjó á Vatnaskersklöpp, yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra-Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu, frá Mjósundavörðu í Klofaklett suður og upp af Steinhúsi.

Ottarsstadir-526

Á Klofaklett er klappað: „Ótta.“, „Str.“ og varða hlaðin hjá. – Frá Klofakletti í Markastein,  suður og upp af Eyjólfshól; á þennan Markastein er klappað: „Ótta.“, „Str.“. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.
Vatnsskersklöpp). Á skerinu voru landamerki milli Straums að austan og Óttarsstaða að vestan. Héðan lágu landamerkin upp í svonefndan Markhól, sem stóð í Jónsbúðartjörn.
Landamerkjalínan lá úr Skiphól suður í Nónhól eða Stóra-Nónhól. Nónhóll hefur e.t.v. verið eyktamark frá Straumi. Héðan liggur línan í Gvendarbrunnshæð og í Gvendarbrunn, sem er fram undan hæðinni.
Úr Gvendarbrunnshæð lá landamerkjalínan suður í svokölluð Mjósund, sem var á hraunbrún sunnan við Seljahraun. Þar hafði verið Mjósundavarða allt þangað til gaddavírsgirðingar voru lagðar um Hraunin, þá var hún rifin. 

Ottarsstadir-527

Landamerkjalínan liggur svo áfram suður og upp í Bringur suðvestur af Gömluþúfu og áfram í margklofinn klett, sem nefnist Klofaklettur. Þar er Markahella, sem á er letrað ÓTTA STR. En á klettinum eru þrjár vörður. Suður frá klettinum liggur línan á svonefndan Eyjólfshól upp af Gömluþúfu. Þar á er Eyjólfshólsvarða. Hér í kring eru Eyólfsbalar. G.S. segir, að sumir nefni þá Eyjólfsdali, en það er rangt. Héðan liggur svo línan suður í Markastein.“
Við skoðun á framangreindum örnefnum var hægt að staðsetja þau öll skv. lýsingum, ekki síst vegna þess að girðing hafði verið reist mjög nálægt landamerkjum Straums og Óttarsstaða um miðja 20. öld, allt frá Vatnaskersklöpp upp fyrir Steinhús miðja vegu að Klofakletti. Girðingin er nú fallinn, en enn má sjá leifar straura og gaddavírs, auk undirhleðslu.

Ottarsstadir-528

Á engum framangreindra staða var að sjá að klappað hefði verið í hraunhelluna. Vörður voru á þeim öllum. Margar fleiri vörður voru í línunni og virðist sem einhver eða einhverjir hafi gengið aftir landamerkjunum og hlaðið litlar vörður á sjónhendingum.
Þegar gömul landakort, allt frá 1908 til 1960, eru skoðuð er augljóst að þeim ber alls ekki saman um meginstaðsetningu landamerkjanna í suðri, þ.e. við „Markhelluhól“. Á eldri kortunum liggur línan beint í Búðarvatnsstæðið, enda er örnefnið Markhelluhóll beint suðvestan við það. Á hólnum er mosagróin varða. Gamlar girðingar, þversum og langsum liggja út frá hólnum í allar áttir. Skammt innan við Markhelluhólinn rís stór hella upp úr mosavöxnu apalhrauninu. Skammt vestan við hana er varða. Með góðum hug má lesa óljóst letur á hellunni.
Hellan sú er í seinni tíð hefur verið nefnd „Markhella“ á „Markhelluhól“ er, sem fyrr sagði u.þ.b. 600 metrum suðaustar en Markhelluhóllinn við Búðarvatnsstæðið. Lítil varða trjónir efst á hraunbólunni. Á slétta norðurhlið bólunnar hefur verið krotað með járnegg framangreindar áletranir (Otta-Krv-Hvassa). Áletrunin virðist nýleg, ekki síst ef stafagerðin og skýrleikin eru metin. Þarna virðist einhver eða einhverjir hafa gert sér að leik að „krota“ á klett, en gleymt einu þeirra er rétt hefði þar að merkjast, þ.e. Straumi, er mæta hefði átt þar Óttarsstaðalandi á endimörkum í suðri.
Ljóst má telja, af framangreindu, að landamerki Krýsuvíkur ættu að færast til norðurs sem munar ca. 600 metrum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Straum – Gísli Sigurðsson.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði – Gísli Sigurðsson.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel.

Lónakot

Gengið var til norðurs á ská niður hraunið frá gatnamótum Lónakotsafleggjara við Reykjanesbraut. Eftir stutta göngu var komið í hraunlægð á milli hóla skammt norðan við landamarkagirðingu Óttarsstaða. Þar suður undir þeim, suðsuðaustan Sjónarhóls, var hlaðið myndarlegt fjárskjól, gjarnan nefnt Óttarsstaðahellir, en í örnefnalýsingu er það nefnt Sjónarhólsskjól. Stígur liggur frá því til norðurs í átt að Óttarsstöðum.

Lónakot

Tóftir Lónakotsbæjarins.

Haldið var áfram suðvestur hraunið að Lónakoti. Komið var að suðurgarðinum og inn fyrir gerðið. Inni í því er heillegt tótt af húsi. Búið var í Lónakoti framundir 1930, en eftir það var byggt þar myndalegt sumarhús, sem nú er fallið. Lónin voru yfirfull vegna háflæðis. Ferskvatn var efst í lónunum. Gengið var framhjá hlöðnum nátthaga og áfram yfir túngarðinn að Lónakotsbæjarstæðinu. Austan þess mátti sjá Krumma, klofinn hraunhól, en lónið sunnan undir bænum, þar sem brunnurinn er. Var það svo yfirfullt að hvergi sást í skeljasandsstrandmyndina undan bænum. Tóttir fjóss mátti greina norðar í túninu og sauðakofa norðaustan á því. Víða eru þarna garðar og tóttir.
Gengið var vestur með ströndinni, framhjá hlöðnu gerði eða rétt og áfram yfir hraunhaft. Áður en gengið er upp hraunhaftið mátti sjá greinilegan flóraðan veg og annan hluta þess vestan við haftið. Þarna eru garðar og gerði, tóttir o.fl. í fögru umhverfi. Sækindin var þarna á beit við tjörn skammt vestar, en þegar hún varð mannaferða vör, tók hún strikið í átt að hafinu og hvarf sjónum enn á ný.

Lónakot

Lónakotsbærinn.

Gengið var spölkorn lengra til vesturs og var þá komið inn í fallega hrauntjörn, Dulu, með skjól á allar hliðar. Innan um hraunklettanna var tendraður varðeldur og var síðan sest við guðsveigainnlegg um stund, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sólin skein frá hafi og lognið speglaðist í tjörninni.
Loks var haldið suðaustur upp hraunið með viðkomu í Lónakotsfjárhelli. Norðan hans er Réttartangi eða Réttarklettar. Umhverfis þá eru garðhleðslur, hlaðinn stekkur eða rétt og tóftir undir klettum. Talið er að annað hvort hafi svæðið verið nýtt sem heimaselstaða frá Lónakoti eða hreinlega að gamli Lónakotsbærinn hafi staðið þarna, en verið færður fyrir nokkrum öldum vegna ágangs sjávar. Þá er og hermt að bærinn hafi heitið Svínakot.
Þegar gengið hafði verið enn lengra upp hraunið var komið að tveimur fyrirhleðslum undir gjávegg á mót suðaustri. Frá hólnum mátti sjá roðagyllta sólina setjast á sléttan hafflötinn. Útsýnið var eins og að horfa á málverk skapandi listamanns.
Frábært veður. Gangan 1. klst. og 11. mín.

Lónakot

Lónakot – sjóhús.

Arnarfell

Starfsmaður hjá kvikmyndafyrirtækinu Truenorth, sem þessa dagana er að aðstoða bandaríska aðila við undirbúning á kvikmyndinni Flags of our Fathers, bauðst til að hitta FERLIRsfélaga við Arnarfell, en eins og kunnugt er munu tökur á kvikmyndinni fara fram þar og í Stóru Sandvík við Hafnir.
Starfsmaðurinn kvaðst hafa verið að fylgjast með greinum í blöðum síðustu dagana vegna kvikmyndatökunnar í Arnarfellinu og virtist honum sem þar væri nokkur misskilningur á ferðinni um raunverulegt umfang verksins og þá helst þeim hluta sem fer fram við Arnarfell.
Við Arnarfell var dregin fram loftmynd af svæðinu þar sem fyrirhuguð veglína og athafnasvæði voru merkt inn á. Starfsmaðurinn sagði töluverðar breytingar hafa verið gerðar frá fyrstu áætlunum. Þá hefði verið fyrirhugað að gera veg til austurs með Arnarfelli frá Ísólfsskálavegi, á móts við athafnasvæði skátanna, en þá var yfir nokkrar fornleifar að fara. Nú væri hins vegar ætlunin að gera vegspotta að norðaustanverðu Arnarfelli frá Herdísarvíkurvegi. Hann á að liggja um gróðurlitlar lænur í landslaginu og enda við lítið athafnasvæði við fellið. Jarðvegsdúkur verður settur yfir jarðveginn og á hann lagður sandur. Hvorutveggja væri hægt að fjarlægja að loknum kvikmyndatökum, en ef vilji Hafnarfjarðarbæjar stendur til að hafa veginn áfram sem og athafnasvæðið undir fellinu þá stendur það til boða. Ljóst væri að aðkoma að Arnarfelli verður mun betri á eftir.

Arnarfell

Byssubyrgi í Arnarfelli.

Til stóð að grafa sprengigíga við og í fellið, en nú hefur verið horfið frá því. Þeir verða grafnir í Stóru-Sandvík, en alls ekki í þeim stærðarhlutföllum sem lýst hefur verið. Við Arnarfell verður litlum gígum komið fyrir með gervisprengjum. Skotsprengjum verður komið fyrir víða, en þær ættu ekki að skilja eftir sig sár, sem ekki verður hægt að laga. Skotbyrgi úr spónarplötum verða byggð í fjallshlíðina, en þau verða öll fjarlægð. Svíða á gróðurtorfur í hlíðinni með gasloga, en það verður gert eftir leiðbeiningum Landgræðslunnar. Sáð verður í sárin og áburður borinn á. Gróðurinn ætti að geta jafnað sig á nokkrum árum. Reynt verður að valda eins litlu raski og mögulegt er og allt fært í samt lag aftur að athöfnum loknum.
Fáninn frægi (Flags of our Fathers) verður reistur við Eiríksvörðuna, en allur myndbúnaður verður fluttur á fellið með þyrlu. Til stendur að nota eitthvað suðurhlíðina, en þó óverulega.
Breyttar áherslur eru frá því sem var. Stórvirk tól verður ekki ekið um svæðið, heldur munu einhver standa kyrr undir fellinu á meðan á tökum stendur. Umferð starfsfólks (um 500 manns) mun verða takmörkuð við fellið, enda á engin að koma inn á myndasvæðið nema þeir, sem þangað eiga erindi í hvert sinn.
Ljóst er að athafnsvæðið er nú utan seilingar fornleifa, nema kannski gömlu þjóðleiðarinnar, sem farið var yfir með jarðýtu fyrir mistök. Sú fornleif, sem næst er, er skjól undir stórum steini, beint undir Stínuskúta. Hvorutveggja staðurinn ættu að vera utan látamarka.
Upptökur við Arnarfell munu líklega fara fram 24. – 29. ágúst n.k., en mun lengur í Stóru-Sandvík. Á meðan á upptökum stendur mun umferð um svæðið verða takmörkuð. FERLIR verður að sjálfsögðu velkominn í kurteisiheimsókn. Starfsmaðurinn sagðist hafa góðan skilning á mikilvægi þess að rödd almennings heyrðist þegar efasemdir kæmu upp um að rétt væri að málum staðið. Kvikmyndafélaginu væri hins vegar í mun að ganga þannig frá svæðum, sem það notaði, að sómi væri að.

Arnarfell

Virki í Arnarfelli.

Fram kom að aðallega þrjár ástæður athugasemda vegna kvikmyndatökunnar hafa verið tilgreindar; í fyrsta lagi vegna sögu og arfleiðar svæðisins, í öðru lagi vegna gróðurfars og mögulegra skemmda og í þriðja lagi vegna hugsanlegra röskunar fornleifa, sem tilheyra heildstæðum búsetuminjum Krýsuvíkurbæjanna og fólksins, sem þar bjó um aldir.
Sóknarprestur Hafnfirðinga vísiteraði Krýsuvík meðan á heimsókninni stóð. Var honum greinilega mikið í mun að svæðinu yrði sýnd sú virðing, sem því ber. Áhuga- og afskiptaleysi þeirra, sem ættu bæði að hafa vit og þor, væri í rauninni sorglegur vitnisburður um slæmt viðhorf til arfleifðarinnar. Tilfinningahliðin virðist sýnileg, en sjaldnast tiltekjanleg.

Arnarfell

Búðir við Arnarfell.

Það kom fram hjá starfsmanni kvikmyndaaðstoðarfyrirtækisins að öryggisverðir hafa verið beðnir um að amast ekki við áhugasömu göngufólki um svæðið. Kamranir munu verða þeirra meginverkefni. Hins vegar mun umferð þess verða takmörkuð á meðan á upptökum stendur, sem fyrr segir.
Þá kom fram í samtalinu að bæjarstjóri Grindvíkinga hafði boðið kvikmyndafyrirtækinu aðstöðu í einhverju Grindavíkurfellinu ef það þyrfti að hverfa frá Arnarfellinu af einhverjum orsökum. Þá er og hugmyndin að nýta Hesthelli við Grindavík, en hann er í óskiptu landi Þórkötlustaðahverfisbæjanna. Landeigendafélagið mun væntanlega skoða það.
Einn FERLIRsfélaganna hefur fengið svar bæjarstjóra Hafnfirðinga vegna athugasemda hans um að rétt hafi verið að málum staðið við afgreiðslu málsins. Í svarinu kemur m.a. fram að „umferð um beitarhólfið er óheimil skv. 1. tl. auglýsingarinnar um fólkvanginn“. Bæjarstjórinn virðist gleyma sér í hinum pólitíska orðaleik í stað þess að útskýra bara hvaða heimildir hann hafði og hvar þær er að finna. Allir aðrir vita að umferð um fólkvanginn og þar með talið beitarhólfið er opin bæði gangandi og akandi umferð. Þjóðvegur liggur um það og á honum er rimlahlið til að auðvelda aðgengið. Þá vita líka margir hvernig bæjarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra tiltekins stjórnmálaflokks færði Hafnfirðingum Krýsuvíkursvæðið, sneið úr lögsögu Grindvíkinga, á slilfurfati. Það má heita pólitískur gjörningur, sem enginn myndi komast upp með í dag, um 50 árum síðar. Bæjarfulltrúar Hafnfirðinga ættu að hugsa um það í fullri alvöru hvort þeir ættu ekki að afhenda Grindvíkingum
Krýsuvíkursvæðið á nýjan leik.
Umhverfi Arnarfells er stórbrotið, fyrir þá sem hafa auga fyrir slíku (sjá myndir).
FERLIR þakkar framangreindum starfsmanni Truenorth fyrir upplýsingarnar og kynninguna, en þar eru gleggri en nokkur nefnd eða opinber stofnun hefur látið frá sér fara um málið fram að þessu.
Þá vonar FERLIR þess að leikstjórinn, Eastwood, eigi ánægjulega og eftirminnilega daga á Reykjanesskaganum meðan á upptökum stendur.
Frábært veður.

Arnarfell

Sprengigígur við Arnarfell.

Gestsstaðir

Gengið var frá Sveinsstofu (-safni) við Gestsstaðavatn um Sveiflu og upp undir Hettu, þaðan niður Hettustíg inn á Bleikingsvelli innan Vigdísarvalla og um Drumbsstíg yfir sunnanverðan Sveifluháls að Gestsstöðum, tóftum elsta bæjar Krýsuvíkur að talið er.
HnakkurHnakkur blasti við norðan Hettu. Hann er að kortum nefndur Hattur, en sá mun vera þarna næst norðar (þar sem sér best niður á Seltúnið). Sveiflan mun heita dalskorningur suðaustan Hettu. Um hann rennur lækur, heitur efst, en smákólnar eftir því sem neðar dregur. Sveinar í Vinnuskólanum í Krýsuvík stífluðu lækinn fyrst árið 1962 og reistu kofaborg í neðanverðum dalnum og ári síðar byggðu þeir varanlegri stíflu á læknum (neðan við núverandi gróðurhús) og gerðu þar volga sundlaug. Áður höfðu þeir gert sundlaug sunnan undir Bleikhól, en þar eru heitar uppsprettur á annars gróðursnauðum sandinum. Allar þessar heitavatnsuppsprettur hafa kólnað umtalsvert á s.l. aldarfjórðungi. Löngu seinna taldi göngumaður á ferð um svæðið sig hafa fundið þar fornminjar, en við athugun kom í ljós að þar var um umrædda sundlaugagerð að ræða frá því um 1960. Enn má sjá leifar mannvirkisins á sandinum.
Þegar komið var upp í Hettu gafst hið ágætasta útsýni yfir Krýsuvíkursvæðið; Gestsstaðavatn, Grænavatn, Bæjarfell, Arnarfell, Geitafell (Æsubúðir) og allt niður að Selöldu. Litbrigði jarðvegsins eru þarna ólík öðrum stöðum, enda um virkt háhitasvæði að ræða.
járnbrautarlestin Sunnan við Hettu (379 m.y.s.) er ílangt móbergshæð. Vinnuskólastrákarnir kölluðu hana jafnan „Járnbrautarlestina“ því hún er ekki ólík lest að sjá þar sem hún kemur út úr henni að norðanverðu. Þegar upp er komið er hægt að velja um tvær leiðir; annars vegar til vesturs norðan Járnbrautarlestarinnar og hins vegar til vesturs sunnan hennar. Í fyrrnefnda tilvikinu er komið inn á Hettustíg, götu áleiðis niður að Vigdísarvöllum. Í síðarnefnda tilvikinu er farið yfir litbrigðafagra hlíð þa sem útsýni yfir að Vigdísarvöllum birtist í allri sinni dýrð.´
Síðarnefnda leiðin var valin að þessu sinni. Haldið var niður með hlíðinni og inn á Hettustíg. Hann sést vel á köflum þar sem hann er markaður í móbergsbrúnir. Þegar komið var niður í Bleikingsdal var vesturhlíð Sveifluhálsins (Austurhálsins) fylgt til suðurs. Áður hafði uppspretta lækjar þess er rennur niður um Ögmundarhraun og reynir nú eftir bestu getu að hlaða undir sig jarðvegi úr hlíðunum til að komast til sjávar, opinberast. Í Krýsuvík var fjöldi íbúa og býla stöðugur fram undir 1825, en eftir það fór ásókn í nýbýli að aukast í sókninni. Til að byrja með voru stofnuð nýbýli undir Bæjarfelli, þ.e. Garðshorn og Lækur. Landrými var hins vegar takmarkað og voru þrjú Gestsstaðirnýbýli stofnuð fjarri Bæjarfelli á árunum 1830-1850. Vigdísarvellir og Bali á svokölluðum Vigdísarvöllum og Fitjar undir fellinu Strákum suður undir sjó. Fólksfjöldinn í sókninni jókst stöðugt og varð mestur á 6. áratug 19. aldar þegar rúmlega 70 manns byggðu sóknina. Á þeim árum byggðust kotin Arnarfell, Snorrakot og Hnaus, sem voru í byggð einujngis í skamman tíma.
Eftir 1865 fór svo að halla undan fæti fyrir byggðinni. Fólkinu fækkaði um leið og býlin lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Eftir aldarmótin voru íbúarnir orðnir færri en í byrjun 18. aldar og einungis 3 bæir í byggð. Litli Nýibær og Vigdísarvellir lögðust í eyði eftir jarðskjálfta 1905.
Gengið var inn á svonefndan Drumbsstíg austur yfir hálsinn til Krýsuvíkurtorfunnar. Efst í brúninni er drykkjarsteinn. Um er að ræða þægilega leið um fallegt umhverfi. Þegar komið var að austurbrúnum Austurshálsar var stefnan tekin til norðurs. Stígur liggur með móbergshlíðinni. Upp í einni gróðurkvosinni má sjá tóftir. Leifar hinna fornu Gestsstaða (sem nú eru friðlýstir) sjást að handan. Tóftirnar í hlíðinni eru að öllum líkindum hluti megintóftanna og ættu því að njóta friðlýsingar að sama skapi. Reyndar njóta þær hennar skv. Þjóðminjalögum því þar eru allra minjar eldri en 100 ára friðaðar.
TóftEkki er vitað til þess að fornleifauppgröftur hafi farið fram á að Gestsstöðum í Krýsuvík, en eflaust kemur að því. Guðrún Gísladóttir segir í skýrslu sinni um „Gróður ofl. í Reykjanesfólkvangi“ að gera ætti upp allar sýnilegar rústir á svæðinu. Taka má undir orð hennar að hluta því nauðsynlegt er að endurgera a.m.k. eitt sel og eina verbúð á svæðinu.
Getsstaðatóftirnar sunnan undir brúnum Gestsstaðavatns (sem nú hýsir starfsemi Krýsuvíkursamtakanna) sjást vel frá hálsinum. Vestar er stór ílöng megintóft, en austar tóftaþyrping.
Í Gestsstaðavatni er silungur. Vatnið var vatnsforðabúr Vinnuskólans á sínum tíma. Austar er Grænavatn, alldjúpur sprengigígur. Gestsstaðavatnsgígurinn hefur jafnan verið nefndur „hinn mildi“ á meðan Grænavatnsgígurinn hefur fengið nafnbótina „hinn hvassi“. Nafngiftin er fengin af brúnum þeirra.
Austanverðum hálsinum var fylgt uns haldið var niður að Sveinssafni – að upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 31 mín.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Tvíbollahraun

Um kl. 15:00 í dag (22.07.2009) var tilkynnt um reyk í hrauninu milli Valahnúka og Helgafells. Slökkviliðsmenn frá SHS komu á vettvang á sexhjóli skömmu síðar. FERLIR fór að sjálfsögðu fótgangandi á vettvang. Þegar á tilkynntan stað var komið varð ljóst að mikinn reyk lagði upp úr hrauninu ofan við Kaplatóur.
Gert klártEldurinn var í jaðri Tvíbollahrauns, sunnan gömlu Selvogsgötunnar, milli Kaplatóa og Strandartorfa. Af ummerkjum að dæma virðist sem göngufólk á leið um Selvogsgötu skömmu eftir hádegi þennan dag hefði sest niður í skjólinu undir jaðri hraunsins, hvílt sig, etið m.a. epli og appelsínubát og síðan kveikt í vindlingi – áður en það hélt ferðinni áfram. Glóðin úr reyktum vindlingnum gæti óafvitandi hafa kveikt eldinn í skrjáfþurru lynginu og mosatóunum með tilheyrandi afleiðingum.
Við fyrstu sýn var að sjá sem óvinnandi vegur væri að slökkva elda og glóðir í skrjáfþurrum mosanum. Þegar reynt var að drepa í á einum stað kom sjálkrafa upp eldur á öðrum skammt frá. Hraunið sjálft er þarna úfið apalhraun og því varla á færi færustu manna að slökkva slíkan eld á þeim staðnum. Allt stefndi í að mosahraunið, eða öllu heldur mosahraunin, norðan Bláfjallavegar og austan Helgafells myndu brenna öðru sinni. Fyrra sinnið var um 980 er Tvíbollahraunið upphaflega rann. Undir því er Þríhnúkahraun, norðaustar Húsfellsbruni og suðvestar Stórubollahraun og Hellnahraun; allt mikil mosahraun. Svæðið sem heild er líka sérstaklega viðkvæmt því um vatnsverndarsvæði Hafnfirðinga er að ræða.
BrunasvæðiðÍ frétt mbl.is frá því í marsmánuði mátti lesa eftirfarandi: „Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og yfirmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins æfðu viðbrögð við gróðureldum við Kleifarvatn í gær. Við æfingarnar notaði þyrlusveitin tvö þúsund lítra fötu til að dæla vatni upp úr Kleifarvatni. Fatan var keypt eftir gróðureldana miklu á Mýrum árið 2006.“ (Sjá fréttina.)
Þarna var komin lausin að vandanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kvödd til með fyrrgreindan búnað, vatn sótt í Hvaleyrarvatn og hellt yfir eldsvæðið, aftur og aftur. Eftir u.þ.b. 20 ferðir með vatn mátti lesa eftirfarandi á mbl.is: „Slökkvistarf stendur enn yfir þar sem eldur kviknaði í mosa og öðrum gróðri í hrauni á milli Helgafells og Valahnjúka við Kaldársel í nágrenni Hafnarfjarðar um klukkan hálf þrjú í dag.
SlökkvistarfiðSamkvæmt upplýsingum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gengur slökkvistarf nú betur en það gerði fyrr í dag. Alltaf er þó erfitt að slökkva í mosa og þurfa slökkviliðsmenn að nota skóflur til að grafa upp mosann og komast að eldunum. Þá er erfitt að komast að svæðinu þar sem það er fjarri vegum og erfitt yfirferðar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur því verið notuð til að flytja vatn til slökkvistarfsins í dag. Hún hefur nú flogið tugi ferða með vatn á svæðið og m.a. hellt vatni yfir kanta þess.
Heldur hefur dregið úr eldinum en þó er gert ráð fyrir að slökkvistarf standi fram eftir nóttu og að eftirlit verði á svæðinu í nótt.“ Með fréttinni fylgdi að sjálfsögðu mynd frá FERLIR.
GlóðEftir að hafa verið um stund á staðnum, rætt við slökkviliðsmenn og fylgst með vatnsdreifingu þyrlumanna má segja að þar hafi æðrulausir fagmenn verið að verki. Byrjað var á því að slökkva elda upp í vindáttina (að norðanverðu), síðan hugað að jöðrunum beggja vegna og loks lokað fyrir frekari útbreiðslu eldsins til suðurs. Allt tók þetta tíma. Slökkviliðsmenn á jörðu niðri leiðbeindu flugmönnum þyrlunnar inn á svæðið. Í fyrstu virtust aðfarirnar ómarkvissar, en þegar á leið reyndust þær mjög fagmannlegar. Til að mynda var þyrlunni flogið inn yfir svæðið og vatninu sleppt úr skjóðunni á þarflegustu staðina, staðnæmst, bakkað og 2000 lítrarnir þannig nýttir til hins ítrasta. Segja má að eldurinn á svæðinu hafi þannig orðið bæði hin ágætasta æfing við erfitt slökkvistarf við tilætlaðar aðstæður og auk þess má segja að án notkunar þyrlunnar og tilheyrandi búnaðar hefði slökkvistarf þarna verið næsta vonlaust.
SlökkvistarfiðÍ stað þess að allt mosahraunið (eða öll) hafi brunnið þarna á þessum tíma brann einungs svæði sem nam ca. 15×30 metrar – og verður það að teljast lítið við framangreindar aðstæður, þökk sé ágætum slökkviliðs- og þyrluflugmönnum sem og tilheyrandi búnaði.
Undir kvöld birtist eftirfarandi frétt á www.visir.is: „Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barðist við töluverða gróðurelda í mosa og lággróðri, í hrauni í nágrenni Hafnarfjarðar seinni part dags og fram á kvöld.
HvunndagshetjurRétt fyrir ellefu tókst endanlega að slökkva eldana en þyrla Landhelgisgæslunnar tók virkan þátt í slökkvistarfinu.
Slökkviliðsmaður, sem fréttastofa náði tali af, telur að þyrlan hafi í heildina farið um 50-60 ferðir á svæðið. Þyrlan fór með um tvö tonn af vatni í hverri ferð og jós hún því líklega á bilinu 100-120 tonnum af vatni yfir svæðið.
Í augnablikinu eru tveir slökkviliðsmenn sem vakta svæðið en ljóst þykir að töluverðar gróðurskemmdir hafi hlotist af eldinum, hve miklar er ekki ljóst á þessari stundu.
Ekki er vitað um ástæður eldsupptaka.“
Á mbl.is á sama tíma sagði: „
Slökkvistarfi þar sem eldur kviknaði í mosa og öðrum gróðri í hrauni á milli Helgafells og Valahnjúka við Kaldársel í nágrenni Hafnarfjarðar lauk á tólfta tímanum í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni en þyrla hennar var notuð til að slökkva eldinn.Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gekk slökkvistarf betur er líða tók á daginn. Alltaf er þó erfitt að slökkva í mosa og þurftu slökkviliðsmenn að nota skóflur til að grafa upp mosann og komast að eldunum. Þá var erfitt að komast að svæðinu þar sem það er fjarri vegum og erfitt yfirferðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var því verið notuð til að flytja vatn til slökkvistarfsins. Hún flaug tugi ferða með vatn á svæðið og hellti  m.a. vatni yfir kanta þess. Gert var ráð fyrir að eftirlit yrði á svæðinu í nótt.“ (Sjá fréttina HÉR.)
HÉR má sjá hvert þyrlan sótti vatnið.
Umfjöllun netmiðlanna er sett hér inn vegna þess að með því mun hún lifa þá til mun lengri tíma…

Heimild m.a.:
-mbl.is 17.04.2009.
-mbl.is 22.07.2009.
-visir.is 22.07.2009.

Tvíbollahraun

Tvíbollahraun.

Básendar

Í Fornbréfasafninu, 287 og síðar, er m.a. fjallað um Grindavíkurstríðið 1532, aðdraganda og eftirmála:
287 – [Um 4. apríl 1532] – [Básendum]

Basendar-222

Básendar.

„Afrit af sættargerð milli Ludkens Schmidts og manna hans annars vegar og Roberts Leggde, Thomasar Hirlacks, Harije Fijtzerths og Bartrams Farors hins vegar. Þeir síðarnefndu koma til hafnar að Básendum á páskadag (þann 31. mars 1532), þar sem L. Sm. liggur fyrir, og spyrja hann, hvort hann muni þola þeim hafnarvist. Þeir fá það svar, að þeim sé óheimilt að koma inn í höfnina, sökum þess að L. Sm. hafi tilkynnt Hinriki nokkrum Berndes að hann mundi halda höfninni honum til handa. Þá fær Robert Legghe John Willers í lið með sér og freista þeir á miðvikudagsmorgun eftir páska (þann 3. apríl) að komast inn á höfnina með valdi, lögðu aftan og framan við skip L. Sm. og skutu og slógu hann og menn hans eftir beztu getu. Árásin mistekst, og gáfu árásarmenn upp skip og góss til að bjarga lífi sínu…“.

288 – 16. maí 1532, bls. 539

Basendar-223

Básendar.

„Óstaðsett viðurkenning Roberts Legghe og félaga hans á því, að þeir hafi afhent í skip Ludtkyns Smuthe fjörutíu lestir samkvæmt gerðum samningi og skulu það með lausir allra mála út af atburðunum á Básendum.“

290 – 18. júlí 1532 [Reykjavík], bls. 541-542
„Tylftardómur útnefndur af Erlendi Þorvarðarsyni lögmanni til þess að dæma um líflát Jóns Breens og manna hans í Grindavík. – Þar er borið, að Jón Breen hafi tekið með ofbeldi í Grindavík (góss) frá Katli Jónssyni og Þorgrími Halldórssyni, bundið þá og pínt, en hótað Þórði Guðmundssyni að höggva af honum höfuðið, ef hann léti nokkurn fisk af hendi við aðra en Jón og menn hans; einnig hefði hann gripið fisk frá þýzkum kaupmönnum, 20 lestir eða meir; einnig hefði hann hindrað með valdi, aðrir menn flytti fisk sinni burt, og dæmist Jón Breen eftir lögbókarinnar hljóðan ránsmaður og fyllilega af lífi tekinn ásamt fylgjurum sínum, en skip hans og góss fallið undir konung og umboðsmann hans Diðrik frá Mynden. Einnig eiga þeir að dæma um skip og góss, sem rak á land við Básenda í bardaga milli Lutken (Smith) og Joen Wyler og dæmist það fallið undir konung, ásamt öðru, sem bréfið greinir.“

bls. 544-545

Gerdavellir-222

Virki Jóhanns breiða á Gerðavöllum.

Um þessa atburði er nokkrum sinnum getið í íslenzkum heimildum; elzt mun frásögn biskupasagna talin frá því um 1593 (SJ Biskupasögur Bókmenntafélagsins II. b. bls. 237 og 240), merkt a), en textinn tekinn eftir ritgerð Jóns Gissurarsonar; þá kemur frásögn Jóns Egilssonar í Biskupaannálum frá því um 1605 merkt b) og að lokum annálsgrein Björns Jónssonar á Skarðsá frá Ps um 1639, hér merkt c).

a) Á þeim tima lá skip í hverri höfn fyrir sunnan og sums staða ij: þýzkir víðast, utan í Grindavík lágu engelskir. Það bar eitt sinn til á dögum biskups Ögmundar, að engelskir lágu eitt ár í Grindavík á fimm skipum og voru ómildir við íslenzka, svo fólk gat ekki það liðið; réði fólk engu sínu og fékk ekkert fyrir sitt; voru, fyrir mönnum þeirra ij Jónar, kallaður Eldri-Bragur og Yngri-Bragur. Tóku íslenzkir sig þá saman og riðu til Bessastaða, kröfðu höfuðsmanninn, Didrech van Minden, liðveizlu móti slíkum í mennum. Varð hann vel við og sendi strax í alla kaupstaði, því íslenzkir hefðu ella látið illa að honum sjálfum, ef hann hefði ekki við orðið; skipaði hann þýzkum að finna sig við Þórðarfell sem er hjá Grindavík.

Grindavikurhofn-222

Grindavík.

Komu þeir saman að kveldi dags í tilsettan tíma, Lxxx menn annars hundraðs og gengu þaðan í Víkina fyrir sólaruppkomu; höfðu engelskir búizt við og gjört sér virki um torf og grjót, en þeir höfðu lítið gagn af því. Hlupu þeir í skip sín, sem það gátu, og sigldu út með iiij skipum, fimmta gátu þeir þýzku náð og drápu xviij engelska, en vij létu þeir lifa og pilt. Fylgdu þeir engelska skipinu til Bessastaða með þeim þýsku sem á það voru látnir, en eitt af hinum fjórum forgekk í Víkinni strax í útsiglingunni, og sökk það þar strax, svo ekki neitt náðist af því.
Ritgjörð Jóns Gissurarsonar, Safn til sögu Íslands, I. b. bls.658, Biskupasögur gefnar út af Hinu ísl. bókmenntafélagi, II. b. Khöfn 1878, bls. 238—’39.
b) Á dögum biskups Ögmundar slógust þeir þýzkir og engelskir í Grindavík og unnu þeir þýzku, því hinir voru ekki við búnir og þýskir villtu fyrir þeim daginn og komu á þá óvart drukkna; þar féllu 14 engelskir, og hét sá Ríki-Bragi, sem fyrir þeim var. Þeir voru dysjaðir í virkinu.
Biskupsannálar Jóns Egilssonar, Safn til sögu Íslands, I. b. bls. 79.
c) Anno 1532. — Var hér á landi í Grindavík einn engelskur kaupmaður, hét Jóhann Breiði. Hann var missáttur við kóngsfóveta á Bessastöðum og vildi ekki gjalda honum toll, sem vera átti. Einninn kom misgreiningur í með þessum Jóhann og Hamborgurum, sem lágu til kaupskapar á Suðurnesjum, og keypti hann og hélt skreið nokkurri, er þeir áttu að hafa, og komu og komu orð með í hvorutveggjum um þessi efni. Gerði sagður Jóhann Breiði sér þá vígi eður virkisgarð skammt frá búðum á Járngerðarstöðum, sem enn sér merki, og gerði orð með spotti þeim Hamborgurum að sækja til sín skreiðina. Tóku þeir sig þá til hinir þýsku menn og Bessastaða fóveti og komu óvart um nótt upp í Grindavík, komust upp í virki Jóhanns og slógu hann til dauðs og alla hans menn, en tóku skip og góss og allt hvað þeir áttu. Þar sést kuml þeirra dysjar hjá virkisgarði.
Skarðsannáll, Annálar 1400—1800 I. b., bls. 92—93.)“

Gerdavellir-223

Fræðsluskilti um Grindavíkurstríðið á Gerðavöllum.

291 – 29. júlí 1532 [Lundúnum], bls. 545-546
Bréf öldurmanna kaupmannagildisins þýzka í Lundúnum (de Staalhof) til borgarstjóra og ráðs í Hamborg. Þeir segja, að á Síðasta ári hafi Englendingar kært fyrir Englandskonungi og ráði hans, að þýzkir sæfarar frá Hamborg og Brimum beittu sig ofbeldi á Íslandi, en af þeim sökum hafi þýskir kaupmenn í Englandi orðið fyrir óþægindum. Þeir fara þess á leit, að borgarstjórnin sjái til þess að Þjóðverjar, sem sigli til Íslands, ástundi friðsamleg samskipti við Englendinga. Nú segja þeir, að kæra hafi borist Englandskonungi á hendur Lutskenn Smith, William Kenet og Jóhanni Sowermer frá Biskups Lynn fyrir að hafa ráðist á skip frá Lynn, sært menn og drepið, rænt skipið, eyðilagt og sökkt því. Þeir senda Hamborgurum kæruskjal Englendinga og biðja þá að gera upptækt skip og góss L. Sm. og taka hann og menn hans höndum og senda Matthias van Emerszen, ritara sinn, til þess að fylgja fram máli sínu, auk annars sem bréfið greinir.“

Heimild;
Fornbréfasafn 287, bls. 537-546.

Skyggnisrétt

Skyggnisrétt á Gerðavöllum ofan Stóru-bótar.