Seltún undir Hveradal í Krýsuvík er einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.
Sveitarfélög og stjórn Reykjanesfólkvangs hafa lagt vinnu í að setja upp skilti gestum til fróðleiks, smíða göngupalla Slóðtil að minnka líkur á slysum á hverasvæðunum, lagfært bílastæðið, komið fyrir kömrum og komið fyrir aðvörunarskiltum til að auka enn á öryggið. Áður fyrr var lítill veitingastaður og sölubúð við Seltúnið, en þegar hverinn Víti sprakk fyrir nokkrum árum hvarf skúrinn, sem hýsti hvorutveggja, svo til alveg. Eftir það fór Víti snarminnkandi og er nú varla svipur hjá sjón.
Nýlega hafa svo einhverjir vanþakklátir vitleysingar komið þarna að, skemmt kamrana, rifið eitt aðvörunarskiltið við innganginn á pallana upp með steypurótum og dregið það yfir í Víti og haft fyrir því að drössla skiltinu í hverinn – til lítillar prýði á þessum fjölfarna ferðamannastað.
Seltún er í umdæmi Hafnarfjarðar svo það mun vera Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem mun væntanlega rannsaka málið og upplýsa hver eða hverjir voru þarna að verki. Þótt refsing liggi við slíkum eignarspjöllum er meira um vert að reyna að hafa uppi á vitleysingunum sem þarna voru að verki svo koma megi þeim til aðstoðar – því erfitt hljóta þeir að eiga innra með sér.

Seltún

Seltún.