Tag Archive for: Hafnarfjörður

Vesturengjar

Stefnan var tekin yfir Vesturengjar frá Seltúni í Krýsuvík og yfir á Austurengjar.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík segir m.a. um Engjarnar norðan og ofan við Krýsuvíkurbæina: „Austur og upp frá Stóra-Nýjabæ lá AusturengjahverAusturengjagatan meðfram Dýjakrókum og vestan til við Tindhólsgil um Tindhólsbrekku sunnan undir Tindhól móbergshól nokkrum strýtum. Héðan lá leiðin um Öldurnar sunnanhalt við Austurengjahver, Engjahver eða Nýjahver eins og hann var kallaður 1924, er hann kom upp eftir jarðskjálfta í Krýsuvík. Þá tóku við Austurengjarnar, sem munu hafa tilheyrt Nýjabæjunum að mestu eða öllu. Þar voru Nýjabæjarengjar; Þrætustykki. Kringlumýrar tvær; Kringlumýrin efri og Kringlumýrin neðri og þá Seljamýri. Suður frá Engjunum var Litla-Fell. Hveralækurinn eða Austurengjalækur rann norðan mýranna með Litla-Lambafelli og niður milli þess og Stóra-Lambafells um Grófirnar og nefndist þá Grófarlækur.
Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða Austurengjahver-2Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli þriggja tjarna lítilla, sem nefnast Augu. Þjóðvegurinn liggur nú milli tveggja. Hér litlu ofar og austar er komið að Grænavatni. Kring um það að norðan, vestan og sunnan eru Grænavatnsmelar. Að því liggja Grænavatnsbakkar klettastallar. Suður frá Grænavatni eru alldjúpir bollar, nefnast Stampar. Stóri Stampur og Litli Stampur grösugir og þar hafði fólk í Krýsuvíkurhverfi trú á að yxu lifgrös betri, en annarsstaðar. Á austurbakka Grænavatns er skarð, þar fellur inn lækur vatnslítill, nefnist Flóðalækur. Hann kemur úr Flóðunum, sem eru vestasti hluti Vesturengjasvæðisins, sem liggur milli Lambafellanna og Hálsins að norðan. Austasti hluti flóðanna nefnist Teitsflóð. Sunnan flóðanna upp undir holtinu og Lambafelli Litla voru engjasvæði, nefndust Teigarnir Álfsteigur neðri með holtinu, og Álfsteigur efri norðan í fellinu. Þá er Grófarteigur vestan Grófarlækjar.
En austan Grófarlækjar voru Gullteigur neðri og GuAusturengjahver-3llteigur efri og liggja vestan í Stóra-Lambafelli. En Grófarlækurinn fellur austur undir hlíðum fellsins. Af Grænavatnsmelnum liggur Vesturengjastígurinn upp nokkuð og austur. Þar er komið að svo kölluðum Vöðlum og lækur kemur ofan úr dölunum og nefnist Vaðlalækur og rennur niður í Flóðin. Þegar yfir Vaðlana kemur tekur við Vesturengjahæð með Vesturengjamóa eða Engjamóa og nær þetta svæði allt að Fúlapolli eða Leirpolli. Þá er komið í Seltún, Seltúnslækur skiptir Seltúni. Vestan við hann eru Seltúnsbörð. Á Seltúnslækjarbakka vestari stóð í eina tíð Námahúsið. Frá Fúlapolli rennur vatn lítill lækur, nefnist Svuntulækur. Neðarlega á engjunum tengist hann, rennur hann saman við Seltúnslæk. Myndast þarna engjateigur, sem nefnist Svunta. Neðan við þetta engjasvæði er Suðurkotsnes og Gvendarrimi. Austan við Seltúnslæk, sem einnig er kallaður Engjalækur, er Vesturengjalækur, er engi, er nefnist Flatengi og liggur niður með læknum. Þar neðst er svo Norðurkotsnes. Lengra niður með læknum er mikið land sem fer Vesturengjavegur -3 undir vatn þegar vex í Kleifarvatni, en kemur undan því er út fjarar, og var þarna oft gott slægjuland. Svæði þetta var nefnt Nýjaland. Að austan takmarkast það af Rifinu lágu sandrifi, sem þó fór ekki í kaf er flæddi. Við syðri hluta Rifsins var Refanes. Suður og upp frá Nýjalandi voru svo Hvammarnir, Stórihvammur með Laugina öðru nafni Hvammalaug og Hvammagil. Hér í hvamminum hafa skátar frá Hafnarfirði byggt sér Skátaskála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur. Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Selgil kemur ofan úr Selásum eða Selhæðum og Selgilslækur nefnist hann. Frá Stórahvammi liggur Hvammholt niður á Rifið.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Gísli Sigurðsson, örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Austurengjar

Straumsvík

Eftirfarandi ábending barst FERLIR um hugsanlegan helli undir hluta álversins í Straumsvík:

Straumsvík

Straumsvík.

„Hef verið að reyna að grafast fyrir um hellinn sem er undir Ísal í Hafnarfirði. Það voru upphaflega þrjú stór síló (þessi rauðu og hvítu) en eitt var fjarlægt. Það síló var ekki notað nema að hluta til því að þegar þeir voru að setja það upp kom í ljós að það er líklega stór hellir undir. Það var sett mikið magn af steypu og sandi inn en virkaði ekki neitt. Steypan sást, sögðu þeir sem unnu við það, fljótandi fyrir utan höfnina. Það var ekki gerð nein hola niður en borarnir og gatið var rétt nóg fyrir steypuna til að renna niður. Gatið sem var gert er á milli mötuneytisins og Kerfóðrunar.“ Skömmu síðar bárust svohljóðandi viðbótaruppýsingar um staðsetninguna: „Staðsetningin er líklega ekki nógu góð, en það sem ég vildi segja er að hellirinn er mötuneytismegin þ.e. syðstur af þeim sílóum.“
Samningar um byggingu álvers á Íslandi voru undirritaðir árið 1966, en viðræður milli svissneska fyrirtækisins Alusuisse og ríkisstjórnar Íslands höfðu þá staðið yfir í nokkur ár. Íslenska álfélagið hf. var stofnað og framkvæmdir hófust í Straumsvík. Þremur árum síðar hófst framleiðsla en verksmiðjan var formlega vígð í maí 1970.
Framleiðslugeta álversins var í upphafi um 33.000 tonn á ári í 120 kerum, en síðar var verkmiðjan stækkuð fjórum sinnum. Árið 1970 voru 40 ker til viðbótar tekin í rekstur, eftir að fyrsti kerskálinnn hafði verið lengdur, og 1972 var fyrri áfangi kerskála 2 tekinn í notkun. Síðari áfanginn (40 ker) var svo byggður nokkrum árum seinna og þar hófst framleiðsla árið 1980.

Straumsvík

Straumsvík.

Hrannari Péturssyni, upplýsingafulltrúa Alcan, var send framangreind lýsing með von um frekari upplýsingar, ef einhverjar væru. Hann svaraði: „Ég gat ekki fundið út úr þessu en mér dettur í hug að benda þér á Sveinbjörn Sigurðsson, tæknifræðing og fyrrverandi starfsmann, sem var um áratugaskeið ábyrgur fyrir ýmsum framkvæmdum og byggingum á svæðinu.“
Sveinbjörn sagðist aðspurður muna vel eftir þessu. „Eitt sílóið tók að halla um allt að 30 cm á 40 metrum (var 58 m hátt) svo sást móta fyrir krumpu í hlið þess. Þá voru gerðar rannsóknir á undirstöðunni. Í ljós kom að þar undir, eftir að borað hafði verið 8-9 metrar niður í hraunið, var stærðar gýmald, sennilega stór sjávarrhellir. Reynt var að aka dæla steypu stöðugt niður um holuna í tvo daga, en þá sáu menn hvar sjórinn utan við ströndina var orðinn litaður af steypunni. Þá var steypudælingunni hætt, en síðar ákveðið að rífa sílóið, enda ekki lengur þörf fyrir það vegna breyttrar vinnsluaðferðar. Utar er búið að bæta nokkru við ströndina, en ekki var gert nein tilraun til að stækka borgatið og kíkja niður í dýpið. Það er því í raun enn óljóst hvað er þarna undir.“
Sveinbjörn var einn helsti forvígsmaður að kaupum og endurbyggingu Gerðis, sem þá varð að aðstöðu fyrir starfsfólk álversins. Ísal keypti einnig Tjarnarkot, sem var þarna skammt vestar. Fróðleikur um Gerði mun birtast fljótlega á vefsíðunni.
Heimild m.a.:
-alcan.is – upphafið
-Sveinbjörn Sigurðsson.

Straumsvík

Straumsvík.

Kaldársel

Nokkrum sinnum hafa verið gerðar klaufalegar tilraunir til að fornleifaskrá svæðið í kringum Kaldársel, bæði af fornleifafræðingum og sagnfræðingum. Flestar þeirra eru því að mörgu leyti svolítið skondnar. Um Kaldársel og nágrenni er fjallað víðs vegar hér á vefsíðunni. Hér verður allra vitleysanna ekki getið; einungis rifjuð upp saga staðarins í stuttu máli:

KaldárselKaldársel er við Kaldá þar var selstaða frá prestsetrinu á Görðum og tilheyrði Garðakirkjulandi í Álftaneshreppi samkvæmt Jarðatali Johnsens 1847 og þar hefur jörðin jarðanúmerið 185.
Kaldársels er fyrst getið í árið 1703 í Jarðabók Árna og Páls, þá sem seli frá Görðum á Álftanesi. „Selstöðu á staðurinn þar sem heitir við Kaldá, þar eru bæði hagar og vatnsból gott.“ Kaldársel liggur 6-7 km suðaustur af þéttbýli Hafnarfjarðar. Staðurinn dregur nafn sitt af ánni sem Kaldá heitir, en bærinn stóð örfá metra frá ánni. Á svæðinu var mikill skógur sem áður fyrr var nýttur til kolagerðar og eldiviðar. Ekki er vitað hvenær landið komst í eigu Garðakirkju, en ljóst er að Garðaprestar höfðu þar í seli. Í ferðabók sinni segir Sveinn Pálsson frá seli sem Markús Magnússon prófastur á Görðum hefur 1791:

Þarna í grenndinni hefur Markús prófastur í seli og hyggst einnig héðan í frá að hafa allt fé sitt þar á vetrum og láta tvo menn gæta þess þar. Í þessu skyni hefur hann látið bera þar saman 100 hesta hey, sem slegið er þar efra, svo hægt sé að gefa fé, ef svo verður hart í ári, að tekur fyrir beit. Aukk þessa hefur þessi dugnaðar bóndi látið gera nokkrar fjárborgir úr grjóti þar í grennd. Þetta eru eins konar fjárhús, kringlótt og keilulaga og hlaðin þannig saman, að enginn spýta er í þeim. Hver þeirra rúmar um 50 fjár.“

Kaldársel

Fjárborg á Borgarstandi við Kaldársel – Daniel Bruun.

Má ætla að hér sé um lýsingu á Kaldárseli er að ræða. Lítið er vitað um Kaldársel frá því Sveinn Pálsson var þar á ferð í nóvember árið 1792 þar til árið 1842. Í lok 19. aldar nýttu Hvaleyrarbændur Kaldársel sem selstöðu og leigðu þá selstöðuna af Garðakirkju. Árið 1842 keypti Jón Hjörtson Hvaleyri og allar hjáleigur jarðarinnar. Jón og Þórunn Sigurðardóttir kona hans voru með selstöðu í Kaldárseli á þeim tíma er þau bjuggu á Hvaleyri. Jón og Þórunn höfðu sjálf umsjón með selinu og voru þar stóran hluta úr sumrinu. Jón lést árið 1866 og eftir það lögðust selfarir í Kaldársel niður.

Kaldársel

Kaldársel um 1932.

Árið 1867 er talið fyrsta árið sem Kaldársel var í byggð allt árið. Þá bjó í Kaldárseli Jón Jónsson, kona hans og tvö börn þeirra. Talið er að Jón og hans fjölskylda hafi búið í Kaldárseli í tvö ár. Á meðan Jón bjó í Kaldárseli var hann skrifaður þurrabúaðarmaður. Við brottför þeirra úr Kaldárseli lagðist búskapur þar niður í nokkur ár. Árið 1876 voru þrír skráðir til heimilis í Kaldárseli. Það var Þorsteinn Þorsteinsson bóndi, en hann var ókvæntur og barnlaus, ásamt ráðskonu og tökubarni. Á þeim tíu árum sem Þorsteinn bjó í Kaldárseli voru heimilismenn allt frá einum og upp í sex. Aðalbústofn Þorsteins var sauðfé, og hafði hann einnig eitt til tvö hross. Fé hans hafði nokkra sérstöðu því var það nánast allt ferhyrnt, sem hafði einnig þann eiginleika að vera harðgert og þolið beitarfé. Þorsteinn var í Kaldárseli fram til dauðadags árið 1886. Þegar hann lést bjó hjá honum stúlka frá Hafnarfirði að nafni Sigríður Bjarnadóttir. Við andlát Þorsteins lauk fastri búsetu í Kaldárseli.

Kaldársel

Kaldársel.

Eftir að Þorsteinn féll frá voru í Kaldárseli nokkrar byggingar og önnur mannvirki sem ætla má að flest hafi verið gerð af Þorsteini. Þar má meðal annars nefna matjurtargarð og hlaðinn garð umhverfis túnið. Er húsakosti lýst á eftirfarnandi hátt í bókinni Áður en fífan fýkur eftir Ólaf Þorvaldsson: „Bæjarhús voru lítil en snoturlega byggð, og voru baðstofa, búr, eldhús og bæjardyr. Allar voru tætturnar vel hlaðnar úr sléttum, en nokkuð þykkum brunahellum og hvergi mold né torf á milli, svo sem venja var til um flestar byggingar þess tíma.“ Húsin í Kaldárseli voru því nokkuð sérstæð þar sem þau voru einungis byggð úr grjóti.

Kaldársel

Uppdráttur af húsum í Kaldársseli í lok 19. aldar – Daniel Bruun.

Þegar Daniel Bruun var á ferðinni um Kaldársel rétt fyrir aldamótin 1900 lýsti hann rústunum á eftirfarandi hátt: „Þar eru nokkrar tóttir bæði af bæjar- og útihúsum, og nokkur fjárskýli bæði opin og lokuð. Sérstaklega ber að geta þar um tvær fjárborgir … einnig eru þar fjárréttir og loks fjárskjól í hellum í hrauninu. Hjá bæjarhúsunum er fjárhús og hesthús en ekkert fjós.“
Fljótlega eftir andlát Þorsteins voru húsin í Kaldárseli öll rifin nema baðstofan, en hún fékk að standa þar til um aldamótin 1900. Var baðstofan notuð sem afdrep fyrir fjármenn Setbergsbænda sem ráku fé sitt á þessum slóðum og Krýsvíkinga áttu leið þar um á ferðum sínum til og frá Hafnarfirði. Einnig nýttu þessa aðstöðu haustleitarmenn Grindavíkurhrepps og hinir fjölmörgu erlendu ferðamenn sem leið áttu til Krýsuvíkur.

Kaldársel

Kaldársel – hálfkláruð fjárhústóft Kristmundar.

Um 1906 var aftur gerð tilraun til búskapar í Kaldárseli, sá maður var ungur Hafnfirðingur að nafni Kristmundur Þorláksson. Kristmundur byggði yfir gömlu baðstofutóftina og nýtti sem heyhlöðu, og einnig byggði hann fjárhús. Kristmundur hafði lömbin á húsi, en ærnar við hella norður af Kaldárseli. Kristmundur stoppaði stutt við í Kaldárseli eða einn vetur. Löng gangan milli Hafnarfjarðar og Kaldársels, músétin lömb og sú staðreind að honum bauðst vist hjá bóndanum í Hvassahrauni þar sem hann gat tekið fé sitt með sér voru ástæður þess að hann ákvað að hætta búskap í Kaldárseli. Kristmundur var síðasti bóndinn í Kaldárseli. Hafnarfjörður keypti mikið land af Garðakirkju árið 1912, þar á meðal Kaldársel.

Kaldársel

Kaldársel – vatnsleiðslan.

Vatnsskortur var farinn að láta á sér bera í Hafnarfirði og því voru umbætur gerðar árið 1918. Ákveðið var að flytja hluta vatnsmagns Kaldár í ofanjarðar tréstokk og sleppa því í suðurhorn Sléttuhlíðar. Stokkurinn var um 1,5 km að lengd. Vatnið fann sér leið neðanjarðar að Lækjarbotnum þar sem vatnsveita Hafnfirðinga var. Skiluðu þessar umbætur nægjanlegum vatnsbirgðum til Hafnfirðinga.
Árin 1949 til 1953 var ráðist í umbætur á vatsnleiðslunni frá Kaldá, gerð var neðanjarðarleiðsla sem náði frá Kaldá og alla leið til Hafnarfjarðar.

Kaldársel

Kaldársel – fyrsti skáli K.F.U.M.

Árið 1955 var byggð lögrétt í Kaldárseli fyrir Hafnarfjarðarbæ, Garða- og Bessastaðahrepp. Árið 1925 byggðu félögin K.F.U.M. og K. bæði í Reykjavík og Hafnarfirði hús til sumardvalar barna. Börnin voru flest á aldrinum 8-10 ára.
Í Vísi 28. júlí 1929 lýsir Sigurbjörn Á. Gíslason dagsferð í Kaldársel. Þar á meðal lýsir hann hinum nýju húskynnum K.F.U.M: Í skálanum eru 2 smáherbergi, eldhús og svefnstofa, og eitt stórt, þar eru 24 rúm, þrísett upp á við og 2 langborð í miðju, til að matast við. Félögin nota skálann sumpart handa sjálfum sér að sumarbústað og sumpart þó eða einkanlega nú sem drengjabústað. Drengirnir voru í þetta sinn flestir 8 til 10 ára gamlir, bæði úr Reykjavík og Hafnarfirði.
K.F.U.M og K. er enn þann dag í dag með starfsemi í Kaldárseli þótt húsið sé mikið breytt frá lýsingu Sigurbörns.

Kaldársels er fyrst getið í árið 1703 í Jarðabók Árna og Páls, þá sem seli frá Görðum á Álftanesi, Staðurinn dregur nafn sitt af ánni sem Kaldá heitir en bærinn stóð örfá metra frá ánni. Á svæðinu var mikill skógur sem áður fyrr var nýttur til kolagerðar og eldiviðar. Ekki er vitað hvenær landið komst í eigu Garðakirkju en ljóst er að Garðaprestar höfðu þar í seli. Í ferðabók sinni segir Sveinn Pálsson frá seli sem Markús Magnússon prófastur á Görðum hefur 1791: „Lítið er vitað um Kaldársel frá því Sveinn Pálsson var þar á ferð í nóvember árið 1792 þar til árið 1842. Í lok 19. aldar nýttu Hvaleyrarbændur Kaldársel sem selstöðu og leigðu þá selstöðuna af Garðakirkju.“

Kaldársel

Kaldársel – í fjárskjóli.

Árið 1842 keypti Jón Hjörtson Hvaleyri og allar hjáleigur jarðarinnar. Jón og Þórunn Sigurðardóttir kona hans voru með selstöðu í Kaldárseli á þeim tíma er þau bjuggu á Hvaleyri. Jón og Þórunn höfðu sjálf umsjón með selinu og voru þar stóran hluta úr sumrinu. Jón lést árið 1866 og eftir það lögðust selfarir í Kaldársel niður.
Árið 1867 er talið fyrsta árið sem Kaldársel var í byggð allt árið. Og er talið að þau hafi búið þar í 2 ár.
Árið 1876 eru 3 skráðir til heimilis í Kaldárseli og var búið það í 10 ár eða til 1886, en þá lauk fastri búsetu í Kaldárseli.

Kaldárssel

Kaldárssel – ljósm: Daniel Bruun.

Þegar Daniel Bruun var á ferðinni um Kaldársel rétt fyrir aldamótin 1900 lýsir hann rústunum á eftirfarandi hátt: „Þar eru nokkrar tóttir bæði af bæjar- og útihúsum, og nokkur fjárskýli bæði opin og lokuð. Sérstaklega ber að geta þar um tvær fjárborgir…einnig eru þar fjárréttir og loks fjárskjól í hellum í hrauninu. Hjá bæjarhúsunum er fjárhús og hesthús en ekkert fjós.“
Þá segir í bókinni “ Áður en fífan fýkur” eftir Ólaf Þorvaldsson: „Bæjarhús voru lítil en snoturlega byggð, og voru baðstofa, búr, eldhús og bæjardyr. Allar voru tætturnar vel hlaðnar úr sléttum, en nokkuð þykkum brunahellum og hvergi mold né torf á milli, svo sem venja var til um flestar byggingar þess tíma.“ Húsin í Kaldárseli voru því nokkuð sérstæð þar sem þau voru einungis byggð úr grjóti.
Fljótlega eftir síðasta ábúandann 1886 voru húsin í Kaldárseli öll rifin nema baðstofan, en hún fékk að standa þar til um aldamótin 1900.
Um 1906 var aftur gerð tilraun til búskapar í Kaldárseli, sá maður var ungur Hafnfirðingur að nafni Kristmundur Þorláksson. Kristmundur byggði yfir gömlu baðstofutóftina og nýtti sem heyhlöðu einnig byggði hann fjárhús. Kristmundur var síðasti bóndinn í Kaldárseli.
Hafnarfjörður keypti mikið land af Garðakirkju árið 1912, þar á meðal Kaldársel. Árið 1955 var byggð lögrétt í Kaldárseli fyrir Hafnarfjarðarbæ, Garða- og Bessastaðahrepp. Árið 1925 byggðu félögin K.F.U.M. og K járnvarið timburhús fyrir sumarbúðir sínar í Kaldárseli.

Kaldársel

Kaldársel 1965. Tóftir selsins sjást enn suðaustan við húsið.

Réttarklettar

Skammt austan Réttarkletta ofan við ströndina vestan Lónakots má sjá áberandi strýtulagaðan hraunstand; Nípu. Hraunstandur þessi var bæði kennileiti fyrir gangandi fólk með strandgötunni millum Lónakots og Hvassahrauns, en skyldleikar voru jafnan miklir með fólki á þessum bæjum, sem og var Nípa kennileiti frá sjó, líkt og mörg önnur á ströndinni. Jafnan var þá um að ræða valin mið úti á djúpinu með stefnu á Keili, Trölladyngju eða önnur sambærileg kennileiti ofar í landinu.
Dulaklettar-1Réttarklettar voru einnig slíkt kennileiti, en þeir eru þó minnistæðari sem ágætt skjól fyrir fé og jafnvel sem selstaða undir lok fráfærutímans. Örnefnið Svínakot er til og er talið að það hafi verið um skamman tíma norður undir klettunum þar sem sjá má tóftir.
Dulatjarnir við Dulakletta eru spölkorn vestan við Réttarkletta. Þar eru ferskvatnstjarnir og gætir flóðs og fjöru í þeim sem er einkenni tjarna sömu gerðar í Hraunum. Í seinni tíð hefur grastó á einum klettinum verið nefnd Dula og á að hafa verið sérstakt fiskimið sem sjómenn treystu á er þeir voru á veiðum á Lónakotsdjúpi.
Dulaklettar-2Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot segir m.a. um svæðið vestan Lónakots: „Lónakotsvör var vestan og neðan vesturtúngarðsins, en mun sjaldan hafa verið notuð nema að sumri til. Hér nokkru vestar var Brimþúfa, þúfa uppi á kletti.  Niðri í fjörunni var Mávahella, þar sátu mávarnir og skarfarnir [og] viðruðu sig.  Vestan var strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur voru klettastrýtur, nefndust Réttarklettar. Milli þeirra voru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól. Héðan frá blöstu við nokkru vestar klettar, nefndust Dulaklettar.
DulatjornÁ einum þeirra var grastó, nefndist Dula.  Um kletta þessa lá sérstakt mið, fiskimið í Lónakotsdjúp[i], en þar var klettur, er nefndist Duli, og var oft fiskisælt kringum hann.  Keilir um Dula nefndist fiskimiðið. Milli Dulakletta voru Dulatjarnir, og gætti þar flóðs og fjöru. Skammt utan og norðan Dulakletta voru Selasteinar og þar utar Markaklettur á innanverðu Hraunsnesi. Af Markakletti lá landamerkjalínan milli Lónakots og Hvassahrauns upp í Skógarhól, þaðan í Stóra-Grænhól. Suður frá Grænhól var svo Grænhólsker, hættulegt fé.  En í austur frá hólnum var Grænhólsskjól.“
Nipa-21Útvegsbændur í Hraunum lýstu Dulaklettum. Þeir sögðu þá vera tvo, austari og vestari, sitthvoru megin við Dulatjörn (e.t.). Báðir klettarnir voru semlíkir, þ.e. báðir grónir í kollinn (með grastór). Voru þeir sitthvort miðið; á inndjúpið og hið grynnra. Á millum þeirra bar Grænhól og var hann mið í Keili. Austan undir Grænhól er Grænhólsskjólið; ágætt fjárskjól.
Ástæðan fyrir nafngiftinni á Dulatjörn og Dulaklettum er sú að við tjörnina hefði fé gjarnan unað sér vel við ferskvatnið, gott gras og ekki síst skjólið, sem hraunið veitir í norðan næðingi. Þegar sækja átti það til nytja veittist hins vegar stundum erfitt að finna það því það vildi dyljast afslappandi í nálægum grónum hraunsprungum.
Fleiri sagnir eru til um Dulakletta, en þær bíða betri tíma.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing GS fyrir Lónakot.
-Munnlegar heimildir úr Hraunum.

Dulatjarnir

Dulatjarnir.

Lönguhlíðarhorn

Ætlunin var að skoða stíga neðan Kerlingarhnúka um Dauðadali sunnan Helgafells. Gengið var m.a. um Tvíbollahraun (~950 e.Kr.) og Skúlatúnshraun (~3000 ára (Ísor)), einnig nefnt Hellnahraunið eldra.

Selvigsgata/Dauðadalastígur

Selvogsgata/Kerlingarskarðsvegur/Dauðadalastígur.

Þar er Gullkistugjá, löng sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um hraunið. Séra Friðrik Friðriksson stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá. Manngerð brú er þvert yfir miðja gjána. Þar skammt frá hafði lóan verpt tveimur eggjum.
Ofan Gvendarselsgíga er slétt helluhraun, Skúlatúnshraunið fyrrnefnda, ígildi dyngjuhrauns, því um er að ræða óvenjumikið magn og flæmið eftir því. Ofarlega í hrauninu er gróinn ofanhólmi, uppspretta vangaveltna um fornar mannvistaleifar. Fyrir um 2.000 árum (Náttúrufræðingurinn 1997-1998) varð mikil goshrina á Reykjanesskaga og gaus þá m.a. í Brennisteinsfjallareininni. Frá einum gígnum, Stórabolla í Grindarskörðum, rann mikið hraun niður í átt að Straumsvík. Það breiddist út yfir stórt svæði ofan við Helgafell og Húsfell.
Daudadalastigur-3Ein kvísl hraunsins rann sunnan og vestan við Helgafell og þaðan niður á milli Helgafells og Gvendarselshæðar og síðan vestur fyrir Stórhöfða, allt til sjávar og myndaði núverandi strönd milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Þetta hraun stíflaði uppi Hvaleyrarvatn. Suður af Helgafelli heitir hraunið Skúlatúnshraun en við Hvaleyrarholt myndar það meginhluta Hellnahrauns.
Að þessu sinni var byrjað á því að fylgja stíg (Dauðadalastíg) frá Bláfjallavegi til austurs áleiðis að Kerlingarhnúk. Stígurinn er áberandi í Skúlatúnshrauninu, sem er þarna sem mjó og tiltölulega slétt hvylft milli nýrra og úfnari hrauntungna Tvíbollahrauns. Syðri tungan er að hluta til komin ofan úr Syðstubollum ofan Kerlingarhnúks. Sést hraunfossinn vel utan í hlíðunum neðan Þverdals. Auðvelt er að finna á fæti ástæðuna fyrir því að þessi leið hefur verið valin. Hún er sléttaflíðandi og því þægileg til göngu. Við stíginn miðja vegu milli vegarins og hlíðarinnar er vatnsstæði.
Daudadalastigur-4Frá því og upp að Þvergilslæk er stígurinn enn eins augljós. Og eftir að yfir Þvergilslækinn er orðið erfitt að greina hann, en hann lá upp með læknum í hlíðarrrótinni. Neðst undir Þvergili beygði hann neðst upp með gróinni hlíðinni og upp í Þverdal. Þaðan sést stígurinn vel upp og suður dalinn uns komið er upp með sunnanverðum Kerlingarhnúk. Liggur stígurinn inn á námustíginn frá Hlíðarvegi og áleiðis inn í Námuhvamm í Brennisteinsfjöllum.
Þá átti eftir að finna vestari hluta Dauðadalastígs neðan Bláfjallavegar að Gvendarselshæð. Gengið var vænleg leið niður með og milli Marhraka (Markraka) hæðanna, í gegnum Dauðadali og með vestustu tungu Stórabollahrauns með stefnu á suðurhorn Helgafells. Með góðum vilja var hægt að fylgja stíg við hraunhornið áleiðis að Helgafelli, en að öllum líkindum er um fjárgötu að ræða. Komið var að gróinni og áberandi vörðu í miðju Skúlatúnshrauni, en erfitt var að sjá hvaða hlutverki hún hafi átt að gegna á þessum stað, nema ef vera skyldi til að undirstrika landamerki.
Þegar komið var að Gullkistugjá varð ljóst að annað hvort þyrfti að fara yfir hana um nyrsta horn eða miklu mun sunnar. Gjárbarminum var fylgt uns komið var að manngerði brú yfir hana. Um hana lá stígur áleiðis niður að norðanverði Gvendarselshæð, niður á Dalaleið. Götunni var fylgt að Skúlatúni og síðan áfram upp Skúlatúnshraunið, upp að suðvestanverðum Marhraka og áfram um miðja Dauðadali áleiðis upp á fyrstnefnda kaflanum ofan Bláfjallavegar.

Gullkistugja-2

Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er í Landnámu sagður hafa búið á Skúlastöðum. Han nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Munnmæli munu vera um að Skúlastaðir hafi verið þar sem Skúlatúnshraun sé, norðan við Lönguhlíðarhorn, sbr. umfjöllun í ritinu Garðabær – byggð milli hrauns og hlíða. Árni Helgason minnist á Skúlastaði og menjar þeirra í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 (bls. 211). Hafi Skúlastaðir staðið þar sem munnmæli segja, eru líkur fyrir því að Almenningsskógalandið og Garðaland hafi verið hluti af landnámsjörð Ásbjörns heitins. Ekki er vitað til þess að fornleifarannsókn hafi farið fram í Skúlatúni. Reyndar má telja ólíklegt að þar finnist slíkar minjar því hafi bær verið á svæðinu frá fyrstu tíð má telja yfirgnæfandi líkur á að hraunin er runnu þarna þrálátlega á söguöld hafi náð að eyða þeim minjum varanlega.
Helgafellið blasti við með Riddarann efst. Riddarinn er í raun þríburði því í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnastaði í Hraunum er getið um tvo bræður hans á Brunabrúninni, sbr.: „Skammt austur frá hliðinu á austurtúngarðinum voru tveir hraundrangar, nær mannhæðaháir og áberandi af sjó. Þeir nefndust Riddarar. Um þá og Riddarann á Helgafelli var mið á Rifið út frá Óttarsstaðatúni“.
Daudadalastigur-5Helgafell, einkenniskennileiti svæðisins, er móbergsfjall í um 7 km suðaustur frá Hafnarfirði. Fjallið er 340 metra hátt, hömrótt og víða bratt. Á veturna getur verið varhugavert að ganga á fjallið vegna hálku sem leggst á klappirnar. Auðveldast er að fara upp hrygginn norðanmegin í fjallinu [reyndar er auðveldasta uppförin norðvestan í fellinu, um gilsskorning, sem þar er]. Einkenni fjallsins eru miklar klappir og lítill gróður. Mikið útsýni er af  Helgafelli og fróðlegt er að sjá hvernig hraun í nágrenninu hafa runnið og sprungið eftir því sem ár og aldir hafa liðið.Valahnúkar eru móbergshryggir norðan við Helgafell. Móbergs- og bólstrabergsmyndanir eru allfjölbreyttar myndanir og nokkuð sundurleitar innbyrðis. Þær eru flestar frá því á síðasta jökulskeiði sem hófst fyrir um 120.000 árum.

Daudadalastigur-6

Á hlýskeiðum renna hraun langar leiðir en á jökulskeiðum er landið hulið jökulskildi samanber í kaflanum um grágrýti. Við gos í jöklum nær bergkvikan ekki að renna frá gosinu heldur bræðir hún geil upp í jökulinn sem hálffyllist af vatni. Þegar kvikan blandast vatninu snöggkælist hún, splundrast og gleraska myndast sem sest að í geilinni. Ef vatnsdýpi er mikið þá orsakar vatnsþrýstingurinn að bergkvikan nær ekki að splundrast heldur myndast bólstraberg. Ef bergkvikan splundrast þá myndast þeytigos. Í öflugum þeytigosum brjótast gosefnin oft upp með miklum krafti og fara hátt upp í loft og hlaðast í miklu magni í kringum gosopið. Hinsvegar ef gosið nær ekki að vinna sig upp úr ísnum og vatn nær ekki að gosrásinni þá fer að renna hraun sem myndar hettu ofan á gosösku og heita það stapar. Þegar frá líður harðnar askan og ummyndast í móberg. 

Daudadalastigur-7

Þegar ísskjöldurinn hvarf af landinu stóðu móbergsfjöllin eftir. Dæmi um móbergshryggi er t.d. Valahnúkur og Helgafell [og Húsfell (278 m.y.s.]. Stapa er hins vegar ekki að finna á þessu bergmyndunarsvæði.
Elsta bergmyndun Hafnarfjarðar og undirstaðan sem allt annað hvílir á er grágrýti. Grágrýtið er grátt eða grásvart að lit, grófkornað, beltaskipt en yfirleitt er lítið um díla í því. Það myndaðist úr hrauni frá eldstöðvum sem voru virkar á hlýskeiði ísaldar og eru yfirleitt komin úr dyngjum. Ekki er vitað úr hvaða eldstöð grágrýtið í Hafnarfirði og umhverfi þess er komið. Grágrýtið er yfirleitt dálítið frauðkennt og tekur í sig mikið vatn og þolir illa veðrun. Jöklar frá jökulskeiðum ísaldar hafa farið yfir grágrýtishraunin og skafið allt gjall ofan af þeim.

Daudadalastigur-8

Nokkrar „götur“ eru þarna um slétt helluhraunin og sumar þeirra vænlegar, en án efa eru þær allflestar fjárgötur. (Sjá meira um stíga í framangreindum hraunum HÉR og HÉR .) Hafa ber í huga að einstökum stöðum voru gefin hin ýmsu nöfn, allt eftir því hverjir að sóttu. Þannig var t.d. Selvogsgatan jafnan nefnd Suðurfararvegur meðal Selvogsbúa – og gerir enn.
Spyrja má hverjir hafi farið Dauðadalastíginn og í hvaða tilgangi. Eins og sjá má annars staðar á vefsíðunni liggur annar stígur allnokkuð norðar um Dauðadali í svonefnda Dauðadalahella. Sá stígur er mun yngri enda tiltölulega stutt síðan farið var að sækja hellana heim. Sá stígur, sem hér hefur verið til umfjöllunar, hefur væntanlega verið farin af rjúpnaveiðimönnum í Bollana áður en Bláfjallavegurinn var lagður og jafnvel námumönnum er sóttu vinnu í brennisteins-
námurnar í Brennisteinsfjöllum. Fyrir kunnuga er þekktu vel til staðhátta er þetta tilvalin leið frá Kaldárseli upp fyrir Kerlingarhnúk og áfram inn í Námuhvamm. Bæði liggur gatan betur við bænum en Selvogsgatan um Grindarskörð og Hlíðarvegur um Kerlingarskarð, enda námurnar allnokkru vestar í fjöllunum en fyrrnefndar leiðir voru ætlaðar millum staða.

Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. Gengnir voru 15.8 km.

Heimildir m.a.:
-isor.is
-Náttúrufræðingurinn 1997-1998, bls. 175.

Flóki

Í Dauðadalahellum.

Seltún

Ferðinni var heitið að Seltúni í Krýsuvík með það fyrir augum að skoða svæðið m.t.t. hugsanlegra sýnilegra minja (tófta).
Áður höfðu fundist seltóftir og hringlaga gerði austarlega á túninu. Ljóst er Selstaðanþó að þarna var brennisteinsnám um nokkurt skeið, bæði af hálfu Krýsuvíkurbænda og útlendinga. Tóftir húsa eru neðan undir Baðstofu (sjá meira HÉR) og því ættu að vera sambærilegar minjar við Seltún nálægt Hveradal þar sem brennisteinn var jafnframt numin á sama tíma. Ljóst er af skrifum Ole Henchels um brennisteinsmannvirki í Krýsuvík 1776 að þau voru nokkur, en höfðu verið látin drabbast niður. Brennissteinsvinnslan var síðan tekin upp að nýju í námunum og þá hafa væntanlega verið byggð ný hús og önnur mannvirki. Leifar þeirra ættu að sjást þrátt fyrir margbreytileika landsins.
Til gamans má geta þess að Seltúns- og Hveradalssvæðið er eitt fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins, en minjanna þar umleikis er hvergi getið (árið 2009), hvorki hinnar fornu þjóðleiðar um Ketilsstíg, selstöðunnar í Túninu né brennisteinshúsanna.
HringlagaTil að gera langa sögu stutta má geta þess að við leitina fundust tvö hús úr torfi og grjóti norðan við Seltún, auk hestagerðis, og ein lítil ferningslaga tóft vestan við það. Áður en þessum minjum verður lýst nánar er ástæða til að rifja upp annan fróðleik um efnið á öðrum FERLIRssíðum (ekki síst til að koma að fallegum myndum af svæðinu).
„Brennisteinn var unninn í Krýsuvík á 18. og 19. öld. Frægar eru ljósmyndir í ensku 19. aldar blaði er sýndu „arðvænlega“ vinnslu náttúruauðlinda á svæðinu. Á þeim sáust miklir hraukar brennisteins og allt virtist í fullum gangi. Tilgangurinn með myndunum var m.a. að selja enskum hlutabréf í námuvinnslufélaginu.
TóftÞeir félagar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unninn brennisteinn í Krýsuvík. Til er uppdráttur af námuvinnslusvæðinu frá þessum tíma. „Hverasvæðinu er skipt í tvö svæði. Annað heitir „Heimanáman“, þar sem brennisteinninn er. Það er sunnar, nær Krýsuvíkurbæ og sjónum. Hitt svæðið liggur norðar, uppi í fjöllunum. Þar eru hverirnir flestir, og eru fjórir þeirra mestir. Við mældum einn þeirra, sem bláleirsgrautur sýður í. Í honum beygja menn tré og gyrði. Hann er 6 álna djúpur. Annar hverinn er mjög nýr. Hann var til veturinn 1754 -1755 í miklum landskjálfta, og héldu þeir, sem þá voru staddir þar í brennisteinskofunum, að þeir mundu hrynja.“
TóftBrennisteinssvæðin voru tvö; annars vegar í Baðstofu (Heimanámar) milli Hettu og Hatts og hins vegar við Seltún. Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust. Þeir seldu síðan námuréttindin fyrir peninga og þótti það í frásögu færandi. Upphæðin var þó lítil miðað við mögulegan ávinning.
Árið 1753 var komið upp húsi í Krýsuvík til að vinna brennistein að undirlagi Skúla Magnússonar landfógeta og Bjarna Pálssonar landlæknis. Nokkur ágóði varð af brennisteinsvinnslunni.
Í Jarðamati 1849–1850 er kafli um Krýsuvík og hjáleigurnar, Suðurkot, Norðurkot, Stóra – Nýjabæ, Litla – Nýjabæ, Vigdísarvelli, Bala, Læk og Fitjar. Þar stendur m.a.: „Landrými mjög mikið. … Skógarló. Talsverður brennusteinn. … Jörðin að flestum í nytjum mjög örðug og fólksfrek, þareð þær liggja langt frá og eru sumar sameinaðar lífshættu.“

Gerði

Í afsals- og veðmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu frá árunum 1848 – 1862 kemur fram að eigandi hálfrar Krýsuvíkur hafi leigt Jóni Hjaltalín námarétt og gefið byggingarleyfi þann 13. september 1851. Þar kemur einnig fram að þann 30. september 1858 selja eigendur Krýsuvíkur Joseph William Busby esq. brennisteinsnámur í landi Krýsuvíkurtorfu og Herdísarvíkur og að eigandi hálfrar Krýsuvíkur og Herdísarvíkur hafi heitið því þann 4. september 1858 að selja Jóni Hjaltalín námuréttindi.
TóftManntalsþing var haldið í Innri – Njarðvík þann 20. júní árið 1859. Þar var auglýst samningi sem Sverrir Eiríksson í Krýsuvík hafði gert við dr. Jón Hjaltalín þann 4. september 1858 um að Sverrir seldi Jóni sinn helming úr Krýsuvíkurtorfunni ef leyfi fengist ekki til þess að selja sérstaklega undan jörðinni brennisteinsnámur þær sem þar voru.
Á manntalsþinginu var einnig þinglýst afsalsbréfum sem eigendur Krýsuvíkur, S. Sivertsen og Sverrir Eiríksson, gáfu út síðla árs 1858. Í þeim kemur fram að þeir selji Joseph William Busby Esq. allar námur í Krýsuvíkurlandi.
Samningur milli eigenda Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og Patersons um námur frá 2. desember 1871 var þinglesinn þann 20. júní 1877.
KetilsstígurLandamerkjabréf Krýsuvíkur var undirritað 14. maí 1890 og þinglesið 20. júní sama ár. Í landamerkjabréfinu kemur einnig fram hver hafi verið ítök kirkjunnar. Einnig er greint frá því í landamerkjabréfinu að Strandarkirkja og Kálfatjarnarkirkja eigi ítök í landi kirkjunnar, þar á meðal mánaðarselsátur í Sogum, sunnanvert við Trölladyngju, samkvæmt munnmælum og vitnisburði kunnugra manna, eign Kálfatjarnarkirkju, og að allar brennisteinsnámur á Krýsuvíkur- og Herdísarvíkurlandi séu í eigu útlendinga. Kostnaðurinn við brennisteinsvinnsluna varð þó of mikill og var því einungis unnin brennisteinn þar í tvö sumur eftir að JWB keypti námurnar. Síðan tóku ýmsir námurnar á leigu en síðastur þeirra var Bretinn T. G. Paterson og bróðir hans W. G. S. Paterson. Samningur milli eigenda Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og Patersons um námur frá 2. desember 1871 var þinglesinn þann 20. júní 1877. Þeir nýttu námurnar árið 1876. Þeir stofnuðu m.a. „Brennisteinsfélag Krýsuvíkur“ og reyndu sem fyrr sagði að selja hlutabréf í námuvinnslunni til Englendinga.

Þil

Á þessum tíma var orðið lítið af brennisteini ofanjarðar og æ erfiðara var að ná í hann. Grafa þurfti og bora eftir brennisteininum með mikilli fyrirhöfn. Hreinsa þurfti afurðirnar, safna saman, þurrka, móta og flytja. Settar voru upp nokkra kvíar úr tréþiljum í lækjarfarveginn og í þær safnað vatni. Í þeim var brennisteinninn þveginn áður en hann var færður upp í stóra hrauka á svæðið sem nú er bílastæði.
Á stríðstímum var brennisteinninn „gullsígildi“, en á friðartímum svaraði vinnsla hans varla kostnaði.
Árið 1880 er talið að allri námuvinnslu hafi verið lokið og sama ár var uppboð á ýmsum eigum félagsins.
Vinnsla brennisteins í Krýsuvík stóð því yfir í hartnær tvær aldir. Enn þann dag í dag má sjá leifar námuvinnslunnar, en fáir veita þeim athygli.
Í bók II er skýrsla Ole Henchels um brennisteinsnámur á Íslandi og hreinsun brennisteins, 30. janúar 1776. Í henni lýsir Ole m.a. leir og brennisteini í Krýsuvíkurfjalli og hvernig vatnsborð Kleifarvatns hafði lækkað eftir landskjálfta, „trúlega eftir að sprunga hafi opnazt í vatnsbotninum“.

 

Nýrri„Hjá syðstu námunum rétt við fjallsræturnar var fyrsta hreinsunarstöðin reist, en þar sem ekkert eldsneyti var þar að hafa, var hún flutt og sett niður fjórðung mílu frá bænum, en þar er mótekja góð. Síðan var hún flutt heim undir bæinn, því að mönnum þótti léttara að flytja brennisteininn þangað niður eftir en að flytja eldsneytið upp eftir að fyrsta stöðvarhúsinu. Heima við bæinn er einnig léttara að ná í vatn, því að lækur með góðu vatni rennur þar framhjá.
Ég athugaði ásigkomulag húsanna, með tilliti til þess að aftur yrði tekin upp brennisteinsvinnsla. Þau voru gerð úr torfi og grjóti á íslenzka vísu, en um þau og annan útbúnað, sem til vinnslunnar heyrði, er það skemmst að segja, að það var allt gersamlega ónýtt og húsin fallin, svo að allt verður að gera að nýju, ein og þar hefði aldrei fraið fram brennisteinsvinnsvinnsla eða nokkur hús og mannvirki til þeirra hluta verið þar.

Eldri

Þar sem aðeins eru liðin 8-9 ár síðan brennisteinsvinnslan lagðist niður, hefðu þó hús og áhöld átt að vera í nothæfu ástandi, ef eitthvert eftirlit hefði verið haft með þeim. Það hefði legið beint við að fela bóndanum í Krýsuvík umsjá með húsunum gegn einhverri lítilli þóknun, þar sem hann er þarna búsettur og hafði unnið við brennisteins-vinnsluna. Síðan hefði kaupmaðurinn í Grindavík, sem er einungis 2 1/2 mílu í burtu þaðan, getað farið til Krýsuvíkur eini sinni á sumri til þess að líta eftir, að umsjónin væri sómasamlega rækt. Þá hefði ekki þurft nema smávegis aðgerðir, þegar vinnslan yrði upp tekin á nýjan leik…
Bóndinn í Krýsuvík vissi ekki nema af einum stað öðrum, þar sem brennisteinn fyndist. Er hann 2 1/2 mílu í norðaustur þaðan. Síðast meðan unnið var í Krýsuvík að brennisteinsnámi, sótti hann þangað allan þann brennistein, sem þar var að fá, á 50 hesta, og hefur það þá verið nálægt 80 ættum. Ekki vissi hann, hvort brennisteinn hefði skapazt þar síðan, og væri það vert athugunar.
TóftEf til þess skyldi koma, að brennisteinsvinnsla yrði hafin hér að nýju, þá mundi stofnkostnaðurinn verða allmikill, eins og þegar hefur verið bent á. En ég þori að fullyrða, að þetta er kleift, ef hagsýni er gætti. Í fyrsta lagi verður að taka brennisteininn með hinni mestu varkárni. Þá verður og að fara skynsamlega að við hreinsunina og ætti fyrst að þvo hrábrennisteininn. Með þeim hætti hygg ég, að mætti ekki aðeins spara mikið lýsi, heldur einnig yrði brennisteinninn betri en ella. Hversu þessu yrði bezt fyrir komið, skal ég lýsa, þegar ég síðar lýsi þeim aðferðum, sem nú eru notaðar við hreinsun brennisteins í hreinsistöðinni á Húsavík.

Brennisteinn

Í Krýsuvík er brennisteinninn hreinni og betri en á Norðurlandi. Það þarf ekki heldur að flytja hann óhreinsaðan langar leiðir eftir vondum vegum, svo að framleiðslukostnaðurinn verður minni en á Húsavík. Hins vegar verður að kannast við það, að frá Krýsuvík þarf að flytja brennisteininn hreinsaðan 6 mílna leið til Hólmshafnar, en þaðan er hann fluttur út. En Grindavíkurhöfn er aðeins 2 1/2 mílu frá Krýsuvík og allgóður vegur þar á milli. Ef brennisteinsvinnslan yrði upp tekin, verða starfsmenn verzlunarinnar að skera úr því, hvort muni vera ódýrara, að flytja brennisteininn á hestum til Grindavíkur og þaðan á bátum til Básendahafnar, þar er ekki er siglt á grindavíkurhöfn, eða flytja hann á hestum alla leið í Hólminn eða til Hafnarfjarðar. En þeir geta gert það betur en ég, því þeir hafa fyrrum haft umsjá með flutningunum og vita, hvað þeir hafa kostað. Þeir ættu einnig að geta reiknað nokkurn veginn, hvað flutningskostnaðurinn yrði, eins og ég hef stungið upp á, og er þá létt að bera það saman, hvor leiðin reyndist ódýrari, og að velja hana að sjálfsögðu.
En þegar nú þar að auki nokkrar smáskútur eru gerðar út til fiskveiða við Ísland, gætu þær tekið brennisteininn á Grindavíkurhöfn, og þá er flutningurinn á landi mjög stuttur.
Hins vegar get ég ekki heitið því, að unnt sé að stunda brennisteinsnám í Krýsuvík um langt skeið í einu, þar eð námurnar eru allar á einum stað og ná ekki yfir sérlega stórt svæði. Þegar brennisteinninn hefur verið tekin úr þeim í 3-4 ár, mun þurfa að hvíla þær um jafnlangan tíma, nema menn yrðu svo heppnir að finna þar kaldar námur, sem hægt væri að vinna meðan brennisteinn myndaðist á ný í lifandi námunum, en ekki er hægt að gera því skóna með nokkurri vissu.
BrennisteinnEn ef ekki sýnist tiltækilegt að hefja brennisteinsvinnslu í Krýsuvík að þessu athuguðu, virðist mér samt, svo að námurnar liggi ekki þar engum til gagns, að rétt væri að lofa bændum þeim, er þar búa, að hreinsa brennisteininn, gegn því að þeir afhendi hann verzluninni og fengju erfiði sitt og fyrirhöfn goldið eftir landsvenju. Verzlunin mundi að vísu ekki græða mikið á þessu, en hafa þó nokkurn ágóða.
Þá rannsakaði ég, eins og mér var boðið, hvort jarðhitinn væri nokkurs staðar svo mikill, að unnt væri að nota hann til brennisteins-hreinsunarinnar. En hann reyndist mér hvergi meiri en svo, að kvikasilfrið kæmist í suðumark. Hann er þannig með öllu ónógur til að bræða með brennisteinn eða eima hann, þegar hann er í föstu formi.

Fegurð

En þó að hitinn væri nægur, þá er jarðveguinn of laus til þess, að hægt sé að koma þar fyrir húsi eða nokkrum tækjum til að handsama hitann, því að þar er hvorki hægt að ganga né standa án þess að hætta sé á, að maður sökkvi í leðjuna, og varð ég oft fyrir því að vaða jörðina upp í hné.
Dagana 18. – 19 júlí fór ég um fjöllin, sem liggja suðvestur frá Kelifarvatni og fram hjá brennisteinsnámunum og beygja síðan í suðaustur til sjávar. Svipaðist ég þar um eftir kalki, sem mér datt í hug, að kynni að finnast þar, af því að kalk er algeng bergtegund í öðrum löndum. En hversu vel sem ég leitaði, fann ég hvergi nokkrun kalkvott, því að hvarvetna þar, sem égf fór eða sá yfir, var enga aðra bergtegund að sjá en sandstein þann, sem áður hefur verið lýst.“

Krýsuvík

Af framangreindum tóftum má ætla að torfhúsin tvö hafi verið verkfæra- og vinnufatageymslur. Norðan þeirra er slétt flöt, líklega eftir stórt tjald. Sunnan tóftanna er gerði. Þar hefur væntanlega verið ferhyrnd girðing til að geyma hesta þá er fluttu brennisteininn til Hafnarfjarðar. Tófin ferhyrnda sunnar gæti hafa verið undir kamar, enda spölkorn frá námuvinnslusvæðinu.
Leifar af tréþili neðan við Hveradal eru vissulega síðustu leifar brennisteins-vinnslunnar. Þó mætti ætla, af járnnöglum að dæma, að þar væri um nýrra mannvirki að ræða, en ef grannt er skoðað má sjá að eldri naglar Bretanna hafa rygað í gegn, en nýrri verið settir í staðinn. Líklegt má telja að þar hafi einhverjir verið að verki er talið hafa að brennisteinsnámið myndi ganga í endurnýjun lífdaga, enga gnæð af honum enn af að taka.
Segja má að fegurð Krýsuvíkur núdagsins gefi gærdeginum lítið eftir – ef grannt er skoðað…
Gengið var yfir í Austurengi. Á þeirri leið var m.a. gengið fram á óþekkta selstöðu, sem sagt verður frá síðar.
Eins og fram kom í upphafi var ætlunin að leita að og finna hugsanlegar mannvistarleifar brennisteinsnámsins í Hveradal/Seltúni. Jón Haltalín vildi nefna námusvæðið Ketilsstígsnámu – og ekki að ástæðulausu. Í raun má segja að um nokkur hverasvæði sé að ræða austan í Sveifluhálsi, hvort sem átt  er við Baðstofusvæðið eða Seltúnssvæðið.

Heimild:
-Ólafur Olavius – Ferðabók II og II, Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenskaði, Bókfellsútgáfan, 1964, bls. 272-274 (II).
-http://hot-springs.org/krysuvik.htm
-Sveinn Þórðarson, 1998.
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar – 1978, bls. 178-179 II.
-Afsals- og veðmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu 1848-1862. (Gull. og Kjós. XIX, 3).
-Afsal Erlends Jónssonar á Brunnastöðum til P.C. Knudtzon, dags. 12.8.1838, á Krýsuvík með sex hjáleigum, Stóra-Nýjabæ, Litla-Nýjabæ, Norðurkoti, Suðurkoti, Austurhúsum og Vesturhúsum, og tveimur nýlendum, Vigdísarvöllum og Garðshorni. (Afs. og veðm. Gull. & Kjós. A, nr. 97).
-Þinglýsingar varðandi námarétt í Krýsuvík, dags. 20.6.1849.

Seltún

Seltún – hverasvæði.

Krýsuvík

Krýsuvík er landnámsjörð. Þar nam Þórir haustmyrkur land. Þá hefur búsetan verið vestar en nú er, eða þar sem kölluð er gamla Krýsuvík í og við Húshólma í Ögmundarhrauni.

Krýsuvík

Drengir úr Vinnuskólanum á göngu – HH.

Nokkrar bæjarrústir, garðar og borgir eru þar í hrauninu, á svæði sem hefur verið talið óbyggilegt eftir að hraunið færði byggðina í kaf um miðja 12. öld. Meginbyggðin var m.a. færð að sunnanverðu Kleifarvatni, upp undir Gestsstaðavatn og austur fyrir Bæjarfell þar sem hún var allt fram á miðja 20. öld.

Um skeið var Krýsuvík höfuðból með mörgum hjáleigum – heimildir segja allt að 14 um tíma á 19. öld. Jörðin fóstraði margan manninn og skilaði sf sér dugmiklum afkomendum. Nú er hins vegar lítið orðið eftir af fornri frægð höfuðbólsins, en eftir stendur heilstætt búsetulandslag er minnir á mannlífið og atvinnuhættina fyrrum – allt frá upphafi byggðar hér á landi (og jafnvel eldri). Eftir að búseta lagðist af í Krýsuvík hófust framkvæmdir við áætlanir er jafnan fóru út um þúfur. Undantekning er þó starfsemi Vinnukólans Í Hafnarfirði þar sem ungir drengir frá Hafnarfirði elfdu hug og hönd, líkt og segir í söngtexta HZ, sem jafnan var á vörum drengjanna. Textinn gæti og vel lýst afstöðu Krýsvíkinga fyrrum:

Krýsuvík

Krýsuvík.

„Vasklega að verki göngum
vinir með gleðisöngvum
karlmennskan lokkar löngum
lífsglaðan hug.
Ræktum og byggjum, bætum,
brosandi þrautum mætum,
vonleysi, þrefi og þrætum,
þeytum á bug….

Kempur í kappasveit,
í Krýsuvík vinnum heit,
að duga og treysta vort drenglyndi og þor.
Vorhugans verkin kalla
verkglaða drengi snjalla.
Sindrar um sali fjalla
sólskin og vor.“

Mörgum leikur forvitni að vita eitthvað um örnefnið „Krýsuvík“. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um tilurð þess, s.s. að heitið tengist orðinu „kross“ eða þarna hefðu í fyrstu búið „krýsverjar“ eða „Krýsir“. Ef skoðaðar eru gamlar orðabækur og orðatiltæki kemur í ljós að „krýs“ táknar einfaldlega grunn skora í ask, sbr. grunn vík. Þar sem nú er hraun vestan við sunnanverðan Húshólma mun fyrrum, að öllum líkindum, hafa verið grunn vík – neðan við þar sem nú eru tóftir „Gömlu Krýsuvíkur“. Ásgeir Blöndal telur að nafnið hafi verið fengið út frá lögun víkurinnar og nafnið sé í ætt við krús og krúsa (Íslensk orðasifjabók) og er það í ætt við aðrar fornar orðskýringar. Orðið „krís“ er einnig til, en í öðru samhengi; vandi eða óáran.

Indíáninn

Indíáninn í Kleifarvatni.

Núverandi akvegur frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur var lagður um 1944. Um svipað leyti var lagður vagnfær vegur frá Grindavík að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík. Áður fyrr lágu hestagötur á milli staðanna. Segja má að Krýsuvík hafi verið í þjóðleið því vermenn og  bændur að austan komu þar við á leið þeirra í verstöðvarnar og verslunarstaðina við Grindavík, á Suðurnesjum og á Ströndinni. Erlendir ferðamenn lögðu jafnan leið sína til Krýsuvíkur, ekki síst vegna hveranna, sem þar eru fjölmargir í nágrenninu. Þá sýndu þeir fjölbreytilegum búskaparháttum bænda nokkurn áhuga.
Gamlar leiðir frá Hafnarfirði lágu t.d. um Undirhlíðaveg og Dalaleið frá Kaldárseli og um Hrauntungustíg og Stórhöfðastíg frá Ási. Þrjár þessara leiða mættust í Ketilsstíg um Sveifluháls.
Þá lágu götur yfir hálsinn að Vigdísarvöllum, vestur að Seltöngum og áfram að Ísólfsskála og austur um Deildarháls að Herdísarvík. Allar þessar götur eru enn vel greinilegar og áhugaverðar til göngu.

Norðurkot

Norðurkot í Krýsuvík.

Minjar má enn sjá eftir alla bæi, sem heimildir eru um að hafi verið í Krýsuvík frá upphafi. Mjög litlar rannsóknir hafa farið fram á aldri minjanna og því lítið vitað um sögulegt samhengi byggðarinnar í heild. Elstu tóftirnar eru að öllum líkindum, sem fyrr sagði, í Húshólma. Þar eru leifar þriggja skála, kirkju- eða bænhúss, grafreits, fjárborgar og langra garða, sem benda til langtíma búsetu. Rannsókn hefur sýnt að landnámsöskulagið (frá árinu 871) er í pælunni í einum garðanna, sem þarna er enn og hraunið hlífði fyrir átta og hálfri öld. Bendir það til þess að minjarnar getið verið allt að því frá upphafi norræns landnáms hér á landi – eða jafnvel eldri. Minjar í nálægum óbrennishólma styrkir þá tilgátu, en þar er m.a. að finna leifar af virki, topphlöðnu húsi og görðum.

Gestsstaðir

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Leifar elsta bæjarins utan Húshólmasvæðisins eru taldar vera í svonefndum Kaldrana suðvestan við Kleifarvatn og tóftum Gestsstaða sunnan við Gestsstaðavatn. Allar eru þessar minjar friðlýstar.
Auk þess má sjá leifar eftirfarandi bæja: Krýsuvík (Austurb/Vesturb.), Hnaus/a, Stóra-Nýjabæjar (Austurb/Vesturb.), Litla-Nýjabæjar, Norðurkots, Suðurkots, Læks (Austurbæjarr?), Snorrakots, Arnarfells, Fitja (Efri- / Neðri-), Eyrar, Vigdísarvalla, Bala og Fells. Þá má enn sjá leifar selja þessara bæja, s.s. Kaldranasels undir Hvammahlíð, Krýsuvíkursels austan Selöldu, selstöðu í og við Sogaselsgíg, selstöðu á Vigdísarvöllum og selstöðu á Seltúni. Verminjar eru á Seltatöngum og í Húshólma (ofan við Hólmasund) og víða eru fjárskjól og beitarhús því Krýsuvík þótti góð sauðajörð og urðu bændur og búendur því mest að treysta á sauðfjárrækt, enda bera minjarnar þess glögg merki. Útbeit er ágæt, þótt engin væri fjörubeit, en féð þurfti nákvæmrar hirðingar og varð maður alltaf að fylgja því á vetrum. Segja má með nokkrum sanni að ábúendur hafi lagt mikið á sig til að halda lífi í fénu því á því lifði fólkið. Fjárskjól og -gerði tengd fjárbúskapnum má t.d. sjá í Bæjarfelli, í Klofningum, á Krýsuvíkurheiði, í Stóra-Lambafelli og á Borgarhálsi. Mógrafir eru í Rauðhólsmýri, undir Baðstofu og í Innralandi.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Krýsuvíkurkirkja er það kennileiti við bæjarhólinn í Krýsuvík, sem jafnan vekur hvað mesta athygli ferðalanga. „Elsta heimild um kirkju í Krýsuvík er, að um 1200 er hennar getið í kirknaskrá Páls biskups. Kirkjan er talin Maríukirkja, og á heimaland allt, ásamt Herdísarvík og níu mæla lands á Þorkötlustöðum, auk ítaka. Eftir það er Krýsuvíkurkirkju getið í ýmsum máldögum allt fram undir 1600. Flestir máldagarnir fjalla um eignir kirkjunnar fastar og lausar, ítök o.fl., og ber víðast fátt á milli, utan þá orðalag. Á tíma þeim, sem máldagarnir ná yfir, hefur lausafé kirkjunnar ekki ávallt verið það sama, munir gengið úr sér, og stundum aðrir komið í þeirra stað, lifandi peningi fækkað, þar til horfinn var með öllu, og segja má, að svo hafi farið um flesta muni kirkjunnar.
Allt bendir til, að Krýsuvíkurkirkja hafi aldrei rík verið af lausafé. Hitt mun helur mega telja, að fram eftir öldum hafi hún eftir öllum bréfum að dæma mátt teljast allveg á vegi stödd í föstum eignum, þar sem hún hefur átt allt land sóknarinnar, byggt og óbyggt, og meira þó, það er hún átti einnig Herdísarvíkina, bestu verstöð í Selvogi, landríka vildisjörð, og lágu lönd saman. Auk þessa ýmis ítök. Hitt er ljóst, bæði af íslenskum heimildum svo og ferðabókum erlendra, sem um landið reistu og til Krýsuvíkur fóru, flestir til athugunar jarðhita og brennisteini, að meðal sóknarmanna hafi þar oftar ríkt fátækt en auður, jafnvel svo, að til landauðnar dró á tímabili. Árið 1553-’54 telur Marteinn biskup “kirkju þar góða, – en enginn bær er þá í sókninni”. Með bréfi 27. sept. 1563 leggur Páll Stígsson hirðstjóri, í samráði við Gísla Jónsson biskup í Skálholti, niður sóknarkirkju í Krýsuvík, og leggist hún og eitt kot “sem þar er hjá”, til Strandarkirkju í Selvogi. Þó skal í Krýsuvík standa lítið húskorn, Guðs vegna og þess heimilisfólks, sem þar kann að vera sjúkt eða gamalt. “Og herra Gísli skyldi nokkur kúgildi til leggja, svo að Guðs orðs þénari mætti þar hvíld nætursakir hafa, þá hann þar kæmi eða þyrfti þar að koma guðlegrar hjarðar að vitja.” Krýsuvíkurkirkja virðist þó standa eftir sem áður. Í kirkjuskrá 1748 er kirkjan til, og enn í prestakallaskipunarlögum frá 1880 -og þá líklega einungis að nafninu til.
Núverandi timburkirkja var reist árið 1857, en lögð af sem sóknarkirkja 1929, notuð till íbúðar, endurbyggð og síðan endurvígð 1964. Hún tilheyrir nú Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan er varðveitt af þjóðminjaverði. Þegar Krýsuvíkurbærinn, hið merka stórbýli um aldir, var orðinn svo hrörlegur á fyrri hluta 20. aldar að ekki var lengur hægt að hafast við í honum, flutti ábúandinn í kirkjuna. Hún var afhelguð og notuð sem bústaður um tíma. Þangað komu margir á ferðum sínum um Krýsuvík og nutu skjólsins þótt stundum væri vistin köld á vetrum. Ofn var þá í kirkjunni og var hann kyntur duglega, en kulnaði á milli.
Kirkjan er dæmi um einfalda sveitakirkju frá síðari hluta 19. aldar.
Krýsuvík er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Krýsuvík fór endanlega í eyði eftir 1950. Stórbýlið Krýsuvík hafði um tíma 14 hjáleigur, enda jarðgæði mikil áður en uppblástur tók að herja. Víða í Krýsuvík má sjá búsetuminjar, allt frá Selöldu í suðri að Kleifarvatni í norðri, Seljabót í austri og Selatöngum í vestri.
Sveinn Björnsson, listamaður og lögreglumaður, hafði vinnustofu í Krýsuvík. Þegar hann andaðist 28.04.1997, sjötíu og tveggja ára, var hann jarðaður í Krýsuvíkurkirkjugarði 9. maí. Þá hafði ekki verið jarðsett í garðinum síðan 1917.

Brennisteinsnám

Brennisteinsvinnslan í Seltúni.

Brennisteinn var unninn í Krýsuvík á 18. og 19. öld. Frægar eru ljósmyndir í ensku 19. aldar blaði er sýndu „arðvænlega“ vinnslu náttúruauðlinda á svæðinu. Á þeim sáust miklir hraukar brennisteins og allt virtist í fullum gangi. Tilgangurinn með myndunum var m.a. að selja enskum hlutabréf í námuvinnslufélaginu. Þeir félagar Eggert og Bjarni voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unninn brennisteinn í Krýsuvík. Til er uppdráttur af námuvinnslusvæðinu frá þessum tíma. Þau voru tvö; annars vegar í Baðstofu milli Hettu og Hatts og hins vegar við Seltún (Hveradal). Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust. Þeir seldu síðan námuréttindin fyrir peninga og þótti þá í frásögu færandi. Upphæðin var þó lítil miðað við væntingar. Enn þann dag í dag má slá leifar brennisteinsnámsins í Krýsuvík, einkum við Seltún.

Ýmsar þjóðsögur og sagnir hafa spunnist í Krýsvík. Má þar nefna söguna um Herdísi og Krýsu. Dysjar þeirra má sjá í Kerlingardal undir Stóru-Eldborg. Þjóðsagan um Mókollu gerðist í Klofningum. Þar má sjá fjárhelli, fyrirhleðslur og hústóft. Tanga-Tómas var draugur á Selatöngum. Á Töngunum má sjá miklar verminjar frá fyrri öldum, einkum frá 19. öld. Séra Eiríkur á Vogsósum, prestur í Krýsuvík um tíma, mætti Tyrkjum utan við kirkjuna. Þeir eru grafir í Ræningjadys. Sagnir eru og um skímsli í Kleifarvatni. Sumir telja sig hafa séð það, jafnvel á síðari árum.

Hvað sem öðru líður geymir Krýsuvík heilstætt búsetulandslag fyrrum íbúa. Við bæina var t.a.m. garðar, matjurtargarður, brunnur eða vatnsstæði, fjárból, nátthagi, traðir og önnur mannanna verk. Í nágrenninu voru fjárskjól, gerði, borgir og beitarhús. Hlaðnar refagildrur má finna við greni, arnarhreiður og vörður við gamlar leiðir. Allt þarnast þetta varðveislu svo komandi kynslóðir fái tækifæri til að sjá og skilja betur aðbúnað og aðstæður þær er forveður þeirra lifðu við og dugðu til að bæta hag þeirra sem á eftir komu.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Þorvaldsson.
-Árni Óla.
-Jarðabókin 1703.
-Hörður Zóhaníasson.

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskólinn.

Eyrarhraun

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar I-2020 er m.a. fjallað um bæina Eyrarhraun og Langeyri ofan við Malir:

Eyrarhraun var byggt árið 1904 af Engilráð Kristjánsdóttur og Sigurjóni Sigurðarsyni, en íbúðarhúsið brann vegna íkveikju árið 2005, en hafði staðið mannlaust í ár fyrir það.

Langeyri

Langeyri og nágrenni – Loftmynd 1954.

Í fasteignamati frá 1918 var húsakosti og jörð Eyrarhrauns lýst svona: Eigandi: Sigurjón Sigurðsson, þrbm. notar eignin sjálfur. Eignin er:
1. Íbúðarbær, stærð 6 x 3.90m hæð 1.45m með risi, byggður úr timbri, varinn pappa að veggjum, járn á þaki, skipt i eitt og eldhús, þiljaður panel. Inngönguskúr, stærð 2 x 1.40m, hæð 1.80m, með vatnshallaþaki, byggður úr sama og bærinn.
Eyrarhraun
2. Útihús: Fjárhús, stærð 6 x 3.50m, hæð 1.45m með risi, veggir að mestu úr torfi og grjóti, þak úr járni á langböndum. Heyhlaða, stærð 8.35 x 3.25m, hæð 1.45m með risi, veggir úr grjóti, þak járnvarið á langböndum. Eldhús, stærð 4.40m x 3.35m, hæð 1m, m. risi, veggir úr grjóti, þak úr járni á langböndum.
3. Lóðin er réttindalaus, óræktuð og ógirt, er býlið hefur grasblett og matjurtagarða á lóð þeirri á Langeyrarmölum er Aug. Flygering á. [ógreinilegt] árlega kr. 10.00.
Virðing Eyrarhrauns var að íbúðarhúsið með viðbyggingum var virði 800 kr., útihúsin það sama, og lóðin 200kr. virði.
Bænum var einnig lýst í brunavirðingu frá 1929:
„a. Bærinn einlyftur með risi. Klæddur innan með panel og málaður, honum er skipt í 2 herbergi og eldhús, notaður til íbúðar. Undir hálfum honum er kjallari, notaður til geysmlu..
b. Við austurhlið bæjarins er skúr með vatnshallaþaki, klæddur innan með panel og málaður, notaður til inngöngu.
c. Fjárhús við norðurhlið bæjarins. Í brunavirðingunni segir einnig að útveggir bæjarins og skúrsins voru úr járnvörðu timbri, kjallarinn sé grjóthlaðinn, og að veggir fjárhússins voru torf og grjót nema suðurgafl.

Eyrarhraun

Eyrarhraun – bæjarstæði.

Stefán Júlísson sagði frá búskap á Eyrarhrauni í endurminningum sínum „Byggðin í hrauninu“ en hann fluttist þangað ásamt foreldrum sínum 1923 og bjó þar til 1937. Í bókinni sagði hann t.d. frá kartöflugarði sem stunginn hafði verið upp við húsið og frá brunni sem var vestan við húsið og réðist vatnsstaða hans af sjávarföllum. Hann sagðir frá eljusemi Engilráðar og Sigurjóns við uppræktun á svæðinu: „Þessar grasnytjar voru á hraunbölum og í lautardrögum, sem reynt hafði verið að rækta upp með ærinni fyrirhöfn. Víðast var þó grunnt í grjót, og því var sprettan aldrei góð, en engum farartækjum nema hjólbörum varð við komið til að flytja að mold.“

Eyrarhraun

Eyrarhraun – garðar.

„Við tók ræktun á úfnu hrauni, hleðsla á görðum, burður á mold og grjóti. Mörg hafa þau handtök reynzt, og notinvirk hafa þau Engilráð og Sigurjón verið bæði og samstillt við gróðurblettina í kringum litla bæinn sinn…“
Flestar minjarnar að Eyrarhrauni tengjast að öllum líkindum búskap á svæðinu, t.a.m. garðlögin
og útihúsin.

Langeyri

Langeyri

Langeyri um 1920.

Langeyri var hjáleiga frá Görðum og í Garðakirkjueign. Þar var rekin verslun á síðari hluta 18. og fyrri hluta 19. aldar, en þar á undan hafði verið þar þurrabúð, en ekki er vitað hve lengi.
Langeyri hafði verið í hvað stöðugastri byggð af þeim þurrabúðum sem voru á svæðinu, frá 18. öld og fram á þá 20.35 Langeyri var stundum nefnd Skóbót en það gæti verið afbökun eða stytting af nafninu Skómakarahús.

Langeyri

Langeyri um 1920.

Ekki er minnst á jörðina Langeyri í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703 en þar segir frá 7 þurrabúðum og er Langeyrarbúð þar á meðal. Þegar jarðabókin var skrifuð voru sumar þessara þurrabúða orðnar um 50 ára gamlar. Fiskveiði í Hafnarfirði hafði eitthvað minnkað árin áður en jarðabókin var gerð og voru flestar þurrabúðirnar niðurfallnar.
Í bréfi frá 1776 bauð Thodal stiftamtmaður Guðmundi Runólfssyni sýslumanni að finna hentuga staði til þess að reisa geymsluhús og íbúðarhús handa verkafólki vegna húkkorta og jaktfiskveiða í Hafnarfirði. Það varð úr að Hvaleyri var valið til þess að byggja vetrarbústað fyrir stýrimenn og háseta á jöktunum en á Langeyri átti að byggja hús fyrir eftirlegumenn en Langeyri varð fyrir valinu vegna þess að þar var nógu víðáttumikil möl til salfiskverkunnar.

Langeyri

Síðasta íbúðarhúsið á Langeyri.

Ýmis starfsemi hefur átt sér stað í gegnum tíðina á Langeyrarmölum en þar var um tíma starfrækt fiskverkunarstöð sem August Flygenring lét reisa um aldamótin 1900 en hann var lengi vel einn stórtækasti athafnamaður í Hafnarfirði. Seinna voru Malirnar í eigu hlutafélagsins Höfrungs sem gerði þaðan út togara og verkaði þar fisk. Fiskverkunarstöðvarnar á Mölunum veittu því fólkinu í hraunkotunum vinnu við fiskverkun eftir því sem aðstæður leyfðu.
Í brunabótavirðingu frá 1916 var sagt að á Langeyri séu fimm hús: Íbúðarhús úr timbri, skúr úr grjóti og timbri, eldhús úr grjóti og timbri og tvö fjárhús, annað úr torfi, grjóti og timbri, og hitt úr torfi og grjóti.

Langeyri

Langeyri – Lýsisbræðsla út á Mölum í Hafnarfirði. „Lifrarbræðslustöð Augusts Flygenring á Langeyrarmölum.

Í fjörunni við Herjólfsbraut, rétt NV við Gönguhólsklif er að finna leifar Grútarstöðarinnar og Grútarbryggjunnar, lifrabræðslu sem reist var á bæjarrústum 1903. Þar má enn sjá hleðslur, undirstöður fyrir bræðsluker og einna greinilegast er bólverkið, sem er hlaðið hafnarmannvirki og í skýrslu sinni frá 2005 sagði Karl Rúnar Þórsson að þetta séu fágætar minjar.

Langeyri

Langeyri – skráð fjárskjól?

Í fornleifaskráningunni 2020 segir m.a. um ofanverða Langeyri:
„Hellir – fjárskýli. Úr hraungrýti. Hleðsla framan við helli, inngangur í austur. Í hrauni norðan við Herjólfsgötu. Er vestan við gerði.

Í hrauni norðan Herjólfsgötu og vestan við Hjallabraut, upp við klett. Austan við garð. Fjárskýli, úr hraungrýti. Hleðsla við gjótu í klett.“

Langeyri

Eyrarhraun – gata.

Ljóst er að framangreind „fjárskýli“ hafa aldrei verið notuð sem slík. Um er að ræða hróf, væntanlega hlaðin af börnum, til skjóls.

Langeyri

Langeyri – vegur.

„Við hraunhól NV við Herjólfsgötu 24. Á grasivöxnum blett í hrauninu. Tóft er nánast áföst rústinni. Er vestan við gerði. Inngangur í vestur. Vestur veggur er töluvert lægri en hinir. Klettar nýttir í hleðsluna.

Við hraunhól NV við Herjólfsgötu 24. Á grasivöxnum blett í hrauninu. Tóft er nánast áföst rústinni. Er vestan við gerði. Inngangur í vestur. Hefur verið brotið úr hrauninu fyrir tóftinni.“

Heimild:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar I-2020.

Langeyri

Varða við fyrrverandi Eyrarhraun. Á hana er markaður bókstafurinn E til minningar um Engilráð Kristjánsdóttur er byggði húsið upphaflega.

Brunntorfur

Eitt af því er vekur jafnan athygli þeirra sem aka um Krýsuvíkurveginn er myndarlegur skógur sunnan vegarins í og ofan við svonefndar Brunatorfur.
Brunatorfur -7Eftirfarandi fróðleik um skóginn í Brunatorfum er að finna í BS-ritgerð Kristbjargar Ágústsdóttur, Skógræktarsvæði í fortíð, nútíð og framtíð -skipulagstillaga-, sem hún vann í Landbúnaðarháskóla Íslands, Umhverfisdeild. Skógurinn, sem nú er orðinn hinn myndarlegasti og ágætasta útivistarperla í nágrenni Hafnarfjarðar, varð ekki til af engu. Hér má m.a. sjá hvað þurfti til.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu með mér í „Hraunið“ hvort sem var til að fá sér góðan göngutúr í fallegu umhverfi eða til að taka fyrir mig punkta á staðsetningartæki. Sérstakar þakkir fá viðmælendur mínir Kristinn Skæringsson, Arngrímur Ísberg og Bergljót Thoroddsen Ísberg. Þau lögðu til ómetanlegar heimildir bæði til verkefnisins og til mín persónulega. Að lokum vil ég þakka Ómari Smára Ármannssyni, Jónatani Garðarssyni, Áslaugu Traustadóttur og Þresti Eysteinssyni fyrir þeirra framlag til verkefnisins.
Nú á árinu 2006 eru 20 ár síðan Björn Þorsteinsson afi minn dó. Þessi ritgerð er tileinkuð honum og arfleið hans „Hrauninu“. 

Fortíð – Upphaf og þróun
Björn ThorsteinssonÍ upphafi 6. áratugarins féll hluti jarðarinnar Straums, um 2000 ha, til Skógræktar ríkisins. Var það Bjarni Bjarnason skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni sem gaf landið en á þessum tíma var hann á Laugarvatni og tók þar meðal annars þátt í stofnun Menntaskólans á Laugarvatni 1953. Straumur var landstór jörð og þar hafði verið fjárbúskapur til margra ára (munnleg heimild, Kristinn

Skæringsson, 2. mars 2006). Landið var því mikið beitt, hrjóstrugt og ófrjótt, það kallaði á friðun og gróðursetningu. Svæðið kallast Almenningur og er sunnan við Kapelluhraun í Hafnarfirði. Í bók Hákonar Bjarnasonar, Ræktaðu garðinn þinn, sem fyrst kom út árið 1979 segir um þetta svæði: „Trjárækt hefst að nýju í Reykjavík, þegar Sigríður Bogadóttir, kona Péturs biskups Péturssonar, og Árni Thorsteinsson landfógeti flytja til bæjarins um og eftir miðja 19. öld. Létu þau sækja reyniviði suður í Almenninga og gróðursetja í garða sína“ (Hákon Bjarnason, 1987:14). Þessi tilvitnun sýnir að landið var áður gróðursælt. Svæðið var það fyrsta sem skógræktin eignaðist nálægt höfuðborginni. Það er enn í eigu Skógræktar ríkisins fyrir utan um 200 ha sem voru seldir (munnleg heimild, Þröstur Eysteinsson, 7. mars 2006).

Björn Thorsteinsson-2

Skógræktin hóf árið 1953 að girða um 200 ha af svæðinu og var því lokið ári síðar (munnleg heimild, Kristinn Skæringsson, 2. mars 2006). Með nýjum skógræktarlögum sem tóku gildi 1955 var skógræktarstjóra heimilt að leigja land til einstaklinga, félaga eða stofnana innan girðinga Skógræktar ríkisins, gegn því að leigutakar gróðursettu barrskóg í landið. Þessi leigusvæði voru með erfðafestu og gerðir voru sérstakir samningar um þau (lög nr.3/1955). Þetta voru kallaðar landnemaspildur og fengu landnemar allar plöntur gefins en ekki mátti byggja á landinu.

Þrátt fyrir að svæðið í Straumi væri ókræsilegt til gróðursetningar voru fjórir félagar sem gerðu samning við skógræktina um leigu á landi. Þeir fengu hver 10 ha svæði í suðvestur hluta girðingarinnar. Þessir menn voru: Björn Þorsteinsson (1918-1986), Broddi Jóhannesson (1916-1994), Marteinn Björnsson (1913-1999) og Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988). Það sem þessir menn áttu sameiginlegt, auk þess að vera tengdir fjölskylduböndum, voru hugsjónir þeirra, eldmóður og áhugi á náttúrunni. Farið verður hér yfir stutt æviágrip hvers og eins.
Björn Þorsteinsson fæddist á Þjótanda í Villingaholtshreppi. Hann ólst upp á Hellu og í Selsundi undir Heklurótum. Hann tók doktorspróf árið 1971, var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands en hafði áður kennt bæði við Menntaskólann við Hamrahlíð og Gagnfræðiskóla Vesturbæjar. Margar bækur og greinar voru gefnar út eftir hann meðal annars Íslandssaga til okkar daga sem kom út eftir andlát hans. Björn var einlægur sósíalisti og mikill hugsjónamaður, hann tók þátt í allskyns félagsstarfi meðal annars formaður í Tékknesk-íslenska vináttufélaginu og í Félagi íslenskra fræða sem og forseti Sögufélagsins. Vorið 1985 hlaut hann viðurkenningu fyrir ræktunarstörf sín í „Hrauninu“ frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir merkilegt framlag til umhverfismála á höfuðborgarsvæðinu. Björn lést árið 1986, 68 ára gamall.

brunatorfur-7Broddi Jóhannesson fæddist í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann lauk doktorsprófi í sálarfræði í Munchen 1940 og fór þá að kenna við Kennaraskólann. Árið 1962 tók hann við skólastjórastöðu við Kennaraskólann. Árið 1971 varð skólinn að Kennaraháskóla Íslands og varð Broddi rektor hans til ársins 1975. Broddi setti sitt mark á þróun kennaramenntunar á Íslandi með hugsjónum sínum og dug. Hann var mikill náttúrunnandi og náttúruverndarsinni löngu áður en talað var um menn sem slíka. Broddi lést árið 1994, 78 ára gamall.
Marteinn Björnsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lauk prófi í verkfræði við Danmarks Tekniske Højskole árið 1944 og vann sem verkfræðingur meðal annars hjá Bæjarverkfræðingnum í Reykjavík og Almenna byggingarfélaginu en einnig var hann með sjálfstæðan rekstur. Lengst af starfaði Marteinn sem byggingarfulltrúi Suðurlands með aðsetur á Selfossi (1958-83). Í því starfi vann hann mikið brautryðjandastarf við gerð leiðbeininga um gæði bygginga. Marteinn lést árið 1999, 86 ára gamall.

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var doktor í eðlisfræði og frumkvöðull greinarinnar á Íslandi. Hann var meðal annars forstöðumaður Eðlisfræðistofnunar frá upphafi hennar árið 1958 til ársins 1966 og stjórnaði uppbyggingu nýrrar verkfræði- og raunvísindadeildar við Háskóla Íslands. Þorbjörn starfaði fyrst og fremst sem tilraunaeðlisfræðingur og jarðeðlisfræðingur og varð þjóðkunnur á svipstundu fyrir hraunkælingu við eldgos í Heimaey árið 1973. Þorbjörn lést árið 1988, 70 ára gamall.

Í upphafi höfðu menn ekki mikla trú á að hægt væri að rækta skóg í „Hrauninu“ og var það í raun tilraunastarfsemi hjá Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóBrunatorfur-8ra að láta þá félaga hafa landið til að sjá hvort það væri hægt. Á Hákon að hafa sagt við Björn eitt sinn að þetta hafi gengið betur en hann hafði búist við þar sem hann hafði talið landið vera alltof þurrt. Í bók Markúsar Á. Einarssonar, Veðurfar á Íslandi, sést á korti að svæðið er í jaðri 1200 mm úrkomusvæðisins og því var oft rigning í „Hrauninu“ en þurrt í Hafnarfirði (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006). Þrátt fyrir að búið væri að girða svæðið var ekki friður fyrir sauðfé, þarna voru frekar og heimavanar kindur sem fóru í gegnum allar girðingar. Suðurhluti girðingarinnar var að auki lélegur, þoldi illa snjó og var til vandræða. Girðinguna var reynt að laga á hverju vori í stað þess að endurgera þar sem dýrt og erfitt var að komast að með girðingarefni og aðeins þá dró úr ágangi sauðfjár, nægjanlega til að í ljós kæmu ýmis fjölgresi sem ekki höfðu sést áður (munnleg heimild, Kristinn Skæringsson, 2. mars 2006). 

Brunatorfur - 9

Aðkoma Kristins Skæringssonar að „Hrauninu“ var tengd starfi hans hjá skógræktinni, fyrst sem starfsmaður í plöntuafgreiðslu og síðar sem skógarvörður Suðvesturlands. Kristinn fylgdist með þeim félögum við skógræktarstörfin og gaf þeim ráðleggingar. Þegar fyrst var tekið jólatré í „Hrauninu“ fór Kristinn með Þorbirni suður eftir en Þorbjörn var tregur við að höggva tré sem hann hafði gróðursett. Það var aðallega stafafura sem var gróðursett enda landið rýrt og hentaði fyrir furuna. Einnig voru gerðar tilraunir með margar tegundir. Plönturnar voru til reiðu hjá skógræktinni svo lengi sem þeir tóku við og þeir voru dugmiklir, landið kallaði á það (munnleg heimild, Kristinn Skæringsson, 2. mars 2006).

Brunatorfur-80Mikið var gróðursett í upphafi og þétt en ekki mikið klippt frá þar sem verið var að hugsa um skjólið. Eftir að Marteinn hóf störf á Suðurlandi árið 1958 og flutti á Selfoss fékk hann svæði fyrir austan og lagði áherslu á ræktun þess. Broddi gróðursetti heilmikið í „Hrauninu“ en fékk síðar land á Silfrastöðum í Skagafirði þar sem hann gróðursetti. Það voru því Björn og Þorbjörn sem sinntu „Hrauninu“ langmest. Þeir gengust upp í þessu og hrifu fólk með sér. Einn af þeim sem hreifst var Arngrímur Ísberg og fékk hann úthlutað svæði við hlið Marteins árið 1980 (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006).

Borgin

Landið hafði verið ofbeitt í langan tíma og því illa farið. Það var ekki fyrr en uppúr 1980 sem girðingin varð loks fjárheld. Í gegnum árin gengu félagarnir um svæðið og báru á áburð en einnig voru gerðar tilraunir með lífrænan heimilisúrgang. Auk þessa var gróðursett lúpína í leirflög til að undirbúa jarðveg betur. Þessi vinna bar þann árangur að allskonar gróður fór að spretta sem enginn vissi að væri til staðar eins og blágresi og fleiri blómategundir (munnleg heimild, Bergljót Thoroddsen Ísberg, 6. mars 2006). Félagarnir reyndu að gróðursetja Bæjarstaðabirki en einhverra hluta vegna gekk það ekki, það þreifst illa og lognaðist út af. Náttúrulega birkið tók aðeins við sér þegar kindin, eða ókindin eins og „Hraunverjar“ kölluðu hana, fór en eftir árið 1990 tók það virkilega við sér. Einirinn tók einnig við sér og reis upp og burknar sýndu sig í hellisskútum. Fuglalíf er að auki orðið töluvert í „Hrauninu“ (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006).

Fornasel

Stafafura er ríkjandi tegund í „Hrauninu“ en einnig má þar finna sitkagreni, rauðgreni, broddfuru, lindifuru (alpa-afbrigði), alaskaelri og þöll en ekki í miklum mæli. Mikið var reynt við lerki en því virtist ekki líka vel vistin, hvorki rússalerki né síberíulerki. Þar er einnig að finna tvo silfurreyni og töluvert af ilmreyni en hjónin Arngrímur og Bergljót týndu reyniber, dreifðu yfir birkikjarr og létu svo fuglana um afganginn. Einnig voru teknir sprotar af öspum og þeim stungið niður í leirflögin og gekk það vel. Aftur á móti þrifust ekki öll afbrigði. (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006). Í viðtali orðaði Arngrímur afraksturinn á þann hátt að: „þegar maður lítur yfir þessi ár sem við höfum verið þarna þá finnst mér að ávöxturinn hafi verið meiri og betri en maður bjóst við“.

Í ritgerðinni koma auk þessa fram tillögur og hugmyndir um nýtingu skógarins til framtíðar. Kristbjörgu er sérstaklega þökkuð afnotin af framangreindu efni.
Í Brunatorfum eru ýmsar fornleifar, bæði minjar og fornar götur. 

Heimild:
-Kristbjörg Ágústsdóttir, Skógræktarsvæði í fortíð, nútíð og framtíð -skipulagstillaga-, BS-ritgerð v/Landbúnaðarháskóla Íslands,  Umhverfisdeild.
Brunatorfur-4

Hafnarfjörður

Fiskaklettur í Hafnarfirði stendur traustur í hjarta framkvæmda á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. Skammt ofar er Huldukonuklettur. Á honum er lítil varða. Enn ofar er varða við Vörðustíg. Þessar vörður, ásamt nokkrum öðrum, vörðuðu land Akurgerðis fyrrum, allt að Hamarskotslæk. Aðrar vörður en þessar tvær eru nú horfnar undir óskipulega byggð þess tíma. Skammt austan við Vörðustígsvörðuna er Álfaklettur við Merkugötu.

Fiskaklettur

Fiskaklettur – Jónatan Garðarsson við Fiskaklett 1905.

Í Morgunblaðinu árið 2005 fjallar Svavar Knút Kristinsson um Fiskaklett; „Einn af framvörðum hafnfirska hraunsins„:
„Vegfarendur sem eiga leið um athafnasvæði við höfnina í Hafnarfirði, þar sem gamla bæjarútgerðin áður stóð, reka margir augun í undarlegan klett sem stendur dálítið eins og óboðinn gestur innan um rymjandi gröfur, lyftara og jarðýtur. Kletturinn, sem nefnist Fiskaklettur, er alls ekki óþekktur meðal Hafnfirðinga, en hann skipar mikilvægan sess í sögu bæjarins frá upphafi byggðar.
Fiskaklettur er í raun ysti oddi hraunsins í Hafnarfirði og lá hann dálítið út í sjó. Nú stendur hann í miðju landfyllingar sem byggingarnar á höfninni voru reistar á.
„Fiskaklettur var lengi eins konar útvörður Hafnarfjarðar, á meðan bærinn var lítill kaupmannsbær,“ segir Jónatan Garðarsson, dagskrárgerðarmaður og ferðamálaráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ. „Það var mjög aðdjúpt við klettinn og fiskigöngur áttu það til að lóna við hann og því var hann kjörinn veiðistaður. Þaðan er nafnið dregið.“

Gamalt og merkilegt kennileiti

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarhöfn 1776-1778 skv. mælingum H.E. Minor.

Fiskaklettur er merktur inn í uppdrátt sem gerður var eftir mælingum sjóliðsforingjans H.E. Minor frá árunum 1776–78. Á uppdrættinum eru merkt inn þau fáu hús sem stóðu við Hafnarfjörð ásamt þeim kennileitum sem markverðust þóttu. Fiskaklettur er þar sýndur rétt vestan við verslunarhúsin í Akurgerði.
Þegar stjórnvöld ákváðu að reisa tvo vita í Hafnarfirði árið 1900 var annar þeirra byggður hátt uppi á hraunbrúninni, þar sem Vitastígur er nú, en hinn vitinn settur niður vestur með sjó. Fyrstu árin voru vitarnir reknir á kostnað landstjórnarinnar, en eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi, 1. júní 1908, óskaði Stjórnarráð Íslands eftir því að bærinn tæki við rekstri vitanna. 1. janúar 1911 tók bærinn alfarið við rekstri vitanna.

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarvitinn efri.

Árið 1913 var fyrsta hafskipabryggja landsins tekin í notkun í Hafnarfirði, rétt innan við Fiskaklett við Hellyershúsin, en þar höfðu mikil bólvirki verið hlaðin upp og steypt á klettabrúninni. Þá var Fríkirkjan risin og skyggði hún á ljósgeisla vitans á hraunbrúninni. Þess vegna var ákveðið að stækka hann og færa hinn vitann innar í fjörðinn. Var vitinn endurreistur á Fiskakletti, en þar stóð hann til ársins 1931 þegar hann var rifinn.
Verndaður „óvart“

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2003.

Um 1960 var hafnarbakkinn í norðurhöfninni gerður og stálþil rekið niður á rúmlega 170 metra kafla. Á næstu árum var haldið áfram með landfyllingar í áttina að Norðurgarði. Á þessum árum komst efsti hluti Fiskakletts á þurrt land. Þrátt fyrir margs konar framkvæmdir, byggingu stórra vöruskemma og að gömlu fiskverkunarhúsin væru rifin í áföngum var Fiskakletti jafnan hlíft, enda talinn náttúrlegur minnisvarði sem bæri að vernda.

Fiskaklettur

Fiskaklettur – skilti.

„Það má segja að Fiskaklettur hafi verið friðaður óvart,“ segir Jónatan og bætir við að menn hafi ætíð sýnt klettinum mikla nærgætni enda mikil virðing borin fyrir honum. „Þegar menn hafa verið að vinna hér í einhverjum framkvæmdum hafa þeir alltaf gætt mjög vel að því að raska ekki klettinum. Þeir hafa meira að segja raðað gámum í kringum klettinn til að vernda hann þegar mikið er um að vera. En hann virðist alltaf hafa verið verndaður hér fyrir einhverja meðvitund Hafnfirðinga sjálfra frekar en opinbera friðun.
Það var ekki fyrr en fyrir einhverjum árum sem hann fór inn á deiliskipulag sem friðaður staður. Nú hafa verktakarnir sem byggja hér gert ráð fyrir honum í hönnuninni.“
Fegrunarnefnd Hfj. merkti klettinn 1981 og lét setja á hann koparskjöld sem á stendur: „Þetta er Fiskaklettur einn af framvörðum hafnfirska hraunsins, sem mikil fiskimið voru við hér fyrr á árum.“

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar I frá árinu 2020 er m.a. fjallað um Fiskakett og svæðið ofan hans:

Hafnarfjörður
„Hafnarfjörður hefur ætíð byggt afkomu sína af því sem kom úr hafinu og því sem kom af því. Í kring um 1400 komu norsk skip að landi og er elsta heimildin um slíka komu árið 1391 og aftur 1394. Fjórtánda öldin er gjarnan kölluð norska öldin, en við henni tók öld sem kölluð hefur verið enska öldin frá því um 1400. Og enskir tóku að venja komur sínar til Hafnarfjarðar og varð Hafnarfjörður ein helsta höfn Englendinga allt fram til um 1480, en þá tóku þýskir Hansakaupmenn við keflinu og ekki alltaf án átaka. Ítök þýskra varði allt til þess er einokunarverslunin var í lög sett árið 1602, en þá tóku Danir alfarið yfir. Skreiðin var sú vara sem allir þessir aðilar sóttust eftir, en aðrar vörur voru einnig eftirsóttar, t.d. lýsi og brennisteinn.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1902.

Árið 1677 kaupir Hans Nansen kaupmaður land Akurgerðis, sem þá var hjáleiga frá Görðum frá ómunatíð, og við það leggst búskapur endanlega af á býlinu og í staðinn rísa þar þurrabúðir, tvær árið 1703 og ein eyðibúð. Þeim hefur væntanlega fjölgað smám saman, en við tóku betri húsakynni í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. og standa mörg hver enn. Þetta er hluti af því sem nú er kallað Vesturbærinn og því hluti af verkefninu Verndarsvæði í byggð. Þó engin þessara þurrabúða hafi lifað fram á daginn í dag, er líklegt að dreifing þeirra hafi verið sama marki brennd og byggðin varð síðar, „… aðhúsaskipun og götulagning þar væri í mesta ólagi, enda byggði þar hver eftir sínum eigin geðþþótta, óátalið, og væri auðsýnt, að ef svo búið stæði til lengdar, mundi bæjarstæðið skemmast til þeirra muna, að engin tiltök yrði að lagfæra það.“ (Sigurður Skúlason 1933). Þetta var í nefndaráliti nefndar um bæjarstjórn í Hafnarfirði þann 25. febrúar árið 1903.

Hafnarfjörður 1925

Hafnarfjörður 1925 – uppdráttur Jóns Víðis. Hér sjást hinir gömlu garðar vel.

Dreifing húsa sem nú standa hefur tekið mið af hinu sérstæða hraunlandslagi. Húsin hafa gjarnan fundið sér stað í skjóli í hraunbollum eða grasblettum hlémegin við hraunhóla. Utan um þau hafa verið byggðir grjótgarðar sem afmörkuðu lóðirnar frá hvor annarri. Engar eiginlegar götur hafa verið lagðar svo að heitið geti, en slóðar og troðningar legið á milli húsanna. Um 1890 var enginn upp hlaðinn vegur í Hafnarfirði og svo var að mestu leyti fram yfir aldamótin. „Milli húsa eru víðast engar götur og engin fráræsla frá húsum.“ Þetta var í bréfi Guðmundar Björnssonar héraðslæknis í Reykjavík, síðar landlæknis, til Valtýs Guðmundssonar árið 1903.
Innan lóðarmarkanna hafa stundum verið dálitlir ræktunarreitir. Útlendur ferðamaður lýsti Hafnarfirði svo árið 1907: „Geysimikill hraunveggur verndar bæinn gegn bitrum austanvindinum, og húsin eru beinlínis greypt milli hraunklettanna og eru á hlýlegum stöðum.“ (Poulsen, Sven o.fl. 1907).
Opinbert skipulag leit ekki dagsins ljós fyrr en 1926 (Sigurður Júlíusson 1933).“

Í Fornleifaskránni segir auk þessa:

Huldukonuklettur – þjóðsaga

Hafnarfjörður

Huldukonuklettur – varðan sést vel upp á klettinum.

Kletturinn er nánast uppvið Vesturbraut 26b. „Í klettnum neðst við Vesturbraut býr huldukona […]. Hún er stundum sögð eiga tvo uppkomna syni.“ (Bryndís Björgvinsdóttir & Svala Ragnarsdóttir (2018). Krossgötur: Álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi).

Álfaklettur – þjóðsaga

Hafnarfjörður

Álfaklettur við Merkurgötu.

Við Merkurgötu. Á milli húsa 9 og 9a. Vegurinn sveigir framhjá klettinum og innkeyrsla fast sunnan við hann.
„Við Merkurgötu er stór álfaklettur eða álfasteinn […]. Vegurinn sveigist hinsvegar og þrengist við steininn áður en hann breiðir úr sér aftur. Sagan segir að til hafi staðið að brjóta klettinn niður árið 1937 vegna framkvæmda […]. Járnkarl sem notaður var til verksins festist í klettinum og „mikil ógæfa helltist yfir vinnumenn þá sem áttu að fjarlægja hann.“
Járnkarlinn situr enn á sínum stað og kletturinn nýtur nú hverfisverndar […].“ (Bryndís Björgvinsdóttir & Svala Ragnarsdóttir (2018). Krossgötur: Álfatrú,
álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi).

Fiskaklettur – örnefni

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2022.

Kletturinn er á milli húsanna Norðurbakki 15 og 17.
„Fiskaklettur. Krosssprunginn klettur vestur frá Gestshúsum í sjó fram. Allmikið dýpi var við klettinn og þar fiskaðist vel.[…] Í skjölum og sögnum síðari alda kemur Fiskaklettur oft við sögu. Þetta mun oftast vera vegna þess, að hann var endimark hinnar fornu verzlunarlóðar (Akurgerðislóðar) að vestan með sjó.“
Kletturinn hefur verið varðveittur á milli bygginga. (Guðlaugur Rúnar Guðmundsson. (2004). Örnefnalýsing Hafnarfjarðarlands).

Varða við Vörðustíg – landamerki

Hafnarfjörður

Vörðustígur – Landamerkjavarðan; Bragi Brynjólfsson stendur við vörðuna 2022.

Á lóð Vörðustígs 2. Varðan er 1-1,2m við botn, nær ferhyrnd og 1,9 m há. Úr hraungrýti með steypu á milli steina. (Bjarni F. Einarsson, 2018).

Heimildir:
-Morgunblaðið, 228. tbl. 25.08.2005, Fiskaklettur; einn af framvörðum hafnfirska hraunsins – Svavar Knút Kristinsson, bls. 18.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar I, 2020.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Kirkjuvegur 1925.