Færslur

Kirkjuvogskirkja

“Hafnir eru á vestanverðu Reykjanesi, sunnan Miðness. Í bókinni „Landið þitt Ísland”, eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson segir að Hafnir skiptist í þrjú hverfi, Kirkjuvogshverfi, Merkineshverfi og Kalmans-tjarnarhverfi. 

Kirkjuvogur 1900

Einnig segir í sömu bók að stórbýli sveitarinnar hafi verið þrjú, Kirkjuvogur, Kotvogur og Kalmanstjörn. Sandhöfn og Kirkjuhöfn voru einnig stórbýli á árum áður og mun nafnið Hafnir vera dregið af þeim.
Vitað er að kirkja var í Kirkjuhöfn um 1350 en talið er að hún hafi lagst af nokkru síðar. Síðar var sóknarkirkja Hafnanna að Vogi. Þegar Svarti dauði geisaði 1402 var kirkja í Vogi. Heimildir herma að kirkjan hafi verið flutt að Kirkjuvogi laust fyrir 1575 en frá því ári eru heimildir um að Gísli biskup hafi vísiterað þar. Þegar kirkjan var flutt frá Vogi að Kirkjuvogi voru bein flutt frá Kirkjuhöfn í Kirkjuvogsgarð. Þegar Brynjólfur biskup í Skálholti vísiteraði í Höfnum árið 1642 segir hann að kirkjan í Kirkjuvogi sé að mestu ný, með sex stafgólfum og kapellu inn af. Þá áttu sókn að kirkjunni nokkur stórbýli sem mest hlunnindin höfðu eins og Vogar, Ytri-Njarðvík, Innri-Njarðvík, Narfakot, Merkines, Gálmatjörn, Sandhöfn og Kirkjuhöfn.
Hákon Vilhjálmsson fæddist í Kotvogi árið 1753, sonur Vilhjálms Hákonarsonar og Ingiríðar Tómasdóttur sem ólst upp í Miðbænum í Kirkjuvogi. Hann var hreppstjóri og hafnsögumaður á Básendum. Hann byggði nýja kirkju í Kirkjuvogi árið 1805 fyrir 239 ríkisdali. Í ofsaveðrinu mikla 1799 þegar Bátsendakaupstað  ók af, skemmdist kirkjan í Kotvogi mikið sem líklega hefur orðið til þess að ný kirkja var reist.
Kirkjan í Höfnum var annexía frá Útskálum, áður lá hún til Hvalsnesprestakalls. Prófasturinn á Kjalarnesi skoðaði kirkjuna 24. ágúst árið 1862. Þá er byggingu hennar lokið og tekið fram að hún sé öll máluð að innan. Árið 1866 Iét Vilhjálmur byggja kór og fordyri við kirkjuna.”

Heimild:
-Dagur, 18. desember 1999, bls. 1 og 3.

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja – Jón Helgason 1920.

Prestastígur

Gengið var þvert yfir vestanverðan Reykjanesskagann um Prestastíg frá Húsatóftum (Húsatóttum/Húsatóptum) á sunnanverðum skaganum yfir í Hundadal ofan við Kalmannstjörn á honum norðanverðum með viðkomu í fiskgeymslubyrgjum í Sundvörðuhrauni og öðrum sambærilegum í Eldvörpum, auk þess sem skyggnst var inn í útilegumannabælu í hraununum. Þessi kafli Prestastígsins er að jafnaði u.þ.b. 16 km, en að þessu sinni var ætlunin að nýta nálægt 20 km í þágu göngunnar.

Eitt af nýfundnum byrgjum í Eldvörpum

Prestastígsnafngiftin er tiltölulega nýlegt heiti á þessari annars fornu þjóðleið, sem um aldir hefur verið nokkuð fjölfarin milli Staðahverfis og Hafna. Sú skýring á nafninu er þó líkleg að með prestakallalögum frá 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fyrrum fornu leið. Presthóll á hæstu hæð Hafnamegin undirstrikar nafngiftina. Annars er leiðin ágætt dæmi um seinni tíma prestaleið því gatan er bæði vel og þétt vörðuð, auk þess sem hún er unnin víðast hvar, bæði með brúargerð í gjám og úrkasti í móum og melum. Yfirvaldið hafði í hendi sér að nýta þegnskylduánauðina og hvernig gat verið nýtanlega en við vörðu- og vegagerð? Þegar horft er á vörðurnar má sjá mismunandi handbragð, auk þess þær geta verið ólíkar að stærð og lögun. Efnið í þeir er einnig mismunandi því það tók óneitanlega mið af aðstæðum á hverjum stað. Handbragðið og útlitið gæti hafa breyst frá því að vörðurnar voru fyrst hlaðnar því búið er að endurhlaða margar þeirra á leiðinni. Meginlínan hefur þó haldið sér, þ.e. að vörðurnar eru vestan stígsins. Þó má sjá stakar vörður á leiðinni, sem virðast ekki vera í röðinni. Ein þeirra er t.a.m. landamerkjavarða á mörkum Hafna og Grindavíkur vestan götunnar og önnur var hlaðin austan hans eftir að maður varð úti eða bráðkvaddur á leiðinni. Sumar varðanna eru nú fallnar og hafa ekki verið endurhlaðnar, einkum á miðkafla leiðarinnar, vestan Sandfellshæðar.
Í seinni tíð hefur þessi fornu þjóðleið verið nefnd Prestastíg en hvergi finnast þess merki í gömlum heimildum. Geir Bachmann lýsir þeim þjóðleiðum sem frá Grindavík liggja í sóknarlýsingu frá 1840. Hann nefnir með nafni fyrstu þrjá aðalvegi yfir hraunin (Árnastíg, Skipsstíg og Skógfellastíg) en segir svo: “Sá fjórði og síðasti vegur sem úr sókninni liggur og alþjóðarvegur má kallast, liggur upp frá Húsatóftum í útnorður ofan í Hafnirnar og er hann sá eini sem héðan farinn verður þangað”. Þetta er eini vegurinn frá Grindavík sem Geir nefnir ekki með nafni.
Annað nýfundið byrgi í EldvörpumGengið var upp frá Húsatóftum. Nú er gatan vörðuð upp af brún Hjálmagjáar norðan við Harðhaus og Dansinn, en hún lá áður upp frá Nónvörðu suðvestan við Húsatóftir. Þar voru gatnamótin að Stað og Húsatóftum/Járngerðarstaðahverfi til austurs. Við þann kafla leiðarinnar má enn sjá fallnar vörður að Gerðisvöllum ofan við Stóru-Bót. En þar sem engin varða er á leiðarkaflanum frá Nónvörðu að gatnamótum þessarra hlöðnu varða upp frá Hjálmagjá má ætla að gatan hafi fyrrum ekki verið jafn vel vörðuð og nú má augum líta.
Þjóðsögur eru tengdar bæði Harðhaus og Hjálmagjá, en þær má sjá annars staðar á vefsíðunni þar sem umhverfi Húsatófta er lýst.
Ofan við Hjálmagjá er Byrgishæð. Á henni má sjá leifar nokkurra fiskbyrgja frá Húsatóftum. Móar eru ofan gjárinar. Þegar komið er upp fyrir gatnamót “Staðarvegar” skýrist gatan verulega. Ofar, örlítið til vinstri, er Skothóll (með fuglaþúfu á) og til hægri handar eru 
Tóftarkrókar inn í apalhraunbrúnir, sem þar eru. Hraunið er hluti af einu Eldvarpahraunanna. Gengið var yfir Miðgjá og síðan Hrafnagjá. Í hana hefur verið hlaðin myndarleg hraunbrú.
Leifar útilegumanna?Þegar tilteknu miði var náð var stefnan tekin til austurs, að fiskigeymslubyrgjunum undir jaðri Sundvörðuhrauns. Byrgi þessu féllu í gleymsku, en fundust aftur á seinni hluta 19. aldar. Vildu menn meina að þarna hefði verið tilbúnir felustaðir Grindvíkinga ef Tyrkirnir kæmu aftur (þeir komu til Grindavíkur í júnímánuði 1627 og tóku 12 íbúa og 3 Dani herfangi) eða að þarna hefðu útilegumenn leynst um tíma. Fjallað er um Tyrkjaránið I og Tyrkjaránið II sem og “Tyrkjabyrgin” á annarri vefsíðu FERLIRs].
Þá var stefnan tekin á sambærileg byrgi, ósnert í Eldvörpum. FERLIR fann þau fyrir stuttu. Byrgin er sambærileg hinum fyrri og bíða rannsóknar áhugasamra fornleifafræðinga. Sú rannsókn gæti upplýst tilurð og notkun byrgjanna á báðum stöðunum.
Eldvarpagígaröðinni var fylgt yfir á Prestastíg og stefnan tekin á Hundadal. Rauðhóll var á vinstri hönd og síðan Sandfellshæð á þá hægri.
EGatvarða við Prestastígldvarpahraunið er yngsta hraunið á svæðinu, rann árið 1226. Þá gaus á u,þ.b. 10 km langri sprungurein. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku. Eldsumbrotin á þrettándu öld yst á Reykjanesskaganum stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226. Þessi hrina er nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Rauðhóll er hluti af eldri gígaröð sem Eldvarpahraunið hefur hulið að allnokkrum hluta. Rauðhólshraunið er talið 2000-3000 ára. Vestan við Sandfellshæð ævagamall hóll, Einiberjahóll. Hann er stakur gígur sem Rauðhólshraunið hefur umlukið.
Í Sandfellshæð er stór gígskál, Sandfellsdalur, og þar á hið mikla hraunflæmi dyngjunnar upptök sín. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir mikil eldsumbrot og öskufall á Reykjanesi á öðrum fjórðungi þrettándu aldar hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg. Önnur gatvarða við Prestastíg
Norðvestan við Sandfellshæðina breyttist landlagið. Nú tóku við móar og síðan, þegar komið var yfir sigdæld milli dyngjunnar og Haugsvörðugjár, varð fínn basaltsandur ráðandi. Sandurinn er upprunninn í Stóru-Sandvík, en eftir að fok hans var heft um miðja 20. öld, snarminnkaði ángurinn á heiðina. Áður hafði honum þó tekist að leggja alla bæina vestan Kalmanstungu og Junkaragerðis í eyði. Gjáin dregur nafn sitt af hól vestast við gjána, Haug. Í kringum hólana er þunnt gjallkennt hraun og er það eldra en 8000 ára. Norðan þeirra taka við Stampahraunin með sínum fjórum sprungureinagígaröðum. Syðsta röðin nefnast Hörsl.
Prestastígur liggur um flekaskilin milli Evrópu- og Norðurameríkuflekanna. Í rauninni eru flekaskilin á öllu miðsvæði landsins frá SV til NA, allt frá norðvestanverðu Reykjanesi austur að Heklu. En ef menn vilja hafa einhver tiltekin mörk þar sem skilin eru nákvæmlega er ekkert verra að hafa þau við Haugsvörðugjá en einhvers annars staðar.
Þá tók við Kinnin og Presthóll sást framundan. Handan hans sást heim að Merkinesi og yfir til Hafna. Tvær gatavörður eru á þessum kafla er stinga í stúf við annars hefðbundnari vörðugerð á leiðinni. Hugsanlega hefur sá, sem falið var vörðugerðin á þessum kafla, viljað annað hvort breyta til eða tjá hug sinn til verksins með þessu framtaki. Og eflaust hefur handverkið fengið mikla umfjöllun í sveitinni og hverjum sýnst sitthvað um framtakið. Þessar vörður eru reyndar táknrænar fyrir það hvað allt öðruvísi getur verið eftirminnilegt.
Þá sást heim að Kalmannstjörn. Heiðin er tekin að gróa upp með staðbundum plöntum, sem er ánægjuleg þróun á vistkerfinu.
Þegar komið var niður í Hundadal var látið staðar numið, en stígurinn liggur áfram til austurs norðan Hafnavegar. Nokkrar vörður við hana standa enn, en aðrar eru fallnar.
Ánægður hópur að leiðarlokumÖll þessi leið er, sem fyrr segir, vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið fjölfarið um aldir. Víða sést hvar umferðin hefur markað alldjúpar götur í hraunið og lausagrjót hefur verið tínt úr götunni og lagt til hliðar. Þetta var aðalleið vermanna af Suðurlandi, sem sóttu sjó frá Höfnum og af Rosmhvalanesi og þar hafa skreiðarlestir verið á ferð. Eins hafa Grindvíkingar lagt leið sína þarna um á þeim tíma sem þeir þurftu að sækja verslun til Básenda og öfugt, því Hafnamenn þurftu áður að sækja verslun til Grindavíkur um aldir.
Hafnir voru fyrr á öldum blómlegur útgerðarstaður og var þar stundaður umfangsmikill búskapur bæði til lands og sjávar. Vermenn fjölmenntu þangað á vertíðum og eru sagnir til um stórfellda útgerð Ketils Ketilssonar í Kotvogi, en hann gerði út þrjú skip á árunum 1870 – 1880 og voru þá um 50 sjómenn á hans vegum auk 22 annarra heimilismanna. Ketill var meðal auðugustu manna landsins á sínum tíma. Hann byggði steinkirkju þá sem enn stendur á Hvalsnesi, en Ketill átti m.a. alla Hvalsnestorfuna og Járngerðarstaði í Grindavík.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín.

Heimildir m.a.:
-Kristján Sæmundsson

Prestastígur

Prestastígur

Arnarbæli

Upp með Arnarbælisveggjum innan við Kirkjuvogslágar ofan Ósabotna í Höfnum liggur vörðuröð.
Varda-33Auk hennar má sjá fallnar vörður, sem verið hafa allstórar á meðan þær stóðu heilar. Ein þeirra er nánast grasi gróin, líklega mið frá Kirkjuvogi eða Kotvogi í Súlur. Nokkrar vörður standa þó enn heilar. Ætlunin er að reyna að fylgja þessum vörðum áleiðis upp í heiðina og sjá hvert þær leiddu. Í leiðinni var stefnan tekin á Arnarbæli, áberandi klapparhól. Á honum er varða.
Þegar skoðuð er örnefnalýsing Vilhjálms Hinriks í Merkinesi um Hafnir má sjá eftirfarandi um göngusvæðið: “
Nú ökum við til baka og tökum veginn, sem liggur til Hafna. Þegar kemur niður fyrir Bringa, sem áður eru nefndir, sjáum við litla tjörn á vinstri hönd, Vötn (í Vötnunum). Í leysingum getur verið þarna vatnsagi talsverður, því landi hallar þarna alls staðar að og verður stór slakki milli Arnarbælis að vestan og Selsins og Gjáhóla að austan. Ofarlega í hvilft þessari, sem er að mestu basaltklappir, eru þrír talsverðir hólar, og heita þeir einu nafni Hvalhólar. Ef við horfum til Arnarbælis, sjáum við bríkur og brúnir, sem lækka til norðvesturs, Arnarbælisveggir, en lægðin kölluð einu nafni Kirkjuvogslágar.
ArnarbaeliÍ nærri beinni línu frá Arnarbæli til norðvesturs eru þrír hólar. Hinn efsti heitir Sjónarhóll. Sá í miðið heitir Torfhóll og er hann þeirra stærstur, með rofhnubb uppi á toppnum. Neðst er strýtumyndaður, grasi vaxinn hóll, sem heitir Grænhóll.”
Skotæfingasvæði Keflavíkur er þarna í heiðinni. Skothvellir heyrðust af og til þegar gengið var samsíða skotstefnunni áleiðis upp í Arnarbæli. Hrunin varða, áður stór, var þar fremst á lágu klapparholti. Þegar komið var upp og inn fyrir skotbrautina kom í ljós stór heilleg varða. Gul málning var á einum steininum. Hún gat því verið landamerkjavarða, líklega á gömlum hreppamörkum.
Varda-34Önnur minni var skammt ofar, með stefnu á Stapaþúfu. Skammt frá henni var minni varða, með stefnu á Arnarbæli. Þegar horft var upp að Hvalhólum, mátti sjá vörðu hægra megin ofan þeirra. Þar er lægð í landið er liggur síðan niður með vestanverðu Arnarbæli.
Á Arnarbæli er varða á hraundrangi. Af honum er hið ágætasta útsýni yfir nágrennið, allt niður í Hafnir. Ekki er erfitt að álíta að Össur hafi gert sér bæli þar fyrrum.
Neðan Arnarbælis eru vörðubrot, en allt umleikis hefur verið tiltölulega greiðfært um heiðina, hvaðan og hvert svo sem ferðinni hefur verið heitið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Hafnir (Hafnahreppur) Vilhjálmur Hinrik Ívarsson skráði; fæddur 12/8 1899, Eyvík, Grímsnesi, Árnessýslu; flytur að Merkinesi í Höfnum 1934.

Arnarbælisgjá

Arnarbælisgjá.

Prestastígur

Ætlunin var að leita og finna hina fornu leið er farin var milli Hafna og Húsatófta fyrrum. Konungsverslunin var um tíma við Húsatóftir, s.s. örnefni og minjar gefa til kynna, og nálægur Staðarprestur þjónaði jafnt Stað og Höfnum. Hann og aðrir þurftu að fara þarna á millum.
Varða í HafnaheiðiEftir að verslunarhöfn í Grindavík lagðist af 1639 og Hörmagnarar hættu verslun í Arfadalsvík 1745 færðist hún yfir á Þórshöfn og Básenda, eða allt til 1799. Áður fóru yfrumsveitungar til Grindavíkur og til baka og omvent eftir það. Stundum var farin “bæjaleiðin” (með ströndinni) og síðan vent upp úr Hundadal á Prestshól, yfir Haugsvörðugjá og þaðan að Rauðhól. En þeir, sem betur þekktu til og oftar þurfu að fara leiðina, fóru stystu leið um Hafnaheiði. Þegar upp á hábrúnina var komið greindist gatan niður að bæjunum. Þeir, sem austar fóru, fyrir Ósabotna eða til Keflavíkur eða annarra útbæja, fóru um Gamla kaupstað, jafnvel með með viðkomu í Miðseli (allnokkrar næstum jarðlægar tóftir þó enn sjáanlegar), Mönguseli, Merkinesseli eða Kirkjuvogsseli.
Það var ekki fyrr en síðar að farið var að ganga “Prestastíg” líkt og nú er gert. Sá hluti leiðarinnar hefur verið endurvarðaður, en vörðurnar á hinni fornu leið um Hafnaheiði eru nú nær allar fallnar, þó ekki allar, en ágæt kennileiti eftir sem áður. Sandfellshæðin (dyngjugígurinn), bara eitt sér, er verðugt skoðunarefni.
Á kaflanum milli Rauðhóls og Húsatófta má m.a. skjól útilegumanna í hraunrásum, þekkt fiskgeymsluhús frá tímum Básendaverslunarinnar og önnur algerlega óþekkt (nema kannski 2-3 núlifandi mönnum). 

Ef skoðuð er örnefnalýsing fyrir þetta svæði má m.a. lesa eftirfarandi: “
Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni  [Súlnagjá] er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Varða í HafnaheiðiKaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður. Gren var í hól þessum áður fyrr, en aldrei í tíð núlifandi manna. Í norðaustur frá því, er við stöndum, er gríðarstór klapparhóll og mest áberandi, dyngjulagaður og mjög sprunginn. Hann heitir Grákolluhóll. Þar norðaustur af er hár, klofinn klapparhóll, Stóri-Klofningur. Dálítið ofar er annar hóll, líkur hinum, en minni, Litli-Klofningur. Báðir eru hólar þessir neðan við sjálfa heiðarbrúnina.
Nú ökum við til baka og tökum veginn, sem liggur til Hafna. Þegar kemur niður fyrir Bringa, sem áður eru nefndir, sjáum við litla tjörn á vinstri hönd, Vötn (í Vötnunum). Í leysingum getur verið þarna vatnsagi talsverður, því landi hallar þarna alls staðar að og verður stór slakki milli Arnarbælis að vestan og Selsins og Gjáhóla að austan. Ofarlega í hvilft þessari, sem er að mestu basaltklappir, eru þrír talsverðir hólar, og heita þeir einu Landamerki Grindavíkur og Hafnanafni Hvalhólar. Ef við horfum til Arnarbælis, sjáum við bríkur og brúnir, sem lækka til norðvesturs, Arnarbælisveggir, en lægðin kölluð einu nafni Kirkjuvogslágar.
Í nærri beinni línu frá Arnarbæli til norðvesturs eru þrír hólar. Hinn efsti heitir Sjónarhóll. Sá í miðið heitir Torfhóll og er hann þeirra stærstur, með rofhnubb uppi á toppnum. Neðst er strýtumyndaður, grasi vaxinn hóll, sem heitir Grænhóll.
Nú er rétt að keyra í Hafnir á afleggjarann, sem liggur til Reykjaness, og athuga kennileiti og örnefni þau, sem sjást og með veginum liggja. Fyrsta hæð, sem við förum yfir, eftir að húsum sleppir, heitir Lúðvíkshæð. Skammt suðvestar er hár, klofinn hóll og á sitthvorum barmi sprungunnar eru vörður. Þetta heita Bræður. Garðlag liggur á hægri hönd til sjávar í stefnu á þykka vörðu með dálitlu tré í. Þetta er Sundvarða fyrir Merkinessund, og skal hún bera í Bræður á aðalsundi.
Útsýni að Reykjanesvita og EldeyUpp af Lágunum við dálítið skarð í hæðarkinninni í vestur frá Norður-Nauthólum eru mjög gamlar rústir. Það heitir Gamla-Merkinessel (Miðsel). Augljóst er, að landkostir hafa daprazt og selið fært upp í Mönguselsgjána. Niður af Arnarbæli til vesturs eru hólar og graslautir og er það svæði nefnt Kúadalir.”
Þegar gengið var upp frá Kirkjuvogi í Höfnum virtist heiðin nokkuð flöt á fótinn framundan, sendin en hálfgróin. Myndarleg ferköntuð varða er áberandi í heiðinni. Á leiðinni að henni var gengið framhjá hlöðnum matjurtargarði vestan undir í lágum hól. Frá vörðunni sást vel upp í Torfhóla, en stefnan var tekin á heiðarbrúnina með stefnu á vestanvert Sandfell. Umhverfi hefur breyst þarna mikið í gegnum aldir, bæði vegna eldgosa fyrrum, síðan vegna mikils sandfoks upp úr Stóru-Sandvík og um heiðina og loks vegna markvissar landgræslu. Vörður og vörðubrot eru á leiðinni, misstórar. Efst á brúninni hefur verið myndarleg varða, nú hálffallin. Frá henni er ágætt útsýni niður að Höfnum og suður að Sandfellshæð. Hausgvörðugjá er á millum. Vörðubrotum var fylgt að gjárbrúninni og síðan áfram upp að mörkum Hafnar og Grindavíkur. Á þeim er varða.
Lokaáfanginn ofan við HúsatóftirGullkollur, fjalldrapi, lyn og einir eru áberandi í mosagróðurfari svæðisins sem nú tók við. Í vesturöxl Sandfellshæðar er varða. Hún virðist hafa verið kennileiti fyrir þá er voru á leið frá Húsatóftum og vildu taka stefnuna beint af Prestastíg áleiðis til Hafna. 
Norðan þessa er “Prestastígur” lítt áberandi í landslaginu. Líklega er ástæðan sú að frá gatnamótunum hefur umferðin dreifst yfir Hafnaheiðina, enda ekki nema u.þ.b. 2 klst gangur til bæja.
Frá vörðunni var Prestastíg fylgt framhjá Rauðhól, yfir Eldvörp og að gatnamótum Staðargötu og Húsatóftagötu ofan Hjálmagjár. Síðarnefnda gatan var loks gengin til enda.
Rétt er að geta þess að gatnamót eru á Prestastíg norðan Rauðhóls. Þar liggur gata af honum til norðurs með stefnu á norðuröxl Sandfellshæðar. Vörðubrot er á hraunkolli utan í hæðinni og efst í henni norðvestanverðri er hlaðið gerði. Þaðan sést vel yfir austurhluta Hafnaheiðar. Þessi leið er sú stysta þegar fara átti fyrir Ósabotna.
Þessi leið er 18.1 km, svolítið styttri en ef farið væri frá Höfnum með ströndinni og síðan vent til vinstri í Hundadal eftir núverandi Prestastíg, enda beinni. Útsýni á leiðinni er stórbrotið, bæði til fjalla og stranda. Líklega hafa einungis örfáir menn gengið þessa leið á þessari öld.
Ætlunin er að fara þessa leið rangsælis við tækifæri og skoða þá betur það smáa er fyrir augu ber á göngunni.

Gangan tók rúmlega 4 klst, en alls varaði ferðin í rúmlega 6 klst með góðum hléum, enda veðrið frábært.Prestastígur

Hafnir

Í bók Guðna Jónssonar, Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur XII, er m.a. fjallað um “Brúðarránið” svonefnda. Erlendur Marteinsson er heimildarmaður og segir hann frá því þegar séra Oddur V. Gíslason, nam konu þá er hann elskaði, á brott frá Kirkjuvogi í Höfnum og flúði með hana til Reykjavíkur einn fagran haustdag árið 1870. Í frásögnum hefur brúðarrán þetta verið sagt hafa verið það “mesta” er um getur hér á landi. Frásögnin er svona:
Oddur“Síra Oddur V. Gíslason var bráðgáfaður maður og þar eftir skemmtilegur í allri umgengni. Einnig lá honum allt í augum upp á veraldlega vísu. Var hann hugvits – og hugsjónarnaður, en ekki að sama skapi heppinn með áform sín. Eitt af því, sem hann gerði tilraun með, líklega fyrstur manna hér á landi, var að gera þorskalifur að verðmætri vöru, bræða úr henni lýsi. Sigldi hann til Englands í þeim tilgangi að læra lýsisbræðslu, en setti sig síðan niður suður í Höfnum, því þar var þá einn mestur merktarmaður Vilhjálmur Kristinn Hákonarson bóndi í Kirkjuvogi. Þar settist Oddur að. Vilhjálmur átti dóttur þá, er Anna hét. Var hún forkunnar fríð og myndarleg og eftir því góð stúlka. Brátt felldu þau Oddur og Anna hugi saman, og kom svo, að þau bundust heitorði með samþykki foreldra hennar.
Nokkur síðar sigldi Oddur öðru sinni til frekari ráðagerða við Englendinga. Hafði hann nú í hyggju að kom aupp postulínsvinnslu á Reykjanesi, og gat hann komið svo málum sínum við enska menn, að þeir lögðu fram fé nokkurt, og var gerð tilraun með postulínsbræðslu. En hvað sem olli, fór tilraun þessi út um þúfur og varð engum að notum. Þá er svo var komið, tók Vilhjálmur karl að snúast á móti ráðahag Odds og Önnu. Hann var þannig gerður, að hann kunni betur við að sjá arð af því, sem í var lagt, og mat menn mjög eftir því, hvernig þeim gekk að afla fjár, eins og einkennt hefir ríkismenn bæði fyrr og síðar. Þar við bættist, að Oddur fór um sinn að blóta Bakkus meira en góðu hófi mundi gegna. En tryggð Önnu helzt óbreytt eftir sem áður.

Kirkjuvogur

Nú líður svo nokkur tími, að tvísýnt þótti um, hvort Oddur og Anna fengju að njótast sökum ofríkis föður hennar. Þá var það einn fagran haustdag í byrjun jólaföstu, að Vilhjálmur bóndi í Kirkjuvogi lá fyrir dýr suður á Reykjanesi. En er rökkva tók, verður fólk í Kirkjuvogi vart við það, að Anna er horfin og sjást engin merki um burtför hennar, nema föt hennar utast og innst fundust úti á kirkjulofti. Er Önnu nú leitað á bæjum þar í Höfnum, en enginn hafði orðið hennar var. Þá er hennar leitað með sjónum og í útihúsum, ef vera kynni, að hún hefði gripið til örþrifaráða, en leitin bar engan árangur. En um kvöldið á vöku kemur Gunnar bóndi Halldórsson í Kirkjuvogi heim, en hann hafði legið fyrir dýr inni í Ósabotnum um daginn. Hann segir þau tíðindi, að ekki muni þurfa að óttast um Önnu, því að Oddur muni vera kominn með hana inn í Voga. Segist hann hafa mætt tveim mönnum á heiðinni, sem að vísu hafi verið búnir sem karlmenn, ern þar muni Anna þó verið hafa reyndar. Eru nú sendir þrír eða fjórir menn á eftir þeim Oddi.
VarðaEn er þeir koma inn á heiði, hita þeir mann með söðulhest. Þeir spyrja hann erinda, en hann segist vera að bíða eftir Oddi Gíslasyni, hann sé að sækja kvenmann suður í Hafnir og eigi hún að ríða hestinum. Sjá nú hvorir tveggju, að þeir eru gabbaðir, og snúa hvorur sína leið. En af Oddi og Önnu er það að segja, að þau fara rakleitt inn í Njarðvíkur til Björns bónda í Þórukoti. Flýtur þar í vörinni sexmannafar með allri áhöfn. Er ekki að orðlengja það, að undin eru upp segl og siglt til Reykjavíkur um nóttina.
Oddur hafði svo ráð fyrir gert, að maður væri sendur þegar í stað úr Njarðvíkum suður að Kirkjuvogi til þess að segja foreldrum Önnu, hvað komið var. Til ferðar þessarar var valinn Björn nokkur Auðunsson, hávaðamaður og svakafenginn nokkuð. Hann kemur að Kirkjuvogi, 
er búið var að loka dyrum. Guðar hann því á glugga, kallar inn og segir: “Þið þurfið ekki að spyrja um hana Önnu. Hún er komin til Reykjavíkur með Oddi V. Gíslasyni”.
KirkjuvogskirkjaVilhjálmur bóndi, sem var nú kominn heim og var í mjög æstu skapi, tók fregn þessari svo, að hann þreif til byssu sinnar og gerði sig líklegan til skjóta út um gluggan á sendimanninn. Hin góða og hægláta kona hans, Þórunn Brynjólfsdóttir prests á Útskálum, gat þó afstýrt þessu tiltæki manns síns. En Vilhjálmur lagðist í rúm sitt og lá síðan lengi vetrar og varð raunar aldrei samur maður eftir þetta, svo stórt var skap hans. Það skal þó tekið fram, að Oddur sættist fullum sáttum við tengdaforeldra sína, og Anna fékk fullan arf, þegar þar að kom, en sú var venja á þeim tímum, ef börn gerðu stórlega á móti vilja foreldra sinna, að svipta þau arfi.
Þau Oddur og Anna giftust á gamlársdag 1870, og var Oddur síðar prestur í Grindavík og þjóðkunnur maður fyrir baráttu sína fyrir slysavörnum á sjó og rit sín og leiðbeiningar um þau efni. Síðar fluttist hann til Vesturheims, stundaði þar prestsstörf og lækningar og andaðist í Winnipeg 1911. Eignuðust þau hjón mörg börn og efnileg.
Að lokum vil ég bæta því við, að atburður sá, sem hér er sagt frá, er mér í fersku minni, þó að ég væri þá aðeins 6 ára drengur í Merkinesi í Höfnum. En Þau Odd og Önnu þekkti ég persónulega að öllu góðu.”

(Handrit Guðlaugs E. Einarssonar í Hafnarfirði veturinn 1934-35 eftir frásögn Erlends Marteinssonar frá Merkinesi, síðar að Kirkjuvegi 10 í Hafnarfirði).

Heimild:
-Guðni Jónsson, Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur XII, 1934-35, bls. 126-129.
Hafnir

Möngusel

Í örnefnalýsingu Vilhjálms Ivars Hinrikssonar frá Merkinsi um Hafnaheiðina má m.a. lesa eftirfarandi:
stapafell-23“Um Stapafell (Stapafellsþúfu) eru hreppamörk Hafna-, Grindavíkur- og Njarðvíkurhreppa. Áður er nefnd krossgata vestan Þrívörðuhæðar. Vegurinn, sem liggur til vinstri, er Stapafellsvegur. Lautin, eða lægðin, er nefnd Lágar. Þegar suður fyrir Lágar kemur, hækkar landið og á hægri hönd er geysimikil hæðarbunga með klappahólum. Norðvestan í hæð þessari eru rústir gamlar og heitir það Kirkjuvogssel. Þar litlu ofar – til hægri – er klofinn, hár klapparhóll, sem heitir Sauðhóll. Þar er gamalt refagren undir klapparbrún mót suðvestri. Það heitir Sauðhólsgren. Dálítið ofar sjáum við bera við loft nokkrar hólóttar hæðir, það eru einu nafni Gjáhólar. Í norðaustur frá hæsta hólnum er lág, bungumynduð, lítil klöpp með tvær holur inn undir, önnur til austurs, hin til suðvesturs, þetta er Gjáhólagren.
Nú komum við að miklu landsigi, er liggur langt suðvestur í Hafnaheiði og til norðausturs í Njarðvíkurheiði. Þetta landsig heitir Súlnagjá. Hér stönzum við og horfum til Stapafells, því að mörgu er að hyggja.
Á hægri hönd, svo sem 300 faðma til norðvesturs, er dálítil flesja milli tveggja hæða, er liggja frá suðaustri til norðvesturs. Á flesjunni er dálítill grasi gróinn hóll með lágum sperrulöguðum helli mót suðvestri, og uppi á brúninni er vörðubrot. Þetta heitir Hellisgreni. Á vinstri hönd ([til] austurs) er nokkuð stór hóll og er nefndur Urðarhóll. Í hól þessum var greni, Urðarhólsgreni. Greni þetta eyðilagði herliðið með jarðróti.
Arnarbaeli-23Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Kaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður. Gren var í hól þessum áður fyrr, en aldrei í tíð núlifandi manna. Í norðaustur frá því, er við stöndum, er gríðarstór klapparhóll og mest áberandi, dyngjulagaður og mjög sprunginn. Hann heitir Grákolluhóll. Þar norðaustur af er hár, klofinn klapparhóll, Stóri-Klofningur. Dálítið ofar er annar hóll, líkur hinum, en minni, Litli-Klofningur. Báðir eru hólar þessir neðan við sjálfa heiðarbrúnina.
Nú ökum við til baka og tökum veginn, sem liggur til Hafna. Þegar kemur niður fyrir Bringa, sem áður eru nefndir, sjáum við litla tjörn á vinstri hönd, Vötn (í Vötnunum). Í leysingum getur verið þarna vatnsagi talsverður, því landi hallar þarna alls staðar að og verður stór slakki milli Arnarbælis að vestan og Selsins og Gjáhóla að austan. Ofarlega í hvilft þessari, sem er að mestu basaltklappir, eru þrír talsverðir hólar, og heita þeir einu nafni Hvalhólar. Ef við horfum til Arnarbælis, sjáum við bríkur og brúnir, sem lækka til norðvesturs, Arnarbælisveggir, en lægðin kölluð einu nafni Kirkjuvogslágar.
Merkinessel-23Í nærri beinni línu frá Arnarbæli til norðvesturs eru þrír hólar. Hinn efsti heitir Sjónarhóll. Sá í miðið heitir Torfhóll og er hann þeirra stærstur, með rofhnubb uppi á toppnum. Neðst er strýtumyndaður, grasi vaxinn hóll, sem heitir Grænhóll.
Nú er rétt að keyra í Hafnir á afleggjarann, sem liggur til Reykjaness, og athuga kennileiti og örnefni þau, sem sjást og með veginum liggja. Fyrsta hæð, sem við förum yfir, eftir að húsum sleppir, heitir Lúðvíkshæð. Skammt suðvestar er hár, klofinn hóll og á sitthvorum barmi sprungunnar eru vörður. Þetta heita Bræður. Garðlag liggur á hægri hönd til sjávar í stefnu á þykka vörðu með dálitlu tré í. Þetta er Sundvarða fyrir Merkinessund, og skal hún bera í Bræður á aðalsundi.
Landið á hægri hönd, að Merkinesvör, er nefnt Flatir(nar). Þá er komið að hringmynduðum grjótgarði á vinstri hönd. Það heitir Innstigarður. Upp frá Innstagarði liggur breitt lægðardrag allt upp að Norður-Nauthólum og kallast einu nafni Merkineslágar. Skammt upp frá Innstagarði er gróin laut og við vesturbrún hennar eru gamlar rústir og stór varða með gati neðst er þar hjá. Þetta er kallað Strákur. Nokkuð langt ofar er lítil varða á klapparhorni, sem heitir Stelpa.
Midsel-21Upp af Lágunum við dálítið skarð í hæðarkinninni í vestur frá Norður-Nauthólum eru mjög gamlar rústir. Það heitir Gamla-Merkinessel. Augljóst er, að landkostir hafa daprazt og selið fært upp í Mönguselsgjána. Niður af Arnarbæli til vesturs eru hólar og graslautir og er það svæði nefnt Kúadalir. Nú höldum við áfram veginn að öðrum grjótgarðinum á vinstri hönd. Það heitir Skipagarður. Þangað voru vertíðarskipin sett í Merkinesi og geymd milli vertíða. Niður á sjávarkampinum er varða með stöng. Hún skal bera í vörðu, sem við sjáum aðeins í norðaustur frá Skipagarði, skammt frá veginum.
Heiðarbríkurnar til suðurs frá Skipagarði heita Sjómannagerði. Þar sést móta fyrir grjótgörðum og hafa þeir verið notaðir til að herða á fisk fyrr á tímum.
Þá ökum við meðfram Merkinestúngarði og sem leið liggur, unz við förum framhjá háum, blásnum hól á vinstri hönd. Hann heitir Syðri-Grænhóll. Nokkru vestar er ekið framhjá háum klapparhól með vörðubroti á. Hann heitir Stóridilkur.

hafnaheidi-233

Skammt neðar er minni hóll strýtulaga. Hann heitir Litlidilkur. Þar næst ökum við yfir túnið á Kalmanstjörn. Junkaragerði er á hægri hönd (nánar síðar). Nú ökum við yfir dalverpi vestan túnsins á Kalmanstjörn og heitir hann Hundadalur. Uppi á hæðinni til vinstri eru tvær vörður á lágum hólum, þannig hlaðnar, að gat er gegnum þær báðar neðst. Þetta heita Grindarhólar.
Dálitlum spöl ofar er sérkennilegur klapparhóll, áþekkur gömlum torfkofa í laginu. Hann heitir Bæli, mikið notaður sem mið, bæði við leiðir og lendingar og eins á grunnamiðum. Þar, en ofar eru tvær vörður með litlu millibili á klöppum og heita þær Systur. Til suðausturs upp frá Kalmanstjörn er holt, sem liggur frá suðvestri til norðausturs, og nokkru hærra til norðausturs, með vörðubroti á, svo sem 1 km frá bænum; það heitir Merarholt.
Nú liggur leiðin framhjá Stekkhól og áfram að Kirkjuhöfn. Þegar við erum í dálitlu skarði með Kirkjuhafnarhól á hægri hönd, er hóll á vinstri hönd og markar fyrir garðrústum á köntum hans, en sjálfur er hóllinn nærri flatur að ofan. Þetta er talinn vera kirkjugarðurinn í Kirkjuhöfn. Hvenær kirkjan hefur verið lögð niður, er ekki áreiðanlega vitað, en líklegt er talið um miðja 14. öld. Sagt er, að bein hafi verið flutt frá Kirkjuhöfn til Kirkjuvogskirkju, þegar kirkjan var flutt frá Vogi, sem hefur verið einhvern tímann upp úr 15. öld. Þeim, sem kynnast vilja nánar um þetta, er bent á bók Magnúsar Þórarinssonar, Frá Suðurnesjum, bls. 74.
Þegar við rennum augum til suðvesturs, frá Kirkjuhafnarhól, þá sjáum við tvo grasi vaxna, nokkuð stóra hóla upp frá Sandhöfn. Þetta eru Sandhafnarhólar. Á syðri hólnum eru margar rústir og líklegt eftir fjölda þeirra, að þar hafi verið að minnsta kosti tvíbýli. Gamlar réttir og gerði hafa verið suður frá bænum og standa partar af görðum þessum ótrúlega vel enn í dag. Lengst til suðvesturs ber við loft mikil hæð skammt upp frá Hafnabergi og uppi á henni er klappahóll með vörðubroti. Þessi hóll heitir Bjarghóll.”

Heimild:
-Merkinesi í Höfnum,17/4 1978, Vilhjálmur Hinrik Ívarsson.

Miðsel

Miðsel – uppdráttur ÓSÁ.

Hunangshella

Eftirfarandi frásögn Ólafs Ketilssonar, Kirkjuvogi í Höfnum, frá árinu 1886 um komu hans í Kirkjuvogssel birtist í Rauðskinnu hinni nýrri árið 1971:

Kirkjuvogskirkja-201

“Frá því á yngri árum og fram yfir fimmtugsaldur fékkst eg oft við refadráp, einkum þó á haustum. Fór eg oft langt upp til heiða, þá er gott var veður, og leitaði tæfu uppi í greni sínu. Það er vandi tófunnar, að liggja inni í greninu á daginn, en fara á kreik milli sólarlags og dagseturs. Var legan því aldrei löng við grenið og liðu stundum ekki nema fáar mínútur frá því að umsátin byrjaði og þar til tófan kom út. Hins vegar voru fjörulegurnar þrautaverk, sem reyndi á þorifin; þá varð oft að liggja 4-6 klukkutíma í kólgugaddi, og mátti aldrei hreyfa sig hið minnsta, því að tófan hefir, eins og kunnugt er, afar skarpa heyrn og verður tortryggin við hvert hljóð, sem hún heyrir og kannast ekki við, eða á ekki von á.
Kirkjuvogssel-201Í desember 1886 fór eg einn dag upp til heiða á refaveiðar. Veður var tvísýnt, er eg lagði af stað, norðaustan stormur og þykkt loft. Þá er eg kom upp að svo nefndum Klofningum, sem er um það bil 1 1/2 tíma gangur frá Kirkjuvogi, hitti eg þar á greni, og  var tófa inni. Eg mjó mér þegar til skýli og lagðist fyrir. En um sama leyti gekk vindur til suðausturs með rokstormi, og  var þá orðið kafþykkt loft, svo að óðum dimmdi, því að ekki sást til tungls. Þá er eg hafði legið um þriðjung stundar var komin krapaslydda og myrkur. Stóð eg því upp og bjóst til heimferðar, og stefndi beint niður í Ósabotna, á svo nefnda Hunangshellu, en þaðan er góður hálftíma gangur með sjónum heim að Kirkjuvogi.
Kirkjuvogssel-202Þá er eg var búinn að ganga nokkurar mínútur, slitnaði skóþvengur minn; en þar eð komið var slagveður, tók eg skóinn í höndina, því að eg bjóst við að vera kominn alveg að svo nefndu Kirkjuvogsseli, en þar eru gamlar seltóftir; ætlaði eg að laga þar þveng minn í skjólinu. Eg kom og þangað eftir nokkurar mínútur. Eg fór inn í eina tóftina, þar sem skýli var sæmilegt, og fór að basla við að laga skóþvenginn og tókst það loks. En er eg var að binda skóinn, þá heyrist mér, sem sagt sé við eyrað á mér: “Ólafur!”

Kirkjuvogssel-201

Kirkjuvogssel – uppdráttur ÓSÁ.

Eg hélt, að þetta hefði verið misheyrn, og tók vettlingana mína og fór að vinda úr þeim. En þá er aftur kallað snöggt í eyra mér: “Ólafur!” Greip eg þá byssuna, spennti hana upp og sagði: “Hver er að kalla?” Eg fékk ekkert svar og heyrði ekkert annað en köll þessi.
Þó að eg yrði ekki hræddur við köllin, urðu þau þó til þess, að eg hljóp við fót undan veðrinu alla leið niður að Hunangshellu, og varð eg því miklu fljótari en ella.
En er eg var að koma að Hunangshellu, þá var því líkast, sem stór fuglahópur þyti við eyru mín, og á sama vetfangi rauk hann upp með afspyrnuveður af norðvestri og moldöskubyl. Var veðrið svo mikið, að eg ætlaði ekki að geta haldið mig að sjónum, og var það þó eina lífsvonin, og með fram flæðarmálinu rakti eg mig loksins heim. Engan efa tel eg á því, að hefði eg ekki heyrt koll þessi í selinu, sem svo mjög flýttu ferð minni, þá hefði eg orðið úti um nóttina.”

(Handrit Ólafs Ketilssonar)

Heimild:
-Jón Thorarensen – Köllin í Kirkjuvogsselinu, Rauðskinna hin nýrri (Reykjavík, 1971), I, 165-167.

Hafnir

Kirkjuvogur 1873.

Víkingaskip

“Fornleifarannsóknir í Höfnum á Reykjanesi gefa til kynna að menn hafi vanið komur sínar til Íslands fyrir árið 870 og nýtt sér gæði landsins hluta úr ári. Fornleifafræðingur segir fyrri kenningar þegar vera fallnar.
Vog-2Fornleifarannsóknir á mannvistarleifum í Höfnum á Reykjanesi benda til þess að þar sé fundinn skáli sem hafi verið byggður talsvert fyrir hið hefðbundna landnám undir lok níundu aldar. Fornleifafræðingur telur að í skálanum felist nánari skýring á ástæðum þess að landnámsmenn settust að á Íslandi.

Byggðasafn Reykjanesbæjar og Fornleifafræðistofan standa að rannsóknum við Kirkjuvogskirkju, sem hófust árið 2009. Þá var um það bil fjórðungur skálans grafinn upp og benti margt til þess að um merkilegan fund hafi verið að ræða, segir dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur í samtali við Fréttablaðið en hann stýrir rannsókninni.

“Þegar skáli finnst á Íslandi er að öllu jöfnu gengið út frá því að þar sé um venjulegan bóndabæ að ræða en þá verða að vera fleiri byggingar í næsta nágrenni, líkt og fjós, smiðja, búr og skemmur og þess háttar. Þrátt fyrir mjög ítarlega leit, bæði með jarðsjá, prufuholum og loftmyndum, finnast engin önnur hús í næsta nágrenni við skálann og þá veltir maður því fyrir sér hverslags byggingu er um að ræða.”

Vog-3

Bjarni bætir því við að niðurstöður kolefnisaldurs-greiningar gefi nú til kynna að skálinn hafi verið yfirgefinn á árabilinu 770 til 880, sem gefi tilefni til að áætla að hann hafi verið byggður fyrir hið “sagnfræðilega landnám” sem er jafnan miðað við árið 874.

“Mín vinnukenning er sú að um sé að ræða útstöð frá Norður-Evrópu, Skandinavíu eða bresku eyjunum, þar sem menn komu hingað í þeim erindagjörðum að nýta sér þær auðlindir sem hér var að finna, til dæmis bjargfugl og egg, fisk, hvalreka, og ekki síst rostungstennur.”

Bjarni segir þetta kollvarpa hefðbundnum skýringum á landnámi Íslands. “Þannig hefur búseta á Íslandi þróast úr því að vera útstöð hluta úr árinu yfir að endanlegu landnámi. Það kemur í stað þess að ímynda sér síðhærðan, reiðan kóng í Noregi sem rak höfðingja í burtu til Íslands. Það er hreinasti tilbúningur og rómantísering á upphafi okkar, til að réttlæta Íslendinga sem hluta af efri stétt Skandinava.”

Bjarni bætir við að þó að ljóst sé að gamlar “kreddukenningar” um upphaf Íslandsbyggðar séu fallnar að hans mati, eigi aðrar kenningar erfitt með að rata inn í sögubækur vegna hinnar eðlislægu íhaldssemi sagnahyggjunnar.

Rannsóknum í Höfnum er þó ekki að öllu lokið þar sem nú stendur yfir uppgröftur á miðhluta skálans og lokahnykkurinn verður næsta sumar.”

Heimild:
Fréttablaðið 4. júní 2011, bls. 4Vog-1

Arnarbælisgjá

MBÞ hafði samband við FERLIR og benti á áhugaverðar hleðslur í Arnarbælisgjá í Hafnaheiði. Taldi hún að hleðslurnar gætu verið að einhverju leyti merkilegar.
Hleðsla í ArnarbælisgjáÍ Hafnaheiði eru nokkrar langar og djúpar gjár, s.s. Arnarbælisgjá, Mönguselsgjá og Súlnagjá, auk Hrafnargjár sunnan Súlna. Í og hjá gjám þessum eru minjar á allnokkrum stöðum. Margar eru nýlegri eftir ameríska varnarliðsmenn, en heiðin var æfingarsvæði þeirra yfir hálfrar aldar skeið, og eldri eftir heimamenn og þá miklu mun eldri. Sumar tengjast augljóslega selstöðum í heiðinni, s.s. Kirkjuvogsseli, Mönguseli, Merkinesseli og Miðseli, aðrar eru vegvísar fyrir ferðalanga á brýr yfir gjárnar og enn aðrar skjól refaskyttna.
Hleðslur og aðrar leifar eftir hermenn eru bæði með gjánni og ofan við hana, sennilega eftir herinn við æfingar. T.d. eru leifar af timburskúrum ofan og neðan við gjána, sem grjóti hefur verið hróflað að. Eftir standa gólf og grjóthrófið. Þá virðist sem hermenn hafi verið að nota gjána til æfinga í skotgrafahernaði. Hleðslur sem skjól eru víða og drasl hefur sest að í skjóli við gjárvegginn. Leifar blyshylkja o.fl. liggja í gjánum, sem á köflum er bæði djúp og víð, sumstaðar gróin í botninn.
Vestari veggirnirEitt grjótskjólið í grunnum gjáarhluta er áhugaverðara en önnur. Norðan við það er fallin mosavaxin varða. Veggirnir eru þrír og skarast þeir vestari líkt og þar hefði verið hlið. Vestan við skjólið er gjáin djúp, en greiðfær. Hrunið hafði lítillega úr bergveggjunum eftir nýjustu jarðskjálftana Suðvestanlands. Við hinn endann er einnig hlaðið byrgi, skeifulaga og óvandaðra. Enn annað byrgi er skammt vestar, en með vandaðri hleðslum. Ef gengið er áfram með gjánni má sjá fleiri hleðslur, en óvandaðar. Beggja vegna hennar eru hlaðnir stuttir og lágir “veggir” fyrir skyttur.
Fyrstnefnda hleðslan er þó líklega ekki upprunalega frá hernum, heldur virðist hann hafa notað þarna eldra mannvirki. Norðan við hleðslurnar, á brúninni, eru leifar af vörðu er fyrr sagði, sem hermenn hlóðu ógjarnan, enda leifarnar augsjáanlegar eldri. Þá virðast hleðslurnar þannig að herinn hafi ekki gert þær því hermennirnir hlóðu ekki slíka vandaða veggi, heldur hrúguðu grjótinu upp. Þarna gæti því hafa verið rúningsrétt eða nátthagi fyrir fé, líklega frá Merkinesseli. Brú er yfir gjána austan við hleðslurnar. Austurveggurinn er fallinn að nokkru, sennilega vegna ágangs, en vesturveggirnir eru heillegir, um 80 cm háir.

Hleðslur undir Arnarbælisgjá

Sunnar eru Stapafell og Súlur. Bæði fellin er að hverfa vegna gegndarlausrar og óhóflegrar efnistöku. Síðarnefnda fellið virðist heillegt í fjarlægð, en þegar nær er komið má sjá að þar eru nú einungis “leiktjöld”, þ.e. að efsti hlutinn hefur verið látinn halda sér á meðan nagað hefur verið utan af fellinu allt um kring.
Stapafell og Súlur mynduðust undir ís og í sjó. Þar er mikið bólstraberg með ólívínkristöllum neðst í bólstrunum. Ástæður fyrir myndun bólstrabergs eru lítt kannaðar en talið er, að mismunur hitastigs hrauns og vatns og þrýstingur í vatninu hafi áhrif á myndun þess. Í bólstrunum er ólívín (meira neðst vegna sökks), plagíóklas og ágít (svart). Svört lög í Stapafelli eru aska (bendir til blandaðs goss), sem hefur setzt til í vatni (mjög reglulega lagskipt). Sprungur liggja víða í gegnum Stapafell. Í Súlum er bólstraberg í kjarnanum og má nú sjá bera bergganga í því er liggja upp undir topp. Ofan á er móbergshetta, sem bendir til þess að gosið hafi haldið áfram undir íshellunni eftir að undirstaðan hafði náð að “fóta sig” ofan sjávarmarka.

Hleðslur undir Arnarbælisgjá

Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni. Mikið er um misgengi um gjárnar í Hafnaheiði. Heiðin hefur mikið breyst á tiltölulega stuttum jarðfræðilegum mælikvarða.
Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta og þá verða jarðskjálftar. Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi. Á Íslandi eru misgengi og gjár með SV-NA stefnu algengastar sunnanlands en hins vegar er S-N stefna ríkjandi norðanlands.
Í Hafnaheiðinni eru mörg misgengisþrep sem eiga smám saman eftir að liggja hvert upp af öðru líkt og Hjallamisgengið, sem er um 5 kílómetra langt og hæst er það um 65 metra hátt. Hreyfingar eru stöðugt á þessu svæði og því lítið um harða jarðskjálftakippi.
Hrófl um horfinn kofa í heiðinni - Súlur fjærMisgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár. 1. Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Arnarbælisgjá). 2. Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). 3. Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlandsbrotabelti).
„Þverbrotabelti“ er notað um sniðgengi eða kerfi sniðgengja sem tengja ása rekhryggja. Hér á landi eru tvö slík brotabelti, Tjörnesbrotabeltið sem tengir suðurenda Kolbeinseyjarhryggjar við Norðurgosbeltið, og Suðurlandsbrotabeltið sem tengir Reykjanes og Austurgosbeltið.
Helstu „hnikþættir“ á Íslandi eru Reykjaneshryggur og Kolbeinseyjarhryggur, sem hliðrast til austurs um Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltin. Hreyfingar Ameríku- og Evrasíuflekanna, sem þarna mætast, reka frá hvorum öðrum að jafnaði um 1 cm á ári til hvorrar áttar.
Tilurð þessara íslensku brotabelta er vel þekkt. Hryggjakerfi Norður-Atlantshafs rekur til vest-norðvesturs tæpan sentimetra á ári miðað við heita reitinn undir austlægri miðju landsins og með því að flæði möttulefnis undir Íslandi út frá þessari miðju er helsti drifkraftur flekahreyfinga, þá „leitast“ rekbeltin við að vera yfir heita reitnum.
Súlur að vestanverðuÍ 15 milljón ára jarðsögu Íslands hefur slíkur gosbeltaflutningur orðið að minnsta kosti þrisvar.
Þverbrotabelti einkenna allt rekhryggjakerfi jarðar, sem er um 60.000 km langt, og skiptist í búta sem hnikað er til hverjum miðað við annan. Almennt tengjast þverbrotabeltin ekki heitum reitum, heldur virðast þau hafa myndast um leið og rekhryggurinn sjálfur og haldast síðan nokkuð stöðug. Myndun þeirra er því sennilega háð spennusviðinu sem ríkti þegar hryggurinn var að myndast.

Rekbeltið á flekamótum

Frekari lesningu um misgengi er til dæmis að finna í greinum Páls Einarssonar í Náttúru Íslands og Náttúrufræðingnum, svo og í Jörðinni (JPV útgáfa, Rvk. 2005).
Reykjanesrekbeltið er einkennandi fyrir Reykjanesskaga og þar er að finna fjölmargar sprungur, misgengi og mjóa sigdali sem stefna í norðaustur-suðvestur átt (Jón Jónsson, 1967). Á Reykjanesskaganum beygja plötuskilin til austurs en það eru fjögur eldsstöðvarkerfi sem liggja skálægt á plötuskilunum. Þekkt eru tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Hvert gosskeið stóð í allt að fjórar aldir með um þúsund ára hléi á milli. Í ljósi þeirrar vitneskju og rannsóknum á eldri gosum, er líklegt að eldvirkni hafi verið svipuð, á fyrri hluta nútíma. Þessi eldstöðvarkerfi eru Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið, Brennisteinsfjallakerfið og Hengilskerfið. Reykjaneseldstöðvarkerfið liggur í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt. Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum.
Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega Rauðu örvarnar yfir Arnarbælifyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess. Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári.
Meðan gengið var um svæðið flugu 11 breskir rauðir örvafuglar (listflugsveitin Rauðu örvarnar) yfir með látum. Hún hafði verið pöntuð sérstaklega í tilefni dagsins. Elton John hvað?
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-María Berglind Þráinsdóttir.
-flensborg.is
-visindavefur.is
-Málfríður Ómarsdóttir, Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp.

Súlur að sunnanverðu

Duushús

2. Keflavík – Hafnir

-Nikkelsvæðið
Nefnt svo vegna meintrar nikkelmengunar á svæðinu neðan við Háaleiti. Einnig olíumengun. Nú er Vatnarliðið búið að afhenta Reykjanesbæ svæðið, olíugeymar hafa verið fjarlægðir, skipt hefur verið um jarðveg að mestu og svæðið undirbúið undir íbúðarbyggingar.

-Hitaveitutankarnir
Rauðu pípurnar frá Svartsengi – heita vatnið…
Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja hf. er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

Pattersson

Lífstöðugrjót við Pattersson flugvöll.

Hitaveita Suðurnesja rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir um 240 °C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og því hversu ríkur hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhitavökvi um 80 °C heitur sem ekki er nýttur í orkuverinu er hleypt út á hraunbreiðuna. Jarðhitavökvi blandaður þéttivatni háhitagufunnar myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísl og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa Lónið hf. rekur baðstaðinn við Bláa lónið, göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga og framleiðir húðverndarvörur undir merkinu Blue Lagoon.

-Varnarliðið
nýtt hlið tekið í notkun, kostnaður við það…..
Nýtt varðskýli kostaði um 100 millónir kr. í byggingu, líkt og 5 einbýlishús.

Í maí s.l. (2004) voru liðin 53 ár frá undirritun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Meðmælendur samningsins segja hann eina mikilvægustu ákvörðun íslenskra stjórnvalda á seinni tímum og eina þá heillavænlegustu. En hún átti sér nokkurn aðdraganda.
Alvarleg staða heimsmálanna á seinni hluta síðustu aldar hafði áhrif á íslensk stjórnvöld, m.a. valdataka kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948, fyrsta kjarnorkusprenging Sovétríkjanna í september 1949 og upphaf Kóreustríðsins í júni 1950. Árið 1949 gerðist Ísland stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og var varnarsamningurinn við Bandaríkin gerður á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins. Honum er ætlað að tryggja varnir Íslands og stuðla að friði og öryggi áþví svæði sem samningurinn tekur til.
Varnarliðið samanstendur af mörgum aðskildum starfseiningum innan Bandaríkjahers, en þar starfa einnig hermenn og fulltrúar frá Hollandi, Noregi, Danmörku og Kanada. Um 750 Íslendingar starfa fyrir varnaliðið (en þeim fer fækkandi). Varnarliðið rekur ratsjárstöðvar, annast skipa- og kafbátaeftirlit, flugvallarekstur, þyrlubjörgunarflug, fjarskipti og landvarnir.

Hafnir

Ankeri Jamestown í Höfnum.

Það var árið 1941 að Ísland og Bandaríkin gerðu með sér herverndarsamning. Samningurinn batt í raun endi á þáverandi hlutleysisstefnu Íslands. Sama ár komu fjögur þúsund landgönguliðar til landsins. Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands kom til landsins, en að því tilefni var haldin stærsta hersýning, sem um getur. Árið 1943 var bandaríski heraflinn á Íslandi hvað fjölmennastur, eða um 45.000 manns. Þá voru hér á landi um 50.000 hermenn (einnig frá Bretlandi og Kanada), eða álíka margir og allir fullorðnir karlmenn á Íslandi. Á haustdögum tók að fækka í heraflanum.
Keflavíkurflugvöllur var lagður af bandaríkjaher í heimstyrjöldinni síðari. Skömmu eftir hernám landsins hófu Bretar flug frá Kaldaðarnesi á bökkum Ölfusár og sumarið 1941 hófst flug þeirra frá Reykjavíkurflugvelli, þrátt fyrir að gerð hans væri ekki að fullu lokið. Jafnframt voru sléttaðir lendingarstaðir á nokkrum stöðum er nota mátti í neyð. Einn slíkur neyðarflugvöllur var útbúinn á Garðskaga og voru það fyrstu flugvallarframkvæmdir á Suðurnesjum.
Bandaríska herráðið áætlaði lagningu stórs flugvallar fyrir sprengju- og eftirlitsflugvélar á suðvesturhorni landsins ásamt minni flugvelli fyrir orrustuflugsveit er þar höfðu aðsetur. Beindust augu Bandaríkjamanna strax að Suðurnesjum, enda Bretar þegar með vísi að flugvelli á Garðskaga og svæðið nánast hindrunarlaust til flugs.

Nafnið á vellinum kom frá flugmanni, sem hafði farist í flugi frá Reykjavíkurflugvelli. Vél hans flæktist í vírum við brautarendann og skall í Skerjafjörðinn (SJ). Flugvöllurinn hlaut þá nafnið Keflavíkurflugvöllur og varð alþjóðaflugvöllur í eigu Íslendinga.

Það var árið 1946 sem íslensk stjórnvöld höfnuðu beiðni Bandaríkjamann um afnot af landi undir herstöðvar til langs tíma. Keflavíkursamningurinn var undirritaður og ákveðið að bandarískt herlið yfirgefi landið, en Bandaríkjamenn hafi áfram tiltekin afnot af Keflavíkurflugvelli. Flugvöllurinn var síðan afhentur Íslendingum. Árið eftir yfirgáfu síðustu bandarísku hermennirnir svæðið.
Árið 1949 gerast Íslendingar stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu. Aðildin veldur innanlandsdeilum og óeirðum við Alþingishúsið. Fyrstu hersveitir Bandaríkjahers koma til landsins 7. maí 1951 og setja upp bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli. Þær voru undir stjórn hershöfðingja í landhernum, sem laut stjórn Atlantshafsherstjórnar NATO og Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna. Vallarsvæðið og nágrenni verður meginathafnasvæði varnarliðsins. 1955 var fjarskiptastöðin Broadstreet við Seltjörn flutt til Grindavíkur.
Húsnæði varnarliðsins var mjög takmarkað í fyrstu. Þúsundir hermanna höfðu búið í braggahverfum í námunda við flugvöllinn á styrjaldarárunum, en flestar þessara bráðabirgðabygginga voru rifnar eða gengu úr sér á árunum eftir stríð. Þá þurfti flugvöllurinn, sem upphaflega var með þeim stærstu í heimi, allmikla endurbóta við.

Kotvogur

Kotvogur.

Varnarliðið hefur allnokkrum sinnum komið við sögu björgunarmála. Má þar t.d. nefna Vestmannaeyjagosið 1973 og Goðastrandið 1994. Árið 2001 fékk þyrlubjörgunarsveitin viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa frá því að hún kom til landsins árið 1971.
Í upphafi fimmta áratugar síðustu aldar var Háaleiti fyrir ofan Keflavík einungis sorfinn jökulruðningur. Efst á honum trjónaði háreist gígopið (þar sem flugstjórnarturninn á Keflavíkurflugvelli stendur nú). Norðan þess stóð Kalka, hvítkölkuð stór varða, áberandi landamerki og kennileiti á Miðnesheiði.

-Hafnavegur
Sjá má gamla Hafnaveginn hægra megin við núverandi veg.

-Patterson flugvöllur
Ljóst var að flytja þyrfti mikinn fjölda flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu. Lagning flugvallanna tveggja, Patterson á Njarðvíkurfitjum og Meeks á Háaleiti hófst snemma árs 1942. Var Patterson flugvöllur tilbúinn til takmarkaðrar umferðar strax um sumarið er flugvélum 8. flughersins bandaríska var flogið til Bretlands með viðkomu á Grænlandi og Íslandi. Meeks flugvöllur, er við þekkjum nú sem Keflavíkurflugvöll, var tekinn í notkun í apríl 1943 og framkvæmdum við flugvellina lokið þá um haustið.
Patterson flugvöllur þjónaði orrustuflugvélum Bandaríkjamanna sem önnuðust loftvarnir á suðvesturhorni landsins til stríðsloka, en Meeks var áningarstaður í millilandaflugi eins og æ síðan. Einu umsvif Breta á Keflavíkurflugvelli (Meeks) voru starfsemi Liberator flugvéla, sem flogið var til stuðnings skipalestum og aðgerðum gegn þýskum kafbátum. Þessar flugvélar, sem aðsetur höfðu í Reykjavík, voru stórar og þungar til að geta athafnað sig þar fullhlaðnar við allar aðstæður. Lögðu þær því gjarna upp í eftirlitsflug frá Keflavík, þar sem þær höfðu aðsetur í Geck flugskýlinu, en lentu í Reykjavík að ferðinni lokinni þar sem áhafnirnar höfðu aðsetur.
Rekstri Pattersen flugvallar var hætt að styrjöldinni lokinni sumarið 1945, en fámennt herlið annaðist rekstur Meeks flugvallar til ársins 1947, en bandarískir borgarlegir starfsmenn tóku við rekstrinum samkvæmt Keflavíkursamningnum, sem gerður var milli Íslands og Bandaríkjanna haustið 1946.

-Lífsstöðugrjót

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja.

Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.
Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

-Gamla sorpeyðingarstöðin
Reykjanesbær, Gerðahreppur, Sandgerðisbær, Grindavíkurbær og Vatnsleysustrandarhreppur eiga og reka saman, sameignarfélag með ótakmarkaða ábyrgð undir nafninu Sorpeyðingarstöð Suðurnesja s.f. (Suðurnes Incinerator Autority) skammstafað S.S. Heimili þess og varnarþing er í Njarðvík. Tilgangur félagsins er að eiga og reka hina nýju móttöku-flokkunar- og eyðingarstöð Kölku í Helguvík. Ennfremur að annast þjónustu og á sviði sorphirðu og móttöku úrgangs í sveitarfélögunum og önnur verkefni sem sveitarfélögin kunna að fela félaginu, á sviði úrgangs og endurvinnslumála.
Frá og með 1. apríl 2004 flutti starfsemi S.S. í nýja móttöku-flokkunar- og eyðingarstöð í Helguvík sem ber nafnið Kalka. Þar fer fram öll móttaka á sorpi frá sveitarfélögunum og fyrirtækjum á starfsvæði stöðvarinnar samkvæmt verðskrá. Þar er einnig rekin gámasvæði fyrir almenning sem og í Grindavík og Vogum, þar sem íbúar svæðisins geta komið með úrgang frá heimilum til endurvinnslu og eyðingar gjaldfrítt.
Nýja stöðin Kalka sem getur brennt allt að 12.300 tonnum úrgangs á ári er með mjög fullkomin hreinsunarbúnað til að halda mengun frá stöðinni í algjöru lágmarki. Jafnframt er unnin orka úr sorpinu sem gefur um 4.5 mw af varmaorku sem knýr gufutúrbínu sem framleiðir um 450 kw af rafmagni eða um helmingi meira en stöðin þarfnast sjálf. Hitaveita Suðurnesja á og rekur rafstöðina og sendir raforkuna út á dreifikerfi sitt en afgangsvarmaorkan er nýtt til að hita upp hús og plön Kölku.
Annar úrgangur sem til fellur á Suðurnesjum um 6.000 tonn verður að stærstum hluta sendur í endurvinnslu. Stefnt er á að endurvinnsluhlutfall verði yfir 80% á svæðinu að meðtalinni orkunýtingui í Kölku.
Auk þess að þjóna sveitarfélögunum fimm á Suðurnesjum tekur Kalka á móti úrgangi frá varnarsvæðum og flugþjónustusvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá er stöðin einnig útbúin til að eyða sóttmenguðum úrgangi sem og ýmsum flokkum spilliefna sem falla til hér á landi.

Hunangshella

Hunangshella.

Kalka
Nafnið vísar til vörðu sem nefndist Kalka og skipti löndum meðal 4 sveitarfélaganna á Suðurnesjum en er nú horfin undir flugbrautir á Keflavíkurflugvelli. Hún var hvítkölkuð á lit og var kennileiti af sjó.

-Stapafellið
sem er að hverfa…..
Stapafellið er frá síðasta jökulsskeiði. Það er að mestu úr bólstrabergi, líkt og Súlurnar og Þórðarfellið. Malargryfjur Íslenskra aðalverktaka eru í fjallinu. Flutt hefur verið slíkt magn úr því að nú liggur fyrir fjallinu að hverfa alveg. Í Stapafelli er “stærsti bólstri í heimi – Sig. Þórarinsson).

-Landnámsmenn
Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er kveðið á um að Steinunn gamla hafi fengið Rosmhvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og er talið að hann hafi haft bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru. Eyvindur bjó í Kvíguvogum. Hann skipti síðan á því landi við Hrolleif Einarsson á landi í Þingvallasveit þar sem hann bjó að Heiðarbæ, en flutti síðan að Bæjarskerjum á Romshvalanesi. Ásbjörn Özurarson fékk land frá Hvassahrauni að Álftanesi og Þórður skeggi fékk land norðan við Ingólf þar sem nú er Mosfellsveit. Herjólfur fékk land frá Kotvogi að Reykjanestá, en Molda-Gnúpur þaðan að Selatöngum. Austar var Þórir haustmyrkur (Krýsuvík) og Álfur Egzki austan Selvogs að Ölfusárósum.

-Ósabotnar
Af veginum á Þrívörðuhæð, beint af augum, sjást Ósar, eða Kirkjuvogur, en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndst vegna landsigs. Vísbendingar um það er að minnst er á 50 kúa flæðiengi, sem lægi undir jörðina Vog sem var norðan Ósa, í Vilkinsmáldaga frá 1397. Ósar eru eitt af náttúruverndarsvæðum landsins. Þar er óvenjuleg fjölbreytni í lífríki fjöruborðsins auk fuglalífs.

-Vörður
Vörður eru við gömlu þjóðleiðina, en flestar fallnar. Þær tvær sem nýlega hafa verið hlaðnar eru gerðar fyrir Varnarliðið. Á þær eru fest upplýsingaspjöld um tilkomu Bandaríkjahers hér á landi 1941 er þeir tóku við af breska hernámsliðinu. Ýmsir kampar voru vítt og breitt um Suð-Vesturland. Í fyrstu var búið í Nissen-skálum Bretanna, en svo nefndust braggar, sem þeir höfðu reist. Bandaríkjamenn reistu síðan aðra tegund af bröggum, sem þóttu bæði reisulegri og betri mannabústaðir.

-Vopnageymslur varnarliðsins
Vopnageymslur hersins austan Pattersonflugvallar eru nú að mestu aflagðar. Líklegt er talið að svæðið muni verða afhent íslenskum yfirvöldum innan ekki langs tíma. Nú eru einungis hluti geymslanna í notkun og þá með meira og minna fornfálegum skotfærum.

-Hunangshellan
Spölkorni lengra er Hunangshella klöpp norðvestan vegarins (á hægri hönd). Gamall niðurgrafinn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöppinni – nú grasi gróið. Sjálf Hunangshellan er stærri hluti klapparinnar sjávarmegin, nokkuð löng klöpp sem hallar móti norðvestri. Á háflóði eru 25-30 metrar á milli Hunangshellu og sjávarborðs. Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. En þessi meinvættur var svo vör um sig að engin leið reyndist að komast í færi til að vinna á henni – ekki fyrr en einhverjum hugkvæmdist að smyrja hunangi á klöppina. Á meðan dýrið sleikti hunangið skreið maður með byssu að því og komst í skotfæri. Sagt er að hann hafi til öryggis rennt þrísigndum silfurhnappi í hlaup framhlaðningsins en fyrir slíku skoti stenst ekkert, hvorki þessa heims né annars.
Finngálkn er það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.
Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annara þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki. Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni. Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta.
Hellan er síðan kölluð Hunangshella og er hún við landsuður-horn Ósanna hjá alfaraveginum milli Keflavíkur og Hafna. Sumir hafa farið villu vega og nefnt tiltölulega slétta klöpp við veginn þessu nafni.

Hlið

Nýja hliðið inna á Varnarsvæðið.

-Teigur
Þegar ekið er áfram í vestur meðfram Ósum er komið að gamalli heimreið. Á hægri hönd sést eins konar steyptur strompur. Það mun vera það eina sem eftir er af mannvirkjum býlis sem hét Teigur og er reyndar ekki strompur heldur gömul undirstaða vindrafstöðvar sem framleiddi rafmagn fyrir loðdýra- og síðar svínabú sem þar var sett á stofn snemma á 6. áratug síðustu aldar. Það var rekið fram á síðari hluta 8. áratugarins og mun hafa verið eitt fyrsta stóra svínabú landsins og sem slíkt merkilegur áfangi í nútímaiðnvæðingu landsins en fóðrið var matarúrgangar frá mötuneytum í herstöðinni á Vellinum (en með honum streymdu hnífapör og annað dót í Hafnir). Bóndinn í Teigi hét Guðmundur Sveinbjörnsson, var frá Teigi í Fljótshlíð, lærður skósmiður og hafði rekið skósmíðastofu í Reykjavík þegar hann setti upp búið í Teigi. Og þótt það sé aukaatriði má geta þess að Guðmundur í Teigi mun hafa verið einna fyrstur manna til að kaupa og nota japanskan ,,pikköpp-bíl” hérlendis – en Guðmundur í Teigi mun hafa verið á undan sínum samtíðarmönnum í ýmsu sem laut að tækni.

-Annað sem tilheyrir Höfnum
Hafnir byggðust upp í kringum mikið útræði. Hefur byggðin nafn sitt af tveimur fyrrum stórbýlum, Sandhöfn og Kirkjuhöfn, sem nú eru í eyði. Var fjölmenn byggð í Höfnum og útræði mikið á stórum bátum allt fram til aldamótanna 1900.

Keflavík og Njarðvík runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Hafnir eru annað landstærsta sveitarfélagið á Reykjanesi en byggð þar er fámenn nú miðað við það sem áður var.

Þorpið
Byggðin, Kirkjuvogshverfi í Höfnum, er dæmigert ,,svefnþorp” því flestir sækja vinnu til Keflavíkur eða upp á Völl. Frystihús var reist upp af gömlu bryggjunni árið 1943 af Eggerti Ólafssyni og fleirum og var starfrækt fram á 8. áratug 20. aldar en stóð þá ónotað um margra ára skeið þar til fiskeldi hófst í hluta þess. Sú starfsemi lagðist af með gjaldþroti en nú er rekið Sæfiskasafn í húsinu. Laxeldisstöð er skammt sunnan við þorpið og 2 verksmiðjur úti á sjálfu Reykjanesinu, önnur sem framleiðir salt úr jarðsjó en hin sem notar hveragufu til þurrkunar á sjávarfangi. Fiskvinnslu og verkun í Höfnum stundaði Eggert Ólafsson fram á 9. áratuginn í síðara húsinu sem hann byggði og er upp af nýrri hafnargarðinum og aðrir í nokkur ár eftir að hann hætti. Í því húsi er nú starfrækt líftæknifyrirtæki (og merkt upp á ensku ,,Bio Process”). Um annan atvinnurekstur er ekki að ræða í Höfnum ef undan er skilin smábátaútgerð. Frá Kirkjuvogshverfi er stutt sigling á fengsæl fiskimið. Vegna veðra er hafnaraðstaðan þó ófullnægjandi og hefur oft orðið tjón á bátum í stórviðrum. Þjóðvegurinn út á Reykjanes og áfram til Grindavíkur liggur í gegn um Kirkjuvogshverfi og hefur umferð um veginn aukist jafnt og þétt í áratugi enda er svæðið sunnan Hafna sérkennilegt, einstakt og áhugavert í fleiri en einu tilliti.

Kirkjuvogshverfið nefnist Hafnir í daglegu tali en þar hafa búið 80-120 manns sl. 2 áratugi. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 hverfi (lendingar), þ.e. Kalmanstjörn, Merkines og Kirkjuvog. Nú er byggðin öll í gamla Kirkjuvogshverfinu auk íbúðarhúss í Merkinesi og í Junkaragerði.
Á 19. öld var Kotvogur í Höfnum eitt stærsta býli landsins. Þar bjuggu m.a. 3 forríkir útvegsbændur mann fram af manni, þeir hétu allir Ketill og eru oftast nefndir Katlarnir þrír. Annað stórbýli var Kirkjuvogur í Höfnum þar sem búið hafa margir höfðingjar. Á 19. öldinni bjó í Kirkjuvogi dannebrogsmaðurinn Wilhjálmur (Christinn) Hákonarson (1812-1871), en þannig er nafn hans stafað á leiði hans í Kirkjuvogskirkjugarði. Vilhjálmur átti 2 dætur. Önnur þeirra hét Anna. Heimiliskennari í Kirkjuvogi var þá ungur menntamaður, Oddur V. Gíslason, og felldu þau Anna hugi saman. Þegar ungi maðurinn bað um hönd dótturinnar brást faðir hennar hinn versti við og þvertók fyrir ráðahaginn. Afleiðingin varð eitt frægasta og æsilegasta brúðarrán Íslandssögunnar. Sættir tókust þó síðar. Oddur varð prestur í Grindavík við mikinn orðstír og var m.a. upphafsmaður að sjóslysavörnum á Íslandi. Af honum er mikil saga sem endar í Bandaríkjunum.
Vilhjálmur Kr. Hákonarson reisti þá kirkju sem nú stendur í Höfnum. Hún er úr timbri og var vígð árið 1861. Vilhjálmur lést 10 árum seinna 59 ára að aldri. Ekkert er eftir af Kirkjuvogsbænum en kirkjan stendur nánast á bæjarhlaðinu enda nefnist hún Kirkjuvogskirkja og sóknin Kirkjuvogssókn. Ketill Ketilsson (1823-1902) dannebrogsmaður og útvegsbóndi í Kotvogi, stundum nefndur Mið-Ketill vegna þess að hann tók við búi af föður sínum og Ketill sonur hans tók svo við búi af honum, hefur ekki viljað vera minni maður en Vilhjálmur í Kirkjuvogi og byggði kirkju úr timbri á Hvalsnesi í Miðneshreppi, en þá jörð átti hann. Kirkjuna lét hann síðar rífa og byggja aðra stærri og íburðarmeiri úr tilhöggnu grjóti. Sú kirkja var vígð 1887 og stendur enn.
Sem dæmi um stærð Kotvogs á dögum Mið-Ketils á 19. öld má nefna að þá var bærinn alls 16 hús og mörg þeirra stór, 38 hurðir á lömum og 72 í heimili á vertíðinni. Bærinn í Kotvogi var enn reisulegur og stór um aldamótin 1899/1900. Hinn 5. apríl 1939 brann íbúðarhúsið og fórst þrennt í brunanum. Pakkhús úr timbri var austast og fjærst eldinum og skemmdist því ekki . Því var breytt í íbúðarhús og notað sem slíkt til 1984. Það stendur enn ásamt nokkrum útihúsum en allt er það illa farið og ekki svipur hjá sjón (stendur á kampinum strax vestan við Sæfiskasafnið). Stór grasi vaxinn hóll rétt hjá Kotvogi hægra megin götunnar þegar horft er í vestur nefnist Virkishóll.
Gamli Hafnahreppur var stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetrum – víðáttumikil hraunúfin flatneskja og sandflæmi að stórum hluta. Nyrðri hluti landsins er nokkuð gróið hraun en syðri hlutinn eldbrunnið, uppblásið og hrikalegt svæði. Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim.
Á sl. 25 árum hefur hraunið ofan við Hafnir tekið stakkaskiptum vegna aukins grasvaxtar sem er árangur landgræðslu sem stunduð hefur verið með flugvélum á Reykjanesskaganum auk þess sem sáð hefur verið í vegkanta af starfsmönnum Vegagerðar ríkisins. Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma. Sunnan hennar var sauðfé bannað. Síðar var svæðið stækkað með því að sett var horn á girðinguna uppi í hrauninu og girt norður að Ósum og sá hluti girðingarinnar sem lá fram í sjó að vestanverðu var lagður niður.
Mikið og fjölbreytt fuglalíf er í hrauninu, m.a. talsvert af rjúpu í góðum árum, talsvert af kjóa og einstaka smyrill. Nokkuð er um æðarfugl við Ósa en æðarvarp er ekki svipur hjá sjón eftir að minnkurinn kom á svæðið. Mikið er um sjófugl og mest byggð í Hafnabergi og Eldey. Hafnir eru eitt af mestu veðravítum landsins og þar er sjaldan logn. Hvöss austanátt með rigningu getur staðið svo dögum og vikum skiptir, einkum á haustin og eirir engu sökum vindálags. Oft bresta stórviðri á fyrirvaralaust eins og hendi sé veifað. Mest og hættulegust veður nefna Hafnamenn ,,aftakastórveltu af suðvestri” (í einni slíkri eyðulögðust tún að vestanverðu í Kirkjuvogshverfi og í Merkinesi). Hríðarbyljir og skafrenningur eru algengir að vetri – snjói á annað borð. Og þótt ekki séu nema 9 km frá Höfnum til Njarðvíkna er veðurfar gjörólíkt.
Nýr uppbyggður vegur var lagður frá Höfnum út á Reykjanes um miðjan 9. áratug nýliðinnar aldar.

Hafnir

Hafnir.