Tag Archive for: Hellar

Búri
Þá var lagt af stað í Búra, enn og aftur. Að þessu sinni var tilgangurinn að þjálfa og undirbúa nýliða til að takast á við væntanlega hellaferð í Goðahraun. Aflóga vegstikur voru gripnar upp á leiðinni. Framlag Vegagerðarinnar til undirheimanna. Ætlunin var færa stikurnar í endurnýjun lífdaga, þ.e. nota þær til merkinga í Búra.
Gengið um fordyri BúraEkið var eftir slóða upp á Búrfell. Fálki tók sig á loft og fleytti vangdýfur til vesturs. Tignarleg sjón. Afturendaleifar á hæsta steini benda til þess að hann eigi sér makahreiður í björgunum neðanverðum. Frá efstu brún Búrfells var fetuð gata norðvestan og niður með fellinu að Ólafskarðsvegi, gengið þvert yfir hann að jarðfallinu, sem geymir op hellisins.
Annars ósnertur mosinn umhverfis geymdi spor þriggja manna – engin spor lágu til baka.
Bakpokar voru geymdir upploftis, hundar bundnir og allt skilið eftir, sem ekki var beinlínis þörf fyrir. Mittismál allra þátttakaenda uppfylltu ströng skilyrði áframhaldsins.
Búraopið er slíkt að skilyrða þarf að gæta; fætur niður, hægri handleggurinn niður og sá vinstri upp, snúningur og niðurdráttur. Með því lagi einu er hægt að komast niður í ískjallarann; fordyri Búra. Þar neðan við var sett upp stika með glitmerki Sparisjóðs Reykjavíkur. Sérstakur styrkur af hans hálfu var afþakkaður vegna áhugaleysis um að koma nýjungum á framfæri við viðskiptavini sína, þ.e. pappírslaus greiðsluseðlaviðskipti í gegnum rafnrænan heimabanka samviskusamlegra viðskiptavina hans. Þörf áminning í myrkrinu.
Gengið um hrunhluta BúraFordyrið klikkar aldrei. Þrátt fyrir að dagar grýlukertanna væru taldir þetta sumarið stóðu klakadrílin enn undir nafni. Leiðin var fetuð milli þeirra – og upp hrunið að handan. Þegar inn fyrir þrengingu þar var komið hélt gangan áfram ofan á fyrrum loftum hins víðganga Búra; þrenging, gengið niður á við, upp á við, þrenging og haldið niður á við. Þarna var sett stika, enda hefur reynslan sýnt að ekki er alltaf auðvelt að finna þröng opið í bakaleiðinni. Úr þeirri áttinni hverfur það í skriðu. Stika var sett við þrenginguna til að koma í veg fyrir að beinagrindur kunni að finnast þar í framtíðinni.
Haldið til vinstri og niður á við. Í bakaleiðinni gleymist þessi sýn gjarnan – því þá þarf að fara til hægri og upp á við. Allt slíkt er mikilvægt að leggja á minnið þegar gengið er um hellarásir. Búrarásin er tiltölulega auðveld, enda ekki um aðrar leiðir að velja, en rétt að nýta  tækifærið til að þjálfa nauðvirkileg neðanjarðarskilningarvitin.
Hér í frá, líkt og áður, þarf að gæta vel að því hvar stigið er niður. Ennisljósin eru nauðsynleg í Búra sem og handlukt að auki.
Búri - að endinguEftir allnokkurt ferðalag um jafnfallið hraun úr loftum er komið að sléttum gólffleti. Lofthæðin er um 20 metrar og breiddin um 12 metrar. Héðan er hægt að fara með veggjum og ganga þvert milli þeirra á sléttu gófinu. Framundan er ein myndarlegasta hraunrás norðan Alpafjalla; jafnsléttir veggir, brúnleitir, alsettir smáum“gaseggjum“. Þá lækkar rásin í tvennum skilningi; annars vegar lækkar lofthæðin og hins vegar lækkar gólfið. Lítill haunfoss er á skilunum. Frá honum er stutt að Svelgnum, um 18 metra djúpum hyl innst í rásinni. Lengra verður ekki farið að sinni án sigbúnaðar. Sjá má leifar festinga sem Björn Hróarsson og félagar notuðu þegar þeir sigu fyrstir manna í Svelginn (sjá stórvirkið „Íslenskir hellar“ eftir BH). Rautt glitmerki Hellarannsóknarfélagsins er við mörkin til marks um endimörk rásarinnar. Stiku var bætt um betur.
Ferðin inn eftir þessari tæplega kílómetralangri hraunrás hafði tekið u.þ.b. 30 mínútur. Ferðin til baka tók svipaðan tíma, með staldri við áhugaverðar hraunmyndanir, þökk sé fyrrum vegstikunum.
Sá, sem ætlar að ferðast um Búra, ætti að gefa sér a.m.k. 3 klst til þeirrar ferðar. Bæði þarf að fara mjög varlega í hrunum, sem varða 3/4 rásarinnar, og þá er að mörgu að hyggja á leiðinni. Góður ljósabúnaður er því og nauðsynlegur.
Þegar komið var upp úr rásinni barst söngur lóunnar á móti þátttakendum, heitkennt sumarloftið og vindurinn hafði þegar lagst til hvílu þetta kvöldið. FRÁBÆRT.
Ferðin tók 3 klst og 3 mín.

Búri

Búri.

Brennisteinsfjöll

Ætlunin var að ganga upp Fagradal og inn í Brennisteinsfjöll. Tilgangurinn var að skoða bæði Kistuhella og Kistufellshella, og jafnvel Eldborgarhella. Í Kistuhrauni eru þekktir á þriðja tug hella eins og KIS-24 (yfir 1000m langur), Snjólfur fullan af dropsteinum, KIS-21, KIS-07, KIS-09, KST-07, KST-06 og hellirinn KIS-09 er sérlega áhugaverður hellir og þar er margt að skoða. Í Kistufelli eru rúmur tugur hella og það stórir, líkt og KST-05 (Loftgeimur), KST-06 (Kistufellsgeimur), KST-07 (Jökulgeimur) og KST-08 (Ískjallarann). Í Eldborgarhrauni er vitað um á annan tug hella, margir af þeim smáir, en þó einnig stórir s.s. FERLIR(enn ókannaður að hluta) og Lýðveldishellir.
útsýniSvæðið á Brennisteinsfjöllum (Kistufell, Kista og Eldborg) er ótrúlegur undraheimur … ósnertir litskrúðugir hellar og einstök náttúrufyrirbæri … og því nauðsynlegt að standa vörð um þessa einstöku veröld.
Upp úr Hvammadal var fylgt gömlum stíg upp hraunfoss, sem kemur þar niður hlíðina að sunnanverðu. Þennan stíg var m.a. farið á milli Kaldársels og Krýsuvíkur, en í seinni tíð einkum af rjúpnaveiðimönnum og göngufólki. Þegar upp á brúnina var komið var beygt til vinstri því ætlunin var að fylgja stíg austur með brúninni yfir á slétta hraunshellu Kistuhrauns, sem liggur þar milli Kistufellshraunsins í austri og Eldborgarhraunsins í vestri. Undir hinu síðarnefnda og vestar sjást fleiri Eldborgarhraun.
Á leið upp á brúnina kom í ljós stórt gat niður í u.þ.b. 30 m rás. Neðri hlutinn endar þar sem koma saman gólf og loft. Hafri er í gólfi. Efri hlutinn endar í hruni, en annað minna op er ofar. Eflaust væri hægt að fara lengra inn og áfram undir hraunið með viðeigandi búnaði. Rásin var nefnd Hvammabrúnshellir.

Hvamma

Eftir að gengið hafi verið fyrir gróft apalhraunið ofan brúnarinnar var komið inn á slétt og bert helluhraunið. Að spölkorn genginni var komið var upp á brúnina. Þaðan blasti við hið fallegasta útsýni; Kistufell lengst til vinstri (602 m.y.s), Kistugígarnir í miðið og Eldborg (570 m.y.s.) (Eldborgir) lengst til hægri. Auðvelt var að sjá hvernig landið lá framundan. Handyrtur þátttakandi festi útsýnið á blað, enda ekki hægt að taka mynd af því á eitt myndskeið. Við þessa mikilfenglegu sýn hallaði einn leiðangursmanna sér að öðrum og sagði: „Veistu hvenær þú ert kominn á leiðarenda?'“ „Við dauðann“, svaraði hinn að bragði. „Nei“, ekki alveg, dauðinn er einungis lokaáfanginn. Þú ert loksins kominn á leiðarenda þegar þú getur snert sjóndeildarhringinn. Sjáðu“, sagði hann, og teygði fram höndina mót fjallahringnum þar sem himinn og jörð runnu saman.

Brennisteinsfjöll

Ofan Fagradals.

Á leiðinni upp eftir komu í ljós nokkur falleg vatnsstæði í grónum bollum grunnra hraunrása. Í einni þeirra voru op inn í sæmilegar rásir. Tekin voru hnit, en rásirnar ekki skoðaðar að þessu sinni.
Þegar komið var undir brúnir Kistu var haldið upp eftir vestanverðum hlíðunum og staðnæmst við op Lýðveldishellis (KIS-30). Hellir þessi er skammt neðan (suðaustan) undir lítilli eldborg austan undir brúnum Háborgar (Eldborgar þeirrar er stendur hæst á brúnum Brennisteinsfjalla, en Eldborgin sjálf er skammt norðar, mjög umfangsmikil, en stendur lágt í hrauninu. Hæst ber norðurbrún hennar). Guðmundur Löve og Þröstur Jónsson fundu þennan helli árið 1994, þann 17. júní. Þeir voru þá á ferð þarna í mikilli þoku og rigningu þegar þeir svo til duttu niður um opið á þessum 200 metra helli. FERLIR leitaði hans á sínum tíma og uppgötvaði þá Þjóðhátíðarhelli Norðamanna (HVM-07), en þann dag bar einmitt upp á 17. maí. Hellisopin eru ekki langt frá hvoru öðru, en reyndar í sitt hvoru hrauninu.

17. maíÞá var stefnan tekin á FERLIR suðvestan undir Háborginni. Hellirinn, sem er með þeim litskrúðugri á landinu, var skoðaður hátt og lágt. Í fyrstu virtist hluti neðri rásarinnar hafa hrunið að hluta því hinn fallegi og einstaki grænleiti hraunfoss fannst ekki við fyrstu sín. Þegar reyndari hellamenn fóru síðan um rásirnar og beygðu inn í þær á réttum stöðum kom hann í ljós, á sínum stað og óskemmdur.
Næst var tekið hús á Kistuhellunum nokkur austar. Kistuhraun er suðsuðvestan við Kistufell, nær miðja vegu milli Kistufells og Eldborgar í Brennisteinsfjöllum. Efst á brúnum er mikil hraunbunga sem nefnd hefur verið Kista. Eldstöðin samanstendur einkum af tveim stórum gígum. Gígarnir eru báðir sporöskjulaga og hvor um sig um 150 metrar á lengd. Kringum eldvörpin sem hafa verið virk samtímis hefur hlaðist upp mikil hraunbunga. Svo virðist sem hrauntjörn hafi verið í gígunum um tíma og þá haft afrennsli um hraunhella.
Hraunið leggst ofan á Kistufellshraun í norðri og Hvammahraun í suðri og því yngra en þau enda talið runnið nálægt árinu 1000 eða um það leyti sem íslenskir ráðamenn voru keyptir til þess af norsku hirðinni að taka upp kristna trú og má því með sanni kalla kristnitökuhraun. Hraunið er hér nefnt Kistuhraun í heild sinni en sumstaðar er sá hluti þess sem rann niður af Lönguhlíð ofan Breiðdals nefnt Breiðdalshraun.

JökulgeimirÍ nóvember 2002 héldu Björn Símonarson, James Begley og Jakob Þór Guðbjartsson til hellaleitar í Brennisteinsfjöll. Var gengið í átt að Kistufelli. Í hrauninu milli Kistufells og Eldborgar á Brennisteinsfjöllum skráðu þeir félagar 16 hella. Þeir tilheyra flestir sama kerfi og eru því göt í sama hraunstraumi. Heildarlengd hraunrásarkerfisins er um 600 metrar, þ.e. vegalengdin frá upptökum að þeim stað sem nýrri hraun renna yfir er um 600 metrar. Kerfið er nokkuð flókið og rennur í mörgum samsíða hraunrásum. Rásirna eru frá 10 m á lengd og upp í 1000m. Þarna eru m.a. tveir hellar hlið við hlið (KIS-5) með fallegum flórum. í KIS-07 renna þrjár rásir saman og mynda fallega og stóra rás. Góð lofthæð, rennslisform, fallegir bekkir og gljáandi veggir. Heildarlengd hellisins er um 130 metrar. Um nokkuð flókinn helli er að ræða með nokkrum hellismunnum. Í KIS-09, sem er um 130 metrar á lengd, er um að ræða flókið kerfi sem liggur í a.m.k. tveim samsíða rásum sem tengjast með þröngum göngum. Í hellinum eru fallegir hraunfossar og ísmyndanir. KIS-24 er mikill og glæsilegur hellir með mörgum fallegum göngum. Þunnfljótandi hraunlag hefur slétt út gólfin og myndað þunna skán. Afhellar eru hingað og þangað. Ein rásin liggur þvert á meginrás og úr henni nokkrar aðrar. Fallegir bálkar með veggjum og litadýrð. Gljáfægðir separ í loftum, hraunsúlur og svo mætti lengi telja. Nokkrar 100 metra rásir eru þarna og fjölmargar styttri eða hringrásir. Þarna væri hægt að dvelja klukkustundum, eða jafnvel dögum saman og alltaf finna eitthvað nýtt.

Í BrennisteinsfjallahellumHellirinn er langt í frá fullkannaður en heildarlengd hans hefur verið áætluð 800 metrar. Þá má nefna KIS-27, sem einnig hefur verið nefndur Sá græni. Þessi hellir sem fékk viðurnefnið „Sá græni“ er um 240 metra langur. Niðurfallið er djúpt og í því gróður sem hellirinn dregur nafn sitt af. Þaðan eru um 40 metra löng göng upp eftir rennslisstefnu hraunsins og tvenn göng niðureftir, önnur um 60 metrar og hin um 140 metra löng. Fremur þröngt er víðast í hellinum og á sumum stöðum skiptast göngin í þrenn göng sem sameinast síðan aftur.
Þá var haldið yfir að hraunróti norðaustan hellasvæðis Kistu. Á leiðinni var gengið fram á tvö op. Undir því fyrra var um 100m rás. Hafraður hraunflór var í botninum. Þegar gengið var upp eftir rásinni var hægt að komast upp um op þar. Skammt norðar var lítið gat niður í jörðina og grönn rás. Hún var ekki könnuð að þessu sinni. Hæðin, sem myndar undirstöðu Kistunnar er mun eldra, líklega frá sama tíma og Kistufellið. Gróið er í sauminn svo auðvelt var að fylgja honum upp í Kistuna. Kistan er, eins og fram hefur komið, tvö eldvörp, um 120m hvort. Út frá þeim liggja fallegar hrauntraðir, bæði til suðurs og norðurs.
Í BrennisteinsfjöllumÞegar komið var niður að hinum stóru Kistufellshellum var ákveðið að fara einungis inn í einn þeirra að þessu sinni, Jökulgeimi. Snjór var framan við opið, en þegar inn var komið blasti við hvítt jökulgólfið, grýlukerti úr loftum og fallegir „ísdropsteinar“ á gólfi. Hitastigið inni var rétt um frostmark og það í júlí. Ekki var haldið inn yfir hrunið og inn í rásina að þessu sinni.
Skammt norðvestan við hellasvæðið var myndarlegt vatnsból. Þegar komið var inn á slétt Eldborgarhraunið á nýjan leik með stefnu niður að Fagradalsbrún kom í ljós op. Inn undir þar var u.þ.b. 30m löng rás, alveg heil, sem opnaðist í hinn endann. Botninn er sléttur, hæðin um 2m og breiddin um 5 m. Henni var gefið nafnið Opið. Erfitt er að koma auga á það í annars sléttri hraunhellunni, en við það eru tveir steinar, annar ofan í hinum.

Ferðin niður að Fagradalsbrún gekk vel, sem og niðurgangan. Útsýni er fallegt ofan af brúninni yfir Breiðdal, Undirhlíðar, Háuhnúka, Móskarðshnúka og yfir nánast allt höfðuborgarsvæðið að handan.
Björn Hróarsson hafði fyrir skömmu farið á þær hellaslóðir, sem lýst hefur verið. Hann flaug þangað með þyrlu. Sú ferð tók hann 12 mín. Hann lenti þá við Lýðveldishellinn og varð þar eftir með öllum búnaði. Að því búnu heimsótti hann 18 hella og fann einn nýjan fullan af dropsteinum er hann nefndi Snjólf. Sá hellir fannst ekki í þessari FERLIRsferð.

ÚtsýniVið athugun Björn kom í ljós að Lýðveldishellirinn er í Kistuhrauni en ekki í hraunum Eldborgar. Þá gekk hann á Eldborg, skoðaði gatið við Eldborgina (HVM-19), þá yfir í Þokuslæðing (Áttatíumetrahelli) og þaðan í Þjóðhátíðardagshelli Norðmanna, í Ferlir og dvaldi þar um stund, þá inn fyrir fimm hellismunna í KIS-24 og þvældist þar lengi … „Báða þessa hella þarf að kortleggja en það kæmi mér ekki á óvart þótt þær væru yfir kílómetri hvor um sig“ … gekk þá upp Kistuhraunið að meintum helli við hraundrýli (KIS-15) en var ekki markvert, gekk þá um eldvörp Kistunnar og fann þar hellinn Snjólf fullan af dropsteinum, þaðan var haldið í hellana vestur frá Kistu og margir þeirra skoðaðir og myndaðir, svo sem þessir og fleiri, KIS-21, KIS-07, KIS-09, KST-07, KST-06, hellirinn KIS-09 er sérlega áhugaverður hellir og þar margt að skoða … „Þá var gengið að Kistufellshellunum … og þar sem annars staðar á svæðinu tókst mér að laga lýsingar verulega“ … dvaldi hvað lengst í KST-05 (Loftgeimur) en einnig í KST-06 (Kistufellsgeim), KST-07 (Jökulgeim) og KST-08 (Ískjallarann) … gekk þaðan að gígnum og síðan töluvert á einhverja vitlausa punkta … og þaðan að götunum sem við tókum punkta á í snjónum (fyrir ári)… með mikilli leit í og með að götunum tveim … þau fundust ekki … og annað gatið sem við tókum punkt af í snjónum var ekki neitt…
Kistufell En hitt alveg geggjað … það er um 7 metra djúp gjóta og mér tókst að klifra þangað niður (og upp aftur) við illan leik … á botni þessarar 7 metra djúpu gjótu sést niður í hellisrás milli tveggja grjóthnullunga sem varna för niður í hellinn … Þarna þarf sem sagt vaska menn með járnkarla …. til að opna niður og um að gera að benda þeim á sem næst verða þarna á ferðinni með járnkarla í hendi að fara niður og færa til grjótið …. hafa þarf þó línu því það er ekki á allra færi að klifra niður og upp úr holunni … þaðan var gengið fram á brún Kerlingargils og niður það við illan leik … enda byrðin mikil og þreytan enn meiri … úrvinda komum við niður að bifreið sem beið okkar neðan Kerlingargils …. þá var klukkan korter yfir eitt eitt eftir miðnætti … og tók ferðin þvi 17 klukkustundir … og mátti ekki lengri vera … en hefði tekið um 20 klukkustundir ef ekki hefði verið notast við þyrlu … en var held ek vel varið … í það minnsta batnaði lýsingin á svæðinu og hellum þess verulega.“
Lokaorðin verða Björns og er óhætt að taka undir sérhvert orð með honum: „Svæðið þarna uppi á Brennisteinsfjöllum (Kistufell, Kista og Eldborg) er ótrúlegur undraheimur … og ósnertur … við þurfum að standa vörð um þessa einstöku veröld.“
Ferðin, sem tók 12 klst, var í einu orði einstök – enda gengið um einstakt svæði. Af því var gengið í 5 klst og 45 mín. Frábært veður.

Í Brennisteinsfjöllum

Í Brennisteinsfjöllum.

Bálkahellir

Afleiðingar Suðurlandsskjálftans 2008 hefur haft víðtækari áhrif en talið hefur verið. Upplýst hefur verið að skjálftinn hafði bæði skyndiáhrif á fólk og langtímaáhrif á bæði bústaði þess og umhverfi, einkum í Hveragerði, á Selfossi og nærbyggðum. Fréttir hafa borist af öllu þessu og myndir verið sýndar – þær nýjustu af sprungum og misgengismyndun í fjöllunum ofan Hveragerðis. Hveravirkni hefur og aukist verulega.
FERLIR í BrennisteinsfjöllumHljóðara hefur farið um áhrif skjálftans á hraunhellana á svæðinu: Lögreglan hefur t.a.m. lokað Raufarhólshelli í Þrengslum vegna hruns. Búri, stærsti hraunhellir Suðvestanlands, hefur þó ekki verið skoðaður og virðist lögreglan ekki hafa lokað honum. Ef miða á við hrun í Leiðarenda í Stórabollahrauni allnokkru vestar ætti Búri nú að teljast varhugaverður. Arnarhreiðrið (-kerið) hefur heldur ekki verið skoðað og er það þó mun nær upptökum skjálftans (ofan Þorlákshafnar). Ekki er heldur vitað til þess að yfirvöld hafi kíkt í Bálkahelli í Klofningum (Krýsuvíkurhrauni). Engin viðvörun hefur í það minnsta komið frá þeim um að varhugavert geti verið að ferðast um hraunhellana fjölmörgu á skjálftasvæðinu – og eru þeir þó þar  fjölmargir (auk Búra, Arnarkers og Raufarhólshellis). Fólk þarf þó ekki að hafa hafa svo miklar áhyggjur því hraunhellar þessir hafa hrist af sér ótölulegan fjölda jarðskjálfta í þúsundir ára, án þess að falla saman. Að vísu má sjá ummerki eftir skjálftana í hellunum, en frostverkunin í þeim er þó öllu áhrifameiri. Í raun ættu almannavarnanefndir á svæðunum að vara fólk stöðugt við að fara um hellarásirnar á vetrum vegna hættu á hruni, en þær hafa ekki gert það fram að þessu a.m.k. Líklegt má telja að Snorri hafi orðið fyrir einhverju hnjaski, jafnvel FERLIR, Kistuhellarnir og Kistufellshellarnir stóru í Brennisteinsfjöllum, Nátthagi eða Rebbi á Stakkarvíkurfjalli.
Allt á þetta þó eftir að skoðast af fulltrúum almannavarnanefnda svæðanna – og meta. Rétt væri að tryggja alla hella svæðisins og gera síðan kröfu um bætur ef af röskun yrði vegna jarðskjálfta. Allt eru þetta jú bæði metanleg og ómetanleg náttúruverðmæti.

Í Leiðarenda

Hallshellir

Hæðin vestan við Hrafnagjá, ofan Gjábakkavegar, nefnist Sigurðarselsbrekkur. Norðan hennar tekur Hábrúnin við, en austan hennar eru Syðri- og Nyrðri Svínahólar.
HellishæðarfjárhellirÁ fyrrnefnda hólnum er há og myndarleg varða er vísar leiðina. Sunnan og vestan við hólana eru miklir grasgróningar. Vestsuðvestan við Syðri Svínhól er Hellishæð. Skammt vestan hennar er Hellisvarðan ofan við Litlu Hellishæð.
Gangur að fjárhellinum í Hellishæð frá Gjábakkavegi tekur u.þ.b. 6 mín. Sjá má glitta í vörðuhrólfið vestan við hæðina, rétt ofan við trjátoppana. Þegar upp á hæðina er komið liggur ljóst fyrir að þarna er fjárskjól; allt grasi vaxið umleikis, hleðslur framan við stórt op og hið myndarlegasta skjól innundir.
Í örnefnalýsingu fyrir Þingvallahraun og birtist í Árbók Fornleifafélagsins 1937-1939 segir m.a. um þennan stað: „Við norðvesturhorn Sigurðarsels er Hellishæð. Það er há hæð, sem snýr h. u. b. í austur og vestur, með skógi vaxna grasbrekku að sunnanverðu. Uppi á henni er hellir, ei alllítill, sem notaður var frá Skógarkoti til fjárgeymslu. Hann var mörgum hellum betri að því leyti, að hann var talsvert hár, en blautur var hann þar, sem gólfið var lægst. Lægð lítil er við vesturenda Hellishæðar; fyrir vestan hana er Litla-Hellishæð, dálítill hóll með vörðubroti; sunnan undir henni, niður á Brún, er klettahóll, sem heitir HellishæðarfjárhellirÞorkelsklettur.“ Sá klettur er nú sérstaklega merkur um uppistandandi steyptu röri; hæðarmælingastandi.
Þá var lagt í langferð. Hún var svo til beint í norður, með stefnu á Söðulhóla vestan Tindaskaga. Veðrið var frábært; 16°hiti, skínandi sól og blíða allt um kring. Þegar komið var upp að Hábrún var Enni framundan og Flekkuhóll vestar. Risavaxin fugl kom fljúgandi frá Ármannsfelli, sveimaði hæglátlega yfir og eftir hringflug niður á við settist hann á Flekkuhól. Þar líktist hann vörðu á hólnum. Þetta var örn, konungur fuglanna – tilkomumikil sjón. Rúpur flugu til allra átta og skógarþrösturinn hvarf við það sama. Allt varð skyndilega hljótt í skóginum, hann sem hafði verið svo lifandi fram að þessu, þ.e.a.s. all nema gömlu hríslurnar, sem virtust steindauðar. Skógarþörstur, sem legið hafði um kyrrt, styggðist skyndilega við mannakomuna. Eggin þrjú í hreiðri hans undir hraunsyllu biðu endurkomu hans.
Stefnan var tekin á Gaphæðir. Gaphellir er sunnan til í þeim.
Á leiðinni upp að Gapa var komið við á Nyrðri Svínhól. Þaðan er ægifagurt útsýni yfir allt Þingvallahraunið og næsta nágrenni, einkum fjallahringinn. Búrfell, Súlur, Ármannsfell, Skjaldbreiður, Tindaskagi og Hrafnabjörg voru líkt og myndlíkingar úr teiknimyndasögu allt um kring.
ÞingvallaskógarhríslaÍ örnefnalýsingunni segir: „Því að rjett fyrir 1900 var vinnumaður í Skógarkoti, sem Þorsteinn hjet Þorbergsson, og hlóð hann eina vörðu úr tveimur. Frá Efstubrún er mishæðalítið, gras- og skógarlautir með smáhólum, heim að Hrauntúni. Stutt vestur af Efstubrún er vörðubrot lítið, sem heitir Markavarða. Í Þingvallalandi var engum afnotum skipt milli hjáleignanna, nema skógarhöggi.
Norður af Jafningjum er stór hæð, og norður af henni Miðhólar, smáhólar nokkrir; á milli þeirra og Markavörðu er alleinkennilegur hóll, klofinn mjög og grasi gróinn að neðan; hann heitir Eyvindarhóll. Hjá honum liggur hin nýja gata milli Hrauntúns og Skógarkots.
Frá Þrívörðum austur að Hrauntúni er hraunið fremur sljett, grösugt og skógi vaxið. Rjett fyrir vestan túnið er Litla-Varða og þjett við túngarðinn að vestan Hellishóll. Hrauntún var fyrst sel frá Þingvöllum, en 1830 byggði Halldór Jónsson þar, og bjó þar í mörg ár. Árið 1935 var það lagt algjört í eyði, eins og aðrar jarðir í Þingvallahrauni. Stutt fyrir austan túnið er Skygnisvarða; þar byrja Skygnirnar þeir, er fyr voru nefndir.
Að sunnan við þá gengur slakki austur að Klofhól, sem er suður af Háskygnirahólum. Stutt austur af Skygnisvörðu er Hálfa-Varða, og er hún sízt meira en hálf. Á móti henni, sunnan við slakkann, eru litlir grjóthólar, sem heita Skjalbreið framundanGráuklettar, norðan við Gaphæðaslóða, sem að mestu voru fjárslóðar og lágu austur að Gapa; góðan kipp þar suður af er áðurnefnd Þorsteinsvarða. Dálítið austur af Hálfu-Vörðu er Gamli-Stekkur; í djúpum hólkrók sjest þar glöggt til tófta. Nokkuð í hásuður þaðan er Þorsteinshóll og suður af honum Kolgerðir, mishæðótt svæði í skóginum. Norðaustur frá Hrauntúnsbæ gengur annar slakki norðan Skygnira, norðaustur að Brúnavörðu. Eftir slakka þessum liggur Víðivallagata, sem notuð var til heyflutninga af Hofmannaflöt í mörg ár. Norður af Gamla-Stekk, sunnan götunnar, eru Stórhólar tveir; vestan hennar er Lambagjárhraun alla leið frá Hrauntúni að Ármannsfelli, austur að Víðivöllum og vestur að Sandskeiðum.“
Gapi er ekki ósvipaður Hellishæðahelli og Klukkustígshólahelli austan Hrafnagjár. Allt eru þetta vel manngengir fjárhellar í hraunbólum, þ.e.a.s. hin náttúrulegustu fjárhús.
Á leiðinni til baka var athyglinni einkum beint að skóginum, sem greinilega er misgamall á þessu svæði. Sumsstaðar voru nýsprotar, en annars staðar sverir þurrkvistir, greinilega komnir til ára sinna.
Aftur var gengið norður eftir Veiðigötu að Skógarkoti. Á leiðinni var örnefnalýsingin rifjuð upp: „Vestur að Hrútabrekkum, að Sauðasteinum, heitir Hrútabrekkuskógur. Skammt Vörðubrot á Gaphæðfyrir ofan Sauðasteina, vestan við Veiðigötu, þar sem fyrst sjezt heim að Skógarkoti, þegar gatan er farin, er lítill hóll með smá vörðubroti; hún heitir Hellisvarða. Þar undir er hinn frægi Hallshellir, sem um nokkur ár dró að sjer athygli fjölda fólks, og skal nú skýrt frá, hvernig hann fjekk frægð sína.
Sumarið 1902 var sá, er þetta ritar, vinnumaður í Skógarkoti hjá Hannesi bónda Guðmundssyni. Þá var þar einnig drengur, sem heitir Kristján Schram og nú hefur í mörg ár verið starfsmaður hjá Gasstöðinni í Reykjavík. Eitt sinn, er við komum úr veiðiför neðan af vatni, hvíldum við okkur í laut þeirri, sem er norðan við hólinn; fundum við þar litla holu, sem var að mestu lokuð af jarðvegi og lyngi. Þegar við rifum þar til, komum við niður í helli, auðvitað „fullan af myrkri.“ Síðar fórum við þangað með ljós og sáum, að hellirinn var talsvert stór, og garður hlaðinn um hann þveran; fyrir innan garðinn er hann svo lágur, að skríða verður á fjórum fótum.
Næsta sumar, 1903, var á ferð á Þingvöllum enski rithöfundurinn Hall Caine. Hann hafði heyrt talað um helli þennan, skoðar hann og þykist finna eitthvað merkilegt við hann, sem hvorki hann sjálfur eða aðrir vissu hvað var.  Svo var hellinum gefið nafn hans, og hann kallaður Hallshellir, og verður nú frægur mjög. Þyrpist þangað múgur og margmenni, sem allt verður vonsvikið á Skógarkot framundanmerkilegheitunum, sem von var, en gaf bóndanum í Skógarkoti góðan skilding, því að allir þurftu á fylgd að halda, og kostaði hún krónu í hvert skipti. Dýrð þessi mun hafa staðið eitt eða tvö sumur; svo fjaraði þessi heimska út, eins og fleiri, og er Hallshellir nú fyrir löngu fallinn í þá fyrri gleymsku.
Rjett fyrir ofan Hrútabrekkur er brött klöpp í veginum, sem heitir Pelahella. Vestur af henni, austan Veiðigötu, eru smáhólar, sem heita Gráuklettar. Traðirnar í túninu liggja til suðvesturs; fram af þeim er stór, sljettur hellubali, sem heitir Vaðmálsbali; munu þar hafa verið breidd vaðmál til þerris; þar var einnig þurkuð ull, meðan það var í tízku. Yfir Vaðmálsbala liggur vegurinn við túngarðinn og frá honum, einnig Vatnskots-gata og Veiðigata.
Jón Kristjánsson, er bjó í Skógarkoti 1840-84, stækkaði þar túnið talsvert til suðurs; sú stækkun er kölluð Gerði; þar voru kvíaær bældar á nóttum, þegar búið var að hirða af því heyið. Þangað voru einnig kvíarnar fluttar; var ánum hleypt út eftir kvöldmjaltir, og lágu þær hreyfingarlausar, þar til birta tók. Í túninu suðaustur af bænum er djúp laut, er Möngudalur heitir. Beint austur af bænum er bali dálítill, sem heitir Harðhaus. Þar var ætíð hafður hrísköstur, sem notaður var til eldsneytis á vetrum. Bærinn stendur sunnan í hæð, sem nefndur var Balinn; uppi á Hreiður skógarþrastarins í Þingvallaskógihonum voru fjárhús og heyhlöður. Þar, sem hann er hæstur, er sundurklofinn hóll, sem heitir Rjettarhóll. Austan við hann, norðan við túngarðinn, var fjárrjett, og austan við túnið tvö lambhús; nú er allt þetta óþarft orðið. Austast í túninu var brunnhola, sem fljótt þraut vatn í; var þá eins og í gamla daga leitað til gamla Ölkofra með drykk, og ef hann þraut, sem sjaldan var, meðan brunnurinn var hirtur og haldið við, varð að sækja vatn á hestum niður í Tjarnir, h. u. b. hálfrar stundar ferð.“
Gengið var Veiðigötuna á enda upp að Skógarkoti. Sólargeislarnir léku við bæjarstæðið og heimatúnið. Ákveðið var að ganga Vatnskotsgötuna til baka. Hún er ómerkt, en verulega greinileg og auðvelt rakningar. Sunnarlega var komið að Vatnsdalnum á vinstri hönd. Um er að ræða litla gróna kvos með tilbúnu vatnsstæði í. Fuglamergð var vakti athygli á því. Vatnsdalshæð er hægra megin götunnar. Einnig Digravarða skammt suðvestar. Áður en komið var að Fjárhúshólshrygg var staðnæmst og niðurlitið niður að vatninu virt viðlits. „Vestan Vellankötlu ganga tangar nokkrir út í vatnið; lengst skaga þar fram Grunn-hólar. Fyrir austan þá eru Nautatangar. Grunnhólar eru talsvert hærri en hraunið þar í kring, sem er að mestu lágt og flatt. Upp undan Nautatöngum er Jórunnarvarða; þar varð úti 1884 kona frá ÞuríðarvarðaSkálabrekku, er Jórunn hjet. Nokkru þar fyrir vestan gengur langur og krókóttur tangi út í vatnið; heitir hann Öfugsnáði, og veit jeg ekkert hvernig á nafninu stendur. Var hann oft notaður til aðrekstrar á vorin frá Skógarkoti. Vestan við hann er löng og hringbogin vík, sem oft er notuð til lendingarstaðar, þegar veiðin er bezt þar framundan. Hún heitir Öfugsnáðavík. Þar úti í vatninu er hólmi, sem heitir Langitangi; verpa þar bæði andir og kríur. Litlu vestar er Vatnskot. Þar voru víst fyrst hús fyrir ær og lömb frá Þingvöllum og síðar var þar það, sem kallað er þurrabúðar- eða húsfólk.  Það er, að það hafði ekki kýr eða bjó ekki við málnytu; þó mun það hafa haft einhvern sauðfjenað. Þess voru dæmi, að þar bjuggu tvær fjölskyldur.“
Hinar miklu tóftir Vatnskots sjást enn sunnan þjóðvegarins, beint framundan stígnum.
Að þessu sinni var stefnan tekin til austurs, að Þuríðarvörðu. Frá henni er tilkomumikil fjallasýn til allra átta.
Þegar komið var yfir á Veiðigötu var hún rakinn til upprunans.
Stefnt er að ferð um Hrauntún og yfir í Gapa og Hrauntúnsfjárhelli mjög fljótlega.
FRÁBÆRT veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Þingvallahraun.
-Árbók Fornleifafélagsins 1937-1939, bls. 147-163.

Í Hallshelli

Hallshellir

Ætlunin var að skoða nokkra hella á og við Þingvelli, s.s. Hellishæðarhelli, Þingvallahelli gamla, Þingvallahelli nýja, Klukkustígshólshelli, Hallshelli/Skógarkotshelli og Gjábakkahelli.
Göngusvæði ÞingvallahellannaHellarnir eru í Gjábakkahrauni eða Þingvallahrauni, allt eftir hvaða nafngift menn velja. Goðahraun (Eldborgarhraun) er þó stundum notað sem samheiti yfir þetta mikla dyngjuhraun sem á upptök á langri gossprungu milli Hrafnabjarga og Kálfstinda austan Þingvallasveitar. Stærsti gígurinn, um miðbik sprungunnar, nefnist Eldborgir.
Einhverju sinni var fjallað í MBL-grein um hellana á Lyngdalsheiði, en þar er Gjábakkahellir meðal annarra: Þar sagði t.a.m.: „Í Lyngdalsheiði eru nokkrir afar merkilegir hellar sem vert er að kíkja á og fara ofan í sé gát höfð á. Vilmundur Kristjánsson fór í skoðunarferð og segir að meðal nauðsynja í slíka ferð séu hjálmar, ljós, hlýr fatnaður, reipi eða stigi og félagar.
Upphaflegi vegurinn um Lyngdalsheiði var lagður fyrir komu Friðriks VIII Danakóngs sumarið 1907 og þess vegna í eina tíð kallaður Kóngsvegur. Þó hann sé í dag kallaður Lyngdalsvegur eða Lyngdalsheiðarvegur þá er það rangnefni. Hann liggur nefnilega fyrir norðan Lyngdalsheiði, um Gjábakkahraun og um Reyðarhraun.
Sé farið frá Þingvöllum frá eyðibýlinu Gjábakka um Gjábakkahraun og til Laugarvatns kemst maður ekki hjá því að rekast á nokkra hella. Aðeins þarf að hafa augun hjá sér. Á þessari leið er urmull hella og gjótna.
Ég hef oft farið þessa leið og kíkt á hellana og umhverfið með myndavél í farteskinu enda félagi í Ljósálfum sem er félag áhugamanna um ljósmyndun. Þessi leið er í uppáhaldi hjá mér en hellar hafa alltaf vakið einhverja undarlega kennd hjá mér, sennilega arfur frá forfeðrum okkar; víkingunum sem lögðu á sig að kanna ókunna stigu.
Gjábakkahellir liggur undir veginn um 2 km frá Gjábakka. Hann er opinn í báða enda og er neðri endinn merktur með vörðu. Efri hellismunninn er fyrir ofan Lambhelli. Hann er mikið hruninn og ógreiðfær en bót í máli að auðvelt er að komast niður í hann. Þar er nokkuð um sepa, totur, spena, storkuborð og ýmsar hraunmyndanir. Á einum stað skiptist hellirinn í tvennt og á öðrum er hann á tveim hæðum. Gjábakkahellir er í heildina um 364 metrar á lengd. Hellirinn hefur einnig verið nefndur Helguhellir og Stelpuhellir. Hann hefur verið þekktur Í gamla Þingvallahellilengi. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skoðaði hann árið 1919. Til er þjóðsaga þar sem segir að stúlka frá Gjábakka hafi farið í hellinn og aldrei komið út aftur eða þá að hún hafi komið upp úti á Reykjanesi og þá hafi skór hennar verið fullir af gullsandi. Þjóðsagan skýrir nafngiftina Stelpuhellir, auk þess gæti stelpan hafa heitið Helga.
Tvíbotni er sá glæsilegasti í Gjábakkahrauni. Hann er 310 metra langur og tiltölulega lítið snortinn. Hann fannst 1985. Erfitt er að rata á hann en hann er nokkrum hundruð metrum ofar en Gjábakkahellir og í sömu hraunrás. Nafnið er tilkomið vegna þess að hann er á tveim hæðum en einnig að velja má um tvær leiðir er niður er komið. Um tvær mannhæðir eru niður í hann svo stiga eða reipi þarf til. Mikið er í honum af ósnortnum spenum en einnig nokkrir dropasteinar. Í honum þarf sérstaka aðgát, bæði til að stíga ekki sumstaðar niður úr veiku gólfinu en einnig vegna sérlegra viðkvæmra hraunmyndana.“

Tvíbotni er í sömu hraunrás og Gjábakkahellir. Hann er um 310 metra langur, fallegur og lítið hruninn. Tvíbotni fannst 1985. Hellirinn hefur tvo botna, þ.e. hann er á tveimur hæðum og opnast í miklu niðurfalli. Um fleiri en eina leið er að velja með mismunandi útkomum. Innst í norðurgöngunum er hellirinn stór um sig. Meira en 10 metra Opið á gamla Þingvallahellilofthæð er þar jafn langt á milli veggja.
Norðaustan Þingvallavatns eru nokkrir skútar og fjárskjól. Byrjað var á því að leita að Hallshelli eða Skógarkotshelli. Um er að ræða lítinn helli með merkilegum hraunmyndunum, en hellirinn er nefndur eftir enska rithöfundnum Hall Caine. Það var hins vegar smali frá Skógarkoti, sem fann hellinn suðvestan í Hellishól. Hellirinn er í litlum hól skammt vestan við Veiðigötuna þar sem fyrst sést heim að Skógarkoti er gengið er upp frá vatninu. Á hólnum er vörðubrot; Hellisvarða. Opið er undir vörðunni. Um er að ræða fremur lítið gat mót suðri, brekku innan við það og hraunbólu neðra. Hellirinn er sérstakur fyrir súlumyndun og þrönga ganga eða rásir, sem enn hafa ekki verið fullkannaðar. Venjulega grær fyrir opið þegar líða tekur á sumarið. Að þessu sinni bauð það FERLIRsfélaga velkomna, en vegna moldar við innganginn var innganga ekki fýsileg að þessu sinni. Látið var nægja að staðsetja hellinn með það að markmiði að gaumgæfa hann síðar.
Þá var stefnan tekin á Þingvallahelli ofan (norðan) við Böðvarshól. Hóllinn er sagður hafa verið nefndur eftir manni er ætlaði að byggja sér bæ undir honum. Sjá má móta fyrir fjárhústóft sunnan við hólinn, en hún mun vera nýrri en sagan getur um. Það Þorleifur Ólafsson í Vatnskoti sem hlóð fjárhúsið, en það var aldrei notuð.
Erfitt er að ganga að fjárskjólunum í Þingvallahrauni vísum, þrátt fyrir skilmerkileg svæðiskort. Bæði hindrar trjágróður aðgengið og merkingar eru engar. Glöggir leita þó að grasi og að því búnu væntanlegu skjóli. Þingvallahellirinn eldri er ágætt dæmi um framangreint. Hann er í klapparhrygg, sem bogadregin hraunrás hefur náð að Opið á nýja Þingvallahellimynda. Fyrst var komið að álitlegum götum, en þegar betur var að gáð sáust hleðsla og gat í hryggnum mót vestri. Þegar inn var komið kom í ljós fjárskjól fyrir a.m.k. 80 fjár. Hvergi er hægt að standa mannuppréttur í hellinum, en féð hefur haft þarna ágætt afdrep. Bæði eru vænlegar rásir til norðurs og suðurs. Úr þeim báður liggja þröngar rásir áfram, en hlaðið hefur verið þær fyrrum þótt grjótið hafi nú falið um sjálft sig. Innan við munnann má enn sjá móta fyrir garði. Talsverð mold er í gólfi hellisins. Hellirinn var notaður sem fjárskjól til ársins 1920.
Þá var gengið til norðnorðvesturs að Þingvallahelli nýja. Þessir hellir fannst er lamb hvar niður um hraunhól. Þegar farið var skyggnast um eftir því kom í ljós hin myndarlegasta hraunbóla. Gert var gat á hana mót suðri og hlaðið framanvert við það og síðan notað sem fjárskjól. Tiltölulega auðvelt er að finna opið að vori til. Gengið var norðvestur yfir Litlugjá (sem reyndar eru a.m.k. þrjár). Gamlar vörður eru með vesturbrún hennar. Líklegt má telja að gata hafi legið upp með hanni, en einnig eru dæmi um vörður á brúm yfir gjána. Litlu-Gjárhóll er ofar og enn ofar Hábrúnarklettur. Nyrðri- og Syðri Klukkuhóll eru norðvestar, en beint í suður, milli hans og Jónslundar, er nýi Þingvallahellir. Helsta einkennið í kringum opið er grasblettur án trjágróðurs mót suðri. Hleðsla er framan við opið. Hlaðið hefur verið innan og undir opið til að bæta aðgengið. Þegar inn var komið kom í ljós hið rúmbesta fAðkoman að Klukkuhólshellijárskjól. Mold var í gólfi, líkt og í öðrum fjárskjólum. Þessi fjárhellir hefur rúmar a.m.k. 80-100 fjár. Það hefur verið nýtt frá Skógarkoti líkt og gamli Þingvallahellir. Umgjörð og gróður benda til þess að þeir hafi verið nýttir á svipuðum tíma. Þó er öllu sennilegra að sá síðarnefndi hafi verið notaður lengur. Innan við opið mátti sjá viðarleifar og jafnvel rammapart af dyraumgjörð. Bárujárnsbútur er inni í hellinum. Gæti hann hafa verið notaður sem „lok“ eða hurð fyrir opið, sem bendir til þess að hellirinn hafi verið notaður langt fram á síðustu öld.
Þá var stefnan tekin á Klukkustígshólshelli ofan Hrafnagjár (Klukkustígs). Um er að ræða „klukkulaga“ hól norðaustan við stíginn (hina fornu leið) um Hrafnabjargarháls. Klukkustígshóll er nú austan Gjábakkavegar þar sem Klukkustígur liggur niður í gjána og áfram til vesturs, áleiðis að Nyrðri- og Syðri Klukkuhól. Nafngiftirnar virðast villandi á prenti, en á staðnum eru þær vel skiljanlegar. Hábrún og Hábrúnarklettur, beint norðan Litlugjár, eru á millum.
Þegar Klukkustígshólshellir var skoðaður kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Lítið sem ekkert hefur verið skrifað um þennan stað. Ástæðan er líklegast sú að menn hafa ruglast á honum og Hellishæðafjárhellinum, sem getið verður um hér á eftir, enda svipuð aðkoma að báðum. Þegar komið er upp á Klukkustígshól má sjá grasi gróið svæði við hÍ Klukkuhólshelliann austanverðan. Um svæðið er greinilega hlaðinn garður eða gerði, nú gróið. Gangur er hlaðinn að opi á hæðinni; tvískiptri hraunbólu. Að sunnanverðu er fjárhús í orðsins fyllstu merkingu. Hleðslur eru beggja vegna inngangs, þ.e. tvær stíur beggja vegna garðs. Mold er á gólfi, en ekki nægileg til að þekja hleðslurnar. Timburleifar má sjá á gólfi. Þegar litið er upp má og sjá að gert hefur verið loftgat á hellisloftið. Þessi hluti „fjárhússins“ er vel yfir mannhæða hátt. Að norðanverður er einnig hluti fjárhússins, en lægra til lofts og minna í sniðum. Ekki er að sjá hleðslur í þeim hluta. Þarna gætu hafa verið geymdir hrútar, enda „kynjavirðingarstaðan“ önnur fyrrum.
Fjárskjólið við Klukkustígshól hefur væntanlega verið frá Gjábakka. Fjárskjólið við Hellishæð hefur að sama skapi verið frá Skógarkoti, líkt og Þingvallahellarnir, og fjárskjólið sunnan við Gaphæð hefur verið frá  Hrauntúni. Þá er líka allt upp talið á hraunssvæðinu.
Skammt norðaustan við gerðið er ferköntuð hleðsla, nokkuð djúp. Þarna virðist vera um brunn að ræða, en gæti einnig hafa verið kolagröf, líkt og sjá má í Gaphæð austan við Hrauntún (fjallað verður nánað um það svæði síðar, en þar er m.a. Hrauntúnsfjárhellir, hin merkilegasta minj. Gengið er niður í kolagröfina að sunnanverðu. Líklegt má telja að mannvirkin við Klukkuhól hafi verið nýtt langt fram eftir 19. öld, eða jafn lengi og Skógarkot og Hrauntún voru í byggð.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1928 og gengu þau í gildi tveimur árum síðar. Þrjú býli voru þá í byggð á svæðinu Hrauntún, Skógarkot og Vatnskot. Búskapur lagðist strax af á tveimur þeirra fyrrnefndu en Öndunarop á Klukkuhólshellilengur var búið í Vatnskoti. Í dag má við Hrauntún bæði túnið og bæjarrústir. Fyrrum var þar mikið líf, búið myndarbúi og margt að sýsla. En nú er lifndinn horfinn, en túnið og rústirnar einar tala sínu máli. Túngarðarnir eru allir hlaðnir úr hraungrýti og sama er að segja um rústir íbúðar- og gripahúsa. Milli Hrauntúns og Skógarkots lá gata. Sunnarlega í Hrauntúnstúninu er skarð í túngarðinn þaðan sem hún liggur að Skógarkoti. Í upphafi bílaaldarinnar skömmu fyrir 1930 var eina akfæra leiðin milli Suðurlands og Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Þá fóru bílarnir þennan veg, þótt ótrúlegt sé. Nokkru áður en komið er að Skógarkoti er farið við yfir veginn, sem lagður var þvert yfir hraunið frá Hrafnagjá að Völlunum í tilefni 11 alda afmælis byggðar á Íslandi. Þessi nútíma hraðbraut vekur til umhugsunar þær gífurlegu breytingar á samgöngum, sem hafa orðið á landinu á 20. öldinni.
Skógarkot er nú minjasafn þess sem var; leifar af dæmigerðu örreiðiskoti frá fyrri tíð. Nágrenni þes, s.s. fjárskjólin, eru nú hluti af þeirri birtingarmynd. Fyrrum lá þjóðleiðin að sunnan frá Vatnsviki (Vellankötlu) til Þingvalla fyrir
neðan túnið í Skógarkoti. Sagan segir jafnan að „um þessa fornu götu hefur margt stórmenni lagt leið sína í aldanna rás, en þekktastir og voldugastir voru feðgarnir og kKolagröf við Klukkuhólshellionungarnir Kristján 9. og Friðrik 8. Þá gleymast jafnan allir þeir jafnmerkilegu er lögðu hana að fótum sér, bæði í sama tilgangi og öðrum. Kristján kom sumarið 1874 og Friðrik sumarið 1907. Þeir fóru ríðandi austur að Gullfossi og Geysi og komu við á Þingvöllum í leiðinni. Gaman er að rifja upp frásögnina af komu Kristjáns. Það var mikið um að vera við Almannagjá 6. ágúst það ár. Um 1000 manns höfðu safnast þar saman til að halda þjóðhátíð. Bjuggu þeir í tjöldum. Síðdegis þennan dag var von á konungi að austan og fylgdi honum hópur tiginna manna. Þegar konungsfylgdin nálgaðist var hraðboði sendur á undan til að fylgja fundarmönnum fréttirnar. Stigu þá 12 mektarbændur á bak hestum sínum og riðu til móts við konung undir forystu Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra. Þeir mættu konungi fyrir neðan túnið í Skógarkoti og fluttu honum hollustukveðjur frá hátíðargestunum. Síðan riðu þeir fyrir konungsfylkingunni til baka á Þingvöll. Þá var ekkert gistihús til staðar, svo konungur var búinn næturstaður í Þingvallakirkju, sem þá var veglegasta húsið á staðnum.
Framangreint var rifjað upp á Klukkustígshól, ekki síst vegna þess að frá hólnum er hið ágætasta útsýni yfir allt vestanvert sögusviðið.
Vestan við Klukkustígshól, vestan við Hrafnagjá, er Sigurðarsel. Gróið er í kringum selið og trjágróðurinn hefur tekið þar yfirhöndina. Líklega er hér um einu og sömu selstöðuna að ræða og tengja má mannvistarleifum í VellankatlaKlukkustígshól, þ.e. fjárvörsluna og kolagerð, sem þar um ræðir. Í Sigurðarseli, sem er norðvestan frá Selstígnum undir Hrafnagjá, eru fornar tóftir.
Þá var stefnan tekin á Hellishæðarfjárhelli. Hann er um 2 km suðaustan við Hrauntún, en ekki nema u.þ.b. 500 metrum norðan við Gjábakkaveg. Við hann er gróin þúfa að sjá að efstu brún frá þjóðveginum. Þar eru fyrirhleðslur, hlaðnar tröppur niður og hið myndarlegasta fjárskjól innan. Þegar komið er að Hellishæðarfjárhelli og umfjöllun um hann borin saman við Klukkustígshólsfjárskjólið mætti ætla að á stundum hafi einhverju slegið þar saman. Hellishæðafjárskjólið er bæði merkilegt og mikið, enda ber umhverfið þess merki að þarna hafi fjöldi fjár (um 60 talsins) haft gott skjól um langan tíma, en Klukkuhólsfjárskjólið, sem lítill gaumur hefur verið gefinn, er engu minna merkilegra.
Fjárhellirinn í Gapa, á þjóðgarðsmörkunum að austanverðu, verulega austan Hrauntúns, en skammt vestan Gaphæðagjár, svo og Hraunstúnsfjárhellirinn skammt sunnar, bíða enn skoðunnar. Stefnt er að ferð í þá í næsta góðviðri. Við Gapa eru minjar um kolagröf.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Hraunhellar á Íslandi. Björn Hróarsson. Mál og Menning. 1991.
-Íslenskir hellar. Björn Hróarsson. 2006.
-Örnefni í Þingvallahrauni.

Hallshellir

Búri

Gengið var í fylgd fulltrúa HERFÍs um Leitarhraun ofan við Hlíðarendahjalla. Markmiðið var að leita að opinu á Búra, en í leiðinni var ætlunin að skoða opið á Árnahelli, Gjögrinu og Fjallsendahelli.

Búri

Í Búra.

Leitarhraunið kom úr Leitinu utan undir Bláfjöllum fyrir um 4300 árum síðan. Þar er stór gígur. Hraun úr honum rann bæði til suðurs og norðurs. M.a. er hluti hraunsins í Elliðaárhólma úr honum sem og hraunið sem Þorlákshöfn stendur á
Gjögrið er stór niðurfall, sem Gjögurhraun er nefnt eftir. Arnarhreiðrið er m.a. í því hrauni. En þótt niðurfallið virðist stórt er hellirinn það ekki að sama skapi. Hins vegar er geysilega falleg hraunmyndun í honum. Fallegur rauður flór kemur út undan berginu inni í hellinum og steypist fram af lágri brún. Myndar hraunið þar myndarlegan hraunfoss. Farvegurinn hefur leitað niður undir hraunið og sést bláleitt gapið vel. Hægt er að komast inn í niðurfallið undir steinbrú úr grónu jarðfalli við hlið Fjallsendahellis.

Fjallsendahellir

Fjallsendahellir.

Fjallsendahellir liggur hægra megin inn úr jarðfallinu. Rásin liggur um 100 metra í boga upp í gegnum hraunið. Efra gatið er í í 89 metra beinni sjónlínu norðan við neðra opið. Þegar skammt er komið er inn í Fjallsendahelli er hlaðinn veggur þvert fyrir hellinn. Hefur hann líklega verið hlaðinn til að koma í veg fyrir að fé leitaði lengra upp í hann, en skv. örnefnalýsingum fyrir Hlíðarenda var hellirinn notaður sem fjárskjól. Neðsti hluti hans er nokkuð sléttur.

Efra opið er nokkuð djúpt, en hægt er að komast inn í það í gegnum jarðfall skammt ofar.

Gjögur

Í Gjögra.

Haldið var upp að opi Árnahellis. Hellirinn sjálfur er lokaður með járnhlera. Reynt var að grennslast fyrir um hugsanlegt aðgengi annars staðar um jarðfallið, en hún reyndist árangurslaus, að þessu sinni a.m.k.
Þá var haldið á ný upp Leitarhraun og reynt að hafa uppi á opi Búra. Björn Hróarsson hafði séð jarðfallið á loftmynd, en Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, formaður suðurdeildar HERFÍs, hafði kíkt á aðstæður og forfært grjót úr syðri hluta hans. Við það hafi komið í ljós illkleift og óráðið op niður á við.

Búri

Björn Hróarsson í Búra fyrsta sinni.

Efri hluti Búra er um 50 metra langur. Hann er um 7 metra hár, um 9 metra breiður. Hrun er í þessum hluta, en víða má sjá fallega rauðleit hraunlögin, sem svo lítið haldreipi reyndist vera í. Við athugun virðist vera kjallari undir rásinni, en það mun verða fjandanum erfiðara að komast þangað niður.
Í nerði hlutanum er gatið, sem Guðmundur Brynjar fann. Eftir að hafa forfært svolítið grjót frá opinu skellti Björn sér niður í hellagallanum. Ekki leið nema sekúndubrot frá því að hann hvarf sjónum efrimanna að fagnaðarhljóð heyrðust undir niðri. Björn var greinilega kominn í feitt.

FERLIRsfélagar fylgdu í kjölfarið. Þegar niður var komið blasti við mikil hvelfing, fimmtíu metra löng, fimmtán metra há og um tuttugu metra breið.

Búri

Búri.

Klakamyndanirnar í hvelfingunni voru engum líkar. Mannhæðahá klakastykki þöktu gólf og um fimm metra löng grýlukerti héngu niður úr loftum. Ef álfabyggð væri til þá hlyti hún að líta svona út. Allar tiltækar myndavélar voru rifnar á á loft og flassblossar lýstu upp hellinn, líkt og um dagsbirtu væri að ræða þarna niðri í hyldjúpunum.

Björn hvarf lengra niður rásina – og var lengi í burtu. Þegar hann kom aftur eftir drjúga stund svaraði hann spurningum einungis á þann veg að hellirinn væri ókannaður.

Búri

Í Búra.

Björn hefur hingað til þótt orðvar maður í lýsingum sínum á nýfundum hellum svo treysta má því að af svörunum megi ráða fullvissu þess að þarna kynni eitthvað áhugavert að leynast. Ekki er óvarlegt að álykta að í Búra kunni að leynast svör við spurningum, sem menn hafa hingað til ekki kunnað að spyrja.
Þessi ferð lýsir vel fjölbreytni FERLIRsferða, óvæntum mætingum og sannfæringunni um fjölbreytnina, sem landið hefur upp á að bjóða.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.

Gjögur

Í Gjögra.

Búri

Fyrir tólf árum [skráð 2005] byrjaði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi, að líta eftir hugsanlegum helli á svæði því, sem Búri fannst síðan á. Hann leit inn í hraunrás mikils jarðfalls og skoðaði hann það vel og vandlega, bæði til norðurs og suðurs, en ekki var að sjá að framhald væri á hraunrásinni sem þar var og virtist hafa lofað góðu. Hann gafst þó ekki upp eins og góðra hellamanna er siður, forfærði grjót í syðri enda jarðfallsins og við það opnaðist þröngt gat niður í kjallara.
GuðmundurGuðmundur var einn við þessa iðju sína svo honum fannst ráðlegast að fara ekki niður að svo komnu máli. Það var líka skynsamlegt hjá Guðmundi. Guðmundur hafði myndavél meðferðis, teygði sig eins langt niður og honum var unnt – og smellti af. Enga fyrirstöðu var að sjá á myndinni þegar filman hafði verið framkölluð.
Og svo leið og beið. Það var hins vegar ekki fyrr en í maímánuði 2005 að HERFÍsfulltrúinn Björn Hróarsson með FERLIRsfélaga á hælunum lét sig síga niður um þrönga gatið – og sjá, niðri var heljarinnar hvelfing með miklum ís- og klakamyndunum. Á meðan aðrir dáðust að dýrðinni hélt Björn för sinni áfram inn rásina, enda öllu vanur. Hann hélt áfram og frumskoðaði Búra að hluta. Í kjölfar þeirrar FERLIRsferðar var birt eftirfarandi leiðarlýsing á vefsíðunni:
„Gengið var í fylgd fulltrúa HERFÍs um Leitarhraun ofan við Hlíðarendahjalla. Markmiðið var að leita að opinu á Búra, en í leiðinni var ætlunin að skoða opið á Árnahelli, Gjögrinu og Fjallsendahelli.Björn Hróarsson - fyrstu niður eftir frumopnun
Leitarhraunið kom úr Leitinu utan undir Bláfjöllum fyrir um 4300 árum síðan. Þar er stór gígur. Hraun úr honum rann bæði til suðurs og norðurs. M.a. er hluti hraunsins í Elliðaárhólma úr honum sem og hraunið sem Þorlákshöfn stendur á. Þar í er Gjögrið – stór niðurfall, sem Gjögurhraun er nefnt eftir. Arnarhreiðrið er einnig í því hrauni. Sá hellir hefur verið gerður aðgengilegur að tilstuðlan HERFÍSfélaga og stuðningi góðra manna og félaga. Þótt niðurfallið í Gjögrið virðist stórt er hellirinn sá ekki að sama skapi stór. Hins vegar er geysilega falleg hraunmyndun í honum. Fallegur rauður flór kemur út undan berginu inni í hellinum og steypist fram af lágri brún. Myndar hraunið þar myndarlegan hraunfoss. Farvegurinn hefur leitað niður undir hraunið og sést bláleitt gapið vel. Hægt er að komast inn í niðurfallið undir steinbrú úr grónu jarðfalli við hlið Fjallsendahellis.
Fjallsendahellir liggur hægra megin inn úr jarðfallinu. Rásin liggur um 100 metra í boga upp í gegnum hraunið. Efra gatið er í í 89 metra beinni sjónlínu norðan við neðra opið. Þegar skammt er komið er inn í Fjallsendahelli er hlaðinn veggur þvert fyrir hellinn. Hefur hann líklega verið hlaðinn til að koma í veg fyrir að fé leitaði lengra upp í hann, en skv. örnefnalýsingum fyrir Hlíðarenda var hellirinn notaður sem fjárskjól. Neðsti hluti hans er nokkuð sléttur.
Efra opið er nokkuð djúpt, en hægt er að komast inn í það í gegnum jarðfall skammt ofar.
Haldið var upp að opi Árnahellis. Hellirinn sjálfur er lokaður með járnhlera. Reynt var að grennslast fyrir um hugsanlegt aðgengi annars staðar um jarðfallið, en hún reyndist árangurslaus, að þessu sinni a.m.k. Síðar var gerð hin ágætasta FERLIRsferð í Árnahelli með HERFÍs þar sem dropsteina- og hraunstráabreiðurnar voru barðar augum. Í þeirri ferð óx skilningurinn á mikilvægi þess að loka hellum með viðkvæmum og einstökum jarðfræðimyndunum.
BúriÞá var haldið á ný upp Leitarhraun og reynt að hafa uppi á opi Búra. Björn Hróarsson hafði séð jarðfallið á loftmynd, en Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, formaður suðurdeildar HERFÍs, hafði kíkt á aðstæður og forfært grjót úr syðri hluta hans[, sem fyrr sagði í inngangi]. Við það hafi komið í ljós illkleift og óráðið op niður á við.
Efri hluti hraunrásar Búra [í nefndu jarðfalli] reyndist vera um 50 metra langur. Hann er um 7 metra hár, um 9 metra breiður [sjá efstu myndina]. Hrun er í þessum hluta, en víða má sjá fallega rauðleit hraunlögin, sem svo lítið haldreipi reyndist vera í. Við athugun virðist vera kjallari undir rásinni, en það mun verða fjandanum erfiðara að komast þangað niður. [Gerð var þó tilraun til þess í annarri FERLIRsferð og tókst þá að opna gat niður í hraunrás. Í henni er grjót, sem þarf að forfæra. Það verkefni bíður betri tíma].
Í neðri hluta rásarinnar er gatið, sem Guðmundur Brynjar fann. Eftir að hafa forfært svolítið meira grjót frá opinu skellti Björn sér niður líkt og slanga í hellagallanum. Ekki leið nema sekúndubrot frá því að hann hvarf sjónum efrimanna að fagnaðarhljóð heyrðust undir niðri. Björn var greinilega kominn í feitt.
FERLIRsfélagar fylgdu í kjölfarið, hver á fætur öðrum. Þegar niður var komið blasti við mikil hvelfing, fimmtíu metra löng, fimmtán metra há og um tuttugu metra breið. Klakamyndanirnar í hvelfingunni þetta vorið voru engum líkar. Mannhæðahá klakastykki þöktu gólf og um fimm metra löng grýlukerti héngu niður úr loftum. Ef álfabyggð væri til þá hlyti hún að líta svona út. Allar tiltækar myndavélar voru rifnar á á loft og flassblossar lýstu upp hellinn. Um stund var líkt og um dagsbirtu væri að ræða þarna niðri í hyldjúpunum.
Björn hvarf lengra niður rásina – og var lengi í burtu. Þegar hann kom aftur svaraði hann spurningum einungis á þann veg að hellirinn væri ókannaður. Björn hefur hingað til þótt orðvar maður í lýsingum sínum á nýfundum hellum svo af tilsvörunum mátti ráða fullvissu þess að þarna kynni eitthvað miklu áhugaverðara að leynast. Ekki er óvarlegt að álykta að í Búra kunni að leynast svör við spurningum, sem menn hafa hingað til ekki kunnað að spyrja.

Myndun í Búra

Þessi ferð lýsti vel fjölbreytni FERLIRsferða, óvæntum mætingum væntinga og sannfæringunni um fjölbreytileika íslenskrar náttúru, sem landið hefur upp á að bjóða.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.“
Nú þurfti að fara aðra ferð í Búra. Í för var Guðmundur Brynjar, sá sem hafði fundið hellinn á sínum tíma.
Haldið var með snúningi niður um þröngt opið og síðan niður eftir hellinum.  Búri er mikill hellir. Mikið hrun er í honum og fara þurfti tvisvar í gegnum þröng op áður en komið var í meira rými. Smám saman fóru hliðar, loft og jafnvel gólf upprunarlegu rásarinnar að koma í ljós. Þá tók hver hvelfingin við af annarri. Lofthæð var um 20 metrar og breidd á milli veggja var um 12 metrar. Ekki var mögulegt að taka ljósmyndir í gímaldinu til að sýna stærð þess. Flassljósið dó hreinlega út í víðáttumyrkrinu. Það þarf að gera með viðeigandi búnaði. Myndir með venjulegri vél urðu þarna einungis svartar. Flassið náði ekki einus sinni milli veggja.
Svelgur innst í BúraÞegar neðar dró varð rásin algerlega heil og ein sú stærsta og fallegasta í hraunhelli á Íslandi. Haldið var enn niður á við eftir litlum gófum hraunfossi og síðan gengið um sali, sem myndu prýða hvaða konungshöll úti í hinum um stóra heimi. Þá lækkaði rásin, en var alltaf um tveggja mannhæða há til lofts og víð til beggja veggja. Eftir göngu í bugðum og beygjum gapti hyldjúpur svelgur við framundan. Lengra varð ekki komist að sinni. Dýpið á svelgnum er um þrettán metrar. Á botni hans er rauðleitt slétt gólf og langir separ niður úr loftinu. Niðri virðist vera hringiða hraunsstrauma og rásir inn undir bergið. Hvað þar er niðri veit enginn, en staðurinn, aðkoman og dýpið á hellinum lofar mjög góðu. Líklegt má telja að þarna séu heilar rásir, algerlega ókannaðar. Þær geta legið hvert á land sem er. [Björn fór síðar með leiðangur í hellinn þar sem sigið var niður í svelginn og hann kannaður.

Búri - á bakaleiðinni

Flest eldgos á Reykjanesskaga, og raunar á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Goskeilurnar deyja síðan hver af annarri þar til gosi lýkur og gígaröðin stendur ein eftir. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.
Í blandgosum, þar sem háir kvikustrókar þeyta kvikuslettum hátt í loft upp, hrúgast upp háir og reisulegir gjall- og klepragígar. Þeir eru með skarð í gígveggnum þar sem apalhraun hefur runnið út. Apalhraun er gert úr kviku sem rennur eins og seigfljótandi síróp. Hraunstraumurinn skríður eða veltur hægt fram og er jaðarinn jafnan mjög brattur. Yfirborð hraunanna er mjög úfið og þekkjast þau því auðveldlega.
Í flæðigosum verða engir kvikustrókar. Í þeim flæðir þunnfljótandi kvikan líkt og lækur undan halla og myndar hraun, gert úr mörgum þunnum lögum. Slík hraun hafa slétt yfirborð líkt gangstéttarhellum. Ofan á þeim eru hraunreipi sem myndast líkt og hrukkur í súpuskán. Gígar, sem myndast þegar helluhraun rennur, kallast eldborg eða dyngja eftir því hve lengi gosið hefur staðið. Báðar eru lágir og víðáttumiklir hraunskildir sem oftar en ekki er erfitt að greina í landslaginu. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. Kvikusletturnar hlaða upp kringlóttan, þunnan og lágan gígvegg sem hvergi er skarð í. Kvikan rennur nefnilega úr gígnum um göng undir storknu yfirborði hraunsins sem rann í byrjun gossins. Þegar gosinu lýkur tæmast göngin og mynda langa hraunhella. Allir stærstu hellar landsins hafa orðið til með þessum hætti.
Frábært veður (annars skiptir það litlu máli þegar inni í hella er komið). Ferðin tók 5 klst og 5 mín. Gangan um Búra tók um 4 klst og 4 mín.
Sjá meira um ferðalagið og nýrri uppötvanir í Búra í stórvirki Björns Hróarssonar; Íslenskir hellar – 2006 (sjá meira HÉR).
Sjá MYNDIR.
Í Búra

Eldvörp
Nýlega fundust nokkrir hellar á litlu svæði efst í Eldvörpum. M.a. var sagt frá sprungu, sem gengið er inn undir, hvelfingu, rauðleitri rás með litlu opi í þunnu gólfi. Undir væru líklega tvær hæðir. Aðrir smáhellar, lítt kannaðir, væru og á svæðinu með – litbrigðum í. Jafnframt fylgdi lýsingunni að járnkarl þyrfti til að rýmka lítið op í stærsta hellinum til að komast áfram niður á við.
EldvörpEldvarpahraunin eru nokkur. Bæði hafa þau runnið í gosum á mismunandi tímum og einnig hvert á fætur öðru í samfelldum goshrinum. Eins og flestum er kunnugt er um að ræða gos á sprungurein, en Eldvarpareinin er u.þ.b. 10 km löng (þ.e. sá hluti hennar sem er ofan sjávar), en hún nær frá Staðarbergi í suðri og í tvo smágíga ofan Lats í norðri. Gjall- og klepragígar í röðinni eru einstaklega fallegir og formfagrir með ótal jarðfræðifyrirbærum.
Eldvarpahraunin sum hver eru a.m.k. 2000 ára gömul en önnur frá því á 13. öld (1226). Arnarseturshraunin eru einnig fleiri en eitt þótt jafnan sé talað um hrunið, sem rann á svipuðum tíma (1226) undir því nafni. Eldra Afstapahraun er 4000-4500 ára og má sjá móta fyrir því á nokkrum stöðum þar sem það kemur undan nýrra hrauninu.
Arnarsetur er nafn á gígnum efst á hæðinni. Reyndar er nú búið að eyðileggja gíginn, sem hið forna arnarhreiður var á.
EldvörpÞegar gengið var í gegnum hraunin áleiðis að leitarsvæðinu var ýmist farið í gegnum helluhraun eða apalhraun, en vant fólk hélt sig á helluhrauninu.
Eitt af einkennum gosanna á þessu svæði Reykjanesskagans er svonefnd blandgos (eða blönduð gos). Þá ryður heit og þunnfljótandi kvikan sér í fyrstu upp á yfirborðið yfir gjóskudreif og myndar slétt helluhraun. Þegar líður á og kvikan kólnar rennur hún sem seigfljótandi grautur, hægt og sígandi, jafnvel langar leiðir. Við það mundast apalhraun, gróft og úfið. Í þeim festir gróður fyrr rætur, enda yfirleitt skjólgóð auk þess sem þau draga í sig hita frá sólinni og varðveita hann betur en slétt hraunhellan. Hellar eru hins vegar oftast í helluhraunum þar sem þunnfljótandi kvikan hefur runnið í rásum undir storknuðu yfirborðinu, líkt og neðanjarðarár. Þegar fóðrið minnkar lækkar í „ánni“ og holrúm myndast. Op verða þar sem þakið fellur niður eða þar sem uppstreymi gass og gosefna hefur orðið. Þetta er nú bara lýsing á hellamyndun í einföldustu mynd.
Þegar komið var inn á svæði Eldvarpahellanna efri kom í ljós að það er tiltölulega afmarkað, annars vegar af Gíghrauninu sunnan Þórðarfells og hins vegar af Arnarseturshrauni í austri og Illahrauni í suðri. Til suðvesturs, að granngígum Eldvarpa, virtist hraunið hins vegar samfellt.
Efstu gígarnir eru tveir (sýnilegir). Sá nyrðir er stærri, en sá syðri formfagurri. Leiðsegjandi dagsins, Grindavíkur-Björn, sagði þann syðri og minni mynna á kórónu. Því var tilvalið að nefna hann „Kórónna“, enda bar hún öll einkenni slíks grips.
EldvörpSunnan nyrstu Eldvarpagíganna er afmörkuð helluhraunslétta, Þangað virtist þunnfljótandi kvika haf runnið eftir rás úr megingígnum, sem suðaustan undir og við nyrsta gíginn, og komið þar upp, myndað kvikutjörn sem hefur risið hæst á börmunum. Þegar rásin fann sér leið áfram, sat storknað þakið eftir – það seig og barmarnir umhverfis urðu greinilegir á yfirborðinu. Handan við „tjörnina“, í hraunskilunum má sjá grónar hvylftir þar sem einir, lyng og jafnvel hvönn haf fest rætur. Á einum stað, sem er sérstaklega foritnilegur, gætu hugsanlega leynst mannvistaleifar undir gróðri. Til suðurs frá þeim stað virðist liggja stígur, sem nú er orðinn mosagróinn.
Skoðaðir voru smáhellar sunnan og við Eldvörpin efri. Ein rásin virtis nokkurra tuga metra löng, en lág.
Þá var tekist á við meginverkefni dagsins – komast niður í sprungu og jafnhenda járnkarl þar til áþjáns gólfinu. Þegar komið var niður í sprunguna virðist vera um kvikuuppstreymisop, eða -sprungu að ræða, þriggja metra háa. Innst í henni var gasuppstreymisop, formlaga lagað. Ef lýst var með ljósi niður mátti sjá niður í kjallara. Járnkarlinn, í æfðra manna höndum og þolgæddra, braut sig smám saman niður á við. Eftir því sem gatið stækkaði í gólfinu varð eftirvæntingin meiri. Þegar það var orðið nægilega rúmgott var skriðið niður.
Undir niðri var um 6 m ílangt herbergi, u.þ.b. tveggja metra hátt. Uppstreymisop, líku því að ofanverðu, var suðvestast í því – of lítið til að halda förinni áfram niður á við. Niðurstaðan var bæði í senn neikvæð og jákvæð. Hið neikvæða var að ekki skyldi vera þarna stór og merkileg rás er leitt gat til einhvers ennþá meira. Hið jákvæða var að rásin taldi því lögmál hellamanna er það að jafnaði skilar tuttugusta hvert gat slíkum árangri.
Skoðað var í nágrenni við gígana. Nokkrir smáhellar voru skoðaðir við gígana.
Þá var stefnan tekin upp í hrauntröðina miklu vestan Gíghæðar (Arnarseturs). Ætlunin var að berja Kubb í Arnarseturshrauni augum. Göngulínan var ákveðin í beina stefnu og gangan notuð til að leita í leiðinni þetta annars lítt gengna svæði. Víða voru hvylftir og lítil jarðföll, en engir hennar.
Eldvörp.Kubbur er í raun hluti af hrauntröðinni frá Arnarsetri. Að ofanverðu liggur hann inn undir hraunið stefnuliggjandi. Ef þeirri leið er fylgt verður loks komið að gati í gólfinu, er liggur niður í kjallara. Þessi rás er um 15 metra löng. Ef farið er inn í rásina að neðanverðu, er fljótlega komið inn í stórt jarðfall. Milli þess og ofanverða kaflans liggja undur Kubbsins. Komið er inn á neðri hæðin að neðanverðu. Fljótlega má sjá gatið á milli hæðanna. Inna við það á neðri hæðinni er gófið slétt og rásin heil. Hún er ekki löng, en áhugaverð. Sveigur er á rásinni til vinstri og hún endar fljótlega þar sem loft og gólf koma saman í storknuðum hraunmassa. Þessi hluti er u.þ.b. 50 metra langur (ef vel er teygt á snúrunni). Breiddin er um 5 metrar og lofthæðin að jafnaði um 2 metrar.
Ekki var kíkt á Hvalinn og fleiri nágrennishella Kubbsins að þessu sinni. Stefnan var tekin vestur hrauntröðina miklu. Nafnið Arnarsetur er sennilega komið frá Jóni Jónssyni, jarðfræðingi, en Grindvíkingar nefndu hæðina jafnan Gíghæð. Svo mun hafa verið raunin er gamli Grindavíkurvegurinn, sá er fyrst var gerður akfær rennireiðum, en hann lá einmitt um Gíghæðina. Verkstjórinn var úr Hafnarfirði, en verkamennirnir úr Grindavík. Þetta var um 1916.
Gengið var á ská niður hraunið með stefnu á upphafsstað.
Gangan og skoðun svæðisins tók 4 klst og 4 mín.

Kubbur

Op Kubbs.

Brennisteinsfjöll
Gengið var upp með suðurjaðri Hvammahrauns (Hvannahrauns) frá Gullbringu austan Kleifarvatns með stefnu á Vörufell (534 m.ys.). Ætlunin var að skoða hina formfögru gíga Vörufellsborga og halda síðan upp að Eldborg (570 m.y.s.) í Brennisteinsfjöllum, drottningu glepragíganna á Reykjanesskaganum. Miklar hrauntraðir, margir gígar og væntanlega allnokkur forvitnileg jarðop vörðu leiðina, en glöddu augað.
Orkufyrirtæki hafa haft ágirnd á Brennisteinsfjöllum. Ekki síst þess vegna var ákveðið að gaumgæfa það með hliðsjón af öðrum mögulegum verðmætum – og jafnvel meiri – til lengri tíma litið. Göngusvæðið er allt innan umdæmis Grindavíkur.
Hraunið norðan Gullbringu heitir Hvammahraun og er sagt kennt við hvammana sem eru í kring þar sem það fellur niður sunnanverða Vatnshlíð og út í vatnið. Þessi hraunstraumur er annar af meginstraumum sem hafa komið hafa úr mikilli gígaröð í Brennisteinsfjallaeldstöðinni til vesturs. Hluti hraunstraumsins rann til norðurs, m.a. niður í Fagradal. Hinn straumurinn féll niður í Herdísarvík, til suðausturs. Hins vegar, ef grannt er skoðað,má sjá fleira en eitt hraun í Hvömmunum. Þegar gengið var niður frá Eldborg má sjá stóran gíg. Úr honum hefur komið þunnfljótandi hraunkvika og runnið niður hlíðarnar. Það helluhraun hefur greinilega fallið niður syðst í Vatnshlíðinni og er undir hrauni því sem jafnan er nefnt Hvammahraun. Það er því eldra. Hvammahraunið hefur hins vegar komið úr gígunum vestan við Kistufell.
Gengið var upp með Gullbringu með hraunkantinum, inn á gömlu þjóðleiðina ofan hrauns (Dalaleiðin), upp gróinn sneiðing í brekkunni norðan Gullbringu og áfram upp með Brúnunum. Þar er stórt jarðfall, alveg við götuna. Niðri í því er Gullbringuhellir. Hann hefur m.a. verið notaður sem skjól því í hellinum er hlaðið undir bæli undir vegg. Ofar er annað op á hellinum. Rásin er sú sama. Þar í rás er rúmgóður hellir, a.m.k. 150 m langur.
Haldið var áfram upp með hraunjaðrinum, upp undir svonefndar Bringur, sem sumir hafa viljað meina að heiti Gullbringa. Nafnið sé komið af því að á kvöldin þegar sólin er að setjast á bak við Miðdegisnúk á Sveifluhálsi slái gullleitum bjarma á hlíðina alla. Það vita reyndar þeir sem séð hafa. Hinir, sem verið hafa á Bringunum þegar morgunsólin kemur upp sjá hins vegar gylltum bjarma slá á Gullbringu (þá neðri).
Beygt var til hægri upp úr hvömmunum og stefnan tekin á Vörðufell. Haldið var yfir í hrauntröð mikla er kemur úr eldborg norðvestan Vörðufells. Þá var gengið á hina breiðu og reglulega formuðu eldborg norðan Vörðufells. Kvikan úr henni hefur að mestu unnið niður í Herdísarvíkurhraun við Lyngskjöld.
Norðan eldborganna er Eldborg í Brennisteinsfjöllum. Hún er fremur lítil, en stendur hátt. Þegar staðið er uppi á henni má sjá svo til um allan Reykjanesskagann. Sást vel yfir að Hvirfli, Grindarskarðshnjúkum og Syðstubollum í norðri, Æsubúðum í suðri og yfir Sveifluhálsinn, Núpshlíðarhálsinn, Keilir, Fagradalsfjall, Þórðafell og Súlur í vestri. Gígaröðin liggur til NA norðan hennar og SV sunnan hennar. Áður en komið var að Eldborginni sást rjúpa þjóta hjá – og hvítur refur í loftköstum á eftir. Hann var svo upptekinn við veiðarnar að honum yfirsást mannfólkið.
Vestan Eldborgar er enn ein eldborgin, sem fyrr sagði. Þar er stærsti gígurinn og sá þeirra sem framleitt hefur mesta þunnfljótandi kvikuna er rann að mestur til vesturs, niður hlíðarnar.
Að þessu sinni var ekki gengið um Kistufell og niður í Brennisteinsnámurnar, enda gert ráð fyrir að um það svæði verði gengið í annarri ferð n.k. vor þegar skimað verður eftir „götunum djúpu“ norðvestan Kistufells (fundust í einni FERLIRsferðinni, ca. 10-15 m djúp).
Tiltölulega fáir þekkja til Brennisteinsfjalla en þau eru í næsta nágrenni við höfuðborgina, í Reykjanesfólkvangi sem er náttúruperla við bæjardyr borgarinnar. Þar eiga Grindvíkingar og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins og næsta nágrennis athvarf til að stunda útivist og njóta náttúrunnar á svæði, sem nýtur verndar.
Orkustofnun hefur skoðað Brennisteinsfjöll m.t.t. háhitaöflunar. Í umsögn stofnunarinnar segir að „Brennisteinsfjallasvæðið er fremur lítið og afmarkað“ með hliðsjón af því. Á vefsíðu stofnunarinnar segir m.a. um svæðið:
„Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Virkur jarðhiti kemur fram sem gufur í um 450 m hæð, en köld ummyndun er á fjórum stöðum og vitnar um meiri virkni á fyrri tíð. Jarðhiti á yfirborði er óverulegur og miðað við útbreiðslu jarðhita og ummyndunar er svæðið um 3 km2. Viðnámsmælingar benda til þess að svæðið sé um 18 km2 á 700 m dýpi undir sjávarmáli, um 1200 m undir yfirborði þar sem jarðhita verður vart. Háhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í samnefndri sprungurein og hefur gosið þar a.m.k. 30–40 sinnum eftir að ísöld lauk. Brotalínur eru ungar á svæðinu frá sjó og norður á Mosfellsheiði og verða oft jarðskjálftar á um 5 km breiðu og um 40 km löngu belti.
Jarðskjálftar í Brennisteinsfjöllum geta orðið nokkuð stórir. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.“ Með umfjölluninni fylgja yfirlitsmyndir, sem sýna alls ekki þá miklu náttúrufegurð er svæðið hefur að geyma.
Brennisteinsfjöll eru eina sprungureinin og háhitasvæðið sem enn er að mestu er ósnortið – öllum hinum hefur verið raskað að meira eða minna leyti vegna jarðhitanýtingar.
Náttúruperlur eins og sú sem hér er rædd eru gríðarlegar auðlindir í sjálfu sér, ósnortnar og kynngimagnaðar. Verndargildi þeirra er hátt sem þýðir á máli hagfræðinnar að þær eigi vafalaust eftir að margfaldast að verði eftir því sem tímar líða. En um leið má búast við ásókn þeirra sem vilja nýta sér jarðvarmann á þessum svæðum og virkja. Þegar hefur verið sótt um leyfi fyrir rannsóknaboranir í Kerlingarfjöllum og í Reykjanesfólkvangi, m.a. í Brennisteinsfjöllum. Augljóst er að virkjanir á þessum stöðum munu hafa mikil og óafturkræf náttúruspjöll í för með sér.
Forsætisráðherra hefur haldið því fram að ríkisstjórnin hafi enga stefnu í uppbyggingu álvera. Á sama tíma geysast menn áfram og leggja til að reist verði ný álver og þau eldri stækkuð, allt með fullum stuðningi stjórnvalda. Sama stefnuleysi ríkir í virkjanamálum. Stjórnvöld hafa gefið raforkufyrirtækjum lausan tauminn með því að innleiða samkeppni á raforkumarkaði en hafa ekki enn lokið við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í raun má efast um að stjórnvöld ætli sér yfir höfuð nokkuð með þeirri vinnu sem hefur farið í gerð rammaáætlunarinnar. Í fyrsta áfanga hennar, er ekki einu sinni fjallað um Kerlingarfjöll sem virkjunarkost.
Til eru stjórnmálasamtök er telja að dýrmæt náttúrusvæði, eins og Brennisteinsfjöll, eigi að vernda. Það er engin þörf á því að ráðast að þessum perlum. Þvert á móti er mikilvægt að hlúa að þeim með því að samþykkja að gerð verði um þau verndaráætlun. Þannig yrði vernd þeirra tryggð og séð til þess að unnt væri að njóta þeirra um ókomna tíð.
Guðrún Hallgrímsdóttir segir Brennisteinsfjöll vera öræfi Reykvíkinga. Reyndar má segja að fjallasvæðið allt sé í rauninni ómetanleg verðmæti allra landsmanna.
Á Reykjanesskaganum má enn rekja stórkostlega jarðsögu, líklega sögu sem á engan sinn líka og hefur á síðustu 5000 árum mótað landsslag þéttbýlisins á suðvesturhorninu.
Áhrifavaldar í mótun skagans eru fjögur eldstöðvakerfi sem liggja á gosbeltinu eftir endilöngum skaganum og hefur gosið í þeim öllum á sögulegum tíma. Þau eru Reykjaneskerfið þar sem gaus fyrir um 1500 – 1800 árum og svo aftur í Reykjaneseldum árin 1211 – 1240, Trölladyngjukerfið en þar gaus fyrir 2000 árum og síðan aftur í Krýsuvíkureldum 1151-1180, Brennisteinsfjallakerfið sem var virkt fyrir 2000 árum og aftur í Reykjaneseldum og að lokum það stærsta Hengilskerfið sem var í essinu sínu fyrst fyrir um 5000 árum og svo aftur fyrir 2000 árum.
Þegar stórhuga menn mæltu fyrir stofnun Reykjavíkurfólksvangs um miðjan áttunda áratug síðustu aldar bentu þeir á að á fáum stöðum á landinu væri að finna fjölbreyttari eldgosmyndanir og hvergi í Evrópu væri að finna sambærileg jarðfræðifyrirbæri í návist þéttbýlis. Þarna mætti finna flest það sem sóst væri eftir inn á Miðhálendinu, öræfakyrrð og óröskuð víðerni.
Eftir stofnun fólksvangsins var ítrekuð nauðsyn þess að huga að framtíðarskipulagi varðandi landnotkun. Það skipulag hefur ekki litið dagsins ljós en nú 30 árum síðar er búið að ráðstafa þremur af þessum fjórum eldstöðvakerfum og háhitasvæðum til fjölnýttrar orkuvinnslu þ.e. að framleitt er rafmagn, hitaveituvatn, grunnvatn og iðnargufa. Byggðar hafa verið verksmiðjur, jarðböð og orkuver. Nýtingu háhitasvæða fylgja vegalagnir og efnisnámur, borholur, borplön, raflínur og vatns- og gufuleiðslur. Þeir sem fara um Hengilsvæðið og Hellisheiði, út á Reykjanes eða ganga um Svartsengi og meðfram Eldvörpum sjá hvernig borholum hefur verið dritað um allt. Vegir liggja þvers og kruss. Aðeins Brennisteinsfjöll ein eru eftir ósnortin.
Óþarfi er að bíða eftir áætlun um landnýtingu, en hins vegar er nauðsynlegt að bjarga Brennisteinsfjöllum. Þau heita eftir brennisteinsnámum á háhitasvæði á afskekktu landsvæði suður af Lönguhlíð þar sem merkar minjar er að finna um sambúð lands og þjóðar en er þó með öllu ósnortið af nútímanum. Svæðið er töfrandi náttúruparadís þar sem gefur að líta ýmsar gerðir gíga, stuðlaberg, hrauntraðir og tjarnir.
Orkuyfirvöld hafa nú þegar óskað eftir því að hefja rannsóknir í Brennisteinsfjöllum. Gegn því hefur Náttúrufræðistofnun lagst enda fylgja slíkum rannsóknum vegir, borholur og borplön. Þar með væri búið að eyðileggja öll háhitasvæðin á Reykjanesi.
Verði komið í veg fyrir veitingu leyfis til rannsókna í Brennisteinsfjöllum kæmi til greina að friðlýsa hluta Reykjanesfólksvangs sem fyrsta skref í stofnun rekbelta – heimsminjasvæðis sem næði áfram austur eftir gosbeltinu til Vatnajökuls og þaðan norður í Axarfjörð eins og Sigrún Helgadóttir hefur stungið upp á.
Full ástæða er til að ígrunda það alvarlega að friðlýsa Brennisteinsfjöllin sem ósnortið víðerni – og það fyrr en seinna.
Umhverfisstofnun vekur athygli á að í bréfi, dagsettu 26. nóvember 2003, er rektor Háskóla Íslands hafði farið þess á leit við umhverfisráðherra að auglýsingu um friðland í Herdísarvík verði breytt á þann veg að mögulegt verði að rannsaka og nýta jarðhita sem er að finna í Brennisteinsfjöllum. Umhverfisráðuneytið óskaði eftir afstöðu Umhverfisstofnunar til málsins með bréfi dagsettu 20. janúar sl. Álit stofnunarinnar var eftirfarandi:
„Í Brennisteinsfjöllum er jarðfræðileg fjölbreytni mikil, þar er að finna merkar og nánast ósnortnar eldgosaminjar, jarðskjálftasprungur, misgengi og háhita. Brennisteinsfjöll, og raunar allt Herdísarvíkurfriðland, eru hluti af stærra svæði sem fjallað er um í tillögu Umhverfisstofnunar um náttúruverndaráætlun, þ.e. Brennisteinsfjöll-Herdísarvík, en lagt er til að svæðið allt verði friðlýst sem náttúruvætti eða friðland.
Við val á tillögum sem fjallað er um í þingsályktunartillögu um þetta efni var svæðum meðal annars forgangsraðað með tilliti til jarðfræðilegra minja með einkunnagjöf. Þar fékk svæðið Brennisteinsfjöll-Herdísarvík næsthæstu einkunn og á eftir Geysi, en Reykjanes- Eldvörp- Hafnarberg og Grændalur fengu þriðju hæstu einkunnina. Þegar vinnuhópur umhverfisráðuneytis var að störfum lág fyrir að umhverfisráðuneyti hafði með bréfi dags 13. júní 2003, til iðnaðarráðuneytis, lagst gegn því að veitt yrði rannsókna- og nýtingarleyfi í Brennisteinsfjöllum. Í þingsályktunartillögunni var einungis fjallað um Geysi og Reykjanes- Eldvörp- Hafnarberg en ekki þótti ástæða til að fjalla um Brennisteinsfjöll- Herdísarvík að sinni, þar sem ekki voru áform uppi um nýtingu þessa svæðis.“ Nú er hins vegar raunin önnur, en rökin um verndun svæðisins eru enn þau sömu.
Á 130. löggjafarþinginu lagði Ásta R. Jóhannesdóttir fram eftirfarandi fyrirspurn fyrir iðnaðarráðherra: „Hvernig hefur verið brugðist við umsóknum Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur um leyfi til rannsókna í Brennisteinsfjöllum?“
Svar iðnaðarráðherra var eftrifarandi: „Á miðju ári 2000 barst iðnaðarráðuneyti erindi frá Hitaveitu Suðurnesja þar sem farið var fram á rannsóknarleyfi til jarðhitarannsókna í Brennisteinsfjöllum. Á sama tíma barst ráðuneytinu sams konar erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Í báðum tilvikum óskuðu umsækjendur eftir rannsóknarleyfi með fyrirheit um nýtingarleyfi.
Þetta var í fyrsta sinn sem tveir aðilar sóttu um rannsóknarleyfi á sem næst sama tíma frá því lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, voru sett. Í þeim lögum er ekki kveðið á um það að ekki megi veita tveimur hæfum aðilum rannsóknarleyfi á sama svæði og á sama tíma. Ráðuneytið hefur litið svo á að túlka beri lög nr. 57/1998 svo að heimilt sé að veita fleiri en einum aðila rannsóknarleyfi á sama svæðinu.

Ráðuneytið telur að í slíkum tilvikum þurfi sérstaklega að tryggja að þær framkvæmdir eða rannsóknir sem leyfishafar hyggjast fara í séu ekki ósamrýmanlegar. Hins vegar verður að telja afar ólíklegt að tveir aðilar skuli samtímis standa að dýrum rannsóknum á sama jarðhitasvæðinu án þess að hafa fengið fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi.
Eðli málsins samkvæmt er ekki unnt að veita fleiri en einum aðila fyrirheit um forgang til nýtingar á sama svæði. Þar sem lög nr. 57/1998 mæla ekki fyrir um hvernig gert skuli upp á milli umsækjenda taldi ráðuneytið ekki unnt að veita öðrum umsækjandanna fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi. Var því beiðni um fyrirheit um forgang til nýtingar fyrir Hitaveitu Suðurnesja annars vegar og Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar hafnað í júní 2002. Ráðuneytið benti hins vegar umsækjendum á þann möguleika að þeir sameinuðust um rannsóknir á svæðinu og fengju tilskilin leyfi til þess ásamt fyrirheiti um forgang að nýtingu.
Í lok janúar 2003 sóttu fyrrgreind fyrirtæki sameiginlega um leyfi til að rannsaka umfang, magn og afkastagetu jarðhitasvæða í Brennisteinsfjöllum. Þar var farið fram á að fyrirtækjunum verði sameiginlega veitt nýtingarleyfi á svæðinu ef árangur rannsókna reynist jákvæður. Í apríl 2003 var óskað eftir umsögnum Orkustofnunar, umhverfisráðuneytis og viðkomandi sveitarfélaga um umsókn fyrirtækjanna um rannsóknarleyfi í samræmi við ákvæði laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Orkustofnun og sveitarfélögin tóku jákvætt í að rannsóknarleyfi yrði veitt, en umhverfisráðuneyti taldi að ekki ætti að svo komnu máli að veita Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur rannsóknarleyfi og fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi.
Á fundi með umhverfisráðuneyti 26. águst 2003 var farið yfir forsendur fyrir áliti ráðuneytisins, en árið 2000 hafði ráðuneytið ekki lagst gegn því að rannsóknarleyfi yrði veitt, þó með ströngum skilyrðum.
Á fundinum kom fram að undirstofnanir ráðuneytisins hefðu gert nokkrar athugasemdir um að upplýsingar vantaði, m.a. hvað varðaði aðkomuvegi að svæðinu, staðsetningu borplana, og auk þess kom ósk um að beðið yrði eftir niðurstöðum rammaáætlunar. Á fundi með orkufyrirtækjunum í september 2003 var ákveðið að freista þess að afla þeirra gagna og upplýsinga sem talið hafði verið að á skorti í umsókn fyrirtækjanna um rannsóknarleyfi. Þá voru niðurstöður rammaáætlunar kynntar í lok nóvember 2003 þar sem fram kom að virkjun í Brennisteinsfjöllum telst í þeim flokki virkjana er næst minnst umhverfisáhrif hafa.
Þegar framangreind viðbótargögn berast iðnaðarráðuneyti mun umsagnaraðilum lögum samkvæmt kynnt þau gögn og þeim gefið tækifæri á að tjá sig um þau. Komi ekki fram verulegar efnislegar og rökstuddar athugasemdir mun iðnaðarráðuneytið í framhaldi af því gefa út leyfi til jarðhitarannsókna í Brennisteinsfjöllum.“
Í þingræðu 7. des. 2005 fjallaði Kolbrún halldórsdóttir m.a. um Brennisteinsfjöll:
„Ef við værum skynsöm mundum við nú setja reiknimeistara yfir það að reikna ólíka hagsmuni, annars vegar af því að vernda Brennisteinsfjöll og hins vegar að hleypa orkufyrirtækjunum þar að til að ná í jarðvarmann til að selja raforkuna ódýrt til stóriðju. Hvorir hagsmunirnir ætli kæmu betur út? Í mínum huga er ekki nokkur vafi, langtímahagsmunirnir af náttúruverndinni yrðu miklu meiri. Ég er sannfærð um það af því að reikniaðferðirnar sem umhverfissinnaðir hagfræðingar hafa þróað í þeim efnum hafa sýnt okkur fram á að ef dæmin eru reiknuð til enda þar sem náttúruverndarsvæði eru eða verndarsvæði sem hafa mikla verndarhagsmuni eru þau svo þung á vogarskálunum þegar til langs tíma er litið.
Ef þau eru reiknuð inn í heildarverðmætamatið eða hagsmunamatið allt verður útkoman sú að á endanum borgi það sig beinlínis í beinhörðum peningum fyrir okkur að vernda slíkt svæði. (Gripið fram í: Hefurðu …?) Varðandi Brennisteinsfjöll hefur þetta ekki verið reiknað svo að ég viti en gerðir hafa verið útreikningar og skrifuð um þetta háskólaverkefni, bæði hér á landi og reyndar í háskólum erlendis. Ég minnist þess að í háskólum í Skotlandi hafa háskólastúdentar reiknað út svæði á þessum nótum hér á Íslandi. Það þarf oft að fara út fyrir landsteinana til að fólk átti sig á því hve mikil verðmæti eru í húfi. Þessi aðferð sem kölluð er „skilyrt verðmætamat“ hefur verið reynd á ákveðnum svæðum á Íslandi og það hefur ævinlega komið í ljós að verndargildi svæðanna sem hafa verið reiknuð er gríðarlega hátt. Stjórnvöld hafa þó verið ófáanleg til að meta þá hagsmuni og taka þá inn í lokaákvarðanatöku um endanlega nýtingu á svæðinu. Þá er ég að tala um að náttúruvernd sé líka nýting. Það er auðvitað það sem þessi stjórnvöld verða að fara að opna augu sín fyrir. Með því að vernda náttúruna ósnortna erum við að nýta hana til yndisauka og yndisaukinn hefur á reiknistokki þeirra hagfræðinga sem ég var að tala um ákveðið verðgildi.“
Enn ein rökin fyrir því að hinkra og hætta þessu óðagoti, láta ekki eftir orkufrekjunni í orkufyrirtækjunum vegna þess að það liggur ekki lífið á, er að hér er fjöldi virkjunarkosta, í vatnsaflinu jafnvel, fullrannsakaður og ónýttur. Hv. þm. Mörður Árnason fór yfir það áðan og það skiptir verulegu máli að við tökum þetta upp á arma okkar á þeim nótum að við horfum heildstætt á málin.
Í Brennisteinsfjöllum er sérstætt háhitasvæði, nánast ósnortið og með afar hátt verndargildi. Svæðið er hið eina fjögurra eldfjallakerfa á Reykjanesi, sem ekki hefur verið spillt með borunum, vegagerð og línulögnum. Í Brennisteinsfjöllum eru merkar gosminjar frá sögulegum tíma, umhverfið er stórbrotið með gígum, eldhraunum og hellum, og þar má rekja opnar jarðskjálftasprungur og misgengi. Eldvirkt svæði nær alveg frá sjó norður fyrir Sandskeið. Dýrmætt er að hafa aðgang að öræfakyrrð og svo fjölbreyttu landslagi í aðeins 20 km fjarlægð frá þéttbýlinu á suðvesturhorni landsins. Að Brennisteinsfjöllum steðjar nú hætta þar sem mikill þrýstingur er á stjórnvöld um að veita rannsóknarleyfi þeim aðilum er telja svæðið fýsilegt til orkunýtingar. Skorað hefur verið á stjórnvöld að friðlýsa Brennisteinsfjöll, varðveita þau sem ósnortið víðerni og tengja þau friðlandinu í Herdísarvík eins og lagt er til í Náttúruverndaráætlun.
Þegar staðið var ofan við Bringurnar norðanverðar og horft yfir Hvammana og Vatnshlíðina mátti vel ímynda sér þá ógnarkrafta sem þarna hafa verið að verki er hraunið rann, fyllti dalinn og stöðvaðist úti í Kleifarvatni austanverðu. Undir er eldra helluhraun, sem sést vel þar sem það rann niður hlíðna sunnanverða.
Hellir ofarlega í brúnum var skoðaður. Hann var í þröngri rás, en fallegar myndanir voru í honum. Vel mátti sjá hvar Dalaleiðin liggur yfir hraunið þar sem það er mjóst, inn í óbrennishólma að sunnanverðu. Breið kindagata liggur umhverfis hraunið. Líklegt má telja að gangandi fólk hafi farið beint af augum eftir stígnum þvert yfir hraunið til suðurs frá vestanverðum hraunkantinum í Vatnshlíðinni, en ríðandi fólk farið eftir hinni miklu og áberandi götu í hrauninu undir Vatnshlíðinni og síðan krækt með hraunkantinum að Gullbringu. Gatan þar er áberandi enn þann dag í dag. Við Gullbringu skiptist gatan enn á ný, annars vegar í sneiðing upp hlíðina austan við fjallið og áfram um Kálfadali, og hins vegar í gróna sneiðingnum til vesturs norðan fjallsins og síðan yfir að Hvömmum sunnan Kleifarvatns.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. (16. km).

Heimildir m.a.:
-Guðrún Hallgrímsdóttir.
-Svandís Svavarsdóttir.
-Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson 2001.
-Umhverfisstofnun.
-Kolbrún Halldórsdóttir
-Alþingi.

Brennisteinsfjöll

Ofan Fagradals.

Maístjarnan er einn dýrmætasti hraunhellir landsins. Hann er í Hrútagjárhrauni. Hvort sem litið er til staðsetningar og þeirra náttúru(jarðmyndana)-fyrirbæra er hann geymir er nauðsynlegt að varðveita hann til langar framtíðar. Þegar 

Maistjarnan-21

Í Maístjörnunni.

FERLIR heimsótti hellinn fyrir skömmu þakti snjór jörð og frost beit í kinn. Inni var hins vegar bæði hlýtt og hljótt. Ljóst var að umferð um hellinn að undanförnu hafði leitt af sér brotna dropsteina og fallin hraunstrá. Hvorutveggja verður erfitt að bæta eftir tæplega 6000 ára friðveislu.
Eftir stutta dvöl í kyrrðinni mátti heyra eftirfarandi, líkt og hvísl, ef mjög gaumgæfilega var lagt við eyru. Það var endurtekið aftur og aftur: 

Maistjarnan-22

Í Maístjörnunni.

Ó, hve létt er þitt skóhljóð.
Það er vetrarhret úti,
napur vindur sem hvín.
En ég veit aðra stjörnu
aðra stjörnu sem skín.
Það eru erfiðir tímar,
það er hrunaþref.
Í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól.
Það er maísólin mín,
Fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.

Textinn var ekki nákvæmlega eins og í ljóði Halldórs Laxness um „Maístjarnan„. Sá texti hefur reyndar bæði verið fluttur af ýmsum í mismunandi útfærðum útgáfum og vitað er að Halldór sótti jafnan efni og hugmyndir í verk sín til annarra. Þannig telja jafnvel sumir að ljóðið og/eða lagið eigi uppruna að leita til verka Friedricks Hendels.
Sammerkt er þó með „Maístjörnunum“ tveimur, ljóðinu og hellinum, að hvorutveggja vekur hrifningu þess er nýtur á hverjum tíma.

 

Maístjarnan

Maístjarnan – op.