Færslur

Breiðabólstaðasel II

FERLIR sótti heim Breiðabólstaðasel II eð Hafnarsel (Þorlákshafnarsel II) undir Krossfjöllum. Um 10 mín. gangur er að selinu frá Þrengslavegi.

Breiðabólstasel

Breiðabólstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í “Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrslu I” má lesa eftirfarandi um Breiðabólstaðasel II (Hafnarsel II) undir norðanverðum Krossfjöllum:
“Ómar Smári Ármannsson fjallar um þessar minjar á heimasíðu Ferlis. Þar segir: “Þegar FERLIR var á ferð um Krossfjöll var m.a. gengið fram á áður óþekktar – og þar með óskráðar selsminjar – ofan Krossfjalla. Minjarnar eru miklar og greinilegar; sjö rými og stekkur. […].” Selið er ekki þekkt úr rituðum heimildum og er því nafnlaust. Hér er stuðist við nafngjöf Ómars Smára og selið nefnt Breiðabólsstaðarsel II. Það er 3,8 km norðvestan við bæ og 1,7 km NNA við Breiðabólsstaðarsel I. Selið er undir norðurhlífðum Krossfjalla.

Breiðabólstaðase II

Breiðabólstaðasel II (Hafnarsel II).

Allt umhverfis selið er mosavaxið hraun. Meðfram norðurenda Krossfjalla er mjótt undirlendi og er selið þar, byggt upp við fjallshlíðarnar.
Á svæði sem er 100×40 m að stærð og snýr norður-suður eru sjö tóftir. Ástand þeirra allra er svipað, veggirnir útflattir og tóftirnar grónar. Var hverri tóft gefin bókstafur til aðgreiningar í lýsingu þessari. Tóft A er byggð norðan undir fjallshlíð Krossfjalla og er sú stærsta á svæðinu. Hún er 20×7 m að stærð, snýr austur-vestur og skiptist í fjögur hólf. Austast er hólf 1.

Breiðabólstaðasel II

Breiðabólstaðasel II (Hafnarsel II).

Það er 1,5×1 m að innanmáli og snýr norður-suður. Það er byggt upp við klett til suðurs en aðrir veggir eru hlaðnir. Þeir eru 0,3-0,4 m að hæð og má sjá tvenn umför grjóthleðslu í þeim. Op er á miðjum norðurvegg.
Hólf 2 er vestan við hólf 1. Það er 5×2 m að innanmáli og snýr norður-suður. Veggirnir eru 0,4-0,6 m á hæð og glittir í grjót hér og þar. Op er á miðjum norðurvegg. Hólf 3 er vestan við hólf 2. Það er 5×3 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Veggirnir eru algrónir og 0,6-1 m á hæð. Tóftin er betur varðveitt að sunnan en til norðurs. Op er sem fyrr á miðjum norðurvegg.

Breiðabólstasel II

Breiðabólstaðasel II (Hafnarsel II) – stekkur.

Hólf 4 er vestan við hólf 3. Það er byggt upp við hraunbrún að sunnan. Það er 3×3 m að innanmáli og op er til norðurs. Veggirnir eru 0,5 m á hæð og grónir. Það má greina 1-2 umför af grjóti í þeim. Tóft B er 2 m vestan við tóft A, fast upop við gróna hraunbrún til suðurs. Hún er 7×7 m að stærð og einföld. Veggirnir eru 0,4-0,6 m á hæð, 2-2,5 m á breidd, algrónir og reisulegri að innan en utan. Op er á miðjum norðurvegg. Tóft C er 5 m vestan við tóft B. Hún er 7×6 m að stærð, einföld og snýr norður-suður. Veggirnir eru 0,5 m á hæð og má greina 2 umför af grjóthleðslu í þeim. Þeir eru mosavaxnir og útflattir. Op er á miðjum austurvegg. Tóft D er 20 m norðan við tóft A. Hún er 6×5 m að stærð, einföld og snýr suðaustur-norðvestur. Veggirnir eru 0,3 m á hæð, útflattir og algrónir. Op er á miðjum suðurvegg.

Breiðabólstaðasel II

Breiðabólstasel II – uppdráttur í fornleifaskráningunni.

Tóftir E og F eru uppi á mosavaxinni hraunklöpp, tæpum 50 m norðan við tóft D. Tóft E er sunnar. Hún er 3×3 m að stærð, einföld og grjóthlaðin. Veggirnir eru 0,3 m á hæð og má greina eitt umfar grjóthleðslu í þeim. Ekkert op er inn í tóftina.
Tóft F er 2 m norðaustan við tóft E. Hún er 6×5 m að stærð, einföld og grjóthlaðin. Hún snýr norður-suður og líklega er op í suðausturhorni. Veggirnir eru 0,3 m á hæð og má greina 1-2 umför af grjóti í þeim. Tóftin er lyngivaxin að innan líkt og hluti af veggjunum. Tóft G er nyrst og er tæpum 30 m norðan við tóft F. Tóftin er 8×8 m að stærð, einföld og er opin til norðvesturs. Veggirnir eru útflattir og lyngivaxnir. Tóftin er í viki inn í hraunbrúnina, suðaustan við mosavaxin hraunhól.”
Ágætt vatnsstæði er norðan við selstöðuna, en hún var þurr að þessu sinni – í lok júlímánaðar. Selstaðan er tiltölulega nýleg, en þó má sjá í henni a.m.k. tvær kynslóðir selja, þ.e. þá nýlegu og aðra mun eldri. Til að gæta allrar sanngirni rak Alda Agnes Sveinsdóttir augun á selstöðuna í seinni tíð á leið hennar norður yfir Krossfjöll frá Breiðagerðisseli I og gerði FERLIR kunnugt um dásemina.

Breiðabólstaðasel II

Breiðabólstaðasel II (Þórlákshafnarsel II) undir Krossfjöllum.

Í Jarðabók Árna og Páls 1708 segir um Breiðabólsstað í Ölfusi: “Skipsuppsátur á jörðin í Þorlákshöfn fyrir selstöðu í heimalandi.” Í 1. bindi sögu Þorlákshafnar eftir Skúla
Helgason segir: “Frá fornu fari mun Þorlákshöfn hafa haft í seli í Breiðabólsstaðarlandi í Ölfusi… Þorlákshafnarsel stóð undir Votabergi, sem er skammt fyrir norðan þjóðveginn um Þrengslin. Þar má enn sjá tóftir selsins. Ef Hafnarselið undir Votabergi hafi verið í landi Breiðabólstaðar hefur selið norðan Krossfjalla örugglega verið í landi staðarins.

Hraunssel

Hraunssel í Ölfusi.

Þá sótti FERLIR heim Hraunssel í Ölfusi milli Eldborgarhrauns og Skógarhlíðar. Lagt var af stað frá bifreiðastæðinu við Raufarhólshelli í Þrengslunum og gengið austur yfir gamburmosahraunið með grónum lyngbollum í beina línu að hlíðinni þar sem styst er yfir hraunið. Gangan tók innan við 10 mínútur.
Í hraunkantinum, þegar komið er yfir, liggur selið, greinilega miðlungs gamalt. Í selinu eru fimm rými; baðstofa, búr og eldhús, auk tvískipts stekks. Á bak við tóttirnar er lítið fjárskjól í skúta. Selstígurinn liggur niður með kantinum um Skóghlíðarstíg. Ofan við selið eru grasi grónar Lönguhlíðar.
Frábært veður.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I, 2015.
-http://www.ferlir.is/?id=1772

Hraunssel

Hraunssel í Ölfusi – uppdráttur ÓSÁ.

Breiðabólstaðasel

Gengið var að Hraunsseli.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólsstaðasel.

Lagt var af stað frá Raufarhólshelli í Þrengslunum og austur yfir gamburmosahraun með grónum lyngbollum í beina línu að Lönguhlíð þar sem styst er yfir hraunið. Gangan tekur innan við 10 mínútur. Í hraunkantinum, þegar komið er yfir, liggur selið, greinilega miðlungs gamalt. Í selinu eru fimm rými; baðstofa, búr og eldhús, auk tvískipts stekks. Á bak við tóttirnar er lítið fjárskjól í skúta. Selstígurinn liggur niður með kantinum um Skógstíg. Bæði ofan og neðan við selið eru grasi grónar Lönguhlíðar.

Þá var haldið frá Raufarhólshelli til vesturs í leit Breiðabólstaðaseli. Gengið var yfir Þrengslaveginn, yfir gróðir hraun og upp á Raufarhól. Þetta eru breiðir og sléttir melhólar. Gengið er yfir þá með stefnu til vesturs að sunnanverðum Krossfjöllunum, rétt ofan við syðsta stapann.

Hafnarsel

Hafnarsel I .

Gengið er yfir móa og síðan aftur upp á slétta mela. Þá er komið inn á götu er liggur ofan við víða dali að sunnanverðu. Gatan liggur til vestnorðvestur með stefnu að Geitahlíð. Óþarfi er að fara upp í sjálf Krossfjöllin heldur ganga einungis með hlíðum þess. Flagið sést fljótlega á vinstri hönd og handan við næsta gróðurhrygg er grasi gróinn dalur og háir, langir klettar er horfa á mót austri, vestast í fjöllunum. Þar undir er Breiðabólstaðarsel. Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru fjórar tóttir. Tvö rými eru í þeirri stærstu. Að selinu er um hálftíma auðveldur gangur ef farið er rétta leið. Annars þarf að fara upp um Krossfjöllin, en það er þrátt fyrir allt falleg leið, klettastandar og grónir dalir og brekkur, einkum að vestanverðu.
Ofan Krossfjalla er óþekkt selstaða; annað hvort frá Breiðabólstað eða Þorlákshafnarbænum.

Hafnarsel

Í Hafnarseli.

Lokst var tekið hús í Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými.
Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur. Skjólgott er undir berginu. Í því er fugl og nægt vatn er drýpur af því hvarvetna. Hafnarselið er í sljóki fyrir austanáttinni, ríkjandi rigningarátt, líkt og mörg önnur sel á Reykjanesi. Saga er tengd selinu um karl er komst í kerlingu, en hún verður ekki rakin hér. Meðfylgjandi mynd er látin duga að þessu sinni.
Veður var frábært, milt og kaflaskipt sól.

Hraunssel

Hraunssel Ölfusi – uppdráttur ÓSÁ.

 

Hraunssel

Haldið var norður Leggjabrjótshraun vestan við Núpshlíðarháls og gengið í sólskini að Hraunsseli.

Hraunssel

Hraunssel.

Selið er merkilegt fyrir að að hafa verið síðasta selið svo vitað sé sem notað var á Reykjanesi, eða allt fram til 1914. Á sumum kortum er það staðsett uppi á hálsinum, en er í norðan undir honum. Selið eru heillgar tóftir og stekkur. Ef vel er að gáð má sjá tóftir eldra sels á sléttlendi skammt norðar. Við þær er einng stekkur, nær jarðlægur. Hraunssels-Vatnsfell, fjallið gegnt selinu, dregur nafn sitt af því.

Núpshlíðarháls

Núpshlíðarháls – gígur.

Vegna góðs veðurs var ákveðið að ganga einnig á Núpshlíðarhorn og skoða gígana, sem þar eru, en þeir munu vera einstakir í sögu jarðfræðinnar. Fyrir ofan hraunárfarvegina klofnuðu gígarnir eftir endilöngu fjallinu svo sjá má þversnið þeirra og þannig átta sig enn betur á hvernig þeir, og aðrir sambærilegir gjallgígar, hafa myndast upp úr móbergsfjalli, eins og víða má sjá, s.s. inn með austanverðum Núpshlíðarhálsinum. Gígarnir eru hver öðrum fallegri og alveg þess virði að gefa sér góðan tíma til að ganga á milli þeirra, virða þá fyrir sér og skoða hraunæðarnar og – traðirnar, sem frá þeim liggja niður hlíðina að vestanverðu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Hraunssel

Hraunssel- uppdráttur ÓSÁ.

Hraunssel

Farið var yfir Höskuldarvelli, að Sogagíg utan í vestanverðri Trölladyngju og litið á selin og önnur mannvirki þar. Síðan var haldið inn á Selsvellina og staðnæmst við Selsvallaselin eldri sunnan á vestanverðum völlunum.

Selsvellir

Á Selsvöllum.

Eftir að hafa skoðað tóttirnar tvær undir hálsinum uppgötvaðist þriðja tóttin, greinilega sú elsta þeirra, skammt neðar, nær völlunum. Tóttir þessarra eru því a.m.k. 3 talsins. Þá voru Selsvallaselin yngri norðan í vestanverðum völlunum skoðuð, bæði stekkirnir tveir við þrjár tóttir seljanna sem og hlaðinn stekkur norðan við hraunhólana. Hraunhólinn, sem miðselið stendur utan í, er holur að innan, gat er austan í honum og hefur hann greinilega verið notaður sem skjól. Norðvestan við hólinn liggur selsstígur yfir hraunið og áfram að norðurhlíð Hraunssels-Vatnsfells. Selsvallaselin voru útgerð frá Grindavíkurbændum.

Hraunssel

Hraunssel – selsstígurinn.

Haldið var að Hraunsseli neðan við Þrengslin. Eftir að hafa skoðað stekkinn í hrauninu norðan selsins, sem eru þrjár heillegar tóttir undir Núpshlíðarhálsinum, kom í ljós ein tótt, greinilega elst þeirra, neðar og á milli tóttana og stekksins. Sunnan við þennan hlaðna stekk var annar mun eldri. Verður því þetta seinna sel nefnt Hraunssel eldra (332), en þau undir hlíðinni nefnd Hraunssel yngri. Selsstígur liggur frá selinu að suðurhlíð Hraunssels-Vatnsfells.

Hraunsselið er síðasta selið, sem lengst var brúkað á Reykjanesi, eða allt til ársins 1914. Haldið var norður fyrir Fellið og síðan til vesturs norðan þess, niður með austanverðum Merardalahlíðum og áfram niður með Einihlíðum vestan Sandfells. Þessi leið er mjög auðfarin, melar og móar.

Hraunssel

Í Hraunsseli.

Þegar komið var langleiðina niður að Bratthálsi var vent til norðurs upp Lyngbrekkur og upp að gili, sem aðskilur þær frá Langahrygg. Þar niðri í því og upp með hlíðum Langahryggs liggja leifar flaks amerískrar flugvélar er fórst þar á stríðsárunum. Einn hreyfillinn liggur með öðru dóti í gilinu. Annað, þ.e.a.s. það sem ekki var fjarlægt á sínum tíma, er dreift um hlíðina og upp á hryggnum. Frá Lyngbrekku var haldið niður að gömlu þjóðleiðinni er lá þarna um Drykkjarsteinsdal, austur að Méltunnuklifi og áfram austur. Leiðin er þarna mjög greinileg og óspillt. Loks var haldið vestur með Slögu, niður í Drykkjarsteinsdal, Drykkjarsteininn skoðaður, en skálar hans voru skráþurrar aldrei þessu vant, og ferðin enduð á Ísólfsskálavegi.
Frábært veður.

Hraunssel

Hraunssel- uppdráttur ÓSÁ.

Breiðabólstaðasel

Þá var haldið frá Raufarhólshelli til vesturs í leit að Breiðabólstaðaseli.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólsstaðasel.

Gengið var yfir Þrengslaveginn, yfir gróðir hraun og upp á Raufarhól. Þetta eru breiðir og sléttir melhólar. Gengið er yfir þá með stefnu til vesturs að sunnanverðum Krossfjöllunum, rétt ofan við syðsta stapann. Gengið er yfir móa og síðan aftur upp á slétta mela. Þá er komið inn á götu er liggur ofan við víða dali að sunnanverðu. Gatan liggur til vestnorðvestur með stefnu að Geitahlíð. Óþarfi er að fara upp í sjálf Krossfjöllin heldur ganga einungis með hlíðum þess. Flagið sést fljótlega á vinstri hönd og handan við næsta gróðurhrygg er grasi gróinn dalur og háir, langir klettar er horfa á mót austri, vestast í fjöllunum. Þar undir er Breiðabólstaðasel. Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru fjórar tóttir. Tvö rými eru í þeirri stærstu. Að selinu er um hálftíma auðveldur gangur ef farið er rétta leið. Annars þarf að fara upp um Krossfjöllin, en það er þrátt fyrir allt falleg leið, klettastandar og grónir dalir og brekkur, einkum að vestanverðu.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólstaðasel.

Annað sel fannst fyrir stuttu undir ofanverðum Krossfjöllum. Um er að ræða selsþyrpingu, stekk og ágætt vatnsstæði. Ekki er ólíklegt, af ummerkjum að dæma, að þarna geti verið um að ræða nýrri selstöðu Hafnarsels, sem er þarna skammt norðar.
Loks var tekið hús á Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými. Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur. Hafa ber þó í huga að mikilvægt er að nýta þekkinguna á selstöðunum fyrrum er tjá á fræðileikann.

Hafnarsel

Hafnarsel II – uppdráttur ÓSÁ.

Hraunssel

Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um selstöðu frá Hrauni við Grindavík: ”Selstaða langt í frá og þó sæmilega góð.” Ekki er tekið sérstaklega fram að hún hafi verið í Ísólfsskálalandi. Þá er ekki minnst á selstöðu frá Ísólfsskála.
Haldið var að Hraunsseli milli Þrengsla vestan í Núpshlíðarhálsi (Vesturhálsi), millum Neðri-Þrengsla og Efri-Þrengsla. Skolahraunið hefur lagst að útskagandi hlíðinni á þessum köflum. Sunnar heitir hraunið Leggjarbrjótshraun. Syðst heitir það og einstakir hraunkaflar ýmsum nöfum.
Hraunssel á miðri mynd - loftmyndGengið var upp að gömlu þjóðleiðinni um Méltunnuklif og henni síðan fylgt austur yfir Leggjarbrjótshraun (Leggbrjótshraun) að Núpshlíðarhálsi. Leiðin var vörðuð, en nýr slóði hefur verið ruddur beint yfir hraunið. Gamla leiðin liggur bæði undir honum og norðan við hann á köflum. Vörðurnar segja til um legu hans.
Þegar komið var upp í Línkrók varð fyrir öxl út úr hálsinum. Vestan hans er hraunbrún í hrauninu, Kinnin. Handan hennar er stór og myndarlegur eldgígur utan í Höfðanum. Þarna er ágætt útsýni suðvestur að Skála-Mælifelli, Höfðanum, Langahrygg, Stóra-Hrút og Sandfelli. Þegar ofar var komið blasti Trölladyngja við norðaustast og Keilir lyftist smám saman upp fyrir hraunkantinn.
Ljóst er að í Hraunsseli er a.m.k. tvær “nýlegar” selstöðvar og ein mun eldri. Auk þess eru þrjár stakar tóftir norðan nýrri selstöðvanna. Í öllum tóftaþyrpingunum eru þrjú rými í hverri. Syðri nýrri tóftin er af nýjustu gerð selja, með samfelldri húsaskipan; baðstofu, búri og utanáliggjandi eldhúsi. Nyrðri tóftin er með samliggjandi baðstofu og búri, en hliðstæðu eldhúsi. Þessar tóftir eru vel greinilegar þar sem veggir standa grónir. Elsta tóftin, skammt vestar, er nú næstum jarðlægð orðin. Hlaðinn stekkur er á hraunbrún vestan selstöðunnar. Þar sem nýrri mannvirkin virðast vera frá svipuðum tíma er ekki óraunhæft að álykta að þarna hafi bæði verið selstaða frá Hrauni og Ísólfsskála um tíma.
Skammt norðar undir Núpshlíðarhálsi eru fleiri seltóftir; inn á Selsvellum. Um var að ræða sel frá Járngerðarstaða-bæjunum og síðar einnig Staðarbæjunum í Grindavík. Þarna eru líka bæði yngri og eldri sel.
Fé af fjalliUm selsbúskap (úr bókinni Íslenskir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson). “Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti ekki til, að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaða eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru byggð til dala eða svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Ekki var mulið undir smalann í seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skala strokkinn, á meðan mjaltarkonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn félli saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn; “Það stenst á endum strokkur og mjaltir”. Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamennsku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilist þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, síst almennt.
Fé af fjalli fer yfir vegSelin voru venjulega þrjú hús; mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft voru og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bænum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu. Selmatseljan hafði nóg að starfa; að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í stokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr. Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóri, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur. Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar (söfnuðurinn).
Smalamaður fylgdi ánum nótt og dag, eða þá að hann fylgdi þeim á daginn, en lét þær leika lausar á nóttunni. Stundum eða sumsstaðar var þeim og sleppt í bæði mál og þá smalað kvöld og morgna. Mikið var undir því komið, að smalinn væri góður. Alltaf átti smalinn að vera kominn með ærnar í sama mund í kvíabólið kvöld og morgna, og vandist hann furðanlega á það, þó að ekki hefði hann úr í vasanum.

Oftast voru unglingar hafðir við smalamennsku, og var þeim oft ætlað miklu meora en þeim var treystamdi til, því að þeim er var ekki hlíft, þó að þeir væru bæði ungir og Féð fer heimpasturlitlir. Illt áttu þeir oft í meira lagi, er þeir áttu að fylgja fénu nótt og dag og tíð var stirð, rigningar og slagviðri. Þá byggðu þeir sér hús; byrgi eða smalabyrgi, á þeim stöðum, er fénu var mest haldið til haga, og voru þeir þar inni, þegar illt var eða þeir máttu sofna. Ærið voru þessi byrgi smá og lítilfjörleg, en þó skárri en úti.
Þegar komið var fram yfir fardaga, var farið að stía. Til þess var notaður stekkur, einhverskonar rétt, hæfilega stór fyrir ærnar. Í stekknum var kró, lambakró. Lömbin voru tínd úr stekknum og látin inn í króna. Það var gert seint á kvöldin, svo sem stundu fyrir lágnætti, og látið sitja svo um nóttina, þangað til um miðjan morgun daginn eftir. Þá var aftur farið í stekkinn og lömbunum hleypt saman við ærnar.
Eftir Jónsmessuna komu svo fráfærurnar. Þá voru ærnar reknar heim af stekknum og ekki hleypt til lambanna framar, heldur voru þær mjólkaðar fyrst í kvíunum og reknar síðan í haga og setið þar yfir þeim.
Heldur hefir vistin verið einmannaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum. Mörg selmatseljan komst í tæri við huldumenn og urðu þungaðar við þeim; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar ástir. En þeir samfundir verða báðum jafnan að bana. Eru margar þær harmasögur til. Stundum ólu þær börn í seljunum og báru út, og er því víða óhreint hjá gömlum seljum. Aftur er þess sjaldan getið, að útilegumenn hafi komist í tæri við selráðskonur.

Gamla þjóðleiðin yfir Leggjarbrjótshraun - ruddi slóðin fjær

Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754 að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar. Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum.
Selfara er víða getið, bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flust hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju. Selvenjur hafa þá verið hina sömu og á síðari tímum, nema skyr stundum verið flutt heim í húðum, skyrkyllum eða kollum í krókum, sbr. Njálu.
Ísland hefir alla tíð verið gott sauðland, enda er þess víða getið í fornritum og sögnum, að menn hafi verið fjármargir mjög, enda gekk þá fé sjálfala í skógum, meðan þeir voru óhöggnir á landi hér. En auðvitað var hvorki hús né hey handa þessum fjárfjölda, enda hrundi það niður, þegar harðindin dundu yfir. Fram á 19. öld var það víða enn siður á Suðurlandi, að ekki voru hús yfir sauði, önnur en jötulausar fjárborgir”.
Í ritinu “Söguslóðir”, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, ritar Guðrún Ólafsdóttir um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi. Í því segir hún m.a.: Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum.
Í Selstígur yfir Skolahraun að Ísólfsskála?Krýsuvík voru 6 hjáleigur. Selsstöður voru tvær á jörðinni, önnur til fjalls en hin nálægt sjó, báðar merkilegar góðar. Á Ísólfsskála er ekki minnst á selsstöðu. Frá Hrauni er selstaða langt frá og þó sæmilega góð. Þórkötlustaðir brúkaði selstöðu lengi í Krýsuvíkurlandi þar sem heitir á Vigdísarvöllum. Selstaðan var leigð frá Krýsuvík, en Krýsuvík fék aftur skipsstöðu fyrir landi Þórkötlustaða. Selstaðan er góð, en langt og erfitt að sækja. Hóp þurfti að kaupa sélstöðu.
Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar. Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. “.aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæðst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar”. [Reyndar er Fagridalur óumdeilanlega í landi Grindavíkur því mörk bæjarins og Voga eru mun norðar.] Húsatóftir hafði haft langvarandi selstöðu á Selsvöllum, en þangar var bæði langt og erfitt að sækja. Staður hafði einnig selstöðu á Selsvöllum.

Hraunssel

Hraunssel.

Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum nema Baðsvöllum. Þar er hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Þessi lýsing minnir á lýsingar Jarðarbókarinnar á selstöðum annars staðar á Reykjanesskaga, t.a.m. í Vatnsleysstrandarhreppi. Selstöðunum þar er ýmist lýst sem haglitlum eða vatnslitlum nema hvort tveggja sé, enda er þær flestar úti í hraununum norðan fjallgarðsins, sem liggur um skagann sunnanverðan. Hins vegar eru selstöðurnar í Grindavíkurhreppi flestar á mörkum hraunanna og móbergshryggjanna sunnan til á skaganum og einkennast af grasigrónum hlíðum eins og við Hraunsel. Vatn skortir ekki af því að lækir koma úr hlíðunum, en hverfa síðan undir hraunin. Þó verður ekki á allt kosið. Því að víða er langt að fara og erfitt að sækja eins og kemur fram í lýsingunum, skemmst á Baðsvelli um 5 km, lengst frá Stað á Selsvelli, um 25 km eftir mjög góðri mælinu.
Hraunssel - nýrri tóftirnarÞ
að eru aðeins Krýsuvíkurbændur, sem njóta þess að eiga skamma og greiðfæra leið í ríkulega selhaga, enda eru aðstæður þar að flestu leyti ólíkar. Við Krýsuvík eru allmiklir flákar af lausum jarðlögum suðvestur af Kleifarvatni og þar fyrir sunnan er jökulnúið grágrýti frá hlýskeiði fyrir síðustu ísöld. Þar hefur náðst að myndast meiri jarðvegur og gróður en annars staðar á Reykjanesskaga sunnanverðum. Þar er að finna bæði móa og mýrar, og meira að segja er þar einhvern mó að finna. Skúli Magnússon landfógeti kallar jörðina fremur landjörð en sjávarjörð og lýsir henni m.a. á þess leið: “Landrými er mikið; eru þar hraun, fjöll og rauðleitar moldir; tún og engi er gott, og má auka það með tilkostnaði, svo að fleiri ábúendur getið setið þar”.
Ef til vill er það þessi góðu búskaparskilyrði, sem valda því, að ekki hefur tekist að hafa upp á neinum heimildum um selstöður frá Krýsuvík eftir daga Jarðarbókarinnar 1703. Um aðra hluta hreppsins gegnir öðru máli. Í verðlaunaritgerð Skúla Magnússonar, sem áður er getið, er ekkert minnst á selstöðu í Krýsuvíkursókn, en um Grindavíkursókn segir hins vegar: “En 2 mílur í norðaustur frá byggðalaginu, inni á milli fjallanna, eru góðir hagar. Hafa menn þar í selstöðu. En eigi eru þar skilyrði fyrir nýbýli.

Hraunssel

Hraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

Í sóknarlýsingu sr. Geirs Backmanns, sem var prestur að Stað í Grindavík 1835-1850 kemur greinilega í ljós, hvers virði selstöðurnar hafa verið Grindvíkingum. Þar segir: “Eftir jarðabokinni 1760 á Staður selstöðu á Selsvöllum, þó það nú sýnist orðið almennings selstaða úr allri Grindavík”.
Sr. Geir lýsir einnig selsstöðunni á Selsvöllum, að þar sé allgrösugt og bítist fljótt upp, vegna þess að allir bæirnir í sókninni nema Hraun hafi þar í seli, þótt þeir greiði Staðarprestinum ekkert fyrir, og segir hann, að hann hafi heyrt, að flestir bæir hafi haft í seli einhvers staðar tilfjalla, en vatnsleysi hafi valdið því, að þau væru niðurlögð og allir hafi þyrpst á Selsvelli, því að þar sé dálítill rennandi lækur rétt við selið. Vanalegt sé að reka í selið 8. viku sumars en úr því í 16 eða 17. viku sumars, “nema óþerrir hafi hamlað fólki að ná töðum af túnum sínum”. Af því að ekkert sé afréttarlandið sé allt fé, ungt og gamalt, lömb og sauðir, rekið í selið og smalað á hverju máli og lömbin séu kefluð.
Þessum siða að kefla lömb er lýst hjá Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili í íslenskum þjóðháttum og Þorvaldi Thoroddsen.
Það fer ekki á milli mála, að selstaðan hefur verið Grindvíkingum dýrmæt. Þeir einu, sem ekki nytjuðu selstöðuna á Selsvöllum, Hraunsmenn, notuðu sitt eigið sel árlega, enda ekki margir kostir heima fyrir ef marka má lýsingu sr. Geirs: “Eigi verður höfð nokkur skepna heima á sumrum, og eru allir hestar daglega langt í burtu á bak við Fiskidalsfjall, þó brúka eigi strax að morgni”.
Til enn frekari áréttingar um mikilvægi þessara hlunninfa má tilfæra bréf frá árinu 1844 frá séra Geir til biskups, þar sem hann kvartar yfir því, að allir nágrannar sínir noti selstöðuna á Selsvöllum án þess að greiða honum leigu fyrir. Telur hann, að bændurnir hafi komist upp á að nota selstöðuna, þegar fyrirrennarar hans í prestsembættinu hafi verið svo fénaðarfáir, að þeim hafi ekki þótt svara kostnaði og fyrirhöfn, að viðhalda selhúsunum og hafa fólk yfir litlum fénaði og þess vegna leyft öðrum afnot af henni gegn leigu, sem síðan hafi fallið niður vegna hirðuleysis. Nú sé svo komið, að fyrir utan hann, sem hafi byrjað að nota selið 1837, þ.e. tveimur árum eftir að hann fékk brauðið, eigi sex búendur þar selhús og hafi allan sinn fénað og taki auk þess sumir fénað af öðrum til göngu og hirðingar. Telur hann, að sumarið áður hafi að minnsta kosti 500 fjár, ungt og gamalt, og 30 nautgripir auk inntökupenings gengið á völlunum og geti menn getið sér þess nærri, að þvílíkur urmull af kúm og kindum geri “ærið usla og jarðnag í beitilands þrengslum”. Vegna hagleysis verði að reka allan fénað, sem tíðum sé kominn í selhagana löngu fyrir fráfærur í 7. viku sumars, heim á miðjum selvinnutímanum, eintatt í 17. viku sumars horaðan og nytlausan “þegar peningur allstaðar annarstaðar gjörir hvar mest gagn, og er í bestum holdum, og er þetta til allmikils ama mörgum búanda hér í sveit sem á stundum ekki þá hafa náð inn töðum sínum af túnunum.”

Stekkur í Hraunsseli

Vera kann, að ein ástæðan fyrir þessari miklu ássókn í selstöðuna á Selsvöllum um daga sr. Geirs sé sú, að Grindvíkingar hafi ekki lengur haft innhlaup í selstöðurnar í Krýsuvíkurlandi eins og var á 18. öldinni. Þrjú nýbýli risu í Krýsuvíkurlandi á 19. öldinni, öll í fyrri seljalöndum. Árið 1830 reis nýbýli á Vigdísarvöllum, kennt við þá. Í Jarðartali J. Johnsen 1847 eru taldar sjö hjáleigur með Krýsuvík og eru Vigdísarvellir og Bali meðal þeirra. Hvorug þessara hjáleiga er nefnd í Jarðarbók Árna og Páls. Bali lá syðst [vestast] á Vigdísarvöllum. Í nýrri jarðarbók fyrir Ísland frá 1848 er getið um átta hjáleiga með Krýsuvík og hafa Fitjar bæst við. Fitjar voru vestast á Selöldu. Enn má finna rústir þessara kotbæja, enda eru þeir merktir inn á kort. Fitjar og Bali virðast hafa lagst í eyði eftir skamma hríð, en Vigdísarvellir héldust í byggð fram yfir aldamót, þrátt fyrir endurtekna skaða vegna jarðskjálfta. Ólíklegt er að Krýsuvíkurbændur hafi leigt úr selstöður eftir að þessi býli byggðust.”
Í samantekt Orra Vésteinssonar um menningaminjar í Grindavík frá árinu 2001 segir að Vigdísarvellir hafi verið hjáleiga Krýsuvíkur en nýtt sem selsstaða frá Þórkötlustöðum. “Selstöðu brúkar jörðin [Þórkötlustaðir] og hefur lengi brúkað í Krýsuvíkurlandi, þar em heitir á Vigdísarvöllum, segja menn að selstaðan sjé ljéð frá Krýsuvík, en Krýsuvík aftur ljeð skipstaða fyrir Þórkötlustaðalandi. Vigdísarvellir eru nýbýli frá 1830, en var áður selstaða. Var í eyði um 1880, en byggðist á ný fram yfir aldamótin 1900 [Saga Grindavíkur]. Baðstofan hrundi í jarðskjálfta 28. eða 29. janúar 1905 og stórskemmdust þá öll hús á Vigdísarvöllum og á Litla-Nýjabæ.
GöngusvæðiðHvenær lögðust selfarir niður í Grindarvíkurhreppi? Í bók sr. Gísla Brynjólfssonar, Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók, 1975, er sagt frá seljunum á Selsvöllum og frá sr. Geir Backmann. Sr. Gísli telur líklegt, að prestar á Stað hafi lítið eða ekki notað selið eftir daga sr. Geirs, þ.e. 1850, en færir engar sönnur á það eða rökstyður. “Síðar”, segir hann, þ.e. eftir daga sr. Geirs, “þegar selfarir lögðust með öllu niður, urðu Selvellir smám saman afréttur sveitanna á Suðurnesjum, sem þeir eru enn í dag”.
Þegar Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um Reykjanesskagann sumarið 1883 kom hann bæði að Hraunseli og seljunum á Selsvöllum í rústum. Hann kom á Baðsvelli, sem hann reyndar kallar Baðvelli, og minnist ekki á selstöður þar né heldur rústir eftir sel, og á Vigdísarvöllum fann hann samnefndan kotbæ.
Hér er komin gróf tímasetning. Einhvern tímann eftir 1850 og fyrir 1883. Samt er ekki öll sagan sögð. Í þjóðháttasöfnum stúdenta, sem fram frór sumarið 1976 og beindist að fráfærum, var spurt um sel og selfarir. Fyrir svörum í Grindavíkurhreppi var m.a. Magnús Hafliðason frá Hrauni, f. 1891. Magnús sagði frá því, að foreldrar hann hefðu haft í seli í Hraunseli, sem væri um tveggja tíma ganga frá Hrauni. Þar hefðu verið hafðar kýr og kindur og hefði mjólkin verið unnin í selinu og mjólkurvörunar sendar niður eftir. Smali og ein stúlka hefðu verið í selinu, og hélt hann að hætt hefði verið að hafa í selinu um 1890. Þetta stingur nokkuð í stúf við frásögn Þorvalds Thoroddsens, sem fann rústir einar af Hraunseli árið 1883. Vera má, að tímasetning Magnúsar skeiki um rúman áratug eða svo. Selstaðan gæti hafa verið tekin þar upp aftur eftir að Þorvaldur fór þar um.
MMéltunnuklif - Höfði fjæragnús kennir fólksfæðinni á bæjunum um að hætt var að hafa í seli. Menn fóru að búa sjálfir og reyndu að eignast kýr fremur en ær eftir að selfarir lögðust niður. Magnús gefur hér í skyn að bústofn hafi breyst við það, að menn hættu að hafa í seli… Þessar ályktanir virðast vera rökréttar. Selstöður hafa lagst niður þegar fátt var um bæði nautgripi og sauðfé um 1870. Hinn stóraukni fjöldi sauðfjár frá 1879 virðist benda til þess, að fé hafi verið haldið til annarra nytja en mjólkurnytja og um leið til þess að áhugi á afréttarlöndum hefði orðið áhuganum á selstöðum yfirsterkari. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að hjónin á Hrauni hafi tekið sig til eitthvert vorið og rekið búsmala sinn í selið, þótt allir aðrir væru hættir slíku tilstandi og selið hefði staðið autt og tómt og hálffallið um nokkurra ára skeið.
Sel og selstöður hafa skipt miklu máli í hreppnum í eina tíð svo að þar má finna orðum Þorvalds Thoroddsens í Lýsingu Íslands staðfestingu: “Hve afar mikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum, sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifðar um afdali og heiðar um allt Ísland. Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög víða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o.s.frv.”.
Ekki hefur tekist að timasetja með óyggjandi hætti hvenær síðasta selförin var farin. En ljóst er, að í þessum hraunbrunna úgerðarhreppi hafa grænir selhagar freistað búsmala og þriflegar selstúlkur strokkað smör í seljunum, sem enn sér móta fyrir á eggsléttum völlum á bak við gróðurlaus fjöll.
Svo skemmtilega vildi til að Grindvíkingar voru að reka fjársafn sitt heim í Þórkötlustaðarétt til úrdráttar. Hjá þeim eru nú um 640 á vetrarfóðrum (að sögn núverandi fjárvörslumanns, Dagbjarts Einarssonar), en 1973 var fjöldinn 1.700, eða litlu fleiri en nú var til samans rekið af fjalli (að sögn Gunnars Vilbergssonar, þáverandi fjárvörslumanns Grindavíkurbænda).
Í bakaleiðinni var Hraunsselsstígurinn rakinn yfir Leggjarbrjótshraunið að Höfða og síðan niður með honum austanverðum, yfir hina mikllu hrauntröð sem fyrr er lýst. Annar “selsstígur” liggur yfir Skolahraunið nokkru sunnar. Má ætla að þar hafi Ísólfsskálaselsstígur legið, sbr. framangreint. Ætlunin er að skoða þetta stórbrotna hraunasvæði fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín. 

Birtingarmynd á leiðinni

Hjallaborg

Bæirnir í Hjallahverfi standa undir Hjallahlíðinni (Kinninni) og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfinu. Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa, með sameiginleg landamerki útávið. Þar sem lönd jarðanna liggja mjög óreglulega, er erfitt að segja hvaða örnefni tilheyra hverri jörð.

Hjallaborg

Hjallaborg.

Gengið var frá Hjalla. Við kirkjustaðinn Hjalla er að sjálfsögðu kirkja; Hjallakirkja. Hún var byggð og vígð 1928 um haustið.
Katólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Hjallakirkja var útkirkja frá Arnarbæli og frá Hveragerði. Húsameistari var Þorleifur Eyjólfsson og yfirsmiður Kristinn Vigfússon. Kirkjan er steinsteypt, fyrsta steinsteypta kirkjan austanfjalls. Norðan undir kirkjugarðinum er lítið hesthús, sem heitir Granahesthús, um 10 m frá honum. Það var notað fyrir uppáhaldsreiðhesta Hjallabóndans. Stallurinn í því er ein hella, um 20 sm þykk, fullur metri á hæð og um 2 metrar á lengd, nær inn í báða hliðarveggi hússins. Sögn er, að kona sem bjó á Hjalla, hafi reitt hellu þessa fyrir framan sig á hestinum Grana ofan af Hjallafjalli. Aldrei mátti gera við Granahesthús. Fórust skepnur voveiflega, væri það gert. Nú er Granahesthús hrunið en veggir standa að mestu. Túnið norður frá Granahesthúsi upp að Þorgrímsstaðatúni heitir Granaflöt. Ofan við það liggur Þorgrímsstaðastígur (Krikastígur)upp stallinn.
Bæir á Hjallatorfunni voru t.a.m. Krókur (Hjalla-Krókur), norðaustur frá Hjalla. Móakot var austan við Hjalla en sunnan við Krók. Gerðakot er sunnan þjóðvegarins og austan lækjarins. Lækur er vestan Bæjarlækjar, vestur frá Hjalla. Austast í Lækjartúni var Rjómabú um allmörg ár á fyrsta fjórðungi 20. aldar. Það var venjulega nefnt Hjallarjómabú. Það stóð nákvæmlega þar sem nú er vegurinn, brúin yfir lækinn.
Goðhóll hét lítill hóll, grasigróinn, vestan Lækjartúns, ofan við gömlu götuna. Hann var allur tekinn sem efni í veginn. Bjarnastaðir eru upp við Hjallafjall þar sem það er hæst, norður frá Læk.

Lækjarborg

Lækjarborg.

Upp frá Enni liggur gata í sneiðingum upp á brúnina. Hún heitir Krikastígur. Ofan Krikastígs, uppi á brúninni er allstórt móabarð sem heitir Göngumói. Annar stígur, Bjarnastaðastígur liggur upp á brúnina vestan túnsins. Frá Stekkatúni liggur gata upp brekkuna og vestur með klettunum í fjallsbrúninni, en beygir þá upp á brún, gegnum lægð sem heitir Lágaskarð, en neðantil heitir gatan Kúastígur. Það er hægasta gatan upp á fjallsbrúnina, og sú eina sem hestfær var.
Þorgrímsstaðir stóðu austur frá Bjarnastöðum, fyrir botni Bæjarlækjar. Þar í brekkurótunum, austan og ofan bæjarins er húslaga steinn sem heitir Álfakirkja. Neðan við hana eru þrjár þúfur sem heita Biskupaleiði. Þar hvíla huldufólksbiskupar. Aldrei má slá Biskupaleiðin né slétta þau út.
Gengið var upp svonefnt Þorgrímsstaðagil. Rudd gata liggur upp Kinnina og heitir hún Kinnarstígur. Vestan hans er lítill hellisskúti; Baunahellir. Þar ræktuðu ungir menn baunir á öðrum tug 20. aldar. Nú eru allar byggingar afmáðar á Þorgrímsstöðum, og túnum skipt milli Gerðakots og Bjarnastaða.
Ofar, á Hjallafjalli (Neðrafjalli) er Langimói. Hjallaborg er á Neðrafjalli. Ofar er Efrafjall. Þarna skiptast á melar og móabörð, og frekar fátt um örnefni. Upp frá Króksstíg eru Suðurferðarmóar upp að Efrafjalli, fyrir vestan Hest. Þar eru grasbrekkur og lautir í brúninni fyrir vestan Leynira (þeir eru taldir með Bakka), og heita Suðurferðabrekka. Gatan þar upp brekkuna kallast Kálberstígur. Þannig var nafnið víst oftast borið fram, en mun eiga að vera Kálfsbergsstígur, kenndur við Kálfsberg, lítinn klettastapa þar í brúninni.
Neðrafjall hefur nú orðið gróðureyðingunni að bráð, einkum vestari hluti þess. Nú er reynt að planta þar skógi á stóru svæði ofan við Hjallabæina.

Hraunssel

Selsstígur Hraunssels.

Nafnið Kálfsberg er tekið eftir riti Hálfdánar Jónssonar lögréttumanns frá 1703. Það getur ekki átt við nokkurn annan stað en klett þennan eða stapa. Vestan við Suðurferðabrekku. er Brattabrekka, með kletta í brún og hærri en brúnin austar og vestar. Rétt neðan við vesturenda Bröttubrekku er dálítil hæð, sem heitir Háaleiti. Þar hafði Jón Helgason bóndi á Hjalla, síðar kaupmaður í Reykjavík, sauðahús fram yfir aldamótin 1900. Miklar hleðslur eru í rústunum (stundum nefndar Hjallaborg). Stórt gerði er norðaustan við það. Veggir hafa verið tvíhlaðnir.
Ofar (norðnorðaustar), í Lækjarmóum er Hjallasel. Þar eru rústir sels og stekks. Selsleifar eru og enn norðvestar og ofar í heiðinni (sjá aðra FERLIRslýsingu).
Rétt vestan við Lækjarmóa er lítil hæð sem heitir Guðnýjarhæð. Þar er sagt að Guðný smali hafi alið barn. Suðaustan hennar sést Lækjarborgin vel í gróðureyddu landslaginu.
Fjallsendaborg er vestar, undir Kerlingabergi. Selstígur liggur upp með því vestanverðu, áleiðis að Hraunseli, sem þar er í hraunkantinum skammt norðaustan við Raufarhólshelli.

Hjallaborg

Hjallaborg – uppdráttur ÓSÁ.

Spölkorn fyrir vestan Borgarstíg er stór varða uppi á brúninni. Heitir hún Sólarstígsvarða. Aðeins vestan við hana er krókótt, en áberandi, kindagata upp á brúnina. Hún heitir Sólarstígur. Neðan undir Sólarstígsvörðu er stór, stakur steinn niðri á jafnsléttu. Hann heitir Sólarsteinn og er landamerkjahornmark milli Hjallatorfu og Grímslækja.
Skammt fyrir vestan Sólarstíg er gata upp á brúnina, framan í nefi nokkru, og heitir Grímslækjarstígur. Í stórum, algrónum hvammi litlu vestar er enn gata og heitir Hraunsstígur. Skammt fyrir vestan Hraunsstíg er gil. Þar kemur Bolasteinsrás fram af brúninni. Á grænni flöt vestan við rásina er stór steinn sem heitir Bolasteinn. Þar segir sagan að kona hafi bjargast upp undan mannýgum bola. Og þegar boli vildi ekki hafa sig burt, gat hún hellt úr nálhúsi sínu upp í hann. Þá fór hann að lina aðsóknina. Upp af Bolasteini er grasbrekka, og hellisskúti ofan hennar, en klettar í brúninni. Brekkan heitir Hellisbrekka. Framan í nefi vestan við Hellisbrekku er gata upp á brúnina. Hún heitir Steinkustígur. Þar blæs af, svo hægt er að reka þar fé, þó aðrar götur séu ófærar af snjó. Gata liggur út með hlíðinni frá Hjallahverfi út á Hlíðarbæi. Hún heitir Tíðagata (stikuð með rauðum hælum), og er í mörkum Hjallatorfu út að Hlíðarbæjalandi.
Gengið var niður af Neðrafjalli um Hraunsstíg ofan við Bolastein og Tíðargötunni síðan fylgt að upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Hjallasel

Hjallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Hraunssel

Haldið var upp með austanverðum Höfða frá Méltunnuklifi, vestan Leggjabrjótshrauns, Skolahrauns og Grákvíguhrauns. Ofarlega í Höfða eru gígaraðir frá mismunandi tímum. Stærsti gígurinn er formlega löguð eldstöð. Úr honum hefur gosið síðast og þá myndað stórbrotna og langa hrauntröð.

Hraunssel

Hraunsselsstígur.

Á móts við mitt Sandfell liggur Hraunsselstígurinn inn á slétt helluhraun Grákvíguhrauns. Ofar (norðar) er Stórahraun er nær frá vestanverðum Selsvöllum og langleiðina til Hafnarfjarðar. Selstígurinn, sem að þessum stað, er einnig gata að Selsvallaseljunum skammt norðar undir Núpshlíðarhálsi. Gatan liggur upp með Einihlíðum, beygir til austurs í Einihlíðakrika að sunnanverðu Sandfelli og áfram til norðurs með því austanverðu. Hraunsselsstígurinn yfir hraunið er grópaður á köflum i mjúka hraunhelluna og sums staðar hefur verið kastað upp úr stígnum.

Hraunssel

Hraunssel.

Hraunsselið eru fjórar tóftir, auk eldri seltófta, stekkja og kvíar. Eldri tóftirnar eru vestar á nokkuð sléttum grónum bletti undir hlíð Núpshlíðarhálsins. Þar mótar óljóslega fyrir húsaskipan. Nýrri tóftirnar eru tvær selstöður. Önnur er samliggjandi þrjú rými; baðstofa, búr og eldhús. Hin er tvískipt; baðstofa og eldhús annars vegar og búr stakt. Að baki þeim er gróinn stekkur. Hlaðinn stekkur er norðvestan við tóftirnar sem og hlaðin kví utan í moshól. Síðast var haft í seli í Hraunsseli um 1914, en það kun hafa verið síðasta selstaðan sem lagðist af á Reykjanesskaganum, enda eru tóftirnar mjög heillegar að sjá.

Hraunssel

Hraunssel – stekkur.

Eftir að hafa rissað upp og ljósmyndað minjarnar var haldið vestur yfir hraunið eftir jeppaslóða að norðanverðu Sandfelli og litið yfir nýtt hraunflæðið í Meradal, þar sem gos hafði komið upp. Staðnæmst var við “skarðið” þar sem hraunflæði hafði nánast fyllt dalinn og var að myndast við að flæða þar yfir.
Gengið var niður með austanverðu Fagradalsfjalli, niður um Einihlíðakrika, um Hrútadal og áfram niður með Einihlíðum og Höfðahrauni á vinstri hönd uns komið var til móts við gamla Krýsuvíkurveginn (vagnveginn ofan Skála-Mælifells. Þar var gróið hraun skágengið niður að bílnum, sem beið þolinmóður niður við Krýsuvíkurveg neðan Meltunnuklifs.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Hraunssel

Hraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

Hraunssel

Grindavíkurbær, Saltfisksetrið og FERLIR buðu upp á þjóðháttakynningu um seljabúskap á vettvangi. Mæting var við Ísólfsskála, u.þ.b. 7 km austur frá Grindavík á Krýsuvíkurleið. Gangan var liður í Menningar- og viðburðadagskrá Grindavíkur.
GönguleiðinFrá Ísólfsskála var haldið að Méltunnuklifi. Um það lá hin forna þjóðleið til Krýsuvíkur. Þaðan var gengið eftir nýlegri slóða á gömlu leiðinni um Leggbrjótshraun og inn með vestanverðum Núpshlíðarhálsi í Hraunsel millum Þrengsla.
Leiðin var greiðfær og tók um 3-4 klst með fræðslustoppum á völdum stöðum. Hraunsel var sel frá Hrauni í Grindavík og að öllum líkindum einnig frá Ísólfsskála, enda selstaðan í hans landi. Þarna eru þrjár selstöður auk eldri selstöðu og tilheyrandi mannvirki.. Selstaðan er með yngstu seljum á Reykjanesskaganum, en hún mun líklega hafa lagst af árið 1914. Í selinu má sjá heillegar tóftir selsmannvirkjanna; baðstofu, búr og eldhús. Í selinu var áð og nesti borðað.
Leiðsögn var um seljabúskapinn og það sem fyrir augu bar á leiðinni. Í bakaleiðini var gengið yfir Skolahraun eftir selstígnum, niður með austanverðu Sandfelli og eftir Höfðasandi að gömlu Krýsuvíkurleiðinni um Méltunnuklif.
Lítið hefur verið skrifað um sel og seljabúskap hér á landi og mjög lítið á Reykjanesskaganum öllum, þrátt fyrir að enn megi sjá þar fjöldamargar sýnilegar selstöður (eða 250 talsins). Á sama hátt og handritin eru áþreifanlegur vottur handbragðsins fyrrum tengja minjar seljanna okkur nútímafólkið beint við þá gömlu búskaparhætti, sem tíðkuðust um aldir eða allt fram á öndverða 20. öldina.
HraunFéð var yfirleitt haft í seli frá 6. – 16. viku sumars. Í seljum voru smalinn auk selráðsmatseljunnar. Þar voru gerðir ostar, skyr, smjör og sýra úr mjólkinni. Fólkið hélt lífinu í fénu og féð hélt lífinu í fólkinu.
Merki jarðarinnar Hrauns eru samkvæmt landamerkjabréfi dagsettu 17.06.1890 og þinglýstu hinn 20.06.1890, sem hér segir: “… úr miðjum ,,markabás” í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell og yfir Vatnsheiði, þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selvallafjall upp af Sogaselsdal, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum jarðarinnar Krísuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett við götuna á Móklettum. Skal sú sjónhending ráða merkjum frá landi jarðarinnar Ísólfsskála, þaðan til suðurs fram yfir festargnípu í fjöru …”

 

Hraunssel

Samkvæmt þessu má segja að Hraunssel sé á hornmörkum Hrauns og Ísólfsskála. Selstöður voru reyndar mjög gjarnan á landamerkjum, einkum frá fyrstu tíð. Ekki er ólíklegt að þessir bæir hafi samnýtt selstöðuna um tíma því hvergi er að finna selstöðu frá Ísólfsskála, sem verður að teljast óvenjulegt því um fjárríka jörð var jafnan um að ræða. Skýringarinnar gæti verið að leita lengra aftur, eða allt frá því að Hraun var kirkjustaður. Þá átti Skálholtsstóll jörðina og hún verið nýtt sem hjáleiga frá Hrauni. Lítið er til af skráðum heimildum frá þessum tíma (á tímabilinu frá 12. til 17. aldar).
Samkvæmt Landnámu nam Molda-Gnúpur Hrólfsson land í Grindavík og hafa verið að því færð rök að það hafi verið í lok landnámsaldar eða á fjórða tug tíundu aldar. Ekkert er vitað um sögu Grindavíkur næstu þrjár aldirnar. Hrauns er þó getið í rekaskrá Skálholtsstaðar árið 1270. Skálholtsstaður eignaðist jörðina á 15. öld. Árið 1673 bjó þar Hávarður Ólafsson, sem gerði samning við Brynjólf biskup Sveinsson um að hann fengi að halda hluta kirkjunnar í reka á fjörum og greiddi í staðinn eina vætt fisks. Tilefni þessa samkomulags hefur ugglaust verið það að ekki hafi verið hjá því komist að hýsa jörðina að nýju. Heimildir frá 18. öld benda til að Hraun hafi á þeim tíma verið lök jörð og landskuld af jörðinni var aðeins hálft þriðja hundrað árið 1703.
Stekkur í HraunsseliÍ upphafi átjándu aldar var heimræði frá jörðinni árið um kring, en lending voveifleg samkvæmt Jarðabókinni 1703.
Árið 1703 voru á bænum auk bóndans og konu hans og tveggja barna ungra fjögur vinnuhjú. Á búinu voru 4 kýr, 30 sauðfjár og þrjú hross. Jörðin var þá í eigu Skálholtsstóls skv. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, þriðja bindi, bls. 9. Tvær hjáleigur voru í landi Hrauns árið 1703. Það gæti einnig skýrt fleiri en eina, eða allt að þrjár, selstöður í Hraunsseli.
Kirkja var á Hrauni allt frá miðöldum fram yfir 1600, en ekki er ljóst hvenær kirkja komst þar á. Í Fitjaannál 1602 segir frá því, að farist hafi með farmskipi Skálholtsstaðar utan við Þórkötlustaði 24 manneskjur og voru flestar jarðaðar í bænhúsinu á Hrauni. Kirkjan virðist hafa aflagst um það leyti.
Þegar kemur fram á 19. öld er sú breyting á orðin að Hraun er eitt mesta myndarbýlið í Grindavík og þar bjó sama fjölskyldan mestan hluta aldarinnar, sem var óvenjulegt í Grindavík.
SelstígurinnUm eða rétt eftir 1822 kom á jörðina Jón Jónsson og er hann í öllum heimildum talinn eigandi jarðarinnar. Hann var gildur bóndi. Hann reisti m.a. þrjú stór og reisuleg timburhús á jörðinni. Eru það fyrstu timburhúsin í hreppnum.
Í sóknarlýsingu 1840-1841 segir um Hraun: ,,Selstaða lángt frá en sæmilega góð.”
Í bókinni Handbók um hlunnindajarðir á Íslandi (1982) segir að meðal hlunninda að Hrauni árið 1932 séu reki og útræði.
Í sóknarlýsingu Geirs Bachmann um afréttarland Grindavíkur segir á bls. 144 um Grindavíkursókn: ,,Ekkert er hér afréttarland…” með þessu á presturinn við, að allt land innan sóknarmarkanna og þar með einnig hreppamarkanna sé háð einkaeignarrétti, en ekki fyrirfinnist upprekstrarland í óskiptri sameign bænda. Hann bætir því við að allt sauðfé sé rekið í selið og þar smalað á hverju máli. Þar sem eru sel, þar er land ekki afréttur í neinum skilningi.
Um landamerki
Ísólfsskála segir í landamerkjabréf dags. 20.06.1890, þinglýst 20.06.1890: “…, úr fjöru við festargnípu við svonefndan Skálasand liggja mörkin til norðurs að merktum kletti við götuna á Móklettum, þaðan til austurs sem sjónhending ræður á miðja suðuröxl á Borgarfjalli, þaðan sama sjónhending austur Selsvallafjall að landamerkjum jarðarinnar Krýsuvík, þaðan til suðurs eftir löngugörn meðfram sömu landamerkjum að Dágon kletti á kampinum fyrir vestan Selatanga, þaðan sama sjónhending fram í stórstraumsfjöruborð, einkennismerki markasteinsins er L.M……”

Hraunssel

Hraunssel.

Hér er landeigendur sammála um hornmarkið við Hraunssel og má leiða að því líkum að það hafi jafnan verið þrætulaust, enda enginn ágreiningur með Hrauns- og Ísólfsskálabændum um landamerki þeirra. Ágreiningur hefur hins vegar verið með Ísólfsskála- og Krýsuvíkurbændum um mörkin.
Um Hraun segir í Jarðabókinni 1703: ‚‚Selstaða langt í frá og þó sæmilega góð.“ Í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála segir:
 “Austan við mitt Sandfell er götuslóði yfir hraunið austur í Hraunssel fremst. Inn með Núpshlíðarhálsinum að vestan eru tættur sem Hraunssel heita.”
Í örnefnalýsingu fyrir Hraun segir: “
Norðan við Höfðann, aðskilið af mjóu skarði, er Sandfell. Um þetta skarð liggur gata, sem lá um sunnanvert Þráinsskallahraun (Skolahraun) austur í svonefnd Þrengsli, en það er grasræma eða lægð, sem myndast milli Núpshlíðar að austan og hraunsins að vestan. í Þrengslum þessum eru rústir eftir Hraunssel. Þar var haft í seli endur fyrir löngu frá Hrauni.“
Gamla KrýsuvíkurleiðinÍ annarri örnefnalýsinu fyrir Hraun segir:
Á einum stað að sunnanverðu nær hraunið upp að fjalli og heitir þar Þrengsli. Þar fyrir sunnan eru tættur af gömlu seli frá Hrauni og heitir þar Hraunsel.”
Í Jarðamati 1849-1850 er minnst á sumarbeit við allar jarðir í Grindavíkur- og Vatns-leysustrandarhreppum, misjafnlega góða. Virðist yfirleitt miðað við að beitin sé í heimalöndum jarðanna, nema um Hraun í Grindavík segir: „Sumarbeit góð í seli upp til fjalla.“
Hraunssel voru skoðuð árið 2001: “Eftir að hafa skoðað stekkinn í hrauninu norðan selsins, sem eru þrjár heillegar tóftir undir Núpshlíðarhálsinum, kom í ljós ein tóft, greinilega elst þeirra, neðar og á milli tóftana og stekksins. Tóftin er orðin jarðlæg og mosi tekinn að vaxa í henni. Ekki er hægt að greina húsaskipan. Sunnan við hlaðna stekkinn er annar mun eldri. Verður því þetta seinna sel nefnt Hraunssel eldra, en þau sem ofar eru, undir hlíðinni, nefnd Hraunssel yngri. Selsstígur liggur frá selinu að suðurhlíð Hraunssels-Vatnsfells. Stök hús eru norðan við selið, sennilega kúaskjól að hluta.
Yngra selið geymir einar heillegustu tóftir á Reykjanesskaganum, enda heimildir um að það hafi að öllum líkindum verið síðast selja til að leggjast af. Veggir standa heilir og grónir. Grjóthleðslur sjást í veggjum. Stekkurinn er skammt vestar og sjást hleðslur hans og lögun mjög vel. Vatn er í grunnu gili sunnan við selið.
Eftir að hafa lýst minjunum og rifjað upp verklag í seli var selstígurinn fetaður til vesturs yfir Skolahraunið….
Gangan tók 4 klst. Frábært veður.

Hraunssel

Hraunssel- uppdráttur ÓSÁ.

 

Hraunssel
Haldið var inn (austur Drykkjarsteinsdal frá Hatti utan í vestanverðri Slögu ofan Ísólfsskála, beygt um Brattháls norður með austanverðum Lyngbrekkum og áfram inn með austanverðum Einihlíðum uns staðnæmst var við sunnanvert Sandfell. Þaðan var gengið til austurs sunnan við fellið og síðan til norðurs með því austanverðu.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – Hattur.

Ætlunin var m.a. að skoða hvort enn mætti greina spor hinnar fornu leiðar Grindvíkinga áleiðis inn á Selsvelli. Spurning var hvort líklegra var að leiðin hafi legið norður með vestanverðu Sandfelli eða því austanverðu. Báðar leiðirnar gætu hafa verið farnar, allt eftir því hvort leiðin lá í Hraunssel eða á Selsvelli. Austari leiðin var líklegri á fyrrnefnda staðinn. Þaðan liggur leiðin yfir slétt Skolahraun (helluhraun) að Þrengslum undir vestanverðum Núpshlíðarhálsi (Vesturhálsi). Sunnar er Leggjabrjótshraun (apalhraun), erfiðara yfirferðar. Þó lá þar yfir ruddur, varðaður, vegur allnokkru sunnar. Sá vegur var endurgerður, lagfærður og breikkaður, með svonefndum “Hlínarvegi” skömmu eftir 1930 er hann var gerður akfær til Krýsuvíkur með það að markmiði að flytja útvegsbændum í Grindvík nýslegna töðu, að sjálfsögðu gegn gjaldi. Vegagerðin frá Ísólfsskála (Drykkjarsteinsdal) til Krýsuvíkur kostaði þá um 500 krónur og tók það fjóra menn ásamt kúsk lungann úr sumrinu að framkvæma verkið. Hlín Johnsen, þá sérstakur verndari og umönnunarstýra þjóðskáldsins Einars Benediktssonar, greiddi fram vinnulaun að verki loknu, en Einar átti þá bæði Krýsuvík og Herdísarvík. Einar sjálfur, þótt stór væri, var þá lítill fyrir mann að sjá, enda ofsóttur jafnt í rökkri og myrkri, bæði af Þistilfjarðar Sólborgu og öðrum sektarkenndum.
Gengið var yfir Skolahraun. Slétt helluhraunið er að öllum líkindum úr Þránsskildi, en ofan á því er mjó apalræma til suðurs, líklega úr gosinu 1151.

Hraunssel

Hraunssel.

Slóðar liggja yfir slétt hraunið og hefur mosinn farið illa af utanvegaakstri. Komið var að norðanverðu Hraunsseli. Augljóst er að þarna hafa verið tvær selstöður. Í selinu eru bæði tóftir nýrri og eldri selja. Nýrri selin eru undir Núpshlíðarhálsinum, en þau eldri bæði norðan við nýrri selin undir hlíðinni og einnig vestar, nálægt grónum hraunkanti. Þær eru nær jarðlægar. Vestan þeirra tófta er tvískiptur hlaðinn stekkur. Norðan hans er hlaðinn ferköntuð tóft undir hraunbakka, hugsanlega kví. Grösug skál er í hlíðinni ofan við selið. Þar má m.a. sjá leifar hverasvæðis, sem ekki er langt um liðið síðan kulnaði.

Nyrðra nýrra selið er eins stök tóft og síðan önnur með tveimur rýmum. Hitt er heilstæð tóft með þremur samliggjandi rýmum. Elsta tóftin (vestar) virðist hafa verið með tveimur rýmum og því þriðja fasttengdu. Þerrivatn er í grunnum gilskorningi sunnan við selið, en búast má við að þarna neðarlega á grasvöllunum hafi fyrrum verið brunnur, þótt ekki móti fyrir honum nú.
Þetta eru sennilega rústir hins síðasta umbúna sels á Reykjanesskaganum, er talið er að hafi lagst af um 1914, með efasemdum þó, því sel voru almennt að leggjast niður á þessu landssvæði á seinni hluta 19. aldar. Þeim hafði þá verið viðhaldið, með tilfærslum, hléum og margfaldlegri endurgerð, allt frá landnámi no

Hraunssel

Hraunsselsstígur.

rrænna manna hér á landi (871 +/- 2). Selstöður virtust hafa verið mikilvægur þáttur í búsetusögu svæðisins um langan tíma. FERLIR hefur þegar skoðað rúmlega 255 selstöður í landnámi Ingólfs, sem enn eru sýnilegar minjar um, og eru þó allnokkur enn óskoðuð, s.s. norðan Esjufjalla að Botnsá. Þótt margt sé líkt með rústunum er einnig nokkuð ólíkt með þeim. Það verður allt betur rakið með umfjöllun síðar.
Í landamerkjabréfi fyrir Hraun segir m.a. að merkin hafi verið “frá Vatnskötlum fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selsvallarfjall upp af Sogaselsdal.” Í fyrsta lagi heita Vatnskatlarnir nú á landakortum Fagradals-Vatnsfell og Hraun lýsir merkjum í Selsvallarfjall.Â
Samkvæmt heimild úr Jarðabók ÁM 1703 á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd selstöðu í Sogaseli er það sagt í Stóru Vatnsleysulandi. Selið hins vegar, sem lá undir Hraun (Hraunssel), er fyrir sunnan Þrengslin og þannig innan merkja Hrauns samkvæmt þessari skilgreiningu. Þá má að lokum benda á að fyrir norðan þessa línu og almennt á Selsvöllunum var almenningsselstaða frá Grindavík og ennfremur frá Vatnsleysuströnd”. Hafa ber þó í huga að landamerki Þórkötlustaða stangast verulega á við landamerkjalýsingu Hrauns þar sem m.a. Dalsselið vestan Langhóls er innan landamerkja þeirra. Ef rétt er þá er Dalsselið í landi Þórkötlustaða, en Vogabændur og Grindvíkingar hafa jafnan deilt um tilveru þess inna þeirra marka – hvors um sig.
Í örnefnaskrá fyrir Ísólfsskála segir m.a. um merkin: “Allmiklu skakkar hér um landlýsingu þeirra nágrannanna [Hrauns]. En merkjabókin segir merki Ísólfsskála þannig: Úr fjöru við Festargnípu vestan við svonefndan Skálasand til norðurs að merktum kletti við götuna á Móklettum, svo til austurs í miðja suðuröxl á Borgarfjalli.
Samkvæmt þessu ætti Hraunssel að hafa verið í landi Ísólfsskála og gert út þaðan. Þeir nágrannar gætu þó hafa komið sér saman um selstöðu undir hálsinum og verið þar með sitthvort selið. Það myndi a.m.k. skýra seltóftirnar. Ef svo er þá eru fundið selið frá Ísólfsskála, sem og selið frá Þórkötlustöðum, þ.e. Dalsselið.

Hraunssel

Hraunssel – stekkur.

Járngerðarstaðir og Staður hafa síðan haft selstöður á Baðsvöllum og síðar á Selsvöllum.
Ritari, sem reyndar er hlutdrægur, hefur reyndar talið langlíklegast að Dalselið hafi verið frá Þórkötlustaðabæjunum fyrrum.
Í örnefnalýsingum þaðan, segir að “úr Stóra-Skógfelli [á að vera Litla-Skógfelli til samræmis við aðrar lýsingar] liggur markalínan í gjána í Kálffelli en það er lágt fell eða bunga sem er framarlega í Kálffellsheiði . Frá Kálffelli liggja landamerkin í vatnskatla í Fagradals-Hagafelli og þaðan í Innstuhæð á Vatnsheiði eins og áður segir. Samkv. þessu er Sandhóll, sem er vestur af Kasti, og Fagridalur, sem er kvos inn í Fagradalsfjall austan við Aura, í landi Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell,sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða. Aurar heita melar innan við og austan Dalahraun og þar norður af eru grasflatir sem heita Nauthólaflatir. Þar var heyjað af bændum á Þórkötlustöðum.”

Í Jarðabókinni 1703 er dómkirkjan í Skálholti eigandi bæði Krýsuvíkur og Hrauns, auk Ísólfsskála, Þórkötlustaða, Hóps og Járngerðarstaða. Ekki er sagt frá selstöðu frá Krýsuvík, en þó má telja öruggt að hún hafi verið þá til staðar. Ekki er heldur sagt frá selstöðu frá Hrauni eða Þórkötlustöðum, en ein hjáleigan, Buðlunga,

Núpshlíðarháls

Núpshlíðarháls.

“brúkar selstöðu og hefur lengi brúkað í Krýsuvíkurlandi, þar sem heitir á Vigdísarvöllum, segja menn að selstaðan sje ljeð frá Krýsuvík, en Krýsuvík aftur ljeð skipstaða fyrir Þorkötlustðalandi. Er selstaðan að sönnun góð, en mikilega lángt og erfitt að sækja”. Hóp þarf að kaupa út selstöðu, en Járngerðarstaðir “brúkar selstöðu enn nú þar sem heita Baðsvellir, og kvarta menn um að þar sjeu hagar oflitlir og þröngvir. Item sje þar stórt mein af vatnsleysi, þá þerrar eru, og fyrir þessa lseti selstöðunnar segja menn fulla nauðsyn til að kaupa selstöðu annarsstaðar. Þessa brúkar bóndinn aleina”. Þarna gæti verið komið tilefni til þess að ætla að Selsvallaselstaðan, sem Járngerðarstaðabændur nýttu síðar, hafi fengist framseld frá Stað. Í Jarðabókinni 1703 segir að selstaða Staðar “sé góð til haga, en lángt og erfitt til að sækja, hefur þó hjeðan frá staðnum brúkuð verið lxxx ár á Selsvöllum”.
Eftir að hafa skoðað minjar seljanna (því þau eru fleiri en eitt frá mismunandi tímum), var gengið norðvestur eftir áberandi götu yfir Skolahraunið með stefnu milli Hraunssels-Vatnsfellanna. Mikil umferð hefur verið þarna. Gatan liggur yfir hið mjóa apalhaft. Hún gefur vísbendinu uma ð nokkur umferð hafi verið inn að Hraunsseli neðan úr Vogum eða Vatnsleysuströnd svo ekki er með öllu hægt að útiloka að selstaðan hafi um tíma verið sótt þaðan.
VatnsstæðiÞegar komið var yfir í Meradalahlíðar var ákveðið að halda áfram til vesturs austan Kisturfells (335 m.y.s.). Kistufell og Keilir, með Litla-Keili og Litlahrút á millum býður upp á skemmtilegt sjónarhorn inn á efstu brún Þráinsskjaldar, hinnar miklu og tilkomuríku dyngjudrottningu Reykjanesskagans. Þaðan er hægt að ganga að einum fallegasta gíg Skagans, nyrst í Fagradalsfjalli (Langhól). Gígurinn, sem er um 70 metra hár, er þverskorinn, þ.e. það sést inn í hann úr norðri og því auðvelt á áætla hvernig gígopið hafi litið út áður en roföflin tóku yfirhöndina.

Hér er í rauninni um að ræða einn tilkomumesta og fallegasta, en um leið úrleiðarlegasta gíg Reykjanesskagans. Vonandi fær Hitaveita Suðurnesja aldrei áhuga á honum – því þá er voðinn vís.
Þegar staðið er þarna má í rauninni sjá nokkra “keilira”, því auk Keilis er Sandfell í suðaustri, Stórihrútur í suðri og Litlihrútur í norðvestri öll með sömu lögun. Keilir nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu sinnar að standa stakur og því meira áberandi fyrir þá, sem ekki hafa nennu til að stíga svolítið afsíðis frá malbikinu.
Gengið var til suðurs niður í Meradali. Hér er um einstaklega stórt, sléttbotna og myndarlegt landssvæði að ræða, skjólgott með “safaríkum” blettum. Ef einhvers staðar ætti að planta skógi á Reykjanesskagann – þá væri það þarna, undir hlíðum Meradals. Og þá skemmir litadýrðin ekki fyrir; fjólublátt Fagradalsfjalli, bláleitt Kistufelli, brúnleitar Meradalahlíðarnar og svarleitur Stórihrútur.
Haldið var að upphafsstað með því að ganga til austurs upp úr Meradal milli Stórahrúts og Hraunssels-Vatnssfells syðra um Einihlíðasand. Ljóst er að vorblómin hafa vaknað seint þetta árið. Blóðbergið og lambagrasið eru þó að koma til, en vetrarblómið virðist hafa ákveðið að kúra frameftir. Smá vætuíbleyta og hlýindi í par daga myndu nægja til að vekja það snemmendis.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Jarðabókin 1703.
-Örnefnalýsinar og landamerkjaskrár Grindavíkurbæjanna.

Dalssel

Dalssel.